Girðingar

Í „Lögum um skógrækt“ 1955 er m.a. fjallað um girðingar tengdri skógrækt. Í lögunum er því miður meiri áhersla lögð á skyldur en ábendingar til hlutaðeigandi, s.s. v/ skyldur vegfarenda, bann við aðgengi o.s.frv.

Girðing

Girðing með gaddavír.

Í 17. gr. segir: “ Komist sauðfé eða geitfé inn á skógræktarsvæði, sem girt er löggirðingu, má umsjónarmaður skógræktarsvæðisins taka féð í gæslu og láta merkja það. Skal þá hreppstjóri láta athuga girðinguna þegar í stað, og fullnægi hún kröfum 16. gr., eru fjáreigendur skyldir til að taka féð í vörslu, sem hreppstjóri telur örugga. Sleppi fénaður úr þeirri vörslu og komist enn inn á sama svæði, getur umsjónarmaður skógarins krafist þess, að honum verði afhent féð til ráðstöfunar.

Girðing

Girðingastaur.

Í 18. gr. er kveðið á um heimild hreppsnefndum og bæjarstjórnum að ákveða, að ákvæði næstu greinar hér á undan skuli gilda um trjáræktarreiti og garðlönd einstakra manna innan umdæmisins, enda séu þau girt löggirðingu samkvæmt 16. gr.
Agner F. Kofoed Hansen skógræktarstjóri lagði til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1926 að friða þá skógarrunna sem eftir voru í Undirhlíðum. Girðinganefnd tók sér góðan tíma áður en ákveðið var að girða af einn hvamm þar sem uppblástur og skemmdir voru minnstar. Í framhaldinu voru ofanverðar Undirhlíðarnar girtar af fyrir ágengi búfjár.

Undirhlíðar

Undirhlíðar – girðingarleifar.

Í undirbúningi frumvarps til laga 1989 um takmörkunum á aðgengi búfjárs segir m.a.: „Þann 25. nóvember var haldinn fundur þar sem fulltrúar allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum voru boðaðir, ásamt sýslumanni Gullbringusýslu, bæjarfógetanum í Hafnarfirði og framkvæmdastjórum SSS. Þar var markmiðið kynnt og rætt. Var ekki annað að heyra en fundarmenn væru sammála erindinu. Sérstaklega var undirstrikað að tíminn væri naumur í þessu máli og að krafa um girðingu meðfram Reykjanesbraut stæði óbreytt ef ekki tækist að koma á banni við lausagöngu búfjár á svæðinu frá ársbyrjun 1990.

Skógræktargirðing

Skógræktargirðing á Undirhlíðum.

Þann 1. desember var síðan haldinn annar fundur um sama efni. Á þann fund voru boðaðir fulltrúar frá Búnaðarfélagi Íslands, Stéttarsambandi bænda, Landssambandi sauðfjárbænda, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Vegagerð ríkisins, Náttúruverndarráði, Búnaðarsambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu, Félagi sauðfjárbænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu, ráðunaut Búnaðarsambands Kjalarnesþings og félögum sauðfjárbænda af svæðinu. Alls mættu 18 aðilar á fundinn. Svo sem að líkum lætur voru skoðanir nokkuð skiptar, en umræður málefnalegar. Fram kom nauðsyn þess að fjárhólf væru undirbúin í tíma og að leitað yrði samninga við búfjáreigenda um þau.

Í janúar sl. skipaði landbúnaðarráðherra fjögurra manna nefnd til að vinna frekar að framgangi málsins.

Girðingar

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur samþykkt beiðni Landgræðslunnar að styrkja uppgræðslu sameiginlegs beitarhólfs Hafnfirðinga og Garðbæinga í landi Hafnarfjarðar í Krýsuvík um 800.000 kr. og uppgræðslu norðan við Arnarfell um 250.000 kr.
Unnið hefur verið að uppgræðslu í beitarhólfi Hafnarfjarðar í Krýsuvík frá árinu 1988 en
uppgræðslan var á þeim tíma ein af forsendum þess að forsvaranlegt væri að
nýta hólfið til beitar sauðfjár.

