Leiran

Gengið var um Leiruna.
Leiran, milli Keflavíkur og Garðs, er einkar áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Fyrst má nefna að Brunnurflest kennileiti fyrrum búsetu útsvegsbændasamfélags eitt þúsund ára hefur verið svo að segja þurrkað út með þegjandi sam-komulagi athafnamanna, þ.e. golfvallagerð, þrátt fyrir fjölmargar undirliggjandi búsetuminjar sem og örnefni á svæðinu kveði á um annað.
Nefna má að Leiran fóstraði og brauðfæddi eitt fjölmennasta mannsamfélag á Suðurnesju um tíma og eiga margt manna og kvenna uppruna sinn þangað að rekja.

Rosmhvalaneshreppur var væntanlega til frá upphafi hreppaskipunar við lögtöku tíundarlaga 1097, þar til farið var að breyta skipun og mörkum þessara sveitarfélaga á ofanverðri 19. öld. Rosmhvalaneshreppur átti Njarðvíkurjarðirnar, en missti þær úr sínu umdæmi 1596. Hreppurinn náði yfir allan ytri hluta Reykjanesskagans og átti land að Hafnarhreppi og Grindvíkurhreppi að austan og Vatnsleysu-strandarhreppi að norðan.
HrúðurnesvörÁrið 1886 breyttist hreppaskipanin á Reykjanesskaga með þeim hætti, að hinum forna Rosmhvalaneshreppi var skipt í tvennt og nýr hreppur stofnaður. Hann hlaut nafnið Miðneshreppur og náði yfir ysta hluta skagans vestan Hafnarhrepps. Innri hlutinn náði yfir Keflavík, Leiru og Garðinn, að mörkum Útskála og Kirkjubólshverfis og hélt sínu forna nafni. Þegar Miðneshreppur hlaut kaupstaðaréttindi 3. desember 1990 var hann nefndur Sandgerði.
Keflavíkurkauptún komst fljótt í landþröng, enda Keflavíkurjörðin afar smá og var þá brugðið á það ráð árið 1891 að löggilda hluta af landi Njarðvíkurhrepps sem verslunarlóð Keflavíkurkauptúns og eftir það var kauptúnið í raun í tveimur hreppum.
MelbærÞann 15. júní 1908 var sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu sent bréf frá stjórnarráði Íslands um breytingu á takmörkum Rosmhvalaneshrepps og Njarðvíkurhrepps. Í því kom m.a.. fram, að Njarðvíkurhreppur ásamt landi jarðarinnar Keflavíkur skuli vera hreppur útaf fyrir sig, er nefnast ætti Keflavíkurhreppur og Rosmhvalaneshreppur að fráskilinni jörðinni og kauptúninu Keflavík skuli vera sjálfstæður hreppur og heita Gerðahreppur.
Takmörk hins nýja Keflavíkurhrepps voru þáverandi takmörk Njarðvíkurhrepps og gagnvart Gerðahreppi, landamerki jarðarinnar Keflavíkur. Hélst friður um þau mörk í nærfellt 6 áratugi eða þar til 14. maí 1966, að samþykkt voru lög frá Alþingi, þar sem hreppamörk Gerðahrepps og Keflavíkur voru færð til norðurs og dregin frá Hólmbergsvita í háspennulínu ofan þjóðvegar. Nafni Gerðahrepps var breytt í Sveitarfélagið Garð þann 27. janúar 2004.
GuðrúnarkotÞegar jarðabókin var tekin saman árið 1703 voru alls sextán jarðir í byggð í Garði og Leiru auk Útskála. Jarðirnar voru þessar: Hrúðurnes, Stórihólmur, Litlihólmur, Gufuskálar, Meiðastaðir, Ívarshús, Kothús, Varir, Brekka, Skeggjastaðir, Gauksstaðir, Gerðar, Miðhús, Lambastaðir, Rafnkelsstaðir og Krókur og að auki er getið hinna fornu Heiðarhúsa, sem stóð á heiðinni upp af Meiðastöðum og Rafnkelsstöðum, og enn má sjá leifar af. Heiðarhús varð klausturseign og síðar konungs, líkt og flestar jarðirnar á svæðinu. Síðar fór hún í eyði, en var nýtt frá nærliggjandi jörðum.
BergvíkurvörMörk Sveitafélagsins Garður liggja frá Garðskagatá um Skálareyki og um fríhöfn flug- stöðvar-byggingarinnar á Keflavíkurflugvelli. Eystri mörk liggja frá flugstöðvar-byggingunni að mörkum heiðinnar fyrir ofan Sandgerði og þaðan í vitann á Hellisgnípu. Margt norðan við þessa línu er í rauninni stórmerkilegt, ef vel er gaumgæft. Táknrænt er að kirkjugarður Keflvíkinga skuli vera á mörkunum – og rúmlega það. Hluti hans teigir sig inn fyrir mörk Garðs, en það er í raun lýsandi dæmi um mikinn og jafnan áhuga sunnanmanna á landssvæðinu þar fyrir norðan. Má nefna golfvöllinn nýjastan í því sambandi, en áður útræðið. Haga fyrir hross sín sækja Keflvíkingar og til Garðs.
BergvíkurbrunnurTöluverðar breytingar hafa síðustu áratugi átt sér stað í Garðinum. Leiran er komin í eyði og á landi landnámsjarðarinnar Stóra-Hólms er nú með betri golfvöllum landsins. Golfararnir mættu af og til staldra við af og til milli högga og íhuga um stund hina merkilegu sögu svæðisins fyrrum.

