Arnarfell

„Í Arnarfelli skammt frá Krýsuvík var draugur sá er Arnarfellslabbi var nefndur.
Var hann svo kallaður Arnarfell-23af því að þeir er skyggnir voru gátu að líta strákhvelping með svartkollótta húfu staglaða með hvítu lopbandi koma ofan úr fellinu og á labbi þar umhverfis til og frá um Krýsuvíkurmýrar, en þar var almennur áfangastaður og lágu menn þar með lestir, flestir nálægt Arnarfelli.
Labbi gjörði ferðamönnum þar ýmsar glettingar. Svipti hann stundum tjaldi ofan af mönnum eða hann þeytti farangri þeirra út í allar áttir eða fældi burt hestana úr haganum og helti suma. Fór enginn maður þann veg eða lagðist þar í áfanga svo að hann hefði ekki heyrt Labba getið. Hann hafði og helt og lamað fé og færleika fyrir Krýsvíkingum og þótti þeim hann sér ærið amasamur í nágrenni, en gátu þó ekki að gjört. Smalamaður Krýsuvíkurbóndans hafði og orðið bráðdauður og var það eignað Labba.
Arnarfell-25Samkvæmt konunglegri tilskipun 1772 skar Björn sem aðrir bændur allt sitt sauðfé. Ætlaði hann nú að róa vetrarvertíðina og réði hann sér far suður í Garði. Býst hann nú í ákveðinn tíma með öðrum vermönnum; voru þeir nótt í Krýsuvík. Bóndi kenndi Björn þegar því þeir voru kunningjar.
„Mörg ár held ég nú liðin síðan þú hefur róið út Björn minn,“ segir bóndi; „get ég að sauðleysið valdi því að þú ferð nú að róa.“
„Rétt getur þú til,“ segir Björn, „sveltur sauðlaust bú. Ég hef ekki róið síðan ég fór að búa, enda hef ég nú orðið litla lyst til sjóróðra.“
„Kaup vilda ég eiga við þig,“ segir bóndi; „vilda ég biðja þig að fyrirkoma Arnarfellslabba, en ég býst til að taka við færunum þínum og róa þér svo hlut.“
Þeir sömdu nú þetta með sér; reri bóndi honum hlut um vetrinn og fiskaði vel, en Björn varð eftir í Krýsuvík. Fer hann nú að hitta Labba og er ekki sagt frá viðskiptum þeirra; hitt er ljóst að Björn kom Labba fyrir og varð aldrei framar vart við hann.“

Heimild:
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar III, bls. 593.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegur – Arnarfell framundan.

Litlistekkur
Gengið var um Knarrarnesland og skoðaðar minjar, sem ekki hafði verið litið á áður í fyrri FERLIRsferðum. Þessarra minja er getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum.
Fjóla Jóhannsdóttir (72 ára) dvelur nú í húsi skammt sunnan við Stóra Knarrarnes. Hún hefur verið tengd svæðinu í yfir hálfa öld, en hún er gift Guðmundi ÁrnastekkurViggó Ólafssyni frá Stóra Knarrarnesi. Kritur hafa löngum verið millum fólks á Knarrarnestorfunni vegna landamerkja-ágreinings – og það þrátt fyrir að nægt land virðist vera þarna til handa öllum lítilmátlegum til allra nútímaþarfa. Gömul fyrrum „Nes“ og „Höfði“ virðast hafa færst um set í baráttunni og jafnvel landamerkjasteinar lagt land undir fót. Þátttakendur í deilunni hafa og verið skipulagsyfirvöld í Vogum, sem varla hafa skilið hvað snýr upp eða niður í þeim málum. En í sæmilega litlu, en upplýstu sveitarfélagi, þar sem starfsfólk fær greitt fyrir að leysa vandamál frekar en að búa þau til, ætti að vera tiltölulega auðvelt að skapa sátt meðal þegnanna. Það er a.m.k. eitt af opinberum markmiðum stjórnsýslunnar.

Stóra-Knarrarnes

Stóra-Knarrarnes.

Þegar fulltrúi FERLIRs mætti á staðinn voru fyrstu viðbrögðin þessi: „Ertu frá skipulagsyfirvöldum í Vogum?“ „Nei“, var svarið. „Ertu að skoða eitthvað um landamerkin?“ „Nei“, var svarið. „Ertu sérfæðingur?“ „Nei“, var svarið enn sem fyrr. „Ég er áhugamaður um fornar minjar á Reykjanesskaganum og hef verið að reyna að staðsetja þær eftir því sem gamlar heimildir segja til um – og nútímaugað nær að sjálfsögðu“. Þetta dugði – að vera hvorki fulltrúi né sérfræðingur – til að fá hlýrra viðmót og viðhlítandi upplýsingar, sem leitað var að, enda áhugamaðurinn bæði afhuga deilnaþátttöku og launum fyrir verkið. Reyndar hefur þátttakendum FERLIRs hvarvetna verið vel tekið af fólki, sem búið hefur yfir upplýsingum um minjar og forna tíð.
Fjóla sýndi FERLIR í framhaldi af þessu gamla loftmynd af Stóra Knarrarnesi. Á henni voru tvo hús; Vesturbær, þ.e. hið gamla Stóra Knarrarnes, og Austurbær (jafnan nefndur Austurbær II), auk hinna gömlu tófta Stóra Knarrarness. Hið merkilega við loftmyndina er það að á henni séstvel móta fyrir Gamlabrunni, en hann var einmitt eitt af viðfangsefnum FERLIRs þessu sinni.

Knarrarnessel

Knarrarnessel.

Stóra Knararrness er getið í Jarðabókinni 1703. Jörðin er þá konungseign. Þann 9. september 1447 er jarðarinnar getið í bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö ( 30 hdr) og Breiðagerði fyrir (10 hdr). Árin 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. Seinna, eða 1584 segir: „Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs eru 5 vættir fiska.“ Árið 1703 er ein hjáleiga í eyði sem heitir Helgahús.
Í Knarrarnesi var oft tvíbýli, nefndist Austurbær og Vesturbær 1703: “Túnin fordjarfast árlega af sjáfarágángi og stöðutjörnum þeim, sem innan garðs liggja, og það so frekt, að gamlir menn minnast til þar hafi fóðrast x kýr og i griðúngur, og nú eru þau so spilt, að ekki fóðrast meir en áður er sagt. Þar með blæs upp árlega stórgrýti í túninu. Engjar eru öngvar. Útihagar nær öngvir sumar nje vetur utan fjaran.”

Knarrarnes

Krosshólar.

Á milli Knarrarnessbæjanna var hlaðinn garður á landamerkjum. Hann sést enn að mestu leiti. Í örnefnalýsingur segir frá huldufólksbústað á mörkunum: “Milli Túna Litla-Knarrarness og Stóra-Knarrarness var merkjagarður. Hann lá um þrjá hóla sem nefndust Krosshólar og var á þeim mikil huldufólkstrú. Krosshóll syðsti, Mið-Krosshóll og Krosshóll nyrsti.” Þarna hafði átt að vera álfakirkja, líkt og svo víða í stökum hraunhólum í Vatnsleysustrandarhreppi.
Fjóla sagðist jafnan hafa heyrt þessa hóla nefna Hulduhóla. Sú trú hafi verið með heimilisfólki að at byggi huldufólk þótt hún hafi aldrei séð slíkt fólk þar á ferli, “ en það væri ekki að marka“. Ekki sagðist hún hafa heyrt „Krosshólanöfnin“ nefnd fyrr.
Tveir brunnar eiga að hafa verið við Stóra Knarrarnes skv. örnefnalýsingum – Gamli Brunnur og Nýi Brunnur: “Þá voru Brunnarnir, Gamli Brunnur og Nýi Brunnur.”
Fjóla sagði að Þuríður Guðmundsdóttir, húsfreyja í Stóra-Knarrarnesi, hafi sýnt henni Gamlabrunn. Þær hafi gengið niður gamla brunnstíginn, sem þá var augljós, og beint að brunninum. Hleðslur hafi á verið fallnar inn í hann. Hún væri hrædd um að brunnurinn væri nú kominn undir sjávarkambinn.

Knarrarnes

Stóri-Knarrarnesbrunnur. Nú kominn undir kampinn.

Þegar litið var eftir brunninum (2006) mátti sjá að hann var horfinn undir sjávarkambinn, enda hafði Fjóla ða orði að kamburinn hafi gengið þar verulega inn á umliðnum árum. Brunngötunni var fylgt sunnan við gömlu tóftirnar af Stóra Knarrarnesi. Hleðslur er norðan hennar. Þar sem brunngatan endar var brunnurinn, en þar er kamburinn nú. Hnit var tekið af staðnum þar sem brunnurinn var, skv. loftmyndinni.
Nýi Brunnur sést hins vegar vel enn skammt norðan Vesturbæjar. Steypt hefur verið ofan á lokið og er timburbretti ofan á því.
Aðspurð um önnur merkilegheit á svæðinu sagði hún að ágætt dæmi um vitleysuna þarna um kring vera nýreist sumarhús á holti austan við Knarrarnes. Leyfi hafi verið gefið fyrir hjólhýsi, en nú væri komið þar kofi auk trjáa. Yfirvöldum í Vogum hafi verið tilkynnt um að þar hefði fundist grunnur, sennilega undan fornri kirkju. „Þvílíkt og annað eins“. Þarna á holtinu hafi verið gamall skúr, sem nú væri löng horfinn, og væri um að ræða mótun eftir hann.

Knarrarnes

Knarrarnes. Minna-Knarrarnes nær.

Það verður nú að segjast eins og er að þær framkvæmdir, sem átt haf sér stað á holtinu, særa augu gamalla sjáenda er enn geta skynjað samhengi lands og búsetu á annars fornfrægri strönd.
Fjóla vildi einnig vekja athygli á gömlu mannvirki austar með ströndinni, sem væri svonefndur Halagarður. Þetta væri hlaðinn garður utan um matjurtagarð, sem hreppurinn hafi látið hlaða í atvinnubótavinnu skömmu eftir aldarmótin 1900. Hann stæði enn óhreyfður. Hleðslurnar sjást vel, enn þann dag í dag.
Í örnefnalýsingum er getið um Árnastekk. „Suður af Hellum og suðvestan Vorkvía er Árnastekkur sem snýr mót vestri og fast neðan hans er Árnastekkshæð. Sumar heimildir kalla stekkinn Arnarstekk og hæðina Arnarstekkshæð …,”
Austurbærinn Sesselja Guðmundsdóttir lýsir Árnastekk í bók sinni „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“ (1995), bls. 31: „Suður af Hellum og suðvestan Vorkvía er Árnastekkur sem snýr mót vestri og fast neðan hans er Árnastekkshæð. Sumar heimidlir kalla stekkinn Arnarstekk og hæðina Arnarstekkshæð, en fleiri segja Árnastekkur og verður það nafn látið gilda hér.“ Hér er um að ræða svipaða lýsingu og af Árnarétt eða Arnarétt ofan við Garð.
Um Knarrarnes minna (sem nú virðist stærra, ef tekið er miða af húsastærð), segir m.a. í Jarðabókinni 1703: „Jarðadýrleiki er óviss, konungseign.“ Þann 9. september 1447 segir í fyrrgreindu bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey: „Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö (30 hdr) og Breiðagerði fyrir (10 hdr)… Árið 1703 hafa “túnin spillst af sjáfarágángi og tjörn þeirri, sem innan garðs er. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta og nær öngvir um vetur nema fjaran.”
Breiðagerðis er jafnan getið sem eigarbýlis, en fjallað verður um þá jörð nánar í annarri FERLIRslýsingu (ásamt Auðnum og Höfða). Það er m.a. getið um brunn: “Breiðagerðisbrunnur var sunnan bæjar.” Enn sést móta fyrir honum sunnan gömlu tóftanna.

Litlistekkur

Litlistekkur.

Í örnefnalýsingum er getið um Litlastekk. Þar segir: “Þar var í Heiðinni Litlistekkur og Breiðagerðisskjólgarður.” Í annarri örnefnalýsingu segir: “Litlistekkur er beint upp af bæ og suður af Auðnaborg …” “Upp og suður af Skálholti er Auðnaborg í grasmóa sunnan í hól. Þar er nokkuð heilleg fjárrétt með stórum almenningi og tveimur dilkum, en uppi á hólnum við réttina eru rústir af tveimur kofum. Lítill stekkur er rétt neðan og vestan við borgina en engar heimildir eru til um nafn hans.”
Sesselja Guðmundsdóttir lýsir Litlastekk í bók sinni. Þar segir (bls. 35): „Fyrir ofan og austan Borg er stekkur sem gæti heitið Litlistekkur en það örnefni segja heimildir að sé í Breiðagerðislandi.“
Frábært veður – mófuglasöngur, kyrrð og angurværð á miðsumarskvöldi.Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Fjóla Jóhannsdóttir.

