Færslur

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu og dregur fossinn nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans og framleiddi stöðin rafmagn fyrir bæinn fram til ársins 1958. Tveir fallegir hylir eru neðan við Tungufoss: Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar. Nærsvæði fossins er vinsælt til útivistar en hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð.

Tungufoss

Upplýsingaskilti við Tungufoss.

Tungufoss og nágrenni voru friðlýst sem náttúrvætti þann 25. apríl 2013. Friðlýsta svæðið er 1. 4 hektarar að stærð og nær yfir fossinn og töluvert svæði ofan og neðan hans.

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ á móts við Leirvogstungu og dregur fossin nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð, sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans. Stöðin var nýtt til rafmagnsframleiðslu fram til ársins 1958. Tveir fallegir hyljir eru neðan við Tungufoss; Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar.

Markmiðið með friðlýsingu Tungufoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan sem og menningarminjar innan þess. Svæðið hefur mikið útivistargildi enda fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Almenningi er heimil för um náttúrvættið en skylt að ganga vel og snyrtilega um svæðið.

Tungufoss

Tungufoss.