Færslur

Garðakirkja

Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Á Bessastöðum er aðsetur forseta Íslands. Garðar eru kirkjustaður og fyrrum prestssetur.
Garðar á ÁlftanesiByggð hefur verið í landi Garðabæjar frá landnámstíð. Talið er að núverandi landsvæði bæjarins hafi tilheyrt þremur mönnum. Vestasti hlutinn hafi verið land Ingólfs Arnarsonar, landið í kringum Vífilsstaði í eigu Vífils, leysingja Ingólfs, og syðsti hlutinn í eigu Ásbjarnar Özurarsonar, sem bjó á Skúlastöðum og Landnáma segir að hafi fengið land á milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, Álftanes allt. Talið er að Skúlastaðir hafi annað hvort verið þar sem nú eru Bessastaðir eða þar sem nú er kirkjustaðurinn Garðar á Álftanesi en við hann er Garðabær kenndur.
Í Landnámu (Sturlubók) segir m.a.: “Maður hét Ávangur, írskur að kyni; hann byggði fyrst í Botni. Þar var þá svo stór skógur, að hann gerði þar af hafskip. Hans son var Þorleifur, faðir Þuríðar, er átti Þormóður Þjóstarsson á Álftanesi og Iðunnar Molda-Gnúpsdóttur… Þá fékk Illugi Jórunnar, dóttur Þormóðar Þjóstarssonar af Álftanesi, en Sigríður hengdi sig í hofinu, því að hún vildi eigi mannakaupið.
Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en Garðakirkjanam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Eru munnmæli um að Skúlastaðir hafi verið þar sem Skúlastaðahraun er, sem er norðan við Lönguhlíðarhorn, innan Almenningsskóga Álftaneshrepps. Hin jörðin er Vífilsstaðir, eða Vífilstóftir, sem þó telst ekki til hinna eiginlegu landnámsjarða, en hún var byggð af Vífli. Vífilsstaðir munu fljótlega eftir landnám hafa komist í eigu kirkjunnar, fyrst Viðeyjarklausturs, en árið 1558 eignaðist Garðakirkja jörðina.
Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. Á þjóðveldis- og Sturlungaöld eru litlar heimildir um íbúa Álftaness og þar í kring. Þormóðs Þjóstarssonar er þó getið, sem sagður er hafa búið í Görðum, Álftanesi, t.d. skv. Hrafnkels sögu Freysgoða og Geirmundar þætti heljarskinns.
Höfuðbólið Garðar, var í nágrenni höfuðseturs veraldslegs valds á Íslandi, Bessastaða. Eftir að hreppskipan komst á, á þjóðveldisöld, tilheyrðu núverandi landsvæði Garðabæjar Álftaneshreppi og einnig bæði höfuðbólin Garðar og Bessastaðir. Garðalind - hið gamla vatnsból GarðaAfréttarland Álftaneshrepps hafði ýmist nöfnin Garðaland, Garðakirkjuland eða Garðastaðarland. Álftaneshreppi var skipt upp árið 1878, í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Var Álftaneshreppur þá lagður niður samhliða. Eftir skiptinguna 1878 tilheyrði byggðin suður fyrir Hafnarfjörð Garðahreppi. Sú skipting hélst þar til Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Eftir það og fram til ársins 1959 náði lögsaga Garðahrepps beggja vegna við Hafnarfjörð, en þá var mörkum sveitarfélaganna breytt.
Garðakirkja í Görðum á Álftanesi er sóknarkirkja Garðaprestakalls. Kirkjan sem nú stendur er vígð 20. mars 1966 á fjórða sunnudegi í föstu. Talið er að kirkja hafi staðið í Görðum allt frá landnámi, utan þess sem kveðið er á í einni þjóðsögu að Garðar hafi verið þar sem nú eru Garðaflatir ofan Búrfellsgjár. Garðarmunu vera einn af elstu kirkjustöðum hér á landi. Garðakirkja þjónaði Garðahreppi og Hafnarfirði allt til 1914 er Hafnarfjarðarkirkja var vígð. Þá lagðist helgihald af í Görðum og kirkjan sem byggð hafði verið 1880 grotnaði smám saman niður uns hún var rifin 1938 og stóð aðeins tóftin eftir. Kvenfélagskonur í Garðahreppi áttu frumkvæði að því að hafist var handa um endurbyggingu Garðakirkju árið 1953. Var kirkjan svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.
Bessastaðir með Perluna og Móskarðshnúka í baksýnUm hinn staðinn, Bessastaði, er það helst að segja að hann er órjúfanlegur hluti af íslenskri þjóðarsögu allt frá landnámstíð til vorra daga. Rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld og búseta hefur verið þar óslitið síðan. Á þjóðveldisöld bjó þar skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson eins og getið er um í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Snorri Sturluson átti Bessastaði á fyrra helmingi þrettándu aldar. Ekki er ljóst með hverjum hætti hann eignaðist jörðina en þegar veldi hans stóð hæst á öðrum fjórðungi þrettándu aldar átti hann miklar jarðeignir og rak stórbú víða um vestan- og sunnarvert landið. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.
Hákon konungur gamli Hákonarson kallaði til arfs eftir Snorra Sturluson, sem hann taldi vera landráðamann við sig og brotlegan hirðmann, og fól Þorgilsi skarða BBessastaðir 1789öðvarssyni, sonarsyni Þórðar bróður Snorra, að heimta þann rétt á Íslandi. Þorgils hafði því umráð Bessastaða þau ár sem hann sat í öndvegi á Íslandi, og eitt fyrsta verk hans árið 1252 var að sögn sögu hans að sækja „landsleigu af Eyvindarstöðum og Bessastöðum.
Á 15. og 16. öld festist í sessi titillinn „höfuðsmaður“ um þessa æðstu valdsmenn landsins. „Höfuðsmenn voru löngum sjóforingjar, sem sendir voru til landsins á herskipum til landvarna gegn útlendingum. Þeir voru hér að sumarlagi, en settu fyrir sig fógeta annan tíma ársins, og sátu þá yfirleitt á Bessastöðum.
Á siðskiptaöld komust Bessastaðir í brennipunkt átaka; þaðan fóru siðbótarmenn konungs í herferðir sínar til að snúa landsmönnum á rétta braut og í kjölfar siðskipta færðust jarðeignir á Suðurnesjum og víðar um landið undir Bessastaði í vaxandi mæli, m.a. í makaskiptum við biskupsstólana og önnur höfuðbýli. Meðal þeirra jarða voru stöndugar útvegsjarðir sem gáfu af sér drjúgar tekjur í landskuldum sem greiddar voru í fríðu, einkum skreið og smjöri. Það fé sem safnaðist konungi og umboðsmönnum hans á Íslandi var varðveitt á Bessastöðum og þangað sóttu því erlendir sjóræningjar og ránsmenn. Á ensku öldinni svokölluðu, 15. öld, er oftar en einu sinni getið um áhlaup Englendinga að Bessastöðum og vilja Íslendinga til að efla þar nauðsynlegar varnir en þær hugmyndir komust þó ekki til framkvæmda. Frægasta ránstilraun á Bessastöðum er Tyrkjaránið svonefnda sumarið 1627.
Bessastaðir 1934Ýmsar breytingar á íslenskri stjórnsýslu fylgdu einveldistöku konungs í Danmörku. Hinn forni konungsgarður á Bessastöðum var þá gerður að embættisbústað tveggja æðstu umboðsmanna konungsvaldsins á Íslandi, landfógeta og amtmanns. Bessastaðastofa var aðsetur amtmanns eða stiftamtmanns til 1804 þegar Lærði skólinn, sem þá var æðsta menntastofnun landsins, var fluttur til Bessastaða þar sem skólinn starfaði óslitið til ársins 1846 að hann var aftur færður til Reykjavíkur.
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, (1826-1907) fæddist á Bessastöðum. Einnig Grímur Thomsen skáld og alþingismaður, árið 1820. Árið 1867 komust Bessastaðir í eigu Gríms Thomsen og þar bjuggu hann og Jakobína Jónsdóttir kona hans þar til Grímur lést árið 1896. Þá keypti Landsbanki Íslands Bessastaði, Lambhús og Skansinn af ekkju Gríms.
Skúli Thoroddsen ritstjóri og alþingismaður og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona eignuðust Bessastaði 1898 og bjuggu þar rausnarbúi með börnum sínum tólf til 1908.
FERLIRsfélagar á leið að Bessastöðum 2002Jón H. Þorbergsson bóndi (síðar á Laxamýri) bjó á Bessastöðum 1917-28 og Björgúlfur Ólafsson læknir 1928-40. Þá keypti Sigurður Jónasson forstjóri Bessa

staði og hann afhenti síðan íslenska ríkinu staðinn að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur.
Talið er að kirkjur hafi staðið á Bessastöðum frá því um árið 1000 en elstu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu guðsmóður og heilögum Nikulási. Núverandi steinkirkja á Bessastöðum, byggð að tilhlutan Kristjáns 7. Danakonungs, var vígð 1796 og er hún meðal elstu steinbygginga landsins. Smíði turnsins lauk þó ekki fyrr en 1823. Eru veggir hennar ríflega metri að þykkt, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni. Verulegar breytingar voru gerðar á innviðum Bessastaðakirkju á árunum 1945-47, m.a. lagt trégólf í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum. Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956. Gluggarnir eru átta talsins eftir listamennina Finn Jónsson og Guðmund Einarsson frá Miðdal og þeir sýna atburði úr Biblíunni og úr kristnisögu Íslands. Gagnger viðgerð fór fram á kirkjunni árið 1998.
Sjá meira HÉR.

Heimildir m.a.:
-forseti.is
-alftanes.is

Bessastaðir

Þann 19. september árið 1761 gaf Magnús Gíslason, amtmaður í Viðey, út eftirfarandi fyrirskipun: “Bændur þeir, 36 að tölu, sem eiga dagsverk að vinna um sláttinn á kóngsins garði, Bessastöðum, skulu hver sum sig hálfa dagsláttu eða svokallað fimm álna tún, að viðlagðri hæfilegri refsingu, sem sýslumaðurinn ber að annast.”

BessastaðirÍ Öldinni okkar segir árið 1761: “Bygging stórhýsa úr höggnum steini er að hefjast á Bessastöðum og í Nesi við Seltjörn. Á Bessastöðum verður reistur embættisbústaður handa stiftamtmanninum, en í Nesi verður setur landlæknis og lyfjabúð.
Í hitteðfyrra var þegar tekið að losa grjót í Fossvogi í bygginguna á Bessastöðum, og var það flutt á gömlum sexæringi að lendingu þar, og í fyrra var byrjað að aka því heim á vagni, er hesti var beitt fyrir. Í sumar hefur fjöldi manna verið í efnisflutningum til Bessastaða, og tekið era ð grafa fyrir grunni hins nýja húss. Er það mikil vinna, því að grafið er átta eða níu álnir niður. Duggan Friðriksvon kom í vor með kalk í byggingarnar, og tveir múrar eru komnir til þess að vinna að steinsmíði og veggjagerð. Annar þeirra heitir Jóhann Georg Berger, en hinn Þorgrímur Þorláksson, íslenskur maður, er lært hefur iðn sína erlendis. Þeir eiga jöfnum höndum að vinna að báðum byggingunum, eftir því sem áfram miðar.
Næsta ár er von trésmiða. Nú í sumar lét Magnús Gíslason, amtmaður, einnig hefjast handa um undirbúning að byggingu Bessastaðirtyptunarhúss á Arnarhóli, enda þótt stjórnarvöldin í Kaupmannahöfn hafi ekki formlega samþykkt, aðþað skuli byggt hér.. Til þessarar vinnu hafa verið setter fangar, en Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli, hefur með höndum umsjón og verkstjórn alla.”

Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum sló Noregskonungur eign sinni á staðinn, sem varð fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar.
Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum þess tíma, Gríms Thomsens (1820-1896), en hann fæddist þar. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907) fæddist á Bessastöðum. Hann var eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á s.hl. 19. aldar. Eftir lát Gríms Tomsens voru Bessastaðir lengst af í eigu einstaklinga unz Sigurður Jónsson (1896-1965), forstjóri í Rvík. gaf íslenzka ríkinu staðinn til búsetu fyrir ríkisstjóra vorið 1941. Síðan hafa forsetar landsins haft aðsetur þar.
BessastaðirKirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins. Byggingu turnsins lauk ekki fyrr en árið 1823 eftir að hætt var við að hafa þar útsýnisaðstöðu. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu og heilögum Nikulási. Um miðja 14. öld átti kirkjan þriðjung Bessastaðalands.
Þegar erlendir landstjórar settust þar að, áttu bændur kirkjuna, sló konungsvaldið eign sinni á hana. Afleiðingar þess voru síður en svo ásættanlegar og árið 1616 var hún komin í slíka niðurníðslu, að það varð að endurbyggja hana. Allar aðrar kirkjur landsins voru skattlagðar til að afla fjár til verksins. Nýja kirkjan var mjög falleg bygging en það hafði láðst að setja trébita í hana, svo að hún fauk í stormi tveimum árum síðar. Viðirnir voru notaðir til byggingar nýrrar kirkju með torfveggjum til að hún stæði af sér fárviðri.

Bessastaðir

Árið 1773 ákvað Kristján 7., Danakonungur, að reisa skyldi steinkirkju á Bessastöðum, þar sem hin gamla var úr sér gengin. Það er ekki að fullu ljóst hver hannaði hana, en líklega var það G.D. Anthon. Steinveggirnir voru byggðir utan um gömlu trékirkjuna, sem var síðan rifin. Veggirnir eru rúmlega 1m þykkir, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni, sem sést austan kirkjunnar. Steinarnir voru fluttir á flatbytnum eftir skurði að Lambhúsatjörn og yfir hana að byggingarstaðnum. Þetta var seinlegur byggingarmáti, svo að kirkjan var ekki vígð fyrr en árið 1796. Eitt fyrstu embættisverka í kirkjunni var gifting ungs pars frá Reykjavík. Athöfnin fór fram í júlí 1796 að viðstöddum öllum fremstu mönnum þjóðarinnar.
Skömmu eftir aldamótin 1700 þarfnaðist kirkjan þegar viðhalds og þá var ákveðið að ljúka byggingu hennar, því að turninn vantaði. Því verki var lokið árið 1823. Árið 1841 eignaðist Bessastaðaskóli Bessastaði. Skólabókasafnið var á efri hæð kirkjunnar allan tímann, sem skólinn starfaði þar. Kirkjan varð aftur að bændakirkju árið 1867.

Grímur Thomsen

Grímur Thomsen.

Fyrsti bóndinn, sem keypti Bessastaði 1768, var Grímur Thomsen. Kirkjan þjónaði þessu hlutverki til 1941, þegar Sigurður Jónsson gaf þjóðinni staðinn með því skilyrði, að þar yrði aðsetur þjóðhöfðingja landsins. Við þessar breyttu aðstæður var innviðum kirkjunni líka breytt talsvert á árunum 1945-47 og þannig sjáum við hana nú á dögum. Trégólf kom í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum.
BessastaðakirkjaSteint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956 í tilefni sextugsafmælis Ásgeirs Ásgeirssonar, annars forseta lýðveldisins, sem átti reyndar þetta merkisafmæli tveim árum áður. Gluggarnir eru 8 talsins og listamennirnir voru Finnur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Fyrsti glugginn til vinstri sýnir komu papa (Finnur).
Á grátunum, sem eru úr smíðajárni, eru myndir postulanna. Þessar myndir minna líka á verndarvættir landsins, drekann, fálkann, nautið og risann, sem er að finna í skjaldarmerki landsins. Guðmundur og Finnur gerðu þær líka. Stóri, útskorni krossinn á norðurveggnum (vinstri) er eftir Ríkarð Jónsson. Hann var áður altaristafla kirkjunnar, en var fyrst færður þaðan á vesturvegginn. Altaristaflan, sem kom í staðinn, kom af Þjóðminjasafninu 1921. Hún er máluð mynd af Kristi að lækna sjúka eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson).
Grafsteinn Magnúss Gíslasonar varalandstjóra (†1766) er í norðurveggnum í kórnum. Minningarskildir um látna forseta og eiginkonur þeirra eru á veggnum beggja vegna altaristöflunnar. Bak við skjöld Ásgeirs og Dóru eru duftker þeirra. Gagnger viðgerð á kirkjunni fór fram árið 1998.
FERLIR hefur nokkrum sinnum fengið að líta fornleifar þær, sem varðveittar eru undir Bessastaðastofu, augum. Þær lýsa á áhrifaríkan hátt aðstæðum og aðbúnaði fólksins á Bessastöðum fyrr á öldum. Forsetaembættinu eru þakkaðar góðar móttökur.

Heimildir m.a.:
nat.is
alftanes.is
Öldin okkar 1761-1800.

Bessastaðir

Bessastaðir – nýja kirkjan.

Bessastaðir

Bessastaðir eru, líkt og Þingvellir, einn af helgustu minjastöðum landsins.
Bessastaða er fyrst getið í íslenskum heimildum í eigu Snorra Sturlusonar. Við dráp Snorra 1241 gerði kóngur eigur hans Skansinnupptækar og þá komust Bessastaðir í konungs eign. Með tímanum urðu Bessastaðir aðsetur fulltrúa erlends konungsvalds á Íslandi allt til loka 18. Aldar.
Eftir siðaskiptin vænkast hagur Bessastaða, því að bestu og arðvænlegustu sjávarjarðir Skálholtsstóls á Suðurnesjum voru lagðar undir Bessastaði. Áður voru Bessastaðir heldur lítil og rýr jörð.
Grímur Thomsen keypti Bessastaði 1867 og eftir hans dag voru ýmsir eigendur að Bessastöðum. Sigurður Jónsson gaf ríkinu Bessastaði fyrir ríkisstjórabústað árið 1941 og síðan hefur þar verið aðsetur þjóðhöfðingja Íslands.
Þegar Skúli Magnússon var skipaður landfógeti árið 1749, fyrstur íslenskra mann, vildi hann síður búa á Bessastöðum í sambýli við amtmann og fékk leyfi til að sitja í Viðey og reisa sér þar bústað 1753-55. Viðey var ein af fjölmörgum kirkjujörðum á Íslandi sem komust í hendur Danakonungs eftir siðaskiptin.

Bessastaðir

Bessastaðastofa er eitt af elstu húsum landsins. Hún var byggð á árunum 1760-65 í tíð fyrsta íslenska amtmannsins, Magnúsar Gíslasonar. Arkitekt var J. Fortling. Magnús flutti til Bessastaða er húsið var fullbúið vorið 1766, en var þar aðeins skamma hríð, því bæði hjónin létust þar á sama árinu, 1766. Veggir voru hlaðnir úr tilhöggnu grágrýti og múrað á milli. Kalk, sandur og timbur var flutt frá Danmörku. Veggir voru meira en 1 metri á þykkt og þak reist úr 28 “pommerskum” bjálkum.
Árið 1760 kom til Bessastaða nýútskrifaður læknir, Bjarni Pálsson, sem fyrsti landlæknir á Íslandi og eini lærði læknirinn á landinu. Hann bjó þar í þrjú ár, eða þar til reistur var yfir hann sérstakur bústaður að Nesi við Seltjörn.
Árið 1804 lauk hlutverki Bessastaða sem aðsetur umboðsmanna konungs á Íslandi. Sá, sem þá tók við, Trampe greifi, settist að í fangahúsinu í Reykjavík og varð sú bygging opinberlega embættisbústaður umboðsmann konungs árið 1819. Meðan Bessastaðir höfðu enn það hlutverk var staðurinn stundum kallaður “Konungsgarður” og fluttist það heiti nú á hús það sem nú kallast Stórnarráð og hýsir forsætisráðherra og áður forseta Íslands, en var upprunalega byggt sem tukthús 1761-1771.
Ástæða er til að vekja athygli á að um miðja 18. öldina voru reist fjögur vegleg steinhús á því svæði sem nú kallast Stór-Hafnarfjarðarsvæði, þ.e. Viðeyjarstofa (1753-55), Nesstofa (1761-66), Bessastaðastofa (1761-66) og Tukthúsið, nú Stjórnarráð Íslands (1761-1771). Einnig var lokið við Hóladómkirkju árið 1763 og Landakirkju í Vestmanneyjum árið 1774.
SkólavörMeðan Bessastaðir voru enn bústaður embættismanna konungs var sú kvöð á ábúendum annarra konungsjarða í nágrenninu að leggja fram vinnuafl á staðnum og jafnvel víðar svo sem á þeim bátum, sem fulltrúar konungs gerðu út á eigin vegum. Voru menn kvaddir til ýmissa starfa á Bessastöðum, s.s. vinnu við húsagerð, garðhleðslu, heyskap, maltgerð og torfskurð í mógröfum. Einnig voru menn sendir á eigin hestum til veiða í Elliðaánum og flytja laxinn til Bessastaða, sækja hrís suður í Hraun eða timbur austur í Þingvallaskóg. Einnig þurftu menn að leggja til eigin báta til að sigla með Bessastaðafólkið því til skemmtunar út um allan sjó. Ekki má gleyma þeirri kvöð að flytja fólk frá Bessastöðum yfir Skerjafjörð í Skildinganesi á Seltjarnarnesi eða jafnvel inn í Viðey.
Þegar hlutverki Bessastaða sem embættisbústaðar var lokið 1805 hófst nýr kafli í sögu staðarins. Árið 1805 fluttist þangað Latínuskólinn sem áður starfaði á Hólavelli í Reykjavík.
Skansinn, virki það, sem enn stendur, var byggt um 1668 og var það aðallega hugsað sem varnarvirki gegn “Tyrkjum”, sem hjuggu hér strandhögg 1627, ef þeir skyldu koma hingað aftur.

