Færslur

Garðahverfi

Skúlastaðir var frumbýli Garða á Álftanesi.

Garðar

Garðar á Garðaholti í Garðahverfi.

Ingólfur Arnarsson, er fyrstur norrænna manna nam Reykjanesskagann, ánafnaði frændfólki, vinum og venslafólki er á eftir honum komu landkostum úr landnámi hans. Ásbjörn Össurarson, bróðurson Ingólfs, nam land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns. Álftanes allt, og bjó á Skúlastöðum. Hans son var Egill, faðir (Össurar, föður) Þórarins, föður Óláfs, föður Sveinbjarnar, föður Ásmundar, föður Sveinbjarnar, föður Styrkárs (101. kafli Landnámu (Sturlubók). Skúlastaðir voru utan í hæðardragi ofan fjarðar gegnt Hvaleyri.
Skúlastaðir áttu kúaselstöðu í Litlumýri á Bessastaðanesi, auk sauðaselstöðu í Helgadal. Ásbjörn reyndi, líkt og aðrir landeigendur, að gera nágrönnum sínum mörk jarðarinnar ljós er á var herjað og nefndi í því sambandi vænlega gróninga eina með lækjarfarvegi úr Markraka á ystu mörkum hennar; “Skúlatún”, ókunnugt um að u.þ.b. 70 árum síðar áttu eftir að koma upp jarðeldar í Grindarskörðum er létu hraun renna niður hlíðarnar er nánast eyddu gróningunum, nema þeim er hæst stóð – og sést enn.

Skílatún

Skúlatún norðanvert.

Skúlastaðir gætu ekki hafa verið í Skúlatúni því allir bæir landnámsmanna á Reykjanesskaganum voru við sjávarsíðuna.

Hefur hóllinn sá hæsti æ síðan verið nefndur “Skúlatún”, til minningar fyrsta ábúandans. Hafur-Björn og bræður hans, afkomendur Molda-Gnúps, sem hafði byggt Krýsuvík (þar sem nú er Húshólmi undir (G)Núpshlíð, höfðu þá ásælst jarðnæðið, enda skammt norðan landamerkjanna, auk þess Molda-Gnúpur þótti lítt friðvænlegur.
Þegar selstaðan í Litlumýri lagðist af fékk afkomandi Skúla, Bessi, aðstöðuna til afnotar og byggði sér þar nálægan bæ, sem jafnan hefur verið nefndur “Bessastaðir”. Í nútíma hefði sá bær jafnvel mátt heita “Guðnastaðir” eða “Höllustaðir”.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifauppgröftur neðan bæjarins; forn sel frá Hofstöðum.

Annar afkomandi fékk Hofsstaði. Sá hafði kúaselstöðu við Urriðavatn og fjársel við Grunnuvötn.
Vífill, einn þræla Ingólfs, hafði fengið Vífilsstaði. Sá hafði í seli ofan Hlíða, þar sem nú eru tóftir Víðistaðasels.

Garðar

Garðar – Túnakort 1918.

Þegar fram liðu stundir eftir árþúsundið var kirkja reist á frumbýlinu. Húsráðendur, prestarnir fýsti lítt að kenna bæinn við heiðingjann þann er hann fyrst byggði, enda fátt þá til vitneskjunnar fyrrum. Þegar þar var komið höfðu nokkur kotbýli, búin leiguliðum, byggst upp í kringum bæjarstæðið. Einstaka ábúendur töldu ráðlegt að afmarka skika sína með garðshleðslum. Prestinum fannst að sér sorfið og fyrirskipaði slíkt hið sama svo enginn kotbændanna yrði í vafa um hvar mörk stórbýlisins væri versus þeirra. Varð þá til bæjarnafnið “Garðar”, enda þá orðið nauðsynlegt að aðskilja hinn forna sið frá hinum “nýja”.

Bessi reyndist drjúgur umfram efni, kom á fót ágætu búi og vildi láta að sér kveða. Hafði hann frumkvæði að því að Álftanesbændur sammæltust um selstöður í Selgjá, norðan Helgadals. Garðabóndi færði þá selstöðu sína úr Helgadal að Kaldá.

Magnús Már Lárusson

Magnús Már Lárusson.

Magnús Már Lárusson, prófessor, skrifaði grein í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1960. Greinin var framhald greinar hans í blaðið árið 1957 er nefndist “Sitthvað um Fjörðinn”. Þar skrifar hann m.a. um Skúlastaði.
“Elzta saga byggðar á Reykjanesskaga er halla óljós og gloppótt. Heimildir eru fáar og stangast iðurlega á. Náttúruhamfarir, eldgos og landbrot hafa geisað án þess að setja teljandi spor í heimildir. Og örnefni hafa týnzt eða breyzt.
Í sóknarlýsingu sinni segir síra Árni í Görðum um eyðijarðir, að hann viti ekki um neina, “nema það skyldu vera Skúlastaðir, sem mælst er hafi verið jörð áður fyrr meir, og hvar af skuli finnast minjar uppi í hrauni, suður frá Hvaleyri.” Það er sorglegt að hann skuli ekki tilgreina staðsetninguna skilmerkilegar.”

Selgjá

Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Svæði þetta er stórt mjög, en Jarðabók Árna Magnússonar segir, að staðurinn í Görðum eigi selstöðu, þar sem heitir við Kaldá, og eru þar bæði hagar og vatnsból gott. Í öllum máldögum Garða er svæði þetta nefnt; “Afrétt í Múlatún”, t.d. DI iv 108, vi 123, xv 638 og var síra Árna þetta kunnugt, enda er pláss þetta í Garðalandi. Skúlatún er vafalaust afbökun úr Múlatúni.”

Sé lýsing Brynjólfs frá Minna-Núpi í Árbók fornleifafélagsins 1908 [1903] athuguð, þá er hún ekki sannfærandi um, að þar hafi býli verið. Enda eigi heldur lýsing Þorvalds Thoroddsen í Ferðaból I.

Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en Garðakirkja nam síðar land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – loftmynd 1954.

Eru munnmæli um að Skúlastaðir hafi verið ein jörðin en hin jörðin hafi verið Vífilsstaðir, eða Vífilstóftir, sem þó telst ekki til hinna eiginlegu landnámsjarða, en hún var byggð af Vífli. Vífilsstaðir munu fljótlega eftir landnám hafa komist í eigu kirkjunnar, fyrst Viðeyjarklausturs, en árið 1558 eignaðist Garðakirkja jörðina.
Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Í “Bessastaðaannáli” forsetaskrifstofunni frá 1968 segir um Skúlastaði:
Landnámabók segir að Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ingólfs Amarsonar, hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns, Álftaness allt, og búið að Skúlastöðum.

Bessastaðir eftir Tryggva Gíslason, lektor. Útvarpsþáttur fluttur 30. júní 1968 Sá, sem nam Álftanes, hét Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs. Bær hans er sagður hafa heitið á Skúlastöðum, en það bæjarnafn er ekki lengur til í hinu forna Landnámi Ásbjarnar milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, en í hrauninu undir Lönguhlíðum, suðaustan Hafnarfjarðar, heitir lítill grasgeiri Skúlatún og hraunið þar norður af Skúlatúnshraun, en óvíst er með öllu, að það eigi nokkuð skylt við hið forna bæjarheiti á Álftanesi, Skúlastaði.
Engar spurnir fara af manni þeim, Bersa eða Bessa, sem Bessastaðir gætu heitið eftir.

Garðaholt

Garðaholt – jarðnæði.

Garðakirkja í Görðum á Álftanesi er sóknarkirkja Garðasóknar. Kirkja hefur staðið í Görðum frá fornu fari. Garðakirkja var frá upphafi Péturskirkja en algengt var, er menn fóru að reisa kirkjur hér á landi eftir kristnitöku, að þeir helguðu kirkjur sínar Pétri postula. Máldagar greina frá, að Bessastaðakirkja sé í fyrstu talin Maríukirkja og síðar Nikulásarkirkja, og bendir það til þess, að Garðakirkja sé eldri. Í þessu felst skýr ábending um háan aldur hennar, því svo miklar eignir hlóðust ekki á kirkjur yfirleitt nema þá á all löngum tíma. Sterk rök virðast því hníga að því, að Garðar séu hin forna landnámsjörð Ásbjarnar Össurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og jafnframt með elstu kirkjustöðum þessa lands.

Heimildir m.a.:
-forseti.is
-alftanes.is
-Úrval, 11. hefti 01.11.1968
-https://timarit.is/page/8005106?iabr=on#page/n51/mode/2up
-Aðalheimild: Vilhjálmur Þ. Gíslason: Bessastaðir, Reykjavík 1947.
-https://gardasokn.is/gardakirkja/
-Forsetakynning, 2. tbl. 10.06.1968.
-https://timarit.is/page/5374305?iabr=on#page/n0/mode/2up
-Magnús Már Lárusson, Enn úr Firðinum, Alþýðublað Hafnarfjarðar (jólablað) 1960, bls. 4-5.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Álftanes

Í þjóðsögunni um “Steinarnir á Álftanesi” er getið um tvo staka steina sunnan og neðan við Grástein á Álftanesi. Grásteinn er þekktur af sögnum, en fáir hafa veitt framangreindum steinum sérstaka athygli. Sagan segir:

“Það vita allir að flestir hólar eða steinar sem nokkuð kveður að eru byggðir af fólki því sem álfar heita. Nú eru álfar misjafnir, sumir góðir, en sumir illir. Þeir góðu gjöra engum mein nema þeir sé áreittir af mönnum að fyrra bragði; hinir þar á móti vinna mörgum manni tjón.

Álftanes

Steinarnir tveir á Álftanesi – Grásteinn fjær.

Góðu álfarnir eru margir ef ei allir kristnir og halda vel trú sína. Mega þeir sín mikils og er það heill mikil að hjálpa álfum og koma sér vel við þá því þeir eru nokkurs konar andar eða verur. Flestir álfar eru alvarlegir og hafa óbeit á öllum gáska og gapaskap. Skyldi maður því forðast allt ósiðsamlegt nálægt bústöðum þeirra því annars getur hlotizt illt af því, því álfar reiðast illa. Þetta hefur og Álfa-Árni tekið fram. Hann varar menn við að ganga í steininn mikla sem stendur fyrir utan Hvamm í Hvítársíðu; þar búa illir álfar og alheiðnir.

Grásteinn

Grásteinn á Álftanesi.

Svo er t. a. m. um steina tvo á grandanum milli Brekku og Lambhúsa á Álftanesi. Þeir standa sunnanvert við götuna skammt fyrir neðan Grástein. Þessir steinar eru sjálfsagt álfabæir því ef maður hleypur af ásetningi á milli þeirra með gáska og hlátri eða ósiðsemi þá hlekkist þeim eitthvað] á sem það gjörði eða hann deyr jafnvel áður en langt um líður. Viti maður ei af þessum álögum á steinunum þá sakar ei þó milli þeirra sé gengið. Ei sakar heldur þó milli þeirra sé gengið með siðsemi og hæversku. Þegar Steindór Stefánsson heyrði sögu þessa þókti honum hún ótrúleg og gjörði hlátur að henni. Bar þá svo vel við að hann gekk frá kirkju þegar hann heyrði hana og hljóp hann þá milli steinanna með öllum illum látum. En álfar láta ei að sér hæða, Steindór drukknaði á SkerjafirÖi stuttu eftir. Við þetta minnkaði nú ekki trúin á steinunum því hefði Steindór ekki hlaupið á milli þeirra, þá hefði hann ekki drukknað. Veturinn 1844 tóku tveir piltar sig saman og ætluðu að reyna steinana; það vóru þeir Magnús Grímsson og Páll Jónsson. Þeir hlupu nú milli þeirra og gjörðu allt sitt til, en ekki hefur það á þeim séð; þeir lifa enn góðu lífi.”

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Jón Árnason, bókaútgáfan Þjóðsaga, bls. 8-9.

