Færslur

Garðahverfi

Skúlastaðir var frumbýli Garða á Álftanesi.

Garðar

Garðar á Garðaholti í Garðahverfi.

Ingólfur Arnarsson, er fyrstur norrænna manna nam Reykjanesskagann, ánafnaði frændfólki, vinum og venslafólki er á eftir honum komu landkostum úr landnámi hans. Ásbjörn Össurarson, bróðurson Ingólfs, nam land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns. Álftanes allt, og bjó á Skúlastöðum. Hans son var Egill, faðir (Össurar, föður) Þórarins, föður Óláfs, föður Sveinbjarnar, föður Ásmundar, föður Sveinbjarnar, föður Styrkárs (101. kafli Landnámu (Sturlubók). Skúlastaðir voru utan í hæðardragi ofan fjarðar gegnt Hvaleyri.
Skúlastaðir áttu kúaselstöðu í Litlumýri á Bessastaðanesi, auk sauðaselstöðu í Helgadal. Ásbjörn reyndi, líkt og aðrir landeigendur, að gera nágrönnum sínum mörk jarðarinnar ljós er á var herjað og nefndi í því sambandi vænlega gróninga eina með lækjarfarvegi úr Markraka á ystu mörkum hennar; “Skúlatún”, ókunnugt um að u.þ.b. 70 árum síðar áttu eftir að koma upp jarðeldar í Grindarskörðum er létu hraun renna niður hlíðarnar er nánast eyddu gróningunum, nema þeim er hæst stóð – og sést enn.

Skílatún

Skúlatún norðanvert.

Skúlastaðir gætu ekki hafa verið í Skúlatúni því allir bæir landnámsmanna á Reykjanesskaganum voru við sjávarsíðuna.

Hefur hóllinn sá hæsti æ síðan verið nefndur “Skúlatún”, til minningar fyrsta ábúandans. Hafur-Björn og bræður hans, afkomendur Molda-Gnúps, sem hafði byggt Krýsuvík (þar sem nú er Húshólmi undir (G)Núpshlíð, höfðu þá ásælst jarðnæðið, enda skammt norðan landamerkjanna, auk þess Molda-Gnúpur þótti lítt friðvænlegur.
Þegar selstaðan í Litlumýri lagðist af fékk afkomandi Skúla, Bessi, aðstöðuna til afnotar og byggði sér þar nálægan bæ, sem jafnan hefur verið nefndur “Bessastaðir”. Í nútíma hefði sá bær jafnvel mátt heita “Guðnastaðir” eða “Höllustaðir”.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifauppgröftur neðan bæjarins; forn sel frá Hofstöðum.

Annar afkomandi fékk Hofsstaði. Sá hafði kúaselstöðu við Urriðavatn og fjársel við Grunnuvötn.
Vífill, einn þræla Ingólfs, hafði fengið Vífilsstaði. Sá hafði í seli ofan Hlíða, þar sem nú eru tóftir Víðistaðasels.

Garðar

Garðar – Túnakort 1918.

Þegar fram liðu stundir eftir árþúsundið var kirkja reist á frumbýlinu. Húsráðendur, prestarnir fýsti lítt að kenna bæinn við heiðingjann þann er hann fyrst byggði, enda fátt þá til vitneskjunnar fyrrum. Þegar þar var komið höfðu nokkur kotbýli, búin leiguliðum, byggst upp í kringum bæjarstæðið. Einstaka ábúendur töldu ráðlegt að afmarka skika sína með garðshleðslum. Prestinum fannst að sér sorfið og fyrirskipaði slíkt hið sama svo enginn kotbændanna yrði í vafa um hvar mörk stórbýlisins væri versus þeirra. Varð þá til bæjarnafnið “Garðar”, enda þá orðið nauðsynlegt að aðskilja hinn forna sið frá hinum “nýja”.

Bessi reyndist drjúgur umfram efni, kom á fót ágætu búi og vildi láta að sér kveða. Hafði hann frumkvæði að því að Álftanesbændur sammæltust um selstöður í Selgjá, norðan Helgadals. Garðabóndi færði þá selstöðu sína úr Helgadal að Kaldá.

Magnús Már Lárusson

Magnús Már Lárusson.

Magnús Már Lárusson, prófessor, skrifaði grein í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1960. Greinin var framhald greinar hans í blaðið árið 1957 er nefndist “Sitthvað um Fjörðinn”. Þar skrifar hann m.a. um Skúlastaði.
“Elzta saga byggðar á Reykjanesskaga er halla óljós og gloppótt. Heimildir eru fáar og stangast iðurlega á. Náttúruhamfarir, eldgos og landbrot hafa geisað án þess að setja teljandi spor í heimildir. Og örnefni hafa týnzt eða breyzt.
Í sóknarlýsingu sinni segir síra Árni í Görðum um eyðijarðir, að hann viti ekki um neina, “nema það skyldu vera Skúlastaðir, sem mælst er hafi verið jörð áður fyrr meir, og hvar af skuli finnast minjar uppi í hrauni, suður frá Hvaleyri.” Það er sorglegt að hann skuli ekki tilgreina staðsetninguna skilmerkilegar.”

Selgjá

Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Svæði þetta er stórt mjög, en Jarðabók Árna Magnússonar segir, að staðurinn í Görðum eigi selstöðu, þar sem heitir við Kaldá, og eru þar bæði hagar og vatnsból gott. Í öllum máldögum Garða er svæði þetta nefnt; “Afrétt í Múlatún”, t.d. DI iv 108, vi 123, xv 638 og var síra Árna þetta kunnugt, enda er pláss þetta í Garðalandi. Skúlatún er vafalaust afbökun úr Múlatúni.”

Sé lýsing Brynjólfs frá Minna-Núpi í Árbók fornleifafélagsins 1908 [1903] athuguð, þá er hún ekki sannfærandi um, að þar hafi býli verið. Enda eigi heldur lýsing Þorvalds Thoroddsen í Ferðaból I.

Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en Garðakirkja nam síðar land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – loftmynd 1954.

Eru munnmæli um að Skúlastaðir hafi verið ein jörðin en hin jörðin hafi verið Vífilsstaðir, eða Vífilstóftir, sem þó telst ekki til hinna eiginlegu landnámsjarða, en hún var byggð af Vífli. Vífilsstaðir munu fljótlega eftir landnám hafa komist í eigu kirkjunnar, fyrst Viðeyjarklausturs, en árið 1558 eignaðist Garðakirkja jörðina.
Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Í “Bessastaðaannáli” forsetaskrifstofunni frá 1968 segir um Skúlastaði:
Landnámabók segir að Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ingólfs Amarsonar, hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns, Álftaness allt, og búið að Skúlastöðum.

Bessastaðir eftir Tryggva Gíslason, lektor. Útvarpsþáttur fluttur 30. júní 1968 Sá, sem nam Álftanes, hét Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs. Bær hans er sagður hafa heitið á Skúlastöðum, en það bæjarnafn er ekki lengur til í hinu forna Landnámi Ásbjarnar milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, en í hrauninu undir Lönguhlíðum, suðaustan Hafnarfjarðar, heitir lítill grasgeiri Skúlatún og hraunið þar norður af Skúlatúnshraun, en óvíst er með öllu, að það eigi nokkuð skylt við hið forna bæjarheiti á Álftanesi, Skúlastaði.
Engar spurnir fara af manni þeim, Bersa eða Bessa, sem Bessastaðir gætu heitið eftir.

Garðaholt

Garðaholt – jarðnæði.

Garðakirkja í Görðum á Álftanesi er sóknarkirkja Garðasóknar. Kirkja hefur staðið í Görðum frá fornu fari. Garðakirkja var frá upphafi Péturskirkja en algengt var, er menn fóru að reisa kirkjur hér á landi eftir kristnitöku, að þeir helguðu kirkjur sínar Pétri postula. Máldagar greina frá, að Bessastaðakirkja sé í fyrstu talin Maríukirkja og síðar Nikulásarkirkja, og bendir það til þess, að Garðakirkja sé eldri. Í þessu felst skýr ábending um háan aldur hennar, því svo miklar eignir hlóðust ekki á kirkjur yfirleitt nema þá á all löngum tíma. Sterk rök virðast því hníga að því, að Garðar séu hin forna landnámsjörð Ásbjarnar Össurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og jafnframt með elstu kirkjustöðum þessa lands.

Heimildir m.a.:
-forseti.is
-alftanes.is
-Úrval, 11. hefti 01.11.1968
-https://timarit.is/page/8005106?iabr=on#page/n51/mode/2up
-Aðalheimild: Vilhjálmur Þ. Gíslason: Bessastaðir, Reykjavík 1947.
-https://gardasokn.is/gardakirkja/
-Forsetakynning, 2. tbl. 10.06.1968.
-https://timarit.is/page/5374305?iabr=on#page/n0/mode/2up
-Magnús Már Lárusson, Enn úr Firðinum, Alþýðublað Hafnarfjarðar (jólablað) 1960, bls. 4-5.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Álftanes

Í þjóðsögunni um “Steinarnir á Álftanesi” er getið um tvo staka steina sunnan og neðan við Grástein á Álftanesi. Grásteinn er þekktur af sögnum, en fáir hafa veitt framangreindum steinum sérstaka athygli. Sagan segir:

“Það vita allir að flestir hólar eða steinar sem nokkuð kveður að eru byggðir af fólki því sem álfar heita. Nú eru álfar misjafnir, sumir góðir, en sumir illir. Þeir góðu gjöra engum mein nema þeir sé áreittir af mönnum að fyrra bragði; hinir þar á móti vinna mörgum manni tjón.

Álftanes

Steinarnir tveir á Álftanesi – Grásteinn fjær.

Góðu álfarnir eru margir ef ei allir kristnir og halda vel trú sína. Mega þeir sín mikils og er það heill mikil að hjálpa álfum og koma sér vel við þá því þeir eru nokkurs konar andar eða verur. Flestir álfar eru alvarlegir og hafa óbeit á öllum gáska og gapaskap. Skyldi maður því forðast allt ósiðsamlegt nálægt bústöðum þeirra því annars getur hlotizt illt af því, því álfar reiðast illa. Þetta hefur og Álfa-Árni tekið fram. Hann varar menn við að ganga í steininn mikla sem stendur fyrir utan Hvamm í Hvítársíðu; þar búa illir álfar og alheiðnir.

Grásteinn

Grásteinn á Álftanesi.

Svo er t. a. m. um steina tvo á grandanum milli Brekku og Lambhúsa á Álftanesi. Þeir standa sunnanvert við götuna skammt fyrir neðan Grástein. Þessir steinar eru sjálfsagt álfabæir því ef maður hleypur af ásetningi á milli þeirra með gáska og hlátri eða ósiðsemi þá hlekkist þeim eitthvað] á sem það gjörði eða hann deyr jafnvel áður en langt um líður. Viti maður ei af þessum álögum á steinunum þá sakar ei þó milli þeirra sé gengið. Ei sakar heldur þó milli þeirra sé gengið með siðsemi og hæversku. Þegar Steindór Stefánsson heyrði sögu þessa þókti honum hún ótrúleg og gjörði hlátur að henni. Bar þá svo vel við að hann gekk frá kirkju þegar hann heyrði hana og hljóp hann þá milli steinanna með öllum illum látum. En álfar láta ei að sér hæða, Steindór drukknaði á SkerjafirÖi stuttu eftir. Við þetta minnkaði nú ekki trúin á steinunum því hefði Steindór ekki hlaupið á milli þeirra, þá hefði hann ekki drukknað. Veturinn 1844 tóku tveir piltar sig saman og ætluðu að reyna steinana; það vóru þeir Magnús Grímsson og Páll Jónsson. Þeir hlupu nú milli þeirra og gjörðu allt sitt til, en ekki hefur það á þeim séð; þeir lifa enn góðu lífi.”

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Jón Árnason, bókaútgáfan Þjóðsaga, bls. 8-9.

Grásteinn

Grásteinn

Búrfellshraun

Á upplýsingaskilti við Bala (Garðabæjarmmegin) í Hafnarfjarðarhrauni má lesa eftirfarandi um Búrfellshraun:

“Við stöndum á jaðri Búrfellshrauns sem stur sterkan svip á ásýnd Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
Hér nefnist hraunið Klettar en norðan á nesinu nefnist sama hraun Gálgahraun þar sem það nær í sjó fram. Héðan eru 9 km í beinni loftlínu í gíginn Búrfell þar sem hraunið á upptök sín.

Náttúrulegt vinasamband
BúrfellshraunMeð þessu skilti innsigla Hafnarfjörður og Garðbær yfir náttúrulegu vinasambandi.
Markmið friðlýsingar er að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hrauumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri svo sem mosa- og lynggróðri.
Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar. Aðgengi að svæðinu er gott og þar er því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Það er ósk bæjamma að þessi staður, Bali, sé táknrænn fyrir sambandið og að almenningur geti komið hér og notið náttúru og friðsældar.

Aldur

Búrfell

Búrfell.

Búrfellshraun rann frá Búrfelli í sjó fram fyrir um 8000 árum yfir gömul hraun og berggrunn svæðisins. Búrfell er stakur gígur á miklu sprungu- og misgengissvæði sem teygir sig frá Krýsuvík, um Heiðmörk og norður fyrir Rauðavatn. Búrfellsgígurinn er það eldvarp sem næst er höfuðborgarsvæðinu, af þeirri gerð sem nefnist eldborg.

Hrauntraðir

Búrfellshraun

Á þessu korti má sjá hversu víðfeðmt Búrfellshraunið er eða um 16 ferkílómetrar. Einng sést hvernig það hefur greinst í tvær meginkvíslar sem svo hafa sameinast og runnið í sjó fram, bæði í Skerjafjörð og Hafnarfjörð.

Búrfellsgjá

Skýringar með korti hér að ofan.

Miklar hrauntraðir mynduðust í Búrfellshrauni meðan á gosinu stóð þegar hrauná rann úr gígnum í lengri tíma og myndaði hraunfarvegi. Þekktastar eru Búrfellsgjá og Selgjá, en Búrfellsgjá á sér fáa sína líka. kringlóttagjá er all sérstæð og hefur orðið til í lokahrinu gossins. Hraunelfan rann meðfram Vífilsstaðahlíð og þar myndaðist Selgjá í tröð og rásum undir storknuðu yfirborðinu. Neðan við Selgjá undir Vífilsstaðahlíð rann hraunáin bæði á yfirborðinu og í rásum undir storknuðu yfirborðinu.

Hellar

Þorsteinshellir

Þorsteinshellir – fjárhellir.

Í Búrfellshrauni eru fjölmargir skútar og hraunhellar, þeir þekktustu Maríuhellar. Flestir hellarnir við Vífilsstaðahlíð eru svokallaðir hraunrásarhellar, sem mynduðust þegar kvikan barst ekki lengur til hraunrásarinnar, en rennsli úr henni hélt áfram þar sem landhalli var nægur. Þannig tæmdist hraunrásin og hellar mynduðust. Iðulega hefur þakið á hraunrásinni veriðs vo þunnt að víða hefur það fallið niður í hrauntröðina. Því er erfitt að segja hvar einn hellir endar og annar byrjar.

Jökulmenjar

Jökurispur

Jökulrispur í Heiðmörk.

Jökulruðningur sem ísaldarjökullinn skildi eftir þegar hann hopaði fyrir um tíu þúsund árum hylur víða holt og hæðir. Af jökulrákuðum klöppum má sjá síðasta skrið jökulsins á svæðinu. Ummerki hæstu sjávarstöðu í lok ísaldar eru í um 40 metra hæð yfir sjó hér í næsta nágrenni. Sjór hefur því náð í skarðið á milli Urriðaholts og Vífilsstaðahlíðar þegar hæst stóð í lok ísaldar.
Glögg ummerki eftir ísaldarjökulinn má finna víða í nágrenninu, s.s. á Hamrinum í Hafnarfirði, á holtunum ofan Garðabæjar og á hryggjarhæðum Kópavogs,s.s. Borgarholti og Víghólum.

Sprungur og misgengi

Vatnsgjá

Vatnsgjá í Búrfellsgjá.

Við Selgjá má víða sjá sprungur og misgengi sem hafa verið virk eftir að Búrfellshraun rann. Þar skera Hjallamisgengið og nokkur minni misgengi hraunið þvert og hefur land sigið austan þeirra um u.þ.b. 12 m síðan hraunið rann. Vatnsgjá er sprunga sem opin er niður í grunnvatnsborð, svo í botni hennar er ágætt neysluvatn. Sömu aðstæður má sjá við misgengið í Helgadal og í Kaldárbotnum.  Gleggstu misgengin á Reykjanesskagnum eru í Voga- og Strandarheiðinni.

Hin mörgu heiti Búrfellshrauns

Búrfellshraun

Nokkrir hellar í Búrfellshrauni.

Hraunstraumurinn sem rann frá Búrfelli nefnist einu nafni Búrfellshraun, en hefur fjölmörg sérnöfn svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Svínahraun, Urriðakotshraun, Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun.

Athyglisverðir staðir
Eldstöðin Búrfell, Búrfellsgjá með Gjáarrétt og Vatnsgjá, hrauntröðin Selgjá þar sem fundist hafa 11 seljasamsæður, Maríuhellar sem eru fyrrum fjárhellar, hrauntanginn út í Urriðavatn og Gálgahraun með Gálgakletti og Fógetagötu.”

Við Maríuhella er jafnframt upplýsingaskilti um Búrfellshraun og hellana. Þar stendur:

Maríuhellar

Maríuhellar

Maríuhellar.

“Maríuhellar er samheiti á þremur hellum í hrauninu á landamerkjum Urriðavatns og Vífilsstaða, Vífilsstaðahelli, Urriðakotshelli og Draugahelli. Tveir fyrstnefndu hellarnir voru áður fyrr notaðir sem fjárhellar en víða í Búrfellshrauni er að finna hella og skúta sem voru fjárskjól. Fjárhellar eru fornleifar og friðaðir samkvæmt þjóðminjalögum. Maríuhellar eru líklega kenndir við Maríu guðsmóður. Í landamerkjalýsingu Urriðakots frá 1890 er talað um “fjárhellra mót Vífilsstöðum sem fyrrum hjetu Maríuhellar”. Ef til vill er talið gæfulegt fyrir féð að kenna fjárhella við hana.

Draugahellir
Draugahellir er vestastur Maríuhella, um 65-70 m langur inn í botn en mjög lágur innst. Inngangurinn í hann er um þrönga gjótu sem liggur niður með vegg hraunrásarinnar og stórgrýtis úr hrundu loftinu.

Urriðakotshellir

Maríhellar

Urriðakotshellir – fjárhellir.

Urriðakotshellir er sá hellir sem mest ber á, opin hraunrás í miklu jarðfalli, 24 m á lengt. Gengið er ofan í hann að vestanverðu og niður nálega 20 m langa rás uns komið er í grasi gróið jarðfall. Í framhaldi af því heldur rásin áfram inn í sal og er gat í háu loftinu þar sem sér til himins. Fremst í hellismunnanum eru hleðslur og gólfin bera merki þess að þarna var fé geymt. Í jarðfallinu fyrir framan skútann mótar fyrir hleðslum. Virðist hafa verið hús þar og ef til vill kví.
Margir hafa tengt rás í austurhluta jarðfallsins við Vífilsstaðahelli, en það er misskilningur.

Vífilsstaðahellir

Vífilsstaðahellir

Vífilsstaðahellir.

Vífilsstaðahellir er nyrstur Maríuhella, skammt norðan Urriðakotshelli. Hann er í hraunkatli, kanturinn liggur norðvestur og austur og er 19 m langur. Hægt er að ganga beint inn í hann til norðurs í stóru jarðfalli og einnig beggja vegna í kantinum. Þegar farið er inn í eystri rásina er gengið utan í hruni annars vegar og rásveggnum hins vegar. Á gólfinu í hellinum sést að hann hefur verið notaður sem fjárskjól. Hleðslur eru ekki greinilegar við opið en þar hefur orðið nokkurt hrun á seinni tímum. Framan við opið er grasgróður, ólíkt því sem gerist umhverfis. Gróðurinn gefur skýra vísbendingu um nýtinguna.

Jónshellar

Jónshellar

Í Jónshellum.

Jónshellar eru þrír skútar og ekki hluti af maríuhellum. Þá er að finna rétt norðan við Draugahelli. Einn skútinn er sýnu mestur, um 50 m langur, og annar hefur greinilega verið fjárskjól. Hleðsla er fremst í þeim skútanum en fyrir innan er slétt moldargólf.

Fleiri hraunhellar eru þekktir í Búrfellshrauni. Þeir sem eru mektir á kortinu eru Ketshellir (22 m), Kershellir (34m), Hvatshellir (50 m), Sauðahellir syðri (Þorsteinshellir) (43m), Sauðahellir nyrðri (32m), Skátahellir syðri (237m), Skátahellir nyrðri (127 m), Selgjárhellir syðri (8 m), Selgjárhellir eystri (11 m) og Sauðahellir (12).