Leiran mun hafa dregið nafn sitt af leirunni með lágri ströndinni milli Hólmsbergs og Rafnkelsstaðabergs. Í dag er hún að mestu horfin, en hærri bakkar komnir í hennar stað. Bæði hefur gróið land sumstaðar náð lengra út (sbr. Leiruhólma, sem eitt sinn var útgerðarstaður), en sjór brotið það smám saman líkt og annars staðar á Suðurnesjum, og auk þess hefur bökkum, sem draga nöfn sín af einstökum bæjum næst ströndinni, verið hlaðið upp ofan hennar og tún ræktuð efra.
HólmsbergÞað er samdóma álit eldri manna að sandstrandir og leirur hafa verið á undanhaldi með ströndum Faxaflóa á síðastliðnum áratugum, enda mikill sandur verið tekinn víða til húsbygginga í langa tíð.  Í Leiru og Garði, ystu byggð Reykjanesskagans, hafa minjar, sem voru svo algengar hér áður fyrr, og þóttu bæði svo sjálfsagðar og eðlilegar, að ekki tók að minnast á þær í annálum eða sérstökum lýsingum, fengið að vera óáreittar. Einkum er þær að finna í Út-Leirunni, ofan og innan við Réttarholt sem og vestan við íþóttahúsið í Garði. Þessar minjar eru og verða dýrmætari eftir því sem tíminn líður. Líta má á þær sem verðmæti komandi kynslóða.
KortÁttir í Leiru og Garði voru jafnan einungis tvær; inn og út. Þannig var Leirunni jafnan skipt upp í Innleiru (Hólmshverfið) og Útleiru (Gufuskálahverfið) og Garði var skipt upp í Inn-Garð (Rafnkelsstaðir og Meiðastaðir) og Út-Garð (Útskálar, Miðhús og Lambastaðir með Mið-Garð eða Gerðahverfið á milli. Hefur þetta sennilega verið gert til einföldunar því ströndin liggur milli átta; norðvestur og suðaustur. Líklega hefur fólki fundist lítt ágreiningslaust að ákveða mörk áttanna (vestur og norður annars vegar og austur og suður hins vegar) hverju sinni, og því einfaldað þau til ágreiningsléttingar. Víða má sjá á letri hvernig íbúar á tilteknum svæðum hafa komið sér saman um viðurkennd viðmið á meðan aðkomufólk virtist hafa notað sín eigin. Þannig hefur á stundum komið upp misskilningur um leiðir og staðsetningar, allt eftir því hver um fjallar.

GapastokkurÞótt byggðin hafi hörfað úr Leirunni hefur byggðin í Gerðalandi á hinn bóginn vaxið ört og þar er nú myndarlegt þéttbýli. Fyrr á tímum var oft mikið fjölmenni í Garðinum þó landrými væri ekki mikið og hjáleigur margar sem fylgdu aðalbýlum. Gegnum aldirnar hefur verið mikil sjósókn frá Garðinum enda stutt á fengsæl fiskimið. Árið 1780 voru taldir 120 manns í Garði en þá voru 288 heimilisfastir í Útskálasókn.
Um aldamótin 1900 voru eftirfarandi bæir syðst í Leirunni, auk hjáleiga og tómthúsa. Innsta húsið í Inn-Leiru hét Bergvík. Bergvík var samheiti á bæjum þeim, er mynduðu hálfhring eða skeifu umhverfis geysimikinn mel innst undir Ritunýpu, sem er vestasta nýpan af fjórum á leiðinni til Keflavíkur. Býlin í Bergvík voru nefnd eftir eigendum sínum eða ábúendum, s.s. Einarskot, Brandskot eða Margrétarkot, Guðrúnarkot, Pálsbær og Bakki.
TóftFraman af var ekkert hugsað um ræktun í Bergvík, nema ef vera skyldi hjá einum bónda. Hann hafði töluvert af kindum og ræktaði stóran túnblett fyrir framan hjá sér. Setti þessi ræktun hans vinanlegan svip á umhverfið. Tóku aðrir upp eftir honum að rækta bletti hjá sér, einkum kálgarða og smá túnskákir framan við húsin. Grjótmelurinn við Bergvík hefur á seinni árum verið hagnýttur sem steypuefni í Garðinum og Keflavík. Þangað var t.d. sótt byggingarefni í Garðskagavita.

