Lambagjá – vatnsveita
Gengið var upp með Lambagjá frá gamla Kaldárselsveginum. Gjáin, sem reyndar er hrauntröð, er bæði löng og breið. Til marks um mikilfeng hennar má geta þess að hún er nú friðlýst sem náttúruvætti. Hér er um að ræða eina af hrauntröðum Búrfells, en Búrfellshraun kemur úr gíg þess þarna skammt norðaustar. Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt […]