Grafarkot

Í Örnefnalýsingu fyrir Grafarholt, Björn Bjarnason 1967, er getið um sel frá Árbæ á Nónhæð, “austanverðum ásnum” ofan Grafar, suðaustan Grafarvogs. Í þá daga hafði jörðin Gröf ekki verið byggð eftir að hafa verið í eyði um tíma. Sömu sögu var að segja um Grafarholt og Grafarkot (Holtastaði).

Grafarkot

Grafarkot, Grafarholt og Gröf – kort 1908.

“Um Grafarkot segir í A.M. 1703; „byggð upp að nýju fyrir 50 árum, þar menn meina, að forn eyðijörð verið hafi og hún fyrir svo löngum tíma í auðn komin, að fæstir vita, hvað hún hafi til forna kölluð verið; eftir sögn eins gamals manns þykjast nokkrir heyrt hafa, að þessi jörð hafi heitið að fornu Holtastaðir“. Fornu rústirnar eru miklar um sig. Túnið hefur verið mikið stærra fyrrum og girt, en utan við það afar fornir (alsokknir) garðar og fjárbyrgi. Borgir og byrgi hafa víða verið hér, enda ætíð fremur á beit en gjöf að byggja fyrir sauðfé.

Grafarkot

Grafarkot 2022.

Á sauðaútflutningsárunum vóru hér geymdir 2200 sauðir um tíma, gerði næturbyrgingar búið til á þann hátt, að í túninu var rist ofan af löngum flögum og þökunum hlaðið í garða á ytri brúninni.
Sel hefur verið suðaustan undir ásnum [Nónhæð]. Það er í Árbæjarlandi.”

Gröf var við Grafará. Ofar var Grafarholt, eða Suður-Gröf. Enn ofar í hallanum var Grafarkot. Tóftir þeirra fyrstnefndu og síðastnefndu sjást að hluta til enn.

Árbæjarsel

Árbæjarsel í Nónhæð.

Í annars óaðgengilegri fornleifaskráningu Bjarna Einarssonar fyrir Reykjavík 1995 segir m.a. um fornleif í Nónæð, skammt vestan mýrarlækjar, sem rennur í Grafarlæk:

“Sel; 7x5m (A-V). Veggir úr torfi og grjóti, br. 0,6-1,3m og h. 0,2-0,5m. Fornleifarnar samanstanda af 2 hólfum (A og B). Dyr á báðum hólfum í N. Við NA- horn, er rúst 4x 3m (N – S).
Veggir úr torfi, dyr trúlega í N. Í A-vegg er stór steinn, 0,3×0,8 m. Nýlegur troðningur liggur yfir NA-horn hólfsins. 5m S af selinu er vegur (A-V), br. 2,5 m (gróinn) og l. 4 m.”

Árbæjarsel

Árbæjarsel – stekkur í Nónhæð.

Hér þrennu við að bæta; í fyrsta lagi er þriðja tóftin ekki við NA-horn selsins. Hún er við SV-horn þess. Í öðu lagi vantar í skráninguna forna fjárborg eða aðhald SV við selið. Og í þriðja lagi vantar stekkinn, sem tillheyra öllum öðrum selstöðum á Reykjanesskaganum. Hann er að finna á grónu svæði skammt vestan við selið.

Grafarsel

Grafarsel.

Í Örnefnalýsingunni segir auk þess: “Gröf/Grafarholt er býli sunnanvert við botn Grafarvogs. Það hét áður Gröf en þegar bæjarstæðið var flutt á núverandi stað árið 1907 var nafninu breytt. Gröf er eign Viðeyjarklausturs árið 1395 og varð konungseign við siðaskipti. Um 1840 var jörðin sel en árið 1943 var hún lögð undir Reykjavík og meginhluti hennar tekinn eignarnámi 1944. Í landi Grafar voru meðal annars Baldurshagi, Engi, Rauðavatn, Selás og Smálönd.144 Í Jarðabók Árna og Páls segir um selstöðu Grafar; „Selstöðu á jörðin í heimalandi, sem nauðsynleg er, því jörðin stendur á horni landsins, en er mjög landljett heima.“ Í örnefnalýsingu fyrir Gröf segir; „Djúpidalur er suðvestur af Grenisás, djúpur dalur. Hann er lokaður inni, en opnast suður að Hvömmum, skáhalt að svonefndum Selbrekkum. … .Þá eru Selbrekkur, er ná alveg frá Rauðavatni upp að Tvísteinum. Þar sér fyrir seltóftum efst í aðalbrekkunni.“ Grafarsel er enn vel sýnilegt ofarlega í grasigróinni brekku norðaustur af Rauðavatni.”

Árbæjar er ekki getið í Jarðabókinni 1703.

Árbær

Árbær – fornleifauppgröftur.

Í “Byggðakönnun – Árbær – 2017” segir: “Elsta heimild um Árbæ er í skjali frá 31. júlí 1464. Þar votta Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason að Ólöf ríka Loptsdóttir hafi látið Gerrek gullsmið í Hafnarfirði fá silfur sem greiðslu fyrir jarðir Guðmundar Arasonar, sem hún og hennar maður Björn Þorleifsson höfðu keypt af konungi en Gerrekur átti að koma silfrinu til konungs fyrir þeirra hönd.

Saga Árbæjar er hins vegar mun eldri en þekktar heimildir gefa til kynna því árið 2016 leiddu fornleifarannsóknir á bæjarstæðinu í ljós að þar var búið á 11. öld og jafnvel þeirri tíundu. Leiða má að því líkur að það sama eigi við um búsetu á öðrum þeim jörðum sem hér eru til umfjöllunar.”

Heimildir:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. III: 296
-Bjarni F. Einarsson 1995, Fornleifaskrá Reykjavíkur.
– Örnefnalýsingu fyrir Grafarholt, Björn Bjarnason 1967.
-Byggðakönnun – Árbær – 2017.

Árbæjarsel

Árbæjarsel á Nónhæð – uppdráttur ÓSÁ.