Knarrarnesholt

Knarrarnesholt.

Grindavík

Í bókinni „Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I“ frá árinu 1890 eftir Odd. V. Gíslason er m.a. sagt frá kyndilmessubæn, sjómannabæn, drukknun og leiðum og lendingum á helstu hafnir á sunnanverðu landinu, s.s. við Vestmannaeyjar, Eyjafjallasandi, Rangársandi, Landeyjarsandi, Stokkseyri (Stokkseyrarsund og Músarsund), Eyrabakka (Rifsós, Einarshafnarsund og

Grindavík

Grindavík.

Bússa), Þorlákshöfn (Suðurvör og Norðurvör), Selvogi (Nesós og Stokksvíkursund), Herdísarvíkursund og Grindavík (Þorkötlustaðasund, Járngerðarstaðasund og Staðarsund).
Um síðastnefndu lendingarnar segir svo:
„Grynnsta leið frá Reykjanesi að Þorkötlustaðasundi – Þegar maður er laus við Reykjanes, skal halda á Staðarberg, austur undir sjálft bergið; þá skal halda á Þorkötlustaðnes, þangað til Staður sést; úr því svo ti Eldeyjar séu lausar viðbrim unz Staðarsund er tekið. Þaðan á Þorkötlustaðanes, unz Járngerðarstaðasund er tekið. Þaðan á landsuður, þangað til Reykjanestanginn kemur fram undan Staðarbergi. Því miði skal halda, þangað til Þorkötlustaða ber í Hagafell, næsta fjall fyrir austan fjallið Þorbjörn; þá beint á Festarfjall að Þorkötlustaðasundi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – sundvörður.

Frá Krýsuvíkurbergi að Þorkötlustaðasundi. – Fremsti oddi Selvogsheiðar sé fram undan berginu, vestur fyrir Selatanga, næstu tanga fyrir vestan bergið. Úr því skal halda grunnhallt á Þorkötlustaðanes, þangað til sundið er tekið, sem er þrautarlending.
a. Þorkötlustaðasund – Upp af bænum Þorkötlustöðum verða hlaðnar 2 vörður, hvor upp af annarri, með krosstrjám. Vörður þessar eiga að bera hvor í aðra, þangað til 2 vörður, sem eru á Þorkötlustaðanesi [standa enn], bera hvor í aðra. Þeim skal halda inn undir sker, sem er í stefnunni. Þegar komið er rétt að skerinu, skal beygja norður á við fyrir skerið, svo beint í land. Fyrir norðan skerið er ætíð óhætt að liggja, hvað sem á gengur.
Sundmerkib. Járngerðarstaðasund – Upp af bænum Hópi eru 2 vörður [standa enn]; þær skulu bera hvor í aðra, þangað til varða kemur vestur úr Þorbirni og svartur klettur [Svartiklettur] uppmjór, sem stendur framan í kampinum, ber í vörðuna; skal þá halda beint á klettinn inn á móts við vörina, skal þá halda beint á hana, svo nærri boðanum að sunnanverðu, sem unnt er, til lands.
c. Staðarsund – Næsta fell, fjallmyndað, fyrir vestan Þorbjörn, kallast Þórðarfell. Í eystri öxl þess á vörðu [Sundvörðuna, hár klettur í Sundvörðuhrauni] að bera, sem er uppi í háhrauni, þannig, að hálf varðan sé inn undir fellinu. Í þessari sömu stefnu eru 2 vörður á undirlendinu. Þessu miði skal halda, þangað til 2 vörður [standa enn], sem eru milli Staðar og Húsatópta ofan Hvyrfla, bera saman; þeim skal svo halda inn undir land, og skal þá beygja við, suður á við, í vörina.“
Þrátt fyrir að lýsing þessi sé meira en aldargömul hefur aðkoman að lendingunum lítið sem ekkert breyst, nema ef vera skyldi að Járngerðarstaðasundi, en innan við það er nú aðalhöfn Grindvíkinga. Þrátt fyrir önnur mið nútíma siglingatækni standa þó vörðurnar, leiðarmerkin gömlu, og Svartiklettur enn fyrir sínu, a.m.k. sem áþreifanlegir minnisvarðar þess sem var – og nýttist.

Heimild:
-Oddur V. Gíslason, Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I – Frá Jökulsá á Sólheimasandi til Reykjaness – Reykjavík 1890.

Sundvarða

Sundvarða á Hvyrflum.

Arahólavarða
Gengið var um Kirkjuholt í Vogum undir leiðsögn Voktors og JóGu. Hús þeirra stendur utan í norðaustanverðu holtinu. Í örnefnaskráningu Ara Gíslasonar segir um Kirkjuholtið: „Það sem myndar Aragerði að austan er holt sem heitir Kirkjuholt, en þar liggur vegurinn niður í Voganna.“ Þar á hann trúlega við Strandarveginn eins og hann er í dag.
Töðugerðisvarða

Töðugerðisvarða.

 

Gísli Sigurðsson nefnir holtið „Kirkjuhóll“ en líklega er það ekki rétt því heimamenn hafa jafnan talað um Kirkjuholtið. Heyrst hefur sú tilgáta um nafnið, að upp á holtinu hefði fyrst sést til kirkju (á Stóru-Vogum) þegar komið var Almenningsveginn niður í Voga fremur en að þar hafi fyrrum staðið kirkja. Ekki er vitað til þess að tilgátan hafi verið fest á prent. Á seinni tímum hafa einhverjir hugsað sér að sniðugt væri að reisa kirkju á Kirkjuholtinu, en það gæti varla talist sniðugt fyrir nálæga íbúa, sem hingað til hafa fengið að njóta holtsins. Þegar það er skoðað mætti ætla sneiðing götu í því norðanverðu. Ekki munu vera mannvistaleifar á holtinu.
Haldið var eftir gömlu götunni frá Vogum áleiðis að Kálfatjörn í gegnum Brunnastaðaland og m.a. skoðaðar minjar við Vatnsskersbúðir.
Í framhaldi af því var leitað upplýsinga hjá Símoni Kristjánssyni á Neðri-Brunnastöðum (f: 1916) um nokkra staði í Brunnastaðalandi og nágrenni þess að vestanverðu. Símon fæddist á Grund á Bieringstanga og þekkir vel staðhætti á svæðinu.

Bieringstangi

Grund – brunnur.

Þegar Bieringstangi var skoðaður í fylgd Magnúsar Ágústssonar í Halakoti og Hauks Aðalsteinssonar (móðir hans er fædd á Grund) var m.a. gengið að Vatnsskersbúðum, sem eru á ystu mörkum Brunnastaðalands í vestri.
Í örnefnalýsingu fyrir Brunnastaði segir m.a. um Vatnsskersbúðir: „Yst í Djúpaós er Dýpstiós. Nokkru innar er Vatnasker, þar upp af er Vatnsskersbúðir og Vatnsskersbúðarvör. Einnig Djúpavogsvör.” Í svæðaskráningarskýrslu fyrir Vatnsleysustrandarhrepp (2006) segir að „staðsetning minjanna hefur verið óljós enda hafa deilur verið innan sveitarfélagsins um staðsetningu þessara örnefna. Ása Árnadóttir kannaðist ekki við þessi örnefni, en gat þó aðstoð við að staðsetja örnefnin gróflega út frá staðsetningu annarra þekktra örnefna. Grýtt og víðfeðm fjara er á þessum slóðum og engin merki sjást um verbúð“.  Ágúst og Haukur bentu FERLIR hins vegar óhikað á gróinn tanga vestan Djúpavogs. Út frá honum eru mörkin, sem reyndar nú hafa fengist viðurkennd með dómi. Á tanganum er hlaðinn ferkantaður grunnur undan timburhúsi (Vatnsskersbúðum). Flóruð stétt sést við grunninn, auk annarra hleðslna. Ofan við rústirnar eru garðar, greinilegir þurrkgarðar. Í svæðaskráningarskýrslunni segir að „um 75 m ASA af Vatnsskersbúðum, eru mjög ógreinilega hleðsluleifar. Hleðslan er uppi á grónu lágu holti.

Umverfis er mosagróið hraun. Tvískipt tóft sem snýr norður-suður, og er alls 15 x 5 m á stærð. Að norðanverðu er stórt grjóthlaðið hólf. Op hefur verið á því syðst á vesturvegg.
Beint suður þessu hólfi eru ógreinilegar leifar af hleðslum, annars vegar er þar 2 m langur veggstubbur (norður-suður) og hins vegar, suður af honum, annar veggstubbur nokkuð lengri. Hann snýr austur-vestur og er um 5 m langur. Hleðsluhæð er mest 1 umfar, eða 0,2 metrar. Þessi ummerki eru fremur óljós en afar líklegt verður að telja að þarna séu leifar einhvers konar mannvirki, þó óljós séu þau.“
Norðan við hleðslur þessar eru leifar er virðast vera af hlöðnum brunni. Hlaðið hefur verið umhverfis stutta hraunsprungu og hefur verið gengið niður í innvolsið um eitt þrep. Hleðslan er að hluta til fallinn inn, en þó sjást þær enn vel umhverfis. Ferskt vatn streymir þarna undan klöppunum í fjörunni. Mannvirki þetta er í grasúfnu landi og því ekki auðvelt að koma auga á það. Magnús í Halakoti sagðist ekki hafa rekið augun í þetta mannvirki, en hann vissi til þess að þarna, a.m.k. á þessu svæði, hafi áður verið hænsnakofi.

Varða

Ragnar í Halakoti (f:1916) sagðist vera vel kunnugur þarna. Þetta hafi verið brunnur í lítilli hraunsprungu. Vatn hefði safnast saman í möldarlægð skammt ofar og þegar þar fylltist, einkum á vorin eftir snjóa, hafi vatn seitlast niður í sprunguna og fyllt brunninn. Hænsnakofinn hafi verið svo til alveg við Vatnsskersbúðirnar. Hann teldi þó sjálfu að nafnið hafi átt að vera Vatnskatlar því á klöppunum innan við búðirnar hafi við hringlaga katlar með mold og ýmsum gróðri, marglitum. Þessar tjarnir hafi jafnan fyllst af sílum.
Ofar liggur gamla kirkjugatan frá Vogum að Kálfatjörn. Enn sér móta fyrir henni. Vörður eru við götuna, bæði endurreistar og einnig fallnar og grónar.
Í örnefnaskrá segir að „tvær vörður eru í Djúpavogsheiði ofan við Bieringstanga og heitir önnur þeirra Kristmundarvarða, kennd við Kristmund Magnússon sem varð úti á heiðinni þar sem varðan er, svo til beint austur af svonefndum Voghól. Þessi atburður gerðist 1907 eða 1908 er verið var að smala fé.” (Sjá meira HÉR.)
Símon sagði þessa vörðu jafnan hafa verið mönnum kunn. Hún hafi verið nálægt gömlu kirkjugötunni, en fyrir nokkrum Kristmundarvarðaárum hafi Ragnar Ágústsson hlaðið hana upp.
Samkvæmt bestu vitund fróðra manna í Vogum er Kristmundarvarða ofan við Vorhús eða Grund, í lægð við hól einn með áberandi hundaþúfu. Um hana segir Sigurjón Sigurðsson frá Traðakoti í örnefnalýsingu; „Svo bar til, að haustið 1907 eða 1908 var farið í smölun í sveitinni. Einn af smölunum var unglingspiltur frá Goðhól hér í sveit, sem hét Kristmundur Magnússon. Það hafði verið mjög slæmt veður, suðaustan rok og mikil rigning (dimmviðri) og fór svo, að pilturinn týndist og fannst daginn eftir örendur á þeim stað sem Kristmundarvarða stendur nú.“ Sigurjón frá Traðakoti lýsir staðsetningu Kristmundarvörðu svo; „í suð-suðvestur frá Gilhólum (það eru tveir þúfuhólar suðaustur af Brunnastaðaafleggjara) er klapparhóll með þúfu á vesturendanum, heitir Boghóll. …. Í suður frá Boghól er hóll sunnan við þjóðveginn, …. Hóll þessi heitir Grænhóll. … Í norðvestur frá Grænhól er grjótvarða, sem heitir Halakotsvarða. Er hún ofan við veginn, sem notaður var sem þjóðvegur til 1912. Þar, nokkuð sunnar með veginum, er grjótvarða, sem heitir Kristmundarvarða.“
Vogshóll, sbr. framangreint, er líka til, inn á Bieringstanga, einnig nefndur Hvammsvogshóll.
HalakotsvarðaÖnnur varða væri við götuna og nefndist hún Töðugerðisvarða. Stendur hún heil á hól ofan við Töðugerði. Á milli hennar og annarrar endurhlaðinnar vörðu ofan við Grænuborgarrétt væru nokkrar fallnar og nú grónar.
Í örnefnalýsingu segir: „Hin varðan, Töðugerðisvarða eða Halakotsvarða stendur rétt ofan eða sunnan við Skipholt. Þar hjá er reiðgata sem notuð var sem þjóðbraut fram til 1912 og heitir Gamlivegur.”
Þá var Símon spurður um Gestsrétt og Skiparéttina, en í örnefnalýsingu segir að uppsátur sé rétt við fjöruna. “Svokölluð Skiparétt var fornt uppsátur í Skjaldarkotsfjöru, en Gestsrétt var ofan við Gestvör, einnig fornt uppsátur.”
Skiparétt er merkt inn á örnefnakort, rétt við sjávargarðinn.
Símon sagði mannvirki þessi nú vera komin undir kampinn. Fyllt hafi verið upp ofan við uppsátrið og varnargarður hlaðinn. Hann hafi sjálfur róið þaðan fyrsta sinni árið 1930 á Hafrenningi. Þá hafi vörin verið norðan við sjávarhúsin og réttin ofar. En nú væri þetta allt farið – eins og svo margt annað.
Haldið verður áfram að skoða nokkra minjastaði á Ströndinni.Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Símon Kristjánsson.
-Magnús Ágústsson.
-Ragnar Ágústsson.

