Færslur

Garðahverfi

Skúlastaðir var frumbýli Garða á Álftanesi.

Garðar

Garðar á Garðaholti í Garðahverfi.

Ingólfur Arnarsson, er fyrstur norrænna manna nam Reykjanesskagann, ánafnaði frændfólki, vinum og venslafólki er á eftir honum komu landkostum úr landnámi hans. Ásbjörn Össurarson, bróðurson Ingólfs, nam land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns. Álftanes allt, og bjó á Skúlastöðum. Hans son var Egill, faðir (Össurar, föður) Þórarins, föður Óláfs, föður Sveinbjarnar, föður Ásmundar, föður Sveinbjarnar, föður Styrkárs (101. kafli Landnámu (Sturlubók). Skúlastaðir voru utan í hæðardragi ofan fjarðar gegnt Hvaleyri.
Skúlastaðir áttu kúaselstöðu í Litlumýri á Bessastaðanesi, auk sauðaselstöðu í Helgadal. Ásbjörn reyndi, líkt og aðrir landeigendur, að gera nágrönnum sínum mörk jarðarinnar ljós er á var herjað og nefndi í því sambandi vænlega gróninga eina með lækjarfarvegi úr Markraka á ystu mörkum hennar; “Skúlatún”, ókunnugt um að u.þ.b. 70 árum síðar áttu eftir að koma upp jarðeldar í Grindarskörðum er létu hraun renna niður hlíðarnar er nánast eyddu gróningunum, nema þeim er hæst stóð – og sést enn.

Skílatún

Skúlatún norðanvert.

Skúlastaðir gætu ekki hafa verið í Skúlatúni því allir bæir landnámsmanna á Reykjanesskaganum voru við sjávarsíðuna.

Hefur hóllinn sá hæsti æ síðan verið nefndur “Skúlatún”, til minningar fyrsta ábúandans. Hafur-Björn og bræður hans, afkomendur Molda-Gnúps, sem hafði byggt Krýsuvík (þar sem nú er Húshólmi undir (G)Núpshlíð, höfðu þá ásælst jarðnæðið, enda skammt norðan landamerkjanna, auk þess Molda-Gnúpur þótti lítt friðvænlegur.
Þegar selstaðan í Litlumýri lagðist af fékk afkomandi Skúla, Bessi, aðstöðuna til afnotar og byggði sér þar nálægan bæ, sem jafnan hefur verið nefndur “Bessastaðir”. Í nútíma hefði sá bær jafnvel mátt heita “Guðnastaðir” eða “Höllustaðir”.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifauppgröftur neðan bæjarins; forn sel frá Hofstöðum.

Annar afkomandi fékk Hofsstaði. Sá hafði kúaselstöðu við Urriðavatn og fjársel við Grunnuvötn.
Vífill, einn þræla Ingólfs, hafði fengið Vífilsstaði. Sá hafði í seli ofan Hlíða, þar sem nú eru tóftir Víðistaðasels.

Garðar

Garðar – Túnakort 1918.

Þegar fram liðu stundir eftir árþúsundið var kirkja reist á frumbýlinu. Húsráðendur, prestarnir fýsti lítt að kenna bæinn við heiðingjann þann er hann fyrst byggði, enda fátt þá til vitneskjunnar fyrrum. Þegar þar var komið höfðu nokkur kotbýli, búin leiguliðum, byggst upp í kringum bæjarstæðið. Einstaka ábúendur töldu ráðlegt að afmarka skika sína með garðshleðslum. Prestinum fannst að sér sorfið og fyrirskipaði slíkt hið sama svo enginn kotbændanna yrði í vafa um hvar mörk stórbýlisins væri versus þeirra. Varð þá til bæjarnafnið “Garðar”, enda þá orðið nauðsynlegt að aðskilja hinn forna sið frá hinum “nýja”.

Bessi reyndist drjúgur umfram efni, kom á fót ágætu búi og vildi láta að sér kveða. Hafði hann frumkvæði að því að Álftanesbændur sammæltust um selstöður í Selgjá, norðan Helgadals. Garðabóndi færði þá selstöðu sína úr Helgadal að Kaldá.

Magnús Már Lárusson

Magnús Már Lárusson.

Magnús Már Lárusson, prófessor, skrifaði grein í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1960. Greinin var framhald greinar hans í blaðið árið 1957 er nefndist “Sitthvað um Fjörðinn”. Þar skrifar hann m.a. um Skúlastaði.
“Elzta saga byggðar á Reykjanesskaga er halla óljós og gloppótt. Heimildir eru fáar og stangast iðurlega á. Náttúruhamfarir, eldgos og landbrot hafa geisað án þess að setja teljandi spor í heimildir. Og örnefni hafa týnzt eða breyzt.
Í sóknarlýsingu sinni segir síra Árni í Görðum um eyðijarðir, að hann viti ekki um neina, “nema það skyldu vera Skúlastaðir, sem mælst er hafi verið jörð áður fyrr meir, og hvar af skuli finnast minjar uppi í hrauni, suður frá Hvaleyri.” Það er sorglegt að hann skuli ekki tilgreina staðsetninguna skilmerkilegar.”

Selgjá

Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Svæði þetta er stórt mjög, en Jarðabók Árna Magnússonar segir, að staðurinn í Görðum eigi selstöðu, þar sem heitir við Kaldá, og eru þar bæði hagar og vatnsból gott. Í öllum máldögum Garða er svæði þetta nefnt; “Afrétt í Múlatún”, t.d. DI iv 108, vi 123, xv 638 og var síra Árna þetta kunnugt, enda er pláss þetta í Garðalandi. Skúlatún er vafalaust afbökun úr Múlatúni.”

Sé lýsing Brynjólfs frá Minna-Núpi í Árbók fornleifafélagsins 1908 [1903] athuguð, þá er hún ekki sannfærandi um, að þar hafi býli verið. Enda eigi heldur lýsing Þorvalds Thoroddsen í Ferðaból I.

Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en Garðakirkja nam síðar land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – loftmynd 1954.

Eru munnmæli um að Skúlastaðir hafi verið ein jörðin en hin jörðin hafi verið Vífilsstaðir, eða Vífilstóftir, sem þó telst ekki til hinna eiginlegu landnámsjarða, en hún var byggð af Vífli. Vífilsstaðir munu fljótlega eftir landnám hafa komist í eigu kirkjunnar, fyrst Viðeyjarklausturs, en árið 1558 eignaðist Garðakirkja jörðina.
Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Í “Bessastaðaannáli” forsetaskrifstofunni frá 1968 segir um Skúlastaði:
Landnámabók segir að Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ingólfs Amarsonar, hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns, Álftaness allt, og búið að Skúlastöðum.

Bessastaðir eftir Tryggva Gíslason, lektor. Útvarpsþáttur fluttur 30. júní 1968 Sá, sem nam Álftanes, hét Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs. Bær hans er sagður hafa heitið á Skúlastöðum, en það bæjarnafn er ekki lengur til í hinu forna Landnámi Ásbjarnar milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, en í hrauninu undir Lönguhlíðum, suðaustan Hafnarfjarðar, heitir lítill grasgeiri Skúlatún og hraunið þar norður af Skúlatúnshraun, en óvíst er með öllu, að það eigi nokkuð skylt við hið forna bæjarheiti á Álftanesi, Skúlastaði.
Engar spurnir fara af manni þeim, Bersa eða Bessa, sem Bessastaðir gætu heitið eftir.

Garðaholt

Garðaholt – jarðnæði.

Garðakirkja í Görðum á Álftanesi er sóknarkirkja Garðasóknar. Kirkja hefur staðið í Görðum frá fornu fari. Garðakirkja var frá upphafi Péturskirkja en algengt var, er menn fóru að reisa kirkjur hér á landi eftir kristnitöku, að þeir helguðu kirkjur sínar Pétri postula. Máldagar greina frá, að Bessastaðakirkja sé í fyrstu talin Maríukirkja og síðar Nikulásarkirkja, og bendir það til þess, að Garðakirkja sé eldri. Í þessu felst skýr ábending um háan aldur hennar, því svo miklar eignir hlóðust ekki á kirkjur yfirleitt nema þá á all löngum tíma. Sterk rök virðast því hníga að því, að Garðar séu hin forna landnámsjörð Ásbjarnar Össurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og jafnframt með elstu kirkjustöðum þessa lands.

Heimildir m.a.:
-forseti.is
-alftanes.is
-Úrval, 11. hefti 01.11.1968
-https://timarit.is/page/8005106?iabr=on#page/n51/mode/2up
-Aðalheimild: Vilhjálmur Þ. Gíslason: Bessastaðir, Reykjavík 1947.
-https://gardasokn.is/gardakirkja/
-Forsetakynning, 2. tbl. 10.06.1968.
-https://timarit.is/page/5374305?iabr=on#page/n0/mode/2up
-Magnús Már Lárusson, Enn úr Firðinum, Alþýðublað Hafnarfjarðar (jólablað) 1960, bls. 4-5.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Íslandsuppdráttur 1595

Á vefsíðunni https://www.kb.dk/ má líta ýmsan aldraðan fróðleik um Ísland, s.s. gömul Íslandskort og uppdrætti. Hér er ætlunin að sýna nokkur þeirra með skírskotun til meðfylgjandi texta hverju og einu til handa. Textinn er, af skiljanlegum ástæðum, á dönsku:

Reykjanesskagi – kort 1900

Reykjanesskagi 1900

Reykjanesskagi 1900.

Arbejdskort over Island med Opmaalingsnet til Atlasblade i 1:100 000 indtegnet.
Udgivelsesdato; 1900-1905.
Lokalitet; Island.
Opmålingsnettet er indtegnet på: Uppdráttr Íslands af Ó. N. Ólsen og B. Gunnlaugsson [Generalstabens topografiske Afdeling].

Reykjanesskagi – uppdráttur 1879 – Kålund

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi 1879 – Kålund.

Guldbringe og Kjos Sysler OphavKålund, P.E. Kristian.
Udgivelsesdato; 1879.
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1849

Ísland

Ísland 1849.

Uppdráttr Íslands Ophav Gunnlaugsson, Bjørn Olsen, Oluf Nicolai.
Udgivelsesdato; 1849.
Lokalitet; Island.
Kommentargjörðr að fyrirsögn Ólafs Nikolas Ólsens eptir landmælíngum Bjarnar Gunnlaugssonar … gefinn út af hinu Íslenzka Bókmentafélagi F. C. Holm sculp. Kjöbenhavn Paralleltitel: Carte d’Islande /d’après le mesurage de Björn Gunnlaugsson; exécutée sous la direction de O. N. Olsen ; publiée par la Societété Littéraire d’Islande hið bókmenntafélag Med liste over koordinater for trigonometriske stationer og liste over sysler og herreder i randen uden for kortet.

Ísland – uppdráttur 1844

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi 1944.

Uppdráttr Íslands: No. 1: Suðvestr-fjórðúngr Ophav Gunnlaugsson, Bjørn Olsen, Oluf Nicolai Scheel, Hans Jacob.
Lokalitet; Island.
Opstilling KBK 1115-0-1844/2a-d. KommentarStik gjörðr að fyrirsögn Ólafs Nikolas Ólsens eptir landmælingum Bjarnar Gunnlaugssonar … reiknað hefir Hans Jakob Scheel gefinn út af hinu Íslenzka Bókmentafèlagi grafið hefir F. C. Holm hið bókmenntafèlag Indsat: Bjergprofiler og snit Koordinaterne for 124 trigonometriske stationer angivet i randen af kortet Titelblad og signaturforklaring er med islandsk og fransk tekst OphavsretMaterialet er fri af ophavsret.

Ísland – uppdráttur 1944

Reykjanesskagi 1944

Reykjanesskagi 1944.

Uppdráttr Íslands: No. 1: Suðvestr-fjórðúngr OphavGunnlaugsson, Bjørn Olsen, Oluf Nicolai Scheel, Hans Jacob.
Udgivelsesdato; 1944.
Lokalitet; Island.
Kommentargjörðr að fyrirsögn Ólafs Nikolas Ólsens eptir landmælíngum Bjarnar Gunnlaugssonar … reiknað hefir Hans Jakob Scheel gefinn út af hinu Íslenzka Bókmentafèlagi grafið hefir F. C. Holm Indsat: Bjergprofiler og snit Koordinaterne for 124 trigonometriske stationer angivet i randen af kortet Faksimileudgave af kort sandsynligvis udarbejdet til: Islands Kortlægning.

Ísland – uppdráttur 1761

Íslandsuppdráttur

Íslandsuppdráttur 1761.

Islandiae delineatio, prout haec Solenni mensurandi negotio sub Auspiciis Potentissimi Regis Daniae facto, & a. 1734. demum per Cnopfium Archit. militarem ad finem perducto, debetur; divisæ in quatuor partes, Islandice Fiördung, quarum quævis in suas minores regiunculas Islandice Sislu, danice Syssel dictas subdividitur OphavHomann, Johann Baptist Knoff, Thomas Hans Henrik Homanns Arvinger.
Udgivelsesdato; 1761.
Lokalitet; Island.

Hólmakaupstaður – kort 1715

Hólmakaupstaður

Hólmakaupstaður 1715.

[Holmskaupstad] = [Reykjavik] OphavHoffgaard, Hans.
Udgivelsesdato; 1715.
Emne Island, Syd Vest Reykjavik og omegn.
OpstillingKBK 1115,1-0-1715/1 KommentarKoloreret håndtegning H. Hoffgaard Tekst nederst på kortet: Paa Holmen Haabet kom aar Sytten hundrede og fembten Tillige voor Conböy Som war dend Svendske Fallecken/ Dend Tied jeg paa Gafonen laa mig tieden Ey fortrød og omskiøndt blandt gledskabt Hatex, waer skjult dend blege død/Som sig da tegne lod da heste flock reed granden da hørtes jammer og råb af Skougaard og Kiøbmanden og svie som så derpå og oh elendig strand! Det Hierte briste maatte da Kiøbmanden/reckte haand.

Ísland – uppdráttur 1700

Íslandskort 1700

Íslandskort 1700.

Novissima Islandiæ tabula OphavSchenk, Pieter Schenk, Petrus Valk, Gerard.
Udgivelsesdato; 1700.
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1684

Íslandsuppdráttur

Íslandsuppdráttur 1684.

Isle D’ Islande Ophav Mallet, Allain Manesson.
Udgivelsesdato; 1684.
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1683

Íslandskort 1683

Íslandskort 1683.

Isle D’ Islande Ophav Mallet, Allain Manesson.
Udgivelsesdato; 1683.
Lokalitet; Island.

Reykjaneskagi – uppdráttur 1650

Íslandskort 1683

Íslandskort 1650.

Sydlendinja Fiording Ophav Mejer, Johannes (1606-1674).
Udgivelsesdato; 1650?
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1595

Íslansuppdráttur 1595

Íslandsuppdráttur 1594.

Islandia Ophav Ortelius, Abraham Velleius, Andreas Vedel, Anders Sørensen.
Udgivelsesdato; 1595.
Lokalitet; Island.

Bessastaðastofa – uppdráttur 1724

Íslandskort 1724

Íslandskort 1724.

Ældre islandske specialkort : 1: Plan og Prospect af Bessesteds Kongs Gaard udi Island bygt Anno 1722 Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722. Emne; Bessestaðir -Søkort – Bessested Hafnarfjördur.
Lokalitet; Island.

Þingvellir 1720

Þingvellir 1720

Þingvellir 1720.

Ældre islandske specialkort: 3: Plan og Prospect af Øver Aae Alting Tagen Anno 1720 Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722.
Lokalitet; Island.

Bessastaðir – uppdráttur 1720

Bessastaðir 1770

Bessastaðir 1770.

Ældre islandske specialkort : 2: Plan og Prospect af Bessesteds KongsGaard, og St. Nicolai Kirke Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722. Emne; Bessestaðir – Søkort – Bessested Hafnarfjördur.
Lokalitet; Island.

Bessastaðir 1750

BessastaðirBessastaður 1750.
Ældre islandske specialkort : 2: Plan og Prospect af Bessesteds KongsGaard, og St. Nicolai Kirke Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722. Emne; Bessestaðir Bessested Hafnarfjördur.
Lokalitet; Island.

Bessastaðir – kort 1750
Ældre islandske specialkort: 4: Haune: Fjord Ophav Raben.
Udgivelsesdato; 1720-1722. Emne; Bessestaðir – Søkort – Bessested Hafnarfjördur.
Lokalitet; Island.

Ísland – uppdráttur 1770

Íslandskort

Íslandskort 1770.

Island RessourcetypeKort GenreTopografi.
Udgivelsesdato; 1770.
Lokalitet; Island.

Gullbringusýsla 1944

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi 1944.

Soe og Land Charta over Guldbringe og Kioese=Sysseler samt een deel af Aarness Syssel udi Iisland OphavAressen, Magnus Aresen, Magnus Arason, Magnus Raben, Peter Sheel, Hans Jacob.
Kort i farver.
Emne; Guldbringe Syssel Gullbringusýsla Kioese Syssel Kjósarsýsla
Lokalitet; Island
Koloreret håndtegning i delvis eleveret plan Efter Deres Kongl. Maj:t allernaadigste Ordre og Befalning paa det accurateste i de aar 1721 og 1722 optaget og forfærdiget af Magnus Aressen og nu i det aar 1733 copieret af Hans Jacob Sheel Med signaturforklaring Iflg. Geodætisk Institut betegnet Admiral Rabens kort nr. 4. Se også: Islands Kortlægning. En historisk Fremstilling af N. E. Nørlund. Geodætisk Instituts Publikationer VII. København 1944.

Básendar [höfn] 1736

Básenra 1726

Básendahöfn 1726.

Bosand og Kieblevigs Havner udi Island OphavBech, Hans Christian – Søkort.
Emne; Island, Syd Vest Bosand Keflavík.
Lokalitet; Island.
Årstallet er rettet til 1736 – Hans Christian Bech 1726.

Grindavík [höfn] 1751

Grindavík 1751

Grindavíkurhöfn 1751.

Grindevigs havn udi Island, Hans Christian Klog, Christoph – Søkort.
Emne; Island, Syd Vest Grindevig Grindavik.
Lokalitet; Island.
KommentarKoloreret håndtegning H[ans] C[hristian] B[ech] an: 1751 tegnet af Christoph Klog.

Heimild:
-http://www5.kb.dk/maps/kortsa/2012/jul/kortatlas/subject341/da?sort=creator_ssi+asc%2C+score+desc%2C+cobject_random_number_dbsi+desc

Reykjanesskagi 8844.

Reykjanesskagi 1844.

Bessastaðir

Á Bessastöðum voru gerðar stórmerkilegar tilraunir í matjurtarrækt á ofanverðri 18. öld og þar heppnuðust fyrstu tilraunir til þess að rækta kartöflur á Íslandi, 1758, en ekki í Sauðlauksdal, eins og almennt hefur verið talið. Einnig var kartöflurækt snemma á Görðum.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Erlendur grasafræðingur, kallaður Köning, sem hingað var sendur til að skoða jurtir landsins, virðist hafa haft vetursetu á Bessastöðum 1763-64, en var hér hvorki lofaður né lastaður eftir því sem Íslandsárbók segir.

Allan síðari hluta átjándu aldar var mikil garðrækt á Bessastöðum og hafði þessi garðyrkjuáhugi áhrif víðar um nesið. Þegar Skúli fógeti fluttist að nýju að Bessastöðum, fékk hann silfurverðlaun árið 1772-73 fyrir kartöflurækt, en gullverðlaunin hreppti Ólafur amtmaður Stefánsson í Sviðholti.

Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen, amtmaður.

Garðræktin á Bessastöðum virðist hafa verið í hvað mestum blóma í stiftamtmannstíð Jóhanns Levetzow, sem kom að Bessastöðum árið 1785.
Stanley segir í ferðabók sinni árið 1789 “að lokinni máltíð fórum við út í garðana, sem eru fegurri, fjölskrúðugri og skipulagðir af meiri smekkvísi en mig hefði órað fyrir. Þessar plöntur eru ræktaðar þar og dafna flestar ágætlega, grænkál, kál, kálrabí: planta, sem hefir betri rófur en næpa og vex eins vel hér og í Danmörku”.

Skúli Magnússon skrifaði á svipuðum tíma lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þar getur hann um jurtir sem ræktaðar eru á Bessastöðum, í Viðey, Nesi, Reykjavík, Keflavík og víðar. Þær eru einkum gulrætur, hvönn eða hvannarót, brúnt, grænt, hvítt og rautt kál, gulrófur, piparrót, Pétursselja, kartöflur, radísur, redíkur, rófur og salat.

Heimildir:
-Sturla Friðriksson – Úr 200 ára sögu kartöflunnar á Íslandi – 1959.

Bessastaðir

Bessataðir fyrrum.

Bessastaðir

“Ásbjörn hér maðr Özurarson, bróðurson Ingólfs, hann nam land millum Hraunholtslækjar ok Hvassahrauns, Álptanes allt, ok bjó á Skúilastöðum.”

