Færslur

Bessastaðir

Gengið var um Bessastaðanes með viðkomu í kjallara Bessastaða og á Breiðabólstað vestan Bessastaðatjarnar.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar farin er heimreiðin að Bessastöðum liggur leiðin framhjá Lambhúsum. Bærinn er horfinn en nálægt veginum og þar var m.a. stjörnuskoðunarstöð seint á 18. öld.
Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum urðu Bessastaðir fyrsta jörðin á Íslandi í konungseign. Þar varð brátt höfuðsetur æðstu valdamanna konungs hér á landi og var svo til loka 18. aldar. Sigurður Jónsson (1896-1965), forstjóri í Reykjavík,
gaf íslenzka ríkinu staðinn til búsetu fyrir ríkisstjóra vorið 1941. Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni.

Sem fyrr segir komust Bessastaðir í eigu íslenska ríkisins 1941 þegar maður að nafni Sigurður gaf ríkinu staðinn til bústaðar fyrir ríkisstjóra. Og frá því að Ísland varð lýðveldi 1944 hefur þetta verið bústaður forseta landsins. Árið 1805 var æðsta menntastofnun sem þá var í landinu “Lærði skólinn” fluttur hingað og starfaði hér í 40 ár. Forsetabústaðurinn er með elstu húsum á Íslandi reistur á árunum 1761-1766. Síðan hefur húsinu verið breytt og byggt við það, en er nú einungis notað sem móttökustaður. Forsetinn býr í nýju hús skammt norðar.

Reykjavík

Bessastaðir – gamla kirkjan.

Kirkjan er byggð utan um eldri kirkju sem þar var. Í kirkjunni eru steindir gluggar sem settir voru í hana 1956, og sýna þeir atriði guðspjallasögunni og kristnisögu Íslands.
Sögu byggðar á Álftanesi má rekja allt aftur til fyrstu Íslandsbyggðar og tilheyrði nesið landnámi Ingólfs Arnarsonar. Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, nam land á því svæði sem hét Álftaneshreppur.

Bessastaðir

Bessastaðir – nýja kirkjan.

Álftaneshreppur varð snemma til því byggð óx hratt á fyrstu öldunum eftir landnám. Sennilega hafa mörk Álftaneshrepps verið hin sömu frá upphafi hans fram til 1878 þegar hreppnum var skipt eftir kirkjusóknum í tvö sveitarfélög: Bessastaðahrepp og Garðahrepp.
FERLIR er þekktur fyrir áhuga á sögu og minjum svæðisins svo sjálfsagt þótti að verða við þeirri ósk hans að fá að líta í kjallara Bessastaðastofu. Þar eru minjar frá uppgrefti á svæðinu er stofan gekk í endurnýjun lífdaga á síðasta áratug 20. aldar. Mikið mun hafa gengið á, bæði við og í kringum uppgröft þann. Afurðirnar má t.a.m. sjá í kjallaranum, s.s. minjahluta eldri bæjarstæða, einstaka hluti, muni og sögulegar skýringar.

Bessastaðir

Bessastaðir – kort 1770.

Gengið var áleiðis norður að Bessastaðanesi. Á móts við útihúsin á Bessastöðum er tangi út í Bessastaðatjörn sem heitir Prentsmiðjutangi. Þar var prentsmiðja Skúla Thoroddsens alþingismanns og ritstjóra Þjóðviljans. Hann bjó á Bessastöðum frá 1901-1908. Skammt norðar er gamall brunnur frá Bessastöðum.
Dr. Kristján Eldjárn gerði fornleifakönnun á Bessastaðanesi og gaf hana út (Kristján Eldjárn. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1981). Í henni eru tíundaðar helstu minjar, sem þar er að finna, s.s. brot af hlöðnum garði ofan við Músarvík, skotbyrgi, tóft, sennilega varðskýli á Rananum yst á Nesinu gegnt Eskinesi (norðan við hana er brunnstæði), tvær fjárborgir eða sauðabyrgi ofan Sauðatanga nyrst og síðan Skansinn norðvestan á því. Ferðin var notuð til að rissa upp minjarnar á svæðinu (sjá meðfylgjandi uppdrátt).

Skansinn

Skansinn við Bessastaði.

„Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Dugguós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir en eru nú ávalir og grasi grónir.“
Í júní 1627 rændu Tyrkir Grindavík. Tíðindin spurðust fljótt til Bessastaða og lét höfuðsmaðurinn Holger Rosenkranz hlaða virki úr torfi og grjóti fyrir ofan Seyluna, en svo kallast víkin sem skerst inn í nesið Skerjafjarðarmegin.

Skansinn

Skansinn – uppdráttur ÓSÁ.

Á næstu áratugum var farið að hugsa til þess að hafa að staðaldri virki á Bessastöðum. 1667 var innheimtur af landsmönnum skattur til að byggja upp Bessastaðaskans næsta ár og voru Suðurnesjamenn fengnir til þess. Ekki var skansinum haldið við eftir þetta og greri yfir hann að mestu.
Þegar komið er að stíflunni eru rústir á hægri hönd, þær eru af Skansinum, virkinu og bænum þar sem Óli skans bjó. Konan hans hét reyndar Fía en ekki Vala. Þau bjuggu þar í smábýli, sem fór í eyði um aldamótin 1900. Á hægri hönd (þegar gengið er eftir stíflunni) er Seilan, víkin þar sem skip alsírskra sjóræningja strandaði fullt af herteknum Íslendingum árið 1627. Einstreymisloki á stíflunni milli Bessastaðatjarnar og sjávar, sem gerð var 1953. Lokinn heldur vatninu í tjörninni stöðugt í svipaðri hæð.

Breiðabólstaðir

Breiðabólstaðir.

Breiðabólsstaðir eru byggðir úr höggnu grjóti undir lok 19. aldar. Sumir segja að það hafi verið afgangsgrjót úr Alþingishúsinu, líkt og einn veggur fjárhússins á Minna-Knarrarnesi. Lítil tjörn, Breiðabólsstaðatjörn er rétt við Breiðabólsstaði. Nálægt Jörva er gamall varðturn frá stríðsárunum, uppistandandi menjar um stóran herskálakamp, Brighton-kamp, sem teygði loftnet sín um flest tún þar í kring.

Heimildir:
-Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar. Ágúst Ó. Georgsson tók saman. Reykjavík 1990
-Kristján Eldjárn. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1981.

Upplýsingar um Bessastaði eru m.a. af http://alftanes.is

Á Álftanesi

Í Besstaðanesfjöru.

Skansinn

Við Skansinn á Bessastaðanesi má lesa eftirfarandi texta á upplýsingaskilti við tóftirnar:

“Skansinn er hvort tveggja til marks um ófriðartíma fyrri alda og aðsetur æðsta valds landsins á Bessastöðum. Hér eru jafnframt minjar um kotbýli frá 19. öld þar sem Óli skans bjó.

Varnir gegn útlenskum hervíkingum

Skansinn

Skansinn.

Vígvirkið Skansinn á uppruna sinn að rekja til Tyrkjaránsins árið 1627. Annálar greina frá því að höfuðsmaðurinn danski, Holgeir Rosenkranz, hafi spurt rán í Grindavík og látið “tilbúa í Seylunni virki eður skans, (sumir sögðu af fiskiböggum), og setja á byssur þær fáu, til voru”. Þar vörðust landsmenn alsírskum sjóræningjum sem sigldu inn á höfnina á tveimur skipum. Meðal þeirra sem voru skikkaðir í skansinn var Jón Indíafari, reynd fallbyssuskytta. “Fýruðu þeir nokkrum stykkjum þeim á móti og ránsmenn í sama máta af sínum skipum á land upp.”
SkansinnÞegar annað ránsskipið festist á grynningum fullt af herteknum Íslendingum vildu varnarliðar skjóta án afláts og frelsa fangana um borð en Danir héldu aftur af þeim. Ruddu sjóræningjarnir ýmsu ránsgóssi frá borði, reru með fanga í hitt skipið og sigldu brott með aðfallinu til Vestmannaeyja.
Fjórum áratugum eftir þetta barst Friðriki Danakonungi sú flugufregn til eyrna að fjandvinir hans Englendingar hygðust hertaka Ísland. Gerði hann út Ottó Bjelke með stórt stríðsskip til að bæta varnirnar hér á landi.

Skansinn

Upplýsingaskiltið – Skansinn í baksýn.

Svokallaður skanstollur var lagður á til að fjármagna gerð virkis “til varnar fyrir útlenzkum hervíkingum”. Árið 1668 var skans reistur í nesinu norðan við Bessastaðatún, ferkantaður, tuttugu málfaðmar á hvern veg, tveggja mannhæða hár og “með fallbyssu besettur”. Ottaskans, eins og hann var kallaður, þótti lítilsverðar með hliðsjón af þeim fjármunum sem til hans runnu, “einn lítill skansvottur í afsökunarnafni ásýndar”.
Árið 1809 lét Jörundur hundadagakonungur reisa vígi við Arnarhól til varnar Reykjavík. Voru fallbyssurnar í Bessastaðaskansi fluttar þangað þótt hálfsokknar væru og ryðgaðar, sex að tölu fyrir sex punda skot, og dyttað að þeim svo hægt yrði að hleypa af þeim skotum. Eftir að skammvinnum valdatíma Jörundar lauk var lítt hirt um virkið og segir í árbókum Espólíns að flestum fallbyssunum hafi verið sökkt í sjó.
Leifar af fallbyssum frá Bessastöðum voru fluttar í Þjóðminjasafn Íslands. Í fornleifakjallaranum á Bessastöðum getur að líta fallbyssu og kúlur sem taldar eru vera úr Bessastaðaskansi.

Bessastaðaland

Bessastaðir

Bessastaðir.

