Tag Archive for: Garðabær

Langeyri

Eftirfarandi grein Stefáns Júlíussonar undir fyrirsögninni „Gengið vestur með sjó“ birtist í Fjarðarfréttum árið 1984:

Stefán Júlíusson

Stefán Júlíusson (1915 – 2002).

„Fyrir nokkru komu ritstjórar Fjarðarfrétta að máli við mig og spurðu hvort ég vildi ekki taka saman fyrir blaðið pistil sem kallast gæti „Byggðin í hrauninu“. Vísuðu þeir til þess að á námskeiði sem haldið var á síðasta vori um Hafnarfjörð, og raunar var kallað Byggðin í hrauninu, sagði ég frá ýmsum atvikum og staðháttum á bernsku- og æskudögum mínum í vesturbænum og út með sjónum.
Fyrir 12 árum kom út eftir mig bók sem ber heitið Byggðin í hrauninu og eru í henni minningaþættir frá uppvaxtarárum mínum í hraunkotabyggðinni fyrir vestan bæinn. Varð það að samkomulagi milli mín og ritstjóranna að við færum vestur meö sjónum, tækjum nokkrar myndir og síðan tvinnuðum við saman kafla úr bókinni og frásagnir út frá myndunum.

Fjarðarpósturinn

Fjarðarpósturinn – forssíða í des 1984.

Laugardaginn 10. nóvember fórum við svo í myndatökureisu og hér birtist afraksturinn af þessari samvinnu. Við vorum sammála um að styðjast að mestu leyti við lokakaflann í Byggðinni í hrauninu en í honum lýsi ég göngu um fornar slóðir vestur með sjónum.
Á fyrstu tveimur myndunum erum við stödd á Krosseyrarmölum eða rétt vestan við Svendborg. Um þessi örnefni segir svo í Byggðinni: „Margar ferðir átti ég hérna gegnum Svendborg á bernskuárum minum. Þegar ég man fyrst eftir var þetta athafnasvæði Booklessbræðra, hinna bresku togaraeigenda sem höfðu umfangsmikla útgerðarstarfsemi í Hafnarfirði í meira en áratug en urðu gjaldþrotaárið 1922. Sá atvinnurekstur átti ekki hvað minnstan þátt í því að auka aðstreymi fólks til bæjarins á þessum árum. — Enn taka Hafnfirðingar sér í munn nafnið Svendborg þótt fæstir viti nú orðið hvernig nafnið er til komið. En nafngiftin lýsir kímni Hafnfirðinga á þeirri tíð, ef til vill blandaðri ofurlítilli meinfýsi eins og stundum verður vart hjá Íslendingum.

Hafnarfjörður

Svendborg 1912.

Árið 1903 fluttist kaupmaður austan frá Norðfirði til Hafnarfjarðar. Hann hét Sveinn Sigfússon. Hóf hann þegar að reisa verslunar- og útgerðarstöð hjá Fiskakletti við Krosseyrarmalir og var stórhuga í fyrirætlunum. En örendið entist ekki sem hugur og á sama ári selur Sveinn Augusti Flygenring lóðaréttindi og byggingarog flyst til Reykjavíkur. En nafngiftarmennirnir eru komnir til skjalanna: Svendborg skyldi staðurinn heita og auðvitað upp á dönsku! Það er oft furðulegt hvað uppnefni geta orðið að lífseigum örnefnum.
HafnarfjörðurEn Svendborg er stærsta útgerðarstöðin í, Hafnarfirði í hartnær þrjá áratugi og á mikinn þátt í vexti bæjarins. Hún gengur að vísu allmjög kaupum og sölum fram til ársins 1910 en næstu tvo áratugina eru eigendur aðeins tveir, og þeir engir aukvisar, Booklessbræður til ársins 1923 en síðan Hellyersbræður. En árið 1929 líður þessi mikla útgerðarstöð undir lok og síðan hefur tímans tönn verið að naga hin margvíslegu mannvirki á eigninni.

Hafnarfjörður

Sundhöllin og nágrenni.

Nú eru Krosseyrarmalir að mestu horfnar undir Vesturgötu og Herjólfsgötu svo að naumast sést eftir af þeim tangur eða tetur nema í bláfjörunni. Áður var hér annasamt athafnasvæði og á sólrikum sumardögum var jörð öll hvít af saltfiski. Útgerðarstöðvar í Hafnarfirði voru yfirleitt reistar á fjörumölunum en nú eru þær allar horfnar undir götur og byggingar nema Langeyrarmalir að nokkru.

Hafnarfjörður

Bungalwið.

Fátt vitnar nú um athafnasemi hinna ensku útgerðarmanna en þó stendur bungaló Bookless hér ennþá, hábreskt hús sem enn er búið í og sker sig úr öðrum byggingum að stíl og útliti. Lítið eitt ofan við það stendur annað enskbyggt íbúðarhús. Þar bjó Hellyer þegar ég var innan við fermingu. Í því húsi var ráðskona á þeirri tíð ung og glæsileg stúlka, Matthildur Sigurðardóttir að nafni. Um hríð bar ég þangað daglega mjólk utan úr Víðistöðum.

Hafnarfjörður

Skarð í kletta.

Ráðskonan vék þá stundum mjólkurpóstinum unga ávöxtum og öðru fáséðu munngæti og var það vel þegið. Þá gafst tækifæri að gægjast inn fyrir dyrastafinn, inn ( stofur búnar ævintýralegum húsgögnum. Húsgögn sem nú eru nefnd því nafni voru í fáum húsum í Hafnarfirði á bernskudögum mínum. Auðvitað voru þau kölluð mublur, og vafalaust mætti telja á fingrum sér þau hús í Hafnarfirði í þá tíð þar sem eiginlegar mublur voru í stofum. Ein stórkostlegasta breytingin sem orðið hefur á Íslandi á síðustu áratugum er án efa húsgagnaeign landsmanna.

Hafnarfjörður

Járnbrautir voru algengar á fiskreitum Hafnarfjarðar.

Hér er skarð í klettarana sem skar Krosseyrarmalir í sundur og teygir sig langt í sjó fram. Nú er hér breið og slétt gata en þegar ég átti oftast leið hér um var hér lengsta járnbraut bæjarins. Þá voru járnbrautir á öllum fiskverkunarstöðvum og sömuleiðis á hafskipabryggjunni. En járnbrautin í Svendborg var langlengst, áreiðanlega hartnær kílómetri. Hún lá milli fiskhúsanna við höfnina og svokallaðs Verkamannareits á móts við Víðistaði. Þessi fiskreitur fékk nafn sitt af því að VMF Hlíf beitti sér fyrir reitarlagningunni í atvinnubótaskyni á öðrum áratugnum en síðan seldu verkamennirnir útgerðinni reitinn fullbúinn.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður.

Vegur var lagður undir járnbrautarteinana milli malar og reits. Var hann að sjálfsögðu örmjór því að ekki var nema 70-80 sentimetrar milli teinanna á þessum brautum en allhár á köflum og halli var talsverður. Reiturinn lá miklu hærra en mölin. Fiskkerrurnar sem gengu á þessum brautum voru ekki ýkjastórar, pallurinn svona einn til tveir metrar á breidd og tveir til þrír metrar á lengd. En þegar þær komu brunandi niður brautina á fleygiferð, hvort sem þær voru hlaðnar þurrfiski eða tómar, var mikil hætta á ferðum og eins gott fyrir vegfarendur að forða sér.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – saltfiskverkun.

Mikill hvinur heyrðist langar leiðir þegar hraði var kominn á kerrurnar hvort sem þær voru fullar eða tómar, svo mjög söng í teinum og hjólum. Hrópað var hástöfum viðvörunarkall uppi á reitnum áður en kerrunum var sleppt. Allmjög dró úr hraðanum þegar kerrurnar komu niður á jafnsléttu en þó entist brunið alla leið inn í hús. Var þetta ódýr kraftur. Hesti var beitt fyrir kerrurnar fullar af blautfiski upp á reitinn og eins fyrir langa lest af tómum kerrum við innkeyrslu.
Gamla Svendborgarjárnbrautin var endurreist á stríðsárunum síðari, þegar hafnargarðurinn vestari var reistur. Þá var brautin notuð til grjótflutninga í garðinn. Nú er hún löngu horfin og breið gata, Flókagata, komin í staðinn.

Hafnarfjörður

Klettar við Krosseyrarmalir.

Þegar ég átti leið hér um á árunum innan við fermingu var á sumrin krökkt af fáklæddum börnum á þessum slóðum. Þá var sund kennt í sjónum við Krosseyrarmalir og klettana fyrir vestan þær. Fyrstu sundkennarar sem ég man eftir voru þeir Jakob Sigurðsson kaupmaður og Grímur Andrésson bílstjóri. Og hérna við klettótta ströndina og í malarvikinu sunnan við Gatklettinn sem þá var byrjaði Hallsteinn Hinriksson að kenna sund eftir að hann fluttist til Hafnarfjarðar árið 1929.

Hafnarfjörður

Sundkennsla neðan við gatklettinn.

Þá skiptu sundnemendur hundruðum og var oft farið í sjóinn tvisvar á dag. Nú er hrunið ofan af Gatkletti, eitt mesta holræsi bæjarins liggur hér út í sjóinn, breið Herjólfsgatan hefur lagt undir sig möl og hraun, og við hana stendur sundhöllin þar sem nú er kennt og synt í upphituðu vatni. — Þróun og sögu má lesa hér við sérhvert fótmál.“
Á þriðju og fjórðu mynd erum við stödd við ströndina í nánd við Sundhöllina og vitnum í bókina: ,,Á þessum slóðum þar sem sundhöllin stendur nú við breiða og slétta Herjólfsgötuna var hraunströndin einna úfnust og stórhrikalegust á bernskudögum mínum.

Hafnarfjörður

Hallsteinn Hinriksson leiðbeinir við sundiðkun.

Hér var Draugaklifið svokallaða. Há strandberg stóðu hér í sjó frammi, þung og staðfestuleg björg, en á milli þeirra skárust dökk og brimhefluð vík inn í hraunstorkuna. Þar súgaði sjór og gnauðaði við minnstu kviku og þegar stórstreymt var gekk hvítt löður yfir kletta og klif og kastaðist upp á gangstíginn. Þá var brautin harla mjó og ógreiðfær, malir, gjótur og klif. Í snjóum á veturna þegar svellalög voru og vestanáhlaup var þetta ekki greiðfarin leið. En í kyrrum og blíðu sumarsins bauð hún fólki heim.
Ekki grunaði okkur hraunbúana á þeirri tíð að svo skammt yrði hér í breiða götu og húsaröð meðfram henni alla leið út á Malir. Nú er ekkert svipað því sem áður var þegar ég geng hér eftir götunni.

