Entries by Ómar

Krýsuvík – kvartanir til Landsnefndar 1771

Eftirfarandi fróðleikur barst frá einum FERLIRsfélaganna: „Rakst á meðfylgjandi bréf frá hjáleigubændum í Krýsuvík um daginn og datt í hug að þið hefðuð gaman að. Bréfin eru til Landsnefndarinnar fyrir sem starfaði hér á landi á árunum 1770-1771 en þá gafst landsmönnum tækifæri á að skrifa til konungs eða embættismanna hans milliliðalaust (þ.e. án aðkomu […]

Jamestown – Skúli Magnússon o.fl.

Í Sjómannablaðinu Víkingur 1973 er fjallar Skúli Magnússon um „Skipsstrand við Básenda árið 1881„: „Flestir hafa hugmynd um að strönd Reykjanesskaga er mjög skerjótt og hættuleg skipum. Þau hafa ekki svo fá farist við þessa strönd þar sem úthafsaldan brotnar án afláts. Hér á eftir mun fara frásögn af einu skipsstrandinu er átti sér stað […]

Kolviðarhóll – reimleikar

„Elzta draugasagan, sem nú mun þekkjast frá sæluhúsinu við Húsmúlann, er meira en tvö hundruð ára gömul. Hún segir frá viðskiptum Eiríks í Haga í Eystrihrepp við draugana í sæluhúsinu, en Eiríkur var bóndi í Haga um og eftir aldamótin 1700, en andaðist gamall nálægt miðju átjándu aldar. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi ritaði sagnir um […]

Þorbjarnarfell – Gyltustígur – Þjófagjá

Gengið var upp úr Klifhólahrauni á Þorbjarnarfell að suðvestanverðu um svonefndan Gyltustíg og upp á vesturöxlina. Af henni er fallegt útsýni yfir Illahraun og Bláa lónið. Móbergshamrar eru undir og sjá má fýlinn fljúgja með brúninni. Haldið var áfram til norðausturs með norðuröxl fjallsins að vestanverðu og síðan beygt til hægri handan vesturbrúnar misgengisins, sem […]

Krýsuvík – gróðurhús og búskapur

Eftirfarandi umfjöllun um „Gróðurhús og búskap í Krýsuvík“ birtist í Skinfaxa árið  1951: „Á síðari árum hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðarkaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum. Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sunnanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, […]

Strand og timbur í Selvogi

Í Lesbók Mbl 20. febr. 1993 ritar Konráð Bjarnason grein,  „Sending af hafi jarðskjálftasumarið 1896„. Greinin fjallar m.a. um hús í Selvogi, sem voru byggð úr einstakri himnasendingu – strandreka. Konráð var áður búsettur í Hafnarfirði, ættfræðingur og fræðimaður, en hefur leitað heimaslóðanna á efri árum. „Þann 13. nóv. sl. gaf að líta eftirfarandi fyrirsögn og […]

Hagrænt gildi fornleifa

„Fornleifauppgröftur er í eðli sínu eyðileggjandi. Til þess að geta túlkað minjastaðinn verður oft að rífa steinahleðslur í sundur og grafa burt torfveggi og gólf. Enda þótt það bætist við þekkinguna við fornleifauppgröft, þá eru tengslin við söguna rofin með uppgreftinum og menningarlandslagi svæðisins breytt. Hingað til hefur helst verið stuðst við gildishlaðið mat, eins […]

Svörtuloft

Svörtuloft eru í landi Krýsuvíkur. Þar er hraunbreiða fram að sjó og víða hamrar. „Næst vestan við Vestri-Bergsenda [á Krýsuvíkurbjargi] taka við svonefnd Svörtuloft“, segir í örnefnaskrá. Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða. Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá […]

Fjörunytjar og útivist

„Fjörur bjóða upp á einstakt umhverfi fyrir útivist. Fjörur er tilvalið að nýta sem gönguleiðir allt árið um kring. Margar strandir eru öruggar gönguleiðir á veturna þar sem sjávarseltan kemur í veg fyrir klakamyndun. Mikilvægt er að fara með gát þegar gengið er um fjörur. Sumar fjörur er aðeins hægt að fara um þegar flæðir […]

Eldvarpahraun – B-17

Í  sléttu Eldvarpahrauni skammt norðan Sundhnúkahraun austan Eldvarpa, í sléttu mosahrauninu, er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina. Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan „chock“, hjólakubb úr […]