Flekkuvík

Gengið var um Flekkuvík og nágrenni. Tilgangurinn var að skoða minjar, sem ekki höfðu verið skoðaðar í fyrri ferðum um svæðið. Þannig var t.a.m. ekki litið á Flekkuleiðið að þessu sinni, varirnar eða annað það er einnig gæti talist merkilegt í og við Flekkuvík.
Flekkuvík var Kálfatjarnarkirkjueign árið 1703. Árið 1379 átti kirkjan á Kálfatjörn þegar jarðirnar Bakka og Flekkuvík. Í bréfi frá 28.4.1479 segir m.a.: „Í þessu bréfi lýstir Arngerður Halldórsdóttir því yfir að Flekkuvík eigi þriðjung í hvalreka ásamt viðarreka og Vatnsleysa eigi tvo hluta í Flekkuvíkurreka sem og hvalreka.“ Jarðarinnar er getið í fógetareikningum árin 1553-48. Árið 1703 eru hjáleigur í Flekkuvík nefndar Sigurðarhjáleiga, Blíðheimur, Péturskot, Refshali og Úlfshjáleiga. “Þessar [hjáleigur] eru með vissu taldar. Vatnagarður syðst … og Tröð. Túnunum spillir sjáfarágángur merkilega, iteml vatnsrásir með leirágángi af vatni af landi ofan til stórskaða. Engjar eru öngvar. Útihagar lakir um sumar og enn þó minni um vetur.”
Tvíbýli var á jörðinni og var Vesturbær í eyði frá 1935, Austurbær frá 1959″skv. lýsingu GBJ í Mannlíf og mannvirki (343-347.) Einnig eru óljósar sagnir um tvö býli til, sem hétu Holt og Járnshaus. Jörðin er í eyði frá 1959.
Í örnefnalýsingu er minnst á Flekkuvíkurstekk. „Upp af Stekkjarvíkinni er Stekkjarmóinn, velgróinn og allstór um sig. Við austurjaðar hans, nokkurn spöl frá sjó, er Flekkuvíkurstekkur sunnan undir lágum hól, Stekkhólnum.”
Stekkjarvíkin (stundum talað um Stekkjarvíkur) eru vestan Flekkuvíkurtúna, sem afmörkuð eru með hlöðnum görðum.
Túnin voru minni þegar örnefnalýsingin var gerð, en voru síðar færð út og stækkuð, m.a. til vesturs. Stekkurinn, tvískiptur, er undir þessum lága hól. Hann er vel gróinn, en sjá má móta fyrir hleðslum í tóftunum. Annar stekkur, hlaðinn, einnig tvískiptur er skammt sunnan við suðvesturhorn túngarðsins. Hann er hlaðinn úr stórum steinum.
Á þessum slóðum eru m.a. heimild um skotbyrgi: “Um 200 m utar en Skottjörn og Skarfanes eru dálítið vik inn í kampinn. Það heitir Stekkjarvík. Norðan við hana er lítið, grasigróið klapparnef, Stekkjarnef. Sunnan undir því er grafin hola, hlaðin innan, Skothús. Lítið tóftarbrot er upp af Stekkjarnefi og gæti það verið af stekk.” segir í örnefnaskrá. Hér er önnur tilvísun í stekk þann er nefndur hefur verið Flekkuvíkurstekkur. Vel mótar enn fyrir gróinni tóftinni, skothúsinu, á Stekkjarnefi. Þegargengið er um Flekkuvíkurlandið má víða sjá hlaðin skotbyrgi, ýmist fyrir fuglaskotveiðimenn eða refaskyttur. Minjar þessar eru bæði gamlar og nýlegar, s.s. sú er er skammt ofan garðs, suðaustan við núverandi íbúðarhús.
Þarna er og Mógrafarhóll, örnefni; “Skammt utan við Stekkjarvíkina, rétt við kampinn er Mógrafarhóll. Þaðan út í Keilisnes (nesklett) er á að giska 500 m.” segir í örnefnaskrá. Enn vottar fyrir mógröfunum vestean við hólinn.

Víða ofan við þetta svæði má sjá hleðslur, einkum af fiskbyrgjum, en einnig af öðrum minjum; “u.þ.b. 300 metrum innan við Nesklett er hlaðin ílöng tóft ofan við kampinn. Þar var trjám flett með stórviðarsög.” segir í örnefnaskrá. Ofar og austar sjást enn myndarlegar hleðslur af fyrrum fiskbyrgjum. Sum hafa verið látin óáreitt, en öðrum hefur verið breytt í skotbyrgi.
Þegar FERLIR var þarna á ferð gullu við allnokkrir skothvellir. Menn við svartan bíl, er lagt hafði verið við fyrrum íbúðarhús í Flekkuvík, voru í óða önn að gera sér, þessa yndisfögru sumarnótt, að leik að skjóta á mófuglana. Þegar að var komið kom í ljós að þetta voru tveir ungir menn. Þeir höfðu verið að leika sér með 22 cal. riffil, göngufólki á svæðinu til skelfingar. Nú var það spurningin:; átti að hringja í 112 og boða óttarslegna lögreglumenn í umferðareftirliti á vettvang? Refsing við slíkum brotum er að jafnaði, eftir mikla fyrirhöfn (útkall, skýrslugerð, leitir að kærðum, frekari skýrslugerð, meðferð lögfræðinga, ákæru eða sektargerð saksóknara, eftirfylgju, leit að greiðendum, samkomulagi um greiðslu o.fl.) tiltölulega væg, sekt og upptaka skotvopna. Þar sem FERLIRsfélagar voru þrír á móti tveimur – og auk þess hundur er gæti mögulega verið grimmur (væri haldið aftur að fleðurlátunum í honum). Einn þeirra, orðfár, greip skotvopnið af öðrum mannanna, rak það óvart í annað að aðalljóskerið á bílnum svo það brotnaði og síðan skeftið utan í húshornið. Það brotnaði auðvitað, öllum öðrum að óvörum við það sama, og járndótið, sem eftir var, hrundi niður. Úps, svona gerast slysin. Mennirnir gætu þó alltaf kært slysið til lögreglu, ef þeir kærðu sig um. Ljóskerið kostar jú sitt og byssan er jú ónýt eftir og verður ekki notuð aftur.

Eitt af því sem er einkennandi fyrir Flekkuvík eru örnefni tengd álfum og huldufólki. Í lýsingu segir t.d.: “Í Vesturbæjartúni, skammt til útnorðurs frá bænum, er stór hóll, en ekki hár. Hann heitir Álfhóll. Þar var börnum bannað að vera að leikjum.” Hóll þessi er rétt til hliðar við aðra hólasamstæðu, gróin og lætur lítið yfir sér. Í honum má sjá klöpp. Nýlegt vatnsstæði er sunnan hans og gamlar hleðslur vestar.
Þá er huldufólksbústaðar getið í Kirkjuhólum. “Skammt utan gamla traðarhliðsins er grunnt vatnsstæði, kallað Vatnshellur, vatnsból ofan í klappir. Þar til vesturs, um 200 m frá túngarði, eru þrír strýtuhólar, kallaðir Kirkjuhólar. Þeir eru í stefnu rétt vestan við opna tröðina. Það var trú fólks, að í Kirkjuhólum væri álfabyggð og þar var betra að fara með gát.” Hólarnir eru vestan við reglulega strýtumyndaða hóla er raða sér austan þeirra til suðurs. Austasti hóllinn er ágætlega „kirkjuhugmyndamótandi“.
“Nokkru vestar en Kirkjuhólar og nær túngarði er stór strýtuhóll, kallaður Síðdegishóll“, en Síðdegishóll mun vera seinni tíma nafn. Arnarvarða er sögð vera röskan kílómetrar í suðvestur frá Hádegishólum. Hún sést ágætlega frá Kirkjuhólum.
Brunnar og vatnsstæði eru nokkur við Flekkuvík. Fjallað er um Austurbæjarbrunn (Brunninn), Flekkuvíkurbrunn og fyrrgreindar Vatnshellur, auk nýlegs vatnstæðis sunnan Álfhóls, sem áður var lýst.
“Nú liggur vegur heim Austurbæjartúnið og vestan við hann er Brunnurinn eða Flekkuvíkurbrunnur. … Austurbæjarbrunn er víst og óhætt að kalla Brunninn.” segir í örnefnaskrá. Brunnurinn er í túninu sunnan við gömlu heimreiðinna, sem allnokkru austan núverandi vegar að Flekkuvikurbæjunum. Hann er hlaðinn, ekki djúpur, en fallegur á að líta. Hann hefur verið látinn ósnortinn.
Hinn hlaðni brunnurinn við Flekkuvík er norðan húsanna. Brunnstígur liggur frá þeim að brunninum. Girt hefur verið í kringum hann til að forða slysum, en girðingin er fallin. Brunnurinn er hlaðinn niður, ennig hinn fallegasti. Líklegast er hér um að ræða svonefndan Vesturbæjarbrunn, sem getið er um í örnefnalýsingum.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er getið um Sigurðarhjáleigu, hjáleigu í byggð. “Þessar [hjáleigur] eru með vissu taldar. Vatnagarður syðst, og Refshali innst. Þá var Sigurðarhjáleiga, Blíðheimar, Péturskot, Úlfshjáleiga og Tröð. … Við enda Traðanna var kotið Tröð.” segir og í örnefnaskrá. Hér er innig getið um sex aðrar hjáleigur í Flekkuvíkurlandi, sem verður að teljast vel í lagt miðað við gróin svæði á jörðinni. Að öllum líkindum hafa hér verið um kotbýli útvegsbænda að ræða, er byggt hafa lífsafkomu sína að langmestu leyti á sjávarfangi. Sjórinn hefur, líkt og annar staðar, rifið þarna smám saman af ströndinni og tekið til sín allmargar minjar, sem áður voru þekktar á þessu svæði.
Kotbýlið Refshali er eitt hið forvitnilegasta á svæðinu. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Refshale hefur í eyði legið fjögur ár … Nú er hjáleigan eyðilögð fyrir sands og sjáfar ágángi og leirfljóð af landi ofan, en grasnautnarleifar brúkar heimabóndinn og þykist ei að skaðlausu afleggja megia.”
“Austurbæjartún liggur í boga meðfram víkinni og mjókkar eftir því sem austar dregur. Þar í túnkróknum var býli, er Refshali hét, fór í eyði um eða laust fyrir 1920. Í seinni tíð var býlið alltaf nefnt Refshali en hefur sennilega upphaflega heitið Rifshali.” segir í örnefnaskrá GE. “Þessar [hjáleigur] eru með vissu taldar. Vatnagarður syðst, og Refshali innst. Þá var Sigurðarhjáleiga, Blíðheimar, Péturskot, Úlfshjáleiga og Tröð. … Við enda Traðanna var kotið Tröð.” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir að Rifshali hafi farið í eyði um 1922-23.
Þá er og forvitnilegt að grennslast fyrir um svonefnda Úlfarshjáleigu, sem getið er um í Flekkuvíkurlandi. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Ulfuhjáleiga hefur fyrir meir en tuttugu árum tóft hús verið, og nú um lánga stundir í auðn. … Kynni aftur að byggjast, en nokkur þyrði að ráða.” Í Vesturbæjartúni er Fjóshóll og enn er þar hóll nefnist Úlfshóll. Þar mun Úlfshjáleiga hafa staðið, en lengi var þar álfabyggð mikil.” segir í örnefnaskrá. Þarna er líklega átt við hinar miklu hleðslur á og við hólaþyrpinguna vestan við Álfhól.
Þá var gengið upp eftir Stekkjarmóa, áleiðis að Borgarkotsstekk, Mundastekk og Heimristekk, en þeirra allra er getið í örnefnalýsingum. Á leiðinni var gengið yfir hina gömlu Alfaraleið, eða Almenningsleið (Menningsleið) er lá fyrrum um Vatnsleysuströnd millum Innnesja og Útnesja.