Bessastaðakirkja
BessastaðirKirkjan á Bessastöðum var byggð á árunum 1780-1823 að turninn var fullbyggður. Kirkjuturninn er 15 metra hár og varekki byggður fyrr en á árunum 1822-23. Í turninum eru tvær klukkur, önnur frá 1741 og hin frá 1828. Talið er að kirkja hafi verið á Bessastöðum frá því snemma í kristni eða frá 11. öld. Margt er hægt að sýna ferðamönnum, sem koma að skoða kirkjuna eins og t.d. legsteina Páls Stígssonar, höfuðsmanns (d. 1566) og Magnúsar Gíslasonar, amtmanns og konu hans, Þórunnar Guðmundsdóttur (d. 1766).
Gagngerðar viðgerðir og breytingar hafa farið fram á Bessastaðakirkju eftir að Bessastaðir urðu forsetasetur. Í henni er t.d. nýtt gólf (gamla gólfið heldur sér í anddyrinu) og loft. Herra Ásgeiri Ásgeirsson lét sé einkum annt um kirkjuna og að tilstuðlan hans fékk kirkjan margar góðar gjafir.
Herra Sveinn Björnsson lét gera róðurkrossin, sem nú er á norðurveggnum. Hann gerði Ríkarður Jónsson og ætlaði Sveinn Björnsson að hafa hann í stað altaristöflu. Prédikunarstóll er einnig eftir Ríkarð Jónsson. Alataristaflan er eign Listasafns ríkisins og er eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg), 1891-1924. Frú Georgía Thorsteinsson ræktaði sjálf hörinn í altarisdúkinn. Hún var frá Hobro á Jótlandi. Dúkurinn er gerður af Unni Ólafsdóttur.

Bessastaðir

Gjafir, sem kirkjunni hafa borist, er t.d. eikarhurðir í útidyrum, smíðaðar af sr. Harald Hope, Ytre Arna í Noregi og sömuleiðis tveir stólar með gullskreyttu leðri, smíðaðir eftir stólum frá 1700. Skrá í útihurð er gjöf frá Meistara- og sveinafélagi járnsmiða til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sem einnig hafði verið járnsmiður. Gluggar í kór eru gjöf til herra Ásgeirs Ásgeirssonar á 60 ára afmæli hans. Róðan á altari er gjöf til hr. Ásgeris og frú Dóru. Kristhöfðuð úr kopar er á kórgafli, afsteypa af kristslíkneski í Dómkirkjunni í Niðarósi (frá 1000), gjöf til Ásgeirs. Steinsbiblía liggur á lektara í kór og er gjöf frá dönskum presti (útg. 1728). Skírnarfontur af óþekktum uppruna (frá um 1200) er í kirkjunni, hefur hann e.t.v. fylgt kirkjunni um aldaraðir. Skírnarskál er úr tini frá 1702. Oblátur – dósir eða baktursöskjur er á altarinu. Þær voru upprunalega gefnar til minningar um Magnús Gíslason, amtmann og konu hans, og einnig fyrir legstað í kirkjunni. En Jón Vídalín, list- og fornmunasafnari, fékk þær keyptar og eru þær í Þjóðminjasafninu, en eftirlíking var gerð, og er það hún, sem við sjáum á Bessastöðum. Í kirkjunni eru nýlegir steindir gluggar eftir Finn Jónsson og Guðmund Einarsson. Fyrsti glugginn á norðurhlið (F.J.).
BessastaðirÁ altarinu eru oftast sex kertastjakar. Tveir eru 4-álma, gefnir af Guðrúnu Johnson árið 1956. Óvíst er um uppruna litlu koparstjakanna tveggja, en stærri koparstjaka tvo gaf Karen Hólm árið 1734 til minningar um Niels Fuhrmann, amtmann, sem kom að Bessastöðum 1718.
Nokkrum árum eftir að Niels Furhmann kom til Bessastaða kom þangað norsk stúlka, Appolonia Schwartzkopf, sem taldi að Furhmann hefði brugðið við sig heitorði. Hafði hún fengið hann dæmdan fyrir það í Hæstarétti og bar honum að eiga hana og sjá fyrir henni þangað tilþað gæti orðið. Á sama tíma voru á staðnum tvær danskar mæðgur, Katrín Holm og Karen, dóttir hennar. Þótti Appolinia amtmaður hafa meiri mætur á þeim en sér og taldi jafnvel að þær mæðgur vildu hana feiga. Að því kom að Appolonia lést í júni 1724 og upp kom sá kvittur að mæðgurnar hefðu byrlað henni eitur. Ekkert sannaðist um það, en Fuhrmann lést á páskum 1733. Karen Holm gaf kirkjunni tvo koparstjaka til minningar um Fuhrmann, amtmann. Er hann, mæðgurnar og Appolonina öll jarðsett að Bessastöðum. Sá orðrómur er uppi að Appolonia gangi aftur á Bessastöðum. Um þetta mál hefur Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, skrifað, skáldsöguna Hrafnhettu og Þórunn Sigurðardóttir hefur skrifað leikritið Haustbrúður.
Á norðurvegg kirkjunnar er platti með skjaldarmerki Íslands. Oft biðja ferðamenn um útskýringar á skjaldarmerkinu. Það sýnir landvættina skv. gamalli hefð eins og sagt er frá í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Um er að ræða fána Íslands, sem er krossfáni.

Heimild:
-Bessastaðir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason / Félagsblað 5/1975. Grein eftir Katrínu Sívertsen.

Bessastaðir.

Bygging núverandi steinkirkju á Bessastöðum hófst 1773 og var hún vígð 1796.

Bessastaðanes

Þegar gengið var um sunnanvert Bessastaðanes mátti á nokkrum stöðum sjá forna jarðlæga grjótgarða,, bæði neðan við kirkjuna og út á svonefndum Vestaritanga. Þar er greinileg tóft skammt ofan við fjöruborðið og liggja garðarnir í boga út frá henni að sjó. Góð lending er neðan við tóftina. Frá henni er styst sjóleiðina yfir að Gálgaklettum í Gálgahrauni.

Svæðið

Í örnefnaskrá Kristjáns Eldjárns segir m.a. um þetta svæði: “Suður frá bæ voru áður mikil svöð, en nú eru þar ræktuð tún. Er mér ekki kunnugt um nein nöfn þar nema Kringlumýri sem Björn Erlendsson segir að hafi verið suðaustur frá útihúsunum sem nú eru eða vestur frá Músavík. Vafalaust er nú erfitt að takmarka hana vegna ræktunarbreytinga. Niður af henni eru tveir tangar út í Lambhúsatjörn, sem nú eru alltaf kallaðir Tangarnir, Vestaritangi og Eystritangi, og er þar mikið æðarvarp, en stóra víkin austan við þá heitir Músavík (eða Músarvík). Nesið austan við víkina heitir Rani og nær alla leið að ósnum þar sem mætast Skerjafjörður og Lambhúsatjörn, og allra fremst á Rananum heitir Ranatá hefur B.E. eftir Jakob bróður sínum, sem er eldri en hann. Efst á Rana, eða þar sem allrahæst ber á Bessastaðanesi, er hóll, sem heitir Skothús, og segir B.Gr. nokkuð frá því. Þar hefur verið eitthvert mannvirki, en engar sagnir eru um það.”
GrjótgÍ Árbók hins ísl. fornleifafélags 1981 fjallar KE um svæðið og leggur örnefnalýsinguna til grundvallar. Auk þess segir hann um framangreinda tóft á Vestaritanga: “Tóftarbrot lítilfjörlegt er einnig fremst á Vestaritanga. Rennur mjög saman við þýfið þar og verður ekki séð til hvers verið hefur.”
Í frásögn sinni um sama efni í Árbókinni skrifar hann: “Suður frá staðnum, fyrir sunnan brekkuna sem húsin standa á, er land mjög lágt og hefur verið votlent, en er nú ræktað tún. Einhversstaðar þar voru Akrarnir, sem svo voru kallaðir og Benedikt Gröndal talar um, „stórir ferhyrndir blettir, mig minnir tveir samfastir með lágum torfgarði á milli, mátti vel sjá móta fyrir „akurreinum” eða löngum þverdældum.” (Dægradvöl útg. 1965, bls. 11).
TóftÞessir „akrar” eru nú löngu horfnir. Eitthvað töluvert austar hefur verið mýri sú sem Kringlumýri nefndist og Björn Erlendsson segir að hafi verið suðaustur frá útihúsunum sem nú eru eða vestur frá Músavík. Er helst svo að sjá sem þetta hafi verið sama mýrin og Björn Gunnlaugsson kallar Heimamýri á uppdrætti sínum. Vafalaust er nú erfitt að takmarka hana vegna ræktunarbreytinga. Niður af henni eru tveir tangar út í Lambhúsatjörn, alltaf kallaðir Tangarnir, Vestaritangi og Eystritangi. Er mikið æðarvarp á þessum slóðum. Mýrina upp af
GarðTöngunum nefnir Björn Gunnlaugsson Miðmýri) og virðist það nafn vera gleymt nú. Stóra víkin austan við Tangana heitir Músavík eða Músarvík. Björn Gunnlaugsson notar seinna afbrigðið, en uppmæling hans mun vera elsta heimild sem til er um þetta nafn. Langa nesið austan við víkina heitir Rani og nær alla leið að ósnum þar sem Lambhúsatjörn opnast út í
Skerjafjörð. Fremst á Rananum heitir Ranatá, og hefur Björn Erlendsson það eftir Jakob bróður sínum, sem eldri var en hann. Efst á Rana, eða þar sem allrahæst ber í Bessastaðanesi, er töluvert reisulegur hóll sem heitir Skothús og segir Benedikt Gröndal nokkuð frá því. Á hólnum hefur verið eitthvert mannvirki en engar sagnir eru um það. Um Skothúsið segir: “Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber í Bessastaðanesi, eða eins og Gröndal segir í Dægradvöl: ,,Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi, þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið”, og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.” (2. útg. 1965, bls. 4). Hvað sem líður ummælum Gröndals um fálkara, má telja mjög sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. Gæsir eru t.d. tíðir gestir í nesinu. Hóllinn sem tóftirnar eru á, er 9 m í þvermál við grunninn, sýnist að upphafi hafa verið náttúruverk en þó má vera að hann hafi smám saman hækkað af mannavöldum. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.”
Tóftin og garðarnir á Vestaritanga eru forvitnilegar minjar. Þarna gæti auðveldlega hafa verið sjóbúð og garðarnir þurrkgarðar. Þá gæti húsið hafa tengst fangaflutningum frá Bessastöðum yfir að Gálgaklettum meðan aftökur tíðkuðust þar. Önnur notagildi koma og vissulega til greina.

