Bæjarsker

Bæjarsker

Í „Fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðs ljósleiðara í Suðurnesjabæ„, frá árinu 2022 segir m.a. um Bæjarsker, Hólshús, Hólkot, Miðkot, Syðstakot, Setberg, Hábær, Bárugerði, Laufás, Péturskot, Stakkagerði:

Bæjarsker/Býjasker

Bæjarsker

Bæjarsker 2024.

Um 1270: Skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi. “ok þar vr sionhending j hinn hæsta stein aa markskeri.
Þadann eigv sydvr biasker j midiann eyktiar holm.” DI II, 77.
Um 1270: “Þetta er hvalskipte rost hvelínga: at þann hval sem meire er enn xij vætter ok half vætt ok rekvr millvm æsvbergs ok kefl v vikur til motz vid niardvikínga skall skiptta j nív stade. […] Hinn vij hlvt eiga biasker ok kirkiv niardvik halfan hvort.” DI II, 78-79.
Bæjarsker1367: “lxvi. Kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Byiaskerium a. etcetera. les wilchinsbok “; Hítardalsbók DI III 221.
1370: “Og af ollum bæium sudur Þadan [frá Hvalsnesi] til Voga allar skylldur [til Hvalsness] vtan af Biaskerium oc Þeim tveimur kotum sem Þar fylgir jordunni. tekst Þar af heima tiund. af Hvalsnesi skal syngia til Biaskeria annan huern dag helgan.” DI III, 256-257 [Hvalness]
1397: “Kirkia hins heilaga Olafs konungs ad Biaskerium […].” DI IV, 105.

Bæjarsker

Bæjarsker – loftmynd 2022.

1444: Skúli Loptsson selur Hallsteini Höskuldssyni Þingnes í Borgarfirði fyrir 60 hdr. “hier j mot gaf nefndur hallzsteinn halfa iord er heiter biasker er stendr aa Rosthualanesi fi rir halfan fi orda tug hundratha […]”. DI IV, 658-659.
1488: Guðmundur Skúlason prestur selur Ólafi biskupi og heilagri Hólakirkju: “haalfa jord er heiter biaskier er liggur aa rosthualanesi j hualsnes kirkiv sokn fyrir fi orvtigi hvndrada […].” DI VI, 637.
1489: “medkienning Sniolf(s) prests ad hann hafe luckt peninga fyrir Biaskier Gudmunde Skulasine.” DI VI, 659. Sjá einnig bréf 22.07.1491, DI VI, 758.
1490: Dómur útnefndur af Diðrik Píning “aa biaskeria þingi”. DI VI, 719.
1517: Ögmundur ábóti í Viðey selur Hannesi Eggertssyni Kirkjuból í Selárdal, Suðureyri og Tungu í Tálknafi rði fyrir “[…] halfa Biaskier oc Þoristadi er liggia aa Hrosshvalanesi […].” DI VIII, 608. Sjá einnig bréf 14.9.1517, DI VIII, 637 og bréf 7.7.1519, DI VIII, 699.

Bæjarsker

Bæjarsker – herforingjakort 1908.

1525: Máldagi Hóladómkirkju. “(Þ)etta jarda gödz atti holakirkia j sama tima. […] biasker half.” DI IX, 301-302.
1539: Dómur tólf mann útnefndra “aa biaskerivm aa rosmhvalanesi.” DI X, 474.
1547-1548: Fógetareikningar. “Jtem met Beerskeeriom v legekör. […].” DI XII, 116. Sjá einnig Fógetareikninga 1548-1549, DI XII, 142; 1549-1550, DI XII, 157; 1550, DI XII, 176; 1552, DI XII, 403.
1552: Skýrsla um jarðeignir sem Jón biskup seldi frá Hólastól. “Biasker half xxc.” DI XII, 459-460.

Bæjarsker

Bæjarsker – varir, Hólshúss, Hólkots, Miðhúss og Syðstabæjar vestan Kirkjukletts.

1550: Skrá um eignir Hóladómkirkju. “Hafa þessar jarder. sem hier epter skrifast. logast og j burttu sellst fra Holakirkiu aa medan biskup Jon hefur halldit kirkiuna. […] Býasker half .xx. c.” DI XI, 872.
1686: 45 hdr., 100 ál., konungseign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 122.
1695: 45 hdr., samkvæmt Th e Old Icelandic Land Registers, 122.
1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, með hjáleigunum Sidstakoti, Midkoti , Holkoti, Barusgierde, eyðihjáleigurnar Hialltakoti, Lambhúsi, Nordurkoti, Krossabrecku og Glæser auk tveggja ónefndra hjáleiga, segir í JÁM III, 55-58.

Bæjarsker

Bæjarsker – útihús.

1703: “Torfrista og stúnga engin nema í sendinni jörðu valla nýtandi. Fjörugrasatekja nokkur. Hrognkelsafj ara nokkur. Murukjarnar og söl er brúkaðar fyrir peníng […] lendíng slæm, önnur langt frá í flæðiholma og þar fyrir mjög bæði hætt fyrir skip og erfi ð […]. Tún gánga mjög af sjer fyrir sandi og sjáfarágángi. Engjar eru öngvar. Land graslítið, mestalt grjót og sandur. Flæðihætt mjög. Eldiviðartak ekkert nema af fj öruþángi. Vatnsból slæmt og þrýtur stundum,” segir í JÁM III, 55.
“Ofan við túnið er kúagerði ,” segir í örnefnaskrá AG. Þar kemur jafnframt fram að örnefnið Hesthúshóll sé á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2). “Sölvatangi. Langt rif, sem er milli sundanna. Sölvatekja,” segir í örnefnaskrá MÞ (Ö-Bæjarsker MÞ, 3).
“Á milli Sáðgerðir og Bæjarskerja átti að hafa verið svo mikill stör, að fénaður, sem þar var á beit, sást ekki. Nú er þar sandur ein og sjávarrót.
1703: “[…] staðfestu þennan framburð og sönnuðu með eiði, eptir uppátekt Páls [Beyers] og tilnefnd sýslumanns, á Býjaskerja-, Kálfatjarnar- og Kópavogsþingum, 2 lögréttumenn.” Vallaannáll, Annálar I, 451.

Bæjarsker

Bæjarsker – Rústir (útihús er fornar bæjarrústir)?

“Á Býjaskerjum […], er það ekki full 46 hndr. með 5 hjáleigum (aðrar 5 höfðu einhvörn t(íma) áður fyrr verið byggðar). […] Á fyrri dögum skyldu hafa verið margar hjáleigur fyrir utan þær, sem nú eru byggðar, sem nú sjást engin merki til, hvar staðið hafa” segir í sýslu og sóknalýsingum, 80, 97.
1847: 45 5/6 hdr., bændaeign, með hjáleigunum Hólkoti, Báruskeri og Norðurkoti, samkvæmt JJ, 87. “Eyvindr [frændi Steinunnar gömlu] bjó nokkura vetr síðan í Heiðabæ ok fór síðan á Rosmhvalanes til Bæjarskerja […],” segir í Landnámabók, ÍF I, 391.
1919: “Stakkagerði, þ. búð eyðilög f. nák. 20 árum,” segir á túnakorti. Þar eru einnig hjáleigurnar Hólahús og Syðstakot merktar sem og þurrabúðin Laufás.

Bæjarsker

Bæjarsker – Hábær.

Þurrabúðin Setberg, eyðibýlið Hábær og þrjú nýbýli, Vinaminni, Reynistaður og Sólbakki er nefnd í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker AG, 1-2).
Örnefnið lögrétta er á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2).
Jarðarítök: Jörðin brúkar skóg til kolagerðar í almenningi. Að auki nýtir heimabóndinn grasnytjar af hjáleigunum Lambhúsi, Norðurkoti, Krossbrekku og tveimur ónefndum eyðihjáleigum, samkvæmt JÁM III, 55-58. “Meðan fjöruþang var eina eldsneytið, var Eyrin óþrjótandi náma og fengu margir aðrir en eigendur að njóta góðs af því, fyrir litla eða enga þóknun,” segir í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker MÞ, 2).
Fasteignamat frá 1916 er til fyrir Bæjarsker, tvö býli, ásamt Laufás, Syðstakoti, tveimur Miðkotum og Hólshúsum.
1919: “Túnin mestöll slétt og sléttuð[,] blettir aðeins hér og þar smáþýfðir.” Tún (Býjasker A), 2.6 hekt., garðar 1320 m2. Tún (Býjasker V), 2.6 hekt., garðar 1280 m2. Tún (Hólshús), 1.15 hekt., garðar 300 m2. Tún (Syðstakot), 1.4 hekt., garðar 1830 m2. Tún (Laufás), 0.33 hekt., garðar 400 m2. Öll torfan samtals 8.08 hekt., og garðar 5130 m2.