Grindavík

Eftirfarandi grein Sæmundar Tómassonar, Æskuminningar [frá Grindavík], birtist í Lesbók Mbl 26.  mars 1961:
“Þegar ellin sækir að, mun flestum svo fara, að minningar fá æskuárum og æskustöðvum verða áleitnar. Og þá gera menn ósjálfrátt samanburð á því sem var og er, daglegum störfum og lífsvenjum, og undrast þær Norðurvörinbreytingar, sem orðið hafa á öllum sviðum.
Mér hefir þá stundum komið til hugar, að gaman hefði verið að eiga kvikmyndir af þjóðháttum og vinnubrögðum, eins og þetta var um aldamót. Og vegna þess að ég  var alinn upp í verstöð og brimlendingastað, verður mér frekast hugsað til þess hve mikilsvert hefði verið að eiga góðar kvikmyndir af sjóferðum á þeim árum, ýtingum og lendingum þegar illt var í sjó. Á ég bágt með að trúa öðru en að æskunni nú á dögum hefði þótt spennandi að horfa á slíkar myndir á tjaldi. En þó var enn stórkostlegr að horfa á raunveruleikann sjálfan, eins og við strákarnir fengum að gera. Þá voru leikslokin oft tvísýn og skammt á milli lífs og dauða, og þetta nam huga okkar enn fastar vegna þess að þarna áttu í hlut nánustu ættingjar okkar og  vinir.
Ég var alinn upp á Járngerðarstöðum (eystri bænum) í Grindavík og æskuminningar mínar eru aðallega bundnar við fiskveiðar og róðra í misjöfnum veðrum á vetrarvertíð. Þarna var sjór sóttur á opnum skipum og oft teflt djarft. En náttúruöflin voru líka oft víðsjál og á skammri stund gat skipast veður í lofti. Bar það stundum við þegar skip voru á sjó í logni, að sjór breyttist skyndilega, öldurnar stækkuðu mjög ört, og þá gat farið svo er skipin komu undir land, að þá braut á öllum grynningum. Var þá kallað að allir boðar voru uppi. En albrima var kallað þegar brotin lokuðu öllum leiðum.
Grindvískur sjómaðurÞá var oft alvara á ferðum, er mörg skip voru á sjó. Þyrptust þá flestir ungir og gamlir niður að lendingunni og horfðu með kvíða og eftirvæntingu á skipin, sem nálguðust sundið. Þau urðu að bíða eftir lagi nokkuð langt frá landi. Talið var að lag kæmi helzt eftir stærstu brotin, og þá var lagt á sundið, ef það þótti fært. Stundum var þá helt lýsi í sjóinn til að kyrra hann, og þótti það oft gott bjargráð. Þegar lagt var á sundið urðu menn að leggjast á árar af allri orku og þá var um að gera að allir væru samtaka og engin mistök ætti sér stað, því að hér var um líf og dauða að kefla. Var þessi róður því oft kallaður lífróður, en stundum líka brimróður.
Þegar komið var inn úr sundinu á svokallað lón eða legu, gátu menn kastað mestu mæðinni. Stundum urðu þeir þó að bíða lengi lags inn í sjálfa vörina, eða lendinguna. Þegar hátt var í sjó og mikið brim, var þarna oft mikil hætta á ferðum og mátti engu skeika. Vörin var ekki annað en klettakvos, klappir og grjót á báðar hendur.
Ef eitthvert skip hafði ekki róið um daginn, komu skipverjar af því, skinnklæddir niður í vör til að taka á móti fyrsta bátnum. Stóðu þeir þar í sjónum í tveimur fylkingum, og renndi síðan skipið inn á milli þeirra. Árar voru lagðar inn í skipið, formaður beitti stjakanum til þess að skipið snerist ekki flatt við sjónum. Og svo gripu sterkar hendur um bæði borð og drógu skipið upp í fjöru þar til það var úr allri hættu. Mátti þá sjá mörg traust og örugg handtök, enda voru þessir menn volkinu vanir og vissu hvað í húfi var. Þarna háði maðurinn nokkurs konar kappleik við hin villtu náttúruöfl, og fyrir unga drengi var þetta áhrifamikil sjón, því að þeir vissu hvað í veði var. En ótrúlega sjaldan urðu slys í þessari miklu brimstöð.
Mér finnst rétt að skjóta hér inn fáorðri lýsingu á húsakynnum heima. Fyrst var á baðstofan, þar sem heimafólk svaf. Þar voru 10 rúm, sex í suðurenda og fjögur í norðurenda. Milli skilrúmanna þar var eitt stafgólf og þar var uppgangurinn. Beint á móti dyrum var stórt borð, kallað kaffiborð. Þar var drukkið morgunkaffi á vertiðum. Svo voru tvö hús úr timbri, annað allstórt á þeirra tíma mælikvarða, og í því allstór stofa og gestaherbergi. Svo var sjóbúð, alltaf kölluð “Búðin”. Veggir hennar voru hlaðnir úr grjóti og reft á þá, en á áreftinu var tvöfallt þak. Með báðum veggjum voru grjótbálkar. Það voru rúm sjómannanna og ekkert timbur í þeim nema rúmstokkar og milligerðir. Hvert rúm var ætlað tveimur Stígurmönnum og voru þeir kallaðirlagsmenn. Enn voru þarna útihús, svo sem smiðja, og nokkrir torfkofar.
Þegar ég var að alast upp voru gerðar út frá okkur tvær fleytur og stundum þrjár; voru það þá tveir áttæringar og eitt sexmannafar. Á þessi skip þurfti 30 menn, og voru því margir aðkomumenn á vetrum, líklega um tuttugu. Voru þeir úr ýmsum áttu, en flestir úr Árnes- og Rangárvallasýslum. Í “Búðinni” voru sex rúm og þar voru alltaf 12 menn. Handa hinum voru gerð bráðabirgðarúm í hinum húsunum.
Oftast höfðu sjómenn sjóklæði sín heima og voru þau geymd í sérstökum torfkofa, þar sem þau gátu ekki frosið á nóttum, því oft voru mikil frost framan af vertíð. Þessi sjóklæði voru saumuð úr skinnum, ýmist úr sauðskinnum, kálfskinnum eða há, og voru því kölluð skinnkæði. Þau voru sjóhattur, stakkur og brók, og svo voru skór úr sútuðu leðri, sem mest líktist sólarleðri. Skinnklæðin voru smurð með þorskalýsi, eða lifur núið í þau, svo að þau þyldu betur bleytu. Þetta gátu verið beztu flíkur, og þeir sem kunnu að klæðast þeim rétt, þoldu vel bæði sjólvolk og kulda. Í þessi sjóklæði fóru menn oft á morgnana heima og gengu í þeim til skips, en sjávargatan hjá okkur var um hálfur kílómetri.
Við skulum hugsa okkur að við séum komin til Grindavíkur á vertíðinni 1898, eða fyrir 63 árum. Og svo skal ég reyna að lýsa fyrir ykkur einum degi þar. Það er ekki neinn ákveðinn dagur, heldur einn af mörgum, því að hið sama gerðist þar dag eftir dag og ár eftir ár á sama tíma. En ég tek dæmið frá vetrarvertíð, því að hún var aðalbjargræðistíminn og þá var mest um að vera. Þá var þar og fjölmennast, vegna þess hve margir vour vertíðarmenn; þeir voru ýmist kallaðir Norðanmenn eða Austanmenn, eftir því hvaðan þeir voru, eða aðeins sjómenn.
Vertíðin er nýlega byrjuð. Þá var allatf notuð ýsulóð (sem nú er kölluð lína). Var hún beitt að kvöldi, en róið þegar með birtu á morgnana. Þá voru ekki til nein ljósatæki, er bátar gátu notað, svo að þeir urðu að haga sér eftir dagskímunni, en alltaf var lagt á sjóinn áður en fullljóst var.
Það var oft þessa morgna, að við krakkar vöknuðum við mikinn umgang, því að allt var á ferð og flugi í baðstofunni er heimamenn voru að búast á sjóinn. Svo Frá Grindavíkbættist það við, að flestir aðkomusjómenn komu úr útihúsum til baðstofu, stundum skinnklæddir, til þess að fá sér kaffi eða mjólkurbland. Það hafði einhver vinnukonan hitað. Ekki var neitt með þessari hressingu annað en kandísmoli. Aldrei man ég eftir því að sjómennirnir fengi matarbita á morgnana, enda munu þeir ekki hafa verið matlystugir svo snemma dags.
Þessi hamagangur stóð þó ekki lengi. Allir flýttu sér sem mest þeir máttu. Það þótti mannsbragur að því að vera fljótur til skips, og seinlátir menn voru all staðar illa liðnir. Við vorum þá heima þrír strákar 10-12 ára að aldri. Langaði okkur jafnan til þess að fara með piltunum austur að sjó, sem svo var kallað, einkum ef við höfðum heyrt þá minnast á við kaffiborðið, að nú mundi verða “lá”. Þá héldu okkur engin bönd, og upp úr rúmunum rukum við og eltum þá, til þess að horfa á þegar ýtt var á flot í “lá”. Þegar flóð var að morgni og alda í sjónum, brotnaði hún við landið og gengu þá tíðum ólög inn í vörina. Það var kallað “lá”.
Í vörinniÞegar skipi hjá okkur var hrundið til sjávar, var skuturinn jafnan látinn ganga á undan. Þegar “lá” var, þá var skipið sett fram á fremsta hlunn, algveg við sjó, og þurfti þá stundum að bíða eftir lagi. Formaðurinn fór þá upp í skipið aftast og stóð þar með 12-14 feta langa stöng, sem kölluð var stjaki. Var broddur í einda stjakans og notaði formaður stjakann ef rétta þurfti skipið þegar ýtt var. Öllum árum var stungið niður í “sog”, það er við kjöl, og risu þær svo frá borði. Hver maður stóð við sinn keip, og árin í keipnum.
Nú var beðið með eftirvæntingu þangað til hið stóra augnablik kom, að formaður “kallaði lagið”. Sagði hann þá oft: “Áfram nú, blessaðir”, eða einhverja aðra hvatningu til hásetanna. Þá máttu engin mistök verða, ef vel átti að takast ýtingin, halda skipinu á réttum kili og fylgja því, en komast þó upp í það sem fysrt, maður á móti manni og allar árar í sjó á svipstundu. Seinastir fóru fremstu mennirnir upp í, þeir voru kallaðir framámenn. Svo varð að róa lífróður til þess að vera ekki fyrir næsta ólagi.
Það kom fyrir, þegar ýtt var í “lá”, að ýmis smámistök áttu sér stað, einkum í vertíðarbyrjun, meðan menn voru óvanir og ekki samæfðir. Þar var alltaf brýnt fyrir óvönum mönnum, að þeir mætti alls ekki sleppa hönd af skipinu, og kæmist þeir ekki upp í það, þá að halda sér sem fastast í það og dragast út með því þangað til það væri úr hættu. Þetta vildi koma fyrir, að menn kæmist ekki upp í skipið, stundum tveir eða þrír. Og svo drógust þeir með skipinu út á legu, og þar voru þeir innbyrtir. Það þótti alltaf leiðinlegt til afspurnar að láta innbryða sig. En við strákaranir skemmtum okkur kostulega Frá Grindavíkvið að horfa á mennina dragast með bátnum og síðan innbyrta. Þetta skeði ekki eftir að sjómennirnir fóru að æfast, en þeim var hættast við þessu, sem ekki höfðu róið í Grindavík áður, eða voru óvanir brimlendingum.
Þótt okkur strákunum þætti þetta kátleg sjón, sem við vildum sízt af missa, máttum við þó ekki eyða alltof löngum tíma niðri hjá vörinni, því að við höfðum líka skyldustörfum að gegna, þótt ungir værum. Við áttum að annast skepnurnar, hross og lömb, sem voru í húsi. Fyrst urðum við að gefa lömbunum og því næst láta hrossin út og reka þau niður í fjöru. Þar var oftast þari og hann rifu þau i sig. Við urðum að tína saman þara þarna í fjörunni og bera hann heim í hesthúsin og láta hann í stallana. Stundum var hann svo grófgerður að við urðum að brytja hann með hníf. Þar næst urðum við að sækja niður í fjöru gödduð bein, dálka og litla þorskhausa, berja  vel og láta í stallana með þaranum, og dreifa svo örlitlu af heyi ofan á. Þetta átu hrossin á nóttunni.
Þegar við höfðum lokið þessum störfum var oft liðið svo á daginn að skipin voru að koma að. Þá varð nú að hlaupa niður í fjöru til þess að vita hvort okkart menn væru komnir. Fórum við þá með skóna þeirra handa þeim, því að þegar þeir skinnklæddust heima, skildu þeir skóna sína alltaf eftir. Oft fórum við með drukk handa þeim í fötu, það var sýrublanda, einkum ef norðanátt var og sýnt að þeir hefði fengið barning, því að þá komu þeir móðir og sveittir að landi og þótti hressandi að fá sýrublöndu að drekka.
Stundum urðum við að bíða eftir okkar mönnum, en þegar þeir voru lentir og við höfðum haft tal af einhverjum þeirra, helzt formanninum, og spurt um það sem við þurftum að vita, þá urðum við að taka sprettinn heim og láta vita að þeir væru komnir að. Og spurningarnar sem við vissum að við þurftum þá að svara, voru alltaf þessar: Hvað fiskuðu þeir mikið? Hvað seiluðu margir? Þarf að senda þeim kaffi og bita? Kom þeir heim að borða? Um allt þetta höfðum við orðið að þýfga formanninn áður til þess að geta gefið fullnægjandi skýrslu heima.
Spruningin um hve margir seiðluðu var algeng vegna þess að menn vissu að af hverri seil komu 4-5 í hlut. Það minnsta var að einn seilaði, en stundum átta, ef skipið var fullt af fiski. Og þegar það heyrðist að 8 hefðu seilað, þá komust allir á loft, bæði ungir og gamlir.
Frá GrindavíkÞað kom varla fyrir snemma á vertíð, að tvíróið var, en eftir að sílfiskur var kominn, var oft tvíróið og stundum þríróið. Þá notuðu menn eingöngu handfæri, því að net voru þá ekki notuð sunnan við Reykjanes. Það gerðist ekki fyr en upp úr aldramótum, og í mjög smáum stíl í fyrstu.
Að þessu sinni átti ekki að tvíróa, og piltarnir ætluðu allir að koma heim til matar þegar þeir höfðu komið skipinu í naust, borið upp fiskinn og skift honum. Að máltíð lokinni fóru þeir svo allir niður að sjó aftur til þess að gera að fiskinum og beita lóðina fyrir næsta dag. Þessu var venjulega lokið áður en myrkið datt á. Eftir það áttu sjómennirnir frí og máttu hvíla sig og spjalla saman.
Um líkt leyti höfðum við strákarnir lokið skyldustörfum okkar, gefið lömbunum seinni gjöf og komið hestunum í hús, ásamt ýmsum fleiri snúningum. Eftir það máttum við leika okkur.
Á föstunni voru Passíusálmarnir sungnir á hverju kvöldi og lesin hugvekja. Voru sjómennirnri þá oft við í baðstofunni. Þó var það stundum, ef þeir komu seint af sjónum, að þeir fóru beina leið inn í “Búð”. Þá fengu þeir léðar bækur heima, og svo las einhver upphátt Passíusálm og hugvekju, áður en gengið væri til náða eftir langan og oft heillaríkan vinnudag.
Nú er öldin önnur. Nú ganga sjómennirnir í Grindavík á báta sínu við bryggju, og þegar þeir koma að, leggjast þeir við bryggju og ganga þurrum fótum af skip á land. Nú er, sem betur fer, ekki um að ræða hættulegar ýtingar og lendingar, og á öllum vinnubrögðum er reginmunur frá því sem áður var.
Hvern skyldi hafa órað fyrir því í Grindavík um aldarmótin, að slík gjörbylting mundi verða á næsta mannsaldri?”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, sunnudagur 26. mars 1961 – Sæmundur Tómasson – Æskuminningar.Flagghúsið-21Grindavik

Nykur

Fyrirbærið “nykur” kemur fyrir í ýmsum þjóðsögum, án þess að vitað sé til tilvist þess hafi nokkru sinni verið staðfest með óyggjandi hætti; ljósmynd, rissi eða nákvæmri lýsingu fleiri vitna á tilteknum stað á skráðri stundu.

Nykur

Nykur.

Nykur er því þjóðsagnaskepna. Hann á að líkjast gráum hesti, en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn.
Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap. Finngálknaður er eins og nykrað dregið af heiti furðuskepnu, en finngálkn var maður ofan en dýr að neðan. Aðrir segja það afkvæmi makalausra skepna.
Til þess að hrekja nykur á flótta átti að vera nóg að nefna nafn hans.

Heimild:
-visindavefur.hi.is

Keflavíkurflugvöllur

Eftirfarandi “Tilkynning frá ríkisstjórninni” birtist í Morgunblaðinu árið 1942:

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur, vígsla.

“Í því skyni að ameríska hernum megi takast að verja Ísland og draga sem mest úr áhættu landsmanna, er aðeins takmörkuð umferð leyfð um svæði það á Reykjanesi, sem sýnt er á hjer birtum uppdrætti.
Á Reykjanesi norðvestanverðu alt það svæði, sem afmarkast af línu dreginni yfir nesið, og liggur hún þannig; hefst í Litlu-Sandvík og liggur þaðan austur á við h.u.b. 6.3 km. til staðar, sem liggur um 1 km. í suður frá Sandfellshæð, þaðan í norðaustlæga átt h.u.b. 13 km. vegalengd upp á brún hæðar þeirrar, er nefnist Litla-Skógfell, þaðan í norður átt h.u.b. 6.3 km. vegalengd til strandarinnar skamt innan við Grímshól á Vogastapa.
Land það, sem aðeins takmörkuð umferð er leyfð um, skal ekki taka yfir Innri Njarðvík, Ytri Njarðvík, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði, Hvalsnes, Stafnes, Hafnir, nje heldur tiltekin landsvæði ræktuð eða umbætt og eru þau sýnd utan merkjalínu greinds svæðis á áðurgreindum uppdrætti.
Auk þess eru neðangreindir vegir innan svæðis umferðatakmörkunarinnar undanskildir takmörkuninni, svo sem sýnt er á uppdrættinum, sem hjer er prentaður með:
1. Vegurinn um Njarðvíkur, Keflavík, Leiru. Garð, Sandgerði og Stafnes.
2. Vegurinn frá Innri-Njarðvík til Hafna.
3. Vegurinn til Grindavíkur.
Landamerki þessara kauptúna og svæða verða auðkend með staurum máluðum rauðum og hvítum.

BANNSVÆÐI
Bannsvaedi-221Allir þeir staðir, þar sem tæki eru sett upp, mannvirki reist eða hernaðarstörf framkvæmd, innan þess svæðis, sem aðeins takmörkuð umferð er leyfð um, eða eru afgritir og merktir sem slíkir, eru bannsvæði.
Íslendingar mega ekki fara inn á áðurnefnd svæði, sem bönnuð eru eða leyft takmörkuð umferð um, nema þeir hafi í höndum tilhlýðileg vegabrjef. Vegabrjef samþykt af íslensku ríkisstjórninni fást, þegar um þau er beðið hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og lögreglustjóranum í Keflavík og munu þeir leiðbeina umsækjanda til hlutaðeigandi ameríks starfsmanns. Umsókninni skulu fylgja tvær myndir af umsækjanda, 5×5 cm. á stærð. Umsóknin skal tilgreina þann sjerstaka hluta takmarkaðs eða bannaðs svæðis, sem umsækjandinn óskar að fara um, og sömuleiðis á hvaða tíma eða tímum og í hverjum tilgangi hann hygst að fara þar um. Sá sem fer um takmarkaða eða bannaða svæðið skal ávalt bera á sjer vegabrjef sitt.
Engar ljósmyndavjelar eða myndatökuáhöld má fara með inn á takmarkað eða bannað svæði nje geyma þar.
Vegabrjef þurfa Íslendingar ekki til þess að ferðast um neðangreinda vegi:
1. Veginn um Njarðvíkur, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði og Stafnes.
2. Veginn frá Innri-Njarðvík til Hafna.
3. Veginn til Grindavíkur.
Þar sem vegir þessir liggja um þau svæði, sem umferð er takmörkuð um, er frjáls að fara um veginn, en hvorki má farartæki nje maður staðnæmast þar nje dvelja.
Íslenskar flugvjelar mega ekki fljúga yfir áðurgreind svæði, sem umferð er takmörkuð um, og eigi nær þeim en í 24 km. fjarlægð. – Reykjavík 18. maí 1942.”

Heimild:
-Morgunblaðið 21. maí 1942, bls. 6

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Stapinn

Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði saman, er getið um eitt slíkt tilfelli. Sögnin er heldur óljós en atvikið virðist hafa átt sér stað á áttunda áratug 19. aldar.

Stapadraugurinn - eina ljósmyndin, sem náðst hefur af honum

Ónafngreindur maður úr Garði á Reykjanesi fannst nær dauða en lífi á Stapanum. Hann var borinn í Stapakot og var þar nokkurn tíma að jafna sig áður en hann fór heim. Þegar hann var spurður hvað fyrir hann hafði komið togaðist ekki upp úr honum nokkur skýring, en draugnum á Stapanum var kennt um það. Hans er líka getið í þætti af förumanninum Árna funa í sama safni, en ekki nema í framhjáhlaupi.
Að öðru leyti virðist segja heldur fátt af draugsa, en á hinn bóginn eru tvær sagnir um aðra reimleika þarna í grenndinni. Þeim sem ekki trúir á drauga þykir væntanlega fánýtt að velta því fyrir sér hvort það eru aðrar sögur af “sama” draug, en frásagnirnar gætu samt verið tengdar.
Fyrst ber að nefna Vogadrauginn, sem svo er kallaður. Ólíkt Stapadraugnum státar hann af almennilegri upprunaskýringu og auk þess hélt hann sig á bæjum. Sagan segir að ferðalangur hafi beiðst gistingar í Vogum, en verið úthýst þaðan og lagt leið sína yfir Stapann til Njarðvíkur. Veðrið var heldur misjafnt og maðurinn ferðalúinn og svangur. Morguninn eftir fannst hann svo dauður rétt við Grímshól á Vogastapa. Hann var borinn heim á bæinn þar sem honum hafði verið meinað um gistingu og var grafinn skömmu síðar.
Í kjölfar þessa varð vart reimleika á bænum og héldu menn að afturgangan vildi hefna sín fyrir litla gestrisni húsráðenda. Næstu ábúendur urðu líka varir við draugaganginn. Vomurinn sótti að húsfreyjunni
með svefnóværð mikilli því ekki hafði hún fyrri fest blund á kvöldin í rúminu fyrir ofan mann sinn en hún fór að láta illa í svefninum. Fyrst í stað vakti Jón hana, en jafnskjótt sem hún blundaði aftur kom að henni sama óværðin.
Bóndanum á bænum, Jóni þessum, tókst að reka “næturgestinn” af höndum þeirra en sá fór ekki langt heldur tók að ásækja bóndann í Tjarnarkoti þarna í nágrenninu. Jón var þá fenginn til að flæma drauginn þaðan líka og fylgdi hann hinum óhreina anda burt frá bænum í Tjarnarkoti og þangað sem nú er búð sú í Vogum sem heitir Tuðra. Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis þaðan sem hann væri kominn og gjöra aldei framar mein af sér í Vogum.
Upp frá því segir ekki mikið af þessum ógæfusama ferðamanni, nema að ekki þótti alltaf allt með felldu í Tuðru.
Á seinni tímum hafa svo komið til aðrar draugasögur sem tengjast akveginum við Vogastapa. Samkvæmt 
þeim er þar á kreiki bíldraugur. Eftir lýsingum að dæma stendur hann við vegbrúnina og sest inn hjá þeim sem af góðmennsku sinni bjóða honum far. Hins vegar lætur hann ekkert upp um það hvert hann ætlar og þegir þunnu hljóði. Eftir nokkra stund er hann svo horfinn eins og hann hafi gufað upp.
Önnur saga er sú að rétt við Vogastapa hreinlega birtist tveir menn í aftursætum bíla, sitji þar stutta stund í friði og spekt en hverfi svo jafnundarlega og þeir birtust. Þegar Árni Björnsson gaf út Íslenskt vættatal fyrir rúmum tíu árum gat hann þess að Stapadraugurinn hefði hrellt ferðamenn en látið minna á sér kræla eftir að nýja Reykjanesbrautin var lögð. Sennilega hverfur hann þá alveg þegar hún hefur loksins verið tvöfölduð.
Í framangreindu er m.a. vitnað í Guðna Jónsson, Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur IX, Ísafoldarprentsmiðja hf, Reykjavík, 1951, bls. 25, Árna Björnsson, Íslenskt vættatal, Mál og menning, Reykjavík, 1990, Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, Bókaútgáfan Þjóðsaga og Prentsmiðjan Hólar hf. Reykjavík, 1954, I. bindi bls. 378-9, og Sigurð Nordal og Þórberg Þórðarson, Gráskinna hin meiri, Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík, 1962, síðara bindi bls. 217-18.

