Entries by Ómar

Krýsuvík I

Krýsuvíkursvæðið er eitt fallegasta og fjölbreytilegasta útivistarsvæði hér á landi. Margir útlendingar, sem fara þar í gegn á leið úr ferðum sínum á Gullfoss og Geysi, minnast þeirrar ferðar lengur, en flest annað sem bar fyrir augu þeirra um landið. Boðið er upp á sérstakt, tilkomumikið og fjölbreytt landslag, hlaðið sögulegum minjum frá upphafi landnáms. […]

Friðlýsing Brennisteinsfjalla

„Brennistaeinsjallasvæðið“ hefur nú verið friðlýst. Því ber að fagna. Verndarsvæðið er 123 ferkílómetrar að stærð og liggur í 400-500 metra hæð milli Kleifarvatns og Heiðarinnar há. Um er að ræða stærsta óbyggða víðerni sem eftir er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem finna má ósnortnar gosminjar og minjar um brennisteinsnám en einnig kjarri vaxið svæði við […]

Landnám á Reykjanesskaga

Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er kveðið á um að Steinunn gamla hafi fengið Rosmhvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og er talið að hann hafi haft bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því […]

Draugar og tröll – til gamans

Á Reykjanesskaganum eru nokkrir alræmdir draugar, s.s. Stapadraugurinn, Arnarfells-Labbi og Tanga-Tómas á Selatöngum. Einnig hefur borið á annars konar draugum á svæðinu, jafnvel mennskum: 1. Mógrafa-Móri. Hefur sést við mógrafir. Segir sagan að hann hann hafi ætlað að ná sér í mó hjá öðrum, fallið í gröfina og ekki komist upp aftur fyrr en að […]

Stakkavík – með Eggerti Kristmundssyni

Eggert Kristmundsson er fæddur 17. febrúar 1919. Þann 28. febrúar s.l. (2009) var farið í fylgd hans í Herdísarvík og í Stakkavík með viðkomu í Breiðabás. Eggert var þá nýorðinn 85 ára, en ótrúlega hress eftir aldri. Í ferðinni lýsti Eggert staðháttum og sagði sögur af fólki og atburðum. Tækifærið var notað og Stakkavíkursvæðið rissað upp […]

Stakkavík – með Þorkeli Kristmundssyni

Þorkell Kristmundsson lést á Landsspítalanum 24. apríl 2003 eftir slys, sem hann varð fyrir þann 30. mars. Þorkell fæddist í Stakkavík í Selvogi 12. september 1925. Foreldrar hans voru Kristmundur Þorláksson, bóndi í Stakkavík, og Lára Elín Sceving Gísladóttir, frá Ertu í Selvogi. Systkini Þorkels eru Gísli, f. 1918, Eggert, f: 1919, Elín Kristin, f: […]

Straumur – Þýskabúð – Jónsbúð – Óttarstaðir II

Lagt var upp frá Straumi, en hann tilheyrir bæjunum í Hraunum. Þeir eru nú í landi Hafnarfjarðar, en höfðu tilheyrt Garðahreppi allt til ársins 1964 er bæjarfélögin höfðu makaskipti á löndum. Bjarni Bjarnason, skólastjóri Barnaskóla Hafnarfjarðar, byggði Straumshúsið 1926. Ætlaði hann að reka þar stórbú. Árið 1948 keypti Hafnarfjarðarbær Straumsbúið og leigði það til ýmisskonar […]

Blesugróf – Ragnar Lár

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1966 skrifaði Ragnar Lár, myndlistarmaður, m.a. um „Blesugróf„: „Þeir gerast æ færri borgarbúarnir sem vita hvar Blesugrófin er, eða var. Enn færri munu þeir vera sem vita hvar Fjárborgin stóð. Þó eru þessi svæði innan borgar- og bæjarmarka Reykjavíkur og Kópavogs. Kannski er það ofsagt að fáir viti hvar Blesugrófin er […]

Hafnarfjörður fyrri tíma – „Skyggnst um nágrennið“.

Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, skrifaði í Alþýðublað Hafnarfjarðar (jólablað) árið 1965 um Hafnarfjörð fyrri tíma undir yfirskriftinni „Skyggnst um nágrennið„: „Flatahraun. Úr Engidal liggur steypt bílabraut austur Flatahraun áleiðis til Keflavíkur. Hér hófst síðasta skeið íslenskrar vegagerðar, þegar byrjað var að steypa Keflavíkurveginn 1962. Fram undan rís Setbergsholt, Mosahlíð og Ásfjall. Á hrauninu liggur vegurinn ýmist […]

FERLIR – eldri vefsíður

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, öðrum en hugkrefjandi rannsóknum, s.s. vegna manndrápa, rána og fjársvika og jafnvel löngum kyrrsetum rannsóknanna á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta svolítið í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu […]