Brunnastaðalangholt

Hringurinn

Stefnan var tekin á Brunnastaðalangholtin í Strandarheiðinni og næsta umhverfi.
GöngusvæðiðRétt ofan við þjóðveginn, ofan Brunnastaðahverfis, er varða sem hlaðin var er þar fannst dáinn piltur sem örmagnaðist í vonskuveðri, heitir Hermannsvarða{Kristmundarvarða}. Skammt þar frá eru Gilhólar og þar eru einnig Lágarnar eða Skjaldakotslágar. Þarna upp í heiðinni er Brunnhóll, þar er hola í klöpp og þrýtur þar aldrei vatn. Þar skammt frá er Fornistekkur. Norðaustur af Skjaldakotslágum eru þrír hólar, kallast einu nafni Vatnshólar, nokkru ofar er Arnarbæli. Þar var huldufólkskirkja og sást þangað mikil kirkjuferð huldufólks. Þá er Lynghóll og tveir hólar, Klofningar, Klofningur, Neðri- og Klofningur, Efri-. Hringurinn, fjárborg eða -byrgi, einnig nefndur Langholtsbyrgi. Milli Klofninga og Kánabyrgis er jarðfall er nefnist Freygerðardalur. Stúlka með þessu nafni, Freygerður, ól þarna barn á leið sinni um heiðina. Styrkir það stoðir undir að alfaraleið hafi fyrrum legið beina leið yfir Strandarheiðina milli Kúagerðis og Skógfellavegar. Freygerðisdalur er nú kominn undir Reykjanesbrautina. Í honum voru hlaðnar tröppur í jarðfallið svo fé kæmist þar upp af eigin rammleik. Á Syðri- og Nyrðri-Fögrubrekkum eru vörður, sú nyrðri stærri og fallegri en sú syðri. Örnefnalýsingar koma heim og saman, en sumar eru nákvæmari en aðrar.

Fögrubrekkuvarðan nyrðri

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Brunnastaðahverfi má lesa eftirfarandi um miðheiðina: „Áður en lengra verður haldið hér skulum við bregða okkur aftur heim undir Traðarkot, þar upp af vegi eru klapparhólar sem heita Gilhólar og skammt austar ber í Keili frá bæ séð, heitir Skjaldarkotslágar, þar er nú ræktað tún og ofan við Gamlaveg skammt ofan Gilhóla er Brunnhóll, þar var hola niður í hraunklöpp sem sjaldan var þurr. Þar rétt norður af er stekkur, syðst og vestast í lágunum, nefndur Fornistekkur. Norðaustur af Skjaldarkotslágum heita Vatnshólar. Þessir hólar eru þrír, upp undir gamla vegi. Skammt upp af þeim er grasivaxinn hóll sem heitir Arnarbæli og skammt sunnan hans er stekkur sem heitir Ásláksstaðastekkur.“ SGG segir í bók sinni „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“ (2007) að gróin kvosin, sem stekkurinn stendur í, heiti Kúadalur. „Þar upp í sömu stefnu, heldur til austurs, er Lynghóll.“ Á sléttlendi neðan hólsins eru leifar fjárborgar. „Upp af Arnarbæli, miðja vegu upp að Hrafnagjá austur af Lynghól, eru tveir hólar sem heita Klofningar, eru með viki á milli. Mitt milli þeirra og Kánabyrgis er jarðfall sem nefnt er Freygerðardalur, þar er sagt að kona hafi borið út barn.“
Í örnefnalýsingu fyrir sama svæði segir Gísli Sigurðsson m.a.: „Eftirtalin örnefni er að finna á svæðinu milli þjóðvegarins og Hrafnagjár og verður þá byrjað syðst á landamerkjum. Úr Djúpavogi liggur landamerkjalínan upp sunnan Presthóla í Markavörðuna á Langholti sem einnig er kallað Brunnastaða-Langholt. Varðan er kölluð Langholtsvarða.“