Heimild:
-visindavefur.hi.is

Stapagata

Stapavegur.

Lönguhlíðahorn
Enginn veit með vissu hvað íslenzka flóran hefur að geyma margar tegundir af plöntum. Á hverju ári finnast allmargar nýjar tegundir, bæði af sveppum, fléttum og mosum sem ekki var áður vitað að væru til á Íslandi. Það er hins vegar sjaldgæfara að nýjar blómplöntur og byrkningar finnist. Undantekningar eru þó þó blómin sem fundust við Árnastíginn um árið…

Hvönn

Hvönn.

En eftir því sem best er vitað í dag, á þessari stundu, munu um 5.400 villtar tegundir plantna vaxa í landinu.
Fjöldi plöntutegunda á Íslandi er hlutfallslega lágur miðað við mörg önnur sambærileg svæði með svipuð veðurskilyrði. Skýringu þess er einkum að leita í einangrun landsins og skömmum tíma síðan ísöld lauk, en kuldaskeið íslandar hafa útrýmt mörgum tegundum, sem síðan hafa ekki átt afturkvæmt. Þó má á ári hverju sjá nýja landnema, ef vel er að gáð.
Á Íslandi eru nú skráðar:
-um 2000 tegundir af sveppum, auk um 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni.
-um 710 tegundir af fléttum.
-um 600 tegundir af mosum.
-um 430 tegundir villtra blómplantna.
-um 40 tegundir af byrkningum.

Bikarblóm

Bikarblóm.

Á Reykjanesskaganum er stundum sagt að þar sé einungis eitt blóm – og þá er mosinn ekki meðtalinn. Þetta blóm heitir stundum lambagras, stundum geldingahnappur, stundum bláklukka, stundum brönugras – allt eftir hvernig á það er litið. Þetta eina blóm vekur alltaf jafn mikla athygli, hvar sem til þess sést á annars fáskrúðugu landi. Þess vegna er svo mikilvægt að líta niður fyrir sig og í kringum sig næst þegar þegar gengið er utan vegar á skaganum. Horfa þarf á litla blómið, lit þess og lögun. Hvorutveggja segir til um nafn þess.
Á Reykjanesskaganum er annars stór hluti hans þakin hraunum og eru þau klædd mosaþembu (hraungambra), mólendi eða jafnvel kjarri, allt eftir aldri hraunanna.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Að öðru leyti ber mest á lyng- og heiðagróðri, mólendi eins og það er oftast kallað, en minna ber á graslendi eða jurtastóði þó það sé einnig til og þá aðallega í lautum og bollum. Einnig er töluvert kjarrlendi í brúnum. Á seinni árum hefur sá trjágróður sem gróðursettur hefur verið sett svip á landið og jafnframt hefur annar gróður tekið verulegum framförum vegna skjóls og friðunar. Þó má sjá verulega gróðureyðingu á einstökum svæðum, s.s. í Krýsuvík og á Strandarheiði og upp með fjallshlíðum, s.s. í Brennisteinsfjöllum.
Allur gróður á sér ákveðinn líftíma. Þá deyr hann og annar gróður tekur við. Á meðan vinna vindar, vatn og frost á veikburða gróðrinum og gerir nýjum erfitt uppdráttar.
Sjá meira um gróðir á Reykjanesskaganum HÉR, HÉR og HÉR.Heimildir m.a.:
-http://floraislands.is/

Hraungambri

Hraungambri.

Grótta

“Af Gróttu fara litlar sögur, og ekki er mjer kunnugt um hvenær bygð hefir hafist þar, en upphaflega var þarna hjáleiga frá Nesi, og hefir þó sennilega áður verið útróðrastöð.
Þess er getið í Jarðabók grotta-223Árna og Páls 1703 að kóngsskip, fjögra manna far, hafi fyrrum gengið þaðan, en því hafi ekki fylgt nein verbúð, og hafi skipshöfnin hafst við í sjóbúð, sem Nesbóndi átti þar og goldið leigu fyrir. Í fógetareikningum þeirra Kristjáns skrifara og Eggerts Hannessonar á árunum 1548—1552 má sjá, að greitt hefir verið formannskaup á báti, sem haldið var út frá Gróttu (sem Kristján skrifari kallar Gröthen). Er fyrstu árin talað um sexæring, en seinasta árið um fjögurra manna far.
Nafnið Grótta er kvenkynsorð af nafninu Grótti, sem þýðir kvörn. Er fræg orðin kvörnin Grótti, sem malaði alt er maður vildi og Fróði ljet þær Fenju og Menju mala á gull, en þær mólu salt í staðinn, svo að skipið sökk og síðan varð sjórinn saltur. Hér hefir þótt allmikill brimsvarrandi á fjöruskerjum. Um það ber líka vott hin alkunna draugsvísa:
Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
grotta-222Landslagi á framanverðu Seltjarnarnesi fyrir framan Valhúsahæð, er svo háttað, að það er að mestu sljett. Um mitt nesið er allstór tjörn, sem heitir Bakkatjörn, en margir villast nú á og kalla Seltjörn. Beggja megin við hana eru sjávargrandar, sem tengja Suðurnes við land. Er það sljett og grasi gróið, og þar héldu Reykvíkingar einu sinni þjóðhátíð sína. Á hernámsárunum lagði herinn Suðurnes undir sig, en nú hefir lögregla Reykjavikur þar bækistöð sína og stundar þar æfingar. Inn í Bakkatjörn fellur sjór um ofurlítinn ós út við Suðurnes þegar stórstreymt er. Norðan við nyrðri grandann er dálítil vík, sem verður að lóni með stórstraumsfjöru, því að þá örlar á skerjakögur fyrir utan það. Þetta er Seltjörn sem nesið er kent við. Hefir áður verið land fyrir framan hana, en sjórinn brotið það gjörsamlega, eins og víðar hjer um kring. Smnir halda að nafn tjarnarinnar sje dregið af því, að þarna hafi Reykjavíkurbóndi áður haft í seli, því að alt Seltjarnarnesið var upphaflega land Reykjavíkur. En þessi tilgáta um nafnið er sennilega alröng. Sel voru höfð upp til heiða og fjalla, en ekki á útnesjum. Er og í fornum heimildum getið um það, að Reykjavík hafi átt selstöðu þar sem kallað var Víkursel hjá Undirhlíðum (seinna kallað Gamla Víkursel). Hafði selið þar skógarhogg til eldneytis. Einnig er talið að bóndi (eða bændur) í Örfirisey hafi haft selstöðn undir Selfjalli, þar sem heitir Örfiriseyjarsel og átti það þar hrísrif og lyngrif til eldneytis. Um elstu og stærstu jarðirnar á Seltjarnarnesi er þess líka getið að þær hafi átt sel. Lambastaðir áttu selstöðu undir Selfjalli, þar sem hjet Lambastaðasel, og Nes átti selstöðu í Seljadal undir Grímafelli (nú kallað Grímmanns- eða Grímarsfell) og hjet þar Nessel. Hitt er miklu líklegra að Seltjörn hafi verið kend við sel og að þar hafi upphaflega verið selalátur. Vitað er að selveiði helst hjer við nesið fram eftir öldum, og enn 1703. Er hún í jarðabókinni talin til hlunninda á jörðum báðum megin Skerjafjarðar.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 28. júlí 1946, bls. 309-310.

Grótta

Gróttuviti.