Grásteinn

Grásteinn

Skansinn

Við Skansinn á Bessastaðanesi má lesa eftirfarandi texta á upplýsingaskilti við tóftirnar:

“Skansinn er hvort tveggja til marks um ófriðartíma fyrri alda og aðsetur æðsta valds landsins á Bessastöðum. Hér eru jafnframt minjar um kotbýli frá 19. öld þar sem Óli skans bjó.

Varnir gegn útlenskum hervíkingum

Skansinn

Skansinn.

Vígvirkið Skansinn á uppruna sinn að rekja til Tyrkjaránsins árið 1627. Annálar greina frá því að höfuðsmaðurinn danski, Holgeir Rosenkranz, hafi spurt rán í Grindavík og látið “tilbúa í Seylunni virki eður skans, (sumir sögðu af fiskiböggum), og setja á byssur þær fáu, til voru”. Þar vörðust landsmenn alsírskum sjóræningjum sem sigldu inn á höfnina á tveimur skipum. Meðal þeirra sem voru skikkaðir í skansinn var Jón Indíafari, reynd fallbyssuskytta. “Fýruðu þeir nokkrum stykkjum þeim á móti og ránsmenn í sama máta af sínum skipum á land upp.”
SkansinnÞegar annað ránsskipið festist á grynningum fullt af herteknum Íslendingum vildu varnarliðar skjóta án afláts og frelsa fangana um borð en Danir héldu aftur af þeim. Ruddu sjóræningjarnir ýmsu ránsgóssi frá borði, reru með fanga í hitt skipið og sigldu brott með aðfallinu til Vestmannaeyja.
Fjórum áratugum eftir þetta barst Friðriki Danakonungi sú flugufregn til eyrna að fjandvinir hans Englendingar hygðust hertaka Ísland. Gerði hann út Ottó Bjelke með stórt stríðsskip til að bæta varnirnar hér á landi.

Skansinn

Upplýsingaskiltið – Skansinn í baksýn.

Svokallaður skanstollur var lagður á til að fjármagna gerð virkis “til varnar fyrir útlenzkum hervíkingum”. Árið 1668 var skans reistur í nesinu norðan við Bessastaðatún, ferkantaður, tuttugu málfaðmar á hvern veg, tveggja mannhæða hár og “með fallbyssu besettur”. Ottaskans, eins og hann var kallaður, þótti lítilsverðar með hliðsjón af þeim fjármunum sem til hans runnu, “einn lítill skansvottur í afsökunarnafni ásýndar”.
Árið 1809 lét Jörundur hundadagakonungur reisa vígi við Arnarhól til varnar Reykjavík. Voru fallbyssurnar í Bessastaðaskansi fluttar þangað þótt hálfsokknar væru og ryðgaðar, sex að tölu fyrir sex punda skot, og dyttað að þeim svo hægt yrði að hleypa af þeim skotum. Eftir að skammvinnum valdatíma Jörundar lauk var lítt hirt um virkið og segir í árbókum Espólíns að flestum fallbyssunum hafi verið sökkt í sjó.
Leifar af fallbyssum frá Bessastöðum voru fluttar í Þjóðminjasafn Íslands. Í fornleifakjallaranum á Bessastöðum getur að líta fallbyssu og kúlur sem taldar eru vera úr Bessastaðaskansi.

Bessastaðaland

Bessastaðir

Bessastaðir.

Flóðs og fjöru gætir í Bessastaðatjörn síðan ósinn var stíflaður árið 1953. meðan enn fjaraði í tjörninni kom upp með fjöru brík frá Prentsmiðjuflöt, þar sem var prentsmiðja Skúla Thoroddsen snemma á 20. öld og liggur hún að Stekkjarmýrarhól. Var sú leið oft farin, ekki síst ríðandi og nefndist Steinboginn.
Hjá Sjóbúðaflöt er tóft sem kallaðist Sjóbúð og enn fremur mun þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör.
Í Bessastaðatjörn eru hólmar þar sem æður verpir. Bessi, bóndi á Bessastöðum, er sagður heygður í þeim stærsta, Bessahólma, hinir tveir eru manngerðir í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Kóri fékk nafn eftir fæðingarstað Ásgeirs í Kóranesi á Mýrum.
Austan við Skansinn eru veggjarústir, trúlega úr Skólanausti þar sem skólapiltar geymdu bát sinn.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Á Sauðatanga eru leifar af sauðaborgum og ef til vill hrossaskjóli.
Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber á Bessastaðanesi, hefur verið fyrirtaks byrgi til gæsaveiða. Grjóthlaðnir veggir skammt vestan við byrgið kunna að hafa verið rétt eða hrossaskjól.
Tóftarbrot eru á Ranatá og Vestaritanga en hlutverk þeirra er ekki þekkt.
Í Kringlumýri er ríkt fuglalíf og þar eru víða niður við sjó fornar hringlaga grjóthleðslur fyrir æðarvarp.

Tóftir af bænum hans Óla skans

Skansinn

Skansinn og bær Óla skans.

Á 19. öld var reist lítið býli við Seyluna, hjáleiga frá Bessastöðum, sem nefnt var eftir Skansinum. Þar var búið til ársins 1927. þekktastur ábúenda er án efa Ólafur Eyjólfsson, Óli skans kallaður, sem bjó þar á ofanverðri 18. öld. Gamanvísa um hann er sungin enn í dag, en afbökuð.
Rétt er hún svona:

Óli Skans, Óli Skans,
er hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjóli.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ei orna honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Gísli Jónsson listmálari bjó síðast í Skansinum með seinni konu sinni Björgu Böðvarsdóttur við bjargneyð og einangrun.
Málverk Gísla prýddu veggi og meðal þeirra fegurstu er myndin sem hér fylgir af Skansinum og hann gaf konu sinni með rósamáluðum ramma utan um.”

Óla skans er lýst svo

Skansinn

Ljóðið um Óla skans.

Salvör Kristjana Gissurardóttir bloggar um Óla Skans árið 2018. Þar segir hún m.a.: “Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, en allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt og sítt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans, og er við hann kennt hið alkunna danslag, sem allir þekkja.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – Skansinn.

Ólafur þessi var vinnumaður nokkur ár hjá móður minni, og var hann einn fyrsti háseti hjá mér, er ég byrjaði formennsku. Hann var liðlegur sjómaður, og féll mér ágætlega við hann. Ólafur varð síðar holdsveikur og dó á spítalanum í Laugarnesi.”

Átti Óli skans sem sagt enga konu sem hét Vala og var hann ekkert tengdur skansi nema að því leyti að hann ólst upp á litlum bæ í lendingunni á Bessastöðum?

Óli skans virðist hafa vakið upp sköpunarkraft skálda og Stefán Jónsson yrkir um Óla og í kvæðum Stefáns hefur Fífa breyst í Völu. Svo hefur Loftur Guðmundsson líka vísun í Óla skans oftar en einu sinni í kvæðinu Réttarsamba.

Bessastaðanes

Skólanaust við Skansinn.

Ég giska á að fyrsta vísan um Óla skans þar sem hann vildi láta Fíu orna sér hafi verið sungin við ákveðið danslag og svo hafi það fylgt Óla eftir, dansarnir breytast með tímanum og ég man ekki hvað dansinn hét sem maður lærði í danstímum bernskunnar og undir var spilað og sungið lagið um Óla skans, hét dansinn skottís eða eitthvað annað? En þessi danstaktur tíðarfarsins sem fylgir Óla skans með nafn sem minnir á dans kveikir líka upp fylgikonur, Fía og Vala og Gunna. Fía hlýjar Óla, en Vala ráðskast með hann.

Lagið “ÓLI skans”

Óli skans, Óli skans,
ógnar vesalingur,
Vala hans, Vala hans
veit nú hvað hún syngur.
Óli, Óli, Óli skans.
Vissulega vildu fáir
vera í sporum hans.

Óli er mjór, Óli er mjór.
Óli er líkur fisi.
Vala er stór, Vala er stór.
Vala er eins og risi.
Óli, Óli, Óli skans.
Sjá hve þú ert sauðarlegur,
segir konan hans.

Þú ert naut, þú ert naut.
Þannig hóf hún tölu.
Óli gaut, Óli gaut
augunum til Völu.
Óli, Óli, Óli skans.
Ákaflega önuglynd
er eiginkonan hans.

Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið í Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala, konan hans.

Skansinn

Upplýsingaskiltið um Skansinn og Bessastaðanes – bær Óla skans í baksýn við Skansinn.

Heimildir:
-Upplýsingaskilti við Skansinn á Bessastaðanesi.
-https://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/2214985/
-Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnasögu Íslendinga – Saga, 1. tölublað (01.01.1968), bls. 122-138.
-Kvæði Stefáns Jónssonar Harpan, 9-12. tölublað (01.12.1937), bls 186.
-Skansinn og Bessastaðastofa (ferlir.is).

Skansinn

Frá vígslu upplýsingaskiltisins við Skansinn.

Álftanes

Breiðabólsstaðir voru meðal jarða sem Þorvarður Erlendsson hafði til kaups við brúðkaup þeirra Kristínar Gottskálksdóttur og eru nefndir í kaupmálabréfi hjónanna árið 1508:. “voru þessar jarder til greindar j þennan sama kavpmala. […] Breidabolstadir fyrir. xl.c.“

Breiðabólsstaður

Steinhúsið að Breiðabólsstað.

Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var jörðin hins vegar komin í konungseign árið 1703, þá kölluð hálfbýli og hafði „ekki fyrirsvar nema að helmíngi.“ Jarðardýrleiki var óviss og þrönglent á sumrin. Mikill ágangur og landbrot var af sjónum og sjávarsandur olli túnunum skaða. Eins og fleiri jarðir á Álftanesi höfðu Breiðabólsstaðir selstöðu í Norðurhellrum í Heiðmörk og sölvafjöru á Lönguskerjum í Skerfjafirði. Ábúandi var Guðlaugur Grímsson og voru 11 manns í heimili.3 Ekki virðist því hafa verið tvíbýli eins og síðar á Breiðabólsstöðum. Þegar manntal var tekið árið 1801 skiptist jörðin þó milli tveggja ábúenda. En árið 1847 voru Breiðabólsstaðir komnir í bændaeign og einungis var einn eigandi og ábúandi. Jarðardýrleiki var 20 5/6 hundruð. Samkvæmt Erlendi Björnssyni voru bæirnir síðan tveir þegar foreldrar hans, Björn Björnsson (1814-1879) og Oddný Hjörleifsdóttir (1838-1901), bjuggu á Breiðabólsstöðum á síðari hluta 19. aldar. Á móti þeim Bjuggu Erlendur Erlendsson hreppstjóri og Þuríður Jónsdóttir. Samkvæmt túnakorti frá árinu 1917 náðu tún jarðarinnar yfir þrjá teiga og voru sléttuð að mestu. Kálgarðar voru samtals 1792 m2 þannig að töluvert hefur verið ræktað af kartöflum og öðru grænmeti.

Álftanes

Breiðabólsstaður.

Land Breiðabólsstaða er flatlent og gróið. Skammt norðan bæjarins er sjávarkamburinn og var sjórinn stundaður af kappi. Austan bæjastæðisins er Breiðabólsstaðatjörn og enn austar Kálfskinn en svo nefnist norðuranginn af Bessastaðatjörn. Austast breiðir Eyrin úr sér, grasi gróin og flöt. Sunnan bæjarins eru þurrar grundir og enn þá sunnar Stekkjarmýrin niður að Bessastaðatjörn. Grund hét áður hjáleiga Breiðabólsstaða norðaustur upp af Kálfskinni. Nú er Grund hins vegar húsið sem er áfast gamla bænum eða steinhúsinu á Breiðabólsstöðum. Önnur nýbýli á jörðinni eru Hvoll suður af bænum og Jörfi suðvestur af honum, nær Kálfskinni. Breiðabólsstaðir voru teknir eignarnámi í stríðinu og var reistur kampur á svæðinu þar sem Jörfi er nú.

Álftanes - kort 1870

Álftanes – kort 1870.

