Íslandskort 1590

Magnús Már Lárusson skrifar um Hafnarfjörð í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar 1957 undir fyrirsögninni „Sitthvað um Fjörðinn„.:

Magnús Már Lárusson

Magnús Már Lárusson.

Fyrstur manna, sem notað hafa höfnina í Hafnarfirði, er Flóki Vilgerðarson, sem öllum er kunnur undir heitinu Hrafna-Flóki. Segir Landnáma frá því, eins og textinn er í Hauksbók og Þórðarbók, en Hauksbók, sem eldri er, var rituð fyrir Hauk Erlendsson, er dó 1334. Jafnframt er frá því skýrt, að þeir Hrafna-Flóki og félagar hans fundu hval á eyri út frá firðinum og kölluðu Hvaleyri. Hvaleyri er því eitt með elztu örnefnum á þessu landi. Ekki er unnt að nefna Hafnarfjörð mikinn fjörð. Miklu fremur er um vog að ræða eða vík. Þetta er samt svo til komið, að skorningurinn er nokkuð þröngur, þótt eigi sé hann langur, en í honum myndazt að sunnanverðu hið ákjósanlegasta afdrep fyrir smærri skip, eða hafskip landnámsmanna. Það getur vart leikið vafi á, að heitið sé upprunalegt og fornt mjög, m. a. má benda á, að það kemur fyrir í Kirknatali Páls biskups Jónssonar í Skálholti, og var það tekið saman um 1200. Að vísu þekkist það ekki í svo gömlu handriti, heldur eingöngu frá því um 1500 og nokkru yngra. Í Íslendingasögum getur heitisins aldrei, né heldur í Biskupasögum og Sturlungu, en í fjarðatali einu frá því um 1312. Það virðist sem svo, að hin ákjósanlega höfn hafi ekki verið notuð, enda voru ef til vill aðrir staðir hentugri, þegar á stærð skipa og samgöngur innanlands er litið. Það þurfti ekki svo stóra smugu til þess að geyma skip 10.—13. aldar.

Garðar

Garðar um 1900.

Nokkuð var Hafnarfjörður úrleiðis miðað við flutningaþörf almennt. Að vísu var stórbýli í grennd, þar sem Garðar á Álftanesi voru, auk annarra mikilla bújarða, en fiskverzlun var reyndar ekki orðinn enn eins snar þáttur í verzlunarmálum Íslendinga og seinna varð. Þótt stórbýlin væru í grennd, þá voru einnig góðar smáhafnir mýmargar við Faxaflóa aðrar en Hafnarfjörður. Eins og samgöngumálum var háttað innanlands, gat Hafnarfjörður ekki fengið neina verulega þýðingu í bili. Hin mikla útgerð, sem var á 10.—13. öld, var ekki staðsett á Hvaleyri eða Álftanesi. Hún var suður á Reykjanesi og yzt á Snæfellsnesi, að ótöldum Vestfjörðum. Að vísu má leiða allgóð rök að því, að Garðar, hin týnda landnámsjörð Skúlastaðir, hafi snemma klofnað upp í fleiri smærri einingar og ekki sízt vegna afstöðunnar til útvegs, en veitt er fyrir heimamarkaðinn, og þegar um 1200 eignaðist Skálholtskirkja þó nokkrar minni jarðanna. Fiskur af þessum slóðum hefur sennilega farið mikið til austur fyrir fjall, sá sem ekki var neyttur heima.

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðor á fyrri hluta 20. aldar.

Það er og eftirtektarvert, að ekkert býli fær nafnið Höfn eða Hafnarfjörður eða bara Fjörður. Þar eru önnur nöfn, svo sem Hvaleyri og Ófriðarstaðir. Þetta bendir til þess, að á þeim tíma, sem nafngiftin er áköfust, viðurkenna menn að vísu ágæti hafnarinnar, en hins vegar hefur hún ekki það mikla þýðingu, að hún hafi áhrif á nafngjöfina.
Fram á seinni hluta 13. aldar voru hafskipin ekki svo ýkjastór, og lesi menn Grágás eða Jónsbók, hinar fornu lögbækur, þá munu menn finna ýtarleg ákvæði um skipadrátt og annað, sem lýtur að því að setja skipin upp í naust yfir vetrartímann. Það er þá eðlilegt, að gullaldarritin skulu ekki geta Hafnarfjarðar að Kirknatali og Landnámu slepptum. Eins þegja og annálarnir lengi framan af. Það styður og ofangreinda skoðun. Samgöngur voru ekki svo litlar milli landa, að það eitt var nægilegt til þess að skapa þögnina um Hafnarfjörð.

Skip

Skip á 18. öld.

En í lok 13. aldar er áhrifa krossferðanna verulega farið að gæta í Norður-Evrópu. Krossferðirnar höfðu aukið þekkingu Evrópumanna á margan hátt; menn kynntust aftur verzlunarleiðum og verzlunaraðferðum, sem voru hálfgleymdar síðan á velgengnisdögum Rómaveldis. Í Evrópu rísa aftur upp borgir, sem legið höfðu niðri um skeið. Borgirnar framleiddu ekki nóg handa sjálfum sér, heldur varð að afla bjarga með verzlun. Iðnaður borganna og viðskipti gerðu borgarbúanum kleift að afla sér matar á annan hátt en að framleiða hann. Jafnframt varð dirfskan meiri við að búa stór skip, mun stærri en eldri skipin í Norður-Evrópu og á Norðurlöndum. Að vísu voru þau varla betur sjóhæf, en þau báru meira og það fór smám saman að tíðkast að setja á þau þilför. Er skipin stækkuðu, urðu kröfurnar til hafnanna aðrar og meiri en áður. Jafnframt því fóru Englendingar og Þjóðverjar að stunda eigin siglingar í ríkara mæli en áður. Þeir sóttu til Noregs ýmsar mikilvægar afurðir, meðal annars skreið. Og samfara þessum breyttu verzlunarháttum, virðist allmikil veðurfarsbreyting hafa átt sér stað. Hér á landi þvingaði hún fram nokkra breytingu á atvinnuháttum. Í stað þess að leggja aðaláherzlu á landbúnaðinn og hafa mikinn nautpening og stunda einhverja kornrækt, eru menn tilneyddir að stunda sjóinn meir en áður. Ennfremur rak á eftir fýki útlendra í skreið, vöru, sem var auðgeymd og flytja mátti um langar leiðir. Hér héldust í hendur innlendir og erlendir hagsmunir.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1720.

Þessi breyting er um það bil fullgengin um garð um 1330—1340. Þá sjá menn, hvernig munkarnir á Helgafelli hafa notað aðstöðu og tækifæri til þess að leggja undir klaustrið allar helztu útvegsjarðirnar á Snæfellsnesi á örfáum áratugum. En skipin eiga enn eftir að stækka. Þegar komið er fram á þennan tíma um miðja 14. öld, getum vér átt von á því að finna Hafnarfjarðar getið í heimildum. Enda fer að vonum, því í annálum er þess getið, að 1391 kom skip af Noregi til Hafnarfjarðar, og 1394 er þess getið, að skip hafi lagt í haf frá Hafnarfirði. Og nú er skammt að vænta þess, að Fjarðarins sé getið, svo að sjá megi, hversu þýðingarmikil höfn hann er.
Árið 1412 er merkisár í sögu landsins. Það er samt ekki innlend saga eða innlendir viðburðir, er gera árið svo merkilegt, heldur hitt, að þá getur fyrst Englendinga hér við land samkvæmt heimildum, er nú eru til. Þá skýrir Nýi annáll frá því, að skip af Englandi hafi komið austur fyrir Dyrhólmaey. Var róið til þeirra úr landi og í ljós kom, að á voru fiskimenn. Og sama haust urðu fimm Englendingar viðskila við lögunauta sína; gengu á land austur við Horn og sögðust hafa soltið í bátnum marga daga og vildu kaupa sér vistir. Voru þeir svo staddir hér um veturinn, því báturinn hvarf á meðan þeir voru burtu og mennirnir, er þar voru í. Vistuðust þessir fimm fyrir austan um veturinn. Jafnframt er þess getið, eins og reyndar áður, að engin frétt hafi komið af Noregi til Íslands, sem bendir til, að samgöngur við það land hafi verið stopular, enda utanríkisverzlun Norðmanna þá að mestu komin í hendur erlendra manna.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1903.

Næsta ár eða 1413 kom kaupskip af Englandi til Íslands. Fyrirliðinn hét Ríkarður. Segir Nýi annáll glöggt frá athöfnum hans hér á landi. Hann gekk á land austur við Horn, reið þaðan til Skálholts og þaðan aftur austur undir Eyjafjöll og sté þar á skip sitt og sigldi því til Hafnarfjarðar. Svo segir annállinn, að árinu áður hafi honum verið skipuð höfn á Eyrarbakka, en þar vildi hann ekki lenda. Allt hátterni hans bendir til, að honum hafi fyrirfram verið kunnugt um ástæður hér heima. Og nokkur von virðist, að honum hafi litizt miður vel á Eyrarbakka sem höfn. Hér syðra er sagt, að hann hafi haft kaupskap við Sundin og hafi margir af honum keypt; öðrum leizt miður vel á þetta og tekið fram um þá, að þeir hafi verið „vitrir“. Sigldi hann svo burt litlu síðar og þeir fimmmenningarnir, er höfðu verið hér um veturinn. En áður en í burt fór, tók hirðstjórinn, æðsti maður landsins, Vigfús Ívarsson Hólmur, af honum trúnaðareiða, að hann skyldi hollur og trúr landinu. Ennfremur var tekið fram, að Ríkarður þessi hafi haft „Noregskonungsbréf til þess að sigla í hans ríki með sinn kaupsskap frjálsliga.“ Að vísu munu sumir hafa efazt um, að það fái staðizt, en heimildin í Nýja annál er afdráttarlaus. Enda kom fyrir, að veitt voru afbrigði frá gildandi reglum, ef svo þótti henta.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1880-1885.

Meginreglan átti að vera sú, að engir nema norskir kaupmenn máttu sigla með kaupskap norður fyrir Björgvin eða til norskra skattlanda, eyjanna. Hins vegar sést á mýmörgum heimildum, að siglingu Norðmanna sjálfra stórhrakaði á 14. öld, og kann vel að vera, að hinn mikli mannfellir í svartadauðanum þar um miðja öldina eigi sinn þátt í því. Í íslenzkum heimildum eru tveir athyglisverðir dómar frá 1409, þar sem í ljós kemur glögglega, að konungsvaldinu veitist miður auðvelt að fá sinn varning fluttan af landinu til Noregs og jafnvel öfugt, erfiðlega hefur á þeim árum gengið að fullnægja Gamla sáttmála. Við báða dómana er nafngreindra norskra kaupmanna getið og eru tveir af þeim ráðamenn í Björgvin. Svo eitthvað hefur verið til af þeim enn; þó er vitað, að þýzkir kaupmenn voru þá í þann veginn að taka Björgvinjarverzlunina í sínar hendur. En allt þetta mál og vandræði stuðla að uppgangi Hafnarfjarðar sem verzlunarhöfn. Englendingar voru búnir að koma auga á hin ágætu hafnarskilyrði og heimildirnar sýna, að þeir halda siglingum áfram til Hafnarfjarðar. Og fiskveiðar þeirra hér við land stóraukast.

Skálholt

Skálholt.

Nýi annáll segir frá því, að árið 1413 hafi komið hingað við land 30 enskar fiskiduggur eða meir, og fyrir norðan og austan land eiga Englendingar að hafa farið með rán og yfirgang. Þó er skýrt frá því, að fyrir norðan hafi þeir lagt peninga í staðinn fyrir naut, er þeir tóku. Sennilega hafa menn verið hálfhræddir um að hrjóta lög og settar reglur og Englendingar því neyðst til að taka sér réttinn sjálfir. Fimm ensk skip komu til Vestmannaeyja og fluttu bréf Englandskonungs, að kaupskapur væri leyfður við hans menn, sérlega í það skip, sem honum tilheyrði. Og keypti svo hver sem orkaði eftir efnum. Hins vegar kom einnig til bréf Eiríks konungs, er bannaði öll kaup við útlenda menn, þá sem eigi var vanalegt að kaupslaga með. En sama árið dó og Jón biskup í Skálholti, er Ríkarður hinn enski heimsótti. Hann hafði áður verið ábóti í Múnklífi,klaustrinu við Björgvin.
Nú getur næst Hafnarfjarðar, er eftirmaður hans, Árni Ólafsson hinn mildi, kom út á knerri þeint, sem hanri sjálfur lét gera. Hann var þá voldugasti maður á Íslandi: Skálholtsbiskup, hirðstjóri konungs, umboðsmaður Hólabiskups og tilsjónarmaður erkibiskups í Þrándheimi. Ennfremur hafði hann umboð Múnklífisklausturs yfir Vestmannaeyjum og skuldheimtu fyrir marga kaupmenn í Björgvin. Sjálfur gekk hann á land við Þvottá í Austfjörðum, en knerrinum var siglt til Hafnarfjarðar. En auk knarrarins lágu það sumar sex skip ensk í Hafnarfirði, og er eitt þeirra sagt hafa rænt skreið á Reykjanesi og í Vestmannaeyjum.

Hinrik V

Hinrik V.

Hinu er einnig frá skýrt, að fráfarandi hirðstjóri Vigfús Ívarsson hafi tekið sér far með einu þeirra til Englands og haft með sér eigi minna en sextíu lestir skreiðar og mikið brennt silfur. Ein afleiðingin af þeirri ferð er sú, að hinn 7. okt. þetta samt ár 1445 gefur dómkirkjukapítulinn í Kantaraborg út bréf, þar sem lýst er yfir því, að Vigfús Ívarsson, móðir hans, kona og börn eru tekin undir bænahald heilags Tómasar biskups og píslarvotts. Hins vegar eru og önnur bréf gefin út í Englandi nokkru síðar, þar sem fram kemur, að Jakob Oslóarbiskup og Andrés riddari frá Losnu hafi kvartað undan yfirgangi og óskunda, er nokkrir enskir þegnar hafa gert á nokkrum eyjum Noregskonungs, einkum Íslandi. Því bannar hertoginn af Bedford, bróðir Englandskonnngs, í fjarveru bróður síns, að enskir þegnar fari um eins árs bil til fiskveiða við Ísland, og ítrekar Hinrik konungur V. bannið stuttu síðar, er hann ritar forráðamönnum ýmsra borga og verzlunarstaða og bannar þegnum sínum að fara hingað til lands til fiskveiða eða annarra erindagerða öðruvísi en áður hafði verið forn vani.

1419 er frá því skýrt, að gerði hríð á „skírdag svo hörð með snjó, að víða kringum landið hafði brotið ensk skip, eigi færri en hálfur þriðji tugur. Fórust menn allir, en gózið og skipsflökin keyrði upp hvarvetna.“ Og frá sama tíma er enn merkari heimild, þar sem er hyllingarbréf Íslendinga til Eiríks konungs af Pommern. Að vísu gæti manni virzt sem það væri nokkuð seint, þar sem Margrét drottning andaðist 1412.

Eiríkur af Pommern

Eiríkur af Pommern.

Þetta hyllingarbréf er árétting til konungsvaldsins, þar sem vitnað er glöggt til Gamla sáttmála og landsréttinda. Segir þar: „Kom yðart bréf hingað í landið til vor, í hverju þér bannið oss að kaupslaga með nokkra útlenzka menn. En vorar réttarbætur gera svo ráð fyrir, að oss skyldi koma sex skip af Noregi árlega, hvað sem ei hefur komið í langan tíma; hvar af yðar náð og þetta fátæka land hefur tekið grófan skaða. Því — upp á Guðs náð og yðart traust — höfum vér orðið að kaupslaga með útlenzka menn, sem með frið hafa farið og réttum kaupningsskap og til hafa siglt. En þeir duggarar og fiskarar, sem reyfað hafa og ófrið gert, höfum vér refsa látið“. Það virðist óneitanlega sem svo, að Íslendingar reki sína eigin utnríkispólitík um þessar mundir. Og Arnfinnur Þorsteinsson á Urðum, sem þá er orðinn hirðstjóri og undirritar hyllingarbréfið — Arnfinnur Þorsteinsson, yðra foreldra hirðmann, veitir þrettán dögum síðar tveim kaupmönnum verzlunarleyfi um allt land og leyfi til útgerðar úr landi. Er bréfið gefið út í Hafnarfirði og þar liggur skip þeirra, Kristaforus að nafni og er enskt. Báðir hirðstjóranir, Vigfús Hólmur yngri og Arnfinnur á Urðum, ganga í berhögg við konungsvaldið, landinu til góða. För Vigfúsar til Englands sýnir glöggt að annað og meira hefur búið undir en það eitt að vera tekinn í bænahald klerka í Kantaraborgardómkirkju, og var þó norskrar ættar. Hins vegar er Eiríkur af Pommern á margan hátt betri maður en ágripin gera hann, þótt hagsmunir hans rækjust á hagsmuni Íslendinga. Hann vildi markvisst efla innanlandsverzlunina í sínu víðlenda ríki, þar sem hann var konungur Norðurlanda allra, en skorti mýkt sinnar miklu fósturmóður til þess að fá menn á sitt band. Það er reyndar ekki svo óskennntilegt að hugsa til þess, að Hafnarfjörður hafi þegar komið við sögu á þenna hátt í sjálfstæðisviðleitninni á liðnum öldum.
Englendingar voru orðnir þess vísir fyrir löngu, að fiskimiðin hér voru hið þýðingarmesta forðabúr, og létu ekki hrekja sig í burtu. Nú fengu þeir að auki nokkrum árum síðar voldugan stuðningsmann, þar sem var biskupinn á Hólum, Jón Vilhjámsson Craxton, og Englendingur sjálfur. Að vísu hafa sumir haldið, að hann hafi verið norsk—enskur eða jafnvel sænskur og hafa sem rök, að Ragna nokkur Gautadóttir er nefnd frændkona hans í bréfi einu. Hún kann hins vegar að hafa verið systir Eiríks nokkurs Gautasonar Upplendings, er getur og í bréfum Jóns biskups. Frændkona merkir hér ekki annað en friðla, skv. málvenju almennri um alla Evrópu á þeim tíma. Í okkar heimildum kemur jafnvel fram, að laundóttir er nefnd frændkona og sonur frændi. Þessi nýi Hólabiskup kom út með enskum í Hafnarfirði.

