Vatnsleysuströnd

Þetta var fyrirsögn á frétt á mbl.is þann 8. desember 2004 kl 15:06. Fréttin fjallar um að þrjú hross hafi á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Fyrsta hrossið drapst sl. fimmtudag, tvö á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Hross í nágrenni Sjónarhóls hafa verið sett í aðhald og fylgst verður með heilsufari þeirra.

Miltisbrandur

Á nágrannabæ eru einnig fáeinar sauðkindur og hefur héraðsdýralæknir gefið fyrirmæli um að þær verði hýstar. Að sögn embættis yfirdýralæknis og sóttvarnarlæknis hefur rannsókn á blóðsýni úr hrossunum á Tilraunastöðinni að Keldum leitt í ljós að um miltisbrand er að ræða.

Bóndinn á Minna-Knarrarnesi, Birgir Þórarinsson, og eigandi hrossanna telur landbrot í landi Sjónarhóls síðastliðinn vetur líklegustu skýringuna á því hvernig miltisbrandur barst í hrossin. Að sögn Birgis er hugsanlegt að þegar land náði lengra fram hafi sýktar skepnur verið urðaðar á þessum stað en miltisbrandsgró geta lifað áratugum, jafnvel öldum saman í jarðvegi.
„Það eina sem menn vita er að sjórinn braut bakkann neðan bæjarins síðastliðinn vetur í landi Sjónarhóls og að ekkert annað jarðrask hefur verið þarna.“

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – kort.

Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu á hræunum á staðnum, auk hreinsunar og sótthreinsunar á svæðinu. Umferð fólks og dýra um svæðið er einnig takmörkuð um sinn.
Miltisbrandur er bráður og oftast banvænn bakteríusjúkdómur sem öll dýr með heitt blóð geta tekið. Hann er algengastur í grasbítum. Hann greindist síðast á Íslandi árið 1965.
Sjúkdómnum veldur, Bacillus anthracis, sem er grómyndandi baktería. Gróin geta lifað í áratugi eða jafnvel aldir í jarðvegi. Oftast kemur sjúkdómurinn upp í tengslum við jarðrask og því er sjúkdómurinn staðbundinn.

Skepnur smitast við að drekka mengað vatn, bíta mengað gras eða við að éta mengað kjöt- og beinamjöl.
Meðgöngutími sjúkdómsins er 1–3 sólarhringar, sauðfé og nautgripir drepast oft skyndilega án þess að hafa sýnt einkenni um sjúkdóm, hross drepast oftast 2- 3 dögum eftir að fyrstu einkenni sjást.
Sjúkdómurinn smitar ekki manna á milli. Þeir sem meðhöndla sýkt dýr eða afurðir sýktra dýra eru í mestri hættu á smiti og því er langalgengast að fólk smitist eftir snertingu við sýkt dýr.
Einkenni miltisbrands í fólki ráðast að nokkru af því hvernig smitið berst. Sýkillinn berst á þrjá vegu inn í líkamann: gegnum rofna húð með sýkingu í húð, gegnum meltingarveg með sýktri fæðu sem leiðir til meltingarfærasýkinga og um öndunarfæri sem veldur sýkingu í lungum. Bakterían berst í eitilvef og þaðan út í blóð. Lungnasýkingin er alvarlegasta sjúkdómsmyndin. Húðsýkingin er langalgengast sjúkdómsmyndin meðal manna en hún er jafnframt mildasta formið og leiðir til dauða í 10-20% tilvika ef hún er ekki meðhöndluð.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir og Móakot fjær.

Í tilkynningu frá lanbúnaðarráðuneytinu segir að afar ólíklegt sé að smit verði í mönnum nema bein snerting við sýkt dýr hafi orðið. Engin hætta sé á smiti hjá einstaklingum sem átt hafa leið hjá svæðinu.
Sjórinn er smám saman að brjóta af ströndum Reykjanesskagans og draga hann til sín. Víða má sjá í gamlar hleðslur, bein og annað undan bökkum þegar ströndin er gengin.
Miltisbrandur er ein þeirra vá, sem fornleifafræðingar þurfa jafnan að gæta varfærni við þegar grafið er í fornar dysjar, kuml eða svonefnda „álagbletti“ því þar er líklegt að grafið hafi verið sýkt dýr, en síðan saga verið búin til um staðinn varnaðarins vegna.

Vatnsleysuströnd

Ásláksstaðir á Vatnsleysuströnd.

Hvatshellir

Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna.

Setberg

Setberg – fjárhústóft í Fjárhúsholti.

Að sögn móður hans, Elísabetar Reykdal, notaði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði hús undir féð uppi á Húsatúni þar skammt frá. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan við bæinn á Setbergi. Ofan við Kershelli er Hvatshellir í stóru jarðfalli. Hann opnaðist í jarðskjálfta á 19. öld. Nafnið Kershellir hefur í seinni tíð færst yfir á Hvatshelli.
Kershellir, sem er á landamerkjum, er tvískiptur; nyrðri helmingur hans tilheyrði Setbergi og sá syðri Hamarskoti.

Kershellir

Kershellir.

Hvatshellir gengur innan af og austur úr niðurfalli sunnan Suðurhlíðar milli Setbergshlíðar og Slétturhlíðar og er stór varða á vesturbrún þess. Um töluverða hvelfingur er að ræða, um 50 metra langa, 10 metra breiða og um tveggja metra háa. Eftir að komið er niður í hellinn sjást göng upp með niðurfallinu. Þar er afhellir álíka langur og aðalhellirinn, en þrengri. Heildarlengd hellisins er um 100 metrar. Hellirinn fannst sumarið 1906 og varð forsíðufrétt í blaðinu Þjóðhvelli (1906), en þar segir:

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

„Fjórir piltar, ungir og röskir: Helgi Jónasson, Matthías Ólafsson, Sigurbjörn Þorkelsson (allir þrír starfsmenn Edinborgarverslunar hér í bænum) og Skafti Davíðsson trésmiður, höfðu myndað með sér félag í vor, er heitir Hvatur, í því augnamiði, að temja sér göngulag og styrkja með því líkamann. Hafa þeir því á sunnudögum gengið upp í landið til að njóta fríska loftsins og fegurðar náttúrunnar. Í einum slíkum leiðangri fyrir skömmu, fundu þeir hellir einn uppi í Hafnarfjarðarhrauni, stóran og fallegan – miklu stærri en helli þann í Þingvallahrauni, er kenndur er við enska manninn, Hall Caine, af því að hann fann hann ekki.-

Hleðsla í Setbergsselsfjárhelli / Kershelli

Setbergsfjæárhellir / Hamarkotsfjárhellir.

Þennan nýfundna hellir hafa piltarnir skírt Hvatshelli, eftir félagi sínu, og var vel til fundið. – Lengd hellis þessa, frá enda í enda, kvað vera 300 fet; afhellar eru margir út úr aðalhellinum, hver inn af öðrum, og kvað innsti hellirinn vera þeirra lang-fallegastur. Hvelfing hans er t.d. snilldarvel löguð. Merki þess þykjast menn sjá, að menn hafi komið í hellir þennan áður fyrir löngu.
Árangur af þessari ferð piltanna hefur orðið merkilegur mjög, og hlýtur að vera þeim og öðrum til gleði, – eiga þeir þökk skilið fyrir fundinn. – Að minnsta kosti hefði slíkur fundur sem þessi þótt matur hér í Víkinni, hefði finnandinn verið einhver nafnkenndur útlendingur eða Lord eða eitthvað því um líkt og verið innundir hjá ritstjóranum.“
Ketshellir

Í Setbergsfjárhelli /Hamarkotsfjárhelli.

Heimild m.a.:
-Friðþjófur Einarsson, bóndi á Setbergi.

Jólasveinn
Hvað er það að vera til „í alvörunni“? Það er auðvitað ekkert vafamál að jólasveinar eru til í hugum okkar og í sögum og frásögnum af þeim. Í einhverjum skilningi hljóta þeir því að vera til en það er líklega ekki sá skilningur sem átt er við með „í alvörunni“. Líklega er átt við það hvort þeir séu til sem lifandi, áþreifanlegar verur, svona eins og ég og þú.
JólasveinnÞá má auðvitað benda á að til eru lifandi, áþreifanlegir menn í jólasveinafötum sem segjast vera jólasveinar. Er spurningunni þar með svarað? Nei, því stundum heyrist sagt að þessir menn séu bara „venjulegir“ menn með hvítt gerviskegg að leika jólasveina og að þeir eigi alls ekkert heima í helli í fjöllunum og séu þaðan af síður synir Grýlu og Leppalúða. Þetta er talið til marks um að jólasveinar séu ekki til í alvörunni.
Viljum við vita hvort til séu jólasveinar, í sama skilningi og við erum til, 13 rosknir bræður sem búa hjá foreldrum sínum í helli, gegna dags daglega nöfnum á borð við Stekkjastaur, Kertasníkir og Bjúgnakrækir og koma til byggða fyrir jólin og færa börnum gjafir í skóinn.
Óneitanlega eru þær vísbendingar sem við höfum um tilvist jólasveinanna misvísandi. Við skulum nú líta á nokkrar þeirra.

