Reykjanesfólkvangur

Það mun hafa verið Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sem átti hugmyndina að stofnum fólkvangs á Reykjanesi. Þegar hann fór eitt sinn um Krýsuvíkursvæðið og var að skoða verksumerki eftir fjósbygginguna í Krýsuvík 1948 Reykjanesfólkvangur - kortblöskraði honum að sjá hvernig hluta af uppgreftrinum hafði verið ýtt fram af brún Grænavatns, sem er bæði merkilegur og fallegur sprengigígur. Honum fannst að bregðast þyrfti við. Að hans mati virtist fólk ekki gera sér grein fyrir hverskonar náttúrufyrirbæri gígurinn væri. Hann taldi að kominn væri tími til að vernda náttúruna á svæðinu fyrir framkvæmdagleði mannanna.
Náttúruverndarlög, sem sett voru 1956, gerðu ráð fyrir að sveitarfélög gætu stofnað fólkvanga og að þjóðvangar yrðu í ríkiseign. Um málefni Reykjanesfólkvangs hafði verið fjallað, en árið 1968 voru þau tekin upp að nýju þegar skipulagsstjóri boðaði fulltrúa Náttúruverndarráða á Stór-Reykjavíkursvæðinu til samráðsfundar. Í framhaldi af því var skipuð samstarfsnefnd, sem átti að gera tillögu um hvaða náttúruvætti bæri nauðsyn til að friða á svæðinu.

Sigurður Þórarinsson

Sigurður Þórarinsson.

Dr. Sigurður Þórarinsson varð formaður samstarfsnefndarinnar og í október 1969 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur samhljóða hugmynd um að stofnun Reykjanesfólkvangs, sem átti að ná frá Elliðavatni að Krýsuvíkurbergi. Ætlunin var að sameina Heiðmörk, Bláfjallasvæðið, Krýsuvíkurland og Herdísarvíkurland.
Eftir langan meðgöngutíma og margskonar hræringar var ákveðið að einskorða Reykjanesfólkvang við núverandi mörk. Ástæðan var sú að ekki náðist full samstaða um svo stórt svæði innan þeirra sveitarfélaga sem tengdust málinu, enda sveitarstjórnarfólk jafnan illu heilli haft litla innsýn í þau miklu varanlegu verðmæti, sem þar er að finna. Þó var ákveðið að fólkvangurinn spannaði um 300 km2 landsvæði. Það er stærð fólkvangsins í dag, rúmum 30 árum seinna, og er hann enn sem komið er langstærsta friðlýsta svæði sinnar tegundar hér á landi. Hinsvegar er Undir NorðlingahálsiReykjanessvæðið allt um 1700 ferkílómetrar og spannar það þó ekki allt hið forna landnáms Ingólfs.
Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð sem tók gildi  1. desember 1975. Sveitarfélögin sem stóðu að fólkvangnum voru: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Stjórn fólkvangsins er enn í höndum þessara sveitafélaga í samráði við Umhverfisstofnun. Fulltrúi Reykjavíkur er formaður stjórnarinnar þótt Reykjavík eigi ekkert land í fólkvangnum sjálfum.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – kort.

Mörk fólkvangsins að austan eru sýslumörk Gullbringu- og Árnessýslu. Að norðan tengist hann Bláfjallarfólkvangi. Vesturmörk fólkvangsins eru vestan við Undirhlíðar og Núpshlíðarháls fram í sjó við Selatanga. Suðurmörkin fylgja strandlínunni.
Reykjanesfólkvangur samanstendur að stórum hluta af gróðurlitlum, en litskrúðugum og jarðfræðilega „safaríkum“ móbergshæðum, mosagrónum hraunum og formfögru fjallalandslagi. Tveir áberandi meginfjallshryggir (og aðrir minni) liggja eftir fólkvangnum miðjum og eru í NA-SV stefnu, eins og sprungureinarnar sem ganga úr Atlantshafinu og taka land á Reykjanestá. Þessi hryggur skiptir vestanverðum Reykjanesskaganum á milli Evrasíu flekans og Ameríkuflekans sem gerir svæðið einkar áhugavert fyrir jarðfræðinga og aðra sem velta grundvallarþáttum jarðfræðinnar fyrir sér.
Á SveifluhálsiStærstu fjallahálsarnir fyrrnefndu nefnast Núpshlíðarháls (Vesturháls) og Sveifluháls (Austurháls). Hæstu hnúkar og tindar á þessum hálsum ná upp í u.þ.b. 400 metra hæð yfir sjó. Má þar nefna áberandi formfagra móbergshnúka í Stapatindum Sveifluhálsins og þá nyrstu í Núpshlíðarhálsi; Trölladyngju og Grænudyngju.
Brennisteinsfjöll eru austast í fólkvanginum en þar nær einstaka fjall upp í  u.þ.b. 600 metra hæð. Það má til dæmis nefna Hvirfil, Kistufell, Eldborgir og Vörðufell. Langahlíð, eða Lönguhlíðar, er enn annar fjallshryggurinn sem liggur austan og norðan við Kleifarvatn.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – þrívíddarkort.

Sunnan og vestan fjallanna þar sem hallar niður að Kleifarvatni er Vatnshlíð, frá Vatnshlíðarhorni að hinu nafnkunna felli Gullbringu, sem sumir segja að öll sýslan hafi verið nefnd eftir. Aðrir segja hana vera langhlíðina ofan og austan hennar. Nokkru sunnar er Geithöfði, Lambafellin og lengra í austurátt er Geitahlíð þar sem enn ein formfegurðin trjónir hæst; gígur Æsubúða. Segir þjóðsagan að þar hafi fyrrum, áður en hraunin runnu, verið verslunarstaður. Skipið Hvítskeggur á m.a. að hafa verið bundið þar við festar, er sáust lengi vel í Hvítskeggshvammi ofan Eldborganna.
Á SveifluhálsiNálægt hinu forna Krýsuvíkurhverfi eru tvö móbergsfell; Arnarfell og Bæjarfell. Nokkru suðvestan af Bæjarfelli er áberandi toppmyndað fell sem nefnist Mælifell, oftast kallað Krýsuvíkur-Mælifell, til aðgreiningar frá Skála-Mælifelli, sem er norðaustan Skála. Að vísu er enn eitt mælifellið á millum, en færri sögum fer af því í örnefnalýsingum. Nafngift fellanna fylgdi jafnan staðsetningum mælingastöðva danskra landmælinga- og kortagerðamanna um og í kringum aldarmótin 1900. Þau kort eru enn talin hin mestu nákvæmissmíð. Keilir er vestan Trölladyngju, eitt hið formfegursta fjall á Skaganum, en hann er þó ekki innan Reykjanesfólkvangs.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Eina verulega stóra stöðuvatnið í fólkvanginum er Kleifarvatn. Það er um 10 km2 að stærð og þar sem það er dýpst, í gjánum austur af Syðri-Höfða, nær það 97 metra dýpt. Sunnan vatnsins eru tjarnir, votlendi og smálækir sem renna í það. Kleifarvatn er á margan hátt undarlegt stöðuvatn sem byggir vatnsbúskap sinn að miklu leiti á regnvatni, og það rignir talsvert mikið í Krýsuvík.
KleifarvatnReyndar er öll rigningin tálsýn að hluta. Það þekkja þeir a.m.k., sem varið hafa nokkrum árum æfi sinnar á þeim slóðum. „Rigningin“ er að mestu í formi þoku, sem jafnan grúfir sig yfir fjallgarðinn við hentug veðurskilyrði, enda hefur hann veruleg áhrif á veðurhvörf veggja vegna. Vatnsborðið Kleifarvatns hefur og sveiflast verulega á ákveðnum árabilum, þrátt fyrir að vatnið sé afrennslislaust ofan jarðar. Ástæðan er sú að sprungur í botni vatnsins opnast við jarðhræringar og þegar svo ber undir minnkar í Kleifarvatni.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Landnám 2002; Litla Grindavík numin.

Þetta kom glögglega í ljós árið 2000 þegar vatnsborðið lækkaði um 4 m og ummál vatnsins minnkaði í 8 km2. Þá urðu tveir miklir jarðskjálftar á Suðurlandi og varð sá seinni beint undir Sveifluhálsinum og Kleifarvatni. Það er því ekkert skrýtið þótt eitthvað hafi þurft undan að láta. Þennan dag, 17. júní (í fyrri skjálftanum), má segja að hálsinn hafi risið undir nafni; Sveifluháls, því hann liðaðist líkt og ormur. Það segja a.m.k. þeir er til sáu.
Nokkur merkileg gígvötn og tjarnir eru innan fólkvangsins, merkust þeirra eru Djúpavatn, Gestsstaðavatn, Grænavatn og Augun, en auk þeirra má finna dæmigert heiðarvatn á Krýsuvíkurheiði sem nefnist Bleiksmýrartjörn, líka nefnt Arnarfellsvatn.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Arnarvatn er á Sveifluhálsi og Djúpavatn, Grænavatn og Spákonuvatn í Núpshlíðarhálsi. Lækir eru í Krýsuvík og við Djúpavatn, á Selsvöllum og víðar.

Reykjanesfólkvangur er mikið til þakinn hraunum og mörg þeirra hafa runnið í sjó fram. Það er fagur að skoða hraunfossana sem hafa steypst fram af fjöllunum niður á láglendið. Þar má nefna Fagradalshraun, Tvíbollahraun og hinn tilkomumikla hraunfoss Víti í Kálfadölum, auk hraunstraumana austast í sunnanverðum Núpshlíðarhálsi og fram af brúnum Stóra-Hamradals.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Krýsuvíkurland frá Kleifarvatni að Krýsuvíkurbergi er þakið jarðvegs- og gróðurþekju, sem er ofan á nokkrum lögum af hraunum. Þessi hraunlög sjást ágætlega þegar samsetning landsins við Krýsuvíkurberg er skoðað.
Það eru nokkur ung hraun í Reykjanesfólkvangi, þar á meðal eru miklir hraunmassar sem flæddu víða í Krýsuvíkureldum sem stóðu yfir frá 1151-1180.
Hraunakort af ReykjanesskagaÞessi hraun hafa sum hver mótað landslagið á sögulegum tíma. Nýjustu rannsóknir staðfesta aldurinn svo glögglega að meginhraunin, Ögmundarhraun, Afstapahraun og Nýjahraun (Kapelluhraun/Bruni), eru talin hafa myndast um haustið 1151. Talið er að gamla Krýsuvík í Húshólma hafi að mestu horfið undir hraunflóðið. Þar eru enn allmerkar minjar sem lítill gaumur hefur verið gefinn til þessa. Líklega kunna þær að leiða í ljós, við nákvæmari rannsókn, elstu mannvistaleifa hér á landi – frá því fyrir norrænt landnám.

Krýsuvíkureldar

Krýsuvíkureldar – hraunakort.

Krýsuvíkureldar stóðu yfir ein 30 ár og þá varð hluti Kaldárhrauns til, sem kom úr mörgum smágígum við Undirhlíðar og vestan Helgafells; einnig Mávahlíðarhraun skammt frá Fjallinu eina og Traðarfjallahraun í Móhálsadal.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – rann 1151.

Víðáttumikil hraun, sem eru í stórum hluta bæjarlands Hafnarfjarðar, runnu úr gígum í Grindaskörðum og Þríhnúkum á sögulegum tíma, eftir landnám (um 950). En yngstu hraunin komu í eldgosi í Brennisteinsfjöllum, sem átti sér sennilega stað í kringum 1340 eða 1380. Þessi hraun eru því ekki nema rúmlega 600 ára gömul ef rétt reynist.
VBúrfellið suðurströnd fólkvangsins eru tvær litlar víkur, Hælsvík og Keflavík og milli þeirra er strandbergið Krýsuvíkurberg, sem er eitt merkilegasta fuglabjarg landsins. Þar hafa að jafnði verið um 100 þúsund sjófuglar. Mest er af svartfugli, þ.e. álku, langvíu og stuttnefju, en einnig er nokkuð af toppskörfum, silfurmáfum og fýlum, eða múkka eins og sjómenn kalla þann ágæta fugl. Krýsuvíkurberg var lengi vel nytjað af Björgunarsveit Hafnarfjarðar, en eftir jarðskjálftana árið 2000 varð áhættan meiri en áður vegna hættu á hruni. Áður fyrr var bergið ein helsta matarkista Krýsuvíkinga og hjáleigubænda þeirra.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Það eru æði margar og merkar menningarminjar víða í Reykjanesfólkvangi, sem tengjast búskap og atvinnu fyrri alda, en einnig má finna nýlegar minjar frá síðustu öldum. Elstu fornminjarnar eru í Húshólma (gamla Krýsvík) í Ögmundarhrauni. Þá eru margar selminjar innan fólkvangsins. Sem slík skipa selin stóran sess í búskaparsögu Reykjanesskagans, en í heildina má enn sjá þar leifa um 250 selstöðva.
Fornar minjar í HúshólmaKrýsuvík var lengi höfuðból og heimajörðinni fylgdu nokkuð margar hjáleigur. Krýsuvík var heil kirkjusókn á sínum tíma og þótti afskaplega góð jörð á meðan sjálfsþurftarbúskaður var stundaður á Íslandi. Um tíma voru 14 hjáleigur frá Krýsuvíkurbúinu. Útræði var frá Selatöngum fram undir aldarmótin 1900, en nokkur eftir það var róið frá Hólmasundi. Áður höfðu Krýsvíkingar skipt á seljabeit og uppsátri við Þórkötlunga í Grindavík og Kálfatjarninga á Vatnsleysuströnd. Beitilandið var svo gjöfult að sauðfé var látið ganga sjálfala árið um kring, það var stutt á fiskimiðin frá útverunum og þau gáfu vel í aðra hönd.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Í Krýsuvíkurbergi var nóg af fuglakjöti og eggjum, og rekaviður skaffaði efnivið í hús og báta, amboð og annað er til þurfti. Rekaviður var m.a. sóttur í Keflavík austan Bergsenda og niður undir Heiðnaberg. Var þá farið um hinn brattumgengna Ræningjastíg. Frá honum honum segir í þjóðsögunni um komu Tyrkjanna til Krýsuvíkur, för þeirra í selið ofan við bergið og móttökur séra Eiríks á Vogsósum sunnan við Krýsuvíkurkirkju þann örlagaríka dag – fyrir þá.
KrýsuvíkurkirkjaÞrátt fyrir alla gnæðina fór Krýsuvíkurjörðin hægt og sígandi í eyði á fyrri hluta 20. aldar, eftir að stórskáldið Einar Benediktsson eignaðist hana ásamt norskum fjármálamanni. Það var sennilega tímanna tákn að skáldjöfurinn var á fallanda fæti á sama tíma og landsmenn voru að skipta um gír og hverfa frá sveitunum til að setjast að í þéttbýlisstöðunum við sjávarsíðuna þar sem góð hafnaraðstaða skipti meginmáli. Annars verður að segja um Einar Benediktsson, að skáldajöfursímyndin hafi í seinni tíð blindað ásýndina af svindlaranum.
Þegar Hafnarfjarðarbær eignaðist Krýsuvíkurjörðina um 1941 var Magnús Ólafsson síðasti íbúi Krýsuvíkur nánast kominn að fótum fram. Hann var fluttur nauðungarflutningi til Hafnarfjarðar eftir að hafa fengið slag, og um svipað leyti var bílvegurinn til Krýsuvíkur fullgerður. Þar með lauk hinni gömlu búsetu í Krýsuvík eftir tíu alda langa sögu, en nýi tíminn megnaði ekki að endurreisa staðinn á þann hátt sem ætlunin var.

