Krýsuvík

Árni Óla, blaðamaður, grúskari og samhengishugsuður, skrifaði eftirfarandi um Krýsuvík í Lesbók Morgunblaðsins árið 1932:
Krýsuvík - höfuðbólið - 1910“Krýsuvík er landnámsjörð. Þar nam Þórir haustmyrkur land. Þá hefir byggðin sennilega verið vestar en nú er, eða þar sem kölluð er gamla Krýsuvík. Eru bæjarrústir þar í hrauni og sandi sem nú er óbyggilegt. Um skeið var Krýsuvík höfuðból með mörgum hjáleigum. Nú er lítið orðið eftir af fornri frægð.
Þegar fara skal hjeðan til Krýsuvíkur er nú um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara í bifreið til Grindavíkur. Þaðan er ruddur bílvegur austur að Ísólfsskála og bílar hafa klöngrast alla leið þaðan til Krýsuvíkur. en slæmur mun vegurinn víða vera, aðalega vegna lausagrjóts. Þeir sem fara þessa leið mega því búast við því að verða að ganga milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur.
Hin leiðin, sem farin hefir verið frá öndverðu liggur frá Hafnarfirði, um Kaldársel og síðan “undir hlíðum”, sem af því hafa dregið nafn og kallast nú Undirhlíðar. Hefjast þær rjett fyrir vestan Helgafell og ná saman við Sveifluháls, en hann teygir sig alla leið suður undir sjó á milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. – Fremst er hnúkur, sem heitir Mælifell, og er hann tilsýndar að norðan mjög svipaður Keili.
Krýsuvík - höfuðbólið - 1887Vegurinn meðfram hlíðunum er sljettur og liggur milli hrauns og hlíða alla leið. Mætti þar ryðja góðan bílveg. Undirhlíðar eru fallegar og stinga mjög í stúf við grátt og grettið hraunið. Þær eru talsvert grónar og skjógarkjarr í þeim virðast og mikið af þröstum í skóginum. Ómar hinn dillandi söngur þeirra hátt og lágt í hlíðunum.
Fyrst í stað er útsýn lítil, en þegar kemur suður með Sveifluhálsi er úti í hrauninu Fjallið eina (223 m) og þá Hrúthólmi (200 m). Hjá Sandfelli er nokkur brekka upp Sandfellsklofa upp á Norðlingaháls og blasa þá við í hrauninu Mávahlíðar (237 m) og hálf svipill fjöll þar fyrir vestan, Trölladyngja (393 m) og Grænadyngja (390 m). Vegurinn heitir Ketilsstígur og dregur nafn af kvos nokkurri eða skál, vestarlega í Sveifluhálsi, og heitir hún Ketill. Þar liggur leiðin yfir hálsinn til Krýsuvíkur, Er hálsinn allhár og er sagt að fallegt og einkennilegt sje að sjá af honum yfir Kleifarvatn og Krýsuvíkursveit. Nú eru menn að vísu hættir að fara þessa leið, heldur er farið milli Undirhlíða og Sveifluháls yfir Vatnsskarð upp að norðurbotni Kleifarvatns og svo suður með því að vestan.
Krýsuvík - höfuðbólið - 1910Þriðja leiðin, sem ókunnugir ættu að vara sig á, liggur frá Katlinum suðvestur með hlíðum að Vigdísarvöllum. Þar voru áður tveir bæir. Stóðu þeir á völlum nokkrum í krika milli Vigdísarháls (230 m) og Núpshlíðarháls (354 m). Annar bærinn hefir nú lengi verið í eyði og hinn um nokkur ár. Þeir töldust til Krýsuvíkursóknar, þótt þeir væru vestan Sveifluháls. Þar er gríðarstórt tún og nær eggsljett, en nú er kominn mikill mosi í það af órækt. Það hefir verið girt af með voldugum túngarði og er hann víða stæðilegur enn. Eftir húsatóftum að dæma, hefir þarna verið stórt bú. En uppi úr nokkru af rústunum hefir verið bygð fjarrjett.
Í Krýsuvík er nú í rauninni aðeins einn bær bygður, Nýibær. Sjálft höfuðbólið Krýsuvík er að vísu í ábúð, en það er hreinasta rányrkja.

Nýibær í Krýsuvík 1932

Bærinn hefir staðið í eyði á vetrum og er nú orðinn svo hrörlegur, að ekki er hægt að búa í honum lengur. Hjálpast þar að viðhaldsleysi og rottugangur mikill. Hafa rotturnar grafið allan bæinn sundur. Kirkja var þarna fyrrum, en hún var lögð niður fyrir fjórum árum. Stendur þó húsið enn, ofurlítill kumbaldi úr timbri. Og nú ætlar ábúandi að búa í henni í sumar, hefir rifið úr henni bekki, altari og prjedikunarstól og hefir bekkina fyrir rúmbríkur. – Túnið er komið í megna órækt og hefir ekki verið slegið síðast liðin sumur. Er það því ekki nema tímaspurnsmál hvenær Krýsuvík leggst algerlega í eyði, því að hvorki eigandi nje ábúandi munu hafa hug á því að bygja upp staðinn. Og þegar húsin eru fallin, getur enginn hafst þar við.
Í Stóra-Nýjabæ er bygging fremur ljeleg, en þó hefir ábúandi bygt þar baðstofu og mikið af peningshúsum. Hann hefir nú búið þarna í 37 ár samfleytt og komið þar upp 17 mannvænlegum börnum, 10 dætrum og 7 sonum.
Þegar hann kom að Nýjabæ voru 8 bændur í Krýsuvíkurhverfinu og var þá Krýsuvík enn höfuðból. En nú er sem sagt allar jarðirnar komnar í eyði nema Nýibær. Jeg spurðu hann hvernig á þessu stæði og sagði hann að jörðinni hefði hrakað stórum síðan hann kom þangað, og Kleifarvatn ætti sinn drjúga þátt í því.
KleifarvatnKleifarvatn er hinn mesti kenjagripur, vex ýmist eða lækkar stórkostlega, án þess að menn viti glöggar orsakir til þess. Í mestu leysingum á vorin sjer varla neinn mun á því að það hækki, en svo vex það máske smám saman ár frá ári, og svo kemur aftur tímabil að alt af minnkar í því. Fyrir allmörgum árum var ágætt flæðiengi sunnan við vatnið. Fengust af því 500 hestar af stör og um 100 hestar af eltingu á bökkunum. en svo tók Kleifarvatn að vaxa, flæddi yfir alt þetta engi og lá á því samfleytt 8 ár. Þá var vatnið svo mikið að ekki varð komist með fram því öðru vísu en hleypa á sund fyrir forvaða. Fyrir nokkrum árum tók vatnið svo að lækka og hefir lækkað ár frá ári. Þar sem hið góða starengi var áður, er nú ægisandur og rýkur úr honum yfir engjarnar, sem eftir eru efst í dalnum, og spillast þær af því ár frá ári. Nú er svo lítið í Kleifarvatni að stórt fjöruborð er undir forvöðum þeim þar sem áður va á sund. Lambatangi, sem áður var eyja langt úti á vatni, er nú landfastur fyrir löngu. Þar verptu áður álftir á hverju ári, en nú hafa þær ekki frið þar lengur og hafa flutt sig búferlum að Arnarvatni, sem er uppi á Sveifluhálsi, rjett hjá veginum frá Katli og er 278 metra yfir sjávarflöt. – Í botni Kleifarvatns eru margir heitir hverir, og eru nú tveir þeirra komnir upp úr því að sunnan. Í fyrra var Hver í Krýsuvíkhitinn í vatninu mældur og reyndist 9-20 stig. Er það því útvalinn sundstaður, og eflaust stærsta sundlaug hjer á landi. en vegna hitans í vatninu er talið að silungur geti ekki þrifist þar, þótt lífskilyrði sje að öðru leyti góð fyrir hann. Áður fyrri var þó silungur í vatninu, að því er Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni, en nú sjest þar ekki branda, og hefir ekki sjest langa lengi. Silungurinn hefir orðið aldauða, og má vera að það stafi af því að hverir hafi komið upp í vatninu og orðið silungunum að bana. En þrátt fyrir það þótt Kleifarvatn sje svona hlýtt, leggur það landa milli á vetrum og þarf ekki ýkja mikið frost í logni til þess að helluís komi á þa og hefir oft verið farið með hesta yfir það á ísi, þvert og endilangt.

Arnarfellsrétt í Krýsuvík

Annað, sem bóndinn á Nýjabæ taldi jörðinni til foráttu, er sívaxandi ágangur sauðfjár og hesta. Streymir þangað fje úr Grindavík, Höfnum, Stafnesi og víðar og stóð af Ströndinni. Á seinni árum hefir sauðfjárrækt aukist mjög í Grindavík, en þar eru engir hagar og streymir fjeð því þegar á vorin á Krýsuvíkurheiði og eru oft þúsundir fjár þar í heimalandinu. – Girðingar eru engar til þess að bægja þessum stefnivarg frá og má heita ógerlegt að verja tún og engjar. Fjeð gengur þarna umhirðilaust alt vorið og þar bera ærnar. Þegar fram á sumar kemur, eru gerðir út fjölda margir menn til þess að smala fjenu saman og marka lömb. Er alt safnið rekið í stóra rjett og veit enginn hvað hann á af lömbum, hve margar ærnar eru tvílembdar, hver margar lambgtur eða geldar. Í rjettinni eru ærnar látnar helga sjer lömbin meðan til vinst, eða meðan nokkur skepna jarmar. Lömbin eru jafnóðum mörkuð og ærnar helga sjer þau, en alt af vera margir ómerkingar eftir, eigi færri en 60 í fyrra. Eins og nærri má geta er ullin farin að trosna á rollunum og í þrengslunum og troðningnum í rjettinni slitnar hún svo af þeim, að alt rjettargólfið er eins og einn ullarbingur að kvöldi og vaða menn þar ullina eins og lausamjöll. Þannig gengur nú sauðfjárræktin á þeim stað, en auðvitað yrði Grindavíkur og Hafnamenn í vandræðum með sitt fje, ef Krýsuvíkurland væri afgirt.
KrýsuvíkurréttKrýsuvík hefir verið ágæt sauðajörð, enda hafa bændur lifað þar aðallega á sauðfjárrækt, því að tún hafa verið fremur lítil og ljeleg. Í Nýjabæ var alt túnið ákaflega stórþýft þegar núverandi ábúandi kom þngað. Var það líkast því sem há upphlaðin leiði væri hvert við annað. Nú hefir mestur hluti túnsins verið sljettaður og er í góðri rækt, svo að bóndi getur haft þar þrjár kýr. Auk þess hegir hann komið þar ipp góðum matjurtargörðum, en þeir þektust ekki, er hann kom þangað. Fær hann nú árlega um 20 tunnur af kartöflum og nokkuð af rófum. Þrífast kartölfur þar vel og er þó enginn hiti í jörð þar sem garðarnir eru.
Hlunnindi eru lítil; trjáreki er þó nokkur, og eggja og fuglatekja í Krýsuvíkhrubergi, en síga verður eftir hverju eggi og hverjum fugli. Í Geststaðavatni, sem er þar uppi í heiðinni, er dálítil silungsveiði. Var silungurinn fluttur þangað fyrir mörgum árum að ráði Bjarna Sæmundssonar og hefir hann þrifist þar vel.
Það hefði einhvern tíma verið kallað gott bú hjá bóndanum í Nýjabæ, 3 kýr, 14 hross og rúmlega 400 fjár framgengið. En hvað er gott bú nú?
Hverasvæði við Seltún - brennisteinsnámusvæðið-Jeg hefi reynt að halda í horfinu, segir hann, og búið hér ekki gengið saman. en nú er svo komið, að það er einskis virði, nema að eins það, sem fæst af því til heimilisins. Í haust sem leið fekk jeg 200 krónur fyrir jafnmargar kindur og lögðu sig á 1100 krónur á stríðsarunum. Ull og gærur telur maður ekki lengur. Fyrir 10 pd. sauðargæru fekk jeg t.d. að eins kr. 1.50 í haust. –
Eins og áður er sagt er gott sauðland í Krýsuvík og verður því að treysta mest á sauðfjárrækt. Útbeit er ágæt, þótt engin sje fjörubeit, en fjeð þarf nákvæmrar hirðingar og verður maður alt af að fylgja því á vetrum. Er það nokkur furða þótt menn trjenist upp á því, þegar þeir sjá að til einskis er barist? Eina vonion er að úr rætist um sölu sauðfjárafurða, og þess má ekki lengi bíða, ef fjöldi sauðfjárbænda á ekki að hverfa frá búskapnum og jarðirnar að leggjast í eyði, í viðbót við þann eyðijarðafjölda sem fyrir er.

Námusvæðið

Fyrir mörgum árum starfræktu Englendingar brennisteinsnámur í Krýsuvíkurhjeraði. Bygðu þeir þar nokkur stór hús og sjer enn móta fyrir því hvar þau hafa staðið. En þetta fyrirtæki fór á höfuðið og hafði verið eytt til þess miljónum. Brennisteinninn gekk til þurðar þessi árin og nú erfitt að finna mikið af hreinum brennisteini, þar sem námurnar voru. En leifar mannvirkjanna eru þar þögull vitnisburður um mishepnað erlent fyrirtæki hjer á landi. Að minstu leyti mun þó fje það, sem námafjelagið tapaði, hafa runnið í vasa Íslendinga. Íslenskir verkamenn fengu eina krónu á dag vor og haust en hálfa krónu um sláttinn, og hestleiga mun hafa verið 1-2 krónur á dag. (Brennisteinninn var allur fluttur á hestum til Hafnarfjarðar).
Ferðamenn, sem fara til Krýsuvíkur, ætti að skoða Kleifarvatn, brennisteinsnámurnar og þó fyrst og fremst stóra leirhverinn, sem kom upp árið 1925. Hver sá er skamt ofan við Nýjabæ, norðan í svokölluðum Tindhól, og er skamt rá veginum. Þarna var áður dálítil velgja í jarðveginum, en enginn hver.
Svo var það einn morgun að fólkið í Nýjabæ vaknaði við vindan draum – svo snarpan jarðskjálfta, að það kastaðist til í rúmunum, en brak og brestir voru í hverju bandi, eins og kofarnir ætluðu niður að ríða. Jarðskjálfti þessi stafaði af því að hinn nýi hver braust út. Varð það með svo geisilegum krafti að stór spilda sprakk úr hæðinni og þeyttist langar leiður, en sjóðandi leðja úr hverjum vall alla leið noðrur að Kleifarvatni og tók alveg af læk, sem engjafólk var vant að sækja drykkjarbatn í. Gríðarstór steinn, sem var uppi á melnum, fleygðist langar leiðir í burtu og stendur nú nokkuð frá hvernum sem talandi tákn þessara hamfara náttúrunnar.
Austurengjahver ofan við NýjabæHver þessi mun tvímælalaust vera stærsti og hrikalegasti leirhver í heimi. Englendingur nokkurð, sem skoðað hafði brennisteinshverina í Ítallíu og Nýja Sjálandi, varð alveg höggdofa og mállaus af undrun, er hann sá þennan hver. Enda mun flestum fara likt er þeir sjá hann, að þeir verða orðlausir af undrun og hryllingi, því að hann er ægilegur, og krafturinn svo óskaplegur, að enginn getur gert sjer í hugarlund nema sá, er sjer hann. Hverinn mun lílkega vera um 8-10 m. í þvermál og þarna þeytast óaflátlega upp ótal leðjustrókar, mannhæðar eða tveggja mannhæða háir. Leðjan byltist þannig og gýs í æðisgegnum hamförum, en gufumörkkurinn er svo þjettur, að ekki sjer í sjálfan hverinn, nema vindur sje og gufuna legi frá. Þegar logn er stígur gufumökkurinn svo hátt í loft upp, að hann sjest hjeðan frá Reykjavík yfir fjöllin. Uppi í melnum, ofan við sjálfan hverinn, eru gufuhverir nokkrir, og þeytist gufan þar út af svo miklum krafti að líkast er þegar skip “blása af” sem ákafast, og er hvinurinn svo mikill að vart má heyra mannsins mál. Er melurinn sundur soðinn af gufunni og þessum óskaplega hita. Fyrir neðan hverinn eru þrír eða fjórir aðrir hverir. Sá næsti er stærstur, hringmyndaður og sljettur á yfirborðim nema hvað alt af kraumar í honum og með nokkuru millibili skvettist upp úr honum dálítið gos á einum stað, eons og hann sje að reka út úr sjer tunguna framan í áhorfanda.

Leifar frá brennisteinsvinnslunni við Seltún

Einn ef hverum þessum er ákfalega heitur og hvín látlaust í honum, en ekki er gott að komast að honum.
Síðan þessi mikli hver myndaðist, hafa menn tekið eftir því, að hverirnir í fjöllunum beggja vegna hafa kólnað að mun og sumir þegar orðið kaldir.
Það er engin leið að giska á hver ægikraftur leysist þarna úr læðingi og eyðist engum til gagns. Ágiskanir geta orðið fjarstæða á hvora sveifina sem er, en trúa myndi jeg, væri mjer sagt það, að kraftur þessi mundi nægja til þess að framleiða nóg rafmagn handa Suðurlandi, svo vítt, sem giskað er á að afl Sogsfossanna muni nægja.
Væri góður bílvegur til Krýsuvíkur, er enginn efi á því að útlendir ferðamenn mundu streyma þangað hópum saman til þess að skoða hver þenna, enda mun varla upp á meiri náttúrundur að bjóða hjer á landi.”
Frásögn þessi er ekki síst athyglisverð í ljósi umræðna um sveiflukennt vatnsborð Kleifarvatns, ágang búfjár í Krýsuvík og virkjunarmöguleika á svæðinu.

Eiríkur Tómasson frá Járngerðarstöðum í Grindavík skrifaði “Athugsasemdir” við ofangreinda grein í Morgunblaðið þannn 30.08.1932:

Árni Óla“Í Lesbók Morgunblaðsins, frá 26. júní s.l., er ritgerð um Krýsuvík eftir Árna Óla. Þar er sumt sagt á þann hátt að valdið getur misskilningi hjá þeim, sem hjer eru ókunnugir, ef engin athugasemd fylgir, hygg jeg það stafi af því að höfundurinn taki heimildarmanninn helst til bókstaflega.
Hið fyrsta, sem jeg hygg rangt með farið er það, að mjer vitanlega hefir enginn bíll farið enn milli ísólfsskála og Krýsuvíkur, en frá Hafnarfirði fór bíll í fyrrasumar þangað.
Það í umræddri grein, sem jeg vil aðallega gera athugasemdir við eru ummæli þau, er höfundurinn hefir eftir Nýjabæjarbóndanum um Grindvíkinga og sauðfje þeirra. Það, sem fyrst skal tekið fram er það, að sauðfje í Grindavík mun ekki hafa fjölgað á síðustu árum.
Þá er það ekki rjett, að Grindavík eigi ekkert beitiland. Það er að vísu ekki mikill gróður í því eftir stærðinni að dæma, en hið sama má segja um Krýsuvíkurland, það er víða ærið hrjóstugt þó gróður sje þar meiri en í Grindavíkurlandi. — Grindavíkurland er geysistórt. Það nær vestan frá Valahnúkamöl á Reykjanesi, liggja landamörkin þaðan um Sýrfell, Stapafell, Kálffell, Vatnskatla í Fagradalsvatnsfelli og Sogasel, þaðan suður Núpshlíðarháls og að sjó í Seltöngum. Að dæma alt þetta svæði haglaust, er vægast sagt þarflausar ýkjur, enda gengur þar margt af fje Grindvíkinga og sjest það best er smalað er til rjetta á haustin, fæst þá góður samanburður á því fje, sem kemur úr Grindavikurlandi og því er frá Krýsuvík kemur, og er það alltaf lítill hluti heildarinnar samanborið við heimasafnið. En þetta er þar að auki mál, er fyrir allmörgum árum hefir náðst samkomulag um, þar sem Grindvíkingar borga árlega hagatoll til ábúandans í Krýsuvík og auk þess leggja þeir til milli 20 og 30 menn við fjársöfnun í Krýsuvíkurlandi til rjetta á hverju hausti.
Eiríkur TómassonÞað, sem sagt er um smölun á vorin er sumt hreinasta bull, t.d. það, að menn viti ekki hve margar ær þeirra eru geldar eða búnar að missa. Það er að vísu satt, að menn vita það ekki fyr en í rjettirnar kemur, en þá er vönum fjármönnum auðvelt að ganga úr skugga um hvort ær eru með lambi eða ekki; hitt er oft að menn vita ekki hvaða ær eru með einu eða tveimur lömbum, en aðferðir til ap komast að því, og oft heppnast, þekkja vanir fjármenn, að minsta kosti þar, sem fje gengur saman úr fleiri sveitum um sauðburðinn.
Jeg tel það mjög vafasamt að Nýjabæjarmenn hafi nokkurn tíma hirt um að telja lömb þau, er afgangs verða þar við aðrekstra á vorin, en hafi þeir talið þau í fyrra og þá reynst að vera 60, þá mun það vera óvenju margt, en svo ber þess að gæta að nokkuð af móðurlausum lömbum kemst til mæðra sinna eftir að öllu fjenu hefir verið sleppt í hvert sinn.
Það verður ekki annað sjeð en öllu þessu fje sje safnað á vorin í einn rekstur, sem allur sje rekinn í eina geysistóra rjett, en svo er ekki. Á hverju vori smala Grindvíkingar tvisvar Krýsuvíkurland með Nýjabæjarmönnum, með nokkru millibili. Í hvorri ferð er rekið að, til rúnings og mörkunar, á fjórum stöðum, svo lambatalan deilist á 8 aðrekstra og þar af leiðir að meiri líkur eru til að fleiri af lömbunum hitti mæður sínar, heldur en ef um eina rjett og einn aðrekstur væri að ræða.
Um ullina í „rjettinni” ef það að segja, að hún er að vísu nokkur, en ekki meiri en annars staðar þar, sem jeg hefi komið undir svipuðum skilyrðum. Það, að „rjettar”-gólfið sje eins og „ullarbyngur”, og menn vaði ullina eins og lausamjöll” eru þær ýkjur, sem sverja sig í ættina til heimildarmannsins. Annars þarf hann ekki að taka það sárt þó aðkomufje skilji eitthvað af ull eftir í „rjettinni”, því það mundi með öllu reiðilaust, af eigendum þeirra lagða, þó hann hirti þá og hagnýtti sjer.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Þeir, sem lesa umrædda grein munu vænta þess að Nýjabæjarmenn forðuðust af fremsta megni að ómerkingar þeirra og fje í ull lenti í þessum vandræðarjettum, t.d. með því að ganga til ánna nm sauðburðinn og marka lömbin og hirða ullina jafnóðum og ær eru rýjandi. Þetta virðist vel framkvæmanlegt, í fyrsta lagi af því, að mestur hlutinn af ám þeirra gengur um sauðburðinn á engjunum og syðrihluta SveifluháJs, sem er skamt frá bænum og ekki víðáttumikið og í öðru lagi eru þar venjulega heima 4 eða 5 karlmenn og drengir til að smala, en þeir, sem þessum málum eru kunnugir vita, að lömb þeirra koma venjulega langflest ómörkuð til rjetta og fje þeirra leggur til sinn skerf af ull í „bynginn” á rjettargólfið.
Að mínu áliti er það hvorki ágangur Kleifarvatns nje aðkomufjenaðar, sem aðallega hefir lagt Krýsuvík í eyði, að svo miklu leyti sem orðið er, þó hvort tveggja hafi átt nokkurn þátt í því. Aðalorsökin hygg jeg sje hve jörðin er mannfrek og erfitt til aðdrátta, en á síðari árum hafa það reynst verstu gallar á jörðum.” – Eiríkur Tómasson, Járngerðarstöðum.

Heimild:
-Árni Óla – Krýsuvík – Lesbók Morgunblaðsins sunnudaginn 26. júní 1932.
-Morgunblaðið, 199. tbl. 30.08.1932, Athugasemdir, Eiríkur Tómasson – Járngerðarstöðum, bls. 2.

Krýsuvík

Grein Árna Óla um Krýsuvík í Lesbók Morgunblaðsins 1932.

Grindavík

Lífið í Grindavík haustið 1944 virðist hafa verið bæði sælt og friðsamt. Í bók Agnars Þórðarsonar, Í leiftri daganna, sem kom út hjá Máli og Menningu árið 2000 segir frá bréfi sem Gunnlaugur Scheving, listmálari, skrifaði Agnari frá Grindavík haustið 1944, þegar Agnar lá á Vífilsstaðahæli. Í bréfinu, sem er bráðskemmtilegt, segir m.a. eftirfarandi frá menningarlífinu í Grindavík:
Hraun við Grindavík“Ég hef verið hér lengst af hjá Sigvalda Kaldalóns og loks nokkra daga á Hrauni hjá Gísla. Fyrir nokkru síðan komu hér stórkarlar úr Reykjavík, biskupinn (ég sá hann ekki), Páll Ísólfsson og Eggert Stefánsson. Þeir komu að Hrauni, ég var þá þar. Stemningin var stórkostleg. Jetnir voru þorskhausar með smjeri. Eggert varð snortinn af hápatríótískri harðfiskrómantík. -Þetta er Íssland-. Á fínasta hóteli í París er ekki hægt að fá þorskhaus -ekki heldur í Búdapest eða London. Aðeins Íssland á þorskhaus -aðeins Íssland á þessa Aaa-rómu (hakan út í loftið). Þessa dásamlegu þjóðlegu stemningu, þennan yndislega há-ísslenska þorskhausaintelligens og harðfiskvísindi Guðmundar Finnbogasonar -þar var tekið í nefið. Sveitasæla, smjerskaka. -Yndislegt.
Ein af myndum GunnlaugsSvo komu sögur af þorskhausalestarferðum í gamla daga. -(Dásamlegt-dásamlegt). Ekkert gat stöðvað svona lest nema þegar einhver hryssan eignast folald- (Nú hver andskotinn) -Þá var skal ég segja ykkur stansað í einn dag -svo var folaldið bundið inn á milli, og síðan haldið á stað. (Dááásamlegt) Hugsið ykkur -þorskhausar á ferð gegnum hraun, gegnum endalausan brunasand -og svo glænýtt folald inn á milli. Þetta er Ísland -framtíð þjóðarinnar og listarinnar er að fólkið skilji þetta, gútjeri þessa stemningu.
Blessaðir jetið þið meira smjer, meiri þorskhaus. -Yndislegt.
Á eftir þorskhausunum kom kaffi með nýbakaðri köku -nýtt smjer -allskonar bakkelsi. -Ný stemning. Þessi ísslenska flatbrauðsstemning -með endurminningar um gamlar hlóðir í sveitinni -þegar maður var smali. -Ha -ekkert land í veröldinni á slíkan flatbrauðskúltúr og Ísland. Það er eins og að svífa til himins á vængjum morgunroðans. -Yndislegt.
Að síðustu var veislunni slitið. Innileg handabönd með hristingi. Stundin var búin og horfin út í eilífðina. Bíllinn hikstaði á hlaðinu og svo var haldið af stað.
Ég hef sem sagt haft það gott og skemmtilegt. Engin dagblöð -ekkert útvarp -það er jarðnesk sæla nú á dögum. Fréttir hef ég engar að segja þér. Ég bið þig að heilsa öllum heima og svo Gunnlaugi  -ég kveð þig svo með ósk um góðan bata.
Þinn einl. – Gunnlaugur”

Hvort fæði það, sem boðið var upp á í Grindavík á þessum tíma, var eitthvað annað og meira en þorskhausar skal ósagt látið – en ljóst er að jafnan var listafólki og öðru aðkomufólki vel boðið þar á bæjum á þeim tímum – sem endranær.

Heimild:
-Agnar Þórðarson – Í leiftri daganna – Mál og menning 2000, bls. 79-80.
(Haukur Ólafsson – FERLIRsfélagi – framsendi frá London).

Grindavík

Grindavík – loftmynd.

Kolviðarhóll

Í Tímanum 1977 er fjallað um “Kolviðarhól 1877-1977, fyrsta gisti og veitingahúsið á Hellisheiði…“:

Kolviðarhóll
“Í byrjun júlí síðastliðins var gamla gistihúsið að Kolviðarhóli, sem nú er eign Reykjavíkurborgar rifið til grunna.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Fyrsta gistihúsið á þessum stað var reist 1877, en áður var sæluhús á Kolviðarhóli og var það orðið léleg vistarvera þeim, sem þangað leituðu í vondum veðrum. Þetta fyrsta gistihús var lengi eina húsið á staðnum. Oft var þröngt setinn bekkurinn og þúsundir manna munu hafa gist þar. Matthías Jochumson, þá prestur i Odda, kom þar í janúar 1884 og hitti 40 ferðamenn, sem voru veðurtepptir. Og á loftinu í þessu húsi gisti í rúmi með mosadyngju sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup, lítill drengur í fyrstu ferð sinni til sumardvalar austur í Ölfus.
Kolviðarhóll
Þriðja og síðasta gistihúsið að Kolviðarhóli, sem nú er horfið, reisti Sigurður Daníelsson gestgjafi 1929 og var það með öllu nýtízku þægindum, sem þá þekktust hér á landi, m.a. ljósavél og raflýsingu.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsið.

Þjóðvegurinn forni milli Árnessýslu og Mosfellssveitar lá nokkru norðar en nú er farið og skammt frá Kolviðarhóli. Sæluhús var fyrst reist á þessum slóðum 1703 við svonefnda Draugatjörn fyrir framan Húsmúlann, og var það eina vistarveran milli byggða fram til 1844, að sæluhús var reist á Kolviðarhóli. Sumarið 1877 sama ár og fyrsta gistihúsið var reist að Kolviðarhóli hófst vegagerð yfir Svínahraun sem var lokið sumarið eftir.
Hellisheiði var um aldir og er enn einn fjölfarnasti fjallvegur landsins. Við sem ökum þessa leið í upphituðum bílum höfum litla hugmynd um þá baráttusem forfeður okkar háðu hér í vetrarferðum. Mannskaðar voru tíðir á þessum slóðum, þótt engar tölur séu til um hversu margir hafa látið þar líf sitt. Trúlegt er að flestir hafi orðið úti á þessum slóðum á 18. öld, einkum eftir móðuharðindin 1784. Fólk flúðu heimili sín og reikaði allslaust undan hörmungunum í vesturátt.

Hellisheiði

Hellsiheiði – forna leiðin um helluna.

Skjalfestar heimildir eru um manntjón á Hellisheiði á 130 ára timabili frá 1792-1922. Í bók sinni Sögu Kolviðarhóls greinir Skúli Helgason frá 24, sem urðu úti á heiðinni á þessu tímabili, en getur þess að ekki sé víst að þar séu allir upp taldir.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1910.

