Entries by Ómar

Smalaskáli

Svavar Sigmundsson skrifaði um örnefnin „Smalaskáli“ og „Smalabyrgi“ á vef Árnastofnunar árið 2018 (birtist upphaflega árið 2008): „Á Íslandi eru mörg örnefni sem eiga rætur að rekja til fyrri tíðar búskaparhátta sem nú eru horfnir. Eitt þeirra örnefna er Smalaskáli sem þekkt er sérstaklega um Suðurland og Suðvesturland (Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu) en […]

Fuglaþúfur

Það sem vekur mesta athygli er gengið er um móa og heiðar á Reykjanesi eru reglulegar fuglaþúfur, háar og stæðilegar. Þær gefa til kynna að þarna hafi verið kjörlendi mófugla um allnokkurt skeið. Þúfurnar hafa löngum verið yfirlitsstaðir spóa, kjóa, stelks, tjalds og smærri fugla, en auk þess hefur mávurinn nýtt sér aðstöðuna í heiðinni. […]

Stóri-Hólmur – Steinunn gamla

Árið 1965 eða 1966 fór Halldór Þorsteinsson frá Meiðastöðum í Garði með barnabörnin sín í gönguferð um Leiruna. Faðir hans, Þorsteinn Gíslason, var frá Melbæ í Leiru. Í hópnum var Kristjana Vilhjálmsdóttir, eitt barnabarna Halldórs. Hún man enn vel eftir þessari ferð. Áður en að frásögn hennar kemur er rétt að rifja upp atburði er […]

Flekkuvíkurheiði – fuglaþúfur

Gengið var um Flekkuvíkurheiði um Miðmundarhóla, Arnarvörðu, Tvívörðuhól og áfram niður og norðvestur heiðina áleiðis að Réttartöngum vestan Keilisness. Gróðureyðingin er nokkur á heiðinni, en þó má víða sjá geldingarhnapp, blóðberg og lambagras vera að festa rætur í moldardældum á vindsorfnum melum. Það sem vekur mesta athygli á þessu svæði eru reglulegar fuglaþúfur, háar og […]

Lýsing Kjósarhrepps

Í „Úrskurði Óbyggðanefndar“ árið 2004 má lesa eftirfarandi um „Lýsingu Kjósarhrepps„: „Sigurður Sigurðsson, prestur á Reynivöllum lýsti mörkum Reynivallasóknar svo árið 1840: „Takmörk Reynivallasóknar eru að norðanverðu: Botnsheiði og sá partur Hvalfjarðar, sem frá Neðra-Hálshólum liggur inn í landið fyrir norðan þann hluta sóknarinnar, er liggur fyrir norðan þann hluta sóknarinnar, er liggur fyrir norðan […]

Selsstörf og smalamennska

 Áður fyrr voru selsstörfin og smalamennskan órjúfanlegur hluti sumarvinnunnar frá fráfærum til sláttar. Reyndar leið nokkuð misjafn tími frá fráfærum til sláttar. Fór það eftir því hvað gras spratt fljótt, en oftast var það hálfsmánaðartími að minnsta kosti. Var þá nóg að vinna, sem eðlilegt var. Enn í dag má sjá um 250 selstöður á […]

Kerlingargil – Kistufells“eldvörp“ – op

Ætlunin var að leita að hyldýpum þeim er fundust og týndust aftur norðvestan Kistufells í Brennisteinsfjöllum. Opin eru skammt suðaustan við sjálfstæð eldvörp. Þau eru a.m.k. tvö, lítil umleikis, en undir sléttri hraunhellunni virtist einungis vera svart myrkrið. Gengið var upp Kerlingargil á Lönguhlíð, haldið upp rofsléttu og inn í „eldvörp“ norðvestan mikillar hrauntraðar frá […]

Konungsvegurinn 1907 II

Gamla reiðleiðin til Þingvalla frá Reykjavík lá um Seljadal. Þar má enn sjá leifar götunnar. Vagnvegur var síðan lagður í og við reiðleiðina á síðari hluta 19. aldar. Árið 1901 var byrjað á vagnvegi upp frá Reykjaveg ofan Seljadalsbrúna, sunnan Seljadals, og upp á Háamel þar sem göturnar mættust austan hans. Þeirri framkvæmd lauk 1906. […]

Stapagata

Stapagata er gömul gata er liggur ofan við Stapann milli Voga og Innri-Njarðvíkur. Gatan er vel greinileg og gaman að ganga hana. Á leiðinni er m.a. Grímshóll þar sem gerðist sagan af vermanninum og huldumanninum í hólnum. Gamla þjóðleiðin yfir Vogastapa til Njarðvíkur er framhald gömlu þjóðleiðarinnar (Almenningsvegar) milli Hafnarfirðar og Voga. Umferð um Stapagötuna […]

Kringlumýrarsel (Krýsuvík)

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um svæðið norðvestan, vestan og suðvestan Hettu: „Vestur með hálsi liggur leiðin áfram og blasir þá fyrst við Smjördalahnúkur og Smjördalir milli hans og hálsins. Héðan liggur svo slóðinn frá Hnúknum yfir dalinn að Vigdísarvöllum. Úr dölum þessum kemur lækur og rennur vestur norðan undir Hettu og […]