Krýsuvík

Krýsuvíkurvegurinn lagður um Helluna við Kleifarvatn.

Vegagerðinni var m.a. ætlað tvenn hlutverk; annars vegar að gera Hafnfirðingum kleift að reisa mjólkurframleiðslubú í Krýsuvík og hins vegar til að auka öryggi mjólkuflutninga millum Flóamanna og Hafnfirðinga á vetrum þegar Hellisheiðarvegur tepptist. Ætlunin var og að virkja hverina í Seltúni og Hverahvammi til að framleiða raforku, en þær áætlanir runnu út í sandinn, líkt og mjólkurframleiðslan. Nú hefur verið gefið út rannsóknarleyfi í Krýsuvík til Hitaveitu Suðurnesja sem hyggst setja virkjun á laggirnar í þessum miðdepli fólkvangsins ef ráðist verður í byggingu álvers í Helguvík.
Fjöldi merkra náttúruminja eru í fólkvangnum, fallega mótaðar móbergsmyndanir, hraunstapar, hraunhellar og margháttað gróðurfar, sem reyndar á í vök að verjast. Landeyðing er mikil í Reykjanesfólkvangi. Landgræðsla hefur verið stunduð þar um áratugaskeið en árangurinn hefur verið minni en efni stóðu til. Samt sem áður má víða sjá grösuga bala en mest ber á uppblásnum melum og móbergshálsum. Ljóst má vera að fjallskollar, sem nú eru gróðurlausir, hafa margir hverjir verið verið þaktir gróðri áður fyrr. Má þar nefna Mælifellin.
Hraunsel undir NúpshlíðarhálsiJeppamenn notuðu Reykjanesið um tíma fyrir utanvega akstur en núna eru það aðallega menn á miðjum aldri sem aka svokölluðum endúró hjólum, eða mótorkrossmenn sem þeytast upp um öll fjöll og spæna upp viðkvæma dali á Reykjanesinu. Slíkur akstur er með öllu bannaður í Reykjanesfólkvangi eins og annarsstaðar utan vega á landinu. Dæmi eru einnig um að göngufólk skilji eftir sig rusl og önnur líti á ferðum sínum um svæðið.
Það eru tvö beitarhólf innan fólkvangsins. Annað (fyrir „hafnfirðingana“) er orðið nokkuð rótgróið en hitt (fyrir „grindjánana“) er nýlegt. Með beitarhólfunum hvarf „villibráðabragðið“ af kjöti kindanna, sem áður ráfuðu frjálsar um hlíðar og fjöll. Annars hefur fé fækkað svo mikið á Reykjanesskaganum að líklegra hefði verið öllu ákjósanlegra að leyfa því að ganga sjálfala og hjálpa þannig til við að byggja upp annars gróðurlítil eða gróðurlaus svæði.
Nokkrar fornar þjóðleiðir liggja um Reykjanesfólkvang. Hluti af Selvogsgötu, Undirhlíðarleið, Stórhöfðastígur, Hrauntungustígur, Ketilstígur, Þórustaðastígur, MoshóllHálsavegur, Drumbsdalaleið, Sveifluleið, Hettuvegur, Dalaleið, og hluti af Suðurleiðinni gömlu, sem vermenn austan úr Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum, fylgdu á leið sinni í verið á þorranum og aftur heim að vori. Þórustaðastígurinn lá t..d. frá Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, meðfram Moshól nyrst á Selsvöllum, yfir Núpshlíðarháls að Vigdísarvöllum. Þar tók við Sléttuvegur upp að Hettuvegi yfir til Krýsuvíkur.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn 1961.

Nú eru helstu leiðirnar Krýsuvíkurvegurinn, sem var lagður 1935-1945, og Ísólfsskálavegur sem er að stofni til frá því um 1932, þótt núverandi vegur sé um hálfrar aldar gamall. Síðarnefndi vegurinn var að mestu lagður yfir gamla götu, þ.á.m. Ögmundarstíg, sem lá þvert yfir samnefnt hraun. Svo er vegslóði sem liggur að Djúpavatni og áfram um Krókamýri og Vigdísarvelli að Latsfjalli, sem er eingöngu opinn á sumrin. Þessa stundinar er verið að vinna við nýjan Suðurstrandarveg sem þó nokkrar deilur hafa staðið um. Sá vegur á að tengja saman byggðirnar í Suðurkjördæmi, þ.e. Suðurnesin og Suðurlandið.
Fyrir nokkrum árum lagði Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur fram tillögu um að gera RFjölmargir hellar eru innan fólkvangsinseykjanesfólkvang að Eldfjallagarði og stækka hann í leiðinni til austurs. Hann vildi draga Þríhnúkasvæðið inn í fólkvanginn. Meðal þess sem rætt hefur verið um í sambandi við Eldfjallagarð á Reykjanesi er sú hugmynd að bora gat inn í miðjan Þríhnúkagíg, sem er einn stærsti eldgígur heims. Hugmyndirnar er góðar sem slíkar, en framkvæmdin yrði auðvitað arfavitlaus – þ.e. að raska og umbreyta einu helsta jarðfræðifyrirbæri í heimi.
Reykjanesfólkvangur er á miðju virka gosbeltinu, sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum.

Jarðfræði

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Gossaga skagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin hefur verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin og virðast koma í hrinum sem koma á um 1000 ára fresti og stendur yfir í u.þ.b 200 ár.   Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma.   Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það elsta eru Bláfjallaeldar sem hófust árið 930 og stóðu yfir í u.þ.b. 100 ár.   Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151. Í gosinu opnaðist um 25 km löng sprunga og rann hraunið til svávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum.
Misgengi og sigdalir eru margir í fólkvanginumAð sunnan myndaðist Ögmundarhraun í þessu gosi en að norðan rann Nýjahraun sem flestir nefna Kapelluhraun. Í þriðju goshrinunni urðu Reykjaneseldar sem stóðu yfir frá 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó þar sem Eldey reis upp úr sjónum.
Eldvirkni raðar sér á svokallaðar sprungureinar þar sem eru gosstöðvar og opnar gjár. Oft eru sigdalir eftir endilöngum sprungureinunum og gígaraðir.   Sprungureinarnar eru yfirleitt 25-50 km langar og 5-7 km breiðar. Tvær þeirra fara um Reykjanesfólkvang, þ.e Krýsuvíkurrein og Brennisteinsfjallarein sem liggja frá suðvestri í norðaustur yfir Reykjanesskagann. Háhitasvæði er á báðum sprungureinunum, þ.e. Seltún, sem er í næsta nágrenni við veginn norðan við Krýsuvík, og hverasvæðið í Brennisteinsfjöllum sunnan Draugahlíðar.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur á Sveifluhálsi.

Jarðlög Reykjanesfólkvangs eru grágrýtishraun frá síðustu hlýskeiðum ísaldar, móberg og bólsturberg sem hafa myndast undir jöklum síðustu jökulskeiða og hraun runnin eftir að jökull hvarf af svæðinu. Í Krýsuvík, og þar suður af allt til sjávar, er grágrýti sem jöklar hafa sorfið og skafið. Það eru væntanlega leifar af fornum dyngjum og hafa líklega myndast á síðasta hlýskeiði sem lauk fyrir 120 þúsund árum. Geitahlíð er gömul grágrýtisdyngja og grágrýtishella er líka suður af Lönguhlíð (um).  Sunnan, vestan og norðan Kleifarvatns er móberg og Núpshlíðarháls og Sveifluháls eru móbergshryggir sem hafa hlaðist upp undir jökli. Syðst og austast í fólkvanginum er Krýsuvíkurhraun, forsögulegt sprunguhraun. Norðan þess eru nokkur hraun runnin úr Brennisteinsfjöllum eftir landnám. Vestast í fólkvanginum er Ögmundarhraun frá árinu 1151.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Jarðsagan er heillandi og á fáum stöðum opnast jarðsögubókin betur en hér á Reykjanesskaganum í fjölbreyttum jarðmyndunum. Hér má sjá úthafshrygg koma á land og á  “Brúnni milli heimsálfa” er hægt að ganga milli Ameríku og Evrópu. Sjá hvernig landið hefur gliðnað, sprungur opnast, gígar myndast og hraun runnið. Landið stækkar sígandi, lúshægt mælt í mannsævinni en á ægihraða í samanburði við ævi Jarðar, að meðaltali 2 sentimetra á ári.
Hér eru eldgígar af öllum gerðum og merkileg fjöll mynduð við eldgos undir jökli, bólstraberg og móberg, t.d. við Kleifarvatn þar sem í kaupbæti býr skrímsli. Litskrúðugt berg í Trölladyngju gefur Landmannalaugum lítið eftir og útsýnið af Keili er stórbrotið. Dyngjur nefnast flatir hraunskildir og móðir þeirra, Skjaldbreiður, rís við endimörk garðsins í norðri en litlar systur skreyta skagann, sumar úr bergi svo djúpt úr iðrum jarðar að það geymir jafnvel lykilinn að uppruna vatnsins á Jörðinni.
TrölladyngjaÁ Reykjanesi brýtur úthafsaldan bergið af ógnarkröftum, molar í spað og skolar upp í Sandvíkina. Næsta land beint í suður er Suðurskautslandið. Krísuvíkurberg og Festarfjall full af fugli, súlur og lundar sveima um. Að leggjast í mjúkan mosa er vandfundinn lífsreynsla í öðrum löndum. Reykjanesskaginn er unaðsreitur náttúruskoðara og ljósmyndara, hrein upplifun. Hér eru háhitasvæði með litríkum ólgandi leirhverum, öskrandi gufuaugum og hæglátum vatnshverum. Hér gengur sjórinn inn í bergið, mætir orku úr iðrum jarðar, hitnar og breytist í sjóðheitan jarðsjó sem nýttur er í Bláa lóninu og geymir lækningamátt. Jafnvel í fúlasta sjóðandi leirpytti er líf, frumstæðar lífverur sem una sér við öfga. Geymir Reykjanes að lykil að uppruna lífsins eða vísbendingar um mögulegt líf á öðrum hnöttum?

Húshellir

Húshellir – hreindýrabein.

Hreindýrum var sleppt á Reykjanesskaga árið 1777 og héldust þau þar við allt framundir 1930. Tófum hefur fjölgað á svæðinu á undanförnum árum. Í Kleifarvatni er nokkur silungur, en þar var sett bleikja um 1960.
Fjörur við suðurströnd skagans eru opnar fyrir úthafinu og klettóttar. Þar við efstu flóðmörk finnst sérkennileg stór grápöddutegund (krabbadýr). Krísuvíkurberg er stærsta fuglabjarg Reykjanesskaga. Rita er þar yfirgnæfandi, en einnig er mikið af fýl og svartfuglstegundunum, álku, langvíu og stuttnefju. Að auki verpur þar lundi, teista, toppskarfur og silfurmáfur. Undir berginu má stundum sjá útseli og lengra úti má stundum sjá til hvala af bergbrúninni.
Háhitasvæði eru innan fólkvangsinsAlls hafa fundist tæplega 200 tegundir blómaplantna og byrkninga (burknar, elftingar, jafnar) í Reykjanesfólkvangi. Flestar tegundirnar eru algengar um land allt, en einstaka eru bundnar við Suðurland, t.d. grástör og gullkollur. Við fyrstu sýn virðist svæðið hrjóstrugt á að líta, en ef betur er að gáð kemur í ljós margbreytilegt gróðurfar. Fyrst ber að nefna mosann sem klæðir hraunin á stórum svæðum eins og t.d. í Ögmundarhrauni og setur hann óneitanlega   mikinn svip á landið. Grámosi(gamburmosi) er ríkjandi tegund og ræðst tilvist hans af hinu raka úthafslofti. Annars staðar er gróskumikill lynggróður, t.d. krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, sortulyng og beitilyng.

