Fjöll

Meðalfell

Fjall, andstætt fjörunni, er landform sem gnæfir yfir umliggjandi landslag. Hæð ein sér nægir ekki því fjall er venjulega hærra og brattara en hæð. Á Reykjanesskaganum eru fá fjöll, en þess fleiri fell.
Í rauninni er einungis stigsmunur á Festisfjallfjalli og felli – þau síðarnefndu eru jafnan lægri. Þannig eru t.d. Festisfjall (190 m.y.s) og Lyngfell (162 m.y.s.) ofan við Ísólfsskála svo til samföst, en hið síðarnefnda örlitlu lægra. Örskammt frá eru tvö fjöll, Fiskidalsfjall (204 m.y.s) og Húsafjall (174 m.y.s.). Þarna gætu mörkin virst vera nálægt 160 m.y.s., en skammt vestar er Sýlingarfellið (188 m.y.s), sem skv. því ætti að vera fjall. Fagradalsfjallið rís þó undir nafni (385 m.y.s.). Kistufellið skammt austar ætti því að vera fjall því það er 335 m.y.s. Helgafell er einnig um 340 m.y.s. og Húsfell 278 m.y.s.  Það virðist því engin ein regla gilda um framangreindar nafngiftir, þ.e. fjall annars vegar og fell hins vegar – a.m.k. ekki á Reykjanesskaganum. Margir líta framhjá framangreindu og telja að fjall sé bara fjall og fell sé bara fell, en svo einfalt er það nú ekki. Fjöllin (fellin) eru bæði mörg og margvísleg.
Keilir gæti talist fjall (379 m.y.s) sem og Esja. Það fjall stendur við Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Útsýni yfir fjallið hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu, og til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum og síðþýðum snjósköflum í fjallinu. Hæsti tindur Esjunnar er 914 m.y.s. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði. Esja er reyndar syðsta blágrýtisfjall á Íslandi.

Móskarðshnúkur

Blágrýti er tegund basalts, grátt með bláan blæ. Það er dulkornótt svo kristallar sjást ekki greinilega. Það er algengasta gosberg jarðarinnar og Esjan því dæmigerður fulltrúi dæmigerðustu fjalla jarðar. Það að vera dæmigerð getur varla talist áhugavert – eða hvað? Hafa ber í huga að Esjan býður upp á fjölbreytilegstu gönguleiðir landsins þar sem blágrýti slær í takt við líbarít og móbergsmyndanir. Himinn og haf aðskilja þær tvær bergtegundir eins og síðar á eftir að koma í ljós.
Basalt er basískt storkuberg (gosberg) samansett af plagíóklasi, ólivíni, pýroxeni og seguljárnsteins-steindum. Gjarnan er í því einnig basaltgler. Basalti er skipt í þrjá flokka eftir gerð; blágrýti, grágrýti og móberg. 70% af heildaryfirborði jarðar er talið vera basalt. Við eldgos úr möttli jarðar myndast basalt. Grágrýti (einnig nefnt grásteinn eða dólerít) er smákornótt basalt.
Móberg er hins vegar bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni. Bergtegundin er algeng á Íslandi, ekki síst á Reykjaneskaganum, og eru mörg íslensk eldfjöll úr móbergi, sum hver með hraunlagi efst, sem er til marks um að gosið hafi náð upp úr jöklinum eða vatninu Slík fjöll kallast stapar.
KeilirVið gos undir vatni storknar kvikan mjög hratt og nær ekki að mynda samfellt berg. Móbergið verður þannig í raun til eftir að gosi er lokið. Gjóskan límist þá saman fyrir tilstilli holufyllinga sem verða til við ummyndun á glerinu í gjóskunni.
Til eru nokkrar tegundir af móbergi eftir því hvernig það hefur myndast; bólstraberg, móbergstúff og þursaberg. Öll bestu vatnsvinnslusvæði á Íslandi eru í grágrýtis- og móbergsmyndununum þar sem berg er gropið.
Fjöll (fell) á Reykjanesskaganum draga gjarnan nöfn af sögum (fornsögum/þjóðsögum) eða kennileitum (lögun/nýtingu). Þannig dregur Svartsengisfell nafn sitt af svörtum sauði Hafurs-Bjarnar, Þórðarfell af nafni bróður hans, (G)Núpshlíðarháls af föður honum og Festisfjall þjóðsögunni af festi tröllkonu. Skógfellin og Vatnsfell draga nöfn af nýtingunni fyrrum sem og Kálffell, Keilir og Kistufell af löguninni og Sundhnúkur af kennileitinu áleiðis inn á lendingar Grindvíkinga. Helgafell er að líkindum kennt við kirkju er átti að hafa verið í Helgadal. Þar mótar fyrir rústum, sem hingað til hefur verið sýnd ótrúlega vanræksla af hálfu bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.
EsjaHér að framan var getið um nafnið 
„Esja“. Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“.
En h
vernig verða fjöllin til? Það eru til margar gerðir af fjöllum; há og lág, brött og aflíðandi, hvöss og slétt að ofan, dökk fjöll og ljós, stök og í fjallgörðum og svona mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum fjölbreytileika er sú að fjöllin hafa myndast við mismunandi aðstæður, úr mismunandi kviku og síðan er mismunandi hvernig náttúruöflin hafa leikið þau í gegnum aldir og árþúsundir.
Fjöll geta myndast við það að meginlandsflekar rekast saman (fellingafjöll). Líka við eldgos, ýmist stök fjöll eða fjallhryggir. Mörg fjöll á Íslandi hafa orðið til við eldgos. Sum þessar fjalla eru virk sem þýðir að ennþá er talinn möguleiki á eldgosum þar, en önnur er kulnuð.
Gígur HáleyjardyngjuFjöll sem myndast við eldgos geta verið margskonar. Ef gosið stendur yfir mánuðum eða árum saman og upp kemur mikið þunnfljótandi hraun myndast dyngja, sem er flatur hraunskjöldur en ekki hátt fjall. Skjaldbreiður er stærsta dyngjan á Íslandi. Á Reykjanesskaganum er Þráinsskjöldur stærsta dyngjan, en auk hans má sjá dyngur eins og Sandfellshæð, Hrútargjárdyngju, Heiðina há, Skálafell á Reykjanesi. Háleyjarbungu o.fl.
Eldkeilur, eins og Öræfajökull og Snæfellsjökull, eru dæmi um aðra tegund eldfjalla. Eldkeilur myndast þegar oft gýs á sama staðnum en þá hlaðast upp strýtulaga eldfjöll þar sem hraun- og gjóskulög eru á víxl.
Jöklar geta líka myndað fjöll eða réttara sagt þá geta þeir grafið í sléttlendi (sem hefur myndast þegar hraun rann í eldgosum) og breytt því í fjöll og firði. Þannig hafa til dæmis firðirnir og fjöllin á Aust- og Vestfjörðum myndast. Dæmi um slíka myndun má einnig sjá í Esjufjöllum.
Jöklar koma líka við sögu við myndun móbergsstapa, eins og til dæmis Keilir, því móbergsstapar og móbergshryggir myndast við eldgos undir jökli.
SveifluhálsSíðasta ísöld hófst fyrir um 2,8 milljónum ára og lauk fyrir um 10.000 árum. Það var þó ekki stanslaus vetrarkuldi allan þann tíma heldur skiptust á kuldaskeið og hlýskeið. Það er ekkert sem að bendir til þess að eldgos hafi verið óalgengari á ísöld en þau eru í dag. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að á því tímabili þegar ísöld var að ganga í garð hafi eldgosum fækkað vegna aukins þrýstings frá upphleðslu íss. Að sama skapi voru eldgos tíðari þegar ísöld lauk og þrýstiléttir varð vegna ísbráðnunar. Í stuttu máli:

