Færslur

Bessastaðir

Í skýrslu Þjóðminjasafns Íslands 2013, Guðmundar Ólafssonar, um Bessastaðarannsókn II – Kirkjugarður og miðaldaminjar,uppgraftarsvæði 12-15, má lesa eftirfarandi niðurstöðu:
Bess II-2“Helstu niðurstöður rannsóknarinnar árið 1988 eru þær að undir bílaplaninu norðan Bessastaðastofu á svæðum U12-U14, reyndist vera þykkur öskuhaugur frá 17., 18. og 19. öld. Þar voru fá mannvirki en nokkuð fannst þar af leirkera-, krítarpípu- og glerbrotum. Undir heimreiðinni á svæðum U14-U15, voru grafnar fram 75 grafir og þar kom í ljós að kirkjugarðurinn hafði náð mun lengra til norðurs á 18. og 19. öld en nú er.
Norðurveggur hans fannst undir miðri núverandi heimreið.
Áhugaverðar mannvirkjaleifar fundust einnig frá miðöldum á svæði U12. Þar reyndust vera mörg byggingarskeið sem erfitt var að greina á milli en þau höfðu skipt margsinnis um hlutverk. Hleðslubrotin voru svo mörg að byggingarnar virtust líka hafa verið endurnýjaðar mjög oft.
Enda þótt minjarnar væru aðeins rannsakaðar að hluta var ljóst út frá afstöðu gjóskulaga að á suðurhelmingi svæðisins höfðu staðið mannvirki allt frá síðari hluta 10. aldar eða byrjun 11. aldar. Kolefnisgreining á klæðisbút (Þjms 1988-213-224) styður þessa aldursgreiningu. Flest mannvirkin á svæðinu voru komin úr notkun um 1500. Elsta mannvirkið var hugsanlega leifar af garðlagi. Ofan á eða við þá hleðslu voru síðan reist hús sem af viðarkolablettum að dæma gætu upphaflega hafa verið íveruhús, þó að þau virtust fljótlega hafa fengið annað hlutverk.
Vonir standa til Bess-II-3þess að þegar úrvinnslu fleiri svæða hefur verið lokið, verði hægt að tengja þessar minjar betur við aðrar miðaldaminjar. Skordýraleifar bentu til þess að þarna hafi um tíma verið kamar, útihús eða úrgangur frá slíkum húsum en varðveisluskilyrði lífrænna minja á þessu svæði voru sérlega góð. Af áhugaverðum minjum má t.d. nefna leifar af kjól og tveimur skinnskóm frá þessum tíma og skordýraleifar, eins og elstu kóngulóarbjöllu sem fundist hefur hér á landi.

Nokkrir gripir undirstrikuðu sérstöðu Bessastaða sem höfðingjaseturs á Íslandi. Þar má nefna brot úr þremur til fjórum kakalofnum frá 16.-17. öld, sem sýna að hér var ekkert venjulegt heimili, þegar haft er í huga að á Íslandi öllu var talið að aðeins sjö til átta býli byggju þá við slíkan munað (Kålund, 1916:60). Tuttugu og sex brot úr passaglösum eru líka margfalt fleiri en þekkist annars staðar á Íslandi. Á biskupssetrinu á Hólum hafa fundist fáein brot og í Skálholti hefur aðeins fundist eitt brot úr passaglasi. Einn óvæntasti fundur þessa árs voru samt vínberjakjarnarnir sem fundust í miðaldalagi á svæði U12. Þeir vitna um stöðu Bessastaða sem höfðingjaseturs ásamt fleiri gripum, eins og t.d. passaglösunum og kakalofnunum, sem sýna að yfirstéttin á Íslandi reyndi eftir bestu getu að halda í við yfirstéttina í Norður-Evrópu og fygja siðum þeirra og lífsstíl”.
Í dag er uppgraftarsvæðið undir heimreiðinni (frá kirkjuhliðinu) að Bessastöðum.

Heimild:
-Guðmundur Ólafsson, Bessastaðarannsókn II. Kirkjugarður og miðaldaminjar, uppgraftarsvæði 12-15 – skýrslur Þjóðminjasafns Íslands 2013.

Bessastaðir

Bessastaðir.

 

Skansinn

Komið við í Bessastaðarstofu og húsakynnin skoðuð hátt og lágt, bæði minjarnar í kjallara svo og sögufrægir munir hið efra. Staðarhaldari fræddi viðstadda um fornleifauppgröftinn á Bessastöðum, er kallaði á sínum tíma á allskyns vangaveltur um álitamál, sýndi afraksturinn undir stofunni og sagði frá húsdraugnum.

Bessastaðir

Undir Bessastaðastofu.

Í Álftanessögu eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson er m.a. fjallað um Skansinn. Þar segir: “Skansinn var hjáleiga frá Bessastöðum og þar var búið til ársins 1927. Bæjarhúsin stóðu við Seiluna, vík sem gengur inn í Álftanes norðanvert. Þar var einnig virki fyrr á tímum.

Þekkt er kvæðið um Óla Skans, Ólaf Eyjólfsson, sem bjó í Skansinum seint á nítjándu öld. Erlendur Björnsson lýsir honum í endurminningum sínum, Sjósókn. Óli var vinnumaður hjá Erlendi á Breiðabólstöðum og móður hans og “liðlegur” sjómaður. Óli Skans var meðalmaður, grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt en allhátt. Hann var með ljósleitt hár, slétt og sítt, skipti í miðju og var alrakaður. Hakan var óvenju breið og hann var lotinn í herðum.

Skansinn

Skansinn.

Hann var óvenjulegur þrifnaðarmaður, kátur og fjörugur en enginn söngmaður. Um hann er þó sungið enn í dag, en yfirleitt farið rangt með vísuna. Rétt mun hún vera svona:

Óli Skans, Óli Skans,
er hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjólið.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ei orna honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Garður við Skansinn

Garður við Skansinn.

Síðasti ábúandinn í Skansinum var Gísli Jónsson listmálari. Skansinn var þá í eigu Einars Benediktssonar skálds. Gísli var blásnauður en mjög listfengur og eftir hann liggur fjöldi merkra málverka. Árið 1890 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni ASÍ. Á meðan Gísli bjí í Skansinum valdi hann oft myndefni af Álftanesi. Ljósmóðir sem sat yfir fæðingu átta barna Gísla og síðari konu hans, Bjargar Böðvarsdóttur, hefur sagt frá þvía ð þau Gísli og Björg hafi haft fjöruþang til upphitunar og búið við bjargneyð og einangrun. En málverk Gísla prýddu veggi og meðal þeirra fegurstu er myndin, sem hér  fylgir af Skansinum, sem Gísli gaf Björgu konu sinni með rósamáluðum ramma utan um.”

Skansinn

Skansin og hús Óla Skans.

Sveinn fræddi viðstadda um stífluna við Bessastaðatjörn og hina hugvitsamlegu einstreymisloku, sem þar var sett til að jafna og halda vatnsyfirborði tjarnarinnar sem jöfnustu. Þá voru skoðaðar stríðsminjar á norðanverðu Nesinu, gamla steinhleðsluhúsið á Breiðabólstað o. fl.
Annars er ganga með strönd Álftanessins bæði ákjósanleg og áhugaverð. Fuglalífið er mikið og fjölbreytt, auk þess sem fjöruborðið býður upp á hinar ýmsustu kræsingar.
Veður var ágætt – Gangan tók 1 kls og 11 mín.

Heimild:
-Anna Ólafsdóttir Björnsson, Álftanessaga, kápa – Þjóðsaga 1996
-Sveinn Erlendsson

Skanskinn

Skansinn.