Á túnakorti frá 1917 má sjá að steinhúsið sem byggt var á Breiðabólsstöðum árið 1884 hefur verið staðsett nokkru norðar á bæjastæðinu en hin húsin. Eftir að það var byggt fluttu ábúendur sig þangað og enn þá er búið í þessu húsi. Nú hefur íbúðarhús nýbýlisins Grundar auk þess verið byggt við gamla steinhúsið. Þar eð löngum var tvíbýli á Breiðabólsstöðum hefur þó væntanlega líka verið búið í einhverjum þeirra húsa sem voru í húsaröð suðaustan við steinhúsið.
Bæjastæðið er slétt frá náttúrunnar hendi, þurrt og gróið. Breiðabólsstaðatjörn er austan bæjar og sjórinn norðan við. Eiginlegur bæjarhóll sést ekki en örlítill aflíðandi halli er þó frá gamla steinhúsinu og nýbýlinu Grund niður að tjörninni. Ætla má að núverandi byggingar standi á hinu forna bæjastæði Breiðabólsstaða og að þarna hafi bæirnir staðið um aldir. Ef bæjahóll hefur náð að safnast upp á þessum stað hefur alveg verið sléttað úr honum við byggingu nýrra húsa.

Jón Thorarensen

Sjósókn – Jón Thorarensen. Endurminningar Erlends Björnssonar.

Í endurminningum Erlends Björnssonar frá Breiðabólsstöðum, Sjósókn, segir eftirfarandi: Erlendur Erlendsson hreppstjóri „bjó í stóru steinhúsi sem hann byggði árið 1884. Það er fjórtán álnir á lengd, en níu álnir á breidd með kjallara og portbyggt. Á vertíðum voru fjörutíu manns í húsi þessu. Húsið er byggt úr klofnu og höggnu grjóti, sem tekið var víðsvegar í landareigninni. Grjótið var klofið þar, sem það var, og allt borið heim á tveggja og fjögurra manna börum, en höggvið og lagað betur heima. Veggirnir voru tvöfaldir og loft á milli, og yfir gluggum og dyrum voru drangar svo langir, að þeir náðu alveg yfir. Er hús þetta að öllu leyti ágætt enn í dag. Timbur allt og þak í húsi Erlends var komið úr gríðarstóru salthúsi og fiskhúsi, er stóð fyrrum á Eyrinni niðri við Seyluna í landareign Breiðabólsstaða […] Í kjallaranum í húsi Erlends voru þrjú herbergi, búr, eldhús og sjómannaskáli, sem var helmingur kjallarans. Voru þar tuttugu manns. Á hæðinni fyrir ofan voru þrjú herbergi, stofa fyrir gesti kvennaherbergi, – voru þar átta konur, – svo var helmingurinn af hæðinni kallaður baðstofa, og voru þar húsbændur og heimafólk, fjórtán manns. Var þar unnin ullarvinna og hampvinna á vetrum. Þar var líka vefstóll […] Uppi á loftinu var geymsla.“

Breiðabólstaðir

Breiðabólstaðir á Álftanesi.

Steinhúsið á Breiðabólsstöðum var friðlýst af forsætisráðherra 14. júní 2016 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins: „Gamla steinhúsið að Breiðabólsstöðum, Álftanesi var byggt […] úr klofnum og tilhöggnum grásteini sem límdur var saman með kalksandi. Húsið er einlyft með kjallara og portbyggðu risi. Veggir þess eru tvöfaldir með loftbili á milli og yfir dyrum og gluggum eru heilir steinar sem ná alla leið yfir opið. […] Viðir voru fengnir úr gömlu salt- og fiskhúsi Siemsensverslunar sem stóð á Eyrinni niður við Seyluna. Erlendur Erlendsson útvegsbóndi byggði húsið en seldi það síðar nafna sínum Björnssyni.

Breiðabólstaðir

Breiðabólstaðir – endurgerðir.

Breiðabólsstaðahúsið er vel varðveitt og er verið að gera það upp á vandaðan hátt. Það er fágætur vitnisburður um stórt útgerðarheimili frá seinni hluta 19. aldar þegar umfangsmikil sjósókn var stunduð frá Álftanesi og öðrum sjávarbyggðum við innanverðan Faxaflóa. Að öllum líkindum er það eina heillega húsið frá 19. öld sem enn stendur í sveitarfélaginu. Byggingarlag hússins er athyglisvert og óvenju vandað.“

Á túnakorti frá 1917 er sýnd húsaröð sunnan og suðaustan við steinhúsið. Austast var fjórskipt bygging sem virðist vera úr torfi eða steini.

Breiðabólsstaður

Breiðabólsstaður – kort.

Samkvæmt örnefnaskrá voru Breiðabólsstaðabæirnir „norðarlega í túninu, spölkorn frá sjávarkampinum. Þar var löngum tvíbýli og er enn“, Austurbær og Vesturbær sem „stóðu saman með sameiginlega stétt og hlið og húsagarð […]“. Ef til vill hafi bæirnir tveir upprunalega staðið hlið við hlið í húsaröðinni, annar vestar en hinn austar. Þar eð farið var að búa í steinhúsinu þegar árið 1884 má hins vegar ætla að þá hafi það verið kallað Vesturbær. Eitthvert húsanna í húsalengjunni hefur þá kannski verið Austurbærinn, mögulega það austasta sem stendur suðaustan við steinhúsið á kortinu. Þarna gætu þó líka hafa verið útihús.
Byggingin í miðri húsaröðinni skiptist í þrjú hólf eða sambyggð hús sem af túnakortinu að dæma hafa verið úr steini eða timbri. Langveggirnir í austasta hólfinu eru þó teiknaðir eins og þeir séu úr þykkara efni eins og torfi.11 Mögulega hefur þessi miðjubygging í húsaröðinni verið upprunalegi Vesturbærinn, þ.e. frá því áður en steinhúsið var byggt. Hún gæti þó einnig hafa nýst sem útihús.

Álftanes

Álftanes – minjar við Jörfa.

Vestast í röðinni er svo stakt ferhyrningslaga hús úr timbri eða steini. Erlendur Björnsson segir í endurminningum sínum að heima við bæ nafna hans Erlendssonar sé „stór fiskhjallur með lofti, er var læst, en rimlaveggi á hliðum“. Ekki er greint nánar frá staðsetningu hjallsins en hann var stór og stóð við bæinn og gæti því vel hafa verið vestasta húsið í húsaröðinni.
Engar minjar sjást lengur um húsaröðina sem er sýnd á túnakortinu því nú hefur ný húsalengja verið byggð á grunni þeirrar gömlu. Í nýju húsalengjunni eru bæði uppgerðar íbúðareiningar og útihús. Í stæði austustu byggingarinnar sem sést á túnakortinu er nú hesthús og malarborið hestagerði og er hesthúsið austast í núverandi húsaröð. Miðhúsið á túnakortinu hefur staðið undir miðhluta núverandi húsaraðar og vestasta húsið eða fiskhjallurinn undir vestasta hlutanum. Engar menjar sjást lengur um gömlu húsin.

Breiðabólstaðir

Breiðabólsstaðir – endurgerðir.

Í Jarðabókinni segir um Breiðabólsstaði árið 1703 að „vatn þrýtur í stórum frostavetrum og verður þá á aðra bæi vatn að sækja.“ Þó er vitað um að minnsta kosti tvo brunna á bænum gegnum tíðina. Á túnakortinu árið 1917 er brunnur merktur inn þar sem Breiðabólsstaðatún mætir Akrakotstúni, nokkru norðvestan við steinhúsið en suðaustan Akrakots. Brunnur er enn þá varðveittur á þessum stað, þ.e. á hlaðinu vestan við steinhúsið og nýbygginguna Grund. Hlaðið er malarborið og brunnstæðið vel greinilegt en keyrt er í kringum brunninn. Honum hefur þó verið breytt í áranna rás. Dæla hefur verið sett í hann, að líkindum fyrir stríð, og hann var notaður fram á 7. áratug 20. aldar þar til vatnsveita kom í hreppinn. Brunnurinn hefur verið hlaðinn upp og steinsteyptur og er því talsvert breyttur frá því sem áður var.

Álftanes

Álftanes – minjar á Norðurnesi.

Samkvæmt örnefnalýsingu var brunnur hins vegar einnig staðsettur suðvestan við steinhúsið: „Brunnur var í túninu, suðvestur frá bænum. Hann var á mörkum milli Breiðabólsstaða og Akrakots – þó Breiðabólsstaðamegin við merkin. Brunngata lá frá honum til bæjar. Nú er komin vatnsveita og Brunnurinn aflagður.“ Suðvestur frá steinhúsinu má sjá leifar gamals brunns á svipuðum slóðum. Hann er að vísu Akrakotsmegin við hina gömlu merkjalínu bæjatúnanna en þar eð örnefnalýsingar eru ekki alltaf nákvæmar getur þetta þó engu að síður verið sami brunnur. Varðveist hefur hleðsla sokkin á kaf í sinu og þýfi. Hún er hlaðin úr talsvert stórum steinum, ferköntuð, 1,5 m á kant og 0,3 m á hæð, innanmálið um 1 x 0,5 m. Þessi hleðsla minnir mjög á brunn. Um 3 m austan við hana er breiður skurður og byggingaframkvæmdir hafa farið fram austan hans og um 15 m suðaustan hleðslunnar. Þótt örnefnalýsingin staðsetji vatnsbólið vestan megin við mörkin getur þetta þó vel verið sá brunnur sem þar er sagt frá.

Alftanes

Borgarhóll.

Samkvæmt túnakorti er stórt útihús sem virðist vera úr torfi norðaustur af húsaröðinni en austur af steinhúsinu. Það stendur austan megin í kálgarði við bakka Breiðabólsstaðatjarnar og hefur stefnuna norðvestur – suðaustur. Það hefur staðið á mörkum hestagerðis sem er þarna núna og sléttaðs svæðis gamla kálgarðsins. „Heima var fjós og heyhlaða“ segir Erlendur Björnsson í umfjöllun um Breiðabólsstaði en ekki kemur fram nákvæmlega hvort þau hafi staðið þarna eða annars staðar. Ekki sést til fornleifa.

Álftanes

Álftanes – kort.

Stór tóft er varðveitt á Eyrinni niðri við Seyluna, norðvestur frá Kálfskinni. Hún stendur á sendnum sjávarkambi með melgresi og eru seinni tíma sjóbúðir og naust í kring. Tóftin virðist hafa afmyndast talsvert af sandburði og auk þess hefur verið keyrt yfir hana. Hún er þó um 14 x 10 m að utanmáli með stefnuna norðaustur – suðvestur og er stórt op á langveggnum sjávarmegin.
Á þessum slóðum var áður salthús og fiskhús, byggt á seinni hluta 19. aldar og nefndist Eyrarhús eftir Eyrinni. Í örnefnalýsingu segir: „Eyrarhús var við Seyluna, rétt fyrir sunnan Rastartanga. Það var fisktökuhús. Eyrarhús var rifið um 1884 og viðirnir notaðir í steinhúsið á Breiðabólsstöðum. Tóftir Eyrarhúss sjást enn.“

Álftanes

Á 19. öld hafði engu verið raskað við Bessastaðatjörn né Dugguós. Í ósnum var mikil kolaveiði og hún talin mikil hlunnindi fyrir Bessa- og Breiðabólsstaði. Það er athyglisvert hvað Erlendur Björnsson, fæddur 1865, segir um þróun kolaveiðinnar. „Árið eftir að fyrstu togararnir komu hér í Faxaflóa, hurfu þessi dýrmætu hlunnindi frá þessum tveim jörðum og verður sá skaði alltaf ómetanlegur“.
Ein af frásögnum Erlends er með ólíkindum. Þar segir frá róðri sem hann fór í árið 1890 á sexæringi við þriðja mann í blíðskaparveðri vestur á Svið, nánar til tekið í Fláskarðið vestur af Marflónni. Þar lögðust þeir félagar við stjóra. Eftir að hafa dregið sjóðvitlausan þyrskling þar til beituna þvarr urðu góð ráð dýr. Enn var stafalogn, heiðríkja og skammt liðið dags.
Erlendur gerði þá leit í bátnum og fann stóran öngul með blýsíld á leggnum.
Hann flakaði þyrskling og „beitti sig niður“ til að reyna við lúðu. Að „beita sig niður“ fólst í því að sitja sem lægst í bátnum og láta hægri handlegginn (væri viðkomandi rétthendur) liggja út fyrir borðstokkinn og hafa færið kyrrt í hendinni.
Skemmst er frá því að segja að Erlendur dró tuttugu og tvær „flakandi lúður“ (á bilinu 50 – 155 kg) þennan dag. Aðeins liðu fjórtán klukkutímar frá því þeir héldu í róðurinn og þar til þeir komu að. Ástæða þess að þeir héldu til lands var ekki sú að tekið hefði undan. Síður en svo, lúðan virtist jafnör og í upphafi, en það var komin lognhleðsla á bátinn.
Í lok kaflans þar sem þessum róðri er lýst er haft eftir Erlendi: „Þessi róður minn út á Sviðið….er gott dæmi þess hvílík gullkista það var, áður en botnvörpuveiðar og lúðuskip frá Ameríku hófu rányrkju sína hér í flóanum”.

