Álafoss

Álafoss

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Má enn sjá leifar af tveimur dýfingarpöllum ofan við fossinn sem og leifar af stíflunni.

Álafoss

Álafossverksmiðjan um 1920. Fremst á myndinni er gripahús, en búrekstur var lengi stundaður á Álafossi jafnhliða verksmiðjurekstrinum. Fjær er verksmiðjuhúsið, sem reist var árið 1896 og stendur enn. Greinilega má sjá rörið, sem liggur frá stíflunni niður í verksmiðjuhúsið, en vatnsaflið var notað við ullarvinnsluna. Fólk er á ferli í kringum Álafosslaugina, en í fjarska má greina fjallsnípuna Reykjaborg, en skammt þaðan á Varmá upptök sín.

Markmiðið með friðlýsingu Álafoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan, nánasta umhverfi hans sem og menningarminjar sem tengjast sögu og þróun Mosfells­bæjar. Svæðið er fjölsótt, bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Álafoss

Dýfingar við Sundlaugina ofan við Álafoss.

Álafoss og nágrenni voru friðlýst sem náttúruvætti þann 25. apríl 2013. Friðlýsta svæðið er 1. 4. hektarar að stærð og nær yfir fossinn og næsta nágrenni hans, þar á meðal Álanes, sem er einn af eldri skógum bæjarins.

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa, en áin og fossin tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst urrarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Vatn var leitt í sveru röri niður í tóvinnuhúsið, sem enn stendur neðar í brekkunni. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni, sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Hægt var að synda um 100 metra án þess að snúa við og haft var á orði á sínum tíma að á Álafossi væri lengsta sundlaug í heimi. Þegar innilaug var vígð að Álafossi árið 1933 dró smám saman úr notkun útilaugarinnar, enda tók áin að kólna verulega vegna virkjunarframkvæmda í Reykjahverfi.
Má enn sjá leifar af stíflunni og tveimur dýfingapöllum ofan við fossinn.

Almenningi er heimil för um náttúruvætti Álafoss, en fylgja skal merktum stígum og leiðum.

Álafoss

Álafoss.