Núpafjall

Í “Aðalskráningu fornleifa í Ölfusi – Áfangaskýrslu III” má lesa eftirfarandi um Camp Cameron á Núpafjalli í Ölfusi:

Núpafjall
“Vorið 1941 sendu Bretar aftur herlið fram á Núpafjall. Gerðu þeir bílfæra braut, kílómetra langa, suður af Hellisheiðarvegi […]. Þaðan lá brautin vestan undir klettabelti um einstigi og á sveig niður í dalverpið norður af Hurðarásvötnum. Þar reistu þeir tjaldbúðir og eitthvað af bröggum fyrir veturinn […]. Þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum Suðurlands vorið 1942, yfirtóku þeir stöðvarnar á fjallinu af Bretum. Við Hurðarásvötn voru reistir einir 15 braggar. Þar var sett upp öflug dísilstöð og kampurinn raflýstur, en neyzluvatn sótt á tankbíl úr Hveragerði,” segir í Styrjaldarárin á Suðurlandi e. Guðmund Kristinsson. Camp Cameron er í hálfgrónu dalverpi ofarlega á norðausturhluta Núpsfjalli. Landið er smáhæðótt og er mosi mikill í sverði, þó stendur smágrýti og annað grjót sums staðar upp úr mosanum. Herminjar eru innan svæðis 21440×270 m að stærð og snýr nálega austur-vestur. Í bókinni Styrjaldarárin á Suðurlandi er teikning birt af braggahverfinu, byggður á þeim minjum sem sáust á yfirborði árið 1998. Teikningin er ekki í réttum hlutföllum, en sýnir ágætlega þær minjar sem sjáanlegar eru þegar komið er á vettvang.”
Leifar skotbyrgja eftir loftvarnabyssur má sjá á fjallinu ofan við braggahverfið, en auk þess voru þar ratsjármastur.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Ölfusi – Áfangaskýrsla III, 2020.

Núpafjall

Núpafjall – Camp Cameron; loftmynd 2020.