Þórkötlustaðahverfi

Kirkjan í Grindavík var á Stað í Staðarhverfi fram til 1909. Þá var hún flutt yfir í Járngerðarstaðar-hverfi þar sem hún hefur verið síðan – að vísu á tveimur stöðum.
KirkjugatanKirkjugatan frá Hrauni og Þórkötlustaða-hverfi lá yfir norðanvert Þórkötlustaða-nesið, um Gjána og framhjá Vatnsstæðinu að Rifsósi, eiðinu er lokaði Hópið af að utanverðu. Síðar, á fjórða áratug 20. aldar og síðar, var opnað inn í Hópið, rásin breikkuð og dýpkuð og eiðið þar með fjarlægt að mestu. Jafnan var gengið um ósinn væri hann fær. Sú leið var styttri. Kirkjuhóll (Kirkjuhólar) voru á norðaustanverðri Gjárbrúninni á leiðinni frá Þórkötlustöðum framhjá Hópi að Járngerðarstaðarhverfi. Nokkru sunnar er Gjáhóll, sunnan götunnar, og sést hann enn – gróinn í kollinn. Á fyrstu árum 20. aldar byrjuðu Hópsmenn að opna ósinn inn í Hópið, bæði til að koma bátum sínum í betra skjól og einnig til að stytta sjávargötuna. Hópsvörin var áður utan við rifið og sést hún að hluta til þrátt fyrir miklar framkvæmdir við varnargarða á umliðnum árum. Í lok fjórða áratugarins var hafist handa við að grafa ósinn enn frekar og opna öðrum bátum leið inn á leguna í Hópinu – þar sem núverandi höfn er nú. Kirkjugatan yfir Nesið, eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd, lagðist því af í byrjun síðustu aldar. Ummerkin um hana sáust þó lengi á eftir, m.a. á meðfylgjandi ljósmynd frá 1942. Garðarnir á myndinni eru seinni tíma matjurtargarðar Þórkötlustaðarbúa.
Þórkötlustaðanesið 1942Gjáin er hrauntröð frá því að hraunið, sem myndaði Þórkötlustaða-nesið-/Hópsnesið, rann fyrir nálægt 2400 árum. Hún er að mestu heil að sunnanverðu, en á norðanverðu Nesinu hefur hún verið fyllt. Loftmynd, sem tekin var árið 1942 sýnir braggabyggð í þeim hluta rásarinnar, en hann var síðar notaður fyrir ruslahaug og þá fylltur. Segja má að þar hafi Grindvíkingar sagt amen eftir efninu. Kirkjugatan hafði þá verið aflögð, en ruslahaugar komnir í götustæðið. Eldsneytisgeymar (Esso) eru skammt norðvestar. Sunnan þeirra lá gatan yfir hæðina.
Gatan sést enn á stuttum kafla sunnan undir hraunbakka á norðaustanverðu Nesinu þar sem hún liggur vestur yfir það. Hlaðið er um kálgarða utan í kantinum. Innan hans eru tveir aðrir minni garðar. Austari garðurinn hefur verið settur ofan í götuna. Vestan hans lá gatan upp geil í hæð og sést hún enn þar sem hún lá upp lága hæðarbrún. Handan þess hefur svæðinu verið raskað, bæði með sorphaugunum, mannvirkjunum og sáningum. Þegar komið er upp á brúnina sést gatan enn þar sem hún lá niður mosahraunið í átt að Vatnsstæðinu og framhjá því, með stefnu að ósnum fyrrverandi. Handan þess taka við hlaðnir garðar, malarvegur og meira rask við Síkin. Sunnan þeirra voru sjóbúðir Hópsmanna. Enn má sjá kofatóftir við Síkin.
Eftir að kirkjan var endurreist í Járngerðarstaðahverfi styttist kirkjugata Hrauns- og Þórkötlustaðahverfisbúa verulega.
Hópsnesið - gatanÁ fyrrnefnda staðnum var rekið myndarbýli á 19. öld. Um 30 manns voru þar í heimili. Til samanburðar voru 32 í heimili á Járngerðarstaðabæjunum tveimur árið 1901. Þórkötlustaðabæirnir þrír voru einnig mannmargir, en auk þeirra voru jafnan þrír aðrir bæir í hverfinu frá því í byrjun 19. aldar; Einland, Klöpp og Buðlunga. Íbúar voru að jafnaði um 30 talsins. Auk þessara bæja sótti fólkið á Ísólfsskála (Ýsuskála) kirkju á Stað og síðar Járn-gerðarstöðum. Allt hefur þetta fólk fetað kirkjugötuna meira og minna reglulega yfir Nesið, sem enn sést – að hluta. Prestarnir, Kristján Eldjárn Þórarinsson, Geir Bachmann og Oddur Gíslason, virðast hafa haft það aðdráttarafl í þá tíð er dugði til að draga þreytta fætur austlægra Grindvíkinga alla leið vestur yfir Nesbrúnina – og þurfti þá mikið til.
Grindvíkingar hafa ávallt verið trúrækið fólk, enda fylgir trúin sjómennskunni. Gamla gatan, sem hér hefur verið lýst, bar þess líka merki. Á loftmyndinni, sem tekin var árið 1942, sem fyrr sagði, sést kirkjugatan mjög vel þar sem hún liggur á ská þvert yfir hana. Myndin er því miklu mun merkilegri en ella. Leiðin lagðist af með tilkomu akvegarins skammt norðar og nú má berja augum. FERLIR gekk leiðina fyrir skömmu og skoðaði sérstaklega þá hluta hennar er enn sjást. Ljósmyndir voru teknar og það markverðasta skráð.
Brátt mun þessi gamla kirkjugata heyra sögunni til – eins og svo margt annað.

Heimildir m.a.:
-Loftur Jónsson.
-Ljósm./rétth.: Sævar Jóhannesson.

Þórkötlustaðahverfi

Kirkjugatan.

 

Handrit

Hin áhugaverða handritasýning “Handritin” er í fjórum rýmum á fyrstu hæð Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu.

HandritasýningFyrst eru sýnishorn af myndristum frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum (myndinar segja sömu goð- og hetjusögur og lesa má um í Snorra Eddu og eddukvæðum) lýst munnlegri geymd (aðstæður við lifandi flutning sagna og kvæða), kristni og upphafi ritunar (Biblían, bókin og trúin), skáldum á borð við Egil Skallagrímsson (sagt frá Agli og lífi Eddufræða á síðari öldum, með ríkulegu myndefni úr svokallaðri Melsteðs Eddu) og pólitískum og veraldlegum ritum (ættfræði, Landnáma og lagaritun). Tölva er þarna með efni um goðsögur Eddanna, skýrðar viðtökur og pólitískt hlutverk fornsagna á 18. og 19. öld (á Norðurlöndum, í Þýskalandi, á Englandi, í Norður-Ameríku og á Íslandi), upplýsingar um Árna Magnússon (m.a. sagt frá komu fyrstu handritanna frá Danmörku ) og sýnd skjákvikmynd um ævi hans og störf.
Í öðru rými eru sýndar konungsgersemar undir plasthjálmi (um er að ræða rökkvað rými með helstu gersemum í Árnasafni. Í öndvegi er skipað Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók, en þessar tvær bækur voru fyrstu handritin, sem Danir skiluðu Íslendingum. Við hlið þeirra eru Konunsbók Snorra Eddu, lögbækurnar Staðarhólsbók Grágásar og Jónsbók og ekki síst Stjórn, hin fagra biblíuþýðing).

HandritasýningÍ þriðja rýmu er kynnt skrift og bókagerð (skriftarastofa þar sem sýnd eru vinnubrögð við gerð handrita á miðöldum. Tæki og tól til bókagerðar, allt frá verkfærum til skinna, sýnishorn íslenskra rithanda ásamt fornum myndlýsingum af bókagerð og skinnaverkum. Fyrir miðju er opin tölva með vefsíðu Árnastofnunar með ítarlegri fræðslu um sama efni). Í fjórða rými eru sýnd handrit Íslendingasagna og Íslendingabók, varin undir plasthálmi (Handrit af ýmsu tagi sem leiða vel í ljós fjölbreytni Árnasafns, meðal annars merkasta handrit Íslendingasagna, Möðruvallabók, og tvö önnur handrit Egilssögu. Einnig er hér handrit Íslendingabókar og Landnámu, galdrabók og saga heilagrar Margrétar, auk myndskreytts pappírshandrits Snorra Eddu og Eddukvæða, Melsteðs Eddu, sem á sér merkilega sögu).
Í svo umfangsmiklu efni og handritin eru verður aldrei hægt að gera því ítarleg skil, einungis gefa upplýsta, en takmarkaða, mynd af því.

HnadritasýningÞegar komið er inn á sýningagólfið er gengið á mynd í gólfinu, skorna í dúkinn. Fljótlega kemur í ljós að það er hægt að fá upplýsingar um það sem fyrir augu ber á veggspjöldum, misjafnlega stórum, en að öllu jafna læsilegum. Sum spjöldin eru það neðalega að innkoman krefst svolítillar leikfimi, sem reyndar ætti bara að vera flestum holl. Samkvæmt einu spjaldanna er myndin á gólfinu eftirmynd frá 11. öld á steini í Ramsundborg í Svíþjóð og segir frá atviki í sögu Sigurðar Fáfnisbana. Á veggjum við innganginn eru myndir af erlendum ristum ásamt upplýsingaspjöldum (Ein myndin er af myndsteini frá 11. öld í kirkjugarði á Upplandi vestur af Uppsölum í Svíþjóð. Önnur er af myndsteini frá austurströnd Englands, Lindisfarne (793), en það ártal er talið marka upphaf víkingatímabilsins er vikingar réðust á klaustrið. Þriðja myndin er rúnarista frá Timans í Roma á Gotlandi. Hún er frá seinni hluta 11. aldar og tengist goðafræði líkt og hinar). Á einu skiltanna innan við innganginn stendur eftirfarandi: „Fyrir daga ritunar er sögðu menn sögur af goðum og hetjum og ræktu trú sína án þess að styðjast við bækur. Efni af þessu tagi var fyrst skráð með myndum, sem hafa dregið fram aðalatriði hverrar sögu í hugum sagnamanna og áheyrenda þeirra”. Hér er kveðið á um forsögu og aðdraganda handritagerðar, sem verður að teljast nokkuð góð byrjun.