Syðstakot

Bæjarsker

Bæjarsker – Syðstakot.

Á túnakorti frá 1919 er hjáleigan Syðstakot merkt liðlega 240 m sunnan bæjar. Bæjarröðin samanstendur af sex steinhúsum, einu timburhúsi, tveimur forum og tveimur kálgörðum. Í túni eru teiknuð þrjú steinhús, átta kálgarðar og leið sem liggur frá Syðstakoti til vesturs að kálgörðum í túni og endar þar Að auki er garðlag teiknað sem myndað keilulaga tún milli austan Syðstakots. Hugsanlega er um leifar gamals kálgarðs að ræða.
“Sidstakot, hjáleiga. Jarðardýrleiki óviss. Við til húsabótar leggur heimabóndinn,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Syðstakot er líkt og nafnið bendir til sunnarlega í heimatúni Bæjarskers. Núverandi íbúðarhús er fast austan við húsin sem sýnd eru á bæjarhólnum. Stafnar bæjarins snéru til suðurs. Fyrirhugaður ljósleiðari liggur yfir vesturhluta bæjarhólsins.
Rætuð tún og tjarnir eru á þessu svæði. Bakarður íbúðarhússins er á öllum bæjarhólnum. Bæjarhóllinn er um 40×25 m að stærð og snýr austur-vestur. Erfitt er að sjá upphækkun á yfi rborði sökum mannvirkja ern líkast eru enn mannvistarlög undir sverði.

Stakkagerði

Bæjarsker

Bæjarsker – útihús við Hólshús.

Túngarður afmarkaði túnblett umhverfis Laufás samkvæmt túnakorti frá 1919. Suðurhluti hans er enn varðveittur innan áhrifasvæðis fyrirhugaðs ljósleiðara, miðlínan er 5 m sunnar. Vírgirðing er fast við garðlagið. Allt umhverfis eru gróin tún. Túngarðurinn er 42 m að lengd en var ekki skoðaður utan áhrifasvæðisins. Líklega er þetta undirhleðsla undir girðingu og er norðan við malarveg að Fjörukoti. Steyptir stöplar eru í túngarðinum utan áhrifasvæðisins. Túngarðurinn er 0,5-1 m á breidd, 0,3 m á hæð og það glittir í 1-2 umför ef grjóthleðslu. Túngarðurinn er hlaðinn úr stóru grjóti.
“Stakkagerði, þ. búð eyðilög f. nák. 20 árum,” segir í túnakorti frá 1919 sunnan bæjar. Nákvæm staðstetning er ekki merkt.
“Í Syðstakotstúni ofan við garðinn, ca. 20 faðma frá, er byrgi fyrir fi sk. Þar nyrzt er svo Stakkagerði. Þar var býli og kálgarður,” segir í örnefnaskrá. Stakkagerði er líklega þar sem svokallað Paradísarkot er í dag, þ.e. heilsárshús sunnarlega í heimatúni Bæjarskers. Mikið rask er við húsið en það mótar óljóst fyrir tóft þar fast austar, milli þess og húsgrunns (Péturskots) nokkuð norðar. Hvort að þetta er býlið er ekki vitað. Gróið tún er allt umhverfis Paradísarkot. Tóftin er 10,5 x 6,5 m stór og snýr nálega austur-vestur.

Miðkot

Bæjarsker

Bæjarsker – Miðkot.

1703: “[G]ömul hjáleiga [Frá Býjaskeri], hefur í v [fimm] ár legið í eyði […]. Þessa hjáleigu segist heimabóndinn aftur byggja muni, þó grasnautn sje lítil […]. Þó segir hann þetta kunni ei að vara, hvað lítið sem hjer eftir spillir sjór eður sandur heimatúninu framar en nú er,” segir í JÁM III, 57.
1847: Jarðardýrleiki óviss sögð undirsett Býjaskeri, samkvæmt JJ, 87.
1919: Samvæmt túnakorti var tvíbýli á jörðinni.
1919: “Túnin mestöll slétt og sléttuð[,] blettir aðeins hér og þar smáþýfðir.” Tún (Miðkot V), 1.1 hekt.,
garðar 500 m2. Tún (Miðkots S), 1 hekt., garðar 670 m2. Öll torfan samtals 2.1 hekt., og garðar 1170 m2.

Í „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Sandgerðisbæjar; Bæjarsker á Reykjanesi sunnan Sandgerðar“ árið 2017 segir m.a. um Bæjarsker:

Bæjarsker/Býjasker – saga

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóbúðir.

Nafnið Bæjarsker eða Býjasker á Rosmhvalanesi er nefnt í fjölmörgum heimildum. Elsta heimildin um bæinn kemur fram í Landnámabók en um og eftir 1300 kemur bæjarnafnið oft fram í Diplomatarium Islandicum eða Íslensku fornbréfasafni. Jörðin hefur því að líkindum byggst upp snemma. Samkvæmt heimildum var hálfkirkja á jörðinni og örnefnið Kirkjuklettur er til að mynda að finna á túnakorti Býjaskerjahverfisins. Örnefnið Lögrétta er einnig að finna Túnakort Býjaskerjahverfis. Deiliskipulagsreiturinn er nokkuð austan við túnið.

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóbúðir.

Á jörðinni sem bendir til þess að þar gæti hafa verið þingstaður. Hér á eftir má sjá upptalningu á þeim heimildum þar sem bærinn er nefndur og tilvitnanirnar sjálfar: [Um 1270]: Skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi. „ok þar vr sionhending j hinn hæsta stein aa markskeri. Þadann eigv sydvr biasker j midiann eyktiar holm.“( DI II, 77).
[Um 1270]: „Þetta er hvalskipte rost hvelínga: at þann hval sem meire er enn xij vætter ok half vætt ok rekvr millvm æsvbergs ok keflv vikur til motz vid niardvikínga skall skiptta j nív stade. […] Hinn vij hlvt eiga biasker ok kirkiv niardvik halfan hvort.“ DI II, 78-79. [1367]: „lxvi. Kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Byiaskerium a. etcetera. les wilchinsbok „; (Hítardalsbók DI III, 221) 10.6.1370: „Og af ollum bæium sudur Þadan [frá Hvalsnesi] til Voga allar skylldur [til Hvalsness] vtan af Biaskerium oc Þeim tveimur kotum sem Þar fylgir jordunni. tekst Þar af heima tiund. af Hvalsnesi skal syngia til Biaskeria annan huern dag helgan.“ (DI III, 256-257 [Hvalness]) 1397: „Kirkia hins heilaga Olafs konungs ad Biaskerium […].“ (DI IV, 105).

Bæjarsker

Bæjarsker – Hólkot.

5.9.1444: Skúli Loptsson selur Hallsteini Höskuldssyni Þingnes í Borgarfirði fyrir 60 hdr. „hier j mot gaf nefndur hallzsteinn halfa iord er heiter biasker er stendr aa Rosthualanesi firir halfan fiorda tug hundratha […]“. (DI IV, 658-659).
22.8.1488: Guðmundur Skúlason prestur selur Ólafi biskupi og heilagri Hólakirkju: „haalfa jord er heiter biaskier er liggur aa rosthualanesi j hualsnes kirkiv sokn fyrir fiorvtigi hvndrada […].“ (DI VI, 637).
21.6.1489: „medkienning Sniolf(s) prests ad hann hafe luckt peninga fyrir Biaskier Gudmunde Skulasine.“ (DI VI, 659. Sjá einnig bréf 22.07.1491, DI VI, 758).
[1490]: Dómur útnefndur af Diðrik Píning „aa biaskeria þingi“. (DI VI, 719).

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóhús.