Erlendur Björnsson segir einnig frá Eyrarhúsi og steinhúsi Erlends Erlendssonar á Breiðabólsstöðum: „Timbur allt og þak í húsi Erlends var komið úr gríðarstóru salthúsi og fiskhúsi, er stóð fyrrum á Eyrinni niðri við Seyluna í landareign Breiðabólsstaða. Siemsensverzlun átti þetta hús fyrst. Á vorin kom skip inn á Seyluna með salt, er skipað var upp í þetta hús, en seinni part sumars seldu bændur verkaðan og þurrkaðan saltfisk kaupmanni þeim, er átti þetta hús, og fluttu fiskinn í það. Kaupmaður sá, er verzlaði þarna síðast, hét G. E. Unbehagen, og átti hann þetta gríðarmikla hús.
Á haustin kom svo skip til þess að sækja fiskinn. Þessi Unbehagen kaupmaður, sem var þýzkur, seldi svo Erlendi þetta hús fyrir fjögur hundruð krónur. Salthús þetta var að minnsta kosti tuttugu álnir á lengd og tólf álnir á breidd, allt byggt úr framúrskarandi góðu timbri með timburþaki og allt lagt með hellu. Var timbrið og hellan notað í hús Erlends.“
Miðað við frásögn Erlends var Eyrarhús eingöngu úr timbri og ekki er minnst á hlaðna veggi. Með hliðsjón af mögulegri lengd álnar á 19. öld hefur það verið um 12,5 x 7,5 m eða enn þá stærra. Utanmál tóftarinnar sem varðveitt er á staðnum er nokkuð meira þannig að það munar 1,5-2,5 m. Það er þó ekki að marka vegna þess hve hún er útflött og því er vel hugsanlegt að þarna séu leifar af grunni undan timburhúsinu. Þessar minjar eru í hættu vegna þess að keyrt er yfir þær.

Á túnakorti 1917 eru umgirtir kálgarðar við bæjarhúsin á Breiðabólsstöðum, norðan og sunnan við húsaröðina, en austan og suðaustan við steinhúsið. Garðarnir eru umgirtir veggjum hlöðnum úr grjóti eða torfi að sunnan, vestan og austan. Austast fellur veggurinn á nyrðri garðinum saman við túngarðinn.

Álftanes

Álftanes – minjar við Jörfa.

Samkvæmt örnefnalýsingu var Heimagarður austan steinhússins: „Kálgarðar voru heima við húsið, Heimagarður austan þess og Hróbjartsgarður vestan þess. Hann var kenndur við Hróbjart Sigurðsson, bónda á Breiðabólsstöðum.“ Kálgarðurinn sem er á milli steinhússins og Breiðabólsstaðatjarnar á túnakortinu en norðan við húsaröðina gæti verið Heimagarður. Enn þá er grjóthleðsla austan við steinhúsið, á þeim slóðum sem vesturhlið kálgarðsins var samkvæmt túnakortinu. Hún er um 12 m löng, 0,5 m breið og 0,3 m há, farin að renna í sundur en sjást þó 3 umför af grjóti í henni. Líklegt er þó að garðurinn hafi verið endurhlaðinn í tímans rás þannig að þetta þarf ekki að vera sami garður og sýndur er á túnakortinu. Engar menjar eru um kálgarðinn sem á túnakortinu er sunnan við bæjarröðina og ekki heldur um Hróbjartsgarð sem á að hafa verið vestan við steinhúsið.

Álftanes

Borgarhóll – Í örnefnalýsingum segir: „Borgarhólar: Svo heita hólar syðst í Stekkjarmýrinni.“ „Sunnan við Stekkjarmýrina er hár hóll, alltaf nefndur Borgarhóll. Hann er nú kominn í tún, en heldur alveg lögun sinni. Í honum á að vera grafin gullkista. Björn [Erlendsson] heyjaði Borgarhól í rúm 40 ár og hraktist aldrei tugga á honum.“ Borgarhólar eru syðst í landi Breiðabólsstaða, um 400 m suðsuðaustur frá gamla steinhúsinu [781]. Þeir gnæfa grasi grónir yfir flatlendið í kring og Stekkjarmýrin er í raun suðaustan þeirra, suðvestur frá þeim gengur nesið Langi út í Bessastaðatjörn og vestan megin er tún. Sérstaklega er einn hóllinn áberandi og tengjast sagnirnar um fjársjóðinn honum samkvæmt ábúendum í Jörfa. Það að hóllinn skuli vera kenndur við borg gæti auk þess bent til að þarna hafi verið fjárborg. Hólinn er um 13 x 13 m á stærð, hringlaga og siginn í miðjunni. Líklegt er að þetta séu leifar fjárborgar úr torfi.

Í örnefnalýsingum segir: „Borgarhólar: Svo heita hólar syðst í Stekkjarmýrinni.“ „Sunnan við Stekkjarmýrina er hár hóll, alltaf nefndur Borgarhóll. Hann er nú kominn í tún, en heldur alveg lögun sinni. Í honum á að vera grafin gullkista. Björn [Erlendsson] heyjaði Borgarhól í rúm 40 ár og hraktist aldrei tugga á honum.“ Borgarhólar eru syðst í landi Breiðabólsstaða. Þeir gnæfa grasi grónir yfir flatlendið í kring og Stekkjarmýrin er í raun suðaustan þeirra, suðvestur frá þeim gengur nesið Langi út í Bessastaðatjörn og vestan megin er tún. Sérstaklega er einn hóllinn áberandi og tengjast sagnirnar um fjársjóðinn honum samkvæmt ábúendum í Jörfa. Það að hóllinn skuli vera kenndur við borg gæti auk þess bent til að þarna hafi verið fjárborg. Hólinn er um 13 x 13 m á stærð, hringlaga og siginn í miðjunni. Líklegt er að þetta séu leifar fjárborgar úr torfi.

Breiðabólsstaðatúngarður landamerkjagarður garðlög Minnst er á túngarðsbrot við Breiðabólsstaði þegar í Landamerkjaskrá árið 1887: „að vestanverðu er grjótgarðsbrot sem skilur Akrakotstúnið frá Breiðabólsstaðatúninu þessi grjótgarður liggur frá brunninum (vatnsbólinu) og suður í túngarð […]“.

Borgarhóll

Borgarhóll – Bessastaðir að baki.

Á túnakorti 1917 er mestallt túnið umgirt garði hlöðnum úr grjóti eða torfi. Í örnefnaskrá 1964 segir: „Garður af grjóti, aðallega að norðan, eins milli Breiðabólsstaða og Akrakots.“ Örnefnalýsingu 1977 ber saman við landamerkjaskrána og bætir við: „Túnið var stórt og var allt í kringum bæinn. Um það mest allt var hlaðinn túngarður, alltaf nefndur Breiðabólsstaðatúngarður afbæjar. Nú er búið að rífa þennan garð. Grjótið úr honum var notað til varnar sjávargangi og svo er um grjót úr flestum túngörðum hér á nesinu.“

Álftanes

Stríðsminjar við Jörfa.

Túnin við Breiðabólsstaði og Akrakot eru slétt af náttúrunnar hendi, smáþýfð og gróin, og er svæðið nú notað fyrir hesta. Túngarðurinn er enn þá varðveittur á kafla norðaustan við bæinn á Breiðabólsstöðum, vestan Breiðabólsstaðatjarnar. Deiglent er austan garðsins, við tjörnina, en þurrar grundir vestan hans. Garðurinn er grjóthlaðinn en hleðslurnar runnar í sundur. Hann er siginn og yfirgróinn og hverfur sums staðar í mosa og sinu. Hæðin er mest um 0,4 m en breiddin allt að 1 m. Þessi varðveitti hluti af gamla hlaðna túngarðinum er samtals um 61 m langur og liggur nálega norðvestur – suðaustur. Á þeim slóðum sem mörkin lágu áður milli bæjatúnanna samkvæmt túnakortinu má hins vegar sjá um 80 m langt garðlag og eru þar sennilega leifar landamerkjagarðs milli Breiðabólsstaða og Akrakots. Erfitt er að greina þetta á vettvangi en garðlagið sést vel á loftmynd.

Breiðabólstaðir

Breiðabólstaðir.

Í Jarðabók árið 1703 segir um Breiðabólsstaði: ,,Heimræði er þar árið um kríng og lendíng góð.“ Í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Breiðabólsstaðavör: „Hún lá í sjó fram norður af Traðarhliðinu.“38 Í örnefnalýsingu 1977 segir: „Heimavör var einum 100-150 m norðan við Akrakotsvör. Í henni lentu Breiðabólsstaðamenn hér áður og einnig eftir að sjóvarnargarður hafði verið hlaðinn með ströndinni, en þá lokaðist leiðin beint niður að Akrakotsvör. […] Lönd heita beggja megin Traðanna – Efri-Lönd sunnan þeirra og Neðri Lönd að norðan. Fiskur var áður borinn upp á Efri-Löndin og gert að honum þar. (Ath. Sveinn [Erlendsson] telur nafnið dregið af því, sbr. að landa).“
Sandfjara er norðan bæjarhúsa en mikið land hefur brotnað á þessum slóðum og er umhverfið við sjóinn að líkindum talsvert breytt. Nú er þykkur vélhlaðinn sjóvarnargarður á sjávarkambinum við Breiðabólsstaði. Þó er rof í honum fyrir norðurenda sjávargötunnar frá bænum og þar fyrir neðan hefur vörin verið.

Álftanes

Camp Brighton – varðskýli.

Nokkru vestar eru stríðsminjar frá hverfinu Brighton meðfram akvegi. Á korti Erlends Björnssonar af byggð Álftaness um 1870 er Grund merkt inn norðaustan Breiðabólsstaðatjarnar og norðvestur upp af Kálfskinni. Þetta virðist í samræmi við upplýsingar úr örnefnalýsingum: Grund var „þurrabúð frá Breiðabólsstöðum […] austan bæjar […] innan við Kasttanga […] norður á Nesinu.“ Útihúsin frá Grund stóðu fast norðan Breiðabólsstaðatjarnar og fast austan við þau „stóð áður þurrabúðarbýlið Grund. Þar kom Sveinn [Erlendsson ábúandi á Grund] ofan á öskulag þegar hann fór að rækta.“

Álftanes

Álftanes – Eyri; tóft.

Tóft er á Eyrinni vestan við malarveg við sjóinn rétt áður en hann liggur út á Eyrarodda milli Seylu og Kálfskinns. Þetta er skammt austan við ristusvæði og smátjörn á norðausturbakka Kálfskinns. Þurrt er á tóftarstæðinu en deiglendi í kring og tjarnirnar nálægar. Tóftin stendur á svolítilli hæð sem er heldur grónari eða grænni en umhverfið. Hún hefur hlaupið í þúfur og sést ekki grjót í henni. Stærðin er um 7,6 x 6,8 m og veggjahæð 0,4 m. Tóftin virðist vera einföld því hólf eru ekki sýnileg en op er ef til vill inn í hana norðvestan megin.