Fyrir utan kortið (hér að ofan) má m.a. finna Hundraðmetrahellir (Fosshelli) (102m ), Níutíumetrahellir (93 m), Rauðshelli (65m), Hraunsholtshelli (23 m) og Vatnshelli (23 m).”

Búrfellshraun

Búrfellshraun – loftmynd (FERLIR).

Urriðavöllur

Í fylgiblaði Morgunblaðsins 1997 skrifar Gísli Sigurðsson um, “Útivistaparadís í Urriðavatnslandi“:

Urriðavöllur

Urriðavöllur – grein Gísla Sigurðssonar í MBL.

“Urriðavatn er fallegt stöðuvatn, steinsnar norðan við Setbergshverfið í Hafnarfirði. Það blasir við af Flóttamannaveginum, sem svo hefur verið nefndur og Bretar lögðu á stríðsárunum. En framan frá sést vatnið í rauninni illa, því hraunið sem Reykjanesbrautin liggur yfir, hefur tekið á sig krók og runnið austur á bóginn og út í vatnið. Í hlíðinni norðan við vatnið má sjá tóftir eftir bæ og dálítill túnkragi hefur verið í kring. Þetta var sá bær sem hét Urriðakot til 1944, en síðan Urriðavatn. Þarna hefur verið búið með kindur og treyst á beit uppi í Urriðavatnsdölum og Heiðmörk.
Guðmundur Jónsson átti jörðina til 1939, en seldi hana þá sonarsonum sínum, Kára og Alfreð, sem síðar varð forstöðumaður Kjarvalsstaða. Síðasti ábúandi á Urriðavatni var hinsvegar Gunnlaugur Sigurðsson, sem bjó þar til 1957. Bærinn brann skömmu síðar.
Nokkru áður, 1946, hafði 30 manna hópur úr Oddfellowreglunni einast jörðina. Hún hafði verið auglýst til sölu og Reykjavíkurbær gerði tilboð, sem var hafnað. Þá var það að hópurinn úr Oddfellowreglunni bauð betur, svo kaupin gengu: Kaupverðið var 160 þúsund krónur. Síðar bættist við hópinn svo í honum varð 61 maður.

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

Núna, eftir að Urriðavatnsland er orðið þekkt útivistarsvæði, hafa menn dást að þessari framsýni Oddfellowa. En þeir voru ekki með draumsýnir um það sem nú er orðið að veruleika þarna, heldur var annað sem stóð hug þeirra og hjarta nær á þeim tíma. Þeir höfðu fengið augastað á hlíðinni ofan við Urriðavatn fyrir sumarbústaði.

Þórður er einn úr hópnum
Þórður Kristjánsson, byggingameistari, er einn af fimm eftirlifandi félögum úr hinum upphaflega 30 manna hópi Oddfellowa sem keyptu landið. Hinir eru Björn G. Bjömsson, fyrrverandi forstjóri Sænska frystihússins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fyrrverandi stórkaupmaður, Guðjón Sigurðsson múrarameistari og Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri.

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

Þórður er Dýrfirðingur að uppruna, en lærði húsasmíði á Ísafirði og fluttist síðan til Reykjavíkur 1943 og varð mikilvirkur í byggingastastarfsemi um sína daga byggði mörg stórhýsi, þar á meðal hótelið og aðrar byggingar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, mörg hús Pósts og síma, flestar byggingar KR; þar á meðal KR-heimilið og svo byggði hann að sjálfsögðu blokkir.

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

Þórður verður áttræður á þessu ári, og er í útliti og að líkamsburðum eins og alla dreymir um að geta orðið á þeim aldri, en fæstir ná. Hann kvaðst hafa dregið sig í hlé frá byggingarstarfsemi þegar hann var 75 ára.
„Þá nennti ég þessu ekki lengur og fór að leika mér“, segir hann.
Og hvað meinar hann með því?
Ójú, hann kynntist því aldrei í æsku að mega leika sér og á fullorðinsárunum hafði hann ekki tíma til þess. Núna leikur hann golf á hinum nýja golfvelli Oddfellowa í Urriðavatnslandi og nýtur þess. Hann sagði að það hefði verið afar skrýtin tilfinning í fyrstu að geta bara farið út og leikið sér. En hann kvaðst hafa kunnað því merkilega vel.

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

En hvað varð um drauminn um sumarbústaðina? Um þær mundir var þjóðin í hlekkjum allskonar hafta. Til þess að kaupa bíl þurfti gjaldeyrisleyfi og til þess að fá að byggja sumarbústað þurfti fjárfestingarleyfi, – og öllu var úthlutað eftir pólitískum línum og geðþótta. Skömmtunarstjórunum þótti ekki nauðsynlegt að byggja sumarbústaði og fjárfestingarleyfi til þeirra fengust einfaldlega ekki.
Þá kom upp tvær hugmyndir, segir Þórður. Önnur var sú að selja landið í bútum og græða á því; hin var sú að gefa það Oddfellowreglunni. Það varð ofaná árið 1957 að gefa Urriðavatnsland og Oddfellowreglan þáði gjöfina með þökkkum.

Landamerki skilgreind 1986

Urriðakot

Urriðakot – landamerkjalýsing; örnefnaskráning Gísla Sigurðssonar.

Urriðavatnsland er í Garðabæ. Upphaflega náði það neðar í hraunið en Reykjanesbrautin liggur nú. En þegar Oddfellowreglan var búin að eiga landið í 40 ár, komst skriður á nýja þróun. Sá hluti landsins sem var norðan við Reykjanesbrautina, 5 ha., var seldur Garðabæ 1986. Í framhaldi af því tók stjórn Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa undir stjórn Jóns Ótta Sigurðssonar að huga að nýtingu landsins. Í því augnamiði var unnið að bókum Urrðavatnsland sem út kom 1988. Ljóst var að efri hluti landsins yrði ekki byggður fyrr en eftir 2050 og Urriðavatnsdalir þar að auki á vatnsverndarsvæði. Í ljósi fjölbreyttrar náttúru og hrífandi fegurðar sem þarna er árið um kring, þótti augljóst að þarna gæti orðið útivistarparadís í næsta nágrenni við þéttbýlið á Reykjavíkursvæðinu. Eftir að sú ákvörðun var tekin að líta á Urriðavatnsland sem útivistarsvæði, fékk framkvæmdanefndin til liðs við sig fagmenn eins og Reyni Vilhjálmsson og Þráin Hauksson, landslagsarkitekta, og þá kom fljótlega upp hugmynd um golfvöll en jafnframt lögð áherzla á það að landið yrði almennt útivistarsvæði og girðing inn með Vífilsstaðahlíð var rifin niður.

Urriðakotsdalir

Urriðakotsdalir – úr fornleifaskráningu 2022.

Líknarsjóðurinn hefur lagt til efni í göngustíga, en unglingar í Garðabæ hafa unnið verkið. Nú eru komnir göngustígar inn eftir Búrfellshrauni, sem tengjast stígnum undir hlíðinni og hægt að ganga þar talsvert langan og framúrskarandi fallegan hring.
Inni í hrauninu hafði verið efnistaka, sem hætt var við, en útivistar- og leiksvæði útbúið í gryfjunni. Hún er nægilega stór til að rúma löglegan handboltavöll og þar verður púttvöllur að auki.
Í Urriðavatnsdölum var frá náttúrunnar hendi öll sú tilbreyting í landslagi sem þarf til þess að golfvöllur geti orðið í senn krefjandi og skemmtilegur. Leitað var til Hannesar Þorsteinssonar, líffræðings og golfvallarhönnuðar á Akranesi og á hann heiðurinn af skipulagi vallarins og útfærslu á teigum, brautum og flötum. Með honum unnu þeir Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – minnismerki um gróðursetningu Oddfellowsfélaga.

Þriðji aðilinn sem þarna átti hlut að máli er Batteríið, arkitektastofa Sigurðar Einarssonar og Jóns Ólafs Ólafssonar, en þeir hafa teiknað framtíðar golfskála, sem um leið verður miðstöð útivistarfólks og liggja stígar frá skálanum út á stíginn í hrauninu.
Þegar skipulagstillögurnar lágu fyrir og höfðu verið samþykktar af þar til bærum yfirvöldum, voru þær gefnar út í veglegu riti og kynntar innan Reglunnar. Var strax mikill áhugi á stofnun golfklúbbs sem Oddfellowar ættu aðild að. Um leið og völlurinn var tilbúinn, hófu margir félagar í nýstofnuðum Golfklúbbi Oddfellowa að leika golf, sem aldrei höfðu snert á því áður, og uppgötvuðu nú, að Urriðavatnsdalir er unaðsreitur fegurðar og sú fegurð hefur farið vaxandi með ári hverju eftir því sem framkvæmdum miðar áfram.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – Golfklúbburinn Oddur.

Síðar var stofnaður Golfklúbburinn Oddur, sem öllum er opinn. Golfvöllurinn verður með þeim beztu á Íslandi.
Ekki er það hrist framúr erminni að búa til boðlegan 18 brauta golfvöll. Venjulega tekur þ|ið áraraðir á Íslandi, en það er lýginni líkast hvað allt greri og dafnaði skjótt í Urriðavatnsdölum. Fyrst voru lagðar 9 brautir á golfvellinum og sáð í þær. Jafnframt voru teigar og flatir byggð upp og bráðabirgða golfskáli reistur.

Félagar hafa fjármagnað allt

Urriðavöllur

Urriðavöllur – gróðursetning.

Mörgum hefur þótt hraði framkvæmdanna ævintýralegur í Urriðavatnsdölum og því hefur verið slegið fram, að Oddfellowar hafi getað gengið í digra sjóði til þess í arna. En það er ekki svo. Félagarnir sjálfir hafa fjármagnað þetta, nema hvað Styrktar- og líknarsjóðurinn fjármagnar gróðursetningu á tijáplöntum, hönnun, svo og grasfræ á brautirnar. Tekin hafa verið lán vegna framkvæmda og ein stór er eftir: Golfskálinn, en hann verður látinn bíða; völlurinn gengur fyrir.
Bráðabirgðaskálinn hefur lítið eitt verið stækkaður, en draumurinn er að lítlu austar rísi nýr skáli, sem þjóni líka göngufólki.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – gróðursetning.

Stofnfundur golfklúbbs Oddfellowa var haldinn 12. mai, 1990 og þá voru skráðir um 300 stofnfélagar. Nú eru klúbbfélagar yfir 500. Hraða framkvæmdanna má m.a. þakka hópi vaskra manna úr Oddfellowreglunni sem vann bæði við frágang hússins og þökulagningu á teiga, allt í sjálfboðavinnu. Þar að auki lögðu félagarnir á sig framkvæmdagjald og hafa á þann hátt fengizt 5-6 milljónir til framkvæmda. Óskar Sigurðsson, fyrsti formaður Golfklúbbs Oddfellowa, hefur unnið mikið og gott starf og einnig Gunnlaugur Gíslason, sem hefur verið formaður vallarnefndar frá upphafi og stjórnað framkvæmdum.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – minnismerki um frumkvöðlana.