Flóðs og fjöru gætir í Bessastaðatjörn síðan ósinn var stíflaður árið 1953. meðan enn fjaraði í tjörninni kom upp með fjöru brík frá Prentsmiðjuflöt, þar sem var prentsmiðja Skúla Thoroddsen snemma á 20. öld og liggur hún að Stekkjarmýrarhól. Var sú leið oft farin, ekki síst ríðandi og nefndist Steinboginn.
Hjá Sjóbúðaflöt er tóft sem kallaðist Sjóbúð og enn fremur mun þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör.
Í Bessastaðatjörn eru hólmar þar sem æður verpir. Bessi, bóndi á Bessastöðum, er sagður heygður í þeim stærsta, Bessahólma, hinir tveir eru manngerðir í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Kóri fékk nafn eftir fæðingarstað Ásgeirs í Kóranesi á Mýrum.
Austan við Skansinn eru veggjarústir, trúlega úr Skólanausti þar sem skólapiltar geymdu bát sinn.
Á Sauðatanga eru leifar af sauðaborgum og ef til vill hrossaskjóli.
Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber á Bessastaðanesi, hefur verið fyrirtaks byrgi til gæsaveiða. Grjóthlaðnir veggir skammt vestan við byrgið kunna að hafa verið rétt eða hrossaskjól.
Tóftarbrot eru á Ranatá og Vestaritanga en hlutverk þeirra er ekki þekkt.
Í Kringlumýri er ríkt fuglalíf og þar eru víða niður við sjó fornar hringlaga grjóthleðslur fyrir æðarvarp.

Tóftir af bænum hans Óla skans

Skansinn

Skansinn og bær Óla skans.

Á 19. öld var reist lítið býli við Seyluna, hjáleiga frá Bessastöðum, sem nefnt var eftir Skansinum. Þar var búið til ársins 1927. þekktastur ábúenda er án efa Ólafur Eyjólfsson, Óli skans kallaður, sem bjó þar á ofanverðri 18. öld. Gamanvísa um hann er sungin enn í dag, en afbökuð.
Rétt er hún svona:

Óli Skans, Óli Skans,
er hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjóli.
Óla er kalt á kinnunum,
Fía vill ei orna honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Gísli Jónsson listmálari bjó síðast í Skansinum með seinni konu sinni Björgu Böðvarsdóttur við bjargneyð og einangrun.
Málverk Gísla prýddu veggi og meðal þeirra fegurstu er myndin sem hér fylgir af Skansinum og hann gaf konu sinni með rósamáluðum ramma utan um.”

Óla skans er lýst svo

Skansinn

Ljóðið um Óla skans.

Salvör Kristjana Gissurardóttir bloggar um Óla Skans árið 2018. Þar segir hún m.a.: “Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, en allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt og sítt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans, og er við hann kennt hið alkunna danslag, sem allir þekkja.

Ólafur þessi var vinnumaður nokkur ár hjá móður minni, og var hann einn fyrsti háseti hjá mér, er ég byrjaði formennsku. Hann var liðlegur sjómaður, og féll mér ágætlega við hann. Ólafur varð síðar holdsveikur og dó á spítalanum í Laugarnesi.”

Átti Óli skans sem sagt enga konu sem hét Vala og var hann ekkert tengdur skansi nema að því leyti að hann ólst upp á litlum bæ í lendingunni á Bessastöðum?

Óli skans virðist hafa vakið upp sköpunarkraft skálda og Stefán Jónsson yrkir um Óla og í kvæðum Stefáns hefur Fífa breyst í Völu. Svo hefur Loftur Guðmundsson líka vísun í Óla skans oftar en einu sinni í kvæðinu Réttarsamba. Ég giska á að fyrsta vísan um Óla skans þar sem hann vildi láta Fíu orna sér hafi verið sungin við ákveðið danslag og svo hafi það fylgt Óla eftir, dansarnir breytast með tímanum og ég man ekki hvað dansinn hét sem maður lærði í danstímum bernskunnar og undir var spilað og sungið lagið um Óla skans, hét dansinn skottís eða eitthvað annað? En þessi danstaktur tíðarfarsins sem fylgir Óla skans með nafn sem minnir á dans kveikir líka upp fylgikonur, Fía og Vala og Gunna. Fía hlýjar Óla, en Vala ráðskast með hann.

Lagið “ÓLI skans”

Óli skans, Óli skans,
ógnar vesalingur,
Vala hans, Vala hans
veit nú hvað hún syngur.
Óli, Óli, Óli skans.
Vissulega vildu fáir
vera í sporum hans.

Óli er mjór, Óli er mjór.
Óli er líkur fisi.
Vala er stór, Vala er stór.
Vala er eins og risi.
Óli, Óli, Óli skans.
Sjá hve þú ert sauðarlegur,
segir konan hans.

Þú ert naut, þú ert naut.
Þannig hóf hún tölu.
Óli gaut, Óli gaut
augunum til Völu.
Óli, Óli, Óli skans.
Ákaflega önuglynd
er eiginkonan hans.

Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið í Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala, konan hans.

Skansinn

Upplýsingaskiltið um Skansinn og Bessastaðanes – bær Óla skans í baksýn við Skansinn.

Heimildir:
-Upplýsingaskilti við Skansinn á Bessastaðanesi.
-https://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/2214985/
-Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnasögu Íslendinga – Saga, 1. tölublað (01.01.1968), bls. 122-138.
-Kvæði Stefáns Jónssonar Harpan, 9-12. tölublað (01.12.1937), bls 186.
-Skansinn og Bessastaðastofa (ferlir.is).

Skansinn

Frá vígslu upplýsingaskiltisins við Skansinn.

Bessastaðanes

Í Andvara árið 2005 má lesa eftirfarandi um Skothúsið á Bessastaðanesi:
“Rómantíska stefnan réð ríkjum í hugarheimi Bessastaðasveina og þarf ekki annað en lesa bréf Gísla Brynjúlfssonar til Gríms Thomsens þegar sá fyrrnefndi var í Bessastaðaskóla til að ganga úr skugga skothusid-221um það. Benedikt Gröndal skipaði sér ekki síður undir merki hennar. Hann var í hópi síðustu Bessastaða-stúdenta vorið 1846 og þeirra neðstur. Hann lýsir viðskilnaði sínum við skólann með þessum orðum: „Lesturinn minn á skólalærdóminum varð allur í molum eins og vant var, og þegar voraði, þá lá ég heila daga í fögru veðri úti í Bessastaðanesi uppi á skothússhólnum með byssuna mína og Hómer; ég horfði yfir landið og sjóinn; náttúran var svo mikil og fögur, að ég eins og ætlaði að gleypa hana alla; ég var fullur af löngun og ást: löngun eftir einhverju, sem ég ekkert vissi um, og ást á einhverju ósegjanlegu og ómælilegu; ég las Hómer og dreymdi vakandi drauma”. (Dægradvöl (1965), 100).”
Í “Reykjavík” árið 1903 má auk þess lesa eftirfarandi:
Á Bessastaðanesi er „Skothúsið”, það er hóll eða hæð frammi á nesinu, og munu fálkarar hafa hafst þar við (eins og á Valhúsinu); þar er og Músarvík. Bessahólmi er þar sem Bessi á að vera grafinn (í miðri Bessastaðatjörn).

Heimild:
-Andvari, 130. árg. 2005, 1. tbl., Aðalgeir Kristjánsson, Bessastaðaskóli, bls. 73.
-Reykjavík, 4. árg. 1903, 42. tbl., bls. 1.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – skothús.

Bessastaðanes

Bessastaðanes er bæði opið og aðgengilegt. Engar hömlur eru á umferð gangandi fólks um Nesið svo framarlega að hófsemi sé gætt. Útsýni er þarna tilkomumikið og auk þess má sjá, ef vel er að gáð, ýmsar minjar frá fyrri tíð. Við skoðun á svæðinu nú komu t.a.m. í ljós nokkrar áður óskráðar minjar, s.s. athvarf, byrgi og garðar. Og til fróðleiks má geta þess að skófir á jökulsorfnum klöppunum eru ekki hvítar eða gular (húsaglæða), líkt og annars staðar, heldur kóngabláar.
ÖrnefnaÍ örnefnalýsingu Kristjáns Eldjárns um Bessastaði frá árinu 1973 segir m.a.: “Örnefnalýsing þessi er þannig gerð, að fyrst var athuguð nýleg skrá Örnefnastofnunar eftir Gísla Sigurðsson í Hafnarfirði, þar sem þó er ekki getið heimilda og sitthvað er talið með, sem í raun réttri eru ekki örnefni. Tekin var upp gömul landamerkjaskrá Bessastaða og farið gegnum Dægradvöl Benedikts Gröndals og hliðsjón höfð af uppdrætti af Álftanesi í Sjósókn, endurminningum Erlends Björnssonar, Breiðabólsstöðum, skráðri af Jóni Thorarensen, Reykjavík 1945, bls. 35. (Kortið er þó ekki rétt í öllum greinum og er reyndar varhugavert.)
GrastFleiri rit voru ekki könnuð, en allt var að lokum vandlega borið undir Björn Erlendsson á Breiðabólstöðum, sem fæddur er þar 1898 og hefur átt þar heima alla tíð. Fórum við tvisvar yfir allt efnið, haustið 1972 og 7. júní 1973. Sjálfur hef ég svo skoðað staðhætti og ummerki eftir föngum.
Örnefnin eru fá og strjál, enda er landið ekki sérlega stórt, fremur kennileitasnautt og mjög búið að breyta því með framræslu, sléttun og ræktun og vegagerð, einkum hið næsta húsunum. Á þetta síðasta verður að leggja mikla áherzlu, og á slíkt auðvitað við um marga aðra bæi, jafnvel flesta. Gömul ummerki kringum húsin á Bessastöðum eru lítil sem engin, og er þar orðin mikil breyting á síðan Benedikt Gröndal þekkti þar bezt til um miðja síðastliðna öld. Gömul verksummerki í landi Bessastaða eru yfirleitt fá, jafnvel inni í nesinu, þar sem land er þó mjög ósnert.
LambhúsÞað sem ég hef einkum tekið eftir er það sem nú skal greina: Tæpum 300 m fyrir innan hliðið milli túns og ness, hægra megin við veginn inn í nesið, er grunnur undan einhvers konar húsi, um 7×8 m, allstórir steinar í, og svipur fornlegur. Ekki er þetta kallað neitt sérstakt. Rétt austan við sjómerki sem mikið ber á lengra inni í nesinu (þetta er nýlegt siglingamerki), er mikil upphækkun, sem tekur sig út sem talsverður þúfnaklasi, 15–25 m í þvermál, en bersýnilega virðist þetta vera af manna völdum. Þótt ekki sé kringlótt, get ég varla ímyndað mér annað sennilegra en að hér hafi verið stór fjárborg eða fjárskjól. Og sú skýring á áreiðanlega við aðra svipaða upphækkun, en minni og reglulegri, um 125 m suðvestur frá sjómerkinu, 10–12 m í þvm.

