Stórasel

„Nafn býlisins Sels bendir til þess, að þar hafi upphaflega verið selstaða frá Vík.“ Áður fyrr voru stundum útihús í högum oft langt frá bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrum. Slík hús voru nefnd sel og var þetta kallað að hafa í seli.
Storasel 201Árið 1367 er Sel talið sem eign Jónskirkju postula í Vík, samkvæmt Hítardalsbók. Litlum sögum fer af Seli næstu aldirnar. Í Jarðbókinni frá 1703 er jarðadýrleiki óviss, ábúandi er einn Ólafur Benediktsson. Heimilismenn 8 og níundi heilsuveikur mágur bóndans, torfrista, stunga og móskurður í Víkurlandi frí. Heimræði er árið um kring og lending sæmileg, ganga skip ábúandans eftir hentugleikum.
Jarðardýrleki er en óviss um 1835-1845 þegar Johnsen skráir, en þá er Bráðræði skráð sem hjáleiga Sels. 1803 segir fyrst frá Bráðræði, sem hjáleigu frá Seli, og Litla-Sel nefnir bæjarfógeti einn, sem hjáleigu þaðan. Prestur telur 5 býli á öllu Seli, en bæjarfógeti telur eigi ábúendur. Prestur, en enginn annar telur Sauðagerði með 5 býlum.
Seint á 18. öld bjó í Seli Þorfinnur Þorbjarnarson frá Skildinganesi. Hann var lögréttumaður um skeið og er þess getið í heimildum að hann hafi setið á Alþingi á tímabilinu 1787-1793. Með konungsúrskurði 1809 var ákveðið að prestsetur skyldi vera í Seli. Þangað fluttist Brynjólfur Sigurðsson (Sívertsen) dómkirkjuprestur (d. 1837). Sel var innlimað í Reykjavík 1835. Það átti jarðamörk að Hlíðarhúsum og Reykjavík. Sels bæirnir voru síðast fimm. Á lóðinni Holtsgata 41b stendur Stóraselsbærinn enn, reistur um 1885. Ívarssel, nú Vesturgata 66b, reis um 1870. Litlasel og Jórusel eru sambyggð hús á lóðinni Vesturgata 61. Litlasel mun vera reist fyrir aldamót en Jórusel síðar.
Litlasel 201Hér voru varir, Litla-Selsvör, og aðeins suðvestar, norðan við Sóttvarnarhúsið, sem nú er Mið- Selsvör, suðvestan hennar er svo Stóra-Selsvör, og Lágholtstangi gengur hér fram í sjó.
Á mbl.is árið 2005 segir eftirfarandi: „ÍVARSSEL kvaddi Vesturgötuna í nótt. Húsið þurfti að víkja af sinni upprunalegu lóð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á svæðinu. Húsið, sem var byggt árið 1869, var flutt á Árbæjarsafnið þar sem það mun standa sem sýningarhús.
Ívarssel var einn af Selsbæjunum svokölluðu en hinir nefndust Stórasel, Litlasel og Jórunnarsel. Húsið mun vera elsta hús í vesturbæ Reykjavíkur, vestan Garðastrætis.
Þau tómthúsbýli sem byggðust upp í landi Sels drógu mörg nafn af heimajörðinni og breyttist nafn Sels þá í Stórasel. Selsbæirnir voru síðast taldir fimm og voru, auk Stórasels, Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel og Ívarssel. Síðasta bæjarhús Stórasels, steinbær sem reistur var 1884, stendur enn á lóðinni Holtsgötu 41b. Einn ábúandi var í Seli 1703. Heimili í Stóra-Seli voru 3 samkvæmt manntalinu 1845 og er eitt af þeim Pálshús. Steinbærinn frá 1884 stendur enn á dálítilli torfu á sameiginlegri baklóð Sólvallagötu 80-84, Ánanausta 15 og Holtsgötu 31-41.
Er stærstur hluti bakgarðsins tekinn undir bílastæði og virðist Jorunnarsel 201hann hafa verið lækkaður eitthvað ef miðað er við hæð torfunnar sem bærinn stendur á. Sé um að ræða elsta bæjarstæði Sels, þá verður það að teljast nokkuð raskað, en vegna þeirrar torfu sem enn er eftir í kringum steinbæinn og að um er að ræða bæ með nokkuð langa búsetu er mögulegt að enn geti verið að finna nokkuð þykk mannvistarlög á þessum slóðum.
Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Litlasels er fyrst getið sem hjáleigu frá Seli í jarðalista bæjarfógeta frá árinu 1844. Árið 1848 var sonur Steingríms, Ólafur, talinn eigandi að þeim hluta Selslands þar sem Litlasel var byggt. Á Litlaseli munu um tíma hafa verið mörg býli og bjó Ólafur Steingrímsson á einu þeirra, á öðru Jakob bróðir hans, á þriðja býlinu bræðurnir Jón og Grímur Guðnasynir og á því fjórða Ívar Jónatansson, en það býli var alltaf kallað Ívarssel til aðgreiningar frá hinum. Árið 1881 byggði Magnús Pálsson tómthúsmaður timburhús rétt suðvestan við bæinn á Litlaseli sem síðar var kennt við Jórunni Eiríksdóttur ekkju og kallað Jórunnarsel.
Þremur árum síðar reisti Grímur Jakobsson íbúðarhús úr bindingi og múrsteini austan við Litlasel, nálægt því þar sem Vesturgata og Seljavegur mætast nú. Ivarssel 201Árið 1885 seldi Ólafur Steingrímsson syni sínum, Guðmundi Kristni Ólafssyni skipstjóra, hálfan Litlaselsbæinn og fjórum árum síðar fékk Guðmundur leyfi til að „byggja um bæ sinn á sama stað og með sama lagi og áður“. Þá byggði hann steinbæinn sem enn stendur á lóðinni.
Árið 1895 seldi Guðmundur eign sína Sigurði Einarssyni útvegsbónda. Tíu árum síðar var Sigurður látinn en ekkja hans, Sigríður Jafetsdóttir, bjó enn í Litlaseli ásamt dætrum þeirra. Litlasel var þá einnig heimili Magnúsar Einarssonar og fjölskyldu hans en í Jórunnarseli bjuggu Jóhann Þorbjörnsson tómthúsmaður, Halldóra kona hans og tveir synir. Árið 1913 seldi Sigríður Jafetsdóttir eign sína Karveli Friðrikssyni sjómanni og árið 1924 voru Litlasel og Jórunnarsel virt saman sem húseign hans. Ári síðar lét ekkja Karvels, Guðbjörg Kristjánsdóttir, stækka og endurbæta Litlasel og var þá innréttuð sérstök íbúð í risinu. Árið 1935 eignuðust Axel R. Magnússen og Margrét Ólafsdóttir húsin að Vesturgötu 61 og bjuggu þar síðan lengi og afkomendur þeirra eftir þau. Á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld höfðu íbúar Litlasels og Jórunnarsels flestir framfæri sitt af fiskveiðum, líkt og ábúendur hinna Selsbæjanna. Þeir sem gerðu út árabáta réru frá þremur vörum á þessum slóðum, Litlaselsvör sem var rétt neðan við vesturenda Vesturgötu, Miðselsvör dálítið suðvestar, neðan Miðselstúns, og Stóraselsvör enn suðvestar, þar sem göturnar Hringbraut og Eiðsgrandi mætast nú. Ekki er ljóst hvort húsin frá 1881 og 1889 sem eru númer 61 við Vesturgötu eru á elsta bæjarstæði Litla-Sels. Þó má gera því skóna að þau séu á svipuðum slóðum ef marka má textann úr skráningargögnum Minjasafns Reykjavíkur hér að framan þar sem segir að þau hafi verið byggð „á sama stað og með sama lagi“ og eldri bæir.
Miðsel, steinhús reist 1874, er nú horfið en stóð þar sem nú er húsið nr.19 við Seljaveg… Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Eru örlitlar líkur á að einhverjar leifar Miðselsbæjarins sé að finna í bakgarðinum fyrir aftan Seljaveg 19 eða í götunni fyrir framan húsið.“

Heimildir:
-mbl.is, 4. maí 2005 (lesið 14. mars 2012).
-Húsakönnun, drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Minjasafn Reykjavíkur 2007.
-Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaðir við Sund. 3 bindi, bls.38.
-Íslenskt fornbréfasafn III. bindi, bls.220.
-J.Johnsen. Jarðatal, bls.121..neðanmálsgrein.
-Pál Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 39.
-Vigfús Guðmundsson (1936).
-Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarnes.
-Drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Seljavegur-Ánanaust-Holtsgata-Vesturgata. Minjasafn Reykjavíkur. Skýrsla nr. 135, bls. 10-11.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, bls. 121, 462.
-Jón Helgason: Reykjavík. Þættir og myndir úr sögu bæjarins 1786-1936, bls. 47.
-Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur. 1. bindi, bls. 269.
-Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr. 1560) – Borgarskjalasafn: Aðf. 751-757. Brunatrygging húsa 1896-1943 (Br.nr. 200 og 327;; – -Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Ágúst Jósefsson (1959) Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, bls. 85 -Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarness –Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 4. bindi, Lykilbók, bls. 66-67.
-Guðjón Friðriksson (1991). Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940. Fyrri hluti, bls. 87.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. bindi. Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 252.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr.1560).

Sel

Heimildir eru um Sel frá 14. öld og var það lengst af kirkjujörð auk þess sem útræði var mikið úr Selsvör, enda upphaflega um sel frá Víkurbænum að ræða. Bærinn var síðar oft nefndur Stóra-Sel. Steinbær var reistur þar árið 1884 sem stendur enn.
Uppdráttur Hoffgards frá árinu 1715 sýnir m.a. Sel enda eitt af höfuðbýlum á þessu svæði og prestsetur. Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að undir steinbænum eru leifar af torfbæ. Selsbærinn stóð þar sem í dag er Holtsgata 41b.

Mölvíkurvatnsstæðið

Eitt er það örnefni, enn a.m.k., sem ekki hefur verið hægt að finna með „goggli“, en það er Mölvíkurvatnsstæðið. Vatnsstæðisins er getið í örnefnaskrá fyrir Stað í Grindavík: „Upp af miðri Mölvík gengur klapparhryggur, Mölvíkurklöpp, upp fyrir Reykjanesveginn. Ofan við hana er Mölvíkurvatnsstæði (eintala).“
MölvíkurvatnsstæðiðVatnsstæðið er stórt af vatnsstæði að vera en þó ekki stærra en sambærileg „vatnsstæði“ í Grindavík, s.s. við Járngerðarstaði, Stað og Húsatóftir. Sérstaða þess er helst fólgin í að það er eina vatnsbólið á innanverðu Reykjanesinu. Allt um kring er landslagið bæði eyðilegt, sendið og fremur slétt. Ofar er Klofningahraunið með sínum stórbrotnu ýfingum. Austan við það er slétt mosavaxið Berghraunið og austan þess er hólótt Lynghólshraunið.
Vestan við Vatnsstæðið þekur svartur basaltsandur úr Sandvíkinni allt svæðið. Sandflákinn tekur höndum saman við bróður sinn úr Stóru-Sandvík vestan Hafnarbergs. Saman mynda þeir samfellu og hafa að mestu lagt undir sig utanvert Reykjanes. Ef ekki hefði komið til sandgræðsla á síðari áratugum hefði sandurinn lagt undir sig allt land á þessu svæði. Sandinn má vel sjá í Vatnsstæðinu. Augljóst er að þarna gætir náttúruáhrifa, þ.e. þegar stórbrimað er framanvert flæðir sjór upp á land og hækkar þá í tjörninni. Í „eðlilegu“ árferði lækkar í henni á ný og seltan minnkar í samsteningunni.
Landgræðsla ríkisins miðar aldur sinn við setningu laga um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“ frá árinu 1907. Þá var Sandgræðsla Íslands stofnuð en árið 1965 var nafninu breytt í Landgræðsla ríkisins. Hún er ein elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og er reynsla Íslendinga í baráttu við landeyðingu því mikil.
Mölvíkurvatnsstæðið-2Í upphafi beindist starfið einkum að því að stöðva sand sem ógnaði mörgum byggðarlögum. Landgræðslustarfið hefur skilað mikilum árangri frá upphafi því tekist hefur að hefta skæðasta foksandinn og klæða mikið land gróðri á ný. Nú er talið að meira grói upp en það sem eyðist þótt enn eyðist mikill gróður og jarðvegur á Íslandi.
Starfshættir Landgræðslunnar hafa breyst mikið frá upphafi en þá voru flest verk unnin með höndum eða frumstæðum verkfærum. Meðal annars voru langir sandvarnargarðar hlaðnir úr hraungrýti.
Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma. Sunnan hennar var sauðfé bannað. Síðar var svæðið stækkað með því að sett var horn á girðinguna uppi í hrauninu og girt norður að Ósum og sá hluti girðingarinnar sem lá fram í sjó að vestanverðu var lagður niður.
Leitað var að hugsanlegum grjótgildrum umhverfis Vatnsstæðið, en engar fundust að þessu sinni. Ekki er þekkt þjóðsaga tengd vatnsstæðinu, sem verður að teljast í frásögu færandi. Fyrirhuguð er ganga um Klofningahraun fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stað.
-land.is

Mölvíkurvatnsstæði

Mölvíkurvatnsstæði – kort.

Sölvhóll

Nafnið Sölvhóll vísar að öllum líkindum til gamalla búskaparhátta. Mikið var um sölvatekju í Örfirisey eða á Víkurfjörum. Vel má hugsa sér að Sölvhóllinn hafi verið notaður til að þurrka söl. Eldri orðmynd gæti þá hafa verið Sölvahóll.

Solvholl-1

Bærinn Arnarhóll var um aldir næsta bújörð við býlið Reykjavík, en eftir að jörðin var lögð undir tugthús hrakaði búskapnum hratt. Elstu heimildir um búsetu á Sölvhóli, sem þá hefur verið hjáleiga Arnarhóls, eru úr tíundarreikningum og fólkstali frá 1779.

Tímamót urðu í sögu býlisins árið 1834. Þá settist þar að Jón Snorrason hreppstjóri í Seltjarnarneshreppi og reisti nýjan og veglegan torfbæ. Ári síðar var Arnarhólsland flutt undir Reykjavíkurkaupstað og Sölvhóll þar með. Jón var kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1836 sem fulltrúi tómthúsmanna.

Solvholl-2Bærinn sem Jón reisti stóð uppi í tæpa öld. Búið var að Sölvhóli fram á þriðja áratug tuttugustu aldar, en stöðugt þrengdi að býlinu. Mest þó árið 1919 þegar Samband íslenskra Samvinnufélaga reisti höfuðstöðvar sínar við gafl Sölvhólsbæjarins, í gamla kartöflugarðinum.

Nokkrum árum síðar fluttu síðustu ábúendurnir úr húsinu. Það var rifið árið 1930, ef til vill í tengslum við komu Danakonungs og Alþingishátíðina sama ár. Ekki hefur þá verið talið við hæfi að hinir tignu gestir þyrftu að horfa upp á lúinn torfbæ í bæjarlandinu.