Í henni eiga sæti Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur Búnaðarfélags Íslands, Stefán H. Sigfússon landgræðslufulltrúi og Valur Þorvaldsson, ráðunautur Búnaðarsambands Kjalarnesþings.
Nefndin hitti að máli fulltrúa frá Grindavíkurbæ, Vatnsleysustrandarhreppi og Hafnarfjarðarbæ ásamt fulltrúum fjáreigenda og landeigenda á svæðinu, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, formann gróðurverndarnefndar Gullbringusýslu og fulltrúa frá stjórn Reykjanesfólksvangs. Á grundvelli þeirra viðræðna lagði nefndin fram ákveðna tillögu um beitarhólf innan friðaða svæðisins og kostnaðarskiptingu vegna girðingaframkvæmda.“
Í niðurlagi segir: „Góðar vonir standa til að fullt samkomulag geti tekist um tilhögun búfjárhalds á svæðinu og gerð sérstakra beitarhólfa innan hins friðaða svæðis.“

Kaldrani

Kaldrani – hleðsla undir nýlega girðingu.

Þrátt fyrir allt framangreint, sem eflaust hefur verið talið tímabært þá og þegar var, má í dag sjá girðingaleifar og flaksandi ryðgaðan gaddavír vítt og breytt um Reykjanesskagann, einkum í ofanbyggðum Hafnarfjarðar. Má í því sambandi nefna niðurnýddar skógræktargirðingarnar umlykjandi Hrauntungurnar, sem eru einstaklegar augljósar á hægri hönd þegar ekið er upp Krýsuvíkurveginn sem og allt skógræktarsvæðið, niðurnýdda gaddavírsgirðinguna eftir endilöngum ofanverðum Undirhlíðum og óþarfa meintum fjárveikisgirðingunum ofan Helgadals að Kolhól o.s.frv. Í dag þarf göngufólk um upplandið t.d. að klofa yfir gaddavírsgirðingar sunnan Kringlóttugjáar. Auk þessa liggja gömlu bæjargirðingarnar niðri á kafla sunnan Helgafells allt að endastaurnum vestan Fagradals.

Gaddavír

Gaddavír. Enn má sjá leifar sumra þeirra á hálsunum ofan Hafnarfjarðar.

Við, íbúarnir á höfðuðborgarsvæðinu, og gestir, eigum ekki að þurfa á gönguferðum okkar um upplandið að klofa yfir gaddavírsgirðingar eða detta um leifar gaddavírsins í lúpenubreiðunum… Forkólfar skógræktarinnar lögðu sig fram á sínum tíma, eðlilega, við að girða af bæði einstaka skógræktarreiti og jafnvel heilu landssvæðin. Girðingar þjónuðu sínum tilgangi, á meðan var, en í dag standa þær eftir sem „rusl“ á víðavangi. Forkólfar skógrækarinnar þurfa að bregðast við og hreinsa upp leifar forkólfanna, eða bíða eftir að Alþingi samþykki lög um slíka framkvæmd.

Við, íbúarnir á höfðuðborgarsvæðinu, eigum ekki að þurfa á gönguferðum okkar um upplandið að klofa yfir gaddavírsgirðingar eða detta um leifar gaddavírsins í lúpenubreiðunum…
Forkólfar skógræktarinnar lögðu sig fram á sínum tíma, eðlilega, við að girða af bæði einstaka skógræktarreiti og jafnvel heilu landssvæðin. Girðingarnar þjónuðu sínum tilgangi, á meðan var, en í dag standa þær eftir sem „rusl“ á víðavangi. Forkólfar skógrækarinnar þurfa því að bregðast við og hreinsa upp leifar forkólfa sinna, eða bíða eftir að Alþingi samþykki lög um skyldur þeirra til slíks….

Heimild:
-Lög um skógrækt nr. 3 6. mars 1955.

Skógrækt

Stoltur skógarbóndi með ásýnd sína.