Garðakirkja

Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Á Bessastöðum er aðsetur forseta Íslands. Garðar eru kirkjustaður og fyrrum prestssetur.
Garðar á ÁlftanesiByggð hefur verið í landi Garðabæjar frá landnámstíð. Talið er að núverandi landsvæði bæjarins hafi tilheyrt þremur mönnum. Vestasti hlutinn hafi verið land Ingólfs Arnarsonar, landið í kringum Vífilsstaði í eigu Vífils, leysingja Ingólfs, og syðsti hlutinn í eigu Ásbjarnar Özurarsonar, sem bjó á Skúlastöðum og Landnáma segir að hafi fengið land á milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, Álftanes allt. Talið er að Skúlastaðir hafi annað hvort verið þar sem nú eru Bessastaðir eða þar sem nú er kirkjustaðurinn Garðar á Álftanesi en við hann er Garðabær kenndur.
Í Landnámu (Sturlubók) segir m.a.: “Maður hét Ávangur, írskur að kyni; hann byggði fyrst í Botni. Þar var þá svo stór skógur, að hann gerði þar af hafskip. Hans son var Þorleifur, faðir Þuríðar, er átti Þormóður Þjóstarsson á Álftanesi og Iðunnar Molda-Gnúpsdóttur… Þá fékk Illugi Jórunnar, dóttur Þormóðar Þjóstarssonar af Álftanesi, en Sigríður hengdi sig í hofinu, því að hún vildi eigi mannakaupið.
Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en Garðakirkjanam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Eru munnmæli um að Skúlastaðir hafi verið þar sem Skúlastaðahraun er, sem er norðan við Lönguhlíðarhorn, innan Almenningsskóga Álftaneshrepps. Hin jörðin er Vífilsstaðir, eða Vífilstóftir, sem þó telst ekki til hinna eiginlegu landnámsjarða, en hún var byggð af Vífli. Vífilsstaðir munu fljótlega eftir landnám hafa komist í eigu kirkjunnar, fyrst Viðeyjarklausturs, en árið 1558 eignaðist Garðakirkja jörðina.
Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. Á þjóðveldis- og Sturlungaöld eru litlar heimildir um íbúa Álftaness og þar í kring. Þormóðs Þjóstarssonar er þó getið, sem sagður er hafa búið í Görðum, Álftanesi, t.d. skv. Hrafnkels sögu Freysgoða og Geirmundar þætti heljarskinns.
Höfuðbólið Garðar, var í nágrenni höfuðseturs veraldslegs valds á Íslandi, Bessastaða. Eftir að hreppskipan komst á, á þjóðveldisöld, tilheyrðu núverandi landsvæði Garðabæjar Álftaneshreppi og einnig bæði höfuðbólin Garðar og Bessastaðir. Garðalind - hið gamla vatnsból GarðaAfréttarland Álftaneshrepps hafði ýmist nöfnin Garðaland, Garðakirkjuland eða Garðastaðarland. Álftaneshreppi var skipt upp árið 1878, í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Var Álftaneshreppur þá lagður niður samhliða. Eftir skiptinguna 1878 tilheyrði byggðin suður fyrir Hafnarfjörð Garðahreppi. Sú skipting hélst þar til Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Eftir það og fram til ársins 1959 náði lögsaga Garðahrepps beggja vegna við Hafnarfjörð, en þá var mörkum sveitarfélaganna breytt.
Garðakirkja í Görðum á Álftanesi er sóknarkirkja Garðaprestakalls. Kirkjan sem nú stendur er vígð 20. mars 1966 á fjórða sunnudegi í föstu. Talið er að kirkja hafi staðið í Görðum allt frá landnámi, utan þess sem kveðið er á í einni þjóðsögu að Garðar hafi verið þar sem nú eru Garðaflatir ofan Búrfellsgjár. Garðarmunu vera einn af elstu kirkjustöðum hér á landi. Garðakirkja þjónaði Garðahreppi og Hafnarfirði allt til 1914 er Hafnarfjarðarkirkja var vígð. Þá lagðist helgihald af í Görðum og kirkjan sem byggð hafði verið 1880 grotnaði smám saman niður uns hún var rifin 1938 og stóð aðeins tóftin eftir. Kvenfélagskonur í Garðahreppi áttu frumkvæði að því að hafist var handa um endurbyggingu Garðakirkju árið 1953. Var kirkjan svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.
Bessastaðir með Perluna og Móskarðshnúka í baksýnUm hinn staðinn, Bessastaði, er það helst að segja að hann er órjúfanlegur hluti af íslenskri þjóðarsögu allt frá landnámstíð til vorra daga. Rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld og búseta hefur verið þar óslitið síðan. Á þjóðveldisöld bjó þar skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson eins og getið er um í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Snorri Sturluson átti Bessastaði á fyrra helmingi þrettándu aldar. Ekki er ljóst með hverjum hætti hann eignaðist jörðina en þegar veldi hans stóð hæst á öðrum fjórðungi þrettándu aldar átti hann miklar jarðeignir og rak stórbú víða um vestan- og sunnarvert landið. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.
Hákon konungur gamli Hákonarson kallaði til arfs eftir Snorra Sturluson, sem hann taldi vera landráðamann við sig og brotlegan hirðmann, og fól Þorgilsi skarða BBessastaðir 1789öðvarssyni, sonarsyni Þórðar bróður Snorra, að heimta þann rétt á Íslandi. Þorgils hafði því umráð Bessastaða þau ár sem hann sat í öndvegi á Íslandi, og eitt fyrsta verk hans árið 1252 var að sögn sögu hans að sækja „landsleigu af Eyvindarstöðum og Bessastöðum.
Á 15. og 16. öld festist í sessi titillinn „höfuðsmaður“ um þessa æðstu valdsmenn landsins. „Höfuðsmenn voru löngum sjóforingjar, sem sendir voru til landsins á herskipum til landvarna gegn útlendingum. Þeir voru hér að sumarlagi, en settu fyrir sig fógeta annan tíma ársins, og sátu þá yfirleitt á Bessastöðum.
Á siðskiptaöld komust Bessastaðir í brennipunkt átaka; þaðan fóru siðbótarmenn konungs í herferðir sínar til að snúa landsmönnum á rétta braut og í kjölfar siðskipta færðust jarðeignir á Suðurnesjum og víðar um landið undir Bessastaði í vaxandi mæli, m.a. í makaskiptum við biskupsstólana og önnur höfuðbýli. Meðal þeirra jarða voru stöndugar útvegsjarðir sem gáfu af sér drjúgar tekjur í landskuldum sem greiddar voru í fríðu, einkum skreið og smjöri. Það fé sem safnaðist konungi og umboðsmönnum hans á Íslandi var varðveitt á Bessastöðum og þangað sóttu því erlendir sjóræningjar og ránsmenn. Á ensku öldinni svokölluðu, 15. öld, er oftar en einu sinni getið um áhlaup Englendinga að Bessastöðum og vilja Íslendinga til að efla þar nauðsynlegar varnir en þær hugmyndir komust þó ekki til framkvæmda. Frægasta ránstilraun á Bessastöðum er Tyrkjaránið svonefnda sumarið 1627.
Bessastaðir 1934Ýmsar breytingar á íslenskri stjórnsýslu fylgdu einveldistöku konungs í Danmörku. Hinn forni konungsgarður á Bessastöðum var þá gerður að embættisbústað tveggja æðstu umboðsmanna konungsvaldsins á Íslandi, landfógeta og amtmanns. Bessastaðastofa var aðsetur amtmanns eða stiftamtmanns til 1804 þegar Lærði skólinn, sem þá var æðsta menntastofnun landsins, var fluttur til Bessastaða þar sem skólinn starfaði óslitið til ársins 1846 að hann var aftur færður til Reykjavíkur.
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, (1826-1907) fæddist á Bessastöðum. Einnig Grímur Thomsen skáld og alþingismaður, árið 1820. Árið 1867 komust Bessastaðir í eigu Gríms Thomsen og þar bjuggu hann og Jakobína Jónsdóttir kona hans þar til Grímur lést árið 1896. Þá keypti Landsbanki Íslands Bessastaði, Lambhús og Skansinn af ekkju Gríms.
Skúli Thoroddsen ritstjóri og alþingismaður og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona eignuðust Bessastaði 1898 og bjuggu þar rausnarbúi með börnum sínum tólf til 1908.
FERLIRsfélagar á leið að Bessastöðum 2002Jón H. Þorbergsson bóndi (síðar á Laxamýri) bjó á Bessastöðum 1917-28 og Björgúlfur Ólafsson læknir 1928-40. Þá keypti Sigurður Jónasson forstjóri Bessa

staði og hann afhenti síðan íslenska ríkinu staðinn að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur.
Talið er að kirkjur hafi staðið á Bessastöðum frá því um árið 1000 en elstu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu guðsmóður og heilögum Nikulási. Núverandi steinkirkja á Bessastöðum, byggð að tilhlutan Kristjáns 7. Danakonungs, var vígð 1796 og er hún meðal elstu steinbygginga landsins. Smíði turnsins lauk þó ekki fyrr en 1823. Eru veggir hennar ríflega metri að þykkt, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni. Verulegar breytingar voru gerðar á innviðum Bessastaðakirkju á árunum 1945-47, m.a. lagt trégólf í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum. Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956. Gluggarnir eru átta talsins eftir listamennina Finn Jónsson og Guðmund Einarsson frá Miðdal og þeir sýna atburði úr Biblíunni og úr kristnisögu Íslands. Gagnger viðgerð fór fram á kirkjunni árið 1998.
Sjá meira HÉR.