Heimildir:
-Örnefnalýsing KE fyrir Bessastaði.
-Árbók hins ísl. fornleifafélags, 78. árg. 1981, bls. 132-147 – Kristján Eldjárn.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – minjar og örnefni: ÓSÁ

Bessastaðanes

Í Andvara árið 2005 má lesa eftirfarandi um Skothúsið á Bessastaðanesi:
“Rómantíska stefnan réð ríkjum í hugarheimi Bessastaðasveina og þarf ekki annað en lesa bréf Gísla Brynjúlfssonar til Gríms Thomsens þegar sá fyrrnefndi var í Bessastaðaskóla til að ganga úr skugga skothusid-221um það. Benedikt Gröndal skipaði sér ekki síður undir merki hennar. Hann var í hópi síðustu Bessastaða-stúdenta vorið 1846 og þeirra neðstur. Hann lýsir viðskilnaði sínum við skólann með þessum orðum: „Lesturinn minn á skólalærdóminum varð allur í molum eins og vant var, og þegar voraði, þá lá ég heila daga í fögru veðri úti í Bessastaðanesi uppi á skothússhólnum með byssuna mína og Hómer; ég horfði yfir landið og sjóinn; náttúran var svo mikil og fögur, að ég eins og ætlaði að gleypa hana alla; ég var fullur af löngun og ást: löngun eftir einhverju, sem ég ekkert vissi um, og ást á einhverju ósegjanlegu og ómælilegu; ég las Hómer og dreymdi vakandi drauma”. (Dægradvöl (1965), 100).”
Í “Reykjavík” árið 1903 má auk þess lesa eftirfarandi:
Á Bessastaðanesi er „Skothúsið”, það er hóll eða hæð frammi á nesinu, og munu fálkarar hafa hafst þar við (eins og á Valhúsinu); þar er og Músarvík. Bessahólmi er þar sem Bessi á að vera grafinn (í miðri Bessastaðatjörn).

Heimild:
-Andvari, 130. árg. 2005, 1. tbl., Aðalgeir Kristjánsson, Bessastaðaskóli, bls. 73.
-Reykjavík, 4. árg. 1903, 42. tbl., bls. 1.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – skothús.

Bessi

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1981 segir Kristján Eldjárn frá minjum og örnefnum næst íbúðarhúsunum á Bessastöðum:
Bessastadir-991“Heima við bæjarhúsin, norður af flötinni milli húss og kirkju, þar sem fánastöng stendur nú, er hóll með snarbrattri brekku norður af, og segir Benedikt Gröndal (og Björn Erlendsson) að þetta heiti Bessastaðahóll, og voru nýsveinar látnir velta þar niður heldur ómjúklega á dögum skólans. Á jökulruðningnum sem áður var nefndur er þetta greinilegasta hólmyndunin, og mundi það ef til vill segja sína sögu um nafn bæjarins. Frá kirkju og vestur að Lambhúsum var nefndur Langivöllur, og var það þó einkum sunnanmegin (Lambhúsatjarnarmegin), sunnan heimreiðar en nú er þetta nafn haft um allt vesturtúnið.
Í norður og norðaustur af Bessastaðahól, niðri við tjörnina, voru áður fyrri allmikil ummerki eftir ýmiss konar búsumstang, og lýsir Benedikt Gröndal því nokkuð, en ummerki þessi eru nú að mestu horfin, meðal annars af því að sjór hefur brotið þarna mikið land, og er því erfitt að marka nákvæmlega fyrir hvar hvað eina var. Traðir lágu ofan að smiðju og þar var Sjóbúðarflöt, og þar var Skevingstún, kennt við Hallgrím Scheving kennara á Bessastöðum.
Hjá Sjóbúðarflöt var tóft sem víst var kölluð Sjóbúð, og enn fremur mun bessastadir-993þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör. Af öllu þessu sést aðeins votta fyrir leifum af gömlum garði sem sjór hefur brotið af meðan enn flæddi inn í tjörnina. Þessi nöfn mega nú heita óþekkt. Norður frá bílstjórahúsi (sem nú er) var hólmynd í túninu og nefndist Smiðjuhóli og minnir á smiðjuna, en sést ekki lengur. Þarna norður frá bústjórahúsi og bílstjórahúsi nær sjó heitir nú Prentsmiðjuflöt, sem er nafn frá dögum Skúla Thoroddsen, enda sér þar enn steyptan grunn undan prentsmiðjuhúsi hans.
Í Bessastaðatjörn er áðurnefndur hólmi þar sem æður verpur og nefnist hann Bessahólmi í landamerkjaskránni og það nafn nota bæði Benedikt Gröndal og Björn Gunnlaugsson. Það á því mikinn rétt á sér, en nú er hólminn stundum kallaður Bessi í daglegu tali og einnig heyrist nafnið Bessastaðahólmi, sem kynni að vera það upprunalegasta. Björn Erlendsson telur að Bessastaðahólmi sé algengast og hermir þau munnmæli, að Bessi bóndi á Bessastöðum sé heygður þar. Í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta var hólminn mikið stækkaður til suðurs með því að aka að honum grjóti og hnausum á ís. Lítill hólmi er nær Eyvindarstöðum og var hann einnig gerður að undirlagi Ásgeirs Ásgeirssonar, sem kallaði hann Kóra eftir fæðingar stað sínum, Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét einnig grafa skurð þvert yfir tangann norður af bílstjórahúsi og búa þannig til ey eða hólma, sem kallast Sandey, en nýtt er þetta nafn að sjálfsögðu. Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós, en hann er nú úr sögunni, síðan stíflan var gerð. Áður fyrri, meðan enn fjaraði í tjörninni, kom upp með fjöru klettahryggur eða brík frá tanganum áðurnefnda (nærri Prentsmiðjunni) og að Stekkjarmýrarhól í Breiðabólstaðalandi og var þessi leið oft farin, ekki síst ríðandi. Þetta var kallaður Steinboginn.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 78. árg. 1981, bls. 136-138.

Bessastaðatjörn

Bessastaðatjörn.

Hlið

Í Tímanum árið 1947 var m.a. fjallað um Nýtt hitaveitu svæði í nágrenni Hafnarfjarðar og Rvíkur – “Heitu vatni dælt upp úr borholu á túninu á Hliði á Álftanesi”.
Hlid-tunakrt-II“Hlið á Álftanesi var fyrir nokkrum áratugum frægt útvegssetur, og þar bjuggu lengi einhverjir harðskeyttustu útvegsbændurnir við Faxaflóa. Á seinni árum hefir verið hljóðara um höfuðból hinna gömlu sægarpa. Nú kann þó svo að fara, að athygli manna beinist aftur að þessum stað, þótt af öðrum ástæðum sé en fyrrum. Síðastliðinn laugardag kom nefnilega mikið af heitu vatni upp ur borholu, sem þar hefir verið gerð, og líkindi eru til, að þarna sé enn meira af enn heitara vatni. Hiti og vatnsmagn hefir þó eigi verið mælt enn.
Boranir þær, sem gerðar hafa verið á Hliði á Álftanesi, voru hafnar sumarið 1943. Hefir verið unnið að þeim síðan, eftir því sem ástæður hafa leyft. Munu þessar rannsóknir þegar hafa kostað yfir 140 þúsund krónur.
Á laugardaginn var fór Jón Einarsson, forstjóri Orku, sem fyrir nokkru hefir yfirtekið hitarannsóknirnar, út að Hliði og lét dæla lofti niður í borholuna, sem mun vera hátt á fjórða hundrað metra djúp. Hafði áður verið settur þar upp turn og pípum verið rennt um 80 metra niður í hana. Kom innan stundar upp gusa mikil af brennheitu vatni. Þegar á þessu hafði gengið um stund, fóru Jón og aðstoðarmenn hans heim að Hliði og drukku þar kaffi í makindum, en létu dæluna vera í gangi á meðan. Hélt vatnið áfram að streyma upp úr holunni meðan þeir voru inni og allt þar til dælan var stöðvuð.
Hlid-22Sigurður Jónasson forstjóri festi kaup á jörðinni Hliði árið 1943. Lét hann hefja þar vatnsboranir þegar samsumars. Var notaður til þessa fjögurra þumlunga bor, sem fenginn var að láni hjá Reykjavíkurbæ. Um 230 metra út frá túninu á Hliði, út af svonefndri Helguvík, er heitt vatn í skeri, sem nú orðið kemur ekki upp úr sjó nema um stórstraumsfjöru nokkrum sinnum á ári.
Dr. Trausti Einarsson og Helgi Sigurðsson, nú hitaveitustjóri, og fleiri höfðu mælt þar 80—85 stiga heitt vatn, sem kom upp úr augum og sprungum á skerinu, og virtist margt benda til þess, að þarna væri enn heitara vatn, þar eð sjór gjálpar alltaf við og við yfir hitasvæðið, svo að erfitt var að mæla hitann nákvæmlega. Þótti sérfræðingum þessi mikli hiti á þessum stað benda til þess, að jarðhiti myndi einnig vera undir túninu á Hliði.
Samkvæmt ráði dr. Trausta Einarssonar var byrjað að bora eftir jarðhita utarlega í túninu á Hliði, og kom það fljótt á daginn, að hiti var í jörðinni. Borunin gekk aftur á móti illa, þar eð spennan á rafstraumnum frá Sogsstöðinni var mjög lág á þessum árum. Enduðu þessar tilraunir að lokum með því, að borinn brotnaði, þegar búið var að bora hátt á fjórða hundrað metra niður í jörðina. Ekkert vatn hafði þá komið upp, en hitinn mældist um 80 stig niðri í holunni. Hafði hitinn aukizt um 42 stig við síðustu hundrað metrana, nokkurn veginn jafnt og þétt. Virtist allt benda til þess, að náðzt hefði yfir hundrað stiga hiti, ef unnt hefði verið að bora álíka djúpt og gert var með slíkum borum á Reykjum í Mosfellssveit, um 600 metra.
Hlid-23Árið 1945 kom þingað til lands á vegum hlutafélagsins Orku sænskur verkfræðingur, Sven Petterson að nafni, frá hinu heimskunna borfélagi, Svenska Diamantbergborrnings A/B. — Hann taldi, að þarna hlyti að vera heitt vatn, og lagði þau ráð til, að reynt yrði að dæla því upp. Árið 1946 voru fengin tæki frá sænska félaginu, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt til nota í Krýsuvík, en lánaði til tilraunanna á Hliði. Var hafizt handa á laugardaginn um að dæla upp vatninu, og gaf tilraunin góða raun, sem þegar hefir verið lýst, og má líklegt telja, ef dæma má eftir árangri þessarar fyrstu tilraunar, að þarna megi dæla upp miklu heitu vatni, þótt það flæði ekki upp af sjálfu sér.
Þetta nýja- hitasvæði, sem þarna virðist fundið, getur haft mikla þýðingu, ef vatnsmagn og hitamagn reynist þar nægjanlega mikið. Mestu máli skiptir, að ekkert hitasvæði hér á landi (að sundlaugunum í Reykjavík undanskildum) liggur jafn vel við þéttbýli eins og þetta hitasvæði þarna í túninu á Hliði og á ströndinni vestur af því. Þaðan eru aðeins rúmlega fimm kílómetrar til Hafnarfjarðar og rúmlega tólf kílómetrar til Reykjavíkur.”