Hvað bendir til þess að jólasveinar séu til?
Margir segja að jólasveinar séu til, meðal annars strangheiðarlegt fólk sem er sjaldan staðið að lygum.
JólasveinnJólasveinar sjást víða um jólaleytið, til dæmis á jólaböllum og niðri í bæ.
Krakkar fá gjafir í skóinn og þeim er sagt að jólasveinarnir setji þær þar. Hver ætti svo sem annars að setja gjafirnar í skóinn?
Mikið er til af sögum og söngvum um jólasveina.
Víða má sjá myndir af jólasveinum.
Heyrst hefur að fólk verði stundum vart við ýmis ummerki eftir komu jólasveina. Til dæmis á Skyrgámur að hafa farið í ísskápinn hjá fólki og skilið eftir sig skyrslettur og kerti að hafa horfið við komu Kertasníkis.

Hvað bendir til þess að jólasveinar séu ekki til?
Hvernig getur einn jólasveinn farið heim til allra barna á landinu og gefið þeim í skóinn á einni nóttu? Á landinu eru um 70.000 börn 15 ára og yngri. Ef við hugsum okkur að jólasveinninn hafi í mesta lagi 12 klukkustundir til að færa þeim öllum gjöf í skóinn á meðan þau sofa þarf hann að setja gjafir í 97 skó á hverri mínútu.
Hvernig getur jólasveinninn borið allt sem krakkarnir fá í skóinn? Ef meðalþyngd gjafar er 200 g þarf jólasveinninn að burðast með 14 tonn af gjöfum þegar hann leggur af stað. Hann getur auðvitað geymt dótið á ákveðnum stað og borið hluta af því í einu, en það tefur hann við verkið þar sem hann þarf að hlaupa meira í staðinn til að sækja dótið.

Hvar fá jólasveinarnir peninga til að kaupa dótið? Ljóst er að verð á gjöfum í skóinn getur verið mjög misjafnt. Til að einfalda málið skulum við gefa okkur að jólasveinarnir fái sérstakan magnafslátt hjá kaupmönnum og komist af með að borga að meðaltali 100 krónur fyrir hverja gjöf. Þá þarf hver jólasveinn að borga 7 milljón krónur á hverju ári fyrir þær gjafir sem hann færir börnunum í skóinn. Ef við reiknum með að hann fái frítt fæði og húsnæði hjá foreldrum sínum og geti eytt öllum sínum launum í gjafir þarf hann að vera með yfir 583 þúsund krónur í mánaðarlaun – eftir skatt.
JólasveinnHvar kaupa jólasveinarnir dótið sem þeir setja í skóinn? Aldrei sést til þeirra við að kaupa neinar af þeim fjölmörgu gjöfum sem þeir gefa.
Hvernig getur jólasveinn sett gjöf í skóinn ef glugginn er lokaður? Heyrst hefur að slíkt komi stundum fyrir.
Af hverju fá krakkar misflottar og misdýrar gjafir frá jólasveinunum?

Ef jólasveinarnir eru til í alvörunni er þetta víst:
Jólasveinar gegna vel launuðum störfum meirihluta ársins og fylgjast vel með því frá ári til árs hvað gleður börnin. Þeir hljóta því að vera vel nettengdir þarna í hellinum sínum, stunda vinnu sína þannig og fylgjast vel með bæjarlífinu. Netið nota þeir líka til innkaupa á dóti í skóinn. Í hellinum er líka fullkomin líkamsræktaraðstaða þar sem þeir lyfta lóðum allan ársins hring til að styrkja sig fyrir gjafaburðinn og hlaupin. Í raun blikna öll helstu íþróttaafrek afreksfólks á heimsmælikvarða í samanburði við afrek jólasveinanna. Líklega ættum við að berjast fyrir því að þeir bræður verði sendir á næstu Ólympíuleika!

Jólasveinar þurfa að fylgjast vel með því sem er að gerast og þeir þurfa að vera meðvitaðir um forna siði og venjur. Kannski jólasveinninn búi enn yfir glötuðum hæfileikum mannsins – góðmennskunni, gjafmildinni, kærleikanum og ekki síst, meðvitundinni.

http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id

Jólasveinn

Íslenskur jólasveinn.

Arnarseturshellir
Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Á þessari öld hafa þeir mildast mikið og klæða sig stundum í rauð spariföt, en geta samt verið þjófóttir og hrekkjóttir.
JólasveinnFjöldi jólasveina var fyrr á öldum misjafn eftir landshlutum. Talan 13 sést fyrst í Grýlukvæði frá 18. öld en nöfn þeirra í Þjóðsögum Jóns Árnasonar 1862. Um 60 önnur jólasveinanöfn hafa fundist.

12. desember byrja gömlu jólasveinarnir að koma til byggða.
Sá fyrsti heitir Stekkjarstaur og hér áður fyrr reyndi hann oft
að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum.

13. desember kemur Giljagaur.
Áður en mjaltavélar komu til sögu var hann vanur að laumast inn í fjós og stela froðu ofan af mjólkurfötum.

Jólasveinninn sem kemur til byggða 14. desember heitir Stúfur og er heldur lágur til hnésins. Hann var líka kallaður Pönnuskefill, því hann reyndi að hnupla matarögnum af steikarpönnunni.

Jólasveinn

15. desember kemur Þvörusleikir ofan af fjöllum. Hann stalst til þess að sleikja þvöruna, sem potturinn var skafinn með. Hann reynir að finna þvörur í Þjóðminjasafninu, þegar hann kemur þangað í heimsókn.

16. desember má búast við Pottasleiki í heimsókn. Hann sat um að komast í matarpotta, sem ekki var búið að þvo upp og sleikja skófirnar innan úr þeim.

Askasleikir kemur 17. desember. Hann faldi sig undir rúmi og ef fólk setti ask á gólfið þá greip hann askinn og sleikti allt innan úr honum.

Hurðaskellir kemur til húsa 18. desember. Hann gengur skelfing harkalega um og skellir hurðum svo fólk hefur varla svefnfrið.

19. desember er von á jólasveini sem heitir Skyrgámur, af því að honum þótti svo gott skyr að hann stalst inn í búrið og hámaði í sig skyrið upp úr keraldi.

Bjúgnakræki má búast við 20. desember. Honum þótti best að borða bjúgu og pylsur og stal þeim hvar sem hann komst í færi.

21. desember kemur hann Gluggagægir í heimsókn. Hann var ekki eins matgráðugur og sumir bræður hans, en skelfing forvitinn að gægjast á glugga og jafnvel að stela leikföngum, sem honum leist vel á.

Jólasveinn

22. desember má búast við Gáttaþef. Hann er með stórt nef, og honum finnst óskaplega góð laufabrauðs- og kökulyktin þegar verið er að baka fyrir jólin. Og svo reynir hann að hnupla einni og einni köku. 22. desember var líka stundum kallaður hlakkandi, því þá voru börnin farin að hlakka svo mikið til jólanna.

Á Þorláksmessu, 23. desember, kemur Ketkrókur, sem er svo sólginn í ket. Í gamla daga rak hann langan krókstaf niður um eldhússtrompinn og krækti sér í hangiketslæri sem héngu uppi í rjáfrinu eða hangiketsbita upp úr pottinum, en þá var hangiketið soðið á Þorláksmessu.

Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember. Í eldgamla daga voru kertin skærustu ljós sem fólk gat fengið. En þau voru svo sjaldgæf og dýrmæt að mesta gleði barnanna á jólunum var að fá sitt eigið kerti. Og aumingja Kertasníki langaði líka að eignast kerti.

-http://www.natmus.is/adofinni/jolasveinar/

Arnarsetur

Jólasveinn í Arnarseturshellum.

Bollar

Selvogsgatan var gengin frá Bláfjallavegi áleiðis að Grindarskörðum við Kristjánsdali.

Ekkitilvatn

Ekkitilvatn.

Gamla þjóðleiðin var fetuð upp skörðin, upp á brún og síðan haldið áfram til vesturs ofan hennar. Komið var inn í tiltölulega sléttan dal, opinn til suðurs. Haldið var upp úr honum að norðanverðu. Þegar komið var upp yfir brúnina að austanverðu blasti við fallegt lítið ónafngreint vatn. Á vatninu var gullkista.
Sú saga fylgdi kistunni að hún sæist á vatninu einungis einn dag á ári. Reyndar væri vatnið ekki til, stundum nefnt Ekkitilvatn, en hér verður það nefnt Gullkistuvatn.

Ekkitilvatn

Við Ekkitilvatn.

Sagan segir að í fyrndinni hafi bóndi nokkur, vel efnum búinn, staðið í búferlaflutningum að vetrarlagi. Á leiðinni suður með sjóð sinn hafi hann villst af leið í ófærð, orðið hræddur og ákveðið að sökkva kistlinum, sem sjóðinn geymdi, í vatnið í von um að enginn myndi verða hans var. Auðnaðist honum að komast til byggða myndi hann koma aftur síðar og sækja sjóðinn. Það gekk eftir, en er hann ætlaði að leita vatnsins nokkrum dögum síðar, fann hann það hvergi. Kom hann þá þeirri sögu á framfæri að ef einhver kæmi að vatni á þessum slóðum skyldi hinn sá sami varast að snerta það því vatnið væri eitrað.

Kóngsfell

Kóngsfell.

