Veltufé….
Fé geymist í fjárgeymslum og líta má á afvelta kindur sem veltufé.
Fé Grindvíkinga varslast í beitarhólfi í Krýsuvíkurlandi. Fjárigóð beitin virðist mörgu fénu um megn því a.m.k fimm sinnum í sumar hafa FERLIRsfélagar þurft að koma þar afvelta fé á lappirnar, líkt og þessari, sem gengið var fram á ofan við Litla-Hamradal síðdegis. Kindin sú var greinilega búin að berjast löngum við að komast að sjálfsdáðum á lappirnar, en ekki tekist. Hennar beið því ekkert nema dauðinn – en heppnin varð henni að liði að þessu sinni, þökk sé 68 ára gömlum sögulegum atburði í nágrenninu.
„Alltaf er nokkur hætta á að kindur fari afvelta úti í haganum. Ef kindur lenda á bakinu, geta þær enga björg sér veitt. Þær liggja þá bara áfram þannig og sprikla með fótunum út í loftið, nema einhver hjálplegur velti þeim við. Það verður að gerast áður en þær örmagnast eða krummi ræðst á augun eða magann.“
Heimild m.a.:
-strandir.is/saudfjarsetur