Myndirnar eru teknar í skerinu út af Helguvík hjá Hliði á Álftanesi. Eins og segir í greininni um jarðhitann á Hliði, kemur skerið nú orðið aðeins úr sjó um stórstraumsfjöru, og voru myndir teknar, þegar svo stóð á sjó. Skerið er gróið þara og þörungum, en af þvi miðju leggur upp gufu mikla frá heita vatninu. Þetta heita vatn þarna í skerinu leiddi hug manna
að því, að víðar myndi jarðhiti á þessum slóðum. —
/ SKERINU UT AF HELGUVIK

Heimild:
-Tíminn 25. febrúar 1947, forsíða.

Hlið

Hlið á Álftanesi.

Álfhóll

Álfhólar eru nær óteljandi hér á landi. Örnefni er tengjast þeim má nánast finna í sérhverri örnefnalýsingu. Einn Álfhóllinn er suðaustan við Eyvindarstaði á Álftanesi. Honum hefur verið þyrmt þótt búið sé að byggja allt um kring.
Norðvestan við Eyvindarstaði á að vera Eyvindarleiði, haugur í túninu, að sagt er. Þá höfðu borist spurnir af örnefninu Kirkjuhóll þar skammt frá.
Álfhóll - Akurgerði fjærÁður en lagt var af stað gaf Jónína Hafsteinsdóttir hjá Örnefnastofnun Íslands eftirfarandi upplýsingar um framangreint: “
Í Örnefnalýsingu fyrir Eyvindarstaði segir: Eyvindarleiði er fast vestan við húsið í Akurgerði. Það eru tvær þúfur og er sú sem fjær er húsinu stærri. Þar á Eyvindur sá sem Eyvindarstaðir eru kenndir við að vera heygður og hundur hans í minni þúfunni. (Ath.: [Benedikt] Gröndal [Dægradvöl] getur þess að Eyvindur og kona hans hafi verið grafin í Eyvindarleiði).
Álfhóll er u.þ.b. 60–70 m beint austur frá bæ. Álfhóll og Eyvindarleiði hafa verið vernduð í gegnum aldirnar, og eru nú friðlýst af eigendum landsins, þó ekki sé búið að merkja staðina. Hjátrú er bundin þessum stöðum; ekki mátti raska leiðinu og aldrei slá Álfhól eða skerða hann.

Eyvindarstaðir

Eyvindarstaðir – Benedikt Gröndal 1902.

Íbúðarhúsið á Eyvindarstöðum var byggt 1922–3 og er úr steinsteypu. Áður stóð húsið fast fyrir norðan, þar sem íbúðarhúsið er nú. Komu þau nokkurn veginn horn í horn. Þar fyrir norðan, þar sem hóllinn var hæstur, mun gamli bærinn hafa staðið (þ.e. sá sem Sveinbjörn Egilsson bjó í).
Benedikt Gröndal getur þess, að nyrzti hluti hólsins hafi heitið Kirkjuhóll. Sennilega er átt við smá bungu við bílskúrinn í Akurgerði.
Auk þessa var Réttin í þessu landi og var hún notuð til þess að geyma þar hesta um nætur meðan tún voru ógirt (sjá Dægradvöl Ben. Gröndal). Þar sem réttin var stendur nú spennistöð rafveitunnar. Þarna mátti sjá hestasteina með krókum í til skamms tíma og e.t.v. má finna einhverja þeirra enn.” Lýsinguna gerði Jóhanna Stefánsdóttir frá Eyvindarstöðum (f:1919).
Þá var gengið af stað og byrjað á því að taka hús á heimilisfólkinu að Eyvindarstöðum. Ólafur Sverrisson tók vel á móti þátttakendum. Sagði hann Eyvindarleiðið vera á bak við bílskúrinn í Akurgerði. Annars kynni Stefán Eyþórsson þar á bæ betri skil á örnefnum á svæðinu.
Eyvindarleiði - Stefán Eyþórsson að bakiStefán (f:1936) benti óhikað á leiðið að baki bílskúrsins, fast vestan við íbúðarhúsið í Akurgerði eins og getið er um í örnefnalýsingunni. Hann kannaðist ekki við örnefnið “Kirkjuhóll”, en skv. lýsingunni mun það vera á sama stað og leiðið, “smá bunga við bílskúrinn í Akurgerði”. Réttina kvaðst Stefán ekki hafa heyrt nefnda og mundi ekki eftir spennistöð þarna nálægt. Á Álfhólnum kunni hann hins vegar góð skil.
Frá upphafi fornminjaskráningar hér á landi hefur áhersla jafnan verið á hauga og álagabletti. Í “Lögum um verndun fornmenja”, dags. 16. nóv. 1907, er tiltekið hvað teljist til fornleifa (þ.e. staðbundnar), sbr. 2. grein: ”
Til fornleifa teljast: a. Þingbúðarústir, gömul mannvirki á fornum þingstöðum, sögustöðum og öðrum merkisstöðum, sem nokkurs er um vert fyrir menningarsögu landsins, rústir af hofum, hörgum og hverskonar blótstöðum frá heiðni, af kirkjum og kirkjugörðum, kapellum og bænahúsum, forn vígi eða rústir af þeim, forn garðlög, rústir af fornum bæjum, seljum, búpeningshúsum, farmannabúðum, naustum og öðrum fornbyggingum, enn fremur fornir öskuhaugar.
b.  Fornar grafir, haugar, dysjar og leiði i jörðu eða á, er menn hafa verið grafnir, heygðir eða dysjaðir í.”
Í nýjustu þjóðminjalögunum,  frá 17. júlí árið 2001, má enn sjá hliðstætt ákvæði í 9. gr.: “Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: a. Álfhóllinnbúsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum; b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri; c. gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita; d. gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra; e. virki og skansar og önnur varnarmannvirki; f. gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð; g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum; h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið;”
Orðið haugur (kk) hefur verið skilgreindur sem “Legstaður heiðins manns sem einkennist af haugi, þ.e. jarðvegi eða grjóti sem hefur verið hrúgað eða hlaðið ofan á gröfina.” Í fornritum er oft talað um legstaði fornmanna sem hauga. Eiginlegir haugar sjást þó sjaldan á Íslandi þótt örnefnin gefi annað til kynna. Því lagði Kristján Eldjárn til að hlutlausara orð væri notað: Kuml. Þau eru gjarnan þúfulaga kollar í jaðri fornra túna, á mörkum fornra jarða, við fornar leiðir eða á útsýnisstöðum jarðanna.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Lög um verndun fornmenja, dags. 16. nóv. 1907.
-þjóðminjalögun,  frá 17. júlí árið 2001.
-Örnefnalýsing fyrir Eyvindarstaði – ÖÍ.

Álftanes

Álftanes, Bessastaðahreppur fremst, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður,

Bessastaðir

Í Tímanum árið er sagt frá göngu blaðamanns með dr. Kristjáni Eldjárn um land Bessastaða:
“Bessastaðir á Álftanesi… Þeir hafa verið stjórnarsetur, kirkjustaður og skólajörð, prentsmiðjupláss með bóka- og blaðaútgáfu. Þeir hafa verið í eign fræðimanna og skálda, eins og Snorra Sturlusonar og Gríms Thomsen. Þar hafa setið landstjórnarmenn og fyrirmenn eins og höfuðsmenn og amtmenn og fógetar, ríkisstjóri og forseti. Þar hafa stafað uppeldis- og skólamenn eins og Hallgrímur Scheving og vísindamenn eins og Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson.
Bessastadir-221Þar hafa stundað skólanám sitt öndvegismenn eins og Jónas Hallgrímsson,… um langan tíma eru örlög og saga margra smábýla og lífskjör margra leiguliða tengd við þetta höfuðból. Það er saga um kúgun og eymd og yfirtroðslur. Loks er saga Bessastaða saga um erlenda ásælni og yfirdrottnun útlends valds og þjóðlegt viðnám við því eða tilraunir til þess”. Þannig kemst Vilhjálmur Þ. Gíslason að orði í bók sinni um Bessastaði. Þótt hér sé getið um ýmsa þætti í langri og litríkri sögu staðarins fer því þó fjarri að á allt sé minnst. Á Bessastöðum gæti hver steinn og hver þufa sagt sögu ef hún hefði mál, og það var þvi ekki undarlegt að forvitni okkar vaknaði þegar við fréttum af ritgerð dr. Kristjáns Eldjárns í nýjasta hefti Árbókar Hins íslenska fornleifafélags, þar sem hann ritar um örnefni og minjar í landi Bessastaða. Við fórum þess því á leit við dr. Kristján að hann liti með okkur blaðamönnum yfir Bessastaðaland og tók hann því ekki fjarri. Varð það loks úr að við ökum suður á Álftanes í einstöku góðviðri sl. fimmtudag, í því skyni að heimsækja nokkra minjastaði í Bessastaðalandi.
Leiðin liggur um Álftanesveg meðfram Gálgahrauni sem eins og raunar Hafnarfjarðarhraunið allt er komið ofan úr Búrfelli. Sólin blikar á Skerjafirðinum og Reykjavík er vissulega fögur til að sjá núna.Ekki fer hjá að okkur detti í hug að í svona veðri mundi hafa viðrað vel fyrir skólapilta að skreppa í róðrarferð yfir til höfuðstaðarins. Ekki er erfitt að setja sér fyrir hugskotssjónir dálítinn hóp ungra manna á leið niður að Skólanausti þar sem piltar áttu bátkænu, sem þeir notuðu til slíkra ferðalaga. Það var reyndar hún sem varð stofninn að Bræðrasjóði Lærða skólans þegar skólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846.
Bræðrasjóður er enn til og á að styrkja fátæka nemendur. Það er ekki illa til fundið, því þegar Bessastaðaskóli var og hét, voru margir nemenda ekki loðnir um lófana.
„Nú sést hvernig Álftanes takmarkast í þrengri merkingu af Lambhúsatjörn og Skógtjörn”, segir dr. Kristján, þegar við ökum eftir eiðinu milli þeirra. „Þetta eru allt kallaðar tjarnir þótt raunar séu þetta fremur firðir, opnir út í sjó. Það er vegna þess að þetta hafa verið tjarnir þegar landið var hærra fyrr á tíð. En við skulum aka hér norður fyrir staðinn að Bessastöðum og líta á Bessastaðatjörn”.