Ari Þorgilsson

Helgi Þorláksson skrifaði grein í tímaritið Sögu árið 2013 undir yfirskriftinni „Deila um gildi fornleifa og ritheimilda?„. Greinin sem slík er lítt merkileg þrátt fyrir tilefnið, en þess merkilegri þrátt fyrir vangavelturnar um öll merkilegheitin þar sem léttvæg álitamál sagnfræðinnar og fornleifafræðinnar mætast á prentsvertunni. Sumir sagnfornfræðingar eru viðkvæmari en aðrir þegar að gagnrýni kemur:

Helgi Þorláksson

Helgi Þorláksson – prófessor emeritus .

„Ég tek undir með Steinunni Kristjánsdóttur þar sem hún segir í grein í síðasta hefti Sögu að fornleifar séu „engu ómerkari minningarbrot úr fortíðinni en þau sem varðveitt eru í texta“. Hún bætir við: „Annar heimildaflokkurinn er ekki áreiðanlegri en hinn, enda þarf að túlka þá báða, lesa sem texta og setja í samhengi við viðfangsefnið“. Undir þetta tek ég heilshugar. Steinunn fullyrðir hins vegar að um þetta standi deila milli fornleifafræðinga og sagnfræðinga og að hinir síðarnefndu hafi oft gengið svo langt að telja fornleifar „ómarktækar ef engar ritheimildir styðja það sem þær leiða í ljós“ (bls. 131). Um þessa skoðun vitnar hún til BA-ritgerðar í sagnfræði frá 2010 eftir Kristel Björk Þórisdóttur sem skrifar m.a.: „Skriðu klaustur var líklega frekar vistheimili en sjúkrahús með markvissa lækningastarfsemi.

Steinunn Kristjánsdóttir

Steinunn Kristjánsdóttir – Alltaf gaman þegar konur karpa um álitamál, sem í raun skipta engu máli.

Heimildir eru um fáa munka á klausturtímanum og er erfitt að styðjast eingöngu við fornleifar“. Út frá þessu ályktar Steinunn: „Niður stöður ritgerðarinnar eru því þær að ekki sé hægt að halda því fram að í klaustrinu hafi verið stundaðar lækningar að hætti miðaldafólks vegna skorts á rituðum heimildum um þær“. Þetta segir Kristel Björk ekki, hún telur að fornleifar sýni einmitt að lækningar hafi verið stundaðar í klaustrinu að einhverju marki. en hún þorir ekki að fullyrða að þarna hafi verið sjúkrahús í þeirri merkingu að sjúklingar hafi verið teknir inn til að fá markvissa meðhöndlun með lyf- og handlækningum.

Kristel Björk Þórisdóttir

Kristel Björk Þórisdóttir. Skrifaði loka BA-ritgerð í sagnfræði – Klaustur á Íslandi : sjúkrahús eða vistheimili á miðöldum? undir leiðsögn Helga.

Hún telur líklegt að fólk hafi leitað líknar og hjúkrunar í klaustrinu og jafnframt andlegs styrks og sáluhjálpar. Megi líklega líta á klaustrið sem líknarstofnun eða vistheimili þar sem áhersla hafi verið lögð á andlega umönnun og fyrirbænir en þó jafnframt veitt líkamleg umönnun og líkn.
Ekki skal ég fjölyrða frekar um rök Kristelar Bjarkar og skoðanir enda er hún best fær um að gera grein fyrir þeim sjálf. En út frá þessu dregur Steinunn almennar ályktanir um viðhorf sagnfræðinga til fornleifa; hún segir, eins og fram er komið, að það sé „oft“ litið svo á innan sagnfræði að fornleifar séu ekki marktækar nema þær hljóti staðfestingu af rituðum heimildum. Hverjir hafa sett þetta fram og hvar? Ég kannast ekki við það.
Undir lok greinar sinnar segir Steinunn að orðið sé tímabært að sagnfræðingar líti á fornleifafræði sem sjálfstæða á þann hátt sem þeir líti á sína eigin grein. Ekki veit ég hvert Steinunn sækir þá hugmynd að sagnfræðingar líti ekki á fornleifafræði sem sjálfstæða grein.

Eitt sinn var ekki ótítt að sagnfræðingar nefndu fornleifafræði hjálpargrein sagnfræðinnar. Þetta má ekki skilja svo að þar með hafi þeir talið fornleifafræði undir skipaða og óæðri.

Hrísbrú

Fornleifauppgröftur í Mosfellsdal.