Heimildir m.a.:
-forseti.is
-alftanes.is

Bessastaðanes

Í Andvara árið 2005 má lesa eftirfarandi um Skothúsið á Bessastaðanesi:
“Rómantíska stefnan réð ríkjum í hugarheimi Bessastaðasveina og þarf ekki annað en lesa bréf Gísla Brynjúlfssonar til Gríms Thomsens þegar sá fyrrnefndi var í Bessastaðaskóla til að ganga úr skugga skothusid-221um það. Benedikt Gröndal skipaði sér ekki síður undir merki hennar. Hann var í hópi síðustu Bessastaða-stúdenta vorið 1846 og þeirra neðstur. Hann lýsir viðskilnaði sínum við skólann með þessum orðum: „Lesturinn minn á skólalærdóminum varð allur í molum eins og vant var, og þegar voraði, þá lá ég heila daga í fögru veðri úti í Bessastaðanesi uppi á skothússhólnum með byssuna mína og Hómer; ég horfði yfir landið og sjóinn; náttúran var svo mikil og fögur, að ég eins og ætlaði að gleypa hana alla; ég var fullur af löngun og ást: löngun eftir einhverju, sem ég ekkert vissi um, og ást á einhverju ósegjanlegu og ómælilegu; ég las Hómer og dreymdi vakandi drauma”. (Dægradvöl (1965), 100).”
Í “Reykjavík” árið 1903 má auk þess lesa eftirfarandi:
Á Bessastaðanesi er „Skothúsið”, það er hóll eða hæð frammi á nesinu, og munu fálkarar hafa hafst þar við (eins og á Valhúsinu); þar er og Músarvík. Bessahólmi er þar sem Bessi á að vera grafinn (í miðri Bessastaðatjörn).

Heimild:
-Andvari, 130. árg. 2005, 1. tbl., Aðalgeir Kristjánsson, Bessastaðaskóli, bls. 73.
-Reykjavík, 4. árg. 1903, 42. tbl., bls. 1.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – skothús.

Bessi

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1981 segir Kristján Eldjárn frá minjum og örnefnum næst íbúðarhúsunum á Bessastöðum:
Bessastadir-991“Heima við bæjarhúsin, norður af flötinni milli húss og kirkju, þar sem fánastöng stendur nú, er hóll með snarbrattri brekku norður af, og segir Benedikt Gröndal (og Björn Erlendsson) að þetta heiti Bessastaðahóll, og voru nýsveinar látnir velta þar niður heldur ómjúklega á dögum skólans. Á jökulruðningnum sem áður var nefndur er þetta greinilegasta hólmyndunin, og mundi það ef til vill segja sína sögu um nafn bæjarins. Frá kirkju og vestur að Lambhúsum var nefndur Langivöllur, og var það þó einkum sunnanmegin (Lambhúsatjarnarmegin), sunnan heimreiðar en nú er þetta nafn haft um allt vesturtúnið.
Í norður og norðaustur af Bessastaðahól, niðri við tjörnina, voru áður fyrri allmikil ummerki eftir ýmiss konar búsumstang, og lýsir Benedikt Gröndal því nokkuð, en ummerki þessi eru nú að mestu horfin, meðal annars af því að sjór hefur brotið þarna mikið land, og er því erfitt að marka nákvæmlega fyrir hvar hvað eina var. Traðir lágu ofan að smiðju og þar var Sjóbúðarflöt, og þar var Skevingstún, kennt við Hallgrím Scheving kennara á Bessastöðum.
Hjá Sjóbúðarflöt var tóft sem víst var kölluð Sjóbúð, og enn fremur mun bessastadir-993þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör. Af öllu þessu sést aðeins votta fyrir leifum af gömlum garði sem sjór hefur brotið af meðan enn flæddi inn í tjörnina. Þessi nöfn mega nú heita óþekkt. Norður frá bílstjórahúsi (sem nú er) var hólmynd í túninu og nefndist Smiðjuhóli og minnir á smiðjuna, en sést ekki lengur. Þarna norður frá bústjórahúsi og bílstjórahúsi nær sjó heitir nú Prentsmiðjuflöt, sem er nafn frá dögum Skúla Thoroddsen, enda sér þar enn steyptan grunn undan prentsmiðjuhúsi hans.
Í Bessastaðatjörn er áðurnefndur hólmi þar sem æður verpur og nefnist hann Bessahólmi í landamerkjaskránni og það nafn nota bæði Benedikt Gröndal og Björn Gunnlaugsson. Það á því mikinn rétt á sér, en nú er hólminn stundum kallaður Bessi í daglegu tali og einnig heyrist nafnið Bessastaðahólmi, sem kynni að vera það upprunalegasta. Björn Erlendsson telur að Bessastaðahólmi sé algengast og hermir þau munnmæli, að Bessi bóndi á Bessastöðum sé heygður þar. Í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta var hólminn mikið stækkaður til suðurs með því að aka að honum grjóti og hnausum á ís. Lítill hólmi er nær Eyvindarstöðum og var hann einnig gerður að undirlagi Ásgeirs Ásgeirssonar, sem kallaði hann Kóra eftir fæðingar stað sínum, Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét einnig grafa skurð þvert yfir tangann norður af bílstjórahúsi og búa þannig til ey eða hólma, sem kallast Sandey, en nýtt er þetta nafn að sjálfsögðu. Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós, en hann er nú úr sögunni, síðan stíflan var gerð. Áður fyrri, meðan enn fjaraði í tjörninni, kom upp með fjöru klettahryggur eða brík frá tanganum áðurnefnda (nærri Prentsmiðjunni) og að Stekkjarmýrarhól í Breiðabólstaðalandi og var þessi leið oft farin, ekki síst ríðandi. Þetta var kallaður Steinboginn.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 78. árg. 1981, bls. 136-138.

Bessastaðatjörn

Bessastaðatjörn.

Bessastaðir

Í bókinni “Steinhúsin gömlu á Íslandi” er m.a. fjalla um Bessastaðastofu. Þar segir m.a.: “Árið 1761 er hafist handa við nýja aðalbyggingu á Bessastöðum, embættissetri Magnúsar amtmanns Gíslasonar.
BessastaðastofaBessastaðir á Álftanesi nálægt Reykjavík eru einn af nafnkenndustu stöðum á Íslandi. Á 13. öld komst jörðin í eigu Snorra Sturlusonar og ef til vill hefur hann haft þar bú, þótt hann dveldist þar aldrei að staðaldri. Eftir dráp Snorra 1241 sló Hákon konungur Hákonarson eign sinni á Bessastaði og þannig urðu þeir fyrsta jörðin á Íslandi sem komst í konungseigu. Og þar settust höfuðsmenn konungs að á seinni hluta miðalda, en eftir að amtmenn komu til sögu 1688 varð staðurinn amtmannssetur og um leið bústaður landfógeta.

Bessastaðastofa 4

Húsakostur á Bessastöðum var illa niðurníddur þegar Magnús Gíslason varða amtmaður. Árið 1736 var bindingsverkshús á staðnum hlaðið með skánskum múrsteinum, kalkað og áreiðanlega með timburþaki. Þessi bindingsverksbygging hlýtur að hafa leyst af hólmi gamla húsið sem sést á teikningu frá 1720 og var fylgiskjal með skýrslu frá P. Raben stiftamtmanni um hryggilegt ástand staðarhúsanna.
Árið 1762 eru tveir trésmíðasveinar, Adam Weinbrenner og snikkari Ólafur Arngrímsson, sendir frá Danmörku til Íslands. Áttu þeir að vinna samtímis við byggingu Bessastaðastofu og Nesstofu. Húsbyggingin stóð yfir frá 1761 til 1766, því að allar hinar venjulegu tafir létu ekki á sér standa, skortu á verkamönnum til að brjóta uppgrjót og flytja það, seinagangur á sendingum frá Kaupmannahöfn, skemmdir á byggingarefnum á hinum löngu siglingum, og fleira og fleira.
Bessastaðastofa 5
Húsið var byggt eftir þeirri frá Kaupmannahöfn innkomnu teikningu án minnstu frávika, nema hvað lítill kjallari er undir einni stofu, þar eð hvergi annars staðar væri hægt að geyma matvæli án þess þau skemmdust. Það fyrsta ár eftir að múrsmiðrinir komu hingað til landsins gerðu þeir hreint ekkert við bygginguna á Bessastöðum, annað en að grafa fyrir undistöðu sem þeir urðu að leita eftir 8-9 álnir niður, svo að húsgrunnurinn gleyti eins mikið af grjóti og seinna fór í alla yfirbygginguna.”
Eftir andlát Magnúsar varð Ólafur Stefánsson eftirmaður hans í amtmannsembætti og jafnframt tengdasonur. Ólafur var fyrsti Íslendingurinn sem fékk æðstu stjórn landsins í sínar hendur.
Aðalbyggingin á Bessastöðum hefur breyst mikið frá þessum tíma. Hinir breiðu kvistir með fjórum guggaopum báðum megin á húsinu eru seinna tíma viðbætur. Húsið hefur ekki heldur verið Bessastaðastofa 2með beinum göflum alla leið upp úr, heldur hálfum sneiðingum, hálfvölmum. Litla klassisistíska forhýsið á framhliðinni og skúrbyggingin að húsabaki framan við eldh´suið eru einni seinni viðbætur. Þegar húsið var endurbætt 1941 voru hálfsneiðingarnir aftur settir á gaflana, en stóru kvistirnir látnir haldast. Þá var einnig byggt nýtt og stærra hús fyrir aðaldyrum eins og sést á ljósmynd frá árinu 1955.
Á Bessastöðum 1767 var, auk nýja steinhússins, torfhús byggt sumarið áður úr viðunum úr gamla amtmannshúsinu, þiljað innan, með torfveggjum og torfþaki, hin svokallaða gamla amtstofa sem notuð voru undir matvæli, skáli með torfveggjum og torfþaki, byggður á íslenskan máta, fjósið fyrir 6 kýr, smiðjuhús, uppbyggt á íslenskan máta, sjóbúð með torfveggjum og röftum undir torfþaki og að lokum hesthús þar sem torfveggirnir stóðu einir eftir.

