Tag Archive for: vatnsból

Merkinesbrunnur

„Regnvatn er mér vitanlega ekki haft til matar eða drykkjar hér á landi, annarstaðar en í Vestmannaeyjum. Vatnið er látið renna af husþökunum (járnþökum) niður í vatnsheldar
steinhlaðnar graflr. Þetta er talið neyðarúrræði, því að hreint vatn kemur ekki af þakinu fyrr on rignt hefir góða stund, og hætt við að vatnið volgni og skemmist, ef það geymist lengi í hita. Ef vatnssía er höfð millum þakrennunnar og grafarinnar, verður vatnið auðvitað hreinna og betra.
Brunnur-4Ár og vötn eru ekki hentug vatnshól. Vatnið verður oft of volgt á sumrum, og ofkalt á vetrum. Í leysingum og úrkomutíð verður það óhreint (gruggugt, skolótt); loks er hætt við, að saurindi komist í það, ef mikil bygð er nærri. Skal jafnan gæta þess, að hafa ekki peningshús, hauga eða forir nærri bæjarlæknum, fyrir ofan þann stað, þar sem vatn er sótt í hann.
Jarðvatn er bezta neyzluvatnið; það er hreinast og jafnkaldast. Víða kemur það sjálfkrafa upp úr eða út úr jörðinni; það köllum vér uppsprettur eða lindir. Vatnið í þeim er álíka
kalt sumar og vetur, aldrei volgt á sumrum, aldrei ískalt á vetrum. Er hitinn í þessu vatni mjög líkur meðalárs-hitanum í héraðinu kring um uppsprettuna. Lindirnar frjósa þess vegna ekki á veturna og eru því oft kallaðar kaldavermsli. Lindirnar gruggast ekki í leysingum á vorin; þær eru jafn-hreinar allan ársins tíma. Lindir eru því miklu betri vatnsból en ár og lækir, og lindarvatn er bezta, hreinasta og ljúffengasta vatnið, sem hægt er að fá.
Brunnur-3Þar sem engar lindir eru, má engu að síður víðast hvar ná í jarðvatnið, ef jarðvegurinn er þannig gerður, að hægt er að vinna hann og vatnið ekki afar-djúpt í jörðunni; ekki þarf annað en gera gang beint niður í jarðveginn, þar til er kemur niður í jarðvatnið. Jarðvatnið safnast þá á gangbotninn. Slíka ganga köllum vér brunna. Þeir eru tvenns konar, leggbrunnar og strokkbrunnar. Það er strokkbrunnur, ef gangur er grafinn niður í jarðveginn, en leggbrunnur ef járnpípa er rekin niður í jörðina. Allir brunnar hér á landi eru strokkbrunnar, enginn leggbrunnur til, mér vitanlega. Strokkbrunnar eiga að vora hlaðnir innan úr grjóti, og er mjög aríðandi, að hleðslan sé vatnsheld, til þess að óhreina vatnið í efstu jarðlögunum (leysingarvatn, regnvatn) komist ekki inn í gegn um hleðsluna og niður í brunninn. Ef brunnurinn er mjög grunnur, 4 – 8 fet, og bygt ból í kring, þá er ávalt hætt við, að óhreinindi geti komist niður í jarðvegsvatnið kring um brunninn og runnið inn í hann undir hleðsluna. Ef kostur er á vatni djúpt í jörðu, 20—40 fet eða meira, og brunnurinn gerður svo djúpur, þá má treysta því, að vatnið sé hreint. Í hleðsluna er ýmist hafður grásteinn eða múrsteinn og bor jafnan að líma stein við stein með steinlími (cementi).
Hér í Reykjavik eru brunnarnir hlaðnir úr höggnum grásteini og steinarnir vel límdir saman. Gallinn er sá, að grásteinninn er ávalt gljúpur (holóttur) og þar að auk dýr, ef hann er vel höggvinn. Almennur múrsteinn er líka of holóttur, en þóttur (klinkbrændt) múrsteinn ágætur, og þó hingað fluttur vafalaust talsvert ódýrari en höggvinn grásteinn. Ef beðið er um þess konar múrsteina utanlands frá, þá skal taka fram að þeir eigi að vera í brunna, því að þá verða sendir steinar með sérstöku lagi, sem bezt á við hringhleðslu.