Gatan Sölvhólsvegur í Reykjavík dregur nafn sitt af bænum Sölvhóli.

Heimild:
-wikipedia.com

Sölvhóll

Blikastaðakró

Ætlunin var að ganga um Blikastaðanes milli Leiruvogar og Blikastaðakróar. Blikastaða er getið í tengslum við friðlýsingu fornra minja í Mosfellssveit. Á nesinu eru „fornar rústir og grjótgarðar frá verslunarstað eða útræði frá 14.-15. öld, niðri á sjávarbakkanum yst í svonefndu Gerði. (Skjal undirritað af ÞM 08.11.1978. Þinglýst 20.11.1978.).

Kort

Þá átti að skoða búðarústir fá 16. öld við Þerneyjarsund á Álfsnesi. Mönnum, þ.á.m. Kristjáni Eldjárn, hefur greint á á um staðsetningu búðanna. Ummerkin segja þó sína sögu.
„Helstu minjar um sjósókn Mosfellinga á fyrri öldum eru friðlýstar rústir í svonefndu Gerði fremst á Blikastaðanesi. Rústirnar eru grjóthlaðnar af smáhýsum og görðum. Engar ritaðar heimildir eru um mannaferðir þarna á fyrri öldum en rústirnar benda þó til þess að hér hafi verið útræði. Björn Bjarnason í Grafarholti var ekki í neinum vafa um það og segir að vegur liggi til norðurs „niður til veiðistöðvanna við sunnanverðan Kollafjörð, í Blikastaðagerði (þar sjást enn fiskbyrgin)…“
GerðinÁ sínum tíma gerði Kristján Eldjárn (1916-1982) staðfræðilega athugun í Blikastaðanesi. Rústirnar voru ekki grafnar upp en Kristján leiddi að því líkur að hér væri um sjóbúð og fiskbyrgi að ræða og gerðin hafi verið hlaðin á síðmiðöldum í tengslum við fiskverkun. Hann útilokaði þó ekki að þarna hafi verið kaupstefnustaður, rústirnar gætu verið frá tíð kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka, enda var stutt á milli skreiðarverkunar og verslunar á miðöldum. Þá hafa skip legið við stjóra við mynni Úlfarsár og vörur ferjaðar að og frá landi. Skammt vestan við Blikastaðanes er Korpúlfstaðahólmi en hann hefur einni verið nefndur sem hugsanlegur verslunarstaður á miðöldum.
Sjórinn hefur í aldanna rás nagað grassvörðinn fremst á Blikastaðanesi þar sem áður risu tjöld kaupmanna. Kannski hafa fiskbyrgin verið birgðaskemmur Viðeyjarklausturs sem safnaði fiski frá jörðum sínum og verstöðvum á Suðurnesjum og geymdi hann í nesinu þar til kaupskipin komu og sóttu varninginn. Blikastaðir voru ein fyrsta jörðin sem klaustrið eignaðist í Mosfellssveit og meðal hlunninda þar var æðarvarp eins og nafnið gefur til kynna. Annars vera dúntekja á flestum jörðum sveitarinnar sem áttu land að sjó.
Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar frá 1994 „skal stefnt að því að kanna möguleika á uppbyggingu aðstöðu fyrir stærri báta (seglbáta og minni vélbáta) í Blikastaðanesi.“
Gerði á BlikastaðanesiÁ 14. -15. öld færðist verslun á nýjar slóðir sem lágu betur við sjósókn. Þá færðist höfnin úr Leiruvogi að Gufunesi og í Þerneyjarsund sem liggur milli Þerneyjar og Gunnuness á Kjalarnesi.
Árni Magnússon getur um vallgrónar búðir við Þerneyjarsund snemma á 18. öld: „Fyrir austan Þerney milli eyjar og lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipalega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið, þar sem menn segja kaupstefnuna hafa verið. Búðastæðin eru vallgróin.“
Kristján Eldjárn taldi líklegt að rústirnar austan við Þerneyjarsund bentu til þess að þar hefðu verið fiskbyrgi (skreiðarbyrgi) og búðastæði [Kristján BrunnurEldjárn. Leiruvogur og Þerneyjarsund. Staðfræðileg athugun. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1980.]
. Ætla má að þar hafi verið útgerð og verslunarstaður og má nærri geta að Mosfellingar hafa komið á þessar slóðir þegar kaupskip komu af hafi. Hinar vallgrónu rústir, sem Árni Magnússon nefndi, hafa ekki verið rannsakaðar ítarlega en nafni hans Hjartarson f: 1949) jarðfræðingur var á ferð í Þerney fyrir nokkrum árum og fann í fjörunni stóran granítstein sem hæglega gæti hafa verið kjölfesta úr erlendu kaupfari.
Fornleifarannsóknir við Þerneyjarsund gætu sagt okkur meira um merka verslunarsögu á fyrri öldum en nú eru uppi hugmyndir um að leggja svonefnda Sundabraut um þessar slóðir.
Þessi, einn helsti verslunarstaðurinn í þessum landshluta, fluttizt upp í Hvalfjörð. Þerney var í ábúð fram á 20. öld og fyrrum var þar líka kirkja. Árið 1933 voru fjórir tarfar af Galloway holdakyni og kálffull kvíga sótt til Skotlands. Þessum gripum var komið fyrir úti í Þerney í einangrun, sem var skynsamleg ráðstöfun, því að einn tarfanna bar með sér sveppasjúkdóm, hringorm eða hringskyrfi.

Gerði

Kálfur kvígunnar var geymdur í eldhúsinu á bænum í eyjunni. Þessum gripum var öllum lógað í janúar 1934 eftir mikið japl, jaml og fuður milli ráðuneyta.
Helstu sjávarjarðirnar í Mosfellssveit voru Viðey, Gufunes, Eiði, Korpúlfsstaðir, Blikastaðir og Lágafell.
Kristján Eldjárn fjallar um búðirnar á Blikastaðanesi og við Þerneyjarsund í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1980. Greinin heitir „Leiruvogur og Þerneyjarsund, staðfræðileg athugun“.
Merki„Stutt er á milli skipalægjanna gömlu og þar með kaupstefnustaðanna í Leiruvogi (eða Leiruvogum) í Mosfellssveit og við Þerneyjarsund á Kjalarnesi. Má vera að báðir staðir hafi að nokkru verið notaðir samtímis, en hitt virðist þó ekki ósennilegt að Þerneyjarsund hafi leyst Leiruvog af hólmi, og kynni það að hafa stafað að nokkru af því að hafnarskilyrði hafi versnað í Leiruvogi vegna þess að áin bar sífellt meira og meira í hann og olli því að hann fór grynnkandi.“ Þá getur Kristján  þess að breytingin hafi og getað stafað að breyttri skipagerð „sem aðstæður allar á síðari staðnum hentuðu betur“.
Leiruvogs er nokkrum sinnumgetið í fornritum en ekki í annálum og skjölum, en Þerneyjarsund er ekki nefnt í fornsögum (nema Kjalnesinga sögu) en hins vegar nokkrum sinnum í annálum og skjölum. Þetta kynni að segja sína sögu.
Fornritin eru frá 13. öld. Engar heimildir eru til um Blikastaðaminjarnar í staðfræðiritum, hvorki í bók Kålunds né í annarri heimild. „Nefndir hann þó Leiruvog“.  Ummerki má þó sjá þar eftir aðsetur kaupmanna. „Það er þar sem Gerði í Blikastaðalandi, rétt á neshnúanum sem verður þar sem suðurströnd Leruvogs sveigir til suðurs inn með Blikastaðakró. Fólkið á Blikastöðum þekkir ekki annað nafn á staðnum en Gerði, en Björn Bjarnason frá Grafarholti kallar Blikastaðagerði í Árbók 1914.
Minjar þær sem senn verður lýst eru alveg fram á sjávarbakkanum – af þeim góðu og gildu ástæðum, að sjór er að brjóta landið og hefur trúlega lengi þann stein klappað, þótt hægt fari. Helga á Blikastöðum telur að ekki hafi mikið gerst síðan 1908, þegar faðir hennar Magnús Þorláksson keypti Blikastaði og fluttist þangað með fjölskyldu sína.“

Minjasvæðið

Stórgrýttur grandi er nú framan við nesið. „Raunar er ekki ólíklegt og þá hefði verið grassvörður vel getað verið á söguöld út eftir öllum þeim stórgrýtta granda eða tanga sem gengur vestur af minjastaðnum og nú ber mikið á með fjöru. Ef þetta er rétt – sem ekkert mælir gegn – hefði þarna verið einstaklega geðugur kaupstefnustaður, þurr, sléttur og þokkalegur. Sennilega ágætt skipalægi rétt fyrir framan. Hafi kaupmenn haft búðir sínar þarna mundu þær flestar Eða allar?) komnar í sjó fyrir löngu. Víst er að minjar þær sem nú verður lýst (hvað semþær eru í raun og veru) eru sumpart orðnar sjónum að bráð og það sem eftir er á sömu örlög í vændum fyrr eða síðar. Minjunum má lýsa svo að ógröfnu:
A. Syðra gerðið. Syðst er grjótgirðing (gerði) og hefur verið ferhyrnd, 22 m löng að utanmáli frá suðri til norðurs eða samhliða sjónum. Veggstúfar ganga frá þessum austurvegg og fram á sjávarbakkann. Sjávarbakkinn hefur sjálfur komið í veggjar stað. Slíkt má vera að hefði sparað grjóthleðslu á einn veg. Inni í gerðinu sjást hellulagnir. Dyr eru á nyrðri veggstúfnum.
Grjótþúst nokkur (byrgi) er austan við syðra gerðið og lílega svolítil girðing en þetta er óskýrt.
B. Búðartóft. Rétt norðan við vestra gerðið er grasi gróin tóft, sem enginn kunnugur íslenskum Vallgrónartóftum mundi hika viðað tekja mjög líklega búðartóft. Þetta er mjög snyrtileg tóft (9×4.5m að utanmáli).
C. Nyrðra gerðið. Um 30 m fyrir norðan búðina er annað gerði úr grjóti eins og hitt, en ekki að öllu leyti líkt því. Í báðum gerðunum eru grjótveggirnir skýrir vel og ógrónir, en samt þesslegir að talsvert gamlir séu.
D. Byrgi. Rétt norðan við nyrða gerðið er svolítill grjóthlaðinn kofi, að nokkur grafin í jörð. Má vel kalla þetta byrgi og ef til vill hefur verið fiskbyrgi.
Þá er lýst þessum minjum eins og þær koma nú fyrir sjónir (skoðað 1978). Vitanlega mætti fá af þeim skýrari mynd með því að grafa í þær og fróðlegt væri það minjafræðilega. Ekki virðist útilokað að búðin að minnsta kosti gæti verið frá tíð kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka. En hugsanlegt er að búðin sé sjóbúð frá Blikastöðum og gerðin standi í sambandi við fiskverkun.

Fiskbyrgi

Það virðist Björn í Grafarholti hafa haldið. Ef einhverntíma yrði grafið í þessar minjar þyrfti að setja þær í samt lag aftur, enda eru þær friðlýstar og mjög skemmtilega á að horfa eins og þær eru.“
Nú lýsir Kristján minjum við Þerneyjarsund. Vitnar hann m.a. í lýsingu Skúla Magnússonar um Gullbringu- og Kjósarsýslu (Landnám Ingólfs I, Reykjavík 1935-36, bls. 37) og bætir við: „Þerneyjarsunds er aðeins einu sinni getið í fornsögum, nefnilega í Kjalnesinga sögu, sem er skrifuð snemma á 14. öld og talin með öllu ósöguleg en eigi að síður góð staðfræðileg heimild. Um Örlyg segir söguhöfundur: Hann tók í Þerneyjarsundi höfn. (Ísl. fornrit XIV, 4), og ætti þett að vera fullgild heimild þess að Þerneyjasund hafi verið vel þekkt sem skipalægi þegar sagan er rituð, og er elsta dæmið um að þess sé getið í ritum.

Þúfukollar

En að sjálfsögðu hefur höfundur einnig kunnað góð skil á Leiruvogi sem höfn, ef til vill bæði í veruleikanum og úr sögum. Hann segir: „Á ofanverðum dögum Konofogors kom skip í Leiruvog; þar voru á írskir menn (Ísl. fornrit XIV,5).“ Fleiri dæmi tekur Kristján þessu til staðfestingar.
Árni Magnússon ritar eftirfarandi í Chorographica Islandica (útg. 1955): „Fyrir austan Þerney milli lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipalega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið, þar sem menn segja kaupstefnuna hafa verið. Búðarstæðin vallgróin.“
Ástæða er til að renna þakklátum huga til Árna Magnússonar fyrir þessa minnisgrein. Annaðhvort hefur hann sjálfur svipast um eftir búðastæðum við Þerneyjarsund ellegar haldið uppi spurnum um þau og má hið síðarnefnda líklega teljast sennilegra. Hvort heldur sem er er frásögnin merkileg. Um 1700 telja menn á Kjalarnesi sig vita hvar á landinu austan við sundið kaupstefnan hafi verið í gamla daga og enn sjái þar til vallgróinna búðastæða.

Búðartóft

Nú er það í rauninni svo, að einhversstaðar á strandlengjunni andspænis Þerney hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Og ekki er um langan spotta að ræða. Fyrst við lága hamrahöfðann (sem víst heitir einfaldlega Höfði) með fiskbyrgjunum sunnan við lægðina sem bæirnir tveir eru í (Álfsnes og Glóra), byrjar hið eiginlega Þerneyjarsund og nær þangað suður sem Gunnunes sveigir til austurs og verður þar næstum rétthyrnt nef á. Þessi vegalengd – hið eiginlega Þerneyjarsund – er ekki nema tæpur hálfur annar kílómetri.“
Þá reyndir Kristján að staðsetja búðastaðinn nánar. „Þessi lýsing á einkum og sér í lagi við einn stað við Þerneyjarsund og þar tel ég yfirgnæfandi líkur til að lendingarstaðurinn hafi verið og þar með aðsetur kaupmanna meðan kauptíð stóð.
NiðurkotÞetta er hvammurinn sem kotið Niðurkot stóð í, það sem áður hét Sundakot og hefur verið í eyði síðan 1886. Rústir þessar láta talsvert á sér bera, bæjarhús, útihús, hjallur? niður við sjóinn og túngarður í kringum allt saman. Á þessum stað er skemmst milli eyjar og lands, þar er malarkambur allhár við sjó, en fyrir innan hann dálítið sléttlendi og einnig þýfi mikið, og reyndar er Niðurkotstúnið mjög þýft og grýtt.
Þarna næstum því hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Í fyrsta lagi af því að enginn annar staður við Þerneyjarsund kemur til greina. Í öðru lagi af því að þarna eru skilyrði mjög sæmileg, búðastæði eða tjaldstæði innan við malarkambinn, góð lendingarfjara framan við hann, aðgangur að vatni, mjóddin á sundinu, enginn bær svo nærri að bændur yrðu fyrir ágangi vegna athafnasemi á staðnum.

Fiskbyrgi

En þá vaknar spurningin: Hvað eru vallgrónu búðastæðin, sem bændur sögðu Árna Magnússyni frá fyrir hartnær þremur öldum og hann sá ef til vill sjálfur?
Í íslenskum staðfræðiritum hefur enginn getið um neinar rústir við Þerneyjarsund síðan Árni leið. Innan við malarkambinn [neðan við Niðurkot] eru stórgerðir þúfnaklasar, sem minna talsvert á húsarústir, og á tveimur eða þremur stöðum svo mjög, að maður þykist sjá nokkra skilsmynd á. En þess ber að minnast að náttúrulegir þúfnaklasar geta oft minnt glettilega mikið á rústir og stundum meira að segja kallaðar „rústir“ manna á meðal. Þess vegna verðu fljótfærnislegt að fullyrða að þúfurnar við Þerneyjarsund séu í raun og veru búðatóftir.
Munu sennilega á þykja að Bátaréttþúfnaklasar þessir séu þau vallgrónu búðastæði, sem Árni greinir frá. Það er mergurinn málsins. Það er ekki einleikið að einmitt á þeim stað sem líklegastur er sem kaupstaður, skuli þessar einkennilegu þúfur vera.
Niðurkot allt og þar með þúfurnar eru nú friðlýstar minjar oghægurinn hjá að rannsaka þetta þegar til vinnst. Mannshöndin hefur þarna engu breytt frá öndverðu.
En þess ber að lokum að minnast, að enda þótt hér sé um náttúrulegar þúfur að ræða, er staðurinn engu að síður kaupstaðurinn við Þerneyjarsund, með búðum eða búðalaus. Þegar talað er um samkomustaði, hvort sem eru kaupstaðir eða þingstaðir, er full ástæða til að minna á mila notkun tjalda í fornöld og á miðöldum og tjöld láta engin merki eftir sig. Þessi staður er einn af fyrirrennurum Reykjavíkur og á að varðveitast eins og hann er.“
Rúst„Greinarauki – Framanskráðar athuganir gerði ég í júli 1978 og gekk frá greininni strax á eftir. Í september sá ég svo handrit að prýðisgóðum fyrirlestri sem Helgi Þorlákssom sagnfræðingur hafði flutt í þeim mánuði á fornleifafræðingafundi á Gotlandi og kallast „Havner på Island í middelalderen“. Um Þerneyjarsund vitnar hann til Árna Magnússonar og segir síðan: „Foruten svake spor boder kan man finna levninger av mange smaåskur, og de leder tanken hen på opbevaring av törrfisk.“
Þessar litlu byggingar sem Helgi talar um eru áreiðanlega grjótbyrgin á Höfðanum (nefnd hér að framan) suðvestan við Álfsnesvíkina. Mér taldist til að þau væru 8 eða 9, nokkuð dreifð, en þó ekki um stórt svæði. Þrjú þeirra eru alveg frammi á sjávarbakkanum en hin lengra frá sjó. Þau eru misstór, en öll lítil, gerð úr eintómu grjóti, sum nokkurn veginn kringlótt, frumstæð að gerð. Eins og Helgi tel ég fullvíst að þetta séu fiskbyrgi, og það telur Björn Þorsteinsson einnig, en hann nefnir byrgi þessi í „Reykjavík miðstöð þjóðlífs“, Rvík 1977, bls. 14, og í „Á fornum slóðum og nýjum“, Rvík 1978, bls. 28, og birtir ljósmynd af einu þeirra.

Valllendi

En að þau séu forn er alls óvíst, Slík byrgi voru notuð langt á aldir fram. Og þau koma ekki kaupstöðunum við heldur útgerðinni og fiskverkuninni. Byrgin á Höfðanum eru líka það langt frá kaupstaðnum (?) hjá Niðurkoti að þar er ekkert samband á milli.“
Eins og máltækið segir: „Oft verður stysta ferðin sú fróðlegasta“. Við skoðun á rústunum á Blikastaðanesi (2009) kom í ljós að svo virtist sem einungis hefði verið tekinn hluti þeirra inn í framangreinda vettvangsúttekt. Gerðin tvö, búð á millum og rúst norðar eru allt greinilegar minjar eins og sjá má á uppdrættinum í Árbókinni 1980. Hins vegar má, ef vel er greint, sjá móta fyrir rúst norðaustan við nyrðra gerðið. Skammt norðar á nesinu eru leifar byrgis og búðar skammt austar. Á milli og ofan þeirra er hlaðinn brunnur. Enn ofar (sunnar) er stórt gerði og tvær rústir austan þess. Af þessu má sjá að mun meiri umsvif hafa verið þarna er ætlað hefur verið, auk þess sem ætla má að sjórinn hafi brotið af ströndinni og tekið til sín allmikil mannvirki í tengslum við athafnasemina þarna fyrri á öldum. Bætt var við fyrrnefndan uppdrátt sem nam framangreindum minjum. Þá mátti sjá fornleifar á tveimur stöðum á sunnanverðu nesinu austan Gerðisins.

Fiskbyrgi

Sunnarlega á Blikastaðanesi er hallandi holt með klöppum. Ekki er ólíklegt að þarna kunni að vera sögulegur staður. Eftir er að skoða örnefnaskrá fyrir Blikastaði. Ef eitthvað forvitnilegt finnst þar verður bætt hér við textann sem því nemur.
Rétt er að koma því að hér að merkingar, eða réttara sagt merkingaleysi (upplýsingaskortur) á vettvangi er hlutaðeigandi stjórnvöldum til vansa. Í friðlýstum fornleifum á Blikastaðanesi er tréstaur, sem einhvern tímann hefur borið skilti „friðlýstra fornleifa“. Það er löngu horfið. Ekkert er á vettvangi er upplýst getur áhugasamt fólk hvað þarna kann að LEYNAST.
BlikiÞá var haldið yfir á Álfsnesið. Við athugun á nesinu sunnan Álfsnestjarnar ofan Álfsnesvíkur mátti vel greina vallgrónar búðartóftir undir Höfðanum. Búðarleifar eru á tveimur stöðum. Ofan þeirra er tóft og enn sunnar a.m.k. 10 fiskbyrgi, nokkuð dreifð um holtið ofanvert. Enn sunnar eru tóftir Niðurkots. Neðan þess eru þúfukollar þeir er Kristján nefnir í grein sinni í Árbókinni 1980.
Svo er að sjá, þrátt fyrir að Kristján og Helgi hafi ekki verið sammála um staðsetningu kaupvagnsins við Þerneyjarsund, sem báðir hafi haft rétt fyrir sér. Þeir eru í sínum skrifum ekki að fjalla um sama staðinn, en það ætti ekki að skipta máli því svo er að sjá sem kaupvangir við Þerneyjarsund hafi verið á fleiri en einum stað og jafnvel fleiri en tveimur.
Svæðið skiptist í tvennt; annars vegar Tóftkaupvangana og hins vegar fiskbyrgin. Þau eru mun dreifðari en sjá má á Blikastaðanesi. Það gæti gefið til kynna dreifaðri eignaraðild við Þerneyjarsund. Líklega hefur einn aðili, Viðeyjarklaustur, haft aðstöðu á Blikastaðanesi og því haldið sig á tiltölulega afmörkuðu svæði. Við Þerneyjarsund eru byrgin mun dreifaðri, sem fyrr sagði. Það bendir til þess að verslunarstaðurinn hafi verið færður vegna breytinga á verslunarhaldinu (Viðeyjarklaustur leggst af) en ekki vegna breytinga í Leiruvogi vegna framburðar Leiruvogsár eins og áður hefur verið haldið fram (t.d. í „Sögu Mosfellsbæjar“).
FERLIR á eftir að skoða fornleifaskráningarskýrslur af báðum fyrrnefndum svæðum og bera niðurstöðurnar saman við framangeinda athugun. Ef að líkum lætur á margt forvitnilegt eftir að koma í ljós við nánari skoðun. Telja verður misráðið að hafnar hafi verið framkvæmdir við stækkun golfvallarins á Korpúlfsstöðum á Blikastaðanesi því greinilegt er að þær hafa að nokkru þegar spillt hinu heilstæða minjasvæði er lítur að verslun og fiskverkum á svæðinu.

Skel

Er það mikil synd því fáir slíkir minjastaðir óraskaðir eru enn til í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Ekki þarf að fjölyrða um verðmæti slíkra minja, jafnvel inni á miðjum golfvelli, því ætla má að á meðal iðkenda leynist áhugasamt fólk um sögu og land.
Sömu sögu verður að segja um Álfsnesið því þar á fyrirhuguð Sundabraut að liggja. Mun hún fara yfir fyrrnefnt minjasvæði að hluta.
Eftir að skoðaðar höfðu verið rústir á Höfðanum milli Niðurkots og Álfsnesstjarnar (hún heitir Tjörnin skv. örnefnalýsingu) var gengið til baka um Dýratorfur og eiðið milli Tjarnar og Álfsnesvíkur. Á henni er hlaðin skiparétt. Neðan hennar má sjá leifar að fortímanlegri bryggju. Margt forvitnilegt annað bar og fyrir augu.
Á Álfsnesi eru hlaðnir garðar og tóftir húsa, sem ekki verður lýst hér.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 141.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1980, Leiruvogur og Þerneyjarsund, Kristján Eldjárn, bls. 25-35.

Álfsnesvík

 

Skötufoss

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1995 birtist eftirfarandi grein eftir Helga M. Sigurðsson um „Morð við Skötufoss„:
„Gömlu bæjarhúsin í Árbæ, býlinu þar sem minjasafn Reykjavíkur nú stendur, þykja fara vel þar sem þau lúra á hæðarbrún með gróin þök og þunglamalega, hæfilega skakka grjót veggi. Þegar gestir líta þau augum á björtum sumardegi dettur víst fáum í hug að þar hafi ríkt annað en friðsæld og kærleikur í aldanna rás, kannski í bland við örlítil vanefni á köflum. Fólska og illvirki virðast víðs fjarri. Samt sem áður komst bærinn í annála fyrir mannvíg sem þar var bruggað, ástríðumorð, og þótti einhver óhugnanlegasti atburður þess tíma. Áður en vikið er að morðinu sjálfu verður farið nokkrum orðum um baksviðið.
skotufoss-1Líklegt er að búskapur hafi byrjað í Elliðaárdal fljótlega eftir landnám, bæði vegna gróðursældar og hlunnindanna sem fólust í laxveiðinni. Árbær er þó ekki nefndur í heimildum fyrr en á 15. öld og var þá hjáleiga í eigu Viðeyjarklausturs. Hafði hann líkast til verið færður klaustrinu gefandanum til sáluhjálpar. Konungsjörð varð bærinn síðan við siðaskiptin, 1550. Fyrstu glöggu myndina af Árbæ og búendum hans er að finna í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1704. Vill svo til að þá bjó þar hið ógæfusama fólk, sem kom við sögu fyrrgreinds mannvígs. Lýsing á Árbæ og kvöðum sem honum fylgdu ber ekki með sér að hann hafi verið eftirsóknarverður til búsetu. Meðal annars segir orðrétt í jarðabókinni: „Tún meinlega grýtt og þýfð. Engi mjög lítið . . . Torfskurður til húsagjörðar nægur, en til eldiviðar tekur hann mjög að þverra.“ Samt sem áður var tvíbýli í Árbæ. Annar ábúandinn hafði þrjár kýr, kvígu og tvo hesta. Hinn ábúandinn hafði einnig þrjár kýr, naut, kálf og einn hest. Hvorugur þeirra hafði sauðfé. Af bæjarhúsum eru lýsingar litlar, en þó ljóst að húsin sem nú eru í Árbæ eru líkust höll miðað við það sem þá var.
Álögur á búendur voru þungar þrátt fyrir að ekki virtist af miklu að taka. Kaþólska kirkjan hafði þótt óvægin í skattpíningu á leiguliðum sínum, en verri reyndust þó konungsmenn á Bessastöðum. Landskuld, þ.e. leiga af jörðinni sjálfri, var greidd með fé á fæti eða fiski. Af bústofninum, sem einnig var konungseign, greiddist leiga í smjöri. Ofan á þetta bættust umtalsverðar vinnukvaðir: Við sjóróðra frá Örfirisey, veiðar í Elliðaánum, heyskap í Viðey, mótekju, hrístekju og fleira. Einnig bar landsetum að lána hross til ýmissa verka. Konungur hafði slegið eign sinni á laxveiði í Elliðaánum og lágu þung viðurlög við veiðiþjófnaði þar.
skotufoss-2Á þesum tíma, árið 1704, bjó að hálfum Árbæ maður er Sæmundur hét, Þórarinsson, 41 árs gamall, grímsneskur að ætt. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir, 43 ára, og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Hjá þeim voru þrjú börn hennar af fyrra hjónabandi. Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason, 26 ára gamall, ókvæntur, og móðir hans. Um fólk þetta er mjög lítið vitað annað en það sem varðar ytri hagi. Og vafalaust hafði það hugann að mestu leyti við að framfleyta sér frá degi til dags. Þó er ljóst að sterkar tilfinningar leyndust undir yfirborðinu, því að kærleikar miklir urðu með þeim Sigurði og Steinunni. Fór svo að hún eggjaði hann til að fyrirkoma bónda sínum með einhverju móti. Heimildir greina hins vegar ekki frá því hvað rak hana til slíks örþrifaráðs.
Sunnudagskvöld eitt í septembermánuði fóru þeir Sigurður og Sæmundur til veiða í Elliðaánum. Ekki verður betur séð en þeir hafi gert það í heimildarleysi, sbr. eignarhald konungs á ánni og veiðibann sem fyrr greinir. Er tvímenningarnir voru staddir við Skötufoss, neðarlega í ánum, gekk Sigurður aftan að Sæmundi, sló til hans með einhverju barefli og hratt honum fram í hylinn. Við yfirheyrslu síðar sagðist hann einungis hafa ýtt Sæmundi fram af fossinum með svonefndu dútré, sem er lítil tréfjöl, og hefur sjálfsagt með því viljað draga úr óhugnaði verknaðarins.
hjonadysjar-5Daginn eftir að þetta gerðist lét Sigurður þau boð ganga til sveitunga sinna að Sæmundur væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir er drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var nú grafið og leið síðan nokkur stund.
Smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri annaðhvort valdur að dauða Sæmundar eða byggi yfir vitneskju um afdrif hans. Var nú gengið á hann og er hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var þá einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Athyglisvert er hve auðvelt virtist að fá játningu þeirra því að hún jafngilti líflátsdómi. Játning Sigurðar rennir stoðum undir að hann hafi verið verkfæri í höndum Steinunnar og iðrast gerða sinna. Einnig ber að hafa í huga að á þessum tíma var fólk guðhrætt í orðsins fyllstu merkingu og trúði á elda vítis. Þau voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við“ segir í Vallaannál.
Ekki er ljóst hvar þau Sigurður og Steinunn voru grafin. Árið 1938 gerðist það hins vegar að vegagerðarmenn rákust á dys við Kópavog, örskammt fyrir austan Hafnarfjarðarveg, þar sem voru tvö lík. Var annað þeirra síðhært, en hitt höfuðlaust.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 21. október 1995, bls. 11.

