Stakkavíkurstígur

Ætlunin var að skoða götur á milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur í Selvogi. Vitað er að gata (Alfaraleiðin vestari), tvískipt, lá skammt ofan við ströndina, djúpt mörkuð í hraunhelluna á köflum. Hún skiptist síðan á austanverðir Hellunni í Alfaraleiðina neðri og Alfaraleiðina efri.
GálgaklettarNeðri leiðin er einnig tvískit á kaflanum austan Háa-Hrauns. Þá lá hestvagnagata ofar í hrauninu og ekki er ólíklegt að enn önnur leið hafi legið á kafla upp undir Stakkarvíkur- og Herdísarvíkurfjalli. Í örnefnalýsingu segir m.a.: “”Upp úr Dalnum liggur Stakkavíkurgatan, sem liggur NV yfir hraunið. Gata þessi lá
að Herdísarvík og upp að fjallinu. Á vinstri hönd við götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar. Þar sat Selvogsörninn.”
Þarna á milli, neðan við Alfaraleiðina, eru einnig áhugaverða minjar, s.s. Mölvíkurvarir og sjóbúð. Við hestvagnaleiðina, sem er á löngum kafla ofan í Herdísarvíkurveginum, má einnig sjá leifar eftir vegagerðarmennina. Eldri gatan birtist undan nýrri veginum í Mölvíkurhrauni. Hraunið, sem rann úr Draugahlíðum um 1340, fór bæði yfir þá götu og neðri Alfaraleiðina þar sem nú er Háa-Hraun.
Ætlunin er að skoða betur gatnakerfið í heild á þessu svæði.