Bessastaðir

Lágmynd á Bessastaðakirkju.

Þannig segir í Landnámu og eru því heimildir um byggð á Álftanesi allt frá því á landnámsöld. Landnám Ásbjarnar náði yfir nánast allan gamla Álftaneshrepp. Skiptar skoðanir erum um hvar Skúlastaðir hafi verið, en oftast hefur verið giskað á Bessastaði eða Garða á Álftanesi. Ákvæði í elsta máldaga Bessastaðakirkju segja frá því að afkomandi Ásbjarnar Özurarsonar í beinan karllegg, Sveinbjörn að nafni, hafi átt Bessastaði. Þar hefur verið um að ræða annað hvort Sveinbjörn Ólafsson, sem uppi var á elleftu öld, eða Sveinbjörn Ásmundarson, sem uppi var á tólftu öld. Það gæti verið vísbending um tengsl landnámsmannsins við staðinn.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Nafnið Skúli tengist ekki landnámi á Álftanesi, né heldur nafn Bessa, og því enga ályktun hægt að draga af nöfnunum um það hvort Skúlastaðir hafi verið þar sem Bessastaðir eru nú.
Fornleifarannsóknir á Bessastöðum virðast ýta undir þá tilgátu að þar hafi bær verið þegar á landnámsöld og gætu þar með stutt þá kenningu að Skúlastaðir hafi verið Bessastaðir en ekki Garðar. Ummerki og rask fundust rétt undir landnámsgjóskunni og eru þá frá níundu öld. Öruggar minjar hafa fundist þar um búsetu þar frá elleftu öld.
Reyndar fara sérfræðingar og fræðimenn þarna villu vega. Minjar Skúlastaða eru í Helgadal, ekki langt frá Skúlatúni.

Heimild: Landnámabók og Álftanessega – Anna Ólafsdóttir Björnsson – 1996.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Sveinn Björnsson

Í tímariti sjálfstæðismanna, Þjóðin, var árið 1941 fjallað um “Fyrsta ríkisstjóra Íslands”:

Þjóðin

Þjóðin 1941.

“17. júní síðastl. var merkisdagur í sögu Íslands. Þá var á Alþingi kjörinn hinn fyrsti ríkisstjóri landsins. Varð fyrir kjöri Sveinn Rjörnsson fyrrum sendiherra Íslands í Danmörku. Var það vel ráðið og viturlega, að velja þann mann í æðsta virðingarsæti ríkisins, sem allir landsmenn gátu borið óskert traust til og skipað hafði áður hinum vandamestu málum þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Verður það að segjast, að fyrsta ríkisstjórakosningin hafi tekist vel og giftusamlega.
Alþingi hefir gert þá ráðstöfun, að velja Bessastaði á Álftanesi sem ríkisstjórabústað. Bessastaðir eru fornt höfuðból, allt frá dögum Snorra Sturlusonar, og þar hafa höfðingjar setið oft og tíðum. Er Bessastöðum vel í sveit komið sem ríkisstjórabústað, skammt frá höfuðstaðnum, en þó nógu langt í burtu til að vera ekki umsetinn af erindislausu fólki.
Ríkisráðsfundur Á Bessastöðum eru ýmsar sögulegar minjar, aðallega frá dögum höfuðsmannanna og veru latínuskólans þar á staðnum, og þarf að varðveita þær.
Til bráðabirgða hafa ríkisstjóranum verið fengin híbýli til umráða í Alþingishúsinu. Þar eru skrifstofur hans, og hefir Pétur Eggerz cand. jur. verið skipaður ríkisstjóraritari.
Fyrir skömmu átti ríkisstjóri viðtal við blaðamenn í þeim húsakynnum, og þar hefir hann og frú hans veitt erlendum fulltrúum og embættismönnum landsins móttöku. Þar hefir og verið haldinn hinn fyrsti ríkisráðsfundur hans, en allar þessar samkomur hafa einkennt virðuleiki ríkisstjórans sjálfs, lúfmennsku hans og nærgætni við háa sem lága.”

Heimild:
-Þjóðin, tímarit sjálfstæðismanna, “Fyrsti ríkisstjóri Íslands”, 4. árg 1941, 2. hefti, bls. 56-57.

Bessastaðir

Bessastaðir 2023.

Bessastaðir

Bessastaðir eru, líkt og Þingvellir, einn af helgustu minjastöðum landsins.

Bessastaðir

Bessastaðir 1720.

Bessastaða er fyrst getið í íslenskum heimildum í eigu Snorra Sturlusonar. Við dráp Snorra 1241 gerði kóngur eigur hans upptækar og þá komust Bessastaðir í konungs eign. Með tímanum urðu Bessastaðir aðsetur fulltrúa erlends konungsvalds á Íslandi allt til loka 18. aldar.Eftir siðaskiptin vænkast hagur Bessastaða, því að bestu og arðvænlegustu sjávarjarðir Skálholtsstóls á Suðurnesjum voru lagðar undir Bessastaði. Áður voru Bessastaðir heldur lítil og rýr jörð.

Grímur Thomsen

Grímur Thomsen.

Grímur Thomsen keypti Bessastaði 1867 og eftir hans dag voru ýmsir eigendur að Bessastöðum. Sigurður Jónsson gaf ríkinu Bessastaði fyrir ríkisstjórabústað árið 1941 og síðan hefur þar verið aðsetur þjóðhöfðingja Íslands.
Þegar Skúli Magnússon var skipaður landfógeti árið 1749, fyrstur íslenskra mann, vildi hann síður búa á Bessastöðum í sambýli við amtmann og fékk leyfi til að sitja í Viðey og reisa sér þar bústað 1753-55. Viðey var ein af fjölmörgum kirkjujörðum á Íslandi sem komust í hendur Danakonungs eftir siðaskiptin.
Bessastaðastofa er eitt af elstu húsum landsins. Hún var byggð á árunum 1760-65 í tíð fyrsta íslenska amtmannsins, Magnúsar Gíslasonar. Arkitekt var J. Fortling. Magnús flutti til Bessastaða er húsið var fullbúið vorið 1766, en var þar aðeins skamma hríð, því bæði hjónin létust þar á sama árinu, 1766. Veggir voru hlaðnir úr tilhöggnu grágrýti og múrað á milli. Kalk, sandur og timbur var flutt frá Danmörku. Veggir voru meira en 1 metri á þykkt og þak reist úr 28 “pommerskum” bjálkum.

Bessastaðir

Bessastaðir 1722.

Árið 1760 kom til Bessastaða nýútskrifaður læknir, Bjarni Pálsson, sem fyrsti landlæknir á Íslandi og eini lærði læknirinn á landinu. Hann bjó þar í þrjú ár, eða þar til reistur var yfir hann sérstakur bústaður að Nesi við Seltjörn.
 Árið 1804 lauk hlutverki Bessastaða sem aðsetur umboðsmanna konungs á Íslandi. Sá, sem þá tók við, Trampe greifi, settist að í fangahúsinu í Reykjavík og varð sú bygging opinberlega embættisbústaður umboðsmann konungs árið 1819. Meðan Bessastaðir höfðu enn það hlutverk var staðurinn stundum kallaður “Konungsgarður” og fluttist það heiti nú á hús það sem nú kallast Stórnarráð og hýsir forsætisráðherra og áður forseta Íslands, en var upprunalega byggt sem tukthús 1761-1771.
Ástæða er til að vekja athygli á að um miðja 18. öldina voru reist fjögur vegleg steinhús á því svæði sem nú kallast Stór-Hafnarfjarðarsvæði, þ.e. Viðeyjarstofa (1753-55), Nesstofa (1761-66), Bessastaðastofa (1761-66) og Tukthúsið, nú Stjórnarráð Íslands (1761-1771). Einnig var lokið við Hóladómkirkju árið 1763 og Landakirkju í Vestmanneyjum árið 1774.

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Meðan Bessastaðir voru enn bústaður embættismanna konungs var sú kvöð á ábúendum annarra konungsjarða í nágrenninu að leggja fram vinnuafl á staðnum og jafnvel víðar svo sem á þeim bátum, sem fulltrúar konungs gerðu út á eigin vegum. Voru menn kvaddir til ýmissa starfa á Bessastöðum, s.s. vinnu við húsagerð, garðhleðslu, heyskap, maltgerð og torfskurð í mógröfum. Einnig voru menn sendir á eigin hestum til veiða í Elliðaánum og flytja laxinn til Bessastaða, sækja hrís suður í Hraun eða timbur austur í Þingvallaskóg.

Skólanaust

Skólanaust við Skansinn.

Einnig þurftu menn að leggja til eigin báta til að sigla með Bessastaðafólkið því til skemmtunar út um allan sjó. Ekki má gleyma þeirri kvöð að flytja fólk frá Bessastöðum yfir Skerjafjörð í Skildinganesi á Seltjarnarnesi eða jafnvel inn í Viðey.
Þegar hlutverki Bessastaða sem embættisbústaðar var lokið 1805 hófst nýr kafli í sögu staðarins. Árið 1805 fluttist þangað Latínuskólinn sem áður starfaði á Hólavelli í Reykjavík.
Skansinn, virki það, sem enn stendur, var byggt um 1668 og var það aðallega hugsað sem varnarvirki gegn “Tyrkjum”, sem hjuggu hér strandhögg 1627, ef þeir skyldu koma hingað aftur.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja.

Kirkjan á Bessastöðum var byggð á árunum 1780-1823 að turninn var fullbyggður. Kirkjuturninn er 15 metra hár og varekki byggður fyrr en á árunum 1822-23. Í turninum eru tvær klukkur, önnur frá 1741 og hin frá 1828. Talið er að kirkja hafi verið á Bessastöðum frá því snemma í kristni eða frá 11. öld. Margt er hægt að sýna ferðamönnum, sem koma að skoða kirkjuna eins og t.d. legsteina Páls Stígssonar, höfuðsmanns (d. 1566) og Magnúsar Gíslasonar, amtmanns og konu hans, Þórunnar Guðmundsdóttur (d. 1766).
Gagngerðar viðgerðir og breytingar hafa farið fram á Bessastaðakirkju eftir að Bessastaðir urðu forsetasetur. Í henni er t.d. nýtt gólf (gamla gólfið heldur sér í anddyrinu) og loft. Herra Ásgeiri Ásgeirsson lét sé einkum annt um kirkjuna og að tilstuðlan hans fékk kirkjan margar góðar gjafir.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja.

