Tag Archive for: vörðubendill

Hvalsnesleið

Frumvarp Alþings til vegaumbóta 1857: Samþykkt sem tilskipun af konungi 1861; 12. gr.-  vörðubendill:

Arnastigur-501Þegar horft er til varða á þétthlöðnum hesta- og vagnvegum Reykjanesskagans, s.s. Skipsstíg, Árnastíg og Prestastíg (Skógfellavegur og Sandakravegur urðu aldrei ruddir sem að vagnvegir) má jafnan sjá stein (vörðustein) standa út úr heillegustu vörðunum. Þetta vekur jafnan athygli „vegfarenda“, en fáir hafa velt fyrir sér tilgangnum, sem hlýtur að hafa verið einhver? Þetta eru vörður sem hlaðnar eru eftir 1861 skv. þágildandi skipan konungs (frá 15. mars 1861) sbr.  áður nefnd tillögudrög Alþingis að vegaumbótarlaga frumvarpi frá 1857: „12. gr.: „Á öllum þeim fjallvegum, sem ferðamenn eru vanir að fara á vetrardag, skal hlaða vörður, og skal einnig gjöra sæluhús, þar sem yfirvaldi þykir þörf á. Eiga vörðurnar að vera, þegar því verður við komið, svo nálægt hver annari, að tvær að minnsta kosti sjáist í einu, þegar þoka er yfir; skal þar að auki á hverri vörðu vera gjörður stallur, eður annað merki, á þeirri hlið, sem snýr til norðurs, ferðamönnum til leiðbeiningar“.

Þingvallavegur

Varða við gamla Þingvallaveginn.