Elliðaárdalur

Skötutjörn.

Fornleifar
Þegar orðið gripafræði er nefnt í tengslum við fornleifafræðina dettur flestum jafnan í hug fagrir og stílhreinir fornir gripir, s.s. Þórslíkneski, sverð eða brjóstnæla, hvort sem er frá heiðnum tíma eða víkingatímanum. Aðrir tengja gripina við meiri nálægð, s.s. rokka, kaffikvarnir eða jafnvel hjólbörur.

Fólk lítur ógjarnan á bíla sem gripi, en þeir og reyndar allt annað sem nútíminn hefur upp á bjóða eru forngripir framtíðarinnar.
Gripafræðin er stærsta einstaka fræðasviðið innan fornleifafræðinnar. Sviðið er reyndar það umfangsmikið að enginn getur verið sérfræðingur í öllum gripum allra landa á öllum tímabilum sögunnar, jafnvel innan einstakra svæða. Þess vegna er sérhæfing í faginu nauðsynleg. Það er hægt að verða sérfræðingur í sverðum, bátum, lyklum, hringprjónum og kunna almenn skil á hvað telst til fornra gripa, en sérfræðingur í perlum hér á landi getur átt erfitt með að vera sérfræðingur t.d. í kínverskum perlum allra tímabila.
En hvað er Gripur? Það er hlutur sem maðurinn hefur sett mark sitt á. Venjulega er gripum skipt i þrennt; a) artifact, gripi gerða af mönnum (sem hægt er að flytja með sér með góðu móti), s.s. skrautgripi, verkfæri og áhöld, b) ecofact, mannvistaleifar, s.s. bein, svarf eða aðrar leifar manna, og c) mannvirki, stærri gripir, sem ekki er hægt að flytja með góðu móti, s.s. stærri styttur, hús o.þ.h. Sumt gæti „fallið á milli laga“, s.s. gjall, sem reyndar er flokkað sem „artifact“, en gæti þess vegna verið „ecofact“.
Eitt af því mikilvægasta við gripafræðina eru „context“ eða samhengið. Það að vita samhengi gripa við umhverfi sitt gefur þeim margfallt vægi. Gripur á borði, slitinn frá umhverfi sínu, segir þess vegna lítið, eða jafnvel ekki neitt. Gripur, sem finnst á vettvangi uppgraftar með öðrum gripum, getur sagt heilmikla sögu, lýst menningu, samfélagi, notkun og jafnvel tilurð hans. Þetta skiptir miklu máli í gripafræðinni og ætti að verða fólki, sem finnur óhreyfðan grip að staldra við og íhuga stöðu sína. Þannig gat „sjóbúðarsteinninn“ í tjörninni í Herdísarvík gefið ýmislegt til kynna um „context“ hans við mannlífið þar fyrrum, en hann mun ekki gera það í stofuhillu þess sem fjarlægði hann þaðan (árið 2005). „Gripur án samhengis er lítils virði“.
Gullstytta er vermætari en þyngd hennar í gulli – á vettvangi þar sem hún finnst. Þar er hún afsprengi tiltekinnar menningar og dæmi um verk hönnuðarins. Á borði safnara er hún verðmæt í gulli. Þannig getur gildismat gripa breyst einungis við tilfærslu. „Sjóræningjar“ stunda listaverkauppgröft víða um heim. Í vanþróaðri löndum fá þeir t.d. leyfi stjórnvalda til að grafa „formlega“ á tilteknum stað með þátttöku heimamanna, en á sama tíma eru þeir að grafa „handan við hæðina“ í leit að verðmætum, sem einungis er ætlunin að selja hæstbjóðendum. Það er þó ekki einungis í fornleifafræðinni sem tvískinnungurinn ríkir. Sama birtingarform má sjá víðar í samfélaginu.
Með fornleifum er reynt að enduskapa söguna, menningu eða samfélag. Þess vegna er svo mikilvægt að skrá jafnan alla „contexta“ af nákvæmni og lýsa þeim vel. Skráningar Daniels Brunn voru t.a.m. mjög nákvæmar miðað við skráningar flestra annarra fyrrum. Það var ekki fyrr en um 1990 að fornleifafræðingar fóru að skrá gripi, sem fundust, bæði af nákvæmni og með samræmdum hætti. Fyrrum var vandinn sá að fallegri, heillegri og áhugaverðari gripir voru skráðir, en aðrir síður. Í dag er hægt að skrá samhengi gripa á vettvangi með ýmsum hætti, en mikilvægt er að halda sama skráningarfyrirkomulagi í gegnum allan uppgröftin, ekki síst fyrir þá, sem á eftir koma. Hins vegar hefur verið, er og verður alltaf spurning hvað eigi að skrá og hvað ekki. Líklegt má telja að sumt af því sem ekki er skráð í dag, s.s. skeljar, gætu þó orðið áhugavert rannsóknarefni sérfræðinga í framtíðinni.
Stigsmunur er að rannsaka forsöguleg og söguleg tímabil. Í fyrrnefndum tímabilum skipta gripirnir öllu, en í hinum síðarnefndu er engu að síður mikilvægt að þekkja hinar skráðu heimildir, sem lagðar hafa verið til grundvallar. Þótt form og notkun áhalda hafi lítið breyst um langan tíma hafa ný orðið til. Hvenær það varð er nauðsynlegt að vita.
Á skömmum tíma hafa orðið tengslarof með kynslóðum. Ef bóndi, uppi um 1920, hefði staðið á bæjarhól þar sem uppgröftur ætti sér stað, gæti hann nafngreint svo til alla gripi, sem þar birtust. Annar bóndi, árið 2005, ætti erfitt með að nefna slíka gripi með nafni.
Sérhver hlutur báts hét eitthvað. Sérhver hlutur rokksins hét eitthvað. Í fornleifauppgrefi er líklegt að hvorutveggja komi ekki upp í heilu lagi, heldur í hlutum. Þess vegna er svo mikilvægt að þekkja hvað hver hlutur hét – eða a.m.k. bera kennsl á hann sem hluta úr þeim tiltekna grip.
Sérhver hlutur hafði hlutverk. Hnífur var t.d. notaður til margvíslegra verka, s.s. búrhnífur, eldhúshnífur eða skurðarhnífur. Á sama hátt gat steinn með gati verið notaður sem kljásteinn, hurðaloka eða þyngdarsteinn. Finnist margir steinar saman er líklegt að þarf sé um kljásteina að ræða. Allt þetta þarf að hafa í huga í „contextum“ þegar gripir finnast á vettvangi.
Ferli gripa er mikilvægt, allt frá uppgraftarstað til safns. Mörg slys hafa orðið á þessari löngu leið. Nægilegt er að ógætinn starfsmaður leggi t.d. kljástein ofan á glerperlu. Þess vegna er svo mikilvægt að gefa öllu góðan gaum, skrá allt vandvirknislega í „contextum“, staðsetningum, hnitakerfum og y og X, auk þess sem skrá þarf allar þekktar upplýsingar s.s. fundarnúmer og fjölda gripa. Margir gripir á sama stað, t.d. leikerkjabrot eða naglar, fá venjulega eitt fundarnúmer, og því er nauðsynlegt að lýsa því öllu mjög vel.
Á fundarstað þarf að huga að „lyftingu“ gripa sem og væntanlegri forvörslu þeirra. Leður þarf t.a.m. skjótari meðhöndlun en bein. Fara þarf vel yfir einstaka gripi, þvo þá (ef það á við – hér kemur að hinu margminnistæða tannburstanotkunartímabili í fornleifafræðinni), og athuga hvort gripir eru rétt flokkaðir eða skráðir.
Þá er komið að því að skrá gripi í gagnagrunn, s.s. eftir númeri, tegund, efni, þyngd, lýsingu o.s.frv. Hægt er að flokka gripi með fleiri en einni aðferð, en mikilvægust er hin kerfisbundna samræmda flokkun á einum og sama uppgraftastaðnum. Við uppgröftin á Bessastöðum, sem tók langan tíma og fara þurfti í gegnum nokkur mannvistarlög, var t.d. notuð fleiri en ein skráningaraðferð. Það er og getur verið slæmt fyrir þá sem á eftir koma.
Ljósmyndun gripa er nauðsynleg sem og teikning af mikilsverðari gripum. Skýrsluskrif eru yfirleitt lokahnikkurinn á hverjum uppgrefti, en stundum getur þurft að bíða með birtingu lokaniðurstaðana því senda getur þurft einstaka gripi til sérfræðinga, t.a.m. jarðfræðinga, málmfræðinga, plöntufræðinga eða annarra, og þá getur lokaniðurstaðan tekið allnokkurn tíma.
Túlkun gripa er eitt mikilvægasta verkefni fornleifafræðingsins. Í því sambandi þarf að hafa margt í huga, en mikilvægt er að fara varlega í allar yfirlýsingar, þ.e. „dempa lýsingar“ á túlkun þeirra. Hin „vísindalega“ aðferð er mikilvæg í þessu sambandi. Benda má á að hér getur reyndar verið um einn veikasta hlekk fornleifafræðinnar, en jafnframt einn þann vandmeðfarnasta. Hin „vísindalega“ varfærni getur á stundum hamlað mögulegri framþróun og umleitun, en hún er eftir sem áður nauðsynleg.
Við túlkun gripa þarf að huga að og spyrja að samhenginu (contextum) sem fyrr sagði (hvar, tími og rúm), með hverju fannst gripurinn, var hann innlendur, erlendur eða aðfluttur, skýrir fundarstaðurinn ástand og tilvist hans, hver eru viðskiptatengslin, skrautið, menningarlegt samhengi, tengsl við þjóðhætti (etnógrafíska nálgun), samanburð á milli staða/svæða, varðveislu (absence = vantar, presence = það sem sést), endurspeglun samtímans (geta sagt til um starfsemi á staðnum, s.s. hvort um var að ræða skála, eldhús eða smiðju í fortíð og nútíð, en ekki framtíð), aukningu eða rýrnun, svæðisbundna tilvist, typologiu (tísku, gerðfræði) og félagslegs- efnahagslegs- eða menningarlegs munar.
Hafa ber í huga að jafnan er mikilvægt, til að fá raunhæfa niðurstöðu, að hafa til grundvallar einstökum rannsóknum samanburð við einstaka staði innan svæðis eða á milli einstakra svæða.
Hér er einungis drepið á það allra helsta sem gripafræðin innan fornleifafræðinnar þarf að hafa að leiðarljósi þegar einstaka gripur er annars vegar. Framangreint er því einungis yfirlit (innsýn), en ekki fullkomin lýsing á fræðigreininni.

Heimild:
Framangreint er að meginefni til fengið úr kennslustund GG í fornleifafræði við HÍ árið 2006.

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu.

Ísólfsskáli

Erling Einarsson, áhugasamastur Grindvíkinga að leita að áður ófundnu, helst stöðum, sem enginn hefur áður stigið niður fæti, rakst nýlega á lítið, nýmyndað, gat í sléttu hrauni skammt austan Ísólfsskála. Það þarf góða sjón, athyglisgáfu og kunnugleika til að geta greint svo lítið gat í víðfeðminu. Hann var reyndar með FERLIRshúfu umrætt sinn – og af Skálafólkinu [r]unninn.

Í hellinum

Í einni FERLIRsferðinni fyrir skemmstu var m.a. hugað að gatinu. Það er í þunnri hraunhellu eldra hraunsins, sem þarna er. Nýrra hraunið hefur verið nefnt Skollahraun, en Skálinn er á því eldra, líklega frá fyrra hlýskeiði. Það hraun mætti þess vegna nefna Ísólfsskálahraun, sbr. Krýsuvíkurhraun og Herdísarvíkurhraun austar.
Nú var ferðinni sérstaklega beint að þessu gati, sem var um fet í ummál. Þegar priki var stungið niður nam það botn á u.þ.b. metersdýpi, en hvergi var fyrirstöðu að finna innar. Gaf það von um umferðarvæna rás.
Eftir að hafa stækkað gatið nægilega með járnkarli til þess að maður gæti komist niður hófst könnun undirheima Skálans. Hafa ber í huga að áður hafa áhugaverðir og sérstakir hellar fundist í námunda við Ísólfsskála. Einn þeirra var um tíma í túninu austur af gamla bænum, sunnan þess nýja, en fyllt var í opið undir lok síðustu aldar. Erling telur sig þó vita hvar það er og gæti gengið að því ef á þyrfi að halda. Mokstur og annað jarðrask þyrfti þó eðlilega samþykkis viðkomandi. Þá er stutt að minnast hellis þess, sem kom í ljós við gerð nýja Ísólfsskálavegar (Suðurstrandarvegar – það virðist alltaf þurfa að nefna örnefnin eitthvað annað þegar nýtingin verður önnur, sbr. orðið Háaleiti þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur [Kevlavik International airport eða Reykjavik airport eins og gefið er í skyn víða í útlenskum flughöfnum.

