Þjóðlíf og þjóðhættir – Guðmundur frá Egilsá

Almenningsvegur

Þjóðlíf og þjóðhættir – Guðmundur frá Egilsá.

ÚRDRÁTTUR:

I. Undir hausthimni:
Göngur og réttir.
1. Göngur og réttir hafa löngum skipað hátíðlegan sess í hugum sveitafólks með eftirvæntingu og spennu. Í bændasamfélagi fortíðar voru drengir farnir að hlakka til gangnanna upp úr höfuðdegi, þegar tók að hilla undir heyskapalok með aðfarandi hausti, svo vatn var farið að koma í munninn, er hugsað var til nýrrar og ilmandi kjötsúpu og digurra sláturkeppa, sem röðuðu sér á búrborðið eins og sauðir á garða.
2. Matföng voru oft einhæf, varð jafnvel að skera við nögl hjá fátækara fólki, einkum er leið á sumar, þegar ekki fannst lengur kjötbiti á borni saltkjötstunnunnar.
3. Tár gleymast og þorna yfir feitum bita eða mörvuðum sláturpekk, því feitin var höfuðeinkenni alls góðmetis þess tíma.
4. Göngur og hlaup við haustsprækar kindur innan um fjalldrapa og lyng, sem orðið var rautt eins og jólakerti var betri en vöruferðin með magamiklum kaupmanni, sem lifði á rúsinum og döðlum og bruddi kandís með kaffinu. Ekkert var betra en reksturinn þegar maður fékk að fara langan veg ríðandi, vaka heila nótt og sjá sólina rísa með nýgreitt hár upp úr ókunnu dalverpi.
5. Loks var runninn upp sunnudagurinn í tuttugustu og annarri viku sumars – gangnasunnudagur – mikill dagur og búið að sjóða í gagnanesti og baka brauð, ásamt öðrum undirbúningi.
6. Þegar menn höfðu hresst upp á líkamshróið í réttunum, var gengið til réttar og ævinlega byrjað á því að draga ókunnuga féð út.
7. Þegar drætti var lokið, þurfti að smala úrtíningnum, því ekki var girðingarhólf.
8. Silfrastaðarétt var gengin á tveimur dögum. Hún var aðalréttin, svokölluð skilarétt.
9. Réttin var eitt fjölmennasta mannamót í sveitinni.
10. Skylda landeigenda var að smala heimalönd.

Sláturtíð.
1. Eftir fyrstu göngur tóku haustannir við, og voru sláturstörfin þar gildur þáttur. Strax og bændur höfðu náð saman mestum hluta fjár var tekið frá, það sem fara átti í kaupstað til slátrunar, og rekið eins fljótt og auðið var.
2. Hausar, fætur, mör og rislar voru bundnir í klyfjar, kannski vambir og viðkvæmur innmatur frekað silað upp, lifrar og hjörtu fluttar í trékössum. Erfiðleikar voru oft með ílát undir blóð.
3. Strax og heim var komið með slátrin, var hafist handa að taka allt upp og breiða. Salt var stráð í strjúpa sviðahausa.
4. Mikil vinna var að kalóna vambir.
5. Talsvert verk var að bryja mörinn.
6. Slátur var soðið í þrjá tíma og ævinlega í stærsta potti heimilisins.
7. Sviðaflot var talið ganga næst smjöri.
8. Adrei var farið í heimaslátrun fyrr en upp úr þriðju göngum eða eftirleit. Jafnan var nokkrum sauðum slátrað heima.
9. Sláturféð var rekið í hús og síðan ein og ein kind tekin og leidd inn á blóðvöll.
10. Kjötið var látið hanga áður en það var reykt.
11. Magálar voru eftirlætismatur.
12. Stundum morknaði hangikjöt og þótti sumum það ekki verra.
13. Gærur voru rakaðar með heimasmíðuðum gæruhníf, oftast úr ljáblaði.
14. Sauðskinn voru blásteinslituð, lögð í blásteinsvatn nýrökuð.
15. Stórgripahúðir voru rakaðar og yfirliett spýttar á vegg eða þilstaf. Úr þeim voru leðurskórnir gerðir.
16. Allt var hirt, sem mögulegt var, og nýtt til matar eða annarra þarfa búsins.
17. Súrmatur allur var geymdur í köggum og olíufötum og mestan part í mysu, þó var stundum drýgt með vatni og sakaði ekki á slátur.
18. Kaggar voru íslensk smíði, jafnvíðir og á hæð við síldartunnu.
19. Kæfa var ævinlega gerð á haustin. Í hana var helst nota ærkjöt.
20. Allt flot var nýtt. Kjötflot þótti gott með brauði, ef lítið var um smjör, einnig með harðfiski.
21. Bræðingur var oft gerður og notaður til viðbits.
22. Mör var aldrei bræddur fyrr en lokið var öðrum sláturstörfum.