Nú voru góð ráð dýr. Þarna var gullkista úti á vatninu, en ekki mátti snerta vatnið. Á bakkanum lágu nokkrir bandspottar. Einhverjum datt í hug að binda þá saman í einn langan, ganga síðan með annan endann yfir á öndverðan bakka og reyna að slæða kistuna þannig yfir vatnið. Það gekk eftir. Þegar kistan var opnuð leyndist í henni bréf frá bóndanum forna, en hins vegar engin veraldleg verðmæti. Kistunni ásamt bréfinu góða var því komið fyrir aftur á sama stað á vatninu. Þess skal getið að er FERLIR kom þarna að nokkrum dögum seinna var ekkert vatn þar að sjá.

 

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli, Kóngsfellsgígur, í Kóngsfelli (Konungsfelli).

Gengið var niður af hlíðunum að sunnanverðu og strikið síðan tekið að Kóngsfelli, landamerkjum Gullbringu- og Árnessýslu. Sumir segja þau reyndar vera í Stóra-Kóngsfellið við Drottningu í Bláfjöllum og enn aðrir í Litla-Kóngsfell undir Stórkonugjá, sem er suðaustan við fyrstnefnda Kóngsfellið. Kóngsfellið er fallegur eldgígur, klofinn og auðveldur gegnumgöngu. Í miðju hans er laut, gott skjól fyrir öllum áttum. Segir sagan að nafngiftin sé komin til vegna þess að þarna hafi fjárkóngarnir hist í upphafi leita, ráðið ráðum sínum og skipt liði.
Þá var gengið til vesturs sunnan við Stórabolla og Miðbolla að Kerlingarskarði, niður það með stuttu stoppi við Drykkjarsteininn efst í því og götunni síðan fylgt uns komið var að upphafsstað við Bláfjallaveginn.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Bollar

Bollar.

Oddur sterki

Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, vakti fyrir nokkru athygli FERLIRs á steini nokkrum er vera átti í Reykjavík og minna átti á Odd sterka af Skaganum. Skv. hans upplýsingum gæti steinninn verið á fyrrum athafnasvæði Glóbus við Lágmúla. Ábendingin virtist lítt áhugaverð í fyrstu, en þegar betur var að gáð reyndist hún hin markverðasta – eins og svo oft vill verða.
Oddur sterkiMagnús Ingþórsson, framkvæmdarstjóri Glóbus, nú Vélaver, var spurður um steininn. Hann kannaðist strax við „Odd sterka“, stein í porti ofan og innan við þar sem Glóbus var við Lágmúla, aftan við Ármúla 5. Líklega hefði verið um að ræða álfabyggð og þess vegna hefði steininum verið þyrmt. Annars kynnu gamalreyndir starfsmenn Samvinntrygginga(VÍS) að kunna betri skil á steininum og sögu hans. Við umleitan hjá tryggingarfélaginu var gefið samband við Svein nokkurn. Hann sagði Benedikt Sigurðsson, þáverandi fjármálastjóra Samvinnutrygginga, hafa bannað að hróflað yrði við steininum þegar hús félagsins var í byggingu. Ástæðan hafi sennilega verið sú að um væri að ræða einn álfasteininn af nokkrum í röð þarna í holtunum.

Áletrunin

Benedikt sagði hins vegar aðspurður að ekki hefði verið um að ræða álagastein eða álfabyggð, a.m.k. ekki svo honum væri kunnugt um. Hins vegar hefði Hákon Hertervig, arkitekt, sagt honum að Oddur sterki af Skaganum, þekkt persóna í Reykjavík, hafi sofið undir steininum eina nótt eða fleiri. Sá hefði og klappað nafn sitt á steininn svo og ártal. Hákon þessi hafi verið merkilegur arkitekt og lagt áherslu á önnur gildi en bara peninga. T.d. fékk hann verðlaun fyrir arkitektúrinn að Ármúla 3, sem þótti framúrstefnulegur. Sjálfur hefði Benedikt lagt áherslu á að steininum yrði hlíft. T.a.m. hefði hann sett inn í leigusamning við Vélaver, sem þarna hefði haft aðstöðu, að hreyfa mætti við öllu á svæðinu, en bara ekki steininum þeim. Ekki mundi hann hver áletrunin hefði verið á steininum, en ártalið hafi líklega verið 1931. Taka yrði það þó með fyrirvara.
Áletrun á steininum er augljóslega „Oddur Sigurgeirsson“. Undir nafninu er orð og ártal. Ártalið er 1927. Erfitt er að segja með vissu fyrir hvað neðri áletrunin stendur nákvæmlega. Fjarlægja þarf mosa og skófir við hagstæðari aðstæður svo ganga megi úr skugga um úrlæsið.
Í endurminningum nokkrum um Odd sagði m.a.: „Hásetar Stjána bláa voru líka nafnkunnir menn. Annar var Sæmundur sífulli. Nafnið þótti hann bera með rentu. Hinn hásetinn var Oddur sterki af Skaganum. Einnig hann kafnaði ekki undir nafni. Hann þekkti ég persónulega, því að hann hafði róið áður með fóstra mínum eitt vor. Bezti karl, en dyntóttur, tortrygginn og skrítinn, enda heyrnardaufur og heyrði því ekki alltaf, hvað sagt var í kringum hann. Hann átti það til að fá æðisköst. Þá steytti Ártalið hann stundum hnefa að okkur strákunum og froðufelldi. Þá vorum við fljótir að ,,missa niður hjartað“ og „hverfa ofan í skóna okkar“. Þegar Oddur var fullur, var hann kunnur að sníkjum sínum: „Gef mér 10 aura, greyið, ég ætla að kaupa mér brennivín fyrir þá“.“
Í kvæðinu „Níu litlir jólasveinar“ segir m.a. í einu erindinu:
„Allir eru á kúskinnsskóm, já, það er segin saga, sumir hafa meira skegg en Oddur sterki af Skaga.“
En hver var þessi Oddur sterki af Skaganum?
Guðjón Friðriksson skrifaði um Odd sterka í Lesbók Mbl. 1995. Hér er úrdráttur úr greininni. Inn í hana eru fléttaðar frásagnir og tilkynningar úr öðrum blöðum: „Oddur ssterki af Skaganum var einn hinna kynlegu kvista í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Bágindi hans voru afleiðing af slysi en samtíðin áleit hann hálfgerðan vanvita og börn gerðu at í honum.
Eitt af því sem setti mestan svip á mannlífið í Reykjavík á árum áður vour einkennilegir menn og konur, fátæklingar sem voru sérkennilegir að einhverju leyti eða höfðu orðið Bakkusi að bráð. Oftar en ekki urðu þessir einstaklingar fyrir aðkasti og voru lagðir í einelti af krökkum sem eltu þá með ópum, hæðisorðum og óhljóðum. Sjálfum er mér í barnsminni hending sem ég lærði á götunni og hljóðaði svo: „Oddur af Skaganum með rauða kúlu á maganum“.
Þekktasta myndinÞetta var ómur af því sem krakkarnir sungu yfir hausamótunum á einni þekktustu persónu bæjarins, Oddi Sigurgeirssyni, sem kallaður var „hinn sterki af Skaganum“.
Oddur var fæddur í Pálshúsum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 29. október 1879 og var launbarn. Faðir hans var Sigurgeir Guðmundsson, giftur á Akranesi, sem var á vetrarvertíð í Reykjavík er Oddur kom undir. Móðir hans var Jórunn Böðvarsdóttir vinnukona. Þegar Oddur var á þriðja ári dó móðir hans og var barnið þá flutt til föður síns sem kom því fyrir hjá bróður sínum, Kristjáni Guðmundssyni á Sólmundarhöfða á Akranesi. Þar ólst Oddur upp en varð fyrir því slysi rúmlega þriggja ára gamall að fá högg á höfuðið þannig að hann missti heyrnina um tíma og var heyrnardaufur æ síðan. Þetta setti mark sitt á drenginn. Þegar hann óx upp hlógu menn að honum og héldu sumir að hann væri aumingi vegna þess hve erfitt hann átti um mál. Á efri árum notaði Oddur þar til gert látúnshorn sem hann stakk í eyrað þegar hann þurfti að heyra hvað aðrir sögðu.“
Í Alþýðublaðinu 15. apríl 1935 mátti lesa eftirfarandi tilkynningu: „Ég tapaði hlustarhorninu mínu silfurbúna, sem Ólafur Porsteinsson læknir gaf mér í vetur. Það hefir hlotið að vera í morgun þegar ég fór út úr strætisvagni á Hringbrautinni milli Hverfisgötu og Pólanna, á staðnum, þar sem maðurinn drap manninn um árið. Númerið á vagninum var 977 og ég er búinn að fara ’50 ferðir með; honum, en hefi aldrei tapað horninu mínu áður. Finnandinn er beðinn að skila horninu á Alþýðublaðið. Oddur Sigurgeirsson af Skaganum.
Aðeins fimmtán ára gamall fór Oddur út á lífið á eigin vegum. Það var töggur í honum þrátt fyrir allt. Hann var afbragðs sjómaður. Hann reri fyrst á opnum bátum en var síðan á skútum árum saman og var þá ýmist kallaður Oddur sjómaður eða Oddur sterki. Oft leitaði hann huggunnar hjá Bakkusi á skútuárum sínum og drakk þá illa.