Í hellinum

En það þarf þó ekki alltaf útlendinga til]. Örnefnið Háaleiti var þar sem núverandi íbúðarbyggð á vallarsvæðinu er nú. Á Háleiti var Kalka, sem síðar fór undir flugvöllinn. „Útlenskir“ Íslendingar, sem annað hvort hafa ekki kynnt sér örnefnin, sem fyrir voru, á svæðinu, nenna því ekki eða hafa ekki áhuga á því, datt í fyrstu í hug hug að nefna svæðið Sólarhæðir, sbr. þegar Selbrekku var breitt í Sólbrekku norðan Seltjarnar (sem reyndar hét Selvatn). Nýjasta tilraunin er að nefna Háaleitissvæðið Vallarheiði, sem á þá væntanlega að mynna á notkun þess fyrir breytingu. Segja má að þarna sé Keflvíkingum, mörgum hverjum, vel lýst, sem og viðhorfi þeirra til sögu og menningar svæðisins.
Jæja, aftur að hellinum við nýja Ísólfsskálaveginn. Þar rak gröfumaður arminn niður úr þunnri skel og við blasti hyldýpi. Í ljós koma geymur, sem hafði myndast eftir að ísstykki er bráðnað hafði úr jökli, sennilega frá því í lok síðustu ísaldar. Áður hafði stykkið umverpst ösku og gjósku og því ekki náð að bráðna fyrr en ofur hægt og á löngum tíma. Það var ekki fyrr en gröfumaðurinn mætti á svæðið að það opinberaðist,
Í hellinumOfar er Slaga. Í henni eru elstu ummerki bergmyndunar á Reykjanesskaganum, jökurispuð innskot frá fyrri hlýskeiðum.
Og þá aftur að litla opinu í Ísólfsskálahrauni. Þegar stigið hafði verið fyrsta sinni niður á hellisgólfið reyndi myrkrið að villa sýn. Þetta var lítið skref, en stórt í sögu FERLIRs. Sigur myrkursins þarna um 20 alda skeið stóðst ekki opinberunina. Í ljós kom tómarúm í umlykjandi hrauninu. Það var þó ekki komið af engu því augljóst var að þarna hafði glóandi kvika streymt um við myndun hraunsins eftir að yfirborð þess hafði náð að storkna. Þegar fóðuröflunin fór þverrandi rann innkoman hægt áfram undan hallanum uns hún stöðvaðist við hlið samafurðum hennar, undir og yfir. Þótt „hellirinn“ sé ekki stór á hraunhellamælikvarða landsins er hann að mörgu leyti „læsilegri“ en margir stærri bræður hans. Og vegna þess hversu loftið er þunnt má víða sjá rætur ofanágróðursins liggja niður úr loftinu. Að vísu liggur þröng rás úr hellinum til suðvesturs, en ekki var aðstaða til að fylgja henni eftir að þessu sinni.
Erfitt var um myndatökur þarna niðri vegna móðu er fyllti hellinn bæði fljótt og vel, enda væntanlega kærkomin tilbreytni.
Frábært veður.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

 

Hans Hedtoft

Í Morgunblaðinu árið 1959 er sagt frá bjarghring úr Hans Hedtoft er rak í Grindavík, en farið hafði farist við Grænland fyrr á árinu:
Hans Hedtoft„Aðfaranótt miðvikudags rak bjarghring úr danska Grænlandsfarinu Hans Hedtoft á land í Grindavík. Mun ekkert annað hafa fundizt svo öruggt sé úr Grænlandsfarinu, sem fórst með farþegum og allri áhöfn [95 manns] SA af Hvarfi á Grænlandi 31. janúar sl. vetur. Er bjarghringurinn óskemmdur og greinilega merktur Hans Hedtoft, Köbenhavn. Er Magnús Hafliðason bóndi á Hrauni, sem er austasti bær í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, kom út á miðvikudagsmorgun og niður á tún, sá hann hvar glampaði á eitthvað hvítt úti í fjörunni. Um nóttina hafði verið mikið rok á suðaustan og brim, en um morguninn var komið logn. Gekk hann út með fjörunni og fann óskemmdan bjarghring uppi í malarkambinum.

magnus haflida-221

Tók hann hring inn heim með sér og um kvöldið hafði hann orð á því við Árna Eiríksson, bílstjóra á áætlunarbíl Grindvíkinga, að hann hefði fundið hring merktan Köbenhavn. Árni athugaði hringinn nánar og sá að hann var af Hans Hedtofi. Er hann kom til Reykjavíkur í gær, gerði hann Henry Hálfdánarsyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélags-ins aðvart. Hringdi Henry til Magnúsar bónda og bað hann um að halda á hringnum með sér er hann kæmi næst í bæinn. Sennilega leystur frá skipinu eins og áður er getið, sér nær ekkert á bjarghringnum þó hann hafi hrakizt i sjó í 9 mánuði. Svolitlar skellur eru komnar í rauða litinn, en áletrunin er alveg óskemmd og greinileg. Á tveimur stöðum er eins og eitthvað hafi höggvizt í hringinn og aðeins er að byrja að koma skeljungur á kaðalinn, sem er alveg heill. Enginn spotti er i hringnum og tóið hvergi slitið, svo engu er líkara en að hringurinn hafi verið leystur af skipinu, en ekki slitnað frá því.
Fréttamaður Mbl. átti í gær tal við Magnús bónda á Hrauni. Hann er 68 ára gamall, fæddur og uppalinn á Hrauni og því oft búinn að ganga f jöruna neðan við bæinn. Sagði hann að þar ræki oft ýmislegt, einkum hefði borizt mikið dót á land þar á stríðsárunum, enda væri þetta fyrir opnu hafi. Sagði Magnús að þarna ræki oft brot úr bjarghringum, en þeir ‘væru oftast of illa farnir til að þekkjast.

hans hedtoft - hringur

Við hliðina á hringnum af Hans Hedtoft lá einmitt eitt slíkt brot.
Bjarghringir eru ákaflega léttir og telur Magnús líklegt að hringurinn af Hans Hedtoft hafi borizt fyrir vindi, fyrst suðurum undan norðanáttinni í vetur. þá upp undir Suðurlandið í vestanáttinni og loks hafi honum skolað upp í Grindavík undan suðaustanrokinu, sem staðið hefur nú um langan tíma. Annars er ómögulegt að segja hvað svona léttir, fljótandi hlutir geta flækst, sagði Magnús að lokum.“
Bjarghringurinn nú er varðveittur í kapellunni í Qaqortog eða Julianehåb á Grænlandi.

Heimild:
-Morgunblaðið 9. október 1959, bls. 24.

Hans Hedtoft

Hans Hedtoft.

Ölfusvatn

Í „Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns„, Fornleifastofnun Íslands 1997, er m.a. fjallað um Ölfusvatn og Nesjavelli. Hér verður sagan rakin sem og nefndir nokkrir áhugaverðir staðir þeim tengdum:

Fyrri fornleifaathuganir á Ölfusvatni

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjarhóll.

„Ekki hafa verið gerðar neinar fornleifaathuganir í landi Nesjavalla svo vitað sé fyrr en sumarið 1997 en tæpar þrjár aldir eru síðan menn fóru að veita fornleifum á Ölfusvatni athygli. Í skýrslu um heimildakönnun um fornleifar á Hengilssvæðinu er gefið yfirlit um fornleifaathuganir sem gerðar hafa verið á svæðinu en hér verður fjallað um Ölfusvatn sérstaklega.
Í lýsingu sinni á Háldans Jónssonar á Ölfushreppi frá 1703 getur hann um Grímkelsgerði og Grímkelsleiði á Ölfusvatni en lýsir þeim ekki nánar (SSÁ, 234-50). Árið 1817 sendi konungleg nefnd um varðveislu fornminja bréf til allra sóknarpresta á Íslandi og bað þá að skrifa skýrslur um fornleifar og gamla gripi í sínum sóknum.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – túnakort 1918.

Presturinn á Þingvöllum, Páll Þorláksson (1748-1821) svaraði nefndinni um hæl með allítarlegri skýrslu. Á Ölfusvatni getur hann um hoftóft sem ennú sjáist gjörla til og að það sé talið hofið sem Grímkell brenndi. Sunnan við hofið segir hann frá stóru gerði með þúfu í sem kallað sé Grímkelsleiði. Einnig getur hann um kirkjugarð og stein sem standi í sáluhliði sem talinn sé frá pápískri öld og haldi sumir að hann hafi staðið fyrir kirkjudyrum með vígðu vatni en aðrir að hann hafi verið skírnarfontur. Þessar lýsingar koma ágætlega heim við aðstæður í dag. Hofkofinn, fjárhús sem byggt var á hoftóftinni um miðja 19. öld, er þó heldur vestar en norðar af Grímkelsgerði sem nú er kallað og ekki er hægt að sjá af lýsingu Páls hvar kirkjugarðurinn hefur verið eða bollasteinninn (FF, 219-20).

Ölfusvatn

Ölfusvatn – uppdráttur/G.Ó.

Tuttugu árum síðar sendi Hið íslenska bókmenntafélag út spurningalista til sóknarpresta og var þar m.a. spurt um merkar fornminjar, þar á meðal dómhringa. Með því hugtaki var yfirleitt átt við hringlaga torfgarða þar sem dómar áttu að hafa farið fram en presturinn á Þingvöllum, Símon Beck, hefur ekki skilið það þannig heldur lýsir hann sem dómhring steini einum á Ölfusvatni sem menn sögðu vera blótbolla. Það er sýnilega sami steinninn og hafði verið talinn skírnarfontur af forvera Símonar því hann telur bollann hestklyf (50 kg) að þyngd og bollann taka 4-5 merkur (1-1,25 l) (SSÁ, 190). Á þessum stutta tíma hafði afstaða manna til fortíðarinnar breyst á afgerandi hátt: Það sem áður voru óáhugaverðar leifar úr pápísku voru nú orðnar merkar minjar sem endurvörpuðu ljóma glæstrar fortíðar á staðnaðan samtímann. Ekki getur Símon um aðrar fornminjar í landi Ölfusvatns.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – hoftóft.

Á áttunda áratug 19. aldar reið danski fornfræðingurinn Kristian Kålund um landið og skoðaði íslenska sögustaði. Hann kom við á Ölfusvatni til að skoða menjar um Grímkel goða. Kålund lýsir blótsteininum, gerðinu, leiðinu og hoftóftinni sem hann kallar Hofhól og greinir frá því að fjárhús hafði þá verið byggt á tóftunum. Honum var raunar sagt að blótsteinarnir hefðu verið tveir og að sá sem hefði staðið framan við kirkjuna og hefði verið stærri væri nú kominn í hleðslu í húsgrunni. Hinum steininum lýsir hann sem ferköntuðum með skál ofaní, sem sé um eitt fet í þvermál (um 30 cm). Sá steinn var þá heima við bæinn og er sennilega sá sami og er þar nú. Kålund fannst lítið til koma um blótsteinakenninguna og taldi skýringu Páls líklegri að steinninn eða steinarnir hefðu verið skírnarfontar (KK II, 89).

Ölfusvatn

Ölfusvatn – tóft.

Skömmu síðar, eða 1880 var Sigurður Vigfússon við rannsóknir á alþingisstaðnum á Þingvöllum en fór einnig um nágrannasveitirnar og skoðaði minjastaði sem tengdust sögu þinghaldsins eða frásögnum Íslendingasagna. Sigurður segir frá sömu stöðum og Kålund og hefur litlu við frásögn hans að bæta utan að hann fékk að vita að stærri blótsteinninn væri í hleðslu í kjallara og einnig var honum sagt að þriðji steinninn hefði verið til, minni en hinir en hann væri nú týndur. Öfugt við Kålund var Sigurður ekki í vafa um að steinarnir hefðu verið notaður við heiðið helgihald og einnig taldi hann að staðsetning Grímkelsleiðis kæmi alveg heim við frásögn Harðar sögu um að Grímkell hefði verið jarðaður suður frá garði (Árbók 1880-81, 19-20).

Brynjúlfur

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (Kålund).

1898 var arftaki Sigurðar sem könnuður Fornleifafélagsins, Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi á ferð í Grafningi. Hann lýsir alveg sömu stöðum og Kålund og Sigurður og eru lýsingar hans öllu nákvæmari um stærð og lögun en bæta að öðru leyti engu við. Hann lýsir blótsteininum í hlaðinu en getur ekki um hinn eða hina sem Kålund og Sigurði hafði verið sagt frá (Árbók 1899, 2-3).
Eftir að Brynjúlfur hætti ferðum sínum skömmu eftir aldamótin 1900 dró mjög úr fornleifaathugun á Íslandi, en nýr þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson, ferðaðist ekki um landið eins og forgöngumenn hans heldur sat lengstum í Reykjavík og hugði að safngripum. Matthías friðlýsti þó fjölda minjastaða á Íslandi í kringum 1930 og fór þar mest eftir skýrslum þeirra Kålunds, Sigurðar og Brynjúlfs. Meðal þeirra voru Grímkelsleiði í túninu á Ölfusvatni en einnig steinn með áletruðu ártali ‘1736’ í túninu aftan við bæinn. Steins þessa er ekki getið í fornleifaskýrslum og hlýtur Matthías að hafa skoðað hann sjálfur. Einnig er haft eftir Sæmundi Gíslasyni bónda á Ölfuvatni að Matthíasi hafi ekki þótt tóftaleifarnar undir Hofhúsinu sannfærandi og talið að hofið væri sunnan við túnið þar sem er tóft sem annars hefur verið talin vera af fjárborg. Þetta mun vera ástæðan fyrir að Hofhúsið var ekki friðlýst en Matthías lét friða nær allar slíkar tóftir sem hann vissi um. Ekki er vitað hvenær hann kom að Ölfusvatni en dauðaleit hefur ekki verið gerð í dagbókum hans.

Kristian kålund

P.E. Kristian Kålund –  1844 –  1919.

Skipuleg fornleifakönnun hefur ekki farið fram á Ölfusvatni fyrr en sumarið 1997 en 1958 skoðaði Kristján Eldjárn nokkrar tóftir á svæðinu og gróf m.a. í svokallaðar Grímkelstóftir fyrir neðan túnið í Króki. Markmið þessarar athugunar var að fá staðfestingu á sögn Harðar sögu um býlið Grímkelsstaði þar sem Grímkell bjó áður en hann flutti bæ sinn að Ölfusvatni. Egill Guðmundsson á Króki sýndi Kristjáni tóftir á fleiri stöðum, m.a. í Álftalautum og sést þar í einni tóftinni að grafin hefur verið lítil ferköntuð hola sem sennilega er eftir Kristján.
Árið 1989 stóð til að leggja veg heim að Ölfusvatni, vestan árinnar og var bent á að fyrirhugað vegarstæði færi í gegnum rúst af fjárborg sunnan við túnið. Guðmundur Ólafsson gerði vettvangsathugun sama ár og var ákveðið að færa veginn svo hann spillti ekki tóftinni. Guðmundur lýsti fjárborginni og gerði lauslegan uppdrátt af bæjarstæðinu á Ölfusvatni.

1847. Skálholtsstólsjörð. Kirkjustaður fram á 16. öld og átti kirkjan hálft heimaland og Sandey. Jarðarinnar er getið í Harðarsögu og Sturlungu (1243). Í eyði síðan 1947. Sagt er að Arnarbæli í Ölfusi hafi átti skógarítak í Þverárdal. Eign Hitaveitu Reykjavíkur en sneið vestan af jörðinni er sumarbústaðarland í einkaeign. Hagavík og Krókur eru gamlar hjáleigur frá Ölfusvatni en auk þeirra áttu Nesjar sókn til Ölfusvatns.

Matthías Þórðarson

Matthías Þórðarson – 1877- 1961.