Æðakollur

Æðakollur á svamli.

Þarna syndir þó æðarkolla með fjölskyldu sína úti fyrir gamla Gatklettinum og hátignarlegur blikinn setur svip á umhverfið sem fyrr. Fuglalíf var hér fjölskrúðugra áður en ég gleðst þó af að sjá þessa heimakæru fjölskyldu; hún tengir horfna tíð við göngu mína hér í dag.“
Þá erum við komin að Langeyri. Á Langeyri versluðu danir áður fyrr eins og sést á gömlum kortum af Hafnarfirði. Þar mun hafa verið þurrkaður fiskur á eyrinni eða mölinni um aldir.

Hafnarfjörður

Langeyri.

Eins og alkunnugt er voru þessar eyrar eða malir snemma athafnasvæði fiskverkunar, fyrst erlendra kaupmanna og útgerðarmanna og síðan hinna innlendu. Þar risu útgerðarstöðvar enda voru þessar malir kjörnar til að þurrka á saltfiskinn: Hamarskotsmöl, Krosseyrarmalirog Langeyrarmalir.

Hafnarfjörður

Lifrabræðslan á Langeyri.

Byggðin í hrauninu hefur þetta að segja um staðhætti á fimmtu og sjöttu mynd: ,,Ég staðnæmist neðan við Langeyri sem enn stingur í stúf við húsaröðina meðfram götunni, byggingar eru frá fyrri tíð, lóðin miklu stærri, grasblettir, kálgarðar og gróðurreitir, og girðingin umhverfis minnir á handtök fyrir daga skipulags, reglugerða og samþykkta. Á uppvaxtarárum mínum var Langeyri það hraunkotið sem næst var bænum og þótti allnokkur leið hingað út eftir.

Hafnarfjörður

Lifrabræðslan.

Neðan við götuna eru leifar af steyptri þlötu á sjávarbakkanum. Þetta eru menjar lifrarbræðslustöðvar sem hér var reist af Augusti Flygenring um síðustu aldamót þegar hann nam land undir fyrstu fiskverkun sína á Langeyrarmölum. Hér voru talsverðar rústir þegar ég man fyrst eftir þótt lifrarþræðslan væri liðin undir lok, steinsteyptar tóttir og þrær. Sérstaklega er mér þó minnisstæður heljarmikill þottur eða þottker sem trónaði hér í rústunum. Þetta var kjörinn leikstaður, ekki síst í feluleik og ámóta athöfnum og áttum við krakkarnir hér mörg spor, ærsli og óp.“

Hafnarfjörður

Varða við Eyrarhraun.

Um sjöundu mynd mætti margt segja. Herjólfsgatan liggur hér að Mölunum. Brunarústir eru þar sem gamla vaskhúsið stóð. En á öllum fiskverkunarstöðvum fyrr á tímum, þegar lífið var saltfiskur, þurfti vaskhús eða vaskahús þar sem fiskurinn var þveginn, þurrkhús ef sumarveðrið brást og geymsluhús undirsalt, blautfisk og þurran fisk. Oft voru þó blautfiskstaflar úti áður en fiskurinn var þveginn. T.h. á 7. mynd voru þurrkhús og fiskgeymsluhús, þar sem frystihús var seinna reist. T.v. teygir Rauðhúsnef sig út í sjóinn en upp af því var sagt að verið hefði rautt verslunarhús danskra kaupmanna. Þar átti eitthvað voveiflegt að hafa gerst því þar var talið reimt þótt hvergi væri þó annar eins draugagangur og í Svendborg á sinni tíð.

Langeyri

Varða við fyrrverandi Eyrarhraun.

En vitnum nú í Byggðina út frá 7. mynd: ..Langeyrarmalir voru lengstar malanna og þar reisti August Flygenring fiskverkunarstöð um síðustu aldamót þegar hann hafði hætt skipstjórn og gerðist aðsópsmikill athafnamaður í Hafnarfirði. Áður á öldum höfðu danskir kaupmenn haft aðsetur á Langeyri en það var löngu liðin saga þegar hér var komið. August Flygenring átti ekki Malirnar mjög lengi og þegar við fluttumst að Eyrarhrauni voru þær komnar í eigu hlutafélagsins Höfrungs sem gerði út lítinn happatogara, Rán að nafni, og fékk auk aflans að honum dálítið af fiski til verkunar annars staðar að. Malirnar voru ekki stór fiskverkunarstöð á uppvaxtarárum mínum en þó veittu þær töluverða atvinnu. Lá í hlutarins eðli að fólkið í hraunkotunum þarna í kring ynni á Mölunum eftir því sem ástæður leyfðu.

Hafnarfjörður

Eyrarhraun um 1940.

Og við saltfiskþurrkunina á sumrin fengu krakkarnir sína fyrstu atvinnu. Segja má að þau börn og unglingar í Hafnarfirði sem ekki voru svo gæfusöm að komast í sveit á sumrin væru alin upp á fiskreitunum. Við breiðslu og samantekningu saltfisksins fengu allir vinnu sem vettlingi gátu valdið, svo mörg voru handtökin við þessa atvinnugrein. Var algengt að börn frá sjö ára aldri kæmust í breiðslu og fengju kaup fyrir. Þannig komst ég átta ára kettlingur í vinnu á Mölunum þegar þurrkur var og fékk að mig minir 25 aura um tímann. Þóttumst við rollingarnir þá heldur menn með mönnum þegar við vorum teknir í vinnu fyrir kaup.

Hafnarfjörður

Stefán við vörðu Eyrarhrauns.

Starfsræksla mun aldrei hafa stöðvast hér alveg síðan stöðin var reist um aldamótin. Steypta planið milli fiskhúsanna er líkt því sem áður var og hér áttum við kotakrakkarnir mörg spor í skemmtilegum leikjum. Þetta plan var forréttindi okkar og friðland; fáir áttu sér svo kjörinn og afmarkaðan leikvöll á þeirri tíð, sléttan og steyptan, hvort sem var í risaleik, boltaleikjum allskonar, hlaupum eða parís, sem við kölluðum hoppuleik. Oft voru plankar og búkkarskildir eftir einhvers staðar utan dyra við fiskhúsin og þá var auðvelt að bera þá inn á planið til að rambelta á þeim.

Hafnarfjörður

Braggar ofan Langeyrar um 1940.

Þá þekktu Hafnfirðingar ekki annað orð yfir að vega salt en að rambelta. Að vega salt lærðist seinna af bókum. Enn kalla börn í Hafnarfirði leikinn að rambelta og það gleður mig alltaf þegar ég heyri orðið. — Einu sinni ætlaði ég að kalla eina skáldsöguna mína Rambeltu, — mér fannst nafn hæfa efni, — en útgefandi vildi ekki hætta á þetta hafnfirska heiti.
Við hraunkotabörnin sem lékum okkur hérna á planinu á Mölunum vorum oft fram undir tuttugu, auk aðkomu krakka, en aldrei man ég til að neitt væri skemmt hér af ásettu ráði.

Hafnarfjörður

Langeyri.

Fyrir kom að vísu að rúða brotnaði en þá sögðum við ævinlega til þess og Guðmundur verkstjóri Jónasson lét það þá gott heita. Hann var mikill vinur okkar hraunbúanna og amaðist aldrei við leikjum okkar.“
Á áttundu og níundu mynd erum við stödd hjá bernskuheimili mínu Eyrarhrauni sem í raun varð hvati þess að ég skrifaði Byggðina í hrauninu.
Þetta var sérstakt umhverfi og um margt voru þetta heillandi heimkynni á þeirri tíð. Burstin á gamla bænum á Eyrarbraut sést enn t.h. á 8. mynd en annars er allt breytt. Á 9. mynd stend ég fyrir neðan tignarlega vörðu sem steypt var á háum kletti rétt neðan við bæinn á Eyrarhrauni. Fyrir neðan vörðuna var mikill kálgarður sem verkstjórinn á Mölunum nytjaði.

Hafnarfjörður

August Flyering (1865 – 1932).

Önnur álíka varða var steypt á kletti ofan við Rauðhúsnef, við skýli Slysavarnafélagsins. Á þeirri vörðu er stórt A greypt í steypuna en á þeirri á myndinni stendur stórt F. Þannig markaði August Flygenring sitt land af þegar hann settist að á Mölunum með starfrækslu sína upp úr aldamótunum.
Grasskvompurnar milli klettanna á þessum myndum voru allar slegnar á minni tíð þarna enda ræktaðar með ærinni fyrirhöfn af frumbyggjunum á hraunkotunum. Skemmurnar t.v. á 9. mynd voru reistar þegar skreiðarverkunin kom til sögunnar en þær standa á gömlum, lögðum reit frá Mölunum.
En vitnum nú til bókarinnar: „Eyrarhraun stendur í úfnu hrauni, þar sem kraumandi eldkvika og kaldur sjór hafa endur fyrir löngu farið hamförum í tröllslegum leik uns eldur og brim sættust á hina hrikalegu storku. Vatn og veðrun öld fram af öld milduðu svip storkunnar smátt og smátt en þó hefur þetta verið tröllaskeið uns gróðurinn tók að næla sig í sprungur og lesa sig eftir grunnum moldargeirum í lautum og klettum. Þá tók landslagið að mildast og hýrnaði síðan meira og meira við hvert hlýindaskeið. Þetta hraun rann árþúsundum fyrir Íslandsbyggð.
EyrarhraunEins og áður getur, stendur Eyrarhraun rétt ofan við fiskverkunarstöðina Malirnar sem dregur nafn sitt af gerð fjöruborðsins á þessum slóðum eða Langeyrarmölum. Fjaran er þarna á löngum kafla allhár malarkambur, gerður af hnefastórum og þaðan af minni fínsorfnum steinvölum sem vestanbrimið hefur malað, fægt og fágað um aldaraðir. Fjaran á austurströnd Hafnarfjarðar var víðast hvar svona fínsorfin, ljósleit möl, völurnar misstórar og margvíslegar að gerð en yfirborð þeirra slétt og fægt.
Bernskuheimili mitt, Eyrarhraun, stendur enn á sínum gamla stað ofan við Malirnar. En þar er nú allt breytt frá því sem áður var, bæði húsakynni og umhverfi.

Langeyri

Langeyri og nágrenni – örnefni.