Syðri-Brunnastaðalangholtsvarða

Langholt er langt og tvískipt og áberandi í heiðinni. Á sitt hvourum enda þess eru vörður, Nyrðri-Brunnastaðalangholtsvarða og Syðri-Brunnastaðalangholtsvarða. Syðri varðan er fiskimið frá Gullkistunni undir Vogastapa, en Gullkistan ber örnefnið vegna þess að þar var „mokað“ upp þorski, t.d. á seinni hluta 19. aldar.  Eftir endilöngu holtinu er jarðsímastrengur. „Við Langholt er lægð en nefnist Langholtsdalur og þar er fjárbyrgi, nefnt Langholtsbyrgi eða Hringurinn. Úr Markavörðunni liggur línan í vörðuna Leifur Þórðar sem er á Hrafnagjárbarmi og nokkur hluti Hrafnagjár liggur um Brunnastaðaland.
Í suður frá Grænhól er Lambskinnshóll, á honum stendur SmalaskálavarðaLambskinnshólsvarða. Þar rétt hjá er svo Guðmundarstekkur. Nokkru nær þjóðveginum er borg sem nefnist Lúsaborg og þar rétt hjá er Lúsaborgarvarða. Þá koma Presthólar tveir og nefnast Presthóll, Neðri- og Presthóll, Efri-. Í hólum þessum var mikil huldufólksbyggð. Upp frá Langholti er klapparhryggur sem nefnist Smalaskáli og þar er Smalaskálavarða. Þar austur af eru fagrar, grónar brekkur, kallast Fögrubrekkur. Þá er getið um Kánabyrgi og Kánabyrgishól. Flestir telja að rétta nafnið á þessum stað sé Gangnabyrgi og Gangnabyrgishóll. Á þessum stað komu gangnamenn saman áður en skipað var í leitir að hausti til og þar af mun nafnið dregið, auk þess sem þarna var fjárbyrgi. Frá Halakoti lá stígur upp í heiðina, nefndist Kúastígur, lá upp í svonefnda Kúadali en þar sátu þeir kýr bræðurnir frá Halakoti.

Refagildra

Rétt ofan við þjóðveginn, ofan Brunnastaðahverfis, er varða sem hlaðin var er þar fannst dáinn piltur sem örmagnaðist í vonskuveðri, heitir Hermannsvarða {Kristmundarvarða}.“ Og „Svo bar til, að haustið 1907 eða 1908 var farið í smölun í sveitinni. einn af smölunum var unglingspiltur frá Goðhól hér í sveit, sem hét Kristmundu Magnússon. Það hafði verið mjög slæmt veður, suðaustan rok og mikil rigning (dimmviðri) og fór svo, að pilturinn týndist og fannst daginn eftir örendur á þeim stað sem Kristmundarvarða stendur nú.“ Skv. upplýsingum SGG er Kristmundarvarða ofan Bieringstanga en ekki ofan Brunnastaðahverfis, sbr. lýsinguna. „Skammt þar frá eru Gilhólar og þar eru einnig Lágarnar eða Skjaldakotslágar. Þarna upp í heiðinni er Brunnhóll, þar er hola í klöpp og þrýtur þar aldrei vatn. Þar skammt frá er Fornistekkur. Norðaustur af Skjaldakotslágum eru þrír hólar, kallast einu nafni Vatnshólar, nokkru ofar er Arnarbæli {ekki í landinu (S.S.)}. Þar var huldufólkskirkja og sást þangað mikil kirkjuferð huldufólks. Þá er Lynghóll og tveir hólar, Klofningar, Klofningur, Neðri- {er í Ásláksstaðalandi} og Klofningur, Efri-{er í Ásláksstaðalandi}.
Milli Klofninga og Kánabyrgis er jarðfall er Lynghólsborgnefnist Freygerðardalur. Stúlka með þessu nafni, Freygerður, ól þarna barn á leið sinni um heiðina. Undir Hrafnagjárbarmi liggja Hrafnagjárflatir. Austasti hluti Huldugjár blasir við af Hrafnagjá. En svæðið milli gjánna nefnist Huldur vestast og síðan tekur við Margur brestur. Þá eru Hrútabrekkur, heimundir Hrafnagjá þar sem landamerkjalínan liggur er Inghóll í Inghólslágum.“
Í örnefnalýsingu Sigurjóns Sigurðssonar frá Traðarkoti segir: „Nokkuð fyrir ofan niðurlagða veginn, í suðaustur frá Skjaldarkotslágarhólnum, er klapparhóll með vörðu sem heitir Brunnhóll. Dregur nafn sitt af því að í klöpp rétt sunnan við vörðuna er svolítil hola ofan í klöppina, sem oft stendur í vatn. Í vestsuðvestur af Brunnhól er nokkuð flatlendi, sem heitir Tvívölulágar. Veit ekki af hverju þær draga nafn sitt.
Ofan og sunnan við HringurinnTvívölulágar er stekkur, sem heitir Guðmundarstekkur. Sunnan við stekkinn er langt klapparholt og allhátt, heitir það Stekkholt. Semsagt við norðurenda Stekkholtsins er Neðri-Presthóll og Efri-Presthóll, eru þeir rétt hvor hjá öðrum, liggja frá norðvestri til su[ð]austurs. Sagt er, að þeir dragi nafn sitt af því, að einhvern tíma hafi hóllinn (hólarnir) staðið opinn (opnir) og sést inn í hann (þá) og hafi þá prestur í fullum skrúða staðið þar fyrir altari (þúfur eru á báðum hólunum). Í skarðinu milli hólanna og þar suður af sér fyrir vegslóða. Sennilega er það elzti vegur um Suðurnes. Vegur þessi ber nafnið Einingarvegur. Í suðaustur af Presthólum er langt og allhátt klapparholt, sem heitir Brunnastaðarlangholt. Holtið liggur frá norðaustri til suðvesturs. Vörður eru á sitthvorum enda holtsins og heita Nyrðri- og Syðri-Brunnastaðalangholtsvörður. 