Kristján IV

Kristján IV.

Hér á landi virtist hann reynast vel. Af bréfabók hans, sem er sú elzta, er varðveitzt hefur, verður ekki annað séð en að hann hafi verið hinn dugmesti og gegnt embætti sínu með alúð. Hins vegar sést svo og, að hann hafi dregið taum landa sinna, þegar við mátti koma. Nokkru síðar kom út annar biskup, Jón Gerreksson til Skálholts, og er frægur að endemum. Hann er sagður hafa komið hingað með Englendingum í Hafnarfjörð, en hafði veturinn áður setið í Englandi. Milli Englendinga og Þjóðverja er svo hörð samkeppni um verzlunina og fiskinn við Ísland, og kom til átaka milli þeirra á sjó og landi, meðal annars hér í Hafnarfirði, og kann að vera, að heitið Ófriðarstaðir stafi frá því, er róstusamt var í Hafnarfirði undir lok 15. aldar. Svo fór, að Englendingar voru hraktir burt af Þjóðverjum nálægt 1518 að sögn síra Jóns Egilssonar í Biskupaannálum.
Bækistöð sína í Hafnarfirði höfðu Englendingar við Fornubúðir svonefndu, en eigi verður vísað nákvæmlega á þann stað. Þjóðverjar settust að sunnan fjarðar vestan við Óseyri, sennilega á sama stað og Englendingar höfðu setið á áður, enda sá hentugasti staður. Voru það Hamborgarmenn, sem tóku sér bólfestu þar. Brátt virðist komið þar hverfi nokkurt, hafi það ekki verið áður. Þar getur timburhúsa og jafnvel kirkju þýzkrar; og eru þrír prestanna nafngreindir og hafa vafalaust verið mótmælendur, þar eð þess elzta getur fyrst 1538. Fyrir siðaskiptin hafa þessir ekki verið með öllu þýðingarlausir.

Fornubúðir

Fornubúðir.

Eigi er vitað, hvar kirkja sú stóð, en komi upp mannabein við húsbyggingar nútímans sunnan fjarðar, mun sennilega vera fundinn kirkjugarður sá, sem ugglaust hefur fylgt þeirri kirkju. Hún hefur sennilega verið öll úr timbri og af einni heimild má sjá, að hún hefur verið með koparþaki. Í Hafnarfirði hafa Hamborgarar haft sína aðalbækistöð hér við land, rétt eins og Englendingar. Hér var í rauninni höfuðstaður landsins. En hitt er ekki einkennilegt, að ekki skuli vera til lýsing á kirkjunni, svo að dæmi sé tekið. Hún var íslenzkum kirkjuyfirvöldhm óviðkomandi. Hitt sést, að safnað er til viðhalds hennar í Hamborg allt til ársins 1603, en þá eru þeir Hamborgarar þegar úr sögunni. Og 1608 skipar Kristján IV. konungur svo fyrir að rífa skyldi allar byggingar þýzkra í Firðinum. Konungsvaldinu var nokkur vorkun. Í þeim byggingum höfðu ýmsir þeir hlutir gerzt, sem vel gat sviðið undan að minnast, hvernig umboðsmaður konungs var tekinn til fanga og hafður í haldi og svo framvegis. Það er líka yfirlýsing konungs, að nú skuli í staðinn koma verzlun, sem eigi að lyfta undir aðalverzlunarborgir Dana og þá einkum Kaupmannahöfn.

Friðrik II

Friðrik II.

Faðir konungs, Friðrik II., hafði að vísu riðið á vaðið með því að veita hinum duglegasta og athafnasamasta danska kaupmanni, Markúsi Hess, borgarstjóra Kaupmannahafnar, verzlunarleyfi í Hafnarfirði 1576, en verzlunarhættir hans virðast hafa fallið Íslendingum svo illa í geð, að þegar eftir vorsiglinguna það ár senda þeir bænarskrá til konungs og kvarta. Samkeppnin, sem ríkti á 16. öld milli enskra og þýzkra leiddi af sér vöruvöndun og hagstætt verð, en Dönum lá á að græða sem mest á stuttum tíma, enda nauðulega staddir sjálfir. Þessi leigumáli féll niður 1579, og fékk þá höfuðsmaður, Jóhann Bockholt, leyfið og hélt um tíma í samkeppni við Hamborgara.
Sitt af hverju kom fyrir í Hafnarfirði, bæði á tímum Englendinga og eins á tímum Hamborgara og Dana. Stúlkurnar lentu í ástandi þá eins og nú. Að minnsta kosti er ekki annað að sjá af kvæðum síðmiðalda, menn stálu, drukku og slógust, rétt eins og nú. Og menn vorkenna manninum, sem stelur vegna neyðar sinnar kvinnu og fátækra barna, og lögréttumenn ganga í ábyrgð fyrir hann. Svo má lengi tína til.
Hin eiginlegu umskipti verða, er verzlunin er einokuð 1602. Þá fá borgararnir í Kaupmannahöfn, Helsingjaeyri og Málmey einkarétt á verzlunarstöðum hér á landi og er þeim skipt milli þeirra gegn 16 gamalla dala gjaldi af hverjum! Þá eru nafngreindir hinir nýju kaupmenn í Hafnarfirði. Fyrstur er Mikkel Vibe, hinn mikilhæfasti maður, er verður borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Annar er Hermann Wöst, sem og var merkur og stórauðugur maður. Þriðii er nafngreindur Böill Sören Islænders, sem gefur tilefni til margskonar hugarbrota. Er hann íslenzkrar ættar, sonur Sörens Íslendings? Og gæti heitið verið afbakað fyrir Egill? Fjórði aðilinn er kona, er heitir Kristen, líklegast ekkja beykis nokkurs, Sören að nafni, þar sem hún er skilgreind Sören Böckerss. Það er auðséð, að Hafnarfjörður er álitinn vera einn aðalstaður landsins, þar sem auðugustu og valdamestu dönsku kaupmennirnir taka staðinn á leigu, menn, sem leggja fram rúmlega 1/3 hluta rekstrarfjár kompaníisins, sællar minningar, 1620.

Hans Nansen

Hans Nansen.

Af þeim kaupmönnum, sem svo síðar á öldinni er getið í sambandi við Hafnarfjörð, skal aðeins nefna hér Hans Nansen, einhvers mikilhæfasta Danann, sem uppi var á 17. öld. Hann gerðist borgarstjóri í Kaupmannahöfn 1644 og hægri hönd Friðriks III. í vörn Kaupmannahafnar móti Svíum, er Karl X. Gustav var búin að hertaka alla Danmörku, að slepptum smáskika þeim, er hin gamla Kaupmannahöfn nam. Hann var forsvarsmaður borgarastéttarinnar á móti aðlinum og veitti Friðriki ómetanlegan stuðning í því að koma aðlinum á kné með stofnun einveldisins. Hafnarfjörður hefur því enn á hans dögum verið talinn álitlegur athafnastaður, sem og sést á því, að sonur hans tók við verzluninni í Firðinum að föður sínum látnum. Á hans dögum var gerð ein mikilvæg breyting. Verzlunarstaðurinn hafði verið sunnan fjarðar frá fornu fari, á 17. öld á Hvaleyrargranda, en Hans Nansen yngri nær eignarhaldi á Akurgerði, og þá flyzt staðurinn norður fyrir fjörð, líklega skömmu eftir 1677. Margt sögulegt gerðist enn. Nú var mönnum bannað að leita út fyrir tiltekin verzlunarumdæmi, og er alkunnugt, hver meðferðin varð á Hólmfasti Guðmundssyni 1699 fyrir að selja nokkra fiska í Keflavík og fékk 16 vandarhögg fyrir. Þótt eymdin væri orðin mikil og ríki kaupmanna svo mikið, að jafnvel sjálfur Garðaprestur hafði ekki lengur í fullu tré við þá, þá var Hafnarfjörður samt aðalmiðstöð landsins. Þangað komu dönsku herskipin, þar söfnuðust kaupskipin saman til þess að hafa samflot heim til Danmerkur, þangað var rekið sláturfé af öllu Suðurlandi, því þar var eina brúklega og örugga höfnin. Það er því undarleg tilviljun örlaganna, sem réð því, að Hafnarfjörður skyldi ekki verða höfuðstaður landsins, Hafnarfjörður, sem átti svo ríkan þátt í að byggja upp borg hinna fögru turna við Sundið, sjálfa Kaupmannahöfn.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Viðleitni Skúla Magnússonar til þess að skapa iðnað innanlands með stofnun innréttinganna var hin lofsamlegasta. Og Hvaleyri var lögð til innréttinganna og Fjörðurinn gerður að höfn fyrir fiskiduggurnar, sem áttu að rétta fiskíríið við, en það stóð skamman aldur. Fjörðurinn var of fjærri innréttingunum sjálfum og þá líka Skúla fógeta í Viðey. Og árið 1757 lagði hann til, að Hafnarfjörður yrði lagður niður sem verzlunarstaður og þá til þess að lyfta undir Reykjavík. Síðan hefur óneitanlega staðið nokkur togstreita unt það, hvort Hafnarfjörður fái að lifa. En er Bjarni riddari Sívertsen réðst í hinar miklu framkvæmdir sínar, sem voru fullt eins traustar og Skúla fógeta, og keypti Ófriðarstaði og Hvaleyri, auk verzlunarhúsanna í Akurgerði, og stofnsetti jafn þarflegt fyrirtæki og skipasmíðastöð, þá sýndi hann í verki, að Hafnarfjörður væri hinn ákjósanlegasti staður til athafna. Er hann því með réttu talinn höfundur kaupstaðarins. En staður þessi byggir enn á hinu sama og Englendingar ráku augun í um 1400.

Bjarni Sívertsen

Bjarni Sívertsen.

Undirstaðan er höfnin. Það er hún, sem skapar aðstöðuna, hin ágæta höfn, sem er hin bezta við Faxaflóa enn, sem komið er. Og það er undarlegt, að hún skuli ekki vera meira notuð nú á síðustu árum til þess að létta á Reykjavíkurhöfn, sem hefur alls ekki samboðið athafnasvæði í landi miðað við þýðingu og stærð, þar sem geymslupláss er sáralítið og umferðarskilyrði ein hin lökustu, sem sjá má í borg af svipaðri stærð. Hvað sem því líður, hefur Hafnarfjörður hin ákjósanlegustu skilyrði fyrir framtíðina, og þá ekki síst með kaupum sínum á Krýsuvík, þar sem finna má hin verðmætustu auðæfi náttúrunnar hér nærsveitis og verða munu til Þess að margfalda möguleika Hafnfirðinga framtíðarinnar til afkastamikils athafnalífs og aukinna nota hinnar ágætu hafnar.“ – Magnús Már Lárusson.

Framhald er undir fyrirsögninni „Enn úr firðinum„.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 17.12.1957, „Sitthvað um Fjörðinn“ – Magnús Már Lárusson, bls. 4-6.
Hafnarfjörður 1890

Straumssel

Víða í hraununum sunnan, austan og vestan Hafnarfjarðar eru tóftir sem minna á horfna búskaparhætti. Hlaðnar réttir, fyrirhleðslur við skúta, kvíar, fjárhellar og vörður eru hluti af þeim minjum sem mest er af í Almenningi, en svo nefnist hraunið ofan Straumsvíkur. Þar eru líka tóftir frá þeirri tíð þegar haft var í seli á nær hverjum einasta bæ og koti á landinu. Eitt þessara selja var Straumssel og þar eru myndarleg tóftarbrot.

Selin framlenging á heimajörðunum
Straumssel-221Selin höfðu stóru hlutverki að gegna í Hraunum sem annarsstaðar. Þau liggja nánast í beinni línu frá býlunum á miðjum Reykjanesskaga um 3-4 km sunnan við bæina í svonefndum Almenningi, suður af Flám og Seljahrauni. Meðal þeirra voru Lónakotssel, Óttarsstaðasel, Straumssel, Gjásel og Fornasel. Að þessum selum lágu slóðir sem hétu ýmsum nöfnum s.s. Straumselsstígur, Hraungata og Skógarstígur. Um sauðburðinn var lambfé fyrst í stað haldið í heimatúninu, en lömbum í stekk svo þau gætu ekki sogið mæður sínar.  Síðan var féð rekið inn í stekkinn á kvöldin, lömbunum komið fyrir í lambakofa í stekknum og féð mjólkað að morgni. Gekk þetta svona til framyfir Jónsmessu, en þá voru ærnar rúnar áður en þær voru reknar í selið. Lömbum var haldið heima nokkru lengur, þar til þau voru rekin á afréttinn. Selráðskona eða matselja flutti sig um set í selið og hafði hún það hlutverk að mjólka féð og vinna matvöru úr mjólkinni.
Raudamelsrett-221Úr ærmjólkinn var framleitt smjör, ostur og skyr. Selráðskonan hafði með sér eina eða tvær unglingsstúlkur og smala, sem sat yfir ánum, daga og nætur. Hann hafði oft það hlutverk að strokka smjör á meðan hann sat yfir ánum og stundum var strokkurinn bundinn við bak hans og hann látinn eltast við féð á meðan smjörið strokkaðist Bóndinn kom síðan á þriggja daga fresti til að sækja smjör, skyr og annað sem framleitt var í selinu og færði heim á bæinn. Við selin eru stekkir eða kvíar og jafnvel náttból þar sem fénu var haldið yfir nóttina og gat þá smalinn sofið rólegur í selinu, eða fjárskúta sínum. Í Hraunum eru húsakynni selanna eins; þrjú áföst hús, mjólkurhús, baðstofa og eldhús. Stundum var fénu haldið langt fram á haust í seli og jafnvel allan veturinn þegar snjólétt var, en annars var það flutt heim eftir réttir og beitt á fjörur.

Búseta í Straumsseli
straumsselsstigur-221Almennt var hætt að hafa í seli um miðja 19. öldina víðast hvar á landinu og lagðist sá siður því af. Þó hélt einn og einn bóndi því áfram og eru heimildir fyrir því að Hvaleyrarbóndi hafi haft í seli við Hvaleyrarvatn lengst allra sem bjuggu í nágrenni Hafnarfjarðar. Oft voru selin ágætlega húsuð og því kjörið að nýta húsakostinn eftir að selstöður lögðust almennt af. Þegar Guðmundur Guðmundsson hafði keypt Straumsjörðina af Páli Árnasyni sem hafði keypt hana 1839 af konungssjóði. Guðmundur var gerður að skógarverði í Almenningi og settist þá að í Straumsseli. Þetta mun hafa verið um 1847. Hjá honum var faðir hans Guðmundur Bjarnason, oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann andaðist aldraður maður í Lambhaga vorið 1848, en Guðmundur skógarvörður andaðist fimm árum síðar í selinu, nánar tiltekið 1853. Þegar hann gerði Straumssel að bústað sínum klagaði leiguliði hans í Straumi búsetuna til sýslumanns.

Straumssel

Straumssel – bær skógavarðarins.

Leiguliðinn var Bjarni Einarsson en honum þótti það vera skerðing á fornum rétti landseta að skipta jörðinni upp með þessum hætti. Guðmundur lofaði að fjölga ekki býlum í Straumslandi meðan Bjarni byggi þar. Bjarni gekk að sáttinni að því tilskyldu að bygging hins gamla Straumssels væri sér með öllu óviðkomandi, skyldu yfirvöld kæra. Föst búseta var í Straumsseli í ein 40 á með hléum, enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði. Meðal ábúenda í selinu voru hjónin Kolfinna Jónsdóttir og Siguður Halldórsson sem bjuggu þar á tímabilinu 1853-1863. Eftir það fluttu þau í Hafnarfjörð og bjuggu í Kolfinnubæ sem stóð þar sem nú er Strandgata nr. 41. Farnaðist þeim vel í selinu þó kjörin væru kröpp. Bjarni sonur þeirra fæddist í Straumsseli 1857. Talið er að síðast hafi verið búið í Straumsseli 1890-1895. Guðmundur lét reisa myndarlegt bæjarhús í Straumsseli sem stóð fram undir aldamótin 1900 en þá mun það hafa brunnið. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar.

Fjárskilaréttir

Búrfellsrétt

Búrfellsrétt. Gerðið fjær.

Á haustin voru leitir því geldfé sem gengið hafði á fjörubeit um veturinn var sleppt á vorin í úthaga, bæði sauðum og gemlingum. Einnig voru lömb látin ganga sjálfala í afrétti allt sumarið og þeim þurfti að koma heim á haustin til slátrunar. Var Gjárétt í Búrfellsgjá fjallskilarétt Álftnesinga lengi vel.

Lambhagarétt

Lambhagarétt við Kleifarvatn.

