Sléttuhlíð – haust
Sumarið 1925 úthlutaði fasteignanefnd Hafnarfjarðar fyrstu lóðunum fyrir sumarbústaði í Sléttuhlíð ofan bæjarins, þeim Jóni G. Vigfússyni og Magnúsi Böðvarssyni með skógrækt á svæðinu að markmiði.
Um svipað leyti hófst skógræktin á svæðinu. Með henni hófst ræktun og uppgræðsla í annars niðurbitnum hlíðunum sem var því að miklu leyti ógróin þegar fyrstu bústaðirnir risu, en eitthvað var um kjarrlendi í hraunhvammi í norðurenda hlíðarinnar. Árið 1941 voru girðingar settar upp sem hjálpuðu mikið til við uppvöxt gróðurs þar sem fjárbeit var enn almenn.
Kringum 1940 fjölgaði eftirspurn eftir landi fyrir sumarhús og var þá úthlutað nokkrum lóðum. Árið 1950 bættust einnig nokkur sumarhús við eftir að vatsnveitan var leidd í stokk.
Á svæðinu er einnig að finna gróðurspildur, kallaðar Landnemaspildur sem hefur verið úthlutað til einstaklinga eða félagasamtaka sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur haft umsjón með.
Þarna hefur í áranna rás vaxið upp myndarlegt skógræktarsvæði með tilheyrandi sumarhúsbyggð. Landnemaspilduum umhverfis var fyrst úhlutað árið 1979 og svo aftur um 1990 og má í dags sjá dæmi um árangurinn.
Skipulögð skógrækt í Sléttuhlíð hófst (skrifað 2025) fyrir sléttum 100 árum. Skv. því eru að lögum allar fyrrum mannvistaleifarnar á svæðinu frá þeim tíma orðnar að fornleifum. Í dag er öll hlíðin skógi vaxin og haustlitirnir, sem endurspegla nú upphafsins, er bæði táknmál vonar og fyrirheitar. Hvergi er fegurrðin meiri í umdæmi Hafnarfjarðar á haustin – og þótt lengra væri leitað. Mörg mannanna handverk má sjá í hlíðunum, sem aldrei hafa verið skráðar á blað sem slíkar.
Sjá meira um Sléttuhlíð HÉR og HÉR – og auk þess MYNDIR.