Byggð hefur verið vélageymsla, sem einnig hýsir aðstöðu fyrir starfsmenn og stjórn, en það veigamesta sem nú er á framkvæmdastigi er helmingur golfvallarins, sem kunnugir telja að sé ekki á síður á fögru og tilbreytingarríku landi en sá hluti sem við þekkjum, og jafnvel að svæðið þeim megin sé ennþá fegurra.
Í ágúst verður Oddfellowreglan á Íslandi 100 ára og stefnt er að því að opna þennan nýja hluta vallarins og leika á 18 brauta golfvelli á landsmóti Oddfellowa í sama mánuði.”

Við golfvöllinn er minnismerki um frumkvöðlana er stuðluðu að tilvist hans, en upplýsingar um það er hvergi að finna á vefsíðum Oddfellows. Þegar FERLIRsfélagi leitaði eftir staðasetningu þess við starfsfólk vallarsins virtist enginn vita um tilvist þess. Sporin eiga það til að fyrnast!?

UrriðavöllurUrriðakotshraun var friðlýst sem fólkvangur þann 10. janúar 2024 að beiðni landeiganda og Garðabæjar.

Heimildir:
-Morgunblaðið 27.03.1997, “Útivistaparadís í Urriðavatnslandi”, Gísli Sigurðsson, bls. 1-4.
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/urridakotshraun/

Urriðavöllur

Urriðavöllur – friðlýsing.

Garðabær

Eiríkur Þ. Einarsson, bókasafnsfræðingur, skrifaði um “Minnisvarða í Garðabæ“:

Alfred Wegener – Landrekskenningin

Alfred Wegener

Alfred Wegener – stöpullinn á Arnarnesi.

Minnismerki um Alfred Wegener og “Landrekskenningu” hans er fremst á Arnarnesi

.Alfred Wegener setti landrekskenningu sína fram á árunum 1908-1912. Hann hafði veitt því eftirtekt að strendur meginlanda, einkum Afríku og Suður-Ameríku, falla býsna vel hvor að annarri. Hið sama átti við um jarðmyndanir og plöntu- og dýrasteingervinga á aðskildum meginlöndum.
Wegener dró þá ályktun að upphaflega hefðu öll löndin myndað eitt meginland, Pangeu. Hann hélt því jafnframt fram að á miðlífsöld, fyrir um það bil 200 milljónum ára, hefði Pangea byrjað að klofna, fyrst í tvo meginlandsfleka og síðar í fleiri og væru þeir á stöðugri hreyfingu, sums staðar hver frá öðrum, annars staðar hver að öðrum.
Samtímamenn Wegeners höfnuðu landrekskenningunni enda var fátt sem renndi stoðum undir hana í upphafi. það var ekki fyrr en um 1960 að hún fékk byr undir báða vængi. Það gerðist í kjölfar þess að breskum jarðeðlisfræðingum tókst að túlka rákamynstur sem fram kom við segulmælingar á Reykjaneshrygg. Síðan þá hafa fjölmargar niðurstöður mælinga á jarðskorpunni staðfest kenningu Wegeners enn frekar þannig að nú nýtur hún almennrar viðurkenningar.

Landrekskenningin

Alfred Wegener

Alfred Wegener – splatti á stöplinum; minnismerki um Alfred.

Stöpul þennan reisti þýski veðurfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) í aprílmánuði 1930 ásamt fleiri stöplum með það fyrir augum að færa sönnur á landrekskenninguna sem hann setti fram á árunum 1908-1912. Landrekskenningunni var fálega tekið í upphafi. Nú nýtur landrekskenning Wegeners almennrar viðurkenningar. Alfred Wegener varð úti í rannsóknarleiðangri á Grænlandi 1930.

Í DV 2017 skrifaði Kristinn H. Guðnason grein með fyrirsögninni “1930 – Wegener reisir stöpul á Arnarneshæð“:
“Alfred Wegener var þýskur stjörnu- og jarðeðlisfræðingur sem stundaði rannsóknir á norðurhveli, sér í lagi á Grænlandi. Árið 1915 setti hann fram hugmyndir um landrek sem urðu forveri flekakenningarinnar sem hefur verið viðtekin síðan árið 1968. Wegener sá að meginlöndin Suður-Ameríka og Afríka passa saman eins og púsluspil og því hlytu meginlöndin að vera á hreyfingu.

Alfred Wegener

Alfred Wegener – minnismerki um “Landrekskenninguna”.

Árið 1930 kom Wegener við á Íslandi á leið sinni til Grænlands í rannsóknarleiðangur. Hann sótti hingað íslenska hesta sem gefist höfðu vel í slíkum leiðöngrum sem burðardýr. Þá fóru Wegener og fylgdarlið hans í æfingaferð yfir Vatnajökul. Stöpulinn á Arnarneshæðinni reisti hann til að prófa landrekskenningu sína en sambærilegur stöpull var síðar reistur á vesturströnd Grænlands. Ferðin til Grænlands endaði hins vegar illa því að Wegener og annar samferðamaður hans létust. Wegener, sem var fimmtugur, reykti mikið og hjartað þoldi ekki álagið í jöklaferðunum.
Samferðamaður hans týndist eftir að hafa grafið Wegener.

Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur segir í samtali við DV að stöplarnir hafi ekki haft neina þýðingu því að þeir séu báðir á sama jarðflekanum. „Hann ætlaði að staðfesta kenningu sína með því að koma aftur mörgum árum síðar og mæla rekið.“

Alfred Wegener

Alfred Wegener.

Skömmu síðar kom annar þýskur fræðimaður, Bernauer að nafni, og gerði sams konar tilraun yfir gosbelti Íslands. „En stríðið kom og rótaði því fyrir þeim og í raun var engin hreyfing á norður-gosbeltinu á þessum tíma. Þetta gerist í rykkjum.“

Árið 1930 var ekki þéttbýli í kringum stöpulinn á Arnarneshæð. Nú stendur hann í mynni íbúðahverfis en margir gera sér ekki grein fyrir því að hann sé hluti af merkum jarðfræðitilraunum.”

Urriðavöllur

Urriðavöllur

Urriðavöllur – minnismerki um gróðursetningu.

Minnismerki um gróðursetningu við völlinn stendur á Urriðavelli í Urriðavatnsdölum milli golfskálans og vélahúss. Um er að ræða stuðlabergsstöpul með áletrunni “Lundur þessi er gróðursettur í tilefni af Landsmóti Oddfellowa 1994”.

Urriðavöllur
Minnismerkið er um frumkvöðla og er áfest bjargi við skúr ofan golfskálans.
Oddfellowar á Íslandi létu gera þessa plötu til heiðurs þeim Oddfellowum sem gáfu Oddfellowreglunni á Íslandi jörðina Urriðavatn.

Gísli Guðmundsson skrifaði um Urriðavatn (Urriðakot) í fylgiblað Morgunblaðsins 1997 undir fyrirsögninni “Útivistaparadís í Urriðavatnslandi”:
“Guðmundur Jónsson átti jörðina til 1939, en seldi hana þá sonarsonum sínum, Kára og Alfreð, sem síðar varð forstöðumaður Kjarvalsstaða. Síðasti ábúandi á Urriðavatni var hinsvegar Gunnlaugur Sigurðsson, sem bjó þar til 1957. Bærinn brann skömmu síðar.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – minnismerki um frumkvöðlana.

Nokkru áður, 1946, hafði 30 manna hópur úr Oddfellowreglunni eignast jörðina. Hún hafði verið auglýst til sölu og Reykjavíkurbær gerði tilboð, sem var hafnað. Þá var það að hópurinn úr Oddfellowreglunni bauð betur, svo kaupin gengu: Kaupverðið var 160 þúsund krónur. Síðar bættist við hópinn svo í honum varð 61 maður.
Núna, eftir að Urriðavatnsland er orðið þekkt útivistarsvæði, hafa menn dást að þessari framsýni Oddfellowa. En þeir voru ekki með draumsýnir um það sem nú er orðið að veruleika þarna, heldur var annað sem stóð hug þeirra og hjarta nær á þeim tíma. Þeir höfðu fengið augastað á hlíðinni ofan við Urriðavatn fyrir sumarbústaði.

Urriðavöllur

Urriðavöllur – Minnismerkið um frumkvöðlana.

Þórður Kristjánsson, byggingameistari, er einn af fimm eftirlifandi félögum úr hinum upphaflega 30 manna hópi Oddfellowa sem keyptu landið. Hinir eru Björn G. Bjömsson, fyrrverandi forstjóri Sænska frystihússins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fyrrverandi stórkaupmaður, Guðjón Sigurðsson múrarameistari og Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri. Þórður er Dýrfirðingur að uppruna, en lærði húsasmíði á Ísafirði og fluttist síðan til Reykjavíkur 1943 og varð mikilvirkur í byggingastastarfsemi um sína daga byggði mörg stórhýsi, þar á meðal hótelið og aðrar byggingar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, mörg hús Pósts og síma, flestar byggingar KR; þar á meðal KR-heimilið og svo byggði hann að sjálfsögðu blokkir. Þórður verður áttræður á þessu ári, og er í útliti og að líkamsburðum eins og alla dreymir um að geta orðið á þeim aldri, en fæstir ná. Hann kvaðst hafa dregið sig í hlé frá byggingarstarfsemi þegar hann var 75 ára; „þá nennti ég þessu ekki lengur og fór að leika mér“, segir hann.
Og hvað meinar hann með því?

Urriðavöllur

Urriðavöllur.

Ójú, hann kynntist því aldrei í æsku að mega leika sér og á fullorðinsárunum hafði hann ekki tíma til þess. Núna leikur hann golf á hinum nýja golfvelli Oddfellowa í Urriðavatnslandi og nýtur þess. Hann sagði að það hefði verið afar skrýtin tilfinning í fyrstu að geta bara farið út og leikið sér. En hann kvaðst hafa kunnað því merkilega vel.
En hvað varð um drauminn um sumarbústaðina? Um þær mundir var þjóðin í hlekkjum allskonar hafta. Til þess að kaupa bíl þurfti gjaldeyrisleyfi og til þess að fá að byggja sumarbústað þurfti fjárfestingarleyfi, – og öllu var úthlutað eftir pólitískum línum og geðþótta. Skömmtunarstjórunum þótti ekki nauðsynlegt að byggja sumarbústaði og fjárfestingarleyfi til þeirra fengust einfaldlega ekki. Þá kom upp tvær hugmyndir, segir Þórður. Önnur var sú að selja landið í bútum og græða á því; hin var sú að gefa það Oddfellowreglunni. Það varð ofaná árið 1957 að gefa Urriðavatnsland og Oddfellowreglan þáði gjöfina með þökkkum.”

Hausastaðaskóli 1792-1812

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerki um Hausastaðaskóla.

Minnismerki um Hausastaðaskóla er við aðkeyrsluna að Hausastöðum.

Jörðin Hausastaðir liggur á sjávarbakkanum yst eða vestast í Garðahreppi, þar sem Álftanesið hefur sig út í flóann. Þar er aflíðandi land mót suðri, lágur ás til norðurs, og inn til norðausturs hæðardrög og holt, en til vesturs opinn flóinn, og sér suður um ströndina allt til Garðskaga. Þar var útræði.

Þessi staður var valinn fyrir hinn fyrsta heimavistarbarnaskóla á landinu, sem jafnframt var um skeið eini starfandi barnaskóli landsins.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli um 1800.

Árið 1793 var byggt skólahús á Hausastöðum. Það var timburhús, 15 álnir á lengd og 8 álnir á breidd, í 7 stafgólfum. Skólastjóri var Þorvaldur Böðvarsson, sálmaskáld og kunnur merkismaður frá Mosfelli í Mosfellsdal.

Þessu fyrsta barnaskólahúsi landsins er svo lýst við úttekt árið 1806, að það sé “afþiljað umhverfis í hvolf og gólf með fjalagólf yfir allt, svo nær sem grjótlögðu stykki fyrir framan skorsteininn.”

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli – tóftir.

Börnin, sem þangað voru send, voru snauðust af hinum snauðu, – það voru börnin úr hópi þeirra, sem sveitarstjórnirnar seldu lægstbjóðanda á uppboði sveitarómaga, – það voru vonarpeningar þjóðfélagsins. Þau, sem verið höfðu á flækingi, eignuðust nú heimili og áttu vinum að fagna.
Sumarið 1812 voru áhöld skólans og innanstokksmunir seldir á uppboði, og hljóp það allt á rúma 24 rd. Skólinn hafði starfað í 18 ár, hinn eini barnaskóli landsins á þeirri tíð, og þar af einn vetur hinn eini starfandi skóli í landinu.
Börnin, sem verið höfðu í skólanum, voru send hvert á sína sveit, og heitið meðlagi með þeim úr Thorkelliisjóði. [Lengri útgáfa á Ferlir.is, sjá HÉR, HÉR og HÉR.]

Minnisvarðinn var reistur 18.10.1978.

Heilsuhælis-félagið

Garðabær

Garðabær-minnismerki; Vífilsstaðir.

Framan við Vífilsstaðaspítala eru þrír uppistandandi stuðlabergsstandar, bundnir saman með keðju. Framan við minnismerkið er skjöldur. “1906 – Heilsuhælis-félagið. Berið hvers annars byrðar. Heilsuhælisfélagið var stofnað 19. nóvember 1906 að forgöngu Guðmundar Björnssonar landlæknis og félögumhans í Oddfellowreglunni Ingólfi. Mikil og almenn samstaða var meðal þjóðarinnar um þetta verkefni. Fjórum árum síðar þann 5. september 1910 var Vífilstaðahælið vígt. Vífilsstaðahælið 1910”.

Undir skildinum er annar skjöldur: “Gefandi Oddfellowreglan á Íslandi. Hönnuðir Jón Otti Sigurðsson – Þorkell Gunnar Guðmundsson. 5 september 2010”.

Heimild:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/gardabaer-minn/

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerkið.

Skansinn

Við Skansinn á Bessastaðanesi má lesa eftirfarandi texta á upplýsingaskilti við tóftirnar:

“Skansinn er hvort tveggja til marks um ófriðartíma fyrri alda og aðsetur æðsta valds landsins á Bessastöðum. Hér eru jafnframt minjar um kotbýli frá 19. öld þar sem Óli skans bjó.

Varnir gegn útlenskum hervíkingum

Skansinn

Skansinn.

Vígvirkið Skansinn á uppruna sinn að rekja til Tyrkjaránsins árið 1627. Annálar greina frá því að höfuðsmaðurinn danski, Holgeir Rosenkranz, hafi spurt rán í Grindavík og látið “tilbúa í Seylunni virki eður skans, (sumir sögðu af fiskiböggum), og setja á byssur þær fáu, til voru”. Þar vörðust landsmenn alsírskum sjóræningjum sem sigldu inn á höfnina á tveimur skipum. Meðal þeirra sem voru skikkaðir í skansinn var Jón Indíafari, reynd fallbyssuskytta. “Fýruðu þeir nokkrum stykkjum þeim á móti og ránsmenn í sama máta af sínum skipum á land upp.”
SkansinnÞegar annað ránsskipið festist á grynningum fullt af herteknum Íslendingum vildu varnarliðar skjóta án afláts og frelsa fangana um borð en Danir héldu aftur af þeim. Ruddu sjóræningjarnir ýmsu ránsgóssi frá borði, reru með fanga í hitt skipið og sigldu brott með aðfallinu til Vestmannaeyja.
Fjórum áratugum eftir þetta barst Friðriki Danakonungi sú flugufregn til eyrna að fjandvinir hans Englendingar hygðust hertaka Ísland. Gerði hann út Ottó Bjelke með stórt stríðsskip til að bæta varnirnar hér á landi.

Skansinn

Upplýsingaskiltið – Skansinn í baksýn.

Svokallaður skanstollur var lagður á til að fjármagna gerð virkis “til varnar fyrir útlenzkum hervíkingum”. Árið 1668 var skans reistur í nesinu norðan við Bessastaðatún, ferkantaður, tuttugu málfaðmar á hvern veg, tveggja mannhæða hár og “með fallbyssu besettur”. Ottaskans, eins og hann var kallaður, þótti lítilsverðar með hliðsjón af þeim fjármunum sem til hans runnu, “einn lítill skansvottur í afsökunarnafni ásýndar”.
Árið 1809 lét Jörundur hundadagakonungur reisa vígi við Arnarhól til varnar Reykjavík. Voru fallbyssurnar í Bessastaðaskansi fluttar þangað þótt hálfsokknar væru og ryðgaðar, sex að tölu fyrir sex punda skot, og dyttað að þeim svo hægt yrði að hleypa af þeim skotum. Eftir að skammvinnum valdatíma Jörundar lauk var lítt hirt um virkið og segir í árbókum Espólíns að flestum fallbyssunum hafi verið sökkt í sjó.
Leifar af fallbyssum frá Bessastöðum voru fluttar í Þjóðminjasafn Íslands. Í fornleifakjallaranum á Bessastöðum getur að líta fallbyssu og kúlur sem taldar eru vera úr Bessastaðaskansi.

Bessastaðaland

Bessastaðir

Bessastaðir.

Flóðs og fjöru gætir í Bessastaðatjörn síðan ósinn var stíflaður árið 1953. meðan enn fjaraði í tjörninni kom upp með fjöru brík frá Prentsmiðjuflöt, þar sem var prentsmiðja Skúla Thoroddsen snemma á 20. öld og liggur hún að Stekkjarmýrarhól. Var sú leið oft farin, ekki síst ríðandi og nefndist Steinboginn.
Hjá Sjóbúðaflöt er tóft sem kallaðist Sjóbúð og enn fremur mun þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör.
Í Bessastaðatjörn eru hólmar þar sem æður verpir. Bessi, bóndi á Bessastöðum, er sagður heygður í þeim stærsta, Bessahólma, hinir tveir eru manngerðir í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Kóri fékk nafn eftir fæðingarstað Ásgeirs í Kóranesi á Mýrum.
Austan við Skansinn eru veggjarústir, trúlega úr Skólanausti þar sem skólapiltar geymdu bát sinn.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Á Sauðatanga eru leifar af sauðaborgum og ef til vill hrossaskjóli.
Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber á Bessastaðanesi, hefur verið fyrirtaks byrgi til gæsaveiða. Grjóthlaðnir veggir skammt vestan við byrgið kunna að hafa verið rétt eða hrossaskjól.
Tóftarbrot eru á Ranatá og Vestaritanga en hlutverk þeirra er ekki þekkt.
Í Kringlumýri er ríkt fuglalíf og þar eru víða niður við sjó fornar hringlaga grjóthleðslur fyrir æðarvarp.

Tóftir af bænum hans Óla skans

Skansinn

Skansinn og bær Óla skans.

Á 19. öld var reist lítið býli við Seyluna, hjáleiga frá Bessastöðum, sem nefnt var eftir Skansinum. Þar var búið til ársins 1927. þekktastur ábúenda er án efa Ólafur Eyjólfsson, Óli skans kallaður, sem bjó þar á ofanverðri 18. öld. Gamanvísa um hann er sungin enn í dag, en afbökuð.
Rétt er hún svona:

Óli Skans, Óli Skans,
er hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjóli.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ei orna honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Gísli Jónsson listmálari bjó síðast í Skansinum með seinni konu sinni Björgu Böðvarsdóttur við bjargneyð og einangrun.
Málverk Gísla prýddu veggi og meðal þeirra fegurstu er myndin sem hér fylgir af Skansinum og hann gaf konu sinni með rósamáluðum ramma utan um.”

Óla skans er lýst svo

Skansinn

Ljóðið um Óla skans.

Salvör Kristjana Gissurardóttir bloggar um Óla Skans árið 2018. Þar segir hún m.a.: “Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, en allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt og sítt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans, og er við hann kennt hið alkunna danslag, sem allir þekkja.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – Skansinn.

Ólafur þessi var vinnumaður nokkur ár hjá móður minni, og var hann einn fyrsti háseti hjá mér, er ég byrjaði formennsku. Hann var liðlegur sjómaður, og féll mér ágætlega við hann. Ólafur varð síðar holdsveikur og dó á spítalanum í Laugarnesi.”

Átti Óli skans sem sagt enga konu sem hét Vala og var hann ekkert tengdur skansi nema að því leyti að hann ólst upp á litlum bæ í lendingunni á Bessastöðum?

Óli skans virðist hafa vakið upp sköpunarkraft skálda og Stefán Jónsson yrkir um Óla og í kvæðum Stefáns hefur Fífa breyst í Völu. Svo hefur Loftur Guðmundsson líka vísun í Óla skans oftar en einu sinni í kvæðinu Réttarsamba.

Bessastaðanes

Skólanaust við Skansinn.

