Húshólmi

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi safnaði og ritaði m.a. um gömlu Krýsuvík, Húshólma og Ögmundarhraun. Skrifin birtust í „Úr Tillaga til alþýðlegra fornfræða“ (bls. 101-102), sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu gaf út 1953. Þau eru eftirfarandi:

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

“Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af, að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram á milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess, er að höndum kæmi, og fal sig guði: því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann, og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrennishólmi, er hann var.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – fjárborg/virki.

Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað, þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað, sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð, fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfir þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart, að það var óvinnandi, og varð ekki veginum komið á.

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

Ögmundur hét maður. Hann var berserkur, illur viðskiptis og flakkaði um land og gjörði mörgum mönnum óskunda. Hann kom að Krýsuvík og bað dóttur bónda. Bóndi þorði ekki að neita og lofaði honum dóttur sinni, ef hann legði veg yfir hraunið. Hann gekk að því og fór til, byrjaði að vestan, en bóndi stóð við hraunbrúnina að austan. Ögmundur hamaðist og hjó rösklega veginn yfir hraunið, en þegar hann kom austur yfir og var búinn, dasaðist hann. Þá hjó bóndi hann banahögg og dysjaði hann þar. Grjóthrúga er þar við götuna, sem kallað er leiði Ögmundar, en stendur á kletti. Vegurinn gegnum hraunið er djúpur og mjór og víða brotinn eða höggvinn gegnum stór björg (hraunstykki), en víða þrepóttur í botninn, sem hin gamla gata segir (ort á seinni tímum):

Húshólmi

Húshólmi og Óbrennishólmi – loftmynd.

Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Síðan hefir hraunið heitið Ögmundarhraun. Þar, sem áður var bærinn Krýsuvík, heitir nú Húshólmi. Þar er vatnsskortur oftast. Litlar menjar kvað sjást þar af tóftum, en þó nokkrar.“

Rétt er að geta þess að Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála, sem var með vegarvinnumönnum við gerð Hlínarvegar um 1932, sagði í viðtali 2002 að vegurinn hafi að mestu verið lagður ofan í Ögmundarstíg. Þar hafi þá verið djúp för í klöppunum eftir ferðalanga fyrri alda. Sums staðar hafi hellan brotnað vegna þess hve þunn hún hafi verið orðin og undir verið djúpar holur.

-Úr Tillaga til alþýðlegra fornfræða (bls. 101-102) – Brynjúlfur Jónsson – Menningar- og fræðslusamband alþýðu 1953.

Husholmi-25

Áð í Húshólma.

https://ferlir.is/husholmi-i/https://ferlir.is/husholmi/

Járngerðarstaðir

Kristinn Kristjánsson fjallar um ógnaratburðina í Grindavík og annars staðar á landinu árið 1627 í Íslenskar bókmennir 1550-1900, bls. 31-32. Þar segir m.a.:
Tyrkjaránið“Sjórán hafa löngum verið talin arðbær en áhættusamur atvinnuvegur. Á öldum áður tíðkaðist að ríki styddu við bakið á sjóræningjum eða gæfu þeim leyfi til þess að stunda sjórán og tóku þá toll af þeim. Í upphafi 17. aldar voru sjórán mikið stunduð út frá ýmsum smáríkjum á norðurströnd Afríku, einkum á Miðjarðarhafi, en oft brugðu þeir sér út á Atlantshafið til Englands og í Norðursjó. Árið 1627 fengu Íslendingar að kynnast nokkrum skipum frá Algeirsborg þar sem nú er Alsír og hefur sá atburður jafnan erið nefndur Tyrkjaránið. Tyrkir eru á þessum tíma fyrst og fremst samheiti í huga Íslendinga fyrir þá sem tilheyra Islam. Reyndar var Algeirsborg á þessum tíma í sambandi við Tyrkjasoldán. Tyrkjaránið vakti löngum ótta með íslensku þjóðinni, til eru Tyrkjafælur í kvæðaformi, Vestmannaeyingar komu sér upp eina innlenda hernum sem til hefur verið á Íslandi til að verjast nýrri árás Tyrkja.

Tyrkir

Tyrkir.

Atburðurinn hefur sest svo vel í minni þjóðarinnar að þegar keppt er við sárasaklaus Tyrki í knattspyrnu í lok 20. aldar er nóg að rifja atburðina upp til að æsa áhorfendur og keppendur.
Skipin sem komu til Íslands voru fimm. Þau voru þó aldrei öll saman því þau urðu viðskila vegna veðurs en af þeim sökum dreifðust þau meira með ströndum landsins. Tvö þau fyrstu [sennilega var þó ekki nema eitt skip] komu til Grindavíkur 20. júní og voru þar teknir um 15 Íslendingar og nokkrir Danir. Þaðan héldu þau inn á Faxaflóa, annað þeirra strandaði utan við Bessastaði og hefur danska hirðstjóranum löngum verið legið á hálsi fyrir þann aumingjaskap að nota ekki tækifærið og taka skipið. Hann lét nægja að bíða vopnaður í landi á meðan ræningjarnir losuðu það.
TyrkjarániðMeðal þeirra sem voru undir vopnum var Jón Ólafsson Indíafari. Að því loknu ætluðu ránsmenn til Vestfjarða en hættu við er þeir fréttu af enskum herskipum og héldu til síns heima. Tvö hinna skipanna sigldu fyrst til Austfjarða, tóku land í Berufirði 5. júlí og rændu þar, á Djúpavogi og um næstu byggðir, um Hamarsfjörð, um Breiðdal og jafnvel um Fáskrúðsfjörð. Á Austfjörðum tóku þeir yfir hundrað fanga, drápu nokkra menn. Fjöldi særðist. Fréttirnar bárust fljótt um landið og biðu menn skelkaðir, kæmu skipun í þeirra sveit? Vestmannaeyingar voru þó þeir einu sem urðu fyrir árás, skipin tvö fyir Austfjörðum sneru við út af Reyðarfirði vegna andvirðis, hittu fimmta skipið einhvers staðar fyrir sunnan landið og birtust síðan í Eyjum. Þar urðu ægilegustu atburðirnir, Vestmannaeyingar reyndu að flýja en þeir guldu þess að þeir bjuggu á eyju. Tugir voru drepnir, yfir 240 teknir og margar byggingar brenndar.
Fljótlega var reynt að kaupa fólkið í Alsír út en það tók sinn tíma, var dýrt og danski kóngurinn blankur eins og getur gerst á bestu bæjum. En tæpum tíu árum eftir ránið voru um 35 fangar keyptir fyrir mikið fé og komust 27 til Kaupmannahafnar. Rétt þótti að fólkið rifjaði upp kristindóminn og var Hallgrímur Pétursson fenginn til þess verks.

Ólafur Egilsson (1564-1639) var annar tveggja presta í Vestmannaeyjum 1627. Hann var hertekinn ásamt konu og þremur börnum, einu ófæddu. Hinn presturinn, Jón Þorsteinsson píslavottur, var drepinnn. Ólafur var fljótlega eftir að hann kom til Algeirsborgar sendur til Danmerkur til að reka á eftir kaupum á föngum og kom hann til Íslands tæpu ári eftir ránið, 6. júlí 1628. Stuttu eftir heimkomuna skrifaði hann um þessa reynslu sína og er það rit þekkt undir nafninu Reisubók séra Ólafs Egilssonar.

Tyrkja-Gudda.

Tyrkja Gudda – málverk efir Jóhannes S. Kjarval.

Ólafur var fyrstur norrænna manna til að skrá frásögn af lífi og háttum fólks í “Barbaríinu” eins og lönd Íslams í Norður-Afríku voru nefnd og er hin mesta furða hversu hlutlægur hann getur verið þegar hann segir frá. Hann segir ekki bara frá því vonda varðandi ræningjana, eins og að þeir hafi drepið fólk og barið hann, heldur einnig því góða, þegar kona hans eingnast barn sýna þeir því hina mestu umhyggju. Hann lýsir staðháttum og klæðnaði hvars em hann er staddur af stakri nákvæmni og má vel sjá fyrir sér sögusviðið og presónur þess.