Einn þeirra fyrstu sem vakti máls á að reist skyldi veitingahús á Kolviðarhóli var Sigurður Guðmundsson málari á fundi í „Kveldfélaginu” svonefnda sem var e.k. leynifélag í Reykjavík árið 1871.
„Þar mætti hafa hvers kyns veitingar. Þar þyrfti að blása í lúðra svo sem þriðja hvérn tíma til að leiðbeina villtum ferðamönnum, sömuleiðis hafa alpahunda og fl.” Í fundargerðinni, sem virðist rituð af Sigurði sjálfum, er rissmynd af þessu fyrirhugaða húsi. Er á miðju þaki þess turn mikill með gluggum, sem ætlazt var til að ljós logaði í, þá er dimma tæki, en upp af honum var stöng með flaggi. Þar sem Sigurður talar um „alpahunda”, á hann við að þeir gætu orðið til bjargar villtum ferðamönnum, er úti lægju í illviðrum og ekki næðu til mannabyggða.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Hugmynd Sigurðar málara um veitingahúsbyggingu á Kolviðarhóli virðist þó hafa þótt ærið loftkastalakennd, eins og flest annað hjá honum á þeim tíma, og var henni víst lítill gaumur gefinn. Þegar hann lézt þrem árum síðar sá hann ekki votta fyrir framkvæmdum á þessari hugmynd sinni fremur en öðrum hugsjónum sínum, þótt margar ættu þær eftir að verða að veruleika i einhverri mynd.
Fyrsti gestgjafi að Kolviðarhóli var Ebernezer Guðmundsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, en kona hans var Sesselja Ólafsdóttir frá Geldingaholti. Þau voru þar hálft annað ár, en þá tók við Ólafur Arnason frá Hlíðarendakoti, og heitkona hans Málfríður Jónsdóttir af Vatnsleysuströnd.
KolviðarhóllBjuggu þau við harðindi og fátækt og höfðu sama og engar tekjur af ferðamönnum. Frumburður þeirra fæddist að Kolviðarhóli og var skírður eftir staðnum, en andaðist fimm vikna gamall. Ólafur og Málfríður fóru til Ameríku 1886 og komust þar vel af. Næsti gestgjafi, Sigurbjörn Guðleifsson, var kunnur fyrir lækningar. Sambýliskona hans var Soffía Sveinsd. Þau bjuggu einnig við kröpp kjör að Kolviðarhóli og voru þar aðeins í eitt ár í nábýli við Jón Jónsson, sem tók við Sigurbirni, en þeir eltu grátt silfur saman. Kona Jóns var Kristin Daníelsdóttir. Guðni Þorbergsson tengdasonur þeirra og Margrét dóttir þeirra tóku síðan við, en í tíð þeirra jókst umferð mjög. Nýr akvegur var lagður á svipuðum slóðum og farið er enn í dag. Hestavagnaöldin hófst og samgöngur urðu meiri. Guðni lét reisa nýtt gistihús á Kolviðarhóli aldamótaárið.
Sá gestgjafi sem lengst sat að Kolviðarhóli og varð viðkunnastur þeirra allra var Sigurður Danlelsson 1906-1935. Valgerður Þórðardóttir hafði verið vinnukona að Kolviðarhóli um þriggja ára skeið þegar Sigurður kom þangað ókvæntur maður, og gengu þau í hjónaband ári síðar. Sigurður og kona hans voru mikið fyrirhyggju- og framtaksfólk og unnu margvíslegar framkvæmdir á staðnum.
KolviðarhóllSigurður hafði jafnan margt hesta og var fylgdarmaður og vann oft björgunarstarf í illviðrum. „Það var gömul hefð á Kolviðarhóli, að húsinu var aldrei lokað um nætur. Þar voru opnar dyr allan sólarhringinn, svo að ferðamenn, sem bæri þar að garði um nætur í vonskuveðri, gætu tafarlaust komizt í húsaskjól. Enda var það almenn venja ferðamanna, er komu þar eftir háttatíma að þeir gengu inn og kveddu þar nauðþurfta sinna. Þar var alla jafna allt til reiðu. Þar var matur og drykkur veittur, þó um hánótt væri, og þar var fylgdarmaður og hestur til taks, ef með þurfti, á hvaða tíma sólarhrings sem var, hvort heldur var austur yfir fjall eða suður yfir Svínahraun. Þetta var erilssöm og erfið þjónusta, en hún var álitin næstum sjálfsögð og ekki talin eftir. Hún var ávallt seld við vægu verði og margur var sá, er lítið gat goldið fyrir sig fyrr á árum og sumir ekki neitt. Þannig gekk starfið á Kolviðarhóli ár eftir ár, gestastraumarnir komu og fóru, en mitt í þeirri miklu mannös stóð gestgjafinn sjálfur, Sigurður Danlelsson, alltaf samur og jafn, veitti öllum fyrirgreiðslu og leysti úr vandkvæðum manna, sem gátu verið mörg. Þar komu menn af öllum stéttum þjóðfélagsins og var það stundum hnöttóttur lýður, er hafði á sér litla háttvísi né siðmenningarbrag. Þangað komu oft ölvaðir menn, er höfðu í frammi heimtufrekju og ódámshátt. Slíkum gestum sýndi Sigurður fulla einurð og mælti þá stundum til þeirra ekki með neinni silkitungu. En svo var það búið, og enginn erfði slíkt við hann, enda lá það orð á að hann ætti engan óvildarmann.” (Úr sögu Kolviðarhóls).
KolviðarhóllSíðasta árið sem Sigurður lifði, sumarið 1935 hófst hann handa um að láta búa til heimagrafreit í túninu á Kolviðarhóli. Það gerði fornkunningi hans Erasmus Gíslason úr Reykjavík. Legstaður þessi er þannig byggður, að grafhvelfing var gerð í jörð niður, steypt í hólf og gólf, með opi á lofti, svo að líkkista mætti komast niður um. Yfir opið var steinhella gerð. Grafhvelfingin er það há undir loftað hún er manngeng. Er þar rúmgott fyrir þrjár líkkistur. Ofanjarðar eru veggir steyptir umhverfis á alla vegu, á annan metra á hæð, og á vesturhlið eru dyr með hurð fyrir. Í grafhvelfingunni hvíla jarðneskar leifar Sigurðar Daníelssonar, Valgerðar Þórðardóttur og sonar þeirra Davíðs Sigurðssonar, járnsmíðs, sem lézt af slysförum 25 ára gamall.
Valgerður kona Sigurðar, var annáluð fyrir hjálpfýsi og margar sögur fóru af viðbrögðum hennar við veikt og hrakið ferðafólk. Hún var mikill dýravinur, og henni var ekki nóg að gera gestunum gott heldur þurftu hestar og hundar þeirra að fá sitt. Valgerður bjó í tæp þrjú ár að Kolviðarhóli eftir að hún missti mann sinn 1935.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll um 1930.

Haustið 1938 seldi hún Íþróttafélagi Reykjavíkur Kolviðarhól með öllum mannvirkjum. Hún lét þó ekki af störfum þar heldur veitti gistihúsinu áfram forstöðu næstu 5 ár eða til 1943. Var hún þá orðin 72 ára, hafði hana ekki grunað 40 árum áður, er hún fyrir tilviljun réðst að Kolviðarhóli, að hún ætti þar svo langan starfsdag framundan. Bjó hún síðan í þrjú ár í litlu húsi skammt frá sem Sigurður maður hennar hafði látið byggja og svo 10 ár í Hveragerði unz hún lézt í Landakotsspítala eins og maður hennar.
KolviðarhóllTignir menn og tötrum búnir hafa haft viðkomu að Kolviðarhóli og um síðustu aldamót settu förumennirnir svip á staðinn, svo sem Jón Repp, Bréfa-Runki, Jón söðli, Guðmundur dúllari, Eyjðlfur ljóstollur, Símon Dalaskáld, Guðmundur kíkir, Óli prammi, Gvendur blesi, Árni funi og Langstaða-Steini.
Margar sagnir eru af minnisverðum atburðum á Hellisheiði, svo sem þegar Þuríður formaður átti þar leið um og síðar er Indriði Einarsson skáld lá þar úti, eða barnsfæðing, sem átti sér þar stað sumarið 1890 og loks eru allar draugasögurnar.
KolviðarhóllÍþróttafélag Reykjavíkur ætlaði að gera Kolviðarhól að miðstöð vetraríþrótta og eftirsóttum hvíldarstað á sumrin. Félagið átti einnig að halda uppi greiðasölu fyrir ferðamenn. Áhugamenn unnu að ýmsum framkvæmdum, byggður var pallur framan við húsið, upplýst og hituð skíðageymsla, skíðabrekkur lagfærðar og byggðir stökkpallar.
Þegar Valgerður Þórðard. fór frá Kolviðarhóli var sem brotið blað í sögu Kolviðarhóls.
Veitingamennirnir, sem komu eftir hana urðu ekki „mosavaxnir” á staðnum. Í nóvember 1951 kemst Kolviðarhóll á síður Reykjavíkurblaðanna vegna veru varnarliðsmanna og íslenzkra stúlkna þar.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Á vordögum 1952 var svo komið um stjórn og starfsemi Kolviðarhóls, að enginn fékkst til þess að vera þar, og ferðafólk virtist forðast staðinn. Var þá húsunum lokað og enginn maður hafði þar aðsetur lengur. Strax á fyrsta ári fór að bera á því að óheiðarlegir vegfarendur legðu þangað leið sína. Rúður voru brotnar í gluggum, ruplað og rænt úr stofum, og þessi saga endurtók sig æ ofan í æ. Loks var staðurinn viðurstygging og eyðileggingin uppmáluð og var svo síðustu tvo áratugina eða meir.
„Hvort Kolviðarhóll á eftir að rísa úr auðn og niðurlægingu skal engu um spáð”, segir Skúli Helgason í bók sinni 1959. „En eitt er víst: hann verður aldrei aftur það, sem hann einu sinni var. Því valda fyrst og fremst breyttir tímar og allt viðhorf þjóðlífsins.”
Kolviðarhóll
„Guð gaf okkur Hólinn til hjálpar hröktum ferðamönnum af fjallvegum, en ekki til leikaraskapar”. Þessa látlausu setningu mælti Valgerður Þórðardótur, þegar hún var flutt af Kolviðarhóli fyrir fullt og allt. Þessi orð hins síðasta fulltrúa staðarins fela í sér stærri staðreyndir en í fljótu bragði kann að virðast. Líf og starf þeirra gestgjafa, sem lengst og bezt sátu Kolviðarhól var enginn leikaraskapur.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Með þrotlausu starfi, þrautseigju og fórnfýsi unnu þeir sig upp og gerðu þannig „garðinn frægan”. Þeir gerðu jafnan fyrr kröfu til sjálfra sín en annarra. Þeir vissu það, að lífinu varð ekki lifað þar, svo yrði með sæmd á værðarsvæflum við sukk og sællífi. Þess vegna gátu þeir haldið uppi reisn staðarins svo lengi, sem þeirra naut við. En þegar þeir hurfu þaðan á braut, komu „nýir siðir með nýjum herrum.” Tíminn er búinn að skera úr því, hvernig þau siðaskipti reyndust. Máltækið segir, að „maður komi manns í stað”, og er það að vissu leyti sannleikur. Er þar átt við það að þótt einn hverfi frá athöfn og ævielju, þá komi aðrir og taki við. En svo bezt getur það gengið, að þeir, sem eftir lifa og áfram halda, hafi manndóm til þess að halda í horfinu. Því eins og segir í Hávamálum: „Bautasteinar standa í brautu nær, nema reisi niður að níð.”
Með þeim orðum skal sögunni lokið.” SJ tók saman.

Í Lesbók Morgunblaðsins 2001 fjallar Gísli Sigurðsson um “Kolviðarhól – Athvarf á leið yfir Hellisheiði, tímabil Sigurðar og Valgerðar á hólnum“:

Kolviðarhóll
“Gistihúsbygging þeirra Sigurðar Daníelssonar og Valgerðar Þórðardóttur á Kolviðarhóli árið 1929 var afreksverk og húsið sjálft byggingarlistaverk Guðjóns Samúelssonar. Umsvifin á Kolviðarhóli urðu mest í tíð Sigurðar og Valgerðar, enda bílaöld gengin í garð. Með breyttum Suðurlandsvegi varð Kolviðarhóll ekki lengur í þjóðbraut, þar var ekki lengur þörf á gististað. Hugmyndir og dug vantaði til að finna húsinu nýtt hlutverk. Skemmdarvargar unnu á því tjón, en bæjarstjórn Reykjavíkur gekk í lið með þeim og lét mola húsið mélinu smærra.
Kolviðarhóll
Fáar ljósmyndir eru til frá tímaskeiði lestaferðanna sem vonlegt er. Þó hefur ein verið tekin við Kolviðarhól 1904 og sýnir hún Hannes póst Hannesson, annálaðan ferðagarp, leggja upp í dumbungsveðri af Hólnum. Hann er með sex hesta undir koffortum og sjálfur blæs pósturinn í lúður í nafni embættisins. Á mynd sem tekin er líklega áratug síðar sést að tæknileg umskipti hafa orðið; þá er póstvagnalest á ferð suður með Reykjafellinu; póstvagnarnir með háu þaki og sýnilegt að þeir hafa getað tekið farþega.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Þægindin eru komin til sögunnar, bílaöldin rétt handan við hornið. Þriðja myndin sem varðveizt hefur er tekin á Kolviðarhólshlaði í tíð Guðna og Margrétar um aldamótin 1900. Þetta hefur verið snemma vors og enn mikill snjór norður í Skarðsmýrarfjalli… Ferðamenn hafa brugðið sér inn til að fá sér hressingu og hefur ekki þótt taka því að spenna frá vagnhesta eða taka ofan koffort af baggahestum. Á myndinni sem birtist í síðustu Lesbók er fortíðin að syngja sitt síðasta og millistigið, hestvagninn, er kominn til sögu; fyrsti bíllinn þó ókominn til landsins. Enn er til ljósmynd, tekin tveimur áratugum síðar. Þá hafði verið ekið upp að Kolviðarhóli á virðulegri, svartri drossíu eins og þessi farartæki voru gjarnan kölluð þá. Hún er með bílnúmerið RE 85 og bílstjórinn er Vígmundur Pálsson úr Mosfellssveit. Bíllinn var orðinn þarfasti þjónninn.

Teningunum kastað og örlög ákveðin

Kolviðarhóll

Landpóstur á ferð með lúður sinn.

Gestgjafarnir á Hólnum, Sigurður Daníelsson frá Herríðarhóli og Valgerður Þórðardóttir frá Traðarholti, voru í rauninni fulltrúar nýrrar aldar og gerbreyttra samgangna sem gerðu hvorttveggja, að umferðin að Kolviðarhóli margfaldaðist, en kipptu líka fótum undan þessum rekstri með tímanum.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Menn urðu fljótir í förum og sífellt færri þurftu á gistingu að halda. Óhætt er að segja að Sigurður og Valgerður á Kolviðarhóli hafi orðið þjóðkunnar persónur, enda bæði afburðafólk fyrir áræði og dugnað. Þau voru gestgjafar á Kolviðarhóli frá 1906 til 1935 og Valgerður var þar lengur, eða til 1943.
Sigurður Daníelsson var Holtamaður að uppruna, kominn af Torfa sýslumanni í Klofa á Landi. Hálfbróðir hans var Daníel bóndi í Guttormshaga, faðir Guðmundar rithöfundar. Sigurður þótti bráðþroska ungur maður og var fljótt talinn óvenjulegt mannsefni, hjálpsamur og ljúfur og ávann sér alls staðar traust.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – loftmynd.

Eftir 1902 er Sigurður skráður í Reykjavík og stundar þá ýmsa vinnu til sjós og lands; þar á meðal voru fjárkaupaferðir fyrir ýmsa kaupmenn á haustin. Mikilvægasti vendipunkturinn í lífi hans var hinsvegar þegar hann réðst í að kaupa Kolviðarhól, þá 37 ára og ókvæntur. Um þriggja ára skeið hafði Valgerður Þórðardóttir frá Traðarholti í Stokkseyrarhreppi verið vinnukona hjá Guðna og Margréti á Hólnum. Hún var öllum hnútum kunnug í rekstrinum og Sigurði þótti fengur í að fá hana sem ráðskonu. Raunar voru þau orðin hjón eftir fyrsta árið. Hjónaband þeirra varð barnlaust, en áður hafði Sigurður eignast soninn Davíð.
Kolviðarhóll
Sigurður Daníelsson þótti „réttur maður á réttum stað“ á Kolviðarhóli, öflugur arftaki þeirra Jóns Jónssonar og Guðna Þorbergssonar. Í þau 30 ár sem hann var gestgjafi á Hólnum gerði hann stórfelldar umbætur í ræktun og byggingum; menn kölluðu það þrekvirki.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Hann varð meðal hinna allra fyrstu meðal bænda til að fá þúfnabana til að slétta og brjóta land og jók svo túnrækt á Kolviðarhóli að töðufengur margfaldaðist og fór yfir 400 hestburði um það er lauk. Á síðasta áratugnum sem hann lifði lét hann vinna á fjórða þúsund dagsverk að túnrækt og fénaðarhúsbyggingum og gat þá losað sig við jörð austur í Ölfusi sem hann hafði nýtt til heyskapar.
Sigurður Daníelsson var meðalmaður á hæð en þrekinn. Hann var svipsterkur maður, hærður vel með dökkar og miklar augabrúnir og yfirskegg. Á yngri árum var hann með glóbjart hár. Aldrei kvartaði hann þótt móti blési, æðraðist ekki yfir því sem orðið var, áreiðanlegur í viðskiptum, reglusamur og gerði vel við sitt fólk, höfðingi í lund.
KolviðarhóllValgerður Þórðardóttir var ekki síður framúrskarandi og þótti bera af ungum stúlkum í sinni sveit. Ung fór hún að heiman til vinnumennsku á Háeyri og á Stokkseyri. Þar kynntist hún ungum manni frá Ísafirði og átti með honum tvær dætur. En sambúð þeirra varð ekki til framtíðar. Maðurinn flutti til Noregs og Valgerður átti ekki annarra kosta völ en að koma dætrum sínum í fóstur. Ætlun hennar var að fara í atvinnuleit til Austfjarða og ásamt vinkonu sinni lagði hún af stað fótgangandi til Reykjavíkur. Veður var vont og þung færð á leiðinni yfir heiðina. Þær stöllur náðu samt að Kolviðarhóli og gistu þar. Matreiðslukona sem verið hafði í vinnu hjá Guðna og Margréti var þá á förum og Guðna leizt strax vel á þessa kraftmiklu, ungu konu úr Flóanum og falaði hana umsvifalaust. En Valgerður setti þá upp mun hærra kaup en þekktist og Guðni kvaðst ekki geta gengið að því. „Gott og vel, þá er því sleppt,“ svaraði Valgerður og bjóst til brottferðar með vinkonu sinni. En ekki voru þær komnar lengra en niður af hólnum þegar Guðni kom hlaupandi og vildi ganga að kröfum Valgerðar. Hún sneri við; teningunum hafði verið kastað, örlög ráðin. Upp frá því var hún kennd við Kolviðarhól. Í fjögur ár var Valgerður í þjónustu Guðna og Margrétar og svo tók hún við gestgjafahlutverkinu sem eiginkona Sigurðar Daníelssonar eins og áður var sagt.