Herra Sveinn Björnsson lét gera róðurkrossin, sem nú er á norðurveggnum. Hann gerði Ríkarður Jónsson og ætlaði Sveinn Björnsson að hafa hann í stað altaristöflu. Prédikunarstóll er einnig eftir Ríkarð Jónsson. Alataristaflan er eign Listasafns ríkisins og er eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg), 1891-1924. Frú Georgía Thorsteinsson ræktaði sjálf hörinn í altarisdúkinn. Hún var frá Hobro á Jótlandi. Dúkurinn er gerður af Unni Ólafsdóttur.
Gjafir, sem kirkjunni hafa borist, er t.d. eikarhurðir í útidyrum, smíðaðar af sr. Harald Hope, Ytre Arna í Noregi og sömuleiðis tveir stólar með gullskreyttu leðri, smíðaðir eftir stólum frá 1700. Skrá í útihurð er gjöf frá Meistara- og sveinafélagi járnsmiða til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sem einnig hafði verið járnsmiður. Gluggar í kór eru gjöf til herra Ásgeirs Ásgeirssonar á 60 ára afmæli hans.

Bessastaðakirkja

Í Bessastaðakirkju – altaristafla eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg) – vinstra megin minningarskildir um Kristján Eldjárn og Halldóru Eldjárn, svo Svein Björnsson og Georgíu Björnsson. Hægra megin minningarskjöldur um Ásgeir Ásgeirsson og Dóru Þórhallsdóttur.

Róðan á altari er gjöf til hr. Ásgeirs og frú Dóru. Kristhöfðuð úr kopar er á kórgafli, afsteypa af kristslíkneski í Dómkirkjunni í Niðarósi (frá 1000), gjöf til Ásgeirs. Steinsbiblía liggur á lektara í kór og er gjöf frá dönskum presti (útg. 1728). Skírnarfontur af óþekktum uppruna (frá um 1200) er í kirkjunni, hefur hann e.t.v. fylgt kirkjunni um aldaraðir. Skírnarskál er úr tini frá 1702. Oblátur – dósir eða baktursöskjur er á altarinu. Þær voru upprunalega gefnar til minningar um Magnús Gíslason, amtmann og konu hans, og einnig fyrir legstað í kirkjunni. En Jón Vídalín, list- og fornmunasafnari, fékk þær keyptar og eru þær í Þjóðminjasafninu, en eftirlíking var gerð, og er það hún, sem við sjáum á Bessastöðum. Í kirkjunni eru nýlegir steindir gluggar eftir Finn Jónsson og Guðmund Einarsson. Fyrsti glugginn á norðurhlið (F.J.).

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja – steindur gluggi.

Á altarinu eru oftast sex kertastjakar. Tveir eru 4-álma, gefnir af Guðrúnu Johnson árið 1956. Óvíst er um uppruna litlu koparstjakanna tveggja, en stærri koparstjaka tvo gaf Karen Hólm árið 1734 til minningar um Niels Fuhrmann, amtmann, sem kom að Bessastöðum 1718.
Nokkrum árum eftir að Niels Furhmann kom til Bessastaða kom þangað norsk stúlka, Appolonia Schwartzkopf, sem taldi að Furhmann hefði brugðið við sig heitorði. Hafði hún fengið hann dæmdan fyrir það í Hæstarétti og bar honum að eiga hana og sjá fyrir henni þangað tilþað gæti orðið. Á sama tíma voru á staðnum tvær danskar mæðgur, Katrín Holm og Karen, dóttir hennar. Þótti Appolinia amtmaður hafa meiri mætur á þeim en sér og taldi jafnvel að þær mæðgur vildu hana feiga. Að því kom að Appolonia lést í júni 1724 og upp kom sá kvittur að mæðgurnar hefðu byrlað henni eitur. Ekkert sannaðist um það, en Fuhrmann lést á páskum 1733. Karen Holm gaf kirkjunni tvo koparstjaka til minningar um Fuhrmann, amtmann. Er hann, mæðgurnar og Appolonina öll jarðsett að Bessastöðum.

Bessastaðir.

Bygging núverandi steinkirkju á Bessastöðum hófst 1773 og var hún vígð 1796.

Sá orðrómur er uppi að Appolonia gangi aftur á Bessastöðum. Um þetta mál hefur Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, skrifað, skáldsöguna Hrafnhettu og Þórunn Sigurðardóttir hefur skrifað leikritið Haustbrúður.
Á norðurvegg kirkjunnar er platti með skjaldarmerki Íslands. Oft biðja ferðamenn um útskýringar á skjaldarmerkinu. Það sýnir landvættina skv. gamalli hefð eins og sagt er frá í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Um er að ræða fána Íslands, sem er krossfáni.

Bessastaðir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason / Félagsblað 5/1975. Grein eftir Katrínu Sívertsen.

Bessastaðir fyrrum

Bessastaðir fyrrum.

Bessastaðir

Þann 19. september árið 1761 gaf Magnús Gíslason, amtmaður í Viðey, út eftirfarandi fyrirskipun: “Bændur þeir, 36 að tölu, sem eiga dagsverk að vinna um sláttinn á kóngsins garði, Bessastöðum, skulu hver sum sig hálfa dagsláttu eða svokallað fimm álna tún, að viðlagðri hæfilegri refsingu, sem sýslumaðurinn ber að annast.”

Bessastaðir

Gengið að Bessastöðum.

Í Öldinni okkar segir árið 1761: “Bygging stórhýsa úr höggnum steini er að hefjast á Bessastöðum og í Nesi við Seltjörn. Á Bessastöðum verður reistur embættisbústaður handa stiftamtmanninum, en í Nesi verður setur landlæknis og lyfjabúð.
Í hitteðfyrra var þegar tekið að losa grjót í Fossvogi í bygginguna á Bessastöðum, og var það flutt á gömlum sexæringi að lendingu þar, og í fyrra var byrjað að aka því heim á vagni, er hesti var beitt fyrir. Í sumar hefur fjöldi manna verið í efnisflutningum til Bessastaða, og tekið era ð grafa fyrir grunni hins nýja húss. Er það mikil vinna, því að grafið er átta eða níu álnir niður. Duggan Friðriksvon kom í vor með kalk í byggingarnar, og tveir múrar eru komnir til þess að vinna að steinsmíði og veggjagerð. Annar þeirra heitir Jóhann Georg Berger, en hinn Þorgrímur Þorláksson, íslenskur maður, er lært hefur iðn sína erlendis. Þeir eiga jöfnum höndum að vinna að báðum byggingunum, eftir því sem áfram miðar.

Bessastaðir

Bessastaðir – FERLIRsfélagar í heimsókn.

Næsta ár er von trésmiða. Nú í sumar lét Magnús Gíslason, amtmaður, einnig hefjast handa um undirbúning að byggingu typtunarhúss á Arnarhóli, enda þótt stjórnarvöldin í Kaupmannahöfn hafi ekki formlega samþykkt, aðþað skuli byggt hér.. Til þessarar vinnu hafa verið setter fangar, en Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli, hefur með höndum umsjón og verkstjórn alla.”

Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum sló Noregskonungur eign sinni á staðinn, sem varð fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar.

Bessastaðir

Bessastaðir 1722.

Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum þess tíma, Gríms Thomsens (1820-1896), en hann fæddist þar. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907) fæddist á Bessastöðum. Hann var eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á s.hl. 19. aldar. Eftir lát Gríms Tomsens voru Bessastaðir lengst af í eigu einstaklinga unz Sigurður Jónsson (1896-1965), forstjóri í Rvík. gaf íslenzka ríkinu staðinn til búsetu fyrir ríkisstjóra vorið 1941. Síðan hafa forsetar landsins haft aðsetur þar.
Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins. Byggingu turnsins lauk ekki fyrr en árið 1823 eftir að hætt var við að hafa þar útsýnisaðstöðu. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu og heilögum Nikulási. Um miðja 14. öld átti kirkjan þriðjung Bessastaðalands.

Bessastaðir

Frederick W.W. Howell, Bessastadakirkja 1900.

Þegar erlendir landstjórar settust þar að, áttu bændur kirkjuna, sló konungsvaldið eign sinni á hana. Afleiðingar þess voru síður en svo ásættanlegar og árið 1616 var hún komin í slíka niðurníðslu, að það varð að endurbyggja hana. Allar aðrar kirkjur landsins voru skattlagðar til að afla fjár til verksins. Nýja kirkjan var mjög falleg bygging en það hafði láðst að setja trébita í hana, svo að hún fauk í stormi tveimum árum síðar. Viðirnir voru notaðir til byggingar nýrrar kirkju með torfveggjum til að hún stæði af sér fárviðri.

Bessastaðir

Bessastaðir 1720.

Árið 1773 ákvað Kristján 7., Danakonungur, að reisa skyldi steinkirkju á Bessastöðum, þar sem hin gamla var úr sér gengin. Það er ekki að fullu ljóst hver hannaði hana, en líklega var það G.D. Anthon. Steinveggirnir voru byggðir utan um gömlu trékirkjuna, sem var síðan rifin. Veggirnir eru rúmlega 1m þykkir, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni, sem sést austan kirkjunnar. Steinarnir voru fluttir á flatbytnum eftir skurði að Lambhúsatjörn og yfir hana að byggingarstaðnum. Þetta var seinlegur byggingarmáti, svo að kirkjan var ekki vígð fyrr en árið 1796. Eitt fyrstu embættisverka í kirkjunni var gifting ungs pars frá Reykjavík. Athöfnin fór fram í júlí 1796 að viðstöddum öllum fremstu mönnum þjóðarinnar.

Bessastaðir 1720

Bessastaðir 1720.

Skömmu eftir aldamótin 1700 þarfnaðist kirkjan þegar viðhalds og þá var ákveðið að ljúka byggingu hennar, því að turninn vantaði. Því verki var lokið árið 1823. Árið 1841 eignaðist Bessastaðaskóli Bessastaði. Skólabókasafnið var á efri hæð kirkjunnar allan tímann, sem skólinn starfaði þar. Kirkjan varð aftur að bændakirkju árið 1867.
Fyrsti bóndinn, sem keypti Bessastaði 1768, var Grímur Thomsen. Kirkjan þjónaði þessu hlutverki til 1941, þegar Sigurður Jónsson gaf þjóðinni staðinn með því skilyrði, að þar yrði aðsetur þjóðhöfðingja landsins. Við þessar breyttu aðstæður var innviðum kirkjunni líka breytt talsvert á árunum 1945-47 og þannig sjáum við hana nú á dögum. Trégólf kom í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja – gluggi.

Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956 í tilefni sextugsafmælis Ásgeirs Ásgeirssonar, annars forseta lýðveldisins, sem átti reyndar þetta merkisafmæli tveim árum áður. Gluggarnir eru 8 talsins og listamennirnir voru Finnur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Fyrsti glugginn til vinstri sýnir komu papa (Finnur).
Á grátunum, sem eru úr smíðajárni, eru myndir postulanna. Þessar myndir minna líka á verndarvættir landsins, drekann, fálkann, nautið og risann, sem er að finna í skjaldarmerki landsins. Guðmundur og Finnur gerðu þær líka.

Bessastaðakirkja

Í Bessastaðakirkju.

Stóri, útskorni krossinn á norðurveggnum (vinstri) er eftir Ríkarð Jónsson. Hann var áður altaristafla kirkjunnar, en var fyrst færður þaðan á vesturvegginn. Altaristaflan, sem kom í staðinn, kom af Þjóðminjasafninu 1921. Hún er máluð mynd af Kristi að lækna sjúka eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson).

Grafsteinn Magnúss Gíslasonar varalandstjóra (†1766) er í norðurveggnum í kórnum. Minningarskildir um látna forseta og eiginkonur þeirra eru á veggnum beggja vegna altaristöflunnar. Bak við skjöld Ásgeirs og Dóru eru duftker þeirra. Gagnger viðgerð á kirkjunni fór fram árið 1998.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja 2023.

FERLIR hefur nokkrum sinnum fengið að líta fornleifar þær, sem varðveittar eru undir Bessastaðastofu, augum. Þær lýsa á áhrifaríkan hátt aðstæðum og aðbúnaði fólksins á Bessastöðum fyrr á öldum. Forsetaembættinu eru þakkaðar góðar móttökur.

Heimildir m.a.:
-nat.is
-alftanes.is
-Öldin okkar 1761-1800

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Skansinn
Í júlí 1627 segir í Öldinni okkar:
Víkingar frá Algeirsborg ræna fólki og myrða – námu brott allt að fjögur hundruð manns, myrtu fjörutíu og rændu miklum fjármunum. Brenndu auk þess og eyðilögðu mikil verðmæti.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

“Geigvænlegir atburðir hafa gerst: Víkingar frá Norður-Afríku hafa gengið á land í Grindavík, Vestmannaeyjum og víða á Austfjörðum, rænt fólki og fémæti og drepið fjölda manna. Meðal þeirra er séra Jón Þorsteinsson í Kirkjubæ í Eyjum. Minnstu munaði að víkingar þessir réðust einnig til atlögu að Bessastöðum, og tálmaði það fyrirætlan þeirra, að eitt skip þeirra tók niðri á boða á Skerjafirði.
Víkingar þessir, sem flestir voru frá Algeirsborg, komu hingað til lands á fjórum skipum. Það er talið að þeir hafi drepið hér um fjörutíu manns, flesta í Vestmannaeyjum, sært nokkra og haft á brott með sér hátt á fjórða hundrað Ísledninga og nálega tuttugu Dani, þar á meðal tvo Vestfjarðarkaupmenn. Fjögur kaupskip hremmdu þeir og höfðu tvö þeirra á brott með sér.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – teikning dr. Bjarna Sæmundssonar 12. apríl 1895.

Í Grindavík voru teknir tólf Íslendingar og þrír Danir og þar að auki áhöfn duggu þeirrar, sem átti að fara til Skutulsfjarðar.
Fyrsta víkingaskipið kom til Grindavíkur 20. dag júnímánaðar og varpaði akkerum á grunninu úti fyrir höfninni. Var sendur frá því bátur að dönsku kaupskipi er þar lá og létust víkingar vera hvalveiðimenn í þjónustu Danakonungs og báðust vista, en fengu ekki.
Grindavíkurkaupmaðurinn, Láritz Bagge, mannaði þá bát og lét róa út í skipið. Voru sendimenn þegar gripnir. Þessu næst greiddu víkingar atlögu, hremmdu kaupskipiðog réðust til uppgöngu í kaupstaðinn.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Flúði kaupmaður á land upp með öllum þeim, sem hjá honum voru í kaupmannshúsunum, en víkingar hófu að ræna búðirnar og byggðarlagið. Flest fólk fór að dæmi kaupmanns, nema Járngerðarstaðafólk, er féll í hendur víkingum. Engan drápu víkingar þó í Grindavík og ekki hirtu þeim um að hafa þá á brott með sér, er lasburða voru og einskis verðir sem þrælar á markaði.
Þegar víkingar létu út frá Grindavík, sáu þeir kaupfar danskt á leið vestur með landinu. Var þetta Skutulsfjarðarduggan. Tókst þeim að blekkja skipstjórnarmenn á henni með danskri veifu og ná henni á sitt vald. Sigldu þeir síðan á tveimur skipum fyrir Reykjanes og Garðskaga og inn Faxaflóa og huguðst ganga þessu næst á land á Álftanesi.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja og Bessastaðastofa fyrrum.

Fréttir af ráninu í Grindavík bárust þegar til Bessastaða, þar sem hirðstjórinn, Holgeir Rósinkrans, var fyrir á herskipi, sem lá á Seylunni. Lét hann undir eins safna liði um Nesin og halda vörð nótt og dag. Kaupför þau, sem komin voru, sendi hann inn á Leirvog í Mosfellssveit, en bændur voru kvaddir til virkishleðslu í Bessastaðanesi og þangað dregnar fallbyssur, sem heima voru á Bessastöðum. Aðkomumenn komu, voru kyrrsettir, og vildi svo til, að meðal þeirra voru þrír Frakkar, sem kunnu með skotvopn að fara, og hinn íslenski ævintýramaður, Jón Indíafari, sem hefur verið skytta á herskipum Danakonungs.

Víkingaskipin lögðu inn á Skerjafjörð laugardaginn 23. júní og stefndu á Seyluna. Steig þá hirðstjóri á hest með sveit manna, og reið flokkurinn fram og aftur með langar stengur, sem smíðaðar höfðu verið. Var það gert í því skyni, að víkingum virtist þar sveit altygjaðra hermanna.
Víkingar tóku að skjóta úr fallbyssum sínum, er þeir nálguðust, og var þeim svarað með fallbyssuskotum úr virkinu og af hirðstjóraskipinu á Seylunni. Véku þá víkingar skipum sínum undan norður á fjörðinn, en við það tók stærra skipið niðri, þar sem heita Löngusker, og stóð þar fast.

Skansinn

Skansinn við Bessastaði.

Lét hirðstjóri þá hætta skothríðinni, því að honum þótti ekki vogandi að egna víkingana til bardaga, ef vera kynni, að þeir létu sér strandið að kenningu verða. Hófu víkingar að flytja fanga og þungavarning úr hinu strandaða skipi yfir á hitt, en fleygðu því í sjóinn, er torveldast var viðfangs. Tókst þeim loks eftir hálfan annan sólarhring að ná skipinu af grynningunum og færðu skip sín þá utar, þar sem þeir voru óhultari. Þar selfluttu þeir fólk og varning á ný á milli skipanna, sigldu síðan brott og létu í haf með feng sinn.”

Árið 1628 komu nokkrir þeirra handteknu aftur heim. Þar á meðal voru tvo systkin frá Járngerðarstöðum við þriðja mann. Það var hollenskur kaupmaður sem leyst hafði Grindvíkingana út. Fólk þetta sagði þær fréttir að hinir herteknu væru flestir í ánauð í Algeirsborg, þeir sem ekki létust skömmu eftir komuna til Norður-Afríku.
Á Suðurnesjum eru nokkrar minjar og sagnir tengdar komu Tyrkjanna. Má þar nefna Ræningjastíginn í Heiðnabergi í Krýsuvík, komu Tyrkjanna í Krýsuvíkurselið ofan við bjargið, samskipti séra Eríks á Vogsósum við þá og Ræningjadysin austan við Ræningjahól, Eiríksvarðan á Svörtubjörgum ofan við Selvog, “Tyrkjavarðan” vestan við Stað í Grindavík, sem ekki má raska, Fornavörin neðan við Járngerðarstaðahverfi, en þar er talið að Tyrkinn hafi varpað akkerum, blóðþyrnirinn (þistill) neðan við Sjólyst í Grindavík, hellir við Húsfjall ofan við Hraun, en þangað ætluðu Þórkötlustaðabúar að flýja ef Tyrkinn kæmi á ný, Dýrfinnuhellir, en sagan segir að þangað hafi samnefnd kona flúið með börn sín og dvalið meðan Tyrkir höfðust við í plássinu, byrgin undir Sundvörðuhrauni, en ein tilgátan er sú að þau hafi verið hlaðin til að veita fólki skjól ef Tyrkinn kæmi aftur til Grindavíkur og dysin á Hrauni, en þar eiga Tyrkir er Rauðka drap að hafa vera verptir skv. sögunni, svo eitthvað sé nefnt.
Við Bessastaði má enn sjá Skansinn og minjarnar umhverfis hann, auk fallbyssu í kjallara Bessastaðastofu.Tyrkjaránið

Kappella
Í Öldinni okkar, 7. nóv. 1550, segir að Jón biskup Arason og synir hans, sem með honum voru gripnir á Sauðfelli í haust, séra Björn á Melstað og Ari sýslumaður í Möðrufelli, voru hálshöggnir í Skálholti í morgun, þvert ofan í lögmannsdóminn, sem kveðinn var upp í Snóksdal fyrir hálfum mánuði.
Skálholt

Skálholt.

Talið er, að fógetinn á Bessastöðum, Kristján skrifari, hafi verið frumkvöðull aftökunnar, en aðrir fyrirmenn í Skálholti samþykkt hana.
Kristján skrifari ætlaði að hverfa frá Skálholti vegna ágreinings um hvað skyldi verða um þá feðga. Lét fógetinn söðla hesta sína og bjóst til brottfarar. Þeir Marteinn biskup og Daði í Snóksdal gengu þá til hans og drukku honum til af silfurkerjum, sem þeir gáfu honum síðan til þess að sefa reiði hans. Við það frestaði hann brottför sinni, og mun þá hafa samist, að þeir feðgar þrír skyldu hálshöggnir.

Skálholt

Skálholt fyrrum.

Menn voru þegar settir til að gera aftökustað austan við túnið í Skálholti, og var þangað fluttur gamall vindustokkur frá kirkjunni og höggvið í hann hökuskarð, svo að nota mætti sem höggstokk. Böðull hafði þegar verið fenginn frá Bessastöðum til þess að vinna á þeim feðgum.
Þegar morgnaði, voru fangarnir búnir til aftökunnar. Ari var fyrst leiddur á höggstokkinn, og fylgdi honum prestur sá, sem vakað hafði hjá honum um nóttina. Vildi Ari ekki, að bundið væri fyrir augu sér. Hann gaf böðlinum gjöf til þess, að hann ynni verk sitt hreinlega eins og alsiða er erlendis. Síðan hjó böðullinn hann og fórst allvel.

Skálholt

Skálholt – minnismerki um Jón Arason og syni hans.

Þessu næst var höggstokkurinn færður og sér Björn leiddur til höggs. Böðlinum fataðist fyrsta höggið. Hljóp Daði í Snóksdal þá til og skipaði böðlinum að fullkomna verk sitt. Murkaði böðull loks af honum höfuðið í fjórða höggi.

Síðastur var Jón biskup höggvinn, og fylgdi séra Hængur Höskuldsson á Stóru-Völlum á Landi honum til aftökunnar. Hafði biskup kross í hendi. Við höggstokkinn kraup hann sjálfur á kné og signdi sig. Þegar biskup var lagstur á höggstokkinn, reiddi böðullinn öxi sína til höggs. En höggið geigaði hjá honum sem fyrr, og við þriðja högg mælti biskup: “In manus tuas, domine, commendo spiritum meum” – herra, í þínar hendur fel ég anda minn. Það heyrðu menn hann mæla síðast orða, en í sjöunda höggi tók loks af höfuðið.

Eftirmáli – janúar 1551

Kirkjuból

Tóftir Kirkjubóls.

Norðlenskir vermenn drápu alla danska vetursetumenn á Suðurnesjum til hefnda eftir Jón biskup Arason og syni hans nú rétt fyrir Pálsmessu svo að ekki lifir utan einn, sem slapp frá þeim og komst í Skálholt. Meðal þeirra, sem að velli voru lagðir, var fógetinn á Bessastöðum, Kristján skrifari, er stóð fyrir aftöku Hólafeðga.

Þremur nóttum fyrir Pálsmessu komu sextíu norðlenskir vermenn suður á Reykjanes, og er það almannarómur, að Þórunn á Grund, dóttir Jóns biskups, hafi búið þá til ferðar og lagt svo fyrir, að þeir skyldu drepa alla Dani, sem þeir fengju færi á, hvar sem til þeirra næðist.

Kirkjuból

Kirkjuból – grafstæði.

Fógetinn, Kristján skrifari, tók sér gistingu að Kirkjubóli á Miðnesi með förunauta sína hjá Jóni bónda Kenrikssyni. Norðlendingar héldu uppi njósnum umferð hans, og um kvöldið eða nóttina dreif að flokka manna, sem slógu hring um bæinn. Voru þar komnir Norðlendingar þeir, sem talið er að Þórunn á Grund hafi gert út til hefnd. Voru þeir allir með hettur og hökustalla, svo að ekki yrðu borin á þá kennsl.
Norðlendingum varð það fyrst fyrir, er þeir sáu, að til bardaga myndi koma, að þeir létu kalla séra Jón Bárðason út, svo að hann fengi ekki mein af vopnum manna, og þekktist hann þegar boð þeirra um undankomu. Síðan rufu þeir húsin og veittu Dönunum atgöngu er þeir þóttust hafa brotið sér nógu greiða leið. Féllu allir þar inni, sjö eða níu, nema fógetinn, sem komst út, nokkuð sár. Var hann í hringatreyju, sem járn bitu ekki á, og fékk varist enn umhríð, uns til koma einn sveina Þórunnar á Grund. Hann var með lensu í hendi og kvaðst skjótt skyldu finna lagið á fógeta. Lagði hann lensuna neðan við treyjuna upp í smáþarmana. Rak fógeti þá upp hljóð, er hann kenndi lagsins, og lýsti piltinn banamann sinn. Meðal þeirra, sem drepnir voru á Kirkjubóli, var ungur sonur fógetans, Baldvin að nafni.

Kirkjuból

Kirkjuból – loftmynd 1954.

Þegar lokið var vígum, drógu Norðlendingar líkin norður fyrir garð á Kirkjubóli, þar sem þeir urðuðu þau í einni kös.
Á Bústöðum á Seltjarnarnesi bjó danskur maður og var honum gerð aðför ásamt fleirum, s.s. að Másbúðum. Alls voru það fjórtán menn, sem Norðlendingar vágu í einni lotu til hefnda eftir Jón biskup og syni hans.

Lík Jóns biskups Arasonar og sona hans, Björns og Ara, voru í apríl 1551 grafin upp að kórbaki í Skálholti og færð heim til Hóla. Hlutu þau leg í kirkjunni.

Laugarvatn

Vígðalaug á Laugarvatni.

Á leiðinni norður var komið við á Laugarvatni, þar sem tjaldað var yfir líkin, þau þvegin og búið sem best um þau. Kisturnar voru reiddar á kviktrjám og við hverja kistu voru hengdar litlar bjöllur eða klukkur, sem hringdu látlaust við hverja hreyfingu hestanna. Hvar sem þeir fóru um sveitir, flykktist fólk að þeim, einkum vanheilt og sjóndapurt, til þess að snetra kisturnar, ef það mætti verða því til bötunar, og fannst mörgum þeim verða að hyggju sinni.

Dönsk herskip voru send til Íslands í júlí 1551. Og tóku höfn í Eyjafirði. Flotaforingjarnir riðu til Hóla með sveit manna. Lögðu þeir hald á það, er þeim þótti fémætt og séra Björn Gíslanson hafði ekki áður komið undan í gröft eða geymslu. Helstu klerkar, sýslumenn, lögréttumenn og bændur voru kvaddir á Oddeyri og látnir sverja konungi hollustueiða.

Laugarvatn

Upplýsingaskilti á Laugarvatni.

Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns biskups Arasonar, leyndist í úthaga um sumarið. Bjóst hún fyrst um í Vindáshlíð í mosalituðu tjaldi, samlitu jörðinni, en var síðar flutt á Glóðafeyki upp á Ökrum í Blönduhlíð, þar sem hún þótti óhultari.
Otti Stígsson lét taka Jón Kenriksson, bónda á Kirkjubóli á Miðsnesi, af lífi, ásamt einum hjáleigubændanna þar syðra. Var Jóni fundið það til saka, að hann hefði ekki bannað Norðlingum að rjúfa bæinn að Kirkjubóli, er þeir fóru að Kristjáni skrifara og fylgismönnum hans. Menn þessa lét Otti færa inn í Straum og reisa þar höggstokk, hjól og stengur. Voru þeir Jón Kenriksson leiddir þar ti höggs, höfuð þeirra sett á stengurnar og bolirnir hjólbrotnir í viðurvist, er þangað var stefnt. Síðan var allt látið standa sem komið var, öllum þeim til viðvörunar, er þar fóru um.

Hörð hríð var gjörð að banamönnum Kristjáns skrifara og annarra Dana, sem norðlenskir vermenn vágu á Suðurnesjum. Voru þeir allir dæmdir óbótamenn á Öxarárþingi. Sextán Norðlendinganna flúðu land með enskum kaupförum og fiskiskipum. Konungur féllst síðan á að þeim yrði leyft að kaupa sér frelsi, þar eð ekki var unnt að ná til margra þeirra, sem fremstir voru í flokki.

Skálholt

Skálholt á miðöldum.

Þórunn á Grund var fjórgift og loks svipt sjálfræði. Hún andaðist í desember 1593. Með henni var fallin einn helsti skörungur meðal kvenna á landinu. Hún var komin nokkuð á níræðisaldur. Var séra Sigurður á Grenjaðastað einn á lífi barna Jóns biskups Arasonar.
Hálfri öld eftir víg Jóns biskups Arasonar og sona hans var kyn hans þó orðið næsta fjölmennt, einkum þó kynkvísl séra Björns Jónssonar á Melstað.
Sjá meira um eftirmálana.

Heimild m.a.:
-Öldin okkar.

Kirkjuból

Kirkjuból – grafstæði.

Bessastaðir

Þann 30. júní 2023 friðlýsti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Bessastaðanesið. Áður hafði Skansinn á Nesinu verið friðlýstur; 25. okt. 1930.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – friðlýsing 2023.

Rökstuðningurinn fyrir friðlýsingunni var að; “Bessastaðanesið er hluti af alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði Skerjafjarðar og er mikilvægur viðkomustaður farfugla og sjaldgæfra fuglategunda og er fræðslu- og vísindagildi svæðisins hátt með tilliti til lífríkis og menningarminja, en þar er fjöldi menningarminja. Friðlýsta svæðið er 4,45 km² að stærð og nær yfir Bessastaðanes allt, hluta Bessastaðatjarnar og Lambhúsatjarnar og liggur að friðlandinu í Gálgahrauni sem friðlýst var í október 2009.”

Bessastaðanes

Bessastaðanes – friðlýsing (kort).

Á Bessastaðanesi eru fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki sem eru mikilvæg fæðusvæði fugla. Þá er svæðið viðkomustaður margæsar og rauðbrystings, en auk þess er þar æðarfugl, sendlingur og tildra sem hafa alþjóðlegt verndargildi. Verndargildi vistgerðanna á svæðinu er frá því að vera miðlungs hátt og upp í mjög hátt og eru til að mynda votlendisvistgerðirnar starungsmýravist, gulstaraflóavist og marhálmsgræður á lista Bernarsamningsins yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.
Friðlýsingunni er ætlað að tryggja vernd náttúrulegs ástand svæðisins sem bú- og viðkomusvæðis fugla, sem og að vernda líffræðilega fjölbreytni þess – lífríki í fjöru, grunnsævi, hafsbotni og vatnsbol. Jafnframt er markmiðið að vernda fræðslu- og útivistargildi Bessastaðaness, sem felst m.a. í líffræðilegri fjölbreytni, auðugu lífríki, tækifærum til útivistar innan þéttbýlis og nýtingar sem samrýmist verndun búsvæða fugla.

Bessastaðir

Bessastaðir 2023.

Með friðlýsingunni er Lambhúsatjörn að stærstum hluta friðuð, en við hana er m.a. að finna vistgerðina marhálmsgræður, sem hefur takmarkaða útbreiðslu og er mikilvæg fæða fyrir ýmsar andfuglategundir s.s. margæsir.

Í Wikipadiu segir m.a. um Bessastaði og Besstaðanes: “Á Bessastöðum er þyrping nokkurra húsa: Bessastaðastofa, Norðurhús, þjónustuhús og Suðurálma eru portbyggðar byggingar. Suðurálma samanstendur af móttökuhúsi, bókhlöðu og tengibyggingu við þjónustuhús.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja og Bessastaðastofa fyrrum.