Bessastaðahólmi og Kári
Bessastadakirkja-221Við göngum nú niður að sjálfri Bessastaðatjörn en Bessastaðaland takmarkast að sunnan af Lambhúsatjörn en að norðan af Bessastaðatjörn. Að austan er svo Skerjafjörður.
„Bessastaðatjörn var áður opin út í sjó,” segir Kristján, „en henni var síðar lokað með varnargarði og því er nú í henni ferskt vatn og þar er hvorki flóð né fjara nú. Þetta var gert vegna þess hve sjór sótti á landið en hér má sjá hvar gamla strandlínan hefur áður verið. Nú er þetta allt að gróa upp. Í varnargarðinum er lokubúnaður, sem þannig er gerður að það streymir út úr tjörninni þegar fjarar út, en hins vegar kemst enginn sjór inn, þegar fellur að.
Hér úti í tjörninni má sjá Bessastaðahólmann sem var nokkuð stækkaður og treystur í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta og einnig hólmann Kóra en hann lét Ásgeir gera og skírði eftir fæðingarstað sinum Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét einnig gera dalilið sund í gegnum blátangann norður af bílstjórahúsinu og búa þannig til ey eða hólma sem kallast Andey. Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós, en hann er nú úr sögunni eftir að stíflan var gerð. Nú, hér ofan við tjarnarbakkann má sjá leifar af gamla túngarðinum og það sést best á því hve nærri hann er kominn tjörninni hve sjór hefur veriö búinn að brjóta landið niöur. Garðurinn hefur svo legið hér i átt fyrir vestan húsið sem hann Snorri Jónasson bílstjóri býr í, en garðinn, eins og hann var, má sjá á uppdrætti sem Björn Gunnlaugsson gerði 1831 og er nú í Þjóðskjalasafni. Ég studdist við þann uppdrátt, þegar ég tók saman ritgerð mina um örnefni og minjar hér, auk fleiri heimilda sem mér voru tiltækar, svo sem Dægradvalar Gröndals og fjölmargra annarra. Túngarðurinn lá svo alla leið niður í Lambhúsatjörn”.

Prentsmiðjudanskan
Bessastadir - sjobud - 2Við göngum nú vestar í landið og hér verður fyrir okkur ferkantaður, steinsteyptur grunnur undan húsi einu. „Já, hér erum við komnir að prentsmiðjuhúsi Skúla Thoroddsen. Þetta var herjans mikið hús enda bæði skólahús og prentsmiðjuhús. Oft verður mér hugsað vegna hvers það hefur verið byggt svona langt frá bænum og hef helst komist að þeirri niðurstööu að það hafi þótt hentugt að hafa það svona nálægt sjónum. Þá var ekki búið að loka Bessastaðatjörn og hægt að komast hingað á bátum. Skúli Thoroddsen keypti Bessastaði 1898 og var hér með sína stóru fjölskyldu svo sem frægt er. Hjá honum var Jón Baldvinsson sem síðar varð þekktur stjórnmálamaður, lengi prentari en hér prentaði Skúli Þjóðviljann. Já, og hérna varð prentsmiðjudanskan til. Hér var mikið af ungu fólki í skóla fyrst og fremst börn hjónanna og vinir þeirra, og þau léku sér að því að tala blending af dönsku og íslensku sem þau tóku upp á að kalla prentsmiðjudönsku. Þarna austan við prentsmiðjugrunninn sjáum við svo garðspotta, sem stefnir þvert á sjávarbakkann og austanvið hann svolitlar húsatóttir. Það er ekki alltaf auðvelt aö sjá hvernig svona nokkuð hefur þjónað lífinu. Sennilega hefur þetta verið sjóbúð því hér hefur verið athafnapláss við sjóinn. Hér hafa aðeins smábátar getað komist að, en þegar við komum út í Skansinn sjáum við út á Seyluna, þar gátu skip lagst.”

Bessastaðanes
Bessastadanes-221Leiðin liggur nú út á Bessastaðanes. Á leið okkar verður barnabúskapur, kjálkar horn og leggi
r í röðum eins og börn léku sér að á Íslandi öldum saman. Skyldi það tíðkast enn einhversstaðar í sveitum? Við komum einnig að Brunnhúsinu sem notað var þar til frá því fyrir tíu árum, þegar Bessastaðir komust loks í samband við vatnsveitu. Um sama leyti var fyrst lagt malbik á veginn þangað.
Bessastaðanes er mikið land, flatlent en þó ekki árennilegt til túnræktar, vegna þess hve grýtt það er. Sem kunnugt er var lengi rætt um að hér yrði gerður flugvöllur, en margar ástæður liggja til þess að best færi á að hér yrði lýst friðland. Á leiðinni úti Skans göngum við eftir jökulruðningsöldu sem gengur út allt Bessastaðanes og heldur áfram handan Skerjafjarðarins. Á þessari öldu stendur t.d. Kópavogskirkja. Það eru því ekki einungis sögulegar minjar sem hér er að finna heldur einnig jarðsögulegar.

Skansinn
Bessastadir-222Þá er komið að merkilegustu fornminjum i Bessastaðalandi en það er „Skansinn” svonefndi. Skansinn er virki. Í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir, en eru nú ávalir grasi grónir. „Hingað komu Tyrkir árið 1627″, segir Kristján. „Siglingaleiðin hér á Skerjafirðinum er heldur óhrein og annað skip Tyrkjanna festist á grynningum hér úti á Seylunni. Tyrkir fluttu þá fólk sem þeir höfðu rænt og varning úr strandaða skipinu yfir í hitt skipið og létu þeir sem hér stóðu í landi þá óáreitta á meðan. Þetta þótti nú heldur skammarleg frammistaða hjá Bessastaðamönnum, að þeir skyldu ekki ráðast á þá, þegar þeir sáu að þeir voru strandaðir, því þeir höfðu hér einhverja fallbyssuræfla og önnur eldvopn. Var sagt aö Holgeir Rtísenkrans höfuðsmaður hefði haft söðlaðan hest hér að húsabaki, til þess að geta komist burtu ef Tyrkir gengju á land. Þessir atburðir urðu til þess að Skansinn var byggður skömmu á eftir. Þá var farið að leggja skatta á menn til þess að koma upp einhverjum vörnum. Þetta hefur tekið langan tíma, ekki síður en nú á dögum gerist. Menn hafa verið áratugum saman að byggja Skansinn og það var víst ekki fyrr en um 1680, sem hann mátti heita fullgerður. Var hann kallaður Ottaskans, eða Ottavirki eftir Otta Bjelke höfuðsmanni. Auðvitað voru vinnukvaðirnar og gjöldin til byggingarinnar óvinsæl. Byggingarefnið er mest mold, en sjálfsagt er grjót í þessu líka. Þetta er með meiri mannvirkjum frá þessum tíma hér á landi eins og enn má sjá. Þarna hafa verið dyr og fallbyssur þarna í veggjunum, sem sneru út á sjóinn. Fallbyssurnar lágu hér mjög lengi og sukku niður í svörðinn, en þegar Jörundur hundadagakóngur kom til landsins, þá lét hann taka þær og flytja til Reykjavíkur og kom þeim upp á Battarí

ið sem hann lét gera. Þegar hann féll voru byssurnar svo enn teknar, farið með þær út á Viðeyjarsund og sökkt þar í sæ. Samt eru til nokkrar kúlur úr Skansinum í Þjóðminjasafninu og hér á Bessastöðum amk. tvær. Þær eru svo sem eins og mannshnefi á stærð.
Nei, það hefur aldrei verið grafið hér í Skansinn og enda ekki við miklu að búast hér, þar sem þetta var aldrei notað. En það er glöggt að Skansinn hefur verið hafður þetta stór til þess að menn gætu flúið hér inn og hægt að verjast hér með töluverðu liði manna aðvífandi ófriðarmönnum af hafi.”

Óli Skans
Skansinn-221
Hér var síðar býli og það má sjá af því að hér er bæði tún og túngarður. Þetta hefur verið kotbýli, kotrass auðvirðilegur,” eins og Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl. Hér bjó á sinni tíð maður sem Ólafur hét og var kallaður Óli Skans, en braginn um hann kunna víst allir. Þótt lýsingin sé ófögur á Óla í bragnum og lýsing Gröndals á kotinu þá er allt önnur lýsing á þessu hjá Erlendi Björnssyni á Breiðabólsstöðum, sem þekkti hann vel. Eftir bók hans „Sjósókn” að dæma, en þá bók ritaði Jón Thoroddsen, hefur þetta verið ágætis náungi. Auðvitað ber að trúa orðum Erlendar fremur.
Hér má sjá túngarð kotsins Skans, sem er allur hlaðinn úr grjóti. Það hefur ekki verið lítil vinna að hlaða þetta. Á hlið við garðinn hér með sjónum hefur svo verið hlaðinn garðspotti sem ég skil ekki hvernig stendur á. Hann er hér eins og 5-6 metra frá hinum garðinum og það er eins og hætt hafi verið við að hlaða hann lengra.
Hér má loks sjá leifar af veggjum húss þar sem Gísli Jónsson listmálari fékk leyfi til að byggja og stóð hér uppi við Skansinn. Hann var merkilegur alþýðumálari og bróðir Guðjóns á Hverfisgötunni, sem margir kannast við. Menn kunna að spyrja hvar menn hafi fengið vatn hér fyrir býlið Skans. Þarna gæti hafa verið brunnhola. enda óskiljanlegt til hvers annars menn hafa grafið hér svo djúpa holu og þarna má sjá. Þarna uppi á Skansinum og í þýfinu hér má svo sjá menjar um útihús.”.

Skólanaust
skansinn-222„Þegar Bessastaðir voru seldir Skúla Thoroddsen 1898 var Skansinn skilinn undan, vegna þess að menn ætluðu einhverjir að efna til útgerðar sem aldrei varð þó af. Ég sá í einhverjum gjörningi að sú sneið sem undan var skilin hefði markast af línu sem dregin var frá Skólanausti í Bessastaðatjörn. Það er ekki þó líklegt að þessir tveir veggstúfar hérna séu leifar af Skólanausti og að línan í tjörnina hafi verið miðuð við járnstöngina sem þarna stendur og hefur staðið þarna mjög lengi. Eins og sjá má er sjórinn að brjóta bakkann hérna niður og sé þetta Skólanaust, þá eru þessar síðustu leifar þess nú í hættu. Það var að líkindum hér sem Bessastaðapiltar höfðu bát sinn, þann sem Bræðrasjóður var síðar stofnaður fyrir, þegar hann var seldur.”