Almenningavegurinn er elsta sjáanlega samgönguleiðin um hreppinn og liggur hún víðast hvar tiltölulega stutt frá byggðinni en þó yfirleitt ofan við Gamla-Keflavíkurveginn allt að Hvassahraunslandi, einnig fyrir ofan Reykjanesbrautina. … „Þetta nafn, Almenningsvegur, virðist helst (eða eingöngu) hafa verið notað af Voga- og Vatnsleysustrandarbúum því þar sem vegurinn liggur um Hvassahraunsland og innar var hann kallaður Alfaraleiðin.”
“Önnur gömul þjóðleið, eða sú sem liggur með sjónum milli Voga og Brunnastaðahverfis, var einnig kölluð Alfaraleið en ekki Almenningsvegur.” segir í örnefnalýsingu Straums. “Þá liggur hér vestur um hraunið Alfaraleiðin í miklum djúpum lægðum, sem nefnast Draugadalir.” segir í örnefnalýsingu Hvassahrauns. Draugadalir eru að mestu í landi Hvassahrauns. Dalirnir eru norðan Reykjanesbrautar, þar sem vegurinn sem er samsíða Reykjanesbraut norðan hennar sameinast brautinni, austarlega í landi Hvassahrauns. Ekki er greinilegur slóði á þessum stað en Alfaraleiðin er vel merkjanleg víða í hrauninu, t.d. nálægt skógarreit í landi Þorbjarnarstaða. Gatan liggur um hraun. Almenningsvegurinn var einnig nefndur Alfararleið og lá frá Vogum og inn í Hafnarfjörð. Leiðin var vörðuð og enn má sjá nokkur vörðubrot á fyrsta hluta leiðarinnar frá Vogum auk þess sem einstaka vörður standa enn við leiðina. Gatan sjálf er víða greinileg sem dæld í gróið hraunið og kemur breikkun Reykjanesbrautar víða til með að eyða meira af götunni en þegar er skemmt. Sunnan við Vatnsleysubæina liggur Almenningsvegurinn ofan nýrri vegar og er Eiríksvegur þar við. Almenningsleiðin sést vel þar sem hún líður um móann. Suðvestan við Vatnsleysubæina fer Almenningsleiðin norður fyrir veginn og liðast síðan þar um holtin, sunnan og framhjá Stefánsvörðu og áfram til vesturs. Gatan er sérstaklega áberandi sunnan Stóru-Vatnslesyu og síðan sunnan Flekkuvíkur þar sem hún hefur fengið að vera óáreitt.
MundastekkurBorgarkotsstekkur er norðan Almenningsleiðarinnar. “Tveir hólar skammt fyrir neðan [við] vörðuna [Stefánsvörðu], annar til vesturs hinn til norðurs, kallast Stefánsvörðuhólar. Norðan undir þeim nyrðri (hann kallast einnig Stekkhóll) er Borgarkotsstekkur.” segir í örnefnaskrá. Stekkurinn er reyndar nokkuð norðnorðvestan hólsins, í gróinni lægð, sem sést vel frá hólnum. Þetta er gróinn stekkur, tvískiptur. Í honum sést móta fyrir hleðslum. Lægðin, sem geymir Borgarkotsstekk, er einungis í nokkurra mínútna fjarlægð frá Stefánsvörðu.
Og þá er það Mundastekkur. Hann er ofan (sunnan) Almenningsleiðar, en fast norðan nýrrar reiðleiðar, sem lögð hefur verið sunnan núverandi þjóðvegar. “… og vestan undir honum [Strandaveginum] er Mundastekkur, sem líklega var frá Flekkuvík,” segir í Örnefnum og gönguleiðum (SG). Stekkur þessi er einnig nokkuð gróin, suðvestan við hólinn, einnig tvískiptur.
Heimristekkur var svolítið erfiðari viðfangs, einkum vegna óljósra staðsetninga. “Til suður frá Stefánsvörðu og nokkuð frá veginum er allhár hóll og brattur til norðurs. Hann heitir Grjóthól… Til suðvesturs frá Grjóthól og nær veginum er Heimristekkur, vestan undir Heimri-Stekkhól. Heimristekkur er um 200 m til austurs frá steinkofa þeim, sem stendur við veginn heim að Bakka.” segir í örnefnaskrá. Í Örnefnum og gönguleiðum (SG) segir: “Nú förum við aftur niður á Strandaveg fyrir neðan Hæðina um 200 m austan við afleggjarann að Bakka og Litlabæ er Heimristekkur austan undir Heimristekkhól.”
Fyrir leikmann hefði eflaust tekið nokkra daga að leita að og finna stekkinn eftir framangreindum lýsingum, en fyrir þjálfað auga FERLIRsþátttakanda tók það einungis 16,6 mínútur. Heimristekkur er vel gróinn sunnan undir austanverðum hólnum. Hann virðist tvískiptur líkt og aðrir stekkir á svæðinu. Stekksins er getið í örnefnalýsingu fyrir Kálfatjarnarhverfi og gæti því verið frá einhverjum þeirra bæja eða kota, sem þar voru (sjá aðra FERLIRslýsingu um Kálfatjarnarhverfið undir leiðsögn Ólafs Erlendssonar).
Frábært veður – bjart og hlýtt. Gengið var undir mófuglasöng þar sem viðlagið var lóukvak.

Heimildir m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.

Fjaran

Arahólavarða
FERLIR hefur nokkrum sinnum farið um Vatnsleysuströndina með það fyrir augum að skoða þekktar minjar og jafnvel finna áður upplýstar minjar á svæðinu. Í þeim ferðum hefur ýmislegt forvitnilegt borið fyrir augu, jafnvel áður óskráðar minjar.

Vogar

Vogar.

Að þessu sinni var gengið um Voga og frá þeim til austurs, að mörkum Brunnastaðahverfis skammt vestan Vatnskersbúðar (vestan Djúpavogar innan við Voghólasker). Hér á eftir er ekki ætlunin að lýsa áður lýstum minjum á þessu svæði, heldur einungis öðrum þeim minjum, sem sagt hefur verið frá í heimildum, örnefnalýsingum eða ritum (bókum). Þannig hefur verið settur upp nær einnar tugur ferða um Vatnsleysustrandarhrepp (frá og með Vogum að og með Hvassahrauni; FERLIR: 1002-1009) með það fyrir augum að „grafa upp“ minjar, sem enn hafa ekki verið skoðaðar, s.s. brunna, vörður, réttir, stekki, álagabletti og annað það er merkilegt getur talist.
Byrjað var við Stóru-Voga (eftir stutta heimsókn til allrafróðleikara í Vogum, Viktors og JóGu). Í Jarðabókinni 1703 segir að jarðadýrleiki sé óviss. „Hrolllaugur sem fékk Vatnsleysustrandarhrepp hjá Eyvindi landámsmanni bjó í Kvíguvogum. Kvíguvogar er getið í Sturlungu. „Í máldaga í Kvíguvogum frá árinu 1367, segir að 18.4.1434 hafi jörðin verið seld fyrir 60 hundruð.
HábærÞann 9. september 1447 segir í bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey að Einar hafi látið klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö (30 hdr) og Breiðagerði fyrir (10 hdr). Þann 4.10.1489 var jörðin Stærri-Vogar seld (þá 50 hundruð) fyrir jarðirnar Skarð í Fnjóskadal og Mýri í Bárðardal. Árið 1496 voru báðir hlutar jarðarinnar fengnir Viðeyjarklaustri til eignar. Árið 1533 er hálfkirkjan á jörðinni nefnd í sakamáli. Árið 1584 segir að landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs séu 7 vættir fiskar.
Árið 1703 er þess getið að Snorrastaðir, forn eyðihjáleiga, hafi verið lögð undir jörðina. Hjáleigur jarðarinnar árið 1703 voru Eyrarkot, Gata og Syðsta hjáleiga í byggð. Eyðihjáleigur voru Tjarnarkot, Valgarðshjáleiga, Garðhús, Móakot, Halakot og Krunakot [Bræðrapartur]. Seint á 18., öld er getið um hjáleigu sem nýtt var sem lambhús. Hjáleigur í byggð 1847 voru Eyrarkot, Tumakot, Suðurkot og Tjarnarkot. Nýibær, Stapabúð, Brekka, Steinsholt, Klöpp, Garðbær, og Hábær voru afbýli byggð á 19. öld. Þéttbýli tók að myndast í landi Stóru- og Minni-Voga í kringum aldamótin 1900 en saga þess er rakin annars staðar, svo sem í bók Guðmundar Björgvins Jónsson um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. Upprunalegt nafn bæjarins er Kvíguvogar“, eins og segir í örnefnalýsingu fyrir Voga.
Garðar Árið 1703 líða túnin „skaða af sands- og sjávarágángi, og gjörist að því ár frá ári meir og meir. Engjar eru öngvar. Úthagarnir litlir sumar og vetur.” Í örnefnalýsingunni er lýst bæjarhólnum á Stóru-Vogum: “Neðan vert og nær sjónum eru svo Stóru-Vogar og stóðu á Bæjarhólnum í Stóru-Vogatúni. Þar eru nú rústir einar, því Stóru-Vogar eru í eyði.” Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Stóru-Vogarústirnar bera vott um stóran hug og stórverk. Húsið var byggt árið 1871 … Það Stóru-Vogahús, sem áður er getið, var ein hæð og íveruris, en árið 1912 lét Sigurjón J. Waage byggja nýtt hús á sama grunni og var hann kjallari nýja hússins. Hluti grunnsins stendur enn, þó stutt sé orðið í að þetta mikla verk hrynji í sjóinn. … Húsið var rifið árið 1965.” Nú stendur eftir grunnur hússins og mótar fyrir hleðslum utan hans.
Einnig er heimild um útkirkju í Stóru-Vogum, sbr.: “Upphaflega voru þrjár kirkjur á Ströndinni, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkjan á Kálfatjörn.” Einnig[1367]: „lxv. Mariu kirkia og hinz heilaga Thorlaks Biskups j kuiguvogum a xc j heimalande. vj ær. ij saude tuævetra. les Vilchinsbok; Hítardalsbók 1397: a .xc. j Heimalandi p ortio Ecclesiæ vmm iiij ar .iiij. merkur þau sem Andries Magnusson a ad svara. Þar skal takast heimatiiund heimamanna.“ Árið 1598 er þarna „hálfkirkja“.
Um Minni-Voga segir í Jarðabókinni 1703: „Konungseign. (1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 4 vættir fiska). Hjáleigur í eyði 1703: Eyrarkot og Hólshjáleiga ásamt tómthúsinu Renslutóft.“ Norðurkot var hjáleiga í byggð 1847. Óljósar sagnir eru um býli nefnt Hólkot, en engar upplýsingar hafa varðveist um það. Mýrarhús, Austurkot, Helgabær, Mörk og Grænaborg voru afbýli sem byggðust í landi Minni-Voga eftir 1847. Þéttbýli tók að myndast í landi Stóru- og Minni-Voga í kringum aldamótin 1900, en saga þess er rakin annars staðar, svo sem í bók Guðmundar Björgvins Jónsson um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi.“
Refagildra Og þá að einstökum stöðum. Fyrst var það Nýjabæjarbrunnar er getið í um örnefnaskrám. Þar segir m.a.: “Þá er Nýibær í Nýjabæjartúni og liggur Nýjabæjarstígur niður þaðan í Nýjabæjarvör. Tún Tumakots og Nýjabæjar liggja saman á hólnum, sem nefnast Borghólar og skammt þaðan er Nýjabæjarbrunnur.” Þrátt fyrir leit fannst brunnurinn ekki, enda verið byggt allt um kring.
Hábæjarbrunni er einnig lýst í örnefnaskrám: “Hábær stendur í Hábæjartúni en heima frá bæ liggur Hábæjarstígur í Hábæjarvör. Rétt hjá bænum var Hábæjarbrunnur.” Brunnurinn fannst ekki við leit. Vogaskóli hefur verið byggður þarna skammt frá, auk þess sem svæðinu hefur verið raskað verulega frá því sem var. Hábæjarstígur er t.a.m. horfinn.
Vogarétta er einnig getið í örnefnaskrám. Um þær segir m.a.: „Ofan Moldu eru Vogaréttir. Voru þar lögréttir fyrir Strandar- Rosmhvalanes- Hafnar- og Grindavíkurfjárbændur. Innan réttanna er hóll, kallast Sandhóll, þar má sjá rústir nokkrar.” Vogaréttir voru þar sem nú er fiskeldisstöð vestan Voga. Þegar það var reist á seinni árum var öllu umbylt á svæðinu, þ.á.m. það em eftir var af réttinni. Áður hafði megnið af grjótinu úr henni var tekið í hafnargerð í Vogum á sínum tíma. Allar minjar um Vogaréttina eru því horfnar. Sesselja Guðmundsdóttir man vel eftir henni sem krakki. „Það var mikið sport að fara þangað með nesti.“
SuðurkotsbrunnurBræðrapartsbrunni er og einnig lýst í örnefnaskrám: “Bræðrapartur enn í byggð. Bræðrapartur er syðsta hús í Vogum og stendur í Bræðrapartstúni. Heima frá húsi liggur Bræðrapartsstígur niður í Bræðrapartsvör og er hún syðst Stóruvogavara. Bræðrapartsbrunnur er skammt fyrir sunnan húsið.” Við aðgát kom í ljós að brunnurinn var horfin. Nýlega hefur svæðið sunnan hússins verið sléttað út og brunnurinn þá væntanlega horfið þar undir.
Loks má geta Stóru-Vogabrunnar. Um hann segir í nefndum örenfaskrám: „Heiman frá bæ lá Stóru-Vogastígur niður í Stóru-Vogavör við Stóru-Vogatanga. Upp af Vörinni var Stóru-Voganaust og Stóru-Vogasjóhús. Milli sjávar og bæjar var Stóru-Vogabrunnur.” Í dag hefur verið hlaðinn sjóvarnargarður með ströndinni. Tiltölulega stutt er milli hans og bæjarhólsins. Engan brunn er þar lengur að sjá, enda Ægir eflaust gengið mjög á landið þarna á umliðnum árum.
Â Í skránum er einnig getið um verbúð frá Stóru-Vogum, sbr. “Og frá þeim Ós eiga Minni-Vogar fjörur suður að gömlum lendingarstað, er kallast Búðavör“. Á öðrum stað segir: “Hér tala við Austurkotsfjörur allt um Búðarvör eða Lendingarstaðinn gamla. Þar upp af var Búðin eða Verbúðin en austan til við Mýrarhús var Búðartjörnin.” Að sögn heimildarmanns, Ásu Árnadóttur, voru sjóbúðir og útgerðarminjar vestan og norðan við Búðartjörn. Allar minjar vestan tjarnarinnar hafa verið eyðilagðar með háum sjóvarnargarði en engar minjar voru sjáanlega sunnan tjarnar, verbúðirnar voru um 90 metra norðvestur af Mýrarhúsum 010. Vestan tjarnar er sjóvarnargarður, en norðan Búðartjarnar eru mjög blautt mýrlendi og ef þar hafa verið byggingar hafa þær sennilega horfið.“

