Brú milli heimsálfa

Úti á Reykjanesi er brú, sem komið var þar fyrir. Brúin liggur yfir eina af Kinnagjánum. Brúnin norðan við gjárnar heitir Kinn. Austar er Haugsvörðugjá, þá Hörzl, gígaröð, og Tjaldstaðagjá austan þeirra.
Við þessa Kinnargjá er nú bílastæði. Á skilti við brúna stendur:

Bruin-22

Tröllkarl á Evrópuflekanum.

Samkvæmt plötukenningunni er ysti hluti jarðarinnar – berghvolið – gerður úr 7-8 stórum flekum og mun fleiri smærri. Flekar þessir færast sundur, samsíða eða skarast. Þessum átakasvæðum fylgja jarskjálftar, myndun fellingafjalla, eldgos og misgengi.
Á plötuskilum, eftir úthöfunum endilöngum rísa 2000-4000m háir fjallgarðar sem eru alls um 70.000 km á lengd. Á örfáum stöðum standa hryggirnir upp úr sjó. Þú ert nú á einum þeirra, Reykjaneshryggnum sem er hluti af Atlantshafshryggnum. Hér skiljast af Norður-Ameríkuplatan, sem þú stendur á og Evrasíuplatan eða austrið og vestrið. Landið fyrir framan þig færist í sundur um 2 sm á ári að maðaltali. Önnur platan um 1 sm á ári til norðvesturs (þin megin) en hin til suðausturs með sama hraða. Upp í bilið á milli flekanna streymir bráðið beg sem storknar sem hraun á yfirborðinu. Vegna láréttra og lóðréttra krafta myndast misgengisstallar og gjár á plötuskilunum.

Brú milli heimsálfa

Nyrðri gjárveggurinn.

Jarrðvirknin dreifist ekki jafnt yfir skagann, heldur myndar hún svæði 5-10 km á breidd og 25-40 km á lengd. Innan þessa svæðis raða Eldvörpin og misgengin sér í beina línu með stefnu frá suðvestri til norðausturs. Á Reykjanesskaga eru 4-5 slík svæði sem nefnast gosreinar. Hreyfingarnar svo og eldgosin á hverri gosrein verða í hrinum sem standa yfir í nokkur á eða áratugi en hléin vara í nokkrar aldir. Mörg hraunannan sem þú sérð þegar horft er í áttt til vitans og hverasvæðisins mynduðust í síðustu goshrinu Reykjanesreinarinnar sem var virk á fyrstu áratugum 13. aldar.
Bruin-23Úti á Reykjaneshrygg hefur sennielga gosið nokkrum sinnum í sjó á þessari öld þó ekki hafi komið upp eyjar. Árið 1783 reis land úr sjó, nokkru utan Eldeyjar og hlaut það nafnið Nýey. Eyjan, sem eingöngu var úr gosmöl, hvarf aftur í sæ í brimi næsta vetur.
Reykjaneshryggurinn er enn virkur og eldar eiga víða eftir að brenna á Reykjanesskaganum, einnig á því svæði sem þú horfir yfir. Hvort það verður á þínum tíma, barna eða barnabarna þinna er erfiðara að spá.”

Hraunið í Kinninni kom úr Sandfellshæð og er um 7 þús. ára gamalt. Langhóll er 1,5 km austan við veg norðan Kinnarinnar. Berghóll og Langhóll er það að segja að hvorugur er ekta gígur. Þar hefur hraun frá Sandfellshæð runnið upp úr lokaðri hraunrás. Það sést á gerð hraunsins, afgasað og þétt í sér, gagnstætt því sem er kringum ekta dyngjugíga.

Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa.