Camp Lambton

Lambton

Ýmsar herminjar eru í landi Sólvalla og Reykjalundar í Mosfellsbæ. Raunar er aðeins einn braggi enn þá uppistandandi en auk hans má sjá 31 vel varðveitta braggagrunna, bílagryfju, vatnsból og veg.

Limbton

Camp Limbton í Mosfellsbæ.

Braggarnir tilheyrðu Camp Lambton Park sem var eitt fjölmargra braggahverfa sem komið var upp í Mosfellssveit fljótlega eftir komu hersins til Íslands árið 1940. Að norðvestan rann Camp Lambton Park saman við Camp Clayton Park og voru samtals 144 braggar í þessum tveimur hverfum þegar mest var. Þarna höfðu fyrst Kanadamenn og síðan Bandaríkjamenn aðsetur. Í þeim hluta Camp Lambton Park sem hefur varðveist voru liðsforingjabúðirnar.
Auk braggahverfa til íbúðar risu á nokkrum stöðum braggasjúkrahús. Eitt þeirra var Álafoss Hospital, staðsett skammt frá Camp Lambton Park og Camp Clayton Park. Þegar spítalinn hóf starfsemi voru þar 250 sjúkrarúm en í neyðartilvikum var hægt að taka við allt að 550 sjúklingum. Starfsmenn voru tæplega 200. Spítalinn var staðsettur þar sem Reykjalundur er nú og er því horfinn en minjar í nágrenninu minna á hann.

Limbton

Camp Lambton í Mosfellsbæ – uppdráttur af braggahverfinu.