TyrkjarániðSitthvað misskilur hann á ferðalaginu heim enda ekki með nákvæmt landakort og þeir sem hitta hann leika sér að því að gabba hann. Þegar hann lýsir neyð sinni og angist grípur hann til ritningarstaða í Biblíunni og allan tímann er það trúin sem heldur honum uppi og með henni skýrir hann það sem hefur hent:
“Nú, það gengur oss sem herrann vill; nær að vér dæmumst, þá refsumst vér af drottni, svo að vér ekki glötumst með þessum heimi.”
Eiginkona Ólafs, Ásta Þorsteinsdóttir, var ein þeirra sem var leyst úr haldi tæpum tíu árum síðar og kom til Íslands 1637. Börnin þrjú komu aldrei aftur, létu turnast, það er, gengu af trúnni og tóku nýja trú.”

Heimild:
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson-

Aðrar heimildir um Tyrkjaránið:
-Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
-Þorsteinn Helgason, „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn“, Saga 1995, bls. 110-34.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Mosfellsbær

Í Sunnudagsblaðinu árið 1957 er sagt frá „Hrakningum á Mosfellsheiði fyrir einni öld„:

„Fyrir réttum hundrað árum, eða 6. marz 1857, lögðu fjórtán menn upp á Mosfellsheiði frá Þingvöllum og Vatnskoti og ætluðu þeir til sjóróðra hér syðra. Þegar þeir höfðu skammt farið skall á stórhríð, og urðu sex af mönnum þessum úti, en hinir komust við illan leik til bæja, aðframkomnir af þreytu, kulda og vosbúð.

Mosfellsheiði

Leirvogsvatn og nágrenni.

Frá atburði þessum er skýrt í Þjóðólfi 18. apríl 1857, og er þar birt skýrsla séra Magnúsar Grímssonar á Mosfelli um hrakninga mannanna. Fer hér á eftir skýrsla séra Magnúsar Grímssonar um þennan atburð, on hún ber yfirskriftina: „Skýrsla um hrakning og harðar farir hinna 14 sjóróðrarmanna er lögðu vestur á Mosfellsheiði 6. f.m.“ — í skýrslu þessari eru að vísu ekki nafngreindir nema 13 menn.
Laugardaginn 6. marzmán. lögðu upp frá Þingvöllum og Vatnskoti, suður á leið á Mosfellsheiði, þessir menn: Egill Jónsson, bóndi á Hiálmsstöðum, Ísak bóndi á Útey. Þiðrik Þórðarson, vinnumaður á Útey, Guðmundur Pálsson bóndi á Hjálmsstöðum, Bjarni Bjarnason, vinnumaður úr Austurey, Gísli Jónsson, vinnumaður á Snorrastöðum, Jón Sigurðsson á Ketilvöllum — allir úr Miðdalssókn; úr Úthlíðarsókn: Einar Þórðarson, vinnumaður á Austurhlíð, Kristján Snorrason, vinnumaður á Anarholti, Sveinn Þorsteinsson, vinnumaður á Strillu; úr Haukadalssókn: Pétur Einarsson Jónsen og Guðmundur Jónsson vinnumenn á Múla; úr Torfastaðasókn Þorsteinn Guðmundsson, bóndason frá Kervatnsstöðum.

Mosfellsheiði

Leirvogsvatn og nágrenni.

Lögðu allir þessir 14 menn saman á heiðina og fóru frá Kárastöðum í Þingvallasveit um dagmál, í logni og sokkabandsdjúpri lausamjöll. Héldu þeir síðan áfram og voru vissir um að vera óvilltir út að Þrívörðum. Úr því kom í Vilborgarkeldu, fengu þeir langan skafrenning vel ratljósan, en skall á með þreifandi bil á norðan, eða útnorðan, við Þrívörður. Ætluðu þeir þá að hitta sæluhúsið, en gátu ekki. Vissu þeir nú ekki hvar þeir voru, en héldu þó áfram nokkuð, Oft ætluðu sig komna suður undir Gullbringur. En af því þeir voru þá orðnir villtir og þreyttir, staðnæmdust þeir þar á flatri fönn, skjóllausri, og héldu þá vera um nón. Með ófærðinni tafði það ferð þeirra á heiðinni, að sumir fóru svo fljótt að gefast upp; Guðmundur Pálsson á Hjálmsstöðum gafst fyrst upp, þegar fyrir utan Moldbrekku, af máttleysi og fótakulda. Var þá enginn svo fær að geta borið bagga hins að neinum mun, nema Sveinn, sem bar hann mikið af leið. Hinir voru þá og að smá gefast upp: urðu við það biðir á og dvalir, sem mest olli því, að þeir týndu áttunum og villtust.

Þrívörður

Þrívörður – a.m.k. ein þeirra.

Þegar um kyrrt var sezt, stóðu þeir fyrst lengi, og væntu að lygna myndi veðrið og batna, en þegar það varð ekki, fóru flestir til og grófu sig niður í fönnna, og skýldu að sér með farangrinum. Um dagsetursbil um kvöldið héldu þeir að Þorsteinn frá Kvervatnsstöðum mundi hafa dáið í fönninni af kulda og þreytu. Flestir munu hafa sofnað; aldrei þó Guðmundur, og Pétur varla neitt. Að áliðinni nóttu var farið að reka þá á fætur, sem í fönninni lágu, og gekk Pétur bezt fram í því að grafa þá upp sem mest voru fenntir og dýpst lágu, og ekki voru sjálfbjarga. Kól hann þá og skemmdist á höndum, og allir þeir, sem að þessu voru með honum. Þegar allir voru komnir upp úr fönninni, nema Þorsteinn, gátu þeir staðið með veikan mátt sumir, og fóru þá að detta niður og urðu ekki reistir upp. Voru þeir frískari þá lengi að stumra yfir hinum, sem ekki gátu bjargað sér, þangað til loks að 9 tóku sig til að fara af stað og leita byggða, en vera ekki lengur yfir hinum 5, er þeir sáu þá ekkert lífsmark með. Þeir, sem hér urðu eftir við farangurinn, voru þeir: Þorsteinn, Egill, Ísak, Jón og Þiðrik.

Illaklif

Illaklif – hellisskjól.

Eftir að þeir höfðu lengi gengið eitthvað áfram í villunni, dó Guðmundur frá Múla í höndunum á þeim. Varð þá enn staða og töf, er þeir Pétur voru að stumra yfir honum og reyna að koma honum með sér áleiðis. Þá tóku sig 5 frá og komust við veikan mátt ofan að Gullbringum til Jóhannesar Jónssonar Lúnd. Var þá enginn þeirra svo fær, að geta staðið upp hjálparlaust, þegar þeir duttu. Jóhannes tók þeim, sem föng voru á. Þegar hann frétti hvað um var, hljóp hann þegar, er hann hafði hjálpað þessum 5 úr fötunum, móti þeim 3, sem eftir voru: Pétri, Einari og Gísla á Snorrastöðum. Gekk. hann þá í braut þessara 5 inn á Geldingatjarnarhæðir, og tafðist honum að finna mennina bæði sökum kafalds, og þess, að þeir voru komnir í aðra átt en hann vænti, eftir brautinni. Loks kom hann auga á þá niður með Geldingatjarnarlæk. Stefndu þeir þá suður beint um austurhalann á Grímsmannsfelli. — Voru þeir þá mjög af sér komnir, er Jóhannes kom til þeirra, og varð hann að ganga undir Pétri heim til sín.

Illaklif

Illaklif – varða.

Af þeim 8, sem til Jóhannesar komust var Pétur lakast á sig kominn, hann var rænulaus þegar í bæinn kom, og þekkti þá ekki lagsmenn sína. Hjálpaði Jóhannes nú þessum úr fötunum, og setti þá niður í vatn og snjó að þörfum, og veitti þeim allan beina, sem hann gat. Að því búnu fór hann þegar ofan til bæja að fá menn og hesta, sem þurfti.
Um eða undir hálfbirtu á sunnudagsmorguninn lögðu mennirnir af stað þaðan sem þeir lágu um nóttina. Kl. nálega 6 komust þeir 5 til Jóhannesar, en kl. hér um bil 10 hinir 3, sem hann sótti, að því er hann segir sjálfur, en um hádegið kom hann ofan að Mosfelli.

Gamli Þingvallavegur

Sæluhúsið norðan við Þrívörður.