10.4.1517: Ögmundur ábóti í Viðey selur Hannesi Eggertssyni Kirkjuból í Selárdal, Suðureyri og Tungu í Tálknafirði fyrir „[…] halfa Biaskier oc Þoristadi er liggia aa Hrosshvalanesi […].“ (DI VIII, 608. Sjá einnig bréf 14.9.1517, DI VIII, 637 og bréf 7.7.1519, DI VIII, 699).
1525: Máldagi Hóladómkirkju. „(Þ)etta jarda gödz atti holakirkia j sama tima. […] biasker half.“ DI IX, 301-302. 11.9.1539: Dómur tólf mann útnefndra „aa biaskerivm aa rosmhvalanesi.“ DI X, 474.
1547-1548: Fógetareikningar. „Jtem met Beerskeeriom v legekör. […].“ (DI XII, 116. Sjá einnig Fógetareikninga 1548-1549, DI XII, 142; 1549-1550, DI XII, 157; 1550, DI XII, 176; 1552, DI XII, 403).
1.9.1552: Skýrsla um jarðeignir sem Jón biskup seldi frá Hólastól. „Biasker half xxc.“ DI XII, 459-460.
25.12.1550: Skrá um eignir Hóladómkirkju. „Hafa þessar jarder. sem hier epter skrifast. logast og j burttu sellst fra Holakirkiu aa medan biskup Jon hefur halldit kirkiuna. […] Býasker half .xx. c.“ (DI XI, 872).

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóhús.

1686: 45 hdr., 100 ál.,konungseign (Björn Lárusson, 122).
1695: 45 hdr. (Björn Lárusson, 122).
1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, með hjáleigunum Sidstakoti, Midkoti, Holkoti, Barusgierde, eyðihjáleigunum Hialltakoti, Lambhúsi, Nordurkoti, Krossabrecku og Glæser auk tveggja ónefndra hjáleiga (JÁM III, 55-58).
„Eyvindr [frændi Steinunnar gömlu] bjó nokkura vetr síðan í Heiðabæ ok fór síðan á Rosmhvalanes til Bæjarskerja […],“(ÍF I, 391).
1703: „[…] staðfestu þennan framburð og sönnuðu með eiði, eptir uppátekt Páls [Beyers] og tilnefnd sýslumanns, á Býjaskerja-, Kálfatjarnar- og Kópavogsþingum, 2 lögréttumenn.“ (Vallaannáll, Annálar I, 451).
[Um 1840]: „Á Býjaskerjum […], er það ekki full 46 hndr. með 5 hjáleigum (aðrar 5 höfðu einhvörn t(íma) áður fyrr verið byggðar). […] Á fyrri dögum skyldu hafa verið margar hjáleigur fyrir utan þær, sem nú eru byggðar, sem nú sjást engin merki til, hvar staðið hafa“ segir í Sýslu- og sóknarlýsingum
(Gullbringu- og Kjósarsýsla, 80, 97).

Bæjarsker

Bæjarsker – sjóhús.

1847: 45 5/6 hdr., bændaeign, með hjáleigunum Hólkoti, Báruskeri og Norðurkoti, (JJ, 87).
1919: „Stakkagerði, þ. búð eyðilögð f. nák. 20 árum,“ segir á túnakorti. Þar eru einnig hjáleigurnar Hólahús og Syðstakot merktar sem og þurrabúðin Laufás.
Þurrabúðin Setberg, eyðibýlið Hábær og þrjú nýbýli, Vinaminni, Reynistaður og Sólbakki er nefnd í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker AG, 1-2). Örnefnið lögrétta er á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2).
Jarðarítök: Jörðin brúkar skóg til kolagerðar í almenningi. Að auki nýtir heimabóndinn grasnytjar af hjáleigunum Lambhúsi, Norðurkoti, Krossbrekku og tveimur ónefndum eyðihjáleigum (JÁM III, 55 58.)
„Meðan fjöruþang var eina eldsneytið, var Eyrin óþrjótandi náma og fengu margir aðrir en eigendur að njóta góðs af því, fyrir litla eða enga þóknun,“ segir í örnefnaskrá (Ö-Bæjarsker MÞ, 2).
1919: „Túnin mestöll slétt og sléttuð[,] blettir aðeins hér og þar smáþýfðir.“ Tún (Býjasker A), 2.6 hekt., garðar 1320 m2. Tún (Býjasker V), 2.6 hekt., garðar 1280 m2. Tún (Hólshús), 1.15 hekt., garðar 300 m2. Tún (Syðstakot), 1.4 hekt., garðar 1830 m2. Tún (Laufás), 0.33 hekt., garðar 400 m2. Öll torfan
samtals 8.08 hekt., og garðar 5130 m2.