Þegar inn í sýningarsalinn er komið þarf að ganga undir boga. Á boganuHandritasýningm eru rúnastafir. Íslendingar, og jafnvel margir aðrir sýningargestir, eru hjátrúafullir minnugir kritum í þjóðtrú og kæra sig ekki um að ganga undir hvað sem er, sbr. stiga. Hvergi var að sjá fyrir hvað þessar rúnaristur stæðu. Upplýsingarnar gætu þó leynst þarna einhvers staðar. Þær gætu hvort sem er verið bölbæn eða heillaóskir. Gestum finnst alltaf viðkunnanlegra að vita undir hvað þeir eru að gangast – svona til gamans.
Innan við bogann er sagt frá sagnaskemmtun á íslenskum heimilum, forsögu víkinga og íslenskra skálda við hirðir konunga sem og dróttkvæðunum við upphaf víkingatímabilsins. „Frá fyrstu tíð eru til heimildir um þann sið að skemmta með sögum á Íslandi, ýmist munnlegum eða lesnum úr bókum. Á miðöldum var lesið upphátt úr handritum og tíðkaðist það áfram þótt bækur væru prentaðar og bókaeign yrði almennari. Á 18. öld var það enn helsta dægradvöl manna á kvöldvökum að lesa fornsögur og kveða rímur og hélst sá siður fram á 20. öld”.

HandritasýningSýndar eru stórar myndir úr Íslensku Hómilíubókinni, ritaðri um 1200, og Helgastaðabók, sem rituð var um 1400. Fram kemur að „á miðöldum skrifuðu Íslendingar veraldlegar sögur um bændur og höfðingja frá fyrstu öld Íslandsbyggðar. Einnig sögur af víkingum og konungum sem gerast í þeim löndum sem norrænir menn fóru til á víkingaöld. Með sagnaritun sinni varðveittu Íslendingar þá landafræðiþekkingu, sem áður var miðluð með munnlegum sögum kynntust bæði eigin landi og fjarlægum heimsálfum í gegnum sögur. Menningarlegt landnám við norðanvert Atlantshaf fór þannig fram með því að láta sögur gerast í landslaginu”. Þessar sögulegu upprifjanir í nálægð mynda af fornum handritum hjálpar safngestum betur að skilja uppruna þeirra og mikilvægi.
Á vegg er landakort. Á kortið eru skráðar hinar ýmsu sögur og handrit eftir landshlutauppruna þeirra. Athygli vekur að engin slík eru á Reykjanesskaganum og það þrátt fyrir að “hinn fyrsti landnámsmaður” settist þar að og bjó þar það sem eftir var (a.m.k. skv. skráðum heimildum).
Kynntar voru “nútímabókmenntir”, þ.e. myndablöð og vinsælar sögur þar sem efnið er m.a. sótt í goðafræðina og víkingatímann. Má þar nefna sögur Tolkiens um Hobbit og meistaraverk Wagners. Seinni tíma kort og spil tengt innihaldi handritanna eru og til sýnis.

HandritasýningInnihaldinu í öðru herbergi hefur verið lýst, þ.e. handrit Konungsbókar Eddukvæða (elsta og merkasta safni eddukvæða og frægast allra íslenskra bóka), Skarðsbók Jónsbókar (gerð 1280 – kennd við Jón lögmann Einarsson), Staðarhóls-bók Grágásar (lögbók íslenska þjóðveldisins), Stjórn (safn þýðinga úr Gamla testamentinu), Konungs-bók Snorra Eddu (rituð snemma á 14. öld) og Flateyjarbók (stærsta íslenska skinnbókin, rituð á miðöldum).
Eðlilegt myrkur ríkir umhverfis handritin og eykur það á áhrifamátt þeirra. Engum gæti dottið í hug að káfa á plashjálminum, sem umlykur handritin. Upplýsingaskiltin við þau gefa góða upplýsingar um gripina, en sagnfræðilegir úrdrættir væru þarna vel þegnir því ekki er víst að allir sýningargestir viti í raun um efnisinnihald handritanna. Það að þau skuli vera jafn merkileg og þau eru, ætti að gefa tilefni til a.m.k. örstutts úrdráttar á því sem sýnt er.
Gripir og upplýsingar í þriðja rými gefa ágæta mynd af efni, gerð og textum handrita og bóka. Til sýnis eru áhöld, fjaðurpennar, blek, litir og litasteinar, lýst hversu langan tíma gat tekið að rita eitt handrit og hvernig það reyndi á skrifarana. Meðferð og verkun skinna er gerð góð skil og nýta má aðgengilegar lesmöppur til að fræðast nánar um einstök efnisatriði. Þetta rými brýtur ágætlega upp sýningu handritanna millum þess.

HnadritasýningÍ fjórða rýminu má t.d. berja Margrétarsögu augum, lítið galdrakver, Íslendingabók Ara fróða (handritið var skrifað af Jóni Erlendssyni frá Villingarholti 1651), Hauksbók Landnámu (handritið var skrifað af Hauki Erlendssyni 1302-1310), Kálfalækjarbók Njáls sögu, Melstaða Eddu (skrifuð af Jakobi Sigurðssyni á 18. öld), Ketilsbók Egilssögu (skrifuð af Katli Jörundssyni í Hvammi á 17. öld, Möðruvallabók (Safnrit Íslendingasagna ) og Þetubrot Egilssögu (elsta handrit sögunnar, sennilega frá 13. öld, eignað Snorra Sturlusyni).
Þetta rými er í rauninu framhald af rými tvö. Má því umsögn þess og gilda um það.
“Hvernig er tekið á gripafræði handrita?” Svar við því er að nokkru komið fram; vel að mörgu leyti, en sagnfæðilegri fylling væri vel þegin. Sagan er útskýrð með almennum hætti og sýnd tiltekin handrit og aðrir gripir henni til stuðnings. Skýringartextar eru og handritunum til stuðnings, en þegar um einstök handrit er að ræða mætti koma innihaldsúrdráttur af því sem fyrir augu ber. Safngestir sá snjáð handrit og máðar bækur, skinnsíður og blaðsíður, letur og myndir, en þeir geta ekki lesið innihaldið – það sem þetta allt snýst um – forn texti og lýsing á formfögru efni, gert af fólki við upphaf ritunar hér á landi og við aðstæður, sem sýningargestir gætu varla ímyndað sér hverjar voru. Enda ekki mikið gert af því að lýsa aðstæðum skrifaranna á sýningunni. Eflaust hafa fræðimenn og ólærðir mismunandi þörf á skýringum. Og eflaust þurfa skýringarnar að vera mismunandi, allt eftir því hver á í hlut. Ljóst er að aldrei verður hægt að setja upp sýningu sem þessa svo öllum líki. Rétt er að þakka aðstandendum fyrir það sem þó hefur verið gert því þarna hefur verið um að ræða mikla undirbúningsvinnu. Og hin fornu handrit þjóðarinnar hefur sennilega aldrei verið aðgengilegri almenningi og einmitt nú – þar sem þau eru á “Handritasýningunni” í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem aðgangur er m.a.s. ókeypis á miðvikudögum.
Gripir og myndir eru í flestum tilvikum ágætlega stutt með skýringartextum og textaspjöldum. Gripirnir, einkum handritin, eru áhrifamiklir til sýninga, ekki síst þegar svo vel er lýst tilurð þeirra, hinni miklu vinnu sem var samfara rituninni og ávinningnum af gerð þeirra. Síðari söfnun og endurheimt handritanna er önnur saga, en ekki síður mikilvæg fyrir heimildargildi innihaldsins og stuðning við menningu hinnar miklu söguþjóðar.

Sýningin með hliðsjón af „Handritin heima. Af sýningu og bók.“
Til hliðsjónar við verkefnasmíðina var gefin upp greinin „Handritin heima. Af sýningu og bók.“ Saga 42:2 (2003), bls. 211-222 (Saga, tímarit Sögufélagsins 42:2 2003, ritstjórar Hrefna Róbergsdóttir og Páll Björnsson, Sögufélag Reykjavíkur, bls. 211-222).
Grein Más fjallar um þessa sýningu, “Handritin”, í Þjóðmenningarhúsinu. Í henni kemur fram að sýningin var opnuð þar 5. október árið 2002. Sviðsmyndir ehf annaðist uppsetningu, en auk þess er getið um höfunda sýningarinnar, Gísla Sigurðsson og Steinþór Sigurðsson, og sýningarnefndina, sem skipuð var sex aðilum öðrum, en Gísli átti hugmyndina á sínum tíma.
Höfundur fjallar í upphafi almennt um handrit, útlit, hönnun, skreytingar, skrift og texta og bendir m.a. á að „óþarflega oft er hann talinn mikilvægastur og handrit þá einungis metin sem vitnisburður um texta” (Saga 42:2, bls. 212.). Honum finnst sýningarbókin “hin álitlegasta, líkt og sýningin, sem hún fylgir”. En þótt bókin og sýningin sé “lofsvert framtak” eru hvorutveggja “ ekki gallalaus”.