Allan þennan tíma, sem mennirnir voru á heiðinni, frá Þrívörðum, var hörku kafalsbilur með brunafrosti og ofsalegum vindi. Á laugardaginn sá lengi fram eftir öðru hverju til sólar, og til dags sást á sunnudagsmorguninn, þegar dagur var nokkuð hátt á loft kominn, en batnaði það, að ratljóst varð á heiðinni fram úr dagmálum. Síðan batnaði veðrið alltaf, og gjörði gott veður, nærri kafaldslaust og lygnt, fram úr hádeginu.
Undir miðmunda á sunnudag voru 8 manns neðan úr Mosfellsdalnum komnir með Jóhannesi upp í Gullbringur með 7 hesta, og þurr klæði til að sækja mennina, er þar voru. Voru þá þegar fluttir þaðan 6. Sveinn og Gísli voru langminnst kaldir; Sveinn varla neitt, Gísli helzt á kinn og eyra. Bjarni og Guðmundur þóttu ekki flutningsfærir og voru kyrrir um nóttina á Gullbringu. Á mánudaginn voru þeir fluttir til byggða.“

Gluggavarða

Gluggvarðan á gömlu leiðinni um Mosfellsheiðina.

Séra Magnús Grímsson skýrir því næst frá því í niðurlagi skýrslu sinnar að 3 Mosfellsdalsmenn hafi þegar á sunnudaginn verið sendir með duglega hesta frá Gullbringum til að finna hina látnu og farangurinn, að þeir hafi brátt „fundið lík Guðmundar frá Múla skammt frá Smalaskála hinum eystri“, þar næst hafi þeir fundið Ísak nokkru norðar „með mjög litlu lífsmarki; fluttu þeir hann strax að Stardal, því þangað var skemmst, en hann dó á leiðinni og varð ekki lífgaður“; því næst sneru þeir 3 byggðarmanna aftur upp á heiðina og fundu þá „farangurinn og hina fjóra mennina sunnan til við Leiruvogsvatn í Lómatjarnarlæk. Höfðu þeir lagzt rétt í lækinn“. Jón frá Ketilsvöllum var þá enn með lífsmarki, og „fluttu þeir hann að Stardal, en hann dó á leiðinni og var ekki lífgaður.“
— Séra M.G. skýrir loks frá hversu allar tilraunir hafi verið við hafðar eítir réttum lækna reglum til að meðhöndla líkin og reyna að kveikja aftur líf með með þeim — og frá greftrun þeirra.“

Heimild:
-Sunnudagsblaðið, 9. tbl. 03.03.1957, Hrakningar á Mosfellsheiði fyrir einni öld, bls. 129-130.

Bringur

Bringur – tóftir bæjarins.

Húshólmi

Sveinbjörn Rafnsson skrifaði um aldur Ögmundarhrauns í afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi. Greinin birtist í bókinni “Eldur er úr norðri”, sem gefin var út árið 1982. Eftirfarandi er úr greininni:

Húshólmi

Húshólmi – garður.

“Nóg er af eldstöðvum og hraunum á Reykjanesskaganum. Þessi gróðursnauði og eldbrunni skagi hefur þó lengst af verið þéttsetinn fólki frá því að land byggðist. Því valda einhver fengsælustu fiskimið landsins í sjónum umhverfis. Á síðari öldum flykktist fólk hundruðum saman á vetrarvertíð á Suðvesturlandi. Á þessu landssvæði var og er reyndar enn hlutfallslega margt um manninn. Þar settust erlendir kaupmenn snemma að og þaðan barst tíska, auður og fréttir utan úr heimi um allt land. Þetta var land tækifæranna þar sem stundum hlaust mikill afli og gróði, en stundum mikil fátækt og örbirgð. Þessi ólga mannlífsins á Suðvesturlandi mótaði ýmsa drætti í íslenskri menningu fyrrum ekki síður en nú á tímum.

Húshólmi

Húshólmi – leifar af fornum garði.

Margar þeirra þjóðsagna sem skráðar voru á 19. öld endurspegla að einhverju leyti ferðalög vermanna að norðan í verið á Suðvesturlandi þegar þeir eiga að hafa hitt tröll eða útilegumenn á leiðinni. En einnig eru til sagnir af sjálfu Suðvesturlandi sem þekktar hafa verið um allt land og mega því ef til vill fremur en aðrar sögur kallast þjóðsögur. Dæmi um slíka sögu er sagan um huldukonuna í Geirfuglaskeri. Sögur urðu oft til um staði þar sem menn áttu leið um á sjó eða landi.

Á Reykjanesskaga lágu leiðir um ung og úfin hraun og þar kynntust menn meiri óvegum á landi en víðast annars staðar. Fjölförnust slíkra leiða fyrrum hefur væntalega legið um Kapelluhraun sem líklega er nefnt Nýjahraun í Kjalnesingasögu eins og Þorvaldur Thoroddsen hefur getið sér til um.

Húshólmi

Húshólmi – meint kirkjutóft í Kirkjulág.

Annað hraun á Reykjanesskaganum úfið og ungt, sem ruddur var vegur um fyrrum var Ögmundarhraun. Dálítið er af sögum og sagnbrigðum um veginn yfir Ögmundarhraun. Elsta skráða sögnin um hraunið er líklega hjá Sveini Pálssyni frá 1796. Þar er sagt frá því að Ögmundur nokkur hafi rutt veg um hraunið og verið myrtur að launum austan við það, þar sem sé dys hans. Sveinn virðist stinga upp á að dysin sé leyfar af tollbúð Ögmundar.

Húshólmi

Gerði við Húshólma.

Á nítjándu öldinni voru svo skráðar ítarlegri sagnir um Ögmundarhraun. Jón Vestmann prestur í Selvogi skráir sögu um Ögmund og Ögmundarhraun tvisvar á fyrri hluta 19. aldar. Hjá honum er sagan lík um Ögmund nema þar vinnur hann við vegargerðina til að fá dóttur bónda (á Ísólfsskála 1818 og í Krýsuvík 1840) sér til handa, en bóndi drepur hann sofandi áður en hann fær hennar. Brynjúlfur frá Minna-Núpi skráði einnig sögu um Ögmund og Ögmundarhraun á síðari hluta 19. Aldra. Þar er sagan svipuð hinum fyrri, en þar er Ögmundur kallaður berserkur. En vegurinn um Ögmundarhraun fær þess einkunn:

Eru í hrauni Ögmundar
Ótal margir þröskuldar
Fáka meiða fæturnar
Og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Sagan um Ögmund er auðvitað skyld sögunni um berserkina og Berserkjahraun, sem sagt er frá í Eyrbyggju eins og Þorvaldur Thoroddsen benti á fyrir löngu. Eins og sjá má virðist sagnamyndunin um staðinn ekki ýkja gömul og hafa þróast á 18. og 19. öld.

Allt frá útgáfu ferðabókar Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar hafa lýsingar á byggðaleifum í Ögmundarhrauni verið almennt kunnar. Í ferðabókinni segir:
“..at Innbyggerne I og nær ved Kriseviig, viide at fortælle om en forskrækkelig Jordbrand, som… har skikket en Ildström neð til Söekanten, og ödelagt nogle Gaarde paa den Strækning, hvor ÖgmundsHraun nu ligger, og iblandt disse er Kirkestedm kaldet Holmastadur, hvo man endnu seer Stykker af Kirke-Gaarden og Huuse-Toftene”.
Jón Vestmann lýsir einnig byggðaleifum þarna og nefnir Húshólma árið 1818 og segir að ein tóftin, sem snúi eins og kirkja, sé talin gamalt goðahof. Enn lýsir Jón Vestmann byggðaleifunum í Húshólma árið 1840. Þá er í sögnum, sem Brynjúlfur frá Minna-Núpi skráir á síðari hluta 19. aldar, stuttaraleg lýsing á byggðaleifunum. Þorvaldur Thoroddsen lýsir einnig byggðaleifunum í ritum sínum og hefur greinilega mælt þær.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi; fjárborg eða virki!?