1918: Tún 5,3 ha, að mestu slétt. Matjurtagarðar 582 m2. Þverárdalur út við Hengil er mýrlendur að hluta; skiptast síðan á melar með valllendis- og mosagrónum dölum og dalverpum en brekkur eru víða klæddar nokkrum tegundum lyngs og víðis.
Kringlumýri er slægjuland þar sem veitt hefur verið á. Stóribaugur er nef í ánni sem hún hljóp yfir í vetrarleysingum og þótti hey þaðan vera töðu ígildi. Skógarkjarr nokkurt er vestan í Ölfusvatnsfjalli, Líkatjarnarhálsi, Sandfelli að austan og svonefndum Ölfusvatnshólum. Veiði er í Þingvallavatni 1 1/2 km frá bænum. Mótak er norður af túninu.≅ SB III, 264. Túnið er nú komið í sinu og mosa. Bæjarmýrin norðan við það er farin að teygja sig inn fyrir túngarðinn í átt að bæjarhólnum. Túnið hefur verið að stórum hluta slétt, en stórþýfi er hér og þar, einkanlega NA af bæjarhól. Hér og þar í túninu, einkum SV-til í því eru stakar litlar þúfur eða hrúgur sem eru möl og aur úr fjallinu sem mokað hefur verið saman. Túnið virðist sáralítið hafa verið stækkað frá því túnakortið var gert, mest til NA. Þar er helst að sjá að það hafi verið ræktað upp á mel, því að þar sem því sleppir til austurs taka strax við svotil gróðurlausir melar. Norðan við túnið er hinsvegar mýri. Sigurður Hannesson telur að túnið hafi ekkert verið stækkað eftir 1918 og að þaksléttur í brekkunum ofan og vestan við bæinn hafi verið yngstu túnaukarnir. Túnið á Ölfusvatni var fyrsta túnið í Grafningi sem girt var með vír, skömmu eftir aldamótin 1900. Ölfusvatn þótti góð jörð til beitar og fyrir veiðar en erfið um slægjur.“

Í „Fornleifakönnun vegna endurbóta og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri„, Náttúrustofa Vestfjarða 2018 er einnig fjallað um Ölfusvatn og Nesjavelli:

Ölfusvatn 

Ölfusvatn

Ölfusvatn – fjárborg.

„Ölfusvatns er getið í Harðarsögu og í Sturlungu. „Grímkell bjó fyrst suður að fjöllum skammt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallað á Grímkelsstöðum og eru nú sauðahús… Hann færði bú sitt… til Ölfusvatns, því að honum þóttu þar betri landkostir“ er talin hafa búið fyrst á Grímkelsstöðum og flust síðar til innar jarðarinnar. Á Grímkelsstöðum eru og alla tíð verið stórbýli í Grafningi þar sem höfðingjar og valdamenn hafa búið. Það bjó árið 1243 Símon Kútur sem hafið verið fylgdarmaður Gissurar Þorvalssonar og hafði barist með honum í Örlygsstaðabardaga og í Reykholti við aftöku Snorra Sturlusonar.
Flest bendir til þess að Ölfusvatn hafi verið aðalbýlið á miðöldum í Grafningi þar hefur líklega verið kirkja frá kristnitöku. Í Jarðabók Árna og Páls segir „So segja menn hjer hafi að fornu kirkja verið, sjást enn nú merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn man hjer hafi tíðir fluttar verið“.

Gamlasel

Gamlasel

Gamlasel.

Krosshóll og Selhóll norðan við Gamlasel tilheyra báðir Ölfusvatnshólum. Milli Klettagrófar og Gamlasels er brött brekka með dálitlum skriðum, sem nær alveg niður að ánni og hár bakki neðst. Eftir þessum bakka lágu suðurferðargöturnar og voru kallaðar Tæpur. Fyrir vestan Tæpur norðan árinnar er Gamlasel undir Selhól. – Gamlasel er undir Selhólnum að sunnan. Þar er hvammur með tóftum.≅ segir í örnefnalýsingu. Selið er stök tóft í breiðum hvammi sunnan undir Selhóli um 70 m vestan við Ölfusvatnsá. Merkt gönguleið upp á Ölkelduháls liggur hjá tóftinni. Í hlíðarótum, í breiðum hvammi sem er u.þ.b. 100×100 m, með smáþýfðum grasmóa innantil en lyngmóa nær ánni. Víðikjarr er í hlíðinni innan við tóftina.
1706: Selstaða er í eigin landi.≅ 1838: […] margar eru [selstöður] so nærri, að litlum hagamun sýnist numið geta. Ein var samt tekin upp í fyrra frá Ölvesvatni og aftur brúkuð í sumar; mun það því ekki hafa skaði þókt.≅ SSÁ, 182. Það er sennilega Nýjasel sem rætt er um í sóknalýsingunni.
Sels frá Ölfusvatni er getið í Sturlungu er Björn Dufgusson og menn hans leituðu þar uppi Þorstein Guðnason, sem eignað var banasár Snorra Sturlusonar, og handhjuggu hann utan við selið – Sturl, 491.
Seltóftin er með grjót í veggjum en þeir eru mjög hlaupnir í þúfur. Dyr á syðri langvegg, vestarlega. Um 75 m SA við seltóftina er um 30 m langur hóll, sem snýr N-S, með lyngmóa og grjóti upp úr hér og þar. Í N-enda gæti verið lítil tóft m. grjóti í veggjum, mjög breiðum, og dyrum til A.

Nýjasel

Nýjasel

Nýjasel.

Suðaustur af Mælifelli, við ána þar sem Gljúfrin enda, er Nýjasel og Seltungur meðfram ánni. – Nýjasel er austan undir Mælifelli, fyrir suðvestan Löngugróf. [Selið] var líka frá Ölfusvatni.
Seltungur […] eru þar skammt frá. Þær liggja meðfram Ölfusvatnsánni, bugður út í ána. Fyrir selinu sést ennþá. segir í örnefnalýsingu. Selið er austanmegin í dalverpi, sem snýr N-S og gengur til N frá Þverá þar sem hún tekur stóran sveig til A, SA við Mælifell. Tóftin er um 200 m norðan við ána og sést ekki frá henni. Undir lítt grónu holti, í brekkurótum. Í dalverpinu er blaut mýri og tjarnir. Fjær eru mosaþembur og flagmóar og enn fjær berir sandar. Norðan við selið meðfram Þverá, allt niður um Ölfusvatnsárgljúfur er mosi ráðandi gróður, en ofanvið, á Selflötum og allt upp undir Ölkelduháls eru víða grösugir móar og grashvammar sem mátt hefur slá. Í örnefnskrá segir ennfremur um Seltungur meðfram ánni: Þar hefur verið ágætt haglendi og nóg vatn í ánni. Ég hef heyrt, að þarna hafi einu sinni verið mikill skógur víða. Nú er þetta allt horfið. Þarna mun hafa verið skógarítak frá Arnarbæli í Ölfusi fyrr á öldum. … Suður og suðvestur af Mælifelli eru Mælifellsflatir [vestur af selinu]. Um 1938 og áður voru þessar flatir stórar (margir hektarar). Nú er þar aðeins smáflöt eftir. Þarna hefur verið og er enn mikill uppblástur víða.
1838: […] margar eru [selstöður] so nærri, að litlum hagamun sýnist numið geta. Ein var samt tekin upp í fyrra frá Ölvesvatni og aftur brúkuð í sumar; mun það því ekki hafa skaði þókt.  SSÁ, 182. Það er sennilega Nýjasel sem hér er rætt um. Rof er í N-vegg á tveimur stöðum. Tóftin snýr N-S og er skipt í 3 hólf. Anna Þórðardóttir f. 17.9.1819 var síðasta selstúlkan í Nýjaseli og jafnframt í Grafningi en selið lagðist af um miðja 19. öld.

Kirkja

Ölfusvatn

Ölfusvatn – upplýsingaskilti.

1706: „So segja menn að hjer hafi að fornu kirkja verið, sjást enn nú merki kirkjugarðs og leiða, og er þar nú skemmuhús, sem kirkjan skyldi staðið hafa. Enginn man hjer hafi tíðir fluttar verið“.
1817: Á Ölvisvatni í Grafningi hefur í fyrri daga Kyrkia verid, og sér þar ennú til Kyrkiugards, þar hefur svo leinge menn til vita stadid Steirn í Sáluhlide, sem mælt er vera mune frá Pápískri Öld, og géta sumir til ad hann mune stadid hafa fyrir Kyrkiudyrum med vígdu Vatne ….
Ekki er nú vitað hvar kirkjan stóð, en hafi hún verið heima við bæinn, eins og líklegt er og ætla má af því að húsinu var breytt í skemmu, þá er sennilegast að hún hafi verið annaðhvort fast sunnan við bæjarhólinn þar sem nú er um 20×20 m rústabunga samtengd honum eða þar sem Hofhúsið stendur nú. Á fyrrnefnda staðnum er hnitið tekið. Þar sést ekkert tóftarlag eða garðsmynd en á síðarnefnda staðnum sést bogadregin garðhverfa austan við fjárhúsið 003, sem gæti verið af kringlóttum garði, um 20 m í þvermál. Í túni. Mælingar eiga við fyrri staðinn, sem áfastur er við bæjarhólinn.
Máldagar kirkjunnar á Ölfusvatni:

Ölfusvatn

Ölfusvatn – loftmynd.

[1180]: Þessi er kirkio maldage at vatne. at þar liggr til sandey oll. oc .xij. hundroþ alna i vatz lande oc i hagavikr lande. oc scal eigi selia lond þesse nema með ollom gæþom. þeim er fylgia. at leyfe biscops þess er i scala hollte er Þar fylgir oc kyr ein. oc scal gefa einnar kyr nyt fra þvi er sio vicna fasta komr. hvern drottens dag. vnz liþr hvita daga. oc mario messo of fosto. oc olafs messo. oc vppstigningardag. oc hvern drottens dag vpp fra olafs messo til vetrar. at vatne scal vera seto prestr. oc syngia þar allar heimilis tiþer. oc .ij. daga rumhelga i viko. oc alla þa daga er messa er til gor. hvern dag messa of iola fosto. oc annan hvarn dag .ij. messor of langa fosto. vigilia hvern dag rumhelgan of langa fosto. syngia .ij. messor fosto dag i imbro dogom of haust oc of vetr. kirkia a kluckur .iij. tiolld vm huerfis I kirkio. alltara klæþe .iij. prestz messo fot full. kertastikur .ij. gloþa ker. oc gloþa jarn. roþo kross. lyse kolo [skirnar sar. oc silfr kalekr*; DI I 270 [* b.v. í AM 263. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII, 8
1397: a halft heimaland. Sandey. Kirkiurid [!, kirkiuvid í einu handr.] portio Ecclesiæ vmm .xij. är firirfarandi .c. oc .x. aurar fiell nidur oll firir kirkiu vppgiaurd. DI IV, 94-95
1491×1512: Byskups Stephans maldagi. kirkian a Olversvatni. a heimaland halft. Sandey. kirkiurid. kirkian a nv viij kvgilldi. þar liggur til eirn bær. kirkjan lasin. hana á Skalhollt. DI VI, 47
1553-54: Olvesvatn. kirkian a Olverzvatne ä heimaland halft. Saudey. kirkiuvid. kirkian a nv viij kugillde. þar liggur til eirn bær. kirckia lasin. hana ä Skalhollt. DI XII, 662
1575: CXCIII. Aulvesvatn kirkian ä Aulvesvatne ä hälfft heimaland. Saudeij. kirkiuvid. Jtem kaleik og gomul messuklæde. thangad liggia Nesiar og krokur. DI XV, 644

Hofhús

Ölfusvatn

Ölfusvatn – Hoftóft.

Í fornleifaskýrslu Páls Þorlákssonar prests á Þingvöllum til konunglegu fornleifanefndarinnar 1817segir að enn sjáist gjörla til hoftóftarinnar á Ölvisvatni: ΑI Sudurátt af Hoftoft er ennú sér giörla til á Ölvisvatni … Eins og ádur er um gétid vottar þar til Hoftoptar í nordur af svokolludu Grímkels leide er vera skal þad sama Hof, sem Grímkell brende, og getur um í Holmveria Sogu. Rústernar edur Hríngurinn er nú ummáls 30 Fadmar og standa þar vída Steinar uppur.
1877: Α… på Ölvesvatn … havde [Grimkell] et gudehus, der i sagaen kaldes Torgerd hörgabruds hov, men som dog også ses at have indeholdt billeder af de andre guder. … Spor af dette gudehus Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns 35 men syd for gården er i tunet en lav höj Hovhol (Hofhóll) hvorpå der står et fårehus, der af stædet bærer navnet Hofhús; her skal gudehuset have stået.
SV 1880: ΑÚti á túninu spottakorn fyrir útsunnan bæinn er fjárhús, sem stendr á flötum hól, bygt fyrir hér um bil 30 árum; það heitir nú Hofhús. Steinar höfðu verið teknir þar upp úr í húsið, og þó vóru steinar eftir niðri; þar sást fyrir vegg eða hleðslu, enn nú verðr ekki í neitt ráðið, síðan húsið var bygt.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – kort 1908.

1898: Eitt af fjárhúsum þeim, er standa í túninu á Ölfusvatni, er kallað Hofhús. Þar á hofið Grímkels að hafa staðið, og er sem upphækkun undir húsinu.
Hofkofi er gömul fjárhústóft, rétt norðan við Grímkelsdys. Munnmælasögur segja að þar hafi verið hof í heiðni. Matthías Þóðarson taldi líklegra, að það mynda hafa verið í hól utan (vestan) við túnið, er ber í Tindgil. Sæmundur Gíslason telur að þarna hafi verið gömul fjárborg. segir í örnefnalýsingu.
1989: Fjárhústóft var í túninu suður af gamla bæjarstæðinu, allhár hóll. Þar heitir Hofkofi, og er að sögn staðurinn þar sem hof á að hafa staðið til forna. Tóftin er um 40 m sunnan við S-enda bæjarhólsins (sbr. 002). Hún stendur hátt á rústabungu sem er u.þ.b. 20 m í þvermál og um 1 m há. Í túni. Fjárhústóftin er einföld, með dyr á norðurgafli, en undir henni eru eldri rústir og sést í þær austan við tóftina. Þar er allöng bogadregin þúfa sem gæti verið garðbrot og má með góðum vilja fylgja því suður fyrir tóftina. Af horni bogans má ráð að hringveggur sá hefði verið um 20 m í þvermál og kemur það vel heim við lýsingu sr. Páls á ummálinu, 56,4 m sem svarar til 18 m í þvermál.

Grímkelsleiði

Ölfusvatn

Ölfusvatn – Grímkellsleiði.

Friðlýstar minjar. Í fornleifaskýrslu Páls Þorkelssonar prests á Þingvöllum til konunglegu fornleifanefndarinnar 1817 segir: I Sudrátt af Hoftoft er ennú sér gjörla til á Ölvisvatni mótar til Gérdis nockurs, og er í því hérumbil 4 Fadma laung Þúfa frá nordre til sudurs, er menn kalla nú Grímkéls leide.
1877: ΑStraks neden for (sydöst for) hovhuset er en ved sporene af et gammelt grastörvsgærde indhævet del af tunet kaldet Grimkelsgærde (Grímkelsgerði), her findes I den vestlige udkant tæt ved huset en stor aflang tue, Grimkelslejde (Grímkelsleiði), hvor altså Grimkel skulde være begravet.
Í frásögn Sigurðar Vigfússonar í Árbók 1880-81 segir: … fyrir neðan [Hofhús] skamt í landsuðr, er svo kallað Grímkelsgerði með fornum garði digrum, vallgrónum; gerðið er stórt sem kýrvöllr. Rétt við garðinn inni í gerðinu skamt frá Hofhúsinu … er þúfa stór í túninu, sem kölluð er Grímkelsþúfa; hún er 28 feta löng, enn 8 fet á breidd, snýr í norðr og suðr, og mjórri í norðrendann, afbrugðin öðrum þúfum þar í nánd. Þetta stendr heima við Harðar sögu Grímkelssonar … : ok var hann jarðaðr suðr frá garði.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – fjárborg.