Áttu allir fjáreigendur hreppsins hvort heldur voru búendur eða þurrabúðarmenn að gera fjallskil til Gjáréttar. Hraunamenn, Hafnfirðingar sunnan lækjar og Ásbóndinn fóru í svokallaða suðurleit, og höfðu náttstað í hellum við Kleifarvatn í Lambhaga.  Garðhverfingar, uppbæjarmenn, Hafnfirðingar norðan lækjar og Álftnesingar fóru í norðurleit og höfðu náttstað í Músarhelli við Valaból. Síðustu árin meðan byggð hélst í Hraunum var Guðjón Gíslason bóndi á Stóra-Lambhaga í Hraunum fjallkóngur suðurleitamanna. Þegar rétta þurfti í Hraunum var Þorbjarnarstaðarétt haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunbæina Litla- og Stóra Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot.   Rauðamelssrétt var vorrétt Hraunamanna og kallast þessu nafni þó hún hafi legið nokkuð frá melnum, en hún var skammt frá Réttargjá og voru réttir þessar aðallega notaðar til rúninga áður sem fóru oftast fram um fardagaleytið.

Hlunnindi og kvaðir
einir-221Ekki voru Hraunajarðirnar miklar hlunnindajarðir. Þó hefur kjarrskógur í Almenningi, eða Hraunaskógur, lengi talist til mestu hlunninda þessara jarða. Þar var hægt að gera kol til eldunar og stundum mátti fá þar stórvið. Kvaðir voru á jörðunum að færa nokkra hríshesta heim til Bessastaða ár hvert og jafnvel stórvið. Þessar kvaðir hafa íþyngt ábúendum jarðanna því árið 1703 kvartar Sigurður Oddleifsson ábúandi í Lónakoti við Árna Magnússon og Pál Vídalín ,,um að skógurinn í almenningum væri svo foreyddur að hann ei til treystist þar að safna kolviði til landskuldargjaldsins” til Bessastaða. Þegar birkihrís og einir eyddist voru bændur látnir rífa lyng og koma til Bessastaða. Var sortulyngið aðallega rifið því ekki mátti skerða krækiberjalyng eða bláberjalyng og enn síður beitilyngið þar eð sauðféð nærðist á því. Bændur áttu einnig að greiða afgjald til Bessastaða í dagsláttu, smjöri, fiskum, vaðmáli og mannsláni um vertíð og þurftu að fæða verkamennina að auki. Torfrista var engin, engjar voru ekki fyrir hendi og rekavon var lítil sem engin. Helstu hlunnindi voru fjörugrastekja, sölvafjara, hrognkelsatekja í lónum, selbitinn fiskur, skelfisksfjara til beitu og berjalestur.

-Jónatan Garðarsson.

Gjásel

Gjásel.

 

Tobba
Gengið var upp að Óttarsstaðaborg og um Smalaskálahæðir áleiðis upp í Brennisel. Á leiðinni var litið á Alfaraleiðina, skoðaðar leifar, sennilega kolasels, skammt norðvestan Brennisels og síðan haldið upp að Álfakirkju og skoðað fjárskjól þar undir kirkjunni; klofnum hraunkletti.
Óttarsstaðafjárborgin er heilleg. Hún hefur einnig verið nefnd Kristrúnarborg eftir samnefndri konu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hafði forgöngu um byggingu hennar um 1870.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).

Í Smalaskálahæðum eru sprungur. Ein þeirra kom við sögu í nýlegu sakamáli. Í hæðunum er falleg hraunskál með rauðamölshæð. Á henni var listaverk, sem nú er að mestu skemmt; Slunkaríki.
Tólf bæir, lögbýli, hjáleigur og þurrabúðir stóðu á ströndinni frá Straumsvík að Lónakoti. Þar var kallað í Hraunum og heitir svo enn þó að nú sjáist þar aðeins garðar, tóftir og nokkrir sumarbústaðir. Sjóróðrar voru snar þáttur í lífsbaráttunni, ekki sízt á Hraunabæjunum þar sem landkostir voru litlir og landþrengsli mikil. Þá hefur munað um sjávarfangið. Annar bjargræðisvegur á Hraunabæjunum var sauðfjárbúskapur, sem hefur þó verið í smáum mæli hjá flestum vegna þess að túnin voru varla annað en smáblettir og engjar ekki til. Hinsvegar var treyst á kvistbeit í hraununum og ekki tíðkaðist að taka sauði á hús. Þeir voru harðgerðar skepnur; leituðu sér skjóls í hraunskútum í aftökum, en gengu hrikalega nærri beitarlandinu.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).

Á heimildum eins og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín má sjá að algeng búfjáreign á Hraunabæjunum í upphafi 18. aldar hefur verið 1-3 kýr og aðeins 18-20 kindur. Síðar á sömu öld snarfækkaði fé af völdum fjárkláðans sem átti upptök sín skammt frá, á Elliðavatni. Búfé í Hraunum fjölgaði á 19. öld og fram á þá 20. Þá var algengt að 80-100 fjár væri þar á bæjunum, svo og tvær mjólkandi kýr og ef til vill ein kvíga að auki. Á stærri jörðunum áttu menn tvo hesta en smákotin stóðu ekki undir hrossaeign. Af manntölum má sjá að víða hefur verið mannmargt á kotunum og stórir barnahópar komust þar upp. Það er nútímafólki gersamlega óskiljanlegt hvernig fjölskyldur gátu framfleytt sér á landlausum hjáleigum, þar sem bústofninn var nokkrar kindur . Líklega hefur munað mest um sjávarfangið.
Þarna bjó fólk fram á miðja 20. öld og lifði nánast á engu eftir því sem okkur finnst nú.
Hraunabæir áttu kirkjusókn að Görðum í Garðahreppi, sem er talsvert löng leið fyrir gangandi fólk. En það var engum vorkennt að ganga þessa leið til kirkju; heldur ekki börnunum sem á fyrstu áratugum 20. aldarinnar gengu alla þessa leið til þess að komast í skóla. Síðar fengu þau skólastofu í húsinu á Óttarstöðum eystri.

Brennisel

Brennisel – kolagröf fremst.

Umhverfis Óttarsstaðabæina er eina umtalsverða og samfellda graslendið í Hraunum, enda var byggðin þéttust þar. Í hrauninu sjást minjar um sauðfjárbúskapinn. Þar eru nátthagar, kvíaból og fjárskútar, fallega hlaðin fjárborgin og réttir. Í Almenningi eru fimm selstöður: Lónakotssel, Óttarsstaðasel, Straumsel, Gjásel og Fornasel. Þar var haft í seli og þar bjó fólk og starfaði sumarlangt, frá 6. til 16. viku sumars.
Við upphaf nútíma fyrir um 10 þúsund árum var öðruvísi um að litast en nú á ströndinni frá Straumsvík vestur að Kúagerði. Raunar var það fagra land, þar sem Hraunabæirnir stóðu, alls ekki til. Ströndin var þá 2-3 km innar, en í goshrinum á Reykjanesskaga, sem einkum hafa orðið á 1000 ára fresti, rann hvert hraunlagið yfir annað og færði ströndina utar. Ein slík hrina varð fyrir um 2000 árum, önnur fyrir um 1000 árum og samkvæmt því ætti að vera kominn tími á næstu hrinu.

Búrfellshraun

Búrfellshraun – kort. Hér má sjá hverning hraunið mótaði umhverfi Hafnarfjarðar fyrir 5000 árum.

Á síðasta jökulskeiði lá jökulfargið meira og minna yfir Reykjanesskaga, en hafði að því er virðist ekki áhrif á gosvirknina. Stundum náðu hraunin að dreifa úr sér þegar íslaust var, en stundum gaus undir ísnum og gosefnin hlóðust upp í geilinni sem þau bræddu, hörðnuðu þar og urðu að móbergi. Sum hraun sem náðu að renna og dreifast hurfu alveg undir önnur nýrri. Það elzta sem sést á yfirborði í námunda við þetta svæði er Búrfellshraun, sem rann fyrir um 7.300 árum og Norðurbærinn í Hafnarfirði er byggður á.
Fyrir um 5000 árum varð mikið gos í Hrútagjá, nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Hraunið, sem kennt er við Hrútagjárdyngju, rann til sjávar og myndaði svæðið vestan við Straumsvík þar sem Hraunabæirnir voru byggðir, nærri 4000 árum síðar.

Hellnahraun

Hraun í nágrenni Hafnarfjarðar.

Fyrir utan hraunið úr Hrútagjá hafa tvær aðrar dyngjur átt mikinn þátt í að móta ásýnd Reykjanesskagans vestantil. Þó það komi Hraunabæjunum ekki við má geta þess hér til fróðleiks að flæmi hrauna úr dyngjunni Þráinsskildi þekja svæðið frá Kúagerði að Vogastapa og enn vestar er dyngjan Sandfellshæð; hraun úr henni dreifðust allar götur vestur í Hafnir.
Síðar hafa yngri hraun fyllt upp í lægðir og stundum náð til sjávar. Nærtækt er að benda á snarbratta brún Afstapahrauns við Kúagerði. Það er síðari tíma hraun eins og Kapelluhraunið austar. Hraunið undir landi Hraunabæjanna hafði góðan tíma til að gróa upp áður en nokkur lifandi skepna gekk um það og myndaðist víða kjarr í því, eða skógur, sem eyddist af rányrkju á öldum fátæktarinnar. Stærsti hluti þessa hraunflæmis heitir Almenningar og bendir til að þar hafi verið óskipt beitiland.

Tvíbollahraun

Tvíbollahraun.

Hin reglubundna dagskrá fór í gang á ný fyrir um 1000 árum; Ísland þá búið að vera numið á aðra öld og ef til vill enn lengur. Þá rann Hellnahraunið yngra, sem svo er nefnt, frá Tvíbollum í Grindaskörðum og náði einn hraunstraumurinn langleiðina til Straumsvíkur, en óvíst er að nokkur bær hafi þá verið í Hraununum; elztu heimildir um byggð þar eru frá því um 1200.
Frá fornu fari hafði ábúendum og öðru fólki á Reykjanesskaga verið skipt í útnesjamenn, sem bjuggu utan við Kúagerði, og innnesjamenn sem til að mynda bjuggu í Hraunum og á Álftanesi. Fram á 20. öld var mikil umferð ríðandi, en mun oftar þó gangandi manna suður með sjó og þaðan „inn“ í Hafnarfjörð og Reykjavík. Menn fóru í verið til Suðurnesja og svo þurfti að ná í blessaða þorskhausana og reiða þá austur í sveitir á baggahestum.

Brennisel

Brennisel – skjól.

Þorskhausalestir voru dagleg sjón á vorin. Enginn var vegurinn, aðeins götur sem fótspor hesta og manna höfðu markað og þær lágu í krókum og krákustígum eftir því hvar skást var að komast yfir hraunin.
Alfaraleiðin suður með sjó lá ekki um hlöðin á Hraunabæjunum, heldur lítið eitt sunnar, raunar sunnan við Keflavíkurveginn eins og hann er nú. Þessar götur eru nú löngu upp grónar, en samt sést vel móta fyrir þeim.
Lengst af voru Hraunabæirnir í Álftaneshreppi, en þegar Álftaneshreppi var skipt í Bessastaða- og Garðahrepp 1878, var talið að Hraunin væru hluti Garðahrepps eins og Hafnarfjörður. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908 voru Hraunin áfram talin tilheyra Garðahreppi, en þau komu í hlut Hafnfirðinga árið 1967 þegar gerður var makaskiptasamningur við Garðabæ.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta.

Nú má spyrja hvers virði Hraunajarðirnar séu þegar búskapur þar hefur lagzt niður. Án efa eru Hraunin mikils virði, þó ekki væri vegna annars en þess að þau eru rétt við þröskuldinn á höfuðborgarsvæðinu. Mörgum þætti ugglaust freistandi að byggja þar og má minna á, að í tímaritinu Arkitektúr verktækni og skipulag frá 1999, viðrar Gestur Ólafsson arkitekt hugmynd um samfellda borgarbyggð frá Keflavík til Hafnarfjarðar. Með öðrum orðum: Höfuðborgarsvæðið verði í framtíðinni byggt á þann veginn í stað þess að teygja það upp á Kjalarnes.
Í landi Hafnarfjarðar er að finna mikla arfleifð gamalla bygginga og mannvistarleifa sem segja sögu bæjarins. Þessar minjar ber að varðveita fyrir komandi kynslóðir.

Álfakirkja

Fjárskjól undir Álfakirkju.

Upphaf náttúruverndar í Hafnarfirði má rekja til þess er málfundafélagið Magni fékk Hellisgerði til afnota árið 1922 og var tilgangur félagsins að koma í veg fyrir að sérkenni og tilbreytni frá náttúrunnar hendi hyrfi úr umhverfi byggðarinnar við mannvirkjagerð. Einnig var það markmið fyrstu skipulagsáætlunarinnar í bænum sem staðfest var árið 1933, að helstu einkennum hraunsins og fegurstu hraunborgunum skyldi lofað að standa án skemmda.
Mikið er af minjum í landi Hafnarfjarðar, rústum ýmis konar, gamlar alfaraleiðir, þurrabúðir, skreiðarklappir o.fl. Til þess að vernda þessar minjar þarf að hafa góða heildarsýn, hverju á að halda og hverju á að sleppa. Samkvæmt lögum teljast fornleifar hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Friðlýstar fornminjar í bæjarlandinu eru 16. Fornleifastofnun Íslands hefur útbúið skrá yfir fornleifar í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og fyrsti hluti þeirrar vinnu kom út árið 1998.

Straumssel

Straumssel.

Til þess að minjar í Hafnarfirði öðlist gildi fyrir almenning er nauðsynlegt að auka fræðslu og upplýsingar um einstaka staði og hluti af verndunarstarfi að kynna og fræða. Því er þörf á átaki í minjaskiltum, merkingu svæða og stikun þeirra. Sérstaklega á þetta við innan bæjarmarkana, því þar eru rústir víða án vitneskju bæjarbúa. Í dag er eitt minjaskilti í landi Hafnarfjarðar og er það við Krýsuvíkurkirkju.
Svonefnt Brennisel virðist hafa verið aðstaða til kolagerðar. Slík aðstaða hlýtur að hafa verið víða frá Hraunbæjunum því mikil hrístekja og skógarhögg hefur átt sér stað í grónum hraununum og uppi í Almenningum. Norðvestan við Brenniselið má slá leifar af annarri svipaðri aðstöðu. Í hraunbollanum þar sem selið er, er tóft, nú þakin runnum. Skammt utar, í norðaustur, er hlaðið fyrir skúta; gæti verið fjárskjól.

Álfakirkja

Álfakirkja.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem saman var tekin 1703, eru talin upp hlunnindi jarða, þar á meðal skógarhögg til kolagerðar. Við lauslega athugun teljast sjötíu og sjö jarðir í sýslunni eiga skógarhögg á Almenningum. Skiptin er þannig eftir hreppum: „Grindavíkurhreppur 7 jarðir, Rosmhvalaneshreppur 24 jarðir, Vatnsleysustrandarhreppur 20 jarðir, Álftaneshreppur 21 jörð og Seltjarnarneshreppur 5 jarðir.
Ekki liggur ljóst fyrir hvar þessir almenningar hafa verið. Þó er örnefnið til á milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns. Af orðalagi má þó ráða, að með Almenningum sé stundum átt við uppland, þar sem landamerkjum jarða sleppir. Nokkrar jarðir hafa ennþá haft skógarhögg á heimajörð og eru þessar nefndar.

Almenningur

Gengið um Almenning í Hraunum.

Krýsuvík, heimaskógur lítill, Hvassahraun, hrísrif á heimalandi og einnig notað í heyskorti. Lónakot á Álftanesi, skógur að mestu eyddur, en notaður jafnvel fyrir nautpening. Hvaleyri, að mestu eytt. Setberg, hefur átt skóga til forna. Garðar á Álftanesi á skóg og tekur mjög að eyðast. Vífilsstaðir, skóg hefur jörðin átt og er hann nú eyddur svo mjög að kolagerð minnkaði um fjórar tunnur. Hólmur, skóg hefur jörðin átt, sem nú er aldeilis eyddur. Jörðin Reykjavík átti þá sel undir Undirhlíðum norðan við Kleifarvatn, þar var hrísrif til nota fyrir selið.“
Í Álftanes- og Seltjarnarneshreppi er talað um einn eða tvo hríshesta (hestburði) á hverja jörð, en sunnar á Reykjanesinu er ekki talað um slíkar takmarkanir.
Í gegnum þessi skrif má lesa, að menn hafa gert sér grein fyrir því, að skógarnir eyddust, en annað var ekki tiltækt til kolagerðar og eldiviðar.
Gengið var upp að Álfakirkju. “Kirkjan” er klofinn hraunhóll. Undir honum er fjárskjól. Hlaðið er upp í lárétta sprungu í hólnum. Inni er rúmgott skjól, sem virðist hafa verið mikið notað. Páfakjör kaþólikka fór fram um svipað leyti og gangan. Minnti hraunhóllinn óneitanlega á Sixtusarkapelluna í Róm þótt enginn væri reykurinn.

Smalaskjól

Smalaskjól við Smalaskálahæð.

Ekki er vitað með vissu hvenær búskapur hófst í Hraunum. Þó er talið, útfrá fornum rústum og skipan þeirra, að búskapur hafi verið við Óttarsstaðir í kringum árið 1200.
Sunnan Reykjanesbrautar í Almenningi eru selin í 3 – 4 km fjarlægð frá bæjunum. Selin voru einskonar framlenging á búskap jarðanna. Snemma á sumrin flutti vinnufólk sig upp í selin með kindur og kýr og stundaði þar búskap til haustsins. Á þessum tíma var aflað matar og afurðir unnar fyrir komandi vetur.
Við helstu götur og við sum selin eru náttúrlegir brunnar í klöppum sem geymdu rigningarvatn fyrir ferðalanga, fjársmala, matselju og þá sem leið áttu hjá. Þá má ennfremur sjá nátthaga, fjárskjól og smalaskúta við selin. Í Straumsseli og Óttarsstaðaseli voru brunnar.
Sauðfjárbúskapur var aðalbúgreinin í Hraunum. Sauðfé var haft á útigangi í Almenningi eða á fjörubeit. Sauðir voru ekki teknir á hús og leituðu sjálfir í skjól eða skúta í illviðrum. Fjárskjól leynast víða í Hraunum. Sauðamenn eða smalar fylgdu sauðum sínum og unnu oft einmanalegt og erfitt starf.
Búskapur lagðist af að mestu á kreppuárunum eða um 1930. Búið var í Óttarsstöðum eystri til ársins 1952 og í þeim vestri til 1965. Síðasti ábúandi Hraunanna var Guðmundur Sigurðsson bátasmiður, sem lést árið 1986.

