Entries by Ómar

Álfhóll – skilti

Við Álfhól í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar má m.a. lesa eftirfarandi: Hóllinn er trúlega þekktasti álfhóll Kópavogs og hefur skapað sér slíkan sess í skipulagi bæjarins að varla verður honum hnikað héðan af. Hann er sýnilegt dæmi um þjóðtrú Íslendinga og hve sterk hún hefur verið allt fram á þennan tíma. Hólinn mætti merkja með […]

Tröllabörn – skilti

Við Tröllabörn neðan Lögbergs í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar má lesa eftirfarandi texta: „Tröllabörn/Tröllabollar voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983. Tröllabörnin eru tíu talsins og fyrna gömul, eða um 4.500 ára. Á máli jarðfræðinnar nefnast þau hraundrýli (hornitos). Hraundrýli myndast þegar gas streymir út um rásir við eldgíga og í hraungöngum og rífur með sér […]

Sandgerðisgata II

Sandgerðisgata er víða vel greinanleg og vörðuð þótt sumar vörðurnar séu fallnar og sums staðar hafi verið rótað í henni með stórvirkum tækjum. Stefnan var tekin upp heiðina, um malargryfjur og slóða ofan byggðarinnar í Sandgerði. Digravarða er áberandi kennileiti í heiðinni, en hún var endurhlaðin fyrir skömmu. Þó má enn sjá leifar gömlu hleðslunnar. […]

Sandgerðisgata I

Lagt var síðdegis af stað frá Bjarmalandi 5 í Sandgerði. Íbúandi eru Reynir Sveinsson og Día, konan hans. Ætlunin var að fylgja hinni gömlu Sandgerðisgötu frá Sandgerði til Keflavíkur. Gatan var sögð vera víða vel greinanleg og vörðuð þótt sumar vörðurnar væru fallnar og sums staðar hafi verið rótað í henni með stórvirkum tækjum. Í […]

Hádegishóll – skilti

Á Hádegishól í Kópavogi er „Stupa„. Við hana er upplýsingaskilti. Á því má m.a. lesa eftirfarandi: Hádegishóll eða Hádegishólar draga nafn sitt af því að eystri hóllinn var eyktarmark frá bænum Fífuhvammi sem var syðst Kópavogsjarðanna fjögurra. Hóllinn var í hásuður frá bænum og bar því sól yfir hann á hádegi. Eyktarmark er fastur punktur […]

Náttúru- og söguperlan Vatnsleysuströnd

Þorvaldur Örn Árnason skrifaði árið 2024 um „Náttúru- og söguperluna Vatnsleysuströnd„. Þeir sem hafa uppgötvað Vatnsleysuströnd vita að hún er perla, bæði hvað náttúru og sögu varðar. Svo er hún aðeins um 20 km frá hvort heldur höfuðborgarsvæðinu eða Keflavíkurflugvelli. Þar eru gömul tún, tjarnir og falleg fjara, ýmist með svörtum klettum, hvítum skeljasandi eða […]

Kirkjuhvoll

Kirkjuhvoll var steinsteypt samkomuhús á Vatnsleysuströnd. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur nú fest kaup á húsinu og landareign sem því tilheyrir. Kirkjuhvoll var byggður af Ungmennafélaginu Þrótti og Kvenfélaginu Fjólu árið 1933. Skortur var á húsnæði fyrir starfsemi félaganna og almennt samkomuhald í hreppnum. Haldnar voru ýmsar samkomur í húsinu í þá tvo áratugi sem […]

Guðlaugs þáttur Gjáhúsa

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu árið 1957, fjallar Friðfinnur V. Stefánsson um „Guðlaugs þátt Gjáhúsa„. Símtal „Það var kvöld eitt, ekki alls fyrir löngu, að til mín hringir blaðamaður og spyr, hvort ég sé fáanlegur til þess að skrifa smáþátt um minn gamla vin og kunningja, Guðlaug heitinn Gjáhúsa. Ég tók þessu mjög illa. Taldi ég […]

Borgarholt – skilti

Á Borgarholti í Kópavogi er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: Jarðfræði Borgarholt, eins og önnur holt og hæðir í Kópavogi og á höfuðborgarsvæðinu, er að mestu gert úr grágrýtishraunum sem runnu á hlýskeiðum ísaldar fyrir nokkur hundruð þúsund árum síðan. Þá grúfði jökull yfir Kópavogi sem náði allt frá Bláfjöllum og út á Faxaflóa. Jöklarnir […]

Andrews – minnisvarðinn I

Í frásögnum fjölmiðla 2018 var fjallað um afhjúpun minnisvarða um flugslysið í Kastinu árið 1943. Afhjúpun minnisvarðar um flugslys á Reykjanesi 27.04.2018: „Fyrir 75 árum, hinn 3. maí 1943, fórst bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator sem bar heitið „Hot Stuff“ á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Flugvélin var á leið heim til Bandaríkjanna í fyrirhugaða sigurför […]