Tjörnin fyrir neðan kotið sem áður setti mikinn svip á landslagið er nú uppfyllt að mestu, aðeins smápollur eftir og bílvegur er kominn heim að dyrum. Mörg íbúðarhús, skúrar og skemmur og kumbaldar hafa nú verið reist í nágrenni Eyrarhrauns. Heimahagarnir breytast með hverju ári.
Ég held áfram vestur fjöruna. Mig furðar, hvað hún er orðin óhrein, spýtnabrak og úrgangsreki um alla möl. Áður á tíð var tjáviðurinn kirfilega hirtur í eldinn. Þá þótti dýrt að kaupa eldivið og því var allt notað sem tiltækt varð, hver rekaspýta og jafnvel stundum þangið úr fjörunni. Þangið var einnig notað til áburðar.

Hafnarfjörður

Stefán við garða.

Af þessum sökum voru fjörurnar hreinar á bernskudögum mínum enda mikill ævintýraheimur okkar barnanna. Fjaran er ungum börnum mikið rannsóknarefni. Þar er aldrei kyrrstaða, heldur sífelld breyting og umskipti. Í aðfalli nemur aldan sér æ meira land en í útfallinu stækkar fjöruborðið með hverju sogi. Allt vekur þetta undrun og íhugun. Og í hrauninu ofan við malarkambinn eru tjarnir sem einnig taka sífelldum breytingum. Sumar tæmast alveg við fjöru og þá minna þær á stóra, hola skemmd í jaxli. Brúnn þaragróðurinn og dökkt grjótið stinga í stúf við gras, mosaog fléttur í grónu hrauninu. En þegar að fellur,og vatnið teygir sig upp á grasgeira og blómskreytta kletta, eru þessar tjarnir eins og vökul augu og auka á fegurð hrauns og strandar.

Hafnarfjörður

Við Brúsastaði.

Þegar flóð er í tjörnunum er hér kyrrð og ró og samstilling, eins og land og sjór hafi samið frið um eilífð. En einstaka tjörn er svo djúp að úr henni fellur aldrei. Þar búa kynjaskepnur og furðufiskar að sögn. Því er oft stansað og dokað við á bakkanum ef vera kynni að þessi kynjadýr sýndu sig.“
Víða voru stórar lóðir eða landareignir hraunkotanna afgirtar með hlöðnum grjótgörðum. Þessir löngu og miklu garðar voru talandi tákn um aml og erfiði þess fólks sem fyrst reisti kotin og hafði nógan tíma til að rífa upp grjótið og hlaða garðana á löngum vinnuleysistímabilum árlega.

Hafnarfjörður

Brúsastaðir.

Hér stend ég við eitt garðbrotið á 10. mynd, rétt til að minna á hvað þetta fólk lagði á sig við að koma sér upp sjálfstæðum býlum þarna úti í úfnu hrauninu. Á 11. mynd sést hvernig klettanefin teygja sig út í sjóinn, eins og Rauðhúsnefið, en á milli þeirra voru malir og friðsælar fjörur.
Og á fjórtándu myndinni erum við komin vestur að bæjarmörkum. Myndin er tekin milli Brúsastaða og Skerseyrar og sér vestur til Garðahverfis en Balaklettur skagar í sjó fram. Bæjarmörkin eru nálægt miðri mynd.

Langeyri

Langeyri – vestari varðan, merkt A (Ágústi Flygering).

Þessi fjara fyrir neðan Skerseyri er sem næst því að vera ósnortin og líkist því að mestu þeim fjörum sem voru leikvöllur okkar krakkanna fyrr á tíð. Ofan við þessa fjöru þar sem Skerseyrin stóð áður á Sjóminjasafnið að fá aðsetur í framtíðinni. En gefum nú Byggðinni í hrauninu orðið að lokum og ljúkum þannig þessari gönguferð okkar vestur með sjónum: „Ég held áfram út með sjónum. Byggð er orðin meiri á Brúsastöðum en ströndin fyrir neðan bæinn er sú sama, sæbarin klettabákn og grófgerð fjörumöl til beggja handa. En Skerseyri er löngu komin í eyði, — það hraunkotið sem fjærst var kaupstaðnum, alveg út undir mörkum bæjarlandsins og Garðahverfis.

Hafnarfjörður

Malarbæir vestanverðir.

Fimm voru kotin í byggð í bernsku minni: Langeyri, Eyrarhraun, Litlibær (seinna Fagrihvammur), Brúsastaðir og Skerseyri. Afskekktast var á Skerseyri en útsýni er þar mikið og fagurt, út til hafs og inn til bæjar og vítt til allra átta. Kotið stóð á háum, allstórum bala, en tröllaukið hraun á þrjá vegu og brimsorfinn, stórgrýttur fjörukambur fyrir neðan. Þetta var frumstætt og tignarlegt bæjarstæði. Nú er komið húsakraðak fyrir ofan Skerseyrarland og eykur ekki á fegurð hraunsins. Þessa stórkostlegu hraunspildu þyrfti sannariega að friða.

Hafnarfjörður

Fjaran vestan Skerseyrar.

Rétt ofan og utan við Skerseyri er Hraunhvammur. Hann taldist í rauninni ekki til hinna eiginlegu hraunkota á uppvaxtarárum mínum þótt umhverfið væri hið sama og ástæður landnemans þar væru þær sömu og annarra frumbyggja í hraunbyggðinni. Um tíma var talið álitamál hvort kotið væri innan landamerkja Hafnarfjarðarkaupstaðar eða utan. Sá sem reisti bæinn mun hafa staðið í þeirri meiningu að hann væri að byggja í landi bæjarins. Að minnsta kosti taldi fjölskylda mín sig ekki flytja úr Hafnarfirði þann vetur sem hún átti heima í Hraunhvammi.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða) millum Garðabæjar og Hafnarfjarðar.

En þegar landamerki voru betur könnuð og gengið til botns í málinu kom í ljós að Hraunhvammur reyndist vera Garðahreppsmegin við mörkin. Kotið var því hálfgerður bastarður í hraunbyggðinni og litum við krakkarnir naumast á það sem ekta hraunkot eftir að það var úrskurðað í Garðahreppi. Hraunkotin skyldu vera skrifuð við Hafnarfjörð á bréfum en við töldum okkkur hreinræktaða Hafnfirðinga. Tókum við það óstinnt upp þegar fólk af ókunnleika vildi koma okkur í bland við Garðhverfinga lengra út með sjónum. Við vildum engir hálfrefir vera í þeim efnum.“

Hraunhvammur

Hraunhvammur.

Brúsastaðir voru næstvestasta hraunkotið. Á tólftu og þrettándu mynd sést hvernig þar er umhorfs núna. Á þrettándu mynd stöndum við Guðmundur Sveinsson ritstjóri hjá gömlum fiskhjalli og garðbroti, talandi táknum gamla tímans. Að baki sér i Hrafnistu þar sem margir gamlir Hafnfirðingar dveljast síðustu æviárin. Mér finnst þeir vart geta kosið sértignarlegra og stórbrotnara umhverfi.
Þegar Ágúst Guðmundsson var að undirbúa gerð kvikmyndar eftir handriti mínu Saga úr stríðinu völdu þeir Snorri Sveinn Friðriksson leiksviðshönnuður Brúsastaði sem heimili drengsins sem söguna segir.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir, 2. tbl. 01.12.1984, Stefán Júlíuson, Gengið vestur með sjó, bls. 40-43.

Skerseyri

Tóftir Skerseyrar.

Urriðakot

Sólveg Eyjólfsdóttir sagði í grein í Fjarðarfréttum frá „Fjölskyldunni í Urriðakoti“ árið 1984:
„Þegar farið er um svokallaðan Flóttamannaveg sér vel heim að Urriðakoti við Urriðakotsvatn. Bæjarstæðið er uppi í hlíð og fyrir vestan er vatnið spegilslétt. Þarna fléttast saman fegurð landslags og vatns.

Jórunn Guðmundsdóttir

Jórunn Guðmundsdóttir (1917-1995).

Útsýni er frjálst og fagurt mjög, — þaðan sér um allt Garðahverfið, Álftanesið, Bessastaði og alla leið á Snæfellsjökul. Einn fagran dag á liðnu hausti var ég stödd á þessum slóðum og rölti heim að gamla bæjarstæðinu í Urriðakoti. Ég minnist löngu liðinna daga er ég fékk að fara með móður minni í heimsókn til Sigurbjargar frænku, en hún var afasystir mín.
Á leiðinni heim urðu á vegi mínum tveir úr ritstjórn þessa blaðs og barst talið að Urriðakoti og því mannlífi sem þar var fyrr á árum. Niðurstaðan varð sú að gaman væri að fræðast nánar um Urriðakot og fjölskylduna er þar bjó.
Það varð því úr að ég gekk á fund systranna Guðbjargar og Jórunnar Guðmundsdætra frá Urriðakoti, sem fúslega lýstu ýmsu er varðaði daglegt líf þeirra á uppvaxtarárunum.
Í þessum bæ bjuggu hjónin Guðmundur Jónson, fæddur 26. jan. 1866 og Sigurbjörg Jónsdóttir, fædd 26. febrúar 1865. Foreldrar Guðmundar voru Jón Þórðarson og kona hans Jórunn Magnúsdóttir er bjuggu í Urriðakoti og var Guðmundur fæddur þar og uppalinn.
Guðmundur JónssonForeldrar Sigurbjargar voru Jón Guðmundsson og seinni kona hans Vilborg Jónsdóttir, sem búsett voru á Hvaleyri við Hafnarfjörð, en þar fæddist Sigurbjörg. Þegar hún var á öðru ári fluttist fjölskyldan að Setbergi við Hafnarfjörð og þar sleit Sigurbjörg barnsskónum í hópi margra systkina.
Jón og Vilborg á Setbergi sátu jörð sína um allmörg ár með miklum myndarbrag á þeirra tíma mælikvarða. Jón á Setbergi var tvígiftur. Hann missti sína fyrri konu sem hét Guðrún Egilsdóttir. Jón á Setbergi átti 19 börn og eru niðjar hans fjölmargir. Er „Setbergsætt“ þekkt víða um land.
Sigurbjörg og Guðmundur byrjuðu sinn búskap í félagi við foreldra hans. Bústofninn var hálf kýr og 13 ær, sem þætti víst heldur lítið í dag. En þau voru hagsýn og búnaðist vel. Þar kom að kýrnar urðu fjórar og stundum fimm og sauðfé á annað hundraðið auk nokkurra hesta.
Sigurbjörg JónsdóttirUrriðakot var ekki stór jörð, en því betur nýtt. T.d. var fergi, grastegund sem slegin var í vatninu, gefin kúnum, en ekki mátti gefa það hestum. „Það fer í fæturna á þeim,“ var sagt. Við sláttinn í vatninu höfðu menn eins konar þrúgur á fótunum. Svo var einnig heyjað í Dýjamýri, fyrir neðan túnið, en það er eina dýjamýrin á Reykjanesskaga.
Mjólkin var seld til Hafnarfjarðar og flutt á hestvagni. Þegar því varð ekki við komið þá á hestum og alltaf farið heim til hvers kaupanda með mjólkina.
Oft var erfitt með færðina á vetrinum og tók oft langan tíma að komast niður í Fjörð. Leiðin lá suður með Hádegisholti og vestur fyrir Setbergshamar en kom svo á Setbergsveg rétt hjá Baggalá. 1930 kemur svo vegur fyrir vestan vatnið. Þá styttist leiðin um helming. Þá var farið yfir Hrauntangann og yfir Setbergstúnið og fram hjá „Galdraprestaþúfunni.“

Urriðakot

Urriðakotsvegur um Vesturmýri að Setbergi.