ÁlfakirkjanHólmsberg endar til norðurs í Berghólum. Hóllinn næstur Bergvíkurtúninu, beint upp af svonefndum Gónhól, var nefndur Gapastokkur. Talið er að strákar hafi farið djarflega framan í honum og sýnt það gapaskap þegar þeir voru að klifra. Huldufólkstrú lá á þessum hól. Hann er hár og klettóttur sjávarmegin og illfær. Þóttust menn oft heyra mannamál og áraglamur niðurundan hólnum, einkum að kvöld- og næturlagi. A.m.k. þrjár tóftir eru á og utan í Gapastokk. Austsuðaustur af Gapastokk er stór ílangur klettur, sem er eins og hús í laginu. Svolítill hnúður er á norðvesturenda hans. Steinn þessi var nefndur Álfakirkja. Gamalt fjárskjól er norðvestast á Berghólum, fast við gömlu götuna til Keflavíkur. Stóravör var beint niðurundan Gónhól.

GapastokkurNorður af Bergvík var Grænigarður eystri og vestari og þá Lindarbær. Vatnsbrunnurinn, fallega hlaðinn, er í Dalnum. Í leysingum fór Línlækur þar niður um. Í Dalnum var stundum þveginn þvottur. Af því dregur Línlækur nafn sitt og eftir vatnsbólinu heitir Lindarbær. Norðar með sjónum var Melbæjarbakki og norðar Melbær, steinsnar frá Bakka. Upp úr torfbænum að Melbæ var byggt timburhús, portbyggt með íbúðarlofti. Í þetta nýja hús var sett eldavél, niðurmúruð eins og þær tíðkuðust fyrst eftir að þær tóku að flytjast hingað til lands. Þóttu þær all nýstárlegar og hinir mestu kjörgripir, enda var þá strax farið að baka í þeim brauð og “bakkelsi”. Mun þetta hafa verið fyrsta “Maskínan”, sem kom í Leiruna, að sögn Þorbjargar Sigmundsdóttur, sem ólst upp frá fjögurra aldri að Efra-Hrúðurnesi í Leiru (fædd 15. okt. 1878).
Sundvarðan“Myndi þetta þó þykja þröngur kostur nú til dags og ófýsileg lífskjör, en samt er gagnlegt og lærdómsríkt fyrir nútímafólk, sem flestir hlutir eru lagðir upp í hendurnar á, að hyggja að þeim stórstígu breytingum til bættra lífskjara, sem orðið hafa á síðar aldarhelmingi (20. aldar).”
Það mikla og raunalega atvik skeði milli jóla og nýárs aldamótaárið, að eldur kom upp í Melbæ að í ofsaroki að næturlagi og brann þar allt sem brunnið gat og þar á meðal 2 kýr í fjósinu. Mannskaði varð þó ekki og bjargðist fólkið allt, fyrst og fremst fyrir dugnað húsbóndans og áræði, en við björgunarstarfið skaðbrenndist hann bæði á höndum og andliti. Dóttir hjónanna brenndist einnig mjög mikið.
Stóri-HólmurUtan og suðvestan við Melbæ var Efra- og Neðra-Hrúðurnes, sem drógu nöfn sín af hólmanum þar utan við; Hrúðurhólma. Hann var hinum megin við svokallað Hólmasund, sem var þrautalending í Leiru og mátti lenda þar í öllum áttum, nema norðanátt. Í þeirri átt gat sundið verið stórhættulegt. Á seinni huta 19. aldar fórst þar skip af Seltjarnarnesi. Formaðurinn hét Loftur frá Bollagörðum og var nýkvæntur dóttur Guðmundar frá Nesi þegar þetta gerðist. Skammt frá var Efra-Hrúðurnes. Norðvestar var Garðhús. Fyrir neðan Garðhús stóð Ráðagerði, stórt timburhús með háu risi. Það stóð næst Hrúðurnesjabæjunum. Vestar var býlið Kötluhóll. Þá kom Stóri-Hólmur.

