Arnarbæli

Ofan við Arnarbæliskirkjugarð í Ölfusi er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Arnarbæli

Arnarbæli – minnismerki í Arnarbæliskirkjugarði.

“Arnarbæli var höfuðból í Ölfusi gegnum aldirnar. Þar var fyrst getið kirkju um 1200. Hún var helguð heilögum Nikulási, dýrlingi sæfara. Ýmsir þekktir menn bjuggu í Arnarbæli, til dæmis Tumi Sighvatsson um 1200 og Þorvaldur Þórarinsson 1289. Þar hefur hann skrifað Njálu ef trúa má tilgátum Barða Guðmundssonar. Árið 1510 lætur Skálholtsbiskup dæma dómkirkjunni jörðina, sem var í konungseign, vegna vanskila bóndans við kirkjuna. Prestsetur verður í Arnarbæli 1580.

ArnarbæliSagnir herma að hafskipi hafi verið siglt upp Ölfusá að Arnarbæli og bendir örnefnið Bjálkhús (Búlkhús) til þess að farmur hafi verið borinn af skipi þar. Má vera að satt sé því mikið hefur Ölfusá borið af jarðefnum síðan. Sögn er að Ögmundur Pálsson, síðar Skálholtsbiskup, hafi stýrt skipi til hafnar í Bjálkhúsósi.

Arnarbæli átti ýmis ítök; reka, skipsuppsátur í Þorlákshöfn og Selvogi, einnig lax- og selveiði í Ölfusá. Prestur leigði slægjur til flestra bænda í Ölfusi.

ArnarbæliJarðskjálftarnir á Suðurlandi 1896 ollu gífurlegum skemmdum á bæjarhúsum og gripahúsum í Ölfusi. Í Arnarbæli voru fyrir jarðskjálfta átta bæjarhús sem öll gjörféllu. Þar voru níu gripahús og féllu öll. Kirkjan var eina húsið í Arnarbæli sem stóð af sér skjálftana en hún gekk til á grunninum.

Jarðskjálftarnir hófust að kvöldi 26. ágúst. Um máðanamótin ágúst september var búið að dytta að bænum og fluttu margir í hann um von um að ósköpin væru afstaðin. Það var gegn vilja prestsins Ólafs Ólafssonar og hans konu en þau gistu í kirkjunni með börn og tvær af stúlkunum.
ArnarbæliSíðasti skjálftinn reið yfir 10. september. Þá var heimilisfólk í Arnarbæli nýgengið til náða og flestir höfðu fest svefn þegar ósköpin dundu á.

Í Ölfusi gjörféllu 183 bæjarhús, 145 skemmdust mikið en 148 töldust lítið skemmd. Þar gjörféllu 198 gripahús, 207 skemmdust mikið en 144 töldust lítið skemmd. Mörg börn af jarðskjálftasvæðinu voru flutt á Reykjavíkursvæðið og dvöldu þar í fimm til níu vikur. Úr Ölfusi fóru 57 börn til tímabundinnar dvalar meðan verið var að lagfæra hús eftir jarðskjálftana.

Konungur Danmerkur, Friðrik áttundi, kom til Íslands í ágúst 1907 ásamt fríðu föruneyti. farið var ríðandi frá Reykjavík til Þingvalla, að Gullfossi og Geysi, þaðan að Þjórsárbrú. Síðan var haldið að Arnarbæli og gist þar. Með í för var Hannes Hafstein og fleiri fyrirmenn landsins. Hannes Hafstein, Friðrik konungur og Haraldur prins gistu í húsinu en fylgdarlið í tjöldum.”

Arnarbæli

Arnarbæli – skilti.