Stúlknavarða

Haldið var að gamla Sandgerðisveginum ofan við Bæjarsker með viðkomu í Kampstekk. Þar stendur Efri-Dauðsmannsvarðan á syðsta Draughólnum.

Sandgerðisvegur

Gengið um Draugaskörð á Sandgerðisvegi.

Veginum var fylgt til norðurs áleiðis að Sandgerði. Eftir stutta göngu sást hálffallin ferköntuð varða rétt vestan við veginn. Hún var úr tengslum við veginn og því sú eina, sem kemur til greina sem Neðri-Dauðsmannsvarða, enda á þeim stað er lýsingin kveður á um. Ekki sást letur á steini í eða við vörðuna, eins og kveðið er á um í heimildum.
Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina.

Prestsvarða

Prestsvarðan.

Morguninn eftir slotaði og komst Sigurður heim að Útskálum. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á er höggvið sálmavers. Á hellunni má sjá ártalið 1876. Sálmurinn á hellunni er 4. Davíðssálmur – 8. vers.
Best er að ganga að vörðunni vestur með norðurkanti æfingarvallar Golfklúbbsins í Leiru, vestan vegarins. Varðan er skammt vestan við endimörk hans og sést vel þegar gengið er áleiðis að henni.

Stúlknavarða

Áletrun við Stúlknavörðu.

Loks var haldið að Stúlkuvörðunni á Njarðvíkurheiði. Undir henni er ártalið 1777 og stafirnir HGH ofan við. Letrið er á klöppinni, sem varðan stendur á. Skammt norðan við vörðuna má enn sjá hluta Skipsstígsins í móanum, líðast í átt að Sjónarhól. Núverandi varða er að öllum líkindum nýrri en letrið. Mögulegt er að varðan hafi verið endurhlaðin þarna til að varðveita minninguna um tilefni hennar.
Stóri-Krossgarðurinn á heiðinni sást í norðvestri.
Frábært veður – bjart og stilla.

Stóri-Krossgarður

Stóri-Krossgarður.

Krýsuvíkurkirkja

Vegurinn var góður og umhverfið fagurt. Leiðin lá til Krýsuvíkur á einum af þessum björtu dögum í septembermánuði. Árið var 1995.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson. Myndin er tekin í Krýsuvík.

Ætlunin var að heimsækja Svein Björnsson, listmálara og fyrrverandi yfirlögregluþjón í Hafnarfirði, sem var búinn að koma sér fyrir í gamla bústjórahúsinu. Að öðrum ólöstuðum má segja að Sveinn hafi þá verið með litríkari einstaklingum samtímans, bæði til orðs og æðis.
„Það var mikið að þú lést sjá þig. Ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir á leiðinni. Komdu inn. Það er að vísu enginn hiti í húsinu. Leiðslan bilaði einhvers staðar á leiðinni, en það er alveg sama. Gakktu inn fyrir“. Svenni stóð á inniskónum í dyrunum á blámálaða húsinu þegar rennt var í hlað. Hann hélt á járnspaða í annarri hendi og benti mér með hinni, án frekari orða, að fylgja sér innfyrir.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – Jófríðastaðir.

Sveinn Björnsson listmálari og fyrrverandi yfirlögregluþjónn í rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði var greinilega glaðklakkanlegur þennan dag. Hann hafði strax boðist til að taka á móti mér þarna þegar ég óskaði eftir viðtali. Húsið, sem er í eigu bæjarins, hafði hann haft til afnota síðan árið 1974. Sjálfur hafði hann haldið því við eftir það, holufyllt, málað og látið skipta um glugga, en nú þurfti nauðsynlega að bæta um betur, skipta um járnið á þakinu, laga hitalögnina og múra í nokkrar frostsprungur. Sjálfur leit Sveinn hins vegar mjög vel út og var eldhress að vanda. Það var ekki að sjá að maðurinn væri orðinn sjötugur.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – sjálfsmynd.

Sveinn var rjóður í kinnum. Það lá vel á honum. Hann hafði verið við veiðar í Hlíðarvatni um morguninn og veitt 7 punda bleikju, 64 sentimetra langa. Hann sýndi mér fiskinn.
„Þetta er flottur fiskur, finnst þér það ekki“, spurði Sveinn mig, potaði í hann og stoltið leyndi sér ekki. „Þeir veiðast ekki stærri í Hlíðarvatni. Heyrðu annars. Ég var búinn að tala um það við Ingvar bæjarstjóra að koma hingað upp eftir og líta á húsið. Heldurðu að það verði nokkuð mál að fá hann til að samþykkja svolítið viðhald. Kannski ekki mikið, en svona það allra nauðsynlegasta?“ Hann beið ekki eftir svari. Hann var búinn að koma því á framfæri, sem hann ætlaði sér. Viðbrögðin áttu greinilega að vera undir mér komin – gagnvart öðrum en honum.

Ég fylgdi Sveini um húsið. Niðri voru vinnustofur. Rafmagnshitaofn var í gangi. Það var svolítið svalt í húsinu.

Sveinshús

Sveinshús.

Uppi var eldhúsaðstaða, bað, stofa og herbergi. Alls staðar var snyrtimennskan í fyrirrúmi. Fagurt útsýni var til allra átta – Gestsstaðavatnið fyrir aftan húsið, Grænavatn, Bæjarfell, Arnarfell, Geitahlíð, Stórihver eða Austurengjahver öðru nafni, Kleifarvatn, Hetta, Hnakkur og svona mætti lengi telja. Gamla fjósið blasti við í austri og nýja skólahúsið, sem nú er í umsjá Krísuvíkursamtakanna, í suðri. Í vestri lá gamli Sveifluvegurinn upp hálsinn, en hann var þar ósýnilegur öðrum en sem til þekktu. Þannig er það líka um svo margt.

Sveinn björnsson

Sveinn Björnsson við Indíánann í Kleifarvatni.

Eftir að Sveinn hafði sýnt mér nokkrar mynda sinna, bað hann mig um að doka svolítið við – þyrfti að ljúka við mynd, sem hann var að vinna að. Hann tók spaðann, sem hann hélt enn á, brá honum á tréspjaldið, hrærði saman nokkrum litum og renndi síðan yfir auðan blett á striganum. “Þetta er miklu fljótvirkara svona”, sagði hann, leit á mig og glotti. “Ég er alveg kominn yfir í þetta form. Hættur öðru”, bætti hann við, stóð kyrr og velti myndinni fyrir sér smástund. Síðan, snéri hann sér að mér aftur og bauð mér til stofu, hellti upp á kaffi og bar fram hjóna-bandssælu.
„Ég hef orðið fyrir miklum áhrifum af þessu landslagi skal ég segja þér og hef málað það mikið“, sagði Sveinn þegar hann sá að ég hafði verið að virða fyrir mér útsýnið.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – sjálfsmynd.

„Ég var með hesta í Krýsuvík í gamla daga og þá kynntist ég landslaginu hérna fyrir alvöru. Síðar vann ég við að setja þakið á fjósið þarna. Það var ’51. Bærinn lét byggja þessi hús. Jón Hólmgeirsson ætlaði að hafa 200 rauðar beljur í fjósinu. Rauðar, já sjáðu, ég segi rauðar vegna þess að kratarnir stjórnuðu bænum. Þá var mjólkurhallæri. Þetta breyttist hins vegar allt í einni svipan þegar mjólkur-búinu var komið á laggirnar á Selfossi. Það gat auðvitað enginn séð fyrir.
Ég ætlaði að byggja vinnustofu við húsið mitt í Köldukinninni. Lét meira segja teikna aðstöðina og allt, en fékk ekki tilskilin leyfi. Hún þótti helst til of stór – bílskúr undir sjáðu til. Þeir héldu líklega að stofan yrði notuð undir verkstæði eftir minn dag. Kannski var þetta mér til góðs. Ég fékk augastað á bústjórahúsinu. Það átti að láta jarðýtu jafna það við jörðu á sínum tíma, en ég kom í veg fyrir það. Þegar ég fékk afnot af húsinu þurfti ég að byrja á því að moka út kindaskít og öðrum viðbjóði. Nú er þetta allt annað mál, sjáðu bara“, hélt Sveinn áfram og benti á þrifalega aðstöðuna.

Sveinn Björnsson

Við vettvangsstörf.

„Hér hef ég dvalið eins oft og ég hef getað. Mér líkar vel við vini mína og nágranna í skólahúsinu og það þótt þeir séu eiturlyfjasjúklingar. Þeir hafa ekkert gert mér og ég hef ekkert gert þeim. Maður má ekki líta niður á svona fólk. Allt of margir tala niður til þess. Það má ekki.
Þú spyrð að því hvenær ég fæddist. Það er nú langt síðan skal ég segja þér“, svaraði Sveinn hugsandi, dró fram eina pípuna og stakk henni upp í sig án þess að kveikja í. „Ég fæddist á Skálum á Langanesi 19. febrúar 1925. Móðir mín hét Sigurveig Sveinsdóttir og faðir minn Björn Sæmundarson. Þau skildu þegar ég var fimm ára. Við vorum þá fimm systkynin, ég næstelstur. Systir mín var eldri. Það er ástæðulaust að segja frá þessu öllu. Jæja, látum það flakka. Sjö og hálfsárs fluttumst við til Vestmannaeyja. Þar gekk ég í skóla. Fjórtán ára fór ég á vertíð til að létta undir með móður minni. Sextán ára réði ég mig á Skaftfelling svo ég gæti náð mér í tíma til að komast í Sjómannaskólann, fyrst sem kokkur og síðan sem háseti. Þetta var ekkert sældarlíf á þeim árum skal ég segja þér. Ungt fólk í dag hefði gott af að kynnast svolítið hvernig er að vinna við þær aðstæður.

Sveinn Björnsson

Sveinn með starfsfélögum sínum, Edda og Jóhannesi.