Bessastaðastofa 6

Árið 1770 hafði Ólafur látið byggja upp torfhúsið og gert að pakkhúsi (þ.e. skemmu) með innistiga upp á loft. Sjóbúðin og smiðjan höfðu verið endurbyggð og sömuleiðis fjósið, sem nú var fyrir 16 kýr. Og ís taðinn fyrir moldarhrúguna hafði risið nýtt hesthús. Allt var þetta byggt á íslenskan máta. Allstór kálgarður var vestur af bænum, rétt fyrir sunnan kirkjugarðinn.
Árið 1805 fluttist lærði skólinn að Bessastöðum, sá eini sem þá var á Íslandi. En árið 1846 fluttist skólinn í nýtt hús sem reist hafði verið handa honum í Reykjavík. Ekki alllöngu síðar komust Bessastaðir í einkaeigu og voru það þangað til hinn gamli kóngsgarður varð eign íslenska ríksins. Árið 1941 voru gerðar víðtækar en nærfærnislegar endurbætur á aðalbyggingunni í þvís kyni að hún yrði aðsetur forseta Íslands (sem þá var aðeins ríkisstjóri).

Bessastaðastofa 7

Á tímabilinu 1944 til 1964 var svo í áföngum byggð viðbót við húsið, blómaskáli, móttökusalur og bókhlaða, auk þess sem aðrar byggingar staðarins voru byggðar upp.
Þannig er hið gamla og virðilega steinhús aftur komið til veg og virðingar sem embættisbústaður forseta Íslands.”
Bókin „Steinhúsin gömlu á Íslandi“; höfundar eru skráðir Helge Finsen og Esbjörn Hiort. Þó var handritið skrifað og ljósmyndir teknar af Finsen en hann dó frá verkinu 1976. Hiort lauk við handritið og kom því til prentunar. Kristján Eldjárn þýddi og bókaútgáfan Iðunn gaf út árið 1978.

Heimild:
-Steinhúsin gömlu á Íslandi, bls. 50-63.

Bessastaðir

Bessastaðir – leirtauið.

Bessastaðir

“Þegar viðgerðir og endurbætur hófust á Bessastaðastofu árið 1987, kom í ljós að undir henni voru allt að 3,5 m þykk mannvistarlög, sem hlaðist höfðu upp af eldri mannvistarleifum. Hófust þá á staðnum umfangsmestu fornleifarannsóknir sem enn hafa verið gerðar á Íslandi.
Bessastaðastofa 10Á árabilinu 1987 – 1996 var stór hluti bæjarhólsins á Bessastöðum rannsakaður og er rannsóknarsvæðið rúmlega fjögur þúsund fermetrar.
Aðeins er búið að vinna úr hluta rannsóknargagna og bíður fornleifafræðinga enn margra ára vinna við að tengja saman niðurstöður allra rannsóknarsvæðanna og rekja flókna þróunarsögu Bessastaða gegnum hinar þykku mannvistarleifar áður en endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 

Byggð á 10. – 11. öld
Helstu niðurstöður rannsóknanna eru þó nokkuð ljósar: Á Bessastöðum hófst búseta að öllum líkindum þegar á síðari hluta 10. aldar, eða um tveimur öldum fyrr en ritheimildir nefna staðinn. Fundist hafa allmiklar minjar um þessa fyrstu búsetu, m.a. leifar af tveimur stórum skálum, búr og eldhús, jarðhús, útihús og garðar. Verður forvitnilegt að vinna nánar úr rannsóknum á þessari byggð og þróun hennar og bera hana t.d. saman við sambærilegar byggðaleifar sem fundist hafa í Reykjavík og Garðabæ.
Bessastaðastofa 12Bessastaðir virðast hafa verið allstórt býli frá upphafi og haldið þeirri stöðu um aldir. Bæjarhóllinn er einn sá stærsti á Íslandi, rúmlega 50 m breiður og 150 m langur. Bæjarhúsin hafa ekki alltaf verið á sama stað, heldur færst fram og aftur um bæjarhólinn. Gömul yfirgefin hús, hlaðin úr torfi og grjóti fengu að hrörna og falla saman. Ný hús voru reist skammt frá og gömlu húsin fóru smám saman á kaf í eldiviðarösku og sorpi, sem hent var í næsta nágrenni húsanna. Einni til tveimur öldum síðar voru þau algerlega hulin jarðvegi og þá var hægt að reisa ný hús ofan á þeim. Þannig byggðist bæjarhóllinn upp smám saman og hann hefur því að geyma allar áþreifanlegar upplýsingar um búsetu á Bessastöðum.
Ýmsar byggingaleifar aðrar hafa fundist frá miðöldum, en nánari greining á þeim liggur ekki enn fyrir.

Konungsgarður
Bessastaðastofa 11Undir Bessastaðastofu og á flötinni fyrir framan hana fundust margvíslegar leifar hinna ýmsu bygginga konungsgarðsins á Bessastöðum, sem stóðu á 17. og 18. öld. Forvitnilegt hefur verið að bera minjarnar saman við teikningar sem til eru af húsunum. Teikningarnar eru mikilvæg heimild um útlit viðkomandi húsa, en rannsóknin bendir til þess að þær séu ekki með öllu réttar og þurfi nokkurrar endurskoðunar við. Hægt hefur verið að fá nokkuð góða mynd af bæjar- og húsaskipan konungsgarðsins út frá fornleifarannsóknunum. Þær sýna að byggingarsaga konungsgarðsins er mun flóknari en áður var talið. Einnig kom í ljós að á Bessastöðum virðast hafa verið byggð hús með bindingsverki allt frá 15. – 16. öld, þ.e. húsagerð sem ekki tíðkaðist almennt á Íslandi.

Beinaleifar
Bessastaðastofa 13Rannsóknir á beinaleifum og skeljafundir benda til þess að að nautgriparækt og útgerð hafi skipt meira máli á Bessastöðum á fyrstu öldum, en að sauðfjárbúskapur hafi tekið yfirhöndina á síðari hluta miðalda.

Skordýr
Góð varðveisla á sumum elstu mannvistarlögum á Bessastöðum hefur varpað nýju ljósi á hvaða skordýr fluttust með landnámsmönnum til landsins. Mörg skordýr lifa í svo sérhæfðu umhverfi að þau geta gefið mikilvægar upplýsingar um nánasta umhverfi mannsins og ýmsar athafnir hans. Á Bessastöðum hafa fundist elstu eintök allmargra skordýrategunda, sem bárust til landsins með mönnum. Eitt stærsta og fjölbreyttasta safn fornvistfræðilegra gagna hér á landi hefur orðið til við rannsóknirnar á Bessastöðum.

Ýmsir munir
Bessastaðastofa 14Við fornleifauppgröftinn á Bessastöðum hafa fundist á annað þúsund gripa. Flestir þeirra eru brot af hversdagslegum búsáhöldum, sem hafa brotnað og verið hent. Nefna má fjölmörg leirkers- og postulínsbrot úr diskum og ílátum, kljásteina, fiskisleggjur, nagla, pottbrot, krítarpípur, brýni, kvarnarsteina o.s.frv.
Nokkra furðu hefur vakið hve fáir gripir hafa bent til þess að þarna var aðsetur helstu höfðingja landsins á sínum tíma. Þó má ráða af sumum fundanna að hér var ekki venjulegt bændabýli. Nefna má byssukúlur og byssutinnu, leifar af fallbyssu, myndskreyttar glerrúður og austurlenskt postulín, og síðast en ekki síst mikið magn af vínflöskum. Þá má líka nefna litla útskorna mannsmynd úr beini sem sýnir mann í embættisklæðnaði frá miðri 18. öld.”