Langivöllur

Hvort tveggja hefur þetta verið gert úr torfi eingöngu, og virðist allgamalt. Þá er það Skothúsið, sem seinna getur, og niðri í Rana eru á einum eða tveimur stöðum lítt forvitnilegar minjar eftir einhvers konar kofa. Og má þó ekki gleyma Skansinum, sem er vitanlega mesta mannvirkið frá fyrri tíð. Ég læt þessa getið um rústir eða ummerki mannabyggðar, af því að ég hef lengi reynt að hafa augun opin fyrir slíku og undrazt, hve fátæklegt þetta er. Ég hefði búizt við fleiri merkjum eftir búskaparumstang inni í nesinu en raun ber vitni. Á túninu sunnan við staðinn er brunnur, sem notaður var fyrir ekki alls löngu.
Tóft á VestÍ afsals- og veðmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu er svohljóðandi landamerkjaskrá Bessastaða með Lambhúsum, dagsett á Bessastöðum 31. maí 1890, undirskrifuð af Grími Thomsen og samþykkt af fyrirsvarsmönnum Eyvindarstaða og Brekku: “Þessi eru landamerki Bessastaða með Lambhúsum eftir fornum skjölum og brúkun frá ómunatíð: Bessastaðir eiga að austan, norðan og sunnan allt að sjó (Skerjafirði og Lambhúsatjörn), en milli Lambhúsa og Eyvindarstaða eru landamerki að norðan og norðaustan bein lína úr Grásteini á Brekkugranda eftir vörðum, sem þar eru hlaðnar fyrir utan Lambhúsaveitu og í miðjan Bessahólma, sem og heyri undir Bessastaði. Að sunnanverðu eiga Bessastaðir (Lambhús) að Grásteini á fyrrtéðum granda.”

Garður á VestariHefst nú hin eiginlega örnefnalýsing.Þegar ekið er Álftanesveg af Hafnarfjarðarvegi, sést hvernig Álftanes í þrengri merkingu takmarkast af Lambhúsatjörn að austan og Skógtjörn að vestan, en milli þeirra er tiltölulega mjótt eiði, sem vegurinn liggur eftir,þó miklu nær Lambhúsatjörn. Farið er fram hjá eyðibýlinu Selskarði (eða Selsgarði) á hægri hönd, við endann á Lambhúsatjörn, en fyrir vestan Lambhúsatjörn er mýri, sem heitir Álamýri og nær að Skógtjörn. Vegurinn sem um hana liggur áleiðis til Garðahverfis er kallaður Álamýrarvegur. Öll þessi nöfn eru óviðkomandi Bessastöðum.
Jökulleirinn

Þegar komið er um 65 m fram hjá Selskarði, liggur vegurinn upp á hrygg, sem stundum er á þessum stað kallaður Brekkugrandi oftar þó Bessastaðagrandi en líklega oftast aðeins Grandinn (en í rauninni er þetta aðeins svolítill spotti af hinni miklu jökulruðningsöldu, sem Bessastaðir og margir aðrir bæir á Álftanesi standa á og nær alla leið inn Bessastaðanes og endar við Skerjafjörð, en heldur svo áfram í Kársnesi beint á móti. Á Grandanum standa stórir steinar upp úr, en einn er eftirtakanlega hár og reisulegur, nokkuð vestur frá hliðinu heim að Bessastöðum og heitir hann Grásteinn ágætt kennileiti. Í hann eru klappaðar holur í röðum, og ber það til þess, að þegar vegurinn var lagður út nesið, var fyrst ætlunin að hann lægi yfir þann stað þar sem steininn stendur. Þetta var fyrir minni Björns Erlendssonar. Var þá búizt til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. Einhver álög voru á steininum. Þegar svo átti að fara að reka fleygana og kljúfa steininn, slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkið, sem betur fór, því að steininn er hinn ágætasti og sögufrægur, sbr. Dægradvöl.

Bessahólmi

Eins og fram kemur í landamerkjaskránni eru merki milli Eyvindarstaða og Bessastaða bein lína úr Grásteini í miðjan Bessahólma og milli Brekku og Bessastaða úr Grásteini í Lambhúsatjörn. Á þessari öld mun þó einhver smátota hafa verið seld vestan af þessari keilu,og er því Grásteinn varla í landi Bessastaða nú, en þetta skiptir litlu máli hér.
Þegar á Grandann kemur, skiptist vegurinn í þrennt, í vestur, í norður og í austur eða heim að Bessastöðum. Liggur vegurinn heim á staðinn eftir jökulruðningnum, sem nú er hryggur með vel ræktuðu túni, sem fyrrum var tún Lambhúsa, hjáleigunnar frá Bessastöðum. Norðan við hrygginn, eða milli Bessastaða og Eyvindarstaða, er víðáttumikill mýrarslakki, Eyvindarstaðamýri sem virðist taka á sig nafnið Breiðamýri þegar kemur lengra vestur eftir.

Músavík

Björn Erlendsson virðist telja að nafnið Breiðamýri geti jafnvel átt við alla Eyvindastaðamýri einnig, en það örnefni er þó ekki hér talið með örnefnum Bessastaða. Úr mýrinni var áður afrennsli gegnum Grandann út út í horn Lambhúsatjarnar, svo sem 2–3 faðma fyrir utan núverandi hlið heim á staðinn. Þetta var niðurgrafinn lækur, sem illt gat verið að komast yfir vegna bakkanna, en vatn var lítið. Þó hét þetta Lambhúsaá. Hún sést ekki nú. Kennd var hún við Lambhús, smábýlið þar sem lektor Bessastaðaskóla bjó, en það var nokkru vestar en miðja vega frá kirkju að hliði og liggur vegurinn yfir bæjarstæðið nú. Sáust byggingarleifar og aska þegar vegur var endurbættur 1972–73, og þá fannst þar fallega tilhöggvinn steinn, sem nú er á Bessastöðum og hefur líklega verið stjórasteinn. Sjá má af landamerkjaskránni, að sá hluti Eyvindarstaðamýrar, sem næst hefur legið Lambhúsum, hefur heitið Lambhúsaveita, en það nafn er nú gleymt, enda öll mýrin þurrkuð og ræktuð og Lambhús horfin.

Skothús

Bessastaðaland takmarkast að sunnan af Lambhúsatjörn, sem er fjörður inn úr Skerjafirði og gætir þar mjög flóðs og fjöru, en að norðan af Bessastaðatjörn, sem einnig var eins konar fjörður eða vík þangað til 1953 að gerður var stíflugarður mikill fyrir framan hana, svo að nú er þar ferskt vatn og gætir ekki flóðs og fjöru. Að austan er svo Skerjafjörður. Einu nafni er allt þetta land kallað Bessastaðanes, en oft er það nafn helzt haft um landið innan við staðinn, í daglegu tali “Nesið”, “inni í Nesi”. Heima við bæjarhúsin, norður af flötinni milli húss og kirkju, þar sem fánastöng stendur nú, er hóll með snarbrattri brekku norður af, og segir B.Gr. (og B.E.) að þetta heiti Bessastaðahóll, og voru nýsveinar látnir velta þar niður heldur ómjúklega á dögum skólans.
Tóft NA

Á öllum jökulruðningnum sem áður var nefndur er þetta greinilegasta hólmyndunin, og mundi það ef til vill segja sína sögu um nafn bæjarins. Frá kirkju og vestur að Lambhúsum var nefndur Langivöllur, og var það þó einkum sunnan megin, en nú er þetta nafn haft um allt vesturtúnið.
Í norður og norðaustur af Bessastaðahól, niðri við tjörnina, voru áður fyrri allmikil ummerki eftir ýmiss konar búsumstang, og lýsir B.Gr. því nokkuð, en öll merki mega heita þar horfin meðal annars af því að sjór hefur brotið þarna mikið land, og er því erfitt að marka nákvæmlega fyrir hvar hvað eina var. Traðir lágu ofan að smiðju og þar var Sjóbúðarflöt og þar var Skevingstún og þar voru Akrarnir á móts við bæinn, en það voru “stórir ferhyrndir blettir, mig minnir tveir samfastir með lágum torfgarði á milli, mátti vel sjá móta fyrir “akurreinum” eða löngum þverdældum” (B.Gr.). 

Kóngabláar

Hjá Sjóbúðarflöt var tóft sem víst var kölluð Sjóbúð, og enn fremur mun þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör. Af öllu þessu sést aðeins votta fyrir leifum af gömlum garði sem sjór hefur brotið af meðan enn flæddi inn í tjörnina. Þessi nöfn mega nú heita óþekkt. Norður frá bústjórahúsi (sem nú er) var hólmynd í túninu og nefndist Smiðjuhóll og minnir á smiðjuna, en sést ekki lengur. Þarna norður frá ráðsmannshúsi og bílstjórahúsi nær sjó heitir nú Prentsmiðjuflöt, sem er nafn frá dögum Skúla Thoroddsens, enda sér þar enn steyptan grunn undan prentsmiðjuhúsi hans.
Sauðaborg

Í Bessastaðatjörn er áðurnefndur hólmi, þar sem æður verpur, og kalla landamerkjaskrá og B.Gr. hann Bessahólma, en stundum er hann kallaður Bessi, trúlega hvort tveggja stytting úr Bessastaðahólmi, sem stundum heyrist. B.E. segir að Bessahólmi sé langalgengast og séu það munnmæli, að Bessi bóndi á Bessastöðum sé heygður þar. Í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar var hólminn mikið stækkaður til suðurs með því að aka að honum grjóti og hnausum á ís. Lítill hólmi er nær Eyvindarstöðum og var hann einnig gerður að undirlagi Ásgeirs Ásgeirssonar, sem kallaði hann Kóra eftir fæðingarstað sínum Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét líka grafa skurð þvert yfir tangann norður af bílstjórahúsi og búa þannig til ey eða hólma, sem kallast Sandey en nýtt er þetta nafn að sjálfsögðu.

