Tag Archive for: Vinalundur

Vigdís og Elisabet

Vinaskógur er skógarlundur í landi Kárastaða í Þingvallasveit, skammt frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Vinaskógur

Vinaskógur – upplýsingar.

Til Vinaskógar var stofnað í kjölfar átaks í landgræðslu árið 1989. Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti Íslands var verndari átaksins og átti jafnframt hugmyndina að Vinaskógi. Að ósk Vigdísar var skóginum fundinn staður þar sem erlendir þjóðhöfðingjar sem heimsækja Ísland gætu komið og gróðursett tré í nafni vináttu og friðar og var staðsetning Vinaskógar valin með tillitil til þess að hinir erlendu gestir gætu komið þar við á leið sinni til Þingvalla en heimsókn þangað er fastur liður í opinberum heimsóknum erlendra þjóðhöfðingja til Íslands.

Fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem gróðursetti í Vinaskógi var Elísabet II Bretadrottning, þann 26. júlí 1990. Í kjölfarið hefur fjöldi erlendra þjóðhöfðingja gróðursett í Vinaskógi, t.d. allir þjóðhöfðingjar Norðurlanda á Lýðveldishátíðinni árið 1994. Einnig hafa ýmsir aðrir þekktir einstaklingar gróðursett í Vinaskógi og má þar nefna Yoko Ono árið 1991.

Vinaskógur

Vinaskógur – upplýsingar.

Ilmbirki og reyniviður eru einu trjátegundirnar sem gróðursettar hafa verið í Vinaskógi en aðrar tegundir hafa breiðst þar út af sjálfsdáðum.

Fyrstur erlendra þjóðhöfðingja sem heimsótti Vinaskóg og gróðursetti þar tré var, sem fyrr sagði, Elísabet önnur Englandsdrottning, þann 26. júní 1990. Síðan hafa margir þjóðhöfðingjar, sem og aðrar samkomur, gróðursett þar tré með eða án forseta Íslands en á þann hátt hefur Vinaskógur öðlast mikla sérstöðu.

Vinaskógur er á vesturmörkum jarðarinnar Kárastaða í Þingvallasveit, ekki lang frá hinum helga stað Þingvöllum sem tekin var á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2004.

​Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með gróðursetningu og umhirðu skógarins.

Vinaskógur

Vinaskógur – merki á stöpli.

​Vinaskógur er í raun smár, ungur skógarlundur og um hann liggur greiðfær stígur. Áhugavert er að skoða hvaða þjóðahöfðingjar og aðrar samkomur hafa heimsótt skóginn, en listi yfir þá er að finna á bautasteinum á staðnum.

​Einvörðu hefur verið gróðursett ilmbirki og reyniviður á svæðinu. Gulvíðir og loðvíðir hafa svo breiðst út af sjálfsdáðum.

Til Vinaskógur var stofnað í tilefni Landgræðsluskógaátaksins en þáverandi forseti frú Vigdís Finnbogadóttir var verndari þess. Að hennar ósk var fundinn staður þar sem forsetinn gæti komið með erlenda þjóðhöfðingja og gróðursett tré í nafni vináttu og friðar.
Síðan hefur Forseti Íslands verið verndari Vinaskógar.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson var hvatamaður að því að aðkoma og aðstaða í Vinaskógi var endurbætt á árunum 2002-2004.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Vinask%C3%B3gur
-https://www.skogargatt.is/vinaskogur

Vinaskógur

Vinaskógur – stöplar með skiltum þeirra sporgöngumanna (-kvenna) Elísabetar árið 1990.