Ítarlegust þeirra lýsinga á byggðaleifunum sem birst hafa á prenti er lýsing Brynjúlfs frá Minna-Núpi í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903, bls. 48-50. Þar birtist einnig kort eða mynd af legu rústanna í Húshólma. Fram að tíma Brynjúlfs hafði þess ekki verið getið að byggðaleifar eldri en Ögmundarhraun væru ekki einungis í Húshólma, sem er nærri austurjaðri hraunsins, heldur einnig í Órennishólma, sem er nokkur vestar í hrauninu en Húshólmi. Telur Brynjúlfur það af þessum ummerkjum ekki efamál að kirkjustaðurinn Krýsuvík og bæri “ef til vill eigi allfáir” hafi farið undir hraunið. Tilgáta Brynjúlfs er sennileg ef hverfisbyggð hefur verið á þessumstað þegar Ögmundarhraun rann, eins og tíðkast á Suðurlandi, frá Kjós og austur í Lón. Í Jarðatali Johnsens eru t.d. taldar 7 hjáleigur í Krýsuvíkurhverfi.

Selatangar

Á Selatöngum.

Verbúðir og fiskbyrgi á Selatöngum eru yngri en Ögmundarhraun enda úr því hlaðin. Á þá verstöð er fyrst minnst í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Loks verður að geta þess að Ólafur Þorvaldsson hefur nokkuð lýst staðháttum á þessum slóðum í fróðlegum þáttum um Krýsuvík og mannlíf þar í byrjun þessarar aldar.

Fræðimenn hafa metið aldur Ögmundarhrauns á tvennan hátt. Annars vegar af athugun á sjálfu hrauninu og legu þess, hins vegar af ritheimildum, fyrst og fremst annálum, um gos á þessum slóðum.

Húshólmi

Húshólmi – skálatóft.

Af útgáfu ferðabókar Eggerts og Bjarna er ljóst að þeir telja Ögmundarhraun nýlegt hraun, “en nye opkommen sæl Egn”. Að hraunið sé kki ýkja gamalt er innig skoðun Jónasar Hallgrímssonar. Þorvaldur Thoroddes kveður hins vegar upp úr um það að hraunið sé yngst allra hrauna sem þarna séu. Athugaði Þorvaldur Ögmundarhraun sérstaklega árið 1883 og birti síðar af því kort. Þannig var fræðimönnum ljóst af Húshólmarústunum, allt frá tímum Eggerts og Bjarna, að hraunið var yngra en Íslandsbyggð og eftir könnun Þorvalds varð ljóst að það var með yngstu hraunum á Reykjanesskaganum.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – yfirlit.

Íslenskir jarðfræðingar á þessari öld hafa auðvitað ýsmir skoðað Ögmundarhraun en einhver merkasti áfanginn í rannsóknunum á því í seinni tíð hlýtur þó að teljast hið ítarlega jarðfræðikort Jóns Jónssonar, jarðfræðings, af Reykjanesskaga, sem út kom 1978. Jón lýsir upptökum hraunsins, útbreiðslu og samsetninu. Hann telur að það þeki 16 ferkílómetra lands og ætlar að það muni vera um 0.32 rúmkílómetrar. Af korti Jóns má glöggva sig á legu og stærð Óbrennishólma og Húshólma í hrauninu.
Snúum okkur þá að ritheimildum og tilraunum fræðimanna til að koma við algeru (absolut) tímatali í árum eftir Kristburð hvað varðar Ögmundarhraun.
Eins og fyrri daginn ríður útgáfa ferðabókar Eggerts og Bjarna á vaðið. Þar er fjallað um Trölladyngjur, sem minnst sé á í annálum miðalda, en það séu eldfjöll sem gert hafi usla á Suðurlandi. Er á það bent að á Reykjanesskaga sé fjall sem sé kallað Trölladyngja og talið að það nafn hafi ef til vill átt við fleiri fjöll á þessum slóðum. Enn fremur segir frá því að uppteiknanir Gísla biskups Oddssonar séu eina ritið sem geti um gos í Trölladyngju 1340 og er látið að því liggja að þá hafi Ögmundarhraun kannski runnið. Rit Gísla biskups Oddssonar er latínuskrif hans Annalium farrago, annálabrot.

Ögmundardys

Ögmundardys.

Snemma á nítjándu öld var hafi útgáfa Árbóka Íslands eftri Jón Espólín. Í fyrsta bindi þeirra er annálagrein, sem er nær samhljóða annálagreininni í riti Gísla um gos í Trölladyngju, eini verulegi munurinn er ársetning gossins. Espólín telur það 1390, en Gísli og útgáfa ferðabókarinnar um 1340. Eftir útgáfu Jóns Jóhannessonar á Sjávarborgarannál er ljóst að þar er komin heimild Espólíns um Trölladyngjugosið.
Með útgáfu ferðabókar Eggerts og Bjarna og útgáfu Árbóka Espólíns var markaður sá bás sem aldursákvarðanir Ögmundarhrauns áttu eftir að velkjast í á 19. öld. Jónmas Hallgrímsson stendur ráðþrota frammi fyrir þessum heimildum og veit ekki hvort hann á heldur að telja hraunið runnið 1340 eða 1390. Þorvaldur Thoroddesn virðist heldur ekki kunna lausn á þessum ágreiningi, en tilfærir báðar heimildirnar og telur þær ef til vill eiga við Ögmundarhraun.
Þó reynir Þorvaldur að höggva á hnútinn með því að vitna í aðrar ritheimildir en annála.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Jón Þorkelsson setti fram tilgátu í sambandi við leshátt í gömlu kvæði um krossinn helga í Kaldaðarnesi frá 16. öld. Þessi tilgáta var því miður slæm. Í Kvæðinu stendur þetta vísuorð í 23. vísu: “Út á mitt kom orgnisraun” (eða oguisraun). Þessu síðasta orði í vísuorðinu vill Jón breyta og lagfæra í Ögmundarhraun. Þessa lagfæringartilgátu Jóns taldi Þorvaldur að mætti nota sem aldursmark við tímasetningu Ögmundarhrauns.
Ögmundarhraun er ekki upprunnið úr Trölladyngju og þurfa þá tímasetningar gosa í einhverri Trölladyngju ekki að skipta máli hvað varðar aldur þess. Ekki er unnt að reiða sig áneina þeirra ritheimilda sem nefndar hafa verið um aldur hraunsins.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Í dagbók Eggerts og Bjarna, en þeir munu hafa verið í Krýsuvík 1755, eru upplýsingar, sem fólk í Krýsuvík hefur gefið þeim félögum. Hraunið rann samkvæmt lýsingu þess um miðja 16. öld og kirkjustaður varð fyrir barðinu á því. “Om Effter middagen forloed vi Krisevigen með alla, og Reiste moed NV, först over et Nyt hraun, Ögmundarhraun Kaldet, dette Steenfloed Har for omtrent 200. aar siden, brændt og rundet Ned fra fieldene hen til Söen over 2. miile lang vey…! Erfitt er að segja hvers vegna þessari frásögn var sleppt í prentútgáfunni af ferðabókinni 1772.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – Latfjall fjær.

Örnefnið Ögmundarhraun finnst ekki í eldri heimild en ofangreindri dagbók þeirra Eggerts og Bjarna frá 1755. Öðru máli gegnir um Húshólma, þar örnefni kemur fyrst fyrir í heimild frá byrjun 17. Aldar. Í handritinu AM 66a 8vo, sem er bók með ýmsum gögnum úr embættistíð Odds Einarssonar biskups, er á bl. 55r-56v afhending séra Gísla Bjarnasonar á Krýsuvík til séra Eiríks Stefánssonar árið 1609. Er það úttekt á húsum og búfé og fylgir trjáreikningur, þ.e. upptalning og rekatrjáa á Krýsuvíkurfjörum frá sama ári. Örnefni á rekafjörunum eru greinilega talin frávestri til austurs. Þar er getið um Selatanga, Húshólma, Bergsenda, Sandskriðu og Keflavík. Athyglisvert er að í þessari upptalningu á Krýsuvíkurrekum er ekki að sjá að gæti þeirra skipta á rekaítökum milli Viðeyinga, Bessastæðinga, Skálhyltinga, Krýsvíkinga og Strenda sem fram kemur í máldögum miðalda. Þessi rekamál eru að vísu firna erfið viðfangs, því að við brotakennda varðsveislu heimildanna bætast ófullnægjandi prentútgáfur þeirra í Íslensku fornbréfasafni, ekki síst af Vilkinsbók.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun.