Æðarvarp
Á göngu okkar um Bessastaðaland mætti halda að ekki hefðu orðið á vegi okkar nema dauðar minjar umliðins tíma sem töluðu sínu þögla máli. En því fer fjarri því á Bessastaðatjörn syntu álftir, sem Kristján segir að stundum séu þarna allt að þrjátíu saman og nær bakkanum sjást nokkrar virðulegar heimagæsir frá Bessastöðum. Þarna er líka líflegt af kríu á sumrum og ekki má gleyma æðarfuglinum.
„Já, æðarfuglinn fer að verpa hérna í maí,” segir Kristján.
„Þetta varp er nokkuð þétt á vissum stöðum, en er annars úti um allt landið hérna. Mér er sagt að góðir æðarbændur hafi einhver ráð með að fá fuglinn til að verpa þéttar. Það er auðvitað mikið hagræði bæði við að verja varpið og við dúntekjuna. En æðarvarpið er viðkvæmt meðan það stendur yfir frá því í maí eins og ég sagði og fram í endaðan júni. Það er því ákaflega mikilvægt að fuglinn sé ekki styggður á þeim tíma og vonand

i verður þetta spjall okkar ekki til þess að auka ónæði á fuglinum. En menn hafa til þessa ekki verið ágengir við landið hérna og ég vona að svo verði framvegis. Æðarfuglinn er friðhelgastur fugla á Íslandi, eins konar húsdýr, og það gerir enginn sæmilegur maður að trufla hann um varptímann, nógur er nú vargurinn samt, hrafn og svartbakur. Og reyndar er það að sjálfsögðu svo að alls ekki er ætlast til að menn fari um Bessastaðanesið nema með sérstöku leyfi þeirra, sem á staðnum ráða.”
Já, það er ekki neinn hörgull á lífi í Bessastaðalandi og það má geta þess að úti hjá Skothúshólnum komum við auga á eldfjöruga fjallakónguló á hlaupum, sem við töldum vera öruggt vormerki.
Leiðin liggur nú lengra út á Bessastaðanes og héðan er fögur sýn til Reykjavíkur.
bessastadir - 2013-2„Það er nokkurn veginn víst að hvergi á öllu Íslandi er eins gott stæði fyrir stóra borg og í Reykjavík segir Kristján. Það er því athyglisverðara þar sem það er næstum því tilviljun að höfuðborgin reis hér. Sé farið nokkuð aftur í tímann, þá var Reykjavík aðeins þessi litli verslunarstaður, „Holmens Havn”, eins og hann var kallaður og vissulega reis borgin ekki hér af þeirri ástæðu að hún hafði allt það til að bera sem þarf til þess að stórborg geti risið, t.d. nær óendanlegt landrými. Borgin getur þanið sig í allar áttir, nema í sjó fram: — inn eftir öllu Kjalarnesi upp alla Mosfellssveit og loks í þessa áttina ef vill, sameinast Hafnarfirði, þegar þar að kemur. Landið er líka hæfilega öldótt, til þess að fá borginni nauðsynlega fjölbreytni.”
Nú er komið suður fyrir sjómerkið sem stendur á Bessastaðanesinu og hér verður fyrir okkur sérkennileg þúst í landinu nokkra tugi metra frá merkinu. Þetta er töluverð upphækkun mjög þýfð að ofan en að öðru leyti eins og 1 metra hár pallur. ,,Ég held að þetta hljóti að hafa verið sauðaborg,” segir Kristján Eldjárn, ,,eða ef til vill skjól bæði fyrir kindur og hesta. Þessi er sporbaugslaga en hér skammt frá er önnur rúst af fjárborg, allnokkru stærri og hún er kringlótt, en þannig voru fjárborgir oftast hér á landi. Hringur er enda stysti veggur sem hægt er að reisa í kring um tiltekna spildu. Leifar af enn einni fjárborg er svo hér lengst frá, einnig kringlóttri. Hún er innarlega í Bessastaðanesi þar sem hallar til Skerjafjarðar, andspænis Kópavogskaupstað. Sú borg hefur verið úr grjóti um 10 metrar í þvermál og innan í henni er annar hringur, 4-5 metrar í þvermál.”
Kristján tekur reyndar fram hvað eftir annað að það sé fremur lítið um minjar eftir búsumstang á jafnstórum stað og Bessastöðum.
Ljósmyndarinn hefur skroppið frá á þessari göngu okkar um Bessastaðanes og fært bílinn nær hliðinu skammt frá Bessastaðabúinu, Lambhústjarnarmegin í Nesinu. Þangað liggur nú leiðin og Kristján segir okkur að þar munum við koma að hóli þeim, þar sem hið svonefnda „skothús” fálkafangara konungs á að hafa staðið.
„Já, konungur hafði áður fyrri einkarétt á öllum fálkum sem veiddust í landinu. Það var hans privilegium. Fálkaveiðarnar voru líka all mikið fyrirtæki. Fálkafangarar voru ráðnir um land allt, þ.e. menn sem þjálfaðir höfðu verið í því að handsama fálkana. Þeir voru fluttir hingað til Bessastaða og geymdir í Fálkahúsinu og hingað kom sérstakt skip til þessað sækja þá, „Fálkaskipið”. Þeir sem kunnugir eru í Kaupmannahöfn og Fredriksbergi munu kannast við Falkonerhuset og Falkonerallé, þar sem fuglarnir voru áður fyrri tamdir og vandir.”
Nú er komið að tóftunum, þar sem Benedikt Gröndal taldi að Fálkahúsið hefði staðið. Segir hann svo í Dægradvöl: „Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.” Kristján telur að hvað sem líður ummælum Gröndals megi telja sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. En satt hefur Gröndal sagt um víðsýnið enda er þetta hæsti staður í Bessastaðalandi.

Grásteinn
bessastadir-223Við höfum víða gert stans, en einn staður er þó eftir. Það er Grásteinn.
Grásteinn liggur að vísu utan lands Bessastaða, hár og reisulegur steinn, nokkuð vestur af hliðinu heim að Bessastöðum. Í hann eru klappaðar nokkrar holur í röðum og ber það til þess að þegar vegurinn var lagður út nesið var fyrst ætlunin að hann lægi yfir þann stað þar sem steinninn stendur. Var þá búist til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. En einhver álög voru á steininum að sögn Kristjáns, og fór svo að þegar átti að reka fleygana og kljúfa steininn slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkið.
„Þar fór vel”, segir Kristján því steinninn er hinn ágætasti og sögufrægur. Segir frá honum m.a. í Dægradvöl. Landamerki milli Eyvindarstaða og Bessastaða eru og bein lína úr Grásteini í miðjan Bessahólma og milli Brekku og Bessastaða úr Grásteini í Lambhúsatjörn.”
Hjá Grásteini nemum við staðar og litum á steininn. Fornleifafræðingar hafa sjötta skilningarvit, þegar faldir fjársjóðir eru annars vegar og því kemur okkur ekki á óvart þegar Kristján stingur fingri niður í rifu í steininum og dregur þar upp krónupening. Hann er að vísu sleginn eftir síðustu myntbreytingu og Kristján lætur hann í rifuna aftur, — og hver veit nema einhverjir fornfræðingar framtíðarinnar eigi eftir að finna hann þarna(!)
En við Grástein er óhætt að gera að gamni sínu, — það leyfðu þeir sér að minnsta kosti skólapiltarnir á Bessastöðum sem voru einmitt að yrkja um Grástein þegar þeir kváðu um heiðursmanninn Jón Jónsson skólameistara:
Á Grandanum heyrist grátur og
raus
grátur og raus, grátur og
raus,
á grandanum heyrist grátur og
raus,
getið þið hvern ég meini.
Lector situr sálarlaus
sálarlaus, sálarlaus.
Lector situr sálarlaus
sunnan undir steini
Virðar segja viskulaus,
viskulaus, viskulaus,
virðar segja viskulaus
vestan undir steini.
Aðrir segja ærulaus,
ærulaus, ærulaus,
austan undir steini.
Nokkrir segja náttúrulaus,
nátturulaus, náttúrulaus,
nokkrir segja náttúrulaus
norðan undir steini.

Leiðarlok
Þessum stutta göngutúr okkar í góðvirðinu með Kristjáni Eldjárn er nú að ljúka. Hér vantar ekki viðsýnið eins og rétt nú áður var minnst á og land Bessastaða blasir við næst okkur og í fjarlægð blá fjöll sem geyma að baki sér byggðir landsins í fjörðum þess og dölum. Hingað var lengi mænt, bæði með kvíða og von. Héðan lituðust þeir um ýmist skemur eða lengur, landnámsmaðurinn Bessi Þormóðsson, Diðrik Pining, Týli hirðstjóri Pétursson, Hvidfeld og Rosenkrans, Grímur Thomsen, Hallgrímur Scheving, Sveinbjörn Egilsson, Jónas Hallgrímsson og fleiri merkismenn sem koma við íslenska sögu. —AM”

Heimild:
-Tíminn 8. apríl 1982, bls. 16-18.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Breiðabólstaður

Eftirfarandi viðtal við Gísla Sigurðsson birtist í Þjóðviljanum árið 1967:
Gisli Sigurdsson 1967“Mig grunar að fjöldi Reykvíkinga viti lítið um Álftanes, annað en að þar situr forseti íslenzka lýðveldisins og að áður fyrr sátu á Bessastöðum óvinsælir útlendir umboðsmenn hans hátignar danakóngs. En sagan um Álftanesið er ekki einungis sagan um kóngsins menn og kúgara, heldur líka sagan af hinum kúguðu, þrælakistunni og aftökum fyrir misjafnar sakir, stundum engar, Ég fékk Gísla Sigurðsson lögregluþjón í Hafnarfirði til fylgdar um nesið nú á dögum, en hann er einn kunnasti maður þar um slóðir og hefur safnað ógrynni örnefna af Álftanesi og víðar.
Kóngsnes er gamalt uppnefni á Álftanesi, enda sölsaði kóngur það snemma undir sig ásamt ölflu kviku, bændum og búaliði. Þannig voru Álftnesingar i nánara sambýli við hið veraldlega vald en flestir aðrir landsmenn og kvaðir þær, sem hans hátign þóknaðist að leggja á menn, komu harðar niður á þeim en nokkrum öðrum. Má því með nokkrum rétti segja, að þeir hafi um aldir lifað í hreinni ánauð umboðsmanna kóngs á Bessastöðum. Þeir skyldu róa á kóngsskipum, leggja til menn og hesta í hvert sinn er umboðsmaður krafðist, ásamt óteljandi öðrum kvöðum. Benedikt Gröndal, sem var alinn uþp á Bessastöðum og Eyvindarstöðum á Álftanesi, segir svo frá í Dægradvöl sinni, að oftsinnis hafí menn verið kallaðir frá róðrum tiil að sigla höfðingjum og kvinnum þeirra um sundin. Þá var oft vani þeirra, þá er þeir báru kvinnurnar út í bátana, að hrasa með þær í sjóinn og misstu þær við það löngun til nánari kynna af þeirri hráblautu höfuðskepnu. Kóngur gerði út nær öll, ef ekki öll skip af Álftanesi, en þaðan var mikið útræði og varir framundan hverjum bæ að heita mátti. Þannig varð hans hátign mesti útgerðarmaður á Íslandi næstur á eftir Guði almáttugum og ekki síður harður húsbóndi.
Nú mun það vera nokkuð almenn skoðun að Álftnesingar hafi verið kúgaður kotalýður, frugtandi sig fyrir Breidabolsstadur og AkrakotBessastaðavaldinu með kollhúfuna í annarri hendinni, en hálftóma pontuna í hinni. Gísli vill ekki viðurkenna þessa mynd af Álftnesingum fyrri alda. Hann segir þvert á móti að það bera vott um talsverðan mannsbrag, að þeir skyldu yfirleitt hafa tórt og skilað landinu eftirkomendum við svo hroðalegar aðstæður.
Til þess að gera langa sögu Bessastaða stutta verður hér tilfærður kaflinn um þá úr bók Þorsteins heitins Jósepssonar, „Landið þitt”.
„Bessastaðir (GK) forsetasetur og fornt höfuðból á Álftanesi. Fyrst þegar Bessaataða er getið í fornum heimiidum, eru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, eins kunnasta sagnfræðings og rithöfundar á Norðurlöndum á sínum tíma — sjá Reykholt (BO). Skömmu síðar kemst jörðin i konungseign og verður brátt að höfuðsetri æðstu valdsmanna konungs á islandi og það allt til loka 18. aldar.