Um Akrakot segir í Jarðbókinni árið 1703: ,,hálflenda so kölluð, því hún hefur ekki nema helmíngs fyrirsvar á móts við lögbýlissjarðir, hefur í manna minni, innan 60 ára, bygð verið úr Bárhaukseyrar landi á fornum tóftum, sem sumir hyggja fyr hafi bygðar verið og kallað Akrar. Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn kóngl. Majestat.“

Álftanes

Álftanes – brunnur í Camp Brighton við Jörfa.

Við Jarðatal Johnsens árið 1847 var Akrakot komið í bændaeign og eigandinn bjó sjálfur á jörðinni sem metin var á 12 hundruð. ,,Túnið fordjarfast af sands og sjáfar ágángi“ segir í Jarðabókinni en samkvæmt túnakorti voru Akrakotstúnin árið 1917 sléttuð að mestu og náðu yfir samtals 2,2 teiga heima við bæinn og við Breiðabólsstaði. Matjurtagarðar voru alls 380 m2. Sölvafjara var nægileg og var þangbrennsluverksmiðja rekin í Akrakoti í nokkur ár í byrjun 20. aldar. Samkvæmt Erlendi Björnssyni voru tveir ábúendur á Akrakoti og virðist því hafa verið tvíbýli þar á síðari hluta 19. aldar.

Álftanes

Akrakot – túnakort 1911.

Á túnakorti árið 1917 er teiknað stakt hús innan kálgarðs og þar hjá ritað „gömlu bæir“ innan sviga. Væntanlega hefur gamli Akrakotsbærinn því staðið þarna rétt sunnan við stærri byggingu, hús þangbrennsluverksmiðju frá því um 1900 sem er sýnt á kortinu og stendur enn á sama stað, nú sem íbúðarhúsið í Akrakoti eða við Blikastíg 16. Lóðin umhverfis íbúðarhúsið er fremur slétt eins og grundirnar víða á Álftanesi en ójöfnur eru í henni þar sem gamli bærinn hefur staðið miðað við túnakortið. Engar leifar frá honum eru þó sýnilegar á yfirborði.
Útihús heimild Á túnakortinu má sjá útihús við suðausturhorn kálgarðs. Þar sem útihúsið og kálgarðurinn voru er nú malarborin heimreið að Blikastíg 16 og steinsteyptur bílskúr. Ekki sést til fornleifa.

Álftanes

Stríðsminjar við Jörfa.

Virki rista og mógrafir heimild Í Jarðabókinni segir um Akrakot árið 1703: “Torfrista og stúnga og móskurður hjálplegt.“ Ekki kemur fram hvar mórinn var tekinn en líklega hafa bæði Akrakot og Breiðabólsstaðir stundað mótekju á sama stað og síðar: „Mýri, sem liggur milli Akrakots og Landakots, heitir Virki“ segir í örnefnaskrá. Mýrin er merkt inn á örnefnakort Álftaness sunnan við Kasthústjörn beggja megin lækjar sem rann úr henni í Bessastaðatjörn og skildi milli landa Akrakots og Landakots. „Mikil mótekja var í Virkjum.“ Til marks um það er meðal annars talið að þegar Tyrkir lágu með annað skip sitt á Lönguskerjum á Skerjafirði árið 1627 voru svo „margir móhraukar í mýrinni“ að þeim sýndist „þar fara vopnaður her og lögðu þeir á flótta strax og skipið flaut. Draga Virki ef til vill nafn sitt af þessum atburði.“

Álftanes

Álftanes – stríðsminjar í Camp Brighton við Jörfa.

Í örnefnalýsingu kemur líka fram að áður hafi verið „svolítil þúst niður við Kasthúsatjörn, Akrakotsmegin“ og taldi Björn Erlendsson á Breiðabólsstöðum „ekki ólíklegt að þar hafi verið leifar af einhverju virki“. Hvað sem þessari örnefnaskýringu líður var að minnsta kosti mór í mýrinni og varnir voru í Skansinum við Bessastaði. Nú hefur túnið verið sléttað og ekki sjást mógrafir á Virkinu.
Akrakotstúngarður heimild Miðað við túnakortið hefur legið girðing eða garður meðfram sjónum um 50 m norðan Akrakots. Í örnefnaskrá segir: ,,Akrakotstúngarður: Garður af grjóti á sjávarkampinum. Akrakotstúngarðshlið: Það var á garðinum út frá bænum.“ Umhverfið er mjög breytt norðan við Akrakot. Sjórinn hefur brotið mikið land og gríðarmikill vélhlaðinn sjóvarnargarður er nú á kambinum. Engar leifar sjást af Akrakotstúngarði.

Álftanes

Álftanes – Akrasteinn.

Í örnefnalýsingum segir frá álagasteini í Akrakotstúni: ,,Akrasteinn: Stór steinn suður á túninu. Álagasteinn.“ Honum fylgja þau ummæli, að hann megi ekki hreyfa. „Steinn þessi er nyrzt í svonefndu Torfholti, grýttu og þýfðu.“ Akrasteinn er um 185 m suðvestur frá Akrakoti. Í túninu er að finna einn stakan stein og síðan rétt sunnan við hann eru nokkrir steinar saman. Sennilega er þessi staki steinn Akrasteinn. Túnið í kringum hann er nú þýft og gróið og svæðið notað fyrir hrossabeit.
Rétt norðan bæjarins er á túnakortinu sýndur kálgarður og er gamla þangbrennsluhúsið á milli hans og bæjarins. Garðurinn liggur samhliða þangbrennsluhúsinu, vestur – austur, og er ekki mikið stærri en það. Girðing virðist vera í kringum hann. Þarna er nú malarborin heimreið að íbúðarhúsinu við Blikastíg 16. Engar menjar sjást lengur um þennan kálgarð.
Á túnakortinu gengur kálgarður suður út frá gamla bænum og virðist hlaðinn garður liggja utan um hann mestallan. Nú nær lóðin við Blikastíg 16 yfir svæði þessa garðs. Ekkert sést lengur til hans.

Álftanes

Álftanes – varir.

Á túnakorti Akrakots má sjá hús þangbrennsluverksmiðjunnar um 10 m norðan gamla bæjarins. Húsið var byggt rétt eftir aldamótin 1900 og stendur enn þá í nokkuð breyttri mynd, nú sem íbúðarhúsið við Blikastíg 16. Austasti hluti hússins er að stofni til gamla þangbrennsluverksmiðjan sem var starfrækt á árunum 1904-1908: „Til vinnslunnar voru reist talsvert umfangsmikil mannvirki. Á víð og dreif um túnin voru settir staurar og vírar strengdir á milli og var þarinn lagður á þá til þurrkunar […] Byggt var stórt steinhús í Akrakoti til þess að brenna þarann í. Eftir endilöngu var steyptur ofn. Fjögur steypt hólf voru til að brenna þarann í og tvö þar sem kol voru brennd.“

Álftanes

Breiðabólstaður – túnakort.

Áberandi strompur stóð lengi við austurgafl hússins og minnti á upphaflegt hlutverk þess en hann hefur nú verið rifinn frá húsinu. Það var breskt félag sem stundaði þarabrennslu á Akrakoti og var hann fluttur út til Skotlands til joðframleiðslu.67Á síðustu áratugum hefur húsið svo verið stækkað örlítið og byggður bílskúr norðan við gamla bæjarstæðið.
Í Jarðabók árið 1703 segir um Akrakot: ,,Heimræði er árið um kríng og lendíng sæmileg.“ Í örnefnalýsingum segir nánar frá lendingu við Akrakot og Breiðabólsstaði: „Akrakotsvör: Hún var vestast í fjörunni í Breiðabólsstaðafjöru.“ Vörin er beint niður af bænum [á Breiðabólsstöðum] og lágu Traðir frá íbúðarhúsinu niður í hana. Réttu nafni hét hún Akrakotsvör, þótt hún væri í landi Breiðabólsstaða. Breiðabólsstaðamenn lentu alltaf í þessari vör þegar þeir bræður [Sveinn og Björn Erlendssynir á Breiðabólsstöðum] mundu eftir, enda ekkert útræði þá frá Akrakoti. En þarna átti Akrakot áður uppsátur fyrir allan sinn skipastól endurgjaldslaust.“ Fiskurinn var borinn upp á svokölluð Efri-Lönd, völlinn sunnan við traðirnar og gert að honum þar. Lendingin hefur verið um 140 metra norðvestur frá Akrakoti. Hennar sjást engin merki nú við fjöruna en á loftmynd má greina hvar vörin hefur verið. Mikið landbrot er á þessum slóðum og hefur nú verið reistur mikill sjóvarnargarður. Sandfjara er við sjóvarnargarðinn norðan og norðvestan Akrakots.

Varðturn er hlaðinn úr ávölu sjávargrjóti og steinsteypt á milli. Hann er um 1,5 m að innanmáli og stendur vel undir þaki. Hann er sexhyrndur, með glugga á fimm hliðum en dyr á þeirri sjöttu. Lítið kringlótt op er þar sem tvær hliðarnar mætast gegnt suðri. Varðturninn er farin að láta á sjá og þarfnast viðgerðar. Mikilvægt er að eitthvað verði gert til að reyna varðveita þetta hús.

Álftanes

Varðskýlið við Jörfa.

Um 150 vestur af strompinum við samkomubragga hermannanna var loftskeytastöð, sérstætt mannvirki sem stendur enn þá. Stöðin er steinsteypt, um 10 x 4 m að utanmáli, og eru tvær skábrautir á henni með dekkjabreidd á milli, líklega til að hægt hafi verið að keyra upp á hana. Við enda skábrautanna er kantaður pallur með gat í miðju.

Samkomusalur var miðju braggahverfinu, suðaustan við Jörfabæ, er hár strompur á hól. Strompurinn stóð í norðausturenda stórs bragga sem var samkomusalur hermanna og var meðal annars notaður sem bíósalur. Hóllinn suðvestan við strompinn er um 22 x 15 m stór, og gefur stærðin vísbendingu um stærð braggans. Strompurinn er eins og varðturninn [812] byggður úr ávölu sjávargrjóti sem er steypt saman. Hann er 2 x 1 m að grunnmáli og 3-4 m hár. Neðst á honum var múrsteinshlaðinn arinn og sér enn glitta í efri hluta arinopsins í hólnum. Strompurinn hefur þó sigið í hólinn og hlaðist að honum sina og jarðvegur. Þessi stóri braggi var lengi notaður undir dansleiki á Álftanesi.

Á tjarnarbakkanum í austurjaðri túnsins við Jörfa, um 40 m norðaustur frá braggagrunnunum eru leifar af steinsteyptu salerni frá setuliðinu. Það er um 7×2,3 m á stærð og snýr norður – suður. Salernið skiptist í stærra hólf í nyrðri hlutanum sem er um 5×2 m á stærð með steinsteyptri gólfplötu og minna hólf, um 2×1 m, þar sem ekki er nein gólfplata. Rennur eru á veggjaleifum sem eru eftir.

Álftanes

Álftanes – Camp Brighton.