Heimildir m.a.:
-http://www.simnet.is/annalar/hvassahraun/temp5-gudmundur-hvassahraun.htm
-http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/skipulag_og_framkvaemdir/stadardagskra/

Bekkjaskúti

Bekkjaskúti.

Garðahraun

Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði nokkur málverka sinna í Garðahrauni þar sem hraunmyndanir voru notaðar sem fyrirmyndir (,,Kjarvalssvæði“). Árið 1955 var haldin yfirlitssýning á verkum Kjarvals í Listasafni Íslands. Um 25.000 manns sóttu sýninguna. Þá hafði hann uppgötvað Gálgahraun á Álftanesi og hafði málað þar oft, stundum nokkrar myndir af sömu fyrirmyndinni. Þrátt fyrir verðmætin, sem í verkum Jóhannesar felast, eru mótvív hans, þ.e. hraunmyndanirnar, ekki síður verðmætar.
KjarvalJóhannes Sveinsson Kjarval fæddist í Efriey í Skaftafellssýslu árið 1885. Fjögurra ára var hann sendur í fóstur til frændfólks síns í Geitavík í Borgarfirði eystra og ólst þar upp.
Þegar Kjarval var 17 ára fluttist hann til Reykjavíkur. Hann hafði lengi verið áhugasamur um myndlist og einsetti sér að mennta sig og taka framförum á listabrautinni. Vann hann fyrir sér með sjómennsku og ýmsum störfum í landi en teiknaði og málaði þegar tími vannst til.
Kjarval var ljóst að til að ná árangri í myndlist yrði hann að fara utan. Síðla árs 1911 sigldi hann með togara til London með það að markmiði að komast inní Konunglega listaháskólann. Ekki fékk Kjarval skólavist en hann notaði tímann í London til að skoða söfn og mála. Næsta vor hélt hann til Kaupmannahafnar. Að loknu árs teikninámi við tækniskóla fékk hann inngöngu í Konunglega listaháskólann. Þar stundaði hann nám næstu árin og brautskráðist í árslok 1917.
KjarvalskletturÁ námsárunum kom Kjarval oftast heim á sumrin og málaði. Að loknu náminu í Kaupmannahöfn ferðaðist hann um Norðurlönd og dvaldist einnig um hríð á Ítalíu.
Kjarval fluttist til Reykjavíkur við upphaf 20. aldar. Þá var höfuðstaðurinn mjög frábrugðinn því sem nú er. Um aldamótin bjuggu í Reykjavík tæplega 7000 manns, flestir í torf- eða timburhúsum. Fyrsta myndlistarsýningin á Íslandi var haldin árið 1900. Þá sýndi Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) málverk sín. Þórarinn var fyrsti íslendingurinn sem fór til útlanda gagngert til þess að læra listmálun, en Ásgrímur Jónsson (1876-1958) varð fyrstur íslendinga til að gera myndlistina að aðalstarfi sínu. Kjarval naut tilsagnar beggja þessara manna.
KjarvalÁ fimmtugsafmæli Kjarvals 1935 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Menntaskólanum í Reykjavík. Með þeirri sýningu festi hann sig í sessi sem einn ástsælasti og virtasti málari þjóðarinnar. Vinsældir hans jukust og fjárhagurinn batnaði. Árið 1945 sýndi hann 41 mynd í Listamannaskálanum. Af þeim seldust 38 strax fyrsta klukkutímann. Á hálfum mánuði sáu um 14 þúsund manns sýninguna, eða um þúsund gestir á hverjum degi. Þessi mikli áhugi endurspeglaði ekki aðeins aukinn áhuga á list Kjarvals heldur einnig breytingu sem var að verða á íslensku samfélagi.
KjarvalskletturEftirfarandi tilvitnanir lýsa vel viðhorfi Kjarvals til náttúrunnar, lífsins og listarinnar: „Það er svo mikill vandi að vera manneskja. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir mig. Við höfum margs að gæta, náttúran leikur við mannseðlið og ef við gætum okkar ekki á leik náttúrunnar verður engin list til. Og við verðum að hugsa um steinana. Við megum ekki alltaf láta þá liggja undir skugganum okkar, við eigum stundum að klappa þeim og hlusta á þá og heyra hvað þeir hugsa.“
Kjarval málaði víða um land. Fram til 1939 fór hann aðallega á Þingvöll og aðra staði í nágrenni Reykjavíkur. Bágur efnahagur takmarkaði möguleika hans til ferðalaga. Eftir 1939 ferðaðist Kjarval meira um Samalandið. Staðir sem hann fór oft á að mála voru: Þingvellir, Svínahraun, Álftanes, Snæfellsnes, Skagaströnd, Vestur-Skaftafellssýsla og Borgarfjörður eystri.
Í útvarpsviðtali frá 1957 segir Kjarval um verk sín: „Listin mín er innifalin í mótívinu og á mörgum myndum af sama mótívi ef mér finnst það vera það gott að það sé hægt að búa til margar myndir af því úr sama stæði, ekki kóperuð mynd af mynd, heldur standa og sjá mótívið í mismunandi veðri.“
Oft er talað um að með landslagsmyndunum sem Kjarval málaði á síðari hluta ævinnar hafi þjóðin lært að sjá og meta fegurðina sem býr í íslenskum mosa og hraungrjóti. Áður var náttúrufegurð einkum talin felast í tignarlegum fjöllum, birkihríslum og grænum túnum.
MálningHér er ekið dæmi í Garðahrauni (Gálgahrauni), sem Kjarval festi á striga, stundum nefndur Kjarvalsklettur. Sjá má hleðslu í skjóli undir klettavegg þar sem hann hefur setið og málað klettinn. Ofan við skjólið eru litir þar sem hann hafði skolað úr penslum sínum. Þessi ummerkri sjást enn á vettvangi:
Þótt staðir sem Kjarvalsfyrirmyndir teljist ekki til fornleifa og eigi því ekki að vaðveitast sem slíkir er engu að síður ástæða til að umgangst þá af virðingu því það kom ekki af engu að listamaður með svo næmt auga fyrir fegurð umhverfisins taldi ástæðu til að festa þá á striga svo aðrir mættu njóta þess með honum til framtíðar.

Heimild:
-www.listasafnreykjavikur.is

Garðahraun

Kjarvalsklettur í Garðahrauni.

Hengill

Gengið var til suðurs frá ofan[vestan]verðum Dyradal og inn með vestanverðum Henglafjöllum [Hengilsfjöllum] þar sem þau mæta Mosfellsheiði. Þar sást vel hvar Dyravegurinn liðaðist niður heiðina áleiðis að Lyklafelli.
Útilegumannahellir í EngidalMargar þjóðleiðir lágu milli byggða um Hengilssvæðið fram eftir öldum. Hellisskarðsleið liggur frá Kolviðarhóli austur yfir Hellisheiði og niður hjá Reykjum í Ölfusi. Vegur milli hrauns og hlíðar, frá Kolviðarhóli, um Hellisskarð og síðan austur með Stóra-Skarðsmýrarfjalli yfir Bitru, um Þverárdal og niður hjá Króki eða Hagavík. Dyravegur, frá Elliðakoti við Nátthagavatn, austur yfir Mosfellsheiði norðan Lyklafells, um Dyradal og Rauðuflög og niður hjá Nesjavöllum.
Í Mbl. í júli 1981 má lesa eftirfarandi lýsingu um Dyraveginn: „Allt til þessa dags hefur þeim leiðum, sem forfeður okkar, mann fram af manni, fetuðu eftir í aldaraðir, verið lítill sómi sýndur. Við leggjum mikla áherslu á söfnun gamalla muna og varðveislu fornra bygginga og er það vel, en er það nokkur fjarstæða að viðhalda á sama hátt þessum gömlu götum, sem nú víða eru horfnar með öllu, en bera á sinn hátt þögult vitni um þá hörðu baráttu, sem þjóðin háði fyrir tilveru sinni? Í þeim flokki er Dyravegur. Frá fornu fari lá leiðin frá Þingvöllum suður með vatninu að vestan til Nesjavalla. 

Útilegumannahellir í Engidal

Þeir sem bjuggu austan við Sogið komu einnig að Nesjavöllum, eftir að hafa sundlagt hestana og farið á ferju yfir fljótið fyrir neðan Dráttarhlíð, þar sem Steingrímsstöð er nú. Þessa leið fóru Skálholtsmenn fyrrum, þegar þeir fluttu vistir að og frá biskupsstólnum, en sá staður þurfti mikils við, þegar umsvifin þar voru sem mest. Enda hlaut þessi leið nafnið Skálholtsmannavegur. Þegar þessar tvær leiðir höfðu sameinast á Nesjavöllum, lá hún vestur yfir Dyrafjöllin, þvert yfir Sporhelludal og Dyradal. Við Húsmúla greindist leiðin aftur. Þeir sem ætluðu til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar tóku stefnuna á Lyklafellið, en þeir sem ætluðu í Selvog eða á sunnanvert Reykjanes héldu suður með Húsmúlanum og stefndu á Lágaskarð austan við Stórameitil. Í þessari ferð skulum við kynnast Dyraveginum nokkru nánar. Við yfirgefum bílinn sunnan undir Húsmúlanum og göngum eftir Bolavöllum, sem eru að vestan við hann.
Engidalur ofanverðurÞar komum við fljótlega á grasivaxna götutroðninga, sýnileg merki þeirrar umferðar sem hér var fyrr á tímum. Troðningarnir eru skýrir og auðvelt að fylgja þeim, sem við gerum að sjálfsögðu. Brátt komum við inn í Engidal. Eftir honum fellur Engidalsáin, sem myndast úr smá lænum og uppsprettum er koma úr vesturhlíðum Hengilsins. Lengsta kvísl hennar kemur frá Marardal. Þangað liggur götuslóði, en annars er gamla gatan vestan við Marardalinn, en við tökum á okkur krók og Fyrirhleðslur í Marardalheimsækjum dalinn. Það er þess virði. Marardalur er sigdæld, neðanundir Skeggja, en svo nefnist hæsti tindur Hengilsins. Brattar hlíðar liggja að honum á alla vegu, botn hans er rennisléttur og um grundirnar liðast fagurtær lækur. Smá skarð í dalsbrúnina er í suðvesturhlið hans. Um það rennur lækurinn. Skarðið er svo mjótt, að menn verða að ganga þar inn í einfaldri röð. Merki um grjótgarðshleðslu er þar, því áður fyrr voru naut og önnur geldneyti höfð þar að sumarlagi og lokuð þar inni með þessum grjótgarði. Við höldum inn eftir dalnum og fikrum okkur svo upp bratta brekkuna og upp á norðurbrún hans. Þar blasir við allbreitt vik eða dalskvompa sem gengur inn í fjallið. Þar komum við aftur á gömlu götuna og henni fylgjum við eftir það. Úr þessu hækkar gatan og liggur upp brekkurnar til austurs og upp á vesturbrún Dyradalsins. Hann er ekki ósvipaður Marardal, hlíðabrattur og rennsléttur í botninn. Skuggamynd í MarardalHér er gatan skýr og glögg, sem einkum skal þakka sauðkindinni, sem ræður hér ríkjum í sumarhögunum. Gatan liggur þvert yfir dalinn og stefnir í skarð, milli tveggja kletta, í austurhlið hans. Þar komum við að hinum nafnkenndu dyrum, sem þessi leið er kennd við. Smálækur fellur um um Dyrnar, sem eru ekki nema ca. 2 m á breidd. Líklega á hann einhvern þátt í myndun Dyranna, en annars eru öll fjöll hér um slóðir mynduð úr móbergi, sem vatn og vindar vinna á jafnt og þétt. Tafsamt hefur verið að koma hestalestunum í gegn um dyrnar. Menn hafa orðið að taka klyfjarnar ofan, teyma hestana síðan í gegn um skarðið og láta svo aftur upp. En um það var ekki að fást, þetta var hluti af striti dagsins. Austan við Dyrnar eru einir þrír smádalir með bröttum hálsum á milli. Yfir þá liggur leiðin og hefur margur klyfjahesturinn trúlega svitnað ærlega á þeirri leið. En er þeir eru að baki opnast skyndilega nýtt útsýni. Þar blasa Nesjavellir við augum, Þingvallavatn og fjallahringurinn í norðri og austri. En sunnar bera hverareykir Hengilssvæðisins við loft.“
Þegar komið var inn í Engidal var byrjað á því að skoða tvö útilegumannaskjól þar í vestanverðum dalnum. Utan við munnana mátti sjá vordropa á móbergsstandi.
Ólafur Briem fjallar um útilegumenn á Reykjanesskaganum í bók sinni “Útilegumenn og óðar tóttir”. Bókin var gefin út árið 1959, en var síðan endurskoðuð og endurbætt í nýrri útgáfu 1983. MarardalurÍ eftirfarandi umfjöllun er stuðst við síðari útgáfuna.
“Fyrstu útilegumenn, sem um getur á Reykjanesfjallgarði, eru Eyvindur Jónsson úr Ölfusi – sem kalla mætti hinn eldra til aðgreiningar frá Fjalla-Eyvindi – og fylgikona hans: Margrét Símonardóttir.” Þessum hjúum er lýst annars staðar á vefsíðunni. Í alþingisbók 1768 er þess getið að manneskjur þessarar “urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undan Erfiriseyjarseli (svo) í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris [árið 1677] með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á nefndnum Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu…” Þetta ár tóku Eyvindur og Margrét út líkamlega refsingu í Kópavogi þann 3. desember fyrir útileguna og “hnígandi þjófnaðar atburði” og voru síðan afleyst af biskupnum í Skálholti.
Myndanir ofan DyradalsEkki leið á löngu þangað til að “þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útileguvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust.” Síðan voru þau bæði dæmd til dauða, og fór aftan fram 3. júlí 1678.
Í Setbergsannál segir að þau Eyvindur og Margrét hafi fundist “í helli á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellsveit og lifðu á kvikfjárstuld.” Í Fitjaannál segir, að þau hafi í síðara skiptið lagst út í Henglafjöllum. Hellirinn í Mosfellsheiði er að öllum líkindum hellirinn ofan við Lækjabotna er fyrr var nefndur, enda var það hluti af Mosfellslandi fyrrum. Hann gæti einnig verið annar tveggja í Henglinum. Í honum eru skútar á tveimur stöðum, hvor skammt frá öðrum. Á öllum stöðunum sjást enn hleðslur.
DyradalurLeitt hefur verið að því getum að hellir í hraunbólu sunnan við Þríhnúka gæti hafa verið bæli Eyvindar og Margrétar um tíma, en telja verður það ósennilegt. Umbúnaður á helli þessum var síðar “betrumbættur” og sett hurð á dyraopið. Náttúrulegur bálkur er inni og steinker í gólfi. Hins vegar er með þessa hranbólu líkt og aðrar; þær halda ekki vatni og væri því viðvarandi vist þarna verri en engin. Líklegt má telja að skjólið hafi um tíma verið notað af refaskyttum, sem lágum löngum við hlíðarnar, líkt og sjá má á tóftum undir þeim.
“Í höfða þeim í landi Villingavatns eru tveir hellar. Um þessa hella er til þjóðsaga, sem prentuð er í “Íslenskum sagnaþáttum” Guðna Jónssonar (VII, bls. 84-86) eftir handriti Magnúsar Magnússonar á Villingavatni. Í sögunni eru hellarnir nefndir Skinnhúfuhellir og Símonarhellir. Skinnhúfuhellir er norðaustan í Dráttarhlíð um 200-300 metra fyrir vestan stífluna, þar sem Sogið féll úr Þingvallavatni, miðja vega frá vatninu upp í Dyravegurinn á Mosfellsheiðiklettabrún. Hellirinn er fjögurra til fimm metra langur, tveggja metra breiður og manngengur að meira en hálfu leyti. Í áttina að Þingvallavatni eru manngengar dyr um það bil í hnéhæð frá hellisgólfi. Annað op er til hægri handar, þegar inn er gengið. Það hefur verið byrgt með grjótvegg, sem er hruninn að ofanverðu. Gólfið í Skinnhúfuhelli virðist hafa verið sléttað og mýkt með mosa. Samkvæmt sögunni er hellirinn kenndur við förukonu, sem kölluð var Elín skinnhúfa og lá þar úti skamma hríð um 1770. Um 100 metrum vestar er hellisgímald, sem nefnt er Símonarhellir, í sama berginu og sömu hæð. Mestan hluta leiðarinnar milli hellanna er mjótt þrep í brekkunni, en næst Símonarhelli er einstigi. Þjóðsagan kennir þennan helli við Símon nokkurn, smalamann á Villingavatni, sem var lagsmaður Elínar skinnhúfu.” Hér að framan er getið um að Eyvindur og Margrét hafi hafst við í hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign. Hér gætu þau hafa dvalið um sinn enda má berja þarna mannvistarleifar augum.
Dyrnar í DyradalÍ sögu Jóns Grunnvíkings er fjallað um Völustakk, útilegumann í Hengli. Þórður Sigurðsson á Tannastöðum sagði frá því í Lesbók Morgunblaðsins 1939 að hann hafi heyrt sem unglingur að útilegumenn, 6-7 saman, hefðu verið í Henglinum. “Þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hefði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þar skipshöfn, sem hefði gert níðingsverk, en aldrei heyrði ég, hver þau hefðu átt að vera.” Menn úr Ölvesi og Grafningi, 50 – 60,  tóku sig til og héldu með liðsafnað á hendur útilegumönnunum. Hellismenn tóku að flúja, hver sem best mátti, en sveitamenn eltu þá af mesta ákafa og mest þeir er fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan, en vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Við Þjófahlaupin voru allir hellismenn drepnir.”
VordropinnÞá var haldið yfir í Marardal eftir móbergsöxlinni. Syðst í dalnum eru hleðslur svo og skammt norðaustar. Þar skammt frá er skilti. Á því stendur: „Nautaréttir í Marardal – Marardalur er ákjósanlegt aðhald frá náttúrunnar hendi, enda aðeins ein leið greiðfær inn í hann. Hér voru nautaréttir fram undir 1860. Í þá daga voru nautgripir aðrir en mjólkandi kýr reknir á afrétt á Mosfellsheiði og hellisheiði á sumrin, einkum úr Ölfusi og Grafningi. Einnig var eitthvað umað naut kæmu lengra að og voru þau flest rekin úr Viðey. Réttardagur var 3. okóber, eða því sem næst, og voru það fáir en vaskir menn sem sáu um smölun og réttarstörf. Alls munu nautin hafa verið hátt í 200 að tölu þegar mest var. Þegar þau höfðu verið rekin inn í dalinn og þau skilin í hópa og aflaust hefur verið reynt meira á þolinmæði og líkamsburði en sundurdráttur í fjárréttum. Þá var hver hópur rekinn til síns heima. Nautin voru yfirleitt mörkuð á eyrum.“
Auk þess stendur: „Enn sjást glöggar hleðslur víða í sköðrum í hömrunum sem girða dalinn af. Skýrustu hleðslunar eru í suðurenda dalsins og í miðri austurhlið þar sem göngustígurinn liggur um. Þær áttu að varna því að nautin eða aðrar skepnur sem í haldi voour, slyppu. Getgátur eru um að mannýg naut hafi verið geymd í dalnum sumarlangt en samkvæmt lögum var bannað að reka slíkar skaðræðisskepnur á afrétt.
Nokkrir litlir hellar eru í berginu umhverfis Marardalinn. Að minnsta kosti einn þeirra var notaður sem skýli fyrir réttarmenn. Þessi hellir er skammt austan við götuna inn í dalinn, um þrjá metra uppi í hlíðinni. enn má sjá hlöggar hleðslur fyrir Skeggi gnæfir hæst á Henglihellismunnanum en þar hafa menn getað hvílt lúin bein í friði fyrir nautunum. Í fleiri hellum sjást mannaverk, til dæmis hleðsluleifar og áletranir eins og ártöl og fangamörk á veggjum.
Eftir að nautaréttir í Marardal voru aflagðar, héldu Ölfusungar áfra, að reka naut sín á afrétt en því var hætt um aldamótin 1900. Síðustu árin héldu nautin sig mest í Hengladölum en komu stunum niður í byggð og þóttu ekki beinlínis góðir gestir. Þau gátu gert usla í túnum og á engjum, veltu heysátum um koll og hentu heyinu í háaloft. Tímaferkt var að reka nautin til fjalls á ný og þurfti til þess fullgilda menn sem voru kunnugir leiðum um fjallið.“
Framangreint skjól var skoðað, en það er í austanverðum dalnum miðjum. Gróið er framan við hellisskúta, en innan við gróningana hefur verið ágætt skjól. Sandur og mold hafa safnast saman innan við grónar hleðslur. Staðnæmst var um stund í miðjum dalnum og hlustað á vorkomuna. Vorbrestirnir í ísskáninni á tjörn í sunnanverðum dalnum bergmáluðu milli veggjanna. Sumarið var óumdeilanlega framundan. Marardalslækurinn var í vexti, ef vöxt skyldi kalla.
Þegar komið var upp úr Marardal norðanverðum er fagurt útsýni yfir dalinn og utanvert umhverfið. Nú var Reykjaveginum fylgt um fjallsaxlirnar, um Skeggjadal og niður í Dyradal. Ægifagurt útsýni er til allra átta, auk þess sem Skeggi gnæfir tilkomumikill yfir dýrðinni í suðri.
Komið var niður á öxlina þar sem Dyravegurinn liggur yfir frá framangreindum stað og áleiðis niður í dalinn. Dyrnar í Dyradal eru í austanverðum dalnum. Innar er Sporhella, móbergsklöpp þar sem markað er fyrir fótum, hófum og klaufum liðinna alda er leið áttu um skarðið.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Briem – Úilegumenn og auðar tóttir, 1983, bls. 142-169.
-Mbl 25. júlí 1981.