Húshólmi virðist ekki til í eldri heimild en trjáreikningum frá 1609. Þess verður að geta sérstaklega að í þeim lýsingum frá síðari tímum sem til eru, er Húshólmi talinn einn þeirra staða þar sem hvað rekasælast er á Krýsuvíkurrekum. Húshólmi markast af Ögmundarhrauni og verður þessi elsta heimild um hann þá einnig elsta ótvíræða ritheimildin um tilvist hraunsins.
Af kirknaskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups frá því um 1200 virðist ljóst að þá sé komin prestskyldarkirkja í Krýsuvík. Til eru og heimildir frá 14. Öld um Krýsuvík og er ljóst af þeim að þá er staður (beneficium) í Krýsuvík. Staðarprestar í Krýsuvík koma einnig glöggt í ljós í þeim heimildum frá 15. Öld, sem nefndar eru í sambandi við rekaítök Viðeyjarklausturs í Krýsuvík.

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Heimildir frá 15. öld eru til fleiri. Máldagi Krýsuvíkur, samhljóða framan af fyrsta hluta Krýsuvíkurmáldaga í Vilkinsbók um rekana, er til varðveittur úr tíð Magnúsar Eyjólfssonar Skálholtsbiskups (1477-90). Ennfremur er til varðveitt stutt minnisgrein um það að árið 1496 hafi Stefán Jónsson Skálholtsbiskup látið meta byggingarnar á Krýsuvíkurstað, kirkjuna “og staðinn allan með hjáleiguhúsum innan garða”.
Árið 1525 á séra Guðmudnru Steinsson “beneficiator” í Krýsuvík viðskipti við Viðeyjarklaustur með milligöngu Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups. Engan bilbug virðist þannig vera að finna á Krýsuvíkurstað á kaþólskum tímum.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – kort.

Ekki virðist vegur Krýsuvíkurstaðar heldur fara minnkandi í tíð Marteins Einarssonar Skálholtsbiskups, en frá honum er til Krýsuvíkurmáldagi 1553-54. Greinilegur lútherskur keimur er af talinu um fánýtar bækur í kirkjunni en þar segir einniga ð “kirkja góð” sé í Krýsuvík.
Gísli Jónsson varð Skálholtsbiskup eftir Marteini árið 1558 og var þar til dauðadags 1587. Úr biskupstíð Gísla eru varðveittir allmargir máldagar. Þau ártöl, sem þar koma fyrir, eru á tímabilinu 1574-79. Þar er máldagi Krýsuvíkurstaðar með sama miðaldaforminu og áður, rekaskipanin talin, en innanstokksmunir og ornament líkt og í Marteinsmáldaga.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – loftmynd.

Það er í biskupstíð Gísla sem Krýsuvík er lögð niður sem beneficium og alkirkjustaður og var það gert með dómi höfuðsmanns Páls Stígssonar 27. september 1563. Það er því víst að Krýsuvíkurmáldaginn úr biskupstíð Gísla er frá árabilinu 1558-63.
Af öllu framansögðu er ljóst að líklega hefur hraunið ekki runnið fyrr en Gísli biskup hafði vísiterað í Krýsuvík, a.m.k. einu sinni. Ögmundarhraun hefur þannig líklega brunnið seint á árabilinu 1558-1563.”

Heimild m.a.:
-Eldur er í norðri – afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötugum – Sveinbjörn Rafnsson – 1982.

Húshólmi

Í Húshólma í Ögmundarhrauni.

Elliðakot

Jón Svanþórsson hefur verið óþreytandi að kanna gamlar götur og leiðir austan Reykjavíkur. Hér grandskoðar hann Elliðakotsmýrina.
dugguosmyri-1„Leiðin liggur frá Elliðakoti yfir Túnholtið og niður með stakan malarhól á hægri hönd sem Einbúi heitir og þaðan að Gudduósi (eins og Karl Norðdahl á Hólmi kallar hann, eða Dugguósi, eins og Tryggvi Einarsson í Miðdal vill kalla hann). Og síðan með honum um þurra bakka þar til komið er að vaði á ósnum. Í dag er vaðið nokkuð djúpt en grjót er í botni. Á vestari bakkanum er gata beint yfir mýrina (styttingur) sem hefur líkleg verið farin þegar mýrin var þurr. Ef ekki var fært yfir styttinginn hefur verið farið niður bakkana (nú eru tveir skurðir á leiðinni) og er þá komið á jarðbrú og sveigir þá leiðin frá bakkanum og stefnir vestur yfir mýrirna, en brúin verðu ógreinileg þegar þegar komið er að gamla farveginum á Augnlæk en ekki er rennsli í honum því hann rennur nú um skurðina sem áður var getið. Gatan liggur svo úr mýrinni um vatnsrof og á götur sem einnig voru dugguosmyri-2bæjargötur að Vilborgarkoti sunnan og vestan við Nónás á Hofmannaflatir. Leið liggur af götunni til vinstri á mill Litla-Nónás og ónefndar hæðar niður að landi sem Guðrún Jacobsen átti og kallaði Dal og þaðan á þjóðveg (frá 1885-7) á Heiðartagli norðan við brúna sem sett var á Hólmsá 1887(Rauðubrú). Gatan gæti hafa verið vagnavegur eftir breidd hans að dæma.
Ef ekki er farið yfir Gudduós á vaðinu er haldið áfram niður bakkann (nú eru yfir tvo skurði að fara) þar til komið er að jarðvegsbrú á læknum. Þegar yfir er komið er jarðbrú stuttan spöl og síðan er komið að leiðinni frá vaðinu. Götur halda áfram í norður að Augnlæk þar sem er komið á styttinginn og er þá beygt til vinstri og farið með gróf sem hefur hugsanlega verið stungið upp í jarðvegsbrýrnar (er líka við syðri götuna). Og þá er komið á götuna sem liggur að Hofmannaflötum.“

Kveðja Jón Svanþórsson.
P.s. Sendi myndir og kort í öðru skeyti.

Elliðakot

Elliðakot 2021.