Heimildir:
http://forseti.is/Bessastadir/Fornleifar/Bessastaðastofa 15

Bessastaðir

Í Tímanum árið er sagt frá göngu blaðamanns með dr. Kristjáni Eldjárn um land Bessastaða:
“Bessastaðir á Álftanesi… Þeir hafa verið stjórnarsetur, kirkjustaður og skólajörð, prentsmiðjupláss með bóka- og blaðaútgáfu. Þeir hafa verið í eign fræðimanna og skálda, eins og Snorra Sturlusonar og Gríms Thomsen. Þar hafa setið landstjórnarmenn og fyrirmenn eins og höfuðsmenn og amtmenn og fógetar, ríkisstjóri og forseti. Þar hafa stafað uppeldis- og skólamenn eins og Hallgrímur Scheving og vísindamenn eins og Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson.
Bessastadir-221Þar hafa stundað skólanám sitt öndvegismenn eins og Jónas Hallgrímsson,… um langan tíma eru örlög og saga margra smábýla og lífskjör margra leiguliða tengd við þetta höfuðból. Það er saga um kúgun og eymd og yfirtroðslur. Loks er saga Bessastaða saga um erlenda ásælni og yfirdrottnun útlends valds og þjóðlegt viðnám við því eða tilraunir til þess”. Þannig kemst Vilhjálmur Þ. Gíslason að orði í bók sinni um Bessastaði. Þótt hér sé getið um ýmsa þætti í langri og litríkri sögu staðarins fer því þó fjarri að á allt sé minnst. Á Bessastöðum gæti hver steinn og hver þufa sagt sögu ef hún hefði mál, og það var þvi ekki undarlegt að forvitni okkar vaknaði þegar við fréttum af ritgerð dr. Kristjáns Eldjárns í nýjasta hefti Árbókar Hins íslenska fornleifafélags, þar sem hann ritar um örnefni og minjar í landi Bessastaða. Við fórum þess því á leit við dr. Kristján að hann liti með okkur blaðamönnum yfir Bessastaðaland og tók hann því ekki fjarri. Varð það loks úr að við ökum suður á Álftanes í einstöku góðviðri sl. fimmtudag, í því skyni að heimsækja nokkra minjastaði í Bessastaðalandi.
Leiðin liggur um Álftanesveg meðfram Gálgahrauni sem eins og raunar Hafnarfjarðarhraunið allt er komið ofan úr Búrfelli. Sólin blikar á Skerjafirðinum og Reykjavík er vissulega fögur til að sjá núna.Ekki fer hjá að okkur detti í hug að í svona veðri mundi hafa viðrað vel fyrir skólapilta að skreppa í róðrarferð yfir til höfuðstaðarins. Ekki er erfitt að setja sér fyrir hugskotssjónir dálítinn hóp ungra manna á leið niður að Skólanausti þar sem piltar áttu bátkænu, sem þeir notuðu til slíkra ferðalaga. Það var reyndar hún sem varð stofninn að Bræðrasjóði Lærða skólans þegar skólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846.
Bræðrasjóður er enn til og á að styrkja fátæka nemendur. Það er ekki illa til fundið, því þegar Bessastaðaskóli var og hét, voru margir nemenda ekki loðnir um lófana.
„Nú sést hvernig Álftanes takmarkast í þrengri merkingu af Lambhúsatjörn og Skógtjörn”, segir dr. Kristján, þegar við ökum eftir eiðinu milli þeirra. „Þetta eru allt kallaðar tjarnir þótt raunar séu þetta fremur firðir, opnir út í sjó. Það er vegna þess að þetta hafa verið tjarnir þegar landið var hærra fyrr á tíð. En við skulum aka hér norður fyrir staðinn að Bessastöðum og líta á Bessastaðatjörn”.

Bessastaðahólmi og Kári
Bessastadakirkja-221Við göngum nú niður að sjálfri Bessastaðatjörn en Bessastaðaland takmarkast að sunnan af Lambhúsatjörn en að norðan af Bessastaðatjörn. Að austan er svo Skerjafjörður.
„Bessastaðatjörn var áður opin út í sjó,” segir Kristján, „en henni var síðar lokað með varnargarði og því er nú í henni ferskt vatn og þar er hvorki flóð né fjara nú. Þetta var gert vegna þess hve sjór sótti á landið en hér má sjá hvar gamla strandlínan hefur áður verið. Nú er þetta allt að gróa upp. Í varnargarðinum er lokubúnaður, sem þannig er gerður að það streymir út úr tjörninni þegar fjarar út, en hins vegar kemst enginn sjór inn, þegar fellur að.
Hér úti í tjörninni má sjá Bessastaðahólmann sem var nokkuð stækkaður og treystur í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta og einnig hólmann Kóra en hann lét Ásgeir gera og skírði eftir fæðingarstað sinum Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét einnig gera dalilið sund í gegnum blátangann norður af bílstjórahúsinu og búa þannig til ey eða hólma sem kallast Andey. Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós, en hann er nú úr sögunni eftir að stíflan var gerð. Nú, hér ofan við tjarnarbakkann má sjá leifar af gamla túngarðinum og það sést best á því hve nærri hann er kominn tjörninni hve sjór hefur veriö búinn að brjóta landið niöur. Garðurinn hefur svo legið hér i átt fyrir vestan húsið sem hann Snorri Jónasson bílstjóri býr í, en garðinn, eins og hann var, má sjá á uppdrætti sem Björn Gunnlaugsson gerði 1831 og er nú í Þjóðskjalasafni. Ég studdist við þann uppdrátt, þegar ég tók saman ritgerð mina um örnefni og minjar hér, auk fleiri heimilda sem mér voru tiltækar, svo sem Dægradvalar Gröndals og fjölmargra annarra. Túngarðurinn lá svo alla leið niður í Lambhúsatjörn”.

Prentsmiðjudanskan
Bessastadir - sjobud - 2Við göngum nú vestar í landið og hér verður fyrir okkur ferkantaður, steinsteyptur grunnur undan húsi einu. „Já, hér erum við komnir að prentsmiðjuhúsi Skúla Thoroddsen. Þetta var herjans mikið hús enda bæði skólahús og prentsmiðjuhús. Oft verður mér hugsað vegna hvers það hefur verið byggt svona langt frá bænum og hef helst komist að þeirri niðurstööu að það hafi þótt hentugt að hafa það svona nálægt sjónum. Þá var ekki búið að loka Bessastaðatjörn og hægt að komast hingað á bátum. Skúli Thoroddsen keypti Bessastaði 1898 og var hér með sína stóru fjölskyldu svo sem frægt er. Hjá honum var Jón Baldvinsson sem síðar varð þekktur stjórnmálamaður, lengi prentari en hér prentaði Skúli Þjóðviljann. Já, og hérna varð prentsmiðjudanskan til. Hér var mikið af ungu fólki í skóla fyrst og fremst börn hjónanna og vinir þeirra, og þau léku sér að því að tala blending af dönsku og íslensku sem þau tóku upp á að kalla prentsmiðjudönsku. Þarna austan við prentsmiðjugrunninn sjáum við svo garðspotta, sem stefnir þvert á sjávarbakkann og austanvið hann svolitlar húsatóttir. Það er ekki alltaf auðvelt aö sjá hvernig svona nokkuð hefur þjónað lífinu. Sennilega hefur þetta verið sjóbúð því hér hefur verið athafnapláss við sjóinn. Hér hafa aðeins smábátar getað komist að, en þegar við komum út í Skansinn sjáum við út á Seyluna, þar gátu skip lagst.”

Bessastaðanes
Bessastadanes-221Leiðin liggur nú út á Bessastaðanes. Á leið okkar verður barnabúskapur, kjálkar horn og leggi
r í röðum eins og börn léku sér að á Íslandi öldum saman. Skyldi það tíðkast enn einhversstaðar í sveitum? Við komum einnig að Brunnhúsinu sem notað var þar til frá því fyrir tíu árum, þegar Bessastaðir komust loks í samband við vatnsveitu. Um sama leyti var fyrst lagt malbik á veginn þangað.
Bessastaðanes er mikið land, flatlent en þó ekki árennilegt til túnræktar, vegna þess hve grýtt það er. Sem kunnugt er var lengi rætt um að hér yrði gerður flugvöllur, en margar ástæður liggja til þess að best færi á að hér yrði lýst friðland. Á leiðinni úti Skans göngum við eftir jökulruðningsöldu sem gengur út allt Bessastaðanes og heldur áfram handan Skerjafjarðarins. Á þessari öldu stendur t.d. Kópavogskirkja. Það eru því ekki einungis sögulegar minjar sem hér er að finna heldur einnig jarðsögulegar.