Dyradalur

Dyradalur – dyrnar.

 

Hafnarfjörður

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaði, 1960 fjallar Gísli Sigurðsson um „Lækinn okkar„:

„Hafnarfjarðarlækur eða Hamarskotslækur eins og hann heitir réttu nafni, — er stærstur lækja þeirra og merkastur, er renna til sjávar í Hafnarfjörð. Upptök sín á hann aðallega í Urriðakotsvatni, en vatnasvæði hans er nokkru stærra, og er ekki úr vegi að athuga það nokkuð. Í suð-vesturhorn vatnsins rennur lítill lækur, er kemur úr Oddsmýri og Oddsmýrardal, dalkvos milli Svínholts og Setbergshlíðar, og heitir Oddsmýrarlækur. Í mýrinni undir Flóðahjalla (Hádegisholti) eru nokkrar minni uppsprettur, og heita þær: Dýjakrókur, Dýjamýri, Svaðadý og Brunnrás. Í Vatnsvikið kemur lækjarspræna úr Vesturmýrinni, og svo eru eigi allfáar uppsprettur í vatninu sjálfu og kaldavermsl, aðallega syðst.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

Urriðakotsvatn er ekki stórt og svo grunnt, að það er alls staðar vætt. Vex í því fergin, og hefur allt fram til þessa verið nytjað frá Urriðakoti og Setbergi, en lönd þessara jarða liggja að vatninu. Í norðurhorni vatnsins er vik og er þar vatnsósinn. Er lækurinn frá ósnum allt niður í Kaplakrika nefndur Urriðakotslækur. Í Kaplakrika beygir hann í hálfhring og stefnir þá í suður og heitir nú Kaplakrikalækur. Fyrrmeir rann lækurinn frá Kaplakrika niður móts við Setbergshamar í mörgum fagurlega formuðum bugðum, skiptust þar á í farveginum sandgrynningar og hyljir, og mynduðust víða hringiður í hyljunum. Setbergslækur er hann kallaður, þar sem hann rennur undir Setbergshamri og niður við Setbergstúnið. Milli lækjarins og Sjávarhrauns hafa myndazt margar tjarnir og syðst nokkur uppistaða, þar sem hann rennur þvert fram yfir hraunið.
Í Lækjarbotnum á upptök sín lítill lækur. Rennur hann fyrst undir Svínholti við Stekkjarhraunsjaðarinn norður til vaðs, sem þar er kallað Norðlingavað, undir Norðlingahálsi, hvilftinni milli Svínholts og Setbergs. Frá vaðinu (Hlébergi) rennur lækurinn fram á mýrarflóa lítinn og eftir honum í fyrrnefnda uppistöðu, en ofan frá Setbergsholti koma lækjarsytrur úr dýjaveitum. Botnalæk köllum við þennan læk.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Lækurinn.

Þverlækur heitir þar sem lækurinn brýzt fram í vestur yfir hrauntunguna. Er þar sunnan við lækinn örnefnið Silungahella. Heitir Stekkjarhraun sunnan lækjarins, en Sjávarhraun norðan hans. Vestan hraunsins bætist honum enn lítill lækur, Arnkeldnalækur. Á hann upptök í Arnkeldunum nyrðri og syðri og í slakkanum milli Stekkjarhrauns og Mosahlíðar. Frá Þverlæk allt til ósa heitir svo þessi lækur Hamarslækur, en í seinni tíð nefna margir hann Hafnarfjarðarlæk, og verður það nafn notað hér á eftir. Rennur hann fyrst í norður með vesturbrún Sjávarhrauns, allt niður á Hörðuvelli.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1958 – Lækurinn fyrir miðju og Hörðuvellir neðst t.h.

Fram til 1914 rann hann syðst á völlunum og í nokkrum bugðum og átti hann þar nokkra fagra hylji með fagurfægða möl í botni. Rétt þar við, sem Hörðuvallahúsið stendur, tók hann stefnu í vestur á Hamarinn, milli Hamarskotsmýrar og votlendsrima, er lá í vestur frá Hörðuvöllum. Inn með þessum rima kom svo Hörðuvallatjörnin, milli hans og hraunsins. Hafnarfjarðarlækur rann nú með hraunjaðrinum. Tók þá landinu að halla nokkru meir, er komið var framhjá Hraungerði, en móts við Hól voru flúðir í læknum og breikkuðu þar til lækurinn skiptist við hólma, er var þar rétt ofan til við Moldarflötina. Af Moldarflötinni rann lækurinn milli hraunjaðarsins og Hamarskotsmalar norður að Brúarhraunskletti og þar út í höfnina, segja sumir ýmist milli klettsins og skersins eða sunnan þess.
Þó Hafnarfjarðarlækur sé ekki vatnsmikill að jafnaði og vatnasvæðið ekki stórt, hefur hann þó komið nokkuð við sögu jarðmyndunar á leið sinni til sjávar. Hefur hann í leysingum flutt með sér allmikið af framburði í kvosir og bolla í hrauninu. Er þar fyrst að nefna Stóra-Krika skammt frá vatnsósnum, þá Kaplakrika, en þar er landið undir hrauninu nokkru lægra farveginum, hefur hann því er hann flóði yfir bakka sína borið út í hraunið allmikinn jarðveg.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1975 – Lækurinn; Hörðuvellir fjær.

Frá Kaplakrika niður að Þverlæk hefur hann verið mjög athafnasamur, hefur hann fyllt þar allar kvosir og lautir, og myndað tjarnir er svo heita: Kálfatjarnir, Fjósatjarnir og Setbergstjarnir, og þar er Baggalá, sem Sveinbjörn Egilsson ritstjóri segir vera nafngift frá Spánverjum, er hér voru á ferðinni í eina tíð. Þá eru Hörðuvellir myndaðir einvörðungu af framburði lækjarins. Enda hefur hann oft fært vellina í kaf og runnið út í hraunið hjá Grænhólum, sem nú eru komnir undir Tjarnargötuna og húsin frá Mánabraut inn í Vallarkrika. Frá Hörðuvöllum allt niður að Hól hefur hann fyllt upp í hverja kvos, en þeirra mest er Hraungerði. Má nokkuð marka framburðinn af greftrinum, þegar Barnaskólinn var byggður, sem var langt í þrjá metra. Enda munum við það, eldri Hafnfirðingar, að Hraungerði allt var undir vatni, þegar mestar voru leysingar. Þá er nokkur hluti Moldarflatarinnar myndaður af framburði lækjarins. Var eitt sinn grafið niður úr moldar- og leirlaginu og var á annan metra þykkt. Ærin væru þessi afskipti lækarins af jarðmyndun til að halda á lofti nafni hans. Og þar á hann lengsta sögu. En hér kemur margt annað til. Frá upphafi byggðar í Hafnarfirði hefur hann verið vatnsból. Þangað fóru húsfreyjurnar með þvottinn sinn.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður  1978 – Lækurinn.

Kona nokkur sagði svo: „Ég sofnaði við létta, ljúfa niðinn hans og ég vaknaði við hann á morgnana. Hann leið fram hjá glugga mínum, oftast ljúfur og skær, en stundum hrjúfur og bar fangið fullt af mold og aur. Ég mun lengi minnast hans, þessa góðvinar míns frá æskuárunum.“
Lækurinn var líka leikvöllur og leikfélagi ungra sem gamalla, allt frá ósum til upptaka. Moldarflötin var tugi ára aðalsamkomustaður Fjarðarbúa. Þar var farið á leggjum og skautum eftir að þeir fóru að flytjast inn. Þá var oft glatt á hjalla á Hörðuvallatjörn, Baggalá, Setbergstjörnum og Urriðakotsvatni, þegar allt ungt fólk safnaðist þar saman til svo hollrar iðju, sem skautaferðir eru. Þegar siglt var til Hafnarfjarðar í björtu veðri voru flúðirnar undir Hólnum siglingamerki, er þær bar í Setbergslækinn. Sjóbirtingurinn og urriðinn gengu upp í lækinn, og allt upp í Urriðakotsvatn. Unglingarnir tóku silunginn í bollum niður við sjó og veiddu hann í hyljum og undir bökkum allt upp í vatn. Á sumrum fóru unglingarnir í bað í hyljum hans og þar iðkuðu okkar fyrstu sundgarpar sundlistir sínar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Lækurinn 1966.

Við lækinn byrjaði margur piltururinn sjómannsferil sinn og fékk nokkra svölun útþrá sinni, með því að sigla þar skipum sínum úr bréfi, pappa og spýtu. Lækurinn getur líka sagt sorgarsögu af lítilli stúlku, sem drukknaði í einum hylnum, en það er undantekning, því hann átti aðeins í fórum sínum hið ljúfa og létta, káta og gáskafulla eins og æskan.
Hér hefur stuttaralega verið farið yfir langa sögu og merkilega, einnig hugljúfa og þekka, sem gerir þennan læk að einum bezta vini okkar. Hann er þó frægastur fyrir eitt, sem enn er ótalið, en það er gagnsemi hans. Tel ég, að þessi litli lækur okkar, Hafnarfjarðarlækur, hafi verið meira virkjaður en nokkur annar lækur á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. Skal nú lítillega á þá sögu drepið.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1918-1920 – Linnetsbryggja.

Um miðja öldina sem leið hugðist Linnet kaupmaður virkja lækinn og setja þar niður myllu til kornmölunar. Byggði hann myllukofa neðanvert við flúðirnar, ofanvert við Lækjarkot. Hvort mylla þessi var nokkurn tíma rekin með vatnsafli, veit ég ekki, en aftur á móti var þarna vindmylla og stóð lengi. Mundi Gísli heitinn bakari eftir henni og að stórir voru vængirnir. Mun vindmylla þessi hafa verið í notkun fram um 1870 til 1880.

Virkjun 2.

Jóhannes Reykdal

Minnismerki um fyrstu rafstöðina við Austurgötu.

1902 nam Jóhannes Reykdal land í hólnum í læknum og 1903 reisti hann timburverksmiðju sína (nú trésmíðaverksmiðjan Dvergur), og voru allar vélar reknar af vatnsafli. Var þá fyrirhleðsla byggð um 80 til 100 metra frá verksmiðjunni og vatnið leitt í opnum stokk að verksmiðjuhúsinu. Voru þá varnargarðar byggðir í hraunbrúninni upp með læknum, til að vatnið hyrfi ekki út í hraunið. Má enn sjá nokkrar þúfur í læknum upp með Tjarnarbrautinni og eru það eftirstöðvar varnargarðanna.

Virkjun 3.
Jóhannes Reykdal
1905 jók Jóhannes Reykdal virkjun sína. Setti hann upp rafljósavél og hófst þá rafmagnsöld á Íslandi.

Virkjun 4.

Reykdalsvirkjunin

Reykdalsvikjunin,

1908 var enn efnt til virkjunar við lækinn til rafmagnsframleiðslu. Var stíflugarður mikill hlaðinn upp og steyptur við ofanverða Hamarskotsmýri, um 200 metra neðan við Þverlæk. Var þarna uppistaða, en vatnið leitt í lokuðum stokki niður að stöðvarhúsinu syðst á Hörðuvöllum. Var í húsi þessu bæði rafljósavélin og íbúð stöðvarstjóra. Titraði húsið og lék allt á reiðiskjálfti, þegar vatninu var hleypt á. 1914 féll nokkur hluti stokksins niður. Var þá byggt rafstöðvarhús 80 metrum ofar.

Jóhannes Reykdal

Stytta af Jóhannesi Reykdal við stífluna ofan Hörðuvalla.

Jóhannes Reykdal byggði þessa rafstöð eins og þá fyrri, en bærinn keypti síðar og rak fram til ársins 1926. Tók Jóhannes þá við henni aftur og rak fram undir 1940, en þá var hún lögð niður með öllu, nema hvað stöðvarhúsið stendur enn.

Virkjun 5.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – leifar af vatnsleiðslunni.

1909 voru Lækjarbotnar virkjaðir með þeim hætti, að hús var byggt yfir stærsta uppsprettuaugað og vatn í pípum leitt niður til bæjarins. Var hér stórt spor stigið í heilbrigðismálum hins unga bæjarfélags.

Virkjun 6.

Hafnarfjörður

Lækjarbotnar – stífla.

1916 eða 1917, þegar Jóhannes Reykdal hafði búið nokkur ár á Setbergi, varð honum vant ljósa til heimilis síns. Réðst hann þá enn í virkjun. Lét hann hlaða stíflu í Botnalækinn upp undir Lækjarbotnum og leiddi síðan vatnið í rörum niður með holtunum allt niður í tún, þar sem hann hafði byggt rafstöðvarhús með lítilli rafvél. Hafði hann um nokkur ár nægilegt afl til að lýsa upp íbúðarhús sitt og fjós.

Virkjun 7.

Jóhannes reykdal

Jóhannes Reykdal.

Þá mun Jóhannes hafa reynt að virkja Botnalækinn niður við Hléberg, en ekki mun sú virkjun hafa staðið nema stuttan tíma.

Virkjun 8.

1920 eða þar í kring setti Jóhannes upp trésmíðaverksmiðju við Þverlæk ofanverðan. Gerði hann stíflu og leiddi vatnið í stokk að verksmiðjuhúsinu og hafði yfirfallsvatnshjól við húsið og rak með þeim hætti vélarnar um nokkurra ára bil.