Matur og matseld.
1. Matseld var eitt þeirra starfa, sem átti sér engan endi fremur en eilífðin og var í umsjá og verkahring kvenna.
2. Það var mikið verk að “koma mjólkinni í mat” og hirða mjólkurílát, sem yfirleitt voru úr tré.
3. Einn þátturinn í því mikla verki að koma mjólkinni í mat var skyrgerðin. Fyrst var undirrennan flóuð.
4. Á heimilum, sem ekki var hægt að safna skyri á sumrin til vetrarforða, var oft steypt saman, undanrennu safnað í ílát og látin súrna.
5. Vöruskipti milli sjómanna og bænda voru nokkuð algeng og báðum hagkvæm, þar eð fáir báru digra sjóði. Bændur fengu fisk, nýjan, saltaðan eða hertan og létu ýmsar landbúnaðarvörur fyrir.
6. Maðkamaltur fiskur var sætur og nokkuð bragðgóður og hafði engum orðið meint af að eta hann.
7. Man ekki eftir orðinu grænmeti í máli manna og ferska ávexti sá ég aldrei.
8. Hænsni voru á einstaka bæ.
9. Einstak maður komst að orði, að heitt kaffi “brenndi úr manni þorstann”.
10. Flóuð mjólk var stundum drukkin og kölluð “heitmjólk”.
11. Kornkvarnir voru á velflestum bæjum.
12. Fuglinn var silaður upp í kippum.

Ljósfæri.
1. Það mun hafa verið siður á sumum bæjum að kveikja ekki upp fyrr en um göngur, því allt var sparað.
2. Lýsislampar voru úr sögunni þegar ég man eftir. Algengustu ljósfæri í frambæ og peningshúsum voru olíutýrur.
3. Tálgaður var annar endinn af tvinnakerfli.

Kyrralíf.
1. Þegar haustönnum lýkur ásamt fjallgöngum og matarstússi tila ð mæta kyrrlátum æðarslætti vetrar, fellur líf fólksins í nokkrn veginn fastan farveg um sinn.
2. Kominn er vetur með rokkhljóð í baðstofu, tíst prjóna og urghljóð kamba.
3. Fram undan eru dagar, sem æ styttast. Sjálf sólin gerist tómlát.
4. Í þessum hæggenga heimi gefa bændur sér kannski tíma til að staldra við á bæjarstéttinni og ropa af vellíðan eftir góðan málsverð, þar sem feit slátursneið hefur synt í hræringsskálinni.
5. En ekki geta allir litið á lífið með þvílíkri velþóknun. Í djúpi hinnar kyrrlátu þagnar getur leynst kvíði fyrir komandi skammdegi.
6. Ef einhvers staðar er eftir hrísmór eða birkikló, sem glatt hefur augu mann í sumar, verður þó gengið þangað út og öxin reidd að undir vor.
7. Dytta varð að húsum yfir veturinn. Flest hús voru úr torfi og grjóti.

Húsfólk.
1. Í þennan tíma var algengt að hafa húsmennskufólk á bæjum, fæddi sig sjálft, oft skepnur, sem það heyjaði fyrir og vann húsbændum oftast eitthvað, að minnsta kosti fyrir húsmennskunni.

Kvöldvökur.
1. Stundum las pabbi bækur upphátt á vökunni og kom sér vel, því mamma var mikil starfskona og féll sjaldnast verk úr hendi.
2. Draugar og hulduverur voru farnar að setja ofan, en myrkfælni algeng.