1898: Grímkelsgerði heitir forn girðing þar austur á túninu, hér um bil 1 dagslátta að stærð. Suðvestast í henni er sýnt leiði Grímkels. Það er þúfa mikil, nær 5 fðm. löng og nær 1 fðm. á breidd við suðurendann, en mjó í norðurendann, og um 2 al. á hæð.
Grímkelsgerði er í suðvestur frá bænum í um 130 metra fjarlægð. Sjást þar ógreinilegar minjar hringlaga torfgarðs. Grímskelsleiði (dys) er stór þúfa nyrzt í Grímkelsgerði. Var dysin friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni fornminjaverði, segir í örnefnalýsingu.
Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur hefur eftir heimildamanni í skýrslu um fornleifar á Ölfusvatni 1989 að leiði Grímkels hefði verið þekkt áður fyrr, en nú vissu líklega fáir eða engir um það.
Þúfan er um 1 m innan (A) við garð Grímkelsgerðis þar sem það er lengst til vesturs, um 30 m ASA við Hofhúsið. Þar sem þúfan er rennur gerðið undir/samanvið veginn. Í túni. Þúfan er aflöng frá norðri til suðurs, mjókkar og lækkar til norðurs, en er hæst og breiðut syðst. Þar sem hún er hæst sést í fjóra litla steina, sem gæti verið raðað af mannahöndum en þeir eru heldur lausir í mosanum og gætu verið nýlega komnir þangað.

Blótsteinn/skírnarfontur
Ölfusvatn
Í fornleifaskýrslu Páls Þorlákssonar prests á Þingvöllum til kongunglegu fornleifanefndarinnar 1817 segir: Á Ölvisvatni í Grafningi hefur í fyrri daga Kyrkia verid, og sér þar ennú til kyrkiugards, þar hefur svo leinge menn til vita stadid Steirn í Sáluhlide, sem mælt er vera mune frá Pápískri Öld, og géta sumir til ad hann mune stadid hafa fyrir Kirkiudyrum med vígdu Vatne adrir ad hann hafe verid brukadur fyrir Skyrnarfont. – Steinninn er á Hæd 1 al dönsk med 5 köntum herum 9 þuml. breidum – í ödrum enda hans er bolli kringlóttur 9 1/2 þuml: vídur og 4 þuml. djúpur.
1839: Búðartóftir eru hér nógar í kring og dómhringir 2r, að eg hygg, annar á Ölvesvatni, er nokkrir meina, að séu gamlir blótbollar. Þeir eru nærfellt hestklyf á þyngd, en það hola í þeim (concavum) hygg eg taki hér um 4 eða 5 merkur, og er það laglega holað, en utar eru þeir allt ólögulegri.
1877: Hjemme ved gården ligger en ikke höj firkantet stenblok, hvori der findes en fadformig fordybning, omtrent fod I tværmål, en anden lignende, men större, skal for öjeblikket være benyttet som grundsten I en af gårdens vægge; om den sidste siger man, at den I sin tid har stået foran den der daværende kirke. Men I övrigt kaldes de her som andetsteds Αblotstene (blótsteinar) og antages at have hört til de gamle gudehuse og været benyttede ved offringene.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – blótsteinn.

Sigurður Vigfússon skrifar um blótsteininn 1880-81: Steinn einn er þar í bænum, sem er kringlóttr og nokkuð flatr, hér um bil 2 fet að þvermáli; ofan í hann er bolli krínglóttr, sem er auðsjáanlega höggvinn með nokkrun veginn þvergníptum börmum og nokkurn veginn sléttum botni, og er 10 þuml. að þvermáli og 3 að dýpt. Annar steinn er þar og til, sem eg gat þó ekki séð, þar eð hann mun vera í kjallara undir timbrhúsi í undirstöðu neðantil, enn að honum gat eg ekki komizt, þvíað kjallarinn var fullr af ýmsum hlutum. Þessi steinn er sagðr sýnu betri en hinn fyrri, hann er stærri, hérumbil knéhár eða meira og með dýpra bolla ofaní; ferskeyttr er hann sagðr og líkastr því, sem hann væri sagaðr af enda á ferstrendu tré. Einn var enn til áðr; hann var minnstr og líkastr þessum fyrtalda, enn finst nú ekki. Eg beiddi húsfreyjuna eða ekkjuna, sem þar býr, að reyna að ná þessum steini, sem sagðr er vera í kjallaranum, og geyma þá báða vandlega, þar sem þeir gætu verið til sýnis, og tók hún vel undir það.

Ölfusvatn

BJ 1898: Bollasteinn er á hlaðinu á Ölfusvatni. Hann er úr doleríti og er rúml. 1 al. á hæð, 3 kvart. í þvermál á annan veg en 2 1/2 kv. á hinn. Bollinn nær 9 þuml. á vídd og 5 þuml. á dýpt. Hann er auðsjáanlega mannaverk.≅ Hlautsteinn með bolla stendur í hlaðinu á Ölfusvatni. Sæmundur segir, að steinninn hafi um tíma verið notaður í hleðslu í bæjarhúsavegg. (Steinn þessi kann að vera úr hofi Þorgerðar hörgabrúðar, er var að Ölfusvatni í heiðni, svo sem getið er í sögu Harðar Hólmverjakappa Grímkelssonar.
Steinninn er nú friðlýstur og hefur varðveitzt vel.[…]). segir í örnefnalýsingu. Það er ekki þessi steinn heldur annar sem er friðaður. Steinn þessi er nú jarðfastur í hlaðinu, 14 m norðan við heimreið, 2 m austan við framhlið bæjarhúsanna eins og hún hefur verið, í kanti sem verið hefur á hlaðinu ofan við kálgarðinn. Í bæjarhlaði, nú grasi grónu. Steinninn er jarðfastur og haggast ekki. Hann virðist hafa óreglulega lögun en eins og hann er nú hallar efri hlið hans til SA. Að ofan að sjá er hann því sem næst trapisu-lagaður. Skálin er í breiðari endanum og er svotil alveg hringlaga, 24 cm í þvermál og 12 cm djúp. Í barmi skálarinnar er nú rauf. Hún var gerð af sumarpilti á Ölfusvatni á þessari öld.

Letursteinn

Ölfusvatn

Ölfusvatn – letursteinn.

Friðlýstar minjar. Jarðfastur grágrýtissteinn með áletruninni VES+1736 er í túninu suðaustan við gamla fjárhústóft, nærri hulinn jarðvegi, segir í örnefnalýsingu Steinninn er aðeins norðar en beint vestur af heimreiðinni sem gengur þvert yfir bæjarhólinn. Hann er alveg í brekkurótum, um 3 m S við allmikla grjóthrúgu sem einnig er í brekkurótunum neðan við fjárhústóftina. Í brekkurótum í túni. Steinninn er nær alveg hulinn sinu og mosa.

Nesjavellir
Nýbýli, fyrst byggt 1819. Nesjavellir áttu skógarítak í Nesjalandi í Jórukleif en Nesjar áttu engjaítök í Botnadal og Vegghamrahólum. NV mörk við Nesja hafa verið á reiki og hafa Nesjar átt selstöðu og afbýli hjá engjaítökum sínum innan þess lands sem nú telst til Nesjavalla.

Nesjavellir

Nesjavellir 2020.

Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. – Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar […]. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu, segir í örnefnalýsingu. Tóftirnar eru 3 og er ein vestast, norðan við þjóðveginn í beygjunni þar sem hann kemur niður úr Selskarði, en hinar tvær eru um 30 m austar, sunnan við veginn og eru um 10 m á mili þeirra. Miðtóftin er stærst og er hún á svolitlum hraunhól. Á mörkum hrauns og túns. Sunnan við eru sléttir grasvellir en strax norðan við tekur hraunkantruinn við. Tóftirnar standa undir hólaröð (framhald Selkletta til S) er er neðsti hjallinn í fjalllendinu sem gengur til norðurs úr Henglinum.

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

Tóftirnar hafa greinilega verið í notkun löngu eftir að bæjarstæðið var flutt suður á vellina, og voru þar beitarhús fram á þessa öld. Bárujárn er í heygryfijunni í miðtóftinni. Vestasta tóftin hefur skemmst lítillega af vegarlagningunni en verði gerðar umbætur á veginum er ljóst að þesar minjar eru í uppnámi. Austasta tóftin snýr A-V og hefur dyr á A-gafli. Hún er 9×5 að utan en 5,5×2 að innan. Hleðsluhæð er 1,3 m og er mest 8 umför. Þykkt veggj er 1,5-2 m. Tóftin er á svolitlum hól en sunnan við hana og áfastur henni er heygarður, 18×10 að utanmáli og 13×8 að innan. Hleðsluhæð er 1 m og mest 4 umför. Þykkt veggja 0,7-1 m. Vestast í heygarðinum er lítill pallur sem gæti verið tóft. Sunnan við heygarðinn er mýrarblettur sem gæti hafa verið vatnsból er búið var á þessum stað. Miðtóftin er greinilega fjárhús frá því um aldamótin eða síðar. Það er 12×10 m að utan og er fjárhúsið sjálft 7×7 m að innan en heygryfjan við enda þess 7×3 m að innan.

Nesjavellir

Nesjavellir – fjárhús.

Í fjárhúsinu, sem er austar og hefur tvær dyr á austurgafli, eru 2 garðar, um 1 m á þykkt báðir. Þykkt veggja er um 1,5 m og hleðsluhæð 1,2 m. Heygryfjan er talsvert dýpri og þar er hleðsluhæð rúmlega 2 m og mest 12 umför. Þykkt veggja 1,5-2 m. Áfastur þessu húsi að vestan er heygarður, 15×10 m að utan og mjókkar til vesturs þannig að V-gaflinn er aðeins 6 m. Garðurinn er grjóthlaðinn, um 1 m á þykkt og stendur um 0,5 m hátt.
Vestasta tóftin, norðan við þjóðveginn, snýr SA-NV og hefur dyr á SA gafli. Hún er 12×6 m að utan og 8×2,5 að innan. Hleðsluhæð er 0,8 m og þykkt veggja 1,5-2 m. Smáskúti er í hraunhólnum sem miðtóftin er byggð á og hefur verið hlaðið fyrir gjótuna, norðn við heygarðinn, noraðn við vírgirðingu sem liggur þétt meðfram mið- og austustu tóft.
Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. segir í örnefnalýsingu. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort selinu (Gamlastekk) vestan við þá eða þá seli sem hefur verið á þessum stað áður en bærinn var reistur 1819. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel. segir í JÁM II, 378. Líklegt verður að telja að Vallasel hafi verið á þessum stað.

Nesjavellir

Nesjavellir 1937.

Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. Þar var nóg vatn að fá. Árið 1942 (?) var bærinn enn fluttur, þangað sem hann stendur nú. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu. segir í örnefnalýsingum. Bæjrhóllinn er í túninu, um 200 m N við núverandi bæjarstæði og rúmlega 100 m NV við Nesbúð.
Í kringum hólinn er iðjgrænt tún á sléttum völlum en hóllinn sjálfur er ósléttari og í sinu. Sunnan við hólinn eru rásir í túninu beggja vegna við hann þar sem vatn hefur runnið áður. Hóllinn snýr A-V og er hæstur að austan. Ábúendur á Nesjavöllum eiga málverk sem sýnir gamla bæinn að sunnan. Hann snéri stöfnum í A og voru bæjardyr syðst í röðinni. Aftan við bæinn og laus frá honum (á.a.g.10 m) var heyhlaða. Austan í hólnum er 8×8 m ferhyrnd hvompa og er sennilega þar sem síðasti bærinn stóð. Af túnakorti frá 1918 hefur bærinn hinsvegar þá snúið A-V, verið mjó lengja eftir bæjarhólnnum endilöngum og kálgarður verið norðan við hann og tveir smákofar utan í honum.

Gamlistekkur

Nesjavellir

Nesjavellir – Gamlistekkur.

Norður af Skútabrekkum er Litluvellir. Þar norður af er Hjallatorfa. Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við undir Stekkjarkletti, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. – Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin. Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. – Norðvestur af Völlunum er Vallarskarðið milli Stekkjarhöfða og Selkletta. Þar liggur Grafningsvegurinn í gegnum.≅ Stekkur frá Nesjum var í Selklifi í Nesjavallalandi, frá gamalli tíð. – Selklettar eru nokkuð hár hraunkambur, sem nær frá Vallarskarði og að Selklifi, sem er norðaustast í Selskarðinu. segir í örnefnalýsingum.

Nesjavellir

Nesjavllir – túnakort 1918.

Ekki er augljóst við hvaða stað þessar lýsingar eiga og ekki er á þeim fullt innbyrðis samræmi, en þó mun ótvírætt að þetta mun allt vera sami stekkurinn og koma ekki aðrar tóftir til greina en selið í Selskarði. Vegarslóði sem nú endar hjá Gjánni og Þorsteinsvík liggur um Selskarð frá þjóðveginum, skammt norðan við vegamót Grafningsvegar og Nesjavallavegar. Þegar ekið hefur verið eftir þessum slóða um 200-300 m opnast þröngur dalur eða skarð sem nær norður að hraunbreiðunni. Syðst er allbrött brekka sem slóðinn liggur niður eftir og eru tóftirnar niðri í hvosinni, austan við slóðann. Þær eru tvær og eru um 60 m á milli þeirra og er þar stórgrýtisskriða, gróin. Tóftirnar eru í botni lítils dals, undir háum klettum. Vestan við stærri og syðri tóftina er dalbotninn allbreiður og er þar lítil starartjörn. Dalurinn er annars grasi vaxinn hið neðra.

Kleifarsel

Kleifarsel.

Syðri tóftin er sennilega rétt, hún er 13×6 m að innanmáli, ferhyrnd og byggð utan í gróna skriðu undir Sleklettum. Hún er opin í vesturendann og því ekki annað en tveir 13 m langir, 1-1,5 m breiðir og 0,8 m háir grjótveggir með 6 m millibili. Nyrðri tóftin er líka grjóthlaðin og byggð utan í skriðurunna hlíðina. Hún er 6×6 m að utan, veggir 1,5-2 m þykkir og hleðslur 0,8 m háar, mest 3 umför. Í botni tóftarinnar er bárujárn sem gæti bent til að hún hafi verið í notkun fram á þessa öld. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. segir í örnefnalýsingu – Ö-Nesjavellira, 2. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort af seli sem hefur verið nyrst á völlunum, þar sem bærinn Nesjavellir var reistur 1819, eða þá þessu seli. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel. segir í JÁM. Hugsanlegt er að þessi staður sé sami og Klængssel sem annars er ekki vitað um staðsetningu á, en Kleifarsel var undir Jórukleif og Vallasel er væntanlega sami staður og Nesjavallabærinn var fyrst byggður á.