Virkjun 9.
Um svipað leyti gerði Jóhannes fyrirhleðslu við ós Urriðakotsvatns. Var fyrirhleðsla þessi ætluð til vatnsjöfnunar; er þarna nú brú og vegur yfir heim að Urriðakoti.

Virkjun 10.

Hafnarfjörður

Jóhannes Reykdal; stífla.

Þegar Austurgatan var tengd við Lækjargötuna, var uppistaðan færð niður að Austurgötubrúnni. Var opni stokkurinn þá lagður niður, en vatnið leitt í rörum til verksmiðjunnar Dvergs, og má þetta heita enn ein virkjunin við Hafnarfjarðarlæk.

Af því sem hér hefur verið talið, má nokkuð marka, hverja þýðingu lækurinn hefur haft fyrir okkur hér í Hafnarfirði. Hann hefur verið okkur yndisgjafi, ljós- og aflgjafi, leikvöllur barna og fullorðinna. Það er því ekki undarlegt, þótt við dáum hann og unnum honum mikið.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 24.12.1960, Lækurinn okkar – Gísli Sigurðsson, bls. 15-16.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Brekkugata 2; hús JR, brann 1929.

Staðarhverfi

Grindavík á sér bæði merka og mikla sögu. Menningar- og sögutengd ganga var um Staðarhverfi, sögusvið verslunar-, kirkjustaðar- og útgerðar í Grindavík, mannfólk mikilla sæva. Gangan hófst ofan við kirkjugarð Grindvíkinga með vígslu á fjórða söguskiltinu sem sett hefur verið upp í Grindavík, og nú í Staðarhverfi, eitt af fjölmennustu hverfunum þremur í Grindavík.
Nokkrir þátttakenda nálgast söguskiltið á HoluhólGengið var frá Holuhól að Staðarbrunni, að gamla Staðarbænum, hinum nýrri, kirkjustæðinu í garðinum, klukknaporti, sem þar er og síðan haldið um Sandskörð, að Hvirflum og með ströndinni yfir að Stóragerði, Kvíadal og Krukku. Á leiðinni voru rifuð upp bæjarnöfn 28 bæja, staðsetningar þeirra og tilvist í tíma. Bæði gamlir Staðhverfingar mættu við þessa athöfn sem og afkomendur þeirra.
Kirkja var á Stað allt frá 13.öld til 1907. Í Staðarhverfi var konungsverslun á 18. öld, eða þangað til hún var flutt til Básenda. Árið 1703 var Staðarhverfið fjölmennast í Staðarsókn (Grindavík). Áttatíu árum seinna var þar orðið fámennast. Í dag er enginn íbúi skráður í Staðarhverfi, en þar má sjá tóftir tveggja lögbýla, eldri og nýrra á báðum stöðum, og 24 hjáleiga frá mismunandi tímum. Ýmislegt annað var skoðað, sem fyrir augu bar á leiðinni.
Í lok göngu var stefnt að því að hafa heitt á könnunni [að Stað] í Dúukoti.

Staðarhverfi

Horft yfir Staðarhverfi.

Á Holuhól var rifjuð upp tilurð skiltisins, þ.e. frumkvæði og aðkomu Saltfiskseturs Íslands að því verki, líkt og hinna þriggja, stuðningi Pokasjóðs og jákvæðni fulltrúa Grindavíkurbæjar og Grindvíkinga. Í raun má með þessu segja með allnokkrum sanni að þarna hefur bæjarfélagið í raun sýnt mikla framsýni og lagt varanlegri grunn að varðveislu helstu menningarminja þess sem og staðsetningu örnefna og kennileita. Íbúar bæjarfélagsins munu eiga auðveldara í framtíðinni að staðsetja slík kennileiti og það mun jafnframt gera þeim kleift að sjá hið sögulega samhengi í raunverulegra ljósi en margir aðrir.
Þetta virðist kannski ekki svo merkilegt nákvæmlega Staðarbrunnurinn, byggður 1914 - útihúsin á Stað og kirkjugarðurinn fjærnúna – þ.e. NÚNA, en mun án nokkurs vafa verða komandi kynslóðum ómetanlegt þegar fram líða stundir. Það gleymist stundum að gera ráð fyrir arfleifðinni í amstri og hita hverdagsins. Sagt hefur verið, að sá sem þekkir fortíðina eigi bæði auðveldara með að skilja nútíðina og spá í framtíðina.

Á Bringum, milli Holuhóls og Staðarbrunns, var ekki hægt að halda lengra án þess að þakka öllum þeim er komu að örnefnaskráningunni, staðsetningu þeirra sem og sýnilegra minja (sjá í lokaorðum á skiltinu), en þar höfðu Ólafur (heitinn) Gamalíelsson, Helgi, bróðir hans, og systir, Guðrún, hönd á plóginn. Loftur Jónsson hafði haldið utan um örnefnaþáttinn og staðið sig með mikilli prýði. Hafa ber í huga að það er ekki heiglum hent að rata rétt á alla slíka staði, sem jafnvel hafa getið tekið breytingum á hinum ýmsu tímum. Á örnefna- og minjaskiltinu stendur m.a. (og er þá vitnað m.a. í Sögu Grindavíkur, Staðhverfingabók, lýsingar Gísla Brynjólfssonar, Geirs Bachmann og Guðsteins Einarssonar):

Þú ert á Holuhól og horfir yfir Staðarhverfið.
Tóftir KvíadalsÁ kortinu sjást staðsetningar 28 bæja, hjáleiga og nýbýla, sem heimildir eru til um að hafi verið í Staðarhverfi, á mismunandi tímum. Öll býlin eru í eyði. Breytt samfélagsgerð og búskaparhættir höfðu þar mest áhrif.
Staður (9 og 10) var lögbýli og kirkjujörð. Kirkjan á Stað var innan kirkjugarðsins, en var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfið 1908 og endurvígð þar ári síðar. Búið var á Stað fram til ársins 1964.  Eldri hjáleigur voru Krókur (1), Beinrófa (8), Sjávarhús (12), Krukka (6), Móakot eldra (2) og Blómsturvellir eldri (11). Þær fóru í eyði á 18. öld, síðast Sjávarhús í Básendaflóðinu 1799. Búseta á öðrum bæjum í Staðarlandi lagðist af sem hér segir; Móakot (3) árið 1945, Stóra-Gerði (15) 1918 (hafði byggst 1789), Kvíadalur (13) 1919 (hafði byggst 1789), Bergskot (5) 1927, Litla-Gerði (14) 1914, Nýibær (4) 1910, Merki (17) 1943, Lönd (16) 1946 og Melstaður (18) 1950.
Húsatóftir (25 og 26) fóru í eyði 1946. Fimm tómthúsbýli voru byggð í landi Húsatófta á árunum 1906-1934. Búseta á þeim lagðist af sem hér segir: Dalbær (21 og 22) árið 1946, Vindheimar (20) 1919, Hamrar (24) 1930 og Reynistaður (19) 1938. Í Jarðabókinni 1703 er getið um hjáleigurnar Garðhús (27) og Kóngshús (28). Ekki er vitað með vissu hvar Garðhús var.
Löndunarbryggja var byggð í hverfinu 1933. Ofan við hana má sjá leifar af fiskverkunar-, lifrabræðslu- og salthúsum. Auk örnefnanna má sjá ýmis gömul [og áður óskráð] mannvirki á kortinu.

Hverfin
Staðnmæst við gamla kirkjustæðið í StaðarkirkjugarðiMargt er á huldu um aldur og upphaf hverfanna þriggja í Grindavík, Þórkötlustaðahverfi austast, Járngerðarstaðahverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Sitthvað bendir til þess, að rekja megi hverfaskiptinguna allt aftur undir landnámsöld.
Þegar þungamiðja byggðar í landinu færðist nær sjónum og mikilvægi sjávarútvegs og útflutnings sjávarafurða jókst er hugsanlegt að byggð í hverfunum hafi breyst nokkuð, jafnvel strax á 13. öld, einkum þó í Staðarhverfi. Munnmæli herma, að Staðarhverfi hafi eitt sinn verið stærst allra hverfa í Grindavík.
Staðarhverfi hafði nokkra sérstöðu að því leyti, að þar var kirkjustaðurinn og grafreitur sveitarinnar, og því munu flestir Grindvíkingar hafa átt tíðari erindi að Stað en öðrum bæjum í sveitinni. Þá hafði Grindavíkurhöndlun lengi aðsetur í Staðarhverfi, og varð það enn til að auka mönnum erindi þangað.
Árið 1703 var íbúafjöldinn í Staðarsókn 214 (þar af 72 í Staðarhverfi). Árið 1762 var fámennast orðið í Staðarhverfi og íbúar þess aðeins 44. Árið 1783 hafði heimilum í Staðarsókn fækkað um tæpan fjórðung, og má telja næsta öruggt, að sú fækkun hafi að öllu leyti orðið með þeim hætti, að byggð hafi lagst af á hjáleigum og þurrabúðum, einkum í Staðarhverfi.

Staður
Hin flóraða StaðarvörStaður var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Torfhús voru á Stað fram á 20. öld, en 1923 var byggt steinhús, sem var nýtt þangað til búi var brugðið (1964).
Prestsetrið Staður hafði takmarkaða landkosti og þurfti að sæta ágangi sjávar og sandfoks, en var samt ein hæst metna jörðin í sókninni. Heimræði var árið um kring, skammt að róa og mikinn afla að fá, þegar fiskur gekk á miðinn og gæftir voru góðar. Rekanum var skipt niður milli staðar og kirkju. Selstöðu fyrir búfénað hafði Staður á Selsvöllum undir Núpshlíðarhálsi.
Fyrr á öldum var fjörugrasa- og sölvatekja næg. Hrognkelsaveiði var allmikil alla tíð meðan hér var byggð. Beita, bæði sandmaðkur og skel, var drjúg. Sauðfénaður kunni vel að meta fjörubeitina. Á veturna var fjaran eina bjargræði hrossanna. Maríukjarni var skorinn fyrir kýrnar á ystu skerjum, látinn rigna, þurrkaður og geymdur í töðunni til vetrarins. Þá var eldsneytið, þang, sótt í fjöruna því hvorki var mór né skán í fjárhúsum fyrir að fara. Höfnin var kennd við prestsetrið Stað og ýmist nefnd Staðarvík, Staðarhöfn eða Staðarsund.
Geir Bachmann segir í lýsingu sinni árið 1840 að á Stað sé „mikið slétt og gróandi yfrið fögur tún; eru þau sandorpin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn að sunnanveðrum og brimi. Bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1799.” Árið 1925 gekk sjór langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold.
Gamli torfbærinn var við norðvesturhorn kirkjugarðsins austan við steyptar rústir, sem þar eru. Grunnur og tröppur steinhússins (byggt 1938) sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð (endurbyggður 2005).
Brunnurinn á Stað var hlaðinn árið 1914[, 23 fet á dýpt og kostaði 300 kr]. Efsti hluti hans hefur verið endurhlaðinn (2006).

Kirkja
Klukkan af Anlaby í klukknaportinuHeimildir eru um kirkju á Stað í Vilkinsmáldaga 1397. Þá ber henni að gjalda til Skálholts „6 hundruð skreiðar hvert ár og flytja til Hjalla [í Ölfusi]“.
Allt fram til ársins 1836 var torfkirkja á Stað. Þá var reist timburkirkja, en hún stóð þó einungis í 22 ár. Sumarið 1858 var reist ný kirkja sömu gerðar, alþiljuð og traustleg, uns hún var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfi (1908) og endurreist þar (1909). Trúlega hefur Staðarkirkja ávallt verið á þeim stað, sem síðasta kirkjan stóð, inni í kirkjugarðinum.
Í kirkjugarðinum er klukkuturn og í honum bjalla. Á hana er letrað; SS. Anlaby 1898 Hull. Það er skipsklukkan úr Anlaby, togara frá Hull, sem fórst með allri áhöfn (11 manns) við Jónsbásakletta aðfaranótt 14. janúar 1902.
Þekktir prestar á Stað voru t.d. séra Oddur V. Gíslason, brautryðjandi í slysavarnarmálum sjómanna, séra Geir Bachmann og séra Gísli Brynjólfsson.

Húsatóftir
Húsatóftir-neðriHúsatóftir (-tóptir/-tóttir) er hin stórða jörðin í Staðarhverfi. Árið 1703 voru Húsatóftir konungsjörð og lá til Viðeyjarklausturs skv. Jarðabókinni. „Selstöðu hefur jörðin lángvaranlega haft þar sem heitir á Selsvöllum”.
Árið 1840 lýsti Geir Bachmann Húsatóftum: „Mörgum þykir fallegt á bæ þessum því þar eru stór tún, slétt og fögur, þegar í blóma standa, eru þau og allvel ræktuð.“  Á túnkorti frá 1918 eru sýndar tvær húsaþyrpingar, en tvíbýli var á Húsatóftum. Tóftir gömlu bæjanna eru þar sem nýrra íbúðarhúsið stendur nú, uppi á brekkunni ofan vegarins.
„Frá þeim tíma [þ.e. verslunarinnar] er gólfið þar í bæjardyrunum steinlagt með tígulsteini. Er líklegt að Kaupmannshúsin hafi verið rifin þegar verzlunin lagðist niður, en svo aftur byggður bóndabær í „tóptum“ þeirra, og fengið þar af nafnið, sem hann hefur nú“, segir Brynjúlfur Jónsson í grein frá árinu 1903.
Hús voru byggð 1777 með „binding úr torfi og grjóti að utan en göflum úr timbri“. Einnig var þar íbúðarhús beykisins, byggt 1779, „með veggjum úr torfi og grjóti, en þaki úr timbri“. Eldra íbúðarhúsið sem nú stendur að Húsatóftum, byggt 1930, stendur neðar og vestar en tóftirnar. Þar er golfskáli Grindvíkinga.
Við gömlu sjávargötuna frá Húsatóftum, er lítill klettur (gróinn hóll), sem heitir Pústi. Þar hvíldu menn sig gjarnan, er sjófang var borið heim. Ofar eru gróningar, sem heita Háavíti og Lágavíti. Í þeim eru leifar grjótbyrgja. Þar eru og greinilegir grjóthlaðnir hleðslugarðar. „Þá notuðu m.a. Skálholtsmenn til að herða fisk sinn“, segir Þorvaldur Thoroddsen í Ferðabók sinni.

Vörður og leiðir
Hvirflavörður eru á Hvirflum. Syðsta sundvarðan er á sjávarbrúninni rétt vestan við bryggjuna. Hin er um 150 m Ein Nónvarðanna á Hæðumofar. Vörðunar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli bæjanna.
Nónvörður eru eyktarmark frá Húsatóftum. Vörðurnar standa á hárri ógróinni hraunbungu norðan við þjóðveginn. Fremsta varðan sést greinilega frá veginum. Sagan segir að „þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo fyrir um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini.“ Hefur það orðið að áhrínisorðum.
Árnastígur er austan við túnið á Húsatóptum, vel rudd braut um apalhraun. Gamli vegurinn milli Staðarhverfis og Keflavíkur lá um Árnastíg. Syðsti hluti stígsins var bæði kallaður Staðar- og Tóftarvegur. Norðan Stapafells, kom gatan inn á svonefndan Járngerðarstaðaveg [Skipsstíg] á landamerkjum Njarð- og Grindvíkinga. Leiðin er um 16 km löng.
Önnur gömul þjóðleið milli Húsatófta og Hafna var Prestastígur.

Verslun

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Aðalaðsetur Grindavíkurverslunarinnar fyrr á öldum var á Húsatóftum. Jörðin virðst hafa komist að fullu í eigu Viðeyjarklausturs á 15. öld, og eftir siðaskiptin sló konungur eign sinni á hana eins og aðrar eigur íslensku klaustranna.  Verslun hófts á ný í Grindavík árið 1664, en hafði fram til 1639 verið í Járngerðarstaðalandi. Grindavíkurverslunin hafði bækistöð sína hér fram til 1742. Í Staðarhverfi var „sumarhöfn konungsskipsins“ segir Skúli Magnússon í lýsingu sinni um Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þegar sigling  lagðist niður fluttu Grindvíkingar vörur sínar til Básendahafnar og úttekt sína frá henni sjóleiðis eða á hestum. Síðan versluðu Grindvíkingar í Keflavík áður en þeir fóru sjálfir að höndla á nýjan leik.
Lengi voru glögg ummerki eftir siglingu kaupskipanna í Arfadalsvík, þ.e. festarhringir á Bindiskerum. Höndlunarhúsin stóðu niður við sjó nálægt Hvirflum, en kaupmenn bjuggu á Húsatóftum.  Barlest, Kóngshella og Búðasandur eru örnefni er benda til verslunarinnar. Verslunarhúsið, sem reist var á Búðarsandi árið 1731, stóð allt framundir eða framyfir lok einokunar. Síðustu verslunarhúsin voru rifin 1806.

