Tag Archive for: Þorláksstaðir

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir/Þorláksstaðir“ var fyrrum bær ofan Hafnarfjarðar, milli Hvaleyrar og Áss.

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – útihús.

Í dag er fátt, sem minnir á bæinn því bæði hefur verið byggt á gamla bæjarstæðinu og hraðbraut; Reykjanesbrautin, verið lögð í gegnum jörðina. Sorglegt dæmi um hvernig fornleifar hverfa undir framkvæmdir vegna vanskráningar og áhugaleysis hlutaðeigandi aðila. Þó má enn sjá leifar tveggja útihúsa suðaustan mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Strandgötu; austan Ástorgs.

Í Morgunblaðinu sunnud. 7. júlí 1918, má sjá eftirfarandi auglýsingu:
Þorgeirsstaðir„Jarpur hestur , 6 vetra gamall, hefir tapast frá Þorgeirsstöðum við Hafnarfjörð. Mark: blaðstýft aftan hægra, biti fratnan, og blaðstýft framan vinstra. Finnandi beðinn að skila honum til Þorgeirs Þórðarsonar, Þorgeirsstöðum, Hafnarfirði.“

Í Morgunblaðinu föstud. 16. jan. 1920 er jörðin auglýst til sölu:
„Til sölu er býlið »Þorgeirsstaðir« við Hafnarfjörð ásamt meðfylgjandi erfðafestulandi, sem er 13,5 dagsláttur, þar af eru 7 dagsl. ræktaðar í túni sem gefur af sér ca. 100 hesta af töðu.
ÞorgeirsstaðirBýlinu fylgir íveruhús 10×10 1/2 alin, heyhús 10×10 1/1 al. og peningshús með safnþró undir. alt bygt úr hlöðnum grásteini, og áfast hvað öðru. Beitiréttur getur fylgt.
Semja ber við eiganda og ábúanda Þorgeir Þórðarson, Þorgeirsstöðum.“

Í Morgunblaðinu fimmtud. 9. des. 1926 er jörðin enn auglýst til sölu:
„Jörðin Þorgeirsstaðir, við Hafnarfjörð, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. — Túnið gefur af sjer um 100 hesta. Jörðinni fylgir íbúðarhús, hlaðið, fjós og safnþró, alt úr steini.
Þorgeirsstaðir—Lysthafendur snúi sjer til eigandans Brynjólfs Pálssonar, Þorgeirsstöðum eða Sigurðar Kristjánssonar, kaupfjelagsstjóra í Hafnarfirði.“

Og í Morgunblaðinu miðvikud. 27. nóv. 1929, birtist enn ein sölutilkynningin:
„Jörð til sölu.
Býlið Þorgeirsstaðir við Hafnarfjörð er til sölu og laust til ábúðar frá næsta vori. Túnið gefur af sjer 100 hesta. — Allar byggingar eru úr steini. Þar á meðal fjós fyrir 5 kýr, haughús og hlaða sem tekur 200 hesta.
ÞorgeirsstaðirAllar nánari upplýsingar viðvikjandi sölunni gefur Björn Jóhanneson.
Vesturbrú 9. Hafnarfirði. Sími 87.“

Í Morgunblaðinu laugard. 12. nóv. 1962, er auglýsing:
„Jörð til sölu.
Jörðin Þorgeirsstaðir við Hafnarfjörð, ásamt íbúðar og peningshúsum úr steini, er til sölu. Túnið gefur af sjer ca. 120 hesta af töðu.
Upplýsingar gefur Sigurður Kristjánsson, Hótel Hafnarfjörður, sími 24.“

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, Jólablaðinu 1965, segir:

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – kort frá 1908.

„Jófríðarstaðir eru býli á Jófríðarstaðahæð næst fyrir utan Kvíholt.

Þogeirsstaðir

Þorgeirsstaðir 1954.

Jörðin hét að fornu Ófriðarstaðir (nafninu breytt 1875), og mun það nafn eiga rætur að rekja til einhvers ófriðar, sem hér geisaði fyrr á öldum, en hér var róstusamt á 15. og 16. öld.
Þá liggur bílabrautin sunnan undir Hvaleyrarholti, en þangað hefur kaupstaðurinn teygt byggð sína á síðustu árum. Sunnan vegar er Ásfjall með mælingavörðu á kolli. Undir því stendur bærinn Ás ofan við Ástjörn. Brautin liggur um tún Þorgeirsstaða sunnan við Hvaleyrarholt. Bærinn hét áður Þorláksstaðir, og fylgir því nafni sú sögn, að þar á holtinu hafi að fornu staðið kapella helguð heilögum Þorláki.“

Í Fornleifakönnun fyrir Reykjanesbraut árið 2001 segir:

Þorgeirsstaðir

Staðsetning Þorgeirsstaða skv. fornleifaskráningu um staðsetninu Reykjanesbrautar.

„Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir. Í gamla daga var þar nefnt Þorlákstún, gömul móabörð með þýfi og garðlögum.“

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir 1958.

„Framan í því var staður nefndur fyrrum Þorláksstaðir. Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún og þá Þorgeirstún og nú Þorgeirsstaðir.“ segir í örnefnalýsingu. Þorlákstún er nú klofið af Reykjanesbraut. Þorlákstún var sunnan við vestustu íbúðarhúsin sunnan Reykjanesbrautar. Sjálft býlið hefur horfið vegna íbúðarhúsabyggðar norðan Reykjanesbrautar. Grasi vaxið hraun og enn sjást leifar girðingarinnar sem girti túnið af. Íbúðarhús eru norðan túnsins.“

Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Hvaleyri segir:

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir.

„Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir. Í gamla daga var það nefnt Þorlákstún, gömul móabörð með þýfi og garðlögum. Síðan tekur fjallið til og hækkar unz við tekur Ásfjall, er síðar getur (sjá Ás).“

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri segir:

Stekkur

Þorgeirsstaðir – útihús.

„Suður og upp frá Hvaleyrartúnum liggur Hvaleyrarholt. Skammt sunnan við traðarhliðið, uppi í holtinu, var uppspretta, nefnd Heiðarbrunnur. Þar var gott vatn, en þraut í þurrkum og frostum. Hér hærra var komið að garðlaginu forna, sem lá ofan úr Hvaleyrarholtsklettum vestur og niður af á sandinn og suður í Gjögur. Í klettunum, undir brúninni, var Hvaleyrarréttin, en uppi voru hjallarnir. Þangað var í fyrri daga borinn fiskur, kasaður og síðan þurrkaður. Hér nefndist einnig Hjallarétt, og var fé rekið að hér, þegar hin réttin hafði verið lögð niður. Syðst í þessum hluta Hvaleyrarholts var skógarítak Gufuneskirkju. Lægð var hér í holtinu, nefndist Skarðið. Þá tók við háholtið. Framan í því var staður nefndum fyrrum Þorláksstaðir. Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún og þá Þorgeirstún og nú Þorgeirsstaðir.“

Heimildir:
-Morgunblaðið sunnud 7. júlí 1918, bls. 4.
-Morgunblaðið föstud. 16. jan. 1920, bls. 3.
-Morgunblaðið fimmtud. 9. des. 1926, bls. 2.
-Morgunblaðið miðvikud. 27. nóv. 1929, bls. 1.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. Jólablað 1965 (24.12.1965), bls. 16-18.
-Reykjanesbraut 2 – Fornleifakönnun; Reykjanesbraut, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2001.
-Örnefnalýsingi Ara Gíslasonar fyrir Hvaleyri.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri.

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – loftmynd 2022. Tóftir útihúsa.

Kjósarhreppur

Í „Fornleifaskráningum í Kjósarhreppi“ árin 2008-2012 má m.a. lesa eftirfrandi fróðleik um upphaf og þróun nokkurra bæja í sveitarfélaginu:

Þorlákstaðir

Þorláksstaðir

Þorláksstaðir – túnakort 1917.

20 hdr 1705. Reynivellir áttu hér ítak, eldiviðargröf.
1705: „Haglítið er og landþröngt mjög, so að fyrir þann skuld verða heimamenn engið í beit að leggja, en átriðningur er mikill af annara manna peningum, bæði frá Eyjum, Hurðarbaki og Reynivöllum. Hætt er túninu mjög so fyrir snjóflóðum og skriðum … Landbrot mikið gjörir Laxá bæði á högum og engi, og bólgnar bæði áin og lækir úr fjallinu yfir mestan hluta graslendiss um vetur. Á engið, sem þó er besti kostur jarðarinnar, verður ekki sóktur heyskapur fyrir foruðum nema brúkað sje með stórerfiði.“ JÁM, 413. 1840: „… þar er góður heyskapur og engi stórt, en lítið beitiland sumar og vetur.“ SSGK, 257. 1917: Tún 5 teigar, garðar 1450m2.
Mestallt slétt, þýfi í túnjöðrum.

Blönduholt

Blönduholt

Blönduholt – túnakort 1917.

12 hdr 1705. Jarðarinnar er ekki getið í heimilum fyrr en 1616. Jarðabréf, 18.
Blönduholtskot; eyðihjáleiga í byggð frá um 1665 til um 1700.
1917: Tún allt sléttað 3 teigar, garðar 1280m2. „Þegar Jón Stefánsson, faðir minn, kom að Blöndholti 1891 (að mig minnir), var allt túnið karga stórþýft, utan ein stór flöt, rúm hálf dagslátta, sem búið var að slétta, hún var kölluð Stóraflöt [hún var í hallanum norðaustan við bæinn]. Hann sléttaði túnið allt með handverkfærum. Þegar það var búið, ræsti hann mýrarstykki neðan við túnið [mýrin var kölluð Veitan, hún var á milli túnsins og Stöðuls], og hafði lokið að slétta það líka, áður en vinnuvélar komu til sögunnar. Hann flutti frá Blöndholti 1935, þá orðinn gamall og mjög lúinn. Verst held ég grjótið hafi farið með hann, sem kom úr þúfunum. Það setti hann allt í garða utan við túnið. Seinni árin, sem hann var við sléttun, þoldi hann ekki að rista ofan af, en var mikið við að stinga (pæla) og þekja.“ Ö-Blönduholt, 5

Þúfa

Þúfa

Þúfa – túnakort 1917.

20 hdr 1705 „Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og efnir A.M. það með hér greindum leigumála.“ JJnm, 99. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja hrossabeit í landi jarðarinnar (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79). Þúfukot; hjáleiga í byggð 1705. Síðar byggt Litlaþúfa, eða Lindarbrekka.
1917: Tún 3 teigar að mestu slétt, garðar 1040m2.

Þúfukot

Þúfukot

Þúfukot – túnakort 1917.

Hjáleiga Þúfu. 1847 „Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og nefnir A.M. það með hér greindum leigumála.
1802 segir, að á Þúfukoti hafi verið sú kvöð til forna, að hafa 12 hesta til beitar frá Reynivalla kirkju.“ JJnm, 99
1917: Tún 2,4 teigar rúmlega hálft sléttað, garðar 700m2.

Eyri (Hvalfjarðareyri)

Eyri

Eyri og Eyrarkot – túnakort 1917.

40 hdr. 1705. 30 hdr. 1847. Hálfkirkja var á jörðinni. Landnámsjörð Svartkels, sem fyrst bjó að Kiðafelli en flutti síðar að Eyri.
1198 er jarðarinnar getið í Sturlungu þar sem rætt er um Ketil Eyjólfsson og Ljót son hans er þar bjuggu. Sturlunga I, 235.
Elsta heimild um kirkju á Eyri er í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200. (DI XII, 9)
Næst er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju um 1220: „[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund;“ (DI I, 402).
1315: „Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær“ (DI II, 404). Enn er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1315: „[til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd;“ (DI III, 32) Síðan er kirkjunnar getið í máldaga sem hefur verið tekinn saman einhverntíma á árunum 1491-1518: „Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. … Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa.“ (DI VII, 54) 1569: Biskup selur jörðina fyrir Kirkjuferju í Árnessýslu. Hvor jörð 30 hdr en 10 hdr í heimalandi er kirkjueign. (DI XV, 312-314)
„Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.“ Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
Í Jarðabók Árna og Páls 1705 eru 4 býli á jörðinni, eitt með upprunalega nafninu, annað nefnt Þorkelskot eftir ábúandanum og síðan Efrakot (8 hdr) og Neðrakot (5 hdr) sem hvorugt er talin hjáleiga. Síðan er þar ein hjáleiga, Blómsturvellir í ábúð 1705. JÁM III, 393-394. Hjáleigur 1847; Eyrar-Uppkot og Eyrar Útkot. Heimajörðin var lögð undir Eyrar-Uppkot. HJ: Ljósmyndir I, 66
1705: „Hætt er fyrir snjóflóðum og skriðum bæði túnum, högum, engjum og húsum og hefur nýlega þar á skaði orðið bæði túni og engi. JÁM III, 395.
1917: Tún 2 teigar að mestu sléttað, garðar 350m2. Uppkotið virðist sameinað heimajörðunni 1917.

kikja

Eyri

Eyri og nágrenni – kort 1908.

c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9
[um 1220]: [í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund; Máld DI I 402 [Saurbæjar].
[1315]: Eyre Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær; Máld DI II 404 [gæti vel verið Árni mildi, Þá öld yngra].
[1315]: [til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd; Máld DI III 32 [Saurbæjar – ekki er ljóst hvort sérákvæðin um tíundina eiga við um Eyri, líklega ekki].
[1491-1518]: Eyrar maldagi j Kios. Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. Jtem ein gaumul messuklædi sterk. Jtem iij smakluckur. Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa. Máld DI VII, 54 [AM 238 4to, bl. 124 (Bessastaðabók)]
17.5.1765: Bænhús á Eyri lagt niður; (PP, 113) [konungsbréf].
1705 segir í Jarðabók Árna og Páls: „Hjer er hálfkirkja, og embættaði þá fólk er til sacramentis hjer heima og af næstum bæjum hjer fyrir innan, sem enn lengra eiga að sækja til Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi, og þjónar presturinn Sr. Páll Sveinsson þessari hálfkirkju ásamt Saurbæjar og Brautarholts kirkjum.“ „Kirkjugarður er neðan Eyrarhóls. Nú er búið að slétta hann.

Eyrar-Uppkot (Efrakot)
1705 eru 4 býli á jörðinni, Efra kot er talið býli, ekki hjáleiga, dýrleiki 8 hdr. Hjáleiga Hvalfjarðareyrar. „Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.“ Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
1917: Tún 4 teigar, garðar 720m2, virðist sameinað heimajörðunni 1917.

Eyrar-Útkot (Neðrakot)
1705 eru 4 býli í byggð á Eyri, Neðrakot (5 hdr) eitt af þeim ekki talið hjáleiga. Hjáleiga Hvalfjarðareyrar. „Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.“ Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
1917: Tún 2 teigar meira en 1/2 sléttað, garðar 760m2.

Útskálahamar

Útskálahamar

Útskálahamar – túnakort 1017.

16 hdr 1705.
1917: Tún 4,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 580m2.

Kiðafell

Kiðafell

Kiðafell – túnakort 1917.

16 hdr 1705. Býlið Ós í landi jarðarinnar, byggt um 1856. Landnámsjörð Svartkels sem settist þar að fyrst en flutti síðar að Eyri.
1917: Tún 4,9 teigar, að mestu sléttað (á síðustu 15 árum), garðar 700m2.

Bær

Bær

Bær – túnakort 1917.

16 hdr 1508/1705. 1508 er jarðarinnar getið í sölubréfi er jörði er seld fyrir 8 hundruð í lausafé, á liggur jörðin í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 207.
1847 er hjáleigunnar Litlabæjar getið.
1705: „Úthey eru mjög ljett, so að valla eru fóðurgæf þaug bestur. Hætt er fyrir foruðum, torfgröfum og holpytta lækjum.“ JÁM III, 399. 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 1600m2.

Meðalfell

Meðalfell

Meðalfell – túnakort 1917.

60 hdr. 1705. Bændaeign. 60 hdr. 1847. Landnámsjörð Valþjófs Örlygssonar.
Kirkju í Meðalfelli er fyrst getið um 1200 í kirknaskrá Páls biskups. (DI XII, 10).
Næst er kirkjunnar getið í máldaga frá um 1367: „xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu.“( DI III, 219) Máldagi kirkjunnar hefur varðveist í Vilchinsbók frá 1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur.“ (DI IV, 115-116)
1473: Jörðin nefnd í bréfi. DI V, 728.
1512: Jörðin nefnd í bréfi. DI VIII, 410. 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV,
633-634) Meðalfellskot; hjáleiga 1705, einnig eyðihjáleiga nefnt Dæliskot. Hjarðarholt nýbýli frá 1905.
1705: „Hætt er túnunum mjög fyrir fjallskriðum og verður oftast árlega þar af skaði, sem með stórerfiði þarf að umbæta.“ JÁM III, 408.
1840: „… liggur þar við undir hálsendanum að sunnanverðu, þar er stórt tún, engi á Laxárdalsbökkum, landslítið heima, en því meira á Meðalfellsdal, hvar haghús er brúkað.“ SSGK, 257.
1917: Heimatún og austurtún 11,1 teigar, garðar heima 950m2. Allt slétt. „Meðalfell á engjar í Laxárdalnum með fram ánni að sunnan, á alllöngum kafla.“ Ö-Meðalfell, 6

kirkja

Meðalfell

Meðalfell.

c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 10
[1367]: xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu. þetta ber alltt saman vid Vilchinsbok. vtann Vilchinsbok er fyllre; Hítardalsbók DI III 219 1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. [+mannshlut í Laxá] Þar skal vera heimilisprestur og messa hvern helgann dag og j ollumm ix lestra holldum. Hvern dag vmm Langafostv oc Jolafostv oc ij daga j viku Þess j millumm. Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur. kirk[iu] messa krossmessv a haustid portio Ecclesiæ vmm xiiij ar ixc. fiell þar nidur af cc; Máld DI IV 115-116.
1575: Máld DI XV 633-634.
[1600]: Kyrkiukugillde j kios. … A medalfelli vj. kyrckiu kugilldi … JS 143 4to, bl. 374.
12.8.1808: Meðalfellskirkja lögð niður; (PP, 114) [konungsbréf Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Kirkjustaður og er annecteruð með Reynivalla sókn.“ Merki kirkju og kirkjugarðs sjást ennþá 20-30 m suðaustan við íbúðarhúsið á Meðalfelli. „Suðaustan við bæinn er Kirkjugarðurinn. Fyrir austan hann er Kirkjugarðsflötin, austur að skurðinum og niður að vegi, sem liggur þar austur túnið,“ segir í örnefnaskrá.

Meðalfellskot

Meðalfell

Meðalfell – kort 1908.

Hjáleiga Meðalfells í byggð 1705. Kominn í eyði 1917, þá er bæjarstæðið sléttað 1840: „Hefir land nokkuð heima, og á Meðalfellsdal haghús, en engið á Laxárbökkum; sæmileg heyskaparjörð.“ SSGK, 257.
1917: Tún kotsins 4,6 teigar, garðar 1020m2.
Bæjarstæði Meðalfellskots var sléttað 1917 skv. túnakorti. Sennilega hefur síðasti ábúandi þar verið Þórður Edilonsson sem getið er í ritinu Kjósarmenn. Hann bjó í kotinu frá 1900-1904 en fluttist þá til Hafnarfjarðar.
Samkvæmt túnakorti frá 1917 stóð bærinn um 380 m austar en Meðalfell. Hann stóð þar sem nú er vel sléttað tún ofan við þjóðveginn meðfram Meðalfellsvatni á milli tveggja skurða.
Vel sléttað gróið tún. Fjallið Meðalfell er norðan megin við það en Meðalfellsvatnið er sunnan megin við það. Engar leifar af bæjarstæðinu sjást. Samkvæmt Gísla Ellertssyni stóð bærinn þar sem nú er smá ógróinn malarblettur í túninu. Þar kemur stundum upp grjót. Ekki vottar fyrir teljandi hólmyndun á þessum stað. Fyrir framan eða sunnan íbúðarhús var kálgarður samkvæmt túnakorti frá 1917 en hann er líka horfinn. Þess má geta hér að sennilega hafa öll útihús í austanverðu túninu, verið nytjuð frá Meðalfelli þegar túnakortið var teiknað árið 1917, enda Meðalfellskot þá komið í eyði fyrir nokkuð löngu.

Eyjar

Eyjar

Eyjar – túnakort 1917.

40 hdr. 1705. Bændaeign. 40 hdr. 1847. Hálfkirkja var á jörðunni.
Kirkjunnar á Eyjum er fyrst getið í máldaga fram því um 1180: “ Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal.“ (DI I 267). Í máldaga kirkjunnar frá um 1367 segir: „xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal.“ (DI III, 21°9) í Vilcinsmáldaga er textinn svipaður.
1397: „a xc j landi oc skog j Svijnadal.“( DI IV, 116)
Hjáleigur 1705 Eyjahóll og Hvassanes (í eyði frá því snemma á 18. öld) báðar í byggð, Gróukot hjáleiga í eyði frá um 1645 og önnur nafnlaus eyðihjáleiga einnig í eyði frá um 1645. Eyjahóll; hjáleiga 1847, í sömu ábúð og Eyjar frá 1888.
Á túnakorti er einig nefnt Hólahúsatún sem virðist vera í byggð 1917.
1705: „Engjum spilla skriður úr fjalli, en túnunum bæði og engjunum vatnságángur af á, sem nærri rennur með aur og grjóti og landbroti. Hætt er kvikfjenaði fyrir foruðum. Búfjárhögum spilla skriður.“ JÁM III, 405.
1840: „… á þýfði láglendi, hefir stórt tún, engi víðslægt en heimaland minna, útbeitarlítið á vetrum; jörðin á Eyjadal.“ SSGK, 257.
Tvíbýli 1917: Tún alls 10,79 teigar, garðar 2000m2.

hálfkirkja

Eyjar

Eyjar.