Á tjarnarbakkanum rétt suðaustan við salernið eru leifar af óþekktu mannvirki. Ekki verður greint úr frá tætingslegum brotunum til hvers það hefur verið notað.
Verkstæði hermannanna var í bragga um 80 m vestur frá varðskála. Þar sem hann stóð má enn greina steinsteyptan grunn og tvo samsíða garða eða braggabrúnir. Um 6 m bil er á milli þeirra og hefur það verið breidd braggans. Hann hefur snúið norðnorðaustur – suðsuðvestur. Verkstæðið hefur verið talsvert langt frá öðrum byggingum hersins.
Á tjarnarbakkanum um 10 m austan við salernið er tóft frá einhverju óþekktu mannvirki. Hún er um 4×4 m á stærð og 0,5 m á hæð. Grjóthleðsla er utan með henni og auk þess hefur hún verið fyllt af grjóti sem nú er vaxið mosa. Trúlega hefur þarna verið enn eitt húsið frá setuliðinu, mögulega í sambandi við salernið eða þá skotbyrgi.
Brunnur er í túninu vestan við Jörfa frá hernámstímanum. Vatnsskortur var á svæðinu og var vatn flutt inn með tankbílum. Brunnurinn er 4×1,6 m að utanmáli en inni í honum er ferhyrninglaga niðurgröftur, 1,8×1,8 m.

Álftanes

Herforingjakortið af Álftanesi 1908.

Þar sem íbúðarhúsið Seyla stendur nokkru austan við Jörfabæ voru áður vatnstankar setuliðsins í þremur stærðum. Á áratugunum eftir stríð voru þeir notaðir sem rotþrær frá Jörfa. Vatn var flutt inn frá Reykjavík með tannbílum en vatnsból Álftnesinga dugðu heimamönnum varla í þurrkatíð.

Álftanes

Álftanes – Baðhús og samkomuhús Camp Brighton við Jörfa.

Um 25 m austur frá íbúðarhúsi Seylu var baðhús hermannanna sem voru í Brighton kampi. Það stendur enn undir þaki og nota ábúendur það sem geymsluskúr. Húsið er um 10×5 m á stærð og snýr suðvestur – norðaustur. Gengið er inn um bíslag á langvegg suðaustan megin. Rennur eru í steinsteyptu gólfinu.

Á svæðinu voru skráðar 77 fornleifar sem tengjast annars vegar sjósókn, fiskvinnslu og öðrum búskap frá bæjunum Breiðabólsstöðum, Akrakoti og Grund en hins vegar veru hersins á Álftanesi á stríðsárunum.

Álftanes

Stríðsminjar; samkomusalur, við Jörfa.

Á Breiðabólsstöðum er ekki mikið eftir af sýnilegum minjum. Eldri mannvirki hafa horfið undir nýrri byggð en gera má ráð fyrir að byggt hafi verið á svipuðum slóðum öldum saman. Leifar bæja geta því leynst í jörðu. Gamli bærinn sem nú er búið í er steinhús frá 1884 sem vafalítið er elsta húsið í Garðabæ. Hann hefur því mikilvægt sögulegt gildi fyrir bæjarfélagið. Á hlaðinu við bæinn hefur jafnframt varðveist gamall brunnur sem að nokkru leyti hefur verið gerður upp og leifar frá öðrum brunni finnast nokkru sunnar. Þá eru þarna hleðslur sem legið hafa kringum matjurtagarða, hluti af gamla Breiðabólsstaðatúngarðinum og landamerkjagarði milli Breiðabólsstaða og Akrakots. Gömlu traðirnar eru enn þá sýnilegar á kafla og sjávargata liggur niður að sjó þangað sem lendingin var í Breiðabólsstaðavör. Hún er að vísu horfin í sjóinn en Akrakotsvör sem með tímanum var einnig nýtt frá Breiðabólsstöðum er enn þá greinanleg. Suður frá Breiðabólsstöðum er þústin Meyjarhóll sem virðist vera manngerð og sunnan við nýbýlið Hvol hefur varðveist tóft. Eftirtektarverður er einnig Borgarhóll.
Fornleifaskráning Norðurnes á Álftanesi við Stekkjarmýri en þar virðast vera leifar fjárborgar. Engar menjar sjást hins vegar um stekkinn sem mýrin hefur verið kennd við.

Álftanes

Álftanes – stríðsminjar.

Fyrir utan Akrakotsvör eru engar sýnilegar minjar við Akrakot nema svokallaður Akrasteinn sem á að hafa verið álagasteinn. Gömlu bæjarhúsin eru horfin en hér gildir þó sem annars staðar að eldri bæjarleifar geta leynst undir sverði. Hafi Akrakot verið byggt á fornum tóftum eins og sagt var gæti þar líka hafa verið byggð í mörg hundruð ár. Loks er sjálft íbúðarhúsið við Blikastíg 16 merkilegt fyrir að hafa áður hýst gömlu þarabrennsluna á Akrakoti. Þótt það hafi verið aðlagað breyttu hlutverki í nútímanum er það minnisvarði um forna atvinnuhætti og fyrstu og einu verksmiðjuna fyrir þangbrennslu í Garðabæ. Þessi bygging er ekki miklu yngri en steinhúsið á Breiðabólsstöðum þannig að á þessu svæði eru varðveitt tvö sérstæð gömul hús sem njóta friðunar. Steinhúsið er sérstaklega friðlýst.
Ýmsar áhugaverðar minjar leynast einnig í landslaginu á Eyrinni. Norður upp af Kálfskinni eru minjasvæði sem líkur eru á að tengist þurrabúðarbýlinu Grund. Þar eru sýnilegar tóftir sem gætu verið frá bænum og ójöfnur í sverði benda til þess að leifar gamla bæjarstæðisins séu þar undir. Aðrar tóftir nokkru vestar eru þá trúlega frá útihúsum Grundar. Tóftir sem fundust lengra úti á Eyrinni við fornleifaskráningu árið 2004 eru hins vegar horfnar. Þessar tóftir voru einnig taldar tengjast Grund en þrátt fyrir nákvæma skráningu hefur verið sléttað úr þeim án frekari rannsóknar og er það miður.

Álftanes

Álftanes – stríðsminjar.

Við Seyluna er annað minjasvæði tengt útgerð og fiskvinnslu. Þar er grunnurinn frá Eyrarhúsi, stóru salthúsi og fisktökuhúsi, og mögulega leifar frá íshúsi. Örlítið sunnar, nær Kálfskinni eru fleiri tóftir sem gætu verið frá sjóbúðum og annarri starfsemi tengdri fiskveiðum. Á þessu svæði virðast einnig vera menjar um forna beðasléttun, mógrafir og torfristu.
Einstakt er svo minjasvæðið í kringum nýbýlið Jörfa í landi Breiðabólsstaða. Þarna var á stríðsárunum svokallaður Brighton kampur og hafa ábúendur á Breiðabólsstöðum og Jörfa lagt sig fram um að hrófla ekki við minjunum. Á kampinum voru fjölbreytt mannvirki sem tengdust veru setuliðslins á Álftanesi, heilu braggahverfin með varðskála, setuliðshúsi, baðhúsi, fjarskiptastöð og loftvarnarbyrgi o.fl. Þótt braggarnir hafi verið rifnir eftir stríð sjást grunnarnir enn þá vel og sumar af hinum byggingunum hafa varðveist að hluta eða í heild. Varðturn og strompur við samkomusal standa enn þá og gefa landslaginu sterkan svip. Þetta er óvenjulega heillegt stríðsminjasvæði og er mikilsvert að það skuli hafa varðveist sem heild. Brighton kampur hefur tvímælalaust mikið varðveislu- og fræðslugildi og væri tilvalið að setja upp fræðsluskilti við minjarnar sem gætu gagnast bæði skólahópum og öllum almenningi.

Álftanes

Jörfi – Camp Brighton; skilti.

Herminjar eru ekki sjálfkrafa verndaðar af þjóðminjalögum þar eð þær eru ekki orðnar hundrað ára gamlar. Í lögunum er þó heimild til þess að friðlýsa yngri minjar en um þau efni hefur hvorki skapast hefð né heldur hefur opinber stefna verið mörkuð. Gefur engu að síður auga leið að þessar minjar frá stríðsárunum á Norðurnesi eru þýðingarmikil heimild um hlutdeild Íslands fyrrum.

Heimild:
-Nordurnes_skyrsla_skra_kort_2019_utgafa_2

Álftanes

Álftanes – Örnefnakort – ÓSÁ.

Garðar

Sigurður Björnsson skrifaði um Garðabæ í Félagsrit eldri borgara árið 2007:
“Garðabær er hluti af Álftaneshreppi hinum forna, sem fyrst var skipt árið 1878 í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Síðar var Hafnarfjörður skilinn frá Garðahreppi og fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Þessi sveitarfélög heita nú Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes.

Álftanes

Álftanes – Örnefnakort.

Umhverfi og ásýnd Garðabæjar mótast að verulegu leyti af hrauninu, sem brann fyrir um það bil 7200 árum og rúmlega 3000 árum eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Hraun þetta rann frá eldvarpinu Búrfelli, sem er suðvestan Heiðmerkur, 7,2 km í suðaustur frá Garðatorgi og 2,5 km norðaustur frá Helgafelli, sem er móbergsfjall myndað í eldgosi undir jökli á síðustu ísöld. Búrfellshraunið heitir ýmsum nöfnum eftir því hvar menn eru staddir hverju sinni, svo sem Smyrlabúðarhraun, Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Urriðakotshraun, Garðahraun og Gálgahraun.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Hluti Búrfellshrauns rann einnig vestar og heitir þar ýmsum nöfnum, sem ekki verða rakin hér, nema hvað Hafnarfjarðarhraunið er hluti þess. Hér er því hvorki skortur á hraunum né örnefnum. Tómas Guðmundsson skáld komst snilldarlega að orði þegar hann sagði í kvæði sínu, Fjallganga: „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt.”
Mér er ætlað að rekja hér örnefni og greina frá kennileitum í Garðabæ frá fjöru og fram til fjalla. í bókinni Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson er örnefnaskrá á 78 blaðsíðum svo ljóst má vera, að hér verður aðeins stiklað á stóru í stuttri grein. í þeirri bók geta þeir, sem áhuga hafa, aflað sér nánari fróðleiks um Garðabæ og örnefni þar.

Skógtjörn

Garður/brú milli Skógtjarnar og Aukatjarnar.

Mörk Garðabæjar og Álftaness liggja um tvær tjarnir, Lambhúsatjörn og Skógtjörn. Eiðin, sem áður skildu þessar tjarnir frá sjó, eru nú horfin í hafið, þannig að þær eru raunar báðar orðnar að vogum. Afrennsli frá Skógtjörn var til suðurs um Oddakotsós við miðbik tjarnarinnar og lágu hreppamörkin um ósinn. Vestan óssins var Hliðsnesið í Bessastaðahreppi með samnefndum bæ, og lá nesið til suðurs frá Álftanesinu. Hafið rauf eiðið norðan bæjarins og stóð hann þá á eyju, erfiðara varð um aðföng og róa þurfti með börnin á báti til þess að þau kæmust í Bjarnastaðaskóla.

Garðahverfi

Garðahverfi – Örnefnakort.

Fyrstu jarðýturnar í eigu íslendinga komu til landsins 1942 og eina þeirra, e.t.v. þá fyrstu, áttu bræðurnir Eyþór og Gunnar Stefánssynir frá Eyvindarstöðum á Álftanesi. Þeir voru fengnir með ýtuna til þess ýta upp í gamla ósinn og koma Hliðsnesinu í vegasamband inn í Garðahrepp.

Skógtjörn

Við Skógtjörn.

Bæjamörkin liggja hins vegar óbreytt, þar sem áður var ósinn suður úr Skógtjörninni. Hér er land allt hægt og sígandi að hverfa í hafið eins og sjá má af því, að bæði á botnum tjarnanna og úti fyrir ströndinni suður af Garðaholti og umhverfis Álftanes eru víða myndarlegir móhleifar, en mór myndast af gróðurleifum í mýrum inni á landi en aldrei í söltu vatni, enda engar gróðurlendur þar. Á báðum þessum tjörnum er fjölskrúðugt fuglalíf, einkum vor og haust, þegar norðlægir farfuglar hafa þar viðkomu og er margæsin þar áberandi. Á eiðinu milli Lambhúsatjarnar og Skógtjarnar, hægra megin við veginn þegar ekið er út á Álftanes, er lágur hóll með tóftarbroti. Þarna stóð bærinn Selskarð. Sunnan við Selskarð og austur af Skógtjörninni, vestan Álftanesvegar, heitir Álamýri.

