Bessastaðanes

Í Andvara árið 2005 má lesa eftirfarandi um Skothúsið á Bessastaðanesi:
“Rómantíska stefnan réð ríkjum í hugarheimi Bessastaðasveina og þarf ekki annað en lesa bréf Gísla Brynjúlfssonar til Gríms Thomsens þegar sá fyrrnefndi var í Bessastaðaskóla til að ganga úr skugga skothusid-221um það. Benedikt Gröndal skipaði sér ekki síður undir merki hennar. Hann var í hópi síðustu Bessastaða-stúdenta vorið 1846 og þeirra neðstur. Hann lýsir viðskilnaði sínum við skólann með þessum orðum: „Lesturinn minn á skólalærdóminum varð allur í molum eins og vant var, og þegar voraði, þá lá ég heila daga í fögru veðri úti í Bessastaðanesi uppi á skothússhólnum með byssuna mína og Hómer; ég horfði yfir landið og sjóinn; náttúran var svo mikil og fögur, að ég eins og ætlaði að gleypa hana alla; ég var fullur af löngun og ást: löngun eftir einhverju, sem ég ekkert vissi um, og ást á einhverju ósegjanlegu og ómælilegu; ég las Hómer og dreymdi vakandi drauma”. (Dægradvöl (1965), 100).”
Í “Reykjavík” árið 1903 má auk þess lesa eftirfarandi:
Á Bessastaðanesi er „Skothúsið”, það er hóll eða hæð frammi á nesinu, og munu fálkarar hafa hafst þar við (eins og á Valhúsinu); þar er og Músarvík. Bessahólmi er þar sem Bessi á að vera grafinn (í miðri Bessastaðatjörn).

Heimild:
-Andvari, 130. árg. 2005, 1. tbl., Aðalgeir Kristjánsson, Bessastaðaskóli, bls. 73.
-Reykjavík, 4. árg. 1903, 42. tbl., bls. 1.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – skothús.