Bæjarsker

Bæjarkser – Hólshús.

1703: „Torfrista og stúnga engin nema í sendinni jörðu valla nýtandi. Fjörugrasatekja nokkur. Hrognkelsafjara nokkur. Murukjarnar og söl er brúkaðar fyrir peníng […] lendíng slæm, önnur langt frá í flæðiholma og þar fyrir mjög bæði hætt fyrir skip og erfið […]. Tún gánga mjög af sjer fyrir sandi og sjáfarágángi. Engjar eru öngvar. Land graslítið, mestalt grjót og sandur. Flæðihætt mjög. Eldiviðartak ekkert nema af fjöruþángi. Vatnsból slæmt og þrýtur stundum,“ segir í JÁM III, 55.
„Ofan við túnið er kúagerði ,“ segir í örnefnaskrá AG. Þar kemur jafnframt fram að örnefnið Hesthúshóll sé á jörðinni (Ö-Bæjarsker AG, 2). „Sölvatangi. Langt rif, sem er milli sundanna. Sölvatekja,“ segir í örnefnaskrá MÞ (Ö-Bæjarsker MÞ, 3).

Í „Fornleifaskráningu í landi Bæjarskers vegna nýs deiliskipulags„, desember 2008, segir m.a.:

Bæjarskers

Bæjarskers – Hólshús.

„Í Landnámu er sagt að Ingólfur hafi gefið frændkonu sinni, Steinurði hinni gömlu, Rosmhvalnes allt að Hvassahrauni.
Íslensk fornrit árið 1270 greina frá rekaskiptum í Rosmhvalnesi þar er getið um rétt Bæjarskers til reka.
Hítardalsbók frá 1367, greinir frá kirkju Ólafs konungs helga á Bæjarskerum.
Jarðakaupabréf frá 1444 segir að Skúli Loftson hafi selt Hallsteini Höskuldssyni jörðina Þingnes i Borgarfirði í sextíu hundraða en Skúli leggur til á móti hálft Bæjarsker á Rosmhvalnesi, Hraunhafnarbakka á Snæfellsnesi og þar til fjögur kúgildi.
Í ágúst 1488 segir í Bíaskersbréfi gert á Mel í Miðfirði, að Guðmundur prestur Skúlason selji Ólafi biskup og heilagri Hólakirkju jörðina Bíasker á Rosmhvalnesi fyrir fjóra tugu hundruð í lausafé. Í júní 1489 er á Hólum er skráður vitnisburður Snjólfs Sigurðssonar prests um lokagreiðslu á andvirði Bíaskerja til handa Guðmundi Skúlasyni presti frá Ólafi biskup sem áður keypt hafi jörðina.

Bæjarhús

Bæjarhús – Hólkot; útihús.

Á Býjaskerjum 1490 er “Dómr Diðriks Pínings fóveta og höfuðsmanns yfir alt Ísland um skuldir Norðlendinga við Sunnlendinga, og um það, hve nær skuli vera vorvertíðarlok.”
Að Hólum í júlí 1491 lýsir Snólfur Sigurðsson prestur því yfir að hann hafi fyrir hönd Ólafs biskups lokið greiðslu til séra Guðmundar Skúlasonar fyrir jörðina Býasker með þeim greiðslu sem sem í bréfinu greinir.
Í Viðey í apríl 1517 lætur Ögmundur ábóti í Viðey Hannes Eggertsson fá til fullrar eignar jarðirnar Kirkjuból í Selárdal, Suðureyri og Tungu í Tálknafirði, fyrir jarðirnar Býjasker og Þórisstaði í Rosmhvalnesi.
Þá er á Býjaskerjum í september 1539 kveðinn upp 12 manna dómur sem skipaður var af Erlendi Þorvarðarsyni lögmanni vegna yfirgangs enskra manna á Íslandi.

Bæjarsker

Bæjarsker – Fjörukot.

Árið 1550 eru taldar upp jarðir Hólastóls sem seldar hafa verið í tíð Jóns biskups, þar á meðal er hálf Býjasker, xx, c.8.
Í Fógetareikningum frá 1547-1548 er getið um gjöld Beeraskeeriom (Býjaskers) til kirkju- og landskuldar.
Í Jarðabók frá 1703 segir um Biarskier (Bæjarsker) að jarðadýrleiki á jörðinni sé óviss og hún tíundist engum. Jörðin er í konungseign. Ábúandinn Runólfur Þórðarson lögréttumaður. Landskuld 2 hundruðustu, 60 álnir greiðist með 14 vættum fiska í kaupstað á Básendum, eftir að það var legit út, en áður greitt heim til Bessastaða. Við (timbur) til húsabótar leggur ábúandi til. Kúgildi eru fimm.