Kolviðarhóll

Saga Kolviðarhóls.

Í Kolviðarhólssögu sinni segir Skúli Helgason, að aldrei verði hægt að lýsa ævistarfi Valgerðar á Kolviðarhóli svo að glögg mynd fáist af því: „Allar frásagnir verða eins og veikt bergmál af því sem hún var. Henni er svo lýst, að skapgerðin var sterk, viljaþrekið óbilandi, framkoman uppörvandi og hressileg, hjálpfýsin með afbrigðum og velviljinn einstæður, hver sem í hlut átti. Hún krafðist mikils af starfsfólki sínu og þoldi illa sérhlífni. En hjúum sínum reyndist hún ævinlega hin ágætasta húsmóðir.“ Björgunarstörf Sigurðar fólust í að koma örmagna mönnum inn úr dyrum á Kolviðarhóli. Þar tók Valgerður við þeim, dró af þeim vosklæði, háttaði þá ofan í rúm og hjúkraði þeim eins og með þurfti. Þegar þeir fóru að skjálfa kvaðst hún hafa hætt að óttast um líf þeirra.

Stórvirki á Kolviðarhóli

 

Árið 1929 réðst Sigurður Daníelsson í að byggja 140 fermetra steinhús, kjallara hæð og ris. Megineinkenni hússins voru þrjár svipmiklar burstir. Þetta hús reis tignarlega á Hólnum, byggingarlistaverk Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, sem var einmitt á þessu tímaskeiði að gera athyglisverðar tilraunir til að endurvekja burstabæjarstílinn með nýju byggingarefni, steinsteypunni. Laugarvatnsskólinn er til dæmis frá sama tíma.
Kolviðarhóll
Margir hafa tekið eftir því að burstir fara vel undir fjallshlíðum og sannaðist það bæði á Laugarvatni og Kolviðarhóli. Þetta svipmót fær líka aukinn styrk sé húsið hátt. Sérkennilegt var, að miðburstin var mjórri en hinar og ögn lægri og í öðru lagi það, að kvistur gekk í gegnum burstirnar þrjár. Þá lausn notaði Guðjón ekki annarsstaðar.
Nú varð heldur betur staðarlegt heim að líta á Hólinn; „skýjaborgir“ Sigurðar málara orðnar að veruleika og gott betur. Í húsinu voru 20 vistarverur, 6 herbergi í kjallara, önnur 6 herbergi og 2 stofur á hæðinni og 8 herbergi undir súð í burstunum. Húsið var allt steinsteypt, miðstöðvarhitun frá kolakatli í kjallara og raflýsing frá stórri ljósavél. Byggingarkostnaðurinn nam 70 þúsundum sem var stórfé á árunum 1929–30. Úr ríkissjóði fékkst 12 þúsund króna styrkur; hitt kostuðu þau Sigurður og Valgerður sjálf.

Ekki allar ferðir til fjár

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – grafhýsi Sigurðar, Valgerðar og Davíðs.

Hér var gengið fram af miklu áræði og ekki vissu menn þá að heimskreppan mikla var framundan. Nú var sú aðstaða fengin sem lengi hafði verið nauðsynleg og þau hjón urðu þekkt sem afburða gestgjafar. En ekki voru allar ferðir til fjár og enn sem fyrr var Kolviðarhóll björgunarstöð við alfaraleið í óbyggðum. Fyrir mikla og óhemju erfiða vinnu við hjálparstarf og björgun mannslífa var einskis krafizt.
Þó að vegum sé nú haldið opnum með snjómokstri þekkja margir þann ótrúlega mun sem orðið getur á veðri í Reykjavík og uppi í Svínahrauni. Hæðarmunurinn er þó ekki ærinn. Fyrsti vegurinn upp eftir Svínahrauni var lítið sem ekki neitt upphlaðinn og hann varð ófær í fyrstu snjóum.

Símastaurar

Símastaurar við fjallveg.

Árið 1907 var sími lagður austur yfir Hellisheiði og sími kom þá að Kolviðarhóli. Eftir það varð föst venja Sigurðar að nota símann til að fylgjast með mannaferðum ef illa leit út með veður og færð. Þá hafði hann annarsvegar samband við Lögberg, efsta byggða ból ofan Reykjavíkur og hinsvegar við Kotströnd í Ölfusi. Þegar Sigurður frétti að einhver hefði lagt af stað í tvísýnu veðri og skilaði sér ekki á eðlilegum tíma, fór hann óbeðinn af stað til leitar og aðstoðar þó ekki sæist út úr augum, ýmist einn eða með einhvern með sér. Aftur og aftur kom hann að mönnum sem voru búnir að gefa allt frá sér og lagstir fyrir. Alltaf tókst Sigurði að bjarga þeim. Á verstu snjóavetrunum kom fyrir að hann færi tvær eða þrjár björgunarferðir sama daginn, ýmist upp á Hellisheiði eða fram í Svínahraun Þegar heilsu Sigurðar fór að hraka 1935 lét hann það verða sína síðustu framkvæmd á Kolviðarhóli að útbúa heimagrafreit með steinsteyptu grafhýsi. Þarna vildi hann bera beinin og nú er þetta grafhýsi eina mannvirkið sem uppi stendur á staðnum fyrir utan nokkra grjótgarða. Krabbamein í hálsi dró Sigurð til dauða. Hann var þá 67 ára og fylgdi honum mikill mannfjöldi til grafar.

Frægir menn og flakkarar

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson gat kvartað yfir verðskránni á Kolviðarhóli.

Förumenn, eða flakkarar eins og þeir voru nefndir, áttu vísan næturstað á Kolviðarhóli og ekki gátu þeir borgað fyrir sig. Einn þeirra, sem margoft hafði gist á Hólnum og þegið matarbita, kom þangað aldraður og þrotinn að kröftum með þá ósk eina að hann mætti fá að deyja hjá Valgerði. Honum varð að ósk sinni. „Ég saknaði þessara manna þegar þeir hættu að koma,“ sagði Valgerður, „þó að mér væri alltaf illa við sóðaskapinn sem þeim fylgdi.“ Meðal förumanna sem oft komu að Kolviðarhóli voru Jón Repp, Bréfa-Runki, Jón söðli, Guðmundur dúllari, Eyjólfur ljóstollur, Símon Dalaskáld, Guðmundur kíkir, Óli prammi, Gvendur blesi, Árni funi og Langstaða-Steini.

En þjóðskáld, stjórnmálamenn og frægir erlendir ferðamenn gistu líka á Kolviðarhóli. Á gestalistanum eru ýmis þjóðkunn nöfn: Sigurður Breiðfjörð skáld, Þuríður formaður og séra Matthías Jochumsson.

Matthías Jockumsson

Matthías Jockumsson.

Hann segir frá því í ævisögu sinni, að hann gisti á Hólnum 1884 á austurleið. Ófærð var og hríðarveður og 40 ferðamenn höfðu þá verið hýstir á Hólnum. Þeim gaf séra Matthías öllum staup af brennivíni og síðan gengu menn til náða.
Hannes Hafstein skáld og ráðherra kom oft á Hólinn og gisti þar tvívegis. Í eitt skiptið var hann á ferð þeirra erinda að vígja Sogsbrúna. Þótti heppilegt að skipta þeirri löngu leið austur að Sogi í tvo áfanga og gista á Kolviðarhóli. Annað skáld, Einar Benediktsson, gisti þar ásamt konu sinni þegar hann var sýslumaður í Rangárvallasýslu. Það var ólíkt Einari sem að jafnaði jós út fé, að hann kvartaði yfir háu verði á gistingunni. Gott hjá Guðna, að hann bauðst þá til að gefa honum gistinguna eins og flökkurunum, en ekki þáði skáldið það. Eitt skáldið enn, Grímur Thomsen, hafði sérstaklega stutt húsbygginguna á Hólnum 1877 og gisti þar löngu síðar og bað um tvennt: Þrjú staup af brennivíni og að hestur hans yrði látinn í hús og breitt yfir hann. Grímur átti þá fá ár eftir.
Daniel Bruun.Íslandsvinurinn Williard Fiske gisti á Kolviðarhóli 1879 ásamt séra Matthíasi. Daniel Bruun gisti þar oft og baróninn á Hvítarvöllum hafði þar viðkomu þegar hann fór til að athuga ölkelduvatn í Hengli, sem hann hugðist nýta. Áður var minnst á Friðrik kóng VIII sem kom að Kolviðarhóli í Íslandsförinni 1907.
Hnignun og fall á Kolviðarhóli Eftir lát Sigurðar bjó Valgerður áfram á Kolviðarhóli til ársins 1938 og sinnti gestgjafahlutverki. En 10. apríl 1938 seldi hún Íþróttafélagi Reykjavíkur Kolviðarhól ásamt öllum mannvirkjum. Þá var sá skilningur ríkjandi að ÍR ætti að annast áfram greiðasölu og gistingu og Valgerður var ráðin næstu 5 árin til að veita gistihúsinu forstöðu.
Í fardögum 1943 lét hún starf sitt laust, þá orðin 72 ára. Á þriðja ár bjó hún áfram í litlu timburhúsi sem Sigurður hafði byggt norður á völlunum. Þar bjó öldruð kona með henni sem lengi hafði starfað á Hólnum og saman hugsuðu þær um nokkrar kindur og hænsni. Þær fóru alfarnar 1946 og settust að í Hveragerði. Þar bjó Valgerður til dauðadags 13. júní 1946, þá orðin 86 ára. Þá var aðeins eftir síðasta ferðin á Hólinn þar sem kistu hennar var komið fyrir í grafhýsinu.

KolviðarhóllHjá Íþróttafélagi Reykjavíkur voru uppi stór áform um að Kolviðarhóll skyldi verða miðstöð vetraríþrótta. Breyta átti húsinu svo það rúmaði a.m.k. 100 næturgesti. Í sjálfboðavinnu átti að fegra staðinn, planta trjám, hreinsa skíðabrekkur, hlaða stökkpall og undirbúa gott skautasvell á vetrum. Á sumrin átti Kolviðarhóll að vera hvíldar- og skemmtistaður fyrir Reykvíkinga.
Í Alþýðublaðinu sagði svo 1. september 1938: „25 piltar við vinnu og vinnunám á Kolviðarhóli. Miklar framkvæmdir á hinum nýja skíðastað Reykvíkinga. Unglingavinna byrjar að líkindum uppúr næstu mánaðamótum.“

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – skíðasvæði.

Piltarnir unnu m.a. að því að byggja pall á hlaðinu. „Hefur verið gerð mikil og rammleg upphækkun fyrir framan húsið og hefur það verið mikið verk og vandasamt. Grjót hafa piltarnir sprengt upp í hrauninu og flutt það á bíl þaðan. Þá vinna þeir að gerð skíðastökkbrautar við Búastein þar sem skilyrði eru sögð mjög góð fyrir stökkpall.“
Skemmst er frá því að segja að pallurinn sem gerður var við húsið sumarið 1938 var það eina af þessu sem komst í framkvæmd. Hlaðinn kantur hans að framanverðu er nánast það eina sem ekki var eyðilagt og sést enn. Trjárækt varð aldrei að veruleika; ekki skautasvellið heldur. Talsverð vinna var lögð í lagfæringar á skíðabrekkum og sumarið 1945 lagði ÍR nýja vatnsveitu heim í hús og byggði skíðageymslu. Um 30 manns unnu að þessu í sjálfboðavinnu.

Kolviðarhóll 1910

Kolviðarhóll 1910.

ftir að Valgerður hætti umsjón með veitingarekstri gekk á ýmsu og alls komu níu menn að rekstrinum á tímabili sem lauk 1948, þegar Kolviðarhóll var leigður Rauða krossi Íslands fyrir barnaheimili. Það stóð í ár og eftir það var ekki um neinn samfelldan rekstur að ræða. Síðastur til þess að bjóða gestum veitingar á Kolviðarhóli varð Guðni Erlendsson sem einnig rak veitingaskála við Gullfoss.
Pólitískur hanaslagur varð til þess að flýta fyrir endalokunum á Kolviðarhóli. Hann varð með þeim hætti að dagblöð í Reykjavík, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn, birtu æsifréttir um að bandarískir hermenn hefðu sést með íslenzkum stúlkum á Kolviðarhóli. Þær áttu að hafa verið drukknar. Einkanlega var það Þjóðviljinn sem gerði sér mat úr þessu og var þar talað um Kolviðarhólshúsið sem aðstöðu fyrir „telpnaveiðar hernámsins“. Formaður ÍR lofaði að láta stöðva meintan ósóma, en Morgunblaðið taldi að þessi umræða væri byggð á ýkjum.
Kolviðarhóll
Vorið 1952 var hún Snorrabúð sannarlega orðin stekkur; enginn fékkst þá til að vera á staðnum og um líkt leyti fór að bera á því að skemmdarvargar og bullur legðu leið sína á Hólinn til þess eins að skemma húsið. Rúður voru brotnar, hurðir sprengdar upp og húsbúnaði, sem þar hafði orðið eftir, var stolið.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Árin liðu og á síðari hluta sjötta áratugarins leit hin glæsta burstabygging Sigurðar og Valgerðar á Kolviðarhóli út eins og þau hús sem orðið hafa fyrir árásum í stríði. Búið að brjóta allar rúður, jafnvel karmana með og hnullungar lágu um öll gólf, svo stórir að fíleflda karlmenn hefur þurft til að kasta þeim inn af þvílíku afli að þeir moluðu bæði rúður og gluggapósta. Allur húsbúnaður var sömuleiðis í méli og með mikilli fyrirhöfn höfðu miðstöðvarofnar jafnvel verið slitnir frá. Umhverfis húsið var allt í braki, útihúsin fallin og túnið í órækt.
Kolviðarhóll
æjarráð Reykjavíkur samþykkir að brjóta húsið niður Hjá öllu þessu hefði mátt komast með því einu að ráða húsvörð og halda húsinu við. Það hefði kostað einhverjar krónur en við ættum í staðinn hús sem væri byggingarsögulegt verðmæti og því hefði verið fundið nýtt hlutverk við hæfi.. Þar hefði til að mynda getað orðið miðstöð gönguferða um Hengilssvæðið eða safn um samgöngur og flutningatækni fyrr á tímum. Ekkert slíkt safn er til. Þeir tímar þegar ekkert var hægt að flytja nema lyfta því á klakk, svo og hestvagnaöldin, eru ungu fólki jafnfjarlægir og söguöldin og samt er ekki lengra síðan en svo að reiðingar og hestvagnar tilheyrðu daglegum veruleika þegar elzta kynslóðin í landinu var ung. Jafnvel þótt skemmdarvargar brytu allt á Kolviðarhóli sem brotnað gat og fátt væri óskemmt innanstokks, þá stóð þetta sögulega hús eftir sem áður. Það var ekki fyrir neinum.
Einhverntíma hefði komið að því að framsýnir menn tækju til hendinni og þá hefði húsið gengið í endurnýjun lífdaganna. En því miður réð sú skammsýni ferðinni sem telur fara bezt á því að brjóta allt niður sem er gamalt og slétta yfir öll gengin spor.
Kolviðarhóll
Tímanum 22. janúar 1960 segir svo í fyrirsögn: „Aldargamall gististaður lagður undir fallhamar.“ Og í frétt blaðsins er m.a. eftirfarandi: „Sl. þriðjudag kl. 16 gerði bæjarráð Reykjavíkurbæjar samþykkt um að fela bæjarverkfræðingi að fjarlægja húsin að Kolviðarhóli. Þá er lokið langri og litríkri sögu. Þegar starfsmenn bæjarverkfræðings hafa brotið þar gömlu húsin sem eftir standa, mun þögnin geyma Kolviðarhól.
Íþróttafélag Reykjavíkur hafði selt Reykjavíkurbæ húsin á Kolviðarhóli og höfðu áhugasamir menn gert tilraun til endurbóta; skipt um glugga og ýmislegt fleira.“
En það var ekki fyrr en 12. júlí 1977 að menn á vegum bæjarverkfræðingsins komu að Kolviðarhóli með járnkúlu til að mola steinveggina.. Ekki hafa allir verið sannfærðir um réttmæti þess, því málið var borið undir Þór Magnússon þjóðminjavörð, en hann beitti sér að minnsta kosti ekki gegn eyðingunni. Tíminn er eina blaðið sem ýjar að því að þetta sé vafasamur verknaður og segir í fréttinni um niðurbrotið 14. júlí 1977: „Umhugsunarefni er hvort ekki sé þar verið að brjóta niður minjar sem eftirsjá er í.“
Í Morgunblaðinu er smáfrétt 28. júlí 1977 með ljósmynd sem Ragnar Axelsson hefur tekið og sýnir hún þegar verið er að skófla því síðasta af steinhúsinu upp á vörubíl.
Síðan hefur þögnin ríkt á Kolviðarhóli – og skömmin.”