Ég giska á að fyrsta vísan um Óla skans þar sem hann vildi láta Fíu orna sér hafi verið sungin við ákveðið danslag og svo hafi það fylgt Óla eftir, dansarnir breytast með tímanum og ég man ekki hvað dansinn hét sem maður lærði í danstímum bernskunnar og undir var spilað og sungið lagið um Óla skans, hét dansinn skottís eða eitthvað annað? En þessi danstaktur tíðarfarsins sem fylgir Óla skans með nafn sem minnir á dans kveikir líka upp fylgikonur, Fía og Vala og Gunna. Fía hlýjar Óla, en Vala ráðskast með hann.

Lagið “ÓLI skans”

Óli skans, Óli skans,
ógnar vesalingur,
Vala hans, Vala hans
veit nú hvað hún syngur.
Óli, Óli, Óli skans.
Vissulega vildu fáir
vera í sporum hans.

Óli er mjór, Óli er mjór.
Óli er líkur fisi.
Vala er stór, Vala er stór.
Vala er eins og risi.
Óli, Óli, Óli skans.
Sjá hve þú ert sauðarlegur,
segir konan hans.

Þú ert naut, þú ert naut.
Þannig hóf hún tölu.
Óli gaut, Óli gaut
augunum til Völu.
Óli, Óli, Óli skans.
Ákaflega önuglynd
er eiginkonan hans.

Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið í Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala, konan hans.

Skansinn

Upplýsingaskiltið um Skansinn og Bessastaðanes – bær Óla skans í baksýn við Skansinn.

Heimildir:
-Upplýsingaskilti við Skansinn á Bessastaðanesi.
-https://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/2214985/
-Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnasögu Íslendinga – Saga, 1. tölublað (01.01.1968), bls. 122-138.
-Kvæði Stefáns Jónssonar Harpan, 9-12. tölublað (01.12.1937), bls 186.
-Skansinn og Bessastaðastofa (ferlir.is).

Skansinn

Frá vígslu upplýsingaskiltisins við Skansinn.

Garðar

Fjallað er m.a. um séra Markús Magnússon í Görðum á Álftanesi í Lesbók Morgunblaðsins árið 1992 og Alþýðublaðinu árið 1958. Í síðarnefndu skrifunum er getið um tengsl Markúar og mannvirkja í og við Kaldársel.

Í Lesbókinni segir:

Garðakirkja

Garðakirkja fyrrum.

“Næstan merkisklerka sem setið hafa í Görðum má telja Markús Magnússon (1748-1825) sem þjónaði Álftnesingum frá 1780 til æviloka. Hann hafnaði biskupsembætti á Hólum, en gegndi um skamma hríð biskupsdómi í Skálholti 1796-1797. Markús lét málefni er vörðuðu bættan þjóðarhag nokkuð til sín taka. Hann var m.a. einn af stofnendum Landsuppfræðingarfélagsins 1779 og hvatti samsveitunga sína mjög til jarðabóta og garðyrkju (Páll Eggert Olason, 1948-1952. HI-.47).
Nálægt hálfri annarri mílu frá Hafnarfirði beygðum við upp frá sjónum að litlu bæjarþorpi, sem heitir Garðar. Þar er prestsetur og kirkja en fáein kot umhverfis aðalbýlið.
Presturinn heitir Markús Magnússon. Hann er prófastur eða umsjónarmaður kirknanna í Gullbringusýslu. Auk heimakirkjunnar í Görðum þjónar nann einnig Bessastaðakirkju… . [P]restsetrinu [fylgir] stórt, grösugt land.
Við heilsuðum upp á síra Markús og sátum stundarkorn inni hjá honum. Hýbýlum hans verður ekki hrósað fyrir mikil þægindi, en hann hefir nærri lokið við að láta byggja sér nýjan bæ í grennd við hinn gamla, og þar fær hann miklu betri húsakynni. Hann á dálítið bókasafn, 100-150 bindi. (Henry Holland, 1960:71.)”

Kaldársel

Fjárborg á Borgarstandi við Kaldársel. Myndin er tekin af Daniel Bruun 1898.

Í Alþýðublaðinu segir:
“Enn segir í Ferðabók Sveins: Hinn 1. nóvembermánaðar könnuðum við áðurnefndan helli, sem reyndist vera skapaður við jarðeld á sama hátt og Surtshellir, sem lýst er í Ferðabók Eggerts og Bjarna. Hellir þessi er svo fallegur, að hann á skilið sérstaka lýsingu, en dagurinn var svo stuttur, að við gátum eigi gert hana. Verður bún því að bíða betra tíma. Við fundum aðra hella ok könnuðum 40 faðma af einum þeirra, en vissum eigi, hversu langur hann var alls, því að við höfðum hvorki kerti né blys. Þarna í grenndinni hefur Markús prófastur í seli og hyggst einnig héðan í frá að hafa allt fé sitt þar á vetrum og láta tvo menn gæta þess þar. Í þessu skyni hefur hann látið bera þar saman 100 hesta hey, sem slegið er þar efra, svo að hægt sé að gefa fé, ef svo verður hart í ári, að tekur fyrir beit. Auk þessa hefur þessi dugnaðarbóndi látið gera nokkrar fjárborgir úr grjóti þar í grennd.

Kaldársel - fjárhellar

Fjárskjól og heykuml við Kaldársel – uppdráttur ÓSÁ.

Þetta eru eins konar fjárhús, mönnum sínum, búmaður góður og ýtti mjög á eftir sóknarbændum sínum í garðrækt og jarðyrkju.” Hann var í biskupsstað í eitt ár, en það voru fleiri Garðaprestar. Hann var beðirin að taka Hólastól árið 1787, en baðst undan; vildi heldur sitja í Görðum.
Varla er vafi á því, að selið, sem Sveinn Pálsson getur um, er Kaldársel, enda eru hinir mestu og fallegustu hellar þar í grennd. Er og ljóst af þessari frásögn, að Garðar hafa átt beitiland þar i kringum Helgafell og í Undirhlíðum, og sennilega allt upp í Grindaskörð. Hefur allt þetta víðáttumikla fjalllendi þá legið undir Garða.”

Að ofan má sjá að nefndur Markús hafi látið byggja bæði fjárborgirnar á Borgarstandi sem og hlaðið um fjárskjólin norðan hans, væntanlega í kringum aldarmótin 1800.

Sjá meira um Kaldársel HÉR.

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 21. desember 1992, Gísli Ragnarsson; Kirkjustaðurinn á Görðum, bls. 40.
-Alþýðublaðið 19. apríl 1958, Stefán Júlíusson; Garðar á Álftanesi, bls, 7.

Kaldársel

Heykuml við Kaldársel.

Helgadalur

Búrfell upp af Hafnarfirði er eldstöð af þeirri gerð sem kallast eldborg. Gígurinn er aðeins einn og rís 180 m y.s., hlaðinn úr gjalli og hraunkleprum. Hraunið frá honum nefnist einu nafni Búrfellshraun en einstakir hlutar þess hafa sérnöfn;

Helgadalur

Helgadalshellar – uppdráttur ÓSÁ.

•Smyrlabúðarhraun
•Gráhelluhraun
•Lækjarbotnahraun
•Urriðakotshraun
•Hafnarfjarðarhraun
•Garðahraun
•Gálgahraun

Búrfellshraun

Búrfellshraunin.

Þrjár stórar hrauntungur hafa runnið frá Búrfelli til sjávar.
1. Sú stærsta fór niður með Vífilsstaðahlíð og náði í sjó bæði í Hafnarfirði og við Arnarnesvog.
2. Önnur tunga rann í átt að Kaldárbotnum og síðan niður hjá Ásfjalli og í sjó við Hamarinn í Hafnarfirði.
3. Þriðja hrauntungan rann suður fyrir Kaldárbotna og til sjávar í Straumsvík. Hún er nú að mestu hulin yngri hraunum.

Þegar hraunið rann stóð sjór um 10 m lægra við landið en hann gerir nú. Mörg hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ standa á Búrfellshrauni.

Sprungur og misgengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið sem nær allt frá Elliðavatni að Kaldá. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu NA-SV sem teygir sig frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell.

Helgadalur

Í Helgadalshellum.

Hraunið er talið um 24 km2 að flatarmáli en um þriðjungur þess er hulinn yngri hraunum. Rúmmálið er um 0,5 km3. Það er um 8000 ára og með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkursvæðinu.

Hrauntjarnir og -traðir mynduðust í hrauninu meðan á gosi stóð. Þær stærstu nefnast Búrfellsgjá og Selgjá. Þessar gjár eru af allt öðrum toga en gjárnar sem þverskera hraunið í grennd við Hjallamisgengið. Hrauntjarnir mynduðust t.d. í Kringlótturgjá og í Gjánum við Kaldársel, en hraunið, Helgadalshraun / Kaldárhraun, rann úr þeim, bæði neðanjarðar er mynduðu hraunrásir er síðan urðu að hellum líkt og sjá má í Helgadal. Stærstu hrauntraðirnar, auk Búrfellsgjár og Selgjár, eru Lambagjá og Vesturgjá.

Margir hraunhellar, auk hellanna í Helgadal, eru í Búrfellshrauni. Lengstur er Selgjárhellir (Skátahellir) yfir 200 m langur, en þekktastir eru Maríuhellar við veginn upp í Heiðmörk.

Hér má sjá MYNDIR úr Helgadalshellunum.

Helgadalur

Helgadalshellar – uppdráttur ÓSÁ.

Vífilsstaðasel

Hér verður lýst fjórum leiðum í Gjáarrétt, sem er neðst í Búrfellsgjá. Leiðirnar eru: Selsleið, Hlíðarleið, Hjallaleið og Kolhólaleið. Upplýsingarnar eru úr bókinni Áfangar, ferðabók hestamannsins (1986).

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Jónshellnastígur.

Hafa ber í huga að framangreindar götur hafa og verið nefndar öðrum nöfnum, bæði að hluta og í heild. Áður en farið er í tilvitnaða frásögn má hér sjá aðrar lýsingar, sem skýrast síðar.
“Austan [Reykjanes]brautarinnar var stígnum fylgt til suðurs upp með Svínahrauni, en síðan vikið af honum og Jónshellnastíg fylgt að Jónshellum. Gróið er yfir hann að mestu, en þó má á stöku stað sjá móta fyrir henni og fallegar hleðslur á köflum. Skammt ofan við hellana liggja Moldargötur. Haldið var upp með vestanverðum hraunkantinum að Urriðakotshrauni, framhjá Maríuhellum og Dyngjuhól (var svo nefndur af Urriðakotsbúum, en Hádegishóll af Vífilsstaðafólki – eyktamark þaðan) með Dyngjuhólsvörðum og götunni fylgt langleiðina upp að Stekkjartúnsrétt (efri), en áður en komið var alveg að henni beygir gatan inn í hraunið, við Hraunholtsflöt. Þar tekur Grásteinsstígur við og liggur síðan til austurs með norðanverðum hraunkantinum, framhjá heillega hlöðnu fjárhúsi (Gráhellufjárhúsi) við Gráhellu, áfram inn á Flatir.