Bæjarsker

Bæjarsker – útihús.

Leigur greiðist með fiski í kaupstað. Kúgildið uppyngir ábúandinn fram að þessu, annars vonar hann að umboðsmaðurinn muni bæta upp það sem þarf að lóga sökum elli. Kvaðir eru um mannslán um vertíð. Kvikfénaður er fjórar kýr og eitt ungneyti. Heimilsmenn eru átta. Skóg til kolagerðar notar jörðin í almenningnum. Torfrista og stunga engin nema í sendinni jörðu, varla nýtandi. Fjörugrastekja nokkur. Murukjarnar og söl eru notað sem gjaldmiðill. Heimræði er árið um kring og lending slæm, önnur langt frá flæðihólma og þar fyrir utan bæði hættuleg og erfið fyrir skip. Hér ganga skip ábúananda eftir hentugleikum. Tún ganga mjög af sér vegna sands og sjávargangs. Engjar eru engar. Land graslítið mestallt grjót og sandur. Flæðihætta mikil. Eldiviðartak ekkert nema af fjöruþangi. Vatnsból slæmt og þrýtur stundum.

Bæjarsker

Bæjarsker – Hólshús.

Býjasker er sagt hafa níu nafngreinadar hjáleigur og að auki tvær sem eru farnar í eyði fyrir löngu og nafn á þeim er ekki vitað síðan.
Bárugerði er sögð fjórða hjáleiga frá Biarskieri.(Bæjarsker). Jarðadýrleiki er óviss.
Ábúandinn Jón Sverrisson. Landskuld 50 álnir. Borgist með þremur vættum fiska í kaupstað eða til heimabóndans. Við til húsabótar leggur heimabóndinn. Kúgildi er eitt. Leigur borgist í fiski eða smjöri til heimabóndans. Kúgildið uppyngir heimabóndinn. Kvaðir eru um mannslán árið um kring á skipti bóndans. Kvikfénaður eru tvær kýr, eitt hross. Hægt er fóðra eina kú og eitt ungneyti ríflega. Heimilismenn eru þrír og í þremur fjórðungum. Hjáleigumenn nýta sér fjöruna til eldiviðartaks og sölvatekju og hið sama murukjarna og önnur hlunnindi fjörunnar bæði til að næra sig og pening sinn.

Bæjarsker

Bæjarsker 1910. (Sigirður H. Guðjónsson)

Jarðatal Johnsens frá 1847 segir að jöðin sé í bændaeign, dýrleiki jarðarinnar sé 45 5/6 Landskuld 1,110. Kúgildi fimm. Ábúendur einn leiguliði. Í skýringum segir: Sýslumaður telur eigi hjáleigurnar en prestur þær allar og nefnir hann Miðkot svo og jb. (Jarðabók) 1803 og voru þá Uppsalir í eyði, en um þá segir A.M. að þeir hafi verið 20 hundraða bænda eign, með 100 al. Isk. 2 kúg. Í Jarðartali Johnsens er jörðin númer 55 í jarðaskrá.
Túnakort frá 1919 sýnir að þá hefur verið tvíbýli á Bæjarskerjum, Bæjarsker syðri og Bæjarsker nyrði.
Það er einnig sýnt á uppdrætti af Bæjarskeri frá 1910 sem gerður var eftir lýsingu Magnúsar Einarssonar, og teiknað af Sigurði H Guðjónssyni.

Heimildir:
-Fornleifaskráning vegna fyrirhugaðs ljósleiðara í Suðurnesjabæ. Reykjavík 2022.
-Bæjarsker á Reykjanesi, sunnan Sandgerðisbæjar: Fornleifaskráning vegna deiliskipulags, Reykjavík 2017.
-Fornleifaskráning í landi Bæjarskers vegna nýs deiliskipulags, desember 2008.

Bæjarsker

Bæjarsker – uppdráttur ÓSÁ.