Gefum nú Jórunni orðið: „Ég var alltaf myrkfælin hjá „þúfunni“ þegar ég var ein á ferð. Faðir okkar fékk leyfi hjá Jóhannesi Reykdal, bónda á Setbergi, til að leggja veg yfir túnið og lagði faðir okkar veginn sjálfur. Meðal daglegra starfa okkar var að fara upp í Sauðahelli hjá Kol í Víðistaðahlíð. Þar áttum við kindur. Heyið bárum við í pokum á bakinu og gáfum fénu á gaddinn.
Svo var það vatnsburðurinn. Vatnsbólið var fyrir neðan túnið. Allt vatn til heimilisins og einnig handa kúnum bárum við í þar til gerðum fötum og mátti aldrei nota þær til annars. Þetta var oft erfitt verk því allbrött er brekkan frá vatnsbólinu upp að bænum.

Urriðakot

Urriðakot – brunnur.

En 1926 var sett upp dæla og byggður geymir uppi á bænum svo vatnið var sjálfrennandi inn í bæinn og einnig í fjósið. Þetta var mikill Iéttir þrátt fyrir að dælan væri mjög þung, svo helst þurfti tvo til að „drífa“ hana“.
„Jú það var margt sem þurfti að sinna, m.a. um fráfærurnar“ heldur Guðbjörg áfram. „Kvíarnar voru á Hrauntanganum — seinast var fært frá 1918.
Hér fyrrum var allgóð silungsveiði í vatninu, en veiðin hvarf er Jóhannes Reykdal byggði rafstöð (hina fyrstu á landinu) og kom upp stíflu sem varnaði því að silungur kæmist í vatnið.

Urriðavatn

Urriðavatn 2024.

Við hlökkuðum alltaf til berjaferðanna. Aðal berjalandið var í Vífilsstaðahlíð, sem alltaf var mjög berjarík. Á vetrum vorum við systkinin mikið á skíðum og skautum. Skautasvell var og er oft mjög gott á Urriðakotsvatni. Fyrstu skautarnir okkar voru hrossaleggir og fyrstu skíðin tunnustafir og við þetta skemmtum við okkur alveg konunglega. Um alllangt skeið hafði Skautafélag Hafnarfjarðar skautaæfingar á Urriðakotsvatni, þar sem félagsmenn lýstu upp skautasvellið með gaslugtum.

Urriðakot

Urriðakot.

Oft var ferðagrammófónn hafður meðferðis og spilaðir marsar og göngulög og skautað í takt við músíkina. Þetta var ákaflega vinsælt og fjöldinn allur af fólki á öllum aldri lagði leið sína til Urriðakotsvatns kvöld eftir kvöld til að njóta þessarar hollu íþróttar.“
Og við gefum systrunum orðið áfram: „Við minnumst skólaáranna alltaf með mikilli gleði. Eldri systkinin sóttu skóla út á Garðaholt en yngri systkinin í Hafnarfjörð. Alltaf var gengið til og frá skóla. Guðlaugur, bróðir okkar, var síðastur systkinanna fermdur í Görðum. Katrín var fermd í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1913 og öll yngri systkinin voru einnig fermd í Fríkirkjunni.“

Urriðakot

Urriðakot – letursteinn. Guðmundur faðir Jórunnar hóf búskap í Urriðakoti árið 1887 á móti föður sínum, Jóni Þorvarðssyni, sem hafði búið á jörðinni frá 1846. Guðmundur lét af búskap árið 1942 og skorti því ekki nema fjögur ár í heila öld að jörðin væri setin af þeim feðgum. Áletrunin Jth 1846 vísar væntanlega til Jóns.

Sigurbjörg og Guðmundur eignuðust 12 börn. Misstu þau tvö í frumbernsku en 10 komust upp. Auk sinna eigin barna ólu þau upp að nokkru dótturson sinn Guðmund Björnsson augnlœkni, nú prófessor við Háskóla Íslands. Guðrún dóttir þeirra ólst upp hjá föðursystur sinni, Guðrúnu Jónsdóttur og manni hennar, Þorsteini Guðmundssyni, er seinast bjuggu að Strandgötu 27 í Hafnarfirði. Það mun ekki ofsagt að Sigurbjörg og Guðmundur voru njótendur gæfu og gleði með sinn stóra barnahóp sem öll hlutu farsælar gáfur í vöggugjöf — komust vel til manns og urðu dugandi og velmetnir borgarar.
Það var vinalegt að líta til þessa býlis meðan allt var þar í blóma, allt iðandi af lífi og athafnasemi. Nú má segja að allt sofi þar Þyrnirósasvefni.
Og í dag segi ég: Vakna þú mín Þyrnirós og hvíslaðu í eyra þess er vill heyra: Væri þessi staður ekki ákjósanlegur Fólkvangur fyrir Hafnarfirðinga þeirra?“

Heimild:
-Fjarðarfréttir, 2. tbl. 01.12.1984, Sólveig Eyjólfsdóttir: Fjölskyldan frá Urriðakoti, bls. 24-25.
Urriðakot

Garðabær

Friðþór Eydal hefur tekið saman ritsmíð um „Herbúðir í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi í síðari heimsstyrjöld„. Hér verður gripið niður í umfjöllun hans um herbúðirnar á Álftanesi og á Garðaholti.

Camp Brighton
ÁlftanesÁ holtinu og í slakkanum sunnan þess þar sem nú stendur húsið Jörfi á norðaustanverðu Álftanesi sem ásamt Grund er nýbýli úr Breiðabólsstöðum.
Herbúðirnar voru reistar sumarið 1941 fyrir flokk úr bresku loftvarnabyssusveitinni 203 Heavy Anti Aircraft Battery sem kom til landsins 9. júlí og hafði þar fjórar stórar loftvarnabyssur með 3,7 þumlunga (94 mm) hlaupvídd. Á þessum árum lá leiðin að Breiðabólsstöðum og Grund með ströndinni frá Landakoti en herinn réðst í vegagerð þaðan og upp í herbúðasvæðið. Turnlaga varðskýli, hlaðið úr steinsteypubundnu fjörugrjóti, stendur enn við veginn þar sem hlið var að herbúðunum, og þar skammt frá stóð einnig til skamms tíma stærri varðskúr sem hlaðinn var úr vikursteini.
ÁlftanesHerliðið sem verjast skyldi landgöngu á Álftanesi hafði aðsetur í herskálahverfinu Camp Gardar á innanverðu Garðaholti. Hermenn fóru að sjálfsögðu strax um allt til að kynna sér aðstæður og höfðu varðstöðu víða í fyrstu, t.d. sumarið 1940. Kunna þeir þá að hafa hafst við tímabundið í tjöldum en herbúðirnar að Jörfa voru ekki reistar fyrr en árið eftir.
Sama stórskotaliðsveit hafði tvær samskonar byssur á Garðaholti (Camp Tilloi) og tvær á Kópavogshálsi (Camp Skeleton Hill). Slíkar loftvarnabyssur voru jafnframt settar upp á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, Laugarásborg og Réttarholti í Reykjavík, Fálkhól í Breiðholti, í Engey og síðar sunnan við Brautarholtsborgir á Kjalarnesi. Höfðu þær það verkefni að verja höfuðborgarsvæðið og einkum Reykjavíkurhöfn og Reykjavíkurflugvöll fyrir loftárásum. Minni loftvarnabyssur gegn lágfleygum flugvélum stóðu einnig á allmörgum stöðum umhverfis flugvöllinn og hafnarsvæðið.
ÁlftanesBretarnir héldu á brott frá Camp Brighton í ágústlok 1942 en við tók Bandaríska stórskotaliðssveitin Battery A, 494th Coast Artillery Battalion (AA). Dvaldi sveitin í búðunum þar til í október 1943 þegar byssurnar voru teknar niður og liðsmenn héldu til Bretlands líkt og meginliðsafli Bandaríkjahers hafði gert um sumarið. Í búðunum voru 39 braggar og 10 hús af öðrum gerðum, og þar bjuggu jafnan um 150 bandarískir hermenn og hartnær eins margir Bretar á undan þeim. Haft hefur verið eftir heimamönnum að liðsaflinn hafi jafnvel talið 500, en um það höfðu þeir engin tök á að vita með vissu og liðsaflaskýrslur herliðsins sjálfs, sem löngu er búið að birta, óyggjandi heimildir. Reyndar gerði herinn í því að villa um svo halda mætti að liðsaflinn væri miklu öflugri en hann í raun var.
ÁlftanesLoftvarnabyssusveitir annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu komu gjarnan með eigin byssur og æfðu skotfimi við Kasthúsatjörn milli Landakots og Breiðabólsstaða sem þeir nefndu Brighton Beach. Skotið var í vesturátt á mörk sem flugvélar drógu á eftir sér undan ströndinni, gjarnan sívala dúkhólkar sem líktust vindpokum við flugbrautir. Sáust skytturnar og flugmennirnir stundum ekki fyrir þannig að skothríðin elti mörkin of langt til suðurs svo sprengjubrot féllu til jarðar á bæjum í grennd við Sviðholt sunnar á Álftanesi. Skotæfingar voru einnig stundaðar með rifflum og vélbyssum á bökkunum norðan við herbúðirnar líkt og í grennd við flest önnur íbúðarhverfi herliðsins.
ÁlftanesLeigusamningar vegna umsvifa hersins í Camp Brighton voru gerðir við þá Erlend Björnsson á Breiðabólsstöðum fyrir afnot af 2,6 ha túni og 3.100 fm óræktuðu landi og Svein Erlendsson á Grund fyrir 2,5 ha tún og garðlendi ásamt 1,3 ha órækt. Grund var nýbýli frá Breiðabólsstöðum en íbúðarhúsið stóð þegar hér var komið áfast gamla steinhúsinu á Breiðabólsstöðum. Einnig var gerður samningur við Sæmund Arngrímsson
í Landakoti um afnot af um 5.000 fm af rýru ræktarlandi fyrir skotæfingarnar við Kasthúsatjörn. Engin mannvirki voru reist á landi hans og var leiguupphæðin 500 krónur um árið. Upphæðir samninga við hina landeigendurna á svæðinu hafa ekki fundist, en algengt leiguverð fyrir sambærilegar spildur var um 1.000 krónur um árið fyrir hvern hektara og má því áætla að árlegar leigugreiðslur til þeirra hvors um sig hafi numið um 3.000 krónum. Bandaríski loftvarnabyssuflokkurinn hélt á brott haustið 1943 eins og fyrr segir og var leigusamningum við þá þremenninga sagt upp 25. maí 1944.
ÁlftanesKaupsamningar vegna mannvirkja í Brighton-herbúðunum hefur ekki fundist en að sögn afkomenda Sveins Erlendssonar á Grund eignaðist hann ýmis mannvirki og tók sum til eigin nota en seldi önnur. Gögn Sölunefndar setuliðseigna tilgreina að braggarnir 39 hafi verið seldir „ýmsum aðilum“ haustið 1944 og hefur Sveinn á Grund verið einn þeirra, og væntanlega Erlendur á Breiðabólsstöðum líka, og greiðsla þá falist í samningi um niðurrif og landlögun, en gögnin benda til að stakir braggar hafi einnig verið seldir öðrum til flutnings úr búðunum.
Eins og um getur hér að framan var hermannafjöldinn í Brighton-búðunum ekki um 500 eins og haldið hefur verið fram, heldur einungis 150 eins og liðsaflaskýrslur herstjórnarinnar sýna, enda hefði þurft miklu stærri búðir fyrir svo fjölmennan liðsafla.
ÁlftanesEinnig er ljóst að landeigendur á Álftanesi fengu bætur fyrir leigu og landlögun líkt og annarsstaðar. Þá var bygging sem enn er notuð að Jörva, og jafnan sögð hafa verið fjarskipta- eða loftvarnabyrgi, í raun stjórnstöð fyrir loftvarnabyssuvígið. Þar var tekið á
móti fyrirmælum frá aðalstöðvum loftvarnanna á höfuðborgarsvæðinu sem stóð í svonefndum Múlakampi í Reykjavík og samræmdi aðgerðir stórskotaliðs og orrustuflugvéla svo vinveittar flugvélar yrðu ekki fyrir skaða. Samskonar steinsteypta og niðurgrafna stjórnstöð er að finna í loftvarnavíginu í Engey þar sem enn sjást nokkuð vel varðveitt ummerki.