Húsaglæða

Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós en hann er nú úr sögunni, síðan stíflan var gerð. Áður fyrri, meðan enn fjaraði í tjörninni, kom upp með fjöru klettabelti eða brík frá tanganum áðurnefnda (nærri Prentsmiðjunni) og að Stekkjarmýrarhól í Breiðabólsstaðalandi og var þessi leið oft farin, ekki sízt ríðandi. Þetta var kallaður Steinboginn. Þetta er rangt sýnt á korti í Sjósókn.
Suður frá bæ voru áður mikil svöð, en nú eru þar ræktuð tún. Er mér ekki kunnugt um nein nöfn þar nema Kringlumýri sem Björn Erlendsson segir að hafi verið suðaustur frá útihúsunum sem nú eru eða vestur frá Músavík. 

Timburhus

Vafalaust er nú erfitt að takmarka hana vegna ræktunarbreytinga. Niður af henni eru tveir tangar út í Lambhúsatjörn, sem nú eru alltaf kallaðir Tangarnir, Vestaritangi og Eystritangi, og er þar mikið æðarvarp, en stóra víkin austan við þá heitir Músavík (eða Músarvík). Nesið austan við víkina heitir Rani og nær alla leið að ósnum þar sem mætast Skerjafjörður og Lambhúsatjörn, og allra fremst á Rananum heitir Ranatá hefur B.E. eftir Jakob Skansibróður sínum, sem er eldri en hann.
Efst á Rana, eða þar sem allrahæst ber á Bessastaðanesi, er hóll, sem heitir Skothús, og segir B.Gr. nokkuð frá því. Þar hefur verið eitthvert mannvirki, en engar sagnir eru um það.
Þar sem jökulaldan endar við Skerjafjörð heitir Svartibakki en norðan við hann er mýri sem heitir Litlamýri. Nyrzt í Nesinu heitir Sauðatangi, nokkuð löng og ekki vel afmörkuð strandlengja. Nyrzt og vestast við Dugguós er svo Skansinn eða Bessastaðaskans, hið gamla virki (sjá Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnasögu Íslendinga, Saga VI, 1968, bls. 122–38), og sér þar einnig rústir af smábýlinu Skans með túngarði. Árið 1901 keypti Tryggvi Gunnarsson Skansinn og girti þvert yfir í beina línu frá Bessastaðatjörn og í Skerjafjörð. Í yfirlýsingu um þetta 5. marz 1928 segir Theodóra Thoroddsen að þessi girðing hafi legið “eftir því sem ég man bezt, úr Bessastaðatjörn fyrir innan Skansinn þvert yfir nesið í svokallaða (sic) Skólanaust.” Örnefnið Skólanaust er nú óþekkt, en einmitt þar sem þessi girðing hefur endað eru sýnilegir um 1 m langir endar af tveimur veggjum samhliða, sem sjór hefur að mestu brotið. Gætu þetta vel verið leifar af nausti, enda hefur B.E. eftir Jakob bróður sínum að kallað hafi verið Bátanaust rétt hjá Skansinum. Gæti verið eitt og hið sama (Ath. B.E. hefur naust í kvk. eins og Theodóra).

Skan

Hið gamla skipalægi Seilan er fram af Skansinum og Dugguósi. Við skipti milli Bessastaða og Breiðabólstaða fyrir allfáum árum féll dálítill hluti Breiðabólstaðaeyrar, næst Dugguósi, í hlut Bessastaða. Heitir það Eyraroddi. Öll þau örnefni þessarar lýsingar sem nú er hægt að staðsetja, hafa verið færð inn á uppdrátt, sem fylgja á lýsingunni.
Ath.: Ekki er nú vitað hvar Grímur Thomsen lét heygja hest sinn Sóta, framar en segir í Sjósókn, bls. 46, “í túninu fyrir norðaustan staðinn”. Í umtali er þetta stundum kallað Sótaleiði, sem virðist mega telja með örnefnum.

Skólanaust

Ókunnugt er mér, hvar Fálkahúsið stóð, svo og allt annað um fyrri tíðar húsaskipan á Bessastöðum.”

Í Árbók hins Ísl. fornleifafélags árið 1981, bls. 141-147, segir m.a. um einstakar fornminjar á Nesinu: “Af horfnum minjum á Bessastöðum má t.d. nefna tóftir smábýlisins Lambhúsa, sem voru miðja vega milli kirkjugarðs og heimreiðarhliðs, svo og „akrana”, sem Benedikt Gröndal segir frá, í túni fyrir sunnan staðarhúsin. Enn fremur traðir og garða o.fl. sem Gröndal nefnir einnig í Dægradvöl. Þó virðist það vera vonum minna sem horfið hefur, þótt nú sé ógerningur að segja nákvæmlega til um slíkt. Einhverjar útihúsatóftir hafa eflaust verið sléttaðar út. Þær mannaminjar sem enn eru við lýði og sýnilegar eru, mega heita færri en ætla mætti að óreyndu á höfuðbóli. Skulu þær nú taldar upp og þeim lýst í stuttu máli og vísast um leið til uppdráttarins á bls. 134.

Skansins ola

1. Túngarður. Eins og sjálfsagt er var garður kringum túnið, ýmist úr torfi eða grjóti, og lætur Gröndal hans lítillega getið. Búið er fyrir löngu að slétta yfir hann að langmestu leyti. Sjá má móta fyrir honum vestur frá staðnum þar sem hann skildi milli túnsins í Lambhúsum og Langavallar og hefur hann teygt sig þar niður í fjöru við Lambhúsatjörn. Einnig sést hann, ef vel er að gáð, innan við staðinn, þar sem hann hefur legið nokkurnveginn þvert yfir milli tjarnanna, Bessastaðatjarnar að norðan og Lambhúsatjarnar að sunnan. Þarf þó að standa vel á um árstíð og birtu til þess að hann megi greina þar.

Ska

Loks er svo þess að geta að enn er dálítill krókóttur partur eftir órofinn meðfram Bessastaðatjörn innanverðri, og má glöggt sjá að tjörnin hefur brotið hann niður, þar sem að húsunum veit, meðan enn gætti þar flóðs og fjöru. Þá má og sjá móta fyrir garðinum þvert yfir, rétt ofan við Prentsmiðjuflöt, sem nú heitir. Hefur þá verið, og er reyndar enn, allmikið athafnasvæði utan hans næst tjörninni. Í sambandi við túngarðinn og reyndar einnig túngarð Lambhúsa skal bent á að allir þessir garðar sjást einkar vel á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá 1831, þeim sem hér er birtur, þótt ónákvæmur sé á ýmsa grein. Hann er eigi að síður mjög mikilsverður. M.a. sést hvar sjávargatan lá niður að Bessastaðatjörn.

Skansinn-loftmynd

2. Prentsmiðjutóft. Á áðurnefndu athafnasvæði er vestast steinsteyptur ferkantaður grunnur undan prentsmiðjuhúsi Skúla Thoroddsen, frá því skömmu eftir síðastliðin aldamót. í því húsi varð prentsmiðjudanskan til. Grunnurinn er um 7×9 m að ummáli, ekki hár.
3. Húsatóftir á áðurnefndu athafnasvæði utan túns við Bessastaðatjörn. Austan við prentsmiðjugrunninn er garðspotti og stefnir þvert á sjávarbakkann, en austan við hann grasigrónar húsatóftir tvennar, að því er virðist, og stutt á milli, en erfitt er sökum mikils gróðurs að greina skilsmynd á þeim. Þær eru frammi á allháum sjávarbakka. Efalítið standa þær í sambandi við athafnasemi við sjóinn og tengjast örnefnum eins og Sjóbúð, Sjóbúðarflöt og Bessastaðavör.
4. Húsgrunnur, að því er helst virðist, gerður af allstóru grjóti og gamalgróinn á milli, er rétt við veginn á hægri hönd þegar ekið er inn í Bessastaðanes, um 300 m innan við hliðið. Ekkert nafn er á þessu og engar sagnir. Grunnurinn er ferkantaður, um 5×9 m. Þarna mun varla hafa verið peningshús, heldur timburhús til einhverra annarra nota á staðnum. 

Garður við Skans

Ekki er óhugsandi að þarna hafi Fálkahúsið verið, en helst til langt virðist það þó frá staðnum, enda er þetta ágiskun einber. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
5. Skansinn, Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Dugguós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir, en eru nú ávalir og grasi grónir. Mannvirki þetta var reist seint á
17. öld til varnar gegn aðvífandi ófriðarmönnum eins og t.d. Tyrkir voru. Annars skal Skansinum ekki lýst hér, heldur vísað til ritgerðar sem að miklu leyti fjallar um hann, sjá Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnarsögu Íslendinga, Saga VI, 1969, bls. 122. Skansinn var formlega friðlýstur með skjali dags. 25. okt. 1930 og friðlýsingarmerki sett upp þann 5. júní 1965.

Brunnur við Skansinn

Í Skansinum var smábýli, hjáleiga frá Bessastöðum, „kotrass auðvirðilegur”, segir Benedikt Gröndal í Dægradvöl. í Sjósókn segir Erlendur Björnsson á Breiðabólstöðum frá síðustu hjónunum sem í Skansinum bjuggu og syni þeirra Ólafi, sem kallaður var Óli Skans. Skansinn mun hafa farið í eyði fyrir aldamót, en seinna fékk Gísli Jónsson listmálari leyfi til að byggja sér þar hús og sér enn leifar af steyptum veggjum þess upp við suðurhlið virkisins. Minjar býlisins eru fyrst og fremst túngarður úr grjóti, girðir af hornið milli Skerjafjarðar og Bessastaðatjarnar, enn fremur útihúsarústir uppi á sjálfum Skansinum, gamallegar grónar tóftir í þýfðu túninu og við túngarðinn, loks brunnhola að því er virðist.