[1180]: Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal. buning sinn allan i tiolldom oc alltara klæþom. krosom oc kloccom oc kertisticom. oc þat er at skylldo þarf til guþs þionostu at hafa. þa er messo scal syngia. fyrir þat vtan er prestr hefir meþ ser. þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom. scildr til paska dagr oc kyndil messa. kavpa hundraþe alna. Heima tivnd oc lysa of vetrinn of nætr þa er svngit er oc fyrir allar log hatiþer. [Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan. oc kaupa slico kaupe sem biskup vill; Máld DI I 267 (frá [ yngri viðbót?)
[1367]: xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal. les Vilchinsbok; Hítardalsbók DI III 219 1397: a xc j landi oc skog j Svijnadal. Þar skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. paskadag oc kyndilmessv. Þar skal lvkast c presti. tekzt heimatiund lysa vmm vetrinn vmm nætur þa er sungid er oc firir allar hatijder; Máld DI IV 116. Hluti af bæjarhól Eyja, horft í suður á hlaðinu í Eyjum I.
1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 63, 65} Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Hjer segja menn að til forna hafi hálfkirkja verið, en enginn minnist, að það hús hafi uppi verið nje tíðir fluttar og við öngvan þykjast menn talað hafa, sem það mundi.“

Flekkudalur (enn efri)

Flekkudalur

Flekkudalur – túnakort 1917.

40 hdr 1705, þá tveir bæir. JÁM III, 403.
1483: Jarðarinnar getið í sölubréfi, þá kaupir Margrét Vigfúsdóttir 10 hdr í Flekkudal, þá í Reynivallakirkjusókn, DI V, 800.
1847: 40 hndr. Bændaeign. Í Jarðatali Johnsens segir einnig: „Báðir Flekkudalir eru þángað til 1802 taldir saman. Prestur nefnir Efri- og Neðri-Flekkudal, með 1 ábúenda hvorn, en sýslumaður 1 Flekkudal, einsog líka prestur, Grjóteyri, sem engin jarðabók getur um, en máske er það sama sem jarðabækurnar kalla Neðri-Flekkudal, hvarámóti prestur að líkindum aðgreinir býlin á Flekkudal sjálfum (enum efri), í Efri- og Neðri Flekkudal, því sýslumaður telur 1 Flekkudal 25 h., en Grjóteyri 15 h. Að dýrleika, alls 40 h., einsog jarðabækurnar.“ JJ, 100.
1705: „Hætt er fyrir skriðum og snjóflóðum bæði húsum og túni. Á brýtur engjar og tún og ber grjót yfir til stórmeina. Hætt er fyrir foruðum og dýjum.“ JÁM III, 403.
1840: „… hefir fallegt tún,
ekki mikið ummáls, engi nokkuð til hlítar og veitiland á dalnum um sumar, en minnni útbeit vetrar.“ SSGK, 257.
Túnakort 1917: Tún 5,5 teigar allt slétt, garðar 1000 m2.

Flekkudalur

Flekkudalur og nágrenni – kort 1908.

Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Er Guðni [Ólafsson 1935 til a.m.k. 1949] að bæta jörðin, með stækkun og umbótum á túninu og með uppþurrkun með skurðgröfu með fyrirhugaða frekari túnrækt.“
1847: „Hve mikinn fénað prestsetrið Reynivellir framfæri, skýrir prestur eigi frá, en segir, að 5 kúg. fylgi heimajörðunni, og að túnið sé undirorpið skemmdum af snjóflóðum og aurskriðum, ef eigi árlega er við gjört með mannafla og kostnaði. Staðurinn á rétt til móskurðar og skóg til kola á Vindási, svo og skógarreit í Reynivallatúngum í Skoradal, en óvist var (1839) hvort hann á laxveiði í Laxá, sem eigi heldur í mörg undanfarin ár hefir verið notuð.“ JJ, 104-105.
1917: Tún 6,7 teigar auk grafreitar 0,17 teigar. Túnin slétt og greiðfær. Garðar 1500 m2.

kirkjugarður – kirkja
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir: „Reineveller, var beneficium og kirkjustaður. Er nú heimabærinn aldeilis eyðilagður af snjóflóðum og skriðum, so ekkert bæjarhús stendur eftir. Kirkjan og kirkjugarðurinn stendur enn nú, þó í stórum háska, samt eru þar tíðir fluttar. Er í staðinn þessa beneficii er sóknarprestinum, sem nú er Sr. Torfi Halldórsson, af sál. Kóngi Friðrik 3ja gefin til bústaðar jörðin Vindás 1664.“ Kirkjan á Reynivöllum stóð áður inni í kirkjugarði, um 190 m NNV við nýja bæinn en rétt suðvestan við elsta þekkta bæjarstæðið á Reynivöllum. Kirkjan, sem byggð var 1859, var færð úr garðinum (fyrir 1917), í um 100 m til suðausturs þar sem hún stendur nú.

Flekkudalur – Grjóteyri

Grjóteyri

Grjóteyri – túnakort 1917.

Til 1802 voru Flekkudalir taldir en jörð. Jörðin nefnd Flekkudalur neðri og Grjóteyri í heimildum en jörðin heitir nú Grjóteyri.
1705: „Hætt er fyrir skriðum og snjóflóðum bæði húsum og túni. Á brýtur engjar og tún og ber grjót yfir til stórmeina. Hætt er fyrir foruðum og dýjum.“ JÁM III, 403.
1840: „… ekki stór heyjajörð, lík hinni hvað landkosti snertir ..“ SSGK, 257. 1917: Tún 5,6 teigar garðar 580m2.

Sandur

Sandur

Sandur – túnakort 1917.

10 hdr 1705. 1687 er jörðin seld og er á 10 hdr. Jarðabréf, 20. Bærinn var færður fyrir 1705 vegna skriðu og vatnsfalla. Austurkot nefnt í örnefnaskrá.
1705: „Tún eru nær engin , því öll hin fornu eru eyðilögð af skriðum og vatni og varð fyrir þeim háska bærinn af honum fornu tóftum að færa. Landþröng er mikil. Á hin sama brýtur árlega og fordjarfar engið, túnið og það lítið, sem verið er að rækta. Ekki má óhætt kalla bænum þar sem nú er hann fyrir skriðum og snjóflóðum. Sandfjúk spillir túni og engjum.“ JÁM III, 404.
1840: „Túnið er ekki mikið, engi nokkurt, land til sumarbeitar
nóg, en lítið um vetrartíma.“ SSGK, 257.
1917: Tún 3,5 teigar, mestallt slétt, garðar 1100m2.

Möðruvellir

Möðruvellir

Möðruvellir – túnakort 1917.

40 hdr 1702, tveir bæir. 1198 jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 235 Jarðarinnar er einnig getið í Hauksbók og Þórðarbók Landnámu.
Tvö eyðibýli nefnd 1705, Svínadalskot byggð á selstöðu en komin í eyði og nýtt sem sel og Grámói sem fátt virðist vitað um. JÁM III, 415.
Nefnd í örnefnaskrá Múlakot og nafnlausar rústir af býli, báðar tóftir virðast vera í Svínadal og gæti önnur því verið af Svínadalskoti. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: „Skriða spillir túninu merkilega … Engjar eru snögglendar mjög, og fordjarfast af skriðum árlega meir og meir og þurfa ábúendur engi annarstaðar til að fá. Vetrarríki er mikið. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði túni og húsum.“ JÁM III, 415. „Þar er land mikið á Svínadal og dalverpi Trönudals. En engi örðugt mjög, sem þó er undirlagt oft grasspjöllum af leita- og lestamönnum á sumrin.“ SSGK, 256.
1917: Tún 8,7 teigar á báðum býlum, garðar 2200m2 á báðum býlum. „Túnin sléttuð að mestu og nokkuð slétt af náttúru. Fjárbælið er nú um stund í órækt (ófjárhæft) og því ekki talið hér með túninu. En blettur hjá því, núplægður, í góðri rækt.“

Írafell

Írafell

Írafell – túnakort 1917.

20 hdr 1705, 1/2 konungseign. Bændaeign (áður konungseign). 20 hdr. 1847. Tvíbýli á jörðinni. Bænhús var á jörðunni.
1705 er nefnd eyðihjáleigan Fornaskjól. Ónafngreind eyðihjáleiga nefnd í örnefnaskrá. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: „Snjóflóð og skriður granda högum og engi, þó meir á kóngsins parti.“ JÁM III, 417.
1840: „Heyskaparjörð allgóð og á mikið og gott land bæði til fjalls og láglendis um hæðir og mýrarsund …“ SSGK, 256.
1917: Tún 5 teigar, garðar 1500m2. „Túnið mest alt sléttað á síðustu 20 árum, heldur sérvel.“ Túnakort.

þjóðsaga – legstaður

Írafell

Írafell – bæir og nokkrar minjar.

„Írafellsfjall, sem bærinn stendur undir. Á því eru þessi örnefni: Kýrdalsklettur (klettagnípa sunnan í miðri fjallsbrún), og vestur frá honum eru Stigabrekkur upp undir fjallsbrún. Ír[a]dalur er vestast á háfjallinu. Þjóðsaga segir, að þar sé frumbyggi Írafells (Íri) dysjaður. Vestur af fjallinu eru Axlir,“ segir í örnefnaskrá. Litlu norðaustan við gróna skriðu úr vestanverðu fjallinu er lítið dalverpi uppi á brún fjallsins, grasi gróið. Fyrir miðju er stallur og þar framan við er sefgras og engjagróður því sem næst fram á brún, en þurrt. Dældir eru í dalverpinu en engin sýnileg merki um legstað. Þessi staður er um 500 m norðaustan við bæjarstæði.

Gullkistuhóll – þjóðsaga

Írafell

Írafell – Gullkistuhóll.

„Austan við Stóraflóa er Brúarhlaðaás og Brúarhlaðaeyrar. Vestast á þeim er Gullkistuhóll. Þjóðsaga segir, að þar hafi Íri grafið gull sitt o. fl. Þrisvar sinnum hefir verið grafið í hólinn (síðast 1909 af Reykvíkingum) og ekkert fundizt. Austan til á miðjum Brúarhlaðaeyrum er Svartiskúti.
Suður frá honum (norðan í áðurnefndum Öxlum) er Gildurás,“ segir í örnefnaskrá.
Gullkistuhóll er skammt ofan við þjóðveginn suður af Brúarhlaðaási, um 1,2 km norðan við bæ.
Hóllinn er lágur og liggur gömul leið fast við hann og yfir hann að hluta. Norðan og norðvestanvert á hólnum er gróðurlaus melur og flagmói en annarsstaðar vex mosi og lyng. Nokkuð þýft er á gróna hlutanum. Vestan við hólinn er mýrlent, sunnan við hann eru hólar og hæðir og norðan og austan við hann eru grónar áreyrar.
„Magnús telur að enginn núlifandi maður geti bætt þessa skrá og staðfesti hann hana, en lét þess þó getið í sambandi við gröft í Gullkistuhól, að Magnús í Stardal hafi líklega stjórnað uppgreftinum 1909. Og sagan segir að þeim er unnu þetta verk hafi sýnst Hækingsdalsbærinn standa í björtu báli. En Hækingsdalur er eini bærinn sem sést af Gullkistuhól,“ segir í viðbótum við örnefnaskrá. Ekki eru greinileg merki þess að grafið hafi verið í hólinn en það hefur eflaust átt þátt í því að gróður er horfinn á köflum, auk vegagerðar. Hóllinn er um 25 x 20 m, liggur norðaustur-suðvestur.

Neðri-Háls

Neðri-Háls

Neðri-Háls – túnakort 1917.

Pr. lénsjörð. 30 hdr. 1847. 30 hdr. 1705, jörðin gefin presti sem þjónar Seltjarnarnesi. Bænhús er talið hafa verð á jörðinni.
1468: Jörðin er nefnd í vitnisburðarbréfi. DI V, 516.
1705 er Ullarhóll eyðihjáleiga og einnig er greint frá meintu býli sem nefnt er Arnakot en ekki þótti ljóst hvort þar var býli eða ekki.
1917: Tún 8 teigar, garðar 1450m2.
1840: „… jörðin hefir þó grasgefið tún, víðslægt engi og notagott beitiland vetur sem sumar.“ SSGK, 255.

Hvammur

Hvammur

Hvammur – túnakort 1917.

60 hdr. 1570, 1712. Bændaeign. „Hvamm-Þórir nam land á millum Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref inn gamla um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalur er við kenndr; sú kvíga hafði horfit Þóri fyrir longu, en sú kvíga fannsk í Brynjudal, þar er Refr átti land, ok fjórir tigir nauta með henni, þeirra er oll voru frá henni komin ok höfðu gengit sjálfala úti; því kenndi hvor tveggja sér nautin. En Þórir fell fyrir Ref með átta manna, þá er þeir borðusk hjá hólnum þeim, er síðan eru kallaðir Þórishólar.“ Landnámabók, ÍF I, 56-59. Hvamms er einnig getið í Harðar sögu – ÍF XIII, 65, 86-70 og 79.
Í Sturlungasögu er getið Jörundar hins mikla úr Hvammi en hann var með Þorleifi í Görðum í Bæjarbardaga 1237 og má ráða af samhengi að hann hafi verið fyrirliði manna úr Kjós og Hvalfirði. Eftir bardagann var rænt í Saurbæ og Hvammi og bendir það til að búið í Hvammi hafi þá verið með hinum stærri í héraðinu. – Sturlunga saga I, 405 og 407.
Elsta heimild um kirkju í Hvammi er í Hítardalsbók frá 1367 – DI III, 21°8. 1397 átti kirkjan Hvammsey auk sex kúgilda – DI IV, 118 sbr. 1497 – DI VII, 375. Kirkjan var hinsvegar vígð 1502 og er vígslumáldagi hennar frá því ári varðveittur. Þar kemur fram að kirkjan hefur eignast skógartungu í Skorradal. Í tilefni af vígslunni var leyfi gefið til að vígja saman hjón, skíra börn og leiða konur í kirkju eftir barnsburð. Þá vígði Stefán biskup sérstaklega líkneski Lúkasar guðspjallamanns og verndardýrlings kirkjunnar og gaf hverjum þeim 40 daga aflát sem bæri líkneskið í skrúðgöngum, sem voru hluti af helgihaldi í kaþólskum sið, eða gerði kirkjunni nokkuð gagn – DI VII, 609-610.

Hvammsvík

Hvammsvík.

Í máldaga frá 1570 er þess getið að jörðin var 60 hdr að dýrleika – DI XV, 632. Á seinni hluta 16. aldar bjó í Hvammi Hannes Ólafsson lögréttumaður (kemur við skjöl á árabilinu 1565-1590) og eftir hann sonur hans Jón, sem var líka lögréttumaður og hreppstjóri í Kjósarhreppi og stóð í margskyns málastappi á alþingi á árunum 1619-1662. Sonur Jóns hét Ólafur og mun hafa búið í Hvammi eftir föður sinn en um 1700 höfðu börn Ólafs erft hann og jörðina og voru þá 5 systkin eigendur að Hvammi, en Hvammsvík var orðin sérstök eign sem gengið hafði úr ættinni fyrir miðja öldina þegar Ólafur Hannesson, bróðir Jóns lögréttumanns, seldi 12 hundraða erfðahlut sinn Brynjólfi biskupi í Skálholti – JÁM III, 431, 433. JÁM XIII, 70-71, 74-76, 85. Eitt systkinanna, Eyjólfur Ólafsson, sem var húsmaður á Akranesi lýsti því með bréfi hinn 13. mars 1709 að hann ætti fimmtung í Hvammi sem væri alls 60 hundraða jörð. Eyjólfur segir að hann fái nú jarðarhluta sinn varla byggðan „nema til hýsingar fátækra sveitarómaga og tíundargjalds þeim, sem búa á hinum hluta jarðarinnar. Eyjólfur getur um hálfkirkjuna og segir að Hvammsey, sem liggi undir kirkjuna, hafði áður verið slægjuland en að nú spretti lítið gras á henni „eða nær að segja ekkert“. Hann getur þess einnig að skógarítakið, sem kirkjunni er eignað, sé í Skógartungu í Vatnshornskógi í Skorradal – JÁM XIII, 70-71. Í JÁM er dýrleiki allrar jarðarinnar sagður vera 60 hundruð, en af þeim er hjáleigan Hvammsvík metin á 12 hundruð. Þá var tvíbýli í Hvammi en bóndinn í Hvammsvík leigði auk þess 4 hundruð af Hvammi og hafði þannig alls 16 hundruð af jörðinni undir bú sitt. Þessi skipting milli jarðanna hélst óbreytt fram á 19. öld en í skýrslu sýslumanns frá 1840 er Hvammur þó aðeins talinn vera 40 hundruð og Hvammsvík þeim mun meira eða 20 hundruð – JJ, 101.
1705 eru nefndir Naglastaðir, sem þá voru tóftir langt innan landamerkja, og tómthúsið Ásmundarstaðir, sem hafði verið í eyði í meira en tuttugu ár. Ekkert er vitað um byggð á Naglastöðum og eru tóftir þeirra ekki þekktar en Ásmundarstaðir hafa verið innantúns og mögulega orðið til um svipað leyti og Hvammsvík.
Eftir 1780 átti Páll Jónsson, hospitalshaldari í Gufunesi með meiru, meirihluta jarðarinnar að því er virðist um alllangt skeið en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurntíma búið þar – Alþ. Í. XVI, 397, 399-400, 524, 530; XVII, 140. Kirkjan í Hvammi var tekin af með konungsbréfi 17. maí árið 1765 – Sveinn Nielsson: Prestatal og prófasta, 114. Skógurinn sem kirkjan átti í Skorradal mun þá hafa lagst undir jörðina en í jarðabók frá 1804 er getið um hann.
1840: „… þar er þýft og tyrjótt tún, arðlítið , mýrarengi víðslægt og landrými allgott og vetrarhagabeit.“ SSGK, 255.
1847 bjuggu þrír leiguliðar í Hvammi auk eins í Hvammsvík.

Hvammsvík

Hvammsvík

Hvammur og Hvammsvík.

Var hjáleiga frá Hvammi, sjálfstætt býli 1847. Talið er að Jón Marteinsson muni fyrstur hafa byggt í Hvammsvík, en hann eignaðist jörðina í makaskiptum við Brynjólf biskup fyrir Eystra-Miðfell á Hvalfjarðarströnd um 1660. Þessi jarðarhluti mun vera þannig til kominn að 12 hundruð úr Hvammi voru erfðahluti Ólafs Hannessonar, bróður Jóns lögréttumanns í Hvammi, sem hann fékk eftir föður sinn 1609. Ólafur seldi síðan Brynjólfi biskupi hlutann og það mun hafa verið þá eða í tíð Jóns Marteinssonar sem Hvammsvík varð að sérstöku býli.
Í jarðabók Árna og Páls frá 1705 kemur fram að sr. Oddur Árnason á Kálfatjörn hafði átt jörðina til 1702 en þá hafði eignast hana Markús Brandsson á Vatnsleysu. Þáverandi ábúandi í Hvammsvík leigði einnig hluta af Hvammi og hefur Hvammsvík því ekki verið að neinu leyti minna bú en Hvammur þar sem var tvíbýli og jafnan síðan. 31.7.1749 selur Þórdís Halldórsdóttir Kort Jónssyni lögréttumanni Hvammsvík fyrir 12 hundruð með 2 ½ kúgildi – Alþ.Í. XIII, 472. Ári síðar eða 15.7.1750 er lýst fyrir hönd Herdísar Hallvarðsdóttur brigð í 12 hundrð í jörðinni Hvammi, kölluð Hvammsvík, og framboðnir peningar til innlausnar hennar – Alþ.Í. XIII, 475. 24.5.1792 gefur Solveig Kortsdóttir syni sínum sr. Oddi Þorvarðssyni hjáleigu í Hvammi í Kjós, Hvammsvík nefndri, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi, henni til uppiheldis fyrir lífstíð – Alþ.Í. XVI, 95. 3.1.1795 selur sr. Oddur Þorvarðsson Guðmundi Þórðarsyni jörðina Hvammsvík, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi – Alþ.Í. XVI, 235. Hvammsvík var jafnan talin 12 hundruð af dýrleika Hvamms, en 1840 telur sýslumaður hana 20 hundruð. Þó Hvammsvík væri aldrei svo vitað sé eign sömu aðila og áttu Hvamm eftir 1609 fyrr en á 20. öld þá voru formleg landaskipti aldrei gerð milli jarðanna og var beitilandi óskipt á milli þeirra. Ábúendur á jörðinni urðu að flytja af henni á árunum 1943-45 á meðan hersetulið var á staðnum. (HJ Ljósmyndir I, 28).
1712: Yfir tún hjáleigunnar fauk skel og sjávarsandur og engi hennar þóttu nær eyðilögð af skriðum.

Hurðarbak

Hurðarbak

Hurðarbak – túnakort 1917.

20 hdr 1705, Meðalfellskirkjueign. JÁM III, 411. 1847: 20 hndr. Bændaeign. JJ, 99.
Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: „a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur.“ DI IV, 115-116. „Snjóflóð féll á bæinn 1699 og tók fjós og fé.“ Hannes Þorsteinsson segir nafnið eiga að vera Hurðarbak en ekki Urðarbak eins og áður hafði verið lagt til að væri upprunaleg mynd þess.
HÞ: „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: Selstöðu í Meðalfellsland þarf með þágu að þiggja eður betala verði, því að búfjárhagar eru að mestu eyðilagðir af skriðum, og neyðast því ábúendur til að beita engi sitt geta þó ekki við varað að peningur gángi á Meðalfells og Þorláksstaða engi. Túnin eru merkilega fordjörfuð af snjóflóðum og skriðum, og er fyrir hvörutveggja þessum jafnan yfirhángandi voveiflegur mannháski manna og fjenaðar, gjörist og árlega í næstu 20 ár hjer af mein og skaði, og kostar það ábúendur stórerfiði sjerhvört ár og moka skriður, og hefur landsdrottinn það hingað til öngvu launað. Landþröng hin mesta.“ JÁM III, 411.
1840: „Þar er heyskapur allgóður, en mikið lítið beitiland og ekkert mótak.“ SSGK, 257.

Hurðarbak

Hurðarbak.

Túnakort 1917: Tún 5,4 teigar, garðar 2.160 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Túnið girti hann [Sveinbjörn Guðmundsson 1906-1939] með netgirðingu. … En sjerstaklega gott verk gerði hann [Gunnar Holm 1939-1946] á Hurðarbaki með því að láta sljetta árbakkana (Laxár) í Hurðarbakslandi og yfirhöfuð engjarnar þar og Hurðarbaksnes, og er svo komið, að engjarnar mestallar að Hurðarbaki eru orðnar vjeltækar og fjótunnar og ná yfir mun stærra svæði en í tíð Sveinbjarnar Guðmundssonar. Gunnar fjekk sjer dráttarvjel til heimilisnota og fjekk hann hana viðeigandi greiðu og með þeim tækjum eru engjarnar að Hurðarbaki ákaflega fljótslegnar. Venjulega eru engjarnar á Hurðarbaki mjög grasgefnar, en Gunnar bar mikið á þær af útlendum áburði og eru þær nú [1949] í fremstu röð. Einnig bætti hann heimatúnið allmikið og stækkaði það nokkuð.“

Morastaðir

Morarstaðir

Morarstaðir – túnakort 1917.

16 hdr 1705, konungseign. JÁM III, 389. 1847: 16 hndr. Kirkjueign. JJ, 99.
1705: „Landþröng er mikil. Skriður spilla úthögum. Hætt er peníngi fyrir fornum torfgröfum.“ JÁM III, 389-390.
Túnakort 1917: Tún 3,2 teigar, að mestu slétt, garðar 600 m2. Í bókinni Ljósmyndir eftir Halldór Jónsson segir: „Þegar Einar [Jónsson] byrjar búskap [1908] á Morastöðum, hefir hann tjáð mjer, að túnið hafi gefið af sjer 120 hesta, en nú [1949] með nýræktinni um eða yfir 500 hesta, er bezt lætur. Er nú Morastaðatúnið að mestu orðið sljett og vjeltækt. Meir en helmingur af ræktuðu landi er nú túnauki, gerður í tíð þeirra feðga. … Þegar Einar kom að jörðinni, voru engar girðingar til, en nú er túnið girt með netgirðingu og nokkuð af engjum, röskir tveir kílómetrar.“

Eilífsdalur

Eilífsdalur

Eilífsdalur – túnakort 1917.

20 hdr. 1705, Eilífsdalskot 1/4 jarðarinnar 1705 þá í byggð. JÁM III, 399, 400. 1690: 20 hdr. jörðin seld fyrir 60 hdr í lausafé. Jarðabréf, 21.
Í Kjalnesinga sögu segir: „Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, nam Kjalarnes millum Leiruvágs ok Botnsár ok bjó at Hofi á Kjalarnesi. … Helgi skipaði skipverjum sínum lönd þau, sem hann hafði numit; hann fékk Þrándi á Þrándarstöðum, Eilífi í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á Tindsstöðum ok þar hverjum, sem honum þótti fallit vera.“ ÍF XIV, 3.
Nafnið Eilífsdalur kemur fyrst fyrir um 1220 í máldaga Saurbæjarkirkju: „[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund;“ DI I, 402.
1352: Á Reynivallakirkja lambahöfn í Eilífsdal. DI III, 70-71.

Eilífsdalur

Eilífsdalur.

1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516. [1478]: Á Reynivallakirkja lambabeit í Lambatungum í Eilífsdal. DI VI, 178-179. 1847: 20 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
1705: „Engið er fordjarfað af skriuðum, en túnin brjóta árlega tvær ár, sem hjá þeim falla, er og háksi af þessum hvorutveggjum skaða jafnlega. Sandfjúk grandar ogso túnunum.“ JÁM III, 401.
Túnakort 1917: Tún 5,4 teigar, garðar 540 m2. Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: Engir voru kartöflugarðar í Eilífsdal, er hjer var komið sögu [1899-1912]. Kvað Oddur [Andrjesson], að reynt hafi verið að rækta kartöflur, en eigi lánazt vegna þess, hve jarðvegur er leirborinn þar sem til var sáð, og meiri hætta á næturfrostum þar í fjallakví að heita mátti. Fyrir allmörgum árum [texti skrifaður 1949] hefir þó verið hafizt handa í Eilífsdal um kartöfluræktun, en nokkuð fjær bænum, og gefizt yfirleitt allvel, enda í betri jarðvegi fyrir þann jarðargróða en heima við bæinn. … Í tíð Þórðar Oddssonar [1912-1941] var túnið girt með netgirðingu, en á árinu 1946 endurbættu bræðurnir [Oddur og Þorkell Þórðarsynir] girðinguna og stækkuðu hana, þannig, að hún nær um tún og engjar og er þa ð gott og mjög þarft verk.“

Fremri Háls (Litli Háls)

Fremri-Háls

Fremri-Háls – túnakort 1917.

12 hdr 1705. Eyðibýli 1705 voru Sauðafell, Möngutóftir (Margrétarkot) og Hulstaðir. JÁM III, 418. 1847: 12 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
Hannes Þorsteinsson: Fremri-Háls réttnefni. HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“, Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: „Túnin eru stórlega fordjörfuð af skriðum og enn hætt við meiri skaða bæði bænum og túnum, mönnum og fjenaði. Engjar öngvar í vissum stað, nema hvað slegið er vítt og dreift í heiðarlandi, og þó ekki í sama stað nema annaðhvört ár. En þær engjar, sem áður voru og nær liggja bænum, eru harnær eyðilagðar af skriðum og leir. Þverá, sem hjá túninu rennur, er kölluð Hálsá, brýtur túnið og ber grjót á. Hætt er bænum fyrir snjóflóði, og hefur það oft yfir fallið, so legið hefur við húsbroti.“ JÁM III, 418.
1840: „Heyskapur er erfiður og reytingslegur, en landrými mikið og gott, helzt um sumartímann, vetrarþungt.“ SSGK, 256.
Túnakort 1917: Tún 6,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 950 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á túni jarðarinnar í Jóns tíð [á tímabilinu 1927-1949] með hjálp dráttarvjelar.“

Saudafell – sel

Fremri-Háls

Fremri-Háls; mögulegt sel við Sauðafell[skot]…

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Selstöðu á jörðin í heimalandi.“ Þar segir einnig: „Saudafell hefur verið hjáleiga í þessarar jarðar landi, bygð í manna minni á fornu eyðibóli, þar sem halda, áður hafi lögbýlisjörð verið, en nær eyðilögð vita menn eigi, og hefur þetta land fyrir hundrað ár Hálsi átölulaust eignað verið. […] Eyðilagðist fyrir þá grein, að bóndanum á Fremrahálsi þótti sú bygð of mjög að sjer og sínum peningi þrengja, og eru nú síðan yfir 40 ár, sem það hefur ekki bygst; þar með er það vetrarríki mesta fyrir fannlögum, og því örvænt að aftur byggjast muni. Er þar nú selstaða frá Hálsi.“ Í örnefnaskrá Fremri-Háls segir svo frá: „Hálsá á upptök sín í Tjarnhólum, rennur eftir Seldal og áfram vestur með hlíðinni, sem síðar er nefnd, rennur skammt austan við bæ og út í Laxá. […] Upp af Selflóa er Stóra-Sauðafell, sem áður getur. Það afmarkast af Seldal. Vesturendi fellsins er nefndur Sauðafellstagl. Þar hjá eru tóftir gamals eyðibýlis, sem hét Sauðafellskot.“ Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: „Úr þeim tjörnum kemur Selgil, sem rennur norður í Fremra-Hálsland í Kjós. Þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel.“

Valdastaðir

Valdastaðir

Valdastaðir – túnakort 1917.

30 hdr. 1705, Reynivallakirkjueign. Munnmæli um að bænhús hafi verið á jörðinni.
1237 er jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 406. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja kastar skurð í landi jarðarinnar. DI III 70-71; DI IV, 116-117; DI VI, 178-79.
1705 er forn eyðihjáleiga í túninu og einnig nefnd þar Bollastaðir sem forn lögbýlisjörð sem Valdastaðir og Neðri-Háls hafa haft afnot af. JÁM III, 428.
1847: Kirkjueign. 30 hndr. JJ, 100. 1705: „Túnin liggja undir skriðum og so engið, og jafnlega verði fyrir þeim skaða, spillist og nokkuð ár frá ári. Landþröngt er heldur en ekki, og stendur jörðin á horni landsins.“ JÁM III, 428.
1840: „… þar er tún í betra lagi, engi nokkuð, lítið beitarland og stopul vetrarútbeit, vantar mótak …“ SSGK, 255.
Túnakort 1917: Tún 8 teigar, meirihluti sléttað, garðar 1900 m2.

Valdastaðir

Valdastaðir.

Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Þegar Guðmundur byrjar búskap á Valdastöðum [1875], var allt túnið kargaþýft. Tók hann brátt að sljetta það. Fyrstu áhöldin við túnasljettun voru torfljáir til ofanafristu og skófla. Vildi ganga illa að láta bitið haldast í ljánum í malarjarðvegi, eins og víða er í túnum undir Reynivallahálsi. … Þá var talið, að túnið hafi gefið af sjer að meðaltali árlega um 120 hestburði. Allt var þá ógirt, bæði tún og engjar. Síðan girti hann tún og að nokkru leyti engjar, mest með grjótgörðum. Þegar hann hætti búskap [1908], mun túnið hafa gefið af sjer um 300 hestburði, þá var það orðið mikið sljett, en ekki þó nærri allt. …
Árið 1944 var talið, að túnið fóðraði um 20 nautgripi, 15 hross og 250 sauðfjár, en síðan hefir það verið stækkað að mjög miklum mun. Nokkuð löngu áður en Guðmundur hættir búskap, var farið að nota ávinnsluherfi, eða nálægt aldamótum, en kerran kemur til sögunnar töluvert síðar. Sláttuvjel var næst fyrst farið að nota á Valdastöðum nálægt árinu 1928 og rakstarvjel nokkru seinna. Af ræktuðu landi fengust árið 1944 um 600 hestburðir.“

Fossá

Fossá

Fossá – túnakort 1917.

16 hdr 1705. JÁM, 436. 1847: 16 hndr. Bændaeign. JJ, 101. „Seljadalur: þar var búið fram til 1921 (Reynivallasel).
Á 17.öld sölsaði Reynivallaprestur undir sig Seljadal, en Fossá átti hann áður. Vindás átti þar líka sel (Sognssel), þess vegna er dalurinn kenndur við fleiri en eitt sel.“ Ö-Fossá ath og viðb., 3.
1840: „… ekki er hér heyskapur mikill, en hagkvisti gott og útigangur um vetur; partur norðan af Seljadal báðum megin liggur undir þessa jörð.“ SSGK.
Túnakort 1917: Tún 5,9 teigar, mest sléttað, garðar 800 m2. Í bókinni Ljósmyndir I segir svo: „Um aldamótin, eða laust eftir þau, tekur við búi á Fossá Ólafur Matthíasson, … Um aldamótin mátti segja, að túnið á Fossá væri sljett að einum fjórða hluta, sumt af því af náttúrunni. Ólafur Matthíasson gerði mikið að því að sljetta túnið, auðvitað með hinum gömlu aðferðum og höndum sínum. …
Árið 1939 fara bræðurnir Helgi og Björgvin Guðbrandssynir … að búa á Fossá og hafa búið þar síðan [skrifað 1949]. … Hafa þeir bætt túnið mjög mikið og haft til þess not af dráttarvjel. Eru báðir gefnir fyrir sauðfje og hafa mestmegnis haft þar sauðfjárbú og alifugla, en vegna veiki í sauðfjenu eru þeir farnir að leggja meiri rækt við að fjölga kúm og eru farnir að selja mjólk til Reykjavíkur og flytja hana með mjólkurbílum, er flytja af Hvalfjarðarströnd. … Einnig áttu þeir, sem Skorhaga og Þrándarstaðamenn, rjett til reka fyrir landi jarðarinnar og fengu þeir mikið efni með þeim hætti, og gott, að því skapi.“

Skorhagi (Múli)

Skorhagi

Skorhagi – túnakort 1917.

10 hdr. 1705. Eyðibýlið Þórkötlustaðir nefnt 1705. JÁM III, 441. Jörðin hét áður Múli og er Múla getið í máldaga Reynivallakirkju frá 1352. DI III, 70-71. Múla er getið í landnámu en þar bjó Refur hinn gamli sonur Þorsteins landnámsmanns í dalnum. Þar segir: „Hvamm-Þórir nam land millim Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalr er við kenndr; … Son Þórólfs smjors var Solmundr, faðir Þorsteins, þess er land nam í Brynjudal á millim Bláskeggsár ok Forsár; hann átti Þorbjorgu kotlu, dóttur Helga skarfs Geirleifssonar, er nam Barðastrond; þeira son var Refr í Brynjudal, faðir Halldóru, er átti Sigfús Elliða-Grímsson.“ ÍF I, 57, 59 (H18 og H19).
Hannes Þorsteinsson telur að jörðin hafi áður heitið Skorrhagi. HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34. 1705: „Tún jarðarinnar brýtur Brynjudalsá. Engjunum spilla skiður, og hefur bærinn fluttur verið fyrir þann skuld, að skriður eyðilögðu hin fornu tún að ofan, en áin að framan.“ JÁM III, 442.
1840: „… hér er heyskapur lítill, en góður útigangur vetur og sumar.“ SSGK, 254. 1917: Tún 2,8 ha (meira en 1/2 þýft), garðar 729 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Nokkrar umbætur hefur Júlíus [Þórðarson 1922-1951] gert á túninu í seinni tíð. Litlir matjurtargarðar eru í Skorhaga og hefir bú þeirra hjóna jafna verið lítið og mjög treyst á beit með sauðfje. Kýr hafa verið þar fáar.“ Ljósmyndir bls. 36-37.

Reynivellir

Reynivellir

Reynivellir – túnakort 1917.

Beneficial. 30 hdr. 1847. „Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.“ JJ, 100 (nmgr.) Staður, dýrleiki ekki gefin upp 1705 vegna þess að þá var jörðin í eyði eftir snjóflóð sem féll um 1699. Þá var henni skipt upp í 3 býli, Nýjabæ, Austurkot og Vesturkot sem öll voru í byggð.
Kirkjunnar á Reynivöllum er fyrst getið í máldaga Ingunnarstaðakirkju og kirkjunnar í Eyjum: [1180]: „ef enginn fæsc prestr. [á Ingunnarstöðum] Þa scolo reynevellingar fyrst eiga kost at lata syngia til Þessa kaups ef Þeir vilia,“ DI I, 266.
[1180]: „Mariu kirkia i Eyivm … Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom;“ DI I, 267. c. 1200: „veisla ger mót Páli bp á yfirreið,“ Biskupasögur I, 340.
1200: Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls biksups. DI XII, 9. Í máldaga kirkjunnar frá 1352 segir: „a kirkian. allt heima lannd og eina vtjord er heitir j sornne. þridiung j laxafossi oc særliga siovarfoss. Bollstædijnnga hyl. kiosar sker. fiogara tiga sauda beit j mula lannd. lamba hofnn j eilyfsdal. ellefu tigum. ij manada beit gomlum saudum j sanndfellz hlijd oc skiolgard j vinndaslanndi oc kastar skurdur. er annar kastar skurdur j eyiarlannd. þridie til valldastada. xij rossa beit j þufu lannd. vj j eyrar lannd.“ DI III, 70-71.
Næsti máldagi kirkjunnar sem varðveist hefur er frá um 1367: „xliv. Mariukirkia a Reynevollum a heimaland alltt Sornns land. þridiung j laxfoss. Sioarfoss allann.“ DI III, 219.
Í Vilcinsbók frá því um 1397 segir: „a heimaland allt. Sornsland. þridiung j Laxfossi. Siofarfos allann. Kiosarskier. Bollstædingahylur. tuær skogartoptter j Skoradal oc ein j Svijnada.“ DI IV, 116-117. Í mádlaga Eyjakirkju frá 1397 segir: „[til Eyja] skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. paskadag oc kyndilmessv.“ DI IV, 116.

Reynivellir

Reynivellir í byrjun 20. aldar.

Í máldaga Ingunnarstaðakirkju frá því 1397 segir: „ef ei fæst prestur. [á Ingunnarstöðum] Þa skulu Reynivellingar fyrst eiga kost ad lata syngia,“ DI IV 118. Í máldaga kirkjunnar frá því um 1478 segir: „Mariukirkia a reynivollum j kios a heimalannd allt sornns lannd. þridiunng j laxfosse. siofarfoss allann. kiosarsker. bollstædijnngahyl. ij skogartopter j skoradal oc eina j suijnadal. kastar skurd j vinndas lannd. annan j þorlaksstada lannd. þ[ridia] j ualldastada lannd. tueggia manada beit aullu saudfee a ve[tur]inn j sandfellzhlijd oc skiolgard j vinndaslannd. xl sauda hofnn j mula fiall oc skiol j mariuhelle oc scal sa telia epter hueria hrijd sem byr ä mula. lammba beit j lammbatungur j eileifsdal. xij hrossa beit a veturinn j þufu land. vj hrossa beit [j] eyrar lannd.“ DI VI, 178-79.
1486: Bréf um kirkjuna. DI VI, 586-87.
1575: Máldagi kirkjunnar. DI XV, 632-633.

Reynivellir

Reynivellir.

1705: „Túnin eru stórlega fordjörfuð, þau eru sjálum heimastaðnum fylgdu, og mikinn part eyðilögð, og er jafnan voði fyrir meiri skaða, so að ekki dirfast menn bygð að setja í hinu forna bæjarstæi síðan snjóflóð 1699 yfirfjell staðinn, braut hús, deyddi prestinn og 6 manneskjur aðrar, en beinbraut og limlesti þá, sem þó urðu með stórerfiði úr snjóflóðarústunum með mannsöfnuð upp mokaðir og náðust lífs, en þó að bana komnir. Engið, sem þó er bæði gott og mikið, skemmir stundum Laxá með grjóti og aur, þar með eru foruð á engjavegi, so að ekki verður tilsókt nema brúkað sje. Landþröngt er, so að ábúendur verða engið að beita, því að heimahagar eru mikinn part fordjarfaðir af skriðum.“ JÁM III, 425.
1847: „Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.“ JJ,
100 (nmgr.). Einnig var um tíma búið á Reynivallaseli og á Gerði en þar var byggt timburhús yfir vinnumann um 1930.

Sogn

Sogn

Sogn – túnakort 1917.

1705: 12 hdr. 1705, Reynivallakirkjueign. JÁM III, 426. 1352, [1367] 1397 [1478]: Jörðin eign Reynivallakirkju. DI III, 70-71, DI III, 219, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79. Árið 1705 er jörðin nefnd Sofn eða Sogn, 1840 Sorn en 1847 Sogn. Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255. 1705: „Tún eru lítil og fordjarfast mjög af skriðum. Engið er gott en ærið votlent mikinn part og forað yfir að sækja, sem brúka þarf.“ JÁM III, 426.
1840: „… hefir lítið tún og beitiland, en engi mikið á Laxárbökkum, vantar mótak …“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255.
Túnakort 1917: Tún 4,9 teigar, garðar 1100 m2.

Hvítanes

Hvítanes

Hvítanes – túnakort 1917.

20 hdr. 1705. JÁM III, 435. 1585: Jörðin gefin í arf. Metin á 20 hdr. Jarðabréf, 18.
Í eyði frá um 1942, í Hvítanesi byggði herinn mikið af byggingum, herskálahverfi o.fl. og lagðist jörðin því í eyði. Vígdrekar og Vopnagnýr, 69-76.
Í bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson segir: „Jón Helgason og síðari kona hans Lára Þórhannesdóttir bjuggu í Hvítanesi 1933-1941, en hrökkluðust þaðan er jörðin var hernumin. Þar hefur ekki verið búið síðan.“ Kjósarmenn, 81.
1705: „Túnum og úthögum spillir fjallsskriða.
Engjar eru nær öngvar, því skriður hafa mestan part eyðilagt þær litlar sem voru.“ JÁM III, 435.
1840: „… þar er stór tún, rammþýft. Engi lítið grasgott og lítið land til veitar – ekki óhult fyrir aurskriðum á túnið.“ SSGK, 255.
Túnakort 1917: „Mest alt túnið sléttað, smáblettir og jaðrar þýfðir. Tún telst 5,9 t. (Mikil útgræðsla). Kálgarðar 950 m2.“

Þrándarstaðir

Þrándarstaðir

Þrándarstaðir – túnakort 1917.

20 hdr. 1705. Bænhús var á jörðunni. JÁM III, 437-438. 1705 er nefnd nafnlaus eyðihjáleiga, í byggð um 1675-1700. Talin vera sama jörð og Þorbjarnarstaðir nefndir í Harðarsögu sem talin er rituð á fyrir hluta 13. aldar. ÍF XIII, xlix.
Jörðin nefnd í dómabréfi 1509 vegna úrskurðar um eignarétt á henni. DI VIII, 284. Bændaeign. 20 hdr. 1847. „Prestur einn nefnir Þrándarstaði „neðri“ og „efri“. Skálholtsstóls hjálendan er talin í jarðabóks stólsins 13 2/3 h. að dýrleika.“ JJ, 101 (nmgr.). 1840: „… heyskapur er ekki mikill, en beitarland betra og útigangur nokkur.“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254-255.
Túnakort 1917: Tún 6,4 teigar, meira en 1/2 sléttað, garðar 1100 m2.

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir – túnakort 1917.

20 hdr 1705, Skálholtsdómkirkjueign, talið að hún hafi til forna verið 30 hdr. Bændaeign. 27 1/3 hdr. 1847.
Kirkju á Ingunnarstöðum er fyrst getið í máldaga frá um 1180: „Kirkia a oc in helga agatta allt land a Jngunar stoþum oc settung j eyrar lande.“ (DI I 266).
Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls frá um 1200 (DI XII 10). Í máldaga frá því um 1367 segir: „Kirkia heilagrar Augottu a jngunnarstodum a heimaland alltt og siottung j eyialande.“ (DI III 219)
Í Vilcinsbók frá um 1397 segir: „a heimaland allt oc settung j Eyalanndi.“ (DI IV 118) 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV 632). „Jarðabækurnar (hinar eldri, nema stólsjarðabókin) telja jörð þessa með
Hrísakoti (A. M.), aðeins 20 hdr. Að dýrleika, og leggur sýslumaður 5 h. Þaraf á Hrísakot.“
Jarðabók Johnsens, 101 (nm.gr.) Hrísakot var hjáleiga 1705 en er orðin bændaeign 1847. Tvö eyðibýli eru nefnd 1705, Gullhlaðsvellir og Þórunnarsel. Hálfkirkja var á jörðinni. JÁM III, 339-441.
1705: „Túnum og engjum grandar skriða til stórmeina og kostar oft stórerfiði af að moka. Hætt er fyrir snjólfóðum bæði á bæ og tún.“ JÁM III, 440.
1840: „… sæmileg heyskapar og útigangsjörð; á hún hrístak og fjárbeit fram í dalnum, ekki frí fyrir skiðuáföllum og hefir lítið mótak eður ekki.“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254.
Túnakort 1917: Tún 4 teigar, allt slétt, garðar 620m2.

hálfkirkja

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir.

Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 er getið um hálfkirkju á jörðinni: „Hjer er hálfkirkja og embætti flutt þá er heimafólk er til sacramentis.“ Bænhús var á Ingunnarstöðum en ekki er vitað nákvæmlega hvar það var. Samkvæmt heimildamanni fór tveimur sögum af staðsetningu bænhússins. Annars vegar var talað um að það hefði verið heima við bæinn en hins vegar að það hefði verið í nokkurri fjarlægð suðvestan við bæ. Lengi mátti sjá glitta í hleðslu við suðausturhorn íbúðarhússins á Ingunnarstöðum, milli þess og fjárhúss og voru uppi getgátur um að sú hleðsla gæti staðið í samhengið við bænhúsið.

Hrísakot

Hrísakot

Hrísakot – túnakort 1917.

Árið 1705 er Hrísakot afgömul hjáleiga eða afbýli Ingunnarstaða. JÁM III, 439-440.
Samkvæmt bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson fór kotið í eyði árið 1919 en var nytjað frá Ingunnarstöðum fram til ársins 1953. Það ár byggðist kotið upp aftur fólki frá Ingunnarstöðum. Kjósarmenn, 43.
Samkvæmt Guðrúnu Björnsdóttur, heimildamanni, fór Hrísakot endanlega í eyði um 1964.
1840: „…Heyskaparlítið; á skógarland og allgóða útbeit við hagahús; þar er ekki mótar …“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254.
Túnakort 1917: Tún 3,2 teigar allt slétt, garðar 460 m2.

Káranes

Káranes

Káranes – túnakort 1917.

20 hdr 1673, Jarðabréf, 19. 20 hdr 1705. Káranes er komið í byggð árið 1705 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en Káraneskot, hjáleiga, virðist ekki í byggð þetta sama ár. Þó er vísbending í texta um að þar sé engu að síður tvíbýli. Þar segir: „Ábúandinn Grímur Magnússon, býr á hálfri. Annar Loftur Bjarnason, býr á hálfri.“ JÁM III, 409-410.
Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: „a xxc j heimalandi. Leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. So gropttur.“ DI IV, 115-116. Rjómabú var á jörðinni. Örnefnaskrá, 2.
1705: Landþröng er mikil, og bólgna vötn yfir mestallan haga um vetur, og gjörist því jörðin vetrarþúng í mesta máta.“ JÁM III, 410.
1840: „Heyskapur er þar nokkur á bökkum líkt og á hinu kotinu og landslag sama.“ SSGK, 258.
Túnakort 1917: Tún 3,7 teigar, garðar 1000 m2 . Allt sléttað.

Káraneskot

Káranes

Káranes.

Hjáleiga Káraness, ekki í byggð árið 1705 þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skrifuð. JÁM III, 409.
Í Jarðabók Johnsens frá 1847 er Káraneskot skráð sem hjáleiga. Þar segir í neðanmálsgrein. „Sýslumaður skiptir dýrleikanum jafnt niður á milli Káraness og kotsins, 10 h.á hvoru.“ JJ, 99.
1840: „… niður á flatlendi, á flötum hávaða við lítið seg; hefir allsæmilegan heyskap og mýrlendi til beitar, ekki mikið.“ segir í Sýslu- og sóknalýsingum Gullbringu- og Kjósasýslna. SSGK, 257.
Túnakort 1917: Tún 2,6 teigar, allt slétt, garðar 820 m2.

Laxárnes

Laxárnes

Laxárnes – túnakort 1917.

16 hdr 1705. Laxveiði góð árið 1705, þá sagt að áður hafi selveiði verið til hlunninda. JÁM III, 397-398.
1483: Jarðarinnar er getið í sölubréfi. DI V, 800. 1507: Jarðarinnar er getið í dómabréfi, þá virðist jörðin vera í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 146.
Flóakot: Hjáleiga í byggð fyrir 1685 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls. Í bókinni Kjósarmenn segir frá því er kotið er aftur byggt upp um 1861 og var í byggð til 1870. Þar hefur ekki verið búið síðan. JÁM III, 398; Kjósarmenn, 451.
Melkot: Hjáleiga frá 1843-1849 og frá 1864-1882. Kjósarmenn, 444. HÞ telur Laxárnes réttara en Laxanes. HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók 1923, 34.
1705: „Engjar eru öngvar, so annarstaðar þarf til að kaupa ut supra.“ JÁM III, 398.
Túnakort 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 820 m2.
„Móinn við voginn er kargþýfður, kafloðinn með háum bökkum við sjó, og brotnað því nokkuð. Mjóst er orðið milli bakkans og vestur túnsins við garðlagshornið um 16 metra. Þaðan norður eftir er túnefnið mikið og gott. Túnið alt afgirt.“

Mýdalur (Miðdalur)

Miðdalur

Miðdalur – túnakort 1917.

40 hdr 1705. Í Jarðabókinni frá 1705 er jörðin samanlagt metin á 40 hdr en henni var skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæjir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Einnig er getið um eyðihjáleigu á bænum sem ekki er vitað hvar var. JÁM III, 385-389.
1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516.: Mydals kirkiu maldagi. Maríu kirkia j Mydal aa .x.c j heimalandi og viij ær en Jon Palsson lagdi til suo .iiij. Kugilldi voru.“ DI VII, 54.
Jörðin átti uppsátursítak í landi Mela nálægt Kiðafellsárós. Konungur átti 6 hdr af jörðinni sem var árið 1847 metin á 36 hdr. JJ, 100.
„Mýrdalskot er fyrst nefnt 1802, en áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðunni, sem með Mýrdals parti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg. … Annars segir þar, að eyðijörðin „Efri-Mýdalur“ sé yrkt bæði frá Mýdal og Mýdalskoti.“ JJnm, 100. Jörðin heitir nú Miðdalur.

Mýdalur

Mýdalur (Miðdalur).

Mýdalskot hjáleiga, lögð undir Mýdal. HÞ telur Mýdalsnafnið réttast: HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: „Tún, engjar og hagar eru sífeldum skriðum undir orpnar, sem árlega spilla, og er jafnan fyrir því hætt, jafnvel heygörðum og fjósum þeirra Sölmundar og Guðlaugs. … Engjar eru annars litlar mjög, snöggvar og grýttar. Landþröng er mikil. Hætt er fyrir snjóflóðum og foruðum.“ JÁM III, 388.
1917: Tún 3,3 teigar, garðar 550m2. Mestallt tún á Miðdal er slétt.

hálfkirkja
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Hjer hefur áður hálfkirkja verið, og er hún aflögð fyrir löngu, so sjötigir menn minnast valla að húsið var uppi, og þó voru tíðir löngu fyr aflagðar.“ Í örnefnaskrá segir: „Brekka beint upp af bæ heitir Kirkjubrekka.“ Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: „Kirkjubrekka: Eitt sinn var kirkja í Miðdal. Ef til vill hefur hún staðið undir þessari brekku. Ekki er vitað um grafreiti í Miðdal, nema að einn maður er jarðaður í þessari brekku.

Mýdalskot (Miðdalskot)

Miðdalskot

Miðdalskot – túnakort 1917.

1705, er Mýrdal skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Konungur átti 6 hdr af jörðinni.
1847: Hjáleiga Mýdals. „Mýdalskot … áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðinni, sem með Mýdalsparti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg.“ JJnm, 100.
1917: Meirihluti túna í kotinu er slétt.

Möðruvellir

Möðruvellir

Möðruvellir – túnakort 1917.

40 hdr 1702, tveir bæir. 1198 jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 235 Jarðarinnar er einnig getið í Hauksbók og Þórðarbók Landnámu.
Tvö eyðibýli nefnd 1705, Svínadalskot byggð á selstöðu en komin í eyði og nýtt sem sel og Grámói sem fátt virðist vitað um. JÁM III, 415. Nefnd í örnefnaskrá Múlakot og nafnlausar rústir af býli, báðar tóftir virðast vera í Svínadal og gæti önnur því verið af Svínadalskoti. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: „Skriða spillir túninu merkilega … Engjar eru snögglendar mjög, og fordjarfast af skriðum árlega meir og meir og þurfa ábúendur engi annarstaðar til að fá. Vetrarríki er mikið. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði túni og húsum.“ JÁM III, 415. „Þar er land mikið á Svínadal og dalverpi Trönudals. En engi örðugt mjög, sem þó er undirlagt oft grasspjöllum af leita- og lestamönnum á sumrin.“ SSGK, 256.
1917: Tún 8,7 teigar á báðum býlum, garðar 2200m2 á báðum býlum. „Túnin sléttuð að mestu og nokkuð slétt af náttúru. Fjárbælið er nú um stund í órækt (ófjárhæft) og því ekki talið hér með túninu. En blettur hjá því, núplægður, í góðri rækt.“

Hækingsdalur

Hækingsdalur

Hækingsdalur – túnakort 1917.

30 hdr. 1705. Bænhús var á jörðinni. Eyðihjáleigur tvær 1705, Sauðhús og Háamýri. JÁM III, 419-422. Bændaeign. 30 hdr. 1847. JJ, 100.
1237: Í Sturlungasögu er getið um mann úr Hækingsdal. Sturlunga saga I, 405 og 407.
Varðveist hefur landamerkjabréf Vindáss frá því um 1270 þar sem getið er merkja milli Vindáss og Hækingsdals. DI II, 81-82.
Samkvæmt Hannesi Þorsteinssyni er Hækingsdallur réttnefni. „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók 1923, 34.
1705: „Túnunum hverutveggjum spillir skriða og snjóflóð, og er fyrir því árlegur háski, kostar og oft erfiði af að moka. Enginu spillir ogso skriða.“ JÁM III, 421.
1840: „… Þar er heyskapur nokkur, en beitiland arðgott, einkum á sumrum og landrými …“Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Túnakort 1917: Tún 7,2 teigar, slétt, garðar 1370 m2.

Vindás

Vindás

Vindás – túnakort.

20 hdr 1705. Bústaður sóknarprests í Kjós gefin af kóngi eftir að bærinn að Reynivöllum eyðilagðist í skriðum og snjóflóði árið 1664. JÁM III, 422-423.
Varðveist hefur landamerkjabréf jarðarinnar frá því um 1270. Um landamerki milli Vindáss og Reynivalla annarsvegar og Vindáss og Hækingsdals hinsvegar. DI II, 81-82. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja skjólgarð í landi jarðarinnar ásamt kastarskurði. (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79).

Vindás

Vindás.

1705: „Engjar eru nær öngvar, sem þessari jörðu fylgdi áður hún var prestunum gefin, og brúkar því presturinn engið, sem óskpilt varð eftir, þá beneficium fordjarfaðist, so mikið af því og lítið sem hönum líkar. Högum spilla skriður.“ JÁM III, 422-423. 1840: „… Heyskaparlítil jörð með stóru og þýfðu túni. Þar er allgott beitarland um sumar og vetur og skógarblettur af smáviði í Sandfellshlíð.“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Túnakort 1917: Tún 5,2 teigar (meirihluti sléttað), garðar 1170 m2.

Heimildir:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Þorláksstaðir, Blönduholt, Þúfa, Þúfukot, Eyri, Eyrar-Uppkot, Eyrar, Útkot, Útskálahamar, Kiðafell, Möðruvellir, Írafell, Bær, Meðalfell, Meðalfellskot, Eyjar, Eyjahóll, Flekkudalur neðri, Sandur, Neðri-Háls, Hvammur og Hvammsvík – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2008.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi II: Hurðarbak, Morastaðir, Eilífsdalur, Flekkudalur, Grjóteyri, Fremri Háls, Valdastaðir, Fossá og Skorhagi –
Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2010.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: Reynivellir, Vesturkot, Seljadalur, Sogn, Hvítanes, Þrándarstaðir, Ingunnarstaðir og Hrísakot; II. bindi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: Káranes, Káraneskot, Laxárnes, Miðdalur, Miðdalskot, Hækingsdalur og Vindás I. bindi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.

Kjós

Kjós – kort.

Friðrik Bjarnason

Í blaðinu „Akranesi“ árið 1956, skrifar Friðrik Bjarnason um „Minningar“ sínar um allt og nánast ekki neitt. Hvað Garðahrepp og Hafnarfjörð varðar eru þær flestar því miður fánýtar í ljósi staðreynda sögunnar, en þær eru þó ekki alveg allar alvitlausar. Það er ávallt fróðlegt að sjá hvað öðrum finnst um hitt og þetta. Skoðum nokkrar þeirra Friðriks er varða Reykjanesskagann:

XXI.
Hraunin

Friðrik Bjarnason

Friðrik Bjarnason.

„Sunnan Hafnarfjarðar, sem og víðar kringum Fjörðinn eru víðlend hraun, úfin og ill yfirferðar. Þar gefur að líta háa og margvíslega lagaða hraunsnaga. Þar eru líka djúpar dældir, sumar mosavaxnar og með ýmsum gróðri, og einnig eru þar djúpar gjár og sprungur, er oft reynast illar yfirferðar og hættulegar. Hellar eru þar víða, margvíslegir að lögun og stærð Hraunkleprar, dropasteinar eru sums staðar. Þar eru einnig mannvirki, svo sem fjárhellar og aðrir, er líkastir eru því, sem þar hafi mannabústaðir verið.
Eitt sinn var bóndi af Hraunabæjum að huga að fé sínu suður í hrauni. Þetta var að vetri til, er snjór var á jörðu. Rakki fylgdi bónda, og rann hann á undan, sem hundum er títt. Er komið var langt út í hraunið, veitir bóndi því athygli, að hundurinn hverfur skyndilega, niður í hraunsprungu. Bóndi hraðaði sér sem mest hann má að sprungunni, heyrir hljóð hundsins niður í gjánni, en smám saman veikara, þar til það hverfur með öllu. Bóndi heldur áfram för sinni og svo heim til bæjar aftur. Á sextánda degi frá atburði þessum, kom hundurinn heim, allur blóðrisa og kviðdreginn mjög.

Piltur og stúlka fóru eitt sinn yfir sama hraun, en á öðrum stað og höfðu hest með í förinni, sem stúlkan reið. Þegar þau voru því nær komin upp úr hrauninu, festist hægri framfótur hestsins í hraunsprungu og varð eigi losaður. Fer þá piltur heim til næsta bæjar, en það var löng leið, og fær mann með sér og sleggju, til þess að brjóta bergið frá fæti hestsins, og tókst það svo vel, að hesturinn kom alheill upp úr sprungunni. En á meðan pilturinn var fjarverandi lá stúlkan ofan á hestinum, svo að hann brytist ekki um, og mun það hafa verið nálægt þremur tímum.

XXII.
Eyðibýli

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir.

Þorlákstún nefndist eyðibýli sunnan í Hvaleyrarholti. Býli þetta var lengi í eyði, en er nú aftur byggt og nefnist Þorgeirsstaðir eftir þeim, er reisti. Í fornum skrifum er getið um stórbýli eitt, að nafni Þorláksstaðir. Munnmæli herma að það hafi þarna verið. Sögusagnir segja, að þar hafi eitt sinn verið bænahús frá Hvaleyri og á því 18 hurðir á hjörum, með koparhúnum.

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Straumsel er eyðibýli upp af Hraunbæjum sunnan Hafnarfjarðar. Sagnir herma, að það hafi í byggð verið lengi vel. Fyrir rúmum mannsaldri bjó þar maður að nafni Jón Þorsteinsson.
Bærinn brann, og fórst Jón bóndi þar, og hefur þar eigi byggð verið síðan.

Bali

Vigdísarvellir – tóftir undir Bæjarfelli. Bali er vestar, undir hlíð Vesturfells.

Vigdísarvellir heitir eyðibýli norðvestur af Krýsuvík. Jörð þessi hefur í byggð verið nokkurn tíma, eða frá því um 1830 að sumra sögn. Oft var þar tvíbýli. Slægjur voru þar engar, nema túnið, en sauðbeit allgóð niður í Núpshlíð, og er þangað löng leið frá bænum. Sumarhagar em þar ágætir heima við.
Mór var notaður til eldsneytis og mosi. Vatnsból er gott. Ástæður fyrir því að jörðin lagðist í eyði, eru sagðar margar. Fyrir aldamótin síðustu hrundi bærinn þrisvar sinnum af jarðskjálftum á rúmum 30 árum. Ágangur var mikill af sauðfé og hrossum úr Grindavík og af Ströndinni. Örðugt er þar til aðdrátta og langt til vetrarbeitar, sem fyrr segir og býlið nokkuð afskekkt. Sá, er síðast bjó þar, hét Ívar.

Garðaflatir

Garðaflatir – óskilgreindar minjar.

Sagnir eru til um það, að í fyrndinni hafi byggð verið á Garðaflötum og síðar selstöð, einnig i Helgadal, Skúlatúni og víðar. Sumir draga þó í efa, að svo hafi verið, einkum vegna skorts á neyzluvatni. Gamlir menn, er bezt máttu um þetta vita, svo og rannsóknir, er fram hafa farið á þessu, benda ótvírætt í gagnstæða átt. Vatnsskortur hefur ekki valdið heldur aðrar orsakir.

Akranes, 7.-9. tbl. 01.07.1956, Minningar – Friðrik Bjarnason, bls. 99.

XXIV.
Vígslur

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

Þjóðkirkjan í Hafnarfirði var byggð árið 1914 og vígð það ár, 20. desember. Vígsluna framkvæmdi Þórhallur Bjarnason biskup. Safnast var saman vígsludaginn við barnaskólahúsið og þaðan gengið til kirkju klukkan 12 á hádegi.
Í broddi fylkingar fór biskup og sóknarpresur, síra Árni Björnsson, en næstir þeim voru prófastur, síra Kristinn Daníelsson og síra Bjarni Jónsson og þá þeir síra Árni Þorsteinsson og síra Janus Jónsson, allir hempuklæddir. Þar næst kom sóknanefnd og þar á eftir aðrir kirkjugestir einnig í skrúðgöngu. Þegar að kirkju kom var klukkum hringt og leikið preludium á orgelið og því næst hófst sálmasöngur. Þar á eftir flutti biskup vígsluræðu, frá háaltari, og svo hin venjulega messugerð. Stólræðuna flutti sóknarpresturinn, en prófastur tónaði.
Um tólf hundruð manns voru viðstaddir athöfn þessa, eftir því sem nánast var talið. Sagt er að kirkjan taki 450 manns í sæti. — Athöfnin fór virðulega fram, enda til hennar vandað eftir föngum.
Um kvöldið bauð Ágúst kaupmaður Flygenring og kona hans biskupi, prestunum, kirkjusmiðnum, svo og öllum starfsmönnum kirkjunnar til kvöldverðar að heimili sínu, og var þar veitt af mikilli rausn. — Kirkjuvígslunnar er hér getið, því ekki var hennar minnzt í blöðunum, sakir annríkis í prentsmiðjunum fyrir jólin.
Fyrstur manna var jarðsunginn frá kirkjunni Guðni Þorláksson, yfirsmiður hennar. Naumast var lokið smíði kirkjunnar, er hann tók sótt þá, er dró hanri til dauða.
Fyrstu hjónin, sem gefin voru saman í kirkjunni, voru Björn Árnason og Guðfinna Sigurðardóttir frá Ási.

Kirkjugarðsvígsla

Hafnarfjarðarkirkjugarður

Kirkjugarðurinn á Öldum.

Hinn nýi kirkjugarður Hafnarfjarðarkaupstaðar, uppi á svonefndum Öldum, var tekinn til notkunar og vígður 3. marz 1921 að viðstöddu miklu fjölmenni. Athöfnin fór fram kl. 3 í hinum nýja grafreit. Sunginn var viðeigandi sálmur, og að því loknu hóf prófasturinn, síra Árni Björnsson, vígsluræðu og þar á eftir var sunginn sálmur. Að því loknu var jarðsett lík Einars Jóhannessonar Hansen, hið fyrsta í grafreit þessum. Hann var moldu ausinn af presti sínum, síra Ólafi Ólafssyni, fríkirkjupresti, og loks var sálmur sunginn. Söngflokkar beggja kirknanna sungu við athöfn þessa. Bylslitringur var á, dimmviðri og vestangarri.

Hafnarfjarðarkirkjugarður

Kirkjugarður Hafnarfjarðar hefur þjónustað Hafnfirðinga og nærsveitunga frá víglsudegi, 3. mars 1921. Garðurinn var vígður að viðstöddu fjölmenni séra Árni Björnsson prófastur flutti vígsluræðuna og var Einar Jóhannesson Hansen jarðsettur. Einar er því vökumaður garðsins. Þjóðtrúin segir að sá sem er fyrst grafinn í kirkjugarði eigi að vaka yfir garðinum og taka á móti þeim sem eru greftraðir þar á eftir honum.

Hinn nýi grafreitur á svo nefndum öldum, stendur á þurru moldarbarði. Þegar nokkuð kemur niður í grafirnar tekur við deiglumór, svo að grafirnar eru þarna þurrar og þokkalegar. Steyptur garður er í kringum reitinn. Inni í honum er dálítið skýli, til afnota fyrir gæzlumann garðsins.“

Heimildir:
-Akranes, 4.-6. tbl. 01.04.1956, Minningar – Friðrik Bjarnason, bls. 59.
-Akranes, 7.-9. tbl. 01.07.1956, Minningar – Friðrik Bjarnason, bls. 99.
Friðrik Bjarnason

Eyjasel

Í „Fornleifaskráningu í Kjósarhreppi I“ árið 2008 er fjallað um bæina Þorláksstaði, Blönduholt, Þúfu, Þúfukot, Eyri, Eyrar-Uppkot, Eyrar-Útkot, Útskálahamar, Kiðafell, Möðruvelli, Írafell, Bæ, Meðalfell, Meðalfellskot, Eyjar, Eyjahól, Flekkudal neðri, Sand, Neðri-Háls, Hvamm og Hvammsvík.

Þorlákstaðir

Þorláksstaðir

20 hdr 1705. Reynivellir áttu hér ítak, eldiviðargröf. „Haglítið er og landþröngt mjög, so að fyrir þann skuld verða heimamenn engið í beit að leggja, en átriðningur er mikill af annara manna peningum, bæði frá Eyjum, Hurðarbaki og Reynivöllum. Hætt er túninu mjög so fyrir snjóflóðum og skriðum … Landbrot mikið gjörir Laxá bæði á högum og engi, og bólgnar bæði áin og lækir úr fjallinu yfir mestan hluta graslendiss um vetur. Á engið, sem þó er besti kostur jarðarinnar, verður ekki sóktur heyskapur fyrir foruðum nema brúkað sje með stórerfiði.“ JÁM, 413. 1840: „… þar er góður heyskapur og engi stórt, en lítið beitiland sumar og vetur.“ 1917: Tún 5 teigar, garðar 1450m2. Mestallt slétt, þýfi í túnjöðrum.

Þorláksstaðir

Þorláksstaðir.

1705: „Hætt er túninu mjög so fyrir snjóflóðum og skriðum, og hefur snjóflóð fyrir meir en 60 árum aftekið bæinn þar sem þá stóð hann, var hann því færður þángað sem nú er.“
„Bæjarlækur er næsta gil við Ásklif. Bærinn var færður, eftir að snjóflóð tók hann 1642,“ segir í örnefnaskrá.
Yngra bæjarstæði á Þorláksstöðum, þ.e. yngra, er þar sem íbúðarhúsið stendur nú, nyrst í túni.
Núverandi íbúðarhús var reist á milli 1970 og 1980 en eldri bær var þá fast austan við húsið – steypt íbúðarhús með sambyggðu fjósi og hlöðu. Á túnakortinu frá 1917 eru sýnd þrjú hús í hnapp innan garðs og eru það sennilega bæjarhúsin. Íbúðarhúsið stendur á hól sem er mjög greinilegur. Bílastæði er sunnan við hann og stórt útihús með hlöðu austan til á hlaðinu en þar fer hóllinn lækkandi. Beitarhólf er við rætur hólsins að norðan. Lengd hólsins bendir eindregið til að hann sé náttúrulegur að einhverju leyti. Samkvæmt Bjarna Kristjánssyni var komið niður á einhverjar
hleðslur við byggingu íbúðarhússinss. Þá telur Bjarni að öskuhaugur sé norðan við hólinn, sennilega á því svæði þar sem áður voru kálgarðar skv. túnakorti frá 1917. Engar leifar af eldri mannvirkjum sjást nú á bæjarhólnum en þó má nefna að mikið grjót er undir girðingu sem markar beitarhólf norðan undir hólnum og ekki útilokað að þar leynist leifar af kálgarðshleðslu. Þegar kort var gert af túninu 1917 stóðu alls 9-10 hús í hnapp á bæjarstæðinu auk kálgarða bæði norðan og sunnan við bæjarstæðið.

Á Gildurás er hleðsla refagildru

Þorláksstaðir

Þorláksstaðir – refagildra á Gildruási.

„Norðan í fjallinu [Meðalfelli], austan frá, eru Gildurásbrekkur og hjallar tveir, sem heita Stóri- og LitliHjalli. … Vestur af þeim [Skothúsflötum] er Gildurás og nokkru vestar Litli-Gildurás og Ásklif,“ segir í örnefnaskrá. Bjarni Kristjánsson kannast ekki við Gildurás og ekki heldur Magnús Sæmundsson, fyrrverandi bóndi á Eyjum. Hann er hér skráður vegna þess að örnefnið gæti verið vísbending um refagildru.
Örnefnalýsingin er óljós og næstum vonlaust að átta sig á því hvar Skothúsflatir og Gildurás hafa verið út frá henni einni saman. Ásinn sem kemur einna helst til greina sem Gildurás er ekki utan í fjallinu heldur stakur ás úti í mýrinni um 200-300 m austur af fjalli. Lítill ás með klettanibbum og melur í framhaldi af honum til austurs og norðausturs.
Á ásnum eru greinilegar hleðsluleifar og er grjótið mjög skófum vaxið. Hrúgaldið líkist grunni, er um 1 m í þvermál og 0,3 m hátt og lítur ekki út fyrir að það hafi verið mikið hærra. Hleðslan er ólík vörðubroti að því leyti að grjótið í hleðslunni er ákaflega misstórt. Þannig eru mjög stórir steinar í austurjaðrinum en annars meðalstórt grjót. Þó er erfitt að slá því föstu að hér hafi verið hlaðið undir gildru, enda sjást engar leifar af stokki eða öðrum umbúnaði sem sést stundum við refagildrur.

Blönduholt

Blönduholt

12 hdr 1705. Jarðarinnar er ekki getið í heimilum fyrr en 1616. Jarðabréf, 18. Blönduholtskot eyðihjáleiga í byggð frá um 1665 til um 1700.
1917: Tún allt sléttað 3 teigar, garðar 1280m2. „Þegar Jón Stefánsson, faðir minn, kom að Blöndholti 1891 (að mig minnir), var allt túnið karga stórþýft, utan ein stór flöt, rúm hálf dagslátta, sem búið var að slétta, hún var kölluð Stóraflöt [hún var í hallanum norðaustan við bæinn]. Hann sléttaði túnið allt með handverkfærum. Þegar það var búið, ræsti hann mýrarstykki neðan við túnið [mýrin var kölluð Veitan, hún var á milli túnsins og Stöðuls], og hafði lokið að slétta það líka, áður en vinnuvélar komu til sögunnar. Hann flutti frá Blöndholti 1935, þá orðinn gamall og mjög lúinn. Verst held ég grjótið hafi farið með hann, sem kom úr þúfunum. Það setti hann allt í garða utan við túnið. Seinni árin, sem hann var við sléttun, þoldi hann ekki að rista ofan af, en var mikið við að stinga (pæla) og þekja.“

Blönduholt

Blönduholt.

„Bærinn í Blöndholti stendur utan í móaholti eða kargaþýfi, sem ekki hafði nafn svo að Bjarni vissi til. Engar skýringar kann hann á nafni bæjarins, en segir að sumir hafi viljað bera það fram „Blundholt“, en menn eru þó engu nær um merkinguna“, segir í örnefnaskrá.
Nýbýlið Fell var byggt út úr jörðinni árið 1960 og stendur um 530 m norðvestur af Blönduholti. Tvíbýli er í Blönduholti en þar er ekki lengur hefðbundinn búskapur. Bærinn stóð suðvestan í holti sem er nokkuð hátt, á því er nú sléttað tún. Umhverfis holtið er mýrlent, en víðast er búið að ræsa mýrarnar fram og rækta tún.
Ekki er eiginlegur bæjarhóll í Blönduholti en mikið rask hefur orðið á bæjarstæðinu. Steypt fjárhús eru nú þar sem bærinn var áður og litlu norðar er steypt íbúðarhús sem er nokkuð gamalt, með kjallara. Byggt hefur verið við það hús og standa framkvæmdir enn yfir. Grafið hefur verið frá húsinu sunnan- og austanmegin. Einnig hefur verið grafið frá suðurhlið fjárhúsa og eru þau sjálf niðurgrafin. Heimreiðin að bænum liggur nú úr suðvestri að bænum.

Þúfa

Þúfa

20 hdr 1705 „Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og efnir A.M. það með hér greindum leigumála.“ JJnm, 99. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja hrossabeit í landi jarðarinnar (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79). Þúfukot – hjáleiga í byggð 1705. Síðar byggt Litlaþúfa, eða Lindarbrekka.
1917: Tún 3 teigar að mestu slétt, garðar 1040m2.
Bærinn í Þúfu stóð þar sem enn er gamalt íbúðarhús um 150 m norðvestur af nýrra íbúðarhúsi. Hár og áberandi hóll, eini hóllinn í túninu. Á honum stendur húsið sem er steinsteypt og gæti verið frá um 1930. Enginn kjallari er undir því. Stakstætt útihús er suðvestan við húsið og braggalaga skemma vestar, í vesturjaðri hólsins. Stór og ávalur hóll, allt að 40-50 m í þvermál. Hann hlýtur að vera náttúrulegur að mestu, en ekki er hægt að meta að hve miklu leyti hann er upphlaðinn. Hóllinn er allt að 5 m hár og frekar bratt niður af honum, sérstaklega til norðurs. Engar mannvistarleifar eru sjáanlegar á hólnum en þó eins og leifar af hleðslu eða grjótstétt við norðausturhorn hússins.

Getið er um sel í landi Þúfu
„Enn hærra upp undir gljúfrunum er Sel. Ofar heitir Hlíðarhorn. Það er melhryggur, sem skerst þvert frá Skorárgljúfrum til norðurs í hnúk, sem heitir Miðaftanskista og var eyktamark frá

Bæ,“ segir í örnefnaskrá. „Sel: Engar tóftir eru þar sjáanlegar. Þarna er grasbrekka og skjólgott,“ segir í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá. Eftir því sem næst verður komist hefur Sel verið um 1,4 km suður af bæ. Er þá komið áleiðis upp í Skorárgljúfur. Mishæðótt og sundurskorin brekka í halla mót austri. Talsvert þýfi og grænka þó nokkur.
Engar heillegar tóftir sjást á þessu svæði en þó er ekki útilokað að það leynist í þýfinu. Staðurinn virðist óhentugur, beit lítil nema á afmörkuðu svæði og lítið hægt að sjá upp eða niður með ánni. Hugsanlega hefur Sel verið heldur neðar með ánni en allt svæðið var skoðað býsna vel með tilliti til fornleifa og hvergi fundust tóftir.

Þúfukot

Þúfukot

Hjáleiga Þúfu 1847 „Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og efnir A.M. það með hér greindum leigumála. 1802 segir, að á Þúfukoti hafi verið sú kvöð til forna, að hafa 12 hesta til beitar frá Reynivalla kirkju.“
1917: Tún 2,4 teigar rúmlega hálft sléttað, garðar 700m2.
„Niður af Þúfukotsbæ taka við Skriðusporðar með læknum, en þar er uppgróin skriða, sem hlaupið hefur úr bæjargilinu. Það var trú að ekki mætti færa bæinn austur fyrir lækinn og boðaði ólán. Þeir feðgar, faðir minn og bróðir, brutu það bann, og lifðu skammt eftir það og gekk þá jörðin úr ættinni.“ Þúfukot stóð hátt í 300 m vestur af Þúfu, vestan við bæjarlæk.
Þar sem bærinn stór er nú mikið raskað svæði, austan við það rennur lækur, þá kemur lítið hús og handan þess er núverandi íbúðarhús.
Á gamla bæjarstæðinu stóð til að byggja reiðskemmu og hefur jarðvegi verið rutt framan úr hól á svæði sem er allt að 50×20 m stórt og snýr frá norðvestri til suðausturs. Suðaustast í sárinu sjást steypuleifar sem skv. Pétri Jónssyni hljóta að hafa tilheyrt síðasta byggingarskeiði eldri bæjar. Rutt hefur verið allt niður á klöpp og sárið í hólnum er allt að tveggja metra djúpt. Það kemur á óvart að þar sjást í fljótu bragði engar mannvistarleifar, sem er furðulegt, og Pétur segist ekki hafa rekist á ösku eða neitt slíkt, einungis eitthvað eins og svarta drullu norðan við
steypuleifarnar sem hann taldi ef til vill hafa verið fjósflór/-haug. Ofan við sárið er hóllinn býsna grænn og kúptur, allt að 30 m í þvermál þótt ekki séu brúnirnar skýrar. Ekki er ólíklegt að bæjarstæðið hafi verið þar, fremst í hólrana sem gengur út úr fjallinu til norðurs. Hann er sléttaður af fyrri ábúanda. Austan við bæjarstæðið, við lækinn, hefur verið rutt út fyrir húsi og skín í ber jarðlög umhverfis. Vottar þó ekki fyrir mannvistarleifum þar heldur. Auk þessa rasks hefur vegur nú verið lagður til VNV fast neðan við grunn reiðskemmunnar sem aldrei varð, í átt að tveimur nýjum einbýlishúsum sem standa vestan Þúfukots.

Eyri (Hvalfjarðareyri)

Eyri

40 hdr. 1705. 30 hdr. 1847. Hálfkirkja var á jörðinni. Landnámsjörð Svartkels, sem fyrst bjó að Kiðafelli en flutti síðar að Eyri. 1198 er jarðarinnar getið í Sturlungu þar sem rætt er um Ketil Eyjólfsson og Ljót son hans er þar bjuggu. Sturlunga I, 235. Elsta heimild um kirkju á Eyri er í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200. (DI XII, 9) Næst er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju um 1220: „[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra.
ef þav giora skiptingar tiund;“ (DI I, 402) 1315: „Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær“ (DI II, 404). Enn er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1315: „[til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd;“ (DI III, 32) Síðan er kirkjunnar getið í máldaga sem hefur verið tekinn saman einhverntíma á árunum 1491-1518: „Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. … Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa.“ (DI VII, 54) 1569: Biskup selur jörðina fyrir Kirkjuferju í Árnessýslu. Hvor jörð 30 hdr en 10 hdr í heimalandi er kirkjueign. (DI XV, 312-314)

Eyri

Eyri.

„Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.“
Í Jarðabók Árna og Páls 1705 eru 4 býli á jörðinni, eitt með upprunalega nafninu, annað nefnt Þorkelskot eftir ábúandanum og síðan Efrakot (8 hdr) og Neðrakot (5 hdr) sem hvorugt er talin hjáleiga. Síðan er þar ein hjáleiga, Blómsturvellir í ábúð 1705. JÁM III, 393-394 Hjáleigur 1847 Eyrar-Uppkot og Eyrar Útkot. Heimajörðin var lögð undir Eyrar-Uppkot. HJ:
1705: „Hætt er fyrir snjóflóðum og skriðum bæði túnum, högum, engjum og húsum og hefur nýlega þar á skaði orðið bæði túni og engi. JÁM III, 395. 1917: Tún 2 teigar að mestu sléttað, garðar 350m2. Uppkotið virðist sameinað heimajörðunni 1917.
„Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag,“ segir í örnefnalýsingu. Nú standa engin hús á gamla bæjarstæði Eyrar og hafa sennilega ekki gert síðan snemma á 20. öld.
Bæjarhóllinn er rúma 100 m austur af núverandi Eyrarkoti en um 150 m NNV af bænum sem nú kallast Eyri en var áður Uppkot. Hann er inni á afgirtu svæði sem markast af núverandi þjóðvegi að norðan, gamla þjóðvegi að sunnan og læk að vestanverðu. Á túnakorti sem teiknað var árið 1917 virðast enn uppistandandi hús á þessum stað og kálgarður við þau að sunnanverðu. Lag húsanna á túnakorti bendir fremur til að þau kunni að hafa verið fjárhús með hlöðu fyrir aftan en mannabústaður en um það er þó ekki vitað. Í bókinni Kjósarmenn sem kom út árið 1961 stendur: „Á rústum hins forna Eyrarbæjar standa nú fjárhús eða tóftir.“
Grösugt svæði, sléttað og iðagrænt en austar, innan sömu girðingar, er mun þýfðara, grýtt og smáklettar. Bæjarhóllinn er stór og myndarlegur, einkum ef horft er á hann norðan frá, af núverandi þjóðvegi. Hann er ávalur og sker sig úr brekkunni, er fremur sléttur að ofanverðu en brattur til norðurs. Hóllinn hefur verið sléttaður en þó sennilega ekki mikið verið tekið ofan af honum því þar sjást, ef vel er að gáð, mjög óljós veggjarbrot norðvestast á háhólnum sem stefna NV-SA, líkt og húsin sem voru uppstandandi 1917.

Heimild er um kirkju á Eyri
EYRI (K) c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9
[um 1220]: [í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund; Máld DI I 402 [Saurbæjar].
[1315]: Eyre Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær; Máld DI II 404 [gæti vel verið Árni mildi, Þá öld yngra].
[1315]: [til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd; Máld DI III 32 [Saurbæjar – ekki er ljóst hvort sérákvæðin um tíundina eiga við um Eyri, líklega ekki] [1491-1518]: Eyrar maldagi j Kios.
Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. Jtem ein gaumul messuklædi sterk. Jtem iij smakluckur. Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa. Máld DI VII, 54 [AM 238 4to, bl. 124 (Bessastaðabók)].
17.5.1765: Bænhús á Eyri lagt niður; (PP, 113) [konungsbréf].
1705 segir í Jarðabók Árna og Páls: „Hjer er hálfkirkja, og embættaði þá fólk er til sacramentis hjer heima og af næstum bæjum hjer fyrir innan, sem enn lengra eiga að sækja til Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi, og þjónar presturinn Sr. Páll Sveinsson þessari hálfkirkju ásamt Saurbæjar og Brautarholts kirkjum.“ „Kirkjugarður er neðan Eyrarhóls. Nú er búið að slétta hann. Áður mun hafa verið bænahús á Eyri og grafreitur við það,“ segir í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá. Flest bendir til að kirkjugarðurinn hafi verið á hól sem er við rætur norðurhluta bæjarhóls 001 og stendur 5-8 m lægra en hann. Grasi gróið svæði, nokkuð mishæðótt en þúfur hafa verið sléttaðar út að mestu.
Engar hleðsluleifar eða merki um leiði sjást á hólnum en hann er nokkuð reglulegur, ávalur og með jafnar brúnir sem bendir til að hann sé að hluta uppsafnaðar mannvistarleifar. Hóllinn er alls 25-30 m í þvermál.
Það lækkar skarpt niður af honum til norðurs og austurs um 1,5-2 m en hæðin heldur sér til vesturs, að bæjarlæknum sem þar rennur í slakka. Ekki er vitað til að bein hafi komið upp við túnasléttun á 20. öld.

Útskálahamar

Útskálahamar

16 hdr 1705.
1917: Tún 4,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 580m2.
Bærinn á Útskálahamri stóð norðvestan undir Eyrarfjalli (Kiðafelli). Bærinn stóð í austanverðu túninu samkvæmt túnakorti frá 1917 og lágu bæjarhúsin hvert upp af öðru meðfram Bæjarlæknum. Tvö útihús voru milli bæjar og lækjar sem skráð eru með bæjarhólnum. Kálgarðar voru vestan og sunnan við bæinn.
Bæjarhóllinn stendur miðja vegu milli brekkuróta í austri og lítils hamrabeltis í vestri. Nyrst á því, þar sem það er hæst, er Hulduhóll.
„[Finnbogi [kom 1901]) byggði […] baðstofu með kjallara undir fyrir eldhús og geymslu með torf- og grjótveggjum, en með skúr með járnþaki við hlið baðstofu. […] Vorið 1938 tekur við jörðinni Þorkell Ólafsson frá Fossá og hefir búið þar síðan [skrifað 1953]. […] hann hefir nú byggt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni.“
Skammt norðan við bæjarhólinn rennur Bæjarlækur. Bæjarhóllinn er kominn í tún að mestu leyti en vestan við hann standa steinsteypt hús sem líklega hafa verið byggð um miðja síðustu öld.
Steinsteyptu húsin samanstanda af íbúðarhúsi, stórri skemmu eða útihúsi sem búið er að rífa að hluta, súrheysgryfju (að líkindum) og framan við og undir skemmunni er kjallari. Framan við skemmuna og ofan á hluta kjallarans hefur líklega einnig verið bygging sem búið er að rífa.
Íbúðarhúsið er lítillega niðurgrafið og er enn undir þaki. Miklu hefur verið rutt af steypu og öðru byggingar- og jarðvegsefni norður fyrir húsin að Bæjarlæknum.
Eiginlegur bæjarhóll virðist vera þar sem vestasti hluti bæjarins var miðað við afstöðu til annarra húsa á túnakorti. Hóllinn er um 20 x 18 m, snýr N-S.
Hæstur er hóllinn vestast og nyrst, um 1,3 m, en ef til vill hefur verið grafið í hólinn í tengslum við byggingu steinsteypta hússins sem stendur um 8 m neðan við hann. Lægstur er hóllinn til suðausturs. Fast austan við hann er lítil dæld, um 2,5 x 3 m, snýr N-S.
Ekki er að sjá neinar húsaleifar utan hólsins að öðru leyti. landið hallar lítillega til austurs. Uppi á hólnum, sunnan við miðjan hólinn eru leifar af húsgrunni og skorsteini. Getur hér verið um hús Finnboga að ræða og að þetta sé þá ef til vill kjallarinn. Grunnurinn er steinhlaðinn og niður grafinn að austan- og sunnanverðu. Skorsteinn er í norðausturhlutanum. Grunnurinn er um 3 x 3,5 m, snýr N-S. Dýpstur er hann í suðausturhorni, um 0,3 m. 3 umför grjóthleðslu sjást. Inngangur virðist hafa verið á vesturvegg en þó er það óskýrt.

Kiðafell

Kiðafell

16 hdr 1705. Býlið Ós í landi jarðarinnar, byggt um 1856. Landnámsjörð Svartkels sem settist þar að fyrst en flutti síðar að Eyri.
1917: Tún 4,9 teigar, að mestu sléttað (á síðustu 15 árum), garðar 700m2.
Bærinn á Kiðafelli er á miðju túnakorti frá 1917. Bærinn hefur staðið á hlaðinu hjá Kiðafelli I. Til er nákvæmt túnakort frá 1943 með örnefnum og skýringum og á því má sjá nákvæma staðsetningu bæjarins. Samkvæmt því korti hefur bærinn staðið fast norðan við traðarendann, um 20-30 m norðvestur af núverandi íbúðarhúsi á Kiðafelli I sem byggt var 1958. Íbúðarhúsið sem sýnt er á kortinu frá 1943 stendur enn og er austast á hlaðinu.

Kiðafell

Kiðafell.

Beitarhólf er þar sem gamli bærinn stóð og austan og sunnan við þann stað standa önnur hús hærra. Þar sem gamli bærinn stóð er lausagrjót efst í hólfinu. Á staðnum er greinilegur hóll en sennilegt að hann sé að mestu náttúrulegur og bærinn hafi einfaldlega verið reistur á hæsta hólnum í túninu. Öllu hefur verið mikið raskað af seinni tíma byggingum og ekki sjást leifar eldri húsa á yfirborði. Kjallari er undir íbúðarhúsi frá 1958 sem stendur sunnarlega á bæjarhól. Reyndar sést hleðsla á hlaðinu vestan við gamla íbúðarhúsið, um 9 x 1,5 m, en hún stendur ekki upp úr jörðinni og getur verið gömul stétt. Austan við gamla íbúðarhúsið hefur verið mokað frá húsinu sem virðist hafa farið í uppfyllingu en í sniði má sjá örlitlar leifar af kolum og brenndum beinum. Bæjarhóllinn gæti verið um 50 m í þvermál. Óljóst hvar mörkin eru milli þess sem hefur hlaðist upp og þess sem er náttúrulegt. Tvö lítil hús á túnakorti sem eru fast sunnan og austan við bæinn eru skráð með honum.

Getið er um sel í Seljadal
„Fossá ræður merkjum móti Útskálahamri, frá því hún kemur upp í Stardölum, og rennur um Fossárgljúfur til sjávar. Rétt fyrir neðan Stardali rennur hún um smádal, sem heitir Seljadalur,“ segir í örnefnaskrá.
Seljadalur er þröngur og stuttur dalur og þar er nokkur uppblástur og grónar jarðvegsskriður. Seljadalur var allur genginn og hluti Stardala en ekki fundust leifar af seli. Líklegur staður fyrir selið er um 2 km norðaustan við bæ. Hann er neðan við lítinn foss í ánni þar sem hún liggur í sveig til vesturs áður en hún rennur til suðurs í Fossárgljúfri. Ofan og sunnan við sveiginn á ánni er gróin eyri neðst í brekku. Á miðri eyrinni hefur hlaðist upp jarðvegur sem vatn hefur borið úr hlíðinni og er skarð í gegnum þann hól sem vatnið hefur myndað. Á hólnum vex sef og fífa en annarsstaðar er grasi- og lyngivaxið, sérlega næst árbakkanum. Áin hefur runnið víða hér um bakkana og mótað þá. Austast á þessari eyri er líklegast að tóftir hafi verið þó að ekki sé hægt að sjá það vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á landslagi.

Bær

Bær

16 hdr 1508/1705. 1508 er jarðarinnar getið í sölubréfi er jörði er seld fyrir 8 hundruð í lausafé, á liggur jörðin í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 207. 1847 er hjáleigunnar Litlabæjar getið.
1705: „Úthey eru mjög ljett, so að valla eru fóðurgæf þaug bestur. Hætt er fyrir foruðum, torfgröfum og holpytta lækjum.“ JÁM III, 399. 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 1600m2.

Bær

Bær.

Bæjarstæðið og túnið á Bæ standa nokkuð hátt á hæðóttum hrygg milli Skorár og Bæjarlækjar. Bærinn stóð á miðju túninu á hól sem er að einhverju leyti náttúrulegur en hann er ekki sá hæsti á svæðinu.
Til vesturs hækkar landið og hólarnir en þeir lækka að sama skapi til austurs. Á túnakorti frá 1917 liggur vegur um hlaðið á Bæ. Malarvegur um sveitina liggur líklega enn á sömu eða svipuðum slóðum, í dæld neðan við bæjarstæðið.
Bæjarhóllinn virðist vera náttúrulegur að miklu leyti. Ekki sést til rústa á hólnum en grafið hefur í hann fyrir rotþró og steinsteypt hús stendur sunnan eða suðvestan við staðinn þar sem gamli bærinn hefur staðið. Ekki er hægt að sjá að kjallari sé undir því húsi. Afar grasgefið er á þessum stað en malarplan er við steypt hús. Ekki er ólíklegt að hóllinn hafi raskast við vegagerð og lagningu heimreiðar. Ekki er lengur hefðbundinn búskapur á Bæ eða föst búseta. Hóllinn er um 30 x 20 m og liggur N-S.

Meðalfell
Meðalfell
60 hdr. 1705. Bændaeign. 60 hdr. 1847. Landnámsjörð Valþjófs Örlygssonar.
Kirkju í Meðalfelli er fyrst getið um 1200 í kirknaskrá Páls biskups. (DI XII, 10) Næst er kirkjunnar getið í máldaga frá um 1367: „xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu.“( DI III, 21°9).
Máldagi kirkjunnar hefur varðveist í Vilchinsbók frá 1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur.“ (DI IV, 115-116) 1473: Jörðin nefnd í bréfi. DI V, 728. 1512: Jörðin nefnd í bréfi. DI VIII, 410. 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV, 633-634) Meðalfellskot GK-337 hjáleiga 1705, einnig eyðihjáleiga nefnt Dæliskot. Hjarðarholt nýbýli frá 1905.
1705: „Hætt er túnunum mjög fyrir fjallskriðum og verður oftast árlega þar af skaði, sem með stórerfiði þarf að umbæta.“ JÁM III, 408. „… liggur þar við undir hálsendanum að sunnanverðu, þar er stórt tún, engi á Laxárdalsbökkum, landslítið heima, en því meira á Meðalfellsdal, hvar haghús er brúkað.“
1917: Heimatún og austurtún 11,1 teigar, garðar heima 950m2. Allt slétt. „Meðalfell á engjar í Laxárdalnum með fram ánni að sunnan, á alllöngum kafla.“
„Bærinn stendur í nokkuð brattri hlíð undir Meðalfelli og við norðvesturhorn Meðalfellsvatns,“ segir í örnefnaskrá. Gamli bærinn í Meðalfelli var á svipuðum stað og íbúðarhúsið stendur nú en þó um 10-20 m suðvestan við íbúðarhúsið. Greinilegur bæjarhóll er á þessum stað og hefur honum ekki verið hróflað að ráði, aðeins sléttað úr bæjartóftunum. Íbúðarhúsið sem nú stendur á Meðalfelli er á bæjarhólnum.
Bæjarhóllinn er 65 X 40 m (austur-vestur) og allt að 3 m á hæð. Framan við bæinn er fánastöng og hún stendur á hellu sem var í eldri bænum á hólnum. Á hlaðinu er einnig hestasteinn sem stóð áður við tröðina 016 en stendur nú vestan megin við húsið. Við hann voru hestarnir bundnir og á honum er járnlykkja. Enginn kjallari er undir íbúðarhúsinu og engin útihús standa á sjálfum bæjarhólnum.

Heimildir eru um kirkju á Meðalfelli
„MEÐALFELL Í KJÓS (K) -Maríu, heilögum krossi, Jóni postula, Ólafi, Þorláki, Maríu Magdalenu (REYNIVALLAANNEXÍA) c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 10.
[1367]: xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu. þetta ber alltt saman vid Vilchinsbok. vtann Vilchinsbok er fyllre; Hítardalsbók DI III 21°9.
1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. [+mannshlut í Laxá] Þar skal vera heimilisprestur og messa hvern helgann dag og j ollumm ix lestra holldum. Hvern dag vmm Langafostv oc Jolafostv oc ij daga j viku Þess j millumm. Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur. kirk[iu] messa krossmessv a haustid portio Ecclesiæ vmm xiiij ar ixc. fiell þar nidur af cc; Máld DI IV 115-116
1575: Máld DI XV 633-634.
[1600]: Kyrkiukugillde j kios. … Á medalfelli vj. kyrckiu kugilldi … JS 143 4to, bl. 374.
12.8.1808: Meðalfellskirkja lögð niður; (PP, 114) [konungsbréf].
Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Kirkjustaður og er annecteruð með Reynivalla sókn.“ Merki kirkju og kirkjugarðs sjást ennþá 20-30 m suðaustan við íbúðarhúsið á Meðalfelli. „Suðaustan við bæinn er Kirkjugarðurinn. Fyrir austan hann er Kirkjugarðsflötin, austur að skurðinum og niður að vegi, sem liggur þar austur túnið,“ segir í örnefnaskrá Í jaðri bæjarhóls.
Garðurinn og kirkjutóftin snúa VNV-ASA. Kirkjugarðurinn er 25 X 18 m að stærð, ferhyrndur. Garðurinn er hlaðinn úr torfi. Að sunnan er hleðslan þó nærri orðin ógreinileg. Inn í garðinum sér móta fyrir kirkjutóft eða grunni. Hún er 8 X 5-6 m að stærð og þar má sjá móta fyrir grjóthleðslu. Kirkjan hefur verið í norðurhorni kirkjugarðsins og er opið sem er á vesturvegg garðsins miðjum skakkt á kirkjuna. Í garðinum eru 1-2 leiði greinileg og eitt í kirkjutóftinni. Ekki hefur verið gróðursett tré í garðinn. Garðurinn er girtur af honum til varnar. Fast sunnan við garð er óljós vegslóði. Vegir lágu heim að bænum og kirkjunni bæði úr suðvestri og suðri.
Slóðinn úr suðri lág til norðurs að bæjarhólnum en beygði svo með honum til suðausturs meðfram garði.

Hjarðarholt
Hjarðarholt
„Hjarðarholt er býli upp frá Dælisá,“ segir í örnefnaskrá. Býlið Hjarðarholt var stofnað 1905 af Guðmundi Erlendssyni.
Á túnakorti frá 1917 sést að túnið sléttað telst 0,7 teigar, garðar 250m2. Þar er þá bæjarhóll og tvö útihús. Vestan við bæjarstæðið er túngarður, norðan við er sumarhús sem heitir Hjarðarholt, og sunnan og austan við er tún.
Túnið var sléttað á sínum tíma en er núna komið í órækt. Þar voru kvígur þegar þetta var skráð. Engar mannvistarleifar sjást á staðnum fyrir utan nokkra stóra steina í röð sem snúa austur -vestur nálægt gilbarminum, um 70 m suðvestan við vestasta sumarbústaðinn. Meðal þeirra er einn steypuklumpur og lítur út eins og grjótinu hafi verið rutt saman af stórvirkri vél. Túngarðurinn 037 breiðir mikið úr sér vestan við bæjarstæðið. Gísli Ellertsson telur að síðast hafi staðið torfbær í Hjarðarholti. Staðurinn var skráður á vettvangi sumarið 2007. Síðar kom eftirfarandi í ljós: Þegar túnakort frá 1917 er borið saman við loftmynd virðist sem bæjarstæðið hafi verið allt að 130 m suðvestar en upphaflega var áætlað. Þar hefur orðið geysimikið rask, gerð gryfja með ruðningum í kringum.

Getið er um Meðalfellssel

Meðalfellssel

Meðalfellssel.

„1705: „Selstaða er í heimalandi og er þar mótak nóg til eldingar.“ „Sunnan við Holtin og Sundin er allstór mýri, sem heitir Selmýri. Framan við hana er Selið á valllendisbala, sem þar er. Selið er næstum beint niður undan upptökum Drápskriðulækjarins,“ segir í örnefnaskrá. „Meðalfellssel.
Jón Magnússon og kona hans Guðríður Ásmundsdóttir byggðu að stofni upp í Meðalfellssseli og bjuggu þar frá 1859-68.“ (HP Kjósarmenn, 320). Meðalfellssel er í Eilífsdal, um 300 m vestur af girðingarenda sem markar suðurenda sumarbústaðahverfis. Þetta er rúma 4 km suður af bænum á Meðalfelli.
Rústirnar eru efst eða syðst á mjóum rana sem gengur til norðurs út úr hæð eða holti þar sem land tekur að hækka í dalnum. Flatneskjulegt mýrlendi er neðan við holtið en mýralækir renna í það beggja megin við þústina. Mógrafir virðast vera í holtinu beggja megin við og raunar einnig fast upp við rústirnar að austanverðu. Selrústirnar eru ekki mjög greinilegar og skera sig lítið úr umhverfinu, þýfðar og bitnar af hrossum. Þær virðast ná yfir svæði sem er alls um 15 x 10 m stórt frá suðvestri til norðausturs. Í tóftinni sjást tvö hólf, ámóta stór,
sem bæði snúa með op í VNV. Hvort hólf um sig er um 5 x 2 m stórt að innanmáli frá NVSA og sést grjót í veggjum þess syðra en sunnan þess verður tóftin ólöguleg og þústarleg. Veggir eru fremur jarðlægir og skera sig ekki mikið úr umhverfinu. Ekki eru aðrar rústir greinilegar en þó má geta þess að um 70-80 m norðan við rústina er áberandi kúptur hóll sem ekki eru afgerandi rústamerki á en gæti þó verið upphlaðnar mannvistarleifar að einhverju leyti. Þetta er á miðjum rananum sem er tekinn að mjókka mjög til norðvesturs.

Meðalfellskot
Hjáleiga Meðalfells (GK-336) í byggð 1705. Kominn í eyði 1917, þá er bæjarstæðið sléttað 1840: „Hefir land nokkuð heima, og á Meðalfellsdal haghús, en engið á Laxárbökkum; sæmileg heyskaparjörð.“
1917: Tún kotsins 4,6 teigar, garðar 1020m2.
Bæjarstæði Meðalfellskots var sléttað 1917 skv. túnakorti. Sennilega hefur síðasti ábúandi þar verið Þórður Edilonsson sem getið er í ritinu Kjósarmenn. Hann bjó í kotinu frá 1900-1904 en fluttist þá til Hafnarfjarðar.
Samkvæmt túnakorti frá 1917 stóð bærinn um 380 m austar en Meðalfell. Hann stóð þar sem nú er vel sléttað tún ofan við þjóðveginn meðfram Meðalfellsvatni á milli tveggja skurða.
Vel sléttað gróið tún. Fjallið Meðalfell er noraðn megin við það en Meðalfellsvatnið er sunnan megin við það. Engar leifar af bæjarstæðinu sjást. Samkvæmt Gísla Ellertssyni stóð bærinn þar sem nú er smá ógróinn malarblettur í túninu. Þar kemur stundum upp grjót. Ekki vottar fyrir teljandi hólmyndun á þessum stað. Fyrir framan eða sunnan íbúðarhús var kálgarður samkvæmt túnakorti frá 1917 en hann er líka horfinn. Þess má geta hér að sennilega hafa öll útihús í austanverðu túninu, verið nytjuð frá Meðalfelli þegar túnakortið var teiknað árið 1917, enda Meðalfellskot þá komið í eyði fyrir nokkuð löngu.

Eyjar

Eyjar

40 hdr. 1705. Bændaeign. 40 hdr. 1847.Hálfkirkja var á jörðunni. Kirkjunnar á Eyjum er fyrst getið í máldaga fram því um 1180: “ Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal.“ (DI I 267) Í máldaga kirkjunnar frá um 1367 segir: „xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal.“ (DI III, 21°9) í Vilcinsmáldaga er textinn svipaður: 1397: „a xc j landi oc skog j Svijnadal.“( DI IV, 116).
Hjálegur 1705 Eyjahóll og Hvassanes (í eyði frá því snemma á 18. öld) báðar í byggð, Gróukot hjáleiga í eyði frá um 164°5 og önnur nafnlaus eyðihjáleiga einnig í eyði frá um 164°5. Eyjahóll (GK-339 )hjáleiga 1847, í sömu ábúð og Eyjar frá 1888. Á túnakorti er einig nefnt Hólahúsatún sem virðist vera í byggð 1917.
1705: „Engjum spilla skriður úr fjalli, en túnunum bæði og engjunum vatnságángur af á, sem nærri rennur með aur og grjóti og landbroti. Hætt er kvikfjenaði fyrir foruðum. Búfjárhögum spilla skriður.“ JÁM III, 405. 1840: „… á þýfði láglendi, hefir stórt tún, engi víðslægt en heimaland minna, útbeitarlítið á vetrum; jörðin á Eyjadal.“
Tvíbýli 1917: Tún alls 10,79 teigar, garðar 2000m2. Skv. túnakorti frá 1917 stóðu Eyjabæirnir tveir á svipuðum stað og íbúðarhúsin nú og ekki er annað vitað en það séu gömul bæjarstæði að öðru leyti en því að Eyjar I stóðu áður dálítið austar en nú er. Í þessari skráningu er lögð áhersla á Eyjar II sem eru austar á bæjarstæðinu. Bæirnir standa á náttúrulegum hæðarrana sem liggur frá austri til vesturs og eru Eyjar I á vesturenda hans. Hæð þessi sem og aðrar í kring urðu áður fyrr stundum umflotnar vatni í flóðum og skýrir það líkast til bæjarnafnið, þ.e. Eyjar. Nú er fjöldi húsa á bæjarstæðinu, bæði íbúðarhús og útihús.
Ekki er gott að staðhæfa að hve miklu leyti hóllinn undir húsunum er náttúrulegur og erfitt að meta stærð hans. Þó má ætla að hið eiginlega bæjarstæði sé um 100 x 50 m frá austri til vesturs. Það virðist votta fyrir upphleðslu vestan við íbúðarhúsið á Eyjum II en þar var kálgarður 1917 ef marka má túnakort. Hóllinn rís einmitt hæst á þessum stað, þar sem girðing liggur þvert yfir hann mitt á milli Eyja I og II. Ekki eru djúpir kjallarar undir íbúðarhúsunum og því ekki víst að mannvistarleifum hafi mikið verið raskað þegar þau voru byggð. Á heildina litið hefur þó mikið umrót verið á bæjarhólnum á 20. öld því þar er fjöldi útihúsa og skemma auk íbúðarhúsa.
Engin tóftamerki eða hleðslur sjást á yfirborði. Árið 2008 var eftirfarandi bætt við skráninguna um vesturhluta bæjarhóls: Gamli bærinn á Eyjum I stóð 30-40 m vestar, á sama hól. Hann var aflagður 1917, enda hafði steinhús verið reist framan við hann 1906. Rústin af gamla bænum mun þó hafa verið til nokkuð lengi eftir það en nú sjást engin ummerki um hann. Þó vottar fyrir hól í garðinum austan við núverandi íbúðarhús en hann er hluti af bæjarhól.