Árið 1947 kom ég fyrst til Hafnarfjarðar. Ég var þá í Sjómannaskólanum, en heimsótti stundum tvo bræður mína, sem voru við nám í Flensborgarskólanum. Ég kvæntist Sólveigu Erlendsdóttur og fluttist í bæinn. Fyrst bjuggum við að Hverfisgötu 47. Það var bara stutt. Ekkert vera að segja frá því. Síðan bjuggum við hjá Hákoni kennara að Sunnuvegi 6. Ég kláraði Sjómannaskólann þetta ár, fór beint út, sótti Faxaborgina og sigldi henni heim til Hafnarfjarðar. Þá reyndi á þekkinguna úr skólanum. Við eignuðumst þrjá syni, Erlend, Svein og Þórð. Sólveig lést fyrir nokkrum árum.
Ég ætlaði að verða skipstjóri – búinn að vera til sjós frá 14 ára aldri. En umskiptin urðu þegar ég var á Halamiðum 1948 og sá ísjakana. Þá byrjaði ég að teikna og mála. Þegar við komum í land eða þurftum að leita vars í fjörðunum fyrir Vestan dundaði ég mér við að teikna umhverfið. Þar er víða fallegt landslag. Úti á sjó var ég oftast í brúnni sem annar eða fyrsti stýrimaður og þá teiknaði ég karlana við störf á dekkinu á dýptamælispappírinn. Þess vegna eru margar mynda minna frá þessum tíma þannig að ég horfi yfir dekkið. Eitthvað af pappírnum endaði seinna á Akademíunni í Kaupmannahöfn.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson.

Gunnlaugur Scheving málari bjó þá að Sunnuvegi 5. Ekki minnkaði áhugi minn á myndlistinni við að kynnast honum. Eitt sinn þegar ég var úti á sjó sá hann nokkra mynda minna heima hjá konunni. Hann rammaði þær inn og sendi á sýningu í Noregi. Þar hlutu þær bara ágæta dóma. Þetta hvatti mig til dáða. Þegar ég var á Júlí var oft siglt með aflann. Í landlegum, sem urðu yfirleitt um tíu dagar, notaði ég tímann og málaði. Ég fór þá á milli á reiðhjóli, m.a. út á Hvaleyrina.

Ég var á sjónum til 1952. Þá sá ég að þetta gekk ekki lengur. Það þurfti einhvern veginn að kosta börnin í skóla. Þegar ég frétti af góðum vöktum í lögreglunni sá ég fram á að ef ég kæmist í liðið gæti ég málað á daginn. Fyrst fór ég þó sem sekjúrití upp á Keflavíkurflugvöll. Þar var starfið helst fólgið í að reka á brott kvenfólk. Þú mátt ekki skrifa um það. Árið 1954, árið sem þú fæddist, sótti ég um í lögregluna í Hafnarfirði ásamt öðrum. Við nefnum engin nöfn. Báðir fengum við inngöngu og áttum að verða nr. 6 og 7. Mig langaði að verða nr. 6, en varð nr. 7. Síðan hefur sú tala ávallt reynst mér vel.

Sveinn Björnsson

Eitt verka Sveins.

Mér líkaði strax vel í löggunni – gat málað á daginn, bæði fyrir og eftir næturvaktir. Þá vorum við 10 í liðinu. Jón Guðmundsson var yfirlögregluþjónn. Síðan tók Kristinn Hákonarson við af honum. Tíminn leið og ég var allt í einu orðinn nr. 1. Kristinn sá að einhvern lögregluþjón þyrfti til að taka skýrslur og benti á mig. Ég byrjaði 6 á morgnanna og var að til klukkan eitt. Þetta líkaði mér vel því ég hafði allan eftirmiðdaginn til að mála. Þá var engin aukavinna. Vinnan var fólgin í að skoða innbrotsstaði, yfirheyra þjófa og fá þá til að játa.

Sveinn Björnsson

Verk Sveins.

Síðar jókst umfangið. Kristinn lagði til að stofnuð yrði Rannsóknarlögregla Gullbringu- og Kjósarsýslu. Svæðið var frá Hafnarfirði upp í Botn í Hvalfirði, Seltjarnarnes, Grindavík og Njarðvík. Þegar Jóhannes kom til starfa með mér fórum við að vinna frá átta til fimm. Þetta var tími breytinga. Björn Sveinbjörnsson, settur sýslumaður fyrir Guðmund I. hafði góðan skilning á málefnum löggæslunnar á þessum árum. Þegar þriðji maðurinn, Eðvarð Ólafs., var ráðinn fór þetta fyrst að ganga. Bunkarnir voru teknir úr gluggakistunum og farið var að vinna í málunum. Þú mátt ekki hafa þetta eftir mér.

Hvaleyri

Hvaleyri – málverk Sveins Björnssonar.

Svo fengum við bíla til afnota. Stefán Gunnlaugsson, bæjarstjóri, var ansi skilningsríkur á störf lögreglunnar. Löggan var þá undir sveitarfélögunum sjáðu. Húsplássið, sem við vorum í við Suðurgötuna varð fljótt of lítið. Þegar ég byrjaði hafði verið útbúið herbergi sem áður hafði verið notað sem bað fyrir fangana og aðra sem vildu. Síðar fengum við afnot af sýslumannshúsinu við hliðina. Loks fluttum við upp á loft í því húsi. Það var gott að vera á loftinu. Bifreiðaeftirlitið var þá í suðurendanum niðri.
Hafnarfjörður
Ég fann mig ágætlega í rannsóknarlögreglunni. Mér fannst starfið spennandi. Þegar mikið var að gera lagði ég málaravinnuna á hilluna um tíma. Þá höfðum við öll hegningalögin, öll mannslát o.s.frv.

Sveinn Björnsson

Forstofan í Sveinshúsi.

Þau voru mörg málin sem við réðum til lykta á þessum árum. Og ég held að þau hafi ekki verið nema tvö sem við áttum eftir óleyst þegar ég hætti. Annað var sprengingin í hylnum í Botnsá og hitt var innbrotið í Golfskálann í Hafnarfirði. Ég þyrfti að ná í þá sem sprengdu hylinn. Í Golfskálanum stálu þjófarnir 20-30 flöskum af Ronrico víni og skemmdu heil ósköp. Ég reyndi mikið að upplýsa málið. Hafði njósnara út um allan bæ. Meira að segja Siggi sjaplín og Fiddi gátu ekki þefað góssið uppi. Fyrst þeir gátu það ekki er ég helst á því að þetta hafi verið einhverjir kunnugir sem hafi síðan sest einir að veigunum.

Krýsuvík

Bústjórahúsið (Sveinssafn).

Ég hef alltaf haldið því fram að það er ekki allra að verða góðir rannsóknarlögreglumenn. Það á bara ekki fyrir öllum að liggja. Áhugi og trúin að geta upplýst mál þurfa að vera til staðar. Hið sama á við um aðra lögreglumenn. Áður fyrr var mun betra samstarf með rannsóknarögreglumönnum og öðrum lögreglumönnum. Það skilaði líka meiri árangri. Ég tel að það sé betra að hafa fáa og samhenta menn við þessi störf en marga og sundurleita.
Ég náði fram bakvaktarálagi fyrir okkur rannsóknarlögreglumennina og það líkaði mér vel. Fulltrúarnir okkar stóðu jafnan með mér. Það var mikils virði. Þeir treystu mér – báðu ekki einu sinni um skýrslur. Við settum heldur menn aldrei inn nema að hafa rökstuddan grun. Þá beittum við reyndar svolítið öðrum vinnubrögðum. Nú má ekkert. Ég upplýsti mörg mál með aðferðum sem núna teljast til óhefðbundinna vinnubragða. Nú er búið að vernda afbrotamenn-ina.

Sveinn Björnsson

Sveinn í vinnunni.

Ég man eftir innbroti í Frostver. Þar var stolið einum 150 kjötskrokkum og 200 kg af smjöri. Þetta er til í skýrslum. Engin fingraför fundust skiljanlega í frystigeymslunum. Ég fékk lista yfir fyrrverandi starfsfólk og grunaði strax einn. Ég tók hann til yfirheyrslu og sá að hann var að ljúga. Ég hafði eitthvert sjötta skilningarvit sem hjálpaði mér oft að ráða mál farsællega til lykta.
Við boðuðum menn með reglulegu millibili í Stapann. Þar yfirheyrðum við þá eins og vitlausir menn og fórum svo. Þannig gekk þetta fyrir sig í þá daga.
Eitt skemmtilegt innbrot átti sér einu sinni stað í Njarðvíkum. Öllum launaumslögum hafði verið stolið þar frá Skipasmíðastöðinni. Jóhannes var þá nýbyrjaður. Hann fór með mér á staðinn. Rúða var brotin í útihurðinni. Það var eins og þjófurinn hefði verið með lopavettlinga. Inni fann ég einkennilegan leir undan skóm. Ég fór um allt þorpið að leita að samskonar leir, en fann engan. Við fórum heim. Síðar um daginn frétti ég af mönnum við vinnu uppi í heiði. Fór á staðinn og viti menn – þar var leirinn í skurði og sex menn að moka. Einn var með loðna sjóvettlinga. Hann þrætti. Ég dró hann upp á Keflavíkurflugvöll og stakk honum inn í geymslu. Síðan fór ég í kaffi.

Hafnarfjörður

Lögreglan í Hafnarfirði 1974.

Þegar ég tók manninn til yfirheyrslu byrjaði hann að svitna undir höndunum, en þrætti og þrætti. Ég hótaði að fara með hann í fangelsið í Hafnarfirði. Á Stapanum játaði maðurinn. Ég var þó orðinn svo þreyttur á honum að ég lét mig hafa það að fara með hann alla leið í Hafnarfjörð. Peningarnir fundust í eldhússkúffunum heima hjá manninum. Þetta sýnir að það er ekki öllum gefið að vinna með svona mál. Ég hitti þennan mann mörgum árum seinna þegar hann klappaði á öxlina á mér úti á götu. Hann sagðist aldrei hafa stolið eftir þetta.

Sveinn Björnsson

Sveinn með sportsfélögunum.

Árið 1974 kom upp stórt mál – smygl á 30 sjónvarpstækjum. Ég og Magnús Magnússon rslm í Reykjavík voru sendir til New York. Tilgangur ferðarinnar var að finna loftskeytamann á Dettifossi sem átti að vera þar. Hann var talinn eiga lista yfir þá sem keyptu sjónvörpin hér á landi. Þegar komið var til N.Y. var sagt að skipið væri í Norfolk. Við flugum til Washington. Á leiðinni var brjálað veður. Magnús varð hvítur í framan. Þegar ég sá það hallaði ég mér að honum og sagði honum að vera alveg óhræddur. Mér hefði verið spáð að ég yrði a.m.k. 95 ára og því væru engar líkur á að þessi flugvél færi niður. Ég held bara að Magnúsi hafi bara létt við þessar fréttir.

Sveinn Björnsson

Málverk Sveins.

Í Washington tóku á móti okkur þarlendir rannsóknarlögreglumenn. Athygli mína vakti að þeir fengu enga yfirvinnu greidda, en fengu frí á móti. Það kerfi hefði ég viljað sjá hérna. Jæja, í Norfolk fengum við ekki að fara um borð í Dettifoss heldur fór lögreglumenn um borð í skipið með alvæpni og komu til baka með loftskeytamanninn. Við yfirheyrðum hann í tvo tíma og sendum skeyti heim. Skipstjóranum hafði verið stungið inn heima og átti að losna þar eftir tvo tíma, en var haldið lengur eftir að skeytið barst frá okkur. Á heimleiðinni dró ég Magnús með mér á listasöfn í N.Y.

Sveinshús

Eitt listaverka Sveins Björnssonar.

Þegar heim kom hófst puðið. Ég fyllti fangelsið í Hafnarfirði og Magnús stakk einhverjum inn í Reykjavík. Þetta voru allt vel efnaðir menn – forstjórar, framkvæmdastjórar og skipstjórar. Við fundum öll sjónvörpin eftir listanum. Sum voru geymd uppi á háalofti hingað og þangað. Ekki búið að setja þau í samband, sennilega vegna hræðslu. Á listanum voru númerin á sjónvarpstækjunum – allt Normandí. Þegar ég var að setja eitt tækið inn í Vauxhall Vivu, sem við höfðum, sparkaði eigandinn í tækið af einskærri reiði. Ég brást líka reiður við og spurði hvort hann ætlaði virkilega að valda skemmdum á eigum hins opinberra. Maðurinn varð klumsa og hætti.

Sveinn Björnsson

Málverk Sveins Björnssonar.

Árið áður hafði miklum verðmætum verið stolið frá Ulrich Falkner, gullsmið í Reykjavík. Við upplýstum málið þremur árum seinna og 24 önnur innbrot að auki – 14 í höfuðborginni, eitt hjá sýslumannsskrifstofuna á Seltjarnarnesi og hin í Hafnarfirði. Í innbrotinu hjá lögreglunni á Seltjarnarnesi var m.a. stolið skammbyssu og riffli. Þjófarnir höfðu tekið þjófavarnarkerfið úr sambandi. Við fórum að leita. Athygli okkar beindust að strákum sem voru að rúnta á nóttunni. Fundum kúbein hjá einum þeirra. Það passaði við skápana, sem brotnir höfðu verið upp á stöðinni. Fimm voru handteknir. Tveir voru aðalmennirnir, en hinir meðreiðarsveinar. Mikil vinna var að fá þá til að játa innbrotið og rekja mörg önnur mál, sem komu smám saman fram og tengdust málinu, þ.á.m. gullþjófnaðurinn. Í ljós kom að piltarnir höfðu m.a. stolið 5 milljónum frá Olíufélagi Íslands í Hafnarstræti. Peningana höfðu þeir lagt inn á bankabók í Landsbankanum. Ég fann bækurnar heima hjá öðrum þeirra.

Sveinn Björnsson

Vinnustofan í Krýsuvík.

Hefurðu ekki bankahólf, spurði ég. Jú, það var. Ég fékk leyfi hjá sýslumanni til að brjóta upp hólfið þar sem þjófurinn sagðist hafa týnt lyklinum. Fjöldi manns fylgdist með. Þegar hólfið opnaðist blöstu við gullstangir og skartgripir upp á 7 milljóna króna. Falkner hrópaði ég. Menn héldu að ég væri að verða vitlaus. Rannsóknarlögreglan í Reykjavík vildi fá málið, en ég fór með allt í Hafnarfjörð. Falkner var svo ánægður því hann hafði verið grunaður um að hafa stolið þessu sjálfur. Hann gaf okkur sitthvort gullúrið. Ég tók þó ekki við því fyrr en ég hafði borið málið undir sýslumann.

Sveinn Björnsson

Sveinn að störfum við Kleifarvatn.

Að þessu sinni upplýstist einnig innbrot í sprengiefnageymslur Reykjavíkurborgar. Sprengiefnið og hvelletturnar fundust undir háspennulínunni við Straumsvík. Skammbyssan fannst undir mosa í Hafnarfjarðarhrauni. Piltarnir höfðu sprengt eina túpu á Seltjarnarnesi til að stríða Bjarka. Þú mátt ekki hafa það eftir mér. Að öðru leyti höfðu þeir ekki gert sér grein fyrir hvað þeir ætluðu að gera með sprengiefnið. Þá höfðu þeir útbúið sérstaka sög til að saga peningaskápa. Það var reyndar eins gott að þeir notuðu hana ekki því þeir hefðu eflaust drepið sig á því.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – sjálfsmynd.

Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði var tekin úr leik með lögum nr. 108/1977. Með þeim var kippt undan okkur fótunum. Fulltrúarnir reyndu að gera okkur hluta að RLR, en það var ekki tekið í mál. Ég var sendur með bréf til Hallvarðs ríkisrannsóknar-lögreglustjóra, en hann varð bara rauðari og rauðari eftir því sem hann las meira í bréfinu. Þegar ég sá hvert stefndi sá ég mitt óvænna og hvarf á braut. Síðan höfum við verið í dótaríi. Við fengum að vísu aftur bílslysin og sjóréttarmál, en hvað er það? Kosturinn var hins vegar sá að nú gat ég snúið mér meira að málaralistinni. Starfið varð hundleiðinlegt eftir breytinguna. Ég hékk þó í þessu, en það var lítið spennandi. Ég hætti 19. febrúar s.l. þegar ég varð sjötugur. Mig langaði að hætta fyrr, en fékk mig ekki til þess bara til að stríða dómsmálaráðuneytinu svolítið.

Sveinn Björnsson

Erlendur Sveinsson með eitt verka föður síns.

Eitt sinn þegar ég var á mínum síðasta yfirlögregluþjónafundi kom slompaður deildarstjóri í ráðuneytinu til mín og spurði hvenær ég ætlaði að hætta. „Varstu beðinn um að spyrja að því“, spurði ég. “
„Já“, svaraði hann.
„Segðu að þú hafir ekki fengið að vita það“, sagði ég þá. Ég held bara að hann hafi skilið sneiðina.
Eitt sinn þegar Þórður sonur minn var að útskrifast úr lögfræðinni notaði ég tækifærið og hélt stutta ræðu. Ég sagðist ætla að vona að hann Þórður minn yrði aldrei lærður lygari. Það sló þögn á hópinn, þar á meðal nokkra viðstadda lögfræðinga. Þórður var ekki par ánægður, en ég er vanur að segja það sem mér finnst.

Sveinn Björnsson

Í Sveinshúsi.

Mér líkar ekki allskostar við dómsmálin í dag. Mér líkar ekki að lögreglumennirnir þurfi alltaf að vera með sömu afbrotamennina í höndunum. Þeir fá að safna innbrotum og fá enga dóma. Ég er svektur yfir þessari þróun mála í dómskerfinu. Það vantar unga menn sem þekkja lífið í dag og það þarf að taka meira mark á lögreglumönnum en gert hefur verið. Ef eiturlyfjasalarnir hefðu strax fengið stranga dóma væri ástandið annað og betra en það er í dag. Þá hefðu þeir skilið alvöruna. Allt snýst orðið um peninga á Íslandi. Enginn má segja sannleikann. Sá sem það gerir er bannfærður. Lögreglan er svelt og afleiðingarnar eru eftir því. Þetta er hryllingur og ég vorkenni lögreglumönnum sem þurfa að standa í þessu.

Sveinn Björnsson

Úr eldhúsi Sveins í Krýsuvík.

Ég álít að þessi lög nr. 108 hafi verið mjög slæm. Þau tóku verkefni frá ýmsum rannsóknarlögreglumönnum út um allt land, áhugi þeirra minnkaði og gert var lítið úr þeim óbeint. Ég hef alltaf haldið því fram að þetta hafi verið vond lög, enda skilst mér að þeim verði nú loks breytt – hegningarlögin fari heim í hérað aftur.

Sveinn Björnsson

Málverk Sveins.

Mér finnst að yfirvöld hafi ekki staðið sig nógu vel í stykkinu upp á síðkastið. Fólk ber ekki lengur respekt fyrir lögunum. Því miður – svona er þetta bara orðið. Skilaðu samt góðri kveðju til félaganna og segðu að ég biðji að heilsa“.
Það var liðið á kvöldið þegar ég kvaddi Svein utan við bústjórabústaðinn í Krýsuvík. Honum var greinilega ekki eins leitt og hann lét – enda maðurinn með bjartsýnni mönnum landsins.
Sveinn Björnsson lést 28. apríl 1997, sjötíu og tveggja ára að aldri. Þann 1. júlí það ár tóku gildi ný lögreglulög, sem færðu rannsóknir allflestra afbrota “heim í héruð”.

Birtist í Lögreglumanninum, 3. tbl. 1995.
-Viðtalið tók Ómar Smári Ármannsson.

Bústjórahúsið

Sveinshús í Krýsuvík (bláa húsið).

Ólafsgjá

Gengið var að Pétursborg á Huldugjárbarmi. Ágætir Vogabúar slógust með í för. Eftir u.þ.b. 20 mín gang var komið að Huldugjá. Fjárborgin á barminum er bæði heilleg og falleg. Hún mun vera fyrrum sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni bónda þar (1839-1904), sem talinn er hafa hlaðið borgina. Vesturveggurinn hefur haldið sér nokkuð vel, en austurveggurinn hefur aðhyllst jörðinni – að hluta a.m.k. Fjárhústóftir eru sunnan við borgina.

Arasel

Ara(hnúka)sel – tilgáta.

Frá borginni var stefnan tekin að Arahnúkaseli undir Stóru-Aragjá þar sem hún er hæst. Gjáinn er ein margra er marka landssigið að sunnanverðu í Vogaheiði. Hrafnagjá og Háibjalli markar það að norðanverðu. Þarna eru heillegar tóftir vænlegs sels á skjólgóðum stað með hið ágætasta útsýni niður heiðina að Vogum. Hlaðnir stekkir eru við selið líkt og í öðrum hinum 140 seljum á Reykjanesskaganum.
Þá var stefnan tekin að Stapaþúfu, stundum nefnd Stapaþúfuhóll, norðan Brunnastaðasels. Þúfan er hár kringlóttur hóll. Gamlar sagnir frá 18. öld kveða á um manngerðar hleðslur undir hólnum. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að kanna hvort svo gæti verið. Ljóst er að norðanundir hólnum hafa verið gamlar hleðslur er lognast hafa út af. Þó sást enn móta fyrir hleðslum í samræmi við heimildir. Fokið hefur að hólnum og hann gróið upp, en grjótið stendur út undan honum við fótstykkið. Á þúfunni var hreiður með þremur eggjum og bak við stein austan í henni fundust þrír torkennilegir peningar.

Gjásel

Gjásel í heiðinni.

Frá Stapaþúfu var haldið að Gjáslel, einu fallegasta selinu á Reykjanesskaganum. Þar eru, auk stekkjar og kvíar, átta keðjuhústóftir undir gjárveggnum. Líklega er þetta eitt fyrsta raðhús hér á landi. Óvíst er frá hvaða bæ selstaðan þarna var. Það er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703. Talið er þó líklegt að Hlöðunesmenn hafi haft þarna í seli, en sel þeirra var þá þarna ofar í heiðinni, en aflagt. Enn sést þó móta fyrir tóftum og stekk hins gamla Hlöðunesssels á stakri torfu, sem nú er að blása upp.

Ólafsgjá

Ólafsgjá og Ólafsvarða.

Haldið var niður heiðina að Ólafsgjá (6357678-2218860) og bæði varðan og gjáin skoðuð. Í gjána féll Ólafur Þorleifsson úr Hlöðuneshverfi á aðfangadag árið 1900 er hann var að huga að fé. Mikil leit var gerð að honum, en hann fannst ekki fyrr en u.þ.b. 30 árum síðar er menn voru að vitja kindar, sem átti að hafa fallið í gjána. Þar sást þá hvar Ólafur sat enn á klettasyllu í gjánni, en fótleggirnir höfðu fallið dýpra niður í hana.

Ólafur Þorleifsson

Bein Ólafs eftir fundinn.

Af verksummerkjum að dæma virtist hann hafa lærbrotnað við fallið í gjána, en reynt að nota göngustaf sinn til að komast upp aftur, en hann þá brotnað. Lengi vel var talið að Ólafi hafi verið komið fyrir í heiðinni og hlutust af því nokkur leiðindi.
Gátan leystist hins vegar 30 árum seinna, sem fyrr sagði. Gjáin, sem er á sléttlendi, er fremur stutt og þröng, en æði djúp. Frásögn af Ólafi og atburði þessum má lesa í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum árum sem og í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson.

Loks var gengið í Hólssel ofan Huldugjár og tóftirnar og hleðslurnar í og við hraunhólinn skoðaðar. Hólssel er það sel, sem einna erfiðast er að ganga að sem vísu í heiðinni. Það er á milli þriggja hóla austan við Pétursborgina ofan við Huldugjá.

Pétursborg

Pétursborg.

Í bakaleiðinni var skyggnst eftir Þóruseli, sem á að var stutt frá Reykjanesbrautinni nálægt Vogaafleggjara. Einn staður kemur sterklegar til greina en aðrir; hár klofinn hraunhóll, gróinn bæði að utan- og innaverðu. Sjá má móta fyrir tóftarhlutum utan í honum, í skjóli fyrir suðaustanáttinni. Komið var við í Gvendarstekk skammt ofan við Voga. Ýmislegt bendir til að hann sé gömul fjárborg, en enginn veit nú frá hvaða bæ hann var. Gvendarbrunnur er þarna skammt rá, einn af fjórum á Reykjanesskaganum. Ekki er með öllu útilokað að nafngiftin tengist að einhverju leyti Guðmundi góða, líkt og brunnurinn. Hann gæti t.d. hafa átt viðdvöl þar í skjólinu á leið sinni um Ströndina, án þess að nokkurt sé um það fullyrt. Taldið t.a.m. að sá góði maður hafi aldrei litið marga brunnnafna sína augum, ekki frekar en Grettir grettistökin víða um land.
Að göngu lokinni var þátttakendum boðið í kaffihlaðborð í Vogunum.
Skínandi veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Pétursborg

Pétursborg.

Hólmur

Gengið var um Löngubakka austan Hólms ofan Reykjavíkur, um Rauðhóla og Gvendarbrunnasvæðið í Heiðmörk heimsótt undir leiðsögn.
Við fyrstu sýn virðist hér ekki verið um mikil tengsl að ræða, en við nánari skoðun mun svo Loftmynd af Hólmi - kirkjugarðurinn er hægra megin við bæinnvera því allt svæðið er innnan jarðarinnar. Hólmur var forn kirkjustaður, enda ber óraskaður kirkjugarðurinn austan núverandi bæjar þess glögg merki. Garðurinn er á lágum hól skammt austan girðingar umhverfis heimahúsin á Hólmi. Hann er hringlaga og tóftir bæði austan hans og vestan. Sú að austan er minni, enda sú vestari allstór. Á Löngubökkum eru margir hellar og í Rauðhólum voru um 80 gervigígar áður en austurhluta þeirra var raskað með hernámsmannvirkjum og efnistöku. Hrauntún er sögð hjáleiga frá Hólmi og sjást leifar hennar enn vatnsverndargirðingarinnar við Gvendarbrunna. Skammt þar frá er Kirkjuhólmi [Kirkjuhólmar], forn örnefni. Í Jarðabókinni 1703 kemur fram að Hrauntún hafi verið fyrrum bæjarstæði Hólms og að öllum líkindum fornbýli.
Auk þessa var ætlunin að skoða Útihús við HólmHundinn, eða Skessuhundinn, eins og hann hefur einnig verið nefndur.
FERLIR hafði boðað komu sína á afgirt svæði Gvendar-brunna með hæfilegum fyrirvara.

Í örnefnalýsingu fyrir Hólm, sem Ari Gíslason skráði, segir m.a.: „Jörð, nú komin í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Upplýsingar um örnefni gaf Eggert Norðdahl, faðir bóndans þar [Eggert Guðmundsson Norðdahl frá Hólmi, Rvk. f.1866 – d.1963].
Merkin móti Elliðavatni eru (?): Rétt austur af Baldurshaga eru merki (svo) Gvendarbrunnur, rétt suður af honumhraunklif, er heitir Réttarklif, úr Bugðu niður frá, er Hólmsá (4) móti bæ. Úr Réttarklifi í Stóra-markhól. Fyrir ofan Elliðavatnsheiði svo aftur norðvestur af Hólmi. Úr Almannadal eins og hann liggur norður í Mýrarskyggnir (svo), þar er grashóll, úr honum til austurs í Stóraskyggnir (svo), þaðan í Sólheimatjörn (sem) er flag, er þornar á sumrin, úr henni beina leið í Hólmsá hjá Geithálsi, svo eins og Hólmsá ræður austur fyrir Heiðartagl, sem er rétt suðaustur af Geithálsi.
Áin fer Stekkur við Hólmkringum taglið suður af Hólmsbrú. Þaðan eftir lækjarfarvegi, nú orðið þurrum, upp að Hraunsnefi, svo eins og hraunhryggurinn ræður suðvestur fyrir Selfjall; frá þeim stað að Stóra-Markhól (svo) eru engin nöfn, það er yfir brunahraun að fara, sem nefnt er Bruni og er gróðurlaust land.
Norðaustur af Gvendarbrunni, inn í Heiðmörk, er steintröll, sem líkist liggjandi hundi og horfir heim að bæ í Hólmi. Þetta tröll heitir Hundurinn [Skessuhundur]; um hann er gömul þjóðsaga til. Hann er 4-5 álnir á koll. Hundur þessi var sending frá manni í Grindavík til bóndans í Hólmi út af skiptum milli þeirra. Bóndinn í Hólmi var enginn veifiskati og kunni eitthvað líka, svo einn morgunn, þegar hann kom út, sá hann til hundsins og skildi strax, hvað var að gerast. Gat hann svo með kunnáttu sinni stöðvað hundinn, þar sem hann þá var, og breytt honum í stein, sem stendur þar og mun standa um ókomin ár.

Stríðsminjar í vestanverðum Rauðhólum

Þá er Hólmsheiði. Sunnan í Hestabrekkuhæð, sem er 129 m há, eru Hestabrekkur. Þá er samhliða Almannadeild, aðskilið af stórri hæð, Mjóidalur. Hann liggur suður að Hólmsá. Að norðaustan við Hestabrekkuhæð er Skyggnisdalur. Þar suður af er[u] Hofmannaflatir. Lítið [er] eftir af þeim, nú blásið upp að mestu. Svo er hraunið, byrjum þar í miðju hrauni. Þar er óbrunnið svæði, Hólmshlíð. Austur af henni er Gráhryggur, sem liggur þvert sunnan úr hábrunanum norður að Silungapolli. Vestur af Hólmshlíð er gríðarmikil hella reist upp á rönd og heitir Grettistak [Háhella]. Hún er á hæð 3-4 mannhæðir, um meter á þykkt og 8-9 metrar á breidd.
Austur af Gráhrygg er Hellishlíð. Þar suður af er önnur lægri, er heitir Litlahlíð, og norðaustur af henni eru Hrossabeinahæðir. Þær eru kjarri vaxnar, og austan þeirra er Þorsteinshellir, er gamalt fjárból, notaður til skamms tíma. Hraunið þaðan til norðurs, norður að Hraunsnefi og suðvestur að Silungapolli, kallast Austurhraun. Við Silungapoll er barnahæli. Svo aftur frá Hólmshlíð til suðurs: Suður af henni er krappt og úfið, kjarri vaxið hraunbelti, sem nefnt er Kargi. Þar suður af er nefnt Teygingar eða Skógarteygingar.
Fyrir norðan Hólmshlíð, norður að Ármótum, [heitir] Helluhraun. Þar er mikið af hraunhellum. Vestast í því er hóll, sem heitir Trani. Vestur af honum [eru] hraunslakkar [hraunkrókar], sem nefndir eru Hraundalir, og þar vestur af er Gvendarbrunnur. Árbakkarnir frá Hrauntúnshólma, sem er norðvestur af Hrauntúnstjörn, heita upp að Ármótum Löngubakkar. Þar eru Snjófossar í Suðurá, hávaðar.“
Meintar minjar HrauntúnsÍ Jarðabókinni 1703 er Hrauntún síðasti bærinn tilnefndur í Gullbringusýslu (bls. 283-284). Þar segir m.a.: „Hrauntún segja menn að heitið hafi jörð til forna og legið millum Hólms og Elliðavatns. Þar sjást enn nú girðingarleifar eftir og ef grant er athugað nokkur húsatófta líkindi. Túnið er eyðilagt og komið í stórgrýti og hraun. Þar segjast menn heyrt hafa að kirkjustaður hafi til forna verið, og til líkinda þeirri sögn heita enn nú í vatninu þar rjett framundan Kirkjuhólmar. Eru munnmæli, að þegar þetta Hrauntún lagðist í eyði, hafi bærinn þaðan frá þángað færður verið, sem nú er jörðin Hólmur, og ætla menn að Hólmur hafi fyr bygður verið, so nú megi þessa jörð Hólm kalla Hrauntúns stað uppbygða verið hafa. Segja so allir á þessum samfundi þeir eð til leggja, að ómögulegt sje þetta hið forna Hrauntún aftur að byggja.“ Ekkja Karls Norðdahls á Hólmi sagðist tekja að Hrauntún hafi verið í krika suðvestur frá bænum, en að tóftirnar væru nú komnar undir trjágróður. Benti hún á hlíð eina norðaustan undir Sauðási ofan Elliðavatns, utan vatnsverndargirðingarinnar. Ætlunin er að skoða það svæði við tækifæri.
Garður við Hrauntúnstjörn„Þá er það næst Hólmurinn milli Hólmsár og Suðurár. Talið frá túni: Austur af túni er Vörðuhóll, þar norður af er Geithálstangi fram að Hólmsá móti Geithálsi. Suður af Hólmstúni er Bæjarhraun, vestur af túni að Rauðhólum heitir Hellur, gróið á stöku stað. Í Rauðhólum voru hin fornu örnefni, en það hefur nú öllu verið breytt að landslagi (svo) við rauðamalartekju. Norðaustast í þeim var stór og merkilegur gígur, sem heitir Kastali, er skemmdur. Þar vestur af var Stóri-Rauðhóll af honum sést ekki urmull; þar suðaustur af Miðaftanshóll, nú óþekkjanlegur. Norðanvert við Rauðhóla, milli þeirra og Hólm[s]ár, eru svonefndar Dælur, slægjublettir í hrauni. Þar norðast við veg er Tangatangi.
Túnið: Bæjarhóll, þar sem bærinn stendur, þar austur af er Gamligarður, forn kirkjugarður, óhreyfður. Hér var kirkjustaður á 14. öld.“

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar – Hrauntún. Á loftmyndinni má sjá Hrauntúnsgarðana.

Garðurinn er á lágum hól skammt austan girðingar umhverfis heimahúsin á Hólmi. Hann er hringlaga og tóftir bæði austan hans og vestan. Sú að austan er minni, enda sú vestari allstór. Ekkjan á Hólmi sagðist telja að kirkjan sjálf, sem reyndar hefði verið bænhús, hafi verið innan garðs. Tóftirnar væru annars vegar útihús (það vestara) og hins vegar skemma, sem hvorutveggja hefði verið nýtt í tíð Eggerts.

Rauðhólar - friðlýsingarsvæðið 1974

Nýræktin austur af bæ heitir Austurland. Fyrir sunnan Gamlagarðinn er Mannabeinahryggur. Þar er langur hellir. Þar fundust bein. Þar suður af er Kvíastæði; næst Túnhól að suðvestan er Nýjaflöt. Þar lengst til suðvesturs er Suðurland, og Grænhóll er jafnaður við jörð. Þar var tóftarbrot. Hóllinn norðan við ána beint á móti bæ [heitir] Beitarhúsahóll. Suðvestur af Hólmshlíð er mikil fjárborg, hlaðin úr torfi og grjóti af Karli Norðdahl, er nefnd Sauðaborg.“ Hér er sennilega, m.v. staðsetninguna við Hólmshlíð, átt við Hólmsborgina, sem var endurhlaðin árið 1918. Hún er þó einungis hlaðin úr grjóti.
Guðlaugur R. Guðmundsson ræddi við Karl Norðdahl 18. júlí [ártal vantar]. Þar vildi Karl leiðrétta nafnabrengl á Helluvatni og Hrauntúnstjörn. Á herforingjaráðskortunum [1908] urðu nafnavíxl á þeim. „Helluvatn heitir svo vegna þess að á því var vað á sléttri hraunklöpp. Þegar stíflan í Elliðavatni var gerð hækkaði í vatninu og klöppin fór í kaf. Áður en stíflan var gerð hét vatnið tveimur nöfnum; Vatnsendavatn og Elliðavatn.“
Rauðhólar eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni norðaustan Elliðavatns. Þeir eru í löndum Hólms og Elliðavatns. Þeir voru rúmlega 80 áður en farið var að spilla þeim með efnistöku. Það mun hafa verið Ólafur Thors, sem fyrstu leyfði mönnum að taka efni úr Rauðhólum. Mest var ásóknin í þá á seinni stríðsárunum, þegar mikið var byggt, s.s. Reykjavíkurflugvöllur, en þar mun að finna mestan hluta þess efnis, sem tekið var í Rauðhólum. Í hólunum suðvestanverðum var ein af birgðastöðvum hernámsliðsins og sjást leifar hennar enn.
Stríðsminjar í Rauðhólum - loftmyndNæstu ár og áratugi var efni úr hólunum notað í ofaníburð í götur í borginni og húsgrunna. Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1961 og árið 1974 var Rauðhólasvæðið gert að fólkvangi. Árið 1933 var spilda í vesturhluta hólanna leigð fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík til útisamkomuhalds. Síðar var spildan ásamt skála, sem hafði verið reistur þar afhentur borginni á ný.
Þar var rekið um tíma barnaheimilið Vorboðinn sem sumardvalarheimili fyrir börn. Sumarið 1986 var starfrækt útileikhús í Rauðhólum, þar sem brot úr Njálssögu voru sett á svið.
Síðan ísöld lauk hefur hraun einu sinni runnið inn fyrir byggðarmörkin og var það fyrir 4700 árum þegar Elliðavogshraun rann niður farveg Elliðaár. Elliðavogshraun rann úr stórum dyngjugíg sem heitir Leiti og er austan við Bláfjöll. Það var þunnfljótandi hraun sem rann um Sandskeið, niður í Lækjarbotna og þaðan rann hraunið ofan í Elliðaárvatn. Þegar hraunið komst í snertingu við vatnið urðu miklar sprengingar og gufugos. Þessi gufugos og sprengingar mynduðu gervigíganna Rauðhóla.
Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir votlendi svo sem mýrar, sanda, aura eða grunn stöðuvötn. Vatnið hvellsýður þannig að kvikan tætist í sundur og gjallhaugar hrúgast upp. Gervigígar líkjast oft gjallgígum en þar sem þeir mynda óreglulegar þyrpingar er auðvelt að greina þá frá.

Vatnsinntakið gamla í Hrauntúnstjörn

Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti 1961 og síðan sem fólkvangur 1974. Stærð þeirra eru um 45 ha. Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki „hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili“. Fólkvangurinn í Rauðhólum var friðlýstur, sem fyrr sagði, með augl. í Stjórnartíðindum B. nr. 185/1974.
Áhugi var að skoða afgrit svæðið innan vatnsverndar
Gvendarbrunna. Haft var samband við fulltrúa Orkuveitur Reykjavíkur, sem brást bæði fljótt og vel við og sendi umsjónarmann svæðisins, Hafstein Björgvinsson, þegar á vettvang. Hafsteinn tók vel á móti þátttakendum, leiddi þá um helstu minjar og reifaði sögu brunnanna: „Gvendarbrunnar  eru kenndir við Guðmund Arason biskup hinn góða (1203-1237). Vatnið sem Guðmundur góði vígði var talið heilnæmt með afbrigðum og búa yfir margvíslegum yfirnáttúrlegum eiginleikum. Hinsvegar hafa engar heimildir fundist um sérstök tengsl Guðmundar góða við Gvendarbrunnasvæðið. Árið 1906 átti Jón Þorláksson, þáverandi landsverkfræðingur, frumkvæðið að því að gera Gvendarbrunna að vatnstökusvæði Reykvíkinga. Á árunum 1904-1905 hafði bæjarstjórn fjármagnað boranir í Stöðvarhúsið í GvendarbrunnumVatnsmýrinni sem reyndust árangurslausar. Vatnið sem upp kom reyndist heitt og óhæft til drykkjar. Við boranir fannst einnig gull og samkvæmt efnarannsóknum var þar að finna ágætis gullnámu.
Guðllæðið í Reykjavík var skammlíft en áfram hélt undirbúningsvinna að vatnsveitu sem markaði tímamót með kaupum bæjarstjórnar á Elliðaánum. Árið 1908 hófust framkvæmdir á vatnsleiðslu frá Elliðaánum og Gvendarbrunnum. Ári síðar voru leiðslurnar tengdar og vatnsveita í Reykjavík orðin að veruleika.“
Í „Hrauntúnstjörn“ var vatnið fyrst sótt 1908. Í henni sést enn inntaksopið. Norðan tjarnarinnar er ílöng tóft tvískipt. Gróið er í kring. Við fyrstu sýn virðist þarna hafa verið fjárhús og heykuml við endann, en hún gæti einnig hafa verið leifar skála og þá væntanlega verið með elstu byggingum. Austan hennar, í hrauninu, eru leifar af hlöðnum garði. Minjar þessar eru á borgarminjaskrá. Svæðið sunnan tjarnarinnar var einnig skoðað, en þar hefur verið skipt um jarðveg eftir framkvæmdirnar við núverandi stöðvarhús Orkuveitunnar. Vestan þess er gömul hlaðin rétt, ofan við svonefnt Réttarklif.

Þorsteinshellir - sauðaskjól frá Hólmi

Á hól suðvestan hennar er myndarleg varða. Aðspurður um Kirkjuhólma taldi Hafsteinn þeim hafi verulega verið raskað í seinni tíð.
Hafsteinn fylgdi þátttakendum um stöðvarhúsið, lýsti byggingu þess og nýtingu. Greinilegt er að bæði hefur verið reynt að láta mannvirki falla sem best inn í umhverfið og þess gætt að raska ekki öðru en nausynlegt var vegna vatnsframkvæmdanna. Hafsteini var sérstaklega þakkað fyrir góð viðbrögð og frábæra leiðsögn.
Eggert Guðmundsson Norðdahl kvað eitt sinn:

Þannig líður ár og öld
eins í gleði og sorgum.
Allir dagar hafa kvöld
og allar nætur morgun.

Hólmur er og var merkilegur. Líklegt má telja að mikið af menjum hafi horfið í Elliðavatnið þegar vatnsborð þess hækkaði mikið við stíflugerðina 1930. Til er glögg lýsing af svæðinu fyrir stíflugerðina. 

Frábært veður. Ferðin tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Hólm – ÖÍ.
-nat.is
-Efnistaka og frágangur – skýrsla Vegagerðarinnar frá 2006.
-Stjórnartíðindum B. nr. 185/1974.
-Freyr Pálsson – Jarðfræði Reykjavíkursvæðisins.
-Jarðabókin 1703.

Rétt við Réttarklif

Klöpp

Skoðað var Njarðvíkursel sunnan Seltjarnar. Selstóttirnar liggja í röð undir hraunbakkanum skammt frá veginum að Stapafelli. Um er að ræða nokkur hús.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Norðan vegarins er hlaðin rétt og stór stekkur. Þetta hefur verið ágæt aðstaða miðja vegu á milli þjóðleiðanna (Skipsstígur) á milli Njarðvíkur og Grindavíkur annars vegar og Voga og Grindavíkur (Skógfellavegur) hins vegar. Í gömlum heimildum er selinu lýst og er það sagt vera við Seljavatn.

Hópssel

Hópssel.

Hópsselið er austan Grindavíkurvegar rétt áður en komið er að Selshálsi. Um er að ræða fremur litla tótt utan í hlíðinni. Tótt, sem líklega hefur tilheyrt því, er í lægð norðan í hálsinum skammt vestan vegarins. Baðsvallasel er í hraunkantinum norðan Þorbjarnarfells. Tótt frá selinu er einnig rétt austan við skóg, sem þar hefur verið plantað, nálægt vatni. Tóttin er alveg við ystu mörk skógarins.
Í örnefnaskrá AG segir að “Selsháls [sé] hryggur, sem tengir saman Hagafell og Þorbjörn. Þetta er sunnan við Dagmálaholtið. Dagmálaholt munvera kennt við eyktarmark frá selinu á Baðsvöllum [sel frá Járngerðarstöðum skv. Jarðabókinni]. Einnig er Selháls kenndur við sel… Fast við veginn eru seltættur, sem virðast yngri en hin seli”.

Hraunkot

Hraunkot.

Skoðað var Einland og tóttir Móa skammt austan við Valhöll. Þá var gengið að Hraunkoti. Bæjarstæðið var fallegt á að líta þar sem sóleyjarnar mynduðu myndrænan forgrunn að upphlöðnu bæjarstæðinu á brún Slokahrauns. Í bakaleiðinni var gengið um Klappartúnið og litið á tóttir gamla Klapparbæjarins skammt sunnan Buðlungu. Vel má sjá hvernig bærinn hefur litið út, auk þess sem nýlega hefur verið mokað frá nyrsta hluta tóttanna. Má þar sjá göng, sem legið hafa að bænum.
Frábært veður.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Hraunssel

Farið var yfir Höskuldarvelli, að Sogagíg utan í vestanverðri Trölladyngju og litið á selin og önnur mannvirki þar. Síðan var haldið inn á Selsvellina og staðnæmst við Selsvallaselin eldri sunnan á vestanverðum völlunum.

Selsvellir

Á Selsvöllum.

Eftir að hafa skoðað tóttirnar tvær undir hálsinum uppgötvaðist þriðja tóttin, greinilega sú elsta þeirra, skammt neðar, nær völlunum. Tóttir þessarra eru því a.m.k. 3 talsins. Þá voru Selsvallaselin yngri norðan í vestanverðum völlunum skoðuð, bæði stekkirnir tveir við þrjár tóttir seljanna sem og hlaðinn stekkur norðan við hraunhólana. Hraunhólinn, sem miðselið stendur utan í, er holur að innan, gat er austan í honum og hefur hann greinilega verið notaður sem skjól. Norðvestan við hólinn liggur selsstígur yfir hraunið og áfram að norðurhlíð Hraunssels-Vatnsfells. Selsvallaselin voru útgerð frá Grindavíkurbændum.

Hraunssel

Hraunssel – selsstígurinn.

Haldið var að Hraunsseli neðan við Þrengslin. Eftir að hafa skoðað stekkinn í hrauninu norðan selsins, sem eru þrjár heillegar tóttir undir Núpshlíðarhálsinum, kom í ljós ein tótt, greinilega elst þeirra, neðar og á milli tóttana og stekksins. Sunnan við þennan hlaðna stekk var annar mun eldri. Verður því þetta seinna sel nefnt Hraunssel eldra (332), en þau undir hlíðinni nefnd Hraunssel yngri. Selsstígur liggur frá selinu að suðurhlíð Hraunssels-Vatnsfells.

Hraunsselið er síðasta selið, sem lengst var brúkað á Reykjanesi, eða allt til ársins 1914. Haldið var norður fyrir Fellið og síðan til vesturs norðan þess, niður með austanverðum Merardalahlíðum og áfram niður með Einihlíðum vestan Sandfells. Þessi leið er mjög auðfarin, melar og móar.

Hraunssel

Í Hraunsseli.

Þegar komið var langleiðina niður að Bratthálsi var vent til norðurs upp Lyngbrekkur og upp að gili, sem aðskilur þær frá Langahrygg. Þar niðri í því og upp með hlíðum Langahryggs liggja leifar flaks amerískrar flugvélar er fórst þar á stríðsárunum. Einn hreyfillinn liggur með öðru dóti í gilinu. Annað, þ.e.a.s. það sem ekki var fjarlægt á sínum tíma, er dreift um hlíðina og upp á hryggnum. Frá Lyngbrekku var haldið niður að gömlu þjóðleiðinni er lá þarna um Drykkjarsteinsdal, austur að Méltunnuklifi og áfram austur. Leiðin er þarna mjög greinileg og óspillt. Loks var haldið vestur með Slögu, niður í Drykkjarsteinsdal, Drykkjarsteininn skoðaður, en skálar hans voru skráþurrar aldrei þessu vant, og ferðin enduð á Ísólfsskálavegi.
Frábært veður.

Hraunssel

Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.

Geitahlíð

Jörð í Krýsuvík hafði skolfið meira en hún á venju til að undanförnu. Nýjalandssvæðið hefur risið og hnigið á víxl. Líklega er gígurinn stóri milli Stóra-Lambafells og Kleifarvatns, yst í Hvömmum, að láta vita af sér.
SmjorbrekkustigurÞrátt fyrir lætin var ætlunin að feta Ketilsstíg frá Seltúni upp á Sveifluháls, framhjá Arnarvatni og yfir á Smjördalahnúk vestan í hálsinum. Sunnar eru Smjördalir og Smjörbrekkur. Um þær liggur Smjörbrekkustígur.
Þegar gengið var upp Ketilsstíg frá Seltúni mátti glögglega sjá gömlu námugötuna á a.m.k. tveimur stuttum köflum á leiðinni upp á hálsinn. Víðast hvar hefur runnið úr hlíðinni yfir gömlu götuna eða hún afmáðst, en nýrri göngustígur verið merktur annars staðar og  mun ofar. Leifar af vörðu eru efst í skarðinu við gömlu götuna. Austar hefur vatn afmáð götuna.

Smérbrekkustígur

Smérbrekkustígur norðan Hettu.