Gerði

Gengið var til austurs með ströndinni út frá Vogum, m.a. til að skima eftir Grænuborgarrétt. Norðan undir lágu holti sunnan túngarðs Grænuborgar kúrir réttin, enn heilleg. Í örnefnaskrám segir um hana: “Ofan eða sunnan Suðurtúngarðs var Grænuborgarrétt. Var hún Vorrétt þeirra Vogamanna.” Réttin er um 70 m norðvestur af vörðu, sem stendur hnarreistust á klapparhól sunnan Grænuborgar (og er áberandi er borið er að). Í svæðaskráningu fyrir Vatnsleysustrandarhrepp má sjá eftirfarandi lýsingu á Grænubogarrétt: „Réttin er hlaðin utan í hólinn. Hún stendur í gróinni kvos umkringd grýttum hólkollum. Réttin er 15 x 11 m að stærð og er grjóthlaðin. Hún er aflöng, snýr norður-suður og skipist í þrjú hólf. Um miðjan vesturvegg hleðslunnar er lítið hólf, um 2×2 m að utanmáli. Út frá því er hleðsla sem skiptir réttinni í tvennt. Op er í norðvesturhorni réttarinnar. Frá opinu liggur um 10 m hlaðinn grjótgarður, sem sveigir fyrst til VNV en síðan til vestur og hefur líklega verið byggður til að auðvelda innrekstur í réttina. Hleðsluhæð réttarinnar er mest um 0,6 m og í veggjum sjást 4-5 umför af grjóti.“ Réttin er ósnert enn þann dag í dag en í aðalskipulagi Voga er gert ráð fyrir að hún hverfi – líkt og svo marg annað er að framan er lýst.
Austan réttarinnar má sjá hleðslugarða á klapparhrygg, hlaðið gerði skammt norðar og hlaðið byrgi utar á tanga. Allt hefur þetta sennilega tilheyrt Gænuborg fyrrum. Ofar er hleðsla, að því er virðist af niðurgengnum brunni“. Lýsing af honum fylgir næstu FERLIRferð.
Ofar (sunnar) má enn sjá varðaða leið milli Voga og Vatnsleysu (Kálfatjarnar). Einstaka varða stendur enn óhögguð, en aðrar eru nú orðnar jarðlægar – blessaðar.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.

Vogar

Vogar.

Brunnastaðir
Hús var tekið á Símoni Kristjánssyni á Neðri-Brunnastöðum. Símon er fæddur árið 1916, en ennþá ern og kann glögg skil á örnefnum og kennileitum í Brunnastaðalandi. Hann er fæddur á Grund og hefur alið mestan sinn aldur á svæðinu.

Brunnastaðir

Bænhúshóll, að sögn Símonar.

Um Brunnastaði er m.a. fjallað í Jarðabókinni 1703. Þar segir um jörðina: „Jarðadýrleiki óviss, konungseign.“ Hennar er þó einnig getið í eldri heimildum. Árið 1395 er Brunnastaða t.a.m. getið í eignaskrá Viðeyjarklausturs. Þá eru hálfir Brunnastaðir metnir á 30 hdr. Á árunum 1547-’48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. 1584 segir að „Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 1 hdr í fríðu og 2 vættir fiska. Árið 1703 eru eftirfarandi hjáleigur í byggð; Halakot, Brunnastaðakot, Stöðlakot, Tangabúð og Skjaldarkot. Í eyði voru Traðakot, Vesturhús, Naustakot, Austurhús og Suðurhús. Hjáleigur í byggð árið 1847 voru Halakot, Suðurkot, Austurkot, Naustakot, Skjaldakot og Traðarkot. Á Bieringstanga voru nokkrir bæir, sem fóru í eyði á árunum 1920-1925. Þeir voru þessir: Grund eða Trumba, Vorhúsabæirnir, Austurbær eða Bjarnabær og Vesturbær eða Guðjónsbær, Hausthús og Hvammur. Frá þessu segir Gunnar Ingimundarson í örnefnalýsingu um Brunnastaðahverfi. Tvíbýli var á jörðinni um tíma; Efri- og Neðri-Brunnastaðir.
Um Neðri-Brunnastaði segir að þeir séu „allnærri sjávarkampinum, en Efri-Brunnastaðir eru talsvert fjær og standa á allháum hól. Ekki ber hverfisingum saman um hvort býlanna séu hinir upphaflegu Brunnastaðir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1923-1924, er getið Brunnastaða og

Suðurkotsbrunnur

Suðurkotsbrunnur.

Brunnastaðakots, en hvort kotið sé annað vort núverandi býla skal ósagt látið. Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti telur Neðri-Brunnastaði upphaflega býlið, án þess þó að slá neinu föstu um það. Ályktun sína dregur hann af því, að ýmis býli á Vatnsleysuströnd hafi fyrrum verið byggð alveg niðri við sjávarkampinn, en síðan verið færð fjær sjó, eftir því sem landbrot jókst,” segir í örnefnaskrá.
“Neðri-Brunnastaðir, gömlu, var oft nefnt Húsið í daglegu tali, vegna þess, að það þótti stórglæsilegt timburhús á sinni tíð, er þar var reist, skömmu eftir síðustu aldamót (1907-8). Stendur þetta hús enn ásamt áföstum útihúsum, hvorttveggja hrörlegt mjög. … Núverandi íbúðarhús á Neðri-Brunnastöðum var reist 1957, töluvert fjær sjó en hið gamla.” “Bæjarhóll heitir sá sem Efri-Brunnastaðir standa á. Hlaðið, eða Brunnstaðahlað er hluti af Bæjarhól.”
Heimild er um bænhús á „Bænhúshól eða Kirkjuhól, en hóllin heitir svo því þar á að hafa verið bænhús í kaþólskri tíð,” segir í örnefnaskrá (GI).
Símon var spurður um hvar Bænhúshólinn væri að finna. Hann benti á aflíðandi hól í túninu suður af íbúðarhúsinu. Hann sagðist hafa afsléttað hólinn. Þá hafi komið þar upp ferkantaður steinn, ekki stór. Í honum hafi verið ferköntuð hola. Steininn hefði hann sett í sunnanverðan kálgarðinn sunnan við túnið. Garðurinn er þarna Halakotsbrunnurenn, en vel gróið í kringum hann. Hér er að öllum líkindum um stoðholustein að ræða.
Heimild er um brunn neðan við Neðri-Brunnastaði, fast við Brunnastaðabrunngötuna. “Eftir Sigurjóni Sigurðssyni í Traðarkoti er haft, að fram undir 1908 hafi aðeins verið fjórir brunnar í Brunnastaðahverfi, innangarðs, þ.e. í Halakoti, Efri-Brunnastöðum, Skjaldarkoti og Suðurkoti. Utangarðs voru brunnar í Grund og Vorhúsum. … Í (Neðri-) Brunnastaðabrunni gamla, sem af Hverfisingum er talinn elsti brunnurinn, voru steintröppur, og sömuleiðis í gamla Halakotsbrunni,” segir í örnefnaskrá (GI).
Símon sagði Neðri-Brunnastaðabrunninn vera kominn undir kampinn. Svæðið hafi verið fyllt upp og varnargarður settur utar, en áður hafði hleðslur í brunninum verið fallnar að mestu. Gamli Halakotsbrunnurinn væri þó enn sýnilegur.
Brunnurinn nýrri við Halakot sést enn norðvestan við húsið. Einnig brunnarnir við Efri-Brunnastaði, Skjaldarkot og Suðurkot. Brunnurinn við Suðurkot er norðaustan við núverandi íbúðarhús, sunnan gamla bæjarhólsins. Brunnarnir við Grund og Vorhús sem og við Hvamm sjást einnig enn. Þeim er m.a. lýst í ferð FERLIRs  um Bieringstanga í fylgd Magnúsar Ágústssonar og Hauks Aðalsteinssonar.
Magnús Ágústsson í Halakoti sagði Gamla Halakotsbrunninn vera í tjarnarjaðri norðan við húsið. Affallið fráhúsinu væri leitt í brunninn og því hafi myndast tjörn við hann. Til stæði að breyta því og þá myndi brunnurinn koma í ljós að nýju. Í honum væru hleðslur og tilhöggvin þrep.
Ragnar bróðir hans staðfesti þetta. Hann sagði þó einn fallegasta brunninn í hverfinu hafa verið Skólabrunninn skammt ofan við Halakot, upp undir vegi. Hann hafi verið alveg heill þangað til nýi afleggjarinn að Skólatúni var lagður frá aðalveginum [sjá má gömlu hliðstólpana vestan vegarins] – og yfir brunninn.
SG sagði brunninn hafa verið neðan við skólahúsið. Hans væri ekki getið í örnefnalýsingum. Svæðinu hefur verið raskað og brunnurinn væntanlega horfinn.Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Símon Kristjánsson – Neðri-Brunnastöðum – f: 1916.
-Magnús Ágústsson.
-Ragnar Ágústsson.