Prentsmiðjan

Innan við túngarðinn, þar sem hann kemur út í Skerjafjörð, er grjótveggur samsiða honum, 5-6 m bil á milli, og endar snögglega 25 m frá sjó. Helst dettur manni í hug að með þessum garði hafi átt að skýla bátum sem á land voru dregnir, sbr. það sem segir í örnefnalýsingunni að kallað hafi verið Bátanaust rétt hjá Skansinum. ,,í Skansinum var lendingin frá Bessastöðum,” segir Erlendur Björnsson í Sjósókn. Allar minjar um búskap í Skansinum eru friðlýstar með honum.
Garður eða sjávargata

6. Skólanaust (?). Skammt fyrir innan Skansinn sjást tveir lágir veggspottar hlið við hlið, 1 m langir og eru sýnilega leifar af lengri veggjum sem sjórinn er búinn að brjóta niður. Þetta gætu verið leifar af svonefndu Skólanausti, sjá Örnefnaskrá, og mundu þá skólapiltar hafa geymt þar bát sinn.
7. Mannvirki nokkurt um 70 m suðaustur frá nýlegu sjómerki innarlega í Bessastaðanesi, á smáþýfðri grund. Þetta er töluverð upphækkun, mjög þýfð ofan, að öðru leyti eins og um 1 m hár pallur. Til að sjá er þetta eins og stór þúfnaklasi, enda hefur öðru hverju blásið í jaðrana en gróið upp aftur. Upphækkun þessi, sem greinilega er af mannavöldum, er 25 m á lengd og 15 m á breidd, nokkurn veginn eins og sporbaugur, en helst óregluleg á suðurhlið, enda er svo að sjá að þar hafi verið inngangur í það sem þarna hefur verið, sennilega sauðaborg eða hrossaskjól, því að kindur og hross gengu mjög úti í Bessastaðanesi fyrrum, en fátt um náttúrleg afdrep. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.

Kartöflugeymsla

Aths.: Gísli Sigurðsson í Hafnarfirði sagði mér 1.10.1976 að mannvirki þetta mundi ekki vera eldra en frá 1914, eða þar um bil. Einhver sagði honum að maður sem þá var á Bessastöðum hefði hlaðið þarna skjól handa útigangshrossum. Þetta gæti verið rétt þótt maður hefði frekar haldið að minjarnar væru eldri. Læt þetta fylgja með til minnis. K.E.
8. Mannvirki annað (sauðaborg) um 120 m vestur frá nr. 7 og svipað útlítandi, upphækkaður pallur þýfður, kringlóttur, 14 m í þvermál, í aflíðandi brekku móti vestri. Dyr hafa verið á vesturhlið. Allt um kring mótar fyrir veggjum sem upphækkuðum kraga. Varla kemur annað til mála en að þetta hafi verið sauðaborg, gerð að öllu eða mestu leyti úr torfi eins og nr. 7.

Bess

9. Sauðaborg, undirstöður hennar, innarlega í Bessastaðanesi, þar sem hallar til Skerjafjarðar, andspænis Kópavogskaupstað. Borgin hefur verið hlaðin úr grjóti, a.m.k. undirstöðurnar, kringlótt, um 10 m í þvermál. Þetta er skýrt, en svo virðist sem innan í þessum hring sé annar minni, 4-5 m í þvermál. Má vera að þessi innri hringur sé undirstaða borgar sem hlaðin hefði verið úr grjótinu úr eldri og stærri borg, en slíkri tilgátu ber að taka með varúð. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
10. Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber í Bessastaðanesi, eða eins og Gröndal segir í Dægradvöl: ,,Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi, þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið”, og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.” (2. útg. 1965, bls. 4).

Sandey

Hvað sem líður ummælum Gröndals um fálkana, má telja mjög sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. Gæsir eru t.d. tíðir gestir í nesinu. Hóllinn sem tóftirnar eru á, er 9 m í þvermál við grunninn, sýnist að upphafi hafa verið náttúruverk en þó má vera að hann hafi smám saman hækkað af mannavöldum. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
11. Grjótgarður hlaðinn er rétt fyrir norðan Skothúsið, tveir armar 5 og 9 m og gleitt horn á milli. Þetta er tvíhlaðinn veggur úr býsna stórgerðu grjóti. Það er eins og þetta séu leifar af rétt og búið að flytja burtu mikið grjót fyrir löngu. Annars er út i bláinn að giska á hvað þetta hefur upphaflega verið.

Bessastaðatjörn

12. Tóftarbrot smá og ógreinileg eru á Ranatá framarlega. Tilgangslaust að giska á hvað verið hafi. [Líklega er annað hvort um að ræða skjól fyrir yfirsetumann er fylgdist með því að ær og sauðir flæddi ekki á skerjunum á og við Ranatá eða vatkmann yst á Nesinu, nema hvorutveggja hagfi verið.]
13. Tóftarbrot lítilfjörlegt er einnig fremst á Vestaritanga. Rennur mjög saman við þýfið þar og verður ekki séð til hvers verið hefur. [Gæti hafa verið sjóbúð eða fangageymsla fyrir þá er fluttir voru til aftöku yfir í Gálgakletta handan Lambhúsatjarnar.]

Hér með lýkur upptalningu sýnilegra minja í Bessastaðalandi. Á skránni eru sjóvarnargarðar við Lambhúsatjörn ekki meðtaldir enda að verulegu leyti nýir, ekki heldur brunnur eða brunnar staðarins, sem verið hafa í notkun til skamms tíma. Sumar minjarnar eru formlega friðlýstar, aðrar ekki.”

Árni Hjartarson fjallar um aldur jökulgarðsins á Álftanesi í Náttúrufræðingnum árið 1992. Þar segir m.a.: “Ysti sjáanlegi og ótvíræði jökulgarðurinn á höfuðborgarsvæðinu er Álftanesgarðurinn. Þorleifur Einarsson (1968, 1991) telur hann vera frá eldra-dryas. Aldur þessa kuldastigs er 11.800-12.000 BP. Hið íslenska heiti þess hefur verið dregið af Álftanesgarðinum og nefnt Álftanesstig. Garðinn má rekja þvert yfir Álftanes, um Bessastaði og í sjó við Bessastaðanes.
Fram undir síðustu ár mátti sjá hvar garðurinn tók land handan Kópavogs, yst á Kársnesi, þar sem bátahöfnin er nú. Aldursgreiningarnar frá Kópavogi og Suðurnesi staðfesta það sem aldursgreiningarnar á Fossvogssetinu gáfu raunar sterka vísbendingu um, að Álftanesgarðurinn sé frá lokum yngra-dryas eða preboreal.
TímataflaÁlftanesgarðurinn markar ekki ystu stöðu Suðvesturlandsjökulsins á yngra-dryas. Jökulruðningurinn á Fossvogssetinu við Skerjafjörð og aldursgreiningarnar frá Suðurnesi Seltjarnarness sýna að jökullinn hefur náð mun lengra út á yngra-dryas. Ystu mörk hans eru óþekkt enn sem komið er en vafalaust liggja þau nokkuð undan landi á botni Faxaflóa. Engar lífrænar leifar hafa fundist í Álftanesgarði og bein aldursgreining á honum er ekki fyrir hendi. Aldurinn liggur þó á bilinu 9.500-10.200 BP. Hugsanlega er hann á sama aldri og Búðaröðin á Suðurlandi, 9.700 BP (Árni Hjartarson og Ólafur Ingólfsson 1988).”
Sjá meira um Nesið HÉR. Og Skansinn HÉR.

Heimildir m.a.:
Örnefnalýsing KE fyrir Bessastaði – 7.6. 1973
-Árbók hins ísl. fornleifafélags 1981, bls. 141-147.
-Náttúrufræðingurinn, 62. árg. 1992, bls. 214-215, Ísaldarlok á Íslandi – Árni Hjartarson.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni.

Bessastaðanes

Þegar gengið var um sunnanvert Bessastaðanes mátti á nokkrum stöðum sjá forna jarðlæga grjótgarða,, bæði neðan við kirkjuna og út á svonefndum Vestaritanga. Þar er greinileg tóft skammt ofan við fjöruborðið og liggja garðarnir í boga út frá henni að sjó. Góð lending er neðan við tóftina. Frá henni er styst sjóleiðina yfir að Gálgaklettum í Gálgahrauni.

Svæðið

Í örnefnaskrá Kristjáns Eldjárns segir m.a. um þetta svæði: “Suður frá bæ voru áður mikil svöð, en nú eru þar ræktuð tún. Er mér ekki kunnugt um nein nöfn þar nema Kringlumýri sem Björn Erlendsson segir að hafi verið suðaustur frá útihúsunum sem nú eru eða vestur frá Músavík. Vafalaust er nú erfitt að takmarka hana vegna ræktunarbreytinga. Niður af henni eru tveir tangar út í Lambhúsatjörn, sem nú eru alltaf kallaðir Tangarnir, Vestaritangi og Eystritangi, og er þar mikið æðarvarp, en stóra víkin austan við þá heitir Músavík (eða Músarvík). Nesið austan við víkina heitir Rani og nær alla leið að ósnum þar sem mætast Skerjafjörður og Lambhúsatjörn, og allra fremst á Rananum heitir Ranatá hefur B.E. eftir Jakob bróður sínum, sem er eldri en hann. Efst á Rana, eða þar sem allrahæst ber á Bessastaðanesi, er hóll, sem heitir Skothús, og segir B.Gr. nokkuð frá því. Þar hefur verið eitthvert mannvirki, en engar sagnir eru um það.”
GrjótgÍ Árbók hins ísl. fornleifafélags 1981 fjallar KE um svæðið og leggur örnefnalýsinguna til grundvallar. Auk þess segir hann um framangreinda tóft á Vestaritanga: “Tóftarbrot lítilfjörlegt er einnig fremst á Vestaritanga. Rennur mjög saman við þýfið þar og verður ekki séð til hvers verið hefur.”
Í frásögn sinni um sama efni í Árbókinni skrifar hann: “Suður frá staðnum, fyrir sunnan brekkuna sem húsin standa á, er land mjög lágt og hefur verið votlent, en er nú ræktað tún. Einhversstaðar þar voru Akrarnir, sem svo voru kallaðir og Benedikt Gröndal talar um, „stórir ferhyrndir blettir, mig minnir tveir samfastir með lágum torfgarði á milli, mátti vel sjá móta fyrir „akurreinum” eða löngum þverdældum.” (Dægradvöl útg. 1965, bls. 11).
TóftÞessir „akrar” eru nú löngu horfnir. Eitthvað töluvert austar hefur verið mýri sú sem Kringlumýri nefndist og Björn Erlendsson segir að hafi verið suðaustur frá útihúsunum sem nú eru eða vestur frá Músavík. Er helst svo að sjá sem þetta hafi verið sama mýrin og Björn Gunnlaugsson kallar Heimamýri á uppdrætti sínum. Vafalaust er nú erfitt að takmarka hana vegna ræktunarbreytinga. Niður af henni eru tveir tangar út í Lambhúsatjörn, alltaf kallaðir Tangarnir, Vestaritangi og Eystritangi. Er mikið æðarvarp á þessum slóðum. Mýrina upp af
GarðTöngunum nefnir Björn Gunnlaugsson Miðmýri) og virðist það nafn vera gleymt nú. Stóra víkin austan við Tangana heitir Músavík eða Músarvík. Björn Gunnlaugsson notar seinna afbrigðið, en uppmæling hans mun vera elsta heimild sem til er um þetta nafn. Langa nesið austan við víkina heitir Rani og nær alla leið að ósnum þar sem Lambhúsatjörn opnast út í
Skerjafjörð. Fremst á Rananum heitir Ranatá, og hefur Björn Erlendsson það eftir Jakob bróður sínum, sem eldri var en hann. Efst á Rana, eða þar sem allrahæst ber í Bessastaðanesi, er töluvert reisulegur hóll sem heitir Skothús og segir Benedikt Gröndal nokkuð frá því. Á hólnum hefur verið eitthvert mannvirki en engar sagnir eru um það. Um Skothúsið segir: “Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber í Bessastaðanesi, eða eins og Gröndal segir í Dægradvöl: ,,Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi, þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið”, og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.” (2. útg. 1965, bls. 4). Hvað sem líður ummælum Gröndals um fálkara, má telja mjög sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. Gæsir eru t.d. tíðir gestir í nesinu. Hóllinn sem tóftirnar eru á, er 9 m í þvermál við grunninn, sýnist að upphafi hafa verið náttúruverk en þó má vera að hann hafi smám saman hækkað af mannavöldum. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.”
Tóftin og garðarnir á Vestaritanga eru forvitnilegar minjar. Þarna gæti auðveldlega hafa verið sjóbúð og garðarnir þurrkgarðar. Þá gæti húsið hafa tengst fangaflutningum frá Bessastöðum yfir að Gálgaklettum meðan aftökur tíðkuðust þar. Önnur notagildi koma og vissulega til greina.
Sjá meira um Bessastaðanes HÉR og HÉR.