Selur

Selur í Skógtjörn.

Suð-austur frá Skógtjörn rís Garðaholtið. Vestan í holtinu standa Garðar, höfuðból og kirkjustaður frá fornu fari. Garðakirkja var aflögð árið 1914 og um miðja öldina var svo komið að aðeins stóðu eftir grjótveggirnir opnir fyrir veðri og vindum, gluggalausir og þaklausir. Til tals kom að brjóta veggina niður og nota í hafnargarð við Hafnarfjarðarhöfn. Því menningarslysi var þó forðað, sem betur fer, fyrir atbeina nokkurra góðra manna og þó einkum vegna atorku kvennanna í nýstofnuðu Kvenfélagi Garðahrepps, og fórnfúsra starfa þeirra. Þær endurreistu Garðakirkju og var hún vígð af séra Sigurbirni Einarssyni biskupi hinn 20. mars 1966.

Álftanes

Álftanes – herforningaráðskort 1903. Hér sjást landamerkimum Skógtjörnina.

Sunnan og vestan í Garðaholtinu er Garðahverfið. Þarna voru 25 býli og þurrabúðir árið 1868. Mörg þessi býli standa þar enn.
Nyrst i Garðahverfinu, niður undir Skógtjörn, eru Hausastaðir. Þar er minnisvarði um einn fyrsta vísi að reglulegu skólahaldi fyrir börn og unglinga hér á landi. Þessi skóli var starfræktur á vegum Thorkillisjóðsins árin 1791-1812, en sjóður sá varð til samkvæmt ákvæði í arfleiðslubréfi Jóns Þorkelssonar fyrrum skólameistara í Skálholti og átti hann að standa straum af skólahaldi fyrir fátækustu og mest þurfandi börn í Kjalarnesþingi.
Skammt suðaustur frá Garðakirkju stendur félagsheimilið Garðaholt, sem upphaflega var reist árin 1908-11 sem skóli og þinghús hreppsins.

Garðahverfi

Minnismerki um Hausastaðaskóla og Hausastaði.

Aukið hefur verið við húsið nokkrum sinnum og hefur það í mörg ár þjónað sem samkomuhús bæjarins. Kvenfélagið sér um rekstur Garðaholts. Örskammt til vesturs frá Garðaholti, neðan við veginn til Hafnarfjarðar, stendir býlið Krókur, sem Garðabær á nú og rekur þar byggðasafn. Fyrri eigendur gáfu bænum húsin ásamt öllu innbúi. Efst á Garðaholtinu er fagur og mikill skógarreitur. Holtið var áður autt, grýtt og gróðurvana, því þarna næða norðanvindar. Árið 1955 fékk Sigurður Þorkelsson, skipasmiður, þarna land á leigu, girti það og hóf uppgræðslu og trjáplöntun. Hann byggði sér bústað ásamt konu sinni, Kristínu Gestsdóttur, sem nú er nýlátin. Þennan stað gerðu þau að þeim unaðsreit, sem þar er orðinn, og nefndu hann Grænagarð.

Garðaholt

Garðaholt – hringsjá.

Á Garðaholti er hringsjá, sem Rótarýklúbburinn í Görðum lét gera. Sigurður Björnsson, verkfræðingur, sá er ritar þessa grein, mældi á holtinu og hannaði hringsjána. Hún sýnir fjallahringinn, hæðir fjallanna og fjarlægðir frá Garðaholtinu. Á skífunni er sólúr.
Nyrst í Garðahrauni, skammt frá Lambhúsatjörn, er hraungúll, sem klofnað hefur og myndar tvo kletta eða þrjá. Klettana notaði Bessastaðavaldið sem aftökustað þeirra ógæfumanna, sem þeir töldu dauðaseka að þeirra tíma reglum og lagabókstaf. Klettarnir nefndust Gálgaklettar eða Gálgaklofningar og hraunið Gálgahraun.

Hádegishóll

Hádegishóll – landamerkjavarða.

Austan Gálgahrauns er Arnarnesvogur. Nyrsta spýja Garðahraunsins skagar í mjóum tanga út milli Arnarnesvogar og Lambhúsatjarnar og heitir þar Eskines.
Suður frá Arnarnesvogi rís Hraunsholtið og austan þess rennur Hraunsholtslækur til sjávar. Hann á upptök sín í Vífilsstaðavatni og nefnist efri hluti hans Vífilsstaðalækur. Lækurinn rennur með hraunjaðrinum sunnan við Flatahverfið. Úti í hrauninu er stakur hóll er nefnist Hádegishóll, eyktamark frá bænum Hraunsholti, og er á bæjamörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar.”

Heimild:
-Félagsrit eldri borgara, 2. tbl. 12. árg. 2007. “Listin að lifa” – 2. tölublað (01.06.2007), Sigurður Björnsson, verkfraðingur, Gengið um Garðabæ, bls. 44-45.

Garðabær

Garðabær – uppland – kort.

Vífilsstaðir

Á landnámstíð bjó sá maður, sem Sviði hét, í Sviðholti á Álftanesi.

Álftanes

Sviðholt.

Bær heitir Vífilsstaðir. Hann er einni og hálfri mílu ofar en Sviðholt. Þá jörð hafði Ingólfur Arnarsson gefið húskarli sínum, sem Vífill hét. Svo er mælt, að Vífill og Sviði hafi róið tveir saman á áttæringi og hafi Vífill gengið á Vífilsfell og gáð til veðurs áður en róið var. Bendir það til þess að hann hafi verið formaður. Þótt löng væri sjávargatan, fór Vífill ætíð heiman og heim þá er þeir reru.
Þeir Vífill og Sviði komu sér saman um að búa til mið, þar sem þeir hefðu best orðið fiskst varir. Er þá sagt, að Sviði hafi kastað heiman frá sér langlegg einum. Kom hann niður fjórar sjómílur sjávar frá landi. Heitir þar Sviðsbrún vestri. Vífill kastaði öðrum legg heiman frá sér. Þar heitir Sviðsbrún grynnri. Var vika sjávar milli leggjanna. Bilið kölluðu þeir Svið og mæltu svo um, að þar skyldi jafnan fiskvart verða, ef ekki var dauður sjór í Faxaflóa.

-Þjóðsögur Jóns Árnasonar II – 1961.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðahlíð.

Bessastaðir

Á Bessastöðum voru gerðar stórmerkilegar tilraunir í matjurtarrækt á ofanverðri 18. öld og þar heppnuðust fyrstu tilraunir til þess að rækta kartöflur á Íslandi, 1758, en ekki í Sauðlauksdal, eins og almennt hefur verið talið. Einnig var kartöflurækt snemma á Görðum.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Erlendur grasafræðingur, kallaður Köning, sem hingað var sendur til að skoða jurtir landsins, virðist hafa haft vetursetu á Bessastöðum 1763-64, en var hér hvorki lofaður né lastaður eftir því sem Íslandsárbók segir.

Allan síðari hluta átjándu aldar var mikil garðrækt á Bessastöðum og hafði þessi garðyrkjuáhugi áhrif víðar um nesið. Þegar Skúli fógeti fluttist að nýju að Bessastöðum, fékk hann silfurverðlaun árið 1772-73 fyrir kartöflurækt, en gullverðlaunin hreppti Ólafur amtmaður Stefánsson í Sviðholti.

Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen, amtmaður.

Garðræktin á Bessastöðum virðist hafa verið í hvað mestum blóma í stiftamtmannstíð Jóhanns Levetzow, sem kom að Bessastöðum árið 1785.
Stanley segir í ferðabók sinni árið 1789 “að lokinni máltíð fórum við út í garðana, sem eru fegurri, fjölskrúðugri og skipulagðir af meiri smekkvísi en mig hefði órað fyrir. Þessar plöntur eru ræktaðar þar og dafna flestar ágætlega, grænkál, kál, kálrabí: planta, sem hefir betri rófur en næpa og vex eins vel hér og í Danmörku”.

Skúli Magnússon skrifaði á svipuðum tíma lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þar getur hann um jurtir sem ræktaðar eru á Bessastöðum, í Viðey, Nesi, Reykjavík, Keflavík og víðar. Þær eru einkum gulrætur, hvönn eða hvannarót, brúnt, grænt, hvítt og rautt kál, gulrófur, piparrót, Pétursselja, kartöflur, radísur, redíkur, rófur og salat.

Heimildir:
-Sturla Friðriksson – Úr 200 ára sögu kartöflunnar á Íslandi – 1959.

Bessastaðir

Bessataðir fyrrum.

Bessastaðir

“Ásbjörn hér maðr Özurarson, bróðurson Ingólfs, hann nam land millum Hraunholtslækjar ok Hvassahrauns, Álptanes allt, ok bjó á Skúilastöðum.”

Bessastaðir

Lágmynd á Bessastaðakirkju.

Þannig segir í Landnámu og eru því heimildir um byggð á Álftanesi allt frá því á landnámsöld. Landnám Ásbjarnar náði yfir nánast allan gamla Álftaneshrepp. Skiptar skoðanir erum um hvar Skúlastaðir hafi verið, en oftast hefur verið giskað á Bessastaði eða Garða á Álftanesi. Ákvæði í elsta máldaga Bessastaðakirkju segja frá því að afkomandi Ásbjarnar Özurarsonar í beinan karllegg, Sveinbjörn að nafni, hafi átt Bessastaði. Þar hefur verið um að ræða annað hvort Sveinbjörn Ólafsson, sem uppi var á elleftu öld, eða Sveinbjörn Ásmundarson, sem uppi var á tólftu öld. Það gæti verið vísbending um tengsl landnámsmannsins við staðinn.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Nafnið Skúli tengist ekki landnámi á Álftanesi, né heldur nafn Bessa, og því enga ályktun hægt að draga af nöfnunum um það hvort Skúlastaðir hafi verið þar sem Bessastaðir eru nú.
Fornleifarannsóknir á Bessastöðum virðast ýta undir þá tilgátu að þar hafi bær verið þegar á landnámsöld og gætu þar með stutt þá kenningu að Skúlastaðir hafi verið Bessastaðir en ekki Garðar. Ummerki og rask fundust rétt undir landnámsgjóskunni og eru þá frá níundu öld. Öruggar minjar hafa fundist þar um búsetu þar frá elleftu öld.
Reyndar fara sérfræðingar og fræðimenn þarna villu vega. Minjar Skúlastaða eru í Helgadal, ekki langt frá Skúlatúni.

Heimild: Landnámabók og Álftanessega – Anna Ólafsdóttir Björnsson – 1996.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Sveinn Björnsson

Í tímariti sjálfstæðismanna, Þjóðin, var árið 1941 fjallað um “Fyrsta ríkisstjóra Íslands”:

Þjóðin

Þjóðin 1941.

“17. júní síðastl. var merkisdagur í sögu Íslands. Þá var á Alþingi kjörinn hinn fyrsti ríkisstjóri landsins. Varð fyrir kjöri Sveinn Rjörnsson fyrrum sendiherra Íslands í Danmörku. Var það vel ráðið og viturlega, að velja þann mann í æðsta virðingarsæti ríkisins, sem allir landsmenn gátu borið óskert traust til og skipað hafði áður hinum vandamestu málum þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Verður það að segjast, að fyrsta ríkisstjórakosningin hafi tekist vel og giftusamlega.
Alþingi hefir gert þá ráðstöfun, að velja Bessastaði á Álftanesi sem ríkisstjórabústað. Bessastaðir eru fornt höfuðból, allt frá dögum Snorra Sturlusonar, og þar hafa höfðingjar setið oft og tíðum. Er Bessastöðum vel í sveit komið sem ríkisstjórabústað, skammt frá höfuðstaðnum, en þó nógu langt í burtu til að vera ekki umsetinn af erindislausu fólki.
Ríkisráðsfundur Á Bessastöðum eru ýmsar sögulegar minjar, aðallega frá dögum höfuðsmannanna og veru latínuskólans þar á staðnum, og þarf að varðveita þær.
Til bráðabirgða hafa ríkisstjóranum verið fengin híbýli til umráða í Alþingishúsinu. Þar eru skrifstofur hans, og hefir Pétur Eggerz cand. jur. verið skipaður ríkisstjóraritari.
Fyrir skömmu átti ríkisstjóri viðtal við blaðamenn í þeim húsakynnum, og þar hefir hann og frú hans veitt erlendum fulltrúum og embættismönnum landsins móttöku. Þar hefir og verið haldinn hinn fyrsti ríkisráðsfundur hans, en allar þessar samkomur hafa einkennt virðuleiki ríkisstjórans sjálfs, lúfmennsku hans og nærgætni við háa sem lága.”