Í Óðni  1923 er fjallað um “Ebenesar Guðmundsson, gullsmið“, en hann réði húsum á Kolviðarhóli fyrstur ábúenda:

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 2010. Horft frá Hellisskarði.

Vorið 1878 flutti Ebeneser með fjölskyldu sinni á Kolviðarhól og varð þannig hinn fyrsti maður er gerði þann stað að bygðu bóli. En brátt fóru frumbýliserfiðleikarnir að gera vart við sig; hússkrokkurinn bláber og að vetrarlagi mjög kaldur, engar slægjur, erfiðir aðdrættir; engin eldiviður nema grámosi, og það sem verst var, vatnsleysi — að eins regnvatn.
— Veitingarnar miklu rýrari en búist var við, sumpart sökum þess að ferðamenn voru þá óvanir að kaupa greiða, höfðu nóg nesti sjálfir, enda samkvæmt leyfisbrjefinu skylt að hýsa þá og hesta þeirra ókeypis í nokkrum hluta húsanna, og aukakostnaður talsverður að hafa ljós að jafnaði allar nætur að vetri til í gluggum íbúðarhússins, þar að auki voru þau hjónin alt of gestrisin og góðgerðasöm til að geta haft á hendi greiðasölu með nokkrum ágóða, og gestnauðin tafði húsbóndan frá handverkinu.
Loks þreyttist Ebeneser á öllum þeim erfiðleikum er þarna voru, auk þess sem heilsuleysi og óyndi fjölskyldunnar bættist ofan á, flutti hann því frá Kolviðarhóli haustið 1879 og settist að á Eyrarbakka og rak þar iðn sína til dauðadags; hann ljetst af lifrarkrabba 12. des 1921. Mjög voru þau hjón vel þokkuð þegar þau voru á Kolviðarhóli, fyrir greiðvikni sína og góðgerðasemi við þurfandi ferðamenn, og margra góðra gesta myntust þau einnig frá þeim tíma, sjerstaklega Jóns landæknis Hjaltalín, sem þar var tíður gestur sökum ölkelduvatnsins í Henglafjöllum, sem hann notaði allmikið.”

Í Lesbók Morgunblaðsins 1972 er “100 ára minning Valgerðar Þórðardóttur frá Kolviðarhóli”:

Kolviðarhóll

Valgerður Þórðardóttir.

“Valgerður fœddist 30. jún i 1871 að Traðarholti í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar hennar voru Þórður bóndi Þorvarðsson frá Brattsholti í Flóa og kona hans Guðríður Jónsdóttir, komin af Bergsætt.
Átján ára fór hún í vist til Jóns ríka í Móhúsum á Stokkseyri og var þar um skeið ásamt nokkurri dvöl heima í Traðarholti.
Það var vorið 1902, að hún ætlaði sér að breyta um störf og þá fór hún að heiman. Leiðin lá um Kolviðarhól, sem var gististaður. Gestgjafinn naut þá lítillega fjárhagsstuðnings frá sýslumanni. Það var áskilið að þar væri höfð stúlka, er kynni til matreiðslustarfa.
Guðni Þorbergsson og kona hans Margrét bjuggu þar, er Valgerður og önnur stúlka með henni gistu þar umrætt vor. Guðni hafði haft spurnir af Valgerði og verið bent á að hún hentað í vel í starf þetta. Hann falaði hana því til þjónustu, en hún setti upp óvenju hátt kaup á þeirra tíma mælikvarða. Fór svo, að Guðni veigraði sér við að ganga að kröfu hennar. Lagði Valgerður þá úr hlaði. Ekki var hún langt komin, er gestgjafinn kallaði á eftir henni til frekara viðtals. Sagðist hann ganga að skílmálum hennar og sneri hún þá aftur heim með honum.

Kolviðarhóll - Guðni og Margrét

Margrét og Guðni.

Urðu þau Guðni og Margrét, ásamt börnum þeirra, tryggir vinir Valgerðar alla tíð. Það má með sanni segja að þessi næturgisting varð afdrifarík, því Valgerður átti heima á Kolviðarhóli í nærri hálfa öld, og þar varð hennar lífsstarf.
Nafn hennar er þekkt um land allt. Þessari sérstöku ágætiskonu hefur verið þakkað af almenningi og hinu opinbera. Hennar óvenjulega erfiða starf krafðist mikilla hygginda og framsýni til þess að geta rækt það grundvallaratriði að hlúa að öðrum. Hún sagði: „Guð gaf okkur „Hólinn” (svo var Kolviðarhóll oft nefndur) til þess að hlúa að hröktum og þreyttum ferðamönnum, en ekki til leikaraskapar.” Sýna þessi orð að hún hefur tekið starf sitt alvarlega og skilið tilgang veru sinnar í þessum fjallasal, sem svo sannarlega gaf ekki mikinn tíma til frjálsræðis. Geysilega vandasamt verk hvíldi á henni, þegar á það er litið, að hún var í þessari stöðu til sjötíu og tveggja ára aldurs, og mörg ár með fullri reisn eftir að hún missti mann sinn. Til gamans má geta þess, að árið sem Valgerður fæddist var haldinn fundur í Reykjavík um þá nauðsyn að veitingahús væri rekið á Kolviðarhóli. Sigurður Guðmundsson málari bar þá hugmynd fram á fundi 26. janúar 1871 í „Leynifélaginu” svokallaða.

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson, málari.

Árið 1905 seldi Guðni Kolviðarhól Sigurði Daníelssyni frá Herríðarhóli í Holtum. Þann 16. apríl 1906 giftust þau Sigurður og Valgerður og hófu þar búskap sama vor, og bjuggu þar til ársins 1935, er Sigurður lézt. Hann var mesti myndar- og ágætismaður og góður gestgjafi.
Varla verður annars þeirra hjóna minnzt án þess að hins sé getið, því að svo var starf þeirra samofið. Sigurður var framkvæmdasamur dugnaðarmaður. Hann byrjaði á því að rækta þar jörðina, sem var mjög erfitt og dýrt, vegna þess hversu hátt hún liggur yfir sjávarmáli, 200 m. Árið 1929 var húsið á Kolviðarhóli byggt og stendur enn. Það var stórt og vandað þriggja hæða hús með miðstöðvarhitun og rafmagni frá olíukyntri ljósavél, sem sérstakt hús var byggt yfir. Vatnsleiðsla var lögð, svo rennandi vatn var þar. Áður var vatni dælt úr brunni með dælu, en síðar með vatnshrút frá uppistöðu. Var þetta mikil hagræðing frá því, er vatni var ekið heim á vagni í tunnum, og þó var erfitt að ná því. Sigurður byggði líka votheysgryfjur með allra fyrstu bændum; var að þeim nokkurt öryggi. Ekki veitti af, fjallaskúrir komu skyndilega og gegnvættu nærri þurrt hey. Um langan veg þurfti að fara til þess, að afla heyfanga; alla leið austur í Ölfus. Þar átti Sigurður jörð, sem nýtt var til slægna.”

Í Vísi 1977 er sagt frá “Veislunni á Kolviðarhól”:

Halldór Laxness

Halldór Laxness.

“Halldór Laxness segir á einum stað um Kolviðarhól: Þar ætti að vera viðboð handa prestum/mikið voðalega er skemmtilegt á Hólnum. Og satt er það, að Kolviðarhóll er kunnur aö skemmtilegheitum. Um mitt sumar árið 1907 kom Friðrik konungur áttundi í heimsókn hingað, og meðal annarra ágætra verka gaf hann út á fyrsta degi heimsóknarinnar konunglega tilskipun, þar sem sagði að samkvæmt óskum forsætisráðherra beggja landanna „höfum vér með allra hæstum úrskurði, dagsettum í dag (þ.e. 30. júlí), skipað nefnd alþingismanna” og ríkisdagsmanna til þess að undirbúa ráðstafanir til nýrrar löggjafar um stjórnskipulega stöðu Íslands í veldi Danakonungs.” Að líkindum mun Friðrik áttunda varla hafa órað fyrir því að sú sambandslaganefnd, sem hann var að stofna til, yrði upphafið að lokasprettinum í sjálfstæðismálum Íslendinga. Hins vegar hafði konungur þær artir til landsins, að hann hefði eflaust látið kyrran liggja slíkan grun.
En viðbrögð við frægri ræðu, sem konungur flutti, kominn austan frá Gullfossi og Geysi, benda eindregið til þess að hið danska fylgdarlið hafi um margt talið að einungis væri verið að sinna daglegu nuddi um sífeldar athuganir á réttarstöðu landsins innan veldis Danakonungs.

FriðrikSamtímaheimildir skýra frá því að konungur hafi fengið gott veður í austurreisunni, heiðan himinn og sólskin frá morgni til kvölds. Og ekki skemmdi að töluvert var af kampavíni með í förinni. Svo fóru leikar, þegar komið var að Kolviðarhóli undir kvöld, áður en lagt var upp í síðasta áfangann til Reykjavíkur að Friðrik konungur flutti stutta tölu yfir nærstöddum, hrifinn eftir velheppnaða ferð, hýr af freyðandi veigum, og þess fullviss að allir konungar og keisarar Evrópu mundu öfunda sig af þeirri för, sem var að ljúka.
Í hinni stuttu ræðu talaði hann um ríkin tvö, þ.e. Ísland og Danmörku. Lengi hefur verið deilt um það, hvort konungi hafi orðið á mismæli, eða hvort hann var með vilja að ýta bæði við Íslendingum og Dönum með því að tala um hin tvö ríki. Of seint er að spyrja Friðrik, en eftir þessa ræðu óx Íslendingum ásmegin, enda liðu ekki nema ellefu ár þangað til þessi hugsun Danakonungs var orðin að veruleika með sambandslögunum. En þetta orðalag konungs var merkilegt að öðru leyti, og má Kolviðarhóll vel njóta þess, það benti viðstöddum á, að utanríkismál, eða öllu heldur milliríkjamál, eru flókin og vandasöm og þeirra verður varla gætt sem skyldi yfir glösum af freyðivíni á sólskinsstund. Orðræðan um ríkin tvö var því nokkur kennslustund jafnframt því að vera fagnaðarefni þeim, sem lengi höfðu beðið eftir skilningi á þörfum og vilja eyþjóðarinnar.”

Í Vísi 1976 er sagt að “Húsið á Kolviðarhóli [sé] nær ónýtt vegna vanhirðu og skemmdarverka”. “Ætti að brjóta húsið niður”, segir borgarverkfræðingur.

Kolviðarhóll
“Þeir sem lagt hafa leið sina upp að Kolviðarhóli hin síðustu misseri hafa varla komist hjá að taka eftir því hve hroðalega illa útleikið hið stóra og fyrrum glæsilega húsa þar er. Í öllu húsinu er ekki ein einasta heil rúða, allar hurðir hafa verið rifnar af hjörum, ofnar, kranar, vaskar og annað þess háttar liggur ýmist brotið um öll gólf, eða þá að því hefur verið stolið. Fyrir nokkrum mánuðum kviknaði í efstu hæðinni í austurhluta hússins, og hefur engin viðgerð farið fram ennþá.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Saga Kolviðarhóls er bæði löng og merkileg, og þar var um áratuga skeið rekin veitingasala og gistihús. Er ekki að efa að margur ferðalangurinn hafi rennt hlýjum og þakklátum augum heim að Kolviðarhóli í frosti og kafaldsbyl á ferðum sínum milli þéttbýlisins við Faxaflóa og sveitanna austur í Árnessýslu. Þó Hellisheiði þyki nú ekki erfið yfirferðar né hættuleg ferðamönnum, þá hafa sennilega fleiri orðið þar úti en á nokkrum öðrum fjallvegi á Íslandi. Stafar það trúlega bæði af því hve umferð um hana hefur jafnan verið mikil, og ekki síður vegna þess hve leiðin er stutt. Þá ber allt húsið þess merki, að sauðfé getur gengið þar um að vild sinni, því sum gólfin eru verr útlítandi en mörg fjárhús sem ekki hefur verið stungið út úr lengi.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1957.

Þannig er í stuttu máli útlits í þessu stóra húsi, sem eitt sinn var ein glæsilegasta bygging í allri Árnessýslu, og þó víðar væri leitað.
Jörðin Kolviðarholl hefur verið í eigu Reykjavíkurborgar í nokkur ár, en jörðin er í Ölfushreppi í Árnessýslu. Hjón úr Reykjavík bjuggu þar með börnum sínum fyrir örfáum árum.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhústóftin.

Áður en hús var reist á Kolviðarhóli var um langan aldur sæluhús þar skammt frá, við svonefndan Húsmúla, sem dregur nafn af sæluhúsinu sem þar stóð undir múlanum. Eru til heimildir um hús þar allt frá árinu 1703, og vafalaust hefur sæluhús verið löngu áður þó ekki finnist um það skriflegar heimildir.
Fljótlega mun það þó hafa þótt ófullnægjandi að hafa sæluhúsið undir Húsmúlanum, og því var það að menn úr Reykjavik og Ölfusi tóku sig saman um að byggja sæluhús á Kolviðarhóli við, Hellisskarð. Var fyrsta sæluhús á þeim stað reist árið 1844.
KolviðarhóllStarfræksla gistihúss á Kolviðarhóli hófst síðan árið 1878, og var frá þeim tíma rekið þar gistihús og greiðasala með stuttum hléum allt fram til ársins 1952, en síðustu árin var gistihúsið og greiðasalan rekin af Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR).
Sögu Kolviðarhóls verða gerð nánari skil hér í blaðinu á næstunni, en vert er að hafa það í huga er menn leggja leið sina að Kolviðarhóli að þar var eitt sinn rekið glæsilegt gistihús, og staðurinn er þess alls ómaklegur að hann verði látinn grotna niður eins og nú er að gerast. Betur hefði þá farið að húsið brynni niður á einni nóttu, og hyrfi þar með niðurlægingarlaust af sjónarsviðinu. Það væri vissulega verðugt verkefni fyrir Reykjavíkurborg, Ölfushrepp og Árnesingafélagið að stuðla að því í sameiningu að reisa staðinn til fornrar virðingar að nýju.
Eins og er eru þó ekki miklar líkur á að svo verði, því samkvæmt upplýsingum borgarverkfræðings í gær eru ekki uppi neinar áætlanir um að gera við húsið, enda sé það í lakara ástandi en fokhelt hús. „Ef ég mætti ráða myndi ég láta kúluna á húsið og brjóta það niður”, sagði borgarverkfræðingur.” -AH

Í Tímanum  segir; “Rifið niður á Kolviðarhóli”:

Kolviðarhóll
“Þriðjudag sl. var hafizt handa um að brjóta niður gamla gistihúsið á Kolviðarhóli, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Ekki er liðinn nema rétt rúmur áratugur síðan húsið var lagfært mjög, skipt um glugga í því og ýmislegt fleira. Voru þar á ferðinni áhugasamir menn um framtíð staðarins og er nú verk þeirra að engu að verða. Spellvirkjar ýmsir hafa að vísu lagt gjörva hönd á niðurrif hússins, brotið allar rúður og hurðir og jafnvel kveikt í húsinu. Er þetta starf þeirra nú fullkomnað og verið að rifa niður húsið. Umhugsunarefni er hvort ekki sé þar verið að brjóta niður minjar sem eftirsjá er af. Kolviðarhóll er sögufrægur staður og lá þar gamla þjóðleiðin um Hellisskarð fram til þess að akvegur var lagður yfir Hellisheiði. Leiðin frá Lögbergi að Kolviðarhóli, eða austan úr Ölfusi var hér áður drjúgur spotti, sem menn nú aka á rúmum stundarfjórðungi.
Þegar hin „græna bylting” hefur lokið sínu verki, mun heimagrafreitur síðustu gestgjafanna á Kolviðarhóli, Valgerðar Þórðardóttur og Sigurðar Danlelssonar, verða einu minjarnar á þessum sögufræga stað.”