HnadritasýningHöfundi finnst Handritasýningin og efnistök sýningarbókarinnar of “slétt og felld”, of hefðbundin. Hann vill fá að „sjá saumförin og vita af því sem ekkert er vitað um ennþá. Hvers vegna er texti handrita misgóður? Hvers vegna er efnasamsetning á íslensku bleki óþekkt?” Undirritaður hefur ekki skoðað sýningarbókina og getur því hvorki lagt mat á efnisinnihald hennar né efnistök höfunda. Það er líka ljóst að slík bók hefði ekki verið lesinn í anddyrinu áður en haldið var inn á sýninguna. Hún hlýtur því alltaf að verða metin eftir á, með hliðsjón af sýningunni, nema gesturinn geri sér aðra ferð á hana að lestri loknum. Bókin, sem slík, gæti þó staðið ein sér sem og fræðsluefni hennar og því orðið efni í annað verkefni. Óvíst er hvort hinir tilteknu gripir á sýningunni geti fyllt nánar út í það, sem fram kemur í bókinni, eða bætt upp það sem þar vantar m.v. lýsingu Más.
Höfundur getur þess að „strangt til tekið eru á sýningunni “Handritin” sárafá handrit, sem þar að auki segja afar takmarkaða sögu um íslensk handrit á miðöldum, hvað þá á síðari öldum. Ef til vill réðu öryggissjónarmið þessu…”. Innkoman á sýninguna sé þó “áhrifamikil”, sýningahönnuðir sýna „hugkvæmni við notkun á ljósprentuðum útgáfumhandrita til að koma að gagnegum fróðleik um ritmenningu miðalda”og efnistök eru í „góðu samræmi við áherslu í bókinni” þótt tengja hefði mátt betur „viðtökur og pólitískt hlutverk fornsagna á 18. og 19. öld”.

Handritasýning

Skarðsbók – Tyrkjaránið.

Höfundi finnst, að öðrum sýningarhlutum ólöstuðum, langmest fylling vera í sýningarhlutanum um bókagerðina, sem kemur reyndar ekki á óvart. Þó er „látið eins og samkomulag ríki um alla hluti, sem aftur verður til þess að gera fræðin minna spennandi í augum almennings en þau eru í raun og veru. Framtíðarsýnin virðist heldur engin vera”. Mestum vonbrigðum veldur samt meðferðin á handritunum sjálfum” . Þar á greinarhöfundur við að þar sem sex frægustu handritin eru „lýsa dauf ljós úr lofti herbergis”, og langt er á milli þeirra. Í síðar herberginu er „Möðruvallabók lokuð og illa upplýst svo hún nýtur sín engan veginn” . Þá bendir hann á að handrit séu ekki “tákn” heldur “hlutir”. Þau „vísa fyrst og fremst veginn til þekkingar á menningu og sögu okkar ágæta lands” .
Undirritaður er ekki sammála Má um skort á “framtíðarsýninni”. Sennilega hafa hönnuðir sýningarinnar einungis ætlað að takmarka við það sem var, en láta aðra um það sem verður.
Undirritaður er ekki heldur sammála Má um að með því að hafa handritin undir plasthjálmum séu þau “nánast kviksett” Auðvitað getur verið erfitt fyrir lærðan fræðimann að þurfa að horfa upp á uppsprettu fræðigreinarinnar svo nærri, en samt ósnertanlega, þar sem hún er undir skotheldum plasthjálmi. Ef fyrir því er góðar og gildar ástæður. Hér áður fyrr hefði einhver viljað nálgast gott handrit með það fyrir augum að nýta það til húðar með húslestri, gera úr því snið, nota til umbúða eða jafnvel í viðskiptum. Í dag er hættan mest á því að einhverjir með miður góðar hugsanir reyni að valda á því skemmdum. Þess vegna geta þau ekki verið eins aðgengileg og æskilegt hefði verið.
Í lok greinarinnar bendir höfundur hins vegar á mikilvægi breyttra áherslna á næstu sýningum og að „nálgast verður handritin ekki einungis sem táknmyndir heldur líka sem fornminjar, sem hægt er að taka á” . Þar er undirritaður honum hjartanlega sammála, ekki síst fyrir hönd fræðimanna.

Sýningin með hliðsjón af Ezio Ornato – „Lofræðu um handritamergð.”
„Hvernig í ósköpunum fór fólk að þessu? Hvaðan kom tæknin, hvernig þróaðist hún og hver var árangurinn? Hefð er fyrir því hérlendis að spyrja ekki þessara einföldu spurninga. Þá sjaldan að hugað er að útliti og lögun handrita er það til að afla vísbendinga um texta og sögur”. Þessu til staðfestingar er vitnað til ummæla Árna Magnússonar í upphafi 18. aldar. Í bók Ezio Ornato eru „þrjár langar ritgerðir sem allar byggja á þeirri forsendu að spennandi sé að athuga handrit svo þúsundum skiptir, að mestu óháð innihaldi, fegurð og gæðum, með öðrum orðum sem menningarlega og sögulega afurð”. Um 20 ára rannsóknir hans snerust fyrst og fremst um frönsk og ítölsk handrit. Á sýningunni “Handritin”, eru handritin fyrst og fremst notuð til sjónrænna áhrifa, en minni áhersla lögð á sagnfræðilegar útlistanir, svo sem fyrr er getið.
Á einum stað í sýningunni kemur fram hversu marga kálfa hafi þurft í skinnin í Flateyjarbók, eða 113 kálfskinn. Að öðru leyti svarar Handritasýningin ekki þessum spurningum, enda má segja að hún sé byggð á þeirri hefð, sem getið er um, að spyrja ekki slíkra spurninga. Útlit og lögun handritanna kemur vel fram á sýningunni, en hvergi er upplýst hvers vegna hvorutveggja er með þeim hætti er raun ber vitni. Sennilega er lögun meginhluta handritanna skv. erlendum fyrirmyndum er höfðu þróast um alllangan tíma. Sérhvert handrit var sérstakt og hafði því eðlilega sín einkenni. Það ætti að geta sagt fræðimönnum allnokkuð við rannsóknir þeirra sem og einstakra aðskildra síðna. Segja má að bæði útlit og hlutfallsleg lögun handrita og síðar bóka hafi þegar náð þeirri fullkomnun, sem fólk nýtur enn þann dag í dag, þótt í minna broti sé nú að jafnaði.
Ekki er vitað til þess að íslensk skinnhandrit hafi verið aldursgreind með þeirri tækni, sem nú er til staðar til slíkra nota, en vel væri til þess vinnandi. Þarna hefur nær eingöngu verið byggt á hinum sagnfræðilegu upplýsingum um uppruna þeirra. „Útlitseinkenni handrita hafa og ekki verið gaumgæfð með skipulegum hætti hér á landi…. Eigindlegar athuganir á handritum sem gripum eða minjum eru sárafár, hvað þá sem heild eða mengi.” (Ezio Ornato, bls. 10). Skrifað hefur verið um efnafræðilegar athuganir á fáeinum skinnbréfum (Rannver Hannesson, óbirt lokaritgerð frá 1995) og skoðuð litadýrð skreytinga í miðaldahandritum (Selma Jónsdóttir “Gömul krossfestingamynd.” Skírnir 139 (1965), bls. 134-147 og Guðbjörg Kristjánsdóttir, “Íslenskt saltarablað í Svíþjóð.” Skírnir 157 (1983), bls. 60-67).
„Annað er ekki til um handritagerð og ámeðan svo er halda fræðimenn og háskólanemar örugglega áfram að líta aðeins á eitt handrit í einu vegna textans og fleiri en eitt aðeins ef sami texti er á báðum eða sama rithönd. Útlitsleg einkenni verða áfram einungis áhugaverð af handrit er sérlega stórt, til dæmis Flateyjarbók, eða einkennilega lítið, s.s. nokkur handrit Margrétarsögu”. Vakin er athygli á að sérstaða einstaka handrits sem og samanburður handrita hefur ekki verið gefinn gaumur sem skyldi. „Textinn einn er í augsýn. Þessi nálgun kann að byggja á þeirri forsendu að um leið og við sjáum handrit vitum við að þetta er handrit, nefnilega bók á skinni með blaðsíðum og myndum og letri. Við gerum okkur gins vegar ekki umsvifalaust grein fyrir því hver textinn er og þess vegna er spurt eftir honum eða löngun vaknar til að gefa hana út. Handritið gleymist. Þýðanda þykir nóg um og bendir á að ástandið sé „svo slæmt”. Hér er um ákveðna fullyrðingu að ræða og því var full ástæða til að skoða Handritasýninguna með hliðsjón af henni. Hafa bar þó í huga að sýningin sem slík getur ekki svarað fyrir fullyrðinguna, en hún ætti þó gefa einhverja vísbendingu um að hún væri ekki að öllu leyti sönn. Ekki var að sjá að gerð hafi verið tilraun til þess. Að vísu “gleymist” handritið ekki, en tilrauna og starfa við rannsóknir á því er hvergi getið.
Í “Lofræða um handrit” er þess getið að Jónsbókarbrot séu 53 talsins, Njálubrotin eru tíu og jafnmörg úr Egils sögu. Það kemur ekki skýrlega fram á sýningunni, en þó má ljóst telja að hver “bók” hafi verið til í fleiru en einu handriti, sumar allnokkrum. Fróðlegt væri að fá yfirlit um hvenær þær voru endurritaðar eftir að frumútgáfunni sleppti. Það yfirlit gæti gefið góða mynd af virkni og áhuga þjóðarinnar á lesefninu sem og hugsanlega mynd af breyttum þjóðfélagsháttum.
Erlendis hafa farið fram rannsóknir á samanburði handrita, bæði til að bera saman fleiri en eitt handrit og komast að niðurstöðum um verklag við handritagerð sem slíka. Dæmi eru nefnd til sögunnar. Hér á landi er viðfangsefnið, gerð handrita, nokkuð afmarkað, bæði í tíma og hvað varðar staðsetningu, og því kjörið viðfangefni til rannsókna með hliðsjón af því. Handritasýningin kveður lítið á um rannsóknir á íslenskum handritum. Með þeim væri e.t.v. mögulegt að „tengja miðaldahandrit við félagsleg og efnahagslegt umhverfi þeirra” á þeim tíma er þau voru gerð.