Landakot og Deild

Þá hafa allan þann tíma verið teknar ákvarðanir um ýmsa þá atburði sem hvað örlagaríkastir hafa orðið fyrir íslenzku þjóðina og ekki ætíð á sem beztan veg. Í byrjun 19. aldar er lærði skólinn, þá æðsta menntastofnun Íslendinga, fluttur að Bessastöðum og starfar þar undir handleiðslu mikilhæfra og góðra kennara um 40 ár, þar til hann flytzt til Reykjavíkur 1846.
Á seinni hluta 19. aldar eða frá 1867, eru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum 19. aldarinnar, Gríms Thomsens (1820-1896). Eftir hann liggur fjöldi ritsmíða, einkum um fagurfræði og bókmenntir og mikið af því var birt á erlendum tungumálum, en kunnastur er hann fyrir ljóðaskáldskap sinn, sem í ýmsu skipar sérstöðu í íslenzkri ljóðagerð. Grímur Thomsen lét sig landsmál allmiklu skipta og sat á Alþingi Íslendinga um fjölda ára.
Á Bessastöðum fæddist Benedikt Sveinbjarnaron Gröndal (1826-1907), eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á síðari hluta 19. aldarinnar. Hann hefur skrifað fjölda skáldrita, auk kennslubóka og bóka og ritgerða um náttúrufræði.
Svidholt 1967Eftir lát Gríms Thomsens hafa Bessastaðir verið lengst í eigu einstakiinga, unz Sigurður Jónasson forstjóri í Reykjavík gaf ríkinu staðinn fyrir þjóðhöfðingja-setur. Síðan hafi báðir forsetar Íslands dvalið þar, Sveinn Björnsson frá því hann varð ríkisstjóri 1941 og síðan forseti 1944 til dánardægurs og sáðan Ásgeir Ásgeirsson, sem hefur setið þar frá 1952.
Forsetabústaðurinn á Bessastöðum er með elztu húsa á Íslandi, byggður 1763 sem amtmannssetur, síðan hefur húsinu verið nokkuð breytt og byggt við það.
Á Bessastöðum er kirkia, líka gamalt hús, en hún var í smíðum frá 1780 títt 1823. Fyrir fáum árum hafa verið settir í hana nýir gluggar með litglerjum eftir íslenzka listamenn. Í Bessastaðakirkju eru tveir legsteinar, annar yfir Pál höfuðsmann Stígsson d. 1566, hinn yfir Magnús amtmann Gíslason d. 1766.
Í Bessastaðalandi var gert virki á 17. öld (Skansinn) til að verjast sjóræningjum og óvinaher, ef þeir gerðu sig líklega til að ráðast á staðinn. Skansinn er í Bessastaðalandi með háurn veggjum, nú grasi gróinn. Gegnt Bessatöðum er Gálgahraun. Í því er Gálgaklettur, þar sem sakamenn voru hengdir — sjá Kópavogur (GK). Voru líkin urðuð í klettaskoru skammt frá aftökustaðnum, og sagt er að þar hafi fundizt mannabein á sl. öld.” Svo mörg eru þau orð og má af þeim ráða að þarna eru miklar söguslóðir þrungnar miklum örlögum bæði einstaklinga og þjóðar okkar sem heildar.

Bjarnastadir - barnaskoli

Gísli kann sögu af manni nokkrum, sem dæmdur hafði verið af lífi og skyldi hengjast í Gálgahrauni. Manninum fannst sér milkil virðing sýnd, að hann skyldi hengjast að höfðingjaboði við hátíðlega opinbera athöfn og hagaði klæðaburði sínum í samræmi við það. Hann fór í sparifötin og voru gylltir hnappar á jakkanum. Líkið var síðan látið hanga uppi um nóttina, eins og þá var siður, en um morguninn var búið að reyta skarthnappana af jakkanum fangans. Það var gott að njóta leiðsagnar Gísla um Áltftanesið, en ekki verður sagt í stuttri blaðagrein að gera sagnfræði eða örnefnum nein skil, svo að gagn verði að. Við munum því fara fljiótt yfir sögu og reyna að kynna fólki þetta fallega nes við bæjardyr Revkvíkinga, Kópavogsbúa, Garðhreppinga og Hafnfirðinga.
Maður hefur strax á tilfinningunni að maður sé kominn langt upp í sveit, þegar hrauninu sleppir og við tekur hið eiginlega Álftanes. Úti á nesinu er allt gróðri vafið. tún við tún og myndarleg býli hvert sem augum er rennt. Þar eru Breiðabólsstaðir, Eyvindarstaðir. Sviðholt, Langbolt, Bjarnastaðir, Skógtjörn að ógleymdum Bessastöðum. en þangað snerum við fyrst fararskjótum okkar.
Litlibaer - sumarhusÆtlunin var fað fara út á Skansinn, en þegar til átti að taka var öll umferð þangað út stranglega bönnuð, og nenntum við ekki að þiðja leyfis að fara þangað. Tveir hólmar eru þarna við landið og heitir annar Bessahólmi. Enginn veit hvernig það nafn er til komið, en sagnir enu um að þar sé haugu í Bessa þess er fyrstum mun hafa byggt á Bessastöðum, en þeir eru ekki taldir með landnámsjörðum í Landnámu. Þar fyrir er svo sem engan veginn víst að svo sé ekki. Í hólmanum er æðarvarp og eins í öðrum hólma nær landi.
Það er fallegt á Bessastöðum í góðu veðri eins og var þennan dag. Heyskapur var þar í fullum gangi og heyjað fyrir þjóðina, þvtí að öll eigum við þessa vildisjörð. Eyvindarstaðir eru skammt þar frá. Þangað er búsældarflegt heim að líta og þar bjó Sveinbjörn Egilsson skáld, meðan hann var refctor Bessastaðaskóla. Þar bjó líka Benedikt Gröndal um tíma. Þarna ekki alllangt í burtu er steinn einn mikill og mæla fjórar jarðir land sitt í hann. Um hann er sú saga, að skólapiltar á Bessastöðum hafi setið þar fyrir Jðni Jónssyni meðan hann var lektor við skólann og hýtt hann þar. Út af því var kveðinn gamansamur bragur, eins og títt var í þá daga, er stóratburðir gerðust.
Helguvik - skurarÍ þessu bjarta og fagra veðri var viðsýnt af nesinu, þótt það sé lágt, en sagt er að af Garðaholti megi sjá til byggða þar sem meira en helmingur þjóöarinnar er saman kominn. Sjálft er nesið lágt, eins og fyrr er sagt og sjórinn hefur sífellt verið að eyða af því stórum skikum og eru heimildir til um, að eítt kotið hafi sex sinnum verið fært undan sjávarágangi. Það er því ekki undarlegt að víða er hægt að sjá fyrir sjóvarnargörðum, sem hlaðnir hafa verið á undangengnum öldum. Í landi hvers stórbýlis hefur verið fjöldinn allur af kotum og hjáleigum ásamt þurrabúðum. Nöfn þeirra margra lifa enn í dag, þó að þau sjálf sáu löngu horfin. Þannig er um örreitiskot úr Sviðholtslandi. Það hét Friðrikskot, en var uppnefnt „Friðriksgáfa” eftir stórhýsi á Möðruvöllum norður. Þarna var og Bakkakot og þar var glímuvöllur, sem nefndur var Bakkakotsbakki, en á honum var mikið glímt á árunum 1880-1884. Upphaflega var kotið hjáleiga frá Sviðholti, en kóngsumboðsmaður gerði það að sjálfstæðu býli og tók fyrir það fulla leigu. önnur kot hétu Gesthús, Hákot, Sveinskot, Marmarakot og Glerhöll, og eru fáein talin.
Nafnið á síðastnefnda kotinu er þannig til komið að settar voru tvær glerrúður í glugga og hefur ÁlBessastadir 1967ftnesingum þótt slíkt nokkurt oflæti hjá kotkarli. Ein af kvöðum Álftnesinga sem leiguliða hans hátignar, var að róa á skipum hans. Umboðsmaður sá hag sinn og kóngs í því að hafa skipin sem flest og smæst, til að fá því fleiri skipshluti.

Eitt sinn stóð hjáleigan Litlibær niðri undir sjó hjá Bjarnastöðum, þar sem nú stendur barnaskóli hreppsins. Árið 1918 tók Gísli þátt i því ásamt fleirum að rífa niður tætturnar af kotinu og rakst þá á hellu eina, og var klöppuð vangamynd af manni á hana. Myndin var nauðalík vangamynd þeirri sem til er af Jónasi Hallgrímssyni. Gísli lagði helluna til hliðar, en hafði ekki rænu á að tilkynna þjóðminjaverði fundinn og er hellan nú sennilega glötuð með öllu, nema hún hafi lent einhversstaðar í hleðslu. Mé nærri geta hvílíkur missir er af líkum gripum, svo fátækir sem við erum af steinmyndum frá fyrri öldum, ef legsteinar eru ótaldir. Nú stendur í landi Litlabæjar sérkennilegur sumarbústaður. Hann er alllur hlaðinn úr grjóti þaðan úr fjörunni og ákaflega skemmtilegt mannvirki.
Það er hægt að aka um nesið þvert og endilangt, en þar sem höfund þessara skrifa skortir bæði ritsnilld og þekkingu til að gera nesinu nokkur afgerandi skil i svo stuttu máli, getur hann ekki annað en ráðlagt íbúum þéttbýlisins hér í suðvesturhorni Faxaflóans að líta út á Álftanes, áður en þeir fara að skokkast eitthvað út í buskann í sumarleyfinu sínu, jafnvel til útlanda. Að vísu ferst höfundi ekki að liggja fólki á hálsi fyrir að Heita að vatni handan lækjarins, því u.þ.b. eitt hundrað metra frá heimili hans er einn af alvíðsýnustu útsýnisstöðum hér í nágrenninu. Þangið hefur hann komið nákvæmlega tvisvar og í fyrra skiptið eftir að hafa búið í námunda við hann í átta ár. Svona er mannfólkið skritið að horfa ævinlega út í blámann en aldrei niður fyrir tærnar á sér og svo er sagt að við séum skammsýn!
Undirritaður vill hérmeð þakka Gísla Sigurðssyni samfylgdina um Álftanesið og afsaka hve sorglega lítið hefur orðið úr þeim fróðleik, sem hann reyndi að miðla höfundi á leiðinni.”

Heimild:
-Þjóðviljinn 30. júlí 1967, bls. 6-7. Gísli Sigurðsson.

Bessastaðir

Bessastaðir.