Sjá meira um Kolviðarhól HÉR.

Heimildir:
-Tíminn, 158. tbl. 24.07.1977, Kolviðarhóll 1877-1977, fyrsti gisti og veitingahúsið á Hellisheiði…, bls. 2-3.
-Lesbók Morgunblaðsins 07.04.2001, Kolviðarhóll – Athvarf á leið yfir Hellisheiði, tímabil Sigurðar og Valgerðar á hólnum, – Gísli Sigurðsson, bls. 10-12.
-Óðinn, 7.-12. tbl. 01.07.1923, Ebenesar Guðmundsson, gullsmiður, bls. 56-57.
-Lesbók Morgunblaðsins, 16. tbl. 30.04.1972, 100 ára minning Valgerðar Þórðardóttur frá Kolviðarhóli, bls. 8-9 og 16.
-Vísir, 5. tbl. 07.01.1977, Veislan á Kolviðarhól, bls. 10-11.
-Tíminn, 149. tbl. 14.07.1977, Rifið niður á Kolviðarhóli, bls. 1.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 28. júlí 1977.

Grafarsel

Í Örnefnalýsingu Björns Bjarnasonar fyrir Grafarholt nefnir hann m.a. fjárbyrgi í Byrgisholti er hafi verið frá Grafarkoti (bærinn Gröf var við Grafará ofan Grafarvogs, Grafarholt var þar sem er núverandi Vesturlandsvegur (bærinn var færður þar sem nú eru leifar Grafar 1907) og Grafarkot (Holtastaðir) var rétt norðan við golfskálann , en tóftir kotsins sjást þar enn):

Byrgisholt

Byrgisholt – fjárborg.

“Um Grafarkot segir í A.M.: „byggð upp að nýju fyrir 50 árum, þar menn meina, að forn eyðijörð verið hafi og hún fyrir svo löngum tíma í auðn komin, að fæstir vita, hvað hún hafi til forna kölluð verið; eftir sögn eins gamals manns þykjast nokkrir heyrt hafa, að þessi jörð hafi heitið að fornu Holtastaðir“. Fornu rústirnar eru miklar um sig. Túnið hefur verið mikið stærra fyrrum og girt, en utan við það afar fornir (alsokknir) garðar og fjárbyrgi. Borgir og byrgi hafa víða verið hér, enda ætíð fremur á beit en gjöf að byggja fyrir sauðfé.
Milli Selhóls og Úlfhildarholts gengur dalur, Moldardalur og Moldardalsgeirar upp af honum. Þá erum við komin að Byrgisholti en fyrir sunnan holtið er Trippadalur.“ (Ö. Graf 2, s.27). Sunnan í Byrgisholti um 300 m frá spennivirki sem er efst í Almannadal, 100 m fyrri vestan við veginn sem gengur upp Tryppadal er fjárbyrgi – í grjótholti.”

Byrgisholt

Byrgisholt – fjárborg.

Í Jarðabók Árna og Páls segir um selstöðu Grafar; „Selstöðu á jörðin í heimalandi, sem nauðsynleg er, því jörðin stendur á horni landsins, en er mjög landljett heima.“ 145 Í örnefnalýsingu fyrir Gröf segir; „Djúpidalur er suðvestur af Grenisás, djúpur dalur. Hann er lokaður inni, en opnast suður að Hvömmum, skáhalt að svonefndum Selbrekkum. … .Þá eru Selbrekkur, er ná alveg frá Rauðavatni upp að Tvísteinum. Þar sér fyrir seltóftum efst í aðalbrekkunni.“

Grafarsel er enn vel sýnilegt ofarlega í grasigróinni brekku norðaustur af Rauðavatni. Fjárborgin er á ás allnokkuð suðaustan við selið. Hún er í jaðri skógræktar og hefur furutrjám bæði verið plantað við hana og í.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Grafarholt, Björn Bjarnason 1967.
-Jarðabók ÁM og PV 1703; Gröf.

Byrgisholt

Byrgisholt og Grafarsel – loftmynd.

Bessastaðanes

Í Andvara árið 2005 má lesa eftirfarandi um Skothúsið á Bessastaðanesi:
“Rómantíska stefnan réð ríkjum í hugarheimi Bessastaðasveina og þarf ekki annað en lesa bréf Gísla Brynjúlfssonar til Gríms Thomsens þegar sá fyrrnefndi var í Bessastaðaskóla til að ganga úr skugga skothusid-221um það. Benedikt Gröndal skipaði sér ekki síður undir merki hennar. Hann var í hópi síðustu Bessastaða-stúdenta vorið 1846 og þeirra neðstur. Hann lýsir viðskilnaði sínum við skólann með þessum orðum: „Lesturinn minn á skólalærdóminum varð allur í molum eins og vant var, og þegar voraði, þá lá ég heila daga í fögru veðri úti í Bessastaðanesi uppi á skothússhólnum með byssuna mína og Hómer; ég horfði yfir landið og sjóinn; náttúran var svo mikil og fögur, að ég eins og ætlaði að gleypa hana alla; ég var fullur af löngun og ást: löngun eftir einhverju, sem ég ekkert vissi um, og ást á einhverju ósegjanlegu og ómælilegu; ég las Hómer og dreymdi vakandi drauma”. (Dægradvöl (1965), 100).”
Í “Reykjavík” árið 1903 má auk þess lesa eftirfarandi:
Á Bessastaðanesi er „Skothúsið”, það er hóll eða hæð frammi á nesinu, og munu fálkarar hafa hafst þar við (eins og á Valhúsinu); þar er og Músarvík. Bessahólmi er þar sem Bessi á að vera grafinn (í miðri Bessastaðatjörn).

Heimild:
-Andvari, 130. árg. 2005, 1. tbl., Aðalgeir Kristjánsson, Bessastaðaskóli, bls. 73.
-Reykjavík, 4. árg. 1903, 42. tbl., bls. 1.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – skothús.

Kaldá

Kaldá er kristaltær lindá sem á upptök í Kaldárbotnum norðan við Helgafell. Hún á, líkt og margar aðrar lindár, upptök í lindum á hrauna-, móbergs- og grágrýtissvæðinu millum Kaldárhnúka. Lindár eiga sér jafnan glögg upptök, oft í ólgandi lindum eða úr stöðuvötnum.
Flóð eru sjaldgæf nema þegar jörðin er frosin. Hitastig í lindám er jafnt allt árið um kring. Kaldá hverfur undir hrauniðÞess vegna leggur Kaldá sjaldan, en vatnsmagnið ræðst gjarnan af úrkomunni frá einum tíma til annars. Þegar þurrkar eru og heitt í veðri dregur verulega úr vatnsrennsli árinnar, bæði vegna minna vatnsmagns er fellur til og vatnsnotkunar Hafnfirðinga, en þeir sækja nú vatn sitt í lindina.
Náttúrulegar aðstæður í nágrenni Kaldár skýra af hverju svo mikið af vatni er í Kaldárbotnum. Eldgos í tugi þúsunda ára hafa hlaðið upp jarðmyndunum á svæðinu. Á meðan ísaldir ríktu hlóðust upp móbergsfjöll og bólstrabergshryggir. Á hlýskeiðum runnu hraun og gígir hlóðust upp en við öll þessi eldsumbrot brotnaði jarðskorpan og seig og reis. Þannig hafa myndast sigdalir og gapandi gjár, sem stundum fóru á kaf í ný hraun.
Kaldárbotnar sjálfir eru í bólstrabergsmyndun. Bólstrabergið er nokkuð gamalt á mælikvarða jarðmyndana á svæðinu og segja má að það sé umflotið ungum hraunum. Bólstrabergið er afburða góð náttúruleg sía ásamt því að vera mjög vel vatnsleiðandi, sérstaklega eftir sprungum.
Ástæður fyrir þessu mikla vatni sem kemur upp austan við misgengið eru því þrjár; vatnsleiðandi bergsprungur tengdar misgengjum, setfylling í megin misgenginu sjálfu og bólstrabergið.
Í eldgosi sem líklega varð á tólftu öld, rann örþunnt hraun niður í Kaldárbotna sjálfa og þaðan niður fyrir Kaldársel og nam þar staðar. Þetta hraun hefur líklega verið mjög heitt og þunnfljótandi því að það fyllti í allar lægðir á leið sinni og storknaði án þess að í því mynduðust kólnunarsprungur og gjótur. Þegar grunnvatnsborð í Kaldárbotnum lækkar niður fyrir efri brún hraunsins hverfur Kaldá. Þegar mest er í ánni rennur hún að hraunbrúninni skammt vestan Kaldársels þar sem hún fer hindrunarlaust undir það á tveimur stöðum. Þar undir eru að öllum líkindum myndarlegar rásir, sem áhugavert væri að kíkja inn í við tækifæri – þegar lítið er í ánni.
Hafnfirðingar voru í fararbroddi í upphafi síðustu aldar. Árið 1904 var Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar stofnað af nokkrum framtakssömum einstaklingum í bænum, með héraðslækninn fremstan í flokki. Lét félagið grafa brunn við svonefnt Kaldadý vestan í Jófríðarstaðaholtinu og leggja þaðan vatnsleiðslur um bæinn. Þótti framtak þetta hið besta og göfugasta, en fljótlega varð ljóst að gera þurfti betur.
Áletrun á bakka KaldárÁrið 1909 kaus bæjarstjórnin nefnd til að vinna að gerð stærri vatnsveitu, sem þjóna skyldi öllum bæjarbúum – en ekki bara þeim er bjuggu út frá Strandgötunni. Varð úr að Hafnfirðingar keyptu rör til framkvæmdanna í félagi við Reykvíkinga sem um svipað leyti unnu að framkvæmdum við sína vatnsveitu. Ákvað nefndin að vænlegast væri að taka vatnið úr Lækjarbotnum, en þar eru upptök Hamarkotslækjar.
Haustið 1909 lauk framkvæmdum við Lækjarbotnaæðina. Var hún einungis þriggja tommu breið og flutningsgetan því takmörkuð. Var hún enda orðin of lítil innan fárra ára. Var þá gripið til ýmissa bráðabirgðaráðstafanna, s.s. byggingu vatnsgeymis og lagningu nýrra aðfærsluæða, en ekki var þar tjaldað til margra nátta.
Strax árið 1916 fengu Hafnfirðingar augastað á Kaldá sem framtíðarvatnsbóli bæjarins og ári síðar ákvað bæjarstjórnin að freista þess að veita vatni úr Kaldá yfir á Lækjarbotnasvæðið, með það að makmiði að tryggja vatnsveitunni og vatnsaflsvirkjuninni í Hamarkotslæknum nægilegt vatn.

Kaldá

Vatnið úr Kaldá var leitt mestan hluta leiðarinnar í opinni trérennu. Trérennan var lögð yfir Hjallamisgengið og hraunið en vatninu var síðan  sleppt við suðurenda Setbergshlíðar þar sem hraunið byrjar að falla að Lækjarbotnum í þeirri von um að jarðlög undir hrauninu skiluðu vatninu í Lækjarbotna sem það og gerði eftir nokkra daga. Þegar þetta var ekki fullnægjandi var lögð breiðari pípa. Við þá aukningu höfðu flestar götur bæjarins nægilegt vatn. Það dugði samt ekki lengi því að eftir nokkur ár fór svo aftur að bera á vatnsskorti. Ástæðan fyrir því var m.a. sú að rennan úr Kaldá gekk smá saman úr sér og úreltist og þá minnkaði stöðugt vatnsmagnið sem hún gat flutt. Einnig var þetta vegna þess að þrýstingurinn í vatnsleiðslunum í bænum var ófullnægjandi og náði vatnið þá ekki upp í þau hús sem hæst stóðu.
Þá  var ákveðið að leggja vatnsæð úr Kaldárbotnum. Nokkrar endurbætur voru svo gerðar á henni þegar húsum í bænum fór að fjölga. Þegar grunnvatnsyfirborðið fór að lækka ört vegna minnkunar á úrkomu, voru nokkrar holur boraðar við Kaldárbotna og þær tengdar við vantsveituna. Orsakir hinnar miklu vatnsnotkunar í Hafnarfirði voru taldar vera vegna mikils fjölda fiskvinnslustöðva, göllum í gatnakerfi bæjarins, óhóflegrar vatnsnotkunar og vegna skemmda og bilana á heimilislögnum. Árið 1967 rættist svo úr þessu. Vatnsmagnið í vatnsbólinu í Kaldárbotnum jókst vegna aukinnar úrkomu og ýmsar endurbætur voru gerðar á vatnsveitunni.
KVatnsstokkurinnaldá, affall neysluvatnsvirkjunarinnar í Kaldárbotnum, rennur ofan á hrauninu en hverfur niður í og inn undir það um 1000 metrum neðar. Það sem veldur því að Kaldá kemur þarna upp á yfirborðið er misgengi sem hefur hindrað grunnvatnsstreymið. Misgengi þetta er kallað Helgadalsmisgengið og liggur eftir Undirhlíðum og norður um Búrfell. Það hefur þvingað vatnið upp á yfirborðið í Kaldárbotnum og þegar langvarandi úrkoma hefur verið kemur vatn líka upp á yfirborðið austan undan misgenginu. Eftir mikla þurrka getur Kaldá horfið að fullu.
Vatn hefur líklega aldrei þrotið í Kaldárbotnum. Þó er það þekkt. Hafnarfjörður varð vatnslaus af og til á árunum 1965-68. Við vatnsskorti lá einnig 1979 og 1986.
Grunnvatnsrennsli af Kaldársvæði er um 2500 lítrar á sekúndu. Vatnsnotkun er um 190 lítrar á sekúndu en vatnsrennsli í Kaldá er að meðaltali um 1300 lítrar á sekúndu og vatnsnotkun er um 190 lítrar á sekúndu. Hiti vatnsins í Kaldárbotnum er 3,2°C allt árið um kring.
Kaldá sprettur, sem fyrr segir, fram undar Kaldárhnúkum (Kaldárhöfða). Talið er að hún renni í sjó fram við Straumsvík og hraunin sunnan Hafnarfjarðar. Kaldárstraumur á upptök í sunnanverðum Bláfjöllum og Lönguhlíð. Hann streymir þaðan til norðvesturs um Húsfellsbruna og Heiðmörk. Grunnvatnsskil liggja frá Straumsvík og í vesturenda Lönguhlíðar. Sprungur auka mjög vatnsleiðni og hafa afgerandi áhrif á grunnvatnsstreymið. Sprungurnar eru hluti af sprunguskara sem kenndur hefur verið við Krýsuvík. Þær beina grunnvatninu úr sunnanverðri Heiðmörk til suðvesturs í átt til Kaldárbotna. Athyglisvert er að fyrir vikið streymir grunnvatnið á þessum slóðum ekki hornrétt á grunnvatnshæðarlínur, eins og algengast er, heldur skálægt á þær. Straumþunginn fylgir því sprunguskaranum.