Á göngu um Leiru var tækifærið notað til að rifja upp sögu og sjósókn í Garði (Inn- og Út-Leiru og -Garði).
Guðmundur A. Finnbogason segir frá Leirunni í Lesbók Morgunblaðsins; “Leiran slagaði eitt sinn upp í Keflavík. Hún var þyrping fátæklegra býla með ofurlitlar grasnytjar, en lífsbjörgin kom umfram allt upp úr sjónum. Nú býr þar enginn, bærinn á Stórhólmi stendur einn eftir, en þotur koma í lágflug inn yfir þessa grænu vin, þar sem Suðurnesjamenn koma nú saman í frístundum og leika golf. Leiran var á landnámsöld einn þeirra staða við sunnanverðan Faxaflóa sem Ingólfur landnámsmaður Arnarson skenkti Steinunni gömlu frænku sinni. Hún hafði átt Herlaug bróður Skalla-Gríms, sem nam land á Mýrum og hún bjó í Leiru eða sem hét Hólmur og síðar Stóri-Hólmur eða Stokkhólmur.
MyndSíðan fer engum sögum af búskap í Leiru þar til 1703, að manntal fór fram, en þá voru 4 býli í Leiru og íbúar um 51. Á Stóra-Hólmi töldust 26 til heimilis, 6 á Litla-Hólmi, 7 í Hrúðurnesi og 15 á Gufuskálum. Þrettán býli voru orðin í Leirunni árið 1801 og íbúarnir 74. Þeim hafði fækkað niður í 6 árið 1836. Eftir það færðist nýtt líf yfir plássið og býlin urðu 12 og íbúarnir 82. Árið 1870 eru Leirumenn orðnir 138 og býlin orðin 16. Árið 1950 voru aðeins 5 býli eftir í Leirunni og árið 1960 stóð Stóri-Hólmur þar einn eftir.
Leiran var á sínu blómaskeiði eitt af allra bestu fiskiþorpum við sunnanverðan Faxaflóa. Þar var róið sem víða annars staðar svo til árið um kring. Vetrarvertíðir voru þó almesti sjósóknatíminn og oftast allra besti fiskitíminn. Úr Leirunni var oft hægt að sækja til fiskar á bæði borð, þegar frá landi var komið.
SkjöldurÁ árabilinu 1631 til 1910 hafa svo vitað sé 14 skip og bátar farist er gengu úr Leirunni. Af þessum fleytum fórust 68 menn, þar af tvær konur. 23 menn fórust á þessu tímabili af Gufusskálaskipunum, 15 af Litla-Hólmsskipunum og 8 af Stóra-Hólmsskipunum, en færri af öðrum.
Innnesingar voru þeir nefndir er komu suður í Leiru í byrjun vetrarvertíðar með skipshafnir sínar til að róa þaðan.” Ofan við Hólm eru rústir Steina, en þar vilja sumir meina að Steinunn gamla hafi búið.
Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er kveðið á um að Steinunn gamla hafi fengið Rosmhvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og er talið að hann hafi haft bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru.

HorftFyrir norðan Kötluhól stóð Stór-Hólmsbaðstofan. Neðar er Stóra-Hólmshúsið. Vestan við Stóra-Hólm er bátslaga óræktarsvæði. Hleðsla hefur verið og er umhverfis og lengi vel var bletturinn girtur af. Sú sögn var um blett þennan að þar væri fornmaður grafinn og honum mætti ekki raska. Sumir segja að þar hafi Hólmkell, fornmaður, verið grafinn með haugfé sínu, en ekki er vitað til þess að gengið hafi verið úr skugga um það. Sigurður B. Sívertsen, prestur á Útskálum segir frá þessu í lýsingu Útskálaprestakalls árið 1839 að svo hafi verið mælt að á Stóra-Hólmi “hafi byggt fornmaður nokkur, sem Hólmkell hafi heitið og skal vera heygður þar í túninu.” Ofar var annar hóll, nú sléttaður. Þar vilja kunnugir meina að hafi verið dys Steinunnar landnámskonu.
HiðTvær tóftir eru við Gapastokk. Líklegt má því telja að hann hafi gegnt veigameiru hlutverki fyrrum en hér hefur verið greint frá.
Til gamans, svona í lokin, var fróðlegt að fylgjast með atferli aðdáenda golfvallarins; hver og einn einasti hafði allan tímann “fógusinn” á lítilli kúlu, sem hann ýmist sló frá sér að dró, en enginn virtist hafa áhuga á minjagildi svæðisins m.t.t. þess fólks er þar bjó – og dó.
Með svolítilli hugsun og nærgætni mætti svo auðveldalega sameina annars vegar nútímaáhugaefnin og tengslin við fortíðina.
Uppdráttur og staðsetning bæja og örnefna er byggður á nokkrum slíkum frá því á 20. öld sem og viðtölum við kunnuga (sjá meira síðar). Má þar nefna loftmyndaörnefni Ófeigs J. Ófeigssonar frá 1987, en hún hangir nú upp á vegg í Golfskálanum í Leiru.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
HólmsbergLeiran