Jónshellar

Jónshellar.

Úr þeim liggur gatan upp á hraunhrygg, framhjá fjárskjóli utan í hraunklettum og áfram framhjá Sauðahellunum nyrðri undir Kolanefi. Þaðan liggur gata upp (suður) með Vífilsstaðahlíðinni og niður í Selgjá að norðanverðu. Grásteinsstígur nær að Kolanefninu. Ekki vannst að þessu sinni tími til að skoða fjárborgina norðan götunnar sem og fjárhústóftirnar við hana. Selgjá og minjarnar í henni eru hins vegar sérstakur kapítuli og verður hvorutveggja lýst í annarri FERLIRslýsingu.”
Í enn annarri lýsingu segir um þessar götur við Gjáarrétt: “Í Búrfellsgjá, við mannvirkin, má sjá a.m.k. þrjár fornar götur. Ein liggur upp úr gjánni að norðanverðu gegnt réttinni, önnur upp úr gjánni sunnanverðri skammt austan við Gerðið og sú þriðja til vesturs við mörk Selgjár. Sú síðastnefnda mun hafa heitið Gjáarréttargata (Gjáarrréttarstígur) og lá áleiðis niður að Urriðakoti annars vegar og Vífilsstöðum hins vegar. Hinar göturnar hafa verið leiðir annars vegar heim að Vatnsenda og Elliðavatni og hins vegar niður að Setbergi og í Hafnarfjörð. Fjórða gatan hefur legið upp Búrfellsgjá og síðan upp úr henni yfir á Selvogsgötu ofan Helgadalsmisgengisins því þær útréttir, sem Selvogsbændur urðu að fara í voru, auk Eldborgarréttar Grindvíkinga, Lögbergsréttar við Reykjavík og Ölfusréttar, Gjáarréttin í Búrfellsgjá…”

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel.

Selsleiðinni er lýst á eftirfarandi hátt (úrdráttur): “Við hefjum ferð okkar í hesthúsahverfi Gusts í landi Smárahvamms í Kópavogi. Leið okkar liggur um Hnoðraholt. Holtið dregur nafn af Hnoðranum, en það er talsvert áberandi fuglaþúfa á holtinu norðvestanverðu þar sem það er einna hæst. Hnoðrann ber við loft og sést vel, þegar horft er til austurs úr hesthúsahverfinu sunnanverðu. Alveg við Hnoðrann eru fallegar, jökulnúnar grágrýtisklappir.

Hnoðraholt

Hnoðri á Hnoðraholti.

Þegar gatan er riðin upp úr hverfinu, verður fyrst fyrir á hægri hönd landspilda í brekku. Þar fyrir sunnan er Vífilsstaðaland. Landamerkjalínan milli Fífuhvamms (Smárahvamms) og Vífilsstaða var dregin frá Hnoðranum í svonefnt Norðlingavað í Arnarneslæk. Ofan við húsaþyrpinguna og sunnanvert í holtinu er steinsteypt vélbyssuvígi frá árum síðari heimstyrjaldar.

Finnsstaðir

Finnsstaðir /Finnsstekkur.

Reiðgatan (Selsleið) sveigir nú til austurs eftir holtinu. Á hægri hönd fyrir neðan okkur eru mikil tún frá Vífilsstöðum. Þetta er svokölluð Vetrarmýri. Áður en berklahælið (hvítmálaður spítalinn blasir við augum) var reist á Vífilsstöðum var þar í raun og veru aðeins kotbýli. Hornsteinninn að Vífilsstaðahæli var lagður 31. maí 1909 og fyrsti sjúklingurinn flutti þangað inn 5. september 1910. Bygging hælisins gekk með ólíkindum vel, þótt unnið væri að þeirrar tíðar hætti. Möl og annað byggingarefni var til dæmis flutt á hestvögnum.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – loftmynd 1954.

Vetrarmýri var ótrúlega blaut. Þar var ekki fært með hesta og illa fært gangandi manni. Ef til vill tekur mýrin nafn sitt af því að hún nýttist skepnum fyrst þegar fraus á vetrum. Arnarneslækur á upptök sín í mýrinni vestast.  Upp úr 1920 var byrjað að handgrafa skurði í mýrinni og þurrka hana. Árið 1922 var landið svo tætt og sléttað með svokölluðum þúfnabana. Voru Vífilsstaðir einn af fyrstu stöðunum þar sem þessi forveri nútíma dráttarvéla var notaður. 

 

Ræktunarframkvæmdir heima við Vífilsstaðahælið hófust fyrr, strax árið 1916 þegar ríkissjóður tók við rekstri hælisins úr höndum áhugamannafélags þess, er hælið reisti.

Þorsteinshellir

Þorsteinshellir.

Þegar mest var voru um eitt hundrað gripir í fjósi á Vífilsstöðum og heyfengur mikið á fjórða þúsund hestburði.
Þar sem reiðgatan milli Vetrarmýrar og Leirdals er lægst heitir Leirdalsop. Framundan er Smalaholt og Vífilsstaðavatn. Þar rétt við bílveginn, neðan undir Smalaholtinu, eru rústir af gömlu býli eða peningshúsum, nema hvort tveggja sé. Á korti heita þetta Finnsstaðir, en engar heimildir þekkjum við um að hér hafi byggð verið. Í Jarðabókinni frá 1703 er Finnsstaða ekki getið. Hugsanlega er að þarna hafi verið stekkur frá Vífilsstöðum.
Þá er komið upp á Vífilsstaðaháls. Þaðan er fagurt að horfa yfir Vífilsstaðavatn. Við það fá Garðbæingar neysluvatn sitt úr borholu. Nefna sumir það Vatnsbotna, en aðrir Dýjakróka.

Selgjá

Selgjá – stekkur.

Við ríðum með Kjóavöllum vestanverðum og stefnum þaðan til suðausturs. Þarna í brekkunni, utan í Sandahlíð og suðvestan Kjóavalla,  verður fyrir okkur steinsteypt mannvirki, greinilega nokkuð gamalt. Þótt mannvirki þetta sé ekki ýkja stórt sjáum við strax að ekki hefur verið spöruð í það steypan. Þegar betur er að gáð má sjá innan við þykka veggim sem skýla innganginum, ofn úr járni, rammbyggilegan eins og aðra hluta þessa mannvirkis. Raunar er þetta mannvirki leifar frá stríðsárunum síðari. Var þetta “prengjuofn” þar sem var eytt gömlum skotfærum og sprengjum, sem Bandaríkjamenn þurftu að losa sig við.
Þá er haldið upp Básaskarð. Innar er hæðardrag. Á því eru fjárhúsarústir og eru þær frá Vatnsenda. Rústirnar vera þess merki að húsin hafi verið

Vatnsendi

Vatnsendi – fjárhús.

nokkuð stór og myndarleg. Húsunum hefur verið valinn staður nærri mörkum Vífilsstaðalands, en þó tæplega svo að bryti í bága við ákvæði Jónsbókar og yrði fellt undir ágang.
Framundan er allhá hæð með vörðu efst. Hún heitir Arnarbæli. Um hana liggur landamerkjalína Vatnsenda og Vífilsstaða. Grunnavans syðra er neðar. Á Hjallabrún stendur Vatnsendaborg. Sést hún vel af Vatnsásnum, listilega hlaðin. Mjög stórt grjót er í hleðslunni neðst, en borgin er nú því miður að hluta fallin. Dyrnar á borginni vita í norðvestur. Borgin er hringlaga og sem næst sex metrar í þvermál að innan. Meira verður rætt um fjárborg þess í lýsingunni um Hjallaleið.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Línuvegur liggur þarna skammt frá. Austan við háspennumastur nr. 29 er grösugur hvammur. Suðaustanhallt í hvamminum og undir ás, sem nefnist Selás, eru rústir af seli frá Vífilsstöðum, sem að öllum líkindum hefur verið meiri háttar og sennilega lengi notað. Þetta virðist hafa verið venjulegt sel með þremur vistarverum, líklega svefnhúsi, eldhúsi og mjólkurhúsi. Sunnanvert við aðalrústina eru tvær aðrar rústir, ef til vill kvíar og stöðull. Selið hefur verið tiltölulega stórt. Aðalrústin er einir fimmtíu fermetrar að utanmáli. Víðistaðasels er ekki getið í Jarðabók 1703, þótt undarlegt megi virðast.

Vatnsendaborg

Vatnsendaborg.

Að þessu seli eins og öðrum hefur legið gata, selgata. Okkur sýnist að með góðum vilja megi fylgja selgötunni í austanverðri Vífilsstaðahlíð, ofan Grunnavatns nyrðra og niður Grunnavatnsskarð vestanvert.
Til suðurs sést grunn  en breið gjá í hrauninu fyrir neðan. Þetta er Selgjá (Norðurhellragjá). Í Selgjá eru margar vallgrónar seljarústir, sem flestar eru fremur smáar í sniðum og minni en Vífilsstaðasel. Rústirnar standa flestar þétt við barna gjárinnar beggja vegna, en aðrar eru dálítið fjær. Selstaða þessi er nefnd í Jarðabók 1703 og virðast samkvæmt henni átta kóngsjarðir á Álftanesi hafa haft þar í seli.

Selgjá

Selgjá.

Athyglisvert er að ávallt er rætt um selstöðu þarna í þátíð og jafnvel þannig að hún virðist að því komin að falla í gleymsku.

Við norðurenda Selgjár er reisuleg varða. Við skulum leggja hana á minnið, því að þar hjá eru gömul og að okkar mati mjög merkileg fjárbyrgi, sem við eigum eftir að huga að síðar, sjá lýsingu á Hlíðarleið.
Framundan er Búrfellsgjá og Gjáarrétt. Við höldum í gerðið og hvílum þar, sjá Kolhólsleið.”

Heimild:
-Áfangar – ferðahandbók hestamannsins, 1986 – Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson.

Búrfellsrétt

Búrfellsrétt. Gerðið fjær.

Heidmörk

Sigurður málari Guðmundsson kom fyrstur fram með hugmyndina um friðun Heiðmerkur árið 1870. Hann taldi nauðsynlegt að Reykvíkingar gætu notið útivistar í geðfelldu umhverfi í nágrenni bæjarins. En góðir hlutir gerast hægt – nú sem fyrrum.

Heiðmörk

Heiðmörk – skilti.