Kerin

Birki ofan við Kerin í Undirhlíðum.

Lítið er um kjarrlendi í Reykjanesfólkvangi. Kjarrgróður er einkum norðanmegin á svæðinu, en ljóst er að núverandi kjarr eru leifar víðáttumeira kjarrlendis. Einna vöxtulegastur trjágróður er umhverfis Búrfell og Smyrlabúð. Birki er aðaltrjátegundin sem myndar kjarr, en á stöku stað má sjá allstóra gulvíðirunna. Undirgróðurinn er einkum lyng og grös, s.s. hálíngresi, ilmreyr, bugðupuntur, svo og blómplöntur, t.d. blágresi, brennisóley og hárdepla. Stór hluti fólkvangsins eru melar og bersvæði. Gróður er mjög strjáll á slíku landi og einungis harðgerðar tegundir þrífast þar, t.d. melskriðublóm, holurt, geldingahnappur og lambagras. Þéttur valllendisgróður liggur víða undir fjallshlíðum með ríkjandi grastegundum; týtulíngresi, hálíngresi og blávingli.   Flest eru valllendin tún fornra bæja eða selja eins og örnefnin gefa til kynna: Selvellir, Seltún og Vigdísarvellir. Mýrargróður er helst að finna í suðurhluta fólksvangsins. Stærst er mýrin við Stóra Lambafell, en þar vaxa algengar mýrarplöntur eins og mýrarstör, gulstör, klófífa, engjarós, mýrardúnurt og horblaðka.
KortEitt af sérkennum fólkvangsins eru jarðhitasvæðin og þar eru nokkrar einkennisplöntur. Fjölskrúðugastur er gróðurinn á jarðhitasvæðinu við Seltún. Þar vaxa tegundir  svo sem laugasef, lindasef og lækjadepla. Einnig er margbreytilegur gróður í volgrunni sem rennur um Seltún að leirhvernum Svuntu, t.d. sefbrúða og laugabrúða. Af sjaldgæfari tegundum má nefna ýmsar blómplöntur, t.d. fjalldalafífil. skógfjólu, geithvönn og jarðaberjalyng, sem finnast t.d. í Núpshlíð og Geitahlíð.
Innviðir Reykjanesfólkvangsins hafa allt til þessa dags verið stórlega vanmetnir í 30 ár, eða allt frá því að Sigurður Þórarinsson, vakti athygli á mikilvægi verðmæta hans. Nú er er kominn tími til að breyta um betur – varðveita svæðið í heild og skila sem flestum verðmætum þess til komandi kynslóða.

Hraunhólar

Hraunhólar undir Vatnsskarði eftir efnisnám.

Það stafar margskonar hætta að Reykjanesfólkvangi. Innan hans eru margar stórar efnisnámur. Ein við Bláfjallaveg sem fer sífellt stækkandi, ein við Vatnsskarð og sú þriðja í gígaröð Ögmundarhrauns nærri Latsfjalli. Nokkrar gamlar námur eru einnig til staðar, ein við Vatnshlíðarhorn og önnur þar sem Litla-Eldborg var undir Geitahlíð, en hún er ekki svipur hjá sjón vegna ótæpilegrar efnistöku á sínum tíma. Eldborgin undir Trölladyngju er að mestu horfin undir vegstæði og víða má bakatil við sjónröndina sjá hvar efni hefur verið tekið úr ómetanlegum jarðmyndunum. Auk þess má nefna mikinn áhuga fyrirtækja og stofnana að virkja þar á sem flestum stöðum – jafnvel þeim verðmætustu.

Heimildir m.a.:
-http://www.gamli.umhverfissvid.is/reykjanesfolkvangur/
-http://www.ogmundur.is/VI/news.asp?id=653&news_ID=3149&type=one&multiplier=0.9
-Hrefna Sigurjónsdóttir.

Grindaskarðahnúkar og KerlingahnúkarNúpshlíðarháls

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Þann 23. júní 2003 var aldarafmæli Gísla Sigurðssonar, fyrrverandi lögregluvarðstjóra, skáta, íþróttamanns, útivistarmanns, örnefna- og minjasafnara, hljómlistarmanns og fyrrum forstöðumanns Byggðasafns Hafnarfjarðar.
Gisli Sigurdsson-IIGísli Sigurðsson fæddist að Sólheimum í Hrunamannahreppi 23. júní 1903. Faðir hans, Sigurður Gíslason og móðir, Jóhanna Gestsdóttir, voru þar í vinnumennsku og fóru á milli bæja. Hjónin komu til Hafnarfjarðar árið 1910 og settust þar að. Sigurður stundaði verkamannavinnu og sjómennsku, var í veri, bæði með Ströndinni og í Grindavík. Foreldrar hans voru dugnaðarfólk þótt fátækir væru.
Tólf ára gamall hitti Gísli Stíg Sæland, lögregluþjón og stefnuvott. Tókst með þeim góður vinskapur. M.a. fóru þeir saman alla leið austur að Skálum á Langanesi á vertíð, en þá var Gísli 12 eða 13 ára gamall. Hann hafði sérstaklega orð á því að á leiðinni heim hafi þeir komið við á Seyðisfirði og skoðað þar rafmagnsverksmiðju. Þar sá hann fyrsta rafmagnsljósið og þótti mikið til koma.
Gísli SigurðssonAndrés Björnsson las í Útvarpið hugvekju eftir Gísla á jólunum 1961. Helgi Hjörvar hringdi í Gísla að henni lokinni og hældi honum fyrir efnið. Gísla þótti sérstaklega vænt um það. Hugvekjan bar heitið „Fyrsta endurminning mín um jólin“.
Árið 1931 kvæntist Gísli Vigdísi Klöru Stefánsdóttur frá Fitjum í Skorradal, og eignuðust þau tvö börn, Eyjalínu Þóru og Gunnlaug Stefán, og auk þess ólst upp hjá þeim, dóttursonur þeirra, Gísli Grettisson.
Um vorið 1985 vildu íþróttafélögin í bænum bjóða Gísla til samsætis honum til handa, en hann treysti sér ekki vegna lasleika. Gunnlaugur, sonur hans, fór í hans stað. Í samsætinu voru rifjuð upp ýmis merkilegheit varðandi íþróttaferil hans og afrek.

Lögreglumaður – safnvörður (Saga Hafnarfjarðar).
Gísli SigurðssonÞorleifur Jónsson lét af starfi lögregluþjóns 1. júlí 1930. Gísli Sigurðsson var ráðinn lögregluþjónn í hans stað. Um haustið tók Jón Guðmundsson til starfa við liðið. Þá voru fyrir þeir Stígur Sveinsson Sæland, Þorleifur Jónsson og Kjartan Ólafsson. Vegna mikilla fjárhagsvandræða, sem bærinn átti við að glíma af völdum kreppunnar, gerði bæjarstjórn nokkrar sparnaðarráðstafanir haustið 1932. M.a. var þremur lögregluþjónum sagt upp störfum og auglýstar til umsóknar tvær lögregluþjónsstöður. Um þessar tvær stöður sóttu lögregluþjónarnir þrír og voru þær veittar Stíg Sæland og Jóni Guðmundssyni. Reynslan af þessari ráðstöfun varð sú, að veturinn 1932 – 33 varð bærinn oft og einatt að ráða mann til aðstoðar lögreglunni, og varð það síst ódýrara en þó að lögregluþjónarnir hefðu verið þrír á föstum launum. Því ákvað bæjarstjórn að bæta við einum fastlaunuðum manni í lögreglulið bæjarins frá 1. júlí 1933, og var Gísli Sigurðsson á ný ráðinn til starfans.
Gísli var skipaður varðstjóri árið 1948 ásamt Kristni Hákonarsyni. Gísli fékk síðan leyfi frá störfum árið 1957, um hálfs árs skeið. Hinn 1. mars 1968 var Gísli skipaður yfirvarðstjóri. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1. júní 1973.

Íþróttir
Gísli SigurðssonGísli var einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Framsókn, 9. júní 1919. Varð hann gjaldkeri hins nýja félags. Í fyrstu var æft á Víðistöðum, en láðst hafði að fá leyfi til þess hjá landeigendum, sem brugðust illa við. Ruddu félagsmenn þá knattspyrnuvöll uppi á Öldum suðvestur af Hamrinum og æfðu þar um skeið, eða þangað til félagið tók á leigu svæðið við vesturenda hraunsins í Víðistöðum. Gísli lék um sinn bakvörð hjá liðinu. Árið 1920 færði félagið sig upp á nýjan knattspyrnuvöll á Hvaleyrarholti.

Íþróttabandalag hafnarfjarðar

Merki Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

Þá fóru félagsmenn einnig að æfa aðrar íþróttir, s.s. hlaup og aðrar frjálsíþróttir. Árið 1919 var Knattspyrnufélagið stofnað. Þessi félög, auk nokkurra félaga úr Glímufélaginu Sköflungi, voru síðan sameinuð árið 1922 undir nafninu Íþróttafélag Hafnarfjarðar. Gísli varð þá féhirðir þess félags. Á íþróttamóti í bænum árið eftir sigraði Gísli í 1500 metra hlaupi. Vorið 1924 hófust á vegum Íþróttafélagsins æfingar í frjálsum íþróttum. Spjótkast og kringukast var æft á Hörðuvöllum, en kúluvarp var æft inni í bæ á götunum. Félagið sendi Gísla, einan keppanda á allsherjarmót ÍSÍ. Hann keppti í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti og náði góðum árangri.
Gísli Sigurðsson
Gísli var um þetta leyti fremstur í flokki hafnfirskra frjálsíþróttamanna. Árið 1925 vann hann afreksmerki ÍSÍ. Er hann fyrsti og eini Hafnfirðingurinn sem unnið hefur það afrek (skrifað 1983). Vorið 1926 kenndi Jón Kaldal hlaup hjá Íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Gerði hann það endurgjaldslaust. Þá um sumarið kepptu Gísli og Jón V. Hinriksson í kastgreinum á allsherjarmóti ÍSÍ fyrir hönd félagsins og árið 1927 keppti Gísli í spretthlaupi á sama móti.

Gísli Sigurðsson

Fimleikahópur pilta. Mannanöfn skv. Lista sem er límdur við myndina. „Fremri röð frá vinstri: Gísli Sigurðsson, Guðjón Sigurjónsson, Gunnar Gíslason ,Sveinn Magnússon, Geir Jóelsson, Jón Þorbjörnsson. Aftari röð frá vinstri: Hallsteinn Hinriksson, Sigurður Sigurjónsson, Ragnar Emilsson, Gunnar Magnússon, Haraldur Sigurjónsson, Oliver Steinn Jóhannesson, Kjartan Markússon, Steingrímur Atlason, Magnús Guðmundsson, Jóhannes Einarsson, Valgeir Óli Gíslason, Sveinbjörn Pálmason, Sigurður Gíslason“.

Árið 1928 var Gísli kosinn formaður á aðalfundi félagsins þótt hann væri fjarverandi. Fimm sóttu fundinn. Um sumarið tók hann þátt í allsherjarmóti ÍSÍ. Ekki tókst að hefja starf félagsins um haustið í og með vegna þess að formaður þess var í Hvítárbakkaskóla um veturinn og var Íþróttafélag Hafnarfjarðar þar með úr sögunni. FH var stofnað haustið 1929 og síðan Haukar 1931. Þessi félög hafa starfað óslitið síðan.
Árið 1934 urðu þáttaskil í starfsemi FH, en þá sendi félagið í fyrsta sinn keppendur á frjálsíþróttamót, Meistaramót Íslands, þá Hallstein Hinriksson, Sigurð Gíslason og Gísla Sigurðsson. Þetta varð upphafið að blómlegu frjálsíþróttastarfi á vegum félagsins þó að ekkert æfingasvæði væri í bænum fyrir frjálsíþróttamenn. Gísli var í frjálsíþróttasveit FH árið 1942. Á 15 ára afmæli FH 1944 var gert íþróttasvæði á Hörðuvöllum undir umsjón Gísla og naut félagið fjárstuðnings frá Hafnarfjarðabæ við þessar framkvæmdir. Mikil bót var að þessu frjálsíþróttasvæði, þó að það væri ekki fullkominn íþróttavöllur. Við þessa vallargerð hljóp aukið fjör í iðkun frjálsra íþrótta í bænum og voru þær með mestum blóma á árunum 1943-1950. Á þessu tímabili háðu Hafnfirðingar sex sinnum bæjakeppni við Vestmanneyinga og sigruðu tvisvar.
Gísli Sigurðsson
Á 30 ára afmæli FH var Víðavangshlaup Hafnarfjarðar endurvakið, sumardaginn fyrsta 1959. Sama ár þreyttu Hafnarfjörður og Keflavík bæjarkeppni í frjálsum íþróttum, og bar þar helst til tíðinda, að Gísli Sigurðsson keppti í kringlukasti og átti þar með 40 ára keppnisafmæli. Hann var formaður félagsins á árunum 1940-1943.
Árið 1935 kom Íþróttaráð Hafnarfjarðar saman til fyrsta fundar síns. Fimm menn voru í ráðinu, skipaðir af ÍSÍ. Árið eftir tók Gísli sæti í ráðinu. Stofnárið stóð það fyrir íþróttanámskeiði um sumarið og varð Gísli kennari ásamt Hallsteini Hinrikssyni. Námskeiðið var haldið á skólamölinni framan við barnaskólann við Lækinn. Um haustið efni ráðið til íþróttamóts, auk þess sem það beitti sér fyrir að lagfæra knattspyrnuvöllinn á Hvaleyrarholti í samvinnu við Hauka.
Gísli SigurðssonÁ fundi ÍH árið 1936 vakti Gísli máls á því, að nauðsyn bæri til að safna saman verðlaunagripum, fundargerðarbókum og öðrum þeim gögnum, sem enn kynnu að vera til um starfsemi þeirra íþróttafélaga, sem hætt væru störfum, og bjarga frá glötun. Íþróttaráð fól Gísla að reyna að hafa upp á öllu, sem til væri af þessu tagi. Honum var vel ágengt, og tókst að hafa upp á fundargerðarbókum flestra gömlu íþróttafélaganna, en að auki skráði Gísli frásagnir nokkurra manna, sem voru félagar í elstu íþróttafélögunum í bænum. Þessi gögn eru nú í vörslu byggðasafnsnefndar Hafnarfjarðar. Árið 1943 fór bæjarráð Hafnarfjarðar þess á leit við íþróttaráð, að það hlutaðist til um, að íþróttafélögin í bænum tilnefndu menn til að gera tillögur um gerð íþróttasvæðis og tilhögun þess. Voru þeir sammála um að besti staðurinn væru Víðisstaðir.

Gísli Sigurðsson

Eldri FHingar. Gísli Sigurðsson lögreglumaður í efri röð til vinstri.

Skoruðu íþróttaráð og stjórnir íþróttafélaganna á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að kaupa Víðistaði og láta gera þar sem fyrst íþróttasvæði. Gísli lagði fram á fundinum teikningu af íþróttasvæði á Víðistöðum, sem hann hafði fengið Valgarð Thoroddsen til að gera. En þar eð Víðistaðir voru í einkaeign, reyndist ekki unnt að velja hinu fyrirhugaða íþróttasvæði stað þar, og var það gert á Hörðuvöllum árið 1944. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) var stofnað 28. apríl 1945 og var það arftaki íþróttaráðs Hafnarfjarðar. Stofnendur ÍBH voru FH, Haukar og Skíða- og skautafélag Hafnarfjarðar. Gísli var formaður þess á árunum 1948-1949. Árin 1947-1950 gaf Íþróttabandalag Hafnarfjarðar út blaðið Íþróttablað Hafnarfjarðar. Gísli var ritstjóri og ábyrgðarmaður þess.
Gísli SigurðssonHinn 22. febrúar 1925 var Skátafélag Hafnarfjarðar stofnað. Það fór mjög myndarlega af stað, og brátt störfuðu fjórir flokkar á vegum þess. Fyrsti sveitarforingi var Gísli, síðar lögregluþjónn. Árið 1945 var nafni félagsins breytt í Skátafélagið Hraunbúar. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar var stofnaður 1956. Fyrsti gestur á fundi félagsins var Gísli, sem hélt þá erindi um sögu Hafnarfjarðar. Á fyrstu árum klúbbsins unnu félagsmenn t.d. við að raða gömlum myndum í byggðasafni Hafnarfjarðar og merkja þær. Var það verk unnið undir stjórn Gísla, sem það var orðinn minjavörður.

Gísli á Hörðuvöllum

Gísli á Hörðuvöllum.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar hóf starfsemi sína haustið 1923. Gísli kom fljótlega inn í sveitina og lék þar á horn um tíma.
Hinn 29. nóvember 1931 var Íþróttafélag verkamanna stofnað í bæjarþingsalnum í gamla barnaskólanum við Suðurgötu. Forgöngu um stofnun félagsins höfðu Félag ungra jafnaðarmanna (FUJ) og Félag ungra kommúnista (FUK). Gísli var kennari hjá félaginu fyrstu árin, sem það starfaði, og kenndi bæði karlaflokki og kvennaflokki til haustsins 1936. Haustið 1935 var nafni félagsins breytt í Íþróttafélag verkamanna og –kvenna og einnig var þá samþykkt breyting á lögum félagsins þess efnis, að það væri algerlega óháð öllum stjórnmálum. Enn var nafninu breytt haustið 1937 í Íþróttafélag Hafnarfjarðar. Virðist það hafa hætt starfsemi sinni í árslok 1940. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar var stofnað 28. apríl 1945. Á stofnfundinum var því hreyft að stofna bæri sundfélag í bænum. Sundfélag Hafnarfjarðar var síðan stofnað 19. júní sama ár. Gísli var þá kosinn formaður og gegndi hann því starfi fyrsta árið.

Byggðasafn Hafnarfjarðar
Byggðasafnið

Í apríl 1953 kaus bæjarstjórn Hafnarfjarðar byggðasafnsnefnd og átti Gísli sæti í henni ásamt Óskari Jónssyni og Kristni J. Magnússyni. Hlutverk nefndarinnar var að koma upp byggðasafni í bænum. Sumarið 1955 féllst bæjarstjórn á að nefndin fengi neðri hæð Vesturgötu 6, hús Bjarna riddara, til umráða. Nauðsynlegt þótti þá að koma húsvilltu fólki fyrir á efri hæð þess vegna húsnæðisekklu í bænum.
Gísli SigurðssonÞegar byggðasafnsnefnd fékk húsið í hendur, voru fluttir þangað munir þeir, sem henni höfðu þegar áskotnast. Það var einkum Gísli, sem vann að söfnun muna á vegum byggðasafnsnefndarinnar. Setti nefndin sér í öndverðu það markmið að afla hluta, er varða iðnað, sjómennsku, húshald, rafmagn og búskap, og einnig ljósmynda frá Hafnarfirði og af Hafnfirðingum. Þegar hafist var við að endurbyggja Hús Bjarna riddara árið 1973 voru munir fluttir í geymslu í eigu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og í Bryde-pakkhúsið við hliðina á Húsi Bjarna riddara, s.s. fiskibátur, gamli líkvagninn og ýmsar útgerðarvörur. Þegar Slökkvilið Hafnarfjarðar fluttist úr Slökkvistöðinni við hliðina á Bryde-pakkhúsi í maí 1974 fékk Byggðasafnið hana til umráða. Sama ár var Gísli ráðinn safnvörður við Byggðasafnið. Skrásetti hann mikinn fróðleik um byggðina í Hafnarfirði fyrr á tímum.
Hinn 1. júlí 1980 lét Gísli af störfum minjavarðar. Óhætt er að fullyrða, að enginn einn maður á jafnmikinn þátt í, að Byggðasafnið hefur eignast jafnmarga muni og raun ber vitni.

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

Þegar Gísli lét af störfum við Byggðasafnið, var Magnús Jónsson kennari, ráðinn minjavörður. Á fundi 16. desember 1980 staðfesti bæjarstjórn samning milli ríksins og bæjarins þess efnis, að sjóminjasafnsnefnd tæki Brydepakkhús og gömlu slökkvistöðina á leigu fyrir sjóminjasafn og yrði það til húsa þar, þangað til Sjóminjasafn Íslands hefði verið reist á Skerseyri.
Þegar minnst var 75 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar 1983, var m.a. haldin sögu- og sjóminjasýning í Brydepakkhúsi. Þegar hún var opnuð afhenti Gunnlaugur Stefán, listmálari, Byggðasafninu að gjöf málverk af föður sínum.

Samstarfsmenn.

Gísli Sigurðsson hóf störf í lögreglunni í Hafnarfirði árið 1930. Afstaða og stjórnmálaskoðanir skiptu máli þá eins og nú. Má segja að það hafi haft sitt að segja um að hann var ekki ráðinn á ný þegar staða hans var auglýst árið 1932.

Steingrímur Atlason

Steingrímur Atlason.

Gísli talaði þó aldrei illa um nokkurn mann, ekki einu sinni um hörðustu andstæðinga sína.
Gísli vann lengi með Stíg Sæland. Síðan komu til starfa menn eins og Jón Guðmundsson, Þorleifur Jónsson og Kjartan Ólafsson. Steingrímur Atlason byrjaði í nóv. 1941. Þá voru fyrir Gísli, Stígur, Kristinn Hákonarson, Kristján Andrésson og Haukur Magnússon. Þá var lögreglan í einu herbergi að Suðurgötu 8.  Fangahúsið var þá í vesturenda Edinborgarhússins, tveir klefar, innréttaðir með mótatimbri. Um 1945 var flutt í viðbygginguna við Suðurgötu 8. Sýslumaðurinn hafði áður nýtt fjós þar sem viðbyggingin síðar reis, en í millitíðinni var það bílskúr (byggður 1942 eða 1943).
Gísli SigurðssonSteingrímur hætti í lögreglunni árið 1946, en kom aftur til starfa árið 1953. Hann minnist þess að þá hafi Gísli verið kominn á fullt að ræða við eldra fólk í bænum um byggðina, fólkið, örnefnin, húsheiti og annað tilheyrandi. Að hans mati hefur Gísli án efa bjargað miklum verðmætum upplýsingum því margt af þessu fólki dó næsu ár á eftir. Hann teiknaði auk þess upp gömul hús og húsaskipan eftir frásögn fólksins, sem mundi hvernig þau höfðu litið út á meðan þau voru enn brúkleg. Gísli byrjaði í fyrstu að ræða við elsta fólkið í bænum, en fór lítið út fyrir hann til að byrja með. Hann skrifaði upp og fór oft þrisvar til fjórum sinnum yfir textann áður en hann skilaði honum frá sér í formi upplýsinga eða erinda. Þegar hann fékk nýjar upplýsingar bætti hann þeim umsvifalaust inn í textann, sem fyrir var. Hann skrifaði í rit og blöð, ekki síst bæjarblöðin, um afmarkað efni. Þá sendi hann m.a. hugvekju í útvarpið skömmu eftir stríð, sem þulur las í kringum jól. Það var hjartnæm lýsing á því hvernig móðir hans meðhöndlaði krakkana sína fyrir jólin og heimfærði jólaboðskapinn yfir á uppeldið.

Gísli Sigurðsson

Gísli ásamt Edda félaga sínum við störf á Hörðuvöllum.

Gísli var byrjaður að tala við fólk um örnefni, staði, sögur og fólk og skrifa niður hjá sér fyrir 1958. Eftir 1960 var Gísli flestar næturvaktir við skriftir á meðan aðrir tefldu eða tóku í spil á milli útkalla og eftirlitsferða.
Gísli gekk mikið í kringum Hafnarfjörð, Hvaleyri og Garðahverfi. Stundum fór hann í lengri gönguferðir, jafnvel í framhaldi af næturvakt. Hann kom þá með kaffibrúsann undir hendinni niður á stöð og bað lögreglumennina á vakt um að skutla sér út fyrir bæinn, s.s. upp í Kaldársel eða út á Vatnsleysuströnd. Þar kvaddi hann og gekk einn síns liðs upp í hraunin og hvarf. Oft var hann svo „heppinn“ að hitta á lögreglumennina á bílnum undir kvöld, t.d. ofarlega á Krýsuvíkurveginum eða annars staðar, og óku þeir honum í bæinn aftur svo hann næði næturvaktinni.
Gísli SigurðssonVitað er til þess að Gísli heimsótti hvern einasta mann í Selvogi og á Vatnsleysuströndinni og tók viðtöl við fólkið. Frásagnirnar las hann síðan upp fyrir lögreglumennina á næturvöktum.
Gísli byrjaði í framhaldi af því að skoða selin og aðrar minjar fyrir ofan Hafnarfjörð. Ein ástæðan var sú að flest selin þar eru þannig staðsett að tiltölulega auðvelt er að nálgast þar vatn, en það var göngumanni nauðsynlegt á löngum leiðum. Hann fór yfirleitt einn í þessar göngur til að byrja með. Honum var þá ekið langleiðina út á Reykjanesbraut og þaðan var gengið upp í hraunið. Ef tími var til á vaktinni var reynt að aka á móti honum að kvöldi.

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn.

Kristján Eldjárn og Gísli voru ágætir mátar. Auk þess sem nokkrir menn lögðu síðar til að Gísli fengi Fálkaorðuna fyrir söfnun upplýsinga, lýsinga og örnefna, skemmdi það ekki fyrir möguleikum hans að Kristján var þá orðinn forseti. Gísli lét síðan mynda sig með orðuna og var stoltur af. Hann og Kristján fóru margar ferðir saman á hina og þessa staði, bæði til að skoða og skrá.