Skansinn
Bessastadir-222Þá er komið að merkilegustu fornminjum i Bessastaðalandi en það er „Skansinn” svonefndi. Skansinn er virki. Í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir, en eru nú ávalir grasi grónir. „Hingað komu Tyrkir árið 1627″, segir Kristján. „Siglingaleiðin hér á Skerjafirðinum er heldur óhrein og annað skip Tyrkjanna festist á grynningum hér úti á Seylunni. Tyrkir fluttu þá fólk sem þeir höfðu rænt og varning úr strandaða skipinu yfir í hitt skipið og létu þeir sem hér stóðu í landi þá óáreitta á meðan. Þetta þótti nú heldur skammarleg frammistaða hjá Bessastaðamönnum, að þeir skyldu ekki ráðast á þá, þegar þeir sáu að þeir voru strandaðir, því þeir höfðu hér einhverja fallbyssuræfla og önnur eldvopn. Var sagt aö Holgeir Rtísenkrans höfuðsmaður hefði haft söðlaðan hest hér að húsabaki, til þess að geta komist burtu ef Tyrkir gengju á land. Þessir atburðir urðu til þess að Skansinn var byggður skömmu á eftir. Þá var farið að leggja skatta á menn til þess að koma upp einhverjum vörnum. Þetta hefur tekið langan tíma, ekki síður en nú á dögum gerist. Menn hafa verið áratugum saman að byggja Skansinn og það var víst ekki fyrr en um 1680, sem hann mátti heita fullgerður. Var hann kallaður Ottaskans, eða Ottavirki eftir Otta Bjelke höfuðsmanni. Auðvitað voru vinnukvaðirnar og gjöldin til byggingarinnar óvinsæl. Byggingarefnið er mest mold, en sjálfsagt er grjót í þessu líka. Þetta er með meiri mannvirkjum frá þessum tíma hér á landi eins og enn má sjá. Þarna hafa verið dyr og fallbyssur þarna í veggjunum, sem sneru út á sjóinn. Fallbyssurnar lágu hér mjög lengi og sukku niður í svörðinn, en þegar Jörundur hundadagakóngur kom til landsins, þá lét hann taka þær og flytja til Reykjavíkur og kom þeim upp á Battarí

ið sem hann lét gera. Þegar hann féll voru byssurnar svo enn teknar, farið með þær út á Viðeyjarsund og sökkt þar í sæ. Samt eru til nokkrar kúlur úr Skansinum í Þjóðminjasafninu og hér á Bessastöðum amk. tvær. Þær eru svo sem eins og mannshnefi á stærð.
Nei, það hefur aldrei verið grafið hér í Skansinn og enda ekki við miklu að búast hér, þar sem þetta var aldrei notað. En það er glöggt að Skansinn hefur verið hafður þetta stór til þess að menn gætu flúið hér inn og hægt að verjast hér með töluverðu liði manna aðvífandi ófriðarmönnum af hafi.”

Óli Skans
Skansinn-221
Hér var síðar býli og það má sjá af því að hér er bæði tún og túngarður. Þetta hefur verið kotbýli, kotrass auðvirðilegur,” eins og Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl. Hér bjó á sinni tíð maður sem Ólafur hét og var kallaður Óli Skans, en braginn um hann kunna víst allir. Þótt lýsingin sé ófögur á Óla í bragnum og lýsing Gröndals á kotinu þá er allt önnur lýsing á þessu hjá Erlendi Björnssyni á Breiðabólsstöðum, sem þekkti hann vel. Eftir bók hans „Sjósókn” að dæma, en þá bók ritaði Jón Thoroddsen, hefur þetta verið ágætis náungi. Auðvitað ber að trúa orðum Erlendar fremur.
Hér má sjá túngarð kotsins Skans, sem er allur hlaðinn úr grjóti. Það hefur ekki verið lítil vinna að hlaða þetta. Á hlið við garðinn hér með sjónum hefur svo verið hlaðinn garðspotti sem ég skil ekki hvernig stendur á. Hann er hér eins og 5-6 metra frá hinum garðinum og það er eins og hætt hafi verið við að hlaða hann lengra.
Hér má loks sjá leifar af veggjum húss þar sem Gísli Jónsson listmálari fékk leyfi til að byggja og stóð hér uppi við Skansinn. Hann var merkilegur alþýðumálari og bróðir Guðjóns á Hverfisgötunni, sem margir kannast við. Menn kunna að spyrja hvar menn hafi fengið vatn hér fyrir býlið Skans. Þarna gæti hafa verið brunnhola. enda óskiljanlegt til hvers annars menn hafa grafið hér svo djúpa holu og þarna má sjá. Þarna uppi á Skansinum og í þýfinu hér má svo sjá menjar um útihús.”.

Skólanaust
skansinn-222„Þegar Bessastaðir voru seldir Skúla Thoroddsen 1898 var Skansinn skilinn undan, vegna þess að menn ætluðu einhverjir að efna til útgerðar sem aldrei varð þó af. Ég sá í einhverjum gjörningi að sú sneið sem undan var skilin hefði markast af línu sem dregin var frá Skólanausti í Bessastaðatjörn. Það er ekki þó líklegt að þessir tveir veggstúfar hérna séu leifar af Skólanausti og að línan í tjörnina hafi verið miðuð við járnstöngina sem þarna stendur og hefur staðið þarna mjög lengi. Eins og sjá má er sjórinn að brjóta bakkann hérna niður og sé þetta Skólanaust, þá eru þessar síðustu leifar þess nú í hættu. Það var að líkindum hér sem Bessastaðapiltar höfðu bát sinn, þann sem Bræðrasjóður var síðar stofnaður fyrir, þegar hann var seldur.”

Æðarvarp
Á göngu okkar um Bessastaðaland mætti halda að ekki hefðu orðið á vegi okkar nema dauðar minjar umliðins tíma sem töluðu sínu þögla máli. En því fer fjarri því á Bessastaðatjörn syntu álftir, sem Kristján segir að stundum séu þarna allt að þrjátíu saman og nær bakkanum sjást nokkrar virðulegar heimagæsir frá Bessastöðum. Þarna er líka líflegt af kríu á sumrum og ekki má gleyma æðarfuglinum.
„Já, æðarfuglinn fer að verpa hérna í maí,” segir Kristján.
„Þetta varp er nokkuð þétt á vissum stöðum, en er annars úti um allt landið hérna. Mér er sagt að góðir æðarbændur hafi einhver ráð með að fá fuglinn til að verpa þéttar. Það er auðvitað mikið hagræði bæði við að verja varpið og við dúntekjuna. En æðarvarpið er viðkvæmt meðan það stendur yfir frá því í maí eins og ég sagði og fram í endaðan júni. Það er því ákaflega mikilvægt að fuglinn sé ekki styggður á þeim tíma og vonand

i verður þetta spjall okkar ekki til þess að auka ónæði á fuglinum. En menn hafa til þessa ekki verið ágengir við landið hérna og ég vona að svo verði framvegis. Æðarfuglinn er friðhelgastur fugla á Íslandi, eins konar húsdýr, og það gerir enginn sæmilegur maður að trufla hann um varptímann, nógur er nú vargurinn samt, hrafn og svartbakur. Og reyndar er það að sjálfsögðu svo að alls ekki er ætlast til að menn fari um Bessastaðanesið nema með sérstöku leyfi þeirra, sem á staðnum ráða.”
Já, það er ekki neinn hörgull á lífi í Bessastaðalandi og það má geta þess að úti hjá Skothúshólnum komum við auga á eldfjöruga fjallakónguló á hlaupum, sem við töldum vera öruggt vormerki.
Leiðin liggur nú lengra út á Bessastaðanes og héðan er fögur sýn til Reykjavíkur.
bessastadir - 2013-2„Það er nokkurn veginn víst að hvergi á öllu Íslandi er eins gott stæði fyrir stóra borg og í Reykjavík segir Kristján. Það er því athyglisverðara þar sem það er næstum því tilviljun að höfuðborgin reis hér. Sé farið nokkuð aftur í tímann, þá var Reykjavík aðeins þessi litli verslunarstaður, „Holmens Havn”, eins og hann var kallaður og vissulega reis borgin ekki hér af þeirri ástæðu að hún hafði allt það til að bera sem þarf til þess að stórborg geti risið, t.d. nær óendanlegt landrými. Borgin getur þanið sig í allar áttir, nema í sjó fram: — inn eftir öllu Kjalarnesi upp alla Mosfellssveit og loks í þessa áttina ef vill, sameinast Hafnarfirði, þegar þar að kemur. Landið er líka hæfilega öldótt, til þess að fá borginni nauðsynlega fjölbreytni.”
Nú er komið suður fyrir sjómerkið sem stendur á Bessastaðanesinu og hér verður fyrir okkur sérkennileg þúst í landinu nokkra tugi metra frá merkinu. Þetta er töluverð upphækkun mjög þýfð að ofan en að öðru leyti eins og 1 metra hár pallur. ,,Ég held að þetta hljóti að hafa verið sauðaborg,” segir Kristján Eldjárn, ,,eða ef til vill skjól bæði fyrir kindur og hesta. Þessi er sporbaugslaga en hér skammt frá er önnur rúst af fjárborg, allnokkru stærri og hún er kringlótt, en þannig voru fjárborgir oftast hér á landi. Hringur er enda stysti veggur sem hægt er að reisa í kring um tiltekna spildu. Leifar af enn einni fjárborg er svo hér lengst frá, einnig kringlóttri. Hún er innarlega í Bessastaðanesi þar sem hallar til Skerjafjarðar, andspænis Kópavogskaupstað. Sú borg hefur verið úr grjóti um 10 metrar í þvermál og innan í henni er annar hringur, 4-5 metrar í þvermál.”
Kristján tekur reyndar fram hvað eftir annað að það sé fremur lítið um minjar eftir búsumstang á jafnstórum stað og Bessastöðum.
Ljósmyndarinn hefur skroppið frá á þessari göngu okkar um Bessastaðanes og fært bílinn nær hliðinu skammt frá Bessastaðabúinu, Lambhústjarnarmegin í Nesinu. Þangað liggur nú leiðin og Kristján segir okkur að þar munum við koma að hóli þeim, þar sem hið svonefnda „skothús” fálkafangara konungs á að hafa staðið.
„Já, konungur hafði áður fyrri einkarétt á öllum fálkum sem veiddust í landinu. Það var hans privilegium. Fálkaveiðarnar voru líka all mikið fyrirtæki. Fálkafangarar voru ráðnir um land allt, þ.e. menn sem þjálfaðir höfðu verið í því að handsama fálkana. Þeir voru fluttir hingað til Bessastaða og geymdir í Fálkahúsinu og hingað kom sérstakt skip til þessað sækja þá, „Fálkaskipið”. Þeir sem kunnugir eru í Kaupmannahöfn og Fredriksbergi munu kannast við Falkonerhuset og Falkonerallé, þar sem fuglarnir voru áður fyrri tamdir og vandir.”
Nú er komið að tóftunum, þar sem Benedikt Gröndal taldi að Fálkahúsið hefði staðið. Segir hann svo í Dægradvöl: „Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.” Kristján telur að hvað sem líður ummælum Gröndals megi telja sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. En satt hefur Gröndal sagt um víðsýnið enda er þetta hæsti staður í Bessastaðalandi.