Bessastaðastofa er elsta húsið á jörðinni. Móttökuhús er byggt við hana árið 1941 og tengt á milli með blómaskála sem nemur við suðurgafl Bessastaðstofu og gerður er eftir hugmynd ríkisstjórafrúarinnar, Georgíu Björnsson. Samsíða móttökuhúsinu er bókhlaðan, sem byggð var árið 1968 og gengt er úr henni í borðsal Bessastaðastofu. Bessastaðakirkja stendur fremst en handan portbyggðu húsanna eru forsetahús og ráðsmannshús. Fjær stendur bílageymsla, sem áður var fjós. Sambyggð hlaða gegnir enn sama hlutverki og áður en hlöðuloftið er nú geymsla. Búskapur var á Bessastöðum til ársins 1968.

Bessastaðanes er allstórt og þar má sjá á yfirborði menjar um ýmsa starfsemi. Örnefni vísa til þess að hluta, svo sem Skothús, Prentsmiðjuflöt og Sjóbúðarflöt.

Söguágrip

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Saga Bessastaða nær allt aftur til landnámsaldar, samkvæmt fornleifarannsóknum sem fram fóru á staðnum á 9. og 10. áratug 20. aldar og sem studdar eru rituðum heimildum að nokkru. Bessastaðir hafa ávallt verið mikilvægir í sögu þjóðarinnar og jafnan verið aðsetur höfðingja og háembættismanna. Snorri Sturluson átti jörðina þó svo að óvíst sé að hann hafi nokkru sinni búið þar sjálfur.

Bessastaðir 1720

Bessastaðir 1720.

Eftir víg hans árið 1241, rann jörðin með öllum gögnum og gæðum undir Noregskonung. Hún varð fyrsta jörðin á Íslandi til þess að komast í konungseigu. Hirðstjórar konungs sátu á Bessastöðum og síðar amtmenn og stiftamtmenn ásamt landfógetum. Nafntogaðasti og jafnfram mögulega verst þokkaði hirðstjórinn var Páll Stígsson en meðal merkustu landseta var Magnús Gíslason (amtmaður) sem þótti milt og gott yfirvald. Magnús var fyrsti Íslendingurinn sem gegndi stöðu amtmanns og hann átti frumkvæði að byggingu steinhúsanna tveggja á 18. öld sem enn standa. All veglegir legsteinar þeirra beggja eru múraðir inn í veggi Bessastaðakirkju.

Bessastaðir

Bessastaðir – kort 1770.

Bessastaða er vitanlega getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703 en þar er getið um að landskuld ýmissa annarra jarða á Álftanesi og leigukúgildi “betalist” í tunnum kola og smjöri. Um Bessastaði sjálfa segir m.a.: “Jarðarinnar dýrleiki þykjast menn heyrt hafa að verið hafi xii [hundruð]. Eigandinn er kóngl. Majestat. Hjer er amptmannsins residens og fóetans þá so til hagar. Landskuld er hjer engin nje hefur verið í nokkur hundruð ár.[1]

Ólafur Stephensen, stiftamtmaður, sat ekki á Bessastöðum og hann lét staðinn eftir til skólahalds fyrir Lærða skólann sem þá var nefndur Hólavallaskóli árið 1805. Eftir það nefndist hann Bessastaðaskóli, allt til ársins 1846 að hann fluttist í Lækjargötu í Reykjavík og heitir nú Menntaskólinn í Reykjavík. Grímur Thomsen, sem var fæddur og uppalinn á Bessastöðum þar sem faðir hans var skólaráðsmaður, fékk jörðina með konungsúrskurði 28. júní 1867 í skiptum fyrir Belgsholt í Borgarfirði og bjó þar og rak bú í tæp þrjátíu ár til æviloka 1896. Þá eignaðist Landsbanki Íslands staðinn og tveimur árum síðar var hann seldur. Kaupandi var Skúli Thoroddsen, ritstjóri og alþingismaður. Skúli bjó á Bessastöðum ásamt fjölskyldu sinni í tíu ár. Eftir það bjuggu Jón H. Þorbergsson bóndi, Björgúlfur Ólafsson læknir og Sigurður Jónasson forstjóri í Bessastaðastofu en sá síðastnefndi afhenti ríkinu jörðina að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur.

Bessastaðastofa

Bessastaðir

Bessastaður 1722.

Bessastaðastofa var byggð á árunum 1761 til 1766 sem embættisbústaður Magnúsar Gíslasonar amtmanns. Það var danska stjórnin sem lét byggja húsið en ástand eldra embættisseturs var orðið afar bágborið. Kostnaðurinn nam 4.292 ríkisdölum og 77 skildingum. Þar í reiknast ýmis kostnaður sem til féll vegna vandamála sem upp komu á byggingartímanum. Miklu dýpra var niður á fastan grunn og fór jafnmikið grjót í sökkul hússins og í veggi þess, byggingartíminn varð mjög langur og kostnaðarsöm mistök voru gerð við þakið. Engar teikningar hafa fundist af Bessastaðastofu en talið er að húsameistarinn Jakob Fortling hafi teiknað hana. Bessastaðastofa hefur frá byggingu hússins tekið allmiklum breyting í gegnum tíðina, utan sem innan.

Fornleifakjallari undir Bessastaðastofu

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu. Fundust við uppgröft.

Að áliðinni 20. öld þótti kominn tími til umfangsmikilla viðgerða og endurnýjunar húsanna á Bessastöðum og kallaði ástand Bessastaðastofu á miklar endurbætur. Af heimildum og fyrri rannsóknum þótti ljóst að vænta mætti þess að mannvistarleifar kæmu í ljós við framkvæmdir en þær hófust árið 1989 undir stjórn Bessastaðanefndar (sem skipuð var um endurbæturnar). Sú varð raunin, en miklu meira en menn óraði fyrir og mannvistarlög voru mörg, hvert ofan á öðru. Að endingu spannaði fornleifarannsóknin á Bessastöðum níu ár og varð ein hin umfangsmesta sem fram hafði farið á Íslandi. Samkvæmt rannsóknum nær búseta á Bessastöðum allt aftur á landnámsöld. Auk mannvirkjaleifa, fannst allmikið af gripum við fornleifarannsóknina á Bessastöðum. Þá öfluðu vísindamenn stærsta safns fornvistfræðilegra gagna sem fundist höfðu í einum uppgreftri hérlendis fram að því.

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu.

Við upphaf húsaviðgerðarinnar, var kjallarinn undir Bessastaðastofu grafinn út og fornminjum komið fyrir þar, svo sýna mætti áhugasömum. Þann sóma sem fornminjum staðarins er sýndur með gerð fornleifakjallarans og útfærslu hans, má ekki síst þakka velvilja og skilningi þáverandi forseta, sem var Vigdís Finnbogadóttir. Fyrirhugaður vínkjallari undir húsinu vék fyrir fornleifakjallaranum. Um leið jókst þýðing setursins þar sem unnt varð að sýna gestum forseta raunverulegar menjar um sögu staðarins og veita innsýn að nokkru leyti inn í daglegt líf æðstu embættismanna landsins árhundruð aftur í tímann.

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu.

Bessastaðanefnd og Þjóðminjasafn Íslands sameinuðust um frágang kjallarans sem sýningarhæfs rýmis og útstillingu muna. Frágangi hans var endanlega lokið um mitt árið 1994. Þarna má skyggnast nokkrar aldir aftur í sögu Bessastaða og meðal annars er gengt meðfram austurvegg bústaðar landfógeta frá fyrstu áratugum 18. aldar og má sjá inn á gólf hússins. Það var gert af bindingsverki og gefið er sýnishorn af því hvernig veggir slíkra bygginga voru gerðir en fyrirmyndin er allgömul og kemur frá Evrópu þó svo að hús úr bindingsverki hafi ekki reynst mjög vel hérlendis né verið endingargóð.

Fallbyssa í fornleifakjallaranum

Bessastaðir

Bessastaðir – fallstykki frá Skansinum í kjallara Bessastaðastofu.

Flestir brenndu leirmunanna voru brot úr leirkerjum frá 17. – 19. öld en eitt brotanna er frá 15. öld. Meira en 100 brot úr krítarpípum fundust, flest frá 18. öld Pípuhausar voru litlir því tóbak var dýrt. Glerið sem fannst, svo sem glasabrot, sýna stöðu Bessastaða sem höfðingjasetur því annað eins var ekki að finna á bæjum. Elsta glerbrotið var úr mannvistarlagi frá 15. eða 16. öld. Meðal óvenjulegust muna voru lítill tálgukarl úr beini og hafa verið leiddar að því líkur að hér sé um að ræða e.t.v. leikfang barns eða taflmann. Allmargir járnmunir fundust, svo sem naglar, hnífur, sylgja og reisla.

Þá má nefna að í fornleifakjallaranum er fallbyssa sem talin er vera frá 15. öld, sem fannst í jörðu á Bessastöðum árið 1888. Trúlega var byssan notuð staðnum til varnar er einnig mögulega til erfðahyllingar þegar við átti. Byssan er trúlega sú næstelsta sem til er hérlendis. Hún er gerð af sex járnhólkum og eru járngjarðir utan um samskeyti þeirra. Mögulega vantar eitthvað á lengd byssunnar. Enn eldri er byssa sem einnig fannst í Bessastaðalandi, en hlaup hennar er gert af járnstöfum sem mynda sívalning sem járngjarðir eru felldar utanum. Sú er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands.

Þrælakistan

Bessastaðir

Lágmynd á Bessastaðakirkju.

Vinnumannaskálinn á Bessastöðum var kallaður Þrælakistan, svarthol konungs í Konungsgarði, og var ætlaður afbrotamönnum. Menn vissu lengi vel ekki hvar hún hefði verið. En árið 1993 stóð yfir uppgröftur í grennd við Bessastaði. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur taldi þá hugsanlegt að Þrælakistan hafi komið í ljós við rannsóknina rétt austan við Bessastaðastofu. Þar fannst niðurgrafin rúst og voru veggirnir gerðir úr stórum björgum, og er líklegt að hún hafi verið þar.

Bessastaðir

Forsetasetrið á Bessastöðum. Lengst til hægri er forsetabústaðurinn sem byggja á upp í sumar, kring um húsagarðinn er lengsttil hægri Hjáleigan svokölluð með nýja eldhúsinu, sem tengist um bókhlöðuálmuna blómaskála, móttökusal í Bessastaðastofu lengsttil vinstri. Norðanmegin er nýuppbyggt Norðurhús með tækniútbúnaði í kjallara, húsvarðaríbúð og öryggisvörslu. Lengst til vinstri má sjá Bessastaðakirkju. Á þessari skipulagstillögu má sjá bætta aðkomu, bílastæði og garða.