Oddur

Einn vetur reru þeir saman í Kotvogi hann og Stjáni blái (Kristján Sveinsson). Þessa menn gerði Örn Arnarson skáld síðar ódauðlega, annars vegar í kvæðinu um Stjána bláa og hins vegar í Odds rímum.
Áður en Oddur náði fertugsaldri gjörbreyttist líf hans. Hann veiktist, var lagður á skurðarborð og mikill holskurður gerður á honum. Eftir það þoldi hann ekki strit og vosbúð og varð hálfgerður flækingur á götum Reykjavíkur. Hann átti hest og stundum fór hann í ferðalög og heimsótti gamla skútufélaga sína út um sveitir.
Oddur var smámæltur og hafði skrýtinn talanda, lá hátt rómur eins og títt er um suma menn sem heyra illa. Hjartalag hans var gott og samstöðu sýndi hann með fátækum verkamönnum og sjómönnum. Hann fylgdist með baráttu þeirra fyrir betri kjörum og gekk sjálfur í Sjómannafélag Reykjavíkur og Alþýðuflokkinn.
OddurÁrið 1924 bjó Oddur Sigurgeirsson í dimmu kjallaraherbergi á Spítalastíg 7. Uppi á lofti bjó Hallbjörn Halldórsson prentari, einn af leiðtogum Alþýuflokksins. Oddur var dubbaður upp í að gefa út blöð og hét annað þeirra Harðjaxl réttlætis og laga en hitt Endajaxl, tímarit gefið út af Hjarðjaxlaflokknum. Íhaldinu var sendar svæsnar pillur undir nafnleynd. Fór brátt að  hitna í kolunum. Haustið 1924 birtist leiðari í Morgunblaðinu sem hét Skúmaskotsmenn. Þar voru menn skammaðir fyrir að nota Odd sem skálkaskjól. Sjálfur var Oddur hrekklaus maður.
Nokkru fyrir Aþingishátíðina 1930 gáfu nokkri vina hans honum formannsbúning, eftirlíkingu af búningi landnámsmanna ásamt tilheyrandi vopnabúnaði. Oddi þótti mikið til koma og var tekin mynd af honum í búningnum ásamt Kristjáni konungi X. á Alþingishátíðinni. Síðan sýndi hann sig iðulega á götum Reykjavíkur í honum og bar þá tré-atgeir og skjöld, íklæddist rauðum kyrtli, var með rautt sítt herðaslá og hjálm, líklega ú blikki.“
„Tildrögin voru þau að „Lárus Jóhannesson hafði að sögn, ákveðið með sjálfum sér, að koma í veg fyrir það áform ungmennafélaga að karlmenn tækju upp þann hátt að klæðast litskrúði. Er mælt að hann hafi kallað Odd Sigurgeirsson á fund sinn og falið klæðskera að sníða honum litklæði og sæma hann vopnum og skildi. Var honum jafnframt fenginn góðhestur með vænum reiðtygjum. Steig nú riddarinn á bak fáki sínum og þeysti sem hann mátti um malargötur höfuðstaðarins. Taldi Lárus að með þessu væri tryggt að enginn úr flokki betri borgara léti sér til hugar koma að klæðast slíkum búningi sem Oddur af Skaganum skrýddist nú á þeysireið sinni um götur Reykjavíkur.

Oddur

Þegar nær leið Alþingishátíðinni óttuðust góðborgarar og embættismenn að Oddur Sigurgeirsson eða aðrir af kynlegum kvistum höfuðstaðarins kynnu að valda veisluspjöllum eða aðhafast eitthvað það í návist erlendra þjóðhöfðingja, sem ekki sæmdi slíkum mannfagnaði. Var því brugðið á það ráð að koma Oddi fyrir í gæslu utanbæjar. Oddur hafði átt það til að hrópa háðsyrði um Kristján Danakonung hinn níunda og jafnframt hyllt róttæka foringja jafnaðarmanna, Ólaf Friðriksson og Hendrik J. Ottósson.“ Allt kom þó fyrir ekki, þeir hittust og vel fór á með þeim. Oddur sagði frá því að kóngurinn hefði gefið sér 10 krónur.
„Á árunum í kringum 1930 og 1934 bjó Oddur í litlum steinbæ sem Höfn nefndist og var þar sem hús Fiskifélagsins við Skúlagötu stendur nú. Þegar Höfn var rifin ákváðu vinir hans að reisa honum nýtt hús við flughöfnina inn við Klepp. Var húsið kallað Oddhöfði og í því var ein stofa með eldavél. Þar hafði blaðamaður Alþýðublaðsins viðtal við hann haustið 1935. Þar sagðist hann una hag sínum velk, vera sjálfs síns herra og þykja vænst um hundinn sinn og hestinn.
Og í lok viðtalsins segir; „Það er Odduráreiðanlegt, að þegar Oddur Sigurgeirsson kveður okkur og flytur til Valhallar til Þórs, en hann er upppáhald gmla mannsins, þá sjá margir eftir honum, miklu fleiri en menn gera sér nú grein fyrir.“ Í tilkynningu í blaðinu 19. september þetta ár mátti lesa eftirfarandi: „Nú er ég búinn að fá nýtt hús, Oddhöfða við Kleppsveg. En mig vantar ráðskonu frá 1. okt. Hún verður að vera bráðmyndarleg en má ekki vera yngri en 45 ára. Oddur Sigurgeirsson af Skaganum.
„Þess ber að geta að Oddur ánafnaði samtökum sjómanna digrum sjóði í erfðaskrá sinni. Lét hann Hrafnistu njóta eigna sinna.“
Margar skoplegar lýsingar Odds voru hafðar eftir honum um afreksverk hans og hreysti. Hann á að hafa sagt um áflog sem hann lenti í. „Þá kom hann á móti mér með hnífinn í annarri og hnefann í hinni. Svo lagði hann á flótta. Ég á undan og hann á eftir.“
Í Alþýðublaðinu 29. okt. 1949 var afmælisgrein um Odd sjötugan. Í niðurlagi hennar sagði: „Já, þannig var æska hans, hún var hörð fyrir veikan drenginn móðurlausan á hörðum árum. Og nú er drengurinn orðinn sjötugur, gengur um stræti stórrar borgar, lágur, þrekinn, síðhærður og skeggprúður, hreinlegur og góðlegur – og bókstaflega öllum þykir vænt um hann.“
Síðasta árið sem Oddur sterki af Saganum lifði var hann á Elliheimilinu Grund og þar lést hann 7. maí 1953.“

Grafsteinn

Steinninn „Oddur sterki“ milli Lágmúla og Ármúla í Reykjavík er nú eini áþreifanlegi minnisvarðinn um Odd Sigurgeirsson, þennan merka mann er setti svo sterkan svip á Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Líklega hefur hann sjálfur klappað letrið á steininn er hann dvaldi undir honum forðum daga. Hann er ágætur minnisvarði um þau fágæti sem „minni máttar“ eru jafnan álitnir í samfélaginu hverju sinni. Í dag er gerð krafa um að allir séu steyptir í sama svart/hvíta mótið. Hin skrautlegu litbrigði mannlífsins fyrrum hafa verið gerð burtræk – því miður. Litlausi steinninn milli Lágmúla og Ármúla er áþreifanlegur vottur um það.
Fyrir skömmu [febr. 2010] barst FERLIR eftirfarandi ábending:
Ég las greinina um Odd sterka af Skaganum með ánægju. Ég fann svo litla grein í Alþýðublaðinu frá 1927 sem varpar kannski einhverju ljósi á málið.“
Litla greinin í Alþýðublaðinu hljóðar svo: „Oddur Sigurgeirsson tilkynnir: Hefi látið gera mér grafarmerki á klappirnar fyrir innan Lækjarhvamm; þessi er áletrunin: Oddur Sigurgeirsson ritstjóri, 1927. Letrið er mjög greinilegt, höggvið djúpt á klöppina, sem er hér með friðlýst á meðan ég lifi. En þá er ég hefi verið grafinn, bið ég velunnara mína og flokksbræður að kljúfa það stykki af klöppinni, sem letrið er á, og færa það á gröf mína. Þar fyrir skulu koma allir mínir eftirlátnu fjármunir, bæði í föstu og lausu. Ef þessari beiðni minni verður ekki sinnt, mun ekki heiglum hent að hitta mig á kvöldgöngu minni þeirri, er ég rölti þegar þar að kemur. Oddur Sigurgeirsson, Sólmi, Bergþórugötu 18.“
Oddur Sigurgeirsson fæddist 29.10.1979 og dó 07.05.1953. Hann er grafinn í Fossvogskirkjugarði (H-19-0003).

Heimild:
-Guðjón Friðriksson, Mbl. 5. mars 1994 – lesbók.
-Mbl. 17. ágúst 2003.
-Alþýðublaðið 29. okt. 1949.
-Alþýðublaðið 19. sept. 1935.
-Alþýðublaðið 9. mars 1927.