Það væri í sjálfu sér jafneðlilegt að fornleifafræðingar nefndu sagnfræði hjálpargrein fornleifafræðinnar og myndi sennilega ekki valda óróa meðal sagnfræðinga.
Eftir því sem ég veit best munu flestir eða allir íslenskir sagnfræðingar sem fást við hina elstu sögu taka algjört mark á meginniðurstöðum í fornleifafræði. Miðaldasagnfræðingar hafa almennt, og fyrir löngu, hafnað Landnámu og Íslendingasögum sem grunnheimildum um þessa elstu sögu og eiga því mikið undir niðurstöðum fornleifafræðinga. Steinunn skilur þetta hins vegar svo að sagnfræðingar séu sífellt að reyna að sanna eða afsanna hinar rituðu heimildir út frá fornleifum, t.d. hvort landið hafi verið numið 874 eða ekki.

Ari Þorgilsson

Ari Þorgilsson (1068-1148).

Rétt er að sumir sagnfræðingar benda á að vitnisburður Ara fróða í Íslendingabók um upphaf landnáms, norræna forystumenn um landnámið og hvenær þeir námu land, komi merkilega vel heim við megin niðurstöður fornleifafræðinga. Og fyrst Ari nefnir Ingólf er varla hægt að finna að því að sagnfræðingar skuli reyna að svara því hvort norrænn maður með þessu nafni hafi verið til og verið í einhvers konar forystu um landnám hérlendis eða hvort hann sé uppspuni. Fari hins vegar svo að þorri fornleifafræðinga telji að almenn og varanleg búseta í landinu hafi hafist mun fyrr en Ari telur (hann segir að það hafi verið um 870) munu sagnfræðingar hafna Ara. Ástæðan er einföld: hann ritaði ekki heimild sína fyrr en nærri 1130, hún stenst því ekki kröfur sem gerðar eru til góðra ritheimilda, að þær hafi orðið til sem næst atburðatíma. ekki er heldur að hafa neina sjálfstæða innlenda ritheimild til samanburðar, Ari mun hafa átt einhverja aðild að landnámsskrifum og að samantekt Frumlandnámu og því er hún og Íslendingabók háðar heimildir.

Skriðuklaustur

Skriðuklaustur – fornleifauppgröftur.

Af þessu má ráða að sagnfræðingar líta á fornleifafræði sem sjálfstæða grein. Hitt er annað mál að um niðurstöður einstakra fornleifarannsókna getur ríkt efi, fornleifar má oft túlka á ýmsa vegu. Á þetta fellst Steinunn, eins og tilvitnuð orð hennar hér í upphafi pistilsins sýna. Í BA-ritgerð sinni treystir Kristel Björk sér ekki til að taka undir þá ályktun Steinunnar að á Skriðuklaustri hafi verið „hospital í þeirri merkingu að þar hafi verið stund aðar lyf- og handlækningar“. Ég leiðbeindi að vísu Kristel við ritgerðarsmíðina, en ólíkt henni hef ég ekki myndað mér neina skoðun á efninu. en Steinunn segir að hérlendir fræðimenn telji að starfsemi íslenskra klaustra hafi verið frábrugðin því sem tíðkaðist erlendis; þeir hafi ekki áttað sig á að þau skyldu stuðla „að bættu líferni manna á jörðu“ og á Skriðuklaustri hafi það snúist „fyrst og fremst um að sinna sjúkum“. Þetta hafi „margir“ fræði menn átt erfitt með að viðurkenna, segir hún, og vísar aftur til Kristelar Bjarkar en aðeins hennar. Hvar eru hinir mörgu? Það væri fróðlegt og sjálfsagt skemmtilegt að fá að sjá rökræður Steinunnar við þá. BA-ritgerð Kristelar Bjarkar er prýðileg en getur ekki talist almenn viðmiðun eða samnefnari fyrir skoðanir íslenskra fræðimanna á klaustrum.“

Heimild:
-Saga, 2. tbl. 2013, Deila um gildi fornleifa og ritheimilda? – Helgi Þorláksson, bls. 183-185.

Íslendingabók

Íslendingabók – formáli endurritunar.