Útsýnið af hálsinum til morgunssólarinnar í austri var í einu orði sagt stórkostlegt. Þegar komið var inn fyrir Arnarvatn, sem nú var ísi lagt, var stefnan tekin áleiðis niður að Smjördalahnúk. Virkt hverasvæði er þar í hálsinum. Gengið var niður að þeim stað er líklegt þótti að Smjörbrekkustígur kæmi upp á hálsinn vestan hans. Þar er brött sandbrekka, en sjá má votta fyrir skásneiðing og tilgerðri götu. Vélhjólamenn hafa nýtt sér hann til að komast upp hlíðina. Þegar upp er komið mótar enn fyrir gamalli götu á sandhrygg. Liggur hún áleiðis suður hálsinn, beygir til suðausturs upp rofabrekku og síðan til austurs ofan hennar. Er þá komið inn á hverasvæðið fyrrnefnda. Beitarhólfsgirðingin liggur þar um og er príla fyrir gangandi yfir hana. Þaðan liggur gatan til suðausturs norðan við lágan hól. Austan hans beygir hún til suðurs og liggur síðan í sneiðing upp náttúrulegan stall. Ofan hans liggur gatan upp með norðanverðri Hettu og tengist Hettustíg (Hettuskarðsstíg) suðaustan hennar.
Smjorbrekkustigur-3Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir þetta svæði segir m.a.: „Þess er vert að geta, að Sveifluháls ber nokkur nöfn, svo sem Austurháls og Móháls eystri.
Hér voru líka Smjörbrekkur og Smjörbrekkustígur upp í Smjörbrekkuskarð.
Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg. Vestur með hálsi liggur leiðin áfram og blasir þá fyrst við Smjördalahnúkur og Smjördalir milli hans og hálsins.“
Smjorbrekkustigur-4Stígurinn er ágætlega greiðfær og auðveldur yfirferðar fyrir ferðalanga á leið yfir hálsinn.
Gatan öll hefur líklega ekki heitið Smjörbrekkustígur heldur einungis kaflinn upp svonefndar Smjörbrekkur. Neðan þeirra gæti hún hafa greinst í lýsta leið og aðra til norðurs inn á Ketilsstíg ofan við Ketilinn.
Líklega heita Smjördalirnir og Smjörbrekkurnar austan Smjördalahnúks því nafni vegna þess að síðdegis þegar sól er lágt á lofti virðast þær smjörgular yfir að líta. Nú hefur allnokkurt rof orðið í dölunum, en vel má enn sjá hversu vel grónar hafa verið fyrrum. Á sama hátt bera Bleikingsvellir vestan undir hlíðunum keim af sólarroðanum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Gísli sigurðsson, örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – gamlar götur.

 

Skildinganes

Peningar fundust nýlega [des. 2008] á Skildinganesi. Fundarstaðurinn var utan gamals sjóvarnargarðs norðvestan í Skildinganesi. Í fyrstu virtist vera um mjög gamla mynt að ræða.
HleðslumennFundarmenn voru steinhleðslumennirnir 
Guðjón S. Kristinsson, torf- og grjóthleðslumeistari og skrúðgarðyrkjumaður, og bróðir hans, Benjamín Kristinsson, húsasmíðameistari og bátasmiður, auk þræls. Þeir eru að vinna við endurgerð garðsins, sem hefur látið á sjá vegna sjávargangs og ótíða. Þegar Guðjón var að færa stóran stein frá garðinum með gröfu kom sjóðurinn í ljós. Við fyrstu sýn virtist vera um forna mynt að ræða, eins og áður sagði, en við nánari skoðun kom í ljós hvers kyns var.
Það var starfsfólk Fornleifastofnunar Íslands, sem upplýsti um peningafundinn. Stofnunin er m.a. með verkefni fyrir Árbæjarsafn, sem hefur umsjón með minjavörslu í umdæmi Reykjavíkur.
Rætt var við Oddgeir, fornleifafræðing hjá FÍ, í aðstöðu fyrirtækisins að Bárugötu 3. Starfsfólk var þá í óða önn að telja aurana. Um var að ræða eftirfarandi; Mynt; 10 aurar og 5 aurar, allir með ártalinu 1981.
Tveir bréfmerkimiðar fundust og á vettvangi; 1Brúnn pappír með saumarönd – prentað með svörtum stöfum; Iceland – 10 AURAR – 2.000 pieces. Handskrifað; 200 Kr. Nr. á miðanum; 38.
2. Brúnn pappír  með saumarönd – Prentað með svörtum stöfum; Iceland – 10 AURAR – 2.000 pieces. Nr. á miðanum; 101.
Bútar úr þunnum grænlitum léreftspoka með saumi.
Vettvangurinn er norðvestan við Reynisstaði á Skildinganesi. Rætt við Guðjón og Benjamín á Merkingar vettvangi. Þeir bentu á staðinn, sem peningarnir fundust á. Um er að ræða stað fast við gamlan grjóthlaðinn sjóvarnargarð, steinsteyptan að utanverðu að seinni tíma hætti. Fundarstaðurinn er nokkra metra utan við norðurenda garðsins. Peningarnir höfðu verið skorðaðir undir steininum fyrrnefnda, fast við garðinn. Pokinn, eða pokarnir, höfðu rifnað og lá myntin að mestu í haug undir grjótinu. Við rót á staðnum kom í ljós að sumir höfðu skolast spölkorn utar, en safnið virtist hafa haldist nokkurn veginn á sama stað.
Við skoðun auranna var ljóst að þarna var um lítil verðmæti að ræða í verðlausri mynt. Í millitíðinni hefur krónan gjaldfallið hundraðfalt og gengið auk þess hraðfallið. Tíuaurin er því orðinn að 0.1 aur og reyndar enn meir, eða 0.01 aur. Nú þarf því hundrað aura til að mæta einum eyri. Því má með sanni segja að heildarverðmæti sjóðsins, m.v. núverandi gengi, geti verið u.þ.b. 5 aurar. Verðmæti hans í kopar gæti þó verið miklu mun meiri eða 5 kr.
Hluti af sjóðnumEn verðmætin eru ekki alltaf metin í krónum og aurum. Þrátt fyrir ódýrðina rak forvitni áhugasama að leita uppruna auranna.
Í því sambandi var m.a. rætt við sérfræðing hjá Seðlabanka Íslands. Sá sagði að hér væri bara um „ekki mál“ að ræða – og „bara gleyma þessu. Líklega hefði einhver losað sig við poka, sem hann hafi átt heima hjá sér, enda verðlaust, nema magnið af koparnum hafi ekki verið þess meiri. Mynt í svona pokum var afhent viðskiptavinum svo uppruni pokanna gæti verið verið svo til hver sem er. En þetta væri bara ekkert mál – nóg hlyti að vera af áhugaverðari málum“.
Þegar þetta er skrifað er það eina
, sem umleitanin hefur skilað er það að peningafundurinn staðfestir enn betur en áður tilvist örnefnisins „Skildinganes“.
Hver sá, sem hefur einhverju við uppruna auranna að bæta, t.d. um tilkomu þeirra undir steininum stóra handan gamla sjóvarnargarðsins á Skildingarnesi, er beðinn um að hafa samband – ferlir@ferlir.is
.
Sjóvarnargarðurinn er gamall túngarður frá Skildinganesjörðinni. Mannvirkið er nokkurrra alda gamalt. Við norðurenda Sjóvarnargarðurinngarðsins má sjá grónar leifar af áframhaldi hans, en þann hluta, sem nú sést lét Skildinganesbóndinn hjá upp skömmu eftir aldamótin 1900. Hann er nú friðlýstar fornleifar skv. þjóðminjalögum. Elsta húsið á svæðinu var byggt árið 1863, Skildinganes 13 eða Reynisnes. Þar á eftir kemur Skildinganes 15, Reynisstaður, byggt árið 1874.
Jörðin á nesinu var nefnd Skildinganes og það þorp sem smám saman byggðist úr landi hennar nefnt Skildinganesþorp. Seinna var farið að nefna byggðina eftir firðinum sjálfum.
Skildinganesið er eitt af heilsteypustu minjasvæðum í Reykjavík og er þar að finna fornleifar og fornminjar. Í landi Skildinganess falla tvö svæði undir borgarvernd, Skildinganeshólar og mólendið umhverfis þá og strönd Skerjafjarðar meðfram Ægissíðu og Skildinganesi.
Ekki er vitað með vissu hvenær byggð hófst á Skildinganesi en jarðarinnar er fyrst getið í heimildum árið 1553. Þá er hún talin sjálfstæð jörð og í eigu Skálholtsstóls. Þó svo að Skildinganes væri sjálfstæð jörð var hún talin með Reykjavíkurlandi fram til 1787. Það ár fékk Reykjavík kaupstaðarréttindi og var þá allt bæjarlandið mælt upp.