Grásteinn
bessastadir-223Við höfum víða gert stans, en einn staður er þó eftir. Það er Grásteinn.
Grásteinn liggur að vísu utan lands Bessastaða, hár og reisulegur steinn, nokkuð vestur af hliðinu heim að Bessastöðum. Í hann eru klappaðar nokkrar holur í röðum og ber það til þess að þegar vegurinn var lagður út nesið var fyrst ætlunin að hann lægi yfir þann stað þar sem steinninn stendur. Var þá búist til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. En einhver álög voru á steininum að sögn Kristjáns, og fór svo að þegar átti að reka fleygana og kljúfa steininn slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkið.
„Þar fór vel”, segir Kristján því steinninn er hinn ágætasti og sögufrægur. Segir frá honum m.a. í Dægradvöl. Landamerki milli Eyvindarstaða og Bessastaða eru og bein lína úr Grásteini í miðjan Bessahólma og milli Brekku og Bessastaða úr Grásteini í Lambhúsatjörn.”
Hjá Grásteini nemum við staðar og litum á steininn. Fornleifafræðingar hafa sjötta skilningarvit, þegar faldir fjársjóðir eru annars vegar og því kemur okkur ekki á óvart þegar Kristján stingur fingri niður í rifu í steininum og dregur þar upp krónupening. Hann er að vísu sleginn eftir síðustu myntbreytingu og Kristján lætur hann í rifuna aftur, — og hver veit nema einhverjir fornfræðingar framtíðarinnar eigi eftir að finna hann þarna(!)
En við Grástein er óhætt að gera að gamni sínu, — það leyfðu þeir sér að minnsta kosti skólapiltarnir á Bessastöðum sem voru einmitt að yrkja um Grástein þegar þeir kváðu um heiðursmanninn Jón Jónsson skólameistara:
Á Grandanum heyrist grátur og
raus
grátur og raus, grátur og
raus,
á grandanum heyrist grátur og
raus,
getið þið hvern ég meini.
Lector situr sálarlaus
sálarlaus, sálarlaus.
Lector situr sálarlaus
sunnan undir steini
Virðar segja viskulaus,
viskulaus, viskulaus,
virðar segja viskulaus
vestan undir steini.
Aðrir segja ærulaus,
ærulaus, ærulaus,
austan undir steini.
Nokkrir segja náttúrulaus,
nátturulaus, náttúrulaus,
nokkrir segja náttúrulaus
norðan undir steini.

Leiðarlok
Þessum stutta göngutúr okkar í góðvirðinu með Kristjáni Eldjárn er nú að ljúka. Hér vantar ekki viðsýnið eins og rétt nú áður var minnst á og land Bessastaða blasir við næst okkur og í fjarlægð blá fjöll sem geyma að baki sér byggðir landsins í fjörðum þess og dölum. Hingað var lengi mænt, bæði með kvíða og von. Héðan lituðust þeir um ýmist skemur eða lengur, landnámsmaðurinn Bessi Þormóðsson, Diðrik Pining, Týli hirðstjóri Pétursson, Hvidfeld og Rosenkrans, Grímur Thomsen, Hallgrímur Scheving, Sveinbjörn Egilsson, Jónas Hallgrímsson og fleiri merkismenn sem koma við íslenska sögu. —AM”

Heimild:
-Tíminn 8. apríl 1982, bls. 16-18.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Sjómaður

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1955 er m.a. fjallað um “Kolaveiði í Dugguósi við Bessastaði”: “Í ósnum, sem er milli Bessastaðatjarnar og sjávar og nefndur er Dugguós, var ákaflega mikil kolaveiði og einnig fyrir utan hann. Var kolinn venjulega veiddur þar frá því hálfum mánuði fyrir fardaga og allt til Mikjálsmessu.
Bessastadatjorn-221Var kolinn veiddur í svokölluð kolanet. Var alltaf vitjað um net þessi einu sinni á dag. Aflinn var misjafn, þetta frá 60 og mest upp í 150 fiska. Þætti slíkt nú daglega góður fengur. — Var þetta spikfeitur skarkoli, til jafnaðar rúmlega pund að þyngd. Stundum kom fyrir að smálúða kæmi í netin, og voru þær frá fimm og allt að tólf pundum. Þótti kolaveiðin einhver indælustu hlunnindi sem fylgdu Bessastöðum og Breiðabólsstöðum. Ári eftir að fyrstu togararnir komu hér í Faxaflóa, hurfu þessi dýrmætu hlunnindi frá þessum tveimur jörðum og verður sá skaði alltaf ómetanlegur. – (Sjósókn).”
Í Lögbergi-Heimskringlu árið 1963 er jafnframt fjallað um Dugguós: “Þar sem áður flæddi sjór, eru nú ræktaðar karlöflur.
Við brugðum okkur í vikunni suður á Álftanes og litum þar á kartöflugarð, sem segja má, að unninn hafi verið úr greipum Ægis, því fyrir nokkrum árum lá þar allt undir sjó. Nú er á nesinu fimm hektara kartöfluakur, og er uppskeran ágæt, því jarðvegurinn virðist auðugur af öllum efnum, og heppilegur til kartöfluræktar.
Bessastadir - sjobudÁrið 1952 og ’53 var hlaðinn varnargarður í hinn svonefnda Dugguós, eða Bessastaðaós á Álftanesi, og fékkst við það mikið land, sem áður hafði allt verið undir sjó, en fyrir innan þennan garð myndaðist einnig tjörn sú, sem kölluð er Bessastaðatjörn og ræktaður er í lax.
Það var Sveinn Björnsson fyrrverandi forseti, sem lét hefjast handa um gerð garðsins, og hélt Ásgeir Ásgeirsson forseti áfram verki hins látna forseta. Þar sem nú er kartöflugarðar voru einu sinni mógrafir norðurbæjanna á Álftanesi aðallega Landakots og Breiðabólstaðar, en í stórstreymi gekk sjórinn alla leið þangað upp. Svo var einnig gerður varnargarður fyrir vestanáttinni fyrir nokkrum árum, og á enn eftir að framlengja hann nokkuð svo hann nái að garðinum, sem er fyrir Dugguósi, en við það fæst enn nokkurt land til ræktunar.
Sett var niður í garðinn, sem er eign Erlends Sveinssonar lögregluþjóns, 6. júní og hefur verið unnið við upptöku undanfarna viku. Jarðvegur er þarna auðugur af öllum efnum og hefur uppskeran verið góð. — Í fyrra, en þá var fyrst sett niður í þennan garð, varð uppskeran sumsstaðar í honum 16 til 17 föld, og þykir víst ekki ónýtt að fá svo góða uppskeru. Auk kartaflanna eru þarna ræktaðar rófur og hafa þær sprottið mjög vel í sumar. – Tíminn 5. okt.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 27. febrúar 1955, bls. 124.
-Lögberg-Heimskringla 31. okt. 1963, bls. 8.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni.

Sótaleiði

Kristján Eldjárn skrifar í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1981 um “Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi“. Þar getur hann m.a. um svonefnt “Sótaleiði”:

sotarleidi-1“Ath.: Ekki er nú vitað hvar Grímur Thomsen lét heygja hest sinn Sóta, framar en segir í Sjósókn, bls. 46, ,,í túninu fyrir norðaustan staðinn”. Í umtali er þetta stundum kallað Sótaleiði (47) [51], sem virðist mega telja með örnefnum.
Ókunnugt er mér, hvar Fálkahúsið stóð, eins og svo margt í fyrri tíðar húsaskipan á Bessastöðum.”

Í Sjósókn segir: “Árið 1663 skipaði konungur svo fyrir, að bjóða skyldi höfuðsmanninum á Bessastöðum alla hesta, sem ætlað væri að selja til útlanda. Nokkrum árum seinna (1574) bað konungur að senda sér til Hafnar 10 eða 12 graðfola og reiðhest góðan, og átti hann þá allmargt fyrir íslenska hesta. Kristján IV. fékk einnig íslenska hesta. Herluf Daa keypti fyrir hann á Bessastaðaárum sínum 10 hesta og greiddi 12 rd. fyrir hvern þeirra. Oft er endranær getið um hesta á Bessastöðum.
Sotaleidi-3Einn frægur gæðingur var þar löngu seinna, og er hann heygður með öllum reiðtygum í túninu á Bessastöðum. Það er Sóti Gríms Thomsen, einn frægasti góðhestur síns tíma, hornfirzkur að ætt. Hann var hár og langur, faxfagur og taglprúður, bar sig hátt að framan og greiddi sig vel, afburða skeiðhestur, fótviss og fótsterkur, ferðmikill og vakur, en styggur nokkuð og geðríkur og bráður, og þýddist ekki aðra en Grím sjálfan. Grímur hafði haft hann með sér til útlanda og síðan aftur heim til Bessastaða og hélt hann þar í 15 ár í miklu eftirlæti og ól hann á úrvalstöðu og nýmjólk.
Um Sóta orti Grímur þetta:
Sanda þylur, sverfir mél,
Sóti mylur grjótið vel,
fótaskilin fljót sem él,
fer sem bylur yfir mel.
Sjálfsagt er það einnig hugsunin um Sóta, sem kemur óbeinlínis fram í kvæðinu um Skúlaskeið. – Sóti var felldur 27 vetra, árið 1882, og kom Grímur þar hvergi nærri, en gekk síðan að opinni gröfinni og stóð þar agndofa um stund, og flóðu tár um vanga hans. Síðan gekk hann þögull inn í bæ aftur, en haugur var orpinn yfir Sóta.”
Bessastadanes-230Þegar loftmynd var skoðuð af Bessastöðum mátti sjá tvær greinilegar haugmyndanir í túninu norðaustan við Bessastaðastofu, hlið við hlið. Eftir að haft hafði verið samband við ráðsfólkið á Bessastöðum var ákveðið að skoða vettvanginn með hliðsjón af framangreindu. Myndanirnar reyndust vera þrær (þó sennilega sú vestari gamall byrgður brunnur). Norðaustar var hins vegar komið að manngerðum hól í túninu er líklegur megi telja “Sótaleiði”.
Dr. Gr. Th. minnist á ratvísi hesta, skýrir frá ýmsu og segir svo: „Hest hefi eg átt, sem var svo veg viss og ekki einasta vegvís, að hann tók sína vanaspretti, eins í dimmu sem björtu, og vissi eg á stundum ekki, hvar eg var, fyrr en hann tók sprettinn; eg var sem sé vanur að láta hann skeiða og stökkva til skiftis, og vissi eg þá hvað leið, eftir því sem hann gfeip stökk eða skeið. Aldrei varð eg þess var, að hann drægi neitt af sér skeiðið, þótt niðamyrkur væri, en hann stökk hægra. Einu sinni datt hann með mig í alla þá tíð, sem eg átti hann (25 ár). Svo stóð á, að eg lét eitt sumar heyja á Elliðavatnsengjum; reið eg upp eftir í bezta veðri, en um daginn gerði nokkrar skúrir, og urðu götur sleipar; á heimferðinni um daginn missti hann allra fjögra fóta utan í Vífilsstaðahálsi og skall með mig á hliðina. Reið eg sömu leið eftir það, en svo var klárinn minnugur, að nær sem hann kom á þann stað á hálsinum, sem hann fallið hafði, fór hann að frísa og skjálfa. Seinasta sumarið, sem hann hann lifði, lofaði eg honum að standa í túninu; var hann orðinn svo tannlaus, að hann náði ekki til grasa, nema loðið væri.
Fólk mitt reyndi stundum til að reka hannskolavardan-2 úr túninu; þótti því, eins og von var, ekki beysinn búskapur, að láta hest standa í túninu um hásláttinn. En klárinn hafði tekið eftir því, að eg amaðist ekki við honum, þótt hann leitaði sér bjargar, þar sem hana var að fá, því að eg kom stundum út í tún til hans og spjallaði við hann. Gaf hann því engan gaum að því, þótt sigað væri á hann hundum; hann hljóp að eins heim á hlað, eins og hann væri að skjóta máli sínu til æðra dóms, enda vann hann málið.” Orð dr. Gr. Th. um Sóta í „Dýravininum” ná eigi lengra en þetta. En hér er að líta frásögn merkismanns, byggða á orðum dr. Gr.: „Þessa sögu kann eg um Bessastaða-Sóta, og sagði Grímur Thomsen mér sjálfur. Þeir Grímur og Sóti áttu oft leið saman milli Bessastaða og Reykjavíkur. Það varð að fastri venju á þeirri leið, að Sóti skifti um gang á vissum stöðum, svo að í hverri ferð fór hann sama spölinn á sama gangi. Milli Eskihlíðar og Skólavörðu fór hann t. d. ávallt á stökki. Þetta var Sóta orðið svo tamt, að ekki þurfti á að minna. En annars hafði Grímur þann sið að gefa Sóta merki með því að skella tungu í góm, þegar hann vildi láta hann taka til stökksins.
Einu sinni reið Grímur með kunningja sínum frá Bessastöðum til Reykjavíkur. Ekki man eg nú, hver sá maður var, en hann var hestamaður og reiðmaður góður. Fannst honum til um Sóta, dáðist að skeiði hans, og mátti heyra, að hann fýsti að koma á bak honum. Ekki segir af ferðum þeirra, fyrr en þeir komu á þann stað, er Sóti var vanur að taka síðasta stökk-sprettinn á leið til Reykjavíkur. Eg man ekki hvort það var hæst í Eskihlíð eða vestan við hlíðina. Þar stigu þeir af baki, og bauð þá Grímur samferðamanni sínum að koma á bak Sóta, og ríða honum ofan að Skólavörðu. Því boði var tekið með þökkum. „En ekki mun Sóti skeiða undir þér,” segir Grímur. Hinum þótti sú spá ekki trúleg, því að ekki hafði Sóti verið tregur til kostanna undir Grími, og það á verra vegi en nú var fram undan. „Eg heiti á þig,” segir Grímur, „þú mátt eiga klárinn, ef þú nær skeiðspori úr honum áður en við komum niður hjá Skólavörðu.”
Bessastadanes-229Ekki ræddu þeir þetta lengur, en höfðu hestaskifti og stigu á bak. Grímur var á hlið við Sóta, þegar þeir lögðu af stað, og skellti í góm, svo að lítið bar á, en þó svo, að Sóti myndi heyra. Sóti tók sprettinn og linnti ekki stökkinu, fyrr en þeir námu staðar hjá Skólavörðunni, og ónýtti þannig áheit Gríms, eins og til var ætlað. (Hruna, 11. júlí 1929. – Kjartan Helgason.)”
Örkula vonar er eigi um að enn kunni að geymast meðal góðra manna sagnir um Sóta, þær sem byggðar eru á orðum dr. Gr. Th. Verða þær fluttar, eftir því sem við má komast, áður en raktar yrði aðrar sagnir um Sóta, svo sem á var vikið að framan. – E.Þ.”

Kristján minnist hins vegar í skráningu sinni ekki á hugsanlega selstöðu minjar undir lágum ísaldarhrygg sunnan við Litlumýri. Þar vottar fyrir tveimur þúfnagrónum þyrpingum. Ekki er hægt að greina veggi í þeim svo, ef þetta eru minjar, virðast þær mjög gamlar. Ofar, á hryggnum, eru greinilegar leifar vörðu. Á milli hennar og þyrpinganna efst í mýrinni, má merkja leifar af garðhleðslum.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska forleifafélags, Kristján Eldjárn, Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi, 78. árg. 1981, bls. 139.
-Sjósókn, bls. 46.

Bessastaðir

Bessastaðir.