Álftanes

Minjar í Brighton-kampi.

Um 150 m vestan við skorsteinshleðslu sem enn stendur eftir af svonefndum samkomubragga stendur steinsteypt undirstaða með akstursbraut sem skráð er nr. 824 í ritinu Fornleifaskráning: Deiliskipulag á Norðurnesi sem loftskeytastöð: „Stöðin er steinsteypt, um 19x 5,28 m að utanmáli, og eru tvær skábrautir á henni með dekkjabreidd á milli, líklega til að hægt hafi verið að keyra upp á hana. Við enda skábrautanna er kantaður pallur með gat í miðju.“
Hér er í raun um að ræða stæði fyrir ratsjártæki í vagni sem notað var til að miða loftvarnabyssunum líkt og á þessari mynd sem tekin er í Bretlandi. Ratsjártæknin var nýtilkomin og upplýsingar um notkun hennar varðveitt sem leyndarmál og því ekki að undra að heimilisfólk hafi talið tækið vera ætlað til fjarskipta.
GarðabærÁ myndinni má greina vírnet með 5 cm möskva sem lagt var út í samfelldan nærri eins og hálfs hektara
áttstrendan flekk umhverfis pallinn til þess að mynda kvarðað jarðsvið og minnka þannig truflanir í ratsjánni. Vírnetið hékk í stálvírum sem strengdir voru milli fjölda tréstaura í um 1,5 m hæð frá jörðu. Tækið á pallinum nam og miðaði út endurvarp af skotmarkinu frá ratsjárgeisla sem senditæki á öðrum stað skammt frá beindi að því. Áttstrendingurinn kemur vel fram á gömlum loftmyndum af svæðinu eins fyrr
greinir.

Camp Gardar
ÁlftanesÍ austanverðu Garðaholti, austan Garðavegar og sunnan Garðaholtsvegar.
Herbúðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir undirfylki (company) úr breska fótgönguliðsfylkinu 1/7 Duke of Wellington Regiment. Í marsmánuði árið eftir tóku liðsmenn 11 Durham Light Infantry Regiment við og því næst 1 Tyneside Scottish Regiment í október sama ár. Í desember 1941 tóku undirfylki C og flokkur úr bandarísku fótgönguliðssveitinni 10th Infantry Regiment við búðunum og dvöldu þar fram í júlí 1943
þegar hersveitin hélt til Bretlands. Í búðunum höfðu að jafnaði um 170 bandarískir hermenn aðsetur.

Camp Tilloi

Garðaholt

Camp Tilloi. – leifar…

Í austanverðu Garðaholti, sunnan Garðaholtsvegar á móts við Grænagarð.
Herbúðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir stórskotaliðsflokk (section) úr 4 Heavy Anti Aircraft Battery breska hersins sem hafði tvær 3,7 þumlunga loftvarnabyssur á Garðaholti ofan við veginn og þar sem nú stendur húsið Grænigarður í skógræktarlundi á holtinu.
Herflokkurinn flutti í nýtt loftvarnabyssuvígi á Laugarnesholti í Reykjavík í júlí 1941. Þá tók við byssunum á Garðaholti samskonar flokkur úr 203 Heavy Anti Aircraft Battery, en sú liðsveit hafði einnig byssuvígi við Breiðabólsstaði á Álftanesi og á Kópavogshálsi.
GarðabærBandaríska stórskotaliðssveitin Battery B, 494 Coast Artillery Battalion (AA) tók við í ágúst 1942 og dvaldi í búðunum þar til í október 1943, en þá tók við Battery D, 748th Anti Aircraft Gun Battalion (áður 25th (Separate) Coast Artillery Battalion). Starfrækslu loftvarnabyssanna í Camp Brighton við Breiðabólsstaði var þá hætt en sveitin starfrækti loftvarnabyssuvígið á Garðaholti þar til í febrúar 1944 þegar hún fluttist til Keflavíkurflugvallar. Um 140–170 bandarískir hermenn höfðu jafnan aðsetur í Camp Tilloi.
GarðabærSamtals voru í Gardar- og Tilloi-búðunum 36 braggar og 9 hús af öðrum gerðum þegar báðar höfðu verið yfirgefnar. Einn braggi af breskri Nissen-gerð sem fluttur var þaðan niður að Pálshúsum stendur við bæinn. Annar braggi af bandarískri Quonset-gerð stendur norðan Garðavegar á móts við heimreiðina að Pálshúsum en hann var ekki hluti af herbúðunum og óvíst hvaðan hann er upprunninn.
Landeigendur sem einnig eru tilgreindir í skrám um landleigu á svæðinu:

Slingsby Hill
Ásahverfi í Garðabæ þar sem lengi voru kartöflugarðar sunnanvert í Hraunsholti.
GarðabærBúðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir undirfylki (company) úr 1/7 Duke of Wellington Regiment. Í marsmánuði árið eftir tóku liðsmenn 11 Durham Light Infantry Regiment við og því næst undirfylki úr 1 Tyneside Scottish Regiment í október. Í desember 1941 tók undirfylki A úr 10th Infantry Regiment Bandaríkjahers við búðunum og dvaldi þar fram í júlí 1943 þegar hersveitin var leyst af hólmi. Þá tók við undirfylki E úr 29. fótgönguliðssveit, 29th Infantry Regiment, sem hafði þar aðsetur uns sú hersveit hélt einnig af landi brott í apríl 1944.
Í búðunum dvöldu að jafnaði um 170 bandarískir hermenn og þar voru 30 braggar og 6 hús af öðrum gerðum.

Mercury Depot – Camp Russel
GarðabærÚtibirgðageymslusvæði fyrir eldsneyti þar sem nú er Lundahverfi og Lundaból norðan Vífilsstaðavegar í Garðabæ. Í búðunum voru
þrír og hálfur braggi.
Búðirnar voru reistar af Bandaríkjaher haustið 1942 þegar „Flóttamannvegurinn“ sem svo hefur verið nefndur, eða Back Road/Tactical Road eins og hann nefndist í raun, var lagður frá Elliðavatni til Hafnarfjarðar svo tryggja mætti hindrunarlausar samgöngur herliðs frá Vesturlandsvegi til Hafnarfjarðar og Suðurnesja án þess að til sæist frá sjó og umferð flóttamanna tefði fyrir.