Niðurfall

Í Kaldárbotnum sést örlítið brot af því vatni sem þarna er á ferð. Meðalrennsli Kaldár skammt neðan upptakanna er 800 l/s samkvæmt mælingum í vatnshæðarmælinum vhm 124, en sveiflur eru miklar í rennslinu. Kaldá er einskonar yfirfall úr grunnvatnsstraumnum. Áin verður lengst um einn kílómetri á lengd því hún hverfur þar inn undir hraunið og hverfur til grunnvatnsins á ný. Neðan við Undirhlíðar sveigir grunnvatnið út úr sprunguskaranum og flæðir um hraunin til norðvesturs uns það birtist í fjörulindum í Straumsvík og í Hraunsvík, en svo nefnist bugurinn milli Hvaleyrarholts og Straumsvíkur. Þar upp af ströndinni eru vatnsból Álversins. Sennilegt er að einungis minnihluti lindarennslisins komi í ljós í fjörulindum þegar lágt stendur í sjó en að meirihluti þess sé jafnan í flæðarmálinu sjálfu eða neðan þess. Kaldárstraumur er langmesti grunnvatnsstraumurinn á höfuðborgarsvæðinu.
Þjóðsagan segir að fyrrum hafi Kaldá komið úr Þingvallavatni en eftir að Ingólfur landnámsmaður gróf Soginu farveg úr því, þar sem síðan heitir Grafningur, hafi Kaldá þorrið. Önnur saga segir að tveir synir fjölkunnugs karls nokkurs hafi drukknað í ánni og eftir það hafi hann kveðið hana niður. Þriðja sagan segir að hún hafi þornað eftir mikið eldgos.
Hugmynd Eggerts Ólafssonar var þess efnis að áin renni neðan jarðar all aleið vestur á Reykjanestá og þar til hafs, en af straumi hennar myndist Reykjanesröst. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi sagði það almælt að á fyrri öldum hafi á sú runnið úr Þingvallavatni, “eitthvert hið mesta vatnsfalla á Íslandi”. Hún á að hafa runnið norðan við Hengil og ofan þar, sem nú eru Fóelluvötn, og svo suður með hlíðum og í sjó á Reykjanesi. “Sé sagt, að hún komi upp í Reykjanesröst og að Kaldá hjá Helgafelli sé úr henni”. “En svo þurfti að fá skýringu á því, hvernig stóð á því stóð, að þetta mikla vatnsfall skyldi hverfa, og eru um það ýmsar sögur. Ein er sú, að karl nokkur, sem var kraftaskáld, missti í ána tvo sonu sína, og kvað hana þá niður. Önnur sögn, og öllu vísindalegri, er sú, að Kaldá hafi horfið eitt sinn, er suðurfjöll brunnu, svo einn var eldur ofan úr Hengli og út í sjó á Reykjanesi og hafi þá jörðin gengið upp fyrir sunnan Elliðavatn.”

Heimildir m.a.:
-Haukur Hafsteinsson.
-Eggert Ólafsson.
-Brynjúlfur Jónsson.
-Vatnsveita Hafnarfjarðar.Kaldárhnúkar

Bessi

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1981 segir Kristján Eldjárn frá minjum og örnefnum næst íbúðarhúsunum á Bessastöðum:
Bessastadir-991“Heima við bæjarhúsin, norður af flötinni milli húss og kirkju, þar sem fánastöng stendur nú, er hóll með snarbrattri brekku norður af, og segir Benedikt Gröndal (og Björn Erlendsson) að þetta heiti Bessastaðahóll, og voru nýsveinar látnir velta þar niður heldur ómjúklega á dögum skólans. Á jökulruðningnum sem áður var nefndur er þetta greinilegasta hólmyndunin, og mundi það ef til vill segja sína sögu um nafn bæjarins. Frá kirkju og vestur að Lambhúsum var nefndur Langivöllur, og var það þó einkum sunnanmegin (Lambhúsatjarnarmegin), sunnan heimreiðar en nú er þetta nafn haft um allt vesturtúnið.
Í norður og norðaustur af Bessastaðahól, niðri við tjörnina, voru áður fyrri allmikil ummerki eftir ýmiss konar búsumstang, og lýsir Benedikt Gröndal því nokkuð, en ummerki þessi eru nú að mestu horfin, meðal annars af því að sjór hefur brotið þarna mikið land, og er því erfitt að marka nákvæmlega fyrir hvar hvað eina var. Traðir lágu ofan að smiðju og þar var Sjóbúðarflöt, og þar var Skevingstún, kennt við Hallgrím Scheving kennara á Bessastöðum.
Hjá Sjóbúðarflöt var tóft sem víst var kölluð Sjóbúð, og enn fremur mun bessastadir-993þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör. Af öllu þessu sést aðeins votta fyrir leifum af gömlum garði sem sjór hefur brotið af meðan enn flæddi inn í tjörnina. Þessi nöfn mega nú heita óþekkt. Norður frá bílstjórahúsi (sem nú er) var hólmynd í túninu og nefndist Smiðjuhóli og minnir á smiðjuna, en sést ekki lengur. Þarna norður frá bústjórahúsi og bílstjórahúsi nær sjó heitir nú Prentsmiðjuflöt, sem er nafn frá dögum Skúla Thoroddsen, enda sér þar enn steyptan grunn undan prentsmiðjuhúsi hans.
Í Bessastaðatjörn er áðurnefndur hólmi þar sem æður verpur og nefnist hann Bessahólmi í landamerkjaskránni og það nafn nota bæði Benedikt Gröndal og Björn Gunnlaugsson. Það á því mikinn rétt á sér, en nú er hólminn stundum kallaður Bessi í daglegu tali og einnig heyrist nafnið Bessastaðahólmi, sem kynni að vera það upprunalegasta. Björn Erlendsson telur að Bessastaðahólmi sé algengast og hermir þau munnmæli, að Bessi bóndi á Bessastöðum sé heygður þar. Í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta var hólminn mikið stækkaður til suðurs með því að aka að honum grjóti og hnausum á ís. Lítill hólmi er nær Eyvindarstöðum og var hann einnig gerður að undirlagi Ásgeirs Ásgeirssonar, sem kallaði hann Kóra eftir fæðingar stað sínum, Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét einnig grafa skurð þvert yfir tangann norður af bílstjórahúsi og búa þannig til ey eða hólma, sem kallast Sandey, en nýtt er þetta nafn að sjálfsögðu. Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós, en hann er nú úr sögunni, síðan stíflan var gerð. Áður fyrri, meðan enn fjaraði í tjörninni, kom upp með fjöru klettahryggur eða brík frá tanganum áðurnefnda (nærri Prentsmiðjunni) og að Stekkjarmýrarhól í Breiðabólstaðalandi og var þessi leið oft farin, ekki síst ríðandi. Þetta var kallaður Steinboginn.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 78. árg. 1981, bls. 136-138.

Bessastaðatjörn

Bessastaðatjörn.

Jónsbásar

Gengið var frá dys Járngerðar á Járngerðarstöðum, um virki Jóhanns breiða ofan við Stórubót, um Junkaragerði Grindvíkinga, að Jónsbás þar sem Anlaby, fórst í janúar árið 1902, yfir í Arfadal, upp í Baðstofu og um Blettahraun til baka. Hér var um að ræða eina af tímamótaferðum FERLIRs, þá 800. að tölu um Reykjanesskagann. Venjulega eru tilteknir staðir heiðraðir í slíkum tímamótaferðum. Að þessu sinni, sem og stundum fyrr, varð Grindavík fyrir valinu.

Járngerðardys

Dys Járngerðar – áður en malbikað var hana.

Grindavík er merkilegur bær – þar er hægt að dvelja löngum stundum við að skoða merkilega staði og endurupplifa gagnmerka atburði í gegnum aldirnar.
Landnámsmaður í Grindavík var Molda-Gnúpur Hrólfsson. Þar hafa orðið merkisatburðir Íslandssögunnar, s.s. Tyrkjaránið og Grindavíkurstríðið. Auk þess endurspeglar Grindavík atvinnu- og búsetusögu landsins frá upphafi til núdagsins. Og andrúmsloftið er hvergi ferskara.
Vitneskja um upphaf byggðar takmarkast við frásögn Landnámu af Molda-Gnúpi og sonum hans. Lítið sem ekkert er vitað um byggðina næstu þrjár aldirnar eftir landnám. Ekki er vitað nákvæmlega hvar landnámsmennirnir byggðu sér bú. Þó er líklegt að það hafi verið í námunda við Hópið en síðar risu þar bæirnir Hóp, Þórkötlustaðir og Járngerðarstaðir. Hverfin er eitt af því sem einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík fram á þessa öld. Þessi hverfi heita Þórkötlustaðahverfi sem er austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast.

Hóp

Hóp; fornar minjar – uppdráttur ÓSÁ.

Ekki er vitað um aldur og upphaf hverfanna þriggja og heldur ekki af hverju þau byggðust nákvæmlega þarna. En gera má ráð fyrir því að þau hafi byrjað að myndast á 10. eða 11. öld. Ekki er ólíklegt að staðsetning hverfanna hafi ráðist af graslendi á þessum stöðum. En það sem hefur líka haft mikið að segja er aðstaða til sjósóknar. Flest bendir til þess að skömmu eftir 1200 hafi byggðin verið búin að taka á sig þá mynd sem hún bar allt fram á öndverða 20. öld.
Þegar 19. öldin gekk í garð var byggðin í Grindavík svipuð og hún hafði verið fyrr á öldum. Flestir bjuggu í hverfunum þremur og bjuggu flestir í Járngerðarstaðarhverfi, 59 manns, en mun færri í hinum hverfunum. Á árunum 1840 og 1841 voru aðeins 7 aðalbýli í sókninni og 13 hjáleigur. Aðalbýlin voru þessi, talin vestan frá, Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir, Hóp, Þórkötlustaðir, Hraun og Ísólfsskáli. Strax um aldamótin 1800 var þegar kominn vísir að þéttbýli í Járngerðarstaðahverfi. Það samanstóð af tveimur býlum sem þar voru auk hjáleiganna sem byggðar voru í landi jarðarinnar.

Gerðisvellir

Gerðisvellir – leifar virkis Jóhanns breiða.

Á 19. öld hélt byggðin áfram að vaxa í Járngerðarstaðahverfi og varð miðstöð byggðar í Grindavík. Líklegt má telja að ef kirkja hefði verið í Járngerðarstaðahverfi á þessum tíma hefði byggðin jafnvel verið mun þéttari, en kirkjan og kirkjugarðurinn var í Staðarhverfi. En þann 26. september 1909 var vígð ný kirkja í Járngerðarstaðahverfi og kostaði hún 4.475 krónum.
Byggð í Staðarhverfi var nokkuð stöðug á árunum 1801 – 1920 en lagðist svo alveg af fljótlega eftir 1920. Byggð í Þórkötlustaðahverfi og Járngerðarstaðahverfi var nokkuð jöfn fram til ársins 1910. Hverfin héldust nokkuð í hendur varðandi fólksfjölda en á fyrri hluta 20. aldarinnar dróst þó nokkuð í sundur með hverfunum. Að lokum var svo komið að Þórkötlustaðahverfi var orðið nokkurs konar úthverfi við hlið meginbyggðarinnar. En þó svo byggðin hafi verið þetta mikil á Járngerðarstöðum var lýsing Geirs Bachmann á henni ekki mjög fögur:

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

„Eigi er fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað. Þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi. og er þaðan hvergi víðsýnt.”
En þó ekki hafi verið fagurt á að líta á Járngerðarstöðum fjölgaði þar nokkuð ört og hlaut Grindavík kaupstaðarréttindi árið 1974. Og áfram fjölgaði heimilum í Járngerðarstaðahverfinu og nú búa í Grindavík um 2500 manns, þar af búa u.þ.b. 50 í Þórkötlustaðahverfi.
Gangan byrjaði við leiði Járngerðar, sem er nú að mestu undir veginum við Hlið. Þegar komið var að dysinni lá þar utan í henni stór, svartur, fjörgamalt hunslíki. Fylgdi það hópnum síðan eftir, en þegar komið var til baka hvarf það jafnskjótt og það birtist.

Járngerðardys

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Eitt horn dysjarinnar stendur þó út undan veginum. Skv. gamalli lýsingu var dysin hæst að suðvestanverðu, en hallaði undan til austurs (undir veginn). Hornið er svona til að minna á fyrrum tilvist þjóðsögunnar á þessum stað. Sú gamla hefur sannarlega mátt muna tímanna tvenna. En nú er Járngerður notuð sem hraðahindrun fyrir sjálfrennireiðar. Áður fyrr var borin miklu mun meiri virðing fyrir henni, bæði lifandi og látinni. Virðingin að henni lifandi var svo sterkt að rituð var þjóðsaga um hana þar sem hún er leggur á Járngerðarstaðasundið að þar skyldu tuttugu skip farast eftir að hafa horft upp á eiginmann sinn drukkna á sund

inu. Virðingin að henni látinni var að hún skuli hafa verið dysjuð við gömlu sjávargötuna frá Járngerðastöðum er lá niður í Fornuvör, aðalvör hverfisins.

Stóra-bót

Stóra-Bót; leifar virkisins.

Þá leið gengu sjómenn til skips, stöldruðu við og dvöldu jafnan við dysina og fóru með bænir svo áhrínisorð Járngerðar myndu ekki duga til. a.m.k. hvað þá snerti. En eins og gamli maðurinn sagði; “virðingin fyrir hinu liðna, er mótast af framkomnum lifandi kynslóðar, virðist verulegum takmörkunum háð.”
Lönguklettar voru tiltölulega langt klettabelti úr frá skerjóttri ströndinni við Flúðir. Þanghóll er þar áberandi og mun þangi hafa verið safnað á hann í fyrri tíð, á meðan það var enn notað til eldiviðar.
Neðan við kampinn má sjá Stokkavör, Akurhúsakamp, Kvíahúsakamp, Fornuvör, Sjálfkvíarklöpp og Draugalón.
Við Litlubót er Stakibakki, Hvítisandur, Kampur og Eystri- og Ytri-Hestaklettur. Fjörunar eru nefndar Flúðir einu nafni, sem fyrr segir, og vestast á þeim eru þrjú örnefi; Stakabakkagrjót, Önnulónstangi og Flúðagjá.
Alls eru Flúðirnar tæpur kílómetri á lengd, en þar hafa þó orðið einna flest strönd á einum stað á þessum slóðum. Í desember 1899 strandaði þar norsk flutningaskip, sem Rapit hét, og árið eftir togari Vídalínsútgerðarinnar, Engines. Mannbjörg varð í bæði skiptin.

Gerðavellir

Garður í Junkaragerði ofan við Stóru-Bót.

Í janúarmánuði 1911 strandaði svo breski togarinn Varonil á Flúðunum, og var það strand í senn sorglegt og grátbroslegt. Strandið sjálft virðist hafa orðið með þeim hætti, að skipið “togaði í land”, en talið var, að varpan væri úti, er það kenndi grunns. Þá gerðu skipverjar sömu mistök og landar þeirra á Clan fjórum áratugum síðar, settu út björgunarbáta og drukknuðu þeir þrí menn, sem í þá komust. Aðrir skipverjar afréðu þá að vera um kyrrt í skipinu, og var þeim bjargað morguninn eftir.
Næsta strand á Flúðunum varð 4. apríl 1926, er togarinn Ása strandaði þar á heimleið úr sinni fyrstu veiðiför, og tíu árum síðar, 6. september 1936, strandaði enski línuveiðarinn Tracadiro á svipuðum slóðum. Mannbjörg varð í bæði skiptin. Í fjöru má vel sjá vélina og ketilinn úr Ásu neðan og austan við Stórubót. Nú var hvoru tveggja t.a.m. vel sýnilegt.

Ofan við Stórubót er Rásin, en um hana fellur sjór upp í Gerðavallabrunna á stórstraumi.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Upp af Stórubót, á Hellum, má enn sjá ógreinilegar leifar af virki Englendingsins Jóhanns breiða þar sem atlaga Grindavíkurstríðsins svonefnda fór fram í júnímánuði 1532. Varð sá atburður til að marka þáttaskil í verslunarsögu landsins sem og skapa skörp átök milli öflugustu þjóða Evrópu á þeim tíma.
Lítið eitt vestar, þar sem heita Gerðisvellir, eru rústir af vegghleðlsum. Frá þeim er frásögn í einni af þjóðsögunum þar sem Junkarar eiga að hafa hafst við og Grindvíkingar eldað við þá grátt silfur lengi vel. Garðar gerðisins sjást vel sem og móta fyrir tóftum innan þess.
Hásteinar eru vestan við Hásteina. Austar eru Hellan og þá Malarendar. Stórhóll er á Hellunni. Miðbótarklettur er sker utan við Malaraenda. Hóllinn Skyggnir er vestann við Bótina. Á honum er Skyggnisrétt.

Skyggnisrétt

Skyggnisrétt. Rásin og Grindavík fjær.

