ÚRDRÁTTUR:
„Sá sem les sögu Íslands með athygli kemst varla hjá að sjá samhengið milli loftslags og lífskjara.“
Veðurfar á Íslandi – Páll Bergþórsson
1. Frá sjónarmiði landbúnaðar er sannmæli, sem oft hefur verið haldið fram, að Ísland sé á mörkum hins byggilega heims. Það er aðallega kuldinn sem veldur. Þess vegna hafa bæði skammvinn og langvinn verðabrigði haft mikil áhrif á kjör þjóðarinnar og mótað hugsunarhátt hennar og menningu að mörgu leiti.
2. Hafísinn móta loftslag og loftlagsbreytingar meira á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Það stafar af sérstökum aðstæðum hafstrauma.
3. Veðurlagið á hverjum tíma mótast talsvert af hálendinu og fjallgörðunum sem skipta veðrum.
4. Margir telja að allt að helmingur landsins hafi verið gróinn á landnámsöld, en helmingur þess gróðurlendis hafi blásið upp. Þó er erfitt að segja að hvað miklu leyti sá uppblástur hefur stafað af loftlagsbreytingum eða ágangi manna og búfjár.
5. Síðustu áramilljónir hafa skipts á hlýskeið og ísaldir og þeirra síðustu mun hafa lokið fyrir um 10.000 árum.
6. Aldirnar frá landnámi og fram undir 1200 ættu að hafa verið mildar, með litlum undantekningum, og líkar því hlýindaskeiði 20. aldar sem nútímamenn þekkja. Undir 1200 fer að kólna og svipað loftslag helst allt fram undir 1400. Um fimmtándu öldina eru svo litlar heimildir að þar er eyða. Sextánda öldin er álíka köld og sú 13. og 14. Um 1600 kólnar nokkuð og þótt sú breyting sýnist ekki mikil sýnir reynsla síðari tíma að jafnvel svo lítil loftslagsbreyting getur orðið örlagarík. Eftir það eru mikil harðindi öðru hvoru fram undir 1920.
7. Það er eftirtektarvert að þrátt fyrir allar frásagnir af landnámsöld, einkum í Landnámu, eru varla meinar sagnir af því að hafís hafi orðið til trafala svo líflegar sem siglingar voru þá.
8. Í landnámu er frásögn sem má kalla samantekt á veðurfari tveggja fyrstu aldanna í sögu landsins. Þar segir frá hallæri á tíundu öld, svonefndri óöld í heiðni, og að 80 árum síðar hafi komið annað hallæri. Þetta bendir til þess að loftslag hafi yfirleitt ekki verið kaldara en menn þekkja frá miðri þessari öld.
9. Örnefni, sagnir og fornleifar eru til vitnis um kornrækt á fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
10. Beinfundir sýna að meðalhæð íslenskra karla var um 172 sc á miðöldum, en var orðin 169 cm á 18. öld. Þetta er í samræmi við vaxandi fjölda hungurfelliára á þessu tímabili.
11. Sá sem les sögu Íslands með athygli kemst varla hjá að sjá samhengið milli loftslags og lífskjara.
12. Til forna var talið að eitt kúgildi, eina kú eða sex ær loðnar og lembdar þyrfti til að framfleyta hverjum heimilsmanni ef bóndi átti að teljast þingfarakaupsskyldur.
13. Beint samhengi ætti að vera á milli lofthita og fjölda búpenings í landinu.
14. Þetta vekur þá spurningu hvaða áhrif fækkun búpenings hafi haft á fólksfjölda í landinu.
Íslensk þjóðmenning I – uppruni og umhverfi – 1987 Frosti F. Jóhannsson (bls. 195-366).