GarðabærCamp Russel var aðsetur bandarísks herfylkis sem annaðist lagningu símalína og uppsetningu fjarskiptakerfa, 26th Signal Construction Battalion (Headquarters og Hedquarters Company, Medical Detachment, Company A og Company B). Vorið 1943 bjuggu í búðunum alls um 500 liðsmenn herfylkisins, en þær nefndust eftir Edgar A. Russel hershöfðingja sem farið hafði fyrir fjarskiptasveitum bandaríska hersins í
Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Herfylkið kom til landsins í maí 1942 og hafði fyrst aðsetur í herbúðum á Reykjamelum í Mosfellssveit en fluttist í Camp Russel um haustið.
Störfuðu liðsmenn m.a. við lagningu símalína á Suður- og Vesturlandi vegna fyrirhugaðs símakerfis sem nefndist Project Latitude 65° og ná skyldi umhverfis landið til þess að tengja ratsjárstöðvar og herbúðir á landsbyggðinni við aðalstöðvarnar suðvestanlands. Hætt var við framkvæmdir sumarið 1943 þegar meginliðsafli Bandaríkjahers var fluttur til Bretlands, en þá var lokið við að leggja símann austur í Vík í Mýrdal.
GarðabærLiðsmenn herfylkisins héldu af landi brott í ágúst sama ár og flutti þá í búðirnar 400 manna liðsafli úr stórskotaliðssveitinni 115th Field Artillery Battalion (Headquarters Battery, Battery B, Service Battery og Medical Detachment) sem starfað hafði á Seyðisfirði og Reyðarfirði um veturinn. Sú hersveit hélt einnig af landi brott í október 1943. Virðast búðirnar ekki hafa verið í mikilli notkun eftir það, enda þá úr nógum auðum herbúðum að velja nærri byggð. Báðar þessar liðsveitir tóku síðar þátt í sókn bandamanna á meginlandi Evrópu árið 1944–1945.
Camp Russel samanstóð af nærri 100 byggingum sem flestar voru braggar af bandarískri Quonset-gerð. Eftir að notkun lauk munu margir hafa verið fluttir á brott, væntanlega til Keflavíkurflugvallar þar sem uppbyggingu var að ljúka. Einungis 8 braggar og 5 steinhús ásamt vatnsgeyminum efst á holtinu stóðu eftir þegar hverfið var afhent Nefnd setuliðsviðskipta til ráðstöfunar árið 1944.

Frekar um „Flóttamannaveginn“
GarðabærRangt er að um flóttaleið hafi verið að ræða og einnig er það misskilningur að Bretar hafi lagt veginn. Vegurinn var lagður á vegum bandaríska herliðsins árið 1942. Bretar og síðar Bandaríkjamenn höfðu miklar herbúðir í Mosfellssveit og við Suðurlandsveg með færanlegum liðsafla sem mæta skyldi sókn óvinaherliðs hvar sem það bæri að landi. Létu Bretar því leggja veg árið 1941 frá Mosfellssveit, norður með Hafravatni og að gamla þjóðveginum til Þingvalla sem tengdist Suðurlandsvegi við Geitháls. Héldu þeir vegagerðinni áfram frá Rauðavatni og suður á Vatnsenda en árið eftir létu Bandaríkjamenn leggja veg þaðan og suður að Kaldárselsvegi í Hafnarfirði.
Í skjölum Bandaríkjahers er vegurinn ýmist nefndur Back Road eða Tactical Road, enda hafi herliðið austan Reykjavíkur átt að sækja um hann ef til átaka kæmi í Hafnarfirði eða á Reykjanesi fremur en Hafnarfjarðarveg sem var hin eiginlega flóttaleið íbúanna og því ófær fyrir herliðið.
GarðabærVegurinn var lengi nefndur Setuliðsvegur og er það heiti t.d. að finna í dagblaðinu Þjóðviljanum í október 1957 þar sem sagt er frá því að Skógræktarfélag Reykjavíkur fái til skógræktar hluta úr Vífilsstaðalandi. Sömuleiðis er heitið að finna í ársriti Skógræktarfélags Íslands árið 1975. Heitið „Flóttamannavegur“ er reyndar að finna
á prenti í frétt Alþýðublaðsins þegar í janúar 1959 en ekki ólíkleg skýring er að leiðin hafi hlotið þetta heiti með vísan til þess „þegar ökumenn sem höfðu kannski fengið sér aðeins of mikið neðan í því, notuðu hana til að komast fram hjá eftirliti lögreglunnar eða undan henni á flótta,“ eins og Ómar Ragnarsson hefur lýst í bloggi sínu.

Heimild:
-Friðþór Eydal, „Herbúðir í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi í síðari heimsstyrjöld“, 2025.
Garðabær

Garðabær

Bíóbraginn á Urriðaholti 2010.

Þorsteinshellir

Norðurhellrar hafa líklega tilheyrt Garðakirkjulandi því við Egilsbúð, sem byggð var út úr konungsjörðinni Hliði, segir: “Selstöðu hefur jörðin haft þar sem heita Norðurhellrar, þó ei ummælalaust af Garðastaðarhaldara, en ei hefur sú misgreining til laga komið.” Jarðirnar Brekka og Breiðabólstaður eru einnig sagðar hafa selstöður við Norðurhellra.

Norðurhellrar

Norðurhellrar.

Norðurhellrar eru nyst í Selgjá. Í gjánni, sem nefnd af Norðurhellragjá, eru leifar af selstöðum 11 bæja í Garðahreppi. Norðurgjárhellrir er í beinu framhaldi af hrauntröðinni, sem myndar gjána. Fyrir munna hans eru hleðslur.
Stærsti hellirinn er svonefndur Þorsteinshellir skammt suðvestar. Við munna hans eru miklar hleðslur, hlaðinn gangur er greinist í tvennt. Annar hluti hellisins hefur væntanlega verið fyrir sauði og hinn, sá stærri, fyrir kindur. Sumir vilja tengja nafnið við Þorstein Þorsteinsson, sem bjó um tíma í Kaldárseli á síðari hluta 19. aldar.
Tveir aðrir hellar eru skammt frá, báðir með hleðslum fyrir. Hvort þessi skjól hafi verið notuð í tengslum við seljabúskapinn eða í annan tíma er ekki vitað. Þau eru öll í landi Urriðakots, en kotið mun hafa haft í seli í eða við Norðurhellragjá. Í Selgjánni eru tvö önnur hellaskjól með hleðslum fyrir.

Heimildir m.a.:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. b. s. 195.

Þorsteinshellir

Í Þorsteinshelli.

Vífilsstaðavatn

Við norðurenda Vífilsstaðavatns á að vera Álfaklettur.
Gísli Sigurðsson segir þetta um hann í örnefnalýsingu sinni yfir Vífilsstaði: „Þá liggur Landamerkjalínan í Smalholtsvörðu á Smalholti. alfaklettur-1Norðaustur frá Vífilsstaðahælinu er hæð, nefnist Skyggnir, og efst þar er Skyggnisþúfa. Þegar Alfaraleiðin var farin hér austur og inn með vatninu var komið í vog eða krika sem nefndist Hálshúskriki. Og þá hefur Hálshús verið þarna nálægt. Þarna eru rústir á lágum hól, nefnist þar Finnsstekkur en í fornu bréfi og Jarðabók Árna og Páls er nefnt Finnsstaðir, hjáleiga frá Vífilsstöðum, þá niðurlögð fyrir nokkru. Þarna er svo Álfaklettur, mikill steinn rétt hjá. Þegar haldið er suður með vatninu er komið í Króka, upp af þeim er mýrarkorn og þar í uppsprettur. Dýjakrókar er mýrin Krókamýri. Þar er nú Vatnsból Garðakauptúns og Garðahverfis. Upp frá Hálshúskrika liggur leiðin upp á Vífilsstaðaháls. Hér í norður, bak við Smalholt, er Rjúpnahlíð og þá Rjúpnadalur og svo Rjúpnahæð með Rjúpnahæðarvörðu.“
Svanur Pálsson segir í örnefnalýsingu sinni: „Suðaustan Hnoðraholts og norðaustan Vífilsstaðavatns er Smalaholt. Milli þess og Hnoðraholts er Leirdalsop. Milli Skyggnisholts og Smalaholts eru rústir á lágum hól, sem nefnast Finnsstekkur eða Finnsstaðir. Þar nálægt á að vera stór steinn, er kallast Álfaklettur. Austan við Smalaholt er Rjúpnadalur.“

alfaklettur-2

Hálshúskriki er á milli Skyggnisholts og Smalaholts, vestan Finnsstekks. Um krikann lá þjóðleiðin fyrrum. Má enn sjá ummerki eftir hana, ef vel er gáð. Í Hálshúskrika er stór steinn, reyndar eini „kletturinn“, sem þar er að finna – líklega fyrrnefndur „Álfaklettur“. Reyndar eru klettarnir tveir, annar minni. Milli þeirra eru leifar að hleðslu sem og í hálfhring á milli þeirra að norðaustanverðu. Þarna hefur verið gert skjól fyrrum og ekki er ólíklegt að ætla að þarna geti verið nefnt „Hálshús“, sem krikinn er nefndur eftir. Ekki eru kunnar skráðar sögur eða sagnir af Álfakletti, en ef einhver kynni frá þeim að segja, væri fróðlegt við þeim að bæta… 

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing fyrir Vífilsstaði.
-Svanur Pálsson, Örnefni í Garðabæ.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn.

Garðar

„Í Fornleifaskráninu fyrir Garðahverfi er m.a. getið tveggja dómhringja; á Hausastöðum og við Garða.
Hausastadir-226Um dómhringinn á Hausastöðum segir: „Í Fornleifaskýrslu séra Markúsar Magnússonar árið 1820 segir: „Dómhringar (afmörkuð svæði þar sem dómar voru kveðnir upp). Merki sjást til eins slíks á jörð Garðakirkju, Hausastöðum, gömlum þingstað; hann er kringlóttur, um 30 faðmar að ummáli, en annars er ekkert merkilegt við hann.“ Skv. Örnefnaskrá 1764 var á Hausastöðum „þingstaður fyrir Álftaneshrepp, Hausastaðaþinghá.“ Hann var fluttur að Görðum eftir konungsbréfi 23. feb. 1816 (G.R.G: 104 o.þ.tilv.r.).

Hausastaðir

Hausastaðir og nágrenni – túnakort 1918.

Skv. Sóknarlýsingu 1842 skiptist Hausastaðaþingsókn í Garðakirkjusókn og Bessastaðasókn. Í Garðakirkjusókn voru 32 býli og sátu á þeim 41 bóndi, 14 hjáleigumenn og 34 þurrabúðarmenn.“
Um dómhringinn við Garða segir: „Í lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir: „Gerði tvö, sem sumir ætla, að séu dómhringir, finnast. Hið annað á Hofsstöðum, hitt í Ráðagerðistúni, sem er næsti bær við Garða.“ (Bls. 218). Hinn gamli þingstaður Álftnesinga var þó í dómhring (190-6) á Hausastöðum áður en hann var fluttur að Görðum eftir konungstilskipun 23. feb. 1816.“
Við skoðun á vettvangi kom í ljós….

Heimildaskrá:
-Árni Helgason: „Lýsing Garðaprestakalls 1842“. Sýslulýsingar og sóknalýsingar Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess III. Félagið Ingólfur gaf út. Rvk. 1937-9. Bls. 197-220.
-Gísli Sigurðsson: Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: 1964. Garðahverfi A160 / Garðaland B153, Bæjatal A500 / B485.
– Guðlaugur Rúnar Guðmundsson: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III. Garðab. 2001.
Markús Magnússon: „Garðar á Álftanesi“. Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 fyrri hluti. Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. Rvk. 1983. Bls. 241-51.

