Bæjarstæði Ingólfs

Aðalstræti

Fyrir nokkru sendu 14 þjóðkunnir menn bæjarráði, borgarstjórn, forsætisráðherra og forseta sameinaðs alþingis ávarp um friðhelgi á bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar.
larus-1Nú er það svo að fáir vita með hokkurri vissu hvar bæjarstæðið er, og hafa komið fram margar tilgátur um það mál. Blaðið hefur nú snúið sér til Lárusar Sigurbjörnssonar skjala-. og minjavarðar Reykjavíkurbæjar, og spurt hann um álít hans á málinu. Lárus hefur sem kunnugt er mikinn áhuga fyrir máli þessu, og hefur viðað að sér miklum fróðleik um allt, er viðkemur staðsetningu á bæjarstæðinu. Fyrsta spurning okkar er þessi:
— Hvar telur þú að bær Ingólfs hafi staðið?
— Mín skoðun á málinu er sú, að bærinn hafi staðið þar sem n ú eru gatnamói Kirkjustrætis og Suðurgötu. Mörg allsterk rök liggja til grundvallar þessari skoðun minni.
— Hver eru helztu rökin?
— Þegar grafið var fyrir Steindórsprenti fannst haugur, sem ég tel að hafi verið haugur frá bæ Íngólfs. En í haug þessum fundust m.a. geirfuglabein og svínabein. Annað er svo það, að staðurinn hefur margt til síns ágætis hvað snertir veðursæld, þarna hefur verið harður tjarnarbakkinn til að byggja á, og kaldavermsl til að sækja vatnið í hefur verið skammt frá bænum. Til er safn sagna frá 1860, sem Sigurður Guðmundsson listmálari hefur safnað. Safn þetta samanstendur af sögnum um hvar bær Ingólfs hafi stáðið. Ein sögnin er höfð eftir gamlalli konu, sem var vinnukona í Viðey. Segir hún að bær Ingólfs hafi verið þar sem gamla klúbbhúsið var, og seinna var útbygging byggð 1914 við hús Hjálpræðishersins.
Mikllar líkur eru fyrir að þessar skoðanir mínar fáist sannaðar eða afsannaðar áður en langt um líður, því innan skamms á að byrja að grafa grunn á fyrrnefndu horni fyrir nýju húsi.
— Er nokkuð fleira, sem þér finnst benda í þá átt, að þarna hafi bærinn verið?
larus-2— Já, það mætti kannski benda á, að eftir líkani, sem ég hef látið gera eftir hugmyndinni, kemur ljóslega fram sú götuskipan, sem er í nágrenni bæjarstæðisins, og hefði getað orðið til eftir staðsetningu húsanna.
— E r nokkuð fleira, sem þú vilt taka fram í þessu sambandi?
— Já, ég vil minnast á það, að þó að skoðanir mínar á þessu máli séu aðrar en þeirra, sem telja að bærinn hafi staðið þar, sem nú eru Uppsalir, er ekki þarmeð sagt, að ég hafi nokkuð á móti friðhelgun bæjarstæðisins. —
Þvert á móti. Þetta eru aðeins mínar skoðanir á málinu. Við þökkum Lárusi svörin.
Myndin af líkaninu sýnir, hvernig Lárus hefur hugsað sér að byggingarnar hafi staðið. No. 1 er skáli. No. 2 eru útihús. No. 3 er eldhús. No. 4 er gamli kirkjugarðurinn. No. 5 er smiðja. Á myndinni sést hvernig afstaða Túngötu og Aðalstrætis er við hugmynd Lárusar.

Heimild:
-Alþýðublaðið 26. febrúar 1960, bls. 7.

Aðalstræti

Skálar í Aðalstræti.