Heimild:
-Þjóðin, tímarit sjálfstæðismanna, “Fyrsti ríkisstjóri Íslands”, 4. árg 1941, 2. hefti, bls. 56-57.

Bessastaðir

Bessastaðir 2023.

Bessastaðir

Bessastaðir eru, líkt og Þingvellir, einn af helgustu minjastöðum landsins.

Bessastaðir

Bessastaðir 1720.

Bessastaða er fyrst getið í íslenskum heimildum í eigu Snorra Sturlusonar. Við dráp Snorra 1241 gerði kóngur eigur hans upptækar og þá komust Bessastaðir í konungs eign. Með tímanum urðu Bessastaðir aðsetur fulltrúa erlends konungsvalds á Íslandi allt til loka 18. aldar.Eftir siðaskiptin vænkast hagur Bessastaða, því að bestu og arðvænlegustu sjávarjarðir Skálholtsstóls á Suðurnesjum voru lagðar undir Bessastaði. Áður voru Bessastaðir heldur lítil og rýr jörð.

Grímur Thomsen

Grímur Thomsen.

Grímur Thomsen keypti Bessastaði 1867 og eftir hans dag voru ýmsir eigendur að Bessastöðum. Sigurður Jónsson gaf ríkinu Bessastaði fyrir ríkisstjórabústað árið 1941 og síðan hefur þar verið aðsetur þjóðhöfðingja Íslands.
Þegar Skúli Magnússon var skipaður landfógeti árið 1749, fyrstur íslenskra mann, vildi hann síður búa á Bessastöðum í sambýli við amtmann og fékk leyfi til að sitja í Viðey og reisa sér þar bústað 1753-55. Viðey var ein af fjölmörgum kirkjujörðum á Íslandi sem komust í hendur Danakonungs eftir siðaskiptin.
Bessastaðastofa er eitt af elstu húsum landsins. Hún var byggð á árunum 1760-65 í tíð fyrsta íslenska amtmannsins, Magnúsar Gíslasonar. Arkitekt var J. Fortling. Magnús flutti til Bessastaða er húsið var fullbúið vorið 1766, en var þar aðeins skamma hríð, því bæði hjónin létust þar á sama árinu, 1766. Veggir voru hlaðnir úr tilhöggnu grágrýti og múrað á milli. Kalk, sandur og timbur var flutt frá Danmörku. Veggir voru meira en 1 metri á þykkt og þak reist úr 28 “pommerskum” bjálkum.

Bessastaðir

Bessastaðir 1722.

Árið 1760 kom til Bessastaða nýútskrifaður læknir, Bjarni Pálsson, sem fyrsti landlæknir á Íslandi og eini lærði læknirinn á landinu. Hann bjó þar í þrjú ár, eða þar til reistur var yfir hann sérstakur bústaður að Nesi við Seltjörn.
 Árið 1804 lauk hlutverki Bessastaða sem aðsetur umboðsmanna konungs á Íslandi. Sá, sem þá tók við, Trampe greifi, settist að í fangahúsinu í Reykjavík og varð sú bygging opinberlega embættisbústaður umboðsmann konungs árið 1819. Meðan Bessastaðir höfðu enn það hlutverk var staðurinn stundum kallaður “Konungsgarður” og fluttist það heiti nú á hús það sem nú kallast Stórnarráð og hýsir forsætisráðherra og áður forseta Íslands, en var upprunalega byggt sem tukthús 1761-1771.
Ástæða er til að vekja athygli á að um miðja 18. öldina voru reist fjögur vegleg steinhús á því svæði sem nú kallast Stór-Hafnarfjarðarsvæði, þ.e. Viðeyjarstofa (1753-55), Nesstofa (1761-66), Bessastaðastofa (1761-66) og Tukthúsið, nú Stjórnarráð Íslands (1761-1771). Einnig var lokið við Hóladómkirkju árið 1763 og Landakirkju í Vestmanneyjum árið 1774.

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Meðan Bessastaðir voru enn bústaður embættismanna konungs var sú kvöð á ábúendum annarra konungsjarða í nágrenninu að leggja fram vinnuafl á staðnum og jafnvel víðar svo sem á þeim bátum, sem fulltrúar konungs gerðu út á eigin vegum. Voru menn kvaddir til ýmissa starfa á Bessastöðum, s.s. vinnu við húsagerð, garðhleðslu, heyskap, maltgerð og torfskurð í mógröfum. Einnig voru menn sendir á eigin hestum til veiða í Elliðaánum og flytja laxinn til Bessastaða, sækja hrís suður í Hraun eða timbur austur í Þingvallaskóg.

Skólanaust

Skólanaust við Skansinn.

Einnig þurftu menn að leggja til eigin báta til að sigla með Bessastaðafólkið því til skemmtunar út um allan sjó. Ekki má gleyma þeirri kvöð að flytja fólk frá Bessastöðum yfir Skerjafjörð í Skildinganesi á Seltjarnarnesi eða jafnvel inn í Viðey.
Þegar hlutverki Bessastaða sem embættisbústaðar var lokið 1805 hófst nýr kafli í sögu staðarins. Árið 1805 fluttist þangað Latínuskólinn sem áður starfaði á Hólavelli í Reykjavík.
Skansinn, virki það, sem enn stendur, var byggt um 1668 og var það aðallega hugsað sem varnarvirki gegn “Tyrkjum”, sem hjuggu hér strandhögg 1627, ef þeir skyldu koma hingað aftur.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja.

Kirkjan á Bessastöðum var byggð á árunum 1780-1823 að turninn var fullbyggður. Kirkjuturninn er 15 metra hár og varekki byggður fyrr en á árunum 1822-23. Í turninum eru tvær klukkur, önnur frá 1741 og hin frá 1828. Talið er að kirkja hafi verið á Bessastöðum frá því snemma í kristni eða frá 11. öld. Margt er hægt að sýna ferðamönnum, sem koma að skoða kirkjuna eins og t.d. legsteina Páls Stígssonar, höfuðsmanns (d. 1566) og Magnúsar Gíslasonar, amtmanns og konu hans, Þórunnar Guðmundsdóttur (d. 1766).
Gagngerðar viðgerðir og breytingar hafa farið fram á Bessastaðakirkju eftir að Bessastaðir urðu forsetasetur. Í henni er t.d. nýtt gólf (gamla gólfið heldur sér í anddyrinu) og loft. Herra Ásgeiri Ásgeirsson lét sé einkum annt um kirkjuna og að tilstuðlan hans fékk kirkjan margar góðar gjafir.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja.

Herra Sveinn Björnsson lét gera róðurkrossin, sem nú er á norðurveggnum. Hann gerði Ríkarður Jónsson og ætlaði Sveinn Björnsson að hafa hann í stað altaristöflu. Prédikunarstóll er einnig eftir Ríkarð Jónsson. Alataristaflan er eign Listasafns ríkisins og er eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg), 1891-1924. Frú Georgía Thorsteinsson ræktaði sjálf hörinn í altarisdúkinn. Hún var frá Hobro á Jótlandi. Dúkurinn er gerður af Unni Ólafsdóttur.
Gjafir, sem kirkjunni hafa borist, er t.d. eikarhurðir í útidyrum, smíðaðar af sr. Harald Hope, Ytre Arna í Noregi og sömuleiðis tveir stólar með gullskreyttu leðri, smíðaðir eftir stólum frá 1700. Skrá í útihurð er gjöf frá Meistara- og sveinafélagi járnsmiða til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sem einnig hafði verið járnsmiður. Gluggar í kór eru gjöf til herra Ásgeirs Ásgeirssonar á 60 ára afmæli hans.

Bessastaðakirkja

Í Bessastaðakirkju – altaristafla eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg) – vinstra megin minningarskildir um Kristján Eldjárn og Halldóru Eldjárn, svo Svein Björnsson og Georgíu Björnsson. Hægra megin minningarskjöldur um Ásgeir Ásgeirsson og Dóru Þórhallsdóttur.

Róðan á altari er gjöf til hr. Ásgeirs og frú Dóru. Kristhöfðuð úr kopar er á kórgafli, afsteypa af kristslíkneski í Dómkirkjunni í Niðarósi (frá 1000), gjöf til Ásgeirs. Steinsbiblía liggur á lektara í kór og er gjöf frá dönskum presti (útg. 1728). Skírnarfontur af óþekktum uppruna (frá um 1200) er í kirkjunni, hefur hann e.t.v. fylgt kirkjunni um aldaraðir. Skírnarskál er úr tini frá 1702. Oblátur – dósir eða baktursöskjur er á altarinu. Þær voru upprunalega gefnar til minningar um Magnús Gíslason, amtmann og konu hans, og einnig fyrir legstað í kirkjunni. En Jón Vídalín, list- og fornmunasafnari, fékk þær keyptar og eru þær í Þjóðminjasafninu, en eftirlíking var gerð, og er það hún, sem við sjáum á Bessastöðum. Í kirkjunni eru nýlegir steindir gluggar eftir Finn Jónsson og Guðmund Einarsson. Fyrsti glugginn á norðurhlið (F.J.).

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja – steindur gluggi.

Á altarinu eru oftast sex kertastjakar. Tveir eru 4-álma, gefnir af Guðrúnu Johnson árið 1956. Óvíst er um uppruna litlu koparstjakanna tveggja, en stærri koparstjaka tvo gaf Karen Hólm árið 1734 til minningar um Niels Fuhrmann, amtmann, sem kom að Bessastöðum 1718.
Nokkrum árum eftir að Niels Furhmann kom til Bessastaða kom þangað norsk stúlka, Appolonia Schwartzkopf, sem taldi að Furhmann hefði brugðið við sig heitorði. Hafði hún fengið hann dæmdan fyrir það í Hæstarétti og bar honum að eiga hana og sjá fyrir henni þangað tilþað gæti orðið. Á sama tíma voru á staðnum tvær danskar mæðgur, Katrín Holm og Karen, dóttir hennar. Þótti Appolinia amtmaður hafa meiri mætur á þeim en sér og taldi jafnvel að þær mæðgur vildu hana feiga. Að því kom að Appolonia lést í júni 1724 og upp kom sá kvittur að mæðgurnar hefðu byrlað henni eitur. Ekkert sannaðist um það, en Fuhrmann lést á páskum 1733. Karen Holm gaf kirkjunni tvo koparstjaka til minningar um Fuhrmann, amtmann. Er hann, mæðgurnar og Appolonina öll jarðsett að Bessastöðum.

Bessastaðir.

Bygging núverandi steinkirkju á Bessastöðum hófst 1773 og var hún vígð 1796.

Sá orðrómur er uppi að Appolonia gangi aftur á Bessastöðum. Um þetta mál hefur Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, skrifað, skáldsöguna Hrafnhettu og Þórunn Sigurðardóttir hefur skrifað leikritið Haustbrúður.
Á norðurvegg kirkjunnar er platti með skjaldarmerki Íslands. Oft biðja ferðamenn um útskýringar á skjaldarmerkinu. Það sýnir landvættina skv. gamalli hefð eins og sagt er frá í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Um er að ræða fána Íslands, sem er krossfáni.

Bessastaðir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason / Félagsblað 5/1975. Grein eftir Katrínu Sívertsen.

Bessastaðir fyrrum

Bessastaðir fyrrum.