Hér að framan er að nokkru byggt á tilfinningu og mati undirritaðs við skoðun á sýningunni “Handritin” í Þjóðmenningarhúsinu, inngangi og samantekt þýðanda, Más Jónssonar, í bókinni “Lofræða með handritamergð” og grein hans “Handritin heima – Af sýningu og bók“. “Handritasýningin” var að nokkru metin m.t.t. gripafræði handrita. Í skrifum þessum hefur verið reynt að brúa bil beggja; leggja út frá huga og hjarta, en jafnframt vitna í skráðar og “samþykktar” heimildir “viðurkenndra” fræðimanna.
Sýningin “Handritin” er lofsvert framtak og á í rauninni viðurkenningu skilið. Á henni gefst fólki kostur á að skoða þann merka menningararf landsmanna, sem handritin óneitanlegu eru.

ÓSÁ.

Þjóðmenningarhúsið

Þjóðmenningarhúsið.

Elliðakot

Í “Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ 2006″ segir m.a. um Elliðakot (Helliskot):
Ellidakot-222
Saga Kotsins er fyrst getið árið 1395 í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá er jörðin í eyði og kallast „Hellar“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Í heimild frá 1704 er svo talað um „Hellirs Kot“ og virðist líklegt að um sömu jörð sé að ræða (sbr. Ólaf Lárusson 1944). Hún er þá í eigu konungs með tvo ábúendur sem búa hvor á sínum helmingi hennar (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 288-9). Árið 1847 er jörðin hins vegar orðin bændaeign og býr eigandinn þar einn (J. Johnsen, bls. 96). Nafnið Elliðakot var tekið upp um 1883. Að sögn Karls Nordahls (f. 1898) hafði jörðin verið í eyði þegar afi hans byggði þar timburhús til íbúðar árið 1887. Samkvæmt fasteignabókum hefur kotið lagst í eyði aftur á árunum 1938-1957 (Fasteignabók) en í heimild frá 1978 kemur fram að húsið hafi brunnið árið 1949 (Guðlaugur R. Guðmundsson, bls. 1) Samkvæmt Eyðijarðaskrá 1963 er jörðin þá í eigu dánarbús Gunnars Sigurðssonar í Gunnarshólma en þar eru engin nothæf hús og hæpið talið að leggja í kostnað til búsetu (Skýrsla um eyðijarðir 1963). Gamli húsgrunnurinn stóð þó enn þá 1978 (Guðlaugur R. Guðmundsson).

Ellidakot-229

Náttúrufar og jarðabætur Í eyðijarðaskránni frá 1963 segir nánar tiltekið að á jörðinni séu hvorki íbúðarhús né peningshús, ekkert hesthús, en fjárhús og heygeymsla „…gömul, mjög léleg, ónothæf.“
Önnur útihús eru ekki á jörðinni. Þar er gamalt tún, 2-3 ha., og nýrækt, ræktuð og nytjuð frá Gunnarshólma en ræktunarskilyrði léleg, „…flatlendar mýrar, óhentugar til nýræktar“. Um beitiland segir að sumarbeit sé góð í Mosfellsheiði og einnig vetrarbeit þegar snjólétt er og er þess getið að jörðin hafi síðustu árin verið notuð til slægna og beitar frá Gunnarshólma.
Samgönguaðstaða:
Ellidakot-224„Léleg heimreið frá Suðurlands-braut“ (Skýrsla um eyðijarðir 1963). Í Landamerkjabók Elliðakots frá 1890 segir að mörk jarðarinnar að sunnanverðu séu „…frá Vífilfelli niður Sandskeiðið niður fyrir Vatnasæluhús og svo eptir árfarinu fyrir súnnan Neðrivötn niður að þúfu sem stendur á Holtstanga fyrir neðan Neðrivötn, þaðan eins og ræður syðsta kvíslin af Fossvallaánni niður hjá Lækjarbotni fyrir sunnan Tröllbörn hjá Lækjarmóti niður hjá Hraúnsnefi og þaðan eptir sömú kvísl þar til hún fellur [í] Elliðaána við svokallað Heiðartagl.“
Að V- og N-verðu ræður síðan „Elliðaáin… …til austurs þar til Gudduós fellur í hana, og svo ósinn sem hann nær uppí Selvatn, og svo Selvatnið, sem það nær lengst til austurs þar sem Sellækurinn fellur í það, þaðan beina stefnu til suðausturs yfir heiðina í Lyklafell sem það er hæðst, og svo eptir árfari nú frá Lyklafelli til austurs uppað stefnú beint frá Borgarhólum í Vífilfell sem er takmörk Árnessýslu“.

Ellidakot-225

Ein tóft við Elliðakot er að öllum líkindum merkilegri an aðrar, sbr.: “Tóftir í hólnum voru skráðar árið 1982. Þær voru þá mjög ógreinilegar en skrásetjara virtist þær vera af húsum, görðum og jafnvel vegi. Þarna voru a.m.k. tóftir tveggja mannvirkja en að öðru leyti var erfitt að greina minjarnar eða sjá á þeim nokkra heildarmynd (Bjarni F. Einarsson).
Á Túnakorti Elliðakots frá 1916 eru útlínur bæjarrústa merktar inn á mitt túnið. Skrásetjari sem skoðaði gamla bæjarhólinn árið 1982 sagði hann vera um 130 m NNA vegarins (Bjarni F. Einarsson).
Í Örnefnalýsingu 1978 segir að bærinn hafi staðið undir Dyngju, norðan Lækjarbotna, í hvilft eða lægð sem heitir Nátthagi. Þar virðist að vísu vera átt við yngri bæinn sem var úr timbri og ekki er ljóst hvort hann hafi verið byggður á sama stað og gamli torfbærinn (Guðlaugur R. Guðmundsson).

Ellidakot-226

Tóftir í hólnum voru skráðar árið 1982. Þær voru þá mjög ógreinilegar en skrásetjara virtist þær vera af húsum, görðum og jafnvel vegi. Þarna voru a.m.k. tóftir tveggja mannvirkja en að öðru leyti var erfitt að greina minjarnar eða sjá á þeim nokkrar minjar. Af Túnakortinu má ráða að bærinn hafi verið byggður úr torfi og grjóti. Að sögn Karls Nordahls (f. 1898) var Elliðakot í eyði þegar afi hans byggði þar íbúðarhús úr timbri árið 1887 og hefur því verið hætt að nota gamla torfbæinn fyrir þann tíma.”

Ljóst er að nefnd fornleifaskráning er fyrir margra sakir ónákvæm og margt á eftir að koma í ljós varðandi Elliðakot við nánari rannsóknir á vettvangi; einkum það er lítur að upphaflegri nýtingu svæðisins (sjá nánar síðar).
Í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1914, segir m.a.: “Nú veit enginn hvar Viðeyjarsel hefir verið, þar sem þeir, er sendir voru úr Hafnarfirði eftir Ögmundi biskupi að Hjalla, áðu áður en þeir lögðu á Ólafsskarð.

Ellidakot-233

En mér þykir líklegt að það hafi verið við Selvatn, rétt hjá þessum vegi, sem þar er sameiginlegur fyrir allar áðurnefndar leiðir, og að Elliðárkot  Helliskot (Elliðakot), hafi þá verið lítt bygt eða í eyði, og hið góða og mikla sumarbeitarland þess notað til beitar fyrir selfénað klaustursins”. Þess má geta að nefnt Viðeyjarsel var í Lækjarbotnum ásamt Örfiriseyjarseli. Sjást tóftir þeirra enn greinilega. Lækjarbotnaselið var um tíma notað frá Bessastöðum svo ekki er ólíklegt að Viðey hafi jafnframt haft selstöðu í Helliskoti.
Í Árbókinni 1923 segir um nafnið: “
Elliðákot (Helliskot). Nafnið Elliðakot er tekið upp fyrir nál. 40 árum, og nefna nú allir svo. Mun því réttast að láta það standa óhaggað, enda segja kunnugir menn, að enginn hellir sé þar nálægt, sem kotið gæti verið við kennt. Má vera, að Hellis- sé afbökun úr Elliða-, eins og Elliðaár afbökuðust í Hellirár”.

Heimildir:
-sbr. Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ, Þjóðminjasafnið 2006.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1914, bls. 13-14.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1923, bls. 33.

-Dipl. Isl. III: Diplomatarium Islandicum.
-Íslenskt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf, gjörnínga, dóma og máldaga og aðrar skrár, er snerta Ísland og íslenzka menn. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1857 og áfr.
Fasteignabók. Löggilt af fjármálaráðuneytinu samkvæmt lögum nr. 3, 6. jan. 1938. Reykjavík 1942-1944.
-Fasteignabók I. Mat fasteigna í sýslum samkv. lögum nr. 33 frá 1955. Öðlast gildi 1. maí 1957. Reykjavík 1956-1957. Guðlaugur R. Guðmundsson.
-Örnefnalýsing Elliðakots og Vilborgarkots. Örnefnastofnun Íslands 1978.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu-og Kjósarsýsla. Þriðja bindi. Reykjavík 1982.
-J. Johnsen. Jarðatal á Íslandi, með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslum um sölu þjóðjarða í landinu. Kaupmannahöfn 1847.
-Landamerkjabók í afsals- og veðmálsbók fyrir Gullbringu-og Kjósarsýslu 1890. Ólafur Lárusson. „Nokkur byggðanöfn“. Byggð og saga. Reykjavík 1944.
-Skýrsla um eyðijarðir skv. fyrirmælum 53. gr. laga nr. 75 frá 1962, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. – Ópr. 31.12.1963.
-Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafns Íslands.
-Guðlaugur R. Guðmundsson. Örnefnalýsing kots og Vilborgarkots. Örnefnastofnun Íslands 1978.
-Túnakort Elliðakots í Mosfellssveit frá 1916.

Elliðakot

Elliðakot 2009.