Entries by Ómar

Flekaskil og flekamót

Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafshryggurinn) „gangi“ á land á Reykjanesi en með honum liggja skil þessara tveggja fleka. Ísland skiptist þannig milli tveggja jarðskorpufleka. Austurhluti landsins tilheyrir […]

Möttull jarðar

Möttull jarðar og möttulstrókurinn sá, sem Ísland byggir tilvist sína á, hlýtur að vera okkur Íslendingum sérstaklega áhugaverður. Við, sem eintaklingar, erum lítilmótlegir andspænis mikilfengleikanum. Á Vísindavef HÍ má lesa eftirfarandi um möttul jarðar: Spurningin var: „Hvað viðheldur þeim mikla hita sem er í möttli jarðar í gegnum alla jarðsöguna og hvaðan kemur allt það […]

Hugmyndir og kenningar um Kristnitökuhraunið – Gísli Sigurðsson

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000 fjallar Gísli Sigurðsson um „Hugmyndir og kenningar um Kristnitökuhraunið„. Vegna þess að Kristnisaga hefur eftir sendiboða að hraunið „mundi hlaupa á bæ Þórodds goða“ töldu menn að hér væri sagt frá framrás Þurárhrauns eða Eldborgarhrauns, nokkru vestar, sem bæði runnu niður af hlíðinni ofan Ölfuss. En bæði þessi hraun eru […]

Tóftin á Flóðahjalla – Þorkell Jóhannsson og Óttar Kjartansson

Í Morgunblaðinu, blaði B, 2002, fjalla Þorkell Jóhannsson og Óttar Kjartansson um „Tóftina á Flóðahjalla og horfna tíð í Urriðakoti„: „Ný tegund tófta hér á landi eru leifar mannvirkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu. Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson kynntu sér tóft þessarar gerðar sem er í Setbergslandi, á Flóðahjalla, […]

Þjófnaður á verðandi fornminjum?…

Hér á eftir, líkt og svo margsinnis fyrrum,  verður fjallað um meintan „þjófnað“ á tilteknum minningarmörkum stríðsáranna á Reykjanesskaga. Fjallað verður sérstaklega um einn staðinn af öðrum fjölmörgum, og það að gefnu tilefni. Lög um minjavernd árið 2012 virðast hafa verið samþykkt af mikilli skammsýni. Am.k. var ekki í þeim hugað að mikilvægum fornleifum framtíðarinnar. […]

Þingvallaför 1907 – Dr. Louis Westerna Sambon

Í Eimreiðinni árið 1922 er grein eftir Dr. Louis Westerna Sambon um „Þingvallaför“ hans: Dr. Louis Westenra Sambon fæddist á Ítalíu (1871?), af frönskum, ítölskum, enskum og dönskum ættum. Faðir hans var franskur í föðurætt, en ítalskur í móðurætt. Móðir hans var ensk, skyld skáldinu Charles Dickens og komin af hinum fræga danska siglingamanni, Vitus […]

Ögmundarstígur – Jón Guðmundsson

Í Degi, Íslendingaþáttum, árið 1998 er fjallað um „Samgöngur hið forna„,  og er þar sérstaklega getið Ögmundarhrauns. „Forn gata um Ögmundarhraun. Þarna voru miklar samgöngur fyrr á öldum og hafa skeifur hestanna klappað götu í hraunhelluna. Fyrr á öldum voru miklar samgöngur milli Suðurlandsins og verstöðvanna á Suðurnesjum. Þar voru vermenn á ferð og eins […]

Dyngjur

Dyngja er breitt, aflíðandi og keilulaga eldfjall sem myndast í langvinnu eldgosi á hringlaga gosopi. Dyngjugos eru svo kölluð flæðigos þar sem hraunið er þunnfljótandi og flæðir langar leiðir. Eldvirkni í dyngjum getur varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Útlit fjallsins Dyngjur eru auðþekktar, þær líkjast skál eða skildi á hvolfi (Skjaldbreiður). Flestar dyngjur […]

Forn eldvörp í Selhrauni – Jón Jónsson

Í Náttúrufræðingnum 1965 má lesa um „Forn eldvörp í Selhrauni“ eftir Jón Jónsson, jarðfræðing. „Ekki alllangt sunnan við Straum í Garðahreppi og skammt vestan við Kapelluhraun eru forn eldvörp. Þar hefur Vegagerð ríkisins tekið rauðamöl til ofaníburðar í vegi, og það er mest þeirri starfsemi að þakka, að hægt er nú að fullyrða að hér […]

Ás – letursteinn

Letursteinn er við bæinn Ás ofan Hafnarfjarðar, fyrrum Garðahreppi. Steinninn er við fyrrum brunninn í bæjarlæknum skammt sunnan við bæjarstæðið. Þar við er nú hlaðin bogadregin steinbrú. Á letursteininn eru höggnar tvær myndir af ásum og sveigður kross ofar. Á tvær hliðar hans er höggvið rúnaletur, óskiljanlengt. FERLIR hefur reynt að leita uppruna steinsins. Hann […]