Hlíðarborg
Lengi hefur verið leitað að Selhellum í Selvogi. Ekki hefur verið vitað um staðsetningu þeirra, en í örnefnalýsingu fyrir Hlíð í Selvogi segir m.a.: „Hlíðarsel – heimild um sel – …suður frá [Selvogs]réttunum eru Selbrekkur. Þar á að hafa verið sel frá Hlíð eða Hlíðarsel; ber þó ekki öllum saman. Við Selbrekkur eru Stekkjardældir.“
Sel er undir suðausturhorni Svörtubjarga, sennilega Strandarsel [Staðarsel]. Enn sunnar eru týndar seltóftir og fjárborg. Neðan þessa eru Selbrekkur. Framundan þeim er stór hraunhóll, einn af nokkrum. Við hann eru Selhellar, að sögn heimildarmanns, sem telur sig hafa séð þá af tilviljun er hann var þar á ferð eitt sinn í leit að fé. Hellarnir eru vandfundnir, en við þá má greina mannvistarleifar ef vel er að gáð. Selhellar eru einnig nefndir hellarnir ofan við Stakkavíkursel, en við þá eru hleðslur.
Einnig var ætlunin að skoða óþekktar mannvistarleifar undir Strandardal, hugsanlega hluti tófta bæjar Erlends lögmanns Jónssonar frá 17. öld.
Gengið var austur Hlíðargötu frá Hlíð, áleiðis austur vestanverða Selvogsheiðina undir Hlíðarfjalli. Heimildarmaðurinn, Snorri Þórarinsson frá Vogsósum, var með í för.
Hin gamla Hlíðargata liggur upp á Selvogsgötu (Suðurfararveg) með Kötlubrekkur á vinstri hönd, þar sem Kötluhraun kemur niður hlíð fjallsins.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hlíð segir m.a. um þetta svæði austur með Hlíðarfjalli:
„Hlíðarfjall byrjar við Urðarskarð, og eru þar landamerki Hlíðar og Stakkavíkur, og nær inn að Katlabrekkuhrauni. Hlíðin, Brekkur, Hlíðarbrekkur og Hlíðarfjallsbrekkur eru brekkurnar inn með fjallinu kallaðar. Einnig eru brekkurnar nefndar Urðin eða Stórurð, en rétt mun vera, að hluti sá, sem stórgrýttastur er, heitir svo, en það er mikil og stórgrýtt urð ofan frá brúnum niður í vatn, nær miðju. Slóðir tvær liggja eftir Brekkunum og eru nefndar Slóðin neðri og Slóðin efri (fyrir vegagerð).
Sprungnaflöt lá milli rústa og Hvolpatjarnar ofan Malarinnar. Skjólbrekka var vestan Hlíðarskarðs. Hlíðarfjallsbrúnir voru brúnir fjallsins nefndar, en þær byrjuðu við Urðarskarð.
Á brúnunum norður og upp frá bænum voru Hamrarnir og voru fjórir móbergsstallar. Hinn vestasti hét Arnarsetur og hinn austasti Skjólbrekkuhamar upp frá Skjólbrekku. Þá tók við Hlíðarskarð með Hlíðarskarðsstíg.
Skútar nokkrir, sem fé leitaði skjóls í, voru uppi undir Hömrunum. Helgutorfa var flöt austan við Hlíðarskarð. Borgaskörð voru skörð í Hlíðarfjall austarlega. Á einum stað milli þeirra var Háhamar. Stekkatúnsbrekkur voru brekkur í fjallinu vestan við Háhamar, og þar hafði verið Stekkur og Stekkatún.
Hlíðargata lá frá Hlíð austur og inn með fjallinu.“
Hlíðargata er enn greinileg skammt austan þjóðvegarins. Skömmu eftir að lagt var stað var komið að tvískiptu heykumli vinstra megin götunnar. Hlaðnar eru tvær tóftir utan í stóran stein, önnur til vesturs og hin til suðurs. Í fyrstu mætti ætla að þarna hafi verið sauðakofar eða -kofi, en þegar fjárskjólið Áni, sem er þarna skammt suðsuðaustar, er skoðað liggur beinast við að tengja rústirnar því. Um opið á Ána er hlaðið á alla vegu. Ef grannt er skoðað í kring má sjá hluta af leiðigarði norðan opsins og sunnan þess. Hleðslan vestan við opið er nýlegri og ein við endann að norðanverðu. Líklegt má því telja að grjótveggurinn að austanverðu við opið hafi verið hafi verið hluti leiðigarðsins og fé þá runnið auðveldlega niður í fjárskjólið. Seinna, eftir að hætt var að nýta skjólið fyrir fé, hefur grjót verið tekið úr leiðigarðinum og hlaðið í vegginn að vestan- og norðanverðu svo fé færi ekki niður í hellinn, enda fyrrum hlaðinn stígur niður í hellinn þá verið farinn að láta á sjá. Leifar þessa stígs eða stéttar sjást vel þegar komið er niður í Ána.
Hleðslan hefur hrunið fremst, en sjá má grjót úr honum neðan við opið. Veruleg grjóthleðsla er niðri og vestan við opið, til að varna fé að fara innfyrir og norður með innganginum. Annars liggur meginrásin til suðausturs. Undarlegt þykir að ekki skuli vera fyrirhleðsla þar innar í hellinum, en líklegt má telja að þar hafi rásin verið lokað fyrir með trégrind til að varna því að fé færi innar í hana. Sjá má leifar af tré í hellinum. Í vesturveggnum er lítið gat og rás þar fyrir innan, lág. Áni hefur verið gott fjárskjól og það tiltölulega nálægt bænum.
Næst var komið að fjárborginni undir Borgarskörðum. Skörðin eru tvö (Háhamar, skilur þau að) og er borgin neðan þeirra, í Stekkatúnsbrekkum. Borgin er vel gróin og ferköntuð hlaðin rúst, heilleg, inni í henni. Í framangreindri örnefnalýsingu segir að þarna hafi verið stekkur og Stekkatún. Ekki er ólíklegt að borginni hafi verið breytt í stekk. Hún er sjálf hringlaga, en ferköntuð rústin inni í henni er svipuð og í Hlíðarborginni, en minni.
Hlíðarborgin er hægra megin götunnar, hlaðin vestan undir hraunhól líkt og borgin undir Borgarskörðum. Hún hefur verið allstór, tvíhlaðin, en síðan verið breytt í stekk með hús eða kró á milli, inni í borginni. Hlíðarborgin er enn eitt dæmið um breytta nýtingu á mannvirkjum í vestanverðri Selvogsheiði.
Suðaustan við Hlíðarborg, sunnan girðingar er umlykur beitarhólf þeirra Selvogsmanna, er Valgarðsborg. Hún er minni en hinar fyrrnefndu. Norðvestan við borgina, í lægð undir grónum hól, má vel greina mjög gamlar tóftir a.m.k. tveggja húsa. Allt bendir til að þarna hafi fyrrum verið selstaða og Hlíðarborgin þó nýtt sem hluti af því, Valgarðsborgin mun líklega hafa þjónað sem aðhald eða skjól því líklegt má telja að hún hafi verið yfirbyggð. Marka má það af því hversu lítil hún er og auk þess hafa veggir hennar verið nokkuð háir.
Þá var stefnan tekin upp heiðina, áleiðis að Strandarseli suðaustan undir Svörtubjörgum. Framundan þeim eru nefndar Selbrekkur. Bæði ofan þeirra og neðan má sjá minjar nokkurra selja, sem flest hafa gleymst mönnum. Þau virðast hafa týnst líkt og svo margt annað í Selvogsheiðinni, en ef vel er að gáð má varla þverfóta fyrir óskráðum minjum í henni, enda verið drjúgum nýtt fyrr á öldum frá bæjunum í Selvogi.
Svörtubjörg blasa við sjónum alls staðar úr Selvogi, bæði af sjó og landi. Þau eru oft í daglegu tali kölluð Björgin. Vestari endi Bjarganna er mið af sjó. Kindaslóði er alveg niður í Björgin. Þar fóru kindur niður og í Stígshellra, sem eru smáskútar fyrir neðan. Fyrir þá fennti í norðanbyljum, og fé tepptist þar.
Vestarlega á Björgunum ber Grágæsanípu hátt. Það er klettur, sem slútir fram. Þar var oft hrafn. Eiríksvarða er því sem næst á Björgunum miðjum. Sagt er, að Eiríkur prestur á Vogsósum hafi hlaðið hana til varnar gegn Tyrkjum. Eitt fet er frá Eiríksvörðu fram á brún. Austast í Björgum er Gatahóll. Geta bæði menn og skepnur gengið í gegnum hann.
Þegar gengið hafði verið yfir Hraunhóla var skömmu síðar komið á svæðið undir Selbrekkum og sáust þegar tóftir húsa. Þær eru reyndar ógreinilegar og að öllum líkindum mjög gamlar. Svæðið er að öllu jöfnu utan göngu- og alfaraleiða. Tvær rústir eru vestast. Norðaustan við þær er hlaðinn gangur, fallinn. Hann hefur áður verið reftur og sennilega legið í tvær áttir, suðurog norður, eftir að inn var komið. Þegar gangurinn féll saman opnaðist niður í syðri hluta hellisins, sem þarna er undir. Hellirinn er stór, ca. 100m2, gólfið slétt og hátt til lofts. Fyrirhleðsla er austan við niðurganginn, stór. Hægt er að komast yfir hana til norðurs og er þá farið framhjá miklum hleðslum á vinstri hönd, sem hafa verið hluti gangsins. Þar liggur hellirinn til norðausturs, en er miklu mun lægri en suðurhlutinn. Vegna þess hversu hreint gólfið er í suðurhlutanum virðist sá hluti hans annað hvort verið notaður sem búr og geymsla eða einungis verið notaður í skamman tíma. Norðurhlutinn gæti hins vegar hafa verið notaður undir fé. Ofan á suðurhlutanum er hlaðin kví. Skammt norðaustan við hellisopið er annað op, langt og ílangt.
Norðan við skjólið er tóft. Austan hennar er annað fjárskjól, slétt í botninn og rúmgott (ca. 60m2). Opið er í gegnum skjólið, en inngangurinn hefur verið að sunnanverðu því hlaðið er þvert fyrir nyrðra opið.
Tóftir eru norðan við síðarnefnda fjárskjólið og hlaðin kví norðan þeirra. Svo virðist sem þær hafi verið hlaðnar fyrir op á enn einum hraunssalnum, en fallið saman og lokað opinu. Þó má sjá að rými er þar fyrir innan.
Fjárskjól er í hattslaga hraunhól nálægt minjunum. Einnig í litlum hraunhól norðan þeirra (varða ofanb á) og auk þess er enn eitt fjárskjólið skammt norðaustan við tóftirnar. Það er rúmgott rými með sléttu gólfi og fyrirhleðslu svo fé kæmist ekki nema takmarka inn í hraunsrásina, sem það er í.
FERLIR hefur áður skoðað þetta svæði, s.s. með Guðmundi Þorsteinssyni, hellamanni frá Þorlákshöfn, en þá var fyrstnefnda fjárskjólið nefnt Bólið til aðgreiningar. Ekki er ólíklegt að ætla að þarna sé komið hið eiginlega Vogsósasel, enda í landi Vogsósa.
Ljóst er að þetta svæði hefur að geyma miklu mun fleiri minjar og væri ástæða til að gaumgæfa það betur. Ferðin var notuð til að rissa upp þær minjar, sem bornar voru augum.
Efst í Hlíðardal var bær Indriða lögréttumanns Jónssonar. Hann var þar á fyrri hluta 17. aldar, merkur maður, góður skrifari og smiður. Ekki er með öllu útilokað að tengja óljósar hleðslur uppi á hraunhól vestan Svörtubjarga veru manna í dölunum (Strandardal og Hlíðardal) fyrrum. Þó gæti þarna hafa verið um aðstöðu til að ná fé að ræða. Þá er og mjög sennilegt að grónar hlíðar og sléttur undir björgunum hafi verið slegnar til að afla viðbótartöðu þegar þannig áraði. Grjót virðist hafa verið tekið úr mannvirkinu í undirhleðslu girðingar, sem legið hefur niður með vestanverðum Björgunum.
Gengið var til baka vestur með og undir hlíðunum, um Suðurfaraleiðarhliðið á Suðurfaraleið og vestur Hlíðargötu. Þokan sveipaði umhverfið dulúðlegu yfirbragði.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Hlíðarborg