Vagnvegurinn

Í örnefnalýsingum fyrir Stakkavík og Herdísarvík er lýst ginum gömlu götum að og frá bæjunum. Í lýsingu Stakkavíkur segir m.a.: “Stakkavík átti mikið land að sjó, eða úr mörkum við Breiðabás, sem var hálfur í landi Stakkavíkur. Breiðabáskampur var mikill og hár.  Þar frammi í sjó var uppmjór klettur, Markklettur. Þá voru hraundrangar þar austur af, síðan tók við vík allbreið, kölluð Mölvík, með Mölvikurkampi. Austast í henni voru klappir, og [var] þar kallað Varir eða Mölvíkurvarir. Í Breiðabás og á Mölvík var rekasvæði ágætt. Ofanvert við kampinn var Mölvíkurtjörn, en vestur úr henni eða lægðinni, sem hún liggur í, er sæmilega bílfær vegur, Mölvíkurstígur upp á alfaraveginn uppi á brunanum.
BúðBúðarrúst er austur af Tjörninni, Mölvíkurbúð, frá þeim tímum, er útræði var úr Mölvíkurvörum;  þar er og Mölvíkurfiskabyrgi. Þar upp af framan í brunanum eru svo Grenshólar.
Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur af þeim taka svo við Draugagjár, og eru þar klappir og klettar. Á einum stað liggur milli klettanna gjá;  þar svarrar sjórinn fast.
Á Draugagjárlóninu er steinn mikill, Skarfaklettur. Austarlega í Draugagjám er klöpp, þangi vaxin og öðrum sjávargróðri. Í Skarfaklettureina tíð lá Steinbogi út á klöppina, og þá leið fór féð til beitar. En á flæði hraktist það af klöppinni í ker, sem þar liggur inn af, og drapst þar. Þar af var kerið kallað Drápsker. Fyrir þessa sök var steinboginn brotinn.
Fjaran austur af Draugagjám er nefnd Bergdalir og er klettótt mjög. Nafnið fær þessi hluti fjörunnar af grasi vöxnum hvömmum ofanvert við Bergdalakamp. Þar er Vestasti-Bergdalur, Mið-Bergdalur og Austasti-Bergdalur. En vestur af Bergdölunum lá enn dalur kallaður Vestastidalur, en Mið-Bergdalur var stundum kallaður Stóri-Bergdalur.
Austur af Bergdölum tekur við Happasælavik og ber nafn með rentu, því þarna er rekastaður góður. Þar austur af tekur við Krókur með Króksbót og liggur allt austur að Skothellu, og eru þar mörk milli Stakkavíkur og Vogsósa.
AlfaraleiðinOfanvert við sjávarkampinn, sem liggur frá Draugagjám austur að Skothellu, er austast Víðisandur, og liggur vestasti hluti hans undir Stakkavík. Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun. Svo segja Selvogsingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga. Við götur þessar upp af Happasælaviki er Hundaþúfuhóll, sem allt eins er kallaður Hulduþúfuhóll. Þaðan liggur gatan um klappirnar ofan við Bergdali. Alfaravegurinn efri liggur um Hellurnar upp á brunann allmiklu ofar. Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.”
Stakkavíkurvegi er lýst með upptalningu frá bæ og áfram upp Selskarð á Stakkavíkurfjalli: “1. Stakkavík: Heim við tún byrjaði vegurinn og lá upp 2. Stakkavíkurhraun: Í austur neðanvert við Fjárborgina. 3. Flötin: Úr hrauninu lá vegurinn um flöt ofan við Botnavik. 4. Lyngskjöld: Sem er hraunbrekka ofan og austan Flata. 5. Selskarðsstígur: Heitir vegurinn eiginlega heiman frá bæ þá leið sem þegar er lýst upp í 6. Selskarð: Sem er í Stakkavíkurfjallsbrún. 7. Stakkavíkurfjall: Er þá komið upp á Stakkavíkurfjall, eða Fjallið. 8. Stakkavíkursel: Spölkorn ofan brúna [?] er þetta sel. 9. AlfaraleiðinLeirdalur: Er þar nokkru ofar. 10. Helgadalur: Dalur þessi eða hvammur er þar enn ofar. 11. Langhólar: Þeir eru þar enn ofar og liggja í Hlíðarveg. 12. Brekkurnar: Þær eru nokkrar með sérnöfnum. 13. Dýjabrekkur 3: Þær eru allt upp undir Ása. 14. Dýjabrekkuhóll: Hann er á hægri hönd við Veginn. 15. Ásarnir: Taka svo við og liggja á beggja megin vegar. 16. Svörtu-Ásar: Liggja á vinstri hönd. 17. Vesturásar: Þar norðar og á vinstri hönd. 18. Austurásar: Beint á mót á hægri hönd. 19. Hvalhnúkur vestari: Hann hefur blasað við alla leiðina. 20. Hvalhnúkatagl: Um það liggur vegurinn og beygir til hægri. 21. Skarðshraun: Inn og austur eftir hrauni þessu, sem mun vera kennt við Grindaskörð. 22. Skarðahraunsvörður: Allur er vegurinn varðaður þessum vörðum. 23. Tvívörður: Upp í þessar vörður sem standa með nokkurra metra millibili. Þar um liggur svo 24. Suðurferðaleið: Sem áður er lýst. 25. Vetrarvegur: Vegur þessi var farinn á vetrum. Þótti hann öruggari en Suðurferðaleiðin.”
Um Herdísarvíkurveg segir: “1. Bæjarhlið:  Vegurinn lá heiman frá bæ og um hlið þetta. 2. Túngarður: Austur með Túngarði. 3. Kátsgjóta: Framhjá gjótu þessari. 4. Langigarður: Með Langagarði lá vegurinn. 5. Herdísarvíkurbruni: Um Brunann og áfram austur. Fiskigarðar: Milli Fiskigarðanna á Brunanum. 7. Mölvíkurklappir: Um Mölvíkurklappir. 8. Háa-Hraun: Yfir brunann og niður á 9. Hellurnar: Ofarlega og austur þær. 10. Sandhlíð: Upp Sandhlíð upp á 11. Háahraun eystra: Sem er annað nafn á Stakkavíkurhrauni. 12. Hvíkubakkar: Um gróna sléttu litla í Hrauninu.
13. ummerkiBorgartungur: Um Borgartungur ofanvert við Fjárborgina. 14. Flötin: Niður á Flötina og á Stakkavíkurveg.”
Þá segir um Stakkavíkurgötuna frá Stakkavík, sem Herdísarvíkurvegur liggur á: “Upp úr Dalnum liggur Stakkavíkurgatan, sem liggur NV yfir hraunið. Gata þessi lá að Herdísarvík og upp að fjallinu. Á vinstri hönd við götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar. Þar sat Selvogsörninn.”
Um Alfaraleiðina frá Vogsósavaði (Vesturleiðina, en Austurleiðin nefnist veghlutinn frá vaðinu austur eftir) og vestur úr segir: “1. Vesturleiðin: Lá frá. Vogsósavaði út á 2. Víðisand: Mikið sandflæmi. 3. Melatögl: Eru á vinstri hönd melvaxnir hólar. 4. Flæðin: Svæði á hægri hönd, sem flæddi stundum yfir.
Vetrarblóm5. Stórabarð: Það er nokkuð vestarlega á Víðisandi. 6. Hellur: Þegar Víðisandi lauk tóku þær við. 7. Neðri-Leiðin: Neðrileiðin var eldri miklu og lá nær sjó. 8. Krókabót: Ofanvert við bót þessa lá Leiðin. 9. Bergdalir: Taka við vestarlega á Hellunum og eru þar vel troðnar brautir í Hellurnar. 10. Hulduþúfuhóll: Leiðin liggur fast við Hól þennan. 11. Happasælavik: Sem er vestan til við Bergdali. 12. Draugagjár:  Þangað liggur Leiðin og hverfur hér undir hraunið eða Stakkavíkurbruna. 13. Efri-Leiðin: Leiðirnar skiptast á Hellunum. 14. Leiðamót: Austanvert við 15. Sandhliðið: Hlið á girðingum sem girðir af Sandinn. 16. Hellur: Leiðin liggur hér um Hellurnar. Spor eru hér ekki eins glögg og á Neðri-Leiðinni. 17. Háahraun: Leiðin liggur um troðning þvert um Brunann. 18.Mölvíkurklappir: Leiðin liggur nú hér um djúpar götur. 19. Herdísarvíkurbruni: Leiðin liggur svo um bruna þennan. 20. Langigarður: Að garði þessum og meðfram honum. 21. Herdísarvík: Ofan Herdísarvíkurtúngarðs [?].
22. Herdísarvíkurhraunið eldra:  Leiðin liggur hér ofar Gamla-Sjávarkampsins. 23. Herdísarvíkurhraunið yngra: Leið lá í bugðum og beygjum hér um. 24. Sængurkonuhellir: Framhjá hellisskúta þessum. 25. Vonda-Klif: Um Klif þetta og hraunið þar hæst. 26. Sýslusteinn: Hann er þá á hægri hönd.”
Þá segir: “Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu. Austur með Selvegi er Selhóll og Selhólsbruni.”
Blómstrandi vetrarblómið minnti á upprisu sumarsins.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Sjá MYNDIR

Stakkavíkurgötur