Sjóvarnargarðurinn

Skildinganesjörðin var þá í fyrsta sinn afmörkuð og voru landamerki milli Skildinganess og Reykjavíkur talin vera sunnan frá Skerjafirði við Lambhól upp í Skildinganeshóla og þaðan austur í vörðu við Öskjuhlíð og þaðan í Skerjafjörð við Hangahamar.1 Skildinganes heyrði undir Seltjarnarneshrepp til ársins 1932 er það var innlimað inn í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Talsvert var um kot í landi Skildinganess þegar byggð tók að rísa á þessum slóðum á 19. öld. Þetta voru allt lítil og lágreist kot. Um langan aldur var tvíbýli í Skildinganesi og voru býlin nefnd Austurbær og Vesturbær. Austurbærinn var síðar rifinn en húsið að Skildinganesi 13 er talið vera gamli Vesturbærinn endurbyggður. Byggingarár hússins er nokkuð á reiki. Í Fasteignamati er húsið talið byggt árið 1863 en því hefur einnig verið haldið fram að það sé byggt heldur seinna eða á árunum 1869 – 1871. Sigurður Jónsson í Görðum segir í endurminningum sínum að húsið sé endurbyggt en ekki er vitað hvenær sú endurbygging átti sér stað né hvers eðlis hún var.
SjóvarnargarðurÁ fyrsta og öðrum áratug 20. aldarinnar kom upp sú umræða að leggja Skildinganes undir Reykjavík og voru meðal annars lögð fram lagafrumvörp þess efnis en þau náðu ekki fram að ganga. Hugmyndir um höfn í Skerjafirði urðu einnig háværar skömmu eftir aldamótin 1900 og stofnuðu nokkrir eigendur Skildinganesjarðarinnar hlutfélag í þeim tilgangi, hlutafélagið Höfn. Frumvarp um hafnargerð í Skerjafirði var lagt fram árið 1907 á Alþingi en það fellt.  Hugmyndin um hafnargerð í Skerjafirði kom aftur upp á yfirborðið árið 1913, þegar hlutafélagið “The Harbours and Piers Association Ltd.” með Einar Benediktsson skáld í broddi fylkingar keypti landið sem félagið Höfn ætlaði undir samkonar starfssemi. Mikill kraftur var í félaginu til að byrja með og hóf félagið byggingu bryggjunnar sama ár. En ákvörðun bæjarstjórnar um að gera höfn norðan við miðbæinn og upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar setti strik í reikningin og hætt var við öll áform um hafnargerð í Skerjafirði.
Um 1922 eignaðist Eggert Classen stóran hluta Skildinganessjarðarinnar og um 1927 hóf hann að skipta landinu niður í lóðir sem hann seldi síðan. Það var upphafið að þéttbýlismyndun í Skildinganesi.
Þegar Eggert keypti stóran hluta af MinjaskiltiSkildinganesjörðinni á árunum 1922 – 23 stóðu tvö hús á jörðinni, gamli Vesturbærinn og hlaðið hús. Ekki er vitað hvenær hlaðna húsið var byggt en talið er það hafi verið byggt um 1874. Eggert lét setja kvist á húsið og byggja við það inngönguskúr en auk þess lét hann byggja við það á þrjá vegu og gera á því endurbætur. Þessum breytingum mun hafa verið lokið árið 1924 en þá flutti Eggert í húsið ásamt fjölskyldu sinni. Hann skýrði húsið svo upp og nefndi það Reynisstað eftir Reynisstað í Skagafirði þaðan sem hann átti ættir að rekja. Húsið er í dag númer 15 við Skildinganes.
Eins og áður segir þá tilheyrði Skildinganes Seltjarnarneshreppi en árið 1932 var það lagt undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Miklar breytingar urðu á byggð í Skildinganesi með tilkomu breska hersins á Íslandi árið 1940. Bretar ákváðu að byggja herflugvöll seinni hluta árs 1940 í Vatnsmýrinni í Reykjavík og brátt teygði hann sig út á Skildinganes og inn í þá byggð sem myndast hafði í Skerjafirði. Vegna flugvallarins þurfti að flytja nokkuð af húsum í burtu og götur voru aflagðar. Í raun var byggð í Skildinganesi skipt í tvennt með tilkomu flugvallarins. Í dag er talað um Litla-Skerjafjöð og Stóra-Skerjafjörð. Svæði það sem er hér til umfjöllunar er í Stóra-Skerjafirði.

Reykjavík 2003
Minjasafn Reykjavíkur
Skýrsla nr. 99.

Hluti af sjóðnum

Sandgerðisvegur

Sigurður Eiríksson í Norðurkoti var heimsóttur. Bauð hann fólki í kaffi að venju. Þegar hann var spurður um eftirbíðanlegan leturfund við Dauðsmannsvörðu kom í ljós að ekki hafði hann komið í leitirnar ennþá, hvað sem sögunni liði.

Neðri-Dauðsmannsvarða

Neðri-Dauðsmannsvarða.

Fram kom hins vegar að Dauðsmannsvarðan efri hafði aftur á móti verið hlaðinn upp nýlega. Hún er á efsta Draughólnum, sem eru þrír, en Dauðsmannsvarðan neðri er undan þeim neðsta. Þar á letrið að vera. Sagan segir, og reyndar kemur það einnig fram í viðbótarlýsingu við örnefnaskrána af Bæjarskeri (Býjaskeri), að þar hafi menn eða maður orðið úti við þjóðleiðina milli Keflavíkur og Sandgerðis. Vitað er um fjölmarga, sem úti urðu á leiðunum yfir Miðnesheiðina fyrr á öldum, flestir á leið heim frá kaupmanninum í Keflavík.
Sigurður sagðist hafa lengi verið að hugsa hvernig stafsetja ætti nafnið „Dínhóll“, sem er þarna upp í heiðinni. Þegar hann hafi síðan verið að fletta örnefnaskránni fyrir Bæjarsker hafi hann rekið augun í nafnið Dynhóll, sem mun vera sá sami. Líklega sé þar komið rétta nafnið á hólnum.

Sigurður Eiríksson

Sigurður Eiríksson.

Svona gætu nöfn hafa breyst í meðförum. Nokkur dæmi eru til slík, s.s. Hrafnkelsstaðir er urðu að Rafnkelsstöðum. Í Sögum Rangárvallasýslu er t.d. talað um að fara til Hrafnkelsstaða í Garði, sem nú bera nafnið Rafnkelsstaðir. Rafnkelsstaðabáturinn, sem nú er í Bjarghúsi, er t.a.m. frá Hrafnkelsstöðum.
Í örnefnaskránni kemur nafnið Kampstekkur fyrir, rétt við norðurmörk Fuglavíkur og Bæjarskers. Hann er handan við Kampholtið. Sigurður sagði tóftir hans vera í norðurhorninu á girðingu fast sunnan við veginn milli Fuglavíkur og Bæjarskers. Í þeim hefðu krakkarnir stundum leitað skjóls. Á túninu á Bæjarskeri á að vera Grásteinn, álagasteinn, sem aldrei mátti hrófla við. Ýmislegt fleira kom fram í spjallinu við Sigurð.

Prestsvarða

Prestsvarðan.

Haldið var að gamla Sandgerðisveginum ofan við Bæjarsker með viðkomu í Kampstekk. Þar stendur Efri-Dauðsmannsvarðan á syðsta Draughólnum. Veginum var fylgt til norðurs áleiðis að Sandgerði. Eftir stutta göngu sást hálffallin ferköntuð varða rétt vestan við veginn. Hún var úr tengslum við veginn og því sú eina, sem kemur til greina sem Neðri-Dauðsmannsvarða, enda á þeim stað er lýsingin kveður á um. Ekki sást letur á steini í eða við vörðuna.
Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða.

Prest

Prestsvarða – letur.

Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Morguninn eftir slotaði og komst Sigurður heim að Útskálum. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á er höggvið sálmavers. Á hellunni má sjá ártalið 1876. Sálmurinn á hellunni er 4. Davíðssálmur – 8. vers.

Stóri-Krossgarður

Stóri-Krossgarður.

Best er að ganga að vörðunni vestur með norðurkanti æfingarvallar Golfklúbbsins í Leiru, vestan vegarins. Varðan er skammt vestan við endimörk hans og sést vel þegar gengið er áleiðis að henni.

Loks var haldið að Stúlkuvörðunni á Njarðvíkurheiði. Undir henni er ártalið 1777 og stafirnir HGH ofan við. Letrið er á klöppinni, sem varðan stendur á. Skammt norðan við vörðuna má enn sjá hluta Skipsstígsins í móanum, líðast í átt að Sjónarhól. Núverandi varða er að öllum líkindum nýrri en letrið. Mögulegt er að varðan hafi verið endurhlaðin þarna til að varðveita minninguna um tilefni hennar.
Stóri-Krossgarðurinn á heiðinni sást í norðvestri.
Frábært veður – bjart og stilla.

Dauðsmannsvarða

Dauðsmannvarða við Sandgerðisveg.

Njarðvíkursel

Skúli Magnússon hafði eftir síra Pétri Jónssyni að höfðubæir í Njarðvíkum hafi verið tveir; Innri- og Ytri-Njarðvík: “Frá Innri-Njarðvík var selstaða við veginn, er liggur frá Vogum að Grindavík.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Þar er lítið vatn skammt frá, er heitir Seljavatn. Þar í er hólmi með litlu kríu- og andavarpi. Þessi selstaða, sem er í hrauninu upp frá Stapanum, er nú sökum peningsfæðar aflögð”. Þetta var ritað í byrjun 19. aldar. Á gömlu dönsku landakortunum er merkt sel suðaustan við Seltjörn (vestan við Grindavíkurveginn á þeim stað, sem Stapavegurinn liggur nú). Við skoðun á staðnum þurfti ekki að leita lengi til að sjá seltætturnar. Þær kúra undir hraunkantinum, í skjóli fyrir suðaustanáttinni.
Selið lagðist af um 1800, en líklegt er að það hafi verið notað eitthvað eftir það, t.a.m. sem sæluhús, enda við Vogaveginn til Grindavíkur.

Njarðvíkursel

Stekkur við Njarðvíkursel.

Tóftirnar eru sumar enn mjög heillegar. Þær eru ekki fjarri gamla Grindavíkurveginum og er lagður var á árunum 1914-1918. Því er ekki ólíklegt að vegavinnumenn hafi haft einhver not af aðstöðunni þarna, a.m.k. réttinni norðan selsins, ofan við vatnsbakkann. Nefndur hólmi fór í kaf þegar hækkaði í vatninu er afrennsli þess var stíflað með vegastæðinu austan þess. Eini núverandi íbúinn, í einu tóftahorninu, minkur, vildi ekki láta sjá sig að þessu sinni.
Við Knarrarnes var skoðaður letursteinn og sást vel vísan, sem á hann var klappað á 18. öld. Vísunni er lýst í einni bóka Árna Óla. Talið er að hinn sami nafngreini maður (gátan felst í áletruninni) hafi einnig klappað ártalið á skósteininn í hlöðnu brúnni á kirkjugötunni að Kálfatjörn.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.