Hlíðarborg.

Krýsuvík

Eftirfarandi fróðleikur barst frá einum FERLIRsfélaganna: „Rakst á meðfylgjandi bréf frá hjáleigubændum í Krýsuvík um daginn og datt í hug að þið hefðuð gaman að.
Bréfin eru til krysuvik-spegill-221Landsnefndarinnar fyrir sem starfaði hér á landi á árunum 1770-1771 en þá gafst landsmönnum tækifæri á að skrifa til konungs eða embættismanna hans milliliðalaust (þ.e. án aðkomu innlendra embættismanna, s.s. sýslumanna) og segja álit sitt á stjórnun landsins, viðreisn atvinnuveganna eða bara hverju sem var sem þeim lá á hjarta. Það notfærðu hjáleigumenn í Krýsvík sér og fjölluðu um samskipti sín við Krýsuvíkurbóndan. Hátt í tvö hundruð bréf bárust nefndinni alls, bæði frá embættismönnum hér á landi og almenningi.
Bréf Krýsvíkinganna er einstakt að því leyti hve mikið af örnefnum á svæðinu koma fram. Gaman væri að vita hvort sérfróðir menn um svæðið þekki örnefnin og geti staðsett þau?
Þess má geta að Símon Sighvatsson sem getið er um í bréfinu er sá hinn sami og vann við brennisteinsvinnsluna á meðan hún var í gangi ca. 1755-1763. – Með bestu kveðju.“

Tvö bréf til Landsnefndarinnar frá hjáleigubændum í Krýsuvík. – ÞÍ. Rtk. 18,6 örk 11. (liggja með bréfum úr Árnessýslu):
„Veleðla, hálærðir og háttagtaðir herrar!
Náð, heilsa, lukka og blessan af Guði föður og drottni vorum herra Jesú Christo. Vér undirskrifaðir Vernharður Rafnsson og Hallvarður Jónsson ábúendur á Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkurhverfi.
Stori-nyjabaer-31. Gefum fyrst til vitundar ásigkomulag jarðarinnar. Á þessari jörð sem við nú á búum voru fyrst þriðjungaskipti það menn lengst til muna og bjó annar á tveim pörtum jarðarinnar og hinn á þriðjungi, voru og eru bæirnir nefndir Austurbær og Vesturbær. Austurbænum fylgdu 2 partar jarðarinnar og Vesturbænum þriðjungurinn og skipti gata túnum af bæjarhlaði norður og suður í mýri til suðurs en í mel til norðurs. So og voru tilgreind örnefni eður kenniteikn engjanna, beggja partanna jarðarinnar, sem so nefndust, Flóðakrókur, Teitsflóð, Fremri-Álfsteigur, á miðli Álfsteiga, Innri-Álfsteigur. Þessar engjar sem nú eru nefndar tilheyrðu þriðjungi jarðarinnar og eitt kúkvíildi, eftir hvört voru goldnir 2 fjórðungar smjörs og tvær vættir af hörðum fiski í landskuld. Austurbænum eður tveim pörtum jarðarinnar tilheyrðu sonefnd Engjapláts, Kringlumýri, Mosar eður lítið holt það sem Nýjabæjar engjagarður á stendur.

fifumyri-1

Þar fyrir norðan nefnist Syðri-Höfði og Nyrðri og Fífumýri fyrir austan Litla-Lambafell, fyrir norðan og austan Gilið nefnist fyrst Þúfnamýri vestanundir Seljamýrarholti og Arnarófur áfastar við Þúfnamýri. Frá fyrrnefndri Kringlumýri fyrir austan Gilið nefnast Dýjarófur, Blettir, Höfði, Grasgil, Litli-Höfði fyrir vestan Seljamýrarholt. Fyrir austan greint holt nefnist Seljamýri og Nýjabæjarhvammur. Eftir þessa tvo parta jarðarinnar guldust árlega í hörðum fiski 4r vættir. Eitt kúkvíildi og þrjár ær fylgdu þessum tveim pörtum, eftir þetta hálft annað kvíildi guldust 3 fjórðungar smjörs.
Seljamyri-2

Nú nefnist sá bóndi er bjó á Krýsuvík Sveinbjörn Eiríksson og kona hans Hallbera Jónsdóttir, að fyrrnefndum Sveinbirni sáluðum giftist Hallbera aftur velnefndum Jóni Sigmundssyni, hvör og so er sálaður. Í tíð Sveinbjarnar var heimajörðinni Krýsuvík skipt til helminga og kom til jarðarinnar móti Sveinbirni og Jóni sál. Sigmundssyni, Magnús Jónsson nú búandi á Stafnesi, hann bjó á helmingi jarðarinnar. Að Magnúsi burtviknum og Jóni sáluðum, bjó fyrrnefnd Hallbera ein á heimajörðinni Krýsuvík þar til Símon Sighvatsson tók við jörðinni, sem nú er jarðarinnar ábúandi.
Í tíð fyrrnefnds Sveinbjarnar Eiríkssonar bjó sá maður fátækur er Jón Jónsson hét á tveim pörtum Stóra-Nýjabæjar. Þá skipti Sveinbjörn engjum Stóra-Nýjabæjar sem tveim pörtunum tilheyrðu til helminga (að hann sokallaði) og tók þann partinn er hann sjálfur vildi og lét eina vætt af landskuld niður falla. So og tók hann til sín þær þrjár ær sem jörðinni fylgdu og setti aftur kúkvíildi, hvar eftir han tók 2 fj. smjörs, og þessi kvíildaþungi helst við jörðina enn nú og sama er að segja um Nýjabæjarengjar er Sveinbjörn sér skipti, að þær yrkir og heldur hvör Krýsuvíkurbóndi eftir annan, jafnvel þó Stóra-Nýjabæjar fátækir ábúendur stórlega eftir sjái.

Krysuvik - vesturengjar

Í tíð Hallberu Jónsdóttir var Stóra-Nýjabæ skipt til helminga að forngildunni frátekinni, og ég Vernharður Rafnsson óskaði eftir mínum parti forngildunnar og fékk ég ekki. So og er engjastykki með hefð fallið undan Stóra-Nýjabæ úr þriðjunga engjunum til heimajarðarinnar, og fyrir það ekkert fiskvirði niðurfallið, hvört engjastykki ég nefni Flóðakrók er fyrrnefndi og Teitsflóð allt, allt að Fremra-Álfsteig, hvört engjastykki ég meina 6ta part af þriðjunga engjun-um. Þetta engjastykki sýnist mér okkur báðum tilheyra sem nú búum á Stóra-Nýjabæ. Sömu-leiðis á Járngerðastaða manntalsþingi, óskaði ég eftir mínum parti forngildunnar og fékk ég ekki.
Krysuvik - vesturengjar - 22. So eru og afmarkaðar fjörur sem Stóra-Nýjabæ fylgja og so nefnast Bergsendi, og í öðrum stað Keflavík, á hvörjum greindum fjörum vér tökum söl oss til lífsbjargar, en ekki megum vér þar eitt trékefli af taka, hverki til jarðarinnar húsa eður bæta nokkra vora búshluti er vér þurfum daglega á að halda.
3. So og hlýt ég gefa til vitundar ásigkomulag um heilsu mína og fémuni sem er, ég er vanfær maður og veikur, og oftar í rekju liggjandi en á fæti vinnandi, so er og kona mín heilsulin orðin, og ekki er fyrir okkur að hafa utan einn piltur um tvítögs aldur, sem er launsonur minn, so og er laundóttur konu minnar, og er þetta okkar fyrirvinna. En um fjármuni er það að segja að við eigum 5 ær veikar af kláðapest, eina kú og eina kvígu að fyrsta kálfi og eina kálflausa kvígu, og tvísýnt að þessir gripir lifi fyrir hor og 7 hross klifbær og 2 trippi, einn 6 ræðing og verð ég að kaupa mann úr annarri sveit fyrir 40 álnir að vera formann fyrir skipinu.
Á þessu ári 1770 var uppá mig fluttur undirvetur, bróður minn skilgetinn Hálfdan Rafnsson að nafni, mállaus og so gott sem mætti fyrtur í læri, síðu og handlegg, hvörjum ómaga eftirfylgdi kona hans og eitt barn, og taldist ég undan móti þeim að taka, og sögðu þeir það legði sig sjálft að leggja honum af sveitinni, og hafa þeir það soleiðis efnt að ég hef meðtekið eina mjöl hálftunnu af því innflutta forskemmda gamla mjöli, og annað hef ég en nú ekki meðtekið. Þetta átti að vera fyrir vökvum. En fyrir guðssakir skyldast til að hýsa þennan ómaga flutti lögréttumaðurinn mr. Jón Stefánsson á Járngerðastöðum í Grindavík og hreppstjórinn mr. Símon Sigvatsson á Krýsuvík á mitt heimili. Ég bið Guð á himnum og herra Danmerkur kóngsins innsenda herra á málefni mitt að líta hvört mig rétt skeður. Þetta staðfesti ég í kör liggjandi með mínu réttu skírnarnafni og hjáþrykktu signeti. –
Stóra-Nýjabæ, Vernharður Rafnsson d. 1. júní 1771. Hallvarður Jónsson L. S.“

Og seinna bréfið…

krysuvik 1810-2„Vér undirskrifaðir ábúendur á Krýsuvíkur-hjáleigum gefum til vitundar. 1. Um okkar afmarkaða fjöru sem vér tökum söl oss til lífsbjargar, hvar og so er trjáreki hvörn heimabóndi Krýsuvíkur hirðir og til sín tekur, og megum vér ekki þar af taka álnar langt tré. En þurfum þess þó nauðsynlega við til uppbyggingar vorra leiguhúsa og verkfæra sem vér daglega meðþurfum. En sumir af oss so fátækir að vér getum ekki keypt til húsa eður verkfæra sem vér meðþurfum.
2. Um ásigkomulag hjáleignanna. Fyrst Suðurhjáleiga, henni fylgir eitt kvíildi, eftir hvört árlega eru goldnir 2 fjórðungar smjörs og þrjár vættir af hörðum fiski árlega í landskuld. Þar nærst Norðurhjáleiga sem fylgir eitt kvíildi og eftir það árlega goldið 2 fj. smjörs og 2 vættir í landskuld árlega.

Krysuvik-442

Þriðja hjáleiga, Litli-Nýjabær, fylgir 1 kvíildi og eftir það goldnir 2 fj. smjörs árlega og tvær vættir af hörðum fiski árlega í landskuld. Í þessar skuldir gildir ekki annað að bjóða þó bág tíð falli, en fisk í landskuld og smjör í leigur.
3. Hér er og so bjarg það við sjó sem fuglvarp er í og festi tilbrúkuð að ná fugli og eggjum í þessu bjargi. Bóndinn í Krýsuvík á festina og tekur eftir hana hlut, hann setur þangað so marga menn sem hann vill, en hvör hjáleigumaður á þar einn mann. Krýsuvíkurbjarg er óskipt land og tekur heimabóndi Krýsuvíkur landhlut af þessu bjargi, sömuleiðis tekur hann menn undir festina úr öðrum plátsum til fulls hlutar þá hann vill, að hjáleigumönnum sínum óaðspurðum.
4. Laust við þetta bjarg er og so umflotið sker eður klettur sem fuglvarp er á, í hvörn nefndan klett ekki verður utan á skipi komist. Af þeim klett tekur heimabóndi landhlut og eru nú 8 ár síðan sá landhlutur var fyrst tekinn, og muna ei menn að hann hafi fyrr tekinn verið.
vigdisarvellir-2215. Það er sagt að allt Krýsuvíkurland sé óskipt að fráteknum túnum og engjum. Hér í Krýsu-víkurlandi eru selstöður frá tveimur bæjum í Grindavík, nefnilega Hópi og Þórkötlustöðum. Tekur heimabóndi 1 rixdal árlega frá Hópi en 8 ræðing lætur hann ganga á Þórkötlustöðum sem kvittar þeirra selstöðu, en búsmali þeirra gengur í óskiptu Krýsuvíkurlandi, að fráteknum þeim mikla yfirgang er hross þeirra í Grindavík, tamin og ótamin, veita Krýsuvíkur innbyggj-urum árlega bótalaust á þeirra engjum.
6. Vér Krýsuvíkur innbyggjarar erum til kvaddir að gjöra allt torfverk að Krýsuvíkurkirkju og kirkjugarða og fáum hvörki mat né drykk eður nokkur laun fyrir það erfiði. En þetta skeður tíðast um þann tíma er menn þurfa að bjarga lífi sínum til lands og sjávar.
7. Allir hjáleigumenn hér sem tíund gjöra gjalda kirkjunni árlega 6 fiska og er sá tollur ljóstollur nefndur.
Hopssel II 8. Prestinum gjöldum vér árlega 15 fiska hvör hjáleigumaður í peningum eður undir stakk.
9. Sálist fullorðinn maður hér innan sóknar þá mega menn gjalda 24 fiska í legkaup og prestinum 12 fiska. En eftir ungbarn eður tannleysing 12 fiska í legkaup og 6 fiska prestinum.
10. Allir þeir hjáleigumenn hér sem tíund gjöra gjalda árlega undir stakk 10 fiska hvör maður og er sá tollur kóngsfiskar eður gjaftollur kallaður.
11. Vér gefum og til vitundar halla þann eður afvigt er vér líðum í kaupstaðnum, þar okkar vigt stendur skjaldan eður aldrei heima í kaupstaðnum. En það oss er þar útvegið er oftast lagt á vora vigt.
12. Einninn gefum vér til vitundar bágindi þau sem langvarandi verið hafa og enn nú viðhaldast af fjárpestinni, að menn geta ekki bjargað sér til lands eður sjávar fyrir klæðleysi.
Þessu til frekari staðfestu eru vor undirskrifuð nöfn Krýsuvíkurhjáleigumanna, að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkurhverfi, dag 1. júní Ao 1771. –
Vernharður Rafnsson, Rafn Magnússon, Jón Jónsson, Magnús Ingimundsson, Hallvarður Jónsson.“

Heimild:
-www.skjalasafn.is, ÞÍ. Rtk. 18,6 örk 11. Lit. Hh. N° 2.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.