Surtla vegin

Surtla

„Stefndi Surtla nú aftur að Brúnunum en þar hagar þannig til að ókleifir klettar eru þar á köflum en á milli er kleift. í samtali við Morgunblaðið 2. september 1952 segir Jón Kristgeirsson m.a.: „Skipti það engum togum, að Surtla fer fram af klettabrúninni og niður klettabeltið sem ég hafði ekki ímyndað mér að væri fært nema fljúgandi fugli. Í klettunum stanzaði hún um stund.“
herdisarvik-229Bræðurnir voru einnig hvíldinni fegnir en ekki tjáði að hvílast lengi því að hvíldin kom fleirum að gagni en þeim. Surtla kunni að nota sér aðstæðurnar, kastaði mæðinni og safnaði kröftum fyrir næstu atrennu. Þegar hér var komið sögu höfðu nokkrir bílar staðnæmst á veginum fyrir neðan hlíðina og var þar saman kominn hópur fólks, sem fylgdist með atburðunum í fjallinu. Reyndi fólkið sem niðri stóð að gefa þeim bræðrum ábendingar um ferðir kindarinnar en hljóðbært var þarna í fjöllunum.
Ekki höfðu þeir hvílst lengi, er lagt var á stað á ný. Tók Surtla þá enn á sprett og beygði inn að berginu, hljóp utan í því nokkurn spöl og fótaði sig í stórgrýtisskriðu, snarbrattri, sem teygði sig upp eftir skoru í hengifluginu en skyndilega þaut hún beint niður stórgrýtta skriðuna í miklum loftköstum. Ekki áttu þeir sem á horfðu von á því að halda þyrfti elingarleiknum áfram en ekki urðu þó þarna endalok ævi þessarar harðgerðu skepnu. Stefndi Surtla nú niður á undirlendið en Hallgrími tókst að komast yfir hana og hélt hún á ný á brattann.
Á brúninni vörnuðu þeir Jón og Hákon henni uppgöngu. Þóttust menn nú sjá að Surtla var farin að þreytast því hún var farin að reyna að fela sig í gjótum og lautum. Barst leikurinn þannig um stund eftir fjallshlíðinni í austurátt eða þar til bræðurnir sáu að vænlegra væri að fá hana til að snúa við, því þeir væru orðnir kunnugri vesturhlutanum og ættu hægara um vik að fást við hana á þeim slóðum.
Surtla-221Hafði eltingarleikurinn nú staðið á fimmtu klukkustund og var Surtla á klettasyllu. Var Hallgrímur fyrir neðan ána en Jón og Hallgrlmur fyrir ofan. Nokkur kyrrð var nú á, því bræðurnir ætluðu sér að þrengja hringinn og freista þess að handsama Surtlu. Eins og áður sagði voru nokkrir hópar manna á ferli i fjalllendinu ofan við Herdisarvík þeirra erinda að leita Surtlu þennan dag. Í einum þeirra voru þeir Sigurgeir Stefánsson, verslunarmaður, Kristinn Hannesson, verzlunarmaður og Jóhannes Guðmundsson, verzlunarstjóri en allir voru þeir þremenningarnir búnir skotvopnum. Voru þeir á ferli nokkru vestar en Jón, Hákon, Hallgrímur og Óskar og voru á leið heim að bifreið sinni er þeir sáu í kíki hvar menn voru á hlaupum uppi á Brúnum. Fara þeir í átt til bræðranna og koma þar að sem Hallgrímur stendur heðan Brúnanna en hinir uppi, en Surtla var að kasta mæðinni í klettunum. Sigurgeir og Kristinn fara upp í klettana, Kristinn að vestanverðu en Sigurgeir að austan. Jóhannes kemur sér fyrir hjá Hallgrími. Bræðurnir sjánúað komnir eru til leiksins menn búnir vopnum og biðja þeir þess, að Surtla verði ekki skotin þarna í höndunum á þeim. Ekki urðu aðkomumennirnir við ósk þeirra og jafnskjótt og Sigurgeir og Kristinn hafa komið sér fyrir skýtur Jóhannes í klettana rétt við bæli Surtlu. Tók hún þá á rás vestur eftir klettunum en sneri við austur á bóginn. Meðan þessu fór fram gullu skotin hvert af öðru I hllðina en ekkert hæfði Surtlu, fyrr en hún lenti í fangi Sigurgeirs, sem hæfði hana í þriðja skoti, eins og segir í viðtali við Kristin Hannesson í Morgunblaðinu 2. september 1952. Dauðaskotið var í hnakkann og kom út um ennið.
Þar með var æviskeið þessarar harðgerðu svörtu sauðkindar á enda. Ekki var hún þó gleymd, því næstu dægur snúast umræður manna á milli vart um annað en dauða Surtlu, í dagblöðum höfuðstaðarins birtast fjölmargar greinar og vísur um hana og haldið er áfram að deila um, hvort rétt hafi verið að málum staðið með  því að láta hana falla fyrir skoti- í smalamennskum.
Surtla var eins og áður sagði í þremur reifum þegar hún féll en talið er að hún hafi verið 5 til 6 vetra. Það er hald manna að hún hafi aldrei í hús komið en vitað er að nokkrum sinnum tókst að reka hana í aðhald, þó jafnan stykki hún úr því, er hún hafði skilað lambi sínu. Mánudaginn 1. september lá höfuð Surtlu á skrifstofu Sauðfjárveikivarna en síðar var það og búkur Surtlu flutt til rannsóknar á Keldum. Við rannsókn þar fundust engin merki um að kindin hefði verið sýkt, hvorki af garnaveiki né mæðiveiki. Líkamsleifum Surtlu var að rannsókn lokinni brennt nema hvað Birni A. Blöndal, starfsmanni Sauðfjárveikivarna, tókst að bjarga höfði hennar og lét hann stoppa það upp. Fyrir nokkrum árum var Tilraunastöðinni að Keldum og Sauðfjárveikivörnum fært höfuðið að gjöf frá Birni.“

Heimild:
-Morgunblaðið 7. apríl 1977, bls. 101.

Surtla

Surtla á Keldum. Sigurður Sigurðsson klappar holdgervingnum.