Entries by Ómar

Óttarsstaðir – örnefni neðan vegar

Eftirfarandi er hluti örnefnalýsingar Gísla Sigurðssonar um Óttarsstaði í Hraunum, neðan Reykjanesbrautar. Lýsing Gísla Sigurðssonar var borin undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti og síðan samin upp úr henni ný lýsing, sem hér fer á eftir. Gústaf er fæddur í Reykjavík 1906, en ólst upp í Eyðikotinu í Hraununum og var þar til 1937. Óttarsstaðir eru […]

Götusel

Þegar gengið er um Selvogsheiði ofan gömlu Fornugötu má sjá a.m.k. 15 selstöður í 25 seljum. Selstöðurnar eru greinilega mismunandi gamlar. Í þremur seljum eru nokkrar kynslóðir selja, allt frá fyrstu til loka seljabúskaparins í lok 19. aldar. Nokkrar eru óþekktar. Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir m.a.: „Fyrir ofan þjóðveg: Austur af Strandarhæð, sem er […]

Garður – Gísli Brynjólfsson

Þegar komið er að Garði, sem nú heitir Sveitarfélagið Garður, er fyrst komið að Rafnkelsstaðabergi. Bergið er ekki hátt, en af ofviðum þess ber Ellustekkur við sjónarrönd í vestri (sjá aðra FERLIRslýsingu). Áður fyrr var byggðin svo dreifð um allan Garð að hún var hæfileg blanda af þorpi og dreifbýli – og hafði kosti hvors […]

Sjávarjarðir – útræði, saga, hefðir og réttur

Guðrún Ása Grímsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun, flutti eftirfarandi erindi um útræði frá sjávarjörðum á ráðstefnu Samtaka eigenda sjávarjarða árið 2002. Hér er hluti af erindinu: „Af ákvæðum í rekabálki Jónsbókar, sem sótt eru í Grágás, verður ekki annað ráðið en að eigandi sjávarjarðar eigi skýlausan rétt á öllu sjávargagni fyrir landi sínu innan við netlög. […]

Sjóklæði

„Skinnklæði voru notuð hér á landi allt frá landnámsöld og þá sérstaklega á sjó. Vanalega var um að ræða stakk og brók auk höfuðfats og vettlinga. Þrjár gerðir voru af stökkum og fólst munurinn einkum á ermunum. Þeir voru úr sauðskinni, missíðir, og náðu flestir undir mið læri. Ærskinn þótti best í brækur en kálfskinn […]

Leiran – Gísli Brynjólfsson

Gengið var um Leiruna og Stóra-Hólm. „Leiran liggur við sjávarsíðuna, miðja vegu milli Keflavíkur og Útskála. Hún var eitthvert það besta fiskiver því þar mátti sækja sjó á báðar hendur, eins og segir í sóknarlýsingu frá árinu 1839. Nú mun hins vegar langt síðan nokkurri fleytu hafi verið róið til fiskjar úr Leirunni, enda hefur […]

Hvaleyrarvatn – framkvæmdir

Í sumar (2022) standa yfir framkvæmdir í kringum Hvaleyrarvatn. Skv. upplýsingum á skilti, sem sett hefur verið upp á vesturbílastæðinu er ætlunin að betrumbæta bílastæðið og bæði lagfæra og fjölga göngustígum umhverfis vatnið. Við upphaf framkvæmdanna spurðist fulltrúi FERLIRs fyrir um það hjá verktakanum hvort starfsmennirnir væru meðvitaðir um staðsetningu fornminja við vatnið. Hann hafði […]

Reykjanesvitar – umhverfi

Gengið var frá vitanum á Vatnsfelli á Reykjanesi, með ströndinni og yfir að Litlavita á Skarfasetri, austar á bjarginu, nokkru austan Valahnúks. Vitinn á Vatnsfelli, sem margir telja að heiti Bæjarfell, var tekinn í notkun árið 1908. Nafnið á fellinu er tilkomið vegna lítilla tjarna norðan við hæðina. Vitavarðahúsið stóð hins vegar upp af Bæjarfelli, […]

Almenningsvegurinn

Í örnefnaskrá og öðrum heimildum úr Vatnsleysustrandarhreppi er Almenningsvegurinn nefndur og er þá átt við þjóðleiðina sem lá úr Vogum (sem og öðrum byggðum sunnar) og inn í Hafnarfjörð. Hér er vegurinn rakinn frá Vogum í Kúagerði, þ.e. þann hluta var nefndur Almenningsvegur eða Menningsvegur, en vegurinn var vestari hluti Alfaraleiðarinnar gömlu millum Innnesja og […]

Alfaraleiðin

Hér er Alfaraleiðin rakin frá Kúagerði að Þorbjarnarstöðum í Hraunum við Hafnarfjörð. Þetta er austari hluti Almenningsvegarins frá Vogum, gamla þjóðleiðin millum Innnesja og Útnesja. Næst er haldið frá Kúagerði upp fyrir Reykjanesbrautina og að austurjaðri Afstapahraunsins en þar mátti rekja götuna áfram en líklega er hún nú horfin undir nýbreikkaða brautina. Rétt við gamla […]