Brunnur-2Í kringum steinstrokkinn skal setja hátt og lágt góðan deigulmó eða annan seigan jarðleir og hafa leirlagið hálfa alin á þykt eða meir. Ef brunnurinn er grafinn í gegn um leirlag eða móhellulag í jarðveginum, þá skal vandlega fylla opið gegn um þetta lag utanvert við brunnhleðsluna með samskonar leir. Leirinn ver óhreinu vatni aðgang að brunnstrokknum að utan. Steinstrokkurinn á að ná 1/2-l fet upp yfir yfirborð jarðvegsins og svo um búið, að halli sé frá brunninum á allar hliðar, til þess að leysingavatn og regnvatn geti ekki runnið ofan í brunninn. Utan um barmana á steinstrokknum skal vera 4 feta breiður vatnsheldur kragi úr steinsteypu eða steinum límdura saman, fleginn niður á við og út á við. Þessi kragi ver því, að saurugt vatn (af fótum manna o.s.frv.) geti sigið beina leið niður með hleðslunni. Hér á landi er víðast siður að sækja vatn í brunna á þann hátt að sökkva fötu niður í brunninn og vega hana upp á handafli eða með vindu. Brunnurinn er þá opinn og engin trygging fyrir því, að óhreinindi geti ekki komist niður í hann. Brunnar eiga jafnan að vera lokaðir; skal hafa vatnsheldan hlemm yfir brunnopinu og vatnsdælu gegn um hann miðjan til þess að ná upp vatninu. Ef hlemmurinn fellur alveg loftþétt að brunnopinu (í frostum á veturna) og dælað er úr brunninum nokkuð að mun, þá hættir vatn að koma úr dælunni innan skamms af því að ekki kemst loft niður í hrunninn í stað vatnsins, sem tekið er. Þess vegna á að vera strompur gegnum hlemminn við hliðina á dælunni og burst yfir strompinum; þessi strompur er líka nauðsynlegur til þess að óhreint loft safnist ekki í brunninn.
Brunnur-1Leggbrunnar eru þannig gerðir, að járnleggir eru settir niður í jörðina, hver á fætur öðrum og vandlega skeyttir saman, nýjum bætt við, þá er sá næsti á undan er að mestu kominn í kaf. Neðsti liðurinn á þessum langa, samskeytta járnlegg á að hafa odd á endanum, ná niður í jarðvatnið og vera alsettur smágötum á hliðunum, til þess að vatnið komist inn í hann. Ef leggendinn stendur í vatnsæð eða vel votri jorð, sem er millum tveggja vatnsbotna, þannig að vatnshelt lag er í jörðunni bæði undir og ofan á, og sé vatnið komið úr halla ofan úr brekkum og runnið á ská niður inn á milli vatnsbotnanna, þá verður þrýstingin á því svo mikil, að það spýtist upp í gegn um legginn. Það er gosbrunnur (artesiskur brunnur), eins konar lind, gerð af manna höndum. Oft er þó þrýstingin svo lítil, að vatnið kemst ekki upp alla leið og verður þá að sjúga það úr leggnum með dælu. Þessir leggbrunnar bera langt af strokkbrunnum: 1. Engin hætta er á því, að óhreinindi komist inn í þá eða niður í þá. 2. Járnleggi má setja mörg hundruð fet í jörð niður, en stokkbrunna er naumast unt að gera 100 feta djúpa, því síður dýpri; þess vegna er víða hægt að ná í vatn með járnleggjum, þar sem ekki er gerlegt að komast að því með nokkra öðru móti. 3. Leggbrunnar eru miklu ódýrari en strokkbrunnar úr steini. Í góðum strokkbrunnum kostar hvert dýptar-fet 20 -30 kr., en í leggbrunni ekki nema 8—15 kr. Tvent er þó enn að athuga; leggbrunnarnir hafa þann eina ókost, að vatn getur ekki safnast í þá að neinum mun milli þess að í þá er sótt; og þess vegna koma þeir ekki að liði þar sem jarðvatnið er mjög dræmt. Þó er það sjaldnast að leggbrunsgorð strandi á vatnsskorti. Hitt er verra, að það getur verið ógerningur að koma leggjunum niður, ef jarðvegurinn er grýttur. Þó má telja víst, að víða hér á landi megi gera leggbrunna, ef réttir staðir eru valdir.“

Heimild:

-Eir, 1. árg. 1899, 9. tbl. bls. 133-137.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur í Hraunum.

Tag Archive for: vatnsból