Sögur:
Eitt sinn á næturvakt var Gísli að skrifa eitthvað eftir Kristrúnu og Sigurði á Hvassahrauni þegar hann reis allt í einu upp og sagði: „Æ, nú er ég búinn að gleyma því nafninu. Jæja, ég nota þá bara þetta“, sagði hann og stakk upp á öðru sennilegu, settist niður og hélt áfram að skrifa. En hafa ber í huga að sami staður gat heitið fleiri en einu nafni, allt eftir því hver sagði frá, við hvaða tíma var miðað og í hvaða tilgangi örnefnið var notað.
Gísli SigurðssonÞannig voru ekki allir alltaf sammála um nöfnin og vildu jafnvel stundum halda því fram að annað en þeirra eigin vissa væri ranghermi. Það þurfti þó ekki að vera, eins og dæmin sanna.
Eitt sinn í aðdraganda 17. júní var Gísla uppálagt að muna eftir að lyfta hendi í heiðurskveðju þegar þjóðsöngurinn væri leikinn. Gísli átti að vera á vakt á Hörðuvöllum. Þegar lúðrasveitin byrjaði á „Ísland ögrum skorið“ lyfti Gísli og aðrir lögregluþjónar hendi að enni sér, en virtust fljótt átta sig á hvers kyns var. Hann lét höndina síga hægt og rólega og snérist á hæl svo lítið bar á. Hinir fylgdu á eftir. Þjóðsöngurinn var leikinn síðar.
Lögreglustöðin við Suðurgötu, nýbyggingin, var vígð árið 1947. Þar voru hurðir fyrir fangaklefum járnslegnar að innanverðu og einungis hægt að opna þær utan frá. Gísli þurfti eitt sinn að handtaka Magnús Gíslason frá Vesturhamri og færa í tukthúsið. Það þurfti oft að slást við Magnús. Þegar færa átti hann inn í klefann upphófust slagsmál sem endranær og náði Magnús einhvern veginn að krækja í hurðina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust báðir inni í klefanum. Gísla tókst þó að tálga með vasahníf upp úr dyrastafnum eftir langa mæðu og losa sig úr prísundinni.
EGísli Sigurðssonitt sinn skilaði Gísli skýrslu um rúðubrot í verslun Valdimars Long við Strandgötu og handtöku gerningsmannsins. Hún var eitthvað á þessa leið: „Ég elti hann, en hann dreifði sér vestur Strandgötuna. Móts við Skafta (hús þar sem verslun Ól. Steins, var reist síðar) náði ég að umkringja hann“.
Gísli var kallaður á árekstursvettvang. Hann gerði uppdrátt eins og venja var. Á uppdrættinum var merktur rauður punktur og við hann stóð: „Hér stóð ég“. Gísli gat verið gamansamur, eins og sögur herma. Hann var líka traustur og gott var að vera með honum í átökum. Eftir að hann náði taki á einhverjum sleppti hann því ekki svo auðveldlega.
Gísli hafði mikinn áhuga á að aka lögreglubílnum. Kom til útkalls rauk hann jafnan fyrstur til , greip bíllyklana og þusti. Hann var hins vegar ekki alveg að sama skapi laginn ökumaður. Vantaði stundum svolítið á samhæfingu á milli tengils og eldsneytisgjafar, en allt bjargaðist þetta þó að lokum. Eitt sinn var útkall á Nýju bryggjuna vegna ölvaðra manna, sem þar voru að slást. Eftir að þeir höfðu verið afgreiddir og komið í bílinn kom í ljós að bílinn var fastur í bakkgírnum. Það vafðist þó ekki fyrir Gísla frekar en margt annað. Hann setti bara í gang og ók bílnum aftur á bak sem leið lá um bryggjuna, Strandgötu og staðnæmdist ekki fyrr en komið var framan við lögreglustöðina. Þegar taka átti mennina út úr bílnum var runnið af þeim öllum.
Gísli SigurðssonGísli var oft heppinn í sínum aðgerðum og afgreiddi mál oftar af skynsemi en nákvæmlega eftir laganna bókstaf. Þá átti hann það jafnvel stundum til að framkvæma án þess að hugsa, en allt fór þó yfirleitt vel að lokum. Hann kom m.a. einu sinni í veg fyrir stórkostleg slagsmál. Þannig var að lýður hafði safnast að lögreglustöðinni við Suðurgötu á þrettándanum með hrópum og köllum. Fór svo að hópurinn reyndi að loka lögreglumennina inni á stöðinni með því að bera hlera fyrir hurðina. Gísli tók sig þá til, náði að ryðjast út og byrjaði á því að rota þann fyrsta sem hann náði til. Við það lagði lýðurinn á flótta.
Gísli gat verið forn í orðavali og tali og hafði góðan orðaforða. Hann notaði t.d. orðið þormur fyrir stuðara á bíl, sem þá þótti sérstakt. Þá hafði hann sinn sérstaka hátt á að lýsa atvikum, sem stundum gat valdið kátínu.

Gísli með Egon Hitzler

Gísli með Egon Hitzler.

Lítillátur:
Eitt sinn hitti félagi Gísla hann í sjoppu í Keflavík. Félaginn spurði á hvaða leið hann væri. „Ég er svo sem ekki að fara neitt. Ég er bara á ferð með félaga mínum. Við ætlum hér norðureftir að líta á Skagagarðinn mikla“. Að því búnu gekk hann út og steig þar upp í bíl, sem beið fyrir utan. Undir stýri sat Kristján Eldjárn, fyrrv. þjóðminjavörður, sem þá var orðinn forseti Íslands.

Garpur.
Gísli var fæddur og uppalinn í Árnessýslu. Hann fór á Íþróttaskóla á Hvítárbökkum í Borgarfirði, og var þar tvo vetur. Síðar keppti hann í sleggjukasti og í kúluvarpi. Steingrímur kynntist Gísla fyrst á árunum 1938 og 1939, þegar Steingrímur bar út póst. Gísli kom þá oft á pósthúsið fyrir sýslumann og ræddi við póstberana.

Gísli með Egon Hitzler

Gísli með Egon Hitzler.

Eitt sinn hvatti hann Steingrím til að koma með sér upp á íþróttavöll á Holtinu til að reyna sig í hlaupum. Þar tók Gísli tímann og sagðist að því búnu myndi skrá hann á mót í Reykjavík daginn eftir. Varð úr að Steingrímur keppti þar í 1500 m og 3000 m hlaupum, varð fjórði í því fyrrnefnda, en annar í því síðarnefnda, af 10-15 keppendum. Síðar skráði Gísli hann í 10 km kappgöngu frá Árbæ, vestur Suðurlandsbraut, niður Laugaveg, inn Aðalstræti, um Suðurgötu og inn á Melavöll. Þetta var á sunnudagsmorgni í september. Gísli hafði þá á orði að Steingrímur hefði bara staðið sig vel. Hann hefði orðið annar í göngunni. Ekki fylgdi sögunni að keppendur höfðu einungis verið tveir að þessu sinni.
Gísli SigurðssonGísli var mikill íþróttamaður. Hann keppti m.a. í sleggjukasti, kúluvarpi og kappgöngu. Hann keppti alltaf í sleggjukasti í bæjarkeppnum milli Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja. Sagan segir að eitt sinn hafi Gísli misst sleggjuna aftur fyrir sig í einni slíkri keppni á Hörðuvöllum og stefni hún beint á dómarana, sem stóðu til hliðar. Þeir sáu þó sem betur fer hvað verða vildi og náðu að skýla sér á bak við jarðfastan staur áður en sleggjan lenti á staurnum er bjargaði dómurunum.
Gísli keppti t.d. í kappgöngu á einu Íslandsmóti. Gísli varð nr. 1 og félagi hans nr. 2. Þegar lögreglumenn spurðu hvað hefðu verið margir í göngunni sagði Gísli: „Þeir voru a.m.k. tveir, svo mikið get ég sagt ykkur“.
Gísli var mikill skáti í sér og stundaði m.a. skátamótin í Krýsuvík samhliða því sem hann og félagar hans voru þar á vakt um tíma. Ástæðan var aðallega sú að bandarískir skátar voru þá á mótunum og nokkrir hernaðarandstæðingar áttu erfitt með að þola að sjá bandaríska fána þar við hún. Á nóttunni svaf Gísli í svefnpoka í fjárhellinum syðst í Bæjarfelli.

Lokaorð.
Gísli SigurðssonGísli Sigurðsson ólst upp í fátækt, varð snemma að aðstoða foreldra sína og vinna fyrir sér. Hann kynntist því snemma hvernig er að heyja erfiða lífsbaráttu við þröngan kost og erfiðar aðstæður. Mótaði það mjög hug hans og afstöðu til lífsins síðar meir. Gísli var eljusamur, ósérhlífinn og hjálpsamur. Hann lagði snemma stund á íþróttir og varði ásamt öðrum miklum tíma til að byggja upp og viðhalda íþróttastarfi í Hafnarfirði. Hann var í stjórnum margra ólíkra íþróttafélaga og varð sjálfur mikill afreksmaður.

Gísli Sigurðsson

Gísli, fremst lengt t.h. ásamt félögum ganga á undan skrúðgöngu um Hellisgötu.

Um og eftir þrítugt starfaði Gísli sem lögreglumaður og gegndi hann því starfi uns hann hætti fyrir aldurs sakir, þá sjötugur. Um og eftir miðjan aldur hóf hann að ræða við og skrá sögur og sagnir, upplýsingar og fróðleik ýmis konar eftir eldri Hafnfirðingum og síðar öðru fólki, bæði á Reykanesi og víðar. Safnaði hann m.a. upplýsingum um sögu Hafnarfjarðar, örnefni, gamlar leiðir og minjar og skrifaði margar greinar og erindi um efnið. Enn í dag leitar áhugafólk um útivist og göngur í yfirgripsmikið efni það er Gísli skyldi eftir sig og varðveitt hefur verið á Bókasafni Hafnarfjarðar og í Byggðasafninu. Þá hafa fjölmargir fræðimenn notið góðs af fjömörgum örnefnalýsingunum og öðrum skrifum er skoða þarf og meta hin ýmsu svæði byggðalagsins.
Gísli SigurðssonEf ekki hefði verið fyrir þetta starf Gísla væri margt af þessu með öllu glatað í dag. Margir núlifandi mættu taka hann sér til fyrirmyndar, safna fróðleik og efni frá eldra fólki, sem enn býr yfir mikilli vitneskju um liðna tíma og minjar, sem líklegt er að kunni að glatast ella.
Gísli lét ávallt gott af sér leiða. Störf hans og áhugi hafði ekki einungis jákvæð áhrif á meðan hann lifði. Hvorutveggja hefur jákvæð áhrif enn þann dag í dag. Eftirlifandi kynslóðir hafa notið og munu njóta góðs af því. Gísli var alþýðuhetja, sem verðskuldar að hans verði minnst, ekki bara af þeim sem hann þekktu heldur og þeim er bera hag uppvaxandi æsku og umhverfis fyrir brjósti. Hafnarfjörður, eftirlifandi samferðamenn Gísla og komandi kynslóðir eiga honum mikið að þakka.
Gísli Sigurðsson lést á Hrafnistu þann 30. okt. 1985, 82 ára að aldri.

-Ómar Smári Ármannsson tók saman á aldarafmæli Gísla 23. júní 2003.

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar.

Krýsuvíkurkirkja

Eyjólfur Sæmundsson skrifaði þrjár greinar í Fjarðarpóstinn árið 1998 undir fyrirsögninni „Krýsuvík – náttúrperla og orkusjóður„:

Eyjólfur

Eyjólfur Sæmundsson

„Að undanförnu hefur orðið vart aukins áhuga Hafnfirðinga á Krýsuvík. Þessi víðáttumesta jörð í landnámi Ingólfs er að hluta í eigu Hafnfirðinga, en að hluta er eignarhaldið umdeilt og standa málaferli fyrír dyrum til að skera úr umþað. Sumir bæjarbúar þekkja Krýsuvík og eiga jafnvel uppruna sinn að rekja þangað. Aðrir hafa gengið þar um fornar þjóðbrautir eða hrjóstruga og víða hrikalega náttúruna sem er svo fjölbreytileg að undrum sætir. Þangað hafa menn sótt kraft og innblástur til sköpunar, svo sem Sveinn Björnsson listmálari sem þar hafði vinnustofu. Enn aðrir sjá fyrir sér nýtingu jarðvarmans og telja hann geta orðið auðsuppsprettu Hafnfirðinga.
En þeir eru líka fjölmargir sem lítið vita um Krýsuvík og þekkja ekki þá náttúruperlu, nema e.t.v. hina gjósandi borholu í Seltúni. Upplýsingar eru heldur ekki á lausu og full þörf á að bæta þar úr. Eyjólfur Sæmundsson hefur verið tengiliður bæjarins við Hitaveitu Reykjavíkur, m.a. varðandi hitaréttindin í Krýsuvík, en er auk þess áhugamaður um allt er varðar staðinn. Hann mun skrifa greinaflokk hér í blaðið til þess að upplýsa bæjarbúa um þessa náttúruparadís og kraumandi orkulind.

Inngangur

Grindarskörð

Kvöldsýn frá Grindaskörðum, ystu mörkum Krýsuvíkur í norðri.

Í þessum greinarflokki mun ég leitast við að gera lesendum nokkra grein fyrir málefnum Krýsuvíkur, landamerkjum jarðarinnar, tildrögum þessi að hún komst í eigu Hafnfirðinga, jarðhita sem þar er að finna og álitamálum sem uppi eru um eignarhald á landinu. Sögu og náttúrufari verða gerð nokkur skil, en það væri efni í langan greinaflokk eitt og sér ef vel ætti að vera.

Krýsuvíkurtorfan

Krýsuvík

Krýsuvíkurtorfan – kort; ÓSÁ

Þegar rætt er um Krýsuvík eða Krýsuvíkurland í dag er í raun átt við land jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og er það stundum nefnt Krýsuvíkurtorfan. Auk þessara jarða sem töldust eiga landið voru þarna allmörg kot, Norðurkot, Suðurkot, Snorrakot, Litli-Nýibær, Lækur, Fitjar, Arnarfell o.fl. voru á svæðinu umhverfis Bæjarfell og Arnarfell. Vigdísarvellir eru aftur á móti á milli Sveifluháls og Vesturháls og þar held ég að tvö kot hafi verið um skeið. Útræði var fram á síðustu öld frá Selatöngum sem eru austasti hluti Ögmundarhrauns þar sem það fellur í sjó fram. Þar eru miklar og merkar minjar sem friðlýstar hafa verið, en vert væri að gefa meiri gaum.

