Sveinn Björnsson

Í tímariti sjálfstæðismanna, Þjóðin, var árið 1941 fjallað um “Fyrsta ríkisstjóra Íslands”:

Þjóðin

Þjóðin 1941.

“17. júní síðastl. var merkisdagur í sögu Íslands. Þá var á Alþingi kjörinn hinn fyrsti ríkisstjóri landsins. Varð fyrir kjöri Sveinn Rjörnsson fyrrum sendiherra Íslands í Danmörku. Var það vel ráðið og viturlega, að velja þann mann í æðsta virðingarsæti ríkisins, sem allir landsmenn gátu borið óskert traust til og skipað hafði áður hinum vandamestu málum þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Verður það að segjast, að fyrsta ríkisstjórakosningin hafi tekist vel og giftusamlega.
Alþingi hefir gert þá ráðstöfun, að velja Bessastaði á Álftanesi sem ríkisstjórabústað. Bessastaðir eru fornt höfuðból, allt frá dögum Snorra Sturlusonar, og þar hafa höfðingjar setið oft og tíðum. Er Bessastöðum vel í sveit komið sem ríkisstjórabústað, skammt frá höfuðstaðnum, en þó nógu langt í burtu til að vera ekki umsetinn af erindislausu fólki.
Ríkisráðsfundur Á Bessastöðum eru ýmsar sögulegar minjar, aðallega frá dögum höfuðsmannanna og veru latínuskólans þar á staðnum, og þarf að varðveita þær.
Til bráðabirgða hafa ríkisstjóranum verið fengin híbýli til umráða í Alþingishúsinu. Þar eru skrifstofur hans, og hefir Pétur Eggerz cand. jur. verið skipaður ríkisstjóraritari.
Fyrir skömmu átti ríkisstjóri viðtal við blaðamenn í þeim húsakynnum, og þar hefir hann og frú hans veitt erlendum fulltrúum og embættismönnum landsins móttöku. Þar hefir og verið haldinn hinn fyrsti ríkisráðsfundur hans, en allar þessar samkomur hafa einkennt virðuleiki ríkisstjórans sjálfs, lúfmennsku hans og nærgætni við háa sem lága.”

Heimild:
-Þjóðin, tímarit sjálfstæðismanna, “Fyrsti ríkisstjóri Íslands”, 4. árg 1941, 2. hefti, bls. 56-57.

Bessastaðir

Bessastaðir 2023.