Heimildir:
-Örnefnalýsing KE fyrir Bessastaði.
-Árbók hins ísl. fornleifafélags, 78. árg. 1981, bls. 132-147 – Kristján Eldjárn.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Skansinn

Fyrir tæplega hálfri öld (um 1960) var Gísli I. Þorsteinsson (f. 1952) á ferð um norðanvert Álftanes með föður sínum, Þorsteini Einarssyni. Gísli var þá á tíunda ári. Þeir feðgar voru m.a. að skoða fuglalífið í fjörunni við Seyluna. Þeir gengu um Dugguós. Þegar þeir komu út að Skansinum og voru á gangi yfir útveggi hans ofan fjörunnar ráku haukfrá augu Gísla óvænt í eitthvað áhugavert í fjöruborðinu rétt neðan hans (þar sem sjórinn hafi brotið gróðurbakkann).

Gísli á fundarstaðnum neðan við Skansinn

Betur að gáð kom í ljós að þarna var um heillega blýkúlu að ræða. Við viktun síðar mældist hún um 920 gr. (tæp 2 pund) að þyngd, 5.7 cm að þvermáli og 18.0 cm að ummáli. Drengnum fannst mikið til koma og ákvað að varðveita kúluna. Hún hefur fylgt honum æ síðan með einum eða öðrum hætti.
Fyrir skömmu rifjaðist ferðin forðum upp í tveggja manna tali og Gísli ákvað að leita kúlunnar – og var ekki lengi að finna hana. Við endurheimt hennar var tilefni talið að huga nánar að upprunanum og hugsanlegum tengslum hennar við söguna, skrifaðar heimildir, vangaveltur og aðrar minjar, sem síðar hafa fundist við Bessastaði, t.d. fallbyssuhlut þann er fáum er kunnugt um, en varðveittur hefur verið í þegjandi hljóði undir Bessastaðastofu.
Ákveðið var að reyna að kanna hvort hugsanlegt væri að þessi blýkennda kúla frá Skansinum, er virtist einna líklegast hafa tilheyrt fóðurfangi fallbyssu, gæti með einhverjum hætti tengst fallbyssuhlutnum í kjallara hins sögufræga menningarseturs að Bessastöðum. Með það að markmiði var haft samband við Guðmund Ólafsson, hinn mæta fornleifafræðing hjá Þjóðminjasafni Íslands er tók m.a. hvað virkastan þátt í fornleifauppgrefti þeim að Bessastöðum er endurheimti fallbyssuhlutinn, og hann spurður hvort hann gæti komið og lagt mat á umleitunina.

Skansinn febr. 2008

Þegar vettvangurinn við Skansinn var skoðaður með Gísla í aðdraganda síðdag einn í febrúarmánuði árið 2008 gekk hann hiklaust á staðinn þar sem hann fann kúluna umrætt sinn. Hann staðnæmdist uppi á grónum virkisveggnum, horfði í kringum sig og gekk ákeðnum skrefum niður að fjöruborðinu, síðan þrjú fet áfram og benti; “Hér var það”. Segja verður eins og er að það hefur þurft bæði forvitin og áhugasöm barnsaugu til að koma auga á kúluna innan um jafnlitt fjörugrjótið. Kannski það hafi bara alls ekki verið af einskærri tilviljun. Gæti verið að barninu, sem áður hafði lifað af alvarlegt bílslys, hafi beinlínis, á yfirnáttúrulegan hátt, verið bent á þennan ofurlitla hlut í fjöruborðinu með það fyrir augum að tengja hann síðar við hin menningarsögulegu myndbrot vettvangsins? Fæstir fræðimenn er vildu láta taka sig alvarlega myndu opinberlega samþykkja þá tilgátu, en leikmenn er upplifað hafa hliðstæð tilvik myndu án efa samþykkja hana. Þeir síðarnefndu gætu hins vegar lent í vandræðum ef þeir þyrftu að rökstyðja samþykki sitt því slíka skortir jafnan áþreifanlegar sannanir þegar til kastanna kemur (eða eiga a.m.k. erfitt með að rökstyðja mál sitt).
Karl Gíslason, umsjónarmaður á Bessastöðum, hafði við umleytan reynst góðfúslega tilbúinn að leyfa FERLIRsfélögum að skoða fallstykkishlutann í kjallaranum og bera kúluna við það. (Svona eiga opinberir starfsmenn að vera – jákvæðir og ávallt reiðubúnir (eins og Fallbyssukúlan - ljósm. KKgóðum skátum sæmir)). Tilgangurinn var að meginefni sá að kanna hvort kúlan gæti haft minjagildi eða ekki. Hafa ber í huga að hér gæti verið um “aðskotahlut” að ræða, þ.e. hann gæti hafa komið úr einhverjum byssum hernámsliðsins er hafði bækistöðvar á Álftanesi í Seinni heimsstyrjöldinni, verið kastað úr flugvél, skolað á land úr skipsflaki eða hreinlega verið kastað þarna af einhverjum áhugalausum um slíka gripi. Eftir sem áður gæti kúlan verið það gömul að hún myndi flokkast undir fornminjar – þótt uppruninn gæti verið annar en beintenging við “verkfærin”, sem notuð voru á Skansinum.
Áður en lengra er haldið er sjálfsagt að rifja eitthvað handhægt upp um fundarstaðinn: “Skansinn er yst á Álftanesi, innan við Seiluna, en þar var byggt vígi til varnar konungsgarðinum á Bessastöðum ef sjóræningjar skyldu leggja þangað leið sína. Inn á Seiluna sigldu sjóræningjarnir sem rændu í Grindavík 1627 og ætluðu að gera Bessastöðum sömu skil. En þeir strönduðu skipi sínu á skeri og sneru frá. Árið 1688 var hlaðið virki á Skansinum, með nokkrum fallbyssum til að verjast innrás sjóræningja og annars illþýðis. Þær voru aldrei notaðar.
Um síðustu aldamót var smákot á Skansinum. Þar bjuggu þá hjónin Málfríður og Eyjólfur ásamt syni sínum Ólafi. Þótt búið væri lítið ríkti þar mikill þrifnaður og ekki spillti Ólafur fyrir því hann var kátur, fjörugur og lífsglaður ungur maður, en enginn söngmaður, svo vitnað sé í samtímaheimild um hann. Ólafur Eyjólfsson er þó þekkt persóna í dansbókmenntum okkar, því um hann var saminn textinn við dansinn Óla skans sem hvert mannsbarn á Íslandi kannast við.”
Skansinn - úr bókinni Sjósókn - Esjan í baksýnSkansinn, þetta gamla virki, var friðlýst 1930, sbr.:„Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Dugguós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir en eru nú ávalir og grasi grónir.“
Í bók Vilhjálms Þ. Gíslasonar, “Bessastaðir, þættir úr sögu höfuðsbóls” er m.a. fjallað um Skansinn og Seyluna: “Bessastaðir hafa einu sinni verið herstöð og bardagasvæði. Það var í Tyrkjaráninu 1627. Þó að í þeirri viðureign væri að vísu “fallstykkjum affírað”, og höfðingjar sætu þar á riddaravísu ú gylltum söðlum vopnaðir, þá var sá hernaður enginn hetjusaga. Fyrirliðinn hafði einnig hest söðlaðan að húsabaki, til þess að geta flúið.
Sjóræningar komu að Reykjanesi í júni 1627. Hertóku þeir fólk í Grindavík og sigldu síðan vestur fyrir land. Þessi ótíðindi úr Grindavík spurðust fljótlega til Bessastaða. Þar var þá höfuðsmaður Holger Rosenkranz. Kaupskip varnarlítið lá þá á Seylunni, og skip voru einnig í Hafnarfirði, Keflavík og á Hólmshöfn. Þeim var stefnt til Bessastaða, og urðu þá þrjú hafskip á seylunni. Viðbúnaður var einnig hafður í landi og hlaðið virki úr torfi og grjóti fyrir ofan Seyluna. Þangað voru fluttar fallbyssunar sem til voru á Bessastöðum.Þar voru þá staddir ýmsir fyrirmenn í embættiserindum, og kyrrsetti höfuðsmaður þá alla og setti ýmsa þeirra til varnar í virkið. Meðal þeirra, sem þannig voru staddir á Bessastöðum, voru Þorlákur Skúlason, síðar biskup, Jón Sigurðsson á Reynistað, fyrrum lögmaður, Þorbergur og Sigurður Hrólfssynir úr Þingeyjarsýslum og Jón Ólafsson Indíafari, vestan úr fjörðum, en hann var þar með skilaboð frá Ara í Ögri.
FallbyssaÞetta var kvöldið fyrir Jónsmessu, og sáust nú Tyrkjaskipin sigla inn fyrir Álftanes og inn á Seylu og skutu nokkrum fallbyssuskotum. Þeir dönsku í Skansinum skutu á móti. Hugðu nú Tyrkir samt gott til góðarinnar og bjuggust við miklu herfangi úr Seyluskipunum. Almenningur um Nesin var lostinn miklum ótta og flýði. Konur og börn og búsmali var fluttur upp til selja eða upp um hraun til fjalla, segir Björn á Skarðsá.”
Til að gera langt mál stutt þá strandaði annað ræningjaskipið á Seylunni, en áhöfninni tókst að forfæra bæði fanga og farm yfir á hitt skipið og losa þannig um það. Í Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara, samin af honum sjálfum 1661 með viðbót, segir m.a. um þetta: “
Fýrað var af byssum bæði frá landi og frá skipum. Orrustan var hafin. “En um þetta bil, af Guðs tilsettu ráði, bar annað reyfaraskipið upp á grynningar svo það stóð, því fjörumikið orðið var. Var það það skipið, sem hertekna fólkið á var og mestallt góssið.” Til að létta skipið hófust þá menn af hinu skipinu handa við að flytja fólk og góss af hinu strandaða skipi yfir á hitt. Köstuðu þeir miklu af góssinu í sjóinn, mjöli, öli og annarri góssvöru sem þyngst var. Og sem þeir voru í þessu sjóarsvamli og flutningi skipanna á milli létu þeir dönsku af að skjóta, því miður, en íslendingar vildu að að þeim væri sem mest skotið meðan þeir voru í þessu svamli. Íslendingarnir fengu engu um ráðið…” Að því búnu var báðum ræningjaskipunum siglt úr úr Skerjafirði óáreitt.