Klængsel

Klængsel.

Á þessum stað hefur því fyrst verið sel, síðan stekkur á 19. öld og síðast beitarhús sem staðið hafa fram á 20. öld. Hinn möguleikinn á staðsetningu Gamlastekkjar er að hann hafi verið á sama stað og bæjarstæðið/selstaðan/beitarhúsin og bendir helst til þess að hann á að hafa verið Αsuðaustan undir Stekkjarkletti sem getur ekki átt við þessar tóftir en er mögulega villa fyrir Αsuðvestan undir. Á gönguleiðakorti eru þessar tóftir merktar sem ‘Kleifarsel’ en það er rangt, því Kleifarsel er í Nesjalandi undir Jórukleif.
[Þrátt fyrir kort af minjum á Nesjavöllum kemur Gamlistekkur ekki fram þar, þrátt fyrir að liggi nálægt öðrum minjum á svæðinu.]

Þjófahellir

Grafningur

Þjófahellir í Grafningi.

Sunnarlega í Selklettum er Þjófahellir, með hleðslum. – Hellisskúti er í Selklettum og heitir Þjófahellir. Mátti þar hafa 30-40 sauði. Ekki var haft þar neitt hey handa sauðunum. Nokkuð hefur fallið úr bjarginu síðar. segir í örnefnalýsingum. Norðan við Selskarð er strýtulagaður hraunhóll og norðan við hann annað skarð, heldur hærra og þrengra. Í því er Þjófahellir. um 200 m norðan við Grafningsveginn, efst í skarðinu hátt yfir hrauninu sem breiðir úr sér austan við Selkletta. Gengið er í hellinn úr austri.
Hátt í hraunhólum, gróður annar en mosi er lítill í kring. Hellirinn nýr A-V og er opinn í báða enda. Minna opið er að vestan og hefur verið hlaðið nær alveg fyrir það. Að austan er lítill ketill frama við opið og hefur verið hlaðinn veggur langsum eftir katlinum, þannig að gengið hefur verið eftir mjóum gangi niður í hellinn en til hliðar hefur verið svolítið hólf sem hugsanlega hefði getað verið notað sem lambakró við fráfærur. Hellirinn sjálfur er mjög reglulegur, um 3 m á breidd, 10 m á lengd og 1,8-2,4 m undir loft. Gólfið í honum er slétt. Lítillega hefur hrunið úr vestari hleðslunni inn í hellinn og mikið úr langveggnum í eytri katlinum niður í ganginn.“

Heimildir:
-Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns, Fornleifastofnun Íslands 1997.
-Fornleifakönnun vegna endurbóta og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri, Náttúrustofa Vestfjarða, 2018.

Nesjavellir

Nesjavellir – skráðar minjar. Gamlistekkur (rauður hringur).

Nesjavellir

Hér verður fjallað um Nesjavelli. Nesjavellir voru byggðir upp úr seli, „Vallaseli„, frá Nesjum. Auk Vallasels verður einnig getið um önnur sel frá Nesjum; Kleifarsel og Klængssel.
Í „Nokkur örnefni á Nesjavöllum“ eftir Guðmund Jóhannsson, skrifað sept. 1949, sem Sigurður Jónsson hreppstjóri á Torfastöðum skráði, segir: „Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við undir Stekkjarklett, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. Norður af Selklettum eru Mosarnir.“ Gamlistekkur ku hafa verið í Vallaseli, en staðsetningar örnefna á svæðinu á nútíma loftmyndum virðast eitthvað hafa skolast til. Þannig eru Selklettar sagðir þar sem óbrennishóll er í Nesjahruni, Selskarð þar norðan við og Selhöfði á millum. Öll eru þessi örnefni mun sunnar en af er látið.

Jóhann Hannesson skráði Nesjavelli eftir Guðmundi Jóhannssyni 1970. Guðmundur dó árið 1974:

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

„Í norðurátt frá bænum og völlunum eru Selklettar. Fyrir vestan [austan] þá er Gamlistekkur. Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar, en síðar fluttur vestur á vellina, sökum vatnsleysis á vetrum. Um sel frá Nesjavöllum vissi Guðmundur ekki, en áleit, að nöfnin Selbrekkur og Selklettar í landi Nesjavalla bendi til, að þar hafi fyrrum verið sel frá Nesjum. Þó man hann ekki eftir selsrústum.
Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin. Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. Segir hann, að faðir hans, Jóhann Grímsson, f. 5. jan. 1843, d. 3.júní 1926, hafi fyrstur manna í Grafningi lagt fráfærur niður.

Þjófahellir

FERLIRsfélagar í Þjófahelli.

Hellisskúti er í Selklettum og heitir Þjófahellir. Mátti þar hafa 30-40 sauði. Ekki var haft þar neitt hey handa sauðunum. Nokkuð hefir fallið úr berginu síðar.“

Í ónákvæmri skráningu „Fornleifa í Grafningi, Nesjum„, (Fornleifastofnun Íslands 1998), er fjallað um Nesjavelli:

Nesjar

Nesjar 1986.

„Fyrst getið 1539 en þá gaf Erlendur lögmaður Þorvarðsson dóttur sinni Margréti Nesjavelli. 1567 hafði Erlendur Þorvarðsson látið Guðmund Steingrímsson fá Nesjar en Jón Marteinsson lætur Guðmund fá Dragháls í staðinn.
Í máldaga Ölfusvatnskirkju frá 1570 eða síðar segir að nesjar og Krókur eigi þangað kirkjusókn. Presturinn, Jón Marteinssonar (Einarssonar biskups) átti Þorbjörgu Erlendsdóttur lögmanns.
1819 var nýbýlið Nesjavellir byggt út úr landi Nesja og fylgdi því efri og eystri hluti jarðarinnar. „Nesjar eru efsti bær í Grafningi. Stendur bærinn á vestasta nesinu af þremur nesjum sem ganga út í Þingvallavatn, milli Þorsteinsvíkur og Hestvíkur.““

Í skráningu „Fornleifa í landi Nesja og Ölfusvatns„, (Fornleifastofnun Íslands 1997), segir:

Nesjavellir – bæjarstæði/sel

Nesjavellir

Nesjavellir – Jóhann Grímsson, Katrín Guðmundsdóttir.

„Eftir frásögn Odds heitins Snorrasonar eru Nesjavellir byggðir úr Nesjalandi 1817. [Þorleifur Guðmundsson bóndi á Nesjum byggði] neðst á Völlunum, og norðast næst hrauninu. Stóð bærinn þar, þangað til Grímur, sonur hans, flutti bæinn nærri efst á Vellina. – Rústirnar rétt við veginn, þ.e. aðalakveginn suður Grafning, segir Guðmundur ekki hafa verið nefndar neinu sérstöku nafni, en álítur, að Nesjavallabærinn hafi fyrst verið byggður þar […]. – Eftir því sem sögur herma hefur fyrsti Nesjavallabærinn staðið nyrzt á Völlunum við hraunjaðarinn, en verið fluttur síðar syðst á vellina, þar sem vatnsból var betra. Á árunum kringum 1940, að mig minnir, reif Jón Sigurðsson bóndi þennan bæ og byggði íbúarhús og útihús nokkru sunnar, þar sem hærra var, sennilega vegna flóðahættu, segir í örnefnalýsingu.

Nesjavellir

Nesjavellir – tóftir.

Tóftirnar eru 3 og er ein vestast, norðan við þjóðveginn í beygjunni þar sem hann kemur niður úr Selskarði, en hinar tvær eru um 30 m austar, sunnan við veginn og eru um 10 m á mili þeirra. Miðtóftin er stærst og er hún á svolitlum hraunhól. Á mörkum hrauns og túns. Sunnan við eru sléttir grasvellir en strax norðan við tekur hraunkantruinn við. Tóftirnar standa undir hólaröð (framhald Selkletta til S) er er neðsti hjallinn í fjalllendinu sem gengur til norðurs úr Henglinum.

Nesjavellir

Nesjavellir – túnakort 1918.

Tóftirnar hafa greinilega verið í notkun löngu eftir að bæjarstæðið var flutt suður á vellina, og voru þar beitarhús fram á þessa öld. Bárujárn er í heygryfjunni í miðtóftinni. Vestasta tóftin hefur skemmst lítillega af vegarlagningunni en verði gerðar umbætur á veginum er ljóst að þesar minjar eru í uppnámi. Austasta tóftin snýr A-V og hefur dyr á A-gafli. Hún er 9×5 að utan en 5,5×2 að innan. Hleðsluhæð er 1,3 m og er mest 8 umför. Þykkt veggj er 1,5-2 m. Tóftin er á svolitlum hól en sunnan við hana og áfastur henni er heygarður, 18×10 að utanmáli og 13×8 að innan. Hleðsluhæð er 1 m og mest 4 umför. Þykkt veggja 0,7-1 m. Vestast í heygarðinum er lítill pallur sem gæti verið tóft.
NesjavellirSunnan við heygarðinn er mýrarblettur sem gæti hafa verið vatnsból er búið var á þessum stað. Miðtóftin er greinilega fjárhús frá því um aldamótin eða síðar. Það er 12×10 m að utan og er fjárhúsið sjálft 7×7 m að innan en heygryfjan við enda þess 7×3 m að innan. Í fjárhúsinu, sem er austar og hefur tvær dyr á austurgafli, eru 2 garðar, um 1 m á þykkt báðir. Þykkt veggja er um 1,5 m og hleðsluhæð 1,2 m. Heygryfjan er talsvert dýpri og þar er hleðsluhæð rúmlega 2 m og mest 12 umför. Þykkt veggja 1,5-2 m. Áfastur þessu húsi að vestan er heygarður, 15×10 m að utan og mjókkar til vesturs þannig að V-gaflinn er aðeins 6 m. Garðurinn er grjóthlaðinn, um 1 m á þykkt og stendur um 0,5 m hátt.
Vestasta tóftin, norðan við þjóðveginn, snýr SA-NV og hefur dyr á SA gafli. Hún er 12×6 m að utan og 8×2,5 að innan. Hleðsluhæð er 0,8 m og þykkt veggja 1,5-2 m. Smáskúti er í hraunhólnum sem miðtóftin er byggð á og hefur verið hlaðið fyrir gjótuna, norðn við heygarðinn, norðan við vírgirðingu sem liggur þétt meðfram mið- og austustu tóft.
Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar, segir í örnefnalýsingu. Klettarnir taka nafn sitt af seli, annaðhvort selinu (Gamlastekk) vestan við þá eða þá seli sem hefur verið á þessum stað áður en bærinn var reistur 1819. Selstöður á jörðin [Nesjar] í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel, segir í JÁM II, 378. Líklegt verður að telja að Vallasel hafi verið á þessum stað.“

Nesjavellir

Nesjavellir 1937.

Ábúendur á Nesjavöllum eiga málverk sem sýnir gamla bæinn að sunnan. Hann snéri stöfnum í A og voru bæjardyr syðst í röðinni. Aftan við bæinn og laus frá honum (á.a.g.10 m) var heyhlaða. Austan í hólnum er 8×8 m ferhyrnd hvompa og er sennilega þar sem síðasti bærinn stóð. Af túnakorti frá 1918 hefur bærinn hinsvegar þá snúið A-V, verið mjó lengja eftir bæjarhólnum endilöngum og kálgarður verið norðan við hann og tveir smákofar utan í honum. Í kringum hólinn er iðjagrænt tún á sléttum völlum en hóllinn sjálfur er ósléttari og í sinu. Sunnan við hólinn eru rásir í túninu beggja vegna við hann þar sem vatn hefur runnið áður. Hóllinn snýr A-V og er hæstur að austan.

Gamlistekkur

Nesjavellir

Nesjavellir – Gamlistekkur.

„Norður af Skútabrekkum er Litluvellir. Þar norður af er Hjallatorfa. Þar austur af eru Stekkjarhöfðar og Gamlistekkur suðaustan við undir Stekkjarkletti, þar sem nú eru beitarhús. Norðaustur af Stekkjarklett eru Selklettar. – Gamlistekkur var notaður til að stía á vorin.
Guðmundur telur, að 80 ár (miðað við 1970) muni liðin frá því, að hætt var að færa frá. – Norðvestur af Völlunum er Vallarskarðið milli Stekkjarhöfða og Selkletta. Þar liggur Grafningsvegurinn í gegnum. Stekkur frá Nesjum var í Selklifi í Nesjavallalandi, frá gamalli tíð. – Selklettar eru nokkuð hár hraunkambur, sem nær frá Vallarskarði og að Selklifi, sem er norðaustast í Selskarðinu, segir í örnefnalýsingum.“
Gamlistekkur er ekki skráður í fornleifaskráningar af svæðinu. Hann er undir hraunbakka skammt norðan við tóftarsvæðið.

Klængssel

Klængsel

Klængsel.

„Selstöðu á jörðin í sinu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel [sma og Nesjavellir]. Ekki er vitað hvar það var“.

Í „Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi“, (Fornleifastofnun Íslands 2018), segir um Kleifarsel (lýsingin er ófullkomin, enda fundu skráningaraðilar aldrei selstöðuna, sem er á lyngbala upp undir hlíð Kleifardals):

Kleifarsel

Kleifarsel.

1706: „Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel [sama og Nesjavellir].“ segir í jarðabók Árna og Páls. Ekki vitað hvar Kleifarsel var. „Kleifardalur austan undir Jórutindi […] “ segir í sóknarlýsingu frá 1840 um eyðbýli og er þess getið að þar sartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng og 2 1/2 fðm. breið, hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft.[…] Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum (?) og síðar orðið, ásamt þeim, hjáleiga frá Nesjum.“ Þetta eru friðlýstar minjar. Í Friðlýsingarskrá stendur: „Fornar rústir í vatnsbrekku á Setbergsbölum og í Kleifardal. Sbr. Árb. 1899: 5. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.“ Ekkert friðlýsingarskilti er á staðnum enda ekki vitað með vissu hvar býlið var staðsett. Kleifardalur gengur inn til suðvesturs um það bil 1 km suðaustan við þjóðveg 360, í Jórugilinu.“

Heimildir:
-Nokkur örnefni á Nesjavöllum eftir Guðmund Jóhannsson, skrifað sept. 1949. Sigurður Jónsson hreppstjóri á Torfastöðum skráði.
-Fornleifar í Grafningi, Nesjar, Fornleifastofnun Íslands 1998.
-Fornleifar í landi Nesja og Ölfusvatns, Fornleifastofnun Íslands 1997.
-Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi, Fornleifastofnun Íslands 2018.

Nesjavellir

Nesjavellir – skráðar minjar. Gamlistekkur (rauður hringur).