Narfakotsbrunnur
Helgi Davíðsson í Vogum (84 ára) er manna fróðastur um Ásláksstaði og nágrenni, en hann ólst þar upp og bjó þar lengi framan af. Á svæðinu eru nokkrar athyglisverðar minjar, auk bæjartóftanna, garða, útihúsa, nausta og vara – leifar mannanna verka fyrri tíðar. Má þar t.d. nefna svonefnt Hlöðversleiði. Svæðið, sem hér verður tekið fyrir, er í raun tvískipt; annars vegar Halldórsstaðir, Hlöðunes og Narfakot vestan Atlagerðistanga og hins vegar Móakot, Ásláksstaðir, Nýibær (Hallandi) og Sjónarhóll.

Brunnur við Narfakot

Í örnefnaskrá fyrir Hlöðunes segir að “Halldórsstaðir stóðu í Halldórsstaðatúni og í því rétt við Halldórsstaðastíginn er svo nefnt Hlöðuversleiði. Á þar að vera heygður landnámsmaður Hlöðuness, sem þá ætti að hita Hlöðversnes og er af sumum nefnt.”
Rústir Halldórsstaða eru sunnan við Narfakot, sem stendur nær sjárvarkambinum. Sunnan þess eru tóftir Hlöðuness. Norðar, við ströndina eru rústir sjávarhúsa og aðrar minjar. “Allar varir Hlöðuneshverfis voru nefndar einu nafni Hlöðunesvarir. Vestust var Hlöðunesvör. Ofan vararinnar var Hlöðuneskampur og á honum var Hlöðuneskamphús, og Hlöðunesnaust eða Hlöðunesskiparétt.” segir í örnefnaskrá.
Helgi sagði fyrrnefnt leiði vera í eða upp á litlum ílöngum hól í Hlöðunestúninu, milli Narfakots og Hlöðuness. Hann hafi einhverju sinni sett stein upp á hólinn, en steinninn væri nú horfinn. Hlöðversleiðið væri ómerkt, en enn væri vitað hvar það væri.
Sesselja Guðmundsdóttir sagði að Klemens Kristmannsson (f. 1917, d. 2005) hafi gengið með henni um túnið í júní 2004 og sýnt henni staðinn þar sem „Hlöðvershaugur stóð, ílöng þúst, líktist leiði.“ Túnið var sléttað út ca 1944. Húsfreyjan þá, Silla, var ekki ánægð með rótið þegar hún frétti af því.. Heimild er um brunn við Hlöðunes, svonefndan Hlöðunesbrunn. Hann er skammt norðan bæjarins, við girðinguna að Narfakoti.
Brunnur „Halldórsstaðabrunnur og þá Narfakotsbrunnur voru allir skammt frá bæjum í Túnunum.” Brunnurinn við Narfakot er austan við núverandi íbúðarhús og brunnurinn við Halldórsstaði er rétt norðan við rústir bæjarins.
Hlöðunes er reyndar mjög gamalt býli. Þann 9. september 1447 er jarðarinnar getið í bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö (30 hdr)., Breiðagerði fyrir (10 hdr)… Árið 1584 segir: „Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska“. Árin 1547-48 er Minni- og Stærri Ásláksstaða getið í fógetareikningum. Atlagerði er orðin hjáleiga 1703. Ásláksstaðakot er og hjáleiga 1847. “Þá hafa verið nefndar nokkrar þurrabúðir, sem nú eru allar óbyggðar: Rás, Fagurhóll, Gerðar, út á Grandanum nefnist einnig Gerðakot og Atlagerði, sem stóð alveg út við vitann. Þá er Miðbær, og eitt sinn var svo nýbýli ofan þjóðvegar, Garðhús … “Þá eru grasbýlin. Syðst og vestast er Móakot, og norðaustur frá Ásláksstöðum er Hallandi, eða Nýibær, en undir því nafni gengur bærinn nú. Þá er Sjónarhóll, sem er innsti bærinn í Ásláksstaðahverfi.” Árið 1703 (Jarðabókin) segir: „Túnunum segir bóndinn að spilli tjörn, sem þar liggur innan mitt í túninu og líka nokkur önnur tjörn minni, ogso Fornmannaleiðiinnangarðs, líka gjörir sjáfarángur nokurt mein, þó ei til stórbaga á heimajörðinni. Engjar eru öngvar. Útihagar um sumar og vetur í lakasta máta og nær öngvir nema fjaran.”
Helgi sagði reyndar tvö fornmannaleiði vera við Hlöðunes. Guðrún Kristmannssdóttir, dóttir Kristmanns Runólfssonar, bónda í Hlöðunesi, sýndi honum þau. Það austara er vestast í túni Halldórsstaða, austan í lágum grónum hól. Á því er lítill steinn. Helgi sagði Kristmann hafi eitt sinn þurft að bregða sér til Reykjavíkur, en þá hefðu komið menn að bænum til að plægja. Hann hafði gleymt að segja þeim frá leiðinu svo þeir plægðu yfir það. Þetta hefði Kristmanni leiðst mjög.
 Helgi sagði Guðrúnu og hafa sýnt honum annað leiði, vestar, norðan undir bæjarhólnum. Þar ætti að vera svonefnt Hlöðversleiði, en líklega hefði Hlöðunes heitið Hlöðversnes fyrrum. Á því er einnig lítill steinn. Leiðið er á tiltölulega sléttu túni og rétt sést móta fyrir því, óreglulega. Mörkin á Halldórsstöðum og Hlöðunesi voru þarna við hlaðinn garð, sem enn sést að hluta. Kom garðurinn þar rétt austan við brunninn. Svonefnt Hlöðversleiði er því innan garðs á Hlöðunesi, en hitt leiðið, austara, er í Halldórsstaðatúni.
Grunnurinn af Hlöðuneshúsinu sést á bæjarhólnum, hlaðinn kjallari.
Þá var skoðað svæðið í og kringum Ásláksstaði. Hús og bæir við Ásláksstaði eru Hlöðversleiðieftirfarandi: Syðst Sjónarhóll, yfirgefið tveggja hæða steinhús með risi. Þá Ásláksstaðir vestar. [Sjónarhóll stendur í Innri-Ásláksstaðalendi, sem nú eru rústir fast við Sjónarhólshúsið, en Ytri-Ásláksstaðir, eru þar sem Helgi Davíðsson var alinn upp – SG]. Ásláksstaðahúsið var byggt árið 1884, að sögn Helga, upp úr timbri, sem barst á land með Jamestown er skipið strandaði utan við Hafnir 1881. Síðar var járnið rifið utan af húsinu og það forskallað. Nú væri húsið svo fúið að það mætti heita ónýtt. Norðan við Áláksstaði var Nýibær (rústir), en hann hét áður Hallandi. Vestan við Ásláksstaði væri ryðbrunnið bárujárnshús, Móakot. Stundum er talað um Ytri-Ásláksstaði.
Eitt hið merkilegasta við Ásláksstaði er fornar heimildir um legstað. Þar segir (FF,239): “Firir utan þennan Hól eru hér i Sókninni 3 önnur Fornmannaleidi; þar af, 2 á Asláksstödum sitt yfir hverju fyrstu Hióna þar / ad sagt er/ 1 á Hlödunesi, Öll þessi snúa ad Höfudgafli i Midmundastad, 9 álma ad lengd hvert, og nær 2 al: breid ofan, eru grasi vaxinn, svo sem þau eru í midjum Túnum, innan smárra gamallra Gyrdínga sem adeins siást hinar sydurstu Rústir af, og eru enn nú kölluð Korngerði, líkleg til at hafa á fyrri ölldum til Kornfædis öfð, þó nú séu þýfd orðin; hid minsta þeirra er 49 fadar hit stærsta herum 250.” Sama lýsing er tekin upp í örnefnalýsingu fyrir Ásláksstaði. Viðbótin þar er eftirfarandi: „Tvö aflöng leiði voru í túni Lárusar [sennilega í landi Sjónarhóls] niður undir Hallanda (nú Nýjabæ). Það voru talin leiði fornmanna, en ekki heyrði Vilborg getið um nöfn þeirra. Hún segir þó, að þar kunni að liggja Áslákur og Ásláka …”
Helgi sagðist kannast við leiði þetta, eða öllu helstur þessi, því þarna mótaði fyrir tveimur leiðum samföstum. Um væri að ræða upphækkun í Ásláksstaðatúninu á smá parti. Hún sæist þegar staðið væri á hlaðinu á Ásláksstöðum með stefnu á vitann (Atlagerðistangavita) í norðvestri. Það hafi jafnan verið trú þeirra, sem til þekktu, að þarna munu hafa verið leiði. Helgi sagðist einhverju sinni hafa rekið niður járntein í upphækkunina og þá komið niður á steina.

Móakot

Móakot – Hjónaleiði fremst.

Í örnefnalýsingu er flötin þarna nefnd Hofmannaflöt sem styður söguna um Hjónaleiðið. Helgi sagði girðingu hafa verið þarna skammt frá milli tjarnarinnar (Hallandatjarnar) og leiðisins. Sunnan liggur kúagatan gamla frá bæ yfir að Fagurkoti. Enn sést móta fyrir henni. Einnig tóftum HelgiFagurkots sunnan leiðisins. Um var að ræða hjáleigu frá Ásláksstöðum. Samnefndur hóll er skammt suðvestar (með þúfu á). Hesthústóft er austan við bæjarhúsið. Rafn Símonarson fæddist þarna, en það mun hafa verið í kringum 1904. Norðvestan við fagurkot er myndarlegur hóll Álhóll (Álfhóll segja sumir). Álasund er neðan hans og þangað gekk áll, að sögn Helga. Öskuhóll er skammt sunnan við leiðið. Þangað var öskunni frá Ásláksstöðum hent. Ef vel er að gáð má sjá öskuna í hólnum. Enn sunnar, sunnan vegarins, er hlaðin varða á hól, svonefnt Kánabyrgi.
Heimild er til um Móakotsbrunn. Brunnurinn er rétt austan við húsið. Hann er fallega hlaðinn og mjög heillegur. Einnig er til heimild um Hallandabrunn: „Hallandabrunnur var framan bæjar í túninu.” segir í örnefnaskrá, hét líka Nýjabæjarbrunnur því Hallandi heitir því nafni núna.“ Brunnurinn sést enn.
Um Ásláksstaðabrunn segir í heimildum (örnefnalýsing fyrir Ásláksstaðahverfið): “Ásláksstaðir eiga þrjú túnstykki í Norðurtúni. Túnstykki niður við Tjörn, túnstykki niður að Vesturkofa og túnstykki niður á Ásláksstaðabrunni.” Brunnurinn er norðvestan við húsið, fallega hlaðinn.
Loks má nefna Sjónarhólsbrunn, en hans er reyndar ekki getið í örnefnalýsingum. Brunnur er þó skammt sunnan við húsið, lokaður með bárujárni.
Í örnefnaskrám er og heimild um huldufólksbústað. Þar segir: “Huldukona var sögð vera í hól rétt sunnan við húsið á Sjónarhóli. Var steinn fremst í hólnum, og voru þar taldar dyr. Lárus hómópati hjálpaði huldukonunni eitt sinn við barnsfæðingu.”Â
HelgiHelgi kannaðist ekki við þennan hól. Allir hólar sunnan við Sjónarhól væri meira og minna grónir, á steina. Þó er einn hóll sunnan við túnið er snýr steinum mót norðri einna líklegastur. Einnig hóll sunnan túnsins, rétt sunnan þjóðvegarins. Þessir hólar eru þó hvorugir „rétt sunnan við húsið“.
Í lýsingum er getið um Rauðstekk: “Fyrir innan Arnarbælishólana er Rauðstekkur, og var grjóthrúga uppi á hólnum, sem hét Rauðhóll. Rauðstekkur eru stórþýfðir móar eða holt, sem snúa í norðvestur. Komið er að Rauðstekk, ef stefnt er þvert af gamla veginum frá grútarbræðslunni aðeins vestan við Deili og gengið 7-8 mínútur.“ Fram kemur í lýsingunni að ekki er vitað um mannvirki þar sem þessi Rauðstekkur á að vera. Hins vegar segir í bók SG (Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi -1995) að “Rauðstekkur er nafn á hól eða grjóthleðslum sem standa rétt suðvestan við Krummhól og er um 8 mín. gangur þangað frá Vatnshólum og Gamlaveg með stefnu á Keili. Í Rauðstekk var farið með kýrnar frá Sjónarhóli í tíð Magnúsar Jónssonar (1881-1963). Ekki er ljóst af hverju nafnið er dregið.” FERLIR hefur áður komið við í Rauðstekk og fjallað um hann í annarri lýsingu þar sem rústunum er lýst.
Ætlunin er að ganga fljótlega með Helga Davíðssyni um svæðið og gaumgæfa fleira er merkilegt getur talist.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Sveinbjörn Rafnsson (Frásögur af fornaldarleifum, bls.239).
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Helgi Davíðsson.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir.

 

Vorhúsbrunnur
Gengið var um svæði Vatnsleysustrandar milli Auðna og Kálfatjarnar þar sem staðnæmst var við Goðhól. Reynt var að beina athyglinni að minjum og stöðum, sem ekki höfðu verið skoðaðar í fyrri ferðum um svæðið.
Um jörðina Auðnar er m.a. fjallað árið 1584. Þar kemur fram að landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs sé 1 hdr í fríðu og 1 vætt fiska. Hjáleigur eru taldar upp í Jarðabókinni 1703; Auðnahjáleiga í byggð, í eyði voru Lönd og Hólmsteinshús og ein nafnlaus hjáleiga. Auðnakot er þarna hjáleiga árið 1847. Höfði hét afbýli frá Auðnum, í byggð frá um 1850-1971. Höfði er nú nafn á fallegu rauðmáluðu húsi sunnan Auðna, en þar hefur gamli bærinn líklega staðið fyrrum. Tómthúsið Hóll var einnig í landi Auðna.
Skv. Jarðabókinni 1703 eru Auðnar konungseign: “Túnin spillast af sandi og grjóti sem sjór og vindur ber á, líka er þar mein að grjóti því, sem jarðfast er í túninu. Engjar eru öngvar.”
“Norðan við stíginn var svo Höfðabrunnur.” segir í örnefnaskrá. Líklega er þarna átt við sjávarstíg frá Höfða niður að vörinni, en túnin þarna hafa verið sléttuð svo erfitt getur reynst að finna brunn þann er getið er um í örnefnaskránni. Það væri þó eflaust hægt með staðkunnugum, en ætlunin er að reyna að finna einhvern slíkan. Þá mun væntanlega koma viðbót (búbót) við lýsingu þessa.
“Auðnabrunnur var austan bæjarins, og Auðnabrunnstígur heim til bæjar.” segir í örnefnaskrá. Hér er að öllum líkindum um sama stíginn að ræða að hluta, en hvort um sama brunn er að ræða mun væntanlega koma í ljós síðar. Ekki er ólíklegt að gamli brunnurinn sé þarna einhvers staðar einnþá, en gömlu túnin eru nú allloðinn og torveldar það leit á svæðinu. Kunnugir gætu vitað hvar brunninn er/var að finna. Þegar FERLIR bar að garði á Auðnum var þar fyrir fólk, sem ekki vissi hvað „brunnur“ var – hvað þá aðrar mögulegar (sögulegar) minjar.
Þá var farið að Bergsstöðum, en svo heitir hús það nú er stendur vestan við tóftir Bergkots. Í örnefnaskrá segir m.a.: “Austan við bæinn var brunnur (vatnsból), Bergkotsbrunnur. Brunnur þessi var hlaðinn innan, og var hann tæp mannhæð á dýpt. Vatn úr honum var notað handa skepnum og einnig til þvotta, en óhæft til drykkjar, svo sækja var neyzluvatn á næsta bæ, Landakot.”
Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá árinu 1919. Hann sést enn, reyndar suðaustan við bærinn, en innan heimagarðs. Hann er hlaðinn a.m.k. eina umgjörð upp frá jörðu, en byrgður með röftum, heillegur að sjá.
Landakot hefur sennilega byggst upp úr jörðinni Lönd. Kotið var nefnt hálflenda, en jarðadýrleikinn var óviss árið 1703. Jörðin var þá konungseign. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Guðmundur B. Jónsson segir þetta býli hafa verið höfuðból Vatnsleysustrandarhrepps á árunum 1830-1930. Gata var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi. Niður við sjó var býlið Lönd. Í Jarðabókinni 1703 segir að “túnin [hafa] fordjarfast stórum af sandi og sjáfargángi allareiðu til þriðjúngs. Engjar eru öngvar.”
“Núverandi íbúðarhús var byggt 1925-27 norðan við grunn eldra húss, sem rifið var. Standa nú tröppur þess húss einar eftir, og mótar fyrir grunnir.” segir í örnefnaskrá. Heimildum ber ekki saman, í bók Guðmundar Jónssonar segir að steinhúsið hafi verið byggð um 1921-22.
Í örnefnaskrá segir af Landakotsbrunni: „Sá brunnur [Djúpagröf sjá Þórustaði] var aldrei kallaður annað í okkar tíð, og var ausið úr honum vatn á þvott. Vatnsbólið var annar brunnur miklu dýpri, byrgður, og í honum flæðivatn ósalt. Hann þornaði um fjöru, en fylltist á flóði, og varð að sæta sjávarföllum til að dæla úr honum vatni. Hann er um 80-100m neðan við íbúðarhúsið í Landakoti, langt frá Djúpugröf og miklu yngri og var aldrei kallaður annað en Brunnurinn.” Brunnurinn er teiknaður inn á túnakort árið 1919. Hann er fallega hlaðinn. Girt er í kringum hann og lagðir raftar yfir hann svo ekki hljótist af slys, eins og títt var um gamla brunni.
Austan við Landakot má sjá tóftir Götu. Til útnorðurs frá þeim er fyrrgreint jarðhýsi, rétt innan girðingar.
Og þá svolítið um Þórustaði. Jarðadýrleikinn var óviss árið 1703, konungseign. Árin 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs eitt hdr fiska. Hjáleigur 1703 voru Norðurkot og Suðurhjáleiga í eyði. Norðurkot var einnig hjáleiga árið 1847. Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar segir GBJ í Mannlíf og mannvirki (309). Árið 1703 eru: “Túnin [farin að] spillast af sjáfarágángi og föstu grjóti, sem árlega blæs upp. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta um sumar, nær öngvir um vetur.”
„Fyrir aldamótin var tvíbýli á Þórustöðum. Timburhús reis á jörðinni 1884 og brann húsið 1984“, segir GBJ í MogM. Nú sést þar enn grunnurinn af Hellukoti, vestan megin við heimkeyrsluna að Þórustöðum, vestan íbúðarhússins.
“Brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast þeir Tjarnarbrunnar. Brunnurinn Nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn Syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar.” segir í örnefnaskrá. Einnig að „brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast Tjarnarbrunnar Brunnurinn Nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn Syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar.”
Í raun má sjá báða þessa brunna enn þann dag í dag. Einkum er Syðri brunnurinn áberandi. Hann er bæði hlaðinn og stór um sig, þó líkari vatnsstæði, enda suðvestan undir Tjarnarendanum. Fallega hlaðin brunngata liggur að honum. Nyrðri brunnurinn er vestan götu frá bænum niður að sjávarhúsnum. Steypt er við opið og stór hringlaga hlemmur ofan á. Hann er fallega hliðinn niður.
“Auk þess sem áður segir finnast í Þórustaðatúni eftirtalin örnefni: Tíðarhóll, Jónsvöllur, Jónsslakki, Grábakki og Bakkarétt.” segir í örnefnaskrá. Einnig “Stekkhólsrétt, veit ég ekki, hvort er sama réttin, sem enn stendur að hluta uppi og var alltaf notuð í mínu ungdæmi og var alltaf kölluð bara Þórustaðaréttin.” segir í svörum við spurningum um örnefnaskrána. Líklega er hér um einu og sömu réttina að ræða. Þórustaðaréttin er hins vegar nokkuð sunnan íbúðarhússins og sést enn ágætlega. Hún er tvískipt með leiðigarði eins og títt hefur verið um heimaréttir á þessu svæði. Réttin sést vel norðan heimtraðarinnar.
Margrét Guðnadóttir í Landakoti talar um Bakkan og Bakkagarð í örnefnalýsingu. „Sjór hefur mikið gengið á landið í seinni tíð, og má heita, að sjávargarðurinn frá Hausaklöpp að mörkum Þórustaða sé eyddur. Á honum sem næst miðjum er sundvarðan, sem áður er á minnzt, og hefur verið reynt að halda henni við. Ofan við garðstæðið eru harðir sandbakkar með lágu, þéttu grasi. Þeir voru kallaðir Bakkinn eða Landakotsbakki og talað um að slá Bakkann.
Neðst á Bakkanum sést nú kálgarðsstæði, sem notað var til skamms tíma, eða þar til ágangur sjávar gerði þar veruleg spjöll. Þessi kálgarður var kallaður Bakkagarður eða sandgarður, því að jarðvegurinn var hvítleitur af fjörusandi, hér um bil eins og sandfjaran fyrir neðan sjávarkambinn. Utan um Bakkagarð voru grjótveggir, og fyrir austan hann merkilegt mannvirki grafið inn í Bakkann, hlaðið í hring og reft yfir með tunnustöfum, svo tyrft yfir allt saman. Þetta var kallað Jarðhúsið og notað fyrir kartöflugeymslu í okkar bernsku og var víst upphaflega ætlað til að ísa í fisk.“
Að sögn dóttur Margrétar, Eydísar, sem nú býr í Landakoti, fór hún ásamt nokkrum öðrum í för með Margréti um ströndina neðan og austan Landakots. Þá hafi móðir hennar sagt hleðslurnar í kampinum við sjávarbyrgi (herslubyrgi, heillegt) vera leifarnar af Bakkaréttinni. Þegar þær voru skoðaðar, rétt vestan við byrgið, má sjá móta fyrir görðum og hólfum. Kampurinn er kominn yfir réttina. Skammt vestar má sjá hleðslur, sennilega fjárhúss, innan við kampinn. Austan þess er hlaðinn garður. Allt er þetta í Þórustaðalandi. Austan sjávarbyrgisins er annað, hálffallið, frá Tíðargerði.
Nýjasti brunnurinn við Þórustaði er fast norðan við húsið. Hann er um 9 m djúpur og var enn í notkun fyrir nokkrum árum.
Norðurkot var hjáleiga Þórustaða 1703, jarðadýrleiki óviss. Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, og aflagðist árið 1920. Harðangur var tómthús frá Norðurkoti, í byggð frá um 1885 til um 1900 segir GBJ í MogM (315-316). Harðangur var „sunnan við garðinn, sem skilur á milli Norðurkotslands og Goðhóls, neðan Hliðs. Þar eru rústir býlisins Harðangurs. Þar er lítill túnblettur innan garða, sennilega kálgarður upphaflega,” segir í örnefnaskrá.
“Harðangur var tómthús frá Norðurkoti og stóð rétt hjá Tíðargerði. Í byggð 1885 en aflagðist um aldamótin,“ segir GBJ í MogM.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir meira um Norðurkot, en húsið var flutt fyrir skömmu af grunni sínum yfir á væntanlegt húsminjasvæði norðvestan við Kálfatjarnarkirkju. Þar stendur húsið nú, uppgert. “Árið 1903 var Norðurkot byggt upp eins og það er í dag. Það var skólanefnd … Norðurkot var í upphafi grasbýli frá Þórustöðum og átti ekki ítök í heiðarlandi.” Norðurkot var notað sem heyhlaða og geymsla.
Norðurkotsbrunnurinn er einn fallegast brunnurinn á ströndinni og nær alveg heill. Hann er í lægð skammt norðan við túngarðinn.
“Steinsnar norðaustan við bæinn í Norðurkoti stóð býlið Tíðagerði, byggt úr Norðurkotslandi. … Tíðargerðistúnið er ofan og austan við bæinn. Um það eru hlaðnir grjótgarðar.” segir í örnefnaskrá.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Tíðagerði var býli, þurrabúð með Tíðagerðislóð eða Tíðagerðistún. Býlinu fylgdi matjurtagarður og svo var Heiðarlandið óskipt, en leyfi til beitar eftir stærð heimalandsins. En Tíðargerði átti 2400 fermetra land.” “Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, þó það yrði grasbýli síðar … Tíðagerði aflagðist árið 1920.” Á túnkorti 1919 sést að „tún eru 0,5 teigar og garðar 700m2.“
“Djúp graslaut er rétt norðan við bæjarstæðið í Tíðargerði. Hún var kölluð Lautin. Á Klöppinni norðan við Lautina, rétt utan við túngarðinn, er vatnsstæði, Klapparvatnsstæði.” segir í örnefnaskrá. Vatnsstæðið sést enn og jafnan er vatn í því þótt það standi hátt í landinu.
Hlið var bæjarstæði við Tíðargerði. “Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlíð; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum.” segir í örnefnaskrá. “Milli Goðhóls og Norðurkotstúns var Hlið og var þar í kring liðslóð eða Hliðstún umgirt Hliðstúngörðum, hlöðnum af grjóti og ofan lóðarinnar svo svo Heiðargarðurinn.” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Hlið var tómthús frá Kálfatjörn. … “ Þar lagðist niður búskapur 1923 en þar var byggður sumarbústaður sem ekki er notaður nú. Túnakort árið 1919 gefur til kynna: „Tún 0,05 teigar, garðar 540m2.“ Þarna er nú sumarbústaður.
Í fyrri umfjöllun FERLIRs segir m.a. um þetta: “Á miðjum vestari garðinum eru tóftir bæjarins í Hliði en þar í gegn lá kirkjugatan svokallaða sem að allir kirkjugestir fóru til messu og þar má sjá steinhleðslu yfir rásina sem áður hefur verið nefnd og þar má jafnframt finna klappaðan stein með ártalinu A°1790. Sagnir eru um að allir hafi stoppað í Hliði og fengið sér í nefið og rabbað um landsins gagn og nauðsynjar og jafnvel farið í kirkjufötin þar. Kirkjustígurinn heldur síðan áfram út eftir ströndinn í gegnum Tíðagerði og Norðurkot.”
“Þegar nálgast suðausturhorn Kálfattjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfajarnartúns) uns hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlið; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. Við vesturenda baðstofunnar í Hliði, lá gatan milli bæjanna og heim að Kálfatjörn, Kirkjugatan.”
“Svo sem 20 m neðar en brunnurinn er Rásin, en þar er farvegur, er Goðhólsrás hefur grafið sér, en hún rennur að nokkru inn á Kálfatjarnartún.” “Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlíð; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. … Nokkurt tún er í Goðhól.
Goðhóll fór í eyði árið 1933. Þar mun síðast hafa verið búið í torbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Bærinn var skammt frá suðurtúngarði og eigi alllangt frá sjó. Beint niður undan bænum er uppsátrið, skiparéttin og vörin …” segir í örnefnaskrá. “Ofan og sunnan Naustakots var býlið Goðhóll, sem stóð í Goðhólstúni, á suðurhlið túnsins var svokallaður Heimagarður og Vatnagarður eða Móinn.” Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Goðhóll var tómthús frá Kálfatjörn, en hafði grasnyt.” Búskapur lagðist af þar 1935. Túnakort frá 1919 sýnir „tún 1,4 teigar og garðar 660m2.“
Á annarri síðu FERLIRs segir: “Vestan við Naustakot og Kálfatjarnartúnið eru tóftir Goðhóls en þar var búið í torfbæ til ársins 1933. Þar má vel sjá hvernig fólk lifði í byrjun tuttugustu aldar en þar eru tóftir baðstofu og fjósið við hliðina og þar er fjárhús og garðar í kringum kálgarðinn og kartöflubeðin. Goðhólsjörðin afmarkast greinilega af hlöðnum görðum.”
Kálfatjarnarhverfinu austan Tíðargerðis, Hliðs, Harðangurs og Goðhóls er líst í annarri FERLIRslýsingu, en þá var gengið um svæðið í fylgd Ólafs Erlendssonar frá Kálfatjörn. Hann þekkir svo til hverja þúfu á svæðinu. Ólafur hafði samband nýlega og kvaðst myndi hafa áhuga á að fara aðra umferð um svæðið, enda nú orðin hressari eftir aðgerð, sem hann hafði þurft að ganga í gegnum. Sú ferð hefur verið sett á áætlun.
Hér er gengið um svæðið milli Auðna og Goðhóls. Vatnssleysustrandarsvæðið er í heild bæði merkilegt og af þeim sökum verðmætt af mörgum ástæðum. Ströndin, þar sem byggð hefur verið samfelld um aldir, myndar heilstæðar búsetuminjar er lýsa ljóslifandi lífi og afkomu fólks nánast frá upphafi landnáms hér á landi til okkar daga. Minjarnar bera augljóslega með sér hvernig byggðin hefur þróast, á hverju fólkið hefur byggt lífsafkomu sína, við hvaða aðstæður og til hverra ráða það hefur gripið til þess að geta skilað okkur, sem nú lifum, með mikilli fyrirhöfn inn í nútímaveröldina. Við þekkjum hana nokkuð vel, en þekkjum við jafn vel veröld forfeðranna og -mæðranna, sem þó skiluðu okkur þangað (hingað)? Minjar um fyrri tíma má enn sjá víðast hvar með Ströndinni, hvort sem er ofan við sjávarsíðuna, þar sem fólkið bjó að jafnaði, eða upp til heiða, þar sem upplandið var nýtt til beitar, selsbúskapar, eldiviðartöku og veiða. Minjar um allt það má og enn sjá þar, bæði neðra og efra – ef vel er að gáð.
Frábært veður – gult og gott.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Margrét Guðnadóttir.