Ígangsplögg og stag.
1. Þjónustan var ávallt kona. Bar henni að draga vosklæði, að minnsta kosti sokka, af þeim karli, er hún þjónaði.
2. Ekki mátti fara bæði úr skóm og sokk á öðrum fæti. Þá afklæddust menn láninu.
3. Vettlingar voru ýmislegrar gerðar, sparivettlingar og ullarvettlingar.
4. Íleppar voru notaðir innan í alla skó.
5. Konur og yngri börn gengu í sauðskinsskóm, karlar oftast í leðurskóm, nema spari. Kvöldskór voru altént úr sauðskinni.
6. Skinnsokkar voru saumaðir úr sauðskinni, náðu aðeins til hnés.
7. Við skógerð voru notaðar sérstakar nálar.
8. Utanyfirskór voru eiginlegar skóhlífar, einkum notaðar við heimsóknir.

Rjúpnaveiði.
1. Fyrrum voru rjúpur veiddar í vað.
2. Aldrei var gengið til rjúpna á sunnudögum. Hefð var að aflífa ekki á helgidögum.
3. Hagstæðasta veður til rjúpnaveiða var logn og nokkurt frost.
4. Rjúpur voru ekki skotnar á flugi, stafaði trúlega af því að skotfæri kostuðu sitt.
5. Rjúpur voru verslunarvara.
6. Allt hirt af rjúpunni nema garnir.

Jól.
1. Alltaf nóg að starfa í aðdraganda jólanna.
2. Bærinn var sópaður og skúraður nærri eins og á vorin.
3. Allt bakað á hlóðum meðan engin var eldavél.
4. Kökukeflið var ávöl spýta. Stundum var flaska notuð í bland.
5. Þetta voru miklir dagar. Á Þorláksmessu var hangikjötið tekið niður úr eldhúsrótinni og soðið í stórum potti. Hangikjötsilmurinn fannst alla leið út á hlað.
6. Á aðfangadag fóru fram hreingerningar á sjálfu mannfólkinu.
7. Um þetta leyti var byrjað að hleypa til ánna.
8. Klukkan sex á aðfangadag gengu jólin í garð.
9. Allir fengu sitt kerti. Það bar þessa blessaða birtu.
10. Uppistaðan í jólamatnum var hangikjöt og laufabrauð.
11. Ekki voru jólagjafir komnar til sögunnar.
12. Aldrei var spilar á spil á jólanóttina.
13. Jóladagurinn bar örlítið annan blæ, lítið eitt veraldlegri. Þá mátti spila á spil og skvetta sér upp og auðvitað fara í kirkju.
14. Þegar fullorðna fólkið spilaði, en það var helst ef gestir voru, þá var það einkum trompvistin.
15. Á gamlárskvöld var borðað á svipuðum tíma og jólanótt. Þá var líka kveikt á kertum, því auðvitað var ekki bruðlað með þau fremur en annað.
16. Á nýársdag hafði mamma oft baunir og kjöt í miðdegismat, en þá voru matmálstímar sömu og hversdags.
17. Á þrettándakvöldi var einni eitthvað tilhald í mat. Það var kallað að rota jólin.

Gegningar.
1. Gegningar voru fyrirferðamikill þáttur í vetrarstarfinu og höfðu sinn hefðbundna tíma, eftir því sem við var komið.
2. Það er svo margt smálegt í sveitinni, sem hægt er að gleðja sig við á hverjum degi.

Gestaflugur höfðu spásagnargáfu. Tylltu sér á stólinn við baðstofuborðið, ekki brást, að von var á gestkomu.

Hrosshárstóskapur tilheyrði vetrarvinnunni.

Um vetur skófu menn af sér í bæjardyrum.

Þá höfðu menn oft sokkaskipti. Gestum voru færðir þurrir sokkar.

Konur fléttuðu yfirleitt í tvo hversdags.

Þær báru kaffirót á kinnar til að fá rjóðan lit.

Tóbaksílát voru að ýmissri gerð; tóbakspungar, pontur og dósir.

