Veðursteinn

Veðursteinn
Veður hefur alltaf verið til, a.m.k. hér á landi.

Veðursteinn

Veðursteinn.

Forfeðurnir voru fljótir að læra á veðrið. Til eru fjölmargar sagnir af veðurlýsingum, veðurnefnum, þjóðtrú og hjátrú tengdri veðrinu, viðureignasögum, óveðurssögnum og veðrahörkum, en einnig góðviðrislýsingum, breyttu veðurfari og áhrif þess á mannlífsgróandann. Mörg tæki tengdust veðrinu, s.s. loftvogir, leiðarsteinar, líknarbelgir o.fl. o.fl.
Eitt „tækið“, sem hefur verið mikið notað í gegnum aldir, er notað enn þann dag í dag með góðum árangri. Það er veðursteinninn.
Veðursteinninn, gjarnan lábarið grágrýti, var venjulega hengdur í band eða keðju og hafður þar sem auðveldast var að hafa auga á honum. Lesa mátti veðrið af steininum. Ef steinninn var t.d. þurr var ekki rigning. Ef hann var blautur var rigning. Ef skuggi féll af steininum var sólskin, annars skýjað. Þegar steinninn var hvítur að ofan hafði snjóað. Ef hann sveiflaðist í bandinu var vindur. Ef steinninn hoppaði var það merki um jarðskjálfta. Ef hann sást ekki var komið myrkur – eða einhver hafði numið steininn á brott…

Veðursteinn

Veðursteinn við Sólbakka.