Víðátta og fjölbreytni

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Landsvæðið er gríðarstórt eða rúmlega 200 ferkílómetrar sem jafngildir 20.000 hekturum. Það nær frá Brennisteinsfjöllum í austri að Höskuldarvöllum í vestri og frá sjó í suðri að Vatnsskarði í norðri. Landslagið er ótrúlega fjölbreytilegt, eldfjöll, stöðuvötn, Krýsuvíkurbjarg sem er mesta fuglabjarg utan Vestfjarðakjálkans, framræstar mýrar, sprengigýgar, rennislétt helluhraun, úfin og illfær apalhraun, móbergshryggir, ófærar gjár, hellar, formfagrir eldgígar, litfögur hverasvæði og svo mætti lengi telja. Fáar jarðir á Íslandi, ef nokkrar, eru jafn fjölbreytilegar hvað varðar jarðræði og landmótun. Það er helst gróðurleysið og hin hrjóstruga ásýnd sem kann að virka fráhrindandi á suma. Vitað er að gróður var mun meiri á svæðinu fyrr á tímum og landið er illa farið af ágangi búfjár og manna. Enn beita Grindvíkingar fé sínu á svæðið þó vonandi hilli nú undir endalok þess.

Krýsuvík

Krýsuvík 1923.

Jarðvegurinn er öskublandinn og mjög viðkvæmur. Nýlokið er könnun á ástandi gróðurfars og ljóst að mikið verk þarf að vinna við endurheimt landgæða.
Hraunstraumur fyllir víkina Byggðin sem lýst var að framan er ekki hin upprunalega Krýsuvík. Reyndar er ekki sjáanleg nein vík á ströndinni í dag sem landsvæðið gæti dregið nafn af. Líklegt er að hin upphaflega Krýsuvík hafi fyllst af hrauni þegar Ögmundarhraun rann árið 1151 (síðari ártöl hafa verið nefnd en þau koma ekki heim og saman við geislakolsmælingu á aldri hraunsins). Kapelluhraun rann í sjó fram í Straumsvík, hinum megin á nesinu um sama leyti, sennilega í sama gosi eða goshrinu.
Á hólma sem stendur upp úr Ögmundarhrauni má greina bæjarrústir sem að hluta fóru undir hraunið og nefnist hann Húshólmi. Líklegast er að þarna hafi hin gamla Krýsuvík staðið en hún lagst af í gosinu og íbúarnir fært sig ofar í landið. Þjóðsagan skýrir nafn Krýsuvíkur með frásögninni af tröllskessunum Krýsu og Herdísi sem heima áttu í víkunum og elduðu grátt silfur.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Landnám og þróun byggðar
Byggð hefur verið í Krýsuvík frá landnámsöld, en hún var innan landnáms Ingólfs Arnarsonar. Í Landnámu segir frá því að Þórir haustmyrkur nam land í Herdísarvík og Krýsuvík og að Heggur sonur hans bjó að Vogi (Selvogi). Því er freistandi að álykta að Þórir hafi sjálfur búið í Krýsuvík. Lítið er vitað um sögu byggðarinnar gegn um aldirnar. Skipst hafa á skin og skúrir í mannlífinu þar sem annars staðar og mannfjöldi sveiflast upp og niður. Við manntalið 1801 voru 39 í Krýsuvíkursókn og er þá aðeins búið á jörðunum tveim og þremur kotum. Ekki er þá byggð á Vigdísarvöllum.

Stóri-Nýibær

Í fróðlegu viðtali í Lesbók Morgunblaðsins, sem Árni Óla átti við Guðmund árið 1932 segir svo: Hlunnindi eru lítil, trjáreki er þó nokkur og eggja- og fuglatekja í Krýsuvíkurbjargi, en síga verður eftir hverju eggi og hverjum fugli. Í Geststaðavatni, sem er þar uppi í heiðinni, er dálítil silungsveiði. Var silungur fluttur þangað fyrir mörgum árum, að ráði Bjarna Sæmundssonar, og hefur hann þrifist þar vel. Það hefði einhverntíma verið kallað gott bú hjá bóndanum í Nýjabæ: 3 kýr, 14 hross og rúmlega 400 fjár framgengið. En hvað er gott bú nú? „Ég hefi reynt að halda í horfinu“, segir Guðmundur, „og búið hefur ekki gengið saman. En nú er svo komið, að það er einskis virði, nema það sem fæst af því til heimilisins. Í haust sem leið fékk ég 200 krónur fyrir jafnmargar kindur og lögðu sig á 1100 krónur á stríðsárunum. Ull og gærur telur maður ekki lengur. Fyrir 10 punda sauðagæru fékk ég t.d. kr. 1,50 í haust sem leið.“

17 systkini í Stór-Nýjabæ

Krýsuvík

Stóri-Nýibær 1944.

Eftir því sem leið á síðustu öld virðist íbúum hafa eitthvað fjölgað og hef ég heyrt að þeir hafi komist upp undir hundraðið þegar flest var í byrjun þessarar aldar, en það er óstaðfest. Allmargir Hafnfirðingar eiga rætur að rekja til Krýsuvíkur. Hjónin Magnús Ólafsson frá Lónakoti og Þóra Þorvarðardóttir frá Jófríðarstöðum bjuggu í Krýsuvík. Þau eignuðust 5 börn og komust fjögur upp.  Magnús dvaldist síðast á sumrin í Krýsuvík en flutti alfarið til Hafnarfjarðar 1945.
Hjónin Guðmundur Jónsson frá Hlíð í Ölfusi og Kristín Bjarnadóttir úr Herdísarvík voru gefin saman í Krýsuvíkurkirju 8. september 1895 og bjuggu í Stóra-Nýjabæ þaðan í frá til 1933. Þau eignuðust 18 börn og komust 17 á legg. Frá þeim er mikill ættbogi kominn.
Guðrún Runólfsdóttir, langamma þessi sem þetta ritar, fæddist í Krýsuvík 1865. Þá sat þar Sigurður Sverresen sýslumaður og sóknarprestur var Þórður Árnason, bróðir Jóns Árnasonar þjóðsagnaritara.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvík

Útlit Krýsurvíkurkirkja árið 1810 fyrir endurbyggingu árið 1857.

Kirkja hefur sennilega verið í Krýsuvík frá ómuna tíð en sú sem nú stendur var reist árið 1857 af Beinteini Stefánssyni sem þá bjó á Arnarfelli en flutti síðar á Hvaleyri. Kirkjan fór í niðurníðslu og var endurvígð 1931 og svo aftur í maí 1964 eftir endurbyggingu sem Björn Jóhannesson bæjarfulltrúi stóð fyrir og kostaði af eigin fé. Yfirsmiður við það verk var kunnur Hafnfirðingur, Sigurbent Gíslason, barnabarn Beinteins sem upphaflega byggði kirkjuna. Hún er nú friðlýst og í umsjón Þjóðminjasafnsins [skrifað fyrir 2010 þegar kirkjan brann].

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja var einföld timburkirkja í Krýsuvík. Hún var byggð árið 1857, endurbyggð árið 1964 og fór þá í vörslu þjóðminjavarðar og komst við það á lista yfir friðuð hús. Altaristafla kirkjunar var málverk eftir Svein Björnsson, listmálara. Krýsuvíkurkirkja var notuð sem sóknarkirkja allt fram undir 1910. Hún var aflögð 1917 og notuð til íbúðar frá 1929, en síðan aftur breytt í kirkju 1963-64 fyrir tilstuðlan Björns Jóhannessonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði, en Hafnarfjarðarbær færði Þjóðminjasafninu húsið til varðveislu haustið 1964.

Krýsuvíkurkirkja er fábrotin að allri gerð. Ef hún er borin saman við aðrar kirkjur frá svipuðum tíma, t.d. Skútustaðakirkju í Mývatnssveit, og gengið er út frá því að kirkjubyggingar endurspegli efnahag sóknarbarna, þá virðist ljóst að fremur hafi fólk verið fátækt í Krýsuvík um miðja síðustu öld. En Guðs ríki kemur til fátækra og margir skynja þann djúpa frið sem ríkir í þessu litla guðshúsi mitt í tröllaukinni náttúrunni.
Í þessari framhaldsgrein um málefni Krýsuvíkur er fjallað um landamerki hinna jarðanna þar, eignarnám þeirra og afsal til Hafnarfjarðar.

Árni Gíslason

Húshólmi

Húshólmi.

Vorið 1880 urðu nokkur straumhvörf í Krýsuvík. Þá flutti þangað Árni Gíslason sem verið hafði sýslumaður Skaftfellinga og búið að Kirkjubæjarklaustri, en haft annað bú í Holti. Árni þótti búhöldur mikill. Reisulegt tvíflyft timburhús sem hann bjó í hefur verið endurreist á byggðasafninu í Skógum.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – legsteinn Árna Gíslasonar.

Árni var sonur séra Gísla Gíslasonar í Vesturhópshólum. Bróðir Árni var Gísli Gíslasonar, síðari maður Skáld- Rósu, en þau bjuggu nokkur ár hér í Hafnarfirði í Flensborgarverslun og Óseyrarkoti. Árni lét af sýslumannsembættinu þegar hann flutti til Krýsuvíkur, en var þó gjarnan kallaður Arni sýslumaður í almannatali. Hann var einn mesti fjárbóndi landsins og hafði með sér hundruð fjár. Stór hluti þess strauk fljótlega og stefndi á heimaslóðir, en drukknaði flestallt í stórám á leiðinni. Sagt er að ein kind hafi komist alla leið heim í Holt.
Hvers vegna Árni fór frá embætti og eignum fyrir austan er ekki vitað. Það hlýtur að hafa farið gott orð af landkostum í Krýsuvík. Árni lést um síðustu aldamót og hvílir í kirkjugarðinum í Krýsuvík.

Gróðurkort

Gróðurkort af landi Hafnarfjarðar í Krýsuvík.

Landamerkjabréfið
Nokkru fyrir 1890 tóku gildi ný jarðalög sem kváðu á um að fyrir allar jarðir þyrfti að vera til þinglýst landamerkjabréf. Eigandi jarðar þurfti að standa fyrir gerð bréfsins og eigendur allra aðliggjandi jarða að skrifa upp á. Ef ekki voru uppi deilur um landamerki var greiður vegur að ganga frá málum.
Árni Gíslason gerði landamerkjabréf fyrir land Maríukirkju í Krýsuvík sem hann hafði keypt. Bréfið er dagsett 14. maí 1890 og því þinglýst 20. júní sama ár. Þar er Iandamerkjum lýst þannig:
1. að vestan; sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við sjávarmál á Selatöngum, í Trölladyngju fjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall, norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði.
2. að norðan; úr Markhelluhól, sjónhending norðan við Fjallið Eina í Melrakkagil (Markrakkagil (ofanlínu)) í Undirhlíðum og þaðan sjónhending að vesturmörkum Herdísarvfkur, eða sýslumörkum Gullbringu og Árnessýslu.
3. Að austan; samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg, umhverfis djúpan gíg, á hægri hönd við þjóðveginn frá Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram.
4. Að sunnan nær landið allt að sjó.

Krýsuvíkurbúið

Krýsuvíkurbúið.

Allir nábúar skrifuðu upp á bréfið án umtalsverðra athugasemda, þar á meðal bændur á Vatnsleysuströnd sem skiptir miklu máli nú þegar landeigendur þar ásælast hluta landsins vegna jarðhitans. Athugasemd ábúenda Hvassahrauns um að „Markhellu“ skyldi breytt í „Markhelluhól“ var tekin til greina. Mótmæli séra Odds Sigurðssonar á Stað í Grindavík vegna vesturlandamerkja voru ekki tekin til greina enda var harm ekki aðili að málinu. Ýmislegt áhugavert kemur fram í bréfinu. Staðfest var t.d. að Krýsuvík ætti Sogasel en Kálfatjörn hefði þar sem ítak mánaðarselsetu á sumri hverju. Sogasel er í eldgíg sem er á jarðhitasvæðinu við Trölladyngju.

