Grótta

“Af Gróttu fara litlar sögur, og ekki er mjer kunnugt um hvenær bygð hefir hafist þar, en upphaflega var þarna hjáleiga frá Nesi, og hefir þó sennilega áður verið útróðrastöð.
Þess er getið í Jarðabók grotta-223Árna og Páls 1703 að kóngsskip, fjögra manna far, hafi fyrrum gengið þaðan, en því hafi ekki fylgt nein verbúð, og hafi skipshöfnin hafst við í sjóbúð, sem Nesbóndi átti þar og goldið leigu fyrir. Í fógetareikningum þeirra Kristjáns skrifara og Eggerts Hannessonar á árunum 1548—1552 má sjá, að greitt hefir verið formannskaup á báti, sem haldið var út frá Gróttu (sem Kristján skrifari kallar Gröthen). Er fyrstu árin talað um sexæring, en seinasta árið um fjögurra manna far.
Nafnið Grótta er kvenkynsorð af nafninu Grótti, sem þýðir kvörn. Er fræg orðin kvörnin Grótti, sem malaði alt er maður vildi og Fróði ljet þær Fenju og Menju mala á gull, en þær mólu salt í staðinn, svo að skipið sökk og síðan varð sjórinn saltur. Hér hefir þótt allmikill brimsvarrandi á fjöruskerjum. Um það ber líka vott hin alkunna draugsvísa:
Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
grotta-222Landslagi á framanverðu Seltjarnarnesi fyrir framan Valhúsahæð, er svo háttað, að það er að mestu sljett. Um mitt nesið er allstór tjörn, sem heitir Bakkatjörn, en margir villast nú á og kalla Seltjörn. Beggja megin við hana eru sjávargrandar, sem tengja Suðurnes við land. Er það sljett og grasi gróið, og þar héldu Reykvíkingar einu sinni þjóðhátíð sína. Á hernámsárunum lagði herinn Suðurnes undir sig, en nú hefir lögregla Reykjavikur þar bækistöð sína og stundar þar æfingar. Inn í Bakkatjörn fellur sjór um ofurlítinn ós út við Suðurnes þegar stórstreymt er. Norðan við nyrðri grandann er dálítil vík, sem verður að lóni með stórstraumsfjöru, því að þá örlar á skerjakögur fyrir utan það. Þetta er Seltjörn sem nesið er kent við. Hefir áður verið land fyrir framan hana, en sjórinn brotið það gjörsamlega, eins og víðar hjer um kring. Smnir halda að nafn tjarnarinnar sje dregið af því, að þarna hafi Reykjavíkurbóndi áður haft í seli, því að alt Seltjarnarnesið var upphaflega land Reykjavíkur. En þessi tilgáta um nafnið er sennilega alröng. Sel voru höfð upp til heiða og fjalla, en ekki á útnesjum. Er og í fornum heimildum getið um það, að Reykjavík hafi átt selstöðu þar sem kallað var Víkursel hjá Undirhlíðum (seinna kallað Gamla Víkursel). Hafði selið þar skógarhogg til eldneytis. Einnig er talið að bóndi (eða bændur) í Örfirisey hafi haft selstöðn undir Selfjalli, þar sem heitir Örfiriseyjarsel og átti það þar hrísrif og lyngrif til eldneytis. Um elstu og stærstu jarðirnar á Seltjarnarnesi er þess líka getið að þær hafi átt sel. Lambastaðir áttu selstöðu undir Selfjalli, þar sem hjet Lambastaðasel, og Nes átti selstöðu í Seljadal undir Grímafelli (nú kallað Grímmanns- eða Grímarsfell) og hjet þar Nessel. Hitt er miklu líklegra að Seltjörn hafi verið kend við sel og að þar hafi upphaflega verið selalátur. Vitað er að selveiði helst hjer við nesið fram eftir öldum, og enn 1703. Er hún í jarðabókinni talin til hlunninda á jörðum báðum megin Skerjafjarðar.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 28. júlí 1946, bls. 309-310.

Grótta

Gróttuviti.