Norðurkot

Norðurkotsbrunnurinn.

Sauðabrekkuhellar

Gengið var niður að gígnum í Hrútagjárdyngju frá Djúpavatnsvegi (Undirhlíðaleið), yfir Hrútagjá og gamalli götu fylgt niður (norður) slétt mosagróið helluhraun austan við úfin hraunkant uns komið var Dyngjugrenjunum nyrst í brúninni áður en hraunið lækkaði til norðurs, í átt að Stóru-Sauðabrekku. Milli hans og brekkunnar eru Sauðabrekkuhellarnir sagðir vera, nokkrir hellar í stórum hraunbólum. Í örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík eru þeir nefndir Moshellar.

Sauðabrekkur

Skjól í Sauðabrekkum (gígur).

Nefnt Sauðabrekkuskjól er í Sauðabrekkum, en einungis FERLIR hefur hingað til tekist að staðsetja það [2001]. Að hellunum liggja götur úr þremur áttum. Einni þeirra var fylgt til austurs uns komið var að Skjólinu, fallegu sæluhúsi í mjórri hraunræmu í annars grónu hrauninu. Lítil varða er skammt norðan við sæluhúsið. Þá var haldið upp í Hrútagjárhella og síðan til baka um nyrstu Hrútagjárhrauntröðina, upp í þá austustu og áfram að upphafsstað.

Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngja.

Undirhlíðaleið hefst við Kaldársel og liggur norðan Undirhlíða yfir Bláfjallaveg að vatnsskarði. Þar er farið yfir Krýsuvíkurveg og gengið með Sveifluhálsi um Norðlingasand og Sandfellsklofa upp að Hrútagjárhrauni, yfir Norðlingaháls um Stórusteinabrekku, framhjá Köldunámum, um Hofmannaflöt í áttina að Katlinum. Ketilsstígur liggur yfir Sveifluháls framhjá Arnarvatni að Seltúni og þar taka heimalönd Krýsuvíkur við.

Fjallið eina

Fjallið eina.

Þegar komið var yfir fyrstu stóru sprunguna efst í Hrútagjá tók við tiltölulega slétt hraun vestan við austurtröð dyngjunnar. þegar komið var að enda hennar blasti dyngjuopið við. Það er hringlaga og reglulegt. Ljóst er að hraunið hefur bullað og kraumað í gígnum eftir að eiginlegu hraungosi lauk.

Hrauntaumurinn í austurtröðinni hefur runnið til baka í átt að gígnum og hraðkólnandi apalhraun hefur hrúgast upp norðan gígsins. Þegar staðið er á brún „hrúgaldsins“ er horft yfir slétt hellurhraunið norðan af því. Það hraun hefur runnið áður og er dæmigert dyngjuhraun. Sérkennileg hrauntota kemur úr suðri, frá Mávahlíðahnúk, þar sem hraunið er allt markbrotið í hellur þvers og kruss. Svo virðsit sem hraun hafi náð aðskríða undir hið elda og brotið það upp á kafla. Norðan og austan viðþað er slétt og greiðfært helluhraunið.

Sauðabrekkuhellar

Sauðabrekkuhellar.

Gömul gata liggur norður hraunið með stefnu á brúna yfir Sauðabrekkugjá sunnan við Stóru-Sauðabrekkur. Hún stefnir beint á Dyngjugrenin. Þau eru í hraunæðum fremst í brúninni. Varða er við grenin þar sem skjól refaskyttunar hefur verið. Frá því er gott útsýni yfir hraunbreiðuna neðanverða, milli brúnarinnar og Stóru-Sauðabrekkna.
Stutt er yfir að Sauðabrekkuhellum, en svo nefnast nokkrir hraunhellar sunnan Stóru-Sauðabrekku. Þar á meðal er Sauðabrekkuskjól, sem smalar Hraunamanna nýttu fyrir sauði sína og nærsveitunga þegar veður voru válynd og ekki hundi út sigandi. Hellarnir eru fallegar, bjartar og rúmgóða hraunbólur. Ein er sýnum stærst; Sauðabrekkuskjólið. Op þess nýr til austurs. Það hefur rúmað góðan fjárhóp, auk þess sem innan þess er hið ágætasta mannaskjól. norðaustan við skjólið er falleg hraunbóla. Einnig á gjárbarmi norðan þess. Austan skjólsins er hægt að ganga niður um sprunguenda og er þá komið inn í dimmara skjól, en rúmgott. Best er að finna hella þessa með því að koma að þeim úr suðri, líkt og nú var gert.

Híðið

Híðið – op.

Sauðabrekkuskjólið sást vel á loftmynd, sem var meðferðis.
Götu var fylgt til austurs frá hellunum. Var þá, eftir stutta göngu, komið að Skjólinu, gömlu sæluhúsi nálægt Hrauntungustíg. Gengið hefur verið vel um Skjólið. Það er opið til suðurs. Hleðslur hafa verið við opið, en þær eru nú að mestu fallnar niður í það. Einhverju sinni fyrrum hefur meri orðið úti eða endað lífdaga skammt frá skjólinu. Sjá má enn þann hluta beinagrindarinnar, sem refurinn hefur ekki hirt.
Haldið var áfram upp í Hrútagjárhella. Hellarnir er samheiti fjölda hella sem eru í nokkrum hraunrásum vestan við Fjallið eina. Þetta er spennandi hellasvæði, en rétt er að fara varlega því víða leynast sprungur og glufur í hrauninu. Margir hellar eru í hrauninu og sumir þeirra alllangir. Sjá má hvar opnar hafa verið rásir og má fylgja sumum þeirra langar leiðir inn undir hraunið.

Sauðabrekkufjárhellar

Sauðabrekkufjárhellar (Moshellar).

Hrútagjárdyngja er í rauninni heimur út af fyrir sig með sínum stórkostlegu hrauntröðum, hrikalegu gjám og upplyftingum á jöðrum meginsvæðisins. Talið er að dyngjan hafi gosið fyrir u,þ.b. 5000 árum. Hún er því með yngstu dyngjunum á Reykjanesskaganum.
Í Hrútadyngjuhrauni er margir hellar. Í ferðinni var m.a. kíkt á Neyðarútgöngudyrahelli. Steinbogahelli eða Hellin eina, Langahelli, Aðventuna, Húshelli, Híðið og fleiri, sem ekki hafa enn fengið nöfn.
Hraun frá dyngunni hafa runnið frá Hvaleyrarholti vestur í Vatnsleysuvík og austur að Undirhlíðum og niður í Sandfellskola. Til suðurs hafa einnig runnið hraun frá dyngjunni, nú að mestu þakin yngri hraunum. Jón Jónsson telur lágmarksútbreiðslu hraunsins ekki undir 80 ferkílómetrum og rúmmálið um 3,2 rúmkílómetra.

Húshellir

Í Húshelli.

Sumir hellanna eru yfir 100 metra langir. Híðið er a.m.k. 500 m að lengd. Í honum er viðkvæmar dropsteinamyndanir og sumir allháir. Hellirinn eini er um 170 metrar, en hann er víða lágur er innar dregur. Í Húshelli, sem fannst 1988, er hlaðið skjól. Það er fallegt og greinilega gamalt.
Gengið var upp í norðurtröð Hrútagjárdyngju og henni fylgt til suðurs. Leiðin er greiðfær. Í fyrstu liggur hún um helluhraun, en ofar liggur hún um gróna rás. Þá var komið að eystri hrauntröðinni. Gengið var niður í hana norðanverða og henni síðan fylgt til suðurs. Hrauntröðin er tvískipt að austanverðu, en hún hefur rúmað mikla hrauná þegar atgangurinn var hvað mestur.
Gangan tók 2 klst og 2 mín. Frábært veður.

Dyngjur

Dyngjur og Mávahlíðar.