Tag Archive for: Þrengsli

Þrengsli

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1974 má lesa eftirfarandi um Þrengsladrauginn undir fyrirsögninni „Aðsókn í Þrengslum„:
„Ég sá hann greinilega, en kann gufaði upp“.

Þrengsli

Í Þrengslum.

Rætt var við einn þeirra, sem hafa „séð“ í Þrengslunum:
„Ég sá hann greinilega, svo greinilega að ég myndi þekkja hann aftur á ljósmynd, en hann bara gufaði upp,“ sagði Jón Karlsson bifreiðarstjóri, þegar ég spurði hann um Þrengsladrauginn sem margir hafa séð veifa við veginn, en hefur svo horfið, sporlaust að sjálfsögðu, þegar þeir hafa stöðvað bíla sína.
Jón rifjaði upp fyrir mig atburð, sem henti rétt fyrir jól í fyrravetur. Þá var hann að fara austur í Þorlákshöfn síðdegis í ljósaskiptunum á vörubíl þeim, sem hann ekur þarna oft. „Þegar ég gerði mér grein fyrir, að þessi sýn var ekki af þessum heimi, þá varð ég feikilega hræddur, ég er nú ekki meiri kall en það.“
„Þetta gerðist þannig,“ sagði Jón, „að þegar ég var að aka veginn rétt hjá Raufarhólshelli við svokallaðar Draugahlíðar, sá ég allt í einu mann hægra mégin við veginn. Hann veifaði og ég stöðvaði bílinn, en horfði alltaf á hann. Þegar ég drap á bílvélinni þurfti ég að beygja mig vinstra megin við stýrið og leit því af manninum, en þegar ég leit upp aftur var hann horfinn. Ég fór þá út úr bílnum vegna þess að ég hélt, að hann hefði farið aftur fyrir hann. Þar var þá ekki sálu að sjá og svo vítt sást allt um kring, að vonlaust var, að nokkur meður hefði komizt í hvarf frá bílnum á þessum stutta tíma. Þegar ég áttaði mig á þessu greip mig mikil hræðsla og ég ók eins og druslan komst til Þorlákshafnar. Ég sá þennan mann mjög greinilega. Hann var með gráleita enska húfu og í viktoriupeysu, brúnum buxum og stígvélum, en hvítir sokkar vour brettir niður á stígvélin. Maðurinn var með pokaskjatta og líklega hefur hann verið 40—50 ára. Ekki þorði ég aftur þessa leið til Reykjavíkur um kvöldið heldur ók til Hveragerðis frá Þorlákshöfn og síðan Hellisheiðina til Reykjavíkur. Ég héf aldrei orðið var við neitt nema þetta og ekkert var ég að hugsa um slík mál þarna á Þrengslaveginum. Ég var einmitt að raula lagið um Gölla Valdason. Síðan hef ég farið þarna margar ferðir og aldrei orðið var við neitt, en þessa sýn man ég vel, hann stóð þarna fremur beinn, karlmannlegur og með veðurbarið andlit. Ég hef aldrei haft beyg af draugum, en svo hefur maður „séð“ með eigin augum og hvað getur maður þá sagt.“

threngslin-223Í sama blaði var rætt við Bergþóru Árnadóttur frá Þorlákshöfn um sama efni undir fyrirsögninni „Getur ekki ekið Þrengslin vegna aðsóknar“:
„Þetta byrjaði í haust, þegar ég fór að aka á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur að næturlagi, en þá fór ég að sjálfsögðu um Þrengslin. Nú fer ég ekki Þrengslin lengur heldur Hellisheiðina og frá Hveragerði til Þorlákshafnar þótt sú leið sé miklu lengri. Ég get ekki farið um Þrengslin ein að næturlagi vegna þessarar ásóknar.“
Sú, sem þetta mælir, heitir Bergþóra Árnadóttir, ung kona frá Þorlákshöfn; hún á við haustið 1973. Hún þarf oft að aka þessa leið að næturlagi vegna þess að hún er í Kórskólanum.
„Þetta lýsir sér þannig, að á ákveðnum stað i Þrengslunum, í lægðinni skammt fyrir ofan Raufarhólshelli, syfjar mig alveg óheyrilega. Ég fór þarna í nokkur skipti og það var alveg sama, þótt ég væri alls ekkert þreytt eða syfjuð, þegar ég kom þarna í Þrengslin varð ég hreinlega máttlaus af syfju og oft lá við, að ég æki út af, þótt ég færi mjög hægt.
Eina stjörnubjarta nótt í fallegu veðri nú i vetur varð ég að stöðva bílinn vegna þess, hve mig syfjaði og ákvað því að leggja mig stundarkorn og vita hvort ég yrði ekki hressari. Eftir nokkra stund vakna ég við það, að barið er nokkrum sinnum i bílinn hjá mér. Ég rís upp og gái út hélt að kind væri ef til vill af rjála við bílinn, en það sást ekkert kvikt, hvorki við bílinn né í grenndinni. Ég vildi þá helzt trúa því, að mig hefði verið að dreyma og þar sem syfjan var jafn áleitin, ákvað ég að leggja mig aftur og hreiðraði því um mig í sætinu eftir að hafa lokað bílglugganum. Þegar ég var búin að koma mér fyrir þarna í sætinu heyrði ég, að barin voru bylmingshögg í bílinn, miklu fastar en fyrr, og þá var ég ekki í neinum vafa lengur. Engin sála var við bílinn, ég ræsti vélina í skyndi og ók eins og bíllinn dró, alveg heim til Þorlákshafnar. Ég var mjög hrædd. Eftir þetta fór ég alltaf Hellisheiðina og svo frá Hveragerði til Þorlákshafnar, þar til fyrir stuttu að ég reyndi aftur að fara um Þrengslin. En það var sama sagan, ég varð svo syfjuð, að ég rétt komst heim, en drauginn hef ég aldrei séð. Þegar ég hef stigið út úr bílnum í Þorlákshöf, hefur öll syfja jafnan verið úr mér. Ég hef lfka reynt að aka í samfloti með öðrum bílum um Þrengslin og þá hefur allt verið í lagi, ef ég gæti þess að vera alltaf rétt á undan þeim. Oftast fer ég þó Heilisheiðina, þegar ég þarf að fara þarna um að næturlagi.
Fólk í Þorlákshöfn hefur oft séð mann við veginn á þessum stað, sem veifar til bíla, en þegar þeir stöva er enginn sjáanlegur. Ég held ekki, að þarna sé neitt illt á ferðinni en það er eitthvað.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 30. júní 1974, bls. 10.