Landamerkjum breytt

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Áhöld voru um það hvar Melrakkagil væri en með umdeildum dómi 1971 var það ákveðið.
Árið 1980 var gerð „dómsátt“ sem breytti landamerkjunum að austanverðu þannig að þau væru ekki beint úr Stóra-Kóngsfelli í Seljarbótarnef heldur úr fellinu í svonefndan Sýslustein og þaðan í nefið. Þetta færði sneið úr Krýsuvíkurlandi yfir til Herdísarvíkur sem er í eigu Háskóla Íslands. „Sáttin“ var gerð án aðildar Hafnarfjarðar sem þó á mestu verðmætín á svæðinu, þ.e. jarðhitann í Brennisteinsfjöllum. Bæjaryfirvöld þurfa að krefjast ógildingar á þessum gjörningi. Eignarnámið á fjórða áratugnum fara Hafnfirðingar að sýna áhuga á því að eignast Krýsuvíkurland og beitti Emil Jónsson sér í því máli.
Með lögum nr. 11/1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Heimildin nær m.a. til jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar sem þá voru í eigu dánarbús Einars Benediktssonar skálds. Gerðu þau ráð fyrir að lönd þessi skyldu seld eða leigð bænum. Þessi lög þóttu óljós og taldi ríkisvaldið ekki unnt að afsala landinu eftir eignarnám á grundvelli þeirra. Því var þeim breytt með lögum nr. 101/1940. Í þeim segir: „Jarðir þær sem um getur í 4. tölulið 1. gr. skal afhenda Hafnarfjarðarkaupstað og Gullbringusýslu, þannig að sýslan fái í sinn hlut lítt ræktanlegt land jarðanna til sumarbeitar fyrir sauðfé, samkvæmt skiptagerð sem framkvæmd var af hinni þar til kjörnu matsnefnd, sbr. niðurlag þessarar greinar, 1. maí 1939. En Hafnarfjarðarkaupstaður fái jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem jörðunum fylgja og fylgja ber, að undanteknum námuréttindum.“

Afsalið til Hafnarfjarðar

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Afsal var gefið út 20. febrúar 1941, en einungis hluti landsins var lýstur full eign Hafnarfjarðar, þ.e. um 43 ferkílómetrar sem töldust ræktanlegt land og varð það síðar fært undir lögsögu Hafnarfjarðar. Hitaréttindum á öllu landi jarðanna fylgja í afsalinu, þ.e. einnig þau réttindi sem eru utan hins afsalaða landsvæðis. Bærinn hefur rétt til að athafna sig á öllu landinu vegna nýtingar hans. Greiddar voru kr. 44.000 fyrir hin afsöluðu réttindi samkvæmt matsgerð sem fyrir lá auk kostnaðar kr. 6.813,10. Ekki var greitt fyrir námuréttindi sem metin voru á kr.2.000 né lítt ræktanlegt land til sumarbeitar á kr. 5.000, þar sem þessi réttindi voru undanskilin. Greiðsla Hafnarfjarðar var fyrir jarðhita kr. 30.000, ræktanlegt land kr. 10.000, Krýsuvíkurbjarg kr. 4.000 og Kleifarvatn kr. O.
Ekki er kunnugt um að Gullbringusýsla hafi greitt fyrir beitarréttindin og ekki hefur verið gefið út afsal vegna þeirra.

Kúabú í Krýsuvík

Krýsuvík

Krýsuvíkurfjósið.

Tilgangur bæjaryfirvalda með því að eignast Krýsuvíkurland var tvíþættur, að komast yfir jarðhitaréttindin til húshitunar í bænum og að koma upp kúabúi á vegum bæjarins. Meirihluti Alþýðuflokksins í bæjarstjórn stóð fyrir kúabúshugmyndinni gegn króftugri andstöðu Sjálfstæðismanna. Byggð voru heilmikil mannvirki, en hugmyndin komst þó aldrei í framkvæmd.

Umdeilt beitarland og námuréttindi

Seltún

Seltún – námuréttindin í Krýsuvík 1950.

Hér verður ekki farið út í lögskýringu á fyrrgreindum lögum og afsali, slíkt er fremur á færi annarra. Eðlilegt er að Hafnarfjörður krefjist eignarhalds á landinu öllu og láti á það reyna fyrir dómstólum. Það hefur verið undirbúið og er stefna í vændum. Til andsvars eru helst Grindvfkingar, en sá hluti landsins sem ekki var afsalað til Hafnarfjarðar er nú í lögsögu þeirra þó þeir eigi það ekki.
Í eignarnámslögunum kemur fram að ekki skuli afhenda Hafnarfirði námuréttindi, en í greinargerðum kemur fram að átt er við brennisteinsnámur vegna þess að eignarhald á þeim var óljóst eftir að erlendir aðilar höfðu eignast þau.
Í skjóli þessa hefur Landbúnaðarráðuneytið leyft stórfellda vinnslu jarðrefna við Vatnsskarð. Þetta verður að telja fullkomlega óeðlilegt. Engin hefð var fyrir slfkri efnistöku á svæðinu og vafasamt að hún teljist námaréttindi í skilningi eignarnámslaganna.

Hafnfirðingar standi á rétti sínum

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Ég leyfi mér að fullyrða að Landbúnaðarráðuneytið hefur verið Hafnfirðingum óvilhallt í gegnum tíðina og reynt að draga úr ítökum okkar eins og það hefur getað. Hér að framan var fjallað um breytinguna á landamerkjum 1980 sem gerð var að tilhlutan ráðuneytisins án samráðs við bæjaryfirvöld og vafasama efnistöku. Jafnframt stendur ráðuneytið í vegi þess að landinu sé öllu afsalað til Hafnarfjarðar, hefur margsynjað erindum þess efnis.
Þessu til viðbótar hefur ráðuneytið verið að kanna frekari skerðingu á landinu með breytingu á landamerkjum og fulltrúar þess farið í könnunarleiðangra með öðrum landeigendum í þessu skyni án minnsta samráðs við Hafnfirðinga. Þessari atlögu hefur tekist að hrinda, í bili a.m.k.
Hafnfirðingar þurfa að vera á varðbergi gegn ásælni annarra landeigenda á svæðinu og hlutdrægni ríkisvaldsins og krefjast síns réttar í Krýsuvík skilyrðislaust. Það er alveg ljóst af eignarnámslögunum að ríkinu var ekki ætlað að halda eftir neinum ítökum í Krýsuvfk öðrum en brennisteinsnámum.

Í nœstu grein verður fjallað um jarðhitann í Krýsuvík, mögulega nýtingu hans og samninginn við Reykjavíkurborg 1973 um hitaveitu í Hafnarfirði, en þá var réttindunum að hluta afsalað til Hitaveitu Reykjavíkur.

Í þessari þriðju og síðustu grein um Krýsuvík er fjallað um jarðhitann þar, mögulega nýtingu lians og samninginn við Reykjavíkurborg 1973 um hitaveitu í Hafnarflrði, en þá var réttindunum að hluta afsalað til Hitaveitu Reykjavíkur.

Eðli jarðhitans

Seltún

Í Seltúni.

Jarðhitasvæðum er skipt í tvo flokka. Svokallaður lághiti er á svæðum þar sem ekki er eldvirkni (t.d. Mosfellsbæ). Þar er vatnið oftast innan við 100’C og yfirleitt má nota það beint á dreifikerfi hitaveitna. Háhiti er á eldvirkum svæðum og fær vatnið þá hitann frá bráðinni eða nýstorknaðri bergkviku sem þrengt hefur sér inn í jarðlögin eða orðið eftir við eldgos. Hitastig vatnsins er mun hærra en á lághitasvæðum, allt að 300’C og jafnvel hærra.

Krýsuvík

Borað í Krýsuvík um 1950.

Mikill þrýstingur er á vatninu og ryðst það út sem gufa ef borað er ofan í það og holan höfð opin. Þetta vatn er mettað af uppleystum efnum úr berginu og ekki hægt að nota það beint á dreifikerfi. Viðnám í jarðlögum er vísbending um jarðhita Þegar heitt vatn kraumar í jörðu leysir það upp ýmis efni úr berginu sem verður til þess að vatnið og jarðlögin sem það mettar leiða rafmagn mun betur en ella. Þvf hærri sem hitinn er þeim mun betur leíðir bergið rafmagn. Við rannsóknir á jarðhitasvæðum mæla menn viðnámið gegn rafleiðni. Því lægra sem það er, þeim mun betur leiða jarðlögin rafmagn og þeim mun sterkari vísbending er um jarðhita. Með þar til gerðum tækjum má mæla viðnámið djúpt í jörðu. Með því að kortleggja það á stórum svæðum þar sem jarðhita gætir má fara nokkuð nærri um útbreiðslu jarðhitans og uppstreymi.

Tvö háhitasvæði

Seltún - Trölladyngja

Seltún – Trölladyngja.

Á Reykjanesskaganum eru fimm háhitasvæði sem tengjast jafnmörgum megineldstöðvum. Þetta eru Hengill (Nesjavellir eru innan þess), Brennisteinsfjöll, Sveifluháls-Trölladyngja, Svartsengi og Reykjanes. Af þeim eru tvö í landi Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar, Sveifluháls-Trölladyngja og Brennisteinsfjöll, og eru þau sýnd á kortinu sem fylgir greininni.
Svæðin teygja sig bæði út úr Krýsuvíkurlandi og eru hitaréttindin því sameign Hafnarfjarðar og annarra eigenda. Eins og fram kom í síðustu grein eignuðust Hafnfirðingar öll hitaréttindin í landi Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar með afsali sem gefið var út 20. febrúar 1941 og greiddi fyrir þau kr. 30.000. Þetta gildir bæði um þann jarðhita sem er á þeim hluta landsins sem bærinn eignaðist og þeim hluta sem átti að vera beitarland Gullbringusýslu.

Sveifluháls-Trölladyngja

Seltún

Seltún árið 1950.

Þetta svæði hefur nokkuð verið rannsakað og tilraunir verið gerðar til nýtingar þess. Svæðið er nokkuð dreift, þ.e. viðnám í jörðu mælist lágt á mjög mörgum stöðum. Við Sveifluhálsinn og víðar er jarðhitinn áberandi á yfirborði, en annars staðar er hveravirkni vart sjáanleg.
Sveifluhálsinn er allur í landi Krýsuvíkur sem og fleiri „augu“ á þessu kerfi þar í grennd. Borholan kunna við Seltún er ein nokkurra hola sem þarna hafa verið boraðar, flestar upp úr 1970. Því miður gáfu þær ekki nógu góða raun. Hiti er mikill ofarlega í jarðlögunum (efstu 500 m) en lækkar síðan eftir því sem neðar dregur í stað þess að hækka. Þetta bendir til þess að holurnar séu of fjarri meginuppstreymi hitans sem í raun og veru er ekki þekkt ennþá.
Við Trölladyngju eru tvö mjög álitleg hitasvæði sem kenna má við Sog og Eldborg. Landamæri Krýsuvíkur liggja í gegnum þessi svæði. Ein hola var boruð á Eldborgarblettinum upp úr 1970 og mældist þar hæsta hitastig í borholu á svæðinu öllu eða um 260’C. Hann lækkaði hins vegar þegar neðar kom eins og í öðrum holum sem boraðar voru og olli það vonbrigðum. Heitt svæði við Sandafell er hluti háhitasvæðisins, en það er utan landamæra Krýsuvíkur. Þar hefur ekki verið borað.
Nokkuð er um liðið síðan þetta svæði var rannsakað og holurnar sem boraðar voru þættu ekki merkilegar í dag. Nauðsynlegt er að rannsaka svæðið allt á ný með nýjustu tækni og ef menn hyggja á nýtingu þarf að bora 2 – 4 holur. Efnasamsetning vatns- og gasinnihald bendir til að þarna streymi upp mun heitara vatn en fannst í gömlu holunum eða allt að 290’C. Það væri mjög álitlegt til virkjunar.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – Kistufellsgígur.

Háhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum er minna rannsakað, þar hafa t.d engar holur verið boraðar. Orkustofnun hefur gert þarna viðnámsmælingar og birti um þær skýrslu haustið 1995. Niðurstöður gáfu skýra mynd af jarðhitasvæði sem þarna er og er það töluvert frábrugðið Sveifluháls-Trölladyngjusvæðinu, myndar meira eina heild eins og sést á kortinu. Hitastig á 700 – 800 m. dýpi er líklega um 240 °C en það gæti verið töluvert hærra á meira dýpi. Þetta svæði virðist efnilegt til nýtingar í framtíðinni. Hér erum við hins vegar komin í stórbrotna og lítt snortna náttúru og fara verður að öllu með gát.

Virkjun jarðhitans

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun.

Hagkvæmasta leiðin til að virkja háhitasvæði er að framleiða bæði raforku og heitt vatn. Heita vatnið er þá tekið út borholunum sem gufa við háan þrýsting og látið knýja hverfla og framleiða rafmagn. Afgangur orkunnar er síðan notaður til að hita upp ferskt vatn til húshitunar.

Krýsuvík

Borað í Krýsuvík um 1950.

Ef einungis er framleitt rafmagn nýtast aðeins 10 – 15 % orkunnar, afganginum er kastað á glæ og það telst varla verjanleg nýting auðlindar sem annars myndi varðveitast að mestu í jörðu og nýtast komandi kynslóðum. Til umræðu hefur verið að nýta jarðhitann að hluta til iðnaðar á Straumsvíkursvæðinu og virðist það geta orðið vænlegur kostur. Þá gæti komið til greina raforkuvinnsla, iðnaðaraotkun og framleiðsla heits vatns, allt í senn. Kröfur Kyoto bókunarinnar gera okkur erfitt um vik að byggja frekari iðnvæðingu á brennslu eldsneytis og virkjanir á hálendinu eru umdeildar. Nýting jarðhitans getur skapað tækifæri sem eru laus við þessi vandamál bæði.
Nýtingu jarðhita á svæðum sem þessum má líkja við námavinnslu. Hitinn endurnýjast ekki og klárast því á endanum, nema eldgos eða kvikuinnstreymi eigi sér stað. Jarðhitinn er því ekki endurnýjanleg auðlind á sama hátt og vatnsaflið. Orkuinnihald einstakra svæða getur hins vegar verið geysimikið og kann að endast áratugum eða jafnvel öldum saman ef rétt er að nýtingu staðið.

Aðrir ásælast landið

Sog

Sog í Trölladyngju.