Það var þó ekki fyrr en 1936 að Hákon Bjarnason skógræktarstjóri kynnti hugmyndina opinberlega, en hann taldi svæðið ákjósanlegt til útivistar fyrir almenning. Árið 1946 var Skógræktarfélag Reykjavíkur stofnað og fékk þá svæðið í vöggugjöf. Heiðmörk var friðuð í nokkrum áföngum á árunum 1950-1958 frá Elliðavatni að Vífilsstaðahlíð. Nú er Heiðmerkursvæðið rúmir 3000 ha. að stærð, að Rauðhólum, en þeir voru friðlýstir árið 1961. Þann 25. júní 1950 var Heiðmörk vígð, en þá gróðursetti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, greniplöntu á Vígsluflöt.

Heiiðmörk

Heiðmörk.

Fyrsta gróðursetningin fór þó fram vorið 1949 þegar starfsmenn Skógræktarfélagsins gróðursettu 5000 greniplöntur í svæði sem nú heitir Undanfari. Árangur skógræktarstarfsins er greinilegur og vex nú upp á 800 ha. Svæði með yfir 60 tegundum trjá og runna. Nokkur trjánna hafa náð 20 m hæð. Mikil tilraunastarfsemi með mismunandi trjátegundum og ræktunaraðferðum hefur farið fram undanfarna áratugi en nú er aðallega gróðursett sitkagreni, stafafura og birki. Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur, landnemafélög og vinnuhópar Vinnuskóla Reykjavíkur og Landsvikjunar hafa séð um gróðursetninguna. Nú hafa verið gróðursetta yfir 5 milljón plöntur í svæðið.

Heiðmörk

Heiðmörk – kort.

En aðdragandinn var kannski ekki eins auðveldur og virðist skv. framangreindu. Náttúruvernd og markviss nýting umhverfisins hefur jafnan verið að frumkvæði fárra er séð hafa tilganginn umfram aðra. Þegar skilningurinn verður öðrum augljós skapast þó jafnan grundvöllur fyrir jákvæðari þróun þessa til lengri framtíðar.
Sigurður Nordal skrifaði grein í Lesbók MBL 11. maí 1941 sem hafði fyrirsögnina “HEIÐMÖRK. Um var að ræða erindi sem hann hafði flutt á útvarpskvöldi Skógræktarfjelagsins 2. maí s.á.

Heiðmörk

Heiðmörk.

Erindið var síðar gefið út í safnriti Sigurðar, List og lífsskoðun, 3. bindi, bls. 317-323. Af þessu tilefni sagði Sigurður m.a.: “Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta” – er í Landnámu haft eftir Karla, þræli Ingólfs Arnarssonar, þegar fyrst var numið hér land. Mörgum manni, sem fer um aðalþjóðveginn til Reykjavíkur, austan yfir Fjall, mun koma eitthvað svipað til hugar. Það eru mikil umskipti að láta að baki sér hið grösuga víðlendi þar eystra og fara um Svínahraun og Sandskeið. Og svo má heita, að því nær sem dregur höfuðstaðnum, þegar komið er niður á Árbæjarmela og yfir Elliðaár, því óyndislegri verði þessi leið frá náttúrunnar hendi, mýrar og hrjóstug holt á víxl. Að vísu er margvíslega fegurð að sjá úr Reykjavík og í nánd við hana… Raun ber því líka vitni, að næsta nágrennið laðar ekki bæjarbúa til sín.
Nýlegar framkvæmdir í Heiðmörk - ólíkt því er áður hafst var aðÞað getur vakið hreinustu furðu að ganga á fögrum sunnudegi, hvort sem er um vetur eða sumar, út á Seltjarnarnes, inn með Viðeyjarsundum eða suður í Fossvog. Á þessum leiðum er oftast örfátt fólk á gangi, líkt og í grennd við ofurlítið þorp. Hvar eru tugir þúsundanna, sem kúldrazt hafa sex daga vikunnar við vinnu sína í bænum, innan húss og utan, og nú ættu að leita frá göturykinu, kolareyknum og húsaþvögunni, draga að sjer hreint loft, liðka sig, styrkja og hressa með eðlilegri hreyfingu, njóta fegurðar lofts, láðs og lagar? Hvar er allt fólkið?
Nú skulum við hugsa okkur, að göngumaðurinn leggi leið sína dálítið lengra frá bænum, upp á Vatnsendahæð, suður með Hjöllum, upp á Búrfell, Helgafell, upp í Grindaskörð.

Þar er hægt að vera á ferð heila sunnudaga, í dásamlegasta veðri, án þess að sjá nokkura tvífætta skepnu á sveimi.

Heiðmörk

Heiðmörk.

Eg hef einstöku sinnum tekið með mér kunningja mína, sem bornir og barnfæddir eru í Reykjavík, um þessar slóðir… – alveg gagntekinn af því að horfa yfir þetta land, eyðilegt að vísu, en með svo undarlega heiðan og sterkan svip í einfaldleika sínum. Það var ekkert annað en mjúkar, boðamyndaðara línur langra ása, einstöku lítil vötn, fáein fell, sem tóðu upp úr, og fjallasveigurinn frá Vífilsfelli til Keilis eins og skjólgarður um þessa friðarsýn. Mér fannst þá í svip, að þeta væri fegursta útsýni, sem eg ef séð. Það hafði áhrif á mig með einhvers konar persónulegum mætti, tilhaldslaust, alvarlegt, sefandi og styrkjandi í senn. Eg hafði ekkert af því skoðað, nema það sem séð varð frá þjóðveginum.

Heiðmörk

Heiðmörk – haust.

Nokkrum árum síðar, þegar eg kom heim til langdvalar í Reykjavík, byrjaði eg að kynnast því. Það voru ekki ferðalög, sem í frásögur eru færandi; sunnudagsgöngur með nestispoka á baki upp að Gvendarbrunnum, suður í Kaldársel, smám saman til nýrra og nýrra staða, sem náð varð til með því að ganga alla leið, fram og aftur, á einum degi. Þær kostuðu ekkert annað en skóslitið, og þær heimtuðu ekki önnur afrek en að taka hvorn fótinn fram fyrir annan. Eg er enginn göngugarpur, liðónýtur að klífa fjöll, hef aldrei lagt í að ganga upp á Esju, kann ekkert til þess að fara í öræfaferðir né útilegur. Mér dettur ekki í hug að efast um, að þeir menn, sem hafa dug og tækifæri til þess að ferðast um hálendi Íslands og liggja þar við, finni þar enn meiri hressingu, eflingu og æfintýri.
Þjóðhátíðarlundurinn frá 1974 illa farinn - afkomendur virðast bera takmarkaða virðingu fyrir frumkvöðlastarfinuVið skulum ganga fyrir vesturenda Elliðavatns, fram hjá beitarhúsunum og suðaustur yfir ásana. Allt í einu komum við niður í langan og mjóan dal, sem liggur til suðurs. Vestan megin er klettabelti með dálitlu skógarkjarri. Það eru Hjallarnir. Dalbotninn er víðast eggléttar grundir, aflíðandi móaflesjur að austan. Þarna er fjallaloft og fjallró, svo að ótrúlegt má þykja, að við séum ekki nema rúma 10 kílómetra frá borginni. Við göngum með Hjöllunum, beina leið að Gjáarrétt. Þar er einkennilegt um að litast, stór hellir, djúpar hraunsprungur, ein þeirra með vatnsbóli í botni og þrep gerð niður að því.

Gjáarrétt

Gjáarrétt í Búrfellsgjá.

Við höldum upp eftir Gjánni, sem hefur myndazt við að hraunstraumur hefur runnið þar fram, jaðrarnir storknað, en bráðin hraunleðjan í miðjunni skilið eftir auðan farveg. Gjáin er undrasmíð, með íhvolfum skjöldum beggja vegna, sem væru þing að að hafa bak við ræðupall í samkomuhúsi. Þegar hærra dregur, þrengist hún  og grynnist. Hraunsteinarnir verða rauðir, víða með víravirki af steinþráðum, eins og þeir væru nýstorkanðir. Og allt í einu sjáum við niður í stóran eldgíg, sem tæmt hefur allt hraunið úr sér niður Gjána. Hann heitir Búrfell.”
Þá fjallar Sigurður um næsta nágrenni, s.s. Kaldársel, Vatnsenda, Gvendarbrunna, Vífilsstaðahlíð, Húsfell, Helgafell og svæðið ofan Hafnarfjarðar.
Upplýsingar um Þjóðhátíðarlundinn - 1974“Ástæðan til þess, að eg hef gert þessar stöðvar að umtalsefni, er fyrirætlun Skógræktarfjelagsins að fá þær girtar og friðaðar. Það er tvennt, sem fyrir forystumönnum félagsins vakir; að klæða þetta landssvæði smám saman fjölbreyttum skógargróðri, ferga það og prýða, að laða fólkið af mölinni til þess að leita þar athvarfs og hressingar. Maggi Magnús yfirlæknir skrifaði hugvekju í Morgunblaðið, er hann nefndi Sumarland Reykvíkinga. Og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri mun síðar í kvöld gera nánari grein fyrir málinu. Þetta er fyrirætlun sem á skilið óskiptan stuðning Reykvíkinga, bæði bæjarfélags og einstaklinga, og æskilegast væri, að nágrannabæirnir tveir, [Kópavogur] og Hafnarfjörður, tækju höndum saman að framkvæma hana af stórhug og myndarskap.

Heiðmörk

Heiðmörk.

Þessum þjóðgarði þarf að velja nafn, sem honum í senn sæmir vel og minnir á takmark hans og tilgang. Eg vil stinga upp á því, að hann verði kallaður Heiðmörk. Heiðmörk er fornt heiti á einu fylkinu á Upplöndum í Noregi. Mörk er skógur. Allir finna, hversu vel það fer í nöfnum eins og Þórsmörk og Þelamörk. Í því er fólginn draumur voru um að klæða landið aftur íturvöxnum trjágróðri. Heiður er bjartur, og Heimörk; hið bjarta skóglendi. – er heiti, sem vel mun fara þessu friðsæla landi með tæru lofti og litum.
Heiðmörk á að verða okkar sólskinsblettur í heiði í réttri merkinu; þar eigum við að njóta heiðríku lands og lofts betur en unnt er að gera á götum bæjanna, heiðríkju hugans, heiðríkju einverunnar.”

(Sjá Heiðmörk – kort).

Heimildir m.a.:
-Sigurður Nordal, safnritið List og lífsskoðun, 3. bindi, bls. 317-323.
-Lesbók MBL. 11. maí 1941, bls. 161-163.
-Skilti við Helluvatn í Heiðmörk – Saga Heiðmerkur.

Heiðmörk

Fjárborg í Heiðmörk.