Þegar uppgreftrinum lauk varð þessi hugsanlega Þrælakista að vínkjallara Bessastaða. Í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness er minnst á Þrælakistuna: „Allir munu vera okkar vinir, sagði hún; því fólkinu líður vel. Og þrælakistan leggjast niður á Bessastöðum, sagði hann. Því í landi þar sem fólkinu líður vel eru ekki framdir glæpir. Og við ríðum um landið á hvítum hestum, sagði hún“.

Í Morgunblaðinu 1995 er fjallað um “Uppbyggingu á Bessastöðum“:

“Á Bessastöðum hafa síðan 1989 farið fram endurbætur á húsakosti og framtíðaruppbygging á forsetasetrinu. Endurbyggja þurfti Bessastaðastofu og þjónustubyggingar og um sl. áramót var tekið í notkun nýtt fullkomið eldhús í Hjáleigunni svonefndu. Næsta sumar er fyrirhugað íbúðarhús fyrir forseta á grunni Ráðsmannshússins. Formaður byggingarnefndar Helgi Bergs og Pétur Stefánsson framkvæmdastjóri verksins gengu um staðinn með Elínu Pálmadóttur og skýrðu frá endurbótum og áformum.

Bessastaðir

Bessastaðir – fyrirhuguð uppbygging.

Fréttir um að kostnaður við framkvæmdir á Bessastöðum fari líklega upp í 900 milljónir, nú þegar búið að verja 560 milljónum í endurbætur, vekja eðlilega spurningar um í hvað þetta hafi farið. Því fremur að ekki verður í fljótu bragði komið auga á afraksturinn, sem stafar af því að þótt nærri allt hafi þurft að endurbyggja, þá er það látið halda sér að ytra útliti þar sem öll hús eru friðuð hið ytra á þessu forna höfðingjasetri. Aðkoman er því og verður nánast óbreytt. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós hve gífurlega mikið verkefni þarna er á ferðum.

BessastaðirVar byrjað á að gera faglega úttekt á húsunum og kom í ljós að þau voru miklu verr farin en menn hafði órað fyrir. „Ég hafði ekki hugmynd um það fremur en nokkur annar þegar við þrír vorum skipaðir í nefnd til að hafa umsjón með endurbótum á húsakosti á Bessastöðum,” sagði Helgi Bergs, en með honum í nefndinni eru Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri og Gunnar Hall ríkisbókari. Húsameistari ríkisins Garðar Halldórsson er arkitekt verksins í samvinnu við Þorstein Gunnarsson, arkitekt og sérfræðing um gömul hús.

Sumarið 1989 var fyrsta verkefnið að endurbyggja Bessastaðastofu, þetta 200 ára gamla hús. Eftir því sem meira var rifið komu meiri skemmdir í ljós og þurfti að byggja húsið upp á nýtt, svo nánast er ekkert eftir af gömlu byggingunni nema hluti af útveggjum og kjaliara.
„Þurfti nánast að bródera saman það sem eftir var af útveggjunum, sauma steinana með ryðfríu stáli svo að þeir héldust saman.“ En viðgerðarsteinum var safnað úr gömlum byggingum, m.a. komu steinar úr Leynimýri í Öskjuhlíð. En húsið er allt byggt úr sömu efnum. Þegar farið var að rífa þakið sem hriplak var tekið það ráð að tjalda alveg yfir svo húsið var endurbyggt innan í öðru húsi.
BessastaðirBessastaðastofa er því með sama yfirbragði og hún var. Hlutföll hafa þó verið löguð á framhlið, þannig að fimm gluggar eru í stað fjögurra á kvistinum og handriðið yfir svölunum frá 1955 fallegra. Breiðu kvistirnir báðum megin á húsinu voru seinni tíma viðbætur og var bakkvisturinn rifinn og litlu upphaflegu kvistirnir komu í staðinn. Þegar húsið var endurbætt 1941 voru aftur settir á gafla þaksins upphaflegir hálfsneiðingar eða hálfvalmar, sem halda sér á þessu húsi og öðrum.

Steinhúsið sjálft er frá 1760-66, byggt í tíð Magnúsar Gíslasonar amtmanns, svo ekki er að furða þó það hafi verið orðið lasið. Bessastaði sátu síðan umboðsmenn hins danska valds, Lærði skólinn var þar til húsa 1805-1846 og ekki alllöngu síðar komust Bessastaðir í einkaeign og voru það þar til þeir komust í eigu íslenska ríkisins. 1941 voru gerðar víðtækar breytingar á byggingunni undir umsjón Gunnlaugs Halldórsssonar arkitekts í því augnamiði að hún yrði aðsetur þjóðhöfðingjans.

Nýtt hús fyrir forseta

Bessastaðir

Bessastaðir – mynd á vasa frá 19. öld.

Frá því að Bessastaðir urðu setur ríkisstjóra og síðan forseta Íslands hefur notkun forsetasetursins tekið talsverðum breytingum. Í tíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar var þarna bú og húsin nýtt eins og á herragarði með þjónustufólki. Bjuggu forsetafjölskyldurnar í Bessastaðastofu með afnot af stofunum sem jafnframt voru notaðar í opinbera þágu og með svefnherbergi sín uppi. Eftir því sem móttökum fjölgaði hörfaði forsetafjölskyldan upp á loftið og bjó þar að mestu í lítilli íbúð undir risi eftir að Kristján Eldjárn varð forseti. Var svo þegar Vigdís Finnbogadóttir tók við. En vart þykir lengur boðlegt að forseti búi í embættissölum eða risinu á samkomuhúsi, ef svo má segja. Og þegar farið var í endurbætur var ákveðið að forsetinn flytti úr Bessastaðastofu, sem verður að móttökuhúsi, en fái eigið hús fyrir sitt einkalíf. Vegna viðgerðanna hefur Vigdís forseti ekki getað búið á Bessastöðum síðan viðgerðir hófust 1989.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Ákveðið var að byggja forsetabústað á staðnum og er það næsta verkefni. Verður gamla Ráðsmannshúsið, sem var forskalað timburhús byggt 1944 fyrir bústjórann og stendur nokkru norðar, rifið á þessu ári og annað byggt í staðinn, nánast eins í útliti. Er ætlunin að semja við verktaka um það og að gera það fokhelt næsta sumar. Ekki kvaðst Helgi geta lofað því að það yrði fullbúið vorið 1996, það færi eftir fjárveitingum.
Forsetahúsið verður rúmgott hús fyrir eina fjölskyldu, ein hæð að framan og tvær undan brekkunni með risi, eins og gamla húsið og fær sjálfstæðan aðgang og lítinn garð, sem miðar að því að auka möguleika forsetans á að eiga sitt einkalíf.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Verða á húsinu minni háttar útlitsbreytingar, m.a. til að hægt sé að aka inn í bílskúr í enda kjallarans. Þarna eru stofur á aðalhæðinni og eidhús og tvö svefnherbergi uppi og tvö aukaherbergi á jarðhæð. Veitir það sveigjanleika fyrir fjölskyldustærð framtíðarforseta. Verður húsið með valmaþaki og kvistum eins og hið gamla, en á þakið verða settar skífur eins og á önnur hús. Verður þetta hús væntanlega fokhelt næsta haust og gengið alveg frá því að utan og jafnfram gengið frá lóð eftir því sem fjárveitingar leyfa.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Gert er ráð fyrir því að bæta aðkomuna, bílastæðin og umhverfi forsetasetursins og hafa landslagsarkitektarnir Reynir Vilhjálmsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir unnið að skipulagi þess í samvinnu við arkitekta staðarins. Milli bygginganna er ferhyrndur húsagarður, sem var malbikaður þjónustugarður og stendur fyrir dyrum að fegra hann og gera að inngarði, enda snúa gluggar út að honum.

Fundust líka fleiri húsaleifar

Bessastaðir

Bessastaðir – Skansinn; skilti.

Var haldið áfram uppgrefi í kring, alls á 3.000 fermetra svæði, og var utan við Bessastaðastofu grafið niður á botn. Var komið niður á leifar frá landnámsöld og farið í gegn um mörg lög þar á milli. Segir Guðmundur að það hafi komið á óvart hve umfangsmikil byggð hefur verið á Bessastöðum allt frá uppphafi Íslandsbyggðar, sennilega allt aftur á 10. öld, sem engar ritaðar heimildir era til um.

Skansinn

Bessastaðir – Skansinn.

Undir Bessastaðastofu hefur verið útbúinn gríðarlega merkilegur fornleifakjallari, þar sem hægt er að fara niður og sjá og sýna bæði muni, svo sem iitla mannsmynd úr beini klædda embættisskúða frá 18. öld, og horfa einnig gegn um gler inn á upplýstar mannvistarleifar og hleðslur. Ákaflega fallega og haganlega fyrir komið. Semsagt hægt að sjá sögu staðarins allt aftur á landnámsöld, sem er alveg einstakt hér á landi. Enda eru Bessastaðir einn mesti sögustaður þjóðarinnar.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja.

Að lokum spyr ég Helga hvort Bessastaðakirkja sé á verkefnaskrá nefndarinnar. Hann svarar því bæði játandi og neitandi, segir að þessu verkefni tilheyri að gera kirkjunni eitthvað til góða. Pússningin sé laus og illa farin og eins þakviðir og anddyri og þyrfti að gera við það.
Hvort eitthvað yrði meira vildi hann ekkert um segja. Ekki væri í þeirra áætlunum að byggja kirkjuna upp, eins og t.d. hefur verið gert við Hóladómkirkju.”

Á Bessastaðanesi eru margvíslegar fornleifar. Þar má fyrst telja Skansinn og bæ Óla “skans”, grunn prensmiðjuhúss Gríms Thomsen, Sjóðbúð, gerði, fjárborg, skothús, garðhleðslur, Skjónaleiðið, selstöðu, brunna, ummerki mótekju o.fl.

Bessastaðir

Bessastaðir – meint “Þrælakista”.

Líklegt má telja að svonefnd “þrælakista” hafi aldrei verið á bænum Bessastöðum heldur á tanga sunnan Músarvíkur. Þar eru tóftir, auk garða er umlykja hana.

Heimildir:
-https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/30/Radherra-fridlysir-Bessastadanes/-https://is.wikipedia.org/wiki/Bessasta%C3%B0ir
-Morgunblaðið 15. jan. 1995, Uppbygging á Bessastöðum, bls. 18-19.

Bessastaðir

Bessastaðir – skothús.