Eins og fram kom í síðustu grein eru rætur Trölladyngju að vestanverðu landamerki Krýsuvíkurlands. Þarna liggja landamærin í gegn um tvo heita reiti við Sog og Eldborg. Jarðirnar Stóra- og Minni Vatnsleysa eiga í þessum reitum einnig og er hlutur þeirra ámóta stór og Hafnfirðinga. Þessir landeigendur hafa talið sig eiga jarðhitann allan og viljað fá landamerkin færð upp í Grænavatnseggjar í fjalllendinu þarna fyrir ofan og notið stuðnings sveitarstjórnar Vatnsleysustrandarhrepps. Leitað var til Landbúnaðaráðuneytisins á árinu 1996 og beðið um atbeina þess í málinu. Eftir að ráðuneytið hafði legið yfir þessu í heilt ár var erindi landeigendanna loks synjað.

Krýsuvík

Borað í Krýsuvík um 1950.

Hafnarfjarðarbær gerði samning við Reykjavfkurborg um hitaveitu í Hafnarfirði. 11. gr. hans hljóðar þannig: „Hitaveitan skal hafa rétt til jarðhitaleitar og virkjunar til húshitunar í eignarlandi Hafnarfjarðarkaupstaðar í Krýsuvík. Ef Hitaveitan rœðst til virkjunar í Krýsuvík ber henni að greiða bœjarsjóði Hafnarfjarðar hlutfallslega sama verð og hitaréttindin hafa kostað Hafnarfjarðarkaupstað samkvœmt mati á hitaréttindunum þegar kaupstaðurinn fékk þau, og hlutfallslegan kostnað hans af rannsóknum, sem fram hafa farið á jarðhitasvœðinu, samkvæmt nánara samkomulagi aðila. Þessi réttur Hitaveitunnar nær eingöngu til húshitunar og annarrar venjubundinnar notkunar Hitaveitu Reykjavíkur. Verðmæti þessi skal meta til verðs á sama hátt og Hitaveita Reykjavíkur notar til endurmats eigna sinna á sama tíma, sbr. 8. gr. Aðilar eru sammála um, að önnur notkun jarðhitans í Krýsuvík verði ákveðin þannig að möguleikinn til virkjunar til húshitunar verði tryggður.“ Ekki verður betur séð en að með þessu ákvæði sé Hitaveita Reykjavíkur orðinn eigandi jarðhitaréttindanna í Krýsuvík að miklu leyti. Þó er hugsanleg sú túlkun að jarðhitaréttur bæjarins á því svæði sem hann fékk ekki afsal fyrir (beitarland fyrir Gullbringusýslu) falli ekki undir þetta ákvæði og sjálfsagt að láta á það reyna.

Víti

Víti í Krýsuvík.

Lokaorð
Um þessar mundir er mjög til umræðu hvernig Hafnarfjörður skuli standa að orkumálum í framtíðinni og horft til samstafs við Suðurnesjamenn. Sjálfsagt er eiga samstarf við þá, en það á alls ekki að útiloka samstarf við nýtt orkufyrirtæki Reykvíkinga í þessum málum. En við þurfum að gæta okkar því báðir þessir aðilar ásælast jarðhitann í Krýsuvík. Við þurfum að gæta vel að stöðu okkar og hagsmunum. En við þurfum einnig að huga að því að Krýsuvíkurland er náttúruperla og eitt víðáttumesta útivistarsvæði á Suðvesturlandi. Við verðum að finna leiðir sem gera okkur kleift að nýta auðlindirnar á ábyrgan hátt án þess að spilla landinu varanlega.“

Heimild:
– Fjarðarpósturinn – 40. tölublað (26.11.1998) – I – Krýsuvík – náttúrperla og orkusjóður – Eyjólfur Sæmundsson.
– Fjarðarpósturinn – 41. tölublað (03.12.1998) – II – Krýsuvík – náttúrperla og orkusjóður – Eyjólfur Sæmundsson.
– Fjarðarpósturinn – 42. tölublað (10.12.1998) – III – Krýsuvík – náttúrperla og orkusjóður – Eyjólfur Sæmundsson.

Víti

Víti í Kálfadölum.

Bollar

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifar í Náttúrufræðinginn 1977 um „Tvíbolla og Tvíbollahraun„:

Inngangur

Kerlingarskarð

Við Grindarskörð er röð af hnúkum, sem bera við himin norðan frá séð og flestir munu nefna Bolla, Stóra-Bolla, Mið-Bolla eða Tví-Bolla og loks Þrí-Bolla. Að minnsta kosti tvö þessara nafna eru notuð um móbergshnúka, sem harla litla bollalögun hafa, og er raunar með ólíkindum að nöfn þessi hafi þeim nokkru sinni verið gefin eða ætluð.

Tví-Bolli

Tví-bolli og nágrenni.

Gildir þetta um Stóra-Bolla og Þrí-bolla en öðru máli gegnir um Mið-Bolla eða Tví-Bolla, sem hér verða nú gerðir að umtalsefni. Ekki dettur mér í hug að efast um að Bolla-nöfnin eigi við gígi þá og gígskálar, sem þarna eru, en í einhverju undarlegu hugsunarleysi hafa þau verið færð yfir á þann hluta landslagsins, sem er mest áberandi, séð úr byggð. Stóri-Bolli er einna besta dæmið um þetta. Hann er geysistór gígskál norðan í móbergshnúk, sem vel mætti heita Bollatindur en engan veginn Bolli. Raunar er svo að sjá sem allmikill nafnaruglingur hafi hér átt sér stað. Í dagbók Guðmundar G. Bárðarsonar, sem dr. Finnur Guðmundsson hefur góðfúslega lánað mér, stendur eftirfarandi ritað 18. ágúst 1931: „Bolli mikill framan í Kongsfelli (leturbr. J.J.), hefur frá honum fallið mikið hraun, sem hefur myndað ávala bungu neðan við gíginn – Kongsfell er úr móbergi.“

Bollar

Í Bollum

Af þessum ummælum Guðmundar sýnist mér fullljóst að hnúkurinn, sem Stóri-bolli er norðan í, sé hið raunverulega (litla) Kongsfell en ekki sá lítt áberandi gígur við Stór-konugjá og Selvogsgötu, sem nú er látinn bera það nafn. Skal svo ekki meira um þessi örnefni fjallað. Stóri-Bolli hefur úr sér hellt miklu hrauni, sem nær allt norður að Undirhlíðum en láti sér nægja að spýta hraungusum upp á móbergshnúkinn, sem stolið hefur nafni hans.

Tví-Bollar
GrindarskörðÍ stað Mið-Bolla nota ég nafnið Tví-Bollar, því bæði er að það er til (Sigurðsson, 1976), og svo er það í fyllsta máta réttnefni. Gígirnir eru nefnilega tveir saman og mætti sannarlega kalla þá Litla og Stóra, því litli gígurinn nær hinum varla í „mitti“ og er honum á hægri hlið sé horft í norður. Báðir eru gígirnir brattir, hlaðnir úr gjalli og gjallkleprum og mjög unglegir. Stærri gígurinn er um 35—40 m hár yfir umhverfið og í um 480 m hæð yfir sjó. Hann er opinn mótí norðvestri og þá leið hefur hraunið runnið, fyrst í bröttum fossi en síðan að mestu í neðanjarðarrásum og hellum, sem hafa kvíslast á ýmsa vegu þegar neðar dró.

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli og nágrenni.

Hinir svo nefndu Dauðadalahellar, sem margir kannast við, eru í þessu hrauni. Það hefur runnið yfir hraunið úr Stóra-Bolla. Mjó kvísl hefur runnið meðfram Lönguhlíð og kvíslast þar á ýmsa vegu en meginhraunið hefur fallið í breiðum fossi allt norður að Helgafelli. Loks hefur það sent mjóan straum vestur með Helgafelli að suðvestan. Má þar víða sjá að það hefur fallið ofan í sprungur í eldra hrauni, því sem Gullkistugjá er í og ég tel að komið sé úr Stóra-BoIIa. Það hefur þar, niðri á sléttlendinu, belgst upp í háar bungur og ávala garða. Út frá þeim hafa svo hér og þar komið undanhlaup, sem eru svo þunn að talsverða aðgæslu þarf til að fylgja brúnum hraunsins. Hraunið sjálft er plagioklasdílótt en dílarnir eru mun færri og smærri en í hrauninu frá Stóra-Bolla, og er yfirleitt vandalaust að þekkja þau á því einu.

Grindarskörð

Stóri-Bolli.

Samsetning Tvíbollahrauns reyndist vera á þessa leið:
Plagioklas 51,8%
Pyroxen 31,2%
Ólivín 7,3%
Málmur 9,0%
Dílar:
Plagioklas 10,3%
Ólivín 0,6%
Tala punkta 455
Nokkuð er um allstóra plagioklasdíla í hrauninu og talsvert um minni díla. Þeir eru mjög beltaðir ,,zoneraðir“, fjölmyndaðir (twinned) og mikið um gler innan í þeim en dílarnir með heila skarpa kanta. Einstaka allstórir ólivíndílar koma fyrir í hrauninu.

Aldur hraunsins
Bollar
Nokkur ár eru nú liðin frá því að ég fyrst frétti um að jarðvegslag væri sýnilegt undir hrauni við Helgafell. Gísli Sigurðsson varðstjóri í Hafnarfirði, sem er mikill náttúruskoðari og náttúruunnandi, hafði fundið þennan stað. Hann bauð mér fylgd sína þangað og fórum við upp að Helgafelli og fundum staðinn). Hraun hefur þarna runnið yfir gróið land, en síðar hefur leysingavatn skorið sér farveg meðfram hraunröndinni og grafið sig inn undir hana og má þar sjá þverskurð af jarðvegslaginu undir hrauninu. Athyglisvert er að ljóst öskulag er í sniðinu nær miðju en svart öskulag nokkru ofar og annað svart öskulag neðar. Hraunið er þarna aðeins 0,5—0,75 m þykkt.

Skúlatún

Skúlatún í Tvíbollahrauni.

Í jarðvegstorfu ofan á hrauninu er eitt svart öskulag allþykkt. Ekki var mér Ijóst fyrr en alllöngu síðar að þarna var um tvö hraun að ræða og það var undir yngra hrauninu, sem jarðvegslagið var.
Við nákvæma athugun kemur í ljós að örþunn hraunlæna úr Tvíbollahrauni hefur runnið upp að Helgafelli, vestur með því að sunnan og beygt norður á við við norðvesturhorn fellsins þar sem áðurnefndur farvegur hefur grafist inn undir hraunið. Örlitlu norðar hefur það mætt Gvendarselshrauni, sem komið er upp austan í Gvendarselshæð og fyllir svæðið milli hennar og Helgafells. Mót þessara tveggja hrauna eru afar ógreinileg en líklegt að Tvíbollahraun sé yngra.

Skal nú vikið að jarðvegssniðinu og því, sem það hefur að segja. Ekki er mér kunnugt um nema 2 ljós öskulög á þessu svæði og hefur Einar Gunnlaugsson (1973) fundið þau á nokkrum stöðum, m. a. við Vatnsskarð og Djúpavatn. Eldra lagið er frá Heklu, H 3 , og samkvæmt niður stöðum Sigurðar Þórarinssonar (1971) er það um 2900 ára gamalt. Hitt lagið er hið svokallaða landnámslag og talið vera frá því um 900 (Þórarinsson, 1968). Tók ég þarna sýni árið 1973 og sendi til Uppsala í Svíþjóð þar sem Ingrid U. Olsson núverandi prófessor annaðist aldursákvörðun á þeim. Niðurstöður voru á þessa leið:
Helmingunartími 5570 ár,
aldur 1075 + 60 Ci * ár.
Helmingunartími 5730 ár,
aldur 1105 + 60 C^ ár.
Séu þessar tölur teknar eins og þær koma fyrir og helmingunartíminn 5570 notaður kemur í ljós að hraunið hafi runnið árið 875 eða árið eftir að Ingólfur Arnarson nam hér land. Einhverjum kann að finnast nóg um þessa tilgátu, en hún hefur nú hlotið nánari staðfestingu.


Nýlega  héldum við Sigmundur Einarsson til nánari rannsókna á Tvíbollahrauni. Sunnan undir Helgafelli nokkru austan við áðurnefndan stað er jarðvegstorfa lítil við hraunkantinn og þar er hraunið svo þunnt að auðvelt er að brjóta það upp með handverkfærum. Þarna tókum við gryfju og er ekki að orðlengja það að þarna fundum við landnámslagið með sínum þekktu einkennum og var auðvelt að rekja það inn undir hraunið þar sem efri hluti þess hverfur í kolaða lagið næst hrauninu. Smásjárathuganir á öskunni sýna að ljósbrot glersins og plagioklassins passa vel við það, sem Jens Tómasson (1967) gefur upp, og er því ekki ástæða til að efast um að þarna sé landnámslagið komið.

Selvogsgata

Kerlingarskarð framundan.

Af ofangreindum staðreyndum má því ráða, að hvað sem nákvæmni C1 4 aldursákvarðananna viðvíkur þá hefur þetta gos orðið á þeim tíma þegar landnám norrænna manna á Íslandi var að hefjast eða nýhafið. Því kann að vera að gosið í Tví-Bollum við Grindarskörð hafi verið fyrstu eldsumbrot, sem forfeður vorir litu augum hér á landi.
Af þessum niðurstöðum leiðir ennfremur að fleiri hafa eldgos orðið á Reykjanesskaga á sögulegum tíma heldur en fram til þessa hefur verið vitað, en í þessari grein skal það ekki rakið.
Sjá meira um það HÉR.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 1977, 47. árgangur 1977-1978, 2. tölublað, „Tví-Bollar og Tvíbollahraun, Jón Jónsson, bls. 103-109.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).