Við gerð uppdráttarins var m.a. stuðst við „Örnefni í Staðarhverfi“, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði, Jarðabók ÁM 1703, örnefni skv. upplýsingum Guðsteins Einarssonar, hreppsstjóra, sóknarlýsingu Geirs Backmanns frá 1840, bókina „Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók“, lýsingar Gamalíels Jónssonar bónda á Stað, Árna Vilmundasonar og Þorsteins Bjarnasonar, Sögu Grindavíkur o.fl., auk örnefnalýsingar Lofts Jónssonar frá 1976.
Hafa ber huga að heiti túnbletta og einstakra húsa gætu hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars.
Sérstakar þakkir eru færðar þeim Lofti Jónssyni, Helga Gamalíelssyni, Ólafi Gamalíelssyni, Guðrúnu Gamalíelsdóttur, Kristni Þórhallssyni og Kristínu Sæmundsdóttur fyrir aðstoðina við gerð uppdráttarins.“

Hermann í Stakkavík og féðÁ sérhverjum stað var staðnæmst og reynt að gera svolitlu af sögunni skil, sem og skyldu efni. Hermann Ólafsson í Stakkavík, sonur Gamalíelssonar, færði fínan fénað sinn fram fyrir börnin og gaf þeim kost á að fóðra féð á brauði. Nokkur léttfætt tryppi trítluðu umleikis.
Stóra-Gerði, sem fyrrum hét Gerði, er einstaklega heillegur 19. aldar bær að meginefni til. Enn má t.d. sjá bæjargöng milli vistarvera bakhúsa þar sem voru fjós og búr. Nálægt eru tóftir útihúsa, brunnur, fallega hlaðnir garðar, einstök heimtröð o.fl. Um er að ræða tóftir, sem stefna ætti að varðveita til lengri framtíðar. Auk þess mætti, til efla áhuga á svæðinu, reisa þar verstöð líkt og gert var við Bolungarvík.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – loftmynd 1954.

Undirbúningurinn að söguskiltinu í Staðarhverfi hefur tekið allnokkurn tíma, eins og sjá má að hluta til  HÉR, og HÉR og HÉR, og ótaldar ferðir hafa verið farnar á umliðnum áratug með það að markmiði að safna upplýsingum og fróðleik um svæðið. Þá er rétt að hafa í huga að Gamalíel Jónsson, síðasti bóndinn í Staðarhverfi, fæddist í vitavarðahúsinu við Reykjanesvita í okt. 1908. Eiginkona hans varð Guðríður Guðbrandsdóttir. Þau eignuðust 5 mannvænleg börn, sem fyrr sagði. Í ár (2008) er því 100 ár frá fæðingu hans. Það var því vel við hæfi að setja þetta sögu- og örnefnaskilti upp í Staðarhverfi. Eftir er að setja upp 2 skilti til að tengja saman allan þéttbýliskjarna Grindavíkur sem og sögu og minjar hennar, þ.e. við Hóp (landnámsminjar og hafnagerð) og Stórubót (Grindavíkurstríðið og Junkarar í Grindavík). Hægt er að nálgast örnefna- og minjakortin í Saltfisksetrinu – gegn hóflegu gjaldi.
Gangan tók rúman  klukkutíma. Lögð hafði verið inn pöntun á gott veður þennan dag fyrir alllöngu síðan – og gekk það eftir. Frábært veður.
Við endurbyggt klukknaportið í Staðarkirkjugarði

Garðskagaviti

Í Víkurfréttum í septembermánuði 2014 var stutt frásögn um „Garðskagavita“ í tilefni af 70 ára afmæli hans:

Garðskagaviti

Garðskagaviti.

„Vitinn var formlega vígður þann 10. september lýðveldisárið 1944 en hann var byggður á þremur mánuðum af 10-15 manna vinnuflokki, undir stjórn Sigurðar Péturssonar frá Sauðárkróki.
Hinn reisulegi Garðskagaviti, sem hannaður er af Axel Sveinssyni verkfræðingi, kom í stað eldri Garðskagavita sem þótti of lágur og einnig í hættu vegna landbrots.
Hinn sívali kóníski steinsteyputurn er 28,6 m að hæð með ljóshúsi sem er ensk smíð. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en var kústaður með hvítu viðgerðar- og þéttiefni árið 1986.
Í fyrstu voru notuð ljóstækin úr eldri Garðskagavitanum en árið 1946 var vitinn rafvæddur. Árið 1960 var skipt um linsu og í stað linsunnar frá 1897 var sett fjórföld snúiningslinsa.
Garðskagi var einn þeirra vitastaða þar sem vitavörður hafði fasta búsetu og stóð svo fram til 1979. Vitavarðarhús stendur enn en það var byggt árið 1933 eftir teikningum Einars Erlendssonar arkitekts.

Garðskagaviti

Garðskagaviti vígður – Svanhildur Ólafía Guðjónsdóttir (Lóa) frá Réttarholti í Garði.

Garðskagaviti var vígður sunnudaginn 10. september 1944, með mikilli viðhöfn. Fór vígslan fram með útiguðsþjónustu. Séra Eiríkur Brynjólfsson, sóknarprestur predikaði, kirkjukórar Útskála- og Keflavíkursókna sungu, en Emil Jónsson, vitamálastjóri flutti vígsluræðuna. þakkaði hann sóknarprestinum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum, sem hafði undirbúið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap, segir í samantekt á vef Sveitarfélagsins Garðs.“

Í blaðinu „Reykjanes“ 2013 var fjallað um „Gamla vitann og Garðskagavita“:

Gamli vitinn

Garðskagaviti

Gamli Garðskagaviti um 1940.

„Gamli vitinn var byggður árið 1897. Danska flotamálastjórnin sá um byggingu hans. Bygging vitans var merkisviðburður en í byggðarlaginu þá voru aðallega torfbæir og nokkur timburhús.
Ljós Garðskagavitans sló bjarma á nágrennið, þar sem menn notuðust við ófullkomin olíuljós og lýsislampa, utanhússlýsing var engin. Ég minnist hve gamlir menn lýstu þessu skæra ljósi af miklum fjálgleik.“

Garðskagaviti
Garðskagaviti
„Sigurður Pétursson annaðist byggingu 60 vita hér á landi. Voru þá vitar landsins orðnir 140, þó aðeins væru liðin 66 ár frá því að fyrsti vitinn var reistur (Reykjanesviti). Emil Jónsson, vitamálastjóri, flutti vígsluræðuna.
Þakkaði hann sóknarprestinum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum, sem hafði undirbúið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap. „Minnir það mig á”, sagði Emil í ræðu sinni, „að fyrstu sagnir um leiðarljós fyrir sjómenn á Íslandi, eru tengdar við kirkjuna. Mér hefir verið á það bent, að verið hafi hér til forna, um 1200 og jafnvel fyrr ákvæði um að ljós skyldi loga í ákveðnum kirkjum, allar nætur tiltekin tímabil.“

Garðskagaviti

Gamli Garðskagaviti.

Þegar þessi ákvæði voru rannsökuð nánar kom í ljós, að flestar þær kirkjur, sem hér var um að ræða, voru nálægt sjó, og á þeim stöðum þar sem ætla má að sjófarendur hafi getað notið þeirra.”
Er ræða Emils Jónssonar mjög fróðleg og um margt merkileg. – (Ræða Emils er prentuð í Suðurnesjablaðinu FAXA, nóv.-blaði 1944).“

Heimildir:
-Víkurfréttir, 35. tbl. 11.09.2014, Garðskagaviti, bls. 19.
-Reykjanes, 14. tbl. 08.08.2013, Gamli vitinn og Garðskagaviti, bls. 12.

Reykjanesviti

Garðskagaviti – ræða Emils Jónssonar við vígslu vitans 10. september 1944.

Garðahraun

Nú (apríl 2009) eru síðustu forvöð að líta á fornminjar og kletta sem Kjarval málaði margsinnis um miðja síðustu öld. Ástæðan er fyrirhuguð lagning nýs Álftanesvegar um hraunin. Að öllu óbreyttu munu framkvæmdir hefjast við veginn innan fárra daga.

Ófeigskirkja

Jónatan Garðarson hefur fjallað um þennan hluta hraunsins. „Árið 1996 komu fram fyrstu hugmyndir um færslu Álftanesvegar norður í Garðahraun á rúmlega 1 km kafla. Margt hefur verið skrifað og skrafað um þessa hugmynd og ýmsar leiðir verið skoðaðar. Nú virðist stefna í að framkvæmdir muni hefjast þar innan skamms og hefur veginum verið valin leið í gegnum hraunið á stað sem margir eru mjög ósáttir við. Veginum er ætlað að liggja frá Engidal um Flatahraun mjög nærri nýju húsunum,  rétt norðan við klettana þar sem Kjarval málaði margar af merkustu myndum sínum, og um Klettahraun nærri Gálgahrauni á milli Fógetagötu og Garðastekks. Vegurinn mun koma niður af hrauninu mjög nærri Garðastekk og liggja í áttina að núverandi vegstæði í Selskarðslandi.

Minjar

Fornleifakönnun var gerð á svæðinu mili Selskarðs og Engidals árið 1999. Þessi könnun ber með sér að minjar í námunda við Engidal hafa annaðhvort farið framhjá þeim sem könnina gerðu eða ekki talist nógu merkilegar. Það stendur beinum orðum í könnuninn að ekki sé vitað um neinar fornleifar í Engidal. Merkasti minjastaðurinn nærri Engidal er Grænhóll sem er með greinilegri tóft og þar er einnig Engidalsstígurinn sem sést ágætlega á köflum.

Allt hraunsvæðið sem vegurinn mun liggja um tilheyrir Búrfellshrauni sem rann fyrir um 7-8000 árum úr eldgígnum Búrfelli. Búrfellshraun er samheiti sem jarðfræðingar hafa gefið öllum hraunmassanum sem þekur í dag um 18 ferkílómetra, en var mun víðfeðmari á sínum tíma. Búrfellshraun skiptist í fjölmarga minni hraunfláka sem hver og einn hefur borið sitt eigið nafn frá fornu fari. 

vörðubrot

Hraunið er víða gróið fjölbreyttum plöntum úr íslenska jurtaríkinu og áhugavert að fara um það á sumrin þegar allt er í blóma. Hraunið sjálft er margbreytilegt og skiptist í nokkuð flata hraunvelli og grasgefnar lautir, úfna og ógreiðfæra fláka og klettótt belti með hrikalegum hraundröngum, djúpum gjótum og sprungreinum. Það er leitun að eins fjölbreyttu hraunlandslagi svo nærri mesta þéttbýli landsins enda hefur hraunið orðið skáldum að yrkisefni og listmálurum uppspretta myndsköpunar. Áður fyrr gegndi hraunið hlutverki beitilands búsmalans, þar var kjarrviður sem bændur sóttu í til kolagerðar, lyngrif var stundað í hraunin og mosinn nýttur til upphitunar.

Skjól

Berjalandið hefur jafnan verið gjöfult á haustin og á víð og dreif mátti finna ágæta slægjuteiga þegar öll grös voru nýtt til hins ítrasta. Fjölmargir slóðar og götutroðningar lágu um hraunið sem voru sumir fjölfarnir en aðrir næsta fáfarnir. Ein merkasta gatan var Fógetagata eða Álftanesgata sem var meginleiðin til og frá kóngsgarðinum á Bessastöðum.

Grænhóll og Engidalsstígur sem verður fórnað ef nýr Álftanesvegur verður lagður. Á Grænhól er tóft sem ekki hefur verið rannsökuð. Aðrar leiðir eru líka kunnar eins og  Sakamannastígur sem var líka nefndur Gálgastígur, Móslóði, Álftanesstígur, Engidalsstígur, Flatahraunsgata og Alfaraleið eða Fjarðargata sem var helsta leiðin í kaupstaðinn við Hafnarfjörð. Á þessum leiðum voru ýmis kennileiti sem vert er að hafa í huga og jafnvel manngerð hús eða skjól eins og á Grænhól.
NátthagiTóftin á Grænhól hefur verið svipuð að ummáli og Kapellan í Kapelluhrauni en engar sagnir eru þekktar um það til hvers Grænhólstóftin var notuð. Það má vel vera að þar hafi verið reist lítið skýli til að veita ferðamönnum í slæmum veðrum. Það getur líka verið að þar hafi upphaflega verið bænhús sem fékk annað hlutverk við siðaskiptin. Tóftin hefur ekki verið rannsökuð og þar af leiðandi ekki hægt að segja með neinni vissu hverslags mannvirki þetta var. Verði af lagningu Álftanesvegar er algjörlega nauðsynlegt að rannsaka hólinn áður en framkvæmdir hefjast því hann mun að öllum líkindum lenda í miðju vegstæðinu. Það er því ekki seinna vænna að rannsaka hann, áður en hann hverfur með öllu.

Grænhólstóft

Ófeigskirkju er getið í gömlum sögnum en ekki er alveg á hreinu hverskonar klettur þetta er að öðru leyti en því að hann er sagður klapparhyrna á Flatahrauni. Samkvæmt orðanna hljóðan trúði fólk að um hulda kirkju væri að ræða og álagablett sem ekki mátti raska. Þegar örnefnalýsing var gerð fyrir þetta svæði á sínum tíma áttuðu menn sig ekki á umfangi Flatahrauns og gerðu þar af leiðandi ráð fyrir að Ófeigskirkja væri horfin. Sagt er í örnefnalýsingum að kletturinn hafi verið brotinn niður þegar Álftanesvegurinn var lagður og örnefnið færst til yfir á gervigíg við Álftanesveg. Þar hefur nýlega verið sett upp spennistöð fyrir nýjan hverfið í Garðahrauni.

Engidalsvegur

Þrátt fyrir það sem stendur í örnefnalýsingunni hefur Ófeigskirkju ekki enn verið raskað, enda hefði engum heilvita manni dottið í hug að leggja til atlögu við hana þegar Álftanesvegur var lagður 1908. Örnefnalýsingin greinir einnig frá því að Grænhóll hafi verið hraunhóll neðan við Ófeigskirkju og þegar betur er að gáð stendur Grænhóll enn á sínum stað og Ófeigskirkja sömuleiðis. Það er engu líkara en þeir sem tóku að sér örnefnaskráninguna hafi blandað saman tveimur nöfnum og talið að Grenishóll og Grænhóll væru einn og sami hóllinn. Ófeigskirkja er álagaklettur sem ekki má raska. Grenishóll er hæðarhryggur til norðurs sem er norðan Álftanesvegar þar sem Flatahraunið endar í norðvestri. Þar var síðast unninn refur 1870 af Magnúsi Brynjólfssyni, hreppstjóra á Dysjum. Grænhóll er hinsvegar skammt frá Ófeigskirkju í suðausturjaðri Flatahrauns, langt frá Grenishól. Ruglingurinn er skiljanlegur því í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar stendur: ,,Þessi hóll er á austanverðu Flatahrauni. Framan við Flatahraun var klettur, sem hét Ófeigskirkja, en hann fór í veginn. Hann var þar sem gjóturnar byrjuðu. Vestan við Flatahraun er Engidalur, sem er skemmtistaður Hafnfirðinga við Hafnarfjarðarveg”.

Garðastekkur

Gamla Engidalsgatan mun eyðileggjast ef Álftanesvegur verður lagður. Engidalsstígur og Flatahraunsstígur voru mjög nærri Ófeigskirkju og við þann stíg stendur Grænhóllinn sem ekki er tilgreindur í rannsókn þeirri sem unnin var af fornleifafræðingum fyrir Vegagerðina 1999. Þessi stígar voru hluti af stíganetinu sem lá til Bessastaða og eru þeir enn mjög greinilegur í landinu þó þeir séu fyrir löngu orðnir vel grónir. Enn er tími til að þyrma þessum fornu minjum sem njóta verndar samkvæmt þjóðminjalögum og láta söguna og náttúruna njóta sannmælis.“

Fjárborg

Við þetta má bæta að hraunmyndanir í Garðahrauni eru einstakar þegar horft er á nálægð þeirra við þéttbýlið. Óvíða má nálgast slíkar kynjamyndir eins auðveldlega – og ekki spillir litadýrðin fyrir.
Í matsskýrslu um vegaframkvæmdina segir þó m.a.: „Verndargildi hraunsins og fagurfræðilegt gildi þess aukist eftir því sem hraunið sé úfnara og jarðmyndanir stórkostlegri. Ljóst sé að lagning nýs Álftanesvegar, ásamt hringtorgi, muni hafa í för með sér töluvert rask á hrauninu og rof á vestanverðum hraunkantinum.

Myndanir

Fyrirhuguð  vegarstæði muni þó ekki fara yfir jarðmyndanir sem eiga engan sinn líka annars staðar í hrauninu eða öðrum hraunum á Íslandi. Fram kemur að skv. lögum um náttúruvernd séu eldhraun runnin á nútíma á borð við Garðahraun-/Gálgahraun skilgreind sem landslagsgerðir sem skuli njóta sérstakrar verndar.“
Hér kemur fram að vegna þess að hraunmyndanir eru ekki sérstæðari og stórkostlegri en í öðrum sambærilegum hraunum væri ekki ástæða til að vernda þær, þrátt fyrir að þær njóti sérstakrar verndar skv. náttúruvernd. Skondinn rökstuðningur þetta!
GarðahraunÍ raun er Garðahraun ein samfelld kynjamynd eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum.
Eins og fram kemur hér að framan eiga ekki, skv. fornleifaskráningu, að vera fornminjar í eða við fyrirhugað vegstæði. Sú fornleifaskráning hlýtur í besta falli að vera lélegur brandari því ekki þarf annað en að ganga svæði tið að sjá margar minjar við fyrstu sýn. Til að mynda er Grænhólstóftin fornleif. Neðan við hana er hlaðið skjó undir klettavegg. Skammt norðar má sjá leifar af ferhyrndu mannvirki, uppgróið. Enn norðar eru hleðslur í nátthaga. Fallin varða er við það. Og þá liggur Engidalsgatan eftir hrauninu endilöngu. Ef þetta eru „engar“ fornleifar þá er himininn líka grænn.
ÓfeigskirkjaÞað verður því miður að segja frá hverjum hlut eins og hann er. Reynslan af útgefnum fornleifaskýrslum af einstökum svæðum Reykjanesskagans er vægara sagt mjög slæm. Samt sem áður hafa hlutaðeigandi yfirvöld tekið þær góðar og gildar þegar ákvarðanir eru teknar um einstakar framkvæmdir sem Álftanesveg. Ofar en ekki eru staðsetningar fornleifa rangar, þeim er lýst á ófullnægjandi hátt, komist er hjá að leggja mat á þær og það sem vert er; nær alltaf vantar margar fornleifar í skrárnar, stundum nálægt 2/3 hluta þeirra, sem auðveldlega mæti greina eða heimildir segja til um.