Garðaholt

Garðaholt – fornleifar.

Hausastaðaskóli

Jörðin Hausastaðir liggur á sjávarbakkanum yst eða vestast í Garðahreppi, þar sem Álftanesið hefur sig út í flóann. Þar er af leiðandi land mót suðri, lágur ás til norðurs, og inn til norðausturs hæðardrög og holt, en til vesturs opinn flóinn, og sér suður um ströndina allt til Garðskaga. Þar var útræði.

Hausastaðaskóli

Minnismerki við Hausastaðaskóla.

Þessi staður var valinn fyrir hinn fyrsta heimavistabarnaskóla á landinu, sem jafnframt var um skeið eini starfandi barnaskóli landsins.
Stofnun barnaskóla á Íslandi var að vísu ekki algert nýmæli, því að hinn fyrsti barnaskóli landsins var stofnaður í Vestmannaeyjum árið 1745. Ekki fara þó langar sögu af honum. hann mun hafa verið endurbættur 1750, en nokkrum árum seinna var hann kominn í kalda kol.
Árið 1761 gerðu Finnur biskup Jónsson og Magnús amtmaður Gíslason reglugerð fyrir væntanlegan skóla, er stofnaður skyldi í Njarðvík. Það átti að vera hinn væntanlegi uppeldisskóli samkvæmt gjöf J. Þork. Skal hér birtur útdráttur úr reglugerðinni, sem var alls í 33 greinum, þar eð hún var í öllum meginatriðum tekin upp, þegar Hausastaðaskólinn var stofnaður 1791. Sýnir reglugerðin ljóslega tíðarandann og hugmyndir æðstu embættismanna þjóðarinnar um fyrirmyndar barnaskóla.

Hausastaðir

Hausastaðir og tóft Hausastaðaskóla 2024.

Skólahaldarinn átti að vera lærður maður, „kunnur að guðhræðslu og reglusemi og hæfur til að gegna svo þýðingarmiklum starfa“. Sé hann kvongaður „skal kona hans vera þekkt af heiðarlegum lifnaði“. Hann átti að hafa „gang og sæti á opinberum mannafundum næst á eftir prestum eða conrektorum við latínuskóla“. Í skólann mátti ekki taka yngri börn en 6-7 ára.

Hausastaðir

Hausastaðaskóli (t.v.), minnismerki og Hausastaðir.

Um kennsluna var það tekið fram, að „með því að ótti drottins er upphaf allrar visku, hamingju og blessunar“, þá átti daglega, „kvöld og morga, að halda í skólanum bænargjörð eða lofsöng“, lesa kafla úr Biblíunni eða annarri guðsorðabók og „stuttlega skýra innihaldið fyrir börnunum“, og „aldrei gleyma að biðja fyrir guðs kirkju, fyrir hans hátign konunginum, öllu konungsfólkinu og fyrir heill landsins“.

Hausastaðir

Hausastaðir 2022.

Þá átti að láta börnin sjálf lesa í Biblíunni og venja þau á að syngja „alla sálma tíðkanlega hér á landi.“ Og til þess að „lærdómar Biblíunnar nái betur að festa rætur muni nokkuð af því, (skólahaldarinn) rannsaka, hvort þau muni nokkuð af því, sem lesið var og skýrt fyrir þeim morguninn eða kvöldið áður.“
Þá voru hreinlætisreglur. Börnin áttu að vera með hreinar hendur og kembt hár. Um matinn er þess getið, að þau skuli fá hann „eftir óbrotnum landssið, en ekki til að fylla búk þeirra eða seðja græðgi þeirra“.
Börnin áttu að læra lestur, og stálpaðir piltar skyldu læra að draga til stafs. Og þau, sem til þess væru hæf, áttu að læra 4 höfuðreglur reiknings í heilum tölum. Eldri börn áttu að hjálpa þeim yngri við lestrarnámið.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli um 1800.

Þá skyldu börnin læra öll algeng störf, að þetta var jafnframt verknámsskóli. Drengirnir áttu að vera við slátt og fara til róðra með vönduðum formönnum. Stúkunum var ætluð ullarvinna, spuni, saumur, prjón og að bæta föt. – Börnin áttu að vera kurteins, ekki mátti þola þeim yfirsjónir, og skyldi þeim hengt fyrir brot á skólareglum, annaðhvort með ávítunum eða hrísvendi.

Jón Thorkellis

Jón Thorkellis – minnismerki í Njarðvíkum.

Að skólahaldi í Njarðvík varð þó ekki. Yfirstjórnendur sjóðsins [Torkelliissjóðsins)] töldu verð á byggingarefni of hátt, til þess að hægt væri að ráðast í skólabyggingu.
Árið 1793 var svo byggt skólahús á Hausastöðum. Það var timburhús, 15 álnir á lengd og 8 álnir á breidd, í 7 stafgólfum. Skólastjóri var Þorvaldur Böðvarsson, sálmaskáld og kunnur merkismaður frá Mosfelli í Mosfellsdal.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli um 1800.

Þessu fyrsta barnaskólahúsi landsins er svo lýst við úttekt árið 1806, að það sé „afþiljað umhverfis í hvolf og gólf með fjalagólf yfir allt, svo nær sem grjótlögðu stykki fyrir framan skorsteininn. Langs eftir er húsið gegnum þiljað með skilrúmi, afdeilt í 4 værelsi fyrir utan kokkhús með lítilfjörlegu spísskamersi. Fyrir þesum værelsum eru 8 hurðir á járnum, fyrir 2mur skrár tvílæstar, fyrir 2 einlæstar og 2mur lítt nýtar. Fyrir forstofu þiljarðri er vænghurð á hjörum með klínku; fyrir útidyrum hurð á járnum með stórri skrá einlæstri. Á húsinu eru 8 gluggar með 6 rúðum hver.“

Jón Þorkellsson - minnismerki

Minnismerki um Jón Þorkelsson í Njarðvík – teiknað af Ríkarði Jónssyni.

Þá er því ennfremur lýst, að í „sængurkamersinu sé innþiljuð lokrekkja með lagföstum hillum umhverfis. Í dagkegustofunni er kaalofn, sem gengur út til kokkhússins, þar hjá opinn bókaskápur með 4 hillum.“ Úr forstofu lá stigi upp á loft. kennslustofur voru niðir, en uppi á lofti voru svefnkamers. Á loftinu voru 3 gluggar með 4 rúðum hver.
Sér Þorvaldur stjórnaði skólanum í 12 ár eða til ársins 1804. Á þessu tímabili höfðu 26 börn verið í skólanum. Af þeim 12, sem fyrst voru tekin í skólann, hafði eitt farið úr skóla eftir vottorði landlæknis og úrskurði stiptamtmanns. Einn drengur og eins telpa höfðu verið öll þessi 12 ár í skólanum, og voru nú útskrifuð sem sjálfbjarga og vel vinnufær ungmenni, tvær telpur voru í 11 ár, drengur og telpa í 9 ár, drengur og telpa í 8 ár, einn drengur í 6 ár, en einn drengur vék úr skóla eftir eitt ár. Einn piltur, sem kominn var yfir brottfararaldur, hélt áfram að vinna á vegum skólans.

Hausastaðir

Hausastaðir og minnismerkið um Hausastaðaskóla.

Börnin, sem þangað voru send, voru snauðust af hinum snauðu, – það voru börnin úr hópi þeirra, sem sveitarstjórnirnar seldu lægstbjóðanda á uppboði sveitarómaga, – það voru vonarpeningar þjóðfélagsins. Þau, sem verið höfðu á flækingi, eignuðust nú heimili og áttu vinum að fagna.
Sumarið 1812 voru áhöld skólans og innanstokksmunir seldir á uppboði, og hljóp það allt á rúma 24 rd. Skólinn hafi starfað í 18 ár, hinn eini barnaskóli landsins á þeirri tíð, og þar af einn vetur hinn eini starfandi skóli í landinu.
Börnin, sem verið höfðu í skólanum, voru send hvert á sína sveit, og heitið meðlagi með þeim úr Thorkelliisjóði.

Heimild:
-Jón Skálholtsrektor; minning um Jón Þorkelsson Thorkillius á 20 ára árstíð hans. Gunnar M. Magnússon tók saman, Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1950, bls. 119-127.

Hausastaðaskóla

Tóftir Hausastaðaskóla.

Hausastaðaskóli

„Í Fornleifaskráningu Garðahverfis má sjá eftirfarandi upplýsingar um Hausastaðaskóla á Álftanesi (Garðahreppi): „Skv. Örnefnaskrá 1964 (A163/B156) og Örnefnalýsingu 1976 (bls. 10) stóð Hausastaðaskóli eða Thorkiliisjóðsskólinn áður í Húsagarði (190-4) í austanverðu Hausastaðatúni.
Hausastadir-223Fyrir andlát sitt 1759 gaf Jón Þorkelsson Thorchillius, skólameistari í Skálholti, eigur sínar til skólahalds í Kjalarnesþingi. Skóli var ekki stofnaður strax en ýmsar hugmyndir voru um staðsetningu hans. Stóð m.a. til að hann yrði í Njarðvík og Thodal stiftamtmaður vildi hafa hann í nágrenni stjörnuathugunarstöðvarinnar á Bessastöðum þannig að stjörnuathugunar-maðurinn sinnti jafnframt kennslu. Að lokum fengust þó Hausastaðir endurgjaldslaust úr landi Garða og var skólinn stofnaður þar árið 1791. Þegar Manntal var tekið um aldamótin var ábúandinn á Hausastöðum, Þorvaldur Böðvarsson, einnig skólahaldari (bls. 357).
Hausastadir-224Þetta var fyrsti heimavistarskólinn á Íslandi sérstaklega ætlaður alþýðubörnum. Hann var fyrir fátækar stúlkur og pilta úr Kjalarnesþingi og höfðu börn af Álftanesi ekki forgang umfram önnur. Markmiðið var „að ala upp mest þurfandi og fátækustu börn í Kjalarnesþingi; í stofnun þessari áttu börnin auk kristilegs uppeldis, að fá húsnæði, föt og fæði, alt þrifalega, en þó alþýðilega útilátið, þangað til þau gætu sjálf unnið fyrir sjer hjá öðrum.“ Börnin áttu að læra lestur og guðsorð, garðrækt og ýmis gagnleg störf. Í skipulagsskrá skólans var einnig kveðið nánar á um fæði þeirra, m.a. tekið fram að þau ættu að fá ferskt grænmeti. Börnin voru á aldrinum sjö til sextán ára en gert ráð fyrir að þau væru tólf, sex piltar og sex stúlkur. Þegar flest var voru sextán börn í skólanum en aðeins átta eða níu undir lokin. Þá var farið að sverfa að starfseminni vegna siglingateppu og dýrtíðar og var hann með öllu lagður niður árið 1812. Hreppstjórar Álftaneshrepps sendu þá sýslumanni bréf þar sem þeir fóru fram á aukið fé vegna barnanna sem komu úr skólanum: „Við beklögum Tíðanna óblíðn, sem stansa skilde þessa góðu guðlegu stiftun, og svifta mörg munaðarlaus börn uppfóstre og Forsorgun […]“. (A.Ó.B: 117 o.þ.tilv.r.). Á 20 ára afmæli Flataskóla, áður Barnaskóla Garðahrepps, 18. okt. 1978, ákvað skólastjórinn að vinna að því að reistur yrði minnisvarði um Hausastaðaskóla. Þennan minnisvarða afhjúpaði svo Ólafía Eyjólfsdóttir, síðasti ábúandi Hausastaða, og stendur hann þar sem bugða er á veginum til bæjarins. – (G.R.G: 12).“