Heimildir eru um hálfkirkju
„EYJAR Í KJÓS (K) – Maríu (REYNIVALLAÞING) – HÁLFKIRKJA
[1180]: Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal. buning sinn allan i tiolldom oc alltara klæþom. krosom oc kloccom oc kertisticom. oc þat er at skylldo þarf til guþs þionostu at hafa. þa er messo scal syngia. fyrir þat vtan er prestr hefir meþ ser. þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom. scildr til paska dagr oc kyndil messa. kavpa hundraþe alna. Heima tivnd oc lysa of vetrinn of nætr þa er svngit er oc fyrir allar log hatiþer. [Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan. oc kaupa slico kaupe sem biskup vill*; Máld DI I 267 (frá [ yngri viðbót?).
[1367]: xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal. les Vilchinsbok; Hítardalsbók DI III 21°9 1397: a xc j landi oc skog j Svijnadal. Þar skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm.
paskadag oc kyndilmessv. Þar skal lvkast c presti. tekzt heimatiund lysa vmm vetrinn vmm nætur þa er sungid er oc firir allar hatijder; Máld DI IV 116.
{1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 63, 65} Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Hjer segja menn að til forna hafi hálfkirkja verið, en enginn minnist, að það hús hafi uppi verið nje tíðir fluttar og við öngvan þykjast menn talað hafa, sem það mundi.“ „Í fjallinu móti Fjárhúshólnum eru Votuhjallaklettar og Votahjalli þar uppi. Þar utar Kirkjuhjallagil og Kirkjuhjalli. Þar uppi er dálítið graslendi,“ segir í örnefnaskrá.
Ekki er vitað hvar kirkjan stóð en líklega hefur það verið, líkt og víðast hvar, á bæjarstæðinu. Ekki er vitað til að bein hafi komið upp þegar jarðrask hefur verið þar í kring. Eina örnefnið sem gæti verið vísbending um staðsetningu kirkjunnar er Kirkjuhalli ofarlega í Meðalfelli, norðaustan við bæjarstæðið. Giska má á að kirkjan hafi verið í stefnu beint suður af honum eða e.t.v. borið í hjallann frá bæ séð. Af því að dæma hefur hún staðið austan við Eyjar II en þar eru nú m.a. hænsnahús og skemma.

Getið er um sel við Selhóla.

Eyjar

Eyjasel – uppdráttur.

„1705 segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín: „Selstöðu á jörðin í heimalandi.“ „Svo er Seltindur framanvert við Hrútadal og Selmýrar þar fyrir neðan og Sel, við Hrútadalsá þar sem hún rennur í Sandsá,“ segir í örnefnaskrá. MG: „Sel hefur verið í miðjum dalnum vestanmegin árinnar, sem eptir honum rennur. Við selið gengur upp afdalur dálítill á snið suðvestur í vesturhlíð dalsins, og kalla menn dalkorn það Hrútadal, en Seltindur heitir milli dalanna.“ Þá er talað um Selhóla í örnefnaskrá: „Selhólar eru niður við ána heimanvert við Stóruskálarlæk.“ Selið frá Eyjum er innarlega í Eyjadal, en það er dalur sem gengur til suðurs inn í fjalllendið fyrir innan bæinn Sand, milli Möðruvallaháls að austan og Sandsfjalls að vestan. Selið er nánar tiltekið í vestnaverðum Eyjadal, austan við mynni Hrútadals, sem gengur vestan úr fjöllunum, og gegnt þeim stað þar sem Stóruskálarlækur rennur í Sandsá, en það er áin sem rennur eftir Eyjadal. Selið er 4,4 km suður frá Eyjabænum í beinni loftlínu. Þess ber að geta að Selhólar eru 300-400 m norðaustur af seltóftunum, austan við Sandsána, en bera þó nafn sitt áreiðanlega af þessu seli. Þó var skimað eftir rústum nær hólunum en fundust ekki. Rústirnar eru á grasgefinni tungu sem markast af Hrútadalsá að norðan en minni læk að sunnanverðu. Bæði áin og lækurinn
renna í Sandsá.
Seltóftirnar eru geysifallegar og tilkomumiklar, áreiðanlega misgamlar. Alls eru þær fimm talsins og ná yfir svæði sem er rúmlega 60 x 30 m stórt. Mest áberandi er rústahóll, svo stór að hann líkist helst bæjarhól.
Hann er syðst á svæðinu vestanverðu, alls um 20 x 10 m stór frá norðri til suðurs. Syðst í honum er tvískipt hólf með miklu grjóti í og gæti hafa verið byggt lengur á þeim hluta rústahólsins því að norðurhlutinn rís lægra og er ógreinilegri. Op er á suðurhlutanum austast að norðanverðu og liggja bæði hólfin í þessum hluta rústarinnar austur-vestur, eru um 5 x 2 m stór að innanmáli. Innangengt er á milli þeirra austast og er umtalsvert meira grjót í syðra hólfinu. Óljósari hluti rústahólsins er norðar og þar vottar óljóst fyrir þremur hólfum en þau gætu tilheyrt misgömlum byggingarstigum. Rústahóllinn er hæstur að norðanverðu, allt að 1,5 m, gróskumikill og algróinn.

Flekkudalur (enn neðri)

Flekkudalur

Til 1802 voru Flekkudalir taldir en jörð. Jörðin nefnd Flekkudalur neðri og Grjóteyri í heimildum en jörðin heitir nú Grjóteyri.
1705: „Hætt er fyrir skriðum og snjóflóðum bæði húsum og túni. Á brýtur engjar og tún og ber grjót yfir til stórmeina. Hætt er fyrir foruðum og dýjum.“ JÁM III, 403. 1840: „… ekki stór heyjajörð, lík hinni hvað landkosti snertir ..“ SSGK, 257. 1917: Tún 5,6 teigar garðar 580m2.
Jarðabók Johnsen 1847: Grjoteyri nefnd í sumum heimildum þá 15 hdr á meðan að Flekkudalur sé 25 hdr.
„Upptún þar sem bærinn stendur nú. Niðurtún þar sem bærinn stóð frá um 1840 til 1930, er undirritaður flutti hann upp að fjallinu,“ segir í örnefnaskrá. „Í Grjóteyrarlandi, vestan Flekkudalsár veit ég um þessi nöfn: Tutlutættur þar mun fyrsti Flekkudalsbærinn hafa verið byggður, og jarðirnar þá eitt býli, mun það nafn frá ofanverðri 19. öld, hét fyrr Neðri-Flekkudalur og Flekkudalur, Efri-Flekkudalur. Um 1840 var Neðri-Flekkudalur fluttur austur fyrir Flekkudalsá og fekk sá bær nafnið Grjóteyri, en kotbýli verið um skeið í Neðri-Flekkudal sem fékk þetta heiti. Þegar undirritaður fluttist að Grjóteyri 1905 gekk Grjóteyrartúnið vestan ár undir nafninu Tutlutún, móarnir neðan þess Flekkudalsmóar,“ segir í örnefnaskrá Grjóteyrar og Flekkudals. Samkvæmt túnakorti frá 1917 stóð bærinn þá neðan við veginn sem liggur nú að Grjóteyri, um 300 m norðan við íbúðarhús sem þar stendur nú. Þetta er austan við Flekkudalsá og og veg sem liggur niður að sumarbústöðum sem eru niður við Meðalfelsvatnið. Túnið er vel sléttað. Kristján Finnsson sléttaði úr því á sínum tíma en þó hafði verið sléttað úr því áður. Engar rústir sjást á staðnum en greina má leifar af óljósum bæjarhól. Kristján Finnsson telur að bærinn hafi staðið á þessum stað. Hann var notaður til 1924 er hann var fluttur upp að fjallinu vegna ágangs Flekkudalsár.

Sandur

Sandur

10 hdr 1705. 1687 er jörðin seld og er á 10 hdr. Jarðabréf, 20. Bærinn var færður fyrir 1705 vegna skriðu og vatnsfalla. Austurkot nefnt í örnefnaskrá.
1705: „Tún eru nær engin , því öll hin fornu eru eyðilögð af skriðum og vatni og varð fyrir þeim háska bærinn af honum fornu tóftum að færa. Landþröng er mikil. Á hin sama brýtur árlega og fordjarfar engið, túnið og það lítið, sem verið er að rækta. Ekki má óhætt kalla bænum þar sem nú er hann fyrir skriðum og snjóflóðum. Sandfjúk spillir túni og engjum.“ JÁM III, 404. 1840: „Túnið er ekki mikið, engi nokkurt, land til sumarbeitar nóg, en lítið um vetrartíma.“
Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Tún eru nær engin, því öll hin fornu eru eyðilögð af skriðum og vatni og varð fyrir þeim háska bærinn af honum fornu tóftum að færa. Landþröng er mikil. Á hin sama brýtur árlega og fordjarfar engið, túnið og það lítið, sem verið er að rækta. Ekki má óhætt kalla bænum þar sem nú er hann fyrir skriðum og snjóflóðum. Sandfjúk spillir túni og engjum.“ „Gamli bærinn var norður við á, en áin tók hann. Þá var hann fluttur heim á fjárhússtæði,“ segir í örnefnaskrá. Hér er skráð yngra bæjarstæði á Sandi en það eldra. Það er sýnt á túnakorti frá 1917.
Bærinn hefur staðið hér um bil á sama stað og núverandi íbúðarhús, nyrst í miðju túni. Húsið stendur fremst á brekkubrún.
Lækur rennur í smágili fast vestan við. Húsið, sem er reisulegt og steinsteypt, stendur í sléttri kvos framan í hól og má vera að það hafi verið grafið úr honum þegar það var reist. Engin hólmyndun er þó undir húsinu. Á hinn bóginn er grösug sóleyjabunga sunna eða aftan við húsið. Ekki er hægt að kalla hana áberandi hól en ræktin er mikil í smábungu sem er um 50 x 30 m stór frá norðri til suðurs. Ekki er lengur búskapur á Sandi en jörðin er í eigu fólks í Reykjavík.
Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Tún eru nær engin , því öll hin fornu eru eyðilögð af skriðum og vatni og varð fyrir þeim háska bærinn af honum fornu tóftum að færa. Landþröng er mikil. Á hin sama brýtur árlega og fordjarfar engið, túnið og það lítið, sem verið er að rækta. Ekki má óhætt kalla bænum þar sem nú er hann fyrir skriðum og snjóflóðum. Sandfjúk spillir túni og engjum.“ „Gamli bærinn var norður við á, en áin tók hann. Þá var hann fluttur heim á fjárhússtæði,“ segir í örnefnaskrá. Magnús Sæmundsson frá Eyjum hefur heyrt að bærinn hafi staðið á túni sem er norðan við Sandsá, um 360 m norðan við yngra bæjarstæði.
Sléttað tún sem virðist enn slegið. Engin ummerki sjást um bæjarhól eða rústir. Að sögn Magnúsar var Sandsáin mjög óstýrilát á árum áður og flæddi stjórnlaust yfir tún og engjar þegar mikið var í henni en nú hefur farvegurinn verið dýpkaður og lagaður til. Sennilega hefur eldri farvegur verið austar en nú er og þá austan við umrætt tún, enda myndi Sandsáin vera eðlilegustu landamerkin milli Sands og Eyja en þau liggja nú austan við hana. Þar eru leifar af gömlum farvegi sem menn reyndu einmitt að veita ánni í með stíflugerð á 19. öld.

Möðruvellir

Möðruvellir

40 hdr 1702, tveir bæir. 1198 jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 235 Jarðarinnar er einnig getið í Hauksbók og Þórðarbók Landnámu.
Tvö eyðibýli nefnd 1705, Svínadalskot byggð á selstöðu en komin í eyði og nýtt sem sel og Grámói sem fátt virðist vitað um. JÁM III, 415. Nefnd í örnefnaskrá Múlakot og nafnlausar rústir af býli, báðar tóftir virðast vera í Svínadal og gæti önnur því verið af Svínadalskoti. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: „Skriða spillir túninu merkilega … Engjar eru snögglendar mjög, og fordjarfast af skriðum árlega meir og meir og þurfa ábúendur engi annarstaðar til að fá. Vetrarríki er mikið. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði túni og húsum.“ JÁM III, 415. „Þar er land mikið á Svínadal og dalverpi Trönudals. En engi örðugt mjög, sem þó er undirlagt oft grasspjöllum af leita- og lestamönnum á sumrin.“

Möðruvellir

Möðruvellir.

1917: Tún 8,7 teigar á báðum býlum, garðar 2200m2 á báðum býlum. „Túnin sléttuð að mestu og nokkuð slétt af náttúru. Fjárbælið er nú um stund í órækt (ófjárhæft) og því ekki talið hér með túninu. En blettur hjá því, núplægður, í góðri rækt.“
Bærinn á Möðruvöllum stendur austan undir Möðruvallahálsi. Frá árinu 1914 hefur verið tvíbýli á jörðinni. Ekki er búið á Möðruvöllum II og búið er að byggja nýtt íbúðarhús á Möðruvöllum I nálægt vesturmörkum jarðarinnar. Nýbýlið Brekkukot var byggt fyrir fáum árum litlu norðaustan við gamla bæjarstæðið. Bæjarhóllinn er fast suðvestan við malarveginn sem liggur um sveitina. Sunnan og suðvestan við bæjarhólinn eru steinsteypt útihús. Neðan vegar til norðausturs, beint niður af bæjarhólnum er steypt íbúðarhús og áföst skemma sem tilheyrir Möðruvöllum II. Á túnakorti eru bæjarhúsin í röð frá norðvestri til suðausturs og kálgarðar eru umhverfis bæinn. Vestan við bæinn, áfast kálgarði, er lítið hús sem skráð er með bæjarhólnum, sem og lítið marghólfa mannvirki fáum metrum þar norðaustan við.
Bæjarhóllinn er í aflíðandi brekku niður að á. Hann er grasi gróinn og nokkuð er um illgresi ofarlega á honum, njóla, túnfífli og sóleyjum. Lækir renna úr fjallshlíðum með norðaustur- og suðvesturjöðrum gamla túnsins.
Hóllinn sem bærinn stóð á samkvæmt túnakorti frá 1917 er um 60 x 20 m stór og snýr SA-NV. Hann er ekki ýkja hár en hæstur er hann um 1,2 m til suðausturs, niður undan haughúsi fjóssins sem byggt hefur verið í jaðri hólsins og inn í hann að hluta. Vegaslóði er af malarvegi að steyptum útihúsum í norðurjaðri bæjarhólsins. Hlaða sem stendur aftan við þessi útihús og eru beint upp af bæjarhólnum er grafin niður og inn í brekkuna. Ekki eru merki um hús eða önnur mannvirki á sjálfum hólnum.

Getið er um sel í Svínadal.

Möðruvellir

Möðruvallasel í Svínadal.

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Selstöðu á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.“ Þar segir einnig: „Suinadals Kot, hjáleiga bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 árum. […] Eyðilagðist fyrir vetrarríki. Kann ei aftur að byggjast að bagalausu, síðan selstaðan á Trönudal er fordjörfuð […].“
Býli þetta er skráð sérstaklega þar sem ekki er víst að það hafi staðið á sama stað og selið. Seltóftir eru um 600 m suðvestur af seli í landi Írafells sem er hinum megin við Svínadalsá, og um 3,5 km suðaustan við bæ. Seltóftir eru í breiðum lækjarfarvegi, sem greinilega er löngu uppþornaður, milli fjalls og ár, undir norðanverðu holti, gróðurlausu. Umhverfis tóftir er grösugt og gróið og norðan við þær skiptast á sléttar flatir og smáþýfi.

Einnig er getið um sel í Trönudal

Möðruvellir

Möðruvallasel í Trönudal.

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Selstöðu á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góður og miklir.“ „Framan við Pokagil eru Rauðshjallar, og framan þeirra er nafnlaust gil. Hryggur þar innar heitir Dyngja. Í henni er gróður, en ekki sjást þar selrústir. Þar neðst við Dyngju við ána eru Selflatir, og handan þeirra austar eru Marteinsvellir. Framan við Dyngju er Trönudalsbotn,“ segir í örnefnaskrá. Selið er i nnarlega í Trönudal austanverðum. Það er um 2,9 km frá bæ 001. Sunnan og ofan við selið eru klettar sem úr fjarlægð minna á kýr eða kind með lömb á gangi. Selið er neðst í grösugri og brattri brekku nærri árgilinu sem er vestan við það.
Austan við selið er lækjardrag og rofabörð. Framan við selrústir til norðer uppspretta, lítill pollur og dýjamosi. Stærð rústasvæðis er um 25 x 25 m. Á rústasvæðinu eru alls 4 tóftir og garðlag eða veggjaleifar í norðvesturjaðri svæðisins.

Írafell

Írafell

20 hdr 1705, 1/2 konungseign. Bændaeign (áður konungseign). 20 hdr. 1847. Tvíbýli á jörðinni. Bænhús var á jörðunni. 1705 er nefnd eyðihjáleigan Fornaskjól. Ónafngreind eyðihjáleiga nefnd í örnefnaskrá. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: „Snjóflóð og skriður granda högum og engi, þó meir á kóngsins parti.“
„Heyskaparjörð allgóð og á mikið og gott land bæði til fjalls og láglendis um hæðir og mýrarsund …“
1917: Tún 5 teigar, garðar 1500m2. „Túnið mest alt sléttað á síðustu 20 árum, heldur sérvel.“
Gamli bærinn á Írafelli, sá sem merktur er in á túnakort frá 1917, var um 200 m suðaustan við steinsteypt íbúðarhús sem nú stendur en 130 m suðaustan við sumarbústað. Ekki er lengur föst búseta á jörðinni en síðustu ábúendur stunda þar frístundabúskap. Í brekku sem hallar til vesturs að læk. Bæjarstæðið, ásamt fjölda útihúsa, hafa verið í einfaldri röð á syllu í brekkunni. Ekki er bæjarhóll á þessum stað. Enn sjást leifar nokkurra gamalla en steinhlaðinna grunna. Einnig eru þúfnabelti (útflattar mannvistarleifar) á milli. Neðan við allar mannvistarleifarnar er vegslóði sem liggur, eins og leifarnar norður-suður. Neðan við sylluna tekur við fremur brött brekka en í henni eru kálgarðar. Ofan við eru sléttuð tún þar sem nokkrar hæðir eru og þar voru útihús samkvæmt túnakorti frá 1917. Ekki er óhugsandi að bærinn hafi áður verið í túninu en það er að sumu leyti vænlegri staðsetning fyrir bæ.

Heimildir eru um selstöðu.

Írafell

Írafellssel.

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi á Svínadal.“ „Í Svínadal eru þessi örnefni: Harðivöllur heimastur að Rauðhúfugili (djúpt jarðfallsgil). Þá Selflatir og Selgil. (Þar var haft í seli áður fyrr),“ segir í örnefnaskrá. Selið er um 1,9 km suðvestan við bæ 001 og um 600 m norðaustur af öðru seli í landi Möðruvalla, hinum megin árinnar. Selið er ofarlega á smáþýfðri, grösugri og mosavaxinni tungu milli tveggja gilja sem hallar mót vestri. Svínadalur er víður og mjög grasgefinn en gróðurlausir melar eru sumsstaðar við árbakkann og gróðurlítið er í skriðum úr sumum gljúfrum.
Þrjár tóftir eru í selinu á svæði sem er alls um 48 x 16 m stórt og snýr A-V. Neðst á svæðinu og vestast er grænn og grösugur, stórþýfður hóll, um 20 x 15 m að stærð og snýr norður-suður.