Bakhlaðið fallstykki í Týhússafninu í Kaupmannahöfn

“Eftir þetta var öðru hvoru haldið uppi nokkrum herskap eða herþjónustu í sambandi við Bessastaði. Holger Rosenkranz kom þangað árið eftir Tyrkjaránið með fjögur herskip til landvarnar og eftirlits. Á næstu áratugum var farið að hugsa til þess að hafa að staðaldri virki á Bessastöðum, upp af Seylunni. Með konungsbréfi 3. júlí 1667 var krafinn af landsmönnum skattur til þess að byggja upp Bessastaðaskans næsta ár. Nú var stundumfarið að kalla forráðamann Bessastaða Commendant. Skanstollurinn eða Ottagjaldið, eins og almenningur kallaði hann, var óvinsælt gjald.
Í fyrstu höfðu menn ætlað að mæla á móti þessum skatti, enda galzt hann sums staðar með refjum, en Brynjólfur biskup gekkst í það, að menn skyldu játa honum, því að hann kvaðst óttast að annars yrði annar þyngri á lagður.
Teikning Halldórs Baldurssonar af fallstykkinuAllur heimtist tollurinn ekki fyrr en eftir nokkur ár og ei nema með sleitum.
Suðurnesjamenn voru látnir byggja Skansinn. Sumir segja, að þeir hafi mátt vinna að því kauplaust, og það hefur Árni Magnússon eftir Þormóði Torfasyni, en aðrir sögðu, að kaup hefði verið greitt.
Ekki varð mikið til frambúðar úr Skansbyggingunni, en þó er sagt, að Bjelke hafi gert konungi 800 rd. reikning fyrir viðhaldi virkisins. Ýmsar fleiri álögur var reynt á þessum tímum reynt að leggja á Íslendinga til herskapar, en þeir viku þeim af höndum sér.
Herskapur á Bessastöðum var enginn eftir þetta, og Skansinn féll, og greri yfir hann að mestu. Benedikt Gröndal sagði seinna, að “Skansinn var þá kotrass auðvirðilegur og er enn”.
Ennþá sér vel móta fyrir Skansinum og grasigróinni grjóthleðslunni. Nú er þar hvorki virki né bær. Er þar einn hlýlegasti blettur á Bessastaðalandi og þaðan er oft fagurt að sjá út á Seyluna og yfir um fjörðinn.”
ÍHorft á Skansinn yfir Dugguós - að fundarstaðnum bókinni “Sjósókn” segir Erlendur Björnsson í endurminningum sínum að “Skansinn var hjáleiga frá Bessastöðum. Í Skansinum var lendingin frá Bessastöðum. Þar var hið gamla virki, kringlóttur, upphlaðinn garður fyrir fallbyssur fógetanna á Bessastöðum, og til skamms tíma voru kúlur úr byssum þessum uppi á lofti í Bessastaðakirkju.
Í Skansinum var lítil torfbaðstofa með þili á suðurgafli. Túnbeðillinn fóðraði eina kú. Þar bjuggu hjónin Eyjólfur og Málfríður. Þau áttu einn son, Ólaf að nafni. Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, enn allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans. Hann dó á spítalanum í Laugarnesi”
.
Til að lengja textann svolítið til að koma að fleiri ljósmyndum í tengslum við ferðina er rétt að rifja upp ákvæði Þjóðminjalaga um hvað telst til fornleifa. Sérhver kynslóð hefur skilið eftir sig minjar í jörðu sem geyma menningarsögu hennar og vitna um lífsbaráttuna á hverjum tíma. Þessar minjar kallast fornleifar og þær geyma oft mikilvægar heimildir sem hvergi er hægt að fá fram með öðrum hætti. Þess vegna er mikilvægt að fornleifum sé ekki spillt og að þær séu varðveittar fyrir komandi kynslóðir.
En hvað eru fornleifar? Þegar Þjóðminjasafnið hóf undirbúning að skipulagðri fornleifaskráningu árið 1978 kom í ljós að menn hafa lagt mjög misjafnan skilning í hvað séu fornleifar. Sú skoðun var lengi útbreidd að það væru eingöngu mannvirki frá söguöld sem kallast gætu fornleifar, og væru þess virði að skrá og friðlýsa.

Bessastaðir í dag

Þessi hugmynd sem er mjög í anda sjónarmiða sem uppi voru á 19. öld, hefur fyrir löngu vikið fyrir nútímalegri hugmyndum. Flestar friðlýsingar síðustu áratuga 20. aldar tengjast til dæmis atvinnusögu þjóðarinnar á seinni öldum.
Í Þjóðminjalögunum frá árinu 1989 er í III. kafla um fornminjar m.a. getið um 2e; virki og skansa og önnur varnarmannvirki;  [Að jafnaði skal telja minjar 100 ára og eldri til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar, sbr. 18. gr.].
Sjá einnig sambærilegt ákvæði í þjóðminjalögunum frá árinu 2001. Í 1. g. laganna segir að “Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar fornleifar og hins vegar forngripir”. Megináherslan virðist þó fremur hafa verið á minjasvæðin og mannvirkin, sem þekkt hafa verið eða kynnu að finnast. Ákveðnar gripategundir eru tilgreindar sérstaklega, þ.e. kirkjugripir og minningarmörk. Þó eru og nefndir “listmunir og nytjahlutir, svo og myndir og aðrar heimildir um menningarsögu þjóðarinnar”. Ætla má þó að fallbyssukúla sú er hér um ræðir gæti falli’ innan ákvæða þjóðminjalaga er varðar verndun því í þjóðminjalögunum (sem reyndar eru ekki afturvirk), 18. gr., segir að “Forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri…” Jafnframt að “allir munir, sem grein þessi fjallar um… eru eign ríkisins”. Með ákvæðinu um tilkynningaskyldu til þjóðminjayfirvalda um fund á einstaka grip er verið að auka líkur á að fornminjar varðveitist, ekki síst hið smáa í heildarmyndinni.