Sandvík er fremur skerjótt og lón á milli skerjanna. Þar strandaði Resolut í austanstormi og brimi í október 1917, sen skipverjar björguðust allir og komu gangandi heim að Járngerðarstöðum morgunin eftir.
Katrínarvík er vestan við Markhól. Það er eitt örfárra örnefna á gervallri strandlengjunni frá Valahnúk í vestri til Seljabótar í austri, sem dregið er af mannsnafni, sem ekki er vitað, af hvaða Katrínu víkin tekur nafn.
Markhóll er áberandi við ströndina áður en komið er að Jónsbás og Jónsbásaklettum. Á milli eru Hvalvík og Hvalvíkurklettar. Markhóll er landamerki Húsatótta og Járngerðarstaða og skilur um leið Staðarhverfi og Járngerðarstaðahverfi. Ofan og austan við Markhól er gamla gatan út að Staðarhverfi vel greinileg. A.m.k. ein heil varða er við leiðina, en hægt er að fylgja henni frá vestanverðum Gerðavallabrunnum og áleiðis út að Arfadal.
Á klettóttri ströndinni má sjá Jónsbásakletta, Karfabása og Vörðunes, sem er austan við Vörðunestanga. Á Jónsbásaklettum strandaði breski togarinn Anlaby snemma í janúar 1902, og fórust allir, sem á honum voru, 11 manns. Skipstjóri á Anlaby var Svíinn Carl Nilson, og var þetta fyrsta ferð hans til Íslands að aflokinni fangelsisvist, sem honum var gert að afplána fyrir aðförðina frægu að Hannesi Hafstein og mönnum hans á Dýrafirði árið 1899 þar sem þrír Íslendingar létust.
Klettarnir við Jónsbás skörtuðu bleikum, gulum, brúnum og fjólubláum lit í bland við græna. Stórbrotin umgjörð við fagurblátt hafið og svarta klettana.
Af Anlabystrandinu spunnust margar sögur í Grindavík, og benda flestir til þess, að atburðurinn hafi þótt í meira lagi vofveiflegur. Segir sagan m.a. að stígvél hafi fundist ofan fjörunnar er benti til þess að einhver hafi komist lífs af, en þoka var kvöldið áður og varð hún til þess að Staðarmenn gengu ekki rekann þá eins og venjulega. Vildu sumir þess vegna kenna sér um að hafa ekki bjargað mannslífum það sinnið.

Jónsbás

Jónsbásaklettar.

Víkin neðan við Húsatóftir heitir Arfadalur, en kölluð Dalur í daglegu tali. Nafngiftin gefur til kynna, hverjum augum menn hafa litið þann gróður, sem þarna þreifst. Víkin, sem gengur inn í landið á milli Vörðunestanga og Gerðistanga, heitir að rétu Arfadalsvík, en var oftast nefnd Staðarvik og leiðin inn í hana Staðarsund. Um sundið fóru kaupskip þau, er til Grindavíkur sigldu á fyrri tíð, og lögðust þá við festar vestan til á Arfadalsvík.
Garðafjara er í Arfadalsvík. Þar útan við eru tvö sker, sem Flæðiklettar heita. Þar þurfti mjög að gæta að sauðfé, þá stórstreymt var, því flæðihætta var mikil og náði féð sjaldnast að synda til lands. Á Flæðiklettum var rostungur eitt sinn veiddur seint á 19. öld, og um 1890 strandaði þar franska skútan Bris. Var það strand mörgum Grindvíkingi minnisstætt vegna koníaksbirgða, sem í skipinu voru. Sumir vildu þegja þunnu hljóði um þann þátt málsins, en aðrir æmtu þegar á var minnst.
Gengið var upp í Baðstofu, gjá ofarlega við Húsatóftir.
Þá var Blettahraunið gengið til austurs, til baka að Járngerðarstaðarhverfi.

Heimild m.a.:
-Saga Grindavíkur – Jón Þ. Þór – 1994.
-http://nemendur.khi.is/svavagna/Ritgerd%20um%20Grindavik.htm

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Kolviðarhóll

Þorsteinn Bjarnason frá Háholti skrifar í Örnefnalýsingum um “Sögu Kolviðarhóls”:

“Hinn forni vegur yfir fjallgarðinn milli Ölfuss og Mosfellssveitar lá af Kambabrún sjónhending í skarðið milli vesturenda Skarðshlíðar og norðurenda Reykjafells. Lá vegurinn þar niður af Hellisheiði um Hellisskarð, yfir Bolavelli, vestur með Húsmúla, niður Norðurvelli með norðurbrún Svínahrauns hjá Lyklafelli, og var þá komið í byggð hjá Helliskoti í Mosfellssveit.

Draugatjörn

Sæluhúsið við Draugatjörn.

Á þessari löngu leið voru sama sem engar vörður. Austast á Hellisheiði voru vörðubrot og önnur vörðubrot vestast á heiðinni. Í ekkert hús var að venda nema smákofa, er var í Svínahraunstöglum, sem ganga út á Norðurvellina. Kofi þessi var illa ræmdur fyrir draugagang, og mynduðust meðal manna hinar fáránlegustu sögur um kofa þennan; munu nú flestar þessar draugasögur gleymdar. Heyrði ég í ungdæmi mínu haft eftir grobbnum karli, sem náttaði í kofa þessum, að hann sagðist hafa verið í áflogum við draug alla nóttina. „Hafði ég draugsa stundum undir, en hann slapp alltaf úr höndum mér, af því hvergi var eiginlega hægt að festa höndur á honum.“ Slíkar og þvílíkar sögur hafa skotið mönnum skelk í bringu, því draugatrú var á þessum tímum bráðlifandi. Forðuðust menn því kofann, og hefir óefað margur af því orðið úti. Í Þjóðólfi er þess getið, að svo megi telja, að á þessari leið hafi orðið úti maður annað hvort ár. Fóru menn nú að sjá, að þetta ástand var óþolandi.
Kolviðarhóll
Árið 1845 var nú kofinn í Svínahrauni fluttur upp á Kolviðarhól. Hvatamenn þess voru þeir séra Páll Matthíasson, prestur í Arnarbæli, Ölfusi, og Jón Jónsson, bóndi á Elliðavatni. Var að þessu mikil bót, fækkaði nú slysförum, því nú var hægara að finna kofann. Draugatrúin hvarf að mestu leyti; sagt var, að mörgum hafi verið illa við, að spýtur úr Svínahraunskofanum voru látnar í nýja kofann.
Nú liggur þetta sæluhúsmál niðri í 28 ár, en árið 1873 er það aftur vakið upp af þessum þrem mönnum; Guðmundi Thorgrímssen, verzlunarstjóra á Eyrarbakka, séra Jens Pálssyni, presti að Arnarbæli í Ölfusi, og Randrup lyfsala og konsúl í Reykjavík. Í örnefnaskrá frá því um 1700 í Þjóðskjalasafninu er Hellisskarð nefnt Nautaskarð, Bolavellir nefndir Hvannavellir, en Bolavellir strekki sig út frá Norðurvöllum. Þannig til orða tekið. Þ.B. þeirra er, að á Kolviðarhóli sé byggt svo veglegt hús, að í því geti búið gestgjafi, sem geti veitt móttöku vegfarendum og látið þeim í té rúm, mat og kaffi, ef með þarf. Ennfremur hey og hús handa hestum þeirra.
Kolviðarhóll
Hófu þeir nú fjársöfnun, en svo virðist sem undirtektir væru daufar, því ekki höfðu safnazt nema 10 rd. og 18 sk., þegar komið er langt fram á árið 1874. Þó ekki blási byrlega, gefast þeir ekki upp. Árið 1876 rita þeir enn um málið og skora nú fastlega á menn að gangast fyrir samskotum. Við árslok 1876 eru komnar í samskotasjóðinn 1378 krónur, 35 aurar.
Nú snúa þeir máli sínu til landshöfðingja og sækja um 1500 króna tillag úr landssjóði. Landshöfðingi svarar beiðni þeirra svo, að hann lofar 1000 króna framlagi úr landssjóði, þó með því skilyrði, að húsið væri byggt á næsta vori (þ.e. 1877). Því þora þeir ekki að lofa, því þeir álíta, að samskotaféð og þetta tillag landssjóðs verði of lítið, þar eð þeir höfðu einsett sér, að útveggir hússins yrðu byggðir úr steini. Skrifa þeir enn um þetta mál í Þjóðólfi og fara þungum orðum um undirtektir landshöfðingja í þessu máli.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – loftmynd.

Árið 1877 eru samskotin orðin 2600 krónur. Þá eru þeir Björn Guðmundsson múrari og Helgi Helgason trésmiður fengnir til þess að gjöra áætlun um, hvað húsið muni kosta, og um leið að ákveða stærð hússins í samráði við séra Jens. Áætlunin varð 3600 krónur. Nú koma þeir landshöfðingja inn í málið í staðinn fyrir Randrup. Eflaust hefir landshöfðingi lagt fram fé úr landssjóði, sem á vantaði, því nú er ákveðið að byggja húsið, og er það fullgjört árið 1878. Húsinu er lýst þannig: Tvö herbergi niðri og annað með ofni, ennfremur eldhús með suðuvél. Uppi tvö herbergi, annað til geymslu, en hitt fyrir ferðamenn. Er nú loksins húsið komið upp eftir 5 ára látlausa baráttu. 27. ágúst 1878 er húsið auglýst til leigulausrar ábúðar. Þá flutti sig þangað frá Hreiðurborg í Flóa Ebeneser gullsmiður, sonur Guðmundar bókbindara og bónda á Minna-Hofi á Rangárvöllum, Péturssonar bónda s.st. Einarssonar bónda í Litla-Klofa á Landi, síðar á Minna-Hofi, Bergsteinssonar.

Kolviðarhóll
Á Kolviðarhóli átti Ebeneser við erfiðleika að stríða, og er það skiljanlegt, þar sem ekki var á öðru að lifa en greiðasölu til ferðamanna, sem ekki höfðu gjaldeyri nema af skornum skammti. Sezelja, kona Ebenesers, sagði sér hefði hvergi liðið eins illa um ævina. Þar hefði hún liðið bæði hungur og kulda. Vorið 1879 flytur Ebeneser frá Kolviðarhóli suður á Eyrarbakka.
KolviðarhóllÁrið 1879 sést enginn skrifaður á Kolviðarhóli, en 1880 flytur á Hólinn Ólafur bókbindari Árnason frá Eyrarbakka. Á Kolviðarhóli er hann til vorsins 1883. Ferðamenn gera það að blaðamáli, hve ófullkominn sé viðurgjörningur hjá Ólafi, þar fáist ekkert nema kuldi. Hóf nú Jón Jónsson ritari fjársöfnun í Reykjavík til hjálpar gestgjafanum á Kolviðarhóli. Safnaði hann 64 krónum og keypti nú mat, olíu og kol fyrir peningana, en Ölfusmenn fluttu vöruna upp á Kolviðarhól. Um vorið 1883 flytur Ólafur burtu, en þá tekur Kolviðarhólinn Sigurbjörn trésmiður Guðleifsson. Sama vorið sezt líka að á Kolviðarhóli Jón bóndi frá Stærribæ í Grímsnesi. Byggði hann sér bæ framan í hólnum.
Jón náði fljótt hylli ferðamanna, svo Sigurbirni var ekki viðvært; flúði hann burtu eftir 3ja mánaða dvöl á Kolviðarhóli við lítinn orðstír. Jón var af traustu bergi brotinn, og yfirvann hann erfiðleikana með dugnaði. Hann var fæddur á Minna-Mosfelli árið 1838; var Jón bróðir Arnórs föður prófessors Einars hæstaréttardómara; voru þeir bræður synir Jóns bónda á Minna-Mosfelli, fæddur 1810, Jónssonar bónda á Reykjanesi, Grímsnesi, fæddur 1771, Sigurðssonar bónda í Miðdalskoti, Laugardal, fæddur 1722, Sigurðssonar Skíðastöðum, Tungusveit, og Hofi í Skagafjarðardölum, fæddur 1670, Jónssonar Flatatungu, fæddur 1633, Sigurðssonar Flatatungu Jónssonar. Kona Jóns á Minna-Mosfelli, móðir Jóns á Kolviðarhóli, fædd 1804, var dóttir Jóns bónda á Neðra-Apavatni, dáinn 1839, Jónssonar og Ingveldar Jónsdóttur.
KolviðarhóllÞegar Sigurbjörn fór frá Kolviðarhóli, flutti Jón í nýja húsið, en lét þó bæinn standa fyrst og hýsti ferðamenn í honum. Jón fór nú að græða út tún og girti með grjótgarði. Mótak fann hann í gilskorningi við austurenda Húsmúlans. Slægjur keypti hann austur í Ölfusi; fluttu ferðamenn oft hey fyrir hann á hestum sínum út á Hól, naut hann þar vinsældar sinnar.
Eftir að þau hjón Jón og Kristín – var hún dóttir Daníels bónda á Hæðarenda í Grímsnesi – komu að Kolviðarhóli, heyrðust aldrei neinar kvartanir koma frá vegfarendum yfir því, að ekki fengist það, sem um var beðið. Þó kröfurnar væru ekki gjörðar háar af þeim vegfarendum, sem þá komu oftast að Kolviðarhóli, hefir þurft mikla fyrirhyggju til að sjá um, að undan engu væri að kvarta. Næturgreiði var mjög sanngjarn. Rúm kostuðu frá 25 aurum upp í 50 aura, kaffibolli brauðlaus 10 aura, með brauði 25 aura. Hey var dýrast, og var það að vonum, því dýr var flutningur á því austan úr Ölfusi. Jón og Kristín mörkuðu fyrstu sporin til þess, sem Kolviðarhóll varð síðar.
Kolviðarhóll
Árið 1895 fór Guðni, tengdasonur Jóns, að búa á Kolviðarhóli, hann átti Margréti Jónsdóttur. Guðni var fæddur á Arnarstöðum í Flóa 1863, sonur Þorbergs bónda þar, fæddur 1829, Helgasonar bónda á Lambastöðum hjá Hraungerði, fæddur 1795, Jónssonar bónda í Ölvisholti, Flóa, fæddur 1766, Einarssonar bónda í Götu, Selvogi, Jónssonar. Guðni og Margrét kona hans voru mjög vinsæl og hinir mætustu gestgjafar.

Guðni var dugnaðarmaður. Sótti hann um nýbýlarétt á Kolviðarhólnum til Ölfushrepps, sem honum var veittur. Innti hann af hendi allar þær skyldur, sem nýbýlaréttur áskilur. Stækkaði túnið og afgirti stórt land undir suðurhlíð Húsmúlans. Bætti húsakynni mikið. Eftir að Guðni tók við gistihúsinu, sótti hann um styrk af opinberu fé, til þess að afla heyja handa hestum ferðamanna. Mælti sýslunefnd Árnessýslu með því. Árið 1900 fékk Guðni 150 krónur úr jafnaðarsjóði. Síðar fékk hann 200 krónur úr amtsjóði, sem viðurkenningu fyrir jarðabætur. Árið 1906 selur hann jörðina Kolviðarhól Sigurði Daníelssyni, og flytur Sigurður þangað.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – bæjarhóllinn 2008.

Brátt áunnu þau hjón sér virðingu og traust ferðamanna. Voru nú húsakynni orðin allgóð. 1910 voru tvö hús á Hólnum, timburhús og steinhús, þar að auki næg búpeningshús. Ég læt það öðrum eftir, að skrifa um þær miklu endurbætur, sem Sigurður gjörði á Kolviðarhóli, í jarðrækt og húsabyggingum.
Svo enda ég þessar línur með því að segja, að Suðurlandsundirlendið ásamt Reykjavík eru í mikilli þakkarskuld við þá menn, sem börðust fyrir því, að svo veglegt hús var byggt á Kolviðarhóli, að menn gátu búið í því, og þá ekki síður í þakkarskuld við þá þrjá búendur á Kolviðarhóli, Jón, Guðna og Sigurð, ásamt konum þeirra, sem gjörðu garðinn frægan. Nú taka aðrir við. „Eftir er yðvar hluti“, sagði Skarphéðinn.”

Heimild:
-Örnefnastofnun, Árnessýsla Saga Kolviðarhóls, Ölfushreppur – Saga Kolviðarhóls eftir Þorstein Bjarnason frá Háholti.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1914.

Sandgerðisvegur
Ferðamálasamtök Suðurnesja hefur gefið út gönguleiðabækling fyrir gömlu leiðina, Sandgerðisveg, milli Sandgerðis og Grófarinnar í Keflavík.
BæklingurNágrenni Sandgerðar hefur upp á fjölmargt að bjóða eins og kemur fram hér á vefsíðunni, hvort sem um er að ræða sögu, náttúru og umhverfi. Í bæklingnum er fróðleikur um framangreint er nýtist útivistarfólki, sem hefur áhuga á að ganga þessa gömlu leið, sem enn sést víða í móanum. Við hana eru enn heilar og fallnar vörður er gefa hana til kynna. Sögulegir staðir eru tilgreindir við númeraðar stikur er marka leiðina með jöfnu millibili svo auðvelt er fyrir hvern og einn að átta sig á aðstæðum og umhverfi.
Í bígerð er að gefa út fleiri sambærilega bæklinga um aðrar þekktar leiðir á Reykjanesskaga.