Tóftin

Einhver gæti sagt að þetta væru stór orð, en því miður – þetta er reynsla þeirra, sem gerst þekkja, hafa skoðað svæðin og skráð minjar. Eitt dæmi um algera handvömm er skýrsla um fornleifar á tilteknu afmörkuðu svæði, en þegar innihaldið var skoðað nánar reyndist skrásetjarinn hafa verið á öðru svæði, en hann í raun og veru átti að skrá. Þegar gerðar eru athugasemdir við slíkar skráðar skýrslur virðast fulltrúar yfirvalda bara leggjast í fúlheit. Geta má þess að sá, sem þetta skrifar, fékk t.a.m. einkunnuna 10.0 fyrir fornleifaskráningu í fornleifafræði við Háskóla Íslands (svo hann telur sig hafa a.m.k. svolítgið vit á efninu, auk þess sem hann hefur leitað og skoðar minjar á svæðinu um áratuga skeið).
Við skoðun á tóftinni á Grænhól er ljóst að um fornleif er að ræða, en hún virðist hafa verið smalaskjól (um einn fermeter að innanmáli) eða búr fyrir smalann, en tóftin er ekki ómerkilegri fyrir það.
Eins og fram hefur komið hefur engin fornleifarannsókn verið Hraunstandurframkvæmd á henni. Það, hversu sjaldan fornleifarannsókn er framkvæmd á viðkvæmum svæðum, er svo efni í aðra umfjöllun. Með viðkvæmum svæðum er ekki átt við sögustaði, s.s. Þingvöll, Hóla eða Skálholt, heldur staði sem jafnan eru hluti af heilstæðri búsetumynd um langt skeið eða svo sérstök að ástæða væri að nota tækifærið og rannsaka hið óþekkta. Frumkvæði á slíkum rannsóknum hefur jafnan komið frá áhugafólki um einstakar minjar, en ekki minjayfirvöldum þessa lands þótt svo að lokum hafi þau þurft að hafa fyrir framkvæmdinni.
Í raun er löngu kominn tími til að leggja mat á fyrirkomulag minjaverndar í landinu, frumkvæði hennar og áhuga á viðfangsefninu. Hafa ber í huga að áhugasviðið þarf að vera víðtækara og snúast um annað og meira en bara innihaldið. Umgjörðin og tengslin við fólkið skiptir ekki minna máli, eigin rannsóknarvinnu og frumkvæði á áhugaverðum viðfangsefnum. Ef takmarkað fjármagn hamlar mögulegum árangri mætti virkja áhugafólk með áhrifaríkari hætti.
Undir Grænhól er mikið graslendi í hraunlægðum og bollum. Í þeim má m.a. sjá fyrrnefndan nátthaga, garðbrot á tveimur stöðum, annað skjól undir hraunvegg, vörðubrot o.fl. Þarna virðist því hafa verið setið yfir fé fyrrum. Ekki er ólíklegt að þarna megi finna leifar af stekk ef nánar er skoðað. Götur sjást á milli staðanna og frá þeim upp á meginleiðirnar, s.s. Fógetastíg og Engidalsveg. Þá eru greinileg tengsl millum þessa svæðis og fjárhaldsminjanna við Garðastekk.
Tilgangurinn með vettvangsferðinni var ekki að fornleifaskrá svæðið, það geta þeir gert sem það eiga að gera lögum samkvæmt.
Njótið á meðan er. Sjá umfjöllun RUV.

Heimild m.a.:
-Jónatan Garðason.
Litadýrð

Grafningssel

Í örnefnalýsingu fyrir Krók í Grafningi kemur fram að „Króksel“ er austan við Kaldá, mjög fornar rústir; í Selmýri og Stardal var stundum slegið.“

Krókssel - Mælifell og Sandfell fjær

Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar í Árbók fornleifafjelagsins árið 1899 koma fram upplýsingar um Grímkelsstaði, bæ landnámsmannsins, sem síðar settist að á Ölfusvatni. Tóftir fornbæjarins eru rétt norðan við túnið á Krók. Ætlunin var m.a. að taka hús á Agli Guðmundssyni, bónda, á Krók, þeim margfróða manni. Gamli suðurferðarvegurinn lá upp frá Króki í gegnum Krókssel. Stefnt var að því að fylgja honum upp fyrir Hempumela og upp í selið norðvestan í rótum Súlufells.
Egill var fjarverandi þegar FERLIRsfélaga bar að Króki, enda búskapur nú aflagður í Grafningi annars staðar en að Villingavatni. Þrátt fyrir það var stefnan tekin á gömlu suðurferðargötuna, sem liggur upp frá bænum yfir Bæjarlækinn til vesturs. Slóði er samhliða götunni, en hún er jafnan sunnan slóðans. Gatan liggur upp með norðanverðum aflíðandi hlíðum og upp í Löngudali; grannan þéttgróinn dal norðaustan Súlufells. Norðaustar er Torfdalur. Skýringin á þéttum gróningunum kom fljótlega í ljós. Vestast í dalnum eru leifar af undirstöðu fjárhúss frá Króki. Húsið sjálft er horfið, enda fauk það í heilu lagi fyrir nokkrum árum að sögn Hrefnu Sóleyjar Kjartansdóttur, húsfreyju á Villingavatni. Norðar er syðsti hluti Víðihlíðar. Í
 örnefnalýsingu fyrir Krók segir: „[Í Löngudölum] er beitarhús og tún. Súlufell er allhátt fjall, gróðurlítið, nokkuð þríhyrnt að lögun. Dalir tveir þynna það norðan til. Súlufellsdalur með nokkru landbroti að austan, Smérdalur að vestan, sléttur og gróinn. Þar er tófugren, og þar var slegið [Stardalur].“ Melhryggur ofan og vestan við fjárhústóftina nefnist Hempumelur. Þar á djákni sá, sem drekkt var í Djáknapolli, að hafa verið færður úr hempunni. Gamla gatan liggur norðan megin upp úr dalnum, yfir hrygginn og áfram niður með norðanverðu Súlufelli.
Staðnæmst Fjárhúsleifar í Löngudölum - Hempumelur ofar til vinstrivar við Króksselið; tvírýma tóft, vel greinilega, fast undir rótum fellsins. Tóft er vestan við selið, en ekki er gott að sjá hvort þar hafi verið stekkur eða hús vegna sinu. Annars er einkennandi fyrir seltóftir í Grafningi að þær eru einungis með þremur rýmum, ólíkt flestum öðrum seljum á Reykjanesskaganum, sem jafnan hafa þrjú slík. Þá er staðsetning selsins einungis skiljanleg út frá nálægð við aðgengilegt grjót úr hlíðinni, en eðlilegra hefði verið að hafa það utan í Selmýrinni, sem er þarna beint handan Kaldár.
Haldið var til baka eftir gömlu götunni og síðan út af henni til suðausturs því nú var stefnan tekin á Svartagil mun austar, norðvestan við Dagmálafell. Þar eiga tóftir Ingveldarsels að vera. Í örnefnalýsingum fyrir Villingavatn segir: „Ingveldarsel: Smá starartjörn með mýri í kring, upp af Svartagilsflötum. Síðasta selið sem notað var. Sennilega kennt við Ingveldi Gísladóttur, afasystur skrásetjara (Þorgeirs Magnússonar).“
Stekkur við Ingveldarsel - Dagmálafell fjærMjög erfitt er að finna selið. Það er í skálalaga lægð um með Svartagili, ofan Svartagilsflata, eins og segir í lýsingunni. Hrefna hafði sagt að Sigurður, frændi hennar, hefði stungið spýtu í seltóftina síaðst þegar þau voru þar. Að vísu var spýtan fallinn, en selið fannst út frá fallegum hlöðunum stekk upp undir hæðarbrún vestan Svartagilslækjar (sem reyndar var þurr að þessu sinni, en Hrefna hafði einmitt kvartað yfir miklum vatnsveðrum í vetur, en litlum snjóum). Selið er tvírýmt líkt og önnur sel í Grafningi (utan Villingavatnssels (Botnasels) í sunnanverðum Seldal). Það er vel gróið, en vel mótar fyrir veggjum. Fallegt útsýni er frá selstæðinu að Villingavatni og yfir fjöllin norðan og austan Þingvallavatns. Ekki er getið um selstöðu þarna í Jarðabók ÁM 1703.
Þá var stefnan tekin að Króki á ný með það fyrir augum að skoða hinar fornu Grímkelstóttir við Krókamýri.
Í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899 segir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi m.a. frá Grímkellsstöðum eftir ferð sína um Grafning í maímánuði ári fyrr.

Grímkelstóttir - uppdráttur Brynjúlfs Jónssonar

„Svo segir í Harðasögu, kap. 2: „Grimkell bjó fyrst suður at Fjöllum skamt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallat á Grímkellsstöðum ok eru nú sauðahús… Hann færði bú sitt… til Ölfusvatns, því at honum þótti þar betri landkostir“. Í fljótu bragði virðist sem orðin; „ok eru nú sauðahús“, benda til þess, að bæjartóft Grímkelsstaða sé eigi framar til, heldur hafi sauðahús verið bygð ofan á hana, svo þar sé eigi um annað að ræða en fjárgús eða fjárhústóftir. Því að þrátt fyrir það, að á þeim tíma sem sögurnar vóru ritaðar og lengi eftir það var eigi venja á Suðurlandi að hýsa sauði, þá má þó telja víst, að í Grafningi hafi það verið gjört fyr en annars staðar, vegna vetrarríkis. En raunar þurfa orðin; “ þar… eru sauðahús“, eigi beinlínis að þýða það, að sauðahús stæði í rústunum, þau gátu staðið hjá þeim, eða svo nærri að þannig mætti að orði kveða. Og þetta hefir verið tilfellið. Rúst Grímkellsstaða er enn til. Það eru 3 stórar fornrústir á sléttum völlum fyrir norðan og neðan túnið í Króki í Grafningi og heita Grímkelstóftir. Syðsta tóftin er 18 al. löng og nál. 9 al. breið; dyr í suðausturenda. Hún sýnist eigi skift í sundur. Það má hafa verið útibúr. Grímkelstóttir - Krókur fjær, Súlufell framundan og Víðihlíð t.h.Miðtóftin er bæjartóftin; hún er nál. 30 al. löng og 11 al. breið. Dyr er ekki hægt að ákveða. Miðgaflar sýnast að hafa verið tveir í henni, þó er hinn nyrðri óglöggur, og er sem þar gangi smákofatóft inn í vegginn og snúi dyrum í norðaustur, þó verður það eigi fullyrt, og er mögulegt að vatn og klaki hafi myndað þessa tóftarlíkingu, hún er svo óglögg. Nyrzta tóftin hefir að norðan víðan ferhyrning, um 16×18 al., og er það án efa heygarður; en að sunnanverðu, þar sem fjóstóftin má hafa verið, er nú stekkjartóft, nær 18 al. löng og er hún nýlegri en rústirnar sjálfar og þó ekki mjög nýlegar, Hún snýr dyrum til suðausturs, eins og fjósið mun hafa gjört. Fyrir aftan gafl hennar sér nál. 8 al. langan part af hinni fornu rúst, og er það líklega innri hluti fjóssins. Eigi er samt unt að ákveða lengd þess, því óvíst er að dyr þess hafi tekið jafnlangt fram og dyr stekkjartóftarinnar nú. Fyrir fleiri smátóftum vottar þar, en þær eru svo niðursokknar, að þeim verður eigi lýst. Aðaltóftirnar, sem nú var lýst, eru einnig mjög niðursokknar og úr lagi gengnar, Ein Grímkelstóttinþó þær séu nokkru glöggvastar. Lækur rennur ofan hjá rústunum, og hefir hann myndað vellina sem þær eru á, og enn ber hann oft aur yfir þá. Þess vegna hafa sauðahúsin, sem sagan nefir, eigi verið sett þar. Þau hafa að öllum líkindum verið sett lítið eitt sunnar og ofar, og bærinn Krókur svo verið gjörður úr þeim síðar. En meðan þar var eigi bær, hefir þetta pláss, sem er dalmyndað fengið nafnið „Krókur“, og því hefir bærinn verið nefndur svo, en eigi Grímkellsstaðir, sem réttast hefði þó verið, því raunar er það sami bær, færður úr stað um túnsbreidd eina. Vel á það við að segja, að Grímkell byggi „suður at Fjöllum“, er hann bjó þar, því hinn dalmyndaði „krókur“ gengur suður í fjöllin. Krókur er í Ölfusvatnslandi, en þó svo langt þaðan, að eigi gat Grímkell vel notað landið það er Ölfusvatn notar nú, utan að flytja þangað búferlum. Var það og fýsilegt því þar er vetrarríki minna og skemra til veiða í vatninu. Ef til vill hefir og ágangur lækjarins hvatt hann til þess að flytja bú sitt. En spyrja má, hví hann settist eigi strax að Ölfusvatni? Líklega hefir þar verið bær áður, og honum hefir Grímkell síðar náð undir sig, og fært bú sitt þangað.
Önnur GrímkelstóttEitt af fjárhúsum þeim, er standa á Ölfusvatnu, er kallað hofhús. Þar á hofið Grímkells að hafa staðið, og er sem upphækkun undir húsinu. Grímkelsgerði heitir forn girðing þar austur á túninu, hér um bil 1 dagslátta að stærð. Suðvestast í henni er sýnt leiði Grímkels. Það er þúfa mikil, nær 5 fðm. löng og nær 1 fðm. á breidd við suðurendann, en mjó í norðurendann, og um 2 al. á hæð. Hvort grjót er þar í var ekki hægt að kanna fyrir klaka, er eg var þar í vor í máimánuðu á rannsóknarferð.
Bollasteinn er á hlaðinu á Ölfusvatni. Hann er úr „doleríti“ og er rúml. 1 al. á hæð, 3 kvart. í þvermál á annan veg og 2 1/2 kv. á hinn. Bollinn nær 9 þuml. á vídd og 5 þuml. á dýpt. Hann er auðsjáanlega mannaverk.“
Í lýsingunni kemur Brynjúlfur einnig að Steinrauðarstöðum suðvestan Þingvallavatns, hins forna landnámsbæjar, sem nú virðist horfinn, en þó má sjá leifar af ef vel er gáð (sjá aðra FERLIRslýsingu). Einnig segir hann frá Setbergsbölum og Kleyfardölum. SHoftóft við Ölfusvatníðarnefnda örnefnið er einkar áhugavert vegna þess að þar á að vera Kleifarsel, sem fyrr hefur verið minnst á. Lýsingin hljóðar svo: „Kleyfardalur heitir suðvestur með hlíðinni, lítill dalur og þó fagur, en hrikalegt í kring. Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng, tvískipt og eru emgar dyr á milliveggjum, en útidyr úr báðum tóftum á suður hliðvegg. Hin, fjóstóft (eða kvíatóft?), 8 fðm. löng og 2 1/2 fðm. breiðm hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tófarbrún, sem gæti verið hlöðutóft. En þar um get eg þó ekkert sagt, því fönn lá þar yfir, svo eigi sást hvort hér er tóft eða ekki. Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum(?) og síðar orðið, ásamt þeim hjáleiga frá Nesjum.“
Selstígurinn fyrstgreindi liggur úr Króksseli því til norðausturs, en hann er raunar hluti af gamalli þjóðleið (gamli suðurferðavegurinn skv. örnefnalýsingu Guðmanns Ólafssonar) frá Villingavatni og Krók til vesturs, um Moldarklif, norður fyrir Stapafell og áfram til suðurs og upp með fellinu vestanverðu, um Þverárdal oBlótsteinn (sem er væntanlega signingafontur) við Ölfusvatng Ölkelduháls í Brúnkollublett og síðan Milli hrauns og hlíða, vestur að Kolviðarhóli. Brúnkollublettur var aðaláningarstaður ferðamann á þessari leið. Þar fer gatan yfir Þverána á vaði með viðkomu í Nýjaseli á leiðinni upp með Laka. Hálsinn, sem gatan kemur yfir norðan Súlufells heitir Hempumelur, að sögn Egils Guðmundssonar, bónda á Króki (sjá fyrri skilgreiningu).
Brynjúlfur lýsti, skv. framanskráðu, Grímkelsstöðum, sem gæti hafa verið fyrsti bústaður hins forna goða sunnan Ölversvatns (Þingvallavatns). Þær tóftir eru þarna rétt utan túngarðs á Króki, hægra megin vegarins þegar ekið er að bænum og eru vel greinanlegar enn þann dag í dag, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Og svo segja menn (jafnvel hinir fræðustu „minjaverndarar“) að engar fornleifar leynist á Reykjanesskaganum – landnámi Ingólfs). Þarna kemur Bæjarlækurinn, líkt og sjá má á uppdrætti Brynjúlfs, að og liðast síðan undir veginn. Lækurinn kemur úr gili norðvestan bæjarins, en skammt sunnar er vatnsvirkjuð uppspretta er rennur í í hann. Í örnefnalýsingunni segir: „Norðan við Nesið fellur Bæjarlækurinn í Villingavatnsána. Suðvestan við hann eru Grímkelstóttir (Brynjúlfur skrifaði jafnan „tóttir“). Norðan við hann er valllendisgrund, sem Eyri nefnist. Svo tekur við Króksmýri allt norður að Ölfusvatnsheiði.“ Ölfusvatnsheiðin, þótt lítil sé, skilur af Krók og Ölfusvatn.
Göngutími og skoðunartími er áætlaður u.þ.b. 3 klst.

Heimildir m.a.:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1899, Brynjúlfur Jónsson, bls. 1-5.
-Örnefnalýsingar.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjartóftir.