Entries by Ómar

Lambagjá – vatnsveita

Gengið var upp með Lambagjá frá gamla Kaldárselsveginum. Gjáin, sem reyndar er hrauntröð, er bæði löng og breið. Til marks um mikilfeng hennar má geta þess að hún er nú friðlýst sem náttúruvætti. Hér er um að ræða eina af hrauntröðum Búrfells, en Búrfellshraun kemur úr gíg þess þarna skammt norðaustar. Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt […]

Kirkjugatan milli Staðar og Járngerðarstaða

Í tilefni jólanna var gengið eftir gömlu kirkjugötunni milli kirkjunnar á Stað í Staðarhverfi og Járngerðarstaða. Kirkja Grindvíkinga var á Stað fram til 1907 og endurreist í Járngerðastaðahverfi 1909. Götuna gengu ungir sem aldnir um aldir. Staðnæmst var við Ósinn þar sem gatan hélt áfram yfir Hópið og sem leið lá áfram austur að Þórkötlustöðum. […]

Hraunssel – Breiðabólstaðasel – Hafnarsel

Gengið var að Hraunsseli. Lagt var af stað frá Raufarhólshelli í Þrengslunum og austur yfir gamburmosahraun með grónum lyngbollum í beina línu að Lönguhlíð þar sem styst er yfir hraunið. Gangan tekur innan við 10 mínútur. Í hraunkantinum, þegar komið er yfir, liggur selið, greinilega miðlungs gamalt. Í selinu eru fimm rými; baðstofa, búr og […]

Hverjir voru Tyrkjaránsmenn? – Þorsteinn Helgason

Í tímaritinu Sögu, 1. tbl. árið 1995, reynir Þorsteinn Helgason að svara spurningunni „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn?“. Eftirfarandi er hluti af umfjölluninni: „Í fyrri hluta greinarinnar er fjallað almennt um sjórán á 17. öld og nokkur hugtök skýrð. Þá er sagt frá heimildum um sjórán og einkum þau sem stunduð voru á vegum Algeirsborgar og Salé […]

Óþekkt kuml nálægt Reykjanesi

Við skoðun á áður þekktu minjasvæði frá því fyrir miðja 15. öld kom í ljós meint kuml. Um er að ræða gróinn manngerður hóll á ysta tanga byggðarinnar. Hóllinn er nú óðum að fjúka burt, auk þess sem sjórinn er smám saman að taka leifar hans til sín. Á Reykjanesskaganum eru allnokkrar fornmannagrafir; kuml, dysjar eða […]

Jóladagsferð – perlumóðuský

Gengið var suður með vestanverðri Setbergshlíð, um Gráhelluhraun, Þverhlíð, Seljahlíð og Svínholt. Dagurinn var jóladagur. Mannfólkið kúrði enn í híbýlum sínum, en Setbergslækurinn rann rólega sína leið og lék sér við klakaströnglið við bakkana. Mýsnar höfðu verið á kreiki um nóttina. Birtan yfir Vatnshlíðarhorni og Sveifluhálsi var einstök, gulrauður morgunroðinn í sinni fegurstu mynd. Í […]

Sængurkonuhellir II – Selvogur

Haldið var í Selvog. Á leiðinni var komið við í Sængurkonuhelli í Klifshæð, skammt frá Herdísarvíkurvegi, austan sýslumarka Árnessýslu og Gullbringusýslu. Að þessu sinni var hellirinn skoðaður betur en áður. Segja má að hann hafi komið mjög skemmtilega á óvart. Gamalt botnlaust emelerað vaskafat var við op hans, en þegar betur var að gáð kom […]

Holtsgata – álfasteinar

Enn ein gatan í Hafnarfirði sem heitir eftir nálægu kennileiti er Holtsgata. Gatan er nefnd eftir Holtinu, sem byggðin við Selvogsgötu, Hlíðarbraut, Hringbraut og Holtsgötu stendur á. Þó hefur hluta þess verið hlíft. Ástæðan er sú að þar var talin vera álfabyggð. Vilji var í bæjarstjórn að heimila byggð á holtinu, en horfið var frá […]

Jólasveinninn í Helgafelli – Þórarinn Reykdal

Í jólablaði Fjarðarfrétta 2022 er saga af „Jólasveininum í Helgafelli„, samin af Þórarni Reykdal á næturvöktum í Íshúsi Reykdals um miðjan sjötta áratuginn: „Jólasveinninn í Helgafelli vaknaði af værum blundi. Hann settist fram á rúmstokkinn og geispaði óskaplega og teygði úr sér. Það var nú reyndar engin furða, því að nú var kominn fyrsti vetrardagur, […]

Nýjasel – Pétursborg – Oddshellir – Vogasel

Gengið var að Nýjaseli. Tvær tóttir kúra þar undir Nýjaselsbjalla, misgengi, skammt austan við Snorrastaðatjarnir. Frá brún bjallans sést vel upp í Pétursborg á brún Huldugjár. Þangað er um 10 mínútna ganga. Borgin er nokkuð heilleg að hluta, þ.e. vestari hluti hennar. Sunnan við borgina eru tvær tóttir. Önnur þeirra, sú sem er nær, virðist […]