Heimildir:
-Anna Ólafsdóttir Björnsson: Álftaness saga Bessastaðahreppur – fortíð og sagnir. 1996.
-Gísli Sigurðsson: Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: 1964. Garðahverfi A163 / Garðaland B156.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III. Garðab. 2001.
-Kristján Eiríksson: Örnefnalýsing Garðahverfis skráð eftir lýsingu heimamanna. 1976.
-Manntal á Íslandi 1801 suðuramt. Rvk. 1978.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli um 1800.

Þorgarðsdys

„Sviðholtsættinni fylgdi draugur, sem kallaður var Þorgarður. En um uppruna hans er þessi saga:
Hallldór faðir Bjarna í Sviðholti bjó að Skildinganesi og var maður auðugur. Um þessar mundir fekk maður einn, sem annað hvort var dæmdur til dauða eða ævilangrar fangelsisvistar, leyfi til þess að leysa sig út með peningum, en hann var sjálfur fátækur og fekk því loforð hjá Bjarna fyrir gjaldi því, er þurfti. Aðrir nefna til þess bróður Halldórs.
Þá er Halldór var að telja gjaldið, kom að kona hans. alftanes-221Hún sópaði saman peningunum og sagði að þarfara væri aft verja þeim öðruvísi en að kasta þeim svo á glæður. Seki maðurinn fekk ekki fjeð, og sagði hann að svo mætti fara að tiltæki konunnar yrði henni til lítillar hamingju og ættliði hennar. Nú átti að flytja hann utan, en dugga sú, er hann var á, týndist fyrir Austfjörðum með allri áhöfn. Eftir þetta gekk hann aftur og sótti mjög að konu Halldórs og fór svo að hún ljest. Tók draugurinn þá fyrir aðra menn í ættinni og varð að ættarfylgju. Hann var nefndur Þorgarður.
Þuríður hjet systir Bjarna í  Sviðholti og sótti Þorgarður einna mest  að henni. Loksins skrifaði Bjarni eftir Sigmundi, fóstursyni Latínu-Bjarna, sem var ramgöldróttur, en hann kom að vestan og dvaldist hjá Bjarna um hríð. Við það ljetti ásókn Þorgarðs.

Álftanes

Sviðholt.

Sigmundur bjóst við góðum launum hjá Bjarna, en minna varð úr en hann hafði ætlað. Þegar þeir Bjarni skildu spurði hann  mund hvort sjer mundi vera óhætt. Sigmundur svaraði að svo yrði að vera, en enn mundi sumum af ættmönnum hans verða klaksárt, enda er sagt, að aðsóknin yrði Þuríði ]oksins að bana og alls dæi fjórir menn í ættinni, þar á meðal Þórður stúdent sonur Bjarna. Þetta var alt kent Þorgarði.

Það er mælt að Björn Gunnlaugsson hafi haft mestu skömm á Þorgarði, en sjeð hann oft. Björn þjeraði alla. En einu sinni er hann mætti Þorgarði á hann að hafa sagt: „Ekki held jeg að jeg fari nú að þjera yður“.
Þorgarður fylgdi Bjarna rektor, syni Jóns adjunkts og Ragnheiðar. En það var merkilegt um Þorgarð. að hann var svo sjóhræddur (líklega af því að hann hafði drukknað), að Bjarni rektor þurfti ekki annað en fara yfir Skerjafjörð eða út í Viðey til að losna við hann. Eftir lát Bjarna fara engar sögur af Þorgarði.“

Þorgarðsdys

Þorgarðsdys.

Sagan í „Þjóðsögur og munnmæli í samantekt Jóns Þorkelssonar, 1899, bls. 16-17, er svona: „Þorgarður drepur Þórð í Sviðholti; fer á kjól og stígvél; frá Birni og Þorgarði. [Eptir bréfi Guðmundar Jónssonar, Salomonssonar, úr skóla, til Friðriks prófasts Jónssonar á Stað 2. marts 1835].
Stúdent Þórður Bjarnason (Sviðholti dó af skrítilegum atvikum, að sögn manna. Óbótamaður hafði einu sinn átt að biðja einhvern forföður Þórðar Bjarnasonar að kaupa sig út frá lílsstraffi; ætlaði maðurinn reyndar að gera þetta, en varð ekki af vegna mótmæla konu hans (í Þjóðsögum Jóns Árnasonar I, 388 er sagt, að þessi hjón hafi verið Jón bóndi á Seli við Reykjavík og Guðrún kona hans. Aðrir segja, að það hafi verið Bjarni Bergsteinsson á Seli og í Skildinganesi (d. 1759) og kona hans, er neitaði Þorgarði um féð, en Bjarni var faðir Halldórs, föður Bjarna, föður Þórðar í Sviðholti.)

Skildingarnes

Skildingarnes – landamerkjasteinn 1830.

Sá seki hafði þá átt að boða manninum, að hann skyldi ekki kippa sér upp við það, þótt ókennilegir sjúkdómar vildu til í ættinni eptir þetta. Síðan brá svo við, eptir að sá seki var af tekinn, að kona þessa manns varð brjáluð. Síðan hefir ætíð einhver í ættinni verið veikur af sinnis- og hjartveiki. Þessi déskoti segja menn að einlægt hafi ásótt madame Gunnlögsen meðan Johnsen sálugi lifði. Þá hann sigldi og fórst segja menn, að hann, nefnilega Johnsen, hafi verið svo máttugur að láta hann koma með sér. Síðan hefir karlinn, að sögn manna, ætíð birzt á kjól og stígvélum.
Í haust fór Bjarnesen inn í Reykjavík til lækninga, svo hann gæti verið nær doktornum. Fór hann þá stundum að gamni upp á Klupp (klúbb). Sóru sig þá margir, bæði danskir og íslenzkir, upp á það, að þeir hefðu þá séð þénarann“.
Þorgarður var sá eini, sem komst af og ekki drukknaði af póstskipinu undir Svörtuloptum 1817. Kom hann sjóhrakinn af skipbrotinu á bæ undir Jökli um kvöldið og bað að lofa sér að vera, en var farinn um morguninn, þegar fólk kom á fætur, og hafði þá áður drepið þrjár kýr í fjósinu í þóknun fyrir næturgreiðann. Eptir það er sagt, að hann hafi um hríð öðru hverju haldið sig að konu Björns Gunnlaugssonar, ekkju Jóns skólakennara og systur Þórðar í Sviðholti. Er sagt Þorgarði hafi þó heldur staðið geigur af Birni, og hefir hann líklega verið hræddur um, að hann mundi reikna sig í rot með tölvísi. Lagði Björn og litla virðing á Þorgarð. Björn þéraði alla, en þegar Þorgarður varð á vegi hans, er haft eptir honum: „Já, ekki held eg fari ekki að þéra yður“ og „farið þér nú út um norðurdyrnar“.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 25. ágúst 1946, bls. 344.
-Þjóðsögur og munnmæli, Jón Þorkelsson, 1899, bls. 16-17.

Garðabær

Þorgarðsdys í Arnarnesi.

Arnarnes

„Sumarið 1926 hafði ég tal af frú Þuríði Guðmundsdóttur Mathiesen, ekkju Theodors Mathiesen í Hafnarfirði. Hún er fædd í Kópavogi 14 árum eftir að Jónas kom þangað (21. sept. 1855) og uppalin þar, unz hún var komin á 19. ár. Frú Þuríður er prýðilega gáfuð kona, skýr í tali og minnug vel enn á margt það er hún sá eða heyrði í æsku. — Hún sagði mér af munnmælunum um dysina við veginn gamla efst á Arnarnesshálsi, sem getið er um hér að framan.
Thorgardsdys-21Neðar, á norðanverðum hálsinum, kvað hún vera dys Þorgarðs, sem svo miklar þjóðsögur gengu um, sbr. Þjóðs. Jóns Árnas., I, 388—91. Mun sú dys þó frá fyrri tímum en Þorgarður á að hafa verið á, eftir þjóðsögunum. Annars er svo að sjá sem sumt í þeim, einkum frásögnin um glæp þann er Þorgarður á að hafa verið drepinn fyrir, stafi frá máli Sigurðar á Árbæ. En hvað sem um það er, þá er líklegast að þessi dys sé yfir einhverjum, sem hafi verið líflátinn hér skammt frá eftir dómi á Kópavogsþingi. Ögmundur skólastjóri Sigurðsson hefir sagt mér, að Filippus heitinn Filippusson, sem ólst upp í Arnarnesi, hafi skýrt svo frá, að þetta væri dys Steinunnar frá Árbæ. Ekki er það fortaks-mál, þótt það komi ekki heim við frásögn Þuríðar. Dysin er úr grjóti og allstór. Að norðanverðu hefir henni verið rótað mikið upp, fyrir nokkrum árum, og kann þá að hafa verið tekið nokkuð grjót úr henni. Hún er að austanverðu við gamla veginn, skammt suður frá Litla-Arnarnesi, er Þuríður kvað svo heita. Þar sjást enn á flöt niður við voginn, norðan gamla vegarins, litlar og óglöggar tóftir eftir kot, sem var þar fyrrum.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 42. árg. 1929, bls. 29-30.

Þorgautsdys

Þorgautsdys.