Ísöld gengur í garð  = fækkun eldgosa
Ísöld stendur yfir = ástand eðlilegt
Ísöld lýkur = fjölgun eldgosa
Nútími = ástand eðlilegt

Þorbjarnarfell (Þorbjörn)

Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands má lesa um eldvirkni á ísöld. Þar segir meðal annars: „Þegar í upphafi ísaldar var eldvirknin einkum bundin við miðbik landsins og færðist, er á leið, á mjó belti suðvestan-, sunnan- og norðanlands og eru þar nú aðaljarðeldsvæði landsins. En auk þess voru allmikil eldsumbrot við utanverðan Skagafjörð og á Snæfellsnesi og hafa eldsumbrot haldist á síðarnefnda svæðinu fram á nútíma.
Gosbergið varð ólíkt að ytri gerð eftir því hvort það kom upp á auðu landi á hlýskeiðum eða undir jökli á jökulskeiðum þótt kvikan væri hin sama.
Á hlýskeiðum runnu grágrýtishraun langar leiðir og oft langt út fyrir gosbeltin. Þessi hraun komu ýmist frá gossprungum, eldkeilum eða dyngjum. Dæmi um eldkeilur sem gusu á ísöld og eru virkar enn í dag er Snæfellsjökull“, sem sést vel frá Reykjanesskaganum í góðviðrum.
Þorbjarnarfell er dæmi um móbergsstapa sem myndaðist á einu af jökulskeiðum síðustu ísaldar – og jafnvel því fyrra.
Á kuldaskeiðum ísaldar mynduðustu hins vegar móbergsfjöll við gos undir jökli, sem fyrr sagði, ýmist móbergshryggir sem hljóðust upp á sprungum en náðu yfirleitt ekki upp úr jöklinum eða móbergsstapar sem hlóðust upp úr jöklinum. Þessi fjöll setja mikinn svip á landslagið enn þann dag í dag. Sem dæmi um móbergshryggi má nefna Sveifluháls, Núsphlíðarháls, Fagradalsfjöllin, Skógfellin og Þórðarfell ásamt Sandfelli og samraðandi fjöllum (Súlum og Sandfelli), en dæmi um móbergsstapa er bæði Keilir og Fjallið eina – svo eittvað sé nefnt.
Hér hefur ekki verið fjallað um Hengil og nærliggjandi fjöll, enda efni í alveg sérstaka umfjöllun. Þrátt fyrir það má sjá að fjöllin hafa upp á ýmislegt að bjóða þeim er þangað vilja sækja – engu síður en fjölskúðug fjaran.

Heimildir m.a.:
-www.visindavefur.is

Trölladyngja?