Írafellsmóri þjóðsaga draugur
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá Írafellsmóra, uppvakningi sem sendur var á hjónin Kort Þorvarðarson og Ingibjörgu (án föðurnafns) sem bjuggu á Möðruvöllum í Kjós og átti að fylgja þeim hjónum og niðjum þeirra í níunda lið og vinna þeim margt til meins. Magnús, sonur þeirra Korts og Ingibjargar, bjó á Írafelli og fylgdi mórinn honum þangað og dregur nafn sitt af þeim bæ.

Neðri-Háls

Neðir-Háls

Pr. lénsjörð. 30 hdr. 1847. 30 hdr. 1705, jörðin gefin presti sem þjónar Seltjarnarnesi. Bænhús er talið hafa verð á jörðinni. 1468: Jörðin er nefnd í vitnisburðarbréfi. DI V, 516.
1705 er Ullarhóll eyðihjáleiga og einnig er greint frá meintu býli sem nefnt er Arnakot en ekki þótti ljóst hvort þar var býli eða ekki.
1917: Tún 8 teigar, garðar 1450m2.
1840: „… jörðin hefir þó grasgefið tún, víðslægt engi og notagott beitiland vetur sem sumar.“

Neðri-Háls

Neðri-Háls.

Á Neðra-Hálsi standa nú þrjú íbúðarhús. Miðjuhúsið er elst, byggt skömmu eftir aldamótin 1900. Gamli bærinn var í námunda við þetta íbúðarhús. Gamli bærinn hefur e.t.v. staðið aðeins sunnar eða í suðurjaðri hússins. Vart er hægt að tala um eiginlegan bæjarhól, norður- og vesturbrúnir hólsins eru a.m.k. ekki greinilegar. Hins vegar má sjá móta fyrir suðurog austurbrún og af þeim má giska á að bæjarhóllinn nái yfir svæði sem er 40-50 X 30 m.
Við framkvæmdir í garði sunnan við hús og við viðbyggingu austan þess komu ábúendur niður á öskulög og steinhleðslur. Viðbót við skráningu 2007: Á staðnum sést vel kúptur hóll, um 50 x 30 m stór, einkum ef staðið er sunnan við húsið sem liggur frá austri til vesturs. Sunnan og austan við húsið er ræktarlegur garður með mikilli trjárækt, einnig er kartöflugarður skammt austan við húsið. Kristján Oddsson ítrekar að hann hafi komið niður á ösku við gróðursetningu í garðinum. Kjallari er undir íbúðarhúsinu, töluvert niðurgrafinn. Malarplan og vegur er beint ofan eða norðan við húsið.

Heimild er um bænhús
1705: „Sumir ætla og þykjast eyrt hafa, að hjer hafi til fonra bænhús verið. Eru þó ó óvissu hjer um.“ Ekkert er vitað um staðsetningu bænhúss á Neðra-Hálsi. Líklega hefur það þó verið í námunda við gamla bæinn.

Hvammur

Hvammur

Hvammur – túnakor 1917.

60 hdr. 1570, 1712. Bændaeign. „Hvamm-Þórir nam land á millum Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref inn gamla um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalur er við kenndr; sú kvíga hafði horfit Þóri fyrir longu, en sú kvíga fannsk í Brynjudal, þar er Refr átti land, ok fjórir tigir nauta með henni, þeirra er oll voru frá henni komin ok höfðu gengit sjálfala úti; því kenndi hvor tveggja sér nautin. En Þórir fell fyrir Ref með átta manna, þá er þeir borðusk hjá hólnum þeim, er síðan eru kallaðir Þórishólar.“ Landnámabók, ÍF I, 56-59.
Hvamms er einnig getið í Harðar sögu – ÍF XIII, 65, 86-70 og 79. Í Sturlungasögu er getið Jörundar hins mikla úr Hvammi en hann var með Þorleifi í Görðum í Bæjarbardaga 1237 og má ráða af samhengi að hann hafi verið fyrirliði manna úr Kjós og Hvalfirði. Eftir bardagann var rænt í Saurbæ og Hvammi og bendir það til að búið í Hvammi hafi þá verið með hinum stærri í héraðinu. – Sturlunga saga I, 405 og 407. Elsta heimild um kirkju í Hvammi er í Hítardalsbók frá 1367 – DI III, 21°8. 1397 átti kirkjan Hvammsey auk sex kúgilda – DI IV, 118 sbr. 1497 – DI VII, 375. Kirkjan var hinsvegar vígð 1502 og er vígslumáldagi hennar frá því ári varðveittur. Þar kemur fram að kirkjan hefur eignast skógartungu í Skorradal. Í tilefni af vígslunni var leyfi gefið til að vígja saman hjón, skíra börn og leiða konur í kirkju eftir barnsburð. Þá vígði Stefán biskup sérstaklega líkneski Lúkasar guðspjallamanns og verndardýrlings kirkjunnar og gaf hverjum þeim 40 daga aflát sem bæri líkneskið í skrúðgöngum, sem voru hluti af helgihaldi í kaþólskum sið, eða gerði kirkjunni nokkuð gagn – DI VII, 609-610.
Í máldaga frá 1570 er þess getið að jörðin var 60 hdr að dýrleika – DI XV, 632. Á seinni hluta 16. aldar bjó í Hvammi Hannes Ólafsson lögréttumaður (kemur við skjöl á árabilinu 1565-1590) og eftir hann sonur hans Jón, sem var líka lögréttumaður og hreppstjóri í Kjósarhreppi og stóð í margskyns málastappi á alþingi á árunum 1619-1662. Sonur Jóns hét Ólafur og mun hafa búið í Hvammi eftir föður sinn en um 1700 höfðu börn Ólafs erft hann og jörðina og voru þá 5 systkin eigendur að Hvammi, en Hvammsvík var orðin sérstök eign sem gengið hafði úr ættinni fyrir miðja öldina þegar Ólafur Hannesson, bróðir Jóns lögréttumanns, seldi 12 hundraða erfðahlut sinn Brynjólfi biskupi í Skálholti – JÁM III, 431, 433. JÁM XIII, 70-71, 74-76, 85. Eitt systkinanna, Eyjólfur Ólafsson, sem var húsmaður á Akranesi lýsti því með bréfi hinn 13. mars 1709 að hann ætti fimmtung í Hvammi sem væri alls 60 hundraða jörð. Eyjólfur segir að hann fái nú jarðarhluta sinn varla byggðan „nema til hýsingar fátækra sveitarómaga og tíundargjalds þeim, sem búa á hinum hluta jarðarinnar. Eyjólfur getur um hálfkirkjuna og segir að Hvammsey, sem liggi undir kirkjuna, hafði áður verið slægjuland en að nú spretti lítið gras á henni „eða nær að segja ekkert“. Hann getur þess einnig að skógarítakið, sem kirkjunni er eignað, sé í Skógartungu í Vatnshornskógi í Skorradal – JÁM XIII, 70-71. Í JÁM er dýrleiki allrar jarðarinnar sagður vera 60 hundruð, en af þeim er hjáleigan Hvammsvík metin á 12 hundruð. Þá var tvíbýli í Hvammi en bóndinn í Hvammsvík leigði auk þess 4 hundruð af Hvammi og hafði þannig alls 16 hundruð af jörðinni undir bú sitt. Þessi skipting milli jarðanna hélst óbreytt fram á 19. öld en í skýrslu sýslumanns frá 1840 er Hvammur þó aðeins talinn vera 40 hundruð og Hvammsvík þeim mun meira eða 20 hundruð – JJ, 101. 1705 eru nefndir Naglastaðir, sem þá voru tóftir langt innan landamerkja, og tómthúsið Ásmundarstaðir, sem hafði verið í eyði í meira en tuttugu ár. Ekkert er vitað um byggð á Naglastöðum og eru tóftir þeirra ekki þekktar en Ásmundarstaðir hafa verið innantúns og mögulega orðið til um svipað leyti og Hvammsvík. 1847 bjuggu þrír leiguliðar í Hvammi auk eins í Hvammsvík. Eftir 1780 átti Páll Jónsson, hospitalshaldari í Gufunesi með meiru, meirihluta jarðarinnar að því er virðist um alllangt skeið en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurntíma búið þar – Alþ. Í. XVI, 397, 399-400, 524, 530; XVII, 140. Kirkjan í Hvammi var tekin af með konungsbréfi 17. maí árið 1765 – Sveinn Nielsson: Prestatal og prófasta, 114. Skógurinn sem kirkjan átti í Skorradal mun þá hafa lagst undir jörðina en í jarðabók frá 1804 er getið um hann.
1840: „… þar er þýft og tyrjótt tún, arðlítið , mýrarengi víðslægt og landrými allgott og vetrarhagabeit.“
Bæjarhóllinn í Hvammi er sunnan undir Hvammshólum á tanga sem gengur út í Hvalfjörð. Íbúðarhús byggt 1932 stendur á bæjarhólnum og bygging þess hefur vafalaust raskað eldri byggingaleifum. Bæjarhólinn virðist þó óskemmdur á bak við húsið og til hliðar við það, en fyrir framan það hefur hann verið sléttaður undir bílastæði. Í norðvesturjaðri bæjarhólsins sjást merki rústa, sem gætu verið leifar Hvammskirkju. Annarra mannvirkjaleifa sér ekki stað á yfirborði. Lítið er vitað um gamla torfbæinn í Hvammi en sumarið 1909 tók Sigurgeir Þórðarson býlin Hvammsvík og austurbæinn í Hvammi á leigu. Hann reif þá austurbæinn en byggði upp í Hvammsvík. Í október1997 var grafið fyrir vatnslögn í bæjarhólinn. Við þær framkvæmdir komu í ljós mannvistarleifar allt frá landnámi. Í desember 2000 var grafið fyrir húsgrunni skammt frá bæjarhólnum og stóð Sólveig Heiðberg fornleifafræðingur yfir því verki en engar fornleifar komu í ljós.

Heimild er um útkirkju
Ekki er nákvæmlega vitað um staðsetningu Hvammskirkju, en staðkunnugir telja að hún hafi staðið skammt vestan við bæinn. 20-30 m norðvestan við þar sem steypt íbúðarhús stendur nú sést í mannvirkjaleifar. Þær eru fast ofan við vegarslóða sem liggur frá bæjarhlaðinu út að Mjóaósi. Þær eru undir karlateigi 1 á golfvellinum og gætu verið leifar kirkjunnar. Jarðefni í teiginn hefur verið bætt ofan á, en ekki hefur verið hróflað við rústinni.
Þar sem rústin er hallar landinu nokkuð. Á þessu svæði hafa verið þó nokkrar framkvæmdir á síðustu árum. Máldagar kirkjunnar eru þessir: [1367]: xlv. Lucaskirkia j Huamme j kios a huamsey og sex kugillde les Vilchinsbok þui þad er eins; Hítardalsbók DI III 21°9.
1397: CXXX. Hvammur. Lucaskirkia j Hvammi i Kios aa Hvamsey oc vj kugilldi. smelltan kross. Mariuskriptt forn. Lucasskriptt. paxspialld. alltarisklædi glitad oc forn dvkur einn. kluckur ij litlar hangandi. Jtem bialla kolflaus og a ij boror. Jtem onnur kolflaus minne. glodarkier. ein kiertistika med kopar. var alltarisklædid oc dvkurinn med metinn firir halfa mork þad sem adur er skrifad. Máld DI IV 118 1497: Anno domini M°. cd xcvij.
Kirkia hins heilaga luce ewangeliste j huammi I kios a huammsey. iij. kyr og iij. asaudar kugilldi og vc at auk I fridum peningum. DI VII, 375 1.9.1502: Mäldage Hvamskyrkiu i Kios.
Vær Stefan med gudz näd biskup i skalhollti giorum godum onnum kunnigt med þessu voru opnu brefi. at i heidur vid Gud fodr og son og helgananda. sanctum Dei genetricem Mariam og hin heilaga Lucam evangelistam hofum vier vigt kirkiuna i Hvamme i Kiös med þeim maldaga at hún ä vj kugilldi og Hvamsey med ollum gognum og giædum. þar med skogartungu i Skorradal er liggr næst Reynevalla skögi upp fra. so og hofum vier leifi til gefit at þar se saman vigd gion og born skird og konur i kirkiu leiddar þeirra manna sem þar eru heimilisfaster. þar skulu og takast heima tiunder og lysetollar bónda og husfreyju og allra þeirra manna sem þau hallda á sinn kost. þar skal syngia annan hvern sunnudag þa at prestar fiolgaz og mogulig kennimanna skipun verdur at forfallalavsu og giallda presti xij aura j kaupit. hofum vier skipat at kirkiudagurin þar skal vera halldinn uppa sancte Lucas dag en syngia af honum næsta daginn epter. hier med hofum vier vigt þar likneski sancte Luce evangeliste og gefum hverium xl daga aflät skriptborina synda þa er þat er borit i processionem. edur i gagndogum. og þeim goda hluti giora kirkiunne og i hvert sinn sem þeir fremia sina godgiorninga vid greinda kirkiu. Og til meiri sanninda hier um festum vier vort innsigli fyrir þetta bref er skrifat var a Reynevollum i Kios in festum sancte Eggidij abbatis anno domini M. v hundrud og ij är. Vmáld DI VII, 609-10 [Afskr í vísitatiubók Borgarfj. próf.dæmis 1705-30 eftir staðf. transscr. frá 31.3.1670 af gömlu pergamentsbréfi með hangandi innsiglum; Lbs 107 4to, 401-402].
1575: CLIV. Huammur. Hälffkirkian i Huamme i Kios. ä v kijr. og eitt äsaudar kugillde. Jtem i kirkiunne. eirn gamall alltarisbuningur. ij kluckur vænar… vatzklucku litla. glödarkier. ij bækur gamlar. Jtem eirn kaleik. gardurinn Lxc. Lausagötz xxxc. Máld DI XV 632.
1705: „Hjer er hálfkirkja og embættið framið, þá heimafólk er til sacramentis, þjónar sóknarpresturinn að Reynivöllum Sr. Torfi Halldórsson þessari kirkju.“ „Hólmi liggur fyrir landi, sem kirkjunni er eignaður, kallaður Hvammsey. Þar hefur til forna verið eggvarp gott af æðarfugli og öndum, en er nú eyðilagt af lunda.“ „Skógarítak eigna menn kirjunni í Skorradal í Vatnshornslandi millum Reynivallasógs og Háafellsskógs, en þetta ítak er ekki mótmælisslaust af Oddi Eiríkssyni að Fitjum í Skoradal og hefur lengi ekki brúkast.“
17.5.1765: Bænhús í Hvammi lagt niður; (PP, 114) [konungsbréf].

Naglastaðir – heimild um býli/sel.

Hvammsvík

Hvammur – Naglastaðir.

„Naglastader ætla sumir að hafi verið bygt ból í Hvammslandi, og hafa það til marks, að þar hafa fundist kol og eirbrot í jörðu, og líka sjást þar tóftarleifar. Ekki vita menn til þess annað. Tvö ár ein hefur þar selstaða verið brúkuð frá Hvammi, en átölulaust Hvamms eign er þetta land um aldur og æfi, og enn þá lángt þaðan til landamerkja mót öðrum jörðum. Örvænt er að hjer kunni bygð aftur að setjast án þess að jörðin sjálf, Hvammur, yrði þar með merkilega fordjörfuð. Þar með er túnstæðið mestan part í hrjósta og mosa komið“ segir í jarðabók Árna og Páls frá 1705. Ekki er vitað hvar Naglastaðir voru en af lýsingunni að dæma hafa þeir verið allfjarri bænum í Hvammi en þó ekki í jöðrum jarðarinnar. Af þekktum minjum koma helst til greina gerðið og Bessastekkur og verður seinni staðurinn að teljast sennilegri enda mun þar hafa verið sel.

Bessastekkur tóft stekkur/selþ

„Spóamýri er suðvestur af Óshólum, en Haugamýri er næst henni … Utar en Spóamýri er Bessastekkur” segir í örnefnalýsingu. Tóft Bessastekkjar er utar en Haugsmýri, um 500 norðan við þjóðveginn og um 80 austan við læk sem rennur um Háumýri og Selholt. Að norðan og vestan er Selveita, sem er stórþýfð mýri. Að norðaustan er klettaholt. Aðaltóftin er á litlum rústahól í brekku ofan við mýrina. Grjót hefur verið í veggjum stekkjarins sem hefur aðeins verið eitt hólf, 3,5×3,5 m að innanmáli. Sunnan við tóftina er greinilegur garður sem liggur frá austri til vesturs í sveig og má rekja hann töluvert áleiðis vesturfyrir tóftina. Í kring er stórþýfi og má óglöggt greina garðlag sem liggur beint niður brekkuna, vestan við tóftina. Þessar rústir eru meiri um sig en venjulegt er með stekki og verður að teljast sennilegt að undir stekkjartóftinni séu leifar sels þess sem Selveita er kennd við. Það gæti einnig verið sami staður og Naglastaðir sem voru fornt eyðibýli er jarðabók var gerð 1705.

Hvammsvík

Hvammsvík

Hvammsvík – örnefni.

Var hjáleiga frá Hvammi, sjálfstætt býli 1847.
Hjáleiga frá Hvammi. Talið er að Jón Marteinsson muni fyrstur hafa byggt í Hvammsvík, en hann eignaðist jörðina í makaskiptum við Brynjólf biskup fyrir Eystra-Miðfell á Hvalfjarðarströnd um 1660. Þessi jarðarhluti mun vera þannig til kominn að 12 hundruð úr Hvammi voru erfðahluti Ólafs Hannessonar, bróður Jóns lögréttumanns í Hvammi, sem hann fékk eftir föður sinn 1609. Ólafur seldi síðan Brynjólfi biskupi hlutann og það mun hafa verið þá eða í tíð Jóns Marteinssonar sem Hvammsvík varð að sérstöku býli. Í jarðabók Árna og Páls frá 1705 kemur fram að sr. Oddur Árnason á Kálfatjörn hafði átt jörðina til 1702 en þá hafði eignast hana Markús Brandsson á Vatnsleysu. Þáverandi ábúandi í Hvammsvík leigði einnig hluta af Hvammi og hefur Hvammsvík því ekki verið að neinu leyti minna bú en Hvammur þar sem var tvíbýli og jafnan síðan. 31.7.1749 selur Þórdís Halldórsdóttir Kort Jónssyni lögréttumanni Hvammsvík fyrir 12 hundruð með 2 ½ kúgildi – Alþ.Í. XIII, 472. Ári síðar eða 15.7.1750 er lýst fyrir hönd Herdísar Hallvarðsdóttur brigð í 12 hundrð í jörðinni Hvammi, kölluð Hvammsvík, og framboðnir peningar til innlausnar hennar – Alþ.Í. XIII, 475. 24.5.1792 gefur Solveig Kortsdóttir syni sínum sr. Oddi Þorvarðssyni hjáleigu í Hvammi í Kjós, Hvammsvík nefndri, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi, henni til uppiheldis fyrir lífstíð – Alþ.Í. XVI, 95. 3.1.1795 selur sr. Oddur Þorvarðsson Guðmundi Þórðarsyni jörðina Hvammsvík, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi – Alþ.Í. XVI, 235. Hvammsvík var jafnan talin 12 hundruð af dýrleika Hvamms, en 1840 telur sýslumaður hana 20 hundruð.

Hvammsvík

Hvammsvík.

Þó Hvammsvík væri aldrei svo vitað sé eign sömu aðila og áttu Hvamm eftir 1609 fyrr en á 20. öld þá voru formleg landaskipti aldrei gerð milli jarðanna og var beitilandi óskipt á milli þeirra. Ábúendur á jörðinni urðu að flytja af henni á árunum 1943-45 á meðan hersetulið var á staðnum.
1712: Yfir tún hjáleigunnar fauk skel og sjávarsandur og engi hennar þóttu nær eyðilögð af skriðum.
„Bærinn í Hvammsvík stendur nú á Gvendarhól neðst í túni” segir í örnefnalýsingu. Núverandi íbúðarhús stendur um 50 m austar en gamli bærinn var samkvæmt túnakorti frá 1917. Framkvæmdir hafa raskað bæjarhólnum og hefur hluta hans verið ýtt til. Langmest spjöll hafa verið gerð norðvestantil á hólnum. Hvergi sjást mannvistarleifar á yfirborði. Vestan og norðan við núverandi íbúðarhús er hlað en suðaustan er hinsvegar klettahóll, en þar fyrir sunnan eru slétt tún. Sumarið 1909 tók Sigurgeir Þórðarson býlin Hvammsvík og austurbæinn í Hvammi á leigu, reif báða bæina og byggði einn vandaðan bæ í Hvammsvík og hefur það verið síðasti torfbærinn þar.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Þorláksstaðir, Blönduholt, Þúfa, Þúfukot, Eyri, Eyrar-Uppkot, EyrarÚtkot, Útskálahamar, Kiðafell, Möðruvellir, Írafell, Bær, Meðalfell, Meðalfellskot, Eyjar, Eyjahóll, Flekkudalur neðri, Sandur, Neðri-Háls, Hvammur og Hvammsvík. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2008.

Hvammsvík

Hvammsvík – flugmynd.