Spár.
1. Jafnan hafa vissir dagar veitt vísbendingar um komandi tíð.
2. Fyrsti september spáir um haustveðráttu.
3. Ef jörð er auð á jólum, mátti búast við hvítum páskum og öfugt.
4. Þurr þorri, þeysöm góa, votur einmánuður. Þá mun vel vora.
5. Hrafnahret níu nóttum fyrir sumar. Þá verpir hrafninn.
6. Uppstigningardagshretið og hvítasunnuhretið.
7. Vorið gerir útslagið á allt, sögðu menn, heyrist jafnvel enn.
8. Sumir tóku mark á sumardeginum fyrsta, aðrir meira á sunnudeginum fyrstum í sumri.
9. Jónsmessunótt bjó yfir sérstökum törfum varðandi heilsufar.
10. Hundadagar bjuggu yfir þeim kynjamætti að spá fyrir um veður.
11. Vígahnettir boðuðu mannslát.
12. Tunglið hafði áhrif á fleira en veðurfar. Það hafði einnig áhrif á “gangmál” búfjár.
13. Nöfn í draumi gátu verið viðsjárverð. Hörð nöfn voru ekki fyrir góðu, þveröfugt við mjúk nöfn.
14. Ekki var neitt smáræðis happ að dreyma óhreinindi.
15. Ef mann klæjaði í lófa eða hægri augabrún í vöku, þótti manni betur.
16. Rjúpan sagði til um veðursprár.

II. Sumardís með sól í hári:
Líður að vori.
1. Loks hillir undir vorið. Menn hafa þreyð þorrann og góuna og páskana.
2. Vermisteinn nefnist það þegar svellglottar eru farnir að lyftast og ísar orðnir ótryggir að vori.
3. Sumardagurinn fyrsti var mikil hátíð.
4. Sleppt var um sumarmál, ef tíð var sæmileg.
5. Hugað var að grenjum síðast í maí.
6. Þó vorið fari oft hægt af stað, kemur það ævinlega á endanum.
7. Taðkvörnin var tekin fram, sem raunar hét skítavél.
8. Þegar lokið var vorsmölun, lá fyrir að ausa áburðinum á túnið og var það gert úr skarntrogum.
9. Útstungan var talsvert verk. Úti á hlaðhólmanum var mamma og klauf hnausana í flögur og breiddi jafnóðum.
10. Taðið var borið saman í fanginu í hlaðann, sem var valinn staður, hvort hlaðinn skyldi vera ferkantaður eða hringlaga. Í undirstöðurnar voru flögurnar reistar þétt saman á röð og þá ákveðin stærðin.
11. Ef pabba datt í hug að fækka þúfum í túninu, slétta svo sem fimmtíu eða hundrað ferfaðma, var valinn til þess einhver tími vorsins.
12. Ofast þurftu torfhúsin einhverja viðgerð. Venjan var að lagfæra eitt hús í einu.

Bæir og byggingar.
1. Eins og áður hefur verið getið, þurftu torfhús sífellda lagfæringu og endurnýjun.
2. Byggingarefnið var torf, grjót og mold.
3. Jafnan voru veggir tvíhlaðnir, oftast með mold milli ytra og innri hleðslu.
4. Veggir bæjar og peningshúsa voru tíðast hlaðnir úr grjóti, klömbru og streng, oftast með kvíahnaus (stokkhnaus) í hornum nema horn væru hlaðin ávöl.
5. Klambra var langur hnaus, með talsverðum fláa og miklu þykkri í annan enda, vissi sá alltaf að útbrún veggs.
6. Grjót í udnirstöðu veggja var alla tíð stórt.
7. Ef veggur var ekki allur grjóthlaðinn eða úr grjóti og streng, var oftast klömbruhleðsla ofan á grjótinu.
8. Annars er ég ekki viss um að versti ókostur torfbæja hafi verið kuldinn, heldur miklu fremur þaklekinn.

Hreingerningar.
1. Ævinlega á vori.
2. Þetta var mikill dagur og tekinn snemma.
3. Baðstofan var sandskúruð hátt og lágt og rúmin.
4. Allar tómar súrtunnur voru bornar út og velt upp úr bæjarlæknum.

Vorsmalanir voru tvær og hagað á svipaðan hátt og
haustgöngur.

Ávallt var reynt að byrja ullarþvott í góðu veðri og þá jafnan
farið snemma á fætur.

Heyskapur.
1. Það fór að sjálfsögðu eftir sprettu og tíðarfari, hvenær heyskapur hófst, algengast var þó um tólftu helgi sumar og stæði hann í tíu vikur.
2. Aldrei var unnið á sunnudögum nema mikið lægi við.
3. Karlar slógu og konur rökuðu.
4. Bindingsdagar voru miklir dagar, einkum þegar bundið var af túni.

Messurnar voru helstu samkomur fólks fyrrum.

Meðal skemmtiferða var að ríða á útkirkjur.

Úr Þjóðlíf og þjóðhættir – 1991 – Guðmundur frá Egilsá – bóndi frá 1905-1932.