Neðri

Árnakrókur

Gengið var um svæði Elliðakots í vestri og Lyklafells í austri. Getgátur hafa verið um selstóftir. Ætlunin var að gaumgæfa svæðið. Farið var upp frá Fossvöllum í Lækjarbotnum með stefnuna til norðurs niður og inn með Lönguhlíðum (Elliðakotsbrekkum) milli Selfjalls og Selvatns. Kíkja átti á (Reykja)Víkurselið norðaustan við vatnið sem og

Lækjarbotnar

Árnakróksrétt og halda síðan til baka um Leirdal, Lækjarbotna og Fossvelli, yfir gömlu Hellisheiðargötuna.
Tilgangur ferðarinnar var ekki síst sá að athuga hvort hægt væri að koma auga á leifar tveggja selja, sem áttu að hafa verið á þessu svæði, þ.e. auk Örfiriseyjarsels undir Selfjalli. Bæði Viðey og Lambastaðir munu hafa haft selstöður þarna efra þótt staðsetning þeirra hafi ekki legið ljós fyrir. Jafnan hefur verið gengið út frá því sem vísu að öll selin væru í Örfiriseyjarselsstað.
Í Jarðabókinni 1703 segir að Erfersey hafi haft selstöðu undir Selfjalli þar sem heitir Erferseyjarsel. Tóftir við skátaskálann sem þar er syðst í Botnunum munu að öllum líkindum vera leifar þess, sem og seinni tíma búskapar (beitarhús).
Í örnefnaskrá fyrir Lækjarbotna eftir Guðlaugur R. Guðmundsson kemur m.a. fram að „býlið [Lækjarbotnar] stóð á hólnum, Bæjarhólnum, sem er til hægri, þegar þjóðvegurinn er ekinn þá í austurátt. Hóllinn reyndist það hár, þegar bílöld gekk í garð, að erfiðleikum var háð fyrir bóndann að aka upp á hólinn og leggja veg að bænum. Þar af leiðandi færði bóndinn býlið, 1907, yfir hinum megin, þar sem land var lægra, og reisti þar nýjan bæ. Hann nefndi húsið Lögberg. Þar bjó Guðmundur til dauðadags 1957.
Lækjarbotnar Bóndinn treysti því og, að vatnsból gott væri rétt hjá Lögbergi, en vatnsmagn er þar mjög breytilegt í Fossvallaá og Fossvallaklifið oft þurrt. Karl segir, að aðeins árin 1921 og 1976 hafi runnið allt sumarið í ánni.
Undir Selfjalli eru Selhólar. Þar fyrir framan er Gráhóll og Pálspyttur við hann, þar sem Páll hefur líklegast farið undir ís.
Sel frá Viðey var inn með Gömlubotnum.“ Í athugasemdir og viðbætur við Lækjarbotnaörnefnalýsinguna skráði Sigríður Jóhannsdóttir eftir Jóni I. Bjarnasyni að „Fossvallaklifið [hafi] oftast [verið] þurrt; þar rennur aldrei vatn; klifið er, þar sem gamli vegurinn var, og hraðbrautin liggur núna um klifið upp á Fossvogsvellina. Þar hefur aldrei runnið nein á. Lækurinn og pytturinn nú orðnir þurrir, síðan nýi vegurinn var lagður.
Jörðin Örfirisey var landlítil; átti selstöðu undir Selfjalli, ekki Viðey. Af því dregur fjallið nafn. Þar sem selið var, heita Selhólar; sjást rústir ennþá, nú reyndar mjög sokknar.“
LækjarbotnarUm selstöðu Reykjavíkurbæjarins segir að jörðinni hafi verið eignuð slík „þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ Og þar sem Langahlíð var í sunnanverðri Öskjuhlíð var jafnvel talið að Víkursel hafi verið þar sem nú má sjá leifar. Skammt frá eru merki eftir sel frá Hlíðarhúsum.
Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst.“
Um selstöðu Lambastaða segi

r Jarðabókin að „selstöðu þykjast nokkrir heyrt hafa jörðinni eignaða þar sem heitir undir Selfjalli og kallað er Lambastaðasel.“
Í lýsingu Viðeyjar segir „selstaða er á fastalandi þar sem heitir Viðeyjarsel, og hefur það verið brúkað frá Bessastöðum.“
Örlygur Hálfdánarson, sem manna gerst þekkir til siða og venja Viðeyinga sagðist aðspurður ekki hafa heyrt hvar Viðeyjarsel hafi verið, en fé og jafnvel kýr hafi fyrrum verið flutt úr eyjunni og í haga uppi á fastalandinu að sumarlagi. Skepnum hafi verið skipað í land í viki sunnan við Fjósaklettana utan við Gufunes. Þar hafi verið stór hellir, sem skepnunum var haldið í. Austan við vikið er höfði sem nefndur var Akurinn. Sunnan við það er ný bryggjan í Gufunesi. Ekki vissi Örlygur hvort hellir þessi væri enn til þarna, en tenging hans við flutningana og klettana væri athyglisverð.
LækjarbotnarÍ lýsingu fyirr Bessastaði er ekki minnst á selstöðu í Jarðabókinni 1703.
Guðjón Jensson, margfróður Mosfellingur, hefur talið einn möguleikann á að Viðeyjarsel hafi verið þar sem Kambsréttin í Seljadal er núna. “Þarna í Dalnum var sel frá Viðeyjarklaustri og ég hef verið mikið að velta fyrir mér gegnum tíðina hvar það hafi verið. Klaustrið var rænt skömmu fyrir miðja 16. öld. Síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, endurreisti klaustrið og lagði lykkju á leið sína á flóttanum þaðan er hann frétti að kóngsmenn hyggðust ná honum. Ögmundur kom við í Viðeyjarseli. Hann var handsamaður nokkru síðar af Hjalla í Ölfusi sem kunnugt er. Viðey nánast hverfur úr sögunni næstu tvær aldirnar. Ég hef leyft mér að draga eftirfarandi ályktun:  Undir Viðeyjarklaustur voru 132 jarðir sem kóngsmenn sölsuðu undir sig við siðskipti. Allar þessar jarðir voru leigðar út og var mikið kapp á að fá sem hæsta leigu út úr bændum, leiguafgjöld auk þess sem lagt var á karlana ýmsar óbærilegar kvaðir í þágu Bessastaðamanna. Nú varð ekki lengur jafn mikil þörf hjá leiguliðanum og kotungaanum í Viðey að koma lítilfjörlegum búsmala sínum frá sér og allar götur upp í Seljadal. Þar haslaði hins vegar bóndinn í Nesi, sbr. Nessel og í Örnefnalýsingu Þormóðsdals er sagt að þar í Dalnum hafi verið selför frá Gufunesi.
LækjarbotnarEftir að starfsemin í Viðey leggst af er þörfin á hinum miklu umsvifum klaustursins um vestanverða Mosfellsheiðina engin. Kóngsmenn hafa látið afskiptalaust þó bændur, leiguliðarnir byggðu sér fjárrétt úr grjótinu og einhver þægindi þarna í Dalnum, enda hefði það aftur betri möguleika að standa
í skilum með afgjald jarðanna.
Mér finnst líklegt að Viðeyjarsel hafi fyrrum verið þar sem nú eru rústirnar af Kambsréttinni. Þar er t.d. mjög stutt í rennandi vatn en seljabúskapur byggðist á greiðum aðgangi að góðu vatni til að tryggja gæði afurðanna.“
Haldið var inn með Lækjarbotnum norðanverðum. Þegar ganga á inn með hlíðunum þarf að ákveða strax hvorum megin við ána, sem verður til undir þeim miðsvæðis, ætlunin er að ganga. Annars er hætta á að lenda í sjálfheldu.
Fossvallaá rennur þarna niður, þ.e.a.s. þegar eitthvert vatn er efra, en farvegi hennar hefur verið breytt oftar en einu sinni. Varnargarður hefur verið gerður syðst á Fossvallabrúnum til að beina vatnsflaumi frá Lækjarbotnum. Mikið gil er í hlíðinni þar sem áin rann áður. Á því sést vel hversu mikill vatnsflaumurinn getur orðið. Nú er þarna fallegt náttúrufyrirbæri – á þurru.  Einhvern tíma hefur verið fallegur foss efst í gilinu Fossvallafoss). Foss þessi, sem og öll Fossvallaáin efra, hefur ákvarðað núverandi mörk Kópavogsbæjar annars vegar og Mosfellsbæjar hins vegar.

Lækjarbotnar

Í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot eftir Tryggva Einarsson frá Miðdal segir að þarna hafi Fossvallaá runnið. „Dregur [hún] nafn af fallegum fossi, þar sem áin rennur niður í Nátthaga. Svo áfram niður í vesturenda Nátthagavatns. Úr Nátthagavatni ræður Hólmsá mörkum, þar til Dugguós og Hólmsá mætast.“
Hús er í Lækjarbotnum í Suðurbrekku, forskallað og að falli komið. Skammt frá því eru miklar vatnsuppsprettur. Segja má að líkt sé að hlíðin öll leki á kafla. Nýlegar vilpur er nálægt húsinu, en þarna má einnig sjá eldri mannvirki – hlaðið umhverfis lænur og myndanir á vatnsstæðum og brunni.
Ef svæðið er skoðað vel og vandlega er ljóst að þarna hefur verið kjörin selsstaða; ágætt skjól fyrir austanáttinni, nóg vatn, ágæt beit, auðvelt aðhald og stutt í meginþjóðleið því gamla gatan austur fyrir fjall lá þarna skammt suðaustar.