Bessastaðir fyrrum

Guðmundur hafði haft samband við fallbyssusérfræðing safnsins, Halldór Baldursson, og boðað hann að Bessastöðum þennan dag. Baldur hefur m.a. skrifað greinar í Árbók fornleifafélagsins um fallbyssubrot frá Bessastöðum og um Skansinn.
Áður en gengið var í Bessastaðastofu var viðeigandi að rifja upp forsögu hússins. “
Bessastaðastofa var byggð 1761-66, í amtmannstíð Magnúsar Gíslasonar. Saga Bessastaða er hluti af íslenskri þjóðarsögu allt frá landnámstíð til vorra daga. Rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld og búseta hefur verið þar óslitið síðan. Á þjóðveldisöld bjó þar skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson eins og getið er um í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.
Þegar viðgerðir og endurbætur hófust á Bessastaðastofu árið 1987, kom í ljós að undir henni voru allt að 3,5 m þykk mannvistarlög, sem hlaðist höfðu upp af eldri mannvistarleifum. Hófust þá á staðnum umfangsmestu fornleifarannsóknir sem enn hafa verið gerðar á Íslandi. Á árabilinu 1987 – 1996 var stór hluti bæjarhólsins á Bessastöðum rannsakaður og er rannsóknarsvæðið rúmlega fjögur þúsund fermetrar. Við fornleifauppgröftinn á Bessastöðum fundust á annað þúsund gripa. Flestir þeirra eru brot af hversdagslegum búsáhöldum, sem hafa brotnað og verið hent. Nefna má fjölmörg leirkers- og postulínsbrot úr diskum og ílátum, kljásteina, fiskisleggjur, nagla, pottbrot, krítarpípur, brýni, kvarnarsteina o.s.frv. Nokkra furðu hefur vakið hve fáir gripir hafa bent til þess að þarna var aðsetur helstu höfðingja landsins á sínum tíma. Þó má ráða af sumum fundanna að hér var ekki venjulegt bændabýli. Nefna má byssukúlur og byssutinnu, leifar af fallbyssu, myndskreyttar glerrúður og austurlenskt postulín, og síðast en ekki síst mikið magn af vínflöskum.”  Sjá meira á www.forseti.is.
Bessastaðir - konungsgarðurÞegar ljóst varð hve vel varðveittar minjar voru undir gólfi Bessastaðastofu, var ákveðið að varðveita þær og gera þær sýnilegar fyrir gestum Bessastaða. Gengið var frá minjunum í kjallara Bessastaðastofu og þar er hægt að ganga niður og horfa inn á gólf landfógetabústaðar konungsgarðsins frá 18. öld og eldri minja frá 15. – 16. öld. Einnig er þar lítið sýnishorn gripa sem fundist hafa á Bessastöðum.
Það var einmitt í þennan kjallara, sem Karl Gíslason, umsjónarmaður á Bessastöðum, leiddi þátttakendur að þessu sinni.
Í fordyrinu eru leifar af annarri fallbyssunni, sem fannst í framangreindum fornleifauppgreftri.
Halldór Baldursson ritaði, sem fyrr sagði, grein í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1990 um “Fallbyssubrot frá Bessastöðum”. “Fallbyssur voru fluttar í skansinn frá Bessastöðum [þegar Tyrkir rændu hér á landi 1927]. Skansinn var endurbættur 1668 undir stjórn Otte (eða Otto) Bjelke. Þetta var í tilefni af ófriði, sem þá var á milli Dana og Englendinga. Svo virðist, sem fallbyssum hafi verið bætt í Bessastaðaskans um svipað leyti.
Kjallarinn undir BessastaðastofuSumarið 1800 voru þær fallbyssur, sem nothæfar töldust, fluttar úr Bessastaðaskansi í nýtt vígi við Arnarhól, sem nefnt hefur verið Phelps skans, Jörundarvígi eða Batteríið. Þetta voru sex langar fallbyssur, ætlaðar fyrir 6 punda járnkúlur. Engar heimildir hef ég fundið um hvort ónothæfar fallbyssur voru þá skyldar eftir í Bessastaðaskansi.
Bessastaðaskans hefur lítt komið við sögu eftir þetta.
Í Þjóðminjasafni Íslands eru nokkrir hluti, sem geta verið tengdir Bessastaðaskansi. Meðal þeirra eru tveir hlutir, sem líkur bentu til, að væru brot úr fallbyssum. Annar hluturinn fannst við fornleifagröft heima á Bessastöðum 1987. Þetta er járnrör, mjög ryðbólgið, ca. 27 cm langt og ca. 6 cm vítt. Á rörinu eru mjög greinilegar sprungur lagsum. Tveir járnhringir eru þversum utan um rörið, annar við enda og hinn nálægt miðju. Hinn hluturinn er “Kanona gömul og ryðbrunnin mjög, hún er nær al(in) á lengd, mun vera samsett úr hólkum því margir upphækkaðir hringir eru utaná, fylgir mikil járnhalda, sem hún hefir leikið í, og 2 kúlur fundnar þar niðrí jörð”. Þetta er járnrör, ca. 50 cm langt og 8 cm vítt. Utan um rörið eru þversum sex járnhringir með jöfnu millibili. Gapandi sprungur eru þversum utan á rörinu við hringina, en sjást ekki innanfrá.
Á 15. og 16. öld voru fallbyssur oftast smíðaðar úr járni og þá samsettar úr stöngum og þynnum… Fallbyssur úr smíðajárni voru oftast bakhlaðnar og var sérstök laus púðurkrús sett aftan við hlaupið, þegar skotið var, líkt og skothylki í nútíma byssum. Slíka púðurkrús nefnir Jón Indíafari byssukamar.
Fallbyssuhlutinn undir Bessastaðastofu - og kúlanByssurnar á Bessastöðum gætu hafa verið sendar úr vopnabúri konungs til landvarna eða til að sýna veldi höfuðsmanns gagnvart þegnunum. Þær gætu í sama tilgangi verið keyptar úr farskipum hér við land. Fallbyssur á Bessastöðum gætu hafa verið upp runnar í ýmsum löndum og hafa borist þangað með skiptum allra þjóða, sem sigldu til Íslands eða á Íslandsmið. Varla hefur jafn-afskekktur hluti Danaveldis og Bessastaðir fengið nýjustu og dýrustu tegundir vopna og er því líklegt, að fornar byssur hafi lengur staðið í Bessastaðaskansi en í þeim virkjum, sem nær voru konungi. Byssurnar geta hafa verið notaðar til að skjóta púðurskotum við hátíðleg tækifæri, eftir að þær voru orðnar lítils virði sem vopn.
Byssurnar eru líklega frá 15. og 16. öld. Þær gætu hafa verið til varna á Bessastöðum fram á 17. öld eða jafnvel lengur.”
Í grein Halldórs í Landnámi Ingólfs 1996 (Holger Rosenkrantz höfuðsmaður og atlaga Tyrkja að Seilunni 1627) segir m.a.: “Í virkið voru fluttar þær fallbyssur, sem til voru á Bessastöðum”. Meðfylgjandi er ljósmynd af bakhlaðinni fallbyssu í Týhússafninu í Kaupmannahöfn. “Hún er svipuð að gerð og stærð og fallbyssuleifar, sem fundist hafa á Bessastöðum. Vel er hugsanlegt að byssur líkar þessari hafi verið í virkinu við Seiluna 1627”. Einnig svolítið til varnar meintu hugleysi Holgers: “Fæstar fallbyssur á 17. öld gátu valdið teljandi tjóni á hafskipi á svo löngu færi. Ekkert bendir til, að Holger hafi ráðið yfir öflugum fallbyssum. Auk þess að eyða skotfærum til einskis (e.t.v. af litlum birgðum), væri með skothríðinni verið að auglýsa fyrir óvininum getuleysi vopnanna. Hér virðist því vera haldið aga og skotfærin geymd, þar til þau hefðu áhrif.”
Í grein sinni í Fylkir um jólin 1997 lýsir Halldór fyrrnefndri fallbyssu (könnubyssu eða porthundi). “Byssur þurftu helst að vera svo öflugar, að þær væru skeinuhættar skipum í innsiglingu og svo liprar, að þær væru hentugar til að verja Skansinn gegn árás óvina, sem leituðu þar inngöngu.
Hér þurfti tvenns konar vopn, annars vegar allstórar framhlaðnar fallbyssur fyrir 6 punda kúlur eða meir, og hins vegar léttar og meðfærilegar byssur, fakonettur eða léttar bakhlaðnar fallbyssur (svokallaðir porthunmdar með kúluþyngd 1/2-2 pund og þyngd byssu jafnvel aðeins nokkrir tugir kílóa… Vitað er, að léttar bakhlaðnar fallbyssur voru á Bessastöðum. Slík vopn gætu hafa verið látin á Skansinn 1585.”
Bessastaðanes- loftmyndBlýblönduð kúla hefur verið áreiðanlegri en járnkúlur. Á sjó gátu hinar síðarnefndu t.d. ryðgað og því orðið varhugaverðar þegar á þurfti að halda. Blýhúðin hefur farið betur með hlaupið og því aukið endingu byssunnar.
Sérfræðingarnir voru eðlilega varfærnir í áliti sínu. Kúlan virtist við fyrstu sín tilheyra þessari tegund fallbyssna. Hlaupið á byssuhlutanum á Bessastöðum er bólgið af ryði svo kúlan rann ekki greiðlega inn í það. Þó munaði einungis afar litlu. Guðmundur tók við kúlunni og mun reyna að láta meta hana með hliðsjón af mögulegum tengslum hennar við tiltekna tegund skotvopna. Hafa ber einnig í huga aðra möguleika á tilvist kúlunnar við Skansinn, s.s. að einhver hafi skilið hana þar eftir á síðari tímum, hún gæti verið hluti af vopnabúri Breta, sem höfðu bækistöð þarna skammt frá á Álftanesi í Seinni heimsstyrjöldinni, ekki er útilokað að kúlan hafi verið í aðra tegund fallbyssna hvort sem þær hafi verið eldri eða yngri en sú sem hér var miðað við, henni gæti hafa verið skotið frá skipi og lent í torfi við Skansinn. Kúlan gæti einnig hafa verið í torfi, sem síðan var stungið og notað í virkisvegginn eða hún gæti hafa komið hingað til lands með skipi og orðið eftir. Hins vegar eru samt sem áður verulegar líkur á að kúlan hafi verið notuð í fallbyssu, sem var á Skansinum, en fallið til hliðar eða ekki þurft að brúkast lengur og síðan gleymst. Þá er ekki útilokað að komið hafi í ljós að hún passaði ekki í byssu á Skansinum og því verið lögð til hliðar. Sjórinn náði þó loks, u.þ.b. þremur öldum síðar, að krafla í felustaðinn og afhjúpa kúluna á ný, skömmu áður en hin haukfráu augu drengsins komu augu á hana efst í fjörunni neðan virkisveggjarins.

Heimildir m.a.:
-Vilhjálmur Þ. Gíslason – Bessastaðir, þættir úr sögu höfuðsbóls, 1947, bls.111-116.
-Erlendur Björnsson – Sjósókn, Jón Thorarensen, 1945, bls. 36.
-Natmus.is
-Þjóðminjalög nr. 52 19. maí 1969.
-Þjóðminjalög nr. 88 29. maí 1989.
-Þjóðminjalög nr. 107 31. maí 2001.
-www.forseti.is
-Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara, samin af honum sjálfum 1661 með viðbót, sem er þriðji partur ævisögunnar. Guðbrandur Jónsson og Bókfellsútgáfan gaf út 1946.

-Halldór Baldursson – Holger Rosenktantz höfuðsmaður og atlaga Tyrkja að Seilunni 1627, Landnám Ingólfs 1996.
-Halldór Baldursson – Fallbyssubrot frá Bessastöðum, Árbók hins íslenska fornleifafélags 1990.
-Halldór Baldursson – Vígbúnaður á Skansinum 1586-1997, Fylkir 1997.
-Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, Þjóðminjasafni Íslands.
-Gísli I. Þorsteinsson, lögreglufulltrúi hjá LRH.

Bessastaðir

Portfolio Items