Jólin

Spenastofuhellir
„Jól og áramót eru hvort tveggja til að halda uppá vetrarsólstöður – að fornum sið. Fyrir 3000 árum síðan kunnu menn að fylgjast með himninum og vissu á hvaða degi vetrarsólstöður lentu á hverju ári.
Kalfatjarnarkirkja-VVVÁ miðöldum tóku svo nefndir valdamanna kirkjunnar við því mikilvæga hlutverki að ákvarða dagsetningu vetrarhátíðarinnar, skálduðu upp sögur í kringum Jesús nokkurn Jósepsson, sem eflaust var mælskur og heillandi maður, en kunnu þá ekki að stilla af dagatal miðað við sólargang, enda slík vísindi ekki á valdi annarra en hinna hæfustu manna. Nefndirnar gátu á þeim tíma ekki orðið sammála um dagsetningarnar og því urðu þær allnokkrar – misgæfulegar.
Nú er aftur leyfilegt að tímasetja vetrarsólstöður eins og þær eru í raun, en við höldum ekki uppá þær sem skyldi (einhverra hluta vegna). Menn dýrka enn Jesús um jól og fagna nýju ári um áramót og þykir hvort tveggja merkilegt en horfa framhjá því hversu stórkostlegt það er að við getum í dag mælt nákvæmlega möndulhalla jarðar og stöðu hennar á braut í kringum sólina og vitum uppá sekúndu hvenær vetrarsólstöður eru. Þetta er í raun allt miklu merkilegra en eldgamlar tilbúnar sögur, sem flestir fylgja enn þann dag í dag (af óskiljanlegri venju).
Framangreint segir sína sögu um hversu nútímamaðurinn er móttækilegur fyrir sjálfgefnum og athugasemdalausum tillögum hversdaglífsins…
Gleðileg jól.“

Vertarsólhvörf

Vetrarsólhvörfum fagnað að jólasið.