Lítill trjálundur með hávöxnum grenitrjám er þarna skammt frá. Hið kynlega við lundinn er sá að honum hefur verið plantað þvert fyrir gróna skeifulaga kvos í hlíðinni. Trén skyggja á miðdegissólina í þessu annars ágæta skjóli. Þegar stofnar trjánna voru skoðaðir betur mátti sjá móta fyrir líkt og veggjum og rýmum. Lundurinn er nægilega stór til að geta hulið seltóftir. Trén virðast vera um um 60-80 ára og því væntanlega eldri en húsið, sem þarna „stendur“. Ekki kæmi á óvart að þarna kunni að leynast Viðeyjarselið. Ef svo er virðist eðlilegt að Ögmundur Pálsson, biskup, hafi komið við í Viðeyjarseli á leið hans að Hjalla í Ölfusi á 16. öld.
Lækjarbotnar Í örnefnaskrá fyrir Elliðakot eru hlíðarnar nefndar Elliðakotsbrúnir, sem verður að teljast eðlilegt frá bænum séð. Þær mynda sýnileg nýtingarmörk jarðarinnar í austri. Þær eru þó greindar í nafnkenndar brekkur, eins og á eftir verður lýst. Nátthagavatn er suðaustan við Elliðakot. Náthaginn er/var vestan við norðanvert vatnið. Þar er nú sumarhús. Skammt austan við vatnið mótar fyrir gömlum vegi. Hlaðið hefur verið þvert ána til að auðvelda akstur yfir hana. Norðan við vaðið eru tvö gömul bílhræ, annað sennilega frá stríðsárunum, en þarna var víða aðstaða hernámsliðsins. Vaðið hefur því ekki verið auðveldara en svo a.m.k. tvö ökutæki hafa gefið þar upp öndina.
Vilborgarkot var þar sem nú er sumarbústaður norðvestan við Nátthagavatn. Nátthaginn sjálfur var og er suðaustan við vatnið. Í honum miðjum er Grindarhóll. Þessar uppplýsingar komu frá Guðlaugi R. Guðmundssyni. Hann sagði miklar upplýsingar liggja fyrir í Skjalasafni Reykjavíkur um þetta svæði frá tímum þrætumála um eign á landinu um 1891, m.a. nákvæmir uppdrættir og aðrar upplýsingar.
Skammt norðaustar er hlaðin ferhyrnd rétt (4x12m) eða gerði. Í fyrstu gæti verið um húsgrunn að ræða, svo vandlegar eru hleðslur, en réttin er hlaðin utan í hæðina og hleðslur vantar norðaustast í henni. Grjótið hefur væntanlega verið sótt í grjótnámuna við Elliðakot, sem þarna er í sjónfæri til vesturs. Bærinn sjálfur var hlaðinn úr grjóti úr námunni, auk fleiri mannvirkja. Líklegt má telja að þarna geti verið um að ræða hestarétt við gömlu þjóðleiðirnar um Hellisheiði og til Þingvalla. Guðlaugur taldi þetta vera svonefnda Fossklúku, aðhald fyrir fé. Op er til vesturs og vísar að þjóðleiðinni. Hæðin ofan við réttina heitir Dyngja. Skarð er í henni skammt norðvestar. Ofan við það eru leiðir varðaðar áfram upp á Mosfellsheiði, áleiðis að Þingvöllum annars vegar, og áleiðis að Hellisskarði hins vegar. Vörðurnar standa enn, stórar og stæðilegar, enda varla eldri en frá því á fyrstu áratugum 20. aldar.
Ofar er Miðdalsheiði. Frá brúnunum er ágætt útsýni yfir Nátthagavatn, Lækjarbotna og brekkurnar í Elliðakotsbrúnum (Lönguhlíðum).
Lækjarbotnar Í örnefnalýsingunni segir að „frá Fossvallafossi og norður að Dugguósi eru samfelldar heiðarbrúnir. Heiðin upp af brúnunum heitir Elliðakotsheiði. [Hér er Elliðakotsheitið komið á a.m.k. hluta Miðdalsheiðarinnar]. Þar er allstór hvilft suðvestur í heiðinni, sem Leirdalur heitir. Áðurnefndar heiðarbrúnir heita Elliðakotsbrúnir. [Hér eru Fossvallabrúnir nefndar Elliðakotsbrúnir]. Vestan undir brúnunum eru grasigrónar brekkur, þær heita, frá Fossvallafossi, Suðurbrekkur, Miðbrekkur og Norðurbrekkur. Vestan undir Suðurbrekkum eru miklar vatnsuppsprettur (veit ekki, hvort þær bera nafn). Mynda þær árspotta með alldjúpum hyljum niður í Nátthagavatn.“

Skammt norðvestan við réttina er gróin ílöng þríhólfa tóft neðst í grónum bala. Ofar í balanum hefur verið reistur sumarbústaður, sem nú er horfinn.
Rústin hefur öll einkenni selstöðu. Rýmin eru þrú, þar af tvö með sameiginlegum inngangi. Þar sem einungis vantar eitt af seljunum, Lambastaðasel, má ætla að þarna hafi það verið – þótt ekkert sé öruggt í þeim efnum. A.m.k. er þarna um að ræða tóftir, nánlast jarðlægar, sem hvergi hefur verið getið um, hvorki í örnefnalýsingum né fornleifaskráningu af svæðinu. Erfitt er að koma auga á tóftirnar. Í fyrsta þarf að hafa þjálfað auga til að greina þær – og auk þess þarf að nálgast þær úr austri.
Tóftirnar sem og landssvæðið allt tilheyrði fyrrum Seltjarnarnesi hinu forna.
Byggð á Seltjarnarnesi er vafalaust frá þjóðveldisöld, en athafna manna í Seltjarnarneshreppi hinum forna er fyrst getið árið 1581. Þann 15. nóvember það ár var gerð svokölluð Seltjerningasamþykkt. Hún fjallaði um tillag húsmanna og hjáleigumanna til hreppsþarfa. Segir í henni, að hreppstjórarnir í Seltjarnarneshreppi hafi komið saman í Reykjavík og rætt nauðsynjamál hreppsins. Samþykktin er merkileg fyrir tvennt. Að vera fyrsta heimild um Seltjarnarnes hinn forna og fyrir að vera gerð í Reykjavík, sem var þá einstök jörð í hreppnum. Kópavogur kemur svo til sögunnar við staðfestingu Seltjerningasamþykktar, en þar var þingstaður Seltjarnarness langt fram eftir 18. öld.
Lækjarbotnar Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir allt Nesið, sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Austasta jörðin var Kópavogur, en austan Kópavogslækjar tók við Arnarnes í Álftaneshreppi. Elliðaárnar mörkuðu skil við Mosfellssveit. Í upphreppnum voru jarðirnar Hólmur, Elliðavatn, Vatnsendi, Breiðholt, Hvammkot, Digranes, Bústaðir og Kópavogur. Margar þessara jarða voru svo smám saman teknar undan hreppnum og fyrsta jörðin var Reykjavík, ásamt Arnarhól og Örfirisey. Það var Rentukamerið í Kaupmannahöfn, sem fól Vigfúsi Þórarinssyni sýslumanni árið 1786 að láta mæla út svæði fyrir kaupstaðinn nýja. Reykjavík varð þó ekki sérstakt lögsagnarumdæmi fyrr en 1803.
Landamörk og lögsaga Reykjavíkur fór þannig ekki saman á árunum 1786 til 1803. Fyrstu sveitarstjórnarlög á Íslandi voru sett 1872, en fyrsta hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps var þó ekki valin fyrr en á hreppaskilaþingi í júní 1875. Þann 20. júní 1923 voru samþykkt lög á Alþingi um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, sem skyldi nú ná yfir jarðirnar Bústaði, Breiðholt og Eiði, en lög frá árinu 1894 tóku Laugarnes og Klepp af Seltirningum. Skildinganes var svo tekið 1932.
Eftir þennan aðskilnað var Seltjarnarnes enn að mestu sveitarhreppur og fjallskil og umstang með búfénað voru meðal verkefna hreppsnefndar. Árið 1943 voru jarðirnar Elliðavatn og Hólmur og spilda úr Vatnsendalandi teknar undir Reykjavík.
Við hreppsnefndarkosningu 7. júlí 1946 fékk listi Framfarafélagsins Kópavogur hreinan meirihluta.. Eftir það voru flestir fundir á þessu Kópavogstímabili haldnir á heimili oddvita að Kópavogsbraut 19. Það dró að sambandslitum milli Kópavogs og Seltjarnarness, því sumarið 1947 gengu undirskriftarlistar um Nesið, þar sem farið var fram á skiptingu hreppsins. Mál þetta fór í þann farveg, sem meirihlutinn vildi, þ.e. skiptingu. Kom sér illa fyrir Seltirninga að vera í minnihluta, því Kópavogsbúar vildu fá allan Upphreppinn, en Seltirningar vildu halda a.m.k. Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Vatnsenda, auk afréttarlanda.