Nyrðri-Brunnastaðalangholtsvarða

Norðaustan við nyrðri vörðuna er dalur (lítil laut). Suðaustan í holtinu í suðaustur frá syðri vörðunni er dalur (lítil laut). Eru þessar lautir kallaðar Nyrðri- og Syðri-Langholtsdalir.
Skammt frá miðju Brunnastaðalangholtinu, í suðaustur, er hringlaga grjótbyrgi, sem heitir Hringurinn. Var það notað fyrir sauðfé (fjárbyrgi). Í suður frá Hringnum er alllangur klapparhryggur, sem liggur frá austri til vesturs. Vestast á honum er klapparhóll, sem heitir Smalaskáli. Á hólnum er varða.
Dagsbirtan

Í austur frá Smalaskála er alllangur klapparhryggur, sem heitir Fögrubrekkur. Á klapparhryggnum eru tvær vörður, Syðri- og Nyrðri-Fögrubrekkuvörður. Suðaustan við klapparhrygginn er dálítið leirflag með rofabörðum hér og hvar, hefir þarna sennilega verið allnokkur grasflöt og máski utan í klapparhryggnum og því hlotið nafnið Fögrubrekkur.
Í austsuðaustur frá Fögrubrekkum er jarðfall, sem heitir Freygerðardalur. Stúlka með þessu nafni, Freygerður, á að hafa fætt þarna af sér barn á leið sinni um heiðina.
Í suðaustur frá Freygerðardal er klapparhóll, Kánabyrgi; á hólnum er varða (ekkert byrgi). Nafnið á hólnum gæti eins verið Gangnabyrgi. Alltaf var og er hvílt sig á þessum hól, þá gengið var og er til smölunar úr Brunnastaðahverfi. En allir eldri menn sögðu hólinn heita Kánabyrgi.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín. 

Heimildir:
-Örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar – 1980.
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar.
-Örnefnaskrá Sigurjóns Sigurðssona.
-SGG – Gönguleiðir og örnefni í Vatnsleysustarndarhreppi – 2007.

Birtan í heiðinni