LækjarbotnarSvo fór þó ekki og hafði Kópavogur sín mál fram. Einn hreppsnefndarmaður vildi að afrétturinn allur yrði áfram í eigu Seltjarnarneshrepps hins nýja, en Kópavogsbúar skyldu fá afnotarétt. Niðurstaðan varð óljós sameiginlegur afnotaréttur. Í ársbyrjun 1948 er hinn nýi Seltjarnarneshreppur orðinn til. Þann 8. júní 1973 var haldinn sérstakur hátíðarfundur á Seltjarnarnesi og lá fyrir sú tillaga að óska eftir kaupstaðarréttindum.
Kópavogur fékk svo kaupstaðaréttindi með lögum nr. 30 frá 11. maí 1955. Í 1. gr. laganna segir: “Kópavogskaupstaður nær yfir allan Kópavogshrepp.”
Á árinu 1989 barst Kópavogskaupstað bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem spurt var um afrétt Kópavogs. Sigurður Björnsson, bæjarverkfræðingur svaraði spurningum ráðuneytisins með bréfi dags. 28/3 1989. Hann segir að meðan búskapur hafi verið stundaður í Kópavogi hafi bændur átt upprekstararrétt í þann afrétt, sem áður var afréttur Seltjarnarneshrepps. Bent er á að í samningi um skipti sveitarfélaganna 1948 hafi sagt, “að fjallskil og refaeyðing á afrétti skuli vera sameiginleg, þar til hreppsnefndir ákveða annað með samþykki sýslunefndar Kjósarsýslu. Bent er á það að það sé stefna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að leggja af allan fjárbúskap og friða afréttinn og þar með banna allan upprekstur. Spurningunni um hvort sveitarfélögin hafi komið sér saman um til hvors þeirra afrétturinn skuli teljast svarar Sigurður á þá lund, að bæjaryfirvöld í Kópavogi hafi talið að við skiptin 1948 hafi afrétturinn átt að falla til Kópavogs.
Þótt Kópavogsbær byggir kröfur sínar á því að Lækjarbotnar sé fullkomið eignarland Kópavogsbæjar samkvæmt þinglýstum eignarheimildum. Í þinglýstum heimildum er „jörðin Lækjarbotnar nýbýli og var Þorsteini Þorsteinssyni veittur nýbýlisréttur fyrir jörðinni þann 11. febrúar 1868. Nýbýlaleyfið var gefið út af Hilmari Steindór Finsen stiftamtmanni yfir Íslandi og amtmanni yfir suðuramti, með vísan til nýbýlatilskipunar frá 15. apríl 1776. Í nýbýlabréfinu kemur fram að þann 22. júlí 1865 hafi Þorsteini Þorsteinssyni verið útnefnt landi því, er hann kallar að Lækjarbotnum og útnefningin hafi verið staðfest með úrskurði héraðsréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 4. des. 1866. Mörk Lækjarbotnalandsins er lýst með eftirfarandi hætti í nýbýlisbréfinu:
Lækjarbotnar „Að norðaustanverðu syðsta kvíslin af Fossvallaós frá Lækjarmóti sem rennur frá honum, upp að þúfu sem stendur í Holtstanga fyrir neðan Neðri-vötn þaðan til úrsuðurs í mógrýtisklett með rauf í, er snýr í suður, svo sömu stefnu eptir langri brekku alla leið að Sandfellshnúk, sem það nær langt til norðurs. Þaðan til norðvesturs í suðvesturhorn á Selfjalli. Þaðan suður-austurhlið brunahraunsins fyrir norðan Selfjallið niður fyrir bæ að læknum og eptir honum norður í á, hvert land hefur verið álitið 6H að dýrleika.”
Bréfið var lesið á manntalsþingi á Mýrarhúsum 3. júní 1882 og innfært í afsals- og veðmálabók Kjósar- og Gullbringusýslu.

Með afsali dagsettu 8. október 1947 afsalaði Guðmundur Sigurðsson bóndi, Lækjarbotnum, eignarjörð sinni Lækjarbotnum til Seltjarnarneshrepps með öllum gögnum og gæðum. Í afsali er vísað til kaupsamnings sem gerður var á milli Guðmundar Sigurðssonar og Benedikts Elfars, kaupmanns um sömu jörð. Seltjarnarneshreppur neytti forkaupsréttar sem leiddi síðar til málaferla. Úr varð að Seltjarnarneshreppi var afsalað Lækjarbotnalandinu sbr. fyrrnefnt afsal.
Með bréfi félagsmálaráðuneytisins dagsettu 10. desember 1949 var Seltjarnarneshrepp skipt í tvö hreppsfélög, Seltjarnarneshrepp og Kópavogshrepp. Í lið 8 í bréfi ráðuneytisins kemur fram að jörðin Lækjarbotnar skuli vera eign Kópavogshrepps. Jafnframt er kveðið svo á um að Lækjabotnalandið skuli vera innan lögsögu hreppsins. Ákvæði þessi um eignarétt Kópavogshrepps yfir Lækjarbotnum voru færð inn í veðmálabók Kjósarsýslu þann 6. apríl 1949. Með vísan til þessara heimilda er augljóst að Kópavogsbær er eigandi Lækjarbotnalandsins, eins og það er afmarkað fyrr í kröfugerð þessari.
Dyngjan, ásinn austan Elliðakots, var yfirgefin og haldið yfir að Selvatni. Ásarnir bera jökulskriði glöggt vitni. Jökulrispaðar klappir (hvalbök) eru víða og má sjá hvar jökullinn hefur skriðið fast og ákveðið fram frá austri til vesturs.
Lækjabotnar Tvö sel eru jafnan sýnd á landakortum við austanvert Selvatn, Litlasel og Stórasel. Litlasel var þar sem nú er bústaður fyrrum eiganda Gunnarshólma. Hann upplýsti FERLIR á sýnum tíma að þar hafi verið vegghleðslur áður en hann ruddi svæðið fyrir bústaðinn. Stóraselsnafnið, skammt norðar, er sennilega sama nafnið og Víkurselsnafnið, bara ranglega merkt inn á landakort.
Víkurselið er norðan við Selbúð, nánast jarðlægt orðið. Það er á milli Sellækjar og Urðarlágarlækjar. Varla er hægt að greina rýmisskipan í dag, en þó má sjá á gróðri í tóftinni að hann er annar en umhverfis.
Skammt vestan við tóftina er önnur, minni, fast vestan við Sellæk. Líklega er þarna um að ræða hluta af mannvirkjum selsins, en ekki er hægt í dag að glöggva sig á hvað þarna er undir. Nýlegir bústaðir eru allt í kring og svo virðist, af nýlegum vegi að dæma, að byggja eigi hús þar sem Víkurselið er nú – eða var.
Efstu, stöðugu upptök Elliðaánna eru við Selvatn og í Lækjarbotnum við Nátthagavatn.
Haldið var austur fyrir Selvatn, upp í Árnakrók. Í honum er Árnakróksréttin, ein friðlýstra minja Mosfellssveitar.
Í örnefnalýsingu Elliðakots segir m.a. að „nokkru ofar við vatnið er Árnakrókslækur. Austan við Sellækjarupptök er allstór klettahóll, sem Árnakrókshóll heitir. Austur af Árnakrókshól er allstór valllendiskriki, sem Árnakrókur heitir. Á klapparsvæði norður af Árnakrók er Árnakróksrétt (að mestu uppi standandi), var skilarétt Mosfellinga. Var flutt að Hafravatni um síðustu aldamót. Heitir nú Hafravatnsrétt. Árnakróksrétt var annáluð fyrir brennivínsþamb og hæfileg slagsmál. Sótti þar að fjölmenni úr Reykjavík og nágrenni og var vakað alla réttanóttina.“

Selvatn

Árnakrókur – Selvatn ofar.

Árnakróksréttin var hlaðin um 1850 eftir að Kambsrétt í Seljadal var lögð af. Réttin var brúkuð fram til aldamóta 1900 er ný rétt var hlaðin við Hafravatn.
Haldið var áfram til suðurs yfir heiðina með viðkomu í Leirdal. Grunur var um að þar kynnu að leynast í honum suðaustanverðum tóftir, en ekki gafst tími til að skoða svæðið að nákvæmni að þessu sinni. Það verður gert síðar.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mínútur.

Heimildir m.a.:
-http://www.obyggd.stjr.is/svland/57.pdf
-http://www.obyggd.stjr.is/sv2.pdf
-http://www.kopavogur.is/upload/files/skyrsla(1).pdf
-Örnefnalýsing fyrir Elliðakot – Tryggvi Einarsson.
-Örnefnalýsing fyrir Lækjarbotn.
-Saga Reykjavíkur – Klemens Jónsson.
-Guðlaugur R. Guðmundsson (68 ára).

Skófir

Heiðarvegur

Gengið var frá Bláfjöllum í vesturátt. Eftir að hafa gengið tæpan kílómetra á helluhrauni og á jeppaslóð, var komið að hraunhól sem á var varða.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Sprunga er í hólnum með gras í botni og líklega gott skjól í henni. Að vestan er líkt og dyraop og er hægtað ganga á jafnsléttu inn í sprunguna. Punktur tekinn. Áfram var gengið í vesturátt í stefnu á Grindaskörð, á helluhrauni nokkuð grónu, með leirsléttum. Á vinstri hönd er eldborg og gróft hraun í kring, á hægri hönd er Strompahraunið og er um 300 metrar á milli hraunanna. Að gengnum 1.655 metrum (í beina loftlínu) var komið að tveimur vörðum sín á hvorum hólnum og er slakki á milli hólanna. Greinileg gata var á milli hólanna. Þegar horft var til baka sást á áframhaldandi vörðu í austurátt. Á leiðinni eftir jeppaslóðinni, var varðaða leiðin á vinstri hönd suður). Varða er einnig sjáanleg héðan í vestur átt og voru tekin hnit á hana. Næsta varða þar á eftir er að mestu hrunin en sést þó enn.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Komið var að hraunbrún. Framundan er úfnara hraun, en mjög stutt er yfir það að hlíðum (Stórkonufells?). Í suður í átt að Litla-Kóngsfelli og var stæðileg varða í þá áttina. Hún gæti verið við vegamót. Önnur leiðin liggur þá suður með hraunbrúninni og suður fyrir Stórkonugjá við Litla-Kóngsfell og hin leiðin liggur áfram í stefnu yfir hraunhaftið.

Gengið var áfram í sömu stefnu yfir hraunhaftið, nokkra tugi metra og kom á Reykjaveginn við hlíðar Stórkonufells og síðan yfir nyrðri enda Stórkonugjár og er greinileg gata þar og nokkuð breið. (Reykjavegurinn stefnir vestur yfir og suður með Stórkonugjá í stefnu á veg í Kerlingaskarð). Síðan var gengið norðvestur með hlíðunum í átt að skarðinu norðan við Stórabolla.
Þegar komið er að þar sem farið er upp í skarðið norðan við Stórabolla er myndarleg varða þar, niður undir jafnsléttu og hálfhruninn varða er rétt þar neðar í stefnu á hraunbrún á hrauninu sem er sunnan við bollana. Þegar horft er úr brekkunni undir Stórabolla og vörðurnar bera hver í aðra, má sjá góðan veg með hraunbrúninni.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – varða.

Þegar komið var neðarlega í brekkurnar norðan skarðs og gengið eftir jeppaslóða, var fyrir varða í 336 m hæð. Punktur tekinn.
Neðst í brekkunum komu saman jeppaslóðinn og reiðvegur og eða fjárgata í 276 metra hæð. Þegar gengið var áfram með hlíðum undir Kristjánsdalahorni, sást greinileg gata upp og bak við smá hnjúk sem sker sig frá fjalllendinu. Þegar komið var norður fyrir hnjúkinn sást gatan greinilega þar sem hún skáskar brekkuna niður á jafnsléttu. Neðar eru vatnsstæði.
Aftur var farið upp að Bláfjöllum og gengið frá þeim í suður. Eftir að hafa gengið um 800 metra frá horninu, var komið að vörðu. Þaðan var gengið í norðvestur og eftir að hafa gengið um 500 metra sást hraunhóll og var steinn á toppi hans.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – vörður.

Hóllinn er holur að innan og er þar sæmilegur skúti og geta nokkrir menn haft þar skjól. Svo virðist sem brotið hafi verið úr munanum niður við jörð og er hægt að ganga inn líkt og um dyraop. Punktur tekinn. Skúti þessi er í beinni línu við næstu vörðu sem komið var að. Um 500 metrar eru frá skútanum að henni. Vestan við vörðuna er grasivaxin dæld og þegar horft er í norðvestur á næstu vörðu blasir við greinileg gata í grasinu, nokkra tugi metra. Þessi gata er ekki fjárgata, einn og hálfur til tveir metrar á breidd þar sem hún er breiðust.

Heiðavegur

Varða á Heiðarveginum.

Síðan var gengið að næstu vörðu sem blasti við. Eru um 220 metrar að henni. Hæð y.s.m. eru 515 m. Þegar nær var komið sást að vörðurnar eru tvær. Sú sem fyrr er komið að, er hálf hruninn en nokkrum metrum frá er stæðileg varða. Vörðurnar eiga líklega að bera hvor í aðra til að fá stefnu á næstu vörðu. (Eða að vísa á sprungna hraunhólinn með vörðunni sem sást í fyrri ferð í um 20-30 metra fjarlægð).
Ekki sást til næstu vörðu í norðvestur eða vesturátt en í vestur er varða sem áður hafði verið komið að og er um 1.600 metrar í hana. Enn styttra er að aðra vörðuna.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – Geitafell fjær.

Hér er ágætis útsýni yfir landið frammundan, það fer lækkandi í norðvestur og vestur og er vegur ágætur um helluhraun.
Í vestur er nokkuð stór nafnlaus eldborg sem áður er getið með grófu hrauni umhverfis en hraunið úr henni nær ekki langt norður fyrir hana. Heiðarvegurinn liggur því norðan við eldborgina, um nokkurskonar hlið á milli úfinna hrauna.
Því miður var ekki hægt að skoða meira í bili en klára þarf að staðsetja vörður á 1.600 metra kafla og athuga hvort gatan greinist austan við Stórkonugjá. Þá er eftir að staðsetja vörður austur um heiðina niður Hrossahryggi eða um Guðrúnarbotna að Ólafsskarðsvegi.
Frábært veður í frábæru landslagi.

Heiðarvegur

Varða á Heiðarveginum – Geitafell framundan.

Lóa

Gengið var eftir Rauðamelsstíg. Vikið var út af stígnum til suðurs og komið við í Bekkjum, þar sem skoðaður var mikið fjárskjól á fallegum stað. Komið er að því í gegnum klofinn hól og birtast þá hleðslurnar skyndilega framundan.

Álfakirkja

Álfakirkjan – fjárskjólsop t.v.

Þá var haldið til norðvesturs og komið við í Brenniselshæðum. Norðan hæðanna eru mikla hleðslur á tveimur stöðum og tótt framan við þá stærrii. Talið er að þarna hafi verið kolagerðarvinnsla á öldum fyrrum.
Gengið var á ská upp að Álfakirkunni og skoðaður fjárhellir, sem er norður undir henni. Álfakirkjan gæti jafnframt hafa verið þriðji Krosstapinn, sem er að finna á þessu svæði.
Haldið var til norðurs og þá komið að gömlum tóftum í lág.
Í henni hafa verið hleðslur og sennilega ein tvö hús. Þessar hleðslur eru eldri en þær sem er að finna í Brenniseli. Alveg er gróið yfir þær og nær ógjörningur að finna þær að sumarlagi.

Bekkjarskúti

Bekkjarskúti.

Litið var á Bekkjaskútann, mikið fjárskjól í bakka jarðfalls, og loks á Sveinsskúta í grunnu jarðfalli nokkru ofar. Við op eru fyrirhleðslur úr þunnum hraunhellum. Allar eru þessar minjar vestan Rauðamelsstígs (Skógargötu). Gatnamót eru á stígnum skammt þar frá, sem fyrst var vikið út af honum. Annars vegar liggur stígurinn áleiðis upp í Óttarstaðasel og hins vegar til suðurs áleiðis upp í Skógarnef. Þar greinist hann annars vegar í átt að Mosunum við Böggukletta og hins vegar áfram upp í gegnum nefið áleiðis upp að Búðarvatnsstæði. Gatan er vörðuð frá gatnamótnum við Rauðamelsstíg.

Brennisel

Brennisel í Almenningum.

Eftir Almenningsgönguna var haldið í Arnarseturshraun og leitað fyrstu vegavinnumannabúðanna, sem reistar voru þegar Grindarvíkurvegurinn var lagður 1914 til 1918. Þarna eru miklar hleðslur og hús. Þá var leitað endabúða vegagerðarmannanna, og fundust þær skammt norðan Grindavíkur. Þar með hafa sennilega allar búðir vegagerðarmannanna fundist við Grindavíkurveginn, en þær eru á tólf stöðum og hafa búðirnar að öllum líkindum verið með um 500 metra millibili í gegnum hraunið.

Sigurgeir Gíslason

Sigurgeir Gíslason.

Á öllum stöðunum eru heilleg hús og/eða hleðslur, auk skjólveggja og garða. Vegavinnubúðunum er lýst annarss staðar. Þá liggja fyrir talsverðar upplýsingar um aðdraganda, undirbúning og framkvæmd við lagningu vegarins. Verkstjóri var Sigurgeir Gíslason, Hafnfirðingur, en víða má enn sjá vegi, einkum í kringum Hafnarfjörð, sem hann tók þátt í að leggja í upphafi 20. aldar. Sigurgeir bjó lengi á Vífilsstaðatúni.
Ávallt gaman að fylgja eftir verkum frumkvöðla fyrri kynslóða.
Frábært veður.

Álfakirkja

Álfakirkja.

Flatahraun

Skoðaður var Gamli-Hafnarfjarðarvegurinn (Flatahraunsgata) í Flatahrauni á bak við Fjarðarkaup.

Garðahverfi

Engidalsvegur aftan Fjarðarkaupa.

Enn má sjá u.þ.b. 100 metra kafla af honum uns hann hverfur undir veginn að Hraunsholtsbænum. Þarna lá gamla leiðin suðurúr frá gatnamótunum í Engidal. Hraunkanturinn er þarna skammt norðar, en austar er m.a. tóft sauðakofa og síðan rétt og fleiri mannvirki skammt inni í hrauninu ofan við kantinn. Hraunsholtshellir, Arneshellir, er við Hraunsholt. Á milli Hafnarfjarðarvegarins og réttarinnar liggur Hraunsholtsselsstígur í gegnum hraunið, að Hádegishól, þar sem Hraunsholtsselið var sunnan undir fyrrum. Það hefur, því